Tímarit Bændablaðsins 2020

Page 58

Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós, situr í stjórn VOR:

Lífræn ræktun er framtíðin Margrét Þóra Þórsdóttir

Samtök bænda í lífrænni ræktun, Verndun og ræktun, VOR hafa starfað frá árinu 1990. Um 32 bændur eru innan samtakanna, þ.e. bændur sem fengið hafa vottun frá Túni. Fólk sem hefur sérstakan áhuga á lífrænni ræktun getur einnig átt aðild að félaginu og eru alls 10 slíkir aukafélagar innan vébanda samtakanna. Þá eru vinnsluaðilar um 35 talsins og 10 aðilar aðrir með náttúruafurðir sem hafa fengið lífræna vottun.

„Við vinnum að því að kynna félagið og fjölga félagsmönnum. Það er kominn tími til að skapa stemningu meðal bænda, innan stjórnsýslunnar og í samfélaginu, fyrir lífrænni ræktun. Sú hugsun sem að baki því er fellur vel að umræðu samtímans hvað umhverfis- og loftslagsmálin varðar. Þau mál þarf að taka föstum tökum svo ekki fari illa fyrir lífkerfi jarðarinnar,“ segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós. Eingöngu unnið úr lífrænni mjólk Kristján hefur stundað lífræna mjólkurframleiðslu á Neðra-Hálsi frá árinu 1996 ásamt konu sinni, Dóru Ruf. Jörðin hafði þó verið í aðlögun að lífrænni ræktun í nokkur ár þar á undan. Öll þeirra mjólk og auk þess mjólk frá Búlandi og að hluta frá Skaftholti fer til vinnslu hjá Biobú ehf. sem er til húsa að Gylfaflöt í Grafarvogi. Þar er eingöngu unnið úr lífrænni mjólk. Kristján stofnaði Biobú í júlí árið 2002 og kom fyrsta varan, lífræn jógúrt, á markað í byrjun sumars árið 2003. Fyrirtækið framleiðir nú um 15 tegundir af lífrænum mjólkurafurðum, svo sem mjólk, rjóma, skyr og jógúrt.

Hjónin Kristján Oddsson og Dóra Ruf.

„Fræðilega séð, við bestu aðstæður, getur slíkur búskapur bundið meira kolefni en hann losar, ef marka má erlendar rannsóknir,“ segir hann. Styrkjakerfinu verði beint inn á umhverfisvænni lausnir Kristján bendir á að stjórnsýslan og forystufólk í landbúnaði þurfi að snúa sér að því að beina styrkjakerfi landbúnaðarins inn á umhverfisvænar lausnir í landbúnaði. Að beina bændum inn á þá braut að minnka tilbúinn áburð, bæta nýtingu á búfjáráburði og auka notkun á belgjurtum í ræktun svo eitthvað sé nefnt.

„Við getum skilgreint okkur sem örfyrirtæki, en það sem heldur því gangandi er öflugt starfsfólk og ánægðir neytendur,“ segir Kristján. Hart sótt að landbúnaði Hann segir að víða hafi verið sótt að landbúnaði hin síðari misseri fyrir að hafa slæm áhrif á loftslag og umhverfi. Þá fái bændur á stundum yfir sig mikla gagnrýni um slaka dýravelferð. Þessi neikvæða umræða hafi komið óorði á alla landbúnaðarframleiðslu. „Svo langt hefur sú gagnrýni gengið að nú telja margir sig hafa hag af því að rækta kjöt úr stofnfrumum. Það eru því komin fram sterk rök fyrir því að bændur fari að snúa sér að betri búskaparhátt-

Myndir / Úr einkasafni

um, bæði hvað varðar ræktun og einnig meðferð húsdýra og þar kemur lífræn ræktun sterk inn,“ segir Kristján og nefnir að ástæða þess sé sú að hún er talin loftslagsvænni, enda ekki notaður tilbúinn áburður við lífræna ræktun. Strangari kröfur séu einnig gerðar þegar kemur að velferð húsdýra þar sem m.a. er gerð krafa um mögulega útivist allra húsdýra og að jórturdýr séu höfð á beit þegar árstíð leyfir.

Á nýafstaðinni ráðstefnu á Biofach, sem haldin var í Nürnberg í Þýskalandi, kom m.a. fram að Evrópusambandið hafi sett sér það markmið að árið 2030 skuli lífrænn landbúnaður hafa náð 20% af ræktuðu landi innan sambandsins. „Það vinna öll lönd í kringum okkur að því hörðum höndum að auka lífræna framleiðslu, enda er það umhverfinu og ímynd landbúnaðarins til heilla,“ segir Kristján.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.