Tímarit Bændablaðsins 2015

Page 14

Íbúðarhúsið á Urriðaá í Miðfirði.

Mynd / HKr.

hvenær sem við kæmumst norður. Þau tóku vel í það og við vorum því ekki lengi að ákveða okkur að taka þátt í þessu með þeim og fá að kynnast umhverfinu í öðrum landshluta um leið. Við komum norður um helgar og Ólafur tók sér svo frí í vinnunni til að geta verið með þeim í heyskap á virkum dögum líka. Þannig náðum við að vera með þeim í nær öllum heyskapnum,“ segir Dagbjört. „Þetta var gert án þess að við hefðum nokkra vissu fyrir því að við gætum keypt jörðina. Fyrirfram var reyndar oft búið að segja við okkur að við myndum aldrei fá fjármagn fyrir þessu. Við ákváðum samt að vera bara með þeim í heyskapnum til að byrja með, en höfum svo verið hér meira og minna síðan.“ Tóku okkur eins og börnunum sínum „Sigvaldi og Þóra tóku okkur strax eins og börnunum sínum. Það var rétt eins og við hefðum alltaf þekkt þau hjón, þetta er meiri háttar fólk. Eftir heyskap var komið að smalamennsku og fjárragi og að senda í sláturhús og að velja okkur ásetningslömb. Það var ekki fyrr en að lokinni smalamennsku sem við fengum jákvætt svar frá bankanum. Við náðum því svo að taka þátt í öllum búverkum í framhaldinu, vigtun, smölun og að keyra lömbin í sláturhús.“

Dagbjört Diljá og hrúturinn Runni.

Hrúturinn Runni í góðum félagsskap.

14

Mynd / ÓRÓ.

Mynd / HKr.

Náin samvinna um eigendaskiptin Í byrjun október fékk Dagbjört vinnu sem stuðningsfulltrúi í grunnskólanum á Hvammstanga og flutti þá inn til hjónanna á Urriðaá. Ólafur flutti svo í kjölfarið og október og nóvember einkenndust af mikilli samvinnu hjá unga parinu og hjónunum sem fyrir voru. Dagbjört og Ólafur gengu í öll verk bæði utan dyra og innan og Sigvaldi og Þóra lögðu mikið upp úr að koma unga fólkinu inn í alla þætti er tengdust búinu. Einnig að kynna þau fyrir nágrönnunum í sveitinni. Sigvaldi og Þóra fluttu svo suður um miðjan desember. Einstök upplifun og góðar móttökur „Okkar samvinna gekk vel frá fyrsta degi og gott að geta deilt ólíkri reynslu okkar allra. Það var mjög dýrmætt fyrir okkur að geta komist inn í búskapinn á Urriðaá með þessum hætti með fyrri ábúendum í stað þess að flytja inn um leið og fyrri


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.