Page 113

Efnahagsumhverfi kjarasamninga

9 9.1

Samkeppnisstaðan Samkeppnisgreinar og heimagreinar

Samkeppnisstaða atvinnulífs er úrslitaatriði um efnahagslegan vöxt og viðgang lítilla opinna hagkerfa. Lengstum var lítið sem ekkert tillit tekið til þessa í kjarasamningum hér á landi. Með gengisfellingum, oftsinnis strax í kjölfar kjarasamninga, leiðrétti Seðlabankinn samkeppnisstöðuna um stundarsakir. Þessi leið hefur margoft verið farin hér á landi og við öllum blasir þvílíkur ófarnaður hún er. Uppskeran hefur verið óðaverðbólga sem grefur undan lífskjörum almennings og rekstrarstöðu atvinnulífsins. Á stuttu tímabili í hagsögu lýðveldisins, eða frá 1995 til 2008, bjó þjóðin við frjálsa fjármagnsflutninga og vald Seðlabankans á genginu minnkaði. Á því tímabili varð krónan smám saman leiksoppur alþjóðafjármálaafla og tengsl hennar við raunhagkerfið, íslenskt atvinnulíf, rofnuðu. Frá því síðla árs 2008 komu fjármagnshöft í stað frjálsra fjármagnsflutninga, en þrátt fyrir þau eru sveiflur miklar í gengi krónunnar og mikil óvissa um þróunina framundan. Annars staðar á Norðurlöndum er greining á stöðu samkeppnisgreinanna sú undirstaða sem kjarasamningar eru byggðir á. Greiningin á að sínu leyti rætur í haglíkönum sem í Noregi var kennt við Odd Aukrust og í Svíþjóð við EFO. Kjarni þessarar greiningar er að í litlum opnum hagkerfum verði launaþróunin að ráðast af stöðu samkeppnisgreinanna. Útflutningsgreinarnar geta ekki nema í mjög litlu mæli velt kostnaði á erlenda viðskiptamenn og verð á vörum þeirra ræðst á alþjóðamarkaði. Með sama hætti er svigrúm greina sem eiga í samkeppni við innflutning takmarkað til verðhækkana. Heimamarkaðsgreinar, s.s þjónustugreinar og landbúnaður, eru í stórum dráttum verndaðar frá erlendri samkeppni. Verðmyndun í heimamarkaðsgreinum lýtur því talsvert öðrum lögmálum. En samkeppnisgreinar og heimamarkaðsgreinar keppa um vinnuafl. Verði meiri launahækkanir í heimamarkaðsgreinum er viðbúið að vinnuaflið færi sig til þeirra og samkeppnisgreinar þurfi annað hvort að draga úr framleiðslu eða hækka launin með neikvæðum áhrifum á samkeppnisstöðu þeirra. Framleiðnivöxtur er almennt meiri í samkeppnisgreinum en í heimamarkaðsgreinum. Svigrúm til launahækkana í samkeppnisgreinum ræðst fyrst og fremst af framleiðniaukningu og þróun afurðaverðs á erlendum mörkuðum. Við þau skilyrði verður hlutur launa af vinnsluvirði stöðugur og er lögð mikil áhersla meðal Norðurlandaþjóðanna á stöðugleika launahlutfalls í samkeppnisgreinum. Á Norðurlöndum er það einkum iðnaðurinn sem er í alþjóðlegri samkeppni og því hafa menn fyrst og fremst horft til hans. Samkomulag er um að þessar greinar leiði

113

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement