Page 1

GET mobile Mannskiptaverkefni 铆 Evr贸pu - Handb贸k fyrir fyrirt忙ki -

www.getmobileproject.eu


2012 Hönnun og umbrot: Hugsmiðjan Prentun: Litróf

Þetta verkefni er stutt af Evrópusambandinu. Þessi útgáfa endurspeglar einungis viðhorf höfundanna og er innihaldið ekki á ábyrgð Evrópusambandins.


Efnisyfirlit

1. Inngangur.................................................................................................................................................. 5 2. Mannaskiptaverkefni í Evrópu............................................................................................................... 6 3. Hvernig geta mannaskiptaverkefni gagnast þínu fyrirtæki?........................................................... 8

www.getmobileproject.eu

3


Þáttakendur í Get Mobile

Inova Consultancy Bretland

VHTO - Konur í vísindum Holland

CLP Ítalía

www.inovaconsult.com

www.vhto.nl

www.clpge.it

Vinnumálastofnun Ísland

Pendik KISGEM Tyrkland

MILITOS Grikkland

www.vinnumalastofnun.is

www.pendikkisgem.org

www.militos.org

Í handbók þessari má finna gagnlegar upplýsingar um það sem felst í því að finna og taka að sér starfsnema. Í gagnagrunni verkefnisins, GET Connected Zone, er hægt að skrá fyrirtæki og leita að samstarfsaðila í öðru landi. Þar geta fyrirtæki einnig deilt reynslu sinni og komist í kynni við önnur fyrirtæki. Hægt er að skrá niður upplýsingar um laus störf og leita að hentugum umsækjendum sem passa við þarfir þíns fyrirtækis.

4


1. Inngangur

Í þessari handbók má finna hagnýtar upplýsingar um hvernig á að bera sig að varðandi að taka starfsnema/lærling í fyrirtækið og þau skref sem þarf að taka. Farið er í gegnum þau skref sem þarf að taka í ferlinu. GET Mobile er stutt af Evrópusambandinu og er samstarfsverkefni nokkurra stofnana í Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Ítalíu, Íslandi og Tyrklandi. Markmiðið er að hvetja til aukins hreyfanleika (mobility) kvenna úr viðskipta og tæknigeiranum og lítilla fyrirtækja. Sérstakur markhópur eru þær konur sem eru atvinnulausar eða ekki í störfum við hæfi þeirrar menntunar.

Um tvo markhópa er að ræða: 1. Lítil og meðalstór fyrirtæki. 2. Konur sem útskrifaðar eru úr viðskipta, tækni og vísindagreinum.

Þrjár aðferðir/tæki hafa verið þróuð til að styðja fyrirtækin í þessu ferli; 1. Handbók

fyrir

fyrirtæki

um

mannaskiptaverkefni. Hagnýtar upplýsingar um það að hýsa starfsnema erlendis frá.

Rannsóknir sýna að smærri fyrirtæki eru ólíklegri til

2. Kynningarfundir

fyrir

fyrirtæki;

Þar

upplýsingar

um

að nýta sér mannaskiptaverkefni og er markmiðið

að breyta þessu og að sýna fyrirtækjum fram á

hvernig er best að velja starfsnema.

þann ávinning sem hlýst af því að taka nema í

kynningarfundunum

starfsþjálfun og styðja þau í val og ráðningarferlinu.

Leonardo mannaskiptaverkefna kynntir auk

fyrirtækin

hagnýtar

verða

Á

möguleikar

þess sem þar eru upplýsingar um valferlið, kostnaðinn

sem

fylgir,

menningarlega

þætti, stuðning við starfsnema og kynning á heimasíðu verkefnisins. 3. Get

Connected

Zone

heimasíðan:

er

vettvangur sem færir saman konur og fyrirtæki í Evrópu en þar geta fyrirtæki skráð upplýsingar um sig og auglýst eftir samstarfsaðilum.

www.getmobileproject.eu

5


2. Mannaskiptaverkefni í Evrópu

Mannaskipti (mobility) er hugtak sem notað er um fólk sem fer frá einu landi til annars til starfa í ákveðinn tíma en hreyfanleiki vinnuafls er eitt af forgangsmálum hjá Evrópusambandinu. Stundum eru hugtökin starfsnám eða starfsþjálfun notuð í þessu sambandi. Hægt er að sækja um styrk vegna ferða og uppihalds en viðkomandi þarf að hafa fyrirtæki eða stofnun á bakvið sig, einstaklingar geta því ekki sótt um.

Hvað felst í mannaskiptaverkefnum?

Fjármagn

Mannaskiptaverkefni geta falið í sér dvöl í öðru

Að taka þátt í mannaskiptaverkefnum felur ekki

landi innan Evrópusambandsins (auk Króatíu,

í sér beinan kostnað fyrir fyrirtæki eða stofnun

Íslands, Liechtenstein, Noregs, Sviss og Tyrklands)

því starfsnemar geta sótt um styrki til að standa

og getur dvölin numið frá einum mánuði upp í tólf

straum af ferðakostnaði og uppihaldi. Ef fyrirtæki

í stofnun/fyrirtæki

vilja styðja við viðkomandi með einhverjum hætti er það ekki bannað, en það er valkvætt.

Þau verkefni sem viðkomandi starfsmaður sinnir eru mismunandi og fara eftir menntun og reynslu viðkomandi og kröfum fyrirtækisins. Gerður er þjálfunarsamningur milli aðila þar sem verkefnin eru útlistuð en mikilvægt er einnig að huga að stuðningi á meðan á dvöl stendur þar sem oft er um nýliða á vinnumarkaði að ræða. Þetta getur verið tímafrekt og skiptir því máli fyrir fyrirtækin að skipuleggja verkefnin vel.

Reynslusaga

Fyrirtæki í Bretlandi Ég heiti Eric Wijmenga og er stjórnandi Intergambio, sem er símenntunarmiðstöð í Sheffield. Nýlega réðum við okkar fyrsta starfsnema en við þurftum einhvern með góða tungumálahæfileika til að hjálpa okkur við að vinna úr umsóknum erlendis frá. Aðalkröfurnar voru sveigjanleiki og áhugi á viðskiptalífinu. Reynslan var mjög jákvæð og vorum við mjög hrifin af því hvernig viðkomandi sinnti sínu starfi og þróaðist í mjög hæfan og fjölhæfan starfsmann í teymi okkar. Að hýsa starfsnema skipti miklu máli fyrir okkar viðskipti og ég myndi hiklaust mæla með þessari reynslu við önnur fyrirtæki. Ég lærði einnig mikið um sjálfan mig í leiðinni og minn stjórnunarstíl og ábyrgð sem gerði reynsluna að gagnkvæmu lærdómsferli fyrir báða aðila.

6


Reynslusaga

Starfsnemi í Grikklandi „Halló! Ég heiti Elisavet og er frá Grikklandi. Eftir að ég lauk námi í stjórnun var ég á milli tveggja elda, og hafði ekki starfsreynslu til að fara í þau störf sem mig langaði til. Þá kom ég auga á verkefni sem gerðu konum kleift að taka þátt í mannaskiptaverkefnum í Evrópu þar sem bauðst að vinna við hlið kvenna frumkvöðla. Ég kýldi á þetta, sótti um og fékk pláss hjá grísku fyrirtæki Militos Emerging Technologies & Services (www.militos.org). Eftir að hafa sent þeim starfsferilskrá mína og farið í Skype viðtal við stjórnandann, við fundum sameiginlega áhugamál og fundum leið til að starfa saman. Ég gat fullvissað hana um minn áhuga og ég fékk tækifæri til að læra beint frá frumkvoðli og fékk mjög verðmæta reynslu. Reynslan var mjög verðmæt, ég naut hennar bæði í starfi en ekki síður persónulega. Mér fannst ég vera metin að verðleikum. Núna, er ég í fullu starfi hjá Militos, og er ein af lykilstarfsmönnum fyrirtækisins og það hófst allt með þátttöku í mannaskiptaverkefni.“

„Reynslan af því að hafa nema frá mismunandi löndum hjálpaði mér að byggja upp gott samband við viðskiptavini mína.“

„Alþjóðavæðingin er aðalatriðið í okkar fyrirtæki, og möguleikinn á því að hýsa starfsnema hjálpaði okkur mikið til að skoða nýja markaði.“

Fyrirtæki í Tyrklandi, sem hýsti starfsnema.

Fyrirtæki á Ítalíu sem hýsti starfsnema.

Gagnlegir tenglar Gagnlegar upplýsingar um tækifæri til mannaskipta í Evrópu http://ec.europa.eu/education/erasmus-for-all/ http://www.globalplacement.com/about

Heimasíða Leonardo á Íslandi www.leonardo.is

Eures – Evrópsk vinnumiðlun www.eures.is

Kaflinn í hnotskurn ✓✓ Mannaskiptaverkefni eru verkefni þar sem viðkomandi þátttakendur fá að taka virkan þátt í starfsemi fyrirtækis/ stofnunar. ✓✓ Mannaskiptaverkefnin eru fyrir nokkra hópa, stúdenta, útskrifaða og tilvonandi frumkvöðla. ✓✓ Lögaðilar í 27 löndum Evrópu auk Króatíu, Íslands, Liechtenstein, Noregs, Sviss og Tyrklands geta sótt um mannaskiptaverkefni. ✓✓ Verkefni geta varað frá einum upp í tólf mánuði.

www.getmobileproject.eu

7


3. Hvernig geta mannaskiptaverkefni gagnast þínu fyrirtæki?

Alþjóðavæðingin hefur haft mikil áhrif á fyrirtæki í heiminum og þörfin fyrir tengslanet og þekkingu um aðra menningu eykst með aukinni alþjóðavæðingu. Hvernig er hægt að bregðast við aukinni samkeppni á alþjóðamarkaði? Hvernig mun þér takast að markaðssetja vörur í öðru landi án þess að vita eitthvað um menningu þess? Smærri fyrirtæki hafa oft ekki burði til að ráða fólk til að sjá um svo sérhæfð verkefni, og getur starfsnemi verið hluti af lausninni. Þannig gæti starfsneminn komið með sérhæfða þekkingu inn í fyrirtækið.

Ávinningurinn með þátttöku í mannaskiptaverkefnum er;

Lítum nánar á ávinningana: • Ný hugsun og sýn: Starfsneminn getur komið

• Ný þekking og innsýn í aðra menningarheima sem

með nýjar hugmyndir inn í fyrirtæki, nýja sýn

er nauðsynlegt til að ná árangri á alþjóðavísu.

og leiðir til lausnar vandmála og verkefna. Oft

• Þróun færni og þekkingar í fyrirtækinu og

erum við föst í gömlum vana og leiðum til að

tækifæri til að vinna að verkefnum sem að öllu jöfnu væri ekki tími til að vinna.

leysa verkefnin og sjáum ekki út fyrir kassann. • Ný hæfni: Smærri fyrirtæki hafa ekki alltaf sérfræðinga á öllum sviðum. Með ráðningu sérhæfðs starfsnema er möguleiki á því að fá þessa þekkingu inn í fyrirtækið.

Viðkomandi

getur sinnt verkefnum sem ekki hefur verið tími til að sinna í fyrirtækinu og þannig létt álagi á stjórnendur. • Alþjóðlegt sjónarhorn: Fyrirtækið hefur tækifæri

Námið veitti mér frábæra fræðilega færni en ekki reynslu í atvinnulífinu. Á meðan á mannaskiptaverkefninu stendur mun ég fá verðmæta reynslu í því að vinna í alþjóðlegu umhverfi.

til að byggja upp alþjóðlega þekkingu og hæfni í fyrirtækinu. Að hafa starfsmann frá öðru landi og menningu kemur ekki bara fyrirtækinu til góða heldur einnig starfsfólkinu sem kynnist annari menningu og hugsun.

Tengslanet er

einnig mjög mikilvægt, að byggja upp tengsl við viðskiptavini og útvíkka starfsemina skiptir máli.

Starfsnemi í Belgíu

Með þátttöku í mannaskiptaverkefnum gæti fyrirtækið tekið fyrstu skrefin til að byggja upp tengslanet í Evrópu.

8


Reynslusaga

Fyrirtæki á Ítalíu Ég heiti Umberto Curti og er meðeigandi fyrirtækisins Welcome Management, sem er ráðgjafafyrirtæki á Ítalíu. Við sérhæfum okkur í markaðssetningu á netinu og þjálfun fyrir ferðaþjónustu. Við höldum úti heimasíðunni Ligucibario® (www.ligucibario.com), sem er ein af stærstu síðum heims um matarmenningu Ítalíu. Við komum auga á tækifæri innan Erasmus áætlunarinnar fyrir tilviljun, en starfsnemi frá Króatíu óskaði eftir samstarfi við okkur. Hún sendi okkur umsókn sína með ýmsum upplýsingum og til að gera langa sögu stutta þá kom hún til okkar sem starfsnemi. Alþjóðavæðingin skiptir miklu máli í okkar starfsemi og möguleikinn á því að ráða til starfa einhver sem getur skoðað markaðinn er mjög áhugavert. Við gerðum þjálfunarskipulag og undirbjuggum hennar veru hjá fyrirtækinu sem hófst í október.

Á námsárunum var ég skiptinemi í Kanada. Mér finnst mjög spennandi að halda áfram á þessari alþjóðlegu braut og hef einmitt heyrt að í gegnum Get mobile séu margir möguleikar í boði sem mig langar svo sannarlega að vita meira um. Hollenskur nemi, áhugasamur um mannaskiptaverkefni.

Gagnlegir tenglar Vefsíða verkefnisins We Mean Business

Kaflinn í hnotskurn Að taka þátt í mannaskiptaverkefnum er frábær leið til þess að;

sem ætlað er til vitundarvakningar um

✓✓ Fá upplýsingar frá fyrstu hendi um erlenda markaði og að bæta

mannaskiptaverkefni í Evrópu

við þekkingu um menningarlega margbreytni sem er lykillinn að árangursríkri alþjóðavæðingu.

http://we-mean-business.europa.eu

✓✓ Fá nýjar hugmyndir og sjónarhorn á starfsemi og ferla fyrirtækis. ✓✓ Þróa sérhæfða þekkingu og hæfni í fyrirtækinu. ✓✓ Taka fyrstu skrefin í að byggja upp tengslanet og sambönd í Evrópu

www.getmobileproject.eu

9

Handbók  

Handbók Get mobile

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you