Page 1

StokksEyrarbakki Flygill frelsaður

ÁRG. 1, TLBL. 1. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012

Blaðið kostar 500,- besóa

Við setningarathöfn Barnabæjarhátíðarinnar í dag munu gestir heyra tónana í meira en hundrað ára gömlum flygli, sem bjargað hefur verið úr verkfæraskúr Árborgar. Höf: Alex Máni og Ingimundur

Magnús skólastjóri fann þennan líka flotta flygil í ruslageymslu í vinnuskúr í Árborg. Flygillinn var illa farinn, brotinn undir vinnuvélum. Það stóð til að henda flyglinum en sá sem að átti að sjá um það vildi það ekki. Magnús fékk leyfi til að hirða flygilinn og fara með hann til orgelsmiðsins sem fór yfir hann. Við nánari skoðun fannst undir honum ártal. Flygillinn virðist vera frá

1902 og er því aldagamall. Magnús hefur nú sett á stofn vinafélag flygilsins og geta áhugasamir haft samband við Magnús til að heyra meira um það. Þorsteinn Hjartason fræðslustjóri Árborgar mun leika listir sínar á flygilinn við setningarathöfn Barnabæjarhátíðarinnar. Vonandi verður flyglinum gefið eitthvað skemmtilegt nafn núna á næstunni.

Sigurgeir Hilmar frægur í draugasögufrásögn. Hann er kominn í sín flottustu klæði og tilbúinn í slaginn

Magnús Jóhannes Magnússon skólastjóri við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og bæjarstjóri í Barnabæ stendur hér að ofan við flygilinn góða.


StokksEyrarbakki

Leiðari

1. tlbl. 1. árg.

BAK VIÐ BLAÐIÐ: Eftir ritstjóra blaðsins: Ingimund Bjarna

Það eru tvískiptar skoðanir á Barnabæ eins og í öllu. Sumum nemendum finnst þetta vera leiðinda tímasóun og væru bara til í að fá frí á þessum dögum á meðan öðrum finnst þetta skemmtilegt og eru alveg tíl í það að vera hérna og læra ný vinnubrögð. Ég er sammála því að Barnabær sé skemmtilegur og það sé gott fyrir alla að fá smávegis tilbreytingu frá hinu hversdagslega lífi. Það gæti samt sem áður líka verið skemmtilegt að vera í frí og fá að slaka á, sofa út o.s.frv. Það er líka skemmtilegt á sinn hátt að vera í skólanum að vinna og læra eitthvað nýtt á nýjan hátt. Ef ég þyrfti að velja á milli þess að vera heima eða í Barnabæ myndi ég velja Barnabæ svona fyrstu 3-4 skiptin en svo myndi ég velja það að fara heim og vera í frí. Annars er Barnabær fínn staður til að vera á og læra nýja hluti um samfélag og vinnur. Til dæmis hér í vinnuni sem ég er í (blaðamennska) þá er alltaf eitthvað að gera. Það kemur þó fyrir að einhver fari af braut og dragi einhverja með sér. Núna rétt áðan kom dæmi um það. Flest allir voru hættir að vinna og voru farnir í leiki eða voru að horfa á myndbönd á hinni frægu síðu “Youtube“. Það var ekki tekið hart á því og bara sett frétt um það á netið, en þó verður séð til að það gerist ekki aftur. Nú ætla ég að segja skilið við leiðara þessa blaðs.

Ritstjóri og yndi

Myndritstjóri og fyrirmynd

Tæknilegur ráðgjafi , spámaður mikill o.fl.

Tölvusnilli og blaðamaður r Blaðamaðu ur og vinnuþjark

Teikniséní Blaðamaður, gáfu

og blaðamaður -

menni og gleðigjafi

Blaðamaður

Blaðamaður og

og töffari

stuðpinni

2


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Að sjá og upplifa Blaðamönnum StokksEyrarbakka lék forvitni á að vita meira um upphaf Barnabæjar: Hvernig og hversvegna varð þorpið okkar til? Logi og Sigurbjörg mæltu sér mót við Ragnar Gestson, smíðakennara, bæjarfógeta og hugsjónamann og spurðu hann út í upphafið. Hvað heitir þú? Ég heiti Ragnar. Við hvað starfar þú? Ég kalla mig bæjarfógeta sem er reyndar einhverskonar lögregluhlutverk en ég sé um að samhæfa,tengja kennara og foreldra,halda saman utan um allt saman. Hvað kom til að Barnabær var stofnaður? Ég var að tala við eitt foreldrið, hana Fríðu(ábyrgðarmaður blaðsins), einhverntíma og hún hafði séð fyrirbæri í Danmörku sem var Barnabær eða Bavneby og henni fannst þetta svo æðislegt vegna þess að þarna fengu börnin að hafa áhrif á hvernig líf þeirra yrði sem þau hafa yfirleitt ekki. Þú byrjar bara í fyrsta bekk, svo ertu bara tekin áfram upp í tíunda bekk og svo hent út, en

þarna færðu að sjálf/ur að ákveða hvers konar vinnu þú vilt, þetta fannst mér líka svo frábært, þetta væri svona kennsla í lýðræði. Hvernig finnst þér þetta hafa gengið? Þetta er í annað skipti sem Barnabær er að rúlla eða annað skiptið sem hann er kallaður til lífs og mér finnst þetta alltaf ganga betur og betur og ef við getum haldið þessu áfram, þá sitjum við uppi með eitthvað stórmerkilegt, sem enginn annar skóli er hefur. Hvernig var að undirbúa Barnabæ? Sko, ég byrjaði að hugsa um Barnabæ þetta árið um áramótin og það er að verða komnir fimm mánuðir síðan og síðan byrjaði ég að hafa samband við foreldrana og kennarana í mars sem er kannski svona tveir og hálfur mánuður síðan og undirbúningurinn hefur verið jafn og þéttur allar götur 3

síðan. Breyttist mikið frá því í fyrra? Í fyrra var verið að gera þetta í fyrsta skipti og við vissum ekkert hvað við áttum að gera. Fríða hafði hringt til Danmerkur og hitt konu sem sagði „þetta vera svona og svona“ - þannig að í raun og veru þurftum við að hugsa um það hvernig býr maður til lítið þorp með stjórn og öllu saman. Við gerðum svoleiðis í fyrra. Þannig að annað skiptið er núna og gengur enn betur, eins og þið fáið sjálf að sjá og upplifa.


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. tlbl. 1. 2. árg.

Hress amma vinnur með bandinu

Höf: Vilhelm Freyr og Magnús Ingi

Hvað heitir þú? Þórdís Þórhallsdóttir. Hversvegna valdir þú að vera í Barnabæ? Mér var boðið að koma og ég kom í heimssókn í fyrra. Mér var boðið af því ég er amma þriggja barna í skólanum. Er Barnabær skemmtilegur? Já, mér sýnist það. Af hverju?

Það er svo erfitt að gera upp á milli, það er ekkert eitt sem mér finnst skemmtilegast.

Allir eru með verkefni sem þeir hafa valið sér og þetta brýtur upp skólastarfið, svo fá þau að flytja og sýna verkefnin sín.

Finnst þér gaman að spila á hljóðfæri? Já mér finnst það gaman.

Hvað er uppáhalds hljóðfærið þitt?

Hefurðu samið einhver lög eða svoleiðis?

Ertu að meina hérna inni eða bara yfirleitt.

Ég hef frekar lítið gert en ég hef spilað það sem

Yfirleitt og líka inni...

aðrir hafa búið til.

Hérna inni er það gítarinn.

Finnst þér það skemmtilegt?

En heima hjá þér og annarsstaðar?

Já mér finnst það mjög skemmtilegt.

VEIÐILANDIÐ VEIÐIFLUGUBÚÐ

Frábærar flugur á góðu verði hnýttar af fagmönnum.

Uppboð og óvæntar uppákomur. Tökum einnig við pöntunum,framleiðsla á staðanum.

VEIÐILANDIÐ 4


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. 1. árg. árg. 1. tlbl. tlbl. 2.

Óviðjafnanlegur heilsu-boost Snittur Samlokur Pizza-sneiðar

Komið og njótið dásamlegra veitinga í frábæru umhverfi!

5


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. tlbl. 1. 2. árg.

VIÐTAL VIÐ FRÆÐSLUSTJÓRA ÁRBORGAR Höf: Sigurbjörg og Símon Gestur

Hvað heitir þú? Þorsteinn Hjartarson. Ert þú fræðslustjóri Árborgar? Já ég er búinn að vera fræðslustjóri hérna í Árborg frá því fyrsta september og er tiltölulega nýr. Hvernig líst þér á Barnabæ? Mér líst alveg rosalega vel á Barnabæ. Ég er búinn að labba um og skoða smiðjurnar og mér líst mjög vel á þær, þetta starf er alveg frábært og gaman að sjá að krakkar á öllum aldri séu að vinna saman og ég hlakka bara til að koma aftur á morgun og skoða

sýninguna og kannski kaupa eitthvað. Hvað gera fræðslustjórar? Fræðslustjóri er yfir þessum málaflokki. Allskonar málum sem snúa að skólunum, bæði leikskólum, grunnskólum og undirbúa fræðsluviðtöl og fundi, vera á fundum með skólastjórum og leikskólastjórum og bara allt mögulegt sem snýr að skólunum í Sveitarfélaginu. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf gaman og nemendur. Ég var að vera kominn með einu sinni í barnaskóla— ykkur og hitta krakkana skólastjóri í skólanum.

Þórsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar, heimsótti barnabæ. Og ætlar að koma aftur.

Heimsókn frá Æskukoti og Brimveri Höf: Ingimundur Bjarni

Leikskólakrakkar frá leikskólunum Æskukoti og Brimveri komu og heimsóttu okkur um 9-leitið á miðvikudaginn 6. júní. Við komu var það þanning að að krakkarnir komu í fylgd kennara með rútu skólans til að koma og skoða skólastarfið og undirbúa sig undir það að koma og læra hér næsta ár og taka þátt í Barnabæ. Krökkunum var gefið svokallað “tour“ um skólann og þau hlakka eflaust til næsta árs þegar að þau koma og táka þátt í skólastarfinu hér. 6


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. 1. árg. árg. 1. tlbl. tlbl. 2.

Frábær myndlistarkona í galleríinu

Hvað heitir þú? Ég heiti Elín Katrín og er kölluð Elka. Hvers fyrirtæki stjórnar þú? Ég er myndlistakona eða listakennari fyrir krakkana á Eyrabakka og Stokkseyri og ég er

Hefur þessi vinna eitthvað fram yfir aðrar vinnur? Já ef maður er listamaður eru bæði kostir og gallar. Af því að maður ræður sínum eigin tíma, en stundum segist maður ætla vera í klukkutíma en svo er maður búin að vera í fjóra klukkutíma. En svo get ég líka farið út í sólina í staðin, maður lifir heldur ekkert vel á þessu. Hefurðu gaman af Barnabæ?

með galleríið í Barnabæ. Og er það gaman? Já það er rosa skemmtilegt. Hefurðu áhuga á listamennsku? Já ég hef það,og þetta er svo lifandi Já mikinn áhuga og hef haft áhuga og allt öðruvísi en í öðrum skólum. síðan ég var barn.

GALLERÍ GUYS & TEENS Í gamla skólanum... Glæsileg málverk til sölu

7


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. tlbl. 1. 2. árg.

LJÓSMYNDAFRÁSÖGN Höf: Alex Máni

Birgir og krakkarnir í Fluguhnýtingunu hafa verið mjög dugleg við að búa til flottar flugur.

Karen og stúlkurnar á Snyrtistofunni eru búnar að vera duglega að læra að kreista bólur, nudda og mála andlit.

Sumir voru ekki jafn duglegir og aðrir og nenntu ekki að vinna. Rúnar Orri í 8. bekk ákvað að vera róninn í Barnabæ og leggjast í leti í sófanum, en gekk svo að lokum til liðs við fréttastofuna. 8


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. 1. árg. árg. 1. tlbl. tlbl. 2.

Einar og krakkarnir í Komdu og Njóttu áttu ekki erfitt með það að baka góðar kökur og fleira. Þau voru heimsótt og fékk blaðamaður að smakka á gómsætum kökum þeirra.

Að sjálfsögðu þurfa allir að borða á þessum skemmtilegu dögum og tóku Gummi og krakkarnir í Grænt og Vænt að sér að elda fyrir mannfjöldann.

Linda og krakkarnir á Safninu okkar eru búin að vera dugleg að setja upp sýningu með gömlum munum frá Byggðasafni Árnesinga 9


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Eydís, Hildur og Guðný voru með krakkana í Steinasmiðjuna. Þau eru búin að vera dugleg að búa til steinafígúrur.

Það er nauðsynlegt fyrir krakkana að fá smá pásur reglulega og koma sér út í góða veðrir og hlaupa um. Búið er að vera troðið á fótboltavellinum flesta dagana. 10


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Fríða og krakkarnir hjá blaðinu eru búin að vera dugleg að uppfæra síðuna fjaran.is og búin að taka viðtöl og fleira.

Elín Katrín og krakkarnir hjá Gallery Guys and Teens eru búin að vera dugleg að mála allskonar myndir sem þau munu svo selja.

Ívar, Ása og krakkarnir í bandinu eru búin að vera að æfa söng og spilun núna síðustu daga. Þau fóru á Selfoss í stúdíó til að taka upp lag. 11


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Á blómaverkstæðinu hjá Helgu Sif lærðu starfsmenn um ræktun og blóm. Börnin verða svo með lifandi blóm og græðlinga til sölu á markaðnum á fimmtudag.

Fluguhnýtingar krefjast þolinmæði og nákvæmni... Sem er kannski ekki fyrir alla. Að minnsta kosti var tveimur starfsmönnum sagt upp hjá Birgi. En þeir fundu sem betur fer báðir nýja vinnu með hjálp Vinnumálastofnunnar.

Á meðan starfsfólk Barnabæjar vann hörðum höndum komu reglulega hópar annarra skólabarna í vorferðir á Löngudæl okkar. Hér sjást nemendur úr Garðaskóla í Garðabæ róa. 12


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Trollface á seðlunum Höf: Alex Máni

Framleiðsla á peningum fyrir Barnabæ fór fram á dögunu og gekk ágætlega. Daði aðstoðarskólastjóri á Stokkseyri var fenginn til að prenta þá út. Peningarnir eru prentaðir með hinu fræga andliti "Trollface". Frumhugmyndin kom frá Maríu Björg í 8. bekk og gerði Ragnar

bæjarfógeti hugmyndina að alvöru. Peningar sem eru í boði eru 100, 500, 1000 og 5000 besóar. Besóarnir eru mismundandi á litin eftir upphæð. Einn besói er andvirði hálfrar krónu.

Fjaran.is er vefur fjölmiðlaveldisins Barnapressunnar ehf. Fylgist með okkur þar! Það gerist margt í flæðarmálinu...

Fjaran.is — alltaf fyrst með fréttirnar

13


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Genabreytt skrímsli á vappi um Barnabæ Það varðs slys í genarannsóknarstofu Barnabæjar og runnu saman mörg óþekkt gen. Það varð slys þegar verið var að klúfa gen og runnu mörg gen saman og rannsóknarstofan hrundi öll til Höf: Ingimundur Bjarni grunna. Enginn slasaðist alvarlega en nokkrir vísindamenn fengu smáskrámur.

Genabreytt skrímsli á ferð á Aðaltorginu.

Þegar var tekið manntal var ekki hægt að finna nemanda sem var þarna í starfskynningu og því er talið að hann hafi runnið saman við tilraunargen og orðið að skrímsli. Allt þetta gerðist 5. júní en genabreytta skrímslið fannst ekki fyrr en þann 6. júní. Genarannsóknarstofan stóð við Löngudæl og með hjálp byggingarverktaka tókst

að taka allt brakið í burtu. Eins og tekið var fram fyrr í fréttinni gerðist þetta allt þegar að slys var í rannsóknarstofunni. Talið er að slysið hafi gerst þegar að kjarninn sem var að knýja alla stofuna hrundi. Ef einhverjum tekst að finna skrímslið er viðkomandi beðinn að hafa samband í s: 857-8108.

Handverkshús

Skartgripaverkstæðið Djásn og dýrgripir

Tækifæriskort og listaverk unnin í Barnabæ

Fjölbreytt úrval fallegrar gjafavöru á góðu verði

14


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. tlbl. 1. 2. árg.

Stjörnuspá Höf: Logi og Rúnar Orri

Vatnsberinn

Fiskurinn

Nautið

verður rosalega óheppin/n í ástarmálum og klúðrar öllu, verður mikið kallaður Klúður þennann mánuðinn.

verður mjög heppin/n og vinnur 5x lottó þennann mánuðinn, en eyðir því öllu í nammi og klósett pappír...

mun reiðast mikið og á eftir að enda á Litla-Hrauni, en sleppur þaðan út fyrir slysni og fær enn lengri dóm.

Hrúturinn

Tvíburarnir

Krabbinn

græðir mikið magn Besóa, en þar sem hann var blankur eitt sinn verður hann blankur aftur.

missa húsið og köttinn og þurfa að flýja land og enda einhversstaðar sem sprengjuárásarmaður/kona

verður ansi heppin/n í byrjun mánaðar en endar mjög óheppin/n.

Ljónið

Meyan

Vogin

Þetta stjörnumerki verður frekar brjálað og heldur sig andsetinn og reynir að drepa Bandaríkjaforsetann Obama.

einhver ríkur frændi/frænka mun deyja og þú hirðir peningana en missir þá í holræsi og missir húsið.

hittir einhvern frægann og og missir kærustu/a og deyr.

Sporðdrekinn

Bogmaðurinn

fer til Ítalíu og hittir ítölsku mafíuna - jóinar hana og græðir milljarð á viku.

vaknar sem önnur manneskja, fer til Kjartans gladrakarls og veiðir nokkra strumpa.

flytur til Kína og gerist flassari. Er svo góður flassari að hann/hún endar í fangelsi í Azkaban.

Steingeitin

Þið eruð velkomin í Safnið okkar. Það kostar 500 Besóa inn. Ef þú villt koma aftur inn þá færð þú frítt inn. Þetta safn hefur margt óvænt og spennandi upp á að bjóða.

SAFNIÐ OKKAR 15


StokksEyrarbakki Barnatíminn

1. 1. árg. árg. 1. tlbl. tlbl. 2.

Safnið

Höf: Sigurbjörg og Símon Gestur

Starfsmennirnir á safninu voru allir að vinna þegar blaðamenn litu við. Þar var margt áhugavert, eins og til dæmis uppstoppaða kálfa og svan. Krakkarnir á safninu hafa verið mjög leyndardómsfullir

hvað verður á sýningunni. En til dæmis eru líka gömul bein. Krakkarnir eru í gamaldags búningum sem eru mjög fallegir.

KOMDU OG NJÓTTU

Við seljum kaffi og kakó. Einnig kökur.

16


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Dauður hundur finnst í matsal Í dag gerðist hræðilegt atvik. Það fannst dauður hundur í matsalnum í skóla Stokkseyrar. Ekki er vitað hverning atvikið átti sér stað en talið er að hér hafi verið þekktur hundamorðingi á ferð. Samkvæmt heimildum var hundurinn úrskurðaður látinn af Ragnari bæjarfógeta í kringum 13:10 þann 6. júní. Hundurinn var síðan færður í líkhús Barnabæjar og var grafinn stuttu seinna. Þegar komið var að

hundnum fannst hnífur í hálsi hans og hefur sá hnífur verið færður í greiningu til CSI deild Barnabæjar. Ekki er vitað hver átti hundinn en það stóð Þórdís á ólinni hans og hefur lögreglan gengið útfrá því að hundurinn heiti Þórdís.

Höf: Ingimundur Bjarni

Dauður hundur í matsal Barnabæjar vakti forvitni blaðamanna StokksEyrarbakka. Morðinginn hefur enn ekki fundist. Ragnar Gestson bæjarfógeti vildi lítið tjá sig um málið.

STEINASMIÐJAN Viltu vita framtíðina eða bara eignast eitthvað fallegt í garðinn? Kíktu við í Steinasmiðjuna...

Við tökum vel á móti þér með tröllabrosi :)

17


StokksEyrarbakki

Menning

1. tlbl. 1. árg.

Höf: Oliver Gabriel

KVIKMYNDIN THE AVENGERS Myndin er mjög skemmtileg fyrir þá sem hafa gaman af hasar og ævintýramyndum. Í myndinni hittum við Captain America (Chris Evans), Iron Man (Robert Downey Jr), Thor (Chris Hemsworth), Hulk (Mark Rufallo) og Svörtu Ekkju (Scarlett Johansson). Þau eru stærstu ofurhetjur heims og kallast þau The Avengers. Þau eru að berjast á móti hinum illa Loka (bróðir Thors) og hernum hans. Loki hinn illi hefur gert árás á jörðina og ofurmennin eru að sameina krafta sína gegn honum. Af sjálfsögðu að lokum hetjunar sigra illa Loka og herinn hans. Þessi mynd er mjög skemmtileg og er í lagi að þeir sem er að verða 10 ára fara á hana með foreldrum eða eldri systkynum. Þessi mynd er 2 klst 18 mín. á lengd.

TÖLVULEKURINN STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Leikurinn er vandaður hasarleikur byggður á samnefndri teiknimynd. Hér geta nokkrir saman vaðið í gegnum þetta magnaða ævintýri. Leikurinn kom út 2011 og hann er fyrir 12 ára og eldri. BÓKIN HARRY POTTER 7 Þessi leikur er magnaður þeim sem finnast hasar leikir Þessi bók er mjög skemmtileg skemmtilegir. fyrir 13 ára og eldri. Leikurinn er í Plastation Move Þessi bók er með sex hundruð og og á fjarstýringu. tólf blaðsíður. Þessi leikur er mjög Bókin er skemmtilegri en myndin skemmtilegur og hann er ekki útaf því að það er meira spennó ljótur bara smá erfiður. í bókinni. En bókin getur verið öðruvísi en myndin. Hinn myrkri herra Voldemort deyr í bókinni og í myndinni. Harry potter er mikil vægastur í bókinni og í myndinni. Bókin er mjög spennandi og skemmtileg.

DISKUR SKÁLMALDAR

Höf: Böðvar

Afþví að hann heitir Skálmöld 2, hann heitir árás líka númer 4 og númer 9 hann heitir dauðin. Af því að hann er dráps-diskur hann er líka mjög góður diskur fyrir mig og mömmu og hrafn bróðir minn. 18


StokksEyrarbakki

1. tlbl. 1. árg.

Teiknimyndir og grín

Höf: Símon Gestur, Vilhelm Freyr og Böðvar

Stebbi Einu sinni var páfagaukur sem hét Stebbi. Hann var alltaf að kúka í köku. Einn daginn sagði húsbóndin að ef hann kúkaði einu sinni enn í kökuna þá sturta ég þér ofan í klósettið. Svo var húsbóndinn hans að baka köku fyrir veislu og þá kom Stebbi og kúkaði í kökuna. Svo smakkaði húsbóndinn kökuna fyrstur og þá fór húsbóndi hans mað hann inn á klósett setti hann ofan í það. Svo kom konan hans heim og fór á klósettið og gera númer þrjú, svo þegar hún sturtaði niður þá heyrðist ég sigli á brúnni búgju og drekk gult brennivín. - Vilhelm Freyr

19


StokksEyrarbakki —

BAKSÍÐAN Molar í lokin:

Ást í skólanum? Grín eftir Símon Gest :)

Einar Ottó hann er með komdu og njóttu honum finnst það sýnilega mjög gaman.

Styrktu Barnabæ: Ívar er með tónment honum finst líka það mjög gmann. Mamma hans er líka og enhver kona með.

Birgir með fluguhnýtingar, það er einn sem var rekinn á fyrsta degi. Eftir Símon Gest

20

StokksEyrarbakki  

Blað nemenda Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - Barnabæ 2012.