Page 15

Launaþróun 2006-2013

Mynd 2. Launaþróun á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum.

Vísitölur, 2006=100

170 160 150 140 130 120 110 100

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013 *

Alm.

100,0

110,4

119,3

122,1

129,5

139,3

150,1

159,0

Ríki

100,0

108,8

118,6

125,3

127,5

134,6

145,4

153,2

Sv.fél.

100,0

106,6

116,1

127,0

129,7

135,8

145,1

152,5

ƒƒ 2. ársfjórðungur 2013

Á öllu tímabilinu 2006-2013 hefur launaþróun hjá ríki og sveitarfélögum verið jöfn, en laun á almennum markaði hækkað nokkru meira en hjá hinu opinbera. Þannig hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3,8% umfram laun hjá ríkinu og um 4,3% umfram laun hjá sveitarfélögum. Ef litið er til áranna 2006 til 2009 hækkuðu laun á almenna markaðnum minna en á hinum opinbera en frá 2009 til 2013 hækkuðu laun til muna meira á almenna markaðnum. Samanburður af þessu tagi þar sem gengið er út frá stöðunni í ákveðnum tímapunkti, hér 2006, getur verið misvísandi og taka þarf tillit til þess hver staðan var á grunnpunktinum, m.a. er varðar þróunina árin á undan og stöðu kjarasamninga á þessum vinnumörkuðum. Hagstofan hefur safnað gögnum um launaþróun á almennum markaði og hjá hinu opinbera um langt skeið og birtir á heimasíðu sinni tölur allt til ársins 1990. Hafa verður þó í huga að miklar breytingar hafa orðið í söfnun og úrvinnslu gagna undanfarna áratugi og óvarlegt að skeyta eldri tölum við hinar nýju án fyrirvara. Sem dæmi má nefna að bankamenn flokkuðust með opinberum starfsmönnum fram til ársins 2006.

15

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement