Page 11

Launaþróun 2006-2013

1.

Inngangur

Í þessum hluta er gerð grein fyrir launaþróun frá árinu 2006. Upphafsárið ræðst af því að samræmd gögn Hagstofu Íslands fyrir almenna og opinbera vinnumarkaðinn ná aftur til þess árs. Sýnd er þróun reglulegra launa fullvinnandi fólks, 18 ára og eldra, eftir heildarsamtökum og samningssviðum. Miðað er við breytingar á launum milli nóvembermánaða hvers árs og að auki frá nóvember 2012 til nýjustu talna Hagstofu sem taka til launa í maí 2013. Í sérstökum kafla er rakin launabreyting karla og kvenna eftir heildarsamtökum og samningssviðum. Á umræddu tímabili hafa verið þrjár meginlotur í samningum og er þá stöðugleikasáttmálinn í júní 2009 ekki meðtalinn. • Almennur vinnumarkaður ƒƒ ASÍ àà mars 2004 - 31. desember 2007 àà febrúar 2008 - 30. nóvember 20101 àà júlí 2009 - 30. nóvember 2010 (stöðugleikasáttmálinn) àà maí 2011 – 30. nóvember 2013 2 • Ríki𠃃 ASÍ àà mars 2004 – 31. mars 2008 àà maí 2008 – 30. nóvember 2010 àà maí 2011 – 30. janúar 2014 ƒƒ BHM àà febrúar 2005 - 30 .apríl 2008 àà júní 2008 - 31. mars 2009 àà júní 2011 - 31. janúar 2014 ƒƒ BSRB àà febrúar 2005 - 30. apríl 2008 àà maí 2008 - 31. mars 2009 àà júlí 2009 – 30. nóvember 2010 (stöðugleikasáttmálinn) àà maí 2011 – 31. janúar 2014 ƒƒ KÍ 1 Í samningunum voru ákvæði um að í febrúar 2009 skyldu samningsforsendur metnar. Stæðust þær ekki að mati samningsaðila skyldu þeir leitast við að ná samkomulagi um viðbrögð til að stuðla að framgangi samningsins og treysta forsendur hans. Þann 25. febrúar kvað forsendunefnd upp úr um að forsendur hefðu ekki staðist. Á grundvelli stöðugleikasáttmála sem stjórnvöld áttu aðild að var ákveðið að framlengja samninginn til loka nóvember, en þó með verulegum breytingum og frestunum á launahækkunum. 2 Skv. samningum sem gerðir voru í maí 2011 skyldi gildistími þeirra vera til janúarloka 2014. Við endurskoðun samninganna var gert samkomulag milli aðila um að stytta samningstímann til 30. nóvember 2013.

11

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement