Page 1

Lífsgæði og borgarumhverfi

Samantekt fyrir verkefnið Betri borgar bragur

8. mars 2010

Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur

0


Efnisyfirlit Ágrip ................................................................................................................................ 2 Inngangur: Borgir og lífsgæði ............................................................................................ 3 2. Íbúðahverfið: Umhverfi – skynjun - athafnir ................................................................ 10 2.1 Skynjun .................................................................................................................................... 10 2.2 Umhverfi og athafnir (Environmental determinism) ............................................................. 14 2.3 Stjórn á eigin umhverfi eða áhrifasviði (Territoriality) .......................................................... 17 2.4 Íbúðahverfið og innviðir borga ............................................................................................... 19 2.5 Færri og stærri verslunarkjarnar – lengra í þjónustu.............................................................. 22 2.6 Hverfiseiningin (The neighborhood unit) ................................................................................ 24 2.7 Rannsóknir á íbúðahverfum .................................................................................................... 27 2.8 Lýðfræðilegir þættir og breytileiki íbúðahverfa ...................................................................... 29 2.9 Samskipti við nágranna og skipulag......................................................................................... 34 2.10 Hæðir húsa – fjölbýlishús ...................................................................................................... 36 2.11 Nýr borgarbagur (new Urbanism) ......................................................................................... 38 2.12 Verð á íbúðarhúsnæði eftir hverfum ................................................................................... 39 2.13 Hverfaskipting í Reykjavík ...................................................................................................... 42

3.Viðhorf borgarbúa til umhverfis, þjónustu og skipulags ................................................ 44 3.1 Umræður um stefnumótun til framtíðar ................................................................................. 44 3.1 Eldri kannanir: Mat á skipulagi Árbæjar og Breiðholtshverfa og lífsskoðanir ......................... 46 3.3 Þjónustukannanir frá 1999 ..................................................................................................... 48 3.4 Nokkrar nýlegar kannanir og úttektir ...................................................................................... 53 3.5 Kannanir á ferðavenjum – Land-ráð sf .................................................................................... 56

4 Kannanir á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa

(2003 og 2007) ......................... 66

4.1 Könnunin 2003....................................................................................................................... 66 1.2

Könnun á húsnæðis-og búsetuóskum borgarbúa 2007 .................................................... 71

1


Ágrip Markmiðið með þessari greinargerð er að draga saman fræðilegan fróðleik um þróun borga og borgarsamfélags, lífsgæði í borgum og skynjun og athafnir borgarbúa. Einnig er hér að finna samantekt úr nýlegum könnunum á viðhorfum borgarbúa til skipulagsmála, borgarumhverfis og gæði íbúðahverfa þ.m.t. húsnæðis- og búsetuóskir. Þessari samantekt er því ætlað að vera bakgrunnsgögn fyrir þær úttektir og tillögur sem áætlað er að vinna að næstu mánuði í verkefninu Betri borgar bragur. Sérstaklega við að undirbúa nýjar kannanir á viðhorfum borgarbúa til fyrirmyndar íbúðahverfa og gæða borgarumhverfis almennt, Hér að neðan eru nokkur áhersluatriði sem leitað verður svara við í verkefninu Betri borgar bragur.

Að mörgu að hyggja

• Hverjar eru óskir og þarfir borgarbúa ? • Hvernig byggjum við upp sem besta þekkingu á þróun borgarsamfélagsins ? • Hve þétt vilja borgarbúa búa ?

• Hvaða kostir eru í samgöngumálum ? • Hvernig tryggjum við sem bestan jarðveg fyrir skapandi umhverfi ? • Hvernig virkjum við sem flesta til að taka þátt í stefnumótun til framtíðar ?

2


Inngangur: Borgir og lífsgæði Eftir því sem borgir og borgarsvæði stækka, byggðin þéttist og mannmergðin verður meiri, fer yfirleitt að bera meir á neikvæðum þáttum borgarlífsins s.s. umferðarteppum, mengun, afbrotum og minnkandi samkennd íbúa. Hið jákvæða við vöxt borga er að menningarlífið verður öflugra og fjölbreyttara og möguleikar menntunar og nýsköpunar meiri. Stærri borgir eiga meiri möguleika til að sérhæfa sig og taka virkan þátt í samkeppni borga í heimsviðskiptum en minni borgir. Síðustu ár og áratugi hafa stjórnvöld borga og borgarsvæða stöðugt gert sér betur grein fyrir mikilvægi þess að hafa vitneskju um viðhorf íbúanna til eigin borgar fyrir alla stefnumótun og eins hvernig þær standa sig borið saman við aðrar borgir. Því hafa samtök borga sem og alþjóðlegar stofnanir og einkafyrirtæki gert reglulega kannanir og samanburð á lífsgæðum milli landa og borga. Mælikvarðarnir og viðmiðin eru mörg eftir því út frá hverju er gengið. Út frá efnahagslegum forendum er miðað við, tekjur og magn og gæði þeirra vöru og þjónustu sem borgarbúar geta nálgast. Önnur viðmið eru tengd hugtökum eins og hamingju, frelsi, umhverfi/heilsu og menning/menntun. Slíka þætti er flóknara er að mæla og bera saman milli borga en efnahagslegar viðmiðanir. Með hugtakinu lífsgæði (quality of life) er almennt átt við almenna velferð einstaklinga og samfélags. Farið var að nota hugtakið á sjötta áratugnum sem ákveðið huglægt mótvægi við hlutlæga mælikvarða um efnahagslega stöðu og þróun samfélaga eins þjóðarframleiðslu (GNP) og efnahagslega stöðu (standard of living). Auk efnahagslegra viðmiða er einnig reynt að ná til sviða eins og hamingju einstaklinga, velferð og ánægju með lífið. (Ensuring quality of life in Europes cities and towns, (EEA report nr. 5/2009). Almennt má segja að með lífsgæðum sé átt við að fólk geti lifað heilbrigðu, ánægjulegu og öruggu lífi. Það hafi tækifæri til að nálgast markmið sín í lífinu og gert flest það sem þá langar til að gera. Í því felst m.a. að fólk geti framfleytt sér, hafi þak yfir höfuðið og getið notið samvista við aðra. Vegna þess að langanir og óskir fólks eru mjög mismunandi þarf að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og umhverfi í borgum. Í fyrstu samræmdu könnuninni á lífsgæðum í Evrópu árið 2003 (Eurofund,2004) var miðað við eftirtalda átta efnisþætti við mat á lífsgæðum:  Hagrænar aðstæður (tekjur ofl)  Húsnæði og nærumhverfi  Atvinna og menntun 3


    

Samsetning heimilis og heimilisaðstæður Jafnvægi milli vinnu og einkalífs Heilsa og heilbrigðisþjónusta Huglægt mat á eigin velferð/lífsgæðum Viðhorf til lífsgæða í samfélaginu almennt.

Í viðtölum við fólk um lífsgæði og nærumhverfi er algengt að eftirfarandi atriði séu nefnd: - Nægilegt framboð af ,,grænum svæðum“ og stutt í óspillta náttúru - Hverfið sé rólegt og öruggt – líkist þorpssamfélagi - Ekki sé mengun og hávaði frá bílum - Möguleikar til mannlegra samskipt svo sem torg, kaffihús ofl - Nægt framboð af fjölbreyttum störfum, þjónustu og afþreyingu - Mikilvægustu lífsgæðin eru góð heilsa

4


Heimild: EC 2007,a

mynd 1.1

Um 75% íbúa Evrópu búa nú í borgum. Almennt má segja að lífsgæði í borgum hafi stöðugt verið að batna síðustu áratugi og meirihluti svarenda í lífsgæðakönnun 2007 segist ánægður með lífsgæði í sinni borg (EC 2007,a). Eins og fram kemur á mynd 1 sem byggist á fyrrnefndri könnun eru um tveir þriðju hlutar svarenda í 75 borgum mjög ánægðir með lífsgæðin í þeirri borg sem þeir búa. Óánægjan er mest í borgum í suður og austur Evrópu. Þegar spurt var um einstaka þætti eins og t.d. atvinnumöguleika, húsnæðismál, opin svæði og almenningssamgöngur kom fram mun meiri mismunur milli borga. Þættir eins og umferðarþungi og hávaði og mengun frá umferð fá víða neikvæða einkunn. Það eru einmitt þeir þættir sem eru mjög oft nefndir þegar spurt er í könnunum hvað mætti bæta til að auka lífsgæði í þinni borg. Umhverfismál sem safnheiti eru sjaldan nefnd sem slík heldur afleiddir þættir t.d. mengun frá umferð og atvinnustarfsemi. Þá kemur fram í þessari og fleiri könnunum að fólk velur oft búsetu í úthverfum og nærri borgum til að losna við neikvæða þætti borgarlífsinns eins og stress og mengun og til að vera nærri náttúrunni, en á sama tíma að geta notið gæða og fjölbreytni borgarinnar þó að ferðakostnaður þeirra verði meiri. Eins og kemur fram á mynd 2 eru hugtökin lífsgæði og sjálfbærni nátengd hugtök.

Heimild: EEA report nr. 5/2009

5

mynd 1.2


Í framhaldi af Ríósáttmálanum 1987 hafa umhverfismál fengið stöðugt meiri þunga í stefnumótun um þróun byggða og borga í heiminum. Eitt af þeim hugtökum sem komið hafa fram í þessu sambandi er vistfræðileg spor borga (Ecological footprint). Þar er átt við stærð þess landsvæðis/hafsvæðis sem þarf til að uppfylla neyslukröfur borgarbúa á hverjum tíma þ.e. þörf fyrir matvæli og aðrar neysluvörur, orkugjafa og tæki. Neyslustig borgarbúa á Vesturlöndum er mjög hátt og því þarf ótrúlega stór svæði og mikið magn náttúruauðlinda til að uppfylla þær. Þannig þarf London nærri 300 sinnum stærra landsvæði en borgin nær yfir til að standa undir neyslustig Lundúnabúa þ.e. landsvæði á stærð við Bretland. ( Cities – people – planet, 2008)

Sjálfbærni og borgir Borgir taka yfir 2% af þurrlendi jarðar en borgarbúar nota 75% af hráefnum (matvælum og orkugjöfum)

Á fyrri öldum voru borgir yfirleitt litlar (5 mínútna gangur frá jaðri að miðbæ) og íbúar þeirra og upplands þeirra sjáfum sér nægir með hráefni (sjálfbær borgarsvæði). Nú sækja borgir hráefni um allan heim

Í þéttbýlum borgum er nú mikið lagt upp úr gróðri og grænmetisræktun m.a. Á þökum nýbygginga – reynt að færa matvælaframleiðslu aftur inn í borgir og takmarka útþenslu þeirra

Heimild: Cities – people – planet, 2008/Bjarni Reynarsson

mynd 1.3

Borgarumhverfi hefur áhrif á líkamlega-, félagslega- og andlega líðan fólks. Fólk þarf að geta andað að sér hreinu lofti, haft aðgang að heilnæmu drykkjarvatni, húsnæði sem fellur að þörfum þess og möguleika á að hafa samskipti við annað fólk. Aðgengileg og vel við haldin opin svæði þ.m.t. leiksvæði barna eru mjög mikilvæg. Það þarf mismunandi opin svæði, torg og hvíldarstaði þar sem ýmist er hægt að njóta borgarlífsins eða slaka á frá daglegu amstri. Gott og öruggt samgöngukerfi á að tryggja að fólk geti komist fljótt milli heimilis og vinnustaðar og til að nálgast daglegar nauðsynjar. Æskilegt er að þeir sem það kjósa geti nálgast flestar daglegar nauðsynjar innan göngufjarlægðar frá heimili innan síns íbúðahverfis (innan 500 – 700m göngufjarlægðar). 6


Þéttleiki, umfang og form byggðar í borgum hefur mikil áhrif á bæði menn og umhverfi. Þannig verður bæði meiri mengun, sveiflur í lofthita og vindafari í borgarumhverfi en á dreifbyggðu svæði. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að gott skipulag og hönnun borgarumhverfis sé mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan borgarbúa almennt í heiminum. Vandað og vel hannað borgarumhverfi skapar aðlaðandi umgjörð fyrir líf og starf borgarbúa og slík mannvirki endast mun lengur en þau mannvirki sem ekki er vandað til. (EEA report nr. 5/2009 Röðun borga eftir lífsgæðum ( Liveability). Í borgarannsóknum hefur hugtakið ,,liveability” verið áberandi á síðustu árum . Með því er átt við á hvern hátt hið byggða umhverfi og þjónustukerfi borga hafa áhrif á lífsgæði borgarbúanna. Dæmi um alþjóðlega samanburðarrannsóknir á lífsgæðum í borgum eru árlegar kannanir sem Mercer ráðgjafafyrirtækið vinnur þar sem lífsgæði í rúmlega 200 borgum eru borin saman út frá opinberum tölfræðigögnum og stöðluðum spurningalista (mynd 4)

Lifsgæði í borgum - Most Liveable cities in the world

Vín

Zurich

Vancouver

Mercer's Quality of Living Survey 2009

City

Country

Rating

1

Vienna

Austria

108.6

2

Zürich

Switzerland

108

3

Geneva

Switzerland

107.9

Vancouver

Canada

107.4

Auckland

New Zealand

107.4

6

Düsseldorf

Germany

107.2

7

Munich

Germany

107

8

Frankfurt

Germany

106.8

Bern

Switzerland

106.5

Sydney

Australia

106.5

4

Mercer Human Resource has come up with a global ranking of the world's most livable cities based on 39 key qualityof-life issues. They include political stability, currencyexchange regulations, political and media censorship, school quality, housing, the environment and public safety. Mercer collected the data for 215 cities around the globe.

9

Samantekt: Bjarni Reynarsson

Mynd 1.4

Mercer fyrirtækið miðar við 10 efnisþætti (sjá töflu 1) og um 40 samræmdar spurningar í samanburði sínum um lífsgæði í borgum. Samkvæmt könnun Mercer 2009 lentu eftirfarandi borgir í fimm efstu sætunum hvað lífsgæði varðar: 1) Vínarborg 2) Zurich 3) Genf 4) Vancouver 5) Auckland. Efstu þrjár borgirnar eru gamalgrónar menningarborgir í Mið Evrópu og eru 12 af 20 efstu borgunum á listanum 2009 Evrópu. Borgir í Kanada og Ástralíu/Nýja Sjálandi lenda einnig mjög framarlega en borgir í Bandaríkjunum ná ekki framarlega á listann (San Fransisco efst í 30 sæti) . Af norrænum borgum er Kaupmannahöfn efst 7


í 11 sæti, Stokkhólmur í 20. sæti, Osló í 24 sæti og Helsinki í 30. Reykjavík er ekki með í þessari könnunum . Í úttekt tímaritsins Monacle á gæðum borga (júlí 2009) og byggir meira á huglægu mati eru norrænar höfuðborgir ofarlega, þar er Kaupmannahöfn í 2. sæti, Stokkhólmur í 5. sæti og Helsinki í 6. sæti. Það sem skilar borgum í efstu sætin í greiningu Mercer er almennt góð staða á öllum þeim sviðum sem tekin eru til samanburðar og má segja að hátt verðlag og langir og kaldir vetur komi í veg fyrir að norrænu borgirnar lendi í efstu sætunum yfir borgir þar sem best er að búa eða heimsækja. Tafla 1 Efnisþættir í viðhorfskönnunum Mercer um lífsgæði

Political & Social Environment

    

Relationship with other Countries Internal Stability Crime Law Enforcement Ease of Entry and Exit

Medical & Health Considerations

      

Economic Environment

Hospital Services Medical Services Infectious Diseases Water Potability Sewage Air Pollution Troublesome & Destructive Animals & Insects

Public Services & Transport

 

Electricity Water Availability Telephone Mail Public Transport Traffic Congestion Airport

    

Consumer Goods

    

Meat & Fish Fresh Fruits & Vegetables Daily Consumption Items Alcoholic Beverages Automobiles

Housing Schools & Education

 

Currency Exchange Regulations Banking Services

Schools

Recreation

 

Variety of Restaurants Theatrical & Musical Performances Cinemas Sport & Leisure Activities

 Socio-Cultural Environment Natural Environment

 

Limitation on Personal Freedom Media & Censorship

 

 

Housing Household Appliances & Furniture Household Maintenance & Repair

Climate Record of Natural Disasters

Reyndar eru kannanir sem gerðar hafa verið fyrir einstakar borgir t.d eins og Toronto í Kanada betri til viðmiðunar fyrir Reykjavík, því þar sem meiri áhersla er á gæði nærumhverfis fólks og þjónustukerfi borgarinnar, en ytri þætti eins og efnahagsmál og veðurfar sem ekki er á færi borgaryfirvalda að breyta!

8


Rannsóknarhópur við Torontoháskóla hefur þróað líkan til að greina hvernig borgarbúar meta lífsgæði sín. Þar er gengið út frá eftirfarandi þáttum eða stigum http://WWW.utoronto.ca/qol/concepts.htm - the quality of life model, 2007: 1. Líðan (being), hvernig fólk upplifir líkamlega- sem og andlega velferð sína 2. Tengsl (belonging), við umhverfið, félagstengsl og þátttaka í félagsstarfi 3. Að ná markmiðum (becoming); hvernig fólki gangi að ná markmiðum sínum til menntunar og í leik og starfi. Í viðhorfskönnun á lífsgæðum (happiness) í Toronto 1998 var miðað við líkanið á mynd 5. við mat á áhrifaþáttum (Grayson J. 1998. Are Torontians happy?) Þættirnir eru: a) b) c) d)

Borgarumhverfið (manngert og náttúrulegt) Skynjun og mat borgarbúa á gæði borgarumhverfis Samfélags- og persónubundnir þættir og gildismat Ánægja með borgarlifið

Heimild: Are Torontians happy?

Mynd 1.5

Eins og kemur fram í þessa stutta yfirliti byggjast mælingar og greiningar á lífsgæðum í borgum að stórum hluta á huglægum þáttum og því verður samanburður t.d. milli borga og menningarsvæða aldrei nákvæm vísindi. Fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið skiptir máli að reyna finna út t.d. með viðhorfskönnun hvaða þætti íbúarnir telja skipta mestu máli varðandi almenn lífsgæði og út frá því að meta hvaða þættir það eru sem eru á valdi borgarog sveitarstjórna að breyta og síðan að gera áætlanir þar um. Fyrir verkefnið betri borgar bragur er mikilvægast að fá upplýsingar um hvaða þættir það eru í nærumhverfi fólks sem því finnst skipta mestu máli varðandi vellíðan og öryggi sitt. Hvaða 9


þættir eru það sem leiða til þess að fólk tekur eitt íbúðahverfi fram yfir annað. Hvernig mótum við fyrirmyndar íbúðahverfi?

2. Íbúðahverfið: Umhverfi – skynjun - athafnir 2.1 Skynjun Umhverfi í borgum er mjög fjölbreytt og verða vegfarendur stöðugt fyrir miklu áreiti sem þeir meðtaka með skynfærum sínum. Það var laust fyrir 1970 sem mikill vöxtur hljóp i nýja fræðigrein sem fjallar um þetta efni. Hún hefur verið nefnd ýmsum nöfnum t.d. umhverfis sálarfræði, samskipti manns og umhverfis, atferlis landfræði ofl.

Mynd 2.1

Mörgum hættir til að gleyma mikilvægi annarra skynfæra en sjónarinnar þegar rætt er um skynjun á borgarumhverfi svo sem lyktar, heyrnar og snertingar því sjónin hefur víðasat svið (mynd 2.1) Oft þarf fólk að bregðast fljótt við í stórborgunum til að bjarga eigin skinni. Það má líkja flæði fólks um fjölfarnar götur stórborga eins og á Oxford stræti í London eða Broadway á Manhattan við mauraþúfu. Enda hafa borgarfræðingar leitað í smiðju dýravistfræði og mannfræði til að túlka athafnir fólksins (Sommer R. 1969. Personal Space: The Behavioral Basis of Design) 10


Til að skilja betur samspil umhverfis (áreitis) og athafna manna er leitað í smiðju atferlis- og skynjunar sálfræðinga. Þegar boð frá skynfærum eru send til heila er þau tengd vitsmunum eða hugsun einstaklingsins (cognition) þar sem þau eru metin út frá fyrri reynslu og gildismati einstaklingsins. (Down & Stea, 1970. Image and Environment: Cognitive Mapping and Spatial Behavior). Ályktanir og athafnir einstaklingsins ráðast af fjölmögum þáttum t.d aldri, kyni, persónuleika og menningarumhverfi (mynd 2.2).

Heimild: Porteous. Enviroment and Behavior, 1977

mynd 2.2

Sem dæmi má nefna að val fólks á húsagerð og mótun eigin umhverfis getur ráðist af persónuleika fólks eins og sýnt er á stílfærðan hátt á mynd 2.3. Það er hvort menn eru úthverfir (extrovert) eða innhverfir (introvert), mannhatarar (misanthrope) eða félagslyndir (mixer) hefur bein áhrif á smekk fólks og hvernig húsnæði það velur sér.

11


Heimild: Porteous. Enviroment and Behavior, 1977

Mynd 2.3

Fræðimenn höfðu upp úr miðri síðustu öld farið að velta fyrir sér hvernig fólk almennt skynjaði hið flókna borgarumhverfi, hvað það tæki helst eftir í umhverfinu og hvernig það rataði um borgirnar. Menn áttuðu sig á því að fólk almennt hafði ekki nákvæmar upplýsingar í huganum eins og af götukorti þegar það ferðast um. Um 1960 fóru landfræðingar og skipulagsfræðingar að vinna að aðferðum til að ná til þessa ,, hugarkorts“ fólks. Bók Kevin Lynch, The Image of the city 1960 hafði gríðarlega mikil áhrif í þessum fræðum. Með rannsóknum sínum á Boston ofl borgum flokkaði hann mikilvægustu atriðin æi borgarskynjun fólks i eftirfarandi fimm þætti (mynd 2.4): - Leiðir/umferðaæðar (paths) - Markalínur/jaðar (edges) - Torg/krossgötur (nodes - Kennileiti (landmarks) - Hverfi/borgarhluti (district)

12


Heimild: Lynch. The image of the City 1960

Mynd 2.4

Á námsárum sínum í Bandaríkjunum 1974 – 1977 fékk Bjarni 6 íslenska nemendur við Illinoisháskólann að færa á blað hugarkort sitt af Reykjavík og yfirfærði síðan teikningar þeirra í kerfi Lynch (mynd 2.5) Þessi æfing dró fram helstu vankanta hugarkortanna þ.e. að fólk er misjafnlega vel gefið að teikna kort og í raun vissi það mun meira um borgina en kom fram á teikningum þeirra .

Heimild: Bjarni Reynarsson Mynd 2.5 Til að ná fram nákvæmari upplýsingum um vitneskju fólks og viðhorf til borga og borgarhverfa þarf því að fara út í ítarleg viðtöl að fá þessa vitneskju fram. Mynd 2.6 sýnir hvernig fólk í Philadelphíu skynjaði hættu frá glæpagengjum á ákveðnum götum í miðborginni og valdi því yfirleitt að ganga framhjá þessum svæðum.

13


Heimild: Downs & Stea. Maps in Minds. 1977

Mynd 2.6

Hin einslitu úthverfi bandarískra borga geta verið villugjörn, því fá kennileiti er að finna sem fólk getur stuðst við til rata um þau . Barnið var því að fara alltaf sömu leið frá skóla til heimilis til þess að rata (mynd 2.7)

Jakle, Brunn & Roseman. Human Spatial Behavior, 1976

Mynd 2.7

2.2 Umhverfi og athafnir (Environmental determinism) Það viðhorf er vel þekkt í vestrænni menningu að umhverfið móti manninn eða hafi áhrif á athafnir fólks og menningu. Um þetta má m.a. fræðast af grískum spekingum eins og Aristóteles. Hann taldi að þjóðflokkar norðan Grikklands eins og Germanar mótuðust af 14


köldu veðurfari væru hraustir og djarfir en ekki mjög djúphyggnir. Asíubúar sem lifðu við heitara loftslag væru værukærir og um leið djúphyggnir (þaðan eru mörg trúarbrögð sprottin). Grikkir væru þarna mitt á milli og því bæði hraustir og djúphyggnir. Einnig er alþekkt það viðhorf að sérstök menning skapist í eyjasamfélögum í fjallabyggðum osfrv. (Porteus, 1977. Environment and Behavior). Þetta sjónarhorhorn að athafnir manna stjórnist mjög af umhverfinu er kallað ,, environmental determinism“. Má að sjálfsögðu rekja það til vistfræðinnar hvernig allar

Heimild: Porteus, 1977.

Mynd 2.8

lífverur aðlagast því umhverfi sem þær lifa í ( sjá mynd xx). Kurt Levin (1951) hefur sett þetta fram í jöfnu: B = f (P,E). Atferli manna (B) ræðst af enkennum lífverunnar (P) og því umhverfi sem hann lifir í (E). Það er aðeins maðurinn sem breytir umhverfi sínu og býr sér til húsaskjól úr því efni sem er nærtækt á staðnum og hefur veruleg áhrif á það lífríki þar sem hann býr. Sérstaklega í þéttbyggðum borgum. Nærtækasta dæmið er byggingarefnið þ.e. torf, grjót og rekaviður hér á landi. Hraungrýti á eldvirkum svæðum og hellugrjót á Vestfjörðum. Eitt sérkenni Íslands er gróðurleysið og víðsýnið sem hefur leitt til þess að borgarbúar í Reykjavík leggja líklega mun meira upp úr víðsýni og útsýni almennt frá vistaverum sínum en aðrir borgarbúar. Sveitabæir á Íslandi voru iðulega byggðir á hæðum og í brekkum til að hafa útsýni yfir landareignina. Íslenski torfbærinn er aðlögun að veðurfari hér á landi og eins notkun bárujárns á timburhúsum til verja timbrið fyrir rakaskemmdum. Í borgum í Evrópum hefur staðbundið byggingarefni haft áhrif á yfirbragð og litaumhverfi borganna t.d. gula granítið í Svíþjóð, hvíti marmarinn á Ítalíu og grár sandstein og rauðleitir múrsteinar víða í evrópskum borgum.

15


Í atferlisfræðum eru talað um mismunandi umhverfi. Reyndar er mjög mismunandi hvernig hinar ýmsu fræðigreinar skilgreina hugtakið; landfræðingar eiga við hið náttúrulega umhverfi, arkitektar bæta við hinu manngerða umhverfi og sálfræðingar hinu persónulega eða skynjaða umhverfi. Sonnenfeld (1977) hefur sett fram flokkun umhverfis frá hinu hnattræna (landfræðilega) til hins persónulega (mynd 2.9).

Heimild: Sonnenfeld,

Mynd 2.9

Utan einstaklingsins er heimili hanns og nærumhverfi (behavioral space) þá tekur við skynjað umhverfi (perceptual space), allt athafna- eða ferðarými (operational space) og að lokum sá hluti heimsins sem einstaklingurinn hefur ekki bein samskipti við (geographical space). Til að einfalda hlutina hafa sumir fræðimenn tekið upp hugtakið ,,mileu“ sem á að ná til allra ofangreindra þátta líka menningar, saman ber hugtakið menningarlandslag. Til, frá og innan borga eru mikið flæði af umhverfisþáttum eins og lofti, vatni og hráefnum, auk þjónustu, mannfólksins sjálfs hugmynda þeirra og athafna. Einnig eru afleiddir mengandi þættir eins og hávaði, mengað loft og úrgangur hluti af þessum ferlum (mynd 2.10). Þessir ferlar hafa áhrif á lífsgæði borgarbúa ( Hartshorn, Interpreting the City, 6.k. 1980).

16


Heimild: Harthshorn, 1980

Mynd 2.10

Nægt framboð af góðu drykkarvatni og möguleikinn að anda að sér ómenguðu lofti eru ekki sjálfsagðir þættir eins og okkur Íslendingum er tamt að hugsa, heldur grundvallarþættir í vellíðan og öryggi borgarbúa um allan heim, sérstaklega í þróunarlöndunum. Það eru loftmengun og hávaði frá umferð sem víða draga úr lífsgæðum í borgum og eins er losun/hreinsun á skolpi og rusli víða vandamál. Náttúruvá dregur víða úr öryggistilfinningum borgarbúa. Skynjun fólks á mögulegri vá er mjög misjöfn. Í könnun land- og ferðamálafræðinema í vettvangsferð til Vestmannaeyja í október 2009 kom í ljós að flestir viðmælendur hugsuðu lítið um mögulega hættu á nýju eldgosi á eða nærri Heimaey (óútgefið nemendaverkefni). Möguleg náttúruvá sem helst steðjar að íbúum höfuðborgarsvæðisins eru jarðskjálftar, eldgos, sjávarflóð/landbrot, hvassviðri og möguleg snjóflóð úr hlíðum Esju og Hamrahlíð. Landsig og hækkun sjávarborðs getur til lengri tíma litið haft áhrif á byggð sem stendur lágt t.d í Kvos og á Álftanesi. Þar sem þessari greinargerð er fyrst og fremst ætlað fjalla um félagsog efnahaghslega þætti verður ekki farið nánar út í þessa umhverfisþætti. Til fróðleiks má halda því til haga að jarðvegsdýpi (mýrar) á höfuðborgarsvæðinu hafði mikil áhrif hvar var byggt, því auðveldara og ódýrara var að byggja á holtunum þar sem stutt var niður á fast.

2.3 Stjórn á eigin umhverfi eða áhrifasviði (Territoriality) Í rannsóknum á borgarsamfélagi og greiningu borga í hverfi hafa borgarfræðingar leitað enn og aftur í vistfræðina og gert samanburð á mannlegri hegðun og t.d. annarra spendýra. 17


Flestir þekkja þá hegðun kattardýra og hunda að afmarka áhrifa- eða veiðisvæði sín með þvagi og allir þekkja það þegar hundar gelta og vara við þegar ókunna gesti ber að garði. Þetta er kallað ,,territoriality“ á enskri tungu. (Porteus, 1977. Environment and Behavior 2. – 5. k)

Heimild: Porteus, 1977

Mynd2.11

Í mannheimum kannast allir við gengi strákahópa og glæpahópa sem telja sig ráða yfir tilteknu svæði. Nærtæk eru einnig dæmi um að fólk telur sig hafa yfirráðarétt yfir bílastæðum nærri heimilum, opnum svæðum eða nærliggjandi leiksvæðum. Lítum á nokkur hugtök eftir skala (mynd 2.11). Í þessu sambandi má nefna hugtakið persónurými (personal space). Það er það rými sem einstaklingur vill helst hafa í kringum sig. Þetta er mjög mismunandi eftir menningarsvæðum og á einnig við snertingar, augnsamband, sætaval ofl. Nágrenni/heimatorfa (home base) sem á við heimilið , lóð og næsta nágrenni. Daglegt athafnasvið (home range) það svæði út frá heimili sem inniber alla þá staði sem einstaklingurinn kemur til reglulega; vinnustað, skóla, búðir og heimili vina og ættingja osfrv. Í nútíma borgarsamfélagi geta angar athafnasviðsins teygst langt. Lítum nánar á miðsviðið nágrenni. Mikilvægustu efnislegu þættirnir eru heimilið og næstu hús og mannvirki en einnig það fólk sem býr nærri heimilinu. Samskipti við nágranna (neighboring) er grunvallarhugtak þegar fjallað er um íbúðahverfi í borgum (neighborhoods).Það er sérstakt að í okkar bændamenningu er þetta lýsingarorð ekki til. 18


Spurningin er hvort einstaklingseðli landans eða Bjartur í Sumarhúsum hafi flust með þjóðinni úr sveit í borg. Enn áður en fjallað verður um íbúðahverfið er rétt að minnast á enn eitt hugtakið í þessum fræðum hegðun á vettvangi (behavioral setting). Með því er átt við að uppeldi og menning hefur áhrif á hvernig einstaklingurinn hegðar sér á mismunandi stöðum. Tökum einföld dæmi kirkja og bar kalla á mismunandi hegðun einstaklinga.

2.4 Íbúðahverfið og innviðir borga Segja má að alla 20. öld hafi skipuleggjendur borga velt fyrir sér og gert tillögur um samfélagslega einingu, íbúðahverfi, sem hefði að grundvelli samskipti og samkennd landbúnaðarþorpsins. Allt frá skrifum Louis Wirth 1938 ,,Urbanism as a way of life“ hafa fræðimenn þó gert sér grein fyrir því að eftir því sem borgirnar hafa stækkað hafa persónuleg samskipti, sérstaklega við nágranna minnkað. Vandamálið hefur verið hve stór að flatarmáli eða íbúafjölda ætti þessi félagslega eining að vera og ættu e.t.v. að útfæra hana þrepaskipt í mismunandi skala. Í gegnum söguna hafa félagshópar á grundvelli samfélagsstöðu myndað þyrpingar eða hverfi í borgunum, fulltrúar iðngreina sér sem og verslunarmanna og verkamanna svo dæmi séu tekin. Susan Keller í bók sinni ,,The Urban Neighborhood“ 1968 nefnir nokkur grundvallarhugtök sem gott er að hafa til hliðsjónar við greiningu á íbúðahverfum út frá hugsuninni um samskipti við nágranna. - Eðli samskipta (content - frá láni á hveiti til aðstoðar í neyðartilvikum) - Forgangur (priority – er nágranni tekinn fram yfir ættingja eða vin?) - Tími og dýpt (range and depth - flestar rannsóknir sýna að með tímanum hefur dregið úr samskiptum við nágranna þau hafa haldist lengst í minni bæjum og verkamannahverfum í borgum) - Tíðni samskipta (contact frequency – talið er að þau minnki með vexti borga) - Hvar fara samskipti fram (locale - samskipti við heimili , á götu, í búðinni osfrv) Á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar reyndu félagsfræðingar við Chicagó háskólann að aðgreina hverfi í borginni eftir dreifingu félagshópa með fyrirmyndum í vistfræðilega aðferðafræði (Park & Burgess, 1925. The City). Út úr þeirri vinnu kom m.a. hið þekkta hringja líkan Burgess um að borgir yxu út frá miðju við að stöðugt nýir hópar innflytjenda flyttu í elstu hverfi borgarinnar og þeir sem fyrir væru flyttu utar. Fyrri hluta aldarinnar voru sett fram önnur tvö grafísk líkön um vöxt borga og innri gerð sem mikið hefur verið vitnað til. Geiralíkan Hoyts (1939) um að landnotkun og dreifing félagshópa myndaði þríhyrninga út frá miðborginni skyldir í sundur af megin 19


samgönguæðum. Þriðja líkanið kennt við Harris og Ullmann (1945) er kallað fjölkjarnalíkanið. Á þeim tíma gerðu fræðimenn sér grein fyrir að borgir voru að stefna í að verða fjölkjarna. Hin þrjú klassísku líkön um vöxt og innri gerð borga: a) Hringjalíkanið b) Geiralíkanið c) Fjölkjarnalíkanið.

Heimild: Hartshorn, 1980

Mynd 2.12

Upp úr miðri síðustu öld kom síðan í ljós með nákvæmari þáttagreiningu (factor analysis) félagsþátta í vestrænum borgum að aldursdreifing í borgum fylgdi iðulega hringformi út frá miðborg og efnahagsstaða íbúa tók oft á sig þríhyrningsform út frá miðborg og að minnihlutahópar mynduðu iðulega klasa í innri hluta borganna þ.e. þættirnir tóku upp form hinna gömlu landnotkunarlíkana. Þetta kom m.a. í ljós í greiningu sem Bjarni Reynarsson gerði í Reykjavik 1974 ,, Hið félagslega landslag í Reykjavík“.

20


Heimild: Pacione, 2001

mynd 2.13

Á seinustu áratugum hefur komið í ljós í greiningu á félagsmynstri vestrænna borga að það er mun fjölbreyttara en svo að hægt sé að yfirfæra það í einföld grafísk líkön. Sögulegar, efnahasgslegar og landfræðilegur aðstæður fyrir vexti og viðgangi borga eru það ólíkar að erfitt er að alhæfa mikið um innri gerð þeirra. Mynd 2.14 sýnir stílfærða mynd af félagsmynstri í bandarískri borg.

Heimild: Pacione, 2001

mynd 2.14

Það er þó áfram þannig aðgreining félagshópa (segregation) er enn áberandi í flestum borgum. Helstu ástæður eru að líkir sækja líka heim og ekki síður að efnahagur fólks ræður mestu um hve dýrt íbúðarhúsnæði fólk hefur efni á að kaupa. það myndast þannig hverfi efnafólks, miðstéttarfólks og þeirra fátækari í borgum m.a. innflytjenda. Aðrar ástæður geta verið nálægð við ákveðna vinnustaði og ekki síður uppbygging húsnæðis- og lánakerfis ofl þættir. Jórunn Íris Sindradóttir kortlagði búsetu erlendra ríkisborgara á höfuðborgarsvæðinu árið 2005 í Bs ritgerð við landfræði við H.Í. (Jórunn Íris Sindradótir, 2007. Búseta erlendra ríkisborgara á höfuðborgarsvæðinu 2005). Þar kom í ljós að hlutfallslega flestir þeirra bjuggu í Gamla bænum, Kjalarnesi og í Fellahverfi í Breiðholti. Rúmlega 10% íbúa í gamla bænum og Kjalarnesi og 11,5% í Fellahverfi. Flestir nýbúarnir bjuggu í leiguhúsnæði og margir í fjölbýlishúsum. Fæstir í nýlegum sérbýlishúsahverfum (mynd 2.15) Þrátt fyrir þessa samþjöppun minnihlutahópa telur Jórunn að ekki sé um samþjöppun einstakra þjóðerna að ræða eða Gettómyndun eins og í mörgum vestrænum borgum vegna töluverðrar blöndunar þjóðerna. Aftur á móti má segja að á þessum tíma voru að myndast innflytjendahverfi í Reykjavík. Innflytjendur frá V Evrópu og N Ameríku fylgdu betur dreifngu innfæddra í hverfi en fólk frá A – Evrópu og Asíu. 21


Heimild: Jórunn Íris Sindradóttir 2007

Mynd 2.15

2.5 Færri og stærri verslunarkjarnar – lengra í þjónustu Um og upp úr miðri síðustu öld var algengt að skipulagsfræðingar miðuðu við að verslun og þjónusta í borgum færi fram samkvæmt lagskiptu kerfi. Miðborgin væri stærsti verslunarkjarninn með sérhæfðustu þjónustuna, þá kæmu borgarhlutamiðstöðvar sem hver þjónaði þriðja til fimmta hluta borgarinnar. Þar fyrir neðan kæmu hverfamiðstöðvar og loks nærmiðstöðvar. Fjöldi miðstöðva jókst en sérhæfingin og þjónustusviðið minnkaði eftir því sem neðar kom í stærðarröðinni (mynd 2.16). Algengar hugmyndir skipulagsfræðinga um stærðarflokkun og áhrifasvið verslunarkjarna um miðja 20. öld

Heimild: AR 1994 - 2004

Heimild: AR 2004/Bjarni R

22

mynd 2.16


Með einkabílnum varð samþjöppun á verslun og þjónustu í stærri þjónustumiðstöðvar í úthverfum þar sem þeim er yfirleitt ætlað að þjóna stærra borgarsvæði en einu hverfi. Staðsetningar á gatnamótum hraðbrauta urðu mjög eftirsóttar fyrir stærri verslunarmiðstöðvar (shopping malls) þar sem boðið var upp á nægt framboð ókeypis bílastæða og fjölbreytt vöruúrval. Margar miðborgir í vestrænum borgum hafa því tapað stöðu sinni sem stærsti verslunarkjarni borganna.(mynd217). Þetta hefur leitt til fábreyttarari þjónustu í úthverfum þar sem nærmiðstöðvum hefur fækkað fólk hefur þurft bíl til að nálgast daglega nauðsynjavöru. Á síðustu áratugum hefur áhugi skipulagsmanna á íbúðahverfinu sem félags- og þjónustueining minnkað. Dæmigerð staðsetning verslunarkjarna (stórverslana) í Bandarískum borgum á mótum geislagatna og hringvega - dæmi Detroit

Heimild: Hartshorn,1980

mynd 2.17

Í greiningu Bjarna Reynarssonar á gögnum úr viðhorfskönnun Capacent Gallup á jólaverslun landsmanna 2001 kom í ljós að miðborg Reykjavíkur þjónar ekki lengur sem aðal verslunarstaður allra íbúa höfuðborgarsvæðisins, því það voru aðeins þeir sem bjuggu vestan Snorrabrautar sem gerðu meirihluta jólaverslunar í miðborginni. Íbúar úthverfa borgarinnar og í grannsveitarfélögunum keyptu innan við 10% í miðborginni. Miðborgin er því orðinn að borgarhlutamiðstöð (mynd 2.18).

23


Heimild: Bjarni R Reynarsson / Könnun Capacent

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.18

2.6 Hverfiseiningin (The neighborhood unit) Skipuleggjendur borga hafa í langan tíma glímt við þá hugmynd að borgirnar byggðust upp af nærsamfélögum eða íbúðahverfum þar sem samkennd og samskipti íbúanna væru mikil, mun meiri en við þá sem búa fjarri. Íbúðhverfi hefði bæði landfræðilega afmörkun og byggðist á félagslegu samskiptaneti. Grundvallarspurningin hefur verið hve stór ættu þessar félagseiningar eða íbúðahverfi að vera. Á fyrri hluta síðustu aldar mátti sjá tölur á bilinu 5.000 til 15.000 íbúa, en þær þóttu fljótlega of háar. Síðar komu fram viðmiðanir um eðlilega göngufjarlægð til næsta grunnskóla og eða verslunarkjarna þ.e. 400 – 600m frá heimili og með tilkomu einkabílsins að hverfisheildin afmarkaðist m.a. af stórum umferðaræðum þ.e. að þær lægju ekki í gegn um hverfin. Á grundvelli ofangreindra þátta skilgreindu Clarence Perry og Clarence Stein ný viðmið um skipulag íbúðahverfa á millistríðsárunum í Bandaríkjunum sem þeir kölluðu hverfiseininguna ,,the neighborhood unit“. Sjá mynd 2.19.(Perry C. 1929. The Neighborhood Unit)

24


Heimild: Porteus, 1977

Mynd 2. 19

Hverfið afmarkaðist af hraðbrautum eða náttúrulegum markalínum. Aðfallsvegur lá inn að miðju hverfisins þar sem var að finna verslunarmiðstöð, grunnskóla og ýmsa hverfisþjónustu. Algengt var að miða við um 5.000 manna íbúafjölda sem þá passaði vel fyrir einn grunnskóla. Mælt var með fjölbreytni í húsagerðum til að blanda félagshópum og að íbúar gætu nálgast sem mest af daglegum nauðsynjavörum innan hverfisins. Reynt var að auka samskipti íbúanna með samtengingu leiksvæða og með stígum sem allir lágu inn að þjónustukjarnanum. Frægasta íbúðahverfið sem byggt var samkvæmt þessari forskrift var Radburn á Baltimorsvæðinu sem var tekið til fyrirmyndar við skipulag Neðra Breiðholts (Bakkar og Stekkir) á áttunda áratugnum. Radburn skipulagið hafði mikil áhrif um allan heim á árunum 1950 til 1980. Hugmyndin um blöndun félagshópa hefur fengið minni hljómgrunn síðustu áratugi m.a. í Bandaríkjunum. Með aukinni sérhæfingu og nýrri samskiptatækni; gsm símar, tölvusamskipti ofl hefur dregið úr vægi samskipta við nágranna, sérstaklega í dreifbyggðum úthverfum. Fólk hefur nú mikið samskipti út frá áhugamálum sínum þvert yfir borgir og milli borga.

25


Í rauninni hefur grunnhugsun hverfiseiningarinnar um blöndun félagshópa og að stuðla að auknum samskiptum fólks út frá heimili snúist í andhverfu sína á síðustu árum í bandarískum borgum með vaxandi fjölda afgirtra hverfaeininga svo kallaðra ,, gated commuities“. Þar sem hverfi eru rammlega afgirt og tala þarf við hliðvörð til að ná sambandi við þann sem býr innan múrsins. Á höfuðborgarsvæðinu eins og víðar í vestrænum borgum ráðast samskipti nágranna mikið af íþrótta- og tómstundastarfi barna sem búa nærri hvert öðru. Í borgarrannsóknum síðustu áratugi hefur komið í ljós að hægt er að skapa raunhæfari samskiptaeiningu en íbúðahverfi með húsaþyrpingu 6 til 12 heimila þar sem húsum er t.d. raðað umhverfis botnlangagötu (sjá kafla 2.9).

New Towns.Í Bretlandi var mikil gróska í skipulagshugsun og kenningum á eftirstríðárunum m.a. vegna skipulags nýrra borga (new towns) sem létta áttu á byggð í eldri hverfum stórborganna. Hluti af þessari skipulagshugsun var að koma með nýjar tillögur um stærð og samsetningu íbúðahverfa. Má segja að hverfin hafi sífellt orðið stærri og borgirnar einnig. Eitt áhrifaríkasta fyrirmyndin var skipulag Harlow í 5 þúsund manna hverfiseiningar og aðskilnað atvinnu- og íbúðahverfa (mynd 2.20).

Skipulagðir og byggðir voru fjölmargir ,,new towns” í Bretlandi 1945 til 1975 til að létta á þrengslum stórborganna – þeir urðu sífellt stærri með tímanum

Skipulag Harlow um 1950 hafði mikil áhrif - aðgreining landnotkunar og skipulag íbúðahverfa sem sérstakra 5 þús íbúa eininga

Heimild: Kjærsdam, Urban Planning in History/ Bjarni Reynarsson

26

mynd 2.20


Hjá Reykjavíkurborg hefur lengi verið miðað við grunnskólann sem megin viðmið fyrir stærð nýrra íbúðahverfa. Þar sem barnafjöldi á heimili hefur farið minnkandi síðustu áratugi hefur fjöldi íbúða í hverfi farið vaxandi. Algengustu viðmið seinustu ár hafa verið 700 til 1000 íbúðir eða 1.800 til 3.500 íbúa hverfi. Þá hefur nokkur hefð verið fyrir því að skipuleggja úthverfi í stærri heildum eða borgarhlutum saman ber Breiðholt, Grafarvog og Úlfarsfellssvæðið (Rammaskipulag).

2.7 Rannsóknir á íbúðahverfum Fræðimaðurinn Sidney Browner gerir ítarlega grein fyrir á rannsóknum á íbúðahverfum í bandarískum borgum og helstu tegundum hverfa i bók sinni Good Neighborhoods, 1996. (Mynd 2.21). Helstu rannsóknarþættirnir eru: a) samskipti innan hverfa, b) skynjun og ímynd hverfa c) ánægja með búsetu. Hann telur að flokka megi bandarísk íbúðahverfi í fjóra flokka: a) miðborgarhverfi b) ,, þorpshverfi“ c) úthverfi d) afgirt hverfi.

Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga

Rannsóknir á íbúðahverfum Stöðugt viðfangsefni fræðimanna að afmarka og skilgreina hverfi

Helstu rannsóknasvið: • Félagsleg samskipti innan hverfa • Skynjun og ímynd hverfa • Ánægja með búsetu

Fjórflokkun bandarískra íbúðahverfa (Brower 1996) - Miðborgarhverfi - “Þorpshverfi” - Úthverfi – svefnhverfi

- “Afgirt hverfi” (félagsleg einangrun

Land-ráð nóvember 2003

Bjarni Reynarsson

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.21

Húsnæðisþarfir heimila og tíska er stöðugt að breytast og því þarf bæði að aðlaga eldra húsnæði að þessum nýju lífsháttum og byggja nýtt íbúðarhúsnæði sem fellur að þessum nýju 27


þörfum. Í raun eru það fjölmargir þættir sem liggja til grundvallar aðlaðandi íbúðahverfi sem einstaklingar og fjölskyldur þurfa að íhuga þegar valið er milli hverfa í húsnæðisleit. (mynd 2.22). Þetta eru allt frá þáttum tengdum lánakerfi og skipulagsskilmálum til breytilegra óska og þarfa fjölskyldunnar til húsnæðis og umhverfis. Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga

Fræðilegir þættir: Val á húsnæði og umhverfi Breytingar á fjölskylduhögum (lífskeið og húsnæðishringur)

Skipulagskvaðir (skilmálar ofl)

Þjónusta í hverfi Fjárhagsleg geta (lánakerfi)

Óska – hverfi/íbúð

Húsagerðir

Lífstíll og smekkur Framboð af húsnæði

Uppruni – lengsta búseta

Staðsetning- öryggi - umhverfisþættir Land-ráð nóvember 2003

Bjarni Reynarsson

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.22

Doktorsritgerð Bjarna Reynarssonar við Illinoisháskólann 1980 fjallar um búferlaflutninga innan höfuðborgarsvæðið út frá kenningum um lífskeið einstaklinga og fjölskyldna (fjölskylduhringur) sem og húsnæðisþarfir á hverju skeiði (húsnæðishringur) myndir 223 og 2.24 Við ákveðna áfanga í lífi hvers og eins geta þarfir fyrir annarskonar húsnæði komið upp. Fólk hefur sambúð, eignast börn, börn fara að heiman, fólk skilur og missir maka osfrv. Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga

Fjölskylduhringur Upphaf búskapar Efri ár

Fyrsta barn fæðist

Börn á skólaaldri Vinnuferli líkur

Yngsta barn flytur að heiman Land-ráð nóvember 2003

Bjarni Reynarsson

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.23

Á áttunda áratugnum var húsnæðishringurinn í Reykjavik nokkurn veginn eins og fram kemur í töflu 1 samkvæmt rannsóknum Bjarna. Ekki hafa síðan verið unnar sambærilegar rannsóknir. Mynd 2.24 sýnir skematíska mynd af hvernig Kanadísk fjölskylda flytur milli 28


húsagerða og borgarhluta. Benda má á að margir gera sér ekki grein fyrir hve lengi foreldrar búa einir eftir að börn eru flutt að heiman oft 40 ár eða lengur. Tafla 1 Húsnæðishringur á áttunda áratugnum: Bjarni R 1. Leiga í fjölbýli eða heima hjá foreldrum 2. Lítil blokkaríbúð 3. Stærri blokkaríbúð 4. Sérbýlishús 5. Minni íbúð í sambýlishúsi Heimild: Bjarni Reynarsson

Heimild: Porteous, 1977

Mynd 2.24

Lífstíll borgarbúa verður sífellt fjölbreyttari og samfélagsbreytingar örar. (Bourdiou, 1984; Chaney, 1996). Flestir fræðimenn telja að lífstíll fólks ráði miklu um val þeirra á íbúðahverfum og íbúðum. Þannig er fjölskyldu-og hverfatengdur lífstíll algengari í úthverfum en starfsframa- og menningartengdur lífstíll algengur í miðborgum og nærliggjandi hverfum (Brower, 1996). Einnig hafa fjölmiðlar mikil áhrif á hugmyndir fólks um æskilegt umhverfi (t.d. sjónvarpsþáttur eins og Innlit –Útlit).

2.8 Lýðfræðilegir þættir og breytileiki íbúðahverfa Fóllksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög ör frá lokum 19. aldar, iðulega um og

29


Hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðis og Reykjavíkur af landsmönnum 1900 - 2009 70% 63%

60%

60%

53%

201.251

51%

50%

36%

40%

41%

20%

10%

38%

39%

38%

31%

30%

23%

12%

119.547 18%

Úthverfamyndun eftir 1960

8%

Landsmenn: 319.368 0%

1900

1920

1940

Reykjavík

1960

1980

2000

2009

Höfuðborgarsvæði

Bjarni Reynarsson Land-ráð sf

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.25

yfir 2% á ári mest vegna mikilla flutninga frá landsbyggðinni og á þenslutímanum 2005 til 2008 vegna aðflutnings erlends vinnuafls. (mynd 2.25). Mynd 2.6 sýnir búferlaflutingna til Reykjavíkur 1990 – 1993. Þrátt fyrir mikinn straum fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar var straumurinn frá Reykjavík til grannsveitarfélaga stærri á þessum tíma.

Nettó flutingar milli Reykjavíkur annarra landshluta 1990 - 1993

Meirihluta 20. aldarinnar voru þessir flutningar svipaðir Bjarni Reynarsson Land-ráð sf

Heimild: Bjarni Reynarsson

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.26

Frá því um 1960 hefur fjölgun íbúa verið mun örari í grannsveitarfélögum Reykjavíkur vegna mikill flutninga frá Reykjavík til þeirra. (mynd 2.27). Þetta hefur leitt til fækkunar íbúa í eldri hverfum borgarinnar og mikillar fjölgunar fólks í nýjum úthverfum. 30


Bjarni Reynarsson Land-ráð sf

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.27

Á árunum 1971 til 2000 fóru að meðaltali 85ha af landi undir nýja byggð á höfuðborgarsvæðinu, aðallega í úthverfum þannig að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu runnu saman í eitt borgarsvæði.

Bjarni Reynarsson Land-ráð sf

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.28

Íbúðahverfi eru stöðugt að breytast. Bæði hvað varðar mannvirkin sjálf, hús, götur og garða og ekki síður samsetningu íbúa, hvað varðar félagsþætti eins og aldur, fjölskyldustærð 31


menntun og tekjur íbúana og þar með lífstíl og þarfir þeirra. Það eru aðallega flutningar til og frá íbúðahverfum sem breyta félagslegri samsetningu þeirra (mynd 2.29).

Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.29

Þær lýðfræðilegu breytingar sem hafa haft mest áhrif á félagslega samsetningu íbúðahverfa eru: a) Búferlaflutningar, ef fjöldi og samsetning þess hóps sem flytur burt er önnur en þeirra sem flytja í hverfið b) Fæðingartíðni (frjósemi hefur lækkað mikið frá 1970 þannig að heimili eru fámennari en áður á móti kemur að margir kjósa að búa lengi hjá foreldrum t.d. í séríbúðum í sérbýlishúsum c) Skilnaðartíðni er há og því margir sem búa einir d) Fólk lifir lengur en áður og stefnan er að fólk búi sem lengst í eigin íbúðum

32


Heimild: Bjarni Reynarsson

Mynd 2.30

Í skýrslu Bjarna Reynarssonar,, Á faraldsfæti : Búferlaflutningar á höfuðborgarsvæðinu 2001“ er gerð grein fyrir flutningum milli hverfa á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 1981 til 2001. Þar kemur m.a. fram að hlutfallslega flestir fluttu í nýtt Grafarholtshverfi frá nærliggjandi hverfum í Grafarvogi. Húsagerðir hafa áhrif á stöðugleika hverfa. Þannig eru yfirleitt örari íbúaskipti í blokka- en sérbýlishverfum. Blokkaríbúðin hefur iðulega verið stökkpallur fyrir stærra húsnæði. Oft er það fjölskyldufólk sem eru fyrstu íbúar í nýjum hverfum, en síðan taka oft við ógift og áður gift fólk þannig að nemandafjöldi í grunnskólum fellur 3 – 7 árum eftir að hverfi er fullbyggt (Mynd 2.31).

Heimild: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur

33

mynd 2.31


Það er ekki aðeins að það verði félagslegar breytingar í íbúðahverfum því byggingum er breytt, þær ganga úr sér og starfsemi í húsunum breytist. Engin rannsókn hefur farið fram á meðal endingu íbúðarhúsnæðis hér á landi. Í Bandaríkjunum er talið að líftími íbúðarhúsnæðis sé iðulega um 50 til 60 ár (fer eftir upphaflegum gæðum, viðhaldi og umgengni).

2.9 Samskipti við nágranna og skipulag Samskipti við nágranna geta ráðist umtalsvert eftir því hvernig húsum, götum og görðum er fyrirkomið sem og af ytri aðstæðum eins og umferð á nærliggjandi götum. Hér verður minnst á nokkrar úttektir sem mikið hefur verið vitnað til. Appleyard og Lintell gerðu könnun á samskiptum nágranna við nokkrar götur í San Francisco 1972 (mynd 2.32) Þeir komust að því að með vaxandi umferðarmagni minnkuðu samskipti fólks við nágranna sína í sömu götu. Teknar voru til skoðunar 3 götur í sama hverfinu þar sem bjó fólk af Ítölskum uppruna en með mis mikla umferð um hverja götu. Við götu með lítilli umferð (innan við 2.000 bila á sólarhring) voru mikil samskipti milli fólks jafnvel þvert yfir götuna. Þegar sólarhringsumferð var komin yfir 15.000 bíla voru samskiptin orðin mjög lítil.

Heimild: Appleyard og Lintell 1972. 34

mynd 2.32


Á sjötta áratugnum gerði Whyte (1956) rannsókn á samskiptum nágranna í Bandarískum borgum. Hann komst að því að að það mætti allt að því segja fyrir um líkleg samskipti eftir því hvernig húsum var komið fyrir í húsaþyrpingu (mynd 2.33). Michelsson, 1970) bendir á að nálægð sé ekki eina forsendan fyrir samskiptum fólks það þurfi einnig

Heimild: Saarinen. Environmental Planning, 1977 mynd 2.33

að finna til samkenndar (vera af svipaðri þjóðfélagsstöðu) og hafa gagnkvæmt gagn og ánægju af samskiptunum.

Heimild: Saarinen. Environmental Planning, 1977 mynd 2.34

Segja má að þetta sjónarmið Michelssons sé staðfest í annarri rannsókn Whyte á samskiptum og vinfengi fólks í nýju sérbýlishúsahverfi (mynd 2.34). Þar kemur í ljós að ákveðnir aðilar 35


verða leiðtogar í tengslaneti við næstu nágranna en á milli eru einstaklingar sem ekki vilja vera í virkum samskiptum við nágranna og brjóta því upp samskiptanetið í kringum sig.

2.10 Hæðir húsa – fjölbýlishús Allt frá því að Le Courbusier kom fram með hugmyndir sínar um háhýsi á millistríðsárunum hafa verið skiptar skoðanir um gildi þeirra. Á eftirstríðsárunum 1945 til 1970 var byggt mikið af háum fjölbýlishúsum í flestum vestrænum borgum. Oft sem hluti af félagslegum áætlunum um að endurnýja byggð í gömlum verkamannahverfum og koma íbúum, sem flestir voru innflytendur eða fátækt verkafólk, fyrir í þessum nýju háhýsum. Fljótlega kom í ljós að margt að þessu fólki sem flutt var í háhýsin kunnu alls ekki við sig í þeim og margskonar vandamál komu upp. Dæmi um gagnrýnisatriði sem komið hafa fram er að fólk missi tengsl við yfirborð jarðar, og að foreldrar geti ekki fylgst með börnum að leik á lóðinni né brugðist við ef eitthvað bregður út af. Yngri börn í háhýsum léku sér því síður úti en önnur börn. Samskipti fólks voru minni og ópersónulegri og félagsleg vandamál og afbrot voru tíðari en í öðrum húsagerðum/hverfum.

Ofar 6. hæðar tapast tengsl við yfirborð jarðar

mynd 2.35 Rannsóknir á félagslegum aðstæðum og vellíðan íbúa í fjölbýlishúsum hófust á sjöunda áratugnum. Einn að frumkvöðlum á því svið var félagsfræðingurinn Herbert Gans. Fyrsta bók hans um þetta efni Urban Villagers kom út árið 1962. Áratug seinna hafði bók Óscars Newman Defensible Space mikil áhrif ekki síst í röðum arkitekta og skipulagsfræðinga.

36


Heimild: Jakle, Brunn & Roseman. Human Spatial Behavior, 1976 mynd 2.36

Í rannsókn sem Newmann gerði á 2 samliggjandi félagslegum fjölbýlishúsahverfum í New York 1968 Brownswill og Van Dyke (mynd 2.36) kom í ljós mikill munur á tíðni afbrota og skemmdarverka í þessum tveimur hverfum þótt svipað fólk í félagslegu tilliti ætti í hlut. Turnhúsin í Brownswill hverfinu eru 3 – 5 hæða með hlýlegum rýmum til samskipta en blokkirnar í Van Dyke hverfinu eru flestar 10 hæðir og hærri og litið um sameiginleg rými. Tíðni afbrota og skemmdarverka var nærri tvöfalt hærri í Van Dyke hverfinu árið 1968 en í Brownswill hverfinu. Ein mest tilvitnaða grein um samspil húsagerða og vellíðunnar er grein eftir Fanning frá 1967. Þar sem hann rannsakar heilbrigðisgögn breskra hermanna og fjölskyldna þeirra í herstöð í Þýskalandi. Helmingur fólksins bjó í fjölbýlishúsum og hinn í sambýlishúsum. Niðurstaðan var sú að veikindatíðni þeirra sem bjuggu í fjölbýlishúsunum var 57% hærri hjá þeim sem bjuggu í fjölbýlisúsunum en hinna, sérstaklega átti þetta við um geðræn vandamál. Í tímaritinu Social Issues vol 53, 2003 er grein eftir Evans, Wells og Moch, Housing and mental health, þar sem þau flokka og greina niðurstöður 60 greina sem birst hafa í fræðitímaritum síðustu fjóra áratugi. Almennt má segja að niðurstaðan sé sú að vellíðan og heilsufar íbúa í fjölbýlishúsum hafi verið verri en í öðrum húsagerðum. Þeir sem rannsakað hafa vellíðan fólks í fjölbýlishúsum síðustu ár viðurkenna að íbúar í fjölbýlishúsum sé iðulega af lægri stigum þjóðfélagsins, atvinnulaust fólk og minnihlutahópar og er því ekki um sömu þjóðfélagshópa að ræða eins og t.d. í sérbýlishúsum. Félagsleg vandamál sem eru iðulega tíð í félagslegum blokkaríbúðum þurfa því ekki endilega að tengjast húsnæðinu sjálfu. Eins hafa margir bent á að nú sé mun betur vandað til hönnunar og efnisval í fjölbýlishúsum en áður var. 37


Pruit – Igoe St Louis

Verðlauna fjölbýlishúsaklasi Architectural forum 1951 Byggt 1955 33 fjölbýlishús 11 hæða 2.800 íbúðir

mikið sparað í öllum frágangi

Um 1970 voru 40% íbúða auðar

sprengt með dýnamíti 1972

Heimild: Bjarni Reynarsson

mynd 2.37

Ekki var vandað vel til skipulags- né hönnunar margra fjölbýlishúsahverfa á eftirstríðsárunum vegna byggingagalla og félagslegra vandamála eru dæmi um að heilu fjölbýlishúsahverfin væru rifin niður einum til tveimur áratugum eftir uppbyggingu. Eitt frægasta dæmi er þegar blokkirnar í Pruit Igoe hverfinu í St Louis voru jafnaðar við jörðu með dýnamíti árið 1972. Á níunda áratug síðustu aldar fjölgaði mjög rannsóknum á mannlifi og gæðum umhverfis í miðborgum. Þar fór einna fyrstur William Whyte með bók sinni The Social life of Small Urban Spaces. Fast á hæla honum kom danski arkitektinn Jan Gel með bók sína Life Between Buildings: Using Public Space 1987 (endurútgefin 2001). Jan Gel hefur verið ótrúlega áhrifamikill á þessum vettvangi og gert úttektir og umbótatillögur á miðborgum margra borga síðustu 15 árin. Í þessum úttektum byggir Jan Gel á rannsóknum og hugmyndafræði um skynjun og atferli manna frá sjöunda og áttunda áratugnum sem rakin voru hér að framan.

2.11 Nýr borgarbragur (new Urbanism) Frá því á áttunda áratugnum hefur gagnrýni á útþenslu dreifðrar byggðar í úthverfum borga (suburbian sprawl) farið vaxandi. Á tímabilinu 1945 til 1975 voru gríðarlega stór svæði tekin undir úthverfi í Bandaríkjunum og víðar á vesturlöndum. I stefnumótun breskra skipulagsfræðinga, Towards an Urban Renissance , 1999 og hjá bandarísku hreyfingunni The new Urbanism 1993 er lagt til að þessi þróun verði stöðvuð. Í báðum þessum stefnum er megin áhersla á á að endurskapa lífvanleg og vistvæn íbúðahverfi í borgum með því að þétta byggð í úthverfum og endurlífga byggð í og við miðborgir. 38


Þetta verði m.a. gert með meiri blöndun landnotkunar (til að stytta ferðavegalengdir), þéttari byggð umhverfis almenningssamgöngukerfi og þjónustukjarna og með því að draga úr notkun einkabílsins. Ágæt samantekt um þessi stefnumið er að finna í Skýrslu Hildar Kristjánsdóttur, Nýr borgarbragur, 2004 sem hún vann fyrir Borgarfræðasetur . Blönduð landnotkun. Síðustu áratugi hefur stöðugt meira vægi verið lagt á hugtakið blönduð landnotkun í umræðu og stefnumótun í skipulagi borga. Frá stríðslokum hafa byggst upp mikil flæmi dreifbyggðra úthverfa þar sem litla eða enga þjónustu var að hafa innan göngufjarlægðar frá heimili og þar eru vinnustaðir ekki lengur hluti af íbúðabyggðinni eins og áður hafi tíðkast í borgum. Aðgreining landnokunarflokka í skipulagi borga hefur leitt til óþarflega langra ferða milli heimila og vinnustaða og líflausra íbúðahverfa. Útfærslu á þessum hugmyndum má víða sjá stað t.d. við endurskipulag gamalla iðnaðarhverfa (brown fields í breskum borgum) og við endurskipulag gamalla hafnarsvæða næst miðborgum eins og í höfuðborgum nágrannalanda okkar í Kaupmannahöfn og Osló. Í öllum tilfellum er mikið lagt upp úr nýrri íbúðabyggð inn á þessum svæðum. Blöndun byggðar (landnotkunar) getur verið með ýmsu móti : -

lárétt þar sem megin áherslan er á stýringu á starfsemi á jarðhæð við götu. lóðrétt t.d. verslun á neðstu hæð þá skrifstofur og efst íbúðir. Blönduð notkun íbúð/vinnustofa eða fjölnota rúmi.

Þá er algengt að setja viðmið í skipulagi nýrra íbúðasvæða um hlut atvinnu og þjónustustarfsemi af heildar gólffleti. Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur er þetta hlutfall 15%.

2.12 Verð á íbúðarhúsnæði eftir hverfum Í takt við mismunandi dreifingu félagshópa (tekjuhópa) í borgum er yfirleitt nokkur munur á verðmæti íbúðarhúsnæðis eftir hverfum. Á Íslandi er um 85% íbúðarhúsnæðis í einkaeign og leigumarkaður því óburðugur. Að sjálfsögu eru stór sérbýlishús dýrustu fasteignirnar en til að fá samanburð á verðmæti íbúðarhúsnæðis eftir hverfum er oft miðað við verð á fermetra í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu . Mynd 2.38 byggir á upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands um söluverðmæti 422 íbúða í fjölbýlishúsum eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu frá október 2008 til mars 2009. Meðal verð á fermetra á þessu tímabili var 241 þúsund krónur. Hæsta verðið var í elstu hverfum Reykjavíkur vestan Kringlumýrarbrautar og al hæst í gamla bænum innan Hringbrautar Snorrabrautar 293 þúsund krónur fermeterinn.

39


Utan Kringlumýrarbrautar er verðið hátt í Fossvogshverfi og fer yfirleitt heldur lækkandi með aukinni fjarlægð frá miðborginni. Þetta er þó ekki einhlýtt. Þannig er verð á fjölbýlishúsnæði vel yfir meðalverði í Garðabæ og Mosfellsbæ. Í gögnunum mátti sjá að í einstökum nýjum hverfum eða hverfahlutum eins og í Sjálandshverfinu í Garðabæ var verðið hærra en í eldri hverfum í nágrenninu. Meðalverð í fjölbýli er lægst í Breiðholtshverfum og Grafarholti samkvæmt þessum gögnum. Rétt er að taka fram að hverfaskiptingin er nokkuð gróf og innan sama hverfis getur verið umtalsverður munur á verði fasteigna í fjölbýli eftir aldri, hönnun og staðsetningu inn hverfis.

Heimild: Fasteignaskrá Íslands

mynd 2.38

Í greiningarskýslu KB banka á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2006 er línurit sem sýnir meðalverð íbúða í fjölbýlishúsum eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu og fjarlægð hverfa frá miðborg Reykjavíkur. (Á línuritinu stendur reyndar fjarlægð frá miðpunki

40


íbúadreifingar á höfuðborgarsvæðinu en það stenst ekki því hann er vestarlega í Fossvogshverfi). Niðurstaðan er svipuð og fyrir 2008- 2009 en unnið er með fíngreindari hverfaskiptingu. Hæst meðalverð er í hverfum í og nærri miðborginni. Hátt verð er í Fossvogshverfi, nýjum hverfum austast í Kópavogi og í Garðabæ. Eins og í tölunum fyrir 2008 – 2009 er lægsta verðið í Breiðholtshverfum. Verð á íbúðum í eldri hverfum í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar er frekar lágt og verð í Grafarvogshverfunum, Mosfellsbæ og Hafnarfirði er heldur hærra en gera mætti ráð fyrir miðað við fjarlægð frá miðborg. Annars sýnir línuritið vel að almennt fellur fasteignaverðið með aukinni fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Í greinargerðinni velta höfundar því upp að fólk sem vinnur nærri miðborginni og er að leita sér að húsnæði ætti að hugsa sig vel um áður en það kaupir fasteign í úthverfi Reykjavíkur. þrátt fyrir lægra verð þar mætti spara mikinn tíma og kostnað við að búa í innan við 2km frá vinnustað miðað við að þurfa að aka 16 km á dag fram og til baka milli heimilis í úthverfi og vinnu nærri miðborginni.

Heimild: Kb banki 2006

Heimild: KB banki 2006

mynd 2.39

41


2.13 Hverfaskipting í Reykjavík Í gegnum tíðina hefur íbúðabyggð í Reykjavík verið skipt í hverfi á mismunandi hátt allt eftir hver átti í hlut. Þannig hefur borginni verið skipt í kirkjusóknir, pósthverfi og grunnskólahverfi svo dæmi séu tekin. Auk þess sem nafnakerfi á götum, forskeyti og endingar, hafa gefið heiti á hverfum eins og Hlíðahverfi, Melahverfi, Bakkahverfi osfrv. (mynd 2.40) Flestir Reykvíkingar skynja hverfaskiptingu borgarinnar að stórum hluta út frá þessu nafnakerfi gatna. Einnig koma til sögulegar markalínur eins og Lækurinn (Lækjargata) sem skipti bænum í vestur- og austurbæ og örnefni eins og Breiðholt og Grafarvogur sem gefa heiti fyrir heila borgarhluta.

Eitt af einkennum Reykjavíkur - hverfaheiti

Hverfaheiti í Reykjavík (Endingar gatna)

1.

Heimild: Vegvísunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu COREL

Bjarni Reynarsson Land-ráð sf

Mynd 2.40

Árbók Reykjavíkur er tölfræðihandbók sem gefin út árlega samfellt frá 1970 til 2001. Þar voru talnalegar upplýsingar um mannfjölda og aldurskiptingu borgarbúa eftir hverfum. Nokkrar tilfærslur voru á mörkum hverfa á þessu tímabili en ekki stórvægilegar. Stuðst var við hverfaskiptingu grunnskólahverfa eins og hún var upp úr 1970 með síðari breytingum. Samkvæmt þessari skiptingu eru því til yfir 30 ára talnaleg gögn fyrir áætlanagerð. Hagstofan notar þessa skiptingu þegar hún birtir árlega nýjar tölur um íbúafjölda eftir hverfum borgarinnar.

42


Mynd 2.41

Mörk grunnskólahverfa hafa stöðugt verið að breytast og því eru þau ekki mjög góður grunnur til að byggja á rannsóknir á lýðfræðilegum breytingum í gegnum tíðina. Mynd 2. sýnir skiptingu Reykjavíkur í grunnskólahverfi 2010 samkvæmt borgarvefsjá.

Heimild: Borgarvefsjá

Mynd 2.42

Þegar unnið var að uppbyggingu þjónustumiðstöðva í Reykjavík um síðustu aldamót var ákveðið að taka upp nýja skiptingu borgarinnar í 8 borgarhluta (sjá kort 2..) Síðan var Úlfarsfelli /Grafarholti og Kjalarnesi bætt við sem 9. og 10. borgarhlutunum. Hægt að nálgast upplýsingar á vefsvæðum þjónustustumiðstöðva um hinar ýmsu þjónustustofnanir borgarinnar eins og leik- og grunnskóla miðað við þessa skiptingu borgarinnar.

43


Bjarni Reynarsson Land-ráð sf

Mynd 2.43

3.Viðhorf borgarbúa til umhverfis, þjónustu og skipulags 3.1 Umræður um stefnumótun til framtíðar Borgaryfirvöld hafa tvisvar síðan 1996 staðið fyrir meiriháttar verkefnum með kynningum og umræðum um æskilega þróun borgarinnar og borgarsamfélagsins í samvinnu við fagfólk og borgarbúa. Þessi stóru verkefni eru: Hin 9 líf borgarinnar, 1996 – 1997. Þetta verkefni fólst fyrst og fremst í því að leitað var til fagfólks innan og utan borgarkerfis og var því skipað í 9 umræðuhópa til að gera tillögur um æskilega þróun í hverjum málaflokki. Einnig var framkvæmd viðhorfskönnun meðal borgarbúa. Hóparnir voru þessir: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.

Borgarlíf – hlutverk höfuðborgar Atvinnulíf Erfitt líf – velferðarþjónusta Öruggt líf - ,,eftirlistsamfélagið” Hið ljúfa líf – menning – útivist ofl Veitulíf – þjónusta og uppbygging veitukerfa Daglegt líf I – byggðaþróun – umhverfi og skipulag Daglegt líf II – samgöngur – heilbrigði ofl Framtíðarlíf – sóknarfæri – menntun – húsnæði – rannsóknir ofl

44


Framtíðarborgin, 2000 – 2001. Um er að ræða fjölþætt verkefni þar sem leitað var skoðana borgarbúa um framtíð borgarinnar með ýmsu móti; með rýnihópum, opnum fundum, málþingum og viðhorfskönnunum. Mikill fjöldi borgarbúa tók þátt í verkefninu á beinan eða óbeinan hátt. Kynningarritinu ,,raddir borgarbúa” var dreift á hvert heimili í borginni snemma árs 2001 þar sem fram koma meginatriði úr vinnu rýnihópa sem og viðhorfskannana. Greinarhöfundur stýrði rýnihóp sem fjallað um æskilega þróun byggðar og skipulag borgarinnar sem birtist í 2. tbl AVS 2001

Mynd 3.1

Erfitt er að rekja einstakar aðgerðir eða framkvæmdir beint til ábendinga sem fram komu í vinnu að ofangreindum verkefnum, þar sem mörg atriði sem mikið var fjallað um t.d. á málþingum höfðu einnig verið til umræðu í borgarkerfinu á svipuðum tíma. Umræða um þéttingu byggðar og vanda tengdum vaxandi bílaumferð í borginni jókst mjög í kjölfar vinnunnar um hin 9 líf. Einnig má segja að stofnun fjölskyldu- og þróunarsviðs í ráðhúsi 1999 sem m.a var ætlað að stuðla að samræmdri rannsóknarvinnu borgarstofnana og undirbúning stefnumótun, auk þess að efla tengsl við Háskóla Íslands, sé ákveðin í beinu framhaldi af tillögum frá rýnihópum 9 lífa. Stofnun Borgarfræðaseturs vorið 2000 og kosning um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri vorið 2001 komu til framkvæmda á vinnslutíma Framtíðarborgarverkefnis. Einnig má segja að stofnun þjónustumiðstöðva og hverfaráða hafi að nokkru leyti sprottið út frá tillögum/umræðum í framtíðarborgarverkefninu. Greinarhöfundur stýrði á árunum 2000 til 2003 teymi sérfræðinga frá hinum ýmsu stofnunum borgarinnar til að vinna að stefnumótun um samræmda rannsóknaáætlun borgarstofnana út frá markmiðum og áherslum í hinum ýmsu málaflokkum.

45


Helstu rannsóknaþættir þjónusta

Íbúalýðræði

Borgarsamfélag

Lífsgæði Byggð /skipulag Atvinna

Mynd 3.2

Gerð var tillaga um rannsóknaverkefni fyrir árin 2003 – 2005 sem ekki var fylgt eftir. Borgarfræðasetur var lagt niður 2004/5 og einnig þróunar- og fjölskyldusvið. Hægt er að nálgast greinargerðir og verkefni Borgarfræðaseturs á vefslóðinni borg.hi.is. Þótt fullyrða megi að hvorugu verkefninu um framtíðarsýn Reykjavíkur í samvinnu við borgarbúa hafi verið fylgt nægilega vel eftir til framkvæmda, má segja að megin markmiðið að vekja borgarbúa til umhugsunar um æskilega þróun höfuðborgarinnar og taka þátt í umræðum um hin ýmsu mál hafi tekist vel. Í því sambandi er rétt að minna á að samfélagsbreytingar eru það örar að mikilvægt er að taka upp samræðu við borgarbúa um æskilega ,,framtíðarborg” með reglulegu millibili og eins að virkja háskóla og hin ýmsu fagfélög til borgarrannsókna. (Bjarni Reynarsson, 2006. Reykjavík: Þróun – þekking – stefna. AS 1.tbl)

3.1 Eldri kannanir: Mat á skipulagi Árbæjar og Breiðholtshverfa og lífsskoðanir Árið 1985 hófst á Borgarskipulagi Reykjavíkur úttekt á skipulagi Árbæjar-og Breiðholtshverfa í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur (AR 1984-2004). Markmiðið með vinnunni var að fá fram vitneskju um hvernig til hafði tekist með skipulag þessa úthverfa sem voru skilgreind sem framtíðarbyggðasvæði Reykjavíkur í AR 1962 – 1983 og voru á þessum tíma fullbyggð. Vinnan var tvíþætt. Í fyrsta lagi var leitað eftir sjónarmiðum þeirra aðila sem stjórnuðu deiliskipulagsvinnu þessara hverfa þ.e. spurt var hver markmiðin hefðu verið með 46


skipulagsvinnunni og hvernig þeir teldu að til hefði tekist. Hvað hafði gengið eftir og hvað síður. Þessi greinargerð er dagsett í ágúst 2005. Fundað var með Skipulagshöfundum og þeir beðnir að skila inn svörum við eftirtöldum fimm atriðum: 1. Hvaða hugmyndir og forsendur lágu fyrir 2. Urðu breytingar frá frumhugmyndum til endanlegarar úfærslu? Hverjar voru þær helstar 3. Hvernig finnst þér almennt að til hafi tekist við skipulagið? 4. Hvað myndir þú gera öðruvísi í dag ef þú værir að skipuleggja nýtt hverfi? 5. Hvernig myndir þú skipta hverfinu t.d. út frá húsagerðum? Seinni þáttur vinnunnar var viðhorfskönnun meðal íbúa hverfanna. Leitað var eftir viðhorfum þeirra á því hvernig þeir teldu að til hafði tekist við skipulag þess hverfis sem þeir bjuggu í. Spurningalisti með 20 spurningum var sendur til 500 manna úrtaks og fengust um 400 svör. Ásta Urbancic landfræðinemi stjórnaði þessari vinnu sem tengdist mastersritgerð hennar við Maryland háskólann í Bandaríkjunum. Þessi hluti verkefnisins var birtur í greinargerð dagsettri í ágúst 1987. Í Viðauka I í könnuninni er að finna samantekt/lokaorð varðandi fyrri hluta verkefnisins og útdrátt á helstu niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar. Sambærilegt mat á hvernig til hafi tekist um skipulags heils borgarhluta hefur ekki síðan farið fram hér á landi. Sem dæmi um niðurstöður úr þessari vinnu hvað varðar skipulagshöfunda má nefna: - Dæmi um forsendur; náttúrufarslegir þættir, stórir árgangar að koma inn á húsnæðismarkað, 1250 íbúðir í fjölbýli (framkvæmdanefnd byggingaáætlunar), óskir um þétta byggð og 5 – 6 þúsund manna grunnskólahverfi. - Dæmi um mikilvæg markmið voru aðskilnaður akandi og gangandi umferðar (umferðaröryggi), fjölbreytt þjónusta vegna fjarlægðar frá miðbæ og þyrpingar húsa sem félagslegar einingar (Seljahverfi). - Miklar breytingar orðið frá frumhugmyndum til útfærslu m.a vegna þess hve uppbygging tók langan tíma og eins vegna óska skipulagsyfirvalda og verktaka m.a stærri hús. Þá hefðu íbúar mótmælt uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á ákveðnum reitum og verslunarþjónusta komið allt of seint. - Skipulagshöfundar nokkuð sáttir við útkomu. Töldu að of stór svæði hefðu verið tekin fyrir í einu. Myndu nú (1985) ekki skipuleggja jafn þétta byggð og leggja enn meiri áherslu á umferðarskipulag. Þá vildu þeir fá að fylgjast betur með framvindu/breytingum á skipulagi og fá að fullhanna einstaök dæmi um húsagerðir.

Lífsskoðanir. Að frumkvæði greinarhöfundar tók Félagsvísindastofnun saman greinargerð um lífsskoðanir Reykvíkinga árið 2000. Unnið var úr gögnum úr stórri lífsgildakönnun meðal Íslendinga sem fram fór 1999 og var áhersla á að greina hvort munur væri á lífsskoðunum 47


borgarbúa eftir 4 borgarhlutum. Nokkur munir kom fram á lífsskoðunum eftir borgarhlutum sem að mörgu leyti endurspeglaði dreifingu félagshópa í borginni þ.e.að tiltölulega ungt fjölskyldufólk býr í úthverfum en meiri fjölbreytni í eldri hverfum. Virtist m.a. bæði efnishyggja og frjálslyndi vera meiri í úthverfum en íhaldssemi á gömul lífsgildi í eldri hverfum. Félagslegt Landslag. Árið 2002 tók Félagsvísindastofnun saman talnaefni í greinargerð fyrir Reykjavíkurborg úr fyrri könnunum um félagslegar breytingar eftir hverfum borgarinnar frá 1988 til 2002. Greinargerðin fékk heitið Félagslegt Landslag í Reykjavík. Þetta er sama heitið og á tímaritsgrein eftir Bjarna Reynarsson 1977 um sama efni (Fjármálatíðindi 1: 1977). Sem dæmi um niðurstöður má nefna: Að heimilin fara minnkandi, meðalaldur fer hækkandi og fjöldi leik- og grunnskólabarna stóð í stað þrátt fyrir fjölgun borgarbúa. Hlutfallslega flestir með háskólamenntun bjuggu í Vesturbænum (pósthverfi 107) og flestir eldri borgarar í hverfum 103 og 105. Hlutfallslega mikið af ungu barnlausu og fráskildu fólk bjó i miðbænum (hverfi 101) og ungar barnafjölskyldur einkenna nýjustu úthverfi borgarinnar.

3.3 Þjónustukannanir frá 1999 Frá 1999 hafa verið gerðar reglulega viðhorfskannanir meðal borgarbúa um þjónustu borgarstofnana ofl þætti. Þar er að finna viðhorf borgarbúa til umhverfis-, skipulags- og umferðarmála auk annarra þátta borgarlífsins. Í nokkrum tilfellum eru um sömu spurningar að ræða þannig að hægt er að sjá hvort og hvernig svör breytast yfir tíma. Hér er gerð grein fyrir nokkrum niðurstöðum úr könnunum á árabilinu 1999 til 2006 Í þessum könnunum er að finna mikinn fróðleik, brotinn niður eftir félagshópum og búsetu fólks, sem of langt mál er að rekja ítarlega hér. Hér verður aðeins gerð stutt grein fyrir þróun svara varðandi skipulagsmál og tengd málefni, sérstaklega hvað varðar stefnumótandi þætti sem mikið hafa verið í umræðunni s.s; þétting byggðar – umferðarmál/almenningsvagna – húsagerðir/fjölbýlishús – miðborg – Vatnsmýri. Almennt um þjónustu borgarinnar: Á mynd 3.3 er sýnd meðaltal svara borgarbúa 1999 – 2006 við spurningunni: ,,Þegar á heildina er litið, telur þú þjónustu Reykjavíkurborgar við íbúanna vera góða eða slæma”? Meðaltal miðast við skalann; 1 = mjög slæm, 2 = nokkuð slæm, 3 = hvorki né, 4 = nokkuð góð, 5 = mjög góða. Varðandi svör borgarbúa um gæði þjónustunnar almennt á þessu tímabili hafa þau verið svipuð eða á bilinu 3,4 – 3,8. Náðu hæst 2003 í 3,8, lækkuðu í 3,4 2005 og hækkuðu aftur 2006 í 3,6. Í könnun sem fram fór í nóvember 2006 kemur fram að 55% svarenda telja 48


þjónustuna góða, og 10% mjög góða. Hlutfallslega fáir eru óánægðir sem sést á því að 2% telja hana mjög slæma og 85 slæma. Einnig eru á línuritinu sýnd meðaltöl svara 2005 og 2006 við tveimur spurningum; þ.e. hvort svarendur telji auðvelt eða erfitt að nálgast upplýsingar um þjónustu borgarinnar, og spurningu um hvort fólk telji að það hafi möguleika á að hafa áhrif á skipulag og framkvæmdir í sínu hverfi. Meðaltal fyrir svör um hve auðvelt er að nálgast upplýsingar hækkar í 3,4 árið 2006 frá 3,3 árið 2005. Skoðun borgarbúa á því hvort þeir hafi mikla að litla möguleika að hafa áhrif á ákvörðunartöku varðandi skipulag eða framkvæmdir í sínu hverfi gefur nokkuð lágt meðaltal eða 2,2

Svör um gæði þjónustu í könnunum Reykjavikurborgar 1999 - 2006: meðaltal allra svara á skalanum 1-5

mat á þjónustu 5

mjög góð

4

3,8

frekar góð

3

3,6

3,6

3,4

3,4 3,3

hvorki góð né slæm

frekar slæm

2

3,4

2,2

2,2

2005

2006

ánægja með þjónustu gott að nálgast upplýsingar um þjónustu

1

slæm möguleikar til að hafa áhrif á ákvarðanir

0 1999

2000

2001

2002

2003

2004

Mynd 3.3

þjónustukönnun júní 1999: 

Á að þétta byggð eða byggja á útjaðri byggðar? Þétta byggð 23% - byggja á jaðri 77%

Hefur þú litla eða mikla möguleika til að hafa áhrif á skipulag og framkvæmdir í þínu hverfi? Litla = 74% - mikla = 14% - hvorki né 12% Spurt um æskilega framtíðarstaðsetningu flugvallar: Áfram í Vatnsmýri 42% - á flytja á fyllingu í Skerjafirði 15% - flytja annað 43%

Þjónustukannanir mars 2001 og október 2003: 

Á að þétta byggð eða byggja á útjaðri byggðar? Þétta byggð 49% - byggja á útjaðri 51%. 49


Ertu sammála eða ósammála því að þrengja að einkabílnum til að draga úr umferðarþunga og efla almenningssamgöngur? Sammála 56% - ósammála 34% hlutlaus 10%.

Mynd 3.4 sýnir niðurstöður úr svörum borgarbúa í könnuninni árið 2001 við spurningu um hverjir væru helstu kostir og gallar Reykjavíkurborgar. Árið 2003 var spurt sömu spurningar og voru niðurstöður svipaðar. Varðandi kostina, var aðal breytingin sú að hreinog falleg borg féll úr fyrsta í annað sæti með 12 % tilnefningar í stað 17% áður. Líklega er mengun frá umferð farin að skyggja á ímyndina – hrein borg fögur borg. Varðandi gallana voru umferðarmálin í efstu sætunum eins og áður, helsta breyting sú að dreifð borg féll úr 1. sæti í 4. sæti úr 17% í 7%. Líklega eru fleiri orðnir gagnrýnir á þéttingu byggðar. Slæmar almenningssamgöngur voru nú nefndar af 14% en 3% áður.

Helstu kostir og gallar Reykjavíkur samkvæmt könnun 2001 Hæfilega stór borg

4%

Helstu kostir

Örugg, lág glæðatíðni

5%

Smæð borgarinnar

6%

Fjölbreytt, lifandi mannlíf

7%

Gott aðgengi að þjónustu

8%

Góð borg til að búa í

10%

Hrein borg, lítil mengun

12%

Borgin er falleg og umhverfið fallegt

17%

helstu gallar

Óþrifnaður, hirðuleysi

2%

Borgarstjórnin

3%

Litlaus borg

3%

Skipulagsleysi

3%

Slæmar almenningssamgöngur

3%

Of mikil bílaumferð

13%

Slæmt gatnakerfi - samgöngur

15%

Borgin er dreifð

18%

0%

2%

4%

6%

8%

10%

12%

14%

16%

18%

20%

Mynd 3.4

Í báðum könnunum 2001 og 2003 var spurt um hvað svarendur vildu helst sjá breytast í borginni á næstu 10 árum. Helstu breytingar eru þær að áhugi fyrir flutningi flugvallar hefur dalað en kröfur um bætt gatnakerfi og almenningssamgöngur vaxið. Þá er vaxandi áhugi fyrir eflingu miðborgarinnar og einnig fyrir þéttari byggð. Í könnum Land-ráðs sf á ferðavenjum frá 2005 til 2009 hefur stuðningur við flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri minnkað mikið (sjá kafla 3.5 hér á eftir)

50


Hvað viltu helst sjá breytast í Reykjavík á næstu 10 árum? Spurt í mars 2001 og október 2003 30% 27%

25%

2001

2003

20% 17%

15% 12%

12% 11%

10% 7%

7%

5%

5% 4%

5%

0% Flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni

Betra gatnakerfi

Efling miðborgarinnar

Betri almenningssamgöngur

Þéttari byggð

mynd 3.5

Árið 2003 var í fyrsta sinn spurt um ánægju með þjónustu skipulags- og byggingasviðs. Sviðið fékk meðaleinkunn 3, en meðaltalið fyrir borgarstofnanir var 3.8. Rétt er að taka fram að aðeins 12% svarenda höfðu nýtt sér þjónustu skipulagsog byggingasviðs. Einnig var spurt um hvort fólk teldi sig öruggt fyrir umferð eða glæpum þegar það væri á ferli í sínu hverfi - 82% töldu sig örugga, en 45% töldu sig óörugga í miðborginni eftir kl. 10 á kvöldin.

Þjónustukönnun nóvember 2005   

Spurt var hvort svarendur hefðu tekið þátt í umræðum eða fundum um skipulagsmál? Aðeins 22% höfðu tekið þátt í slíku. Spurt hvort svarendur væru hlyntir eða andvígur því að auka hlut almenningsvagna í umferðinni, 87% voru því hlyntir, 7% andvígir og 6% hlutlausir. Spurt var hvort fólk væri ánægt eða óánægt með nýja Hringbraut. 49% voru ánægðir, 38% óánægðir og 13% hlutlausir.

51


Hlutfall svarenda eftir þjónustuhverfum árið 2005 sem töldu sig mjög örugga gagnvart umferð í sínu hverfi

Miðborg/Hlíðar

8%

Háaleiti

24%

Laugardalur

28%

Vesturbær

34%

Grafarvogur/Kjalarnes

35%

Breiðholt

38%

Árbær/Grafarholt

44%

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

45%

50%

mynd 3.6

Mynd 3.6 sýnir hlutfall svarenda eftir þjónustuhverfum sem töldu sig mjög örugga fyrir umferð í sínu hverfi. Þessi greining sýnir að þrátt fyrir rómantík margra gagnvart eldri hverfum, þykja nýjustu hverfi borgarinnar mun öruggari en eldri hverfi. Enda hafa nýrri hverfin verið skipulög samkvæmt nútíma öryggiskröfum, m.a. með skýrum aðskilnaði gangandi og akandi umferðar. Aftur á móti má segja að lítil afþreying og þjónusta þ.m.t. veitinga- og skemmtistaðir eru í úthverfum borgarinnar og því litið næturlíf sem kallar yfirleitt á afbrot og ónæði. Þjónustukönnun í nóvember 2006:      

Flest grunnskólabörn eða 69% fara gangandi í skólann., en 34% keyrð í einkabíl ¹ 73% svarenda aka sjálfir til vinnu eða skóla,12% fara gangandi, 7% með strætó og 2% með reiðhjóli. 75% svarenda höfðu komið í Grasagarðinn eða Öskjuhlíð síðustu 12 mánuði 74% svarenda telja litla möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar eru hjá borginni. Um ⅔ svarenda telja að háhýsi eigi rétt á sér í borginni og 70% telja að byggja ætti fleiri háhýsi í borginni – (Ekki var spurt um hvort svarendur vilja búa í háhýsi) ². 54% töldu að hús þyrftu að vera a.m.k. 10 hæðir til að teljast háhýsi –( í Reykjavík eru flest fjölbýlishús 4 hæðir og því hefð að telja hús hærri en 5 – 6 hæðir háhýsi).

--------------------¹ Í Ferðavenjukönnunum Land-ráðs sf 2007 og 2010 koma fram nýrri upplýsingar (sjá kafla 3.5) ² Húsnæðis- og búsetukönnun Land-ráðs sf 2007 kom fram nýrri upplýsingar (sjá kafla 4) 52


Viðhorf til skipulags- og umferðarmála í þjónustukönnun 2006 1 = Mjög óánægður

5 = Mjög ánægður

Er gatnakerfið í Reykjavík greiðfært?

2,2

Er gatnakerfið í Reykjavík öruggt?

2,3

Er hönnun bygginga á vegum Reykjavíkurborgar fagleg og metnaðarfull?

3,4

Er Reykjavík hrein og heilnæm borg?

3,3

Eru upplýsingar um skipulags- og byggingarmál nægilega skýr

2,7

Er nægilegt samráð við íbúa og hagsmunaaðila um gerð skipulags?

2,6

Ánægja/óánægja með byggt umhverfi í borginni

3,4

Ánægja/óánægja með skipulag borgarinnar

3,0

0,0

1,0

2,0

3,0

4,0

5,0

Mynd 3.7

Fram kemur á mynd 3.7 að borgarbúar telja gatnakerfið hvorki verulega greiðfært né öruggt, meðaleinkunn 2,2 af 5 mögulegum. Eins eru borgarbúar ekki sérlega sáttir við upplýsingagjöf í skipulagsmálum né að nægilegt samráð sé haft, því meðaleinkunn er rétt yfir meðaltal 2,6. Flestir aðrir þættir skipulagsmála fá rétt þokkalega einkunn 3,4 nema skipulag borgarinnar almennt fær heldur lægri einkunn eða 3,0.

3.4 Nokkrar nýlegar kannanir og úttektir Þjónustukannanir Sem dæmi um viðhorfskannanir sem unnar hafa verið fyrir borgarstofnanir á síðustu árum má nefna viðhorfskönnun Capacent Gallup fyrir Félagsþjónustuna í ársbyrjun 2008 Hagir og viðhorf eldri borgara. Þar er að finna svör 525 borgarbúa 80 ára og eldri á lífsskilyrðum þeirra og húsnæðisaðstæðum. Rannsókn og greining hefur unnið margar kannanir fyrir borgaryfirvöld á aðstæðum barna og unglinga í borginni. Árið 2007 var unnin yfirgripsmikil könnun á viðhorfum grunnskólabarna í borginni í 5. til 7. bekk og gerður samanburður við svör barna í sömu bekkjum utan Rekjavíkur, Hagir og líðan barna í Reykjavík. Reykjavík í mótun Þann 16. maí 2006 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur stefnumótun í átt að sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til 2015 – Reykjavík í mótun. Helstu efnisþættir þessarar stefnumótunar eru eftirfarandi: - Samgöngur 53


- Umhverfi, lýðheilsa og velferð - Gæði umhverfisins - Náttúruvernd og útivist. Í greinargerðinni má einnig finna stefnumótun varðandi landnotkun og byggingar sem og íbúðahverfi/íbúalýðræði Umferð – nokkrar úttektir Margar úttektir og kannanir hafa verið gerðar á umferðarmálum síðustu 10 til 15 árin. Hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra. Árin 1995 - 1996 vann Félagsvísindastofnun viðamikla könnun á viðhorfum borgarbúa til ferðamáta og umferðar. Í könnuninni er ítarleg greining á ferðavenjum borgarbúa á þessum tíma. Um 70% fóru með einkabíl í vinnu og skóla á þessum tíma. Þá sögðust 60% líta á umferð í borginni sem vandamál. Árið 1998 vann greinarhöfundur samantekt fyrir Vegagerðina og borgarverkfræðing um skipulag og stefnumótun í umferðarmála í bandarískum borgarsvæðum með tilvísan til höfuðborgarsvæðisins, Þjóð á hjólum. Þar er gerð grein fyrir helstu vandamálum og lausnum í stjórnun umferðar bæði í Bandaríkjunum og borgum Evrópu. Í tengslum við vinnu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 – 2024 voru gerðar margar umferðarpár út frá skipulagstillögum sveitarfélaganna (skipulagstölur). Árið 2005 var Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen nýjar umferðarspár byggt á endurskoðuðum skipulagsáætlunum sveitarfélaganna árið 2004. Í greinargerðinni er mikill fróðleikur um þróun umferðar og áætlaða uppbyggingu höfuðborgarsvæðisins. Þróun bæði mannfjölda og umferðar hefur orðið mun hraðari en svæðisskipulagið áætlaði þar til að efnahagshrunið kom til haustið 2008 síðan hefur bæði dregið bæði úr mannfjölgun og umferð í borginni. Á árunum 2000 – 2002 vann Gallup viðamikla könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir Reykjavíkurborg. Í greinargerð Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, 2004 Um ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu er að finna megin þættina í ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins á könnunartíma. Í ársbyrjun árs 2006 skilaði verkfræðistofan Hönnun skipulags- og byggingasviði borgarinnar greinargerðinni, Samgönguskipulag í Reykjavík : Greining á stöðu og stefnu og seinna sama ár II hluta: Stjórnun umferðarálags. Þar er að finna ítarlega greiningu á stöðu umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu, samanburð við aðrar borgir og tillögur um bætta nýtingu samgöngukerfa. Síðustu misseri hafa umferðarsérfæðingar lagt áherslu á fleytitíð í umferðarstjórnun og dregið úr fyrri áherslum um aðskilnað gangandi og akandi umferðar í þéttari byggð (sharing space).

54


Rétt er að minnast á að nýlega var opnaður nýr vefur um samgöngumál , samgönguvefurinn samgongur.is þar sem er hægt að nálgast margháttaðar upplýsingar um samgöngur og samgöngukerfið hér á landi. Korterskortið Á Umhverfissviði var kannað árið 2008 hversu langt hjólreiðamaður getur ferðast á 15 mínútum eftir aðalstígum borgarinnar út frá miðpunkti búsetu í Reykjavík við Menntaskólann við Sund. (mynd 3.8). Niðurstaðan var að hjólreiðamaður í Reykjavík getur auðveldlega lagt fimm kílómetra að baki á fimmtán mínútum. Dæmi um staði sem hjóla mætti til frá Menntaskólanum á þessum tíma eru Efra Breiðholt, Árbæjarlaug, Spöngin í Grafarvogi og Kringlan. Þessi niðurstaða er athyglisverð í ljósi þess að 60% bílferða í Reykjavík spanna aðeins þrjá kílómetra eða minna. Til samanburðar má geta þess að gangandi vegfarendi getur gengið um 1,6 km á 15 mínútum.

Mynd 3.8

Samantekt - túlkun Almennt má segja að stöðugt fleiri borgarbúar telji að vaxandi umferðarþungi og neikvæð áhrif frá bílaumferð, loft- og hávaðamengun, sé eitt helsta vandamál sem borgaryfirvöld hafa við að glíma. Fólk gerir sér grein fyrir að þétta þurfi byggð í borginni m.a. með hærri húsum en þó eru vísbendingar um að fylgni við hugmyndir um þéttingu byggðar séu ekki eins miklar og voru fyrir um áratug, eftir því sem fleiri þéttingarverkefni koma til framkvæmda. Fólk virðist ekki mjög jákvætt gagnvart skipulagi borgarinnar, þó tiltölulega lítill hluti hafi beina reynslu af samskiptum við skipulagsyfirvöld. Mörgum finnst að upplýsingar séu ekki nægilega aðgengilegar og að fólk hafi fáa möguleika til að hafa áhrif á framkvæmdir og skipulag í sínu hverfi.

55


3.5 Kannanir á ferðavenjum – Land-ráð sf Land-ráð sf ráðgjafafyrirtæki Bjarna Reynarssonar hefur frá 2005 unnið reglulega kannanir á ferðavenjum landsmanna, einar 6 kannanir. Þetta eru viðhorfskannanir (símakannanir) þar sem úrtakið hefur verið um 1.500 manns og spurningar um 25. Markmiðið með þessum könnunum er að byggja upp gagnabanka um breytingar á ferðavenjum landsmanna til að nýta við stefnumótun í samgöngumálum, sérstaklega við reglulega endurskoðun á samgönguáætlun. Spurningar skiptast í þrjá megin flokka; ferðir út fyrir sveitarfélag (búsetusvæði), notkun innanlandsflugs og ferðavenjur innan höfuðborgarsvæðis. Könnunarstaðir eru: Höfuðborgarsvæðið (skipt í 4 borgarhluta), jaðarbyggð höfuðborgarsvæðisins (Árborg, Reykjanesbær og Akranes) og landsbyggðakjarnar (Ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir). Í síðustu könnun í mars 2009 var töluvert spurt um hvaða áhrif efnahagskreppan hefi haft á ferðavenjur fólks. Í byrjun kreppunnar dró umtalsvert úr ferðatíðni en sumarið 2009 jókst umferð þar sem landsmenn ferðuðust meir innanlands en áður. Síðustu misseri hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu. Ferðir til höfuðborgarsvæðisins Í þessum könnum hefur komið í ljós að virkt áhrifa- eða samskiptasvið höfuðborgarsvæðisins nær um60 til 90km út fyrir miðju höfuðborgarsvæðisins en fellur síðan hratt og er jafnt í um ½ til eina ferð á mánuði hvort sem staðurinn er í 200 eða 700km fjarlægð frá höfuðborginni. Aftur á móti hefur myndast virkt ferðabelti (jaðarbyggð) þar sem fólk sem býr í innan við 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fer þangað að jafnaði 2 sinnum í viku, frá stöðum eins og Akranesi, Árborg og Reykjanesbæ. Mikið af ungu fólki flutti frá höfuðborgarsvæðinu til þessara staða í byrjun þessarar aldar m.a. vegna lægra fasteignaverðs. Um þriðjungur fólks sem býr á þessu jaðarsvæði vinnur á höfuðborgarsvæðinu og fólk sækir mikið í verslun og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins.

56


Mismunur á tíðni ferða eftir fjarlægð frá höfuðborgarsvæði – aldri og árstíð Tíðni ferða til höfuðborgarsvæðis eftir aldri og búsetu 2004 - 2005 Aldur

4,4 4,7

65 - 75 55 - 64

9,6

5,9

3 mánaða tímabil

10,3

45 54

7,4

35 - 44

11,9

8,3

25 - 34

13,3

9,6

15,3

18 - 24

10,3

Búseta Egilsstaðir

1,7 2

Akureyri Ísafjörður

2,4

vetur

2,5 2,5 2,7

sumar

Selfoss

17,4

10,2

Akranes

21,1

12,8

Reykjanesbær

23,8

16,1 2,3

Landsbyggðakjarnar

2,3

Jaðarbyggð

20,6

13,2

Allir 0

5

meðalfjöldi ferða

11

8

10

15

20

25

Mynd 3.9

Eins og fram kemur á mynd 3.9 eru ferðir til höfuðborgarsvæðisins mun tíðari að vetri en sumri og ungt fólk er meir á ferðinni en þeir sem eldri eru. Þetta á líka við þá sem eru með háar tekjur og lengri menntun þeir eru mikið á ferðinni og nota innanflug töluvert til staða eins og Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða. Innanlandsflug – Reykjavíkurflugvöllur. Í þessum könnunum á ferðavenjum landsmanna hefur alltaf verið spurt um viðhorf til þess hvort flytja ætti miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík þannig að fyrir liggur þróun þessara viðhorfa síðustu árin. Um tveir þriðju hlutar allra svarenda í mars 2009 eða 68% vilja halda miðstöð innanlandsflugs áfram í Vatnsmýri. 54 % eru mjög ósammála því að flytja eigi innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og 14% frekar ósammála. Um10% eru hlutlausir, 8% sammála flutningnum og 14% mjög sammála. Um 41% svarenda í Reykjavík sem búa vestan Kringlumýrarbrautar vilja fá flugvöllinn burt úr Vatnsmýri en aðeins rúm 20% þeirra sem búa í úthverfum Reykjavíkur og grannsveitarfélögum eru sama sinnis. Ekki er verulegur munur á viðhorfum fólks til flutnings flugvallarins eftir menntun né tekjum, helst að hátekjufólk sem flýgur yfirleitt meira en aðrir vilji halda honum á sama stað.

57


mynd 3.10

Eins og fram kemur á mynd 3.11 sem sýnir viðhorf svarenda varðandi mögulegan flutning flugstarfsemi úr Vatnsmýri í þremur könnunum Land-ráðs sf fyrir samgönguyfirvöld 2005 – 2010 hefur andstaðan við flutning vaxið á öllum könnunarstöðum til 2009 en dalar nokkur í könnun í september 2010 Andstaðan hefur alltaf verið mest í landsbyggðarkjörnunum og var að að nálgast 90% svarenda þar 2009. Andstaðan við flutning hefur vaxið hratt á höfuðborgarsvæðinu var 49% í mars 2008, fór í 60% 2009 og lækkaði í 50% 2010. en er nú 60%..

mynd 3.11

58


Ef miðstöð innanlandsflugs verður flutt telja um 48% að Keflavík væri heppilegasti staðurinn, 10% nefna Löngusker og 5% Hólmsheiði. Um 37% svör flokkast undir annað. Tæpur helmingur þeirra sem nefndu annað vildu alls ekki flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýri og margir vildu láta leita að öðrum staðsetningarkostum í nálægð höfuðborgarsvæðisins.

mynd 3.12

Yngsti aldurshópurinn og svarendur í Árborg voru hlynntari Hólmsheiði en aðrir. Karlar, ungt fólk og íbúar grannsveitarfélaga Reykjavíkur voru hallari undir Löngusker en aðrir. Konur, elsti aldurshópurinn og svarendur í hæsta tekjuflokki voru hlynntari Keflavík en aðrir. Ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu Í könnunum á ferðamáta er höfuðborgarsvæðinu skipt í 4 hluta, sjá mynd 3.13 hér að neðan.

mynd 3.13

59


Tíðni ferða. Meðalfjöldi ferða innan höfuðborgarsvæðis samkvæmt könnun í mars 2009 hefur minnkað um 20% frá könnun árinu áður. Hann reyndist nú 3,1 ferð að meðaltali, var 3,9 ferðir 3008 og 3,6 ferðir 2007. Rúmur helmingur svarenda fer að meðaltali 3 ferðir eða færri að meðaltali á virkum degi og 15% fara að meðaltali 6 eða fleiri ferðir (Ferð frá stað A til staðar B telst ein ferð).

mynd 3.14

Ef litið er nánar á hverjir fara að meðaltali 3 ferðir eða oftar (þ.e. eru mikið á ferðinni) kemur í ljós að karlar eru meira á ferðinni en konur og ferðatíðni lækkar með aldri. Þeir sem eiga flest börn og svarendur þar sem eru 3 eða fleiri bílar á heimili hreifa sig mest. Ekki er marktækur munur eftir menntun en þeir sem eru í hæstu tekjuflokkunum eru heldur meira á ferðinni en aðrir. Ferðamáti. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á ferðamáta í Reykjavík á síðustu misserum þar sem ferðum með einkabíl hefur fækkað frá 86% allra ferða 2007 í 78% sumarið 2010. Konur fara bæði meira fótgangandi og með strætó en karlar. Yngsti aldurshópurinn fer hlutfallslega mest fótgangandi og með strætó. Bílanotkun eykst almennt með aldri og auknum tekjum.

60


mynd 3.15

Mynd 3.16 sýnir hlutfall allra ferða á einkabíl eftir borgarhlutum á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík I eru hverfi vestan Kringlumýrarbrautar. Reykjavík II hverfi milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar. Reykjavík III hverfi í Reykjavík austan Kringlumýrarbrautar auk Mosfellsbæjar. Grannsveitarfélög á við sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur. Greinilegt er að minnst einkabílanotkun er í elstu hverfum borgarinnar vestan Kringlumýrarbrautar og þar hefur notkun einkabila einnig minnkað mest á síðustu árum.

mynd 3.16

61


Nokkur minnkun á notkun einkabílsins er einnig sjáanleg í hverfunum milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar í Reykjavík, en lítil minnkun á notkun einkabíls í hverfum á útjöðrum höfuðborgarsvæðisins. Mest notkun reiðhjóla er í Reykjavík I og sama á við um hlutfall ferða fótgangandi og með strætó. Hún er mest í Reykjavík I og næstmest í Reykjavík II. Mest blöndun á ferðamáta er því í elstu hverfum Reykjavíkur umhverfis miðbæinn sem bendir til þess að mikill þéttleiki byggðar og blöndun landnotkunar þar bjóði upp á aðra ferðamáta en einkabílinn.

mynd 3.17

Ferðir barna í grunnskóla. Um tveir þriðju hlutar barna fara að jafnaði gangandi og tæpur fjórðungur er yfirleitt keyrður í grunnskólann. 5% fara hjólandi og 2% taka strætó. Rétt er að minna á að spurt er um miðjan vetur þ.e. í byrjun mars en líklega fara hlutfallslega fleiri börn gangandi og hjólandi snemma hausts og á vorin. Þetta eru svipaðar niðurstöður og komu fram í könnun Gallups fyrir umferðardeild borgarinnar í árslok 2008 en sú könnun tók aðeins til Reykjavíkur og er ekki vel sambærileg vegna annarra aldursmarka ofl þátta. Tími í einkabíl. Meðaltími sem svarendur á höfuðborgarsvæðinu eyða í einkabíl á virkum degi hefur styttst umtalsvert eða úr 52 mínútum 2008 í 39 mínútur 2009. Það er heldur styttri tími en 2007 sem var 42 mínútur. Karlar virðast hafa stytt tímann í bílferðum mun meira en konur. Sama á við fólk á aldrinum 35 til 54ára. Svarendur í elstu hverfum Reykjavíkur hafa stytt viðverutíma sinn í einkabílnum meira en aðrir þ.e. úr 48 mínútum að meðaltali í 30 mínútur. Meðaltími þeirra sem búa í úthverfum Reykjavíkur og grannsveitarfélögum er um 45 mínútur þ.e. þessi tími lengist með aukinni fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Reyndar hafa allir hópar stytt þann tíma sem þeir hafa eytt í einkabílnum frá síðustu könnunum. Karlar eyða meiri tíma en konur í bílum og sama má 62


segja um yngstu aldurshópana sem eru meiri bállistar en þeir eldri. Um 20% allra svarenda eyða 15 mínútum eða minna í bílnum að jafnaði og 13% meira en einni klukkustund. Ekki var spurt um meðalferðatíma milli heimilis og vinnustaðar í þessari könnun en í könnuninni 2007 (sumarkönnun) reyndist meðalferðatími 10½ mínúta og rúmar 9 mínútur í vetrarkönnun 2008. Helsta skýringin á þessum mismun á ferðatíma felst líklega í meiri og þyngri umferð í september þegar skólar eru að byrja á þeim tíma þegar sumarkönnun var gerð en í mars þegar vetrarkönnun var gerð.

mynd 3.19

Hefur notkun einkabíls minnkað? Notar þú nú meira aðra ferðamáta en einkabílinn en fyrir ári? Um 11% svarenda á höfuðborgarsvæði sögðust í mars 2009 nota aðra ferðamáta en einkabílinn meira en fyrir ári, en 89% töldu notkunina svipaða. Konur töldu sig nú nota bílinn nú minna en karlmenn , 13% á móti 9%. Það eru aðallega ungt fólk18 – 34 ára sem hefur dregið verulega úr notkun einkabílsins eða 19% þeirra á móti 8% til 9% þeirra eldri. Sama má segja um fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Um 18% þeirra sem búa vestan Kringlumýrabrautar næst miðborg töldu sig nú nota meira aðra ferðamáta en einkabílinn, en aðeins 4% þeirra sem búa sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur. Þeir sem eru með lágar tekjur og þau heimili þar sem eru fá börn og aðeins einn bíll nota nú meira aðra ferðamáta en einkabílinn en áður

63


mynd 3.20

Þeir sem sögðust hafa breytt ferðamáta – hvaða breytingu gerðu þeir? Flestir eða 51% nefndu að þeir færu oftar gangandi. Rúm 40% sögðust oftar nota strætó og fjórðungur sagðist hjóla meira. Um 3% nefndu að þeir fengju oftar far með öðrum í bíl og 8% nefndu að þetta væri breytilegt. Rétt er að minna á að þetta voru aðeins 11% svarenda og svarhópurinn því lítill eða innan við 60 manns.

mynd 3.22

64


Samantekt ferðavenjur – höfuðborgarsvæðið:  Meðalfjöldi ferða innan höfuðborgarsvæðis á virkum degi hefur lækkað úr 3,9 ferðum 2008 í 3.1 ferð í mars 2009.  Mikið hefur dregið úr þeim tíma sem fólk eyðir í bíl á virkum degi þ.e. úr 52 mínútum í mars 2008 í 39mínútur í mars 2009.  Um tveir þriðju hlutar grunnskólanema borgarinnar fara að jafnaði gangandi í skólann og tæpur fjórðungur er keyrður.  Notkun einkabílsins sem aðalferðamáta á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað um 3% frá 2007 (úr 87% í 84% allra ferða). Mest minnkun á notkun einkabílsins er í elstu hverfum borgarinnar vestan Kringlumýrarbrautar um 10%.  Um 11% sögðust nú nota aðra ferðamáta en einkabílinn samanborið fyrir ári. 51% þeirra sem sögðust hafa breytt ferðamáta sögðust nú ganga meira, 40% nota strætó meira og fjórðungur notar oftar reiðhjól.

65


4 Kannanir á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa (2003 og 2007) Land-ráð sf hefur unnið tvær viðhorfskannanir á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa fyrir borgaryfirvöld. Þá fyrri 2003 og þá seinni 2007.

4.1 Könnunin 2003 Markmiðið með könnuninni var að fá staðgóðar upplýsingar um húsnæðis- og búsetuóskir borgarbúa sem nýta mætti við skipulag nýrra íbúðahverfa í borginni næstu misseri. Starfshópur undir verkstjórn Bjarna Reynarssonar vann að undirbúningi rannsóknarinnar og IMG Gallup sá um framkvæmd viðhorfskönnunar og skipulag rýnihópa. Á undirbúningstíma var m.a. leitað álits íslenskra arkitekta um gott umhverfi í borginni og leitað ráða hjá bandaríska arkitektinum Anton C. Nelessen um aðferðir við að fá fram skoðanir borgarbúa á gæðum íbúðabyggðar. Mynd 4.1 sýnir helstu efnisþætti rannsóknar (rannsóknarsnið). Hér var að mörgu leyti um tímamótaverk að ræða því ekki hefur áður verið leitað eftir áliti almennings um æskilegt borgarumhverfi með aðstoð ljósmynda og í umræðuhópum auk þess að nota hefðbundnar viðhorfsspurningar. Þessi rannsókn byggir á viðhorfum og ábendingum um 900 borgarbúa.

Framkvæmd Viðhorfskönnun unnin vorið 2003 fyrir Reykjavíkurborg Í samvinnu við Gallup Úrtak: 1.673 manns, 885 svör (53%) 75% notuðu netið og 25% svöruðu með pósti/síma

Þríþætt rannsóknarsnið 1. 45 viðhorfsspurningar Spurt um fyrrverandi og núverandi búsetu, búsetu-og húsnæðisóskir og viðhorf til þjónustu og skipulagsmála 2. Mat á 32 myndum út frá búsetuskilyrðum; 20 frá núverandi byggð, 6 nýbyggingasvæði og 6 erlendar myndir. Þær flokkaðar í 6 flokka eftir húsagerðum til að auðvelda greiningu 3. Þrír rýnihópar sem samtals 18 manns tóku þátt. Skipt í hópanna eftir aldri: Spurt um “draumahverfið”, húsagerðir og viðhorf til skipulagsmála

mynd 4.1 66


Með þessari könnunun og könnuninni 2007 er að verða til upplýsingagrunnur um húsnæðis- og búsetuóskir borgarbúa sem hægt er að nýta við skipulag nýrra hverfa og viðhalda reglulega með einföldum úttektum og könnunum sem skipulagsyfirvöld borgarinnar geta haft til hliðsjónar við stefnumótun á þessu sviði. Helstu niðurstöður varðandi búsetuóskir voru eftirfarandi: • Mikill meirihluti er ánægður með sitt hverfi – 64% vill búa áfram í sama hverfi. • Fyrri búseta ræður miklu um val á húsnæði og hverfum. • Gróin hverfi heldur vinsælli en úthverfi, Vesturbærinn er vinsælastur • Vatnsmýri og miðborg vinsælust af nýbyggingasvæðum. • Úthverfi höfða sterkt til barnafjölskyldna. • Miðborg höfðar til ungs ógifts fólks og þeirra sem leggja upp úr nálægð við lista- og menningarlíf. • Fólk á miðjum aldri og eldra lítur til búsetu í sambýlis- og fjölbýlishúsum miðsvæðis eða í úthverfum auk sérbýlishúsa • Mikilvægustu þættir fyrir vali á hverfi: 1) fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi 40%, 2) stutt í verslun og þjónustu 13%, 3) gæði grunnskóla 11%, 4) ekki truflun frá umferð 10%, 5) nálægð við miðborg 8%

Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga

Búsetuóskir borgarbúa árið 2003 25,0

20,0

19,2 18 16,0

15,8 15,0

14,8

14,3

13,4

13,3 12,3

11,8 10,0

11,3 8,5

8,2

7,3

7,3 6,3

5,0

3,7

4,4 2,5

2,4

0,7

1,4

0,7

0,0 -1,2

-1,9

-2,7

-5,0

-7,9 -10,0 Vesturbær

Miðbær

Hlíðar

Austurb. Norður

Austurb. Suður

Hlutfall íbúafjölda 2002

Árbær

Búsetuóskir 2003

Breiðholt

Grafarvogur

Kjalarnes

Mism unur

Land-ráð nóvember 2003

Bjarni Reynarsson

mynd 4.2

67


Helstu niðurstöður varðandi húsnæðisóskir voru eftirfarandi: • Lang flestir borgarbúar vilja helst búa í sérbýlishúsum, um 75% • Ef miðað er við efnahag lækkar talan um sérbýlishús í um 40% og íbúð í lágu fjölbýlishúsi er valin af 25% svarenda. • Í myndaþætti kemur fram að nokkuð þétt lág sérbýlishúsabyggð er vinsæl • Fólk er hlynnt blöndun húsagerða í hverfum en ekki sama hvar stór fjölbýlishús eru staðsett. • Val á húsagerð fer eftir lífskeiði (aldri) en einnig lífstíl og efnahag • Eftirtaldir þættir skiptu mestu máli við val á íbúð: hönnun 30%, góður garður eða svalir 18%, sér inngangur 16%, gott útsýni 13%, gæði innréttinga 12% og næg bílastæði 10% Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga

Húsnæðisóskir borgarbúa 2003: Húsagerðir Hlutfallstölur 80 74

Sérbýli

70

Sambýli

60

Fjölbýli 50

47 41

41

40 32 30 20

18

20 15 11 10

0 Hlutfall húsagerða 2002

Húsnæðisóskir allt úrtak

Húsnæðisóskir væntanlegra flytjenda m iðað við efnahag

Land-ráð nóvember 2003

Bjarni Reynarsson

mynd 4.3

Hluti af netkönnuninni var að fá viðhorf svarenda til 32 húsa og nærumhverfis þeirra út frá búsetuskilyrðum (hvort þeim litist á umhverfið til búsetu – mynd 4.4). Á 20 myndanna voru hús á höfuðborgarsvæðinu, 6 tölvuteiknaðar myndir af húsum á nýbyggingasvæðum og 6 erlendar myndir. Þá var þátttakendum í rýnihópum sýndar nokkrar myndir og þeir beðnir um að segja álit sitt á þeim. Í úrvinnslu var þessum húsum skipt í 6 flokka eftir húsagerð frá einbýlishúsum til háhýsa.

68


Dæmi um mynd á neti og spurningu

mynd 4.4 Myndir 4.5 og 4.6 sýna dæmi um hvaða einkunn einstök hús eða húsagerðir fengu í könnuninni. Lítil sambýlis-og sérbýlishús komu einna best út.

Dæmi um myndir og umsagnir

Nýtt sambýlishús, bílastæði nærri inngangi

Sérbýlihús í klasa, byggð umhverfis inngarð

1. Sæti 72% líkaði vel

3. Sæti 67% líkaði vel

mynd 4.5

Þétt lág byggð og vandað fjölbýli fékk einnig nokkuð góða dóma, sem og tillaga um blandaða byggð.

69


Vandað fjölbýli 11. sæti 52%

Vandað fjölbýli 14.sæti 41%

Þétt lágbyggð – þyrping 4. – 5. sæti 66%

Tillaga að blandaðri byggð 7. - 9. s. 54%

mynd 4.6

Hærri fjölbýlishús eins og við Skúlagötu fengu heldur slaka einkunn.

Skúlagata

Kannski þegar maður er orðin 70 ára. Þá hefur maður ekkert annað að gera en að taka gólfsettið niður í lyftunni.

Þetta er Skúlagatan, alltof mikil selta. Erfitt þegar kemur að viðhaldi og þrifnaði. Ef það er bílastæðahús, þá er þetta kannski í lagi.

Mér finnst þetta ekki nógu mannlegt. Það er alveg ákveðið fólk sem velur svona húsnæði.

27.-28. sæti

Mér finnst þetta allt í lagi þarna við sjávarsíðuna en alveg skelfilegt við Lund í Kópavogi.

23% líkaði vel

Mér finnst þetta fínt, ég vildi búa þarna. Er ekki alltaf rok þarna?

Mynd 4.7

70


Dæmi um helstu niðurstöður má nefna: 

     

Húsnæðis- og búsetuóskir borgarbúa eru mjög mismunandi sem kallar á fjölbreytni í skipulagi nýrra íbúðahverfa. Þessi fjölbreytni endurspeglast í mismunandi þörfum og óskum eftir, aldri, efnahag, lífstíl ofl. þáttum. Fólk er almennt mjög ánægt með sitt hverfi og er Vesturbærinn o.fl. eldri hverfi þar ofarlega á blaði. Greinilegt er að fyrri búseta og reynsla hefur áhrif á hvernig húsnæði og umhverfi fólk velur til búsetu. Hvað húsnæði varðar skipti gæði hönnunar miklu máli og flestir borgarbúar vildu helst búa í sérbýli hefðu þeir efni á því. Ef byggja á háhýsi í borginni þarf að vanda vel staðarval og huga þarf vel að gæðum mannvirkjanna. Mikilvægustu þættir við val á hverfi til búsetu eru fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi. Eins skipta gæði grunnskóla og öryggismál almennt miklu máli. Af nýbyggingasvæðum velja flestir Vatnsmýrina og miðborgina til búsetu sem líta má á sem ákveðinn stuðning við stefnu borgaryfirvalda um þéttingu byggðar. Það er greinilegt á rannsókninni að það þarf að gera átak í því að fræða fólk betur um skipulagsmál t.d. um kosti og galla þéttrar og blandaðrar borgarbyggðar. Sama á við um nýsköpun í húsagerðum og um mótun borgarumhverfisins almennt, því fólk virðist fastheldið á það sem það þekkir. Æskilegt væri að fylgja þessari rannsókn eftir með því m.a. að fá álit borgarbúa á mismunandi kostum við skipulag nýrra hverfa og sömuleiðis að fá mat íbúa á því að búa í nýlegum og ólíkum hverfum. – Það hlýtur að vera betra að uppgötva slakt borgarumhverfi á teikningu eða mynd en eftir að það hefur verið greypt í steinsteypu.

1.2 Könnun á húsnæðis-og búsetuóskum borgarbúa 2007

Árið 2007 vann Land-ráð sf aðra könnunáhúsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa fyrir borgaryfirvöld. Að mörgu leyti varþetta svipuð viðhorfskönnun og könnunin sem unnin var2003 þ.e. um svipað úrtak var var að ræða og flestar sömu spurningar. Markmiðið með þessari viðhorfskönnun sem unnin er fyrir skipulags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar var að fá fram viðhorf borgarbúa til búsetuóska þeirra eftir hverfum borgarinnar og til þess hvaða þætti þeir telja mikilvæga varðandi val á íbúðarhúsnæði. Almennt er verið að leita eftir því hvaða atriði Reykvíkingar telja mikilvæg varðandi búsetuskilyrði í borginni. Land- ráð sf hafði umsjón með þessari könnun. Könnunin sjálf og talnaleg flokkun var unnin af Miðlun ehf, en Land-ráð sf sá um úrvinnslu og túlkun gagna í þessari greinargerð. Þetta var netkönnun þar sem leitað var til um 1.600 borgarbúa og þeim boðið að taka þátt í könnuninni. Um 700 svör fengust úr könnuninni. Þeir sem samþykktu þátttöku fengur lykilorð og komust þá inn á sérstakt netsvæði þar sem var að finna 34 spurningar og 29 71


myndir af húsum og umhverfi sem fólk var beðið um að meta út frá búsetuskilyrðum (sjá viðauka I og II) . Könnunin tekur til fólks á aldrinum 18 til 75 ára. Að stofni til er þetta svipuð könnun og Land-ráð sf vann fyrir borgaryfirvöld árið 2003. Helsti munurinn er sá að nú er lögð meiri áhersla á fá fram viðhorf borgarbúa til háhýsa og fjölgun þeirra í borginni . Þá er myndaþátturinn breyttur því hann byggist nú fyrst og fremst á tölvuteiknuðum þrívíddarmyndum af nýju húsnæði og íbúðaumhverfi sem verið var að auglýsa um mitt þetta ár, en áður var aðallega unnið með ljósmyndir af íbúðarhúsnæði í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Helstu niðurstöður í þessari könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa árið 2007 eru þessar:  79% svarenda bjuggu í eigin húsnæði, 12% í leiguhúsnæði og 9% hjá foreldrum/ættingjum. Hjá 58% svarenda voru tveir eða færri á heimili. 71% búa í 3 – 5 herbergja íbúðum.  Vesturbær, Miðbær og Háleiti voru vinsælustu hverfi borgarinnar 2007 en Breiðholt vermir botninn. Árbær/Grafarholt, Kjalarnes og Hlíðar hafa aukið mest vinsældir sínar frá 2003.  Af 7 nýbyggingasvæðum voru eftirtalin svæði vinsælust; Vatnsmýri 22%, Úlfarsárdalur 20% og Miðborg og Sléttuvegur 17%. Vatnsmýri hefur dalað var með 39% árið 2003 en Úlfarsárdalur er hástökkvari í vinsældum fór úr 9% árið 2003 í 20% árið 2007.  Fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi eru mikilvægustu þættirnir við val á hverfi. Útsýni, skjól og útivistarmöguleikar mikilvægustu umhverfisþættir.  Flestir telja að helst vanti fleiri 2-3 hæða fjölbýlishús, sambýlishús/hæðir og sérbýlishús í borginni. Fleiri nefna nú nálægð við miðbæ og að ekki sé truflun frá umferð.  Um 70% svarenda vildu helst búa í sérbýlishúsi (74% árið2003). Miðað við efnahag töldu 29% að þeir myndu næst flytja í sérbýlishús. Frá 2003 hafa vinsældir raðhúsa minnkað en vinsældir minni fjölbýlishúsa aukist.  Um 2/3 þeirra sem ætluðu að flytja næst í fjölbýlishús vildu að það væri 2 – 3hæðir og að það væri sér inngangur og allt sem mest sér .  Svarendur töldu að háhýsi væri a.m.k. 7 - 8 hæðir eða hærra. Um 47% svarenda voru á móti fjölgun háhýsa í borginni. 33% gat hugsað sér að búa í háhýsi en 55% alls ekki. Um 66% vildu ekki sjá háhýsi í sínu hverfi. Helmingi færri konur en karlar gætu hugsað sér að búa í háhýsi. 72


 Tæpur helmingur svarenda sögðust vera hlynntir þéttingu byggðar og rúmur þriðjungur var fylgjandi byggð á landfyllingum við ströndina. Flestir nefndu Vatnsmýri, Ártúnshöfða og Elliðaárvog/Geirsnef sem æskileg þéttingasvæði.  Meirihluti svarenda eða 60% voru hlynntir hreinlegri atvinnustarfsemi í íbúðahverfum og 53% að þjónusta væri á jarðhæð fjölbýlishúsa við umferðargötur.  81% svarenda vildi að næsta íbúð væri með 3 – 5 herbergi og flestir vildu hafa aðgang að 3 bílastæðum. Flestir völdu hefðbundið flokkað gatnakerfi.  Við mat svarenda á 29 myndum kom eftirfarandi vinsældaröð húsagerða í ljós : Einbýlishús – raðhús/parhús – sambýlishús/hæðir – bryggjubyggð/blönduð byggð – minni fjölbýlishús – stærri fjölbýlishús. Frá 2003 hafa vinsældir einbýlis- og sambýlishúsa aukist mest en hærri fjölbýlishús njóta minnstu vinsælda . Í greinargerðinni er mikill fróðleikur um húsnæðisaðstæður borgarbúa auk óska þeirra og viðhorfa til mismunandi hverfa og húsagerða. Þá liggja í bakgögnum nákvæmari upplýsingar eftir félagshópum. aldri., Kyni og fjölskyldugerðum sem ekki koma fram í greinargerðinni. Allt eru þetta mikilvægar upplýsingar fyrir stefnumótin í húsnæðis- og skipulagsmaálum. Mikilvægt er að fylgja þessum tveimur könnunum eftir til að meta hvað skynsamlegast er að gera í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins og hverjar óskir og þarfir fólks eru nú eftir efnahagskreppuna og offramboð á nýbyggingamarkaði.

Á myndinni hér að ofan eru meðaleinkunnir eftir húsagerðum og myndaröðin að neðan sýnir meðaleinkunnir nokkurra húsa og nærumhverfis sem svarendur gáfu einkunnir í könnuninni. Í stuttri greinargerð er ekki er hægt að gera myndaþættinum nákvæm skil , 73


til þess er hann of margslungin. Almennt fengu sérbýlishús háa einkunn og há fjölbýlishús frekar lága. Þetta endurspeglast m.a. í mati á byggðamynstri/gatnakerfi þar sem hefðbundið úthverfa- gatnakerfi með botnlöngum kemur best út en óreglulegt gatnakerfi Þingholtunum meðaleinkunn.

nr 1 meðaleink = 4,09 líkar mjög vel = 44%

nr 5 meðaleink = 3,79 líkar mjög vel = 25%

nr 3 meðaleink = 3,89 líkar mjög vel = 28%

nr 8 meðaleink = 3,65 líkar mjög vel = 24%

74


Viðauki Nokkrar helstu niðurstöður vinnuhópa um betri byggð á málþingi Skipulagsstofnunar í mars 2009

AÐ MÓTA BYGGÐ Hvernig umhverfi viljum við? •Blandaða og fjölbreytta byggð •Góð almenningsrými og nothæf útivistarsavæði •Skilvirkar samgöngur – aðrir ferðamátar en einkabílar njóti forgangs •Tekið skal tillit til eldri byggðar Að fagurfræði sé gert jafn hátt undir höfði og tæknilegum lausnum

75


AÐ MÓTA BYGGÐ • • • • • • •

Leiðir til úrbóta Taka þarf almennt gildsmat í samfélaginu til endurskoðunar Þarf betri og skýrir stefnumótun í skipulagsáætlunum Taka upp rammaskipulag sem eina af skipulagsáætlunum Vanda þarf betur skilmálagerð í deiliskipulagi Meiri samvinna við fagaðila úm ákvarðanir og útfærslur Aukið samráð og gagnsæi Meiri staðfestu í skipulagi – rökstyðja breytingar

Hvernig á höfuðborgarsvæðið að þróast?

76


77


78


Heimildir Lífsgæði - Íbúðahverfi – skynjun - athafnir - kannanir Appleyard D & Lintell, 1972. The Environmental Quality of City Streets. In W.J. Mitchell (ed) Environmental Design. Los Angeles. University of California. EDRA 3 Altman I. 1975. The Environment and Social Behavior. Montery. Wadsworth Bell G. And Tyrwith (ritstjórar), 1972. Human Identity in the Urban Environment. Lomdon. Pelican Books. Bjarni Reynarsson, 1977. Hið félagslega landslag í Reykjavík. Fjármálatíðindi (1) 55 - 71 Bjarni Reynarsson, 1979. Maðurinn í borgarumhverfi. Reykjavík. Líf og Land (Erindi á ráðstefnu). Bjarni Reynarsson, 1998, Þjóð á hjólum: Skipulag umferðarmála í bandarískum borgarsvæðum með tilvísun til höfuðborgarsvæðisins. Reykjavik. Skýrsla unnin fyrir Vegagerðina. Bjarni Reynarsson, 1998. Við aldahvörf. Þrár greinar: Hugmyndafræði um þróun og skipulag borga á 20. öld. Lesbók Morgunblaðsins, 22. - 24. vika, ágúst.- sept. Bjarni Reynarsson, 1999. Hvernig höfuðborg viljum við: Hugleiðingar um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. AVS, 4.tbl. Bjarni Reynarsson, 1999. Hverfaþjónusta og grasrótarskipulag í Seattle, í skýrslu þróunarsviðs. Hverfaskiptingar í Reykjavík. Reykjavíkurborg Bjarni Reynarsson, 1999. Þétting byggðar, landfyllingar og Reykjavíkurflugvöllur. Greinargerð. Þróunarsvið Reykjavíkurborgar. Bjarni Reynarsson, 1999. The Planning of Reykjavík Iceland: Three ideological waves - a historical overview. Planning Perspectives, 14. Bjarni Reynarsson, 2000. Hugmyndafræði og þróun borga á 20. öld. Erindi á málþingi H.Í., Reykjavíkurborgar og Samtaka um betri byggð, Um endurreisn borga.. Í Odda 3. mars Bjarni Reynarsson, 2000. Höfuðborgin okkar. Erindi á ráðstefnu Félags Landfræðinga. Kornhlöðuloftinu, 8. apríl. Landabréf ( tímarit Félags Landfræðinga). Bjarni Reynarsson 2001. Á faraldsfæti: Þróun mannfjölda og búferlaflutninga á höfuðborgarsvæði 1990 – 2002. Reykjavík. Þróunar- og fjölskyldusvið Reykjavíkur. Bjarni Reynarsson 2001. Fyrirmyndarborgin. (Samantekt um vinnu rýnihóps um æskilega byggðaþróun á höfuðborgarsvæðinu, sem hluti af Framtíðarborgarverkefni) AVS, 1.tbl. Bjarni Reynarsson 2001. Verslun á höfuðborgarsvæðinu.: Velta smásöluverslunar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu eftir hverfum. Reykjavæik. Greinargerð unnin fyrir Þróunarsvið í ráðhúsi. Bjarni Reynarsson 2002. Að koma Reykjavík á kortið: Hugleiðingar um borgarrannsóknir og stefnumótun. AVS 1. tbl. 79


Bjarni Reynarsson, 2003. Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga. Reykjavik. Þróunarsvið Reykjavíkurborgar (Viðhorfskönnun)

Bjarni Reynarsson, 2006. Reykjavík: Þróun – þekking – Stefna: Hvað varð af framtíðarborginni? A T 1. tbl. bls.40 – 45 Bjarni Reynarsson, 2007. Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga (Viðhorfskönnun unnin fyrir Skipulagssvið Reykjavíkurborgar) Bjarni Reynarsson, 2009. Könnun á ferðavenjum veturinn 2008 – 2009 ,, kreppukönnun““. (Unnið fyrir samgönguyfirvöld). By & Bolig Ministeret, 1999. Fremtidens By: Bypolitisk Perspektiv og handling. Copenhagen Brower, Sidney 1996. Good Neighborhoods. London. Prager Cold Birgit et.al 1998. Aesthetics: Well Being and Helalth .Throndheim. Norwegian Institute of Science and Technology Calthorpe P. 1993. The Next American Metropolis: Ecology , Community and the American Dream. New York. Princeton Architectural Press Danielsen C.B. et. Al. 2004. Urban Lifescape: Space – Lifstyle – Consumtion. Alborg. Alborg Universitetforlag. Downs M. R. & Stea (ritstj) 19973. Image and Environment. Chicago. Aldine Publishing Company. Duany, Andrés, Elizabeth Plater-Zyberk, and Jeff Speck, 2000. Suburban Nation: The Rise of Sprawl and the Decline of the American Dream. New York: North Point Press. Duany, Andrés and Jeff Speck, with Mike Lydon, 2009. The Smart Growth Manual. New York: McGraw-Hil EEA Report. No 5/2009. Ensuring Quality of Life in Europes Cities and Towns. Evans G. W.,Wells N.M. and Moch A. 2003. Housing and Menthal Health. Journal of Social Issues. Vol 59, Issuue 3, pages 475 - 490 Fanning D. M. 1967. Families in Flats. British Medical Journal. 18:382-286 Félagsvísindatofnun H. Í. Lífskoðanir Íslendinga. Samantekt úr könnunum unnið fyrir Reykjavíkurborg að frumkvæði Bjarna Reynarssonar. Félagsvísindastofnun H.Í. 2002. Félagslegt landslag Reykjavíkur. Samantekt úr könnunum unnið fyrir Reykjavíkurborg að frumkvæði Bjarna Reynarssonar.

Frumkin H. Frank L. R. and Jackson, 2004. Urban Sprawl and Public Health. Washingto. Island Press 80


Greenberg M. and Crossbey K. 2007. Perceived Neighborhood Quality in the United States. Socio-Economic Planning Sciences 41, 181-194 Gehl Jan 2001 (5th ed). Life Between Buildings. Using Public Space. Copenhagen. Architectural Forlag. Gehl J. et. al. 2006. Det Nye Byliv. Copenhagen. Architectural Forlag Giradet H. 2008. Cities – People - Planet: Urban Development and Climate Change. London. John Wiley and Sons. Grayson J. P. 1998. Are Torontians Happy? Quality of Life in Canadian Cities. Toronto. York University. Guldmann S. 2005. City Design: Byutvikling for Borgere. Copenhagen. Gyldendal Gunnar Helgi Kristinsson 2001. Staðbundin Stjórnmál. Markmið og árangur Sveitarfélaga. Reykjavík . Háskólaútgáfan Hall P. 2002. Cities of Tomorrow: An Intellectual History of Urban Planning and Design in the Twentieth Century. (3rd ed)Oxford. Blackwell Publishing Hall T. 2001. Urban Geography (2nd ed) – Ch. 8 New Geography of old Cities and ch. 9 Sustainable Urban Development. New York Routledge Hartshorn T. A. 1980. Iterpreting The City: An Urban Geography. New York. John Wiley and Sons Hildur Kristjánsdóttir 2002. Þátttaka almennings í mótun skipulags. Hugmyndafræði og aðferðir. Reykjavík. Borgarfræðasetur. Hildur Kristjánsdóttir, 2004. Nýr borgarbragur. Kynning á skipulagshugmyndum ,, New Urbanism“ stefnunnar. Reykjavík. Borgarfræðasetur. Hjörleifur Stefánsson 2008. Andi Reykjavíkur. Reykjavík. JPV Jacobs J. 1961. The Death and Life of Great American Cities.New York. Vantage Books Jón Rúnar Sveinsson, 2000. Society, Urbanity and Housing in Iceland. Gavle. Meyers Katz P. 1994. The New urbanism: Toward an Architecture of Community. New York. Mac GrawHill Kjærsdam F. 1995. Urban Planning in History. Alborg. Alborg University Press. LakleJ.L., Brunn S. and Roseman C.C. 1976. Human Spatial Behavior: A Social Geography. North Scituate. Duxbury Press. 81


LeGates R.T. & Stout F. (2nd. ed.) 2000. The City Reade. New York. Routledge. Keller S., 1968. The Urban Neighorhood: A Sociological Perspective.New York. Random House Lynch K. 1960. The Image of the City. Cambridge. MIT Press. Madsen P. And Plunz R. (ed), 2002. The Urban Life World: Formation, Perceptionand Representation (Comparison Copenhagen and New York).London. Routledge Mertcer C. 1975. Living in Cities: Psychology and Urban Environment. London. Penguin Michelson W. 1977. Man and his Urban Environment. London. Addison Wesley. Newman O. 1973. Defensible Space: Crime Preventon through Urban Design. New York. Pacione M. 2001 Urban Geography (Chapters 18 and 19). New York. Routledge Pacione M. 2003. Urban Environmental Quality and Human Well being. Landscape and Urban Planning (63) 19-30 Panerai P. Et al. 2004. Urban Forms: The Death and Life of the Urban Block. Oxford.The Architectural Press Park R. P. And Burgess E. W. 1925 (1967. The City. Chicago. The University of Chicago Press Pedersen P. B. (ed). 2009. Sustainable Compact City. Copenhagen. Arkitektskolens Forlag. Roger G. O. et al. 2009. Neighborhood Design and Sense of Community. Landscape and Urban Planning (92) 325-334 SaarinenT. 1969. Environmental Planning Peception and Behavior. Atlanta. Hughton Mifflin Comp. Smith A. et al, 1997. Quality of an Urban Community. Landscape and Planning (39). 229-241 Páll Björnsson /ritstj.) 2003. Borgarbrot: Sextán Sjónarhorn á borgarsamfélagið. Reykjavík. Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan Porteous D. J. 1977. Environmend and Behavior: Planning and Everyday Urban Life. London. Addisson-Wesley. Saunders W. S. (ed) 2005. Sprawl and Suburbia. Minneapolis. University of Minnesota Press Sennet R. 1970. The Uses of Disorder. Personal Identity and City Life. New York. Vintage Books.

82


Sommer R. 1974. Tight Spaces: Hard Arcitecture and How to Humanize it. Enlewood Cliffs. Prentice Hall. Stein J.M. (ed). 1995. Classic Readings in Urban Planning. New York. MAC GrawHill Svanborg Sigmarsdóttir, 2003. Borgaralýðræði: Pólitík valddreifing í Reykjavík. Reykjavík. Borgarfræðasetur. Trausti Valsson, 1986. Reykjavík Vaztarbroddu.: Þróun höfuðborgar. Reykjavík. Fjölvaútgáfan Urban Task Force (ed. Lord Rogers of Riverside) 1999. Towards an Urban Renaisance. London. Department of Environment, Transport and Regions Van Kamp et. al. 2003. Urban Evironment Quality and Human Well- being. Landscape and Planning. (65) 5-18. Whyte W. H. 1980. The Social Life of Small Urban Spaces. Washington D.C. The Conservation Foundation Yngvi Þór Loftsson 1978. Aldursskipting í Reykjavík 1945 -1975. Fjármálatíðindi . jan – apríl. 66 – 79.

83

lífsgæði og borgarumhverfi  

Samantekt unnin af Dr. Bjarna Reynarssyni skipulagsfræðingi fyrir verkefnið Betri borgar bragur.

Advertisement