Page 128

21/6/2013

Starfslýsing vinnuhóps (1) um tölfræðiúrvinnslu launaupplýsinga Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (SALEK) og starfar samkvæmt samkomulagi frá 11. júní 2013, hefur ákveðið að fela vinnuhópi að safna og vinna úr launaupplýsingum til að styrkja undirbúning kjarasamninga. Verkefni hópsins er nánar tiltekið:

ƒƒ Að taka saman gögn um þróun launa og launadreifingu eftir samningssviðum yfir valið tímabil. Horft verði til starfa- og atvinnugreinaflokkunar Hagstofunnar fyrir almenna markaðinn. Starfaflokkun fyrir opinbera markaðinn verði sömuleiðis notuð og gagnaöflun og úrvinnsla þeirra styrkt. Jafnframt vísast til samninga aðila á vinnumarkaði og Hagstofunnar um launa- og vinnumarkaðsrannsóknir. ƒƒ Að ákveða flokkun gagna þannig að þau nýtist sem best kjarasamningsaðilum við gerð samninga. ƒƒ Að skýra verðlagsbreytingar og kaupmáttarþróun launa og helstu ástæður breytinga á raunlaunum/-tekjum. ƒƒ Að greina samkeppnisstöðu landsins á mælikvarða launa borið saman við helstu viðskiptalönd. Vinnuhópurinn er skipaður fulltrúum þeirra sjö sem að Samstarfsnefndinni standa. Með hópnum starfar fulltrúi Hagstofu Íslands og starfsmaður í hlutastarfi auk þess sem fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanki Íslands veita upplýsingar og aðstoð eftir því sem þurfa þykir. Samstarfsnefndin mun greiða götu þess að vinnuhópurinn fái öll þau gögn sem hann telur sig þurfa til starfsins. Sumt kann að varða trúnað og skal tekið tillit til þess í starfinu. Greinargerð vinnuhópsins er unnin fyrir Samstarfsnefndina og verður hún hluti af skýrslu nefndarinnar um efnahagslegar forsendur kjarasamninga þar sem lagt er mat á ástand og horfur í efnahagsmálum og á vinnumarkaði til undirbúnings kjarasamninga.

128

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement