Page 1

Bæjarlíf

9-unni fært fullkomið göngubretti

8. tbl. . 12. árg. . Október 2012

Hársnyrtistofan

ARS

Kléberg 9, sími 483-3373 Mán: Lokað. Þri: 13-17 Mið: 17-22. Fim-fös: 13-17

Við smíðum þínar innréttingar Er komin tími á að endurnýja eða lagfæra?

Sigrún tekur við gjafabréfi úr hendi Sigurðar en við hlið hans stendur kona hans Sigríður og í kring gestir og íbúar 9-unnar.

Hjónin Sigurður Bjarnason og Sigríður Sveinsdóttir í Þorlákshöfn færðu 9-unni veglega gjöf nú í septemberlok, göngubretti sem á áreiðanlega eftir að koma að góðum notum ekki aðeins fyrir íbúa 9-unnar heldur alla eldriborgara í Ölfusi sem þess óska. Þegar Sigurður hafði afhent Sigrúnu Theódórsdóttur forstöðumanni 9-unnar gjafabréfið bauð hún öllum viðstöddum til kaffidrykkju. Sigurður og kona hans hafa búið í Þorlákshöfn í áratugi og var hann skipstjóri á Friðrik Sigurðssyni. Sig-

Við smíðum allar innréttingar, fataskápa og innihurðir.

urður sagði að hann hefði tengst framkvæmd­um við byggingu 9-unn­ar þegar hann var í bæjarstjórn en nýverið hefði samferða­maður sinn sagt sér að 9-an þyrfti nýtt göngubretti þar sem það sem fyrir var væri ónýtt. Hjónin ákváðu þá að færa stofnuninni þetta nýja bretti. Sjálfur segist Sigurður nýta sér karlatíma í íþróttahúsinu og gera sér grein fyrir kostum þess að hafa svona bretti til afnota fyrir þá sem ekki komast þangað.

ja í 9-una . Svöruðu þau brosandi: „Vonandi ekki strax, enda erum við nýflutt í nýtt hús.“

Þau Sigríður voru spurð hvort þau væru sjálf nokkuð á leiðinn að flyt­

Fríða Björnsdóttir

Nokkrir íbúar 9-unnar brugðu sér á brettið og létu vel af. Þess má geta að í húsinu er einnig hjól sem fólk getur æft sig á. Það hentar vel þeim sem ekki eru með fullkomna hreyfi­ getu þar eð fólk situr hvort heldur í stól eða hjólastól við hjólið og nýtur hreyfing­ arinnar sem það býður upp á.

Við smíðum þínar innréttingar

Hönnum, teiknum og gerum tilboð.

Unubakka 18-20 I Þorlákshöfn

www.fagus.is lSímiSími 483 483 3900 I Fax3900 483 3901 fagus@fagus.is I www.fagus.is

BERGVERK

Vélsmiðja I Nýsmíði I Viðgerðir Unubakki 10-12 . Sími 893 0187

Sími 483 3993

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir

SKÁLINN

4. október kl. 18:00-19:00 Hafgríma sýnir málverk í Gallerí undir stiganum

5. október kl. 21:00-23:00

Verið velkomin

Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir heldur tónleika í Ráðhúskaffi. Aðgangur 2.000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri í fygld með fullorðnum.

SAFNAHELGI 1. - 4. nóvember Ljósmyndasýning Davíðs Þórs Undir stiganum Hrollvekju- og vampírukvöld á bókasafninu Leiksýningin “Rummungur Ræningi” Tónar við hafið: Blaðamennska í Ölfusi Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1 Sími 480 3830 reynslusögur - tónlist

Alltaf nóg um að ve

Opnunartími: Mánudaga til föstudaga 8-22 Laugardaga 9-22

- úrklippur og fleira

ra! www.olfus.is

Menningarráð

Suðurlands

Sunnudaga 10-22

Sím 483 3 i 801


2

Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2012

Frá Vélhjóladeild Umf. Þórs Í sumar, líkt og undanfarin ár hefur Þorsteinn Helgi Sigurðarson keppt í motocrossi fyrir hönd Vélhjóladeildar Umf. Þórs. Bróðir hans, Þorkell Hugi hefur aðeins fengið að keppa í sumar þó hann sé vegna ungs aldurs ekki gjaldgengur í Íslandsmót fyrr en á næsta ári. Keppnirnar hafa gengið vel hjá þeim bræðrum og mótorfákarnir blessunarlega verið í góðu standi ólíkt því sem var á síðasta keppnistímabili. Sú breyting er frá fyrra tímabili í Íslandsmótaröðinni að umferðirnar eru nú sex í stað fimm eins og áður var. Fimm bestu keppnirnar telja svo til Íslandsmeistara og getur það komið sér vel í sporti þar sem margt óvænt getur gerst sem setur strik í reikninginn.

Þorkel Huga takast á við keppinauta sína á næsta ári þegar hann má hefja keppni í 85cc flokki Íslandsmótsins. Af Íslandsmótum sumarsins er skemmst frá því að segja að Þorsteinn Helgi tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 5. umferðinni sem fram fór á Akureyri og hafði þá með þeirri keppni í tvígang verið annar á Íslandsmótum og sigrað þrjú mót. Það var svo afar ánægjulegt að enda sjöttu og síðustu keppnina sem fram fór í Bolaöldu með glæsilegum sigri og ljúka þar með keppni í 85cc flokki. Næsta keppnistímabil færist Þorsteinn Helgi upp í unglingaflokk en eins og áður sagði mun Þorkell Hugi bróðir hans þá hefja keppni í 85cc flokki. Það er því af nógu að taka og verður spennandi að fylgjast með þeim bræðrum á

s k á orlfnarÞhastakall pre

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson Símar: 483 3771 og 898 0971 Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is) Viðtalstími: Eftir samkomulagi Organisti: Hannes Baldursson Þorlákskirkja, sími: 483 3616 Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar 4833829 & 865-1044 (ran@olfus.is). Hjallakirkja, sími: 483 4509 Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson Formaður sóknarnefndar Þorláksog Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson Strandarkirkja Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju ásamt neðangreindum. Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir, sími: 483 3910 Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar: Guðrún Tómasdóttir

Frá sóknarpresti Ítreka körfuboltamessuna sunnudaginn 7. október kl. 10:10. Körfu­ boltafólk og annað íþróttafólk og annað fólk hvatt til að koma. Körfu­ boltamenn lesa lestra. Presturinn flyt­ ur hugvekju um óbærilegt aðdráttarafl körfuboltans.

7. október Körfuboltamessa Þorlákskirkju kl. 10.10. Sunnudagaskóli kl. 11.10, (skírn). 21. október Sunnudagaskóli og messa,

FERMINGARFRÆÐSLA Á ÞRIÐJUDÖGUM KL. 14:30

komandi tímabili. Fyrir áhugasama má finna myndir af motocrosskeppnum sumarsins á www.motosport.is Þættir um Íslandsmótaröðina hafa verið sýndir á RÚV og má m.a. nálg­ ast þá inn á facebook, Motocross Ísland. Auk Íslandsmóts tók Þorsteinn Helgi þátt í þriggja umferða bikarmótaröð sem Suzuki-umboðið stóð fyrir. Þau mót sigraði hann öll. Einnig sýndi hann virkilega skemmtilega takta á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi í glæsilegri og endurbættri braut þar. Þá keppni sigraði hann með nokk­ rum yfirburðum. Þorkell Hugi fylgdi bróður sínum á allar keppnir í sumar og þeirra á meðal á Unglingalandsmótið. Sjálfur hefði Þorkell Hugi viljað keppa­ þar í sérstökum púkaflokki sem var í fyrir 11 ára krakka en hjólið hans er of stórt fyrir þann aldursflokk, hann varð því nokkuð kátur þegar honum bauðst óvænt lánshjól og gat því tekið þátt eftir allt. Þorkell Hugi gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk. Hann tók einnig þátt í þremur krakkakeppnum í Bolaöldu í sumar. Hann varð þriðji í fyrstu keppninni en sigraði hin­ ar tvær. Það verður því spennandi að sjá

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru: Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur, tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar, rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur, málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf­ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.

Bylgjupappi Nú er einnig tekið við bylgjupappa í sér gám á gámasvæðinu. Í þann flokk má setja umbúðir úr pappa sem hafa bylgjur í brúnum þess. Pizzakassar eru dæmi um bylgjupappa.

Þorsteinn Helgi og fjölskylda vilja koma á framfæri þökkum til styrktar- og stuðningsaðila og þá sérstaklega Vélhjóladeildar Umf. Þórs og SMASH, Kringlunni og Smáralind.

Menningarefnd Ölfuss gekk frá úthlutun styrkja úr Lista- og menn­ ingarsjóði sveitarfélagsins á fundi sínum, 23. september síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust í sjóðinn, sam­ an­lagt að upphæð 1.600.000 krónur en einungis 260.000 krónur voru til úthlutunar. Verkefnin sem styrk hlutu úr sjóðn­ um var ljósmyndaverkefni Davíðs Þórs Guðlaugssonar sem styrkt var um 75.000 krónur og sýning Leikfél­

við Hafnarskeið Opnunartímar:

Mán–fös. : 13:00 - 18:00 Lau.: 13:00-16:00 Sun.: Lokað Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi. Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang af neinu tagi utan gámasvæðis.

Sími 483 3817

Vélhjóladeild Umf. Þórs

Úthlutun styrkja úr Lista- og menn­ingarsjóði

Gámasvæðið

ags Ölfuss á Rummungi Ræningja sem hlaut styrk að upphæð 100.000 krónur. Verkefni Davíðs Þórs miðar að því að taka myndir í Þorlákshöfn af fólk að störfum og gefa þannig nokkra innsýn í atvinnulífið og hversdaginn. Ljósmyndirnar verða til sýnis í Gallerí undir stiganum í nóvember og afhendir Davíð Þór að sýningu lok­inni Sveitarfélaginu Ölfusi myndirnar til varðveislu. Leiksýningin Rummungur ræningi sem Leikfélagið sýnir í október og

nóv­ ember, er fjölskylduleikrit eftir þýska höfundinn Otfried Preussler. Þetta verður enn ein stórsýningin sem Leikfélagið býður upp á, en mikill metnaður hefur verið í starfi LÖ síðustu árin. Þetta er áttunda skipti sem úthlutað er úr sjóðnum, en auk Lista- og menn­ ingarsjóðs hefur menningarnefnd stutt skapandi starf í sveitarfélaginu með samstarfssamningum. Félög sem óska eftir endurnýjun samninga eru vinsamlega beðin um að hafa samband við menningarfulltrúa svo hægt sé að ganga frá þeim fyrir þenn­an vetur.


Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2012

Heima er best 35

%

afsláttur

Goða Gourmet bayonneskinka

1468

kr. kg

verð áður 2259

Nýtt!

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Gildir fimmtudaginn 4. október - sunnudaginn 7. október 2012

Goða hamborgarar m/ brauði, 4 stk.

729

FP pizza bolognese, 3 x 300 g

799

Þykkvabæjar kartöflusalat m/ lauk og grasl.

kr. pk.

349

kr.

kr. pk.

stk.

25

me % magira n Mangó

299

kr. kg

Myllu ostaslaufur

389

MS ostakökur, 4 tegundir

998

Weetos, morgunkorn, 375 g

kr.

498

kr. pk.

kr. pk.

stk.

Haust hafrakex, 225 g

249

kr. pk.

Pepsi og Pepsi Max, 2l

249

Whiskas senior, lamb&grænm., 1 kg

Egils Malt og Appelsín, 0,5 l

kr. stk.

198

kr.

stk.

Sjá opnunartíma á www.kjarval.is Klaustur // Vík // Hvolsvöllur // Hella // Þorlákshöfn // Vestmannaeyjar

879

kr. pk.

3


4

Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2012

Skólalíf Þegar kötturinn er úti leika mýsn­ ar inni er gamalt máltæki sem átti stund­um við hérna á árum áður þegar skólastjórinn brá sér af bæ. Þá hátt­ aði þannig til að skólabjallan var venju­leg bjalla sem haldið var á og hún hrist duglega til. Í dag er bjall­ an rafmagnsbjalla og beintengd við klukk­ una þann­ ig að það er alltaf hringt inn og út úr tíma á nákvæmlega sama tíma og ekkert hægt að hnika til. Þeir sem þekk­ja ekki annað fyrirkomulag hugs­ a ekkert út í það hvað það var þægilegt að geta hnikað frímínútum aðeins til ef þannig stóð á. Þegar veðrið var einstaklega gott var nemendum leyft að vera ögn leng­ ur úti og ef kenn­arar þurftu að sinna áríðandi verk­efnum í frímínútum var hægt að lengja frímínúturnar aðeins. Svo orðatiltækið í inngangi sé útskýrt þá var þetta bragð stundum notað ef skólastjórinn var ekki viðlátinn og kennararnir látn­ir einir um að hringja inn og út. En nóg um það í bili. Undirrituð fór að hugsa um muninn á nútíma skólabjöllu og þeirri gömlu í kjölfar þess að afmælisnefnd hefur verið sett á laggirnar vegna þess að á þessu ári eru 50 ár síðan skólahald hófst í núverandi húsnæði. Afmælisnefndinni er ætlað að skipuleggja hvernig halda skuli upp á þennan merka­atburð. Nefndin kom fyrst sam­ an á föstudaginn og lagði grunninn að afmælisveislunni. Afmælishaldinu verða gerð góð skil síðar. Skólann hefur alltaf vantað skólasöng. Fyrir nokkrum árum var auglýst sam-

keppni en ekkert lag barst inn. Nú er lag fyrir alla tónlistarsnillingana sem bera góðan hug til skólans að semja lag og texta sem nýttist sem skóla­ söngur Grunnskólans í Þorláks­ höfn. Afmælisnefndin auglýsir hér með samkeppni og þarf að skila lagi og texta til undirritaðrar fyrir 1. mars 2013. Samræmt könnunarpróf eru afstaðin þetta árið. 10. bekkur þreytti próf í íslensku, stærðfræði og ensku en 7. bekkur og 4. bekkur þreyttu bara tvö próf, í íslensku og stærðfræði. Nú er beðið úrslita úr þessum prófum en þau verða skoðuð með stöðu nemandans í huga fyrir vetrarstarfið. Fyrri foreldradagur skólaársins var miðvikudaginn 26. sept., sá seinni verður í febrúar. Á svona degi bera foreldrar og kennarar saman bækur sínar og finna í sameiningu flöt til þess að gera skólagöngu barnsins sem ánægjulegasta og að nám þess fari sem best fram. Þykir þetta ómissandi þáttur í skólalífinu. Það þykir líka tilhlýðilegt að kaupa kaffi og kökur af 10. bekk þennan dag en það er liður í fjáröflun bekkjarins fyrir vorferðina þeirra. Haustveðrið leikur við hvurn sinn fing­ ur og léttir þannig lundina og vonandi verður þar framhald á. Guðrún Sigríks Sigurðardóttir, grunnskólakennari

Frá Kvenfélagi Þorláks­hafnar

Tónar við hafið í breyttri mynd

Kvenfélag Þorlákshafnar er félags­ skap­ur kvenna, en markmið félagsins er að styrkja og efla félagskonur og að láta gott af sér leiða. Í 48 ár hef­ ur Kven­ félagið unnið að mörgum góðum málefnum fyrir samfélagið í Þorláks­höfn. Með því að starfa sam­ an að hin­um ýmsu málum gefst kon­ um kostur á að kynnast og þroskast í félagsstarfi með öðrum konum. Við hvetjum þær konur sem hafa áhuga á að ganga í fél­agið og eða kynna sér starfsemina að mæta á fyrsta fund vet­rarins sem hald­inn veður á morg­ un fimmtudaginn 4. Október í Kiw­ anishúsinu og hefst fundurinn kl. 20.00. Hefjum vetrarstarfið með bros á vör það léttir lund.

Menningarnefnd hefur ákveðið að breyta fyrirkomulagi Tóna við hafið frá því að vera tónleikaröð, í það að vera menningarstund þar sem boðið verður upp á fjölbreytta menningardagskrá. Fyrsta menningarstundin með breyttu fyrirkomulagi verður um Safnahelgina, 4. nóvember. Menningarstundin mun bera yfirskriftina blaðamennska í Ölfusi og verður haldin sýning á úrklippum úr blöðum sem gefin hafa verið út í Þorlákshöfn og Ölfusinu, myndir stækkaðar, flutt stutt erindi þar sem rifjaðar eru upp ýmsar skemmtisögur úr útgáfustarfi hinna ýmsu blaða, flutt tónlist og hægt að skoða blöðin sem allflest eru til innbundin á bókasafninu. Menningarstundirnar verða færri en áður, en dagskráin þeim mun fjölbreyttari og stærri í sniðum í hvert skipti.

Stjórnin

ÞAR SE HIMIN VIÐ H

Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þ Af því tilefni er blásið til stórfengl í Reiðhöll Guðmundar í Þorlákshöf

Fram munu koma, ásamt Jónasi og lúð á hljómborð, Ómar Guðjónsson á gítar, Einstakur viðburður og upplifun fyrir öll

Miðasala hefst þann 8. október á Miðaverð er 3.500 kr. Sérstakt nettilboð: Miði og diskur


EM N BER HAF

Þorlákshafnar, fagna útgáfu nýrrar breiðskífu, Þar sem himin ber við haf. legra útgáfutónleika dagana 19. og 20. október kl. 21:00 fn.

ðrasveitinni, eldriborgaratónlistarbandið Tónar og trix, Stefán Örn Gunnlaugsson Kristinn Snær Agnarsson á bassa og Ingi Björn Ingason á trommur. l skilningarvit.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 1 7 6 9

Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2012

n Ávísu

gju

á ánæ

0 20.00 fá um fni to S Árlega í tavinir jóvá viðskip ávísun frá S slu ið re rg endu

ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI · · · ·

Afsláttur af tryggingum Stofn endurgreiðsla Vegaaðstoð án endurgjalds Ókeypis bílaleigubíll í 7 daga vegna kaskótjóns

· · · ·

Afsláttur af barnabílstólum Frí flutningstrygging innanlands Enginn iðgjaldsauki ef þú lendir í tjóni Nágrannavarsla ... og margt fleira

Umboðsmaður í Þorlákshöfn og Ölfusi Vignir Arnarson, Unubakka 10-12, 815 Þorlákshöfn, sími 483 3440 og 897 0999 .

Umboðið er opið alla virka daga kl. 9–13.

midakaup.is.

r á 5.000 kr.

VELKOMIN Í ÍÞRÓTTA MIÐSTÖÐINA Í ÞORLÁKSHÖFN ING, NÁMSKEIÐ Í SPINN GU OG JÓGA, LÉTTRI STYRÝKIN . KETILBJÖLLUM N HAFIN KOMA SO! KOMA SO!

NÁNARI UPPLÝSINGAR Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI, SÍMA 480 3890 Líkamsræktin er opin: Mán. - fös. frá 06:00 til 21:00 og lau. - sun. frá 10:00 til 17:00. Sundlaugin er opin: Mán. - fös. frá 07:00 til 21:00 og lau. - sun. frá 10:00 til 17:00.

SVEITARFÉLAGIÐ

ÖLFUS Lifandi sveitarfélag

5


6

Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2012

Flautur á ferð og flugi

Okkur langar til að segja ykkur frá námskeiði í flautuleik sem við fórum á til Ítalíu í ágúst síðastliðnum. Með okkur í för var flautukennarinn okk­ ar Pamela de Sensi og fjórir aðrir nemend­ur úr Kópavogi og Mosfellsbæ. Það var kalt í veðri og rigningar­suddi þegar við lögðum af stað frá Þorlákshöfn; grútþreyttar og myglaðar klukk­an hálf sjö, en afar spenntar að sjá hvaða ævintýri byðu okkar úti á Ítalíu. Hittum hinar fjórar stelpurnar í flugstöðinni og þá kom spennan fyrir alvöru! Eftir að hafa tékkað okkur inn og loksins komist í gegnum öryggis­ hliðið (öryggisvörðurinn þurfti að skoða allar flaututöskurnar, sem tók sinn tíma..) voru flauturnar teknar upp í fyrsta sinn í þessari ferð. Þau áttu þó eftir að verða þónokkur skiptin þar sem þær voru brúkaðar! Eftir skemmtilega en frekar langa flugferð lentum við loksins í Mílanó. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að sjá borgina, þótt okkur hafi fundist hún frekar skítug og óheillandi. Gist­ um á alveg frábæru hóteli, sem hét Una! Á degi númer tvö hófst annað langa ferðalagið okkar, en þá héldum við til Feneyja. Við kolféllum allar fyrir Feneyjum, svo vægt sé til orða tekið! Röltum um götur borgarinnar og skoðuðum allskonar grímur, sem var sko meira en nóg af. Síðan vorum við alvöru túristar og fórum í gondóla. Það var ekkert smá skemmtilegt og gaman að sjá hvernig fólk ferðast um þar sem engar götur eru. Að lokum komumst við að Markúsartorginu sem var alveg stútfullt af fólki. Spiluðum beint fyrir framan kirkjuna til að skemmta því fólki sem var á leiðinni inn. Eftir ,,tónleikana“ stilltum við okkur upp til að taka myndir, en fengum reynd­

ar engan frið fyrir hópi af Kínverjum sem vildu endilega fá að taka mynd af sér með okkur! Þriðji dagurinn var mjög langur en einnig afar skemmtilegur. Um há­degi drösluðum við töskunum okkar á lest­ arstöðina í Mílanó, sem var reynd­ ar ekki mjög langt frá. Tókum svo hraðlest til Rómar, sem fór á 300km hraða! Ferðin tók því aðeins um tvo og hálfan tíma en ekki sex. Tókum svo metro til Colosseum sem var fyrsti viðkomustaður. Við fengum all­ ar hálfgert sjokk þegar við gengum út úr neðanjarðarlestastöðinni, því það fyrsta sem við sáum var Colosseum sem gnæfði yfir okkur. Stilltum okkur upp beint fyrir framan hringleikahúsið og spiluðum. Okkur fannst það alveg ótrúlega merkilegt því vanalega sér maður Colosseum bara á myndum en þarna var það beint fyrir augum okkar og það var alveg frábært að fá tækifæri til að spila tónlistina sína þar. Einn maðurinn tók okkur upp á mynd­ band og sagðist ætla að senda það í eitthvert Suður-Amerískt sjónvarp, þannig ef þið eruð þar um slóðir í okt­ óber gætuð þið séð okkur spila! Eins skítug og okkur fannst Mílanó, þó fannst okkur Róm alveg andstæðan. Róm er alveg ótrúlega falleg borg og Pamela bjó þar þannig að við fengum söguna alveg beint í æð í hvert sinn sem við löbbuðum fram hjá einhverjum frægum rústum eða minnismerkjum. Eftir mikið rölt, mikið af myndatökum og mikið fjör, tókum við litla rútu yfir til San Gemini þar sem planið var að eyða næstu tíu dögum. San Gemini var pínulítill og krútt­legur bær. Við gistum á hóteli sem var alveg við ,,verslunargötuna“ sem samanstóð af bar, lítilli verslun, ávaxta­sala, apóteki og nokkrum litlum fatabúðum. Strax á fyrsta degi byrjuðu þrælabúðir-

Bergheimafréttir Vetrarstarfið er hafið á fullu og allt hefð­bundið samstarf byrjað, skólaheimsóknir á milli Hulduheima og Tröllheima eru hafnar. En hvert barn fær að fara í tvær heimsóknir fyrir áramót og tvær eftir áramót. Einnig eru skólaheimsóknir á milli fyrsta bekk­ jar og Hulduheima og þar eru fjórar heimsóknir sem hvert barn fær yfir veturinn. Í fyrstu heimsókn frá félags­starfi eldriborgara í Ölfussi komu þær Ragna og Agga og lásu sögur á Tröllaheimum. Í næstu heimsókn fá Álfaheimar og Dvergaheimar heimsókn. Við fengum gesti frá Tónlistarskóla Árnesinga í Bergheima, Sigríður Kjartansdóttir kom með þverflautu­ nemendur, þær Kötlu Ýr, Lóu og Þórey Kötlu þær spiluðu all­ ar einar og einnig með Siggu. Í lokin spilaði Sigga á píanóið og börnin áttu að syngja með. Eins og síðustu ár kemur TÁ í heimsókn einu sinni í mánuði yfir vetramánuðina. Á aðalfundi hjá foreldrafélaginu var kosin ný stjórn en vegna flutninga og anna var bara ein eftir af gömlu stjórninni. En ný stjórn er skipuð þannig formaður Sigrún Huld, gjaldkeri Sigríður Ósk, ritari Júlanna, meðstjórnendur Freyja Mjöll og nar! Námskeiðið stóð samtals í tíu daga og á hverjum degi spiluðum við um það bil 5–6 tíma. Spiluðum á tónleikum nánast á hverju kvöldi, bæði með öðrum nemendum og svo fengum við frábæran undirleikara frá Scala óperunni í Mílanó. Hver dagur samanstóð af tækniæfingum, sam­ spili, einkatímum og miklu fjöri! Á þessu námskeiði voru líka píanó-, söng-, og fiðlukrakkar sem var mjög skemmtilegt að kynnast. Þau voru öll ítölsk og fannst mjög merkilegt að hitta­einhvern frá Íslandi, þótt þau væru reyndar ekki alveg viss hvar Ísland væri á landakorti. Þetta var alveg frábær ferð í alla

Katrín Ósk. Þær sem hættu voru Harpa Böðvars, Ingibjörg Sæmunds., Kristín Ólöf og Gyða Sigurðar. þökk­ um við þeim fyrir samstarfið. Fyrsti foreldrafundur vetrarins verður þann 3.okt þessir fundir eru sett­ ir þannig upp að foreldrar mæta inn á deild barnsins en börnin eru inn í sal/frístund á meðan. Á fundinum er farið yfir vetrastarfið á hverri deild fyrir sig, leikskólastjóri fer yfir starfssemi leikskólans, starfsmanna­ hóp og fl.. Byrjar er þann 3.okt. kl 8.10 á Dverga­heimum, 10. okt. kl. 8.10 á Tröllheimum,17.okt. kl.8.10 á Álfaheimum og 24. okt. kl. 8.10 á Hulduheimum. Hefð er fyrir því að foreldrafélagið standi fyrir hópmyndatöku annað hvert ár og er komið að því núna. Myndatakan í ár verður 11.október og mun Bjarni í Mynd í Hafnarfirði taka myndirnar. Ég minni á heimasíðuna bergheimar.is þar eru settar reglulega fréttir af starfi og fl. Núna eru t.d. all­ ir söngtextar sem er verið að syngja komnir á heimasíðuna undir söngtext­ ar. Með haustkveðju, Dagný aðstoðarleikskólastjóri staði og lærðum við alveg heilmikið á henni­. Með þessari litlu ferðasögu langar okkur að þakka þeim fjöl­ mörgu aðil­um sem styrktu okkur til ferðarinn­ar. Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar ,,keyptu“ okkur til að spila við ýmis tækifæri og allir voru mjög jákvæðir og hjálpsamir í okk­ ar garð meðan við vorum að safna­ fyrir ferðinni. Fyrir það erum við mjög þakklátar og vonandi getum við endur­goldið það um ókomna framtíð með framlagi til tónlistarlífsins í sveitarfélaginu okkar. Einnig langar okkur til að þakka Pamelu og hinum stelpunum fyrir frábæra ferð! Bestu kveðjur, Inga Þórs, Kristrún, Ólöf Björk og Una Guðrún

Vöruflutningar Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring

Ódýr og góð þjónusta alla daga Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn sími: 893-0870


Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2012

Rummungur ræningi hjá ­Leikfélagi Ölfuss

Leikfélag Ölfuss æfir nú fjölskylduleikritið Rummung ræningja eftir þýska barnabókahöfundinn og leikskáldið Otfried Preussler. Þetta er ævintýri eins og þau gerast best og koma við sögu máttug galdranorn, talandi froskur, spilandi kaffikvörn, sex fötur af kartöflum og svo auðvitað sjálfur Rummungur, grimmastur og ógurlegastur allra ræningja í Ræningjaskógi. Frumsýnt verður 13. október, leikstjóri og þýðandi verksins er Ármann Guðmundsson. Kaspar og Sæli ákveða að gleðja ömmu sína með því að gefa henni kaffikvörn sem spilar uppáhaldslagið hennar í afmælisgjöf. Þeir eru þó ekki fyrr búnir að því en hinn ógurlegi Rummungur ræningi birtist og rænir kaffikvörninni af ömmu. Þar sem Vindbelgur varðstjóri er allt annað en spenntur að fara eltast við Rummung inn í Ræningjaskóg ákveða drengirnir að grípa til ráða og leggja gildru fyrir Rummung. Það tekst en ýmislegt fer öðru vísi en ætlað er og áður en varir eiga þeir ekki einungis í baráttu við Rummung heldur líka hina máttugu galdranorn Þeófílíu Plúmmendrúpp. Alls taka sjö leikendur þátt í verkinu. Þess má geta að nú í september eru 50 ár liðin frá því bókin um Rummung, eða Räuber Hotzenplotz eins og hann heitir á frummálinu, kom fyrst út. Sýnt verður í Versölum: Frumsýning - Laugardag 13. okt. kl. 14 2. sýning -Sunnudag 14. okt. kl. 14 3. sýning - Sunnudag 21. okt. kl. 14 4. sýning - Sunnudag 28. okt. kl. 14 Miðaverð er kr. 2000.

Rummungur ræningi er á Facebook! Leikfélag Ölfuss

Myndir Hafgrímu „Und­ir stiganum“ Þorlákshafnarbúinn Hafdís Hallgrímsdóttir heldur sýningu á málverkum sínum í Gallerí undir stiganum í október. Hafdís kallar sig Hafgrímu og merkir myndir sínar þannig, en hún er fæddist í Reykjavík árið 1953 og ólst upp á Seltjarnarnesinu. Hún er sjálfmenntuð í myndlistinni en hafði mjög gaman af teikn­ ingu í skóla og var allt­ af krotandi eins og hún segir sjálf. Hafdís byrj­ aði ekki að mála mynd­ ir fyrr en um 2006 eða þar um bil, en þó ekki að alvöru fyrr en árið

2010. Á sýningunni verða myndir sem Hafdís eða Hafgríma hefur verið að mála undanfarið og verður opnun sýningarinnar fimmtudaginn 4. okt­ óber klukkan 18:00. Boðið verður upp á kaffi og konfekt á bókasafninu af tilefni opnunar.

Bæjarskrifstofur Ölfuss Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16 Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri, oli@olfus.is Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is Bókasafn Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is Barbara Guðnadóttir menningarfulltrúi, barbara@bokasafn.is Opið mán. til mið. 11-18, fim. 14-20 og fös. 11-17 Íbúðir aldraðra Sími 483 3614 Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is

www.olfus.is

Þjónustumiðstöð Ölfuss Sími 483 3803 Gunnþór K. Guðfinnsson umhverfisstjóri, gkg@olfus.is Grunnskólinn Sími 480 3850, skolinn@olfus.is Halldór Sigurðsson skólastjóri, halldor@olfus.is Leikskólinn Bergheimar Sími 483 3808, leikskóli@olfus.is G. Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri, asgerdur@olfus.is Íþróttamiðstöð Ölfuss Sími 480 3890 Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is Hafnarvogin Sími 480 3601 Indriði Kristinsson hafnarstjóri, hafnarvog@olfus.is

7


8

Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2012

Sagnakvöld 18. október kl. 20:00. Sagnamaður: Sr. Baldur Kristjánsson.

Opnunartími: virka daga 17-21 helgar 12-22

Breytir hann vatni í vín?

Ókeypis aðgangur - Tilboð á mat og drykk

9-fréttir Það er vissulega alltaf nóg um að vera á 9-unni í Þorlákshöfn. Vetrarstarfið hófst með kynningarfundi 12. sept­ ember og þar mættu um 50 manns svo segja má að starfsemin hafi farið vel af stað. Þær Sigrún Theódórs­ dóttir, forstöðumaður 9-unnar og Anna Lúthersdóttir, formaður Félags eldriborgara, sögðu frá því helsta sem verður á döfinni á næstunni. Konukvöldinu var frestað af ófyrirsjáanlegum ástæðum og það fært frá september til 25. október kl. 19. Þar mæta konur í sínu fínasta pússi­og njóta kvöldsins. Þriggja kvölda spilavist verður 9., 16. og 23. október og hefst kl. 20. Útskurðarnámskeið, átta skipti, hefst 10. október. Leiðbeinandi er Jón ­Adolf Steinólfsson. Enn eru nokkur laus pláss. Félagsfundur eldri borgara verður sunnudaginn 14. október kl. 16. Karlarabb hefst 1. október kl.14 og leshópur kl. 15 og verður alla mánu­ daga. Handavinnukaffi er á mánu­ dögum, leikfimi spil og föndur í gryfjunni á þriðjudögum en keramik á miðvikudögum. Leikfimi spil og kortagerð er á fimmtudögum og bíó á föstudögum. Rétt er að minna á Ringó í íþróttahúsinu tvisvar í viku og þar er einnig Boccia. Gleymið ekki parafin vaxpottinum, MOTO­med æfingahjólinu og nýja göng­brettinu sem 9-unni áskotnaðist nú fyrir skömmu. Velkomin á 9-una! fb

Myndlist gerð aðgengileg og áhugaverð Listasafn Árnesinga og bókasöfnin á Selfossi og í Þorlákshöfn vinna nú að samstarfsverkefni sem miðar að því að nota verk úr safneign Listasafns Árnesinga til að kynna myndlist og myndlistarmenn fyrir ungum gest­ um bókasafnanna. Í barnadeildum bókasafnanna verða sett upp 2-3 list­averk úr safneigninni í hvert sinn ásamt texta um verkin, listamennina og spurningar sem ætlað er að hvetja til skoðunar á verkunum, pælinga og umræðu. Barnamenningarsjóður styrkir verkefnið sem er fjórskipt, þ.e. fjórum sinnum koma nýjar mynd­

Einnig skv. samkomulagi

Körfufréttir

Nú blásum við til leiks í körfunni eftir frábært fótboltasumar hjá Ægismönn­ um. Stanslaus veisla í íþróttunum í Þorlákshöfn. Fyrsti leikur meistara­ flokks verður mánudagskvöldið 8. október kl. 19:15 og eru okkar menn klárir í slaginn. Í fyrsta heimaleiknum mæta strákarnir Njarðvíkingum og má búast við hörkuleik. Leikmanna­ hópurinn er svipaður og í fyrra en liðið hefur fengið góðan liðsstyrk frá 2 erlendum leikmönnum, Ben Smith og Robert Diggs og einum Íslendingi, Darril Flake. Nú þurfum við að stækka stuðningsmannahópinn og viljum við minna á stuðningsmannakortin sem er hægt að panta á heimasíðu deildar­ innar thorkarfa.com en ýmis fríðindi fylgja kortunum ásamt því að nú í vetur verður boðið upp á að taka frá sæti í stúkunni í úrslitakeppninni sem við stefnum að sjálfsögðu á að kom-

ast í. Á næstu dögum munu strákarnir og aðrir velunnarar deildarinnar hafa samband með heimsókn eða símhringingu og kynna stuðningsmannakortin. Vonandi takið þið vel á móti þeim og verðið þátttakendur í stuðningsmanna­ hópi deildarinnar. Strákarnir vilja þakka þann frábæra stuðning sem fleytti þeim í 2. sæti úrvalsdeildar Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og vonast til að stúkan verði troðfull af stuðningsmönnum í vetur.

ir ásamt texta og spurningum. Fyrstu myndirnar sem nú eru komnar upp á vegg í barnadeild bókasafnsins í Þorlákshöfn eru eftir þá Jóhann Briem og Jón Engilberts. Sömu myndir héngu lengi vel á veggjum barnadeildar­innar á Selfossi en þar hanga nú nýj­ar mynd­

Bæjarlíf – óháð blað frá 2001 Ritstjórn og ábyrgð: Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net Útgefandi: RS-útgáfan Heimasíða: www.baejarlif.net Netfang: postur@baejarlif.net Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili ­ Sveitar­­félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.

Skilafrestur í næsta blað: fös. 2. nóv. Útgáfudagur: miðvikud. 7. nóv.

postur@baejarlif.net

Yngri flokkar deildarinnar eru farnir að æfa af krafti og verður fljótlega boðað til fyrsta foreldrafundar til að kynna verkefni vetrarins. Einnig verða búningar og bolir til sölu. Pant­ anir hjá Sigrúnu í síma 860 5556 eða á eyðublaði í íþróttamiðstöðinni. Stjórnin

Langi Seli og Skuggarnir með tónleika

Föstudaginn 5. október heldur hljómsveit­ in Langi Seli og Skuggarnir tónleika í Ráð­húskaffi í Þorláks­h öfn. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er a ð­g a n g u r 2.000 kr. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri í fylgd með full­ orðnum. Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir var stofnuð árið 1987 og fagna því 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Hljómsveit­ina skipa þeir Langi Seli sem spilar á gítar og syngur, Þorgils Björgvinsson á gítar, Jón Skuggi á bassa og Erik Qvick á trommur. Langi Seli og Skuggarnir hafa í geg­n­um árin

Bæjarlíf brosandi blað!

Unubakka 34 sími 483 3545

Þvottahús Ölfuss Unubakka 4 Þorlákshöfn s. 483-3530

Opið 9-12 og 14-17 virka daga

Fatahreinsun Fataviðgerðir Saumaskapur Rennilásar Borðdúkar til leigu Söluhorn Prjónalopi - ýmsir litir

Verið velkomin

feng­i st við ýmis tilbrigði við rokksög­una og mun það vera gert áfram og undir­aldan sem fyrr sterk­ lega lituð af einhverskonar rokkabill­ ýi. Á tónleik­unum verður farið í gegn­ um feril­inn og spiluð frumsamin lög hljóm­sveitarinnar bæði gömul og ný. ir sem í framhaldinu koma á sýningu í Þorlákshöfn. Foreldrar, kennarar, starfsfólk leikskólans og all­ ir sem áhuga hafa, eru hvattir til að koma með börnin eða bara sjálfir á þessa litlu myndlistasýningu á barna­ deild bókasafnsins.

Tölvuviðgerðir Sími 483

3993

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir

BÆJARLÍF  

Októberblað Bæjarlífs.

BÆJARLÍF  

Októberblað Bæjarlífs.

Advertisement