Tímarit Bændablaðsins 2016

Page 51

Hrafnkell Karlsson, bóndi að Hrauni í Ölfusi.

Sigríður Björnsdóttir bóndi ber í land.

Hlunnindi:

Sölvatekja að Hrauni í Ölfusi Vilmundur Hansen

Söl hafa verið nýtt til manneldis frá upphafi byggðar á landinu og finna má heimildir um sölvaneyslu í Egilssögu. Algengt var að jarðir án sölvafjöru ættu ítök í sölvafjörum og þær voru stundum leigðar og bændur inn til landsins sóttu oft um langan veg til að kaupa söl, oft í vöruskiptum.

Hrafnkell Karlsson, bóndi að Hrauni í Ölfusi, segir að sölvatekja hafi verið stunduð á jörðinni frá aldaöðli. „Í fyrstu var þeirra neytt heima og notuð í skiptum fyrir önnur nyt sem ekki var aðgengi að hér á Hrauni. Fyrir um það bil 70 árum var svo farið að selja söl héðan, fyrst til einstaklinga en síðar í verslanir, og í dag eru þau fáanleg í stórmörkuðum, heilsuvöruverslunum og á veitingahúsum. Auk þess hafa þau verið flutt út til Bandaríkjanna, Danmerkur og víðar.“ Aukinn áhugi á sölvum „Neysla á sölvum hefur verið að aukast síðustu árin eftir verulegan samdrátt um miðbik síðustu aldar. Samdrátturinn var reyndar svo mikill um tíma að neyslan lagðist nánast alveg af um tíma. Áhugi fyrir þeim hefur svo vaknað aftur síðustu árin vegna vaxandi áhuga fólks á hollum og ómenguðum náttúruafurðum. Í dag er sölva aðallega neytt sem snakks, og í ýmiss konar matargerð og brauðbakstur. Finnst allt í kringum landið Vaxtarstaður sölva í fjörunni er milli þang- og þarabeltisins eða á því svæði

Söl í sólþurrkun. Söl á Hásteinaskeri.

sem liggur á milli smá- og stórstraumsfjöru. Hrafnkell segir að söl séu algeng víða kringum landið en í nýtanlegu magni sé þau helst að finna á Suðvesturlandi. Stærstu og samfelldustu sölvafjörurnar eru í Árnessýslu og í Breiðafirði. Erfitt er að áætla hversu mikil heildarsölvavinnslan á landinu gæti verið þar sem ekki er vitað hvert mögulegt heildarmagn þeirra við landið er og sums staðar eru sölvafjörur illa aðgengilegar. Hafrannsóknastofnun gerði könnun í fjörunni við Saurbæ fyrir tæpum fjörutíu árum. Könnunin sýndi að árleg sölvatekja á um sex hektara svæði þar geti skilað milli 120 og 360 tonnum miðað við

blautvigt sem samsvaraði milli 30 til 90 tonnum af þurrkuðum sölvum. Uppskera og vinnsla Að sögn Hrafnkels eru sölin tínd á skerjum vestan Ölfusárósa sem heita Hásteinasker. „Tínsla fer fram seinnipart sumars þegar saman fer stórstreymisfjara og brimleysi. Eftir tínslu eru sölin flutt úr fjörunni og þurrkuð á klöppum upp af Ölfusá ef veður leyfir en sé tíðarfar óhagstætt eru þau vélþurrkuð. Eftir þurrkun eru sölin geymd í loftþéttum umbúðum og síðan yfirfarin og pökkuð eftir þörfum í 50 og 25 gramma umbúðir og send á markað.“ 51


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.