Tímarit Bændablaðsins 2017

Page 85

erki

mikilvægt það er að hráefnið komi frá Noregi. Nú búast neytendur við því að árstíðabundnu vörurnar í verslununum séu norskar en það er ekki svo mjög langt síðan að fólk hugsaði ekki mikið út í slíkt. Síðan finnur maður fyrir því að norrænn matur er svolítið í tísku og þar má til dæmis alveg þakka matarsnill-

ingunum hjá NOMA í Kaupmannahöfn fyrir sem lyfta norrænum mat upp til skýjanna og gera eitthvað alveg frábært með hann. Eins má segja með markaði bænda sem eru margir hverjir orðnir mjög stórir, fólk þekkir orðið bændurna sína og hvaðan varan kemur og hvernig hún er framleidd. Þetta er mjög mikil-

vægt fyrir upplýsta neytendur sem versla aftur og aftur. Það má þó ekki misskilja mig í því að ég vilji eingöngu staldra við í fortíðinni varðandi matvælin, mér finnst það afar mikilvægt að vera hugmyndaríkur og að halda áfram þegar kemur að mat en einnig að varðveita gamlar hefðir.“

Aðalfundur

Sambands garðyrkjubænda verður 16. mars 2017, kl. 13:00 á Icelandair Hótel Flúðum. Hefðbundin aðalfundarstörf, skv. samþykktum félagsins. Félagar hvattir til að mæta vel til fundarins.

LAMBAMERKI Prentað er á merkin hjá Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi, Akureyri Munið að panta lambamerkin tímanlega. Veittur er 15 % afsláttur ef pantað er fyrir 23. mars 2017

Micro lambamerki

Combi Nano blöðkumerki í lömb. Combi Nano örmerki -Örmerkjahluti merkis er endurnýtanlegur.

Seljum tangir, nálar í þær og merkipenna.

Iðjulundur – Furuvöllum 1 – 600 Akureyri. Opið frá kl. 8-16 alla virka daga Sími 461-4606 – pbi@akureyri.is

85


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.