Page 32

2.4

Launaþróun karla og kvenna

Niðurstöður um launaþróun eftir kynjum eru sýndar á myndum og töflum á næstu blaðsíðum. Tölurnar eru settar fram með þeim hætti að launavísitölu karla á hverju ári er deilt í launavísitölu kvenna og margfaldað með 100. Þannig fæst vísitala sem tekur gildi hærra en 100 á tilteknu ári ef uppsöfnuð launahækkun er meiri meðal kvenna en karla. Niðurstaðan er sú að í flestum heildarsamtökum og samningssviðum hafa laun kvenna hækkað meira en karla á tímabilinu nóvember 2006 til maí 2013. Undantekningar eru tvær; annars vegar hækkuðu laun kvenna hjá ríkinu í BSRB um 0,8% minna en karla og hins vegar hækkuðu laun kvenna í aðildarfélögum KÍ hjá sveitarfélögunum um 0,6% minna en karla. Laun kvenna í aðildarfélögum ASÍ hafa hækkað umfram karla á öllum þremur samningssviðunum, mest á almennum vinnumarkaði þar sem munurinn er 5,3%. Konur í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum hafa hækkað um 6,6% umfram karla og svipað er uppi á teningnum hjá konum innan aðildarfélaga BHM sem starfa hjá sveitarfélögum. Sú mynd sem hér er dregin upp um þróun reglulegra launa gefur til kynna að launamunur kynja hafi minnkað á því tímabili sem hér er lagt til grundvallar. Í þessu sambandi má vísa til útgáfu Hagstofu „Óleiðréttur launamunur kynjanna 2008 – 2012“ Hagtíðindi, 2013:5.

Launavísitala karla = 100

Mynd 14. Þróun launa kvenna umfram karla í aðildarfélögum ASÍ. 110 105 100 95

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013*

Alm.

100

101,6

103,4

104,5

104,6

105,3

105,4

105,3

Sv.fél.

100

99,6

103,3

104,9

103,8

103,7

102,3

102,9

Ríki

100

100,8

101,9

104,5

105,8

108,4

102,4

103,2

ƒƒ Maí 2013

32

ASÍ

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement