Page 119

Efnahagsumhverfi kjarasamninga

Hlutur launa í vergum þáttatkejum, %

Mynd 22. Hlutur launakostnaðar af vergum þáttatekjum í iðnaði 100

90

Hlutur launa í vergum þáttatekjum

80 70

60 50 40 2003

ÍSLAND

2004

2005

Noregur

2006

2007

Þyskaland

2008

Danmörk

2009

2010

2011

Ísland, án áls

ƒƒ Heimild: TBU. Hagstofa Íslands.

9.5

Raungengi

Seðlabanki Íslands tekur saman og birtir tölur um raungengi krónunnar miðað við verðlag og launakostnað. Í hugtakinu felst mat á þróun hlutfallslegs launakostnaður á framleidda einingu hér á landi og erlendis, mælt í sömu mynt. Þróun launakostnaðar á framleidda einingu er fundin með því að draga framleiðnibreytingu (framleiðni vinnuafls) frá breytingu launa, þannig að ef laun hækka t.d. um 8% hér á landi en framleiðni eykst um 2% þá hækkar launakostnaður á framleidda einingu um 6%. Ef laun í viðskiptalöndunum hækka um 4% og framleiðni vinnuafls vex um 1% þá hækkar launakostnaður á framleidda einingu í þeim um 3%. Launakostnaður á framleidda einingu hefur þá hækkað hér á landi um 3% umfram viðskiptalöndin. Samkeppnisstaðan hefur, að öðru óbreyttu, versnað sem því nemur. Ef gengi krónunnar lækkar, lækkar launakostnaður á Íslandi mælt í erlendri mynt. Ef gengi krónunnar lækkar t.d. um 3% í framangreindu dæmi verður hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi hinn sami og erlendis mælt í sömu mynt. Raungengi miðað við laun verður því óbreytt. Lækki gengið umfram 3% styrkist samkeppnisstaðan; launakostnaður á framleidda einingu hér á landi hækkar ekki í sama mæli og í viðskiptalöndunum mælt í sömu mynt og raungengið lækkar. Miklar sveiflur í raungengi hafa einkennt efnahagsþróun á Íslandi, hvort sem miðað er við hlutfallslegt verðlag eða hlutfallslegan launakostnað. Þannig hækkaði raungengi á mælikvarða launa um rösklega 35% á þremur árum frá 1985 til 1988, en lækkaði um 20% á árunum 1989-1990. Allar götur frá byrjun

119

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement