Page 114

kjaraviðræður og aðrar greinar semji sig að þeim niðurstöðum. Hér á landi er það ekki síst sjávarútvegur og stóriðja sem eiga í hvað harðastri samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og í vaxandi mæli ferðaþjónusta. Iðnaður margs konar á í samkeppni við innflutning á heimavelli. Hér á eftir verður litið til iðnaðar (þ.m.t. stóriðja) og sjávarútvegs sem samkeppnisgreina. 9.2

Framleiðni vinnuafls

Til lengri tíma ræðst kaupmáttur launa fyrst og fremst af framleiðni vinnuafls og fjármagns í atvinnulífinu. Framleiðnin er einnig lykill að samkeppnishæfni ríkja. Vergar þáttatekjur (þ.e. samtala launa og hagnaðar) á hvern starfandi mann gefa vísbendingu um framleiðni vinnuafls og breytingar á henni yfir tíma. Í eftirfarandi töflu er árleg breyting framleiðni hér á landi og í viðskiptalöndum borin saman yfir tímabilið frá 2001. Tafla 4. Árleg breyting framleiðni vinnuafls á Íslandi og í viðskiptalöndunum, % 2001-2007

2008-2010

2011-2013

2001-2013

Ísland

2,9

-1,3

1,4

1,6

Viðskiptalönd

1,3

-0,1

0,4

0,8

Mismunur

1,6

-1,2

1,0

0,8

ƒƒ Heimild: OECD.

Frá árinu 2001 til 2013 hefur framleiðni á þennan kvarða vaxið árlega um 1,6% hér á landi en um 0,8% í viðskiptalöndunum. En mun meiri sveiflur hafa verið í framleiðnibreytingum hér á landi en víðast hvar annars staðar. Samkvæmt þessum tölum jókst framleiðni hér á landi árið 2004 um 7,7%, en minnkaði um 3,8% 2011. Þrátt fyrir að framleiðni hafi vaxið hér á landi meira en í viðskiptalöndunum á undanförnum röskum áratugi, er framleiðni enn töluvert lægri en í þessum löndum. Í skýrslu bandaríska ráðgjafafyrirtækisins McKinsey kemur skýrt fram að framleiðni er slök á Íslandi miðað við önnur ríki og ríkulegir möguleikar til að auka framleiðni, ekki síst hjá hinu opinbera. Framleiðnivöxtur er meiri í framleiðslustarfsemi, 3,4% til jafnaðar á ári, og minni í þjónustustarfsemi, eða 1,3%, hér á landi. Það kemur auðvitað ekki á óvart að framleiðni sé minni í þjónustuhluta hagkerfisins, því þar er vinnuaflið langmikilvægasta framleiðsluaflið en í framleiðslustarfsemi getur framleiðni

114

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement