Page 103

Efnahagsumhverfi kjarasamninga

6

Vinnumarkaðurinn

Breyttar og verri efnahagsforsendur í kjölfar fjármálakreppunnar hlutu að hafa veruleg áhrif á vinnuaflseftirspurn. Starfandi fólki fækkaði um rösk 11 þúsund frá 2008 til 2010, eða um 6,3%. Hér þarf þó að hafa í huga að árin 2007 og 2008 fjölgaði störfum um 9 þúsund, þ.a. var næstum þriðjungur í byggingarstarfsemi, og vinnumarkaðurinn var í miklu ójafnvægi þau ár. Sé horft framhjá þessum árum og litið til fjölda starfandi 2006 til 2010 fæst að fækkun starfa hafi numið 2.200, eða 1,3%. Aðlögun að minni eftirspurn á vinnumarkaði var með ýmsum hætti; atvinnuþátttaka minnkaði, brottfluttum fjölgaði, vinnutími styttist og atvinnuleysi jókst. Til viðbótar var ráðist í umfangsmiklar vinnumarkaðsaðgerðir. Í alþjóðlegum samanburði hefur atvinnuþátttaka jafnan verið mikil á Íslandi. Ein stoð sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði eru sveiflur í atvinnuþátttöku sem minnkað hafa þrýsting á vinnumarkaði í uppsveiflu og dregið úr atvinnuleysi í niðursveiflu. Atvinnuþátttaka var mjög mikil árin 2006-2008, en lækkaði um 2 prósentustig árið 2009. Atvinnuþátttakan hefur í raun ekki aukist frá árunum 2009 og 2010 og er enn á fyrri helmingi árs 2013 á svipuðu róli og undanfarin ár eða um 80%. Á árunum 2008 til 2012 fluttu 7.500 manns frá landinu umfram þá sem hingað fluttu. Svarar þetta til um 2,4% af fólksfjölda ársins 2008. Brottflutningurinn varð mestur árið 2009 en hefur minnkað og árið 2012 var flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara orðinn jákvæður. Á fyrri helmingi 2013 sýna bráðabirgðatölur Hagstofu jákvæðan flutningsjöfnuð og á það jafnt við innlenda sem erlenda ríkisborgara. Atvinnuleysi skv. Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu varð mest árið 2010, 7,6%, en til samanburðar var atvinnuleysi á sama kvarða um 6% árið 2012. Mælingar Vinnumálastofnunar á skráðu atvinnuleysi sýndu heldur hærri niðurstöðu fyrir árið 2010 eða 8,1%, en lægri árið 2012 eða 5,8%. Á fyrri hluta árs 2013 var skráð atvinnuleysi skv. Vinnumálastofnun 4,9%, samanborið við 6,4% á sama tímabili árið 2012. Af þeim sem féllu af skrá á fyrri hluta árs 2013 fóru 10% í vinnumarkaðsaðgerðir, 11% misstu bótarétt en 63% fengu vinnu. Árið 2011 fór 1% atvinnuleitenda í vinnumarkaðsaðgerð, 9% fluttu af landi brott, enginn missti bótarétt en 72% fengu vinnu. Bæði árin var nokkur fjöldi sem reyndist óvinnufær og er ástæða afskráningar tiltekins hluta óþekkt. Fjöldi starfandi fólks stóð nánast í stað árin 2009-2011, enda þótt hagvöxtur væri farinn að glæðast. Starfandi fólki tók að fjölga á árinu 2012, alls um 2 þúsund

103

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement