Page 1

2013 Meðal efnis: Rekstur bæjarins á réttri leið Brettaíþróttin fær aðstöðu Hjúkrunarheimili í Skarðshlíð Nýtt frístundaúrræði Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk List og hönnun í Straumi Aukin dagþjónusta fyrir aldraða

Bærinn okkar

Fréttabréf bæjarmálahóps Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Júní - 2013


Bærinn okkar

B

Nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð - hönnun boðin út Verkefnastjórn um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis hefur að undanförnu unnið að undirbúningi fyrsta áfanga í hönnunar og framkvæmdahluta verkefnisins og samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. maí sl. útboðsgögn vegna arkitektahönnunar heimilisins. Útboðið fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu í byrjun júní og opnun verður í tvennu lagi í lok júlí. Í hönnunarforsendum er m.a. lögð rík áhersla á að umhverfi, aðstæður og skipulag á heimilisins geri íbúum þess kleift að taka þátt í sem flestum athöfnum daglegs lífs og að eiga hlut að ákvörðunum sem varða þá sjálfa og þeirra nánasta umhverfi. Lögð verður áhersla á að skapa aðstæður þannig að öllum líði sem best á heimilinu, jafnt heimilismönnum, starfsmönnum svo og aðstandendum og gestum sem vilja dvelja með heimilismönnum, jafnvel daglangt. Í stað stórrar stofnunar með sjúkrastofum á fjölmennum hjúkrunardeildum er gert ráð fyrir litlum einingum fyrir 8–10 íbúa sem skiptast annars vegar í rúmgott einkarými fyrir hvern og einn og hins vegar sameiginlegt rými fyrir heimilismenn og starfsfólk , meðal annars með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu. Gert er ráð fyrir að nýtt hjúkrunarheimili taki til starfa um mitt ár 2015.

Nýtt frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir

Meðal efnis á dagskrá fjölskylduráðs í síðustu viku var tillaga um nýtt frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum barna á aldrinum 10-15 ára og er stefnt að því að hefja þjónustuna strax næsta haust. Ekki liggur fyrir hversu mörg börn munu nýta þjónustuna en fjölskylduráð samþykkti að fela skrifstofu æskulýðsmála að undirbúa verkefnið í nánu samráði við foreldra.

m in

Langþráður draumur brettafólks að rætast

Fjölskylduráð fjallaði einnig um tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar (ÍTH) um að hefja viðræður við Brettafélag Hafnarfjarðar um aðstöðu til hjólabrettaiðkunar í húsnæði bæjarins að Flatahrauni 14 (gamla slökkvistöðin). Fjölskylduráð samþykkti drög að samningi við félagið um 2 ára tilraunaverkefni og fól ÍTH að fylgja málinu eftir. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst en hingað til hafa brettaiðkendur ekki haft innanhússaðstöðu í Hafnarfirði til að iðka sína íþrótt.

n

Listiðnaðar- og hönnunarmiðstöð í Straumi

Nýlega auglýsti bærinn eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum um að taka á leigu Straum og reka þar starfsemi. Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga menningarog ferðamálanefndar um að ganga til samninga við hóp listamanna sem sendi inn tillögu og hyggst standa að fjölbreittri starfsemi á sviði listsköpunar og hönnunar. Að hópnum standa meðal annars listakonunarnar Ólöf Erla Bjarnadóttir myndlistamaður, Sigurlína Margrét Orsuala leirlistamaður og kennari og Hildur Ýr Jónsdóttir skartgripahönnuður. Bærinn okkar er fréttabréf um það sem er að gerast á vettvangi bæjarstjórnar og í ráðum og nefndum bæjarins og er sent til þeirra sem eru skráðir á póstlista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fréttabréfið er jafnframt aðgengilegt öllum á vefslóðinni: http://issuu.com/baerinn Ritstjórn er í höndum bæjarfulltrúa og nefndarfólks Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hægt er að skrá sig á póstlista með því að senda beiðni á netfangið: frettabref.sfh@gmail.com


Blátunna við hvert hús í ágúst

Bærinn okkar

Í lok ágúst mun Hafnarfjarðarbær dreifa bláum flokkunartunnum til allra heimila í Hafnarfirði. Í Blátunnuna á að setja allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði. SORPA er móttökuaðili fyrir allann úrgang úr Blátunnunni, og kemur því til endurvinnslu. Pappírinn og pappinn er pressaður í bagga í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Þaðan er hann sendur til Svíþjóðar þar sem IL Recycling endurvinnur nýjar vörur úr honum. Hafnarfjarðarbær er þriðja sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem tekur Blátunnuna í gagnið en bæði Mosfellsbær og Kópavogsbær tóku nýlega þetta skref ásamt því að Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu hennar. Á næstu vikum verða breytingarnar kynntar fyrir bæjarbúum og þær lausnir sem ætlunin er að bjóða uppá og miða að því að auðvelda íbúum bæjarins þátttöku í þessu mikilvæga umhverfisverkefni, m.a. sérstakar lausnir fyrir fjölbýlishús.

Enn betri innanbæjarakstur

Á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 5. Júní sl. var fjallað um íbúafund um almenningssamgöngur sem Hafnarfjarðarbær stóð fyrir í samstarfi við Strætó bs. þann 13. maí sl. Meðal þess sem kom fram á íbúafundinum voru ábendingar um að bæta mætti leiðarkerfið þannig að það kæmi betur til móts við þarfir íbúa og starfsfólks á Hrafnistu. Samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð að beina því til Strætó bs að leiðarkefinu verði breytt á þann veg að strætó gangi að Hrafnistu um Herfjólfsgötu og Skjólvang. Óskar ráðið eftir því að tekið verði tillit til óska ráðsins við endurskoðun leiðarkerfis Strætó bs næsta haust.

Bætt aðstaða fyrir hjólreiðarfólk í miðbænum

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 5. júní sl. samþykkti ráðið að láta setja upp sérstakt hjólastæði sunnan við hús Strætó bs við verslunarmiðstöðina Fjörð. Óskaði ráðið eftir því að sett yrði af stað vinna við útfærslu og kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

Málþing um skólamál í september

Á síðasta fundi fræðsluráðs samþykkti ráðið tillögu um að halda málþing um bættan árangur í skólastarfi og fól ráðið fræðslustjóra að vinna að undirbúningi þess. Stefnt er að því að málþingið verði haldið 13. september.

Ungmennaráð í bæjarstjórn

Þann 5. júní sl. mættu fulltrúar Ungmennaráðs til árlegs fundar með bæjarstjórn. Á fundinum kynntu þau bæjarstjórninni niðurstöður ungmennaþings sem nýlega var haldið í bænum. Þær tillögur sem fulltrúarnir báru upp og ræddu voru af fjölbreittum toga. Lögðu þau meðal annars áherslu á aukið framboð skapandi valgreina í grunnskólum og lýstu um leið mikilli ánægju með það samstarf sem hefur verið milli Gaflaraleikhússins og nokkurra grunnskóla um valáfanga í leiklist. Í framhaldi af fundinum verða tillögur Ungmennaráðs teknar til umfjöllunar í viðkomandi ráðum og nefndum bæjarins.


Traust fjármálastjórn Grunnrekstur Hafnarfjarðarbæjar ekki betri frá árinu 2002

Bærinn okkar

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2012 var nýlega til umræðu í bæjarstjórn. Eins og kemur fram í þeim tölum sem þar birtast Gunnar Axel hefur árangurinn í Axelsson formaður grunnrekstrinum ekki bæjarráðs verið betri frá árinu 2002. Veltufé frá rekstri hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 2 árum og hefur ekki verið meira undanfarin 10 ár, eða yfir 2 Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig veltufé frá rekstri sem hlutfall af milljarðar króna á síðasta ári. Stofnanir tekjum hefur þróast á undanförnum áratug. Þar sjást áhrif hrunsins á bæjarins eru nú nær án undantekninga afkomu Hafnarfjarðarbæjar og þann viðsnúning sem orðið hefur í þeim efnum á síðustu tveimur árum. innan fjárheimilda og hefur tekist að ná jafnvægi í rekstrinum eftir efnahagshrunið og standa um leið við allar skuldbindingar sveitarfélagsins. Það er full ástæða til að vera stolt af þessum árangri. Allir hafa lagt sitt af mörkum, traust fjármálastjórn, vandað hefur verið til við gerð áætlana og þeim hefur verið fylgt markvisst eftir.

Lífeyrisskuldbindingar fyrrum starfsmanna SPH setja strik í reikninga bæjarsjóðs

Þrátt fyrir góðan árangur í daglegum rekstri sveitarfélagsins eru ákveðnir þættir í ársreikningi ársins 2012 sem ekki eru jafn ánægjulegir og hagstæðir. Verðlags- og gengisbreytingar hafa veruleg neikvæð áhrif á heildarniðurstöðuna og eru um 500 m.kr umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Stóra málið og jafnframt það sem mest áhrif hefur á heildarniðurstöðu ársins er þó veruleg hækkun lífeyrisskuldbindinga. Stærstur hluti þeirrar hækkunar er tilkomin vegna lífeyrisskuldbindinga fyrrum starfsmanna Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Byggja þær á heimild sem veitt var starfsmönnum sjóðsins árið 1973 til að greiða í Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. Að kröfu endurskoðenda var umrædd skuldbinding færð til gjalda í ársreikningi en bæjarstjórn gerði fyrirvara við þá framkvæmd og almennt við ábyrgð bæjarins á skuldbindingunni í áritun sinni. Að sögn Gunnars Axels Axelssonar formanns bæjarráðs mun sveitarfélagið að sjálfsögðu leita allra leiða til að verja stöðu sína í málinu: „Það er ekkert sjálfgefið að bæjarsjóður taki á sig þessar skuldbindingar og þó svo að þessi stóra upphæð hafi verið færð til gjalda nú að kröfu endurskoðenda þá verður farið mjög rækilega í gegnum það hvort sú krafa geti talist réttmæt og eðlileg. Hver næstu skref í þessu máli verða mun vonandi koma í ljós mjög fljótlega“ segir Gunnar Axel.

Skoðaðu þjóðhátíðardagskrána á hafnarfjordur.is


Bærinn okkar Aukin dagþjónusta við aldraða í Hafnarfirði

Ný búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

Hafnarfjarðarbær hefur fengið jákvætt svar frá velferðarráðuneytinu við beiðni sinni um heimild til rekstrar dagþjónustu fyrir aldraða. Hjúkrunarheimilið Sólvangur mun sjá um framkvæmd þjónustunnar fyrir hönd bæjarins á grundvelli þjónustusamnings en til að byrja með er gert ráð fyrir að þjónustan geti nýst á bilinu 15-20 íbúum. Þjónustan er nú þegar farin af stað og vonast bæjaryfirvöld til þess að á næstu misserum muni fást heimild frá ráðuneytinu fyrir enn frekari fjölgun dagþjónustuúrræða í Hafnarfirði.

Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl sl. viljayfirlýsingu um samstarf Hafnarfjarðarbæjar og Styrktarfélagsins Áss um byggingu og rekstur búsetuúrræða fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði. Um er að ræða byggingu og rekstur allt að þriggja búsetukjarna og stendur nú yfir vinna við undirbúning og gerð þjónustusamnings. Stefnt er að því að þjónusta við íbúa hefjist fyrir lok næsta árs.

Framkvæmdir að hefjast við húsagötu

Á síðasta fundi bæjarstjórnar tókust bæjarfulltrúar meirihluta og minnihluta á um svokallaðar húsagötu-framkvæmdir við Strandgötu. Meirihluti Samfylkingar og VG hefur lagt ríka áherslu á verkefnið, enda um mikilvægt hagsmunamál að ræða fyrir íbúa á þessu svæði. Með breytingunni er rýmkað til fyrir íbúa og öryggi gangandi og hjólandi fólks bætt verulega. Að sögn Margrétar Gauju Magnúsdóttur formanns Umhverfis- og framkvæmdaráðs lýsti Vegagerðin, sem á aðild að verkefninu, yfir vilja til að fara í framkvæmdirnar í sumar og tóku bæjaryfirvöld því ákvörðun um að nýta tækifærið og ljúka verkefninu. Í umræðum í bæjarstjórn kom fram að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins teldu skynsamlegra að fresta framkvæmdunum um eitt ár í stað þess að Margrét Gauja formaður dreifa hluta kostnaðar vegna þeirra yfir áramót. Að sögn Magrétar er gert umhverfis- og ráð fyrir að framkvæmdunum verði lok um miðjan september á þessu ári. framkvæmdaráðs

Samstaða í bæjarstjórn um vatnsvernd

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var samstíga umræðum og í afstöðu sinni til erindis Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til Orkustofnunar, en OR sækist eftir heimild til aukinnar vatnstöku í Vatnsendakrikum í Heiðmörk.

Hafnarfjörður hefur nýtt sjálfrennandi vatn úr Kaldárbotnum síðan 1918 eða í 95 ár. Kaldárbotnar eru náttúrulegar lindir með fyrsta flokks drykkjarvatni sem veita fyrirtækjum og íbúum Hafnarfjarðar neysluvatn án þess að utanaðkomandi orku sé þörf. Vatnsbólin í Kaldárbotnum eru í hæsta gæðaflokki, sjálfbær og órofinn hluti af þeirri jákvæðu ímynd sem er á gæðum Kaldárbotnar drykkjarvatns í Hafnarfirði. Nú þegar liggja fyrir sterk rök fyrir því að dæling Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnshæð í Kaldárbotnum. Því lagðist bæjarstjórn alfarið gegn því á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns í Vatnsendakrikum.


Bærinn okkar Sumarlokun leikskóla stytt og skipulagsdögum fækkað

Frágangur steyptra stétta í Áslandi og Völlum

Bæjarráð samþykkti nýlega tillögu umhverfisog framkvæmdaráðs um endurskoðun áætlunar um frágang steyptra stétta á Völlum 6 og í Áslandi 3. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að sá hluti framkvæmdanna sem átti að fara fram á árinu 2014 fari fram á árinu 2013. Með því verður lokið við við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru við frágang steyptra stétta í nýjum íbúðahverfum á tímabilinu 2013-2014. Framkvæmdirnar hafa nú þegar verið boðnar út og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í sumar.

Öllum 14 – 17 ára tryggð vinna í sumar

Sú breyting var gerð á fyrirkomulagi Vinnuskólans fyrir sumarið 2013 að öllum 17 ára íbúum Hafnarfjarðar (fædd 1996) er tryggð vinna yfir sumartímann en áður var slíkt aðeins í boði fyrir 14-16 ára. Áhersla er lögð á að bjóða þessum hópi upp á fjölbreytt verkefni m.a. annars í samstarfi við ýmsar stofnanir bæjarins og íþrótta- og æskulýðsfélög.

Á fundi fræðsluráðs þann 10. Júní sl. voru lögð fram svör ráðsins við erindi foreldraráðs leikskóla. Í svörum ráðsins kemur fram að sumarlokun leikskóla sé nú til endurskoðunar og fyrir liggi að hún verði stytt eftir þetta skólaár. Þá kemur þar einnig fram að sjötti skipulagsdagurinn á næsta skólaári hafi verið samþykktur vegna aukinnar vinnu við innleiðingu skólanámskrár leikskóla og þeirri vinnu verði lokið vorið 2014. Skipulagsdögum muni þá fækka aftur í fimm.

Samþykktir endurskoðaðar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. endurskoðaðar samþykktir fyrir sveitarfélagið. Ekki er um að ræða veigamiklar efnislegar breytingar frá fyrri samþykktum en endurskoðunin byggir á 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og nýrri fyrirmynd innanríkisráðuneytis að samþykktum sveitarfélaga.

Frítt í strætó á 17. júní

17. júní hátíðarhöldin í ár fara að mestu fram á Strandgötunni, Thorsplani, Hellisgerði og Austurgötunni. Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð en Hafnarfjarðarbær býður bæjarbúum í strætó á meðan á hátíðarhöldunum stendur.

Bærinn okkar / júni 2013  

Meðal efnis: Brettaíþróttin fær aðstöðu Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk List og hönnun í Straumi Aukin dagþjónusta fyrir aldraða