Page 105

Efnahagsumhverfi kjarasamninga

7 7.1

Heimilin Ráðstöfunartekjur

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann minnkaði mun meira en kaupmáttur launa í kjölfar hrunsins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann var 28% minni árið 2010 en árið 2006. Engin fordæmi eru um svo miklar búsifjar á lýðveldistímanum. Þetta má rekja til tveggja þátta; minni atvinnutekna og minni hreinna eignatekna. Kaupmáttur launatekna á mann minnkaði um 20% á þessu tímabili sem bera má saman við að kaupmáttar launavísitölu var um 11% minni en 2006. Lækkun eignatekna á mann nam röskum 60% á föstu verðlagi. Á sama tíma jukust eignaútgjöld á mann (vaxtagreiðslur heimila) um 11% á föstu verðlagi. Tilfærslutekjur á mann jukust á föstu verðlagi, en þar vega atvinnuleysisbætur þungt. Skattbyrðin, beinir skattar sem hlutfall af heildartekjum, lækkaði um 1,5 prósentustig frá 2009 en hækkaði næstu árin. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst á ný árin 2011, um rösk 5%, en minnkaði aftur á árinu 2012, um 0,8%. Minnkun kaupmáttar milli 2011 og 2012 má einkum rekja til lækkunar tilfærslutekna, einkum minni úttekta á séreignasparnaði, minni vaxtabóta og atvinnuleysisbóta. Kaupmáttur heildarlaunatekna á mann jókst hins vegar um 0,5%. Spá Seðlabankans felur í sér að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann þróist með svipuðum hætti og kaupmáttur launa. Samkvæmt því reiknar bankinn með því að kaupmáttur ráðstöfunartekna á manni aukist um 2,2% að meðaltali árin 2012-2015.

105

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement