Page 1

KNATTSPYRNU

sumarið 2019

4. flokkur - Reykjavíkurmeistarar - 2019 fjölnota hús sumarnámskeið yngri flokkar formannspistill

framtíðin meistaraflokkar leikir sumarsins æfingatafla ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

1


Framtíðin björt Reykjavíkurmót - Heildarárangur A liða í yngri flokkum karla

Hafa ber í huga að einungis er tekinn árangur A liða og vægi 2. flokks er meira en annarra flokka þar sem leikin var tvöföld umferð. Í einum flokki sendi Fjölnir tvö A-lið til leiks og var árangur gegn því líði ekki hafður með til að samanburður yrði réttur.

Það má með sanni segja að framtíðin sé björt hjá okkur ÍR-ingum. Þegar rýnt er í heildarárangur yngri flokka í Reykjavíkurmóti frá 5. flokki uppí 2. flokk karla þá sést glögglega að einungis tvö lið standa ÍR framar. Þessum góða árangri má þakka okkar frábæru þjálfurum, foreldrum og ekki síst áhugasömum iðkendum. Eitt er þó er skyggir á þennan árangur og það er dræm þátttaka stúlkna í starfi deildarinnar. Það virðist vera þannig að stúlkur sæki meira í aðrar greinar og vegna dræmrar þátttöku í eldri flokkum þá leiti stúlkurnar í önnur félög. Þetta er auðvitað óæskileg þróun og vonandi ber okkur gæfa til að reka öflugt starf í öllum flokkum karla og kvenna um ókomna tíð. Eins og allir ÍR-ingar og flestir Breiðhyltingar vita standa nú yfir miklar framkvæmdir

2

á svæði félagsins í Mjóddinni. Að þeim loknum, árið 2023, verður öll starfsemi félagsins komin á einn stað – nema hvað skíðadeildin verður jú ennþá uppi í fjöllum, eðli málsins samkvæmt. Á undanförnum árum hefur mjög þrengst að knattspyrnudeild ÍR og einkum fyrir þá skemmtilegu staðreynd að mikil fjölgun hefur orðið í hópi iðkenda. Haustið 2012 voru þeir 280, en vorið 2019 er talan komin upp í 650 og því spáð að hún muni hækka meira. Það er ekki síst vegna þessara tíðinda sem nauðsynlegt er að auka við umráðasvæði knattspyrnudeildarinnar og fær hún frá og með mars á næsta ári afnot af hálfum knattspyrnuvelli, innanhúss í fjölnota íþróttamannvirki. Mun það vafalítið nýtast boltaspörkurum í röðum félagsins vel, ekki

síst yngri iðkendum að vetri til og auðvitað af báðum kynjum. Þetta mun ennfremur minnka álagið á gervigrasvellinum heilmikið, en stundum hafa tveir til þrír flokkar verið þar við æfingar í einu, sem er vitaskuld of mikið og takmarkar mjög það sem hægt er að gera. Einnig hefur oft verið erfitt að koma fyrir æfingaleikjum, vegna umsetningarinnar utan dyra, en allt stendur þetta sem sé til bóta með tilkomu knatthússins. Þar verður ennfremur búningsaðstaða, 200 fermetra lyftingasalur og geymsla fyrir bolta og önnur tæki og tól. Verkís hf hefur umsjón með verkinu á ÍR-svæðinu, en Munck Íslandi sér um framkvæmdirnar og má sjá teikningar af hinni væntanlegu útkomu aftar í blaðinu.

RITSTJÓRN: Atli Geir Jóhannesson og Guðjón Ingi Eiríksson. LJÓSMYNDIR: Bjarki Viðarsson, Þorsteinn Jóhannesson, Atli Geir, Matthías Einarsson, Helgi Viðar Hilmarsson (Símamót), Árni Birgisson, Ingimundur Bergsson auk mynda af facebook síðum flokka. Árni Birgisson fær þakkir fyrir ýmsa aðstoð og Sigurður Ómarsson skrif um 4. flokk. UMBROT: Atli Geir ÁBYRGÐARMAÐUR: Magnús Þór Jónsson. ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


Formanns pistill Ágæti Breiðhyltingur! Þá er enn eitt knattspyrnusumarið komið vel á veg og iðkendur ÍR, frá 5 ára aldri og upp úr og það af báðum kynjum hlaupa um fótboltavelli landsins sjálfum sér og öðrum til ánægju. Knattspyrnan er vinsælasta íþrótt í heimi og undanfarin ár höfum við Íslendingar ekki farið varhluta af þeirri athygli sem árangur í henni veitir. Landsliðin okkar hafa farið sigurför um heiminn og í kjölfarið varpað ljósi á þjóðina okkar og land. En jafn frábær og sú athygli er þá má það aldrei gleymast að árangurinn er byggður á grunni íþróttafélags eins og ÍR. Mikilvægi félaganna í landinu er mjög vanmetið. Strákarnir og stelpurnar „okkar“ sem klæðast nú landsliðstreyjunum hófu knattspynuiðkunina í sínu félagsliði og fengu þar umgjörðina og þjálfunina sem síðan hefur verið byggt markvisst ofan á með frábærum árangri. Það skiptir miklu máli fyrir hvert samfélag að eiga öflugt íþróttafélag, bæði til að sinna forvarnargildinu sem íþróttir gefa en ekki síður til að vera samfélagi sínu sú „landkynning“ sem íslenska landsliðið hefur verið landinu okkar í heild.

Við í knattspyrnudeild ÍR tökum þetta samfélagshlutverk okkar alvarlega, okkar hugsjón er sú að byggja upp knattspyrnufélag sem tekur við iðkanda á leikskólaaldri og fylgir honum þaðan í frá í gegnum félagið. Sumir verða meistaraflokksfólk og jafnvel landsliðsfólk eða atvinnumenn, aðrir eiga góðar minningar um íþróttaiðkunina og hafa eignast þar vini fyrir lífstíð. Þessi hugsjón okkar er mun líklegri til að verða að veruleika ef okkur tekst að styrkja umgjörð félagsins og þar eru sjálfboðaliðar algjör lykill að velgengni. Ég skora á forráðamenn iðkenda og annað áhugafólk í hverfinu að setja sig í samband við okkur í stjórn knattspyrnudeildar ÍR ef áhugi fyrir því að koma með okkur í þessa vegferð. Það er í þessu eins og öðru félagsstarfi, styrkurinn liggur í fjöldanum og því fleiri sem koma að verki, því minna verður álagið á hverjum og einum og ávinningurinn meiri. Tökum höndum saman um öflugt starf fóboltans hjá ÍR!!! Með knattspyrnukveðju, Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.

Stjórn knattspyrnudeildar

Barna- og unglingaráð

Magnús Þór Jónsson - formaður Sigurður Ómarsson - meðstjórnandi Jónatan Hróbjartsson - meðstjórnandi Matthías P. Einarsson - meðstjórnandi Atli Guðjónsson - meðstjórnandi Auður S. Ólafsdóttir - varamaður Hans Heukinen - varamaður

Guðmundur Axel Hansen - formaður Linda Hrönn Gylfadóttir - gjaldkeri Þórarinn Alvar Þórarinsson - meðstjórnandi Kjartan Már Másson - meðstjórnandi

Netfang: burknd@ir.is

Netfang: knd@ir.is

Aðalstjórn ÍR Ingigerður H. Guðmundsdóttir - formaður Reynir Leví Guðmundsson - gjaldkeri Sigurður Albert Ármannsson - stjórnarmaður Addý Ólafsdóttir - stjórnarmaður

Rúnar G. Valdimarsson - stjórnarmaður Kristín Steinunn Birgisdóttir - stjórnarmaður Lísa Björg Ingvarsdóttir - stjórnarmaður

Netföng: formadur@ir.is, stjorn@ir.is

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

3


Strákarnir í 4. flokki ÍR tryggðu sér sigur í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á vordögum. Mótið var langt og strangt, frá miðjum nóvember fram í lok apríl. Liðið hafði lagt sig hart fram á æfingum undir handleiðslu þjálfaranna, Kristjáns Gylfa og Engilberts, og var vel undirbúið þegar kom fram í mót. Nágrannar okkar úr Fossvoginum voru fyrstu mótherjar okkar ÍR-inga. Fyrirfram var búist við mjög erfiðum leik enda hafa Víkingar teflt fram öflugum liðum í yngri flokkum undanfarin ár. Sú reyndist þó ekki raunin í þetta skiptið og ÍR-ingarnir hreinlega völtuðu yfir Víkingana og sigruðu leikinn með 9 mörkum gegn 2. Strax á þessum fyrsta leik mátti sjá að ÍR-ingar væru með hörku lið og gaf sigurinn liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið.

möguleika í þeim leik, lokastaðan 6-0, sennilega besti leikur ÍR þegar þarna var komið við sögu. Nú var orðið ljóst að það væri raunhæfur möguleiki að keppa allt til enda um titilinn. Tíu dögum síðar var komið að Fram og spilað upp í Úlfarsárdal. Aðstæður voru allar hinar erfiðustu og hávaðarok stóð á annað markið. Fram byrjaði betur og komust í 2-0 áður en okkar menn komu tilbaka með

enda mátti hvorugt lið við því að tapa. Úr varð hörkuleikur og liðin sóttu á víxl og fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum. Staðan var 0-0 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Í þeim seinni voru hins vegar heimamenn sterkari og fögnuðu mikilvægum 3-0 sigri. Mánuði síðar var komið að KR og var leikið í Frostaskjólinu. Sá leikur náði aldrei að vera spennandi því okkar menn höfðu tögl og hagldir allan leikinn. ÍR komst í 0-3 áður en KR svaraði með einu og í þeim síðari héldu ÍR liðinu engin bönd og 2-9 sigur og þrjú mikilvæg stig í hús. ÍR var komið í kjörstöðu að tryggja sér titilinn í síðasta leiknum. Breiðholtsslagur var framundan en leikmenn þurftu að bíða fram yfir páska eftir þeim slag. Ekkert annað en sigur kom til greina þar sem Fylkismenn fylgdu ÍR eins og skugginn en það munaði aðeins einu stigi á liðunum.

Reykjavíkur-

meistarar

4. flokks

Valsmenn voru svo heimsóttir að Hlíðarenda og var spilað við frábærar aðstæður á þeirra aðalvelli. Okkar menn mættu í miklum ham og komust í 0-4 í fyrri hálfleik. Meira jafnræði var með liðunum í þeim seinni og leikurinn endaði með 3-7 sigri. ÍR fór því í verðskuldað jólafrí á toppnum. Leikar hófust að nýju í lok janúar. Verkefnið var Þróttur á útivelli. Strákarnir okkar höfðu oft spilað betur en stórsigur engu að síður staðreynd, 2-8. Reykjavíkurmeistar síðasta árs, Fjölnir, heimsóttu okkur ÍR-inga á Hertz-völlinn í byrjun febrúar. Okkar menn léku á als oddi og og áttu þeir gulu aldrei

4

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

2 mörk og jafntefli niðurstaðan. Staðan í mótinu var orðin æsispennandi. ÍR enn efst með 13 stig eftir 5 leiki en Fylkir og KR áttu leik til góða og höfðu unnið alla sína. Ef ÍR-ingarnir ætlaðuðu að landa titlinum þá máttu þeir ekki misstíga sig. Næstu leikir voru einmitt gegn þessum félögum. Fylkismenn mættu til leiks á Hertz-vellinum þann 9. mars. Leikmenn jafnt sem áhorfendur, sem voru fjölmargir, voru spenntir

Leiknismenn heimsóttu okkur ÍR-inga á sumardaginn fyrsta. Heimamenn brugðust ekki á ögurstundu og unnu öruggan 8-1 sigur og Reykjavíkurmeistaratitillinn var í höfn. Við óskum 4. flokki, leikmönnum og þjálfurum, innilega til hamingju með frábært mót. Sigurinn var sanngjarn, 22 stig af 24 mögulegum, og skoraði liðið 52 mörk en fékk aðeins á sig 12. ÍR átti einnig markakóng mótsins en Huldar Einar Lárusson skoraði 23 mörk í 8 leikjum. Þá átti ÍR þrjá fulltrúa í Reykjavíkurúrvalinu sem koma úr þessu sterka liði.


Vin í Laugardal mu.is

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

5


MEISTARA KVENNA

Efri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Sigurþórsson þjálfari, Gabríela Birna Jónsdóttir, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, A Másdóttir, Hekla Dís Kristinsdóttir, Marta Quental Árnadóttir, Eva Ýr Helgadóttir, Ásgeir Þór Eiríksson aðstoða Tara Kristín Kjartansdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Alísa Rakel Abrahamsdó Fjarstaddar þegar myndin tekin : Bjarkey Líf Halldórsdóttir, Dagný Rún Gísladóttir, Elísabet Lilja Ísleifsdóttir, F Sól Birgisdóttir, Wiktoria Klaudia Bartoszek og Felix Exequiel Woelflin styrktarþjálfari.

6

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


AFLOKKUR A 2019

Andrea Katrín Ólafsdóttir, Telma Sif Búadóttir, Irma Gunnþórsdóttir, Lára Mist Baldursdóttir, Anna Bára arþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Sigrún Erla Lárusdóttir, Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, Helga Dagný Bjarnadóttir, óttir, Álfheiður Bjarnadóttir, Sara Rós Sveinsdóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir. Fjona Gaxholli, Guðrún Ósk Tryggvadóttir, Karen Rut Ólafsdóttir, Linda Eshun, María Karenardóttir, Viktoría

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

7


Leikir ÍR í Inkasso-deildinni í sumar Leikur Dagsetning - völlur Tími Þróttur R. - ÍR Fimmtudaginn 9. maí - Eimskipsvöllur kl. 19:15 ÍR - Augnablik Sunnudaginn 19. maí - Hertz-völlur kl. 14:00 Afturelding - ÍR Föstudaginn 24. maí - Varmárvöllur kl. 19:15 ÍR - ÍA Fimmtudaginn 6. júní - Hertz-völlur kl. 19:15 FH - ÍR Föstudaginn 21. júní - Kaplakrikavöllur kl. 19:15 ÍR - Fjölnir Miðvikudaginn 26. júní - Hertz-völlur kl. 19:15 Grindavík - ÍR Miðvikudaginn 3. júlí - Grindavíkurvöllur kl. 19:15 Tindastóll - ÍR Föstudaginn 12. júlí - Sauðárkróksvöllur kl. 19:15 ÍR - Haukar Fimmtudaginn 18. júlí - Hertz-völlur kl. 19:15 ÍR - Þróttur R. Miðvikudagurinn 24. júlí - Hertz-völlur kl. 19:15 Augnablik - ÍR Þriðjudaginn 30. júlí - Fífan kl. 19:15 ÍR - Afturelding Fimmtudaginn 8. ágúst - Hertz-völlur kl. 19:15 ÍA - ÍR Þriðjudaginn 13. ágúst - Norðurálsvöllur kl. 19:15 ÍR - FH Mánudaginn 19. ágúst - Hertz-völlur kl. 18:00 Fjölnir - ÍR Laugardaginn 24. ágúst - Extra-völlur kl. 14:00 ÍR - Grindavík Föstudaginn 6. september - Hertz-völlur kl. 17:30 ÍR - Tindastóll Föstudaginn 13. september - Hertz-völlur kl. 17:15 Haukar - ÍR Föstudaginn 20. september - Ásvellir kl. 19:15

Sigurður Þ. Sigurþórsson - Þjálfarinn

Sigurður Þ. Sigurþórsson var ráðinn þjálfari meistraraflokks kvenna hjá ÍR haustið 2018. Hann hefur starfað nær óslitið við þjálfun af einu eða öðru tagi frá árinu 1984 og þjálfað börn og unglinga bæði í knattspyrnu og handknattleik. Þjálfaraferill hans hófst hjá Handknattleiksdeild Vals, en svo fór hann yfir í knattspyrnuþjálfun árið 1994 þegar hann réði sig sem þjálfara hjá 6. flokks drengja hjá ÍR. „Það er því gaman að fá það sem mitt fyrsta þjálfarastarf í meistaraflokki að þjálfa kvennalið ÍR,“ segir Sigurður, sem er

menntaður íþróttakennari frá ÍKÍ og með B.ed. kennaragráðu frá KÍ, auk Dipl.Ed próf í stjórnun menntastofnanna. Þá hef hann að auki lokið eftirtöldum þjálfaragráðum hjá KSÍ: KSÍ B (UEFA B) árið 2005, KSÍ A (UEFA A) árið 2016 og KSÍ Afreksþjálfun unglinga (UEFA Elite Youth A licence) árið 2019. Auk knattspyrnuþjálfunar starfar Sigurður sem aðstoðarskólastjóri við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Aðstoðarþjálfari er Ásgeir Þór Eiríksson

Sumarið 2018 Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR var í Inkasso-deildinni síðastliðið sumar og hafnaði þar í áttunda sæti, sem var það næsta fyrir ofan fallsætin. Fyrirfram var búist við meira af liðinu, en gengi þess var brösótt og um miðjan ágúst urðu þjálfaraskipti þar. Guðmundur Guðjónsson, sem hafði þjálfað kvennaliðið frá 2015, hætti störfum og Engilbert Friðfinnsson, aðstoðarþjálfari hans, tók við og lauk keppnistímabilinu.

8

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


Andrea Katrín - Fyrirliðaspjall Andrea Katrín Ólafsdóttir er fyrirliði ÍR. Hún er „uppalin“ í Fylki, var lánuð þaðan til ÍR hálft keppnistímabilið 2014, en fór þá aftur í Árbæjarliðið áður en hún gekk í raðir ÍR-inga fyrir tímabilið 2016 og hér hefur hún verið síðan. Hvert er markmiðið fyrir komandi keppnistímabil? „Við förum að sjálfsögðu í hvern leik með það að markmiði að vinna, en við erum með frekar ungan og óreyndan hóp þannig að stóra markmiðið er fyrst og fremst að halda sæti okkar í deildinni, svo við getum byggt ofan á það á næstu árum.“ Í hverju liggur helsti styrkleiki liðsins? „Það er mjög þéttur kjarni í liðinu.“ Hvar sérðu meistaraflokk ÍR fyrir þér eftir fjögur ár? „Eftir fjögur ár verður komin meiri reynsla

í liðið og þá getum við farið að berjast um toppsætin í Inkasso-deildinni.“ Ef þú mættir nú velja einn leikmann, hvaðanæva úr heiminum, til að spila með ÍR, hver yrði þá fyrir valinu og af hverju? „Ég held að ég myndi velja hina bandarísku Lindsay Horan þar sem hún er góð í að binda miðjuna saman, er skapandi og skorar fullt af mörkum.“ Hvaða lag viltu heyra í búningsklefanum áður en þú labbar út á völlinn og af hverju? „Ef ég þarf að segja eitt þá held ég að það sé King með Years & Years. Annars hlustum við alltaf á sama playlistann til að koma okkur í gírinn.“ Eitt leyndarmál, tengt meistaraflokknum, að lokum: „Við gefum þau ekki svo auðveldlega upp!!l!“

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

9


Barcelona Summer Cup 2019

Þriðji flokkur karla brá sér í lok júní á mót sem haldið er ár hvert í Salou og nefnist Barcelona Summer Cup. Á mótið koma lið frá hinum ýmsu löndum og kepptu ÍR ingarnir við jafnaldra sína frá Portúgal, Sviss, Noregi og Íslandi. Strákarnir voru sjálfum sér og félaginu til sóma bæði innan sem utan vallar og koma heim með ljúfar og góðar minningar. Á mótinu sjálfu stóðu strákarnir sig vel og stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar í B-úrslitum og tryggðu sér þannig 5. sætið á mótinu eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Okkar strákur, Olsi Tabaku, fór svo heim með markakóngstitilinn og er vel að því kominn. Framtíðin er björt hjá þessum geggjuðu strákum. Áfram ÍR!

10

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


5. FLOKKUR KARLA

6. FLOKKUR KARLA

Reykjavíkurúrval Þrír feikilega öflugir leikmenn úr 4. flokki voru á vordögum valdir í Reykjavíkurúrvalið sem fór í árlega keppni höfuðborga á Norðurlöndum. Þetta eru þeir Baldur Páll Sævarsson, Huldar Einar Lárusson og Hákon Dagur Matthíasson en allir koma þeir úr hinu sigursæla liði 4. flokks. Að þessu sinni fór keppnin fram í Stokkhólmi og er skemmst frá að segja að strákarnir stóðu geysivel sig vel og voru félagi sínu til sóma. Þeir voru í byrjunarliði í öllum leikjunum úrvalsins, sem endaði mótið að þessu sinni í öðru sæti.

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

11


12

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


Fjölnota íþróttahús

Laugardaginn 16. febrúar síðastliðinn

var skóflustunga tekin að nýju fjölnota íþróttahúsi. Varaformaður ÍR, Addý Ólafsdóttir, ásamt formanni ÍTR, Pawel Bartoszek, og verkefnastjóra Munck á Íslandi, Fjalari Haukssyni, tóku fyrstu skóflustunguna en í kjölfarið gafst öllum ÍR-ingum á svæðinu tækifæri á að taka stungu. Um 130 manns mættu á viðburðinn og eftir að búið var að taka skóflustungur var öllum boðið að þiggja veitingar í ÍR-heimilinu og skoða teikningar af nýja íþróttahúsinu.

5.000 fermetrar að stærð. Húsið samanstendur af knattspyrnuvelli, auk æfingasvæðis fyrir frjálsíþróttir í vesturenda hússins. Tveggja hæða hliðarbygging verður meðfram eystri langhlið salar og er í henni meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal og salernisaðstöðu. Íþróttahúsið á að verða fullklárað og rekstrarhæft í ársbyrjun 2020. Það er engum vafa undirorpið að nýtt íþróttahús mun verða mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna hjá ÍR.

Fjölnota íþróttahúsið verður rúmir

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

13


Meiðsli knattspyrnufólks Knattspyrnuiðkun er því miður ekki meiðslalaus, frekar en annað sem mennirnir taka sér fyrir hendur – og fætur. Hér er örstuttur fróðleiksmoli þessu tilheyrandi: Flest meiðsli knattspyrnufólks verða á neðri útlimum, sem afmarkast við mjaðmargrind, mjaðmir, læri, hné, kálfa, fætur og ökkla. Rannsóknir á þessu sviði sýna að um 70% knattspyrnumeiðsla eru bráðameiðsli t.d. af völdum tæklinga, samstuðs eða ef leikmaður lendir illa eftir stökk, en um 30% eru álagsmeiðsli sem koma vegna of mikils álags á æfingum og í keppni um lengri tíma. Dæmi um

algeng álagsmeiðsli eru bólgur í náravöðvum, hásinabólga og beinhimnubólga. Rannsóknir sýna ennfremur að meiri hætta er á að verða fyrir meiðslum við keppni heldur en á æfingu. Þá er meiðslatíðni kvenna í knattspyrnu hærri en karla og tíðni meðsla eykst með aldri þátttakenda. Meiðslatíðni í knattspyrnu er fremur há samanborið við aðrar íþróttagreinar. Hins vegar er alvarleiki meiðsla í knattspyrnu oft minni en í öðrum íþróttagreinum.

HEILRÆÐI

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans, ekki reyna að hafa áhrif á hann meðan á leik eða æfingu stendur og látið hann um þjálfunina og leikstjórnunina. Ekki hrópa og kalla á ykkar börn á æfingum og í leikjum, það truflar einbeitingu þeirra og gerir þau taugaóstyrk. Hvetjið liðið í heild, ekki bara ykkar börn. Látið aðeins jákvæð og hvetjandi orð frá ykkur fara,þetta er bara leikur og ánægjan yfir því að taka þátt er númer 1. Hafið hvatninguna einfalda og almenna, ekki reyna að fjarstýra börnunum frá hliðarlínunni, það ruglar þau.

14

Sýnið ekki mótherjum barnanna ykkar neikvætt viðhorf, gagnkvæm virðing og kurteisi er hinn sanni ÍR - KNATTSPYRNA - 2019 íþróttaandi.

Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs, ekki gagnrýna þegar illa gengur. Hvetjið þau og uppörvið eftir tapleiki og klappið fyrir þeim þó leikurinn hafi ekki unnist. Lítið á dómarann sem leiðbeinanda barnanna, ekki gagnrýna ákvarðanir hans. Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið. Sýnið starfi félagsins virðingu, verið virk á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um starfsemina, þar er ykkar vettvangur. Athugið hvort þið getið orðið að liði á einhvern hátt, það eru foreldrar sem sjá um alla starfsemina í yngri flokkunum og þeir gætu þurft hjálparhönd - margar hendur gera verkið auðvelt.


2. FLOKKUR KARLA

Efri röð f. vinstri: Jóhannes Guðlaugsson þjálfari, Róbert Ingi Hrólfsson, Abbas, Styrmir Rafn Ólafsson, Torfi Már Markússon, Andir Már Valdimarsson, Kristján Orri L. Kristjánsson, Róbert Andri Ómarsson, Þorsteinn Tjörvi Sigurðsson, Ástþór Ingi Runólfsson, Bjarni Þór Guðjónsson, Bragi Karl Bjarkason og Dragi Pavlov þjálfari. Neðri röð f. vinstri: Alexander Fabian Cauteruccio Rodriguez, Árni Rúnar Leifsson, Ragnar Örn Jóhannesson, Sigurður Bjarmi Halldórsson, Heiðar Már Hildarson, Birkir Blær Laufdal Birkisson, Atli Baldur Atlason, Kristján Jóhannesson, Sigurður Karl Gunnarsson og Gunnar Olgeir Harðarson. Á myndina vantar: Sölva Gunnarsson, Ívan Óla Santos, Gabríel Þór Gunnarsson, Adam Thorstensen, Davíð Ásmundsson og Jóhann Inga Jóhannsson þjálfara.

3. FLOKKUR KARLA

Efri röð f. vinstri: Tinni Kári Jóhannesson þjálfari, Marinó Ólafsson, Úlfur Blandon Scheving Thorsteinsson, Arnar Máni Ingimundarson, Jóhann Haraldur Dan Hafdísarson, Óliver Úlfar Helgason, Bjarni Dagur Svansson, Bergvin Fannar Helgason, Viktor Dagsson, Sveinn Gísli Þorkelsson, Jónatan Reynisson, Jósef Gabríel Magnússon, Jóhann Bjarki Birgisson og Sigmann Þórðarson þjálfari. Neðri röð f. vinstri: Egill Skorri Vigfússon, Saeed Kristján Alison, Jónbjörn Orri Sigurðsson, Sævar Breki Snorrason, Cezary Ptak, Örnólfur Sveinsson, Olsi Tabaku, Ágúst Freyr Axelsson, Hákon Dagur Matthíasson, Huldar Einar Lárusson, Baldur Páll Sævarsson og Óliver Elís Hlynsson. Á myndina vantar: Andra Ásberg Bjarkason. Kristján Runólfsson og Kristján Ara Halldórsson þjálfara. ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

4. FLOKKUR KARLA

15


Símamótið 2019

5. FLOKKUR

KVENNA 6. FLOKKUR

16

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


7. FLOKKUR KARLA

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

17


18

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


5. FLOKKUR KVENNA

ÝMSAR MYNDIR

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

19


8. FLOKKUR KARLA

7. OG 8. FLOKKUR KVENNA

20

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


%

Í SA

MRÆ

M I

LÖ G H

AW

AL

R IF

Ð VI

100

VERNDAÐU HÚÐINA ELSKAÐU STRÖNDINA

AI I U M K Ó

R

LAUST VIÐ

OCTINOXATE & OXYBENZONE ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

21


OPIN ÆFING MEIS

20

Árleg æfing iðkenda knattspyrnudeildar ÍR með meistaraflokkum félagsins fór að þess Ánægjan skein úr hverju andliti þar sem litlir sem stó

22

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


STARAFLOKKA ÍR

019

su sinni fram í blíðskaparveðri þriðjudaginn 23. júlí og var að vanda ákaflega vel sótt. órir spreyttu sig í ýmsum knattþrautum og leikjum. ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

23


MEISTARAF KARLA

Efri röð frá vinstri: Jóhannes Guðlaugsson þjálfari, Eyjólfur Þórður Þórðarson liðstjóri, Róbert Andri Ómarss Helgi Freyr Þorsteinsson, Ari Viðarsson, Aleksandar Alexander Kostic, Ágúst Freyr Hallsson, Bragi Karl Viðars Neðri röð frá vinstri: Birkir Blær Laufdal Kristinsson, Ómar Atli Sigurðsson, Sigurður Karl Gunnarsson, Viktor Reynir Haraldsson, Facundo Ricardo Scurti og Ivan Óli Santos. Á myndina vantar: Ástþór Inga Runólfsson.

24

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


FLOKKUR

2019

son, Helgi Freyr Sigurgeirsson, Stefnir Stefánsson, Már Viðarsson, Adam Thorsteinsen, Axel Kári Vignisson, sson, Aron Gauti Magnússon, André Musa Solórzano Abed og Halldór Arnarsson aðstoðarþjálfari. r Örn Guðmundsson, Björgvin Stefán Pétursson, Gylfi Steinn Guðmundsson, Gunnar Óli Björgvinsson,

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

25


Til stóð að þjálfarateymi ÍR yrði óbreytt frá síðasta ári. Aðalþjálfari þess, Brynjar Þór Gestsson, hafði af persónulegum ástæðum verið í leyfi frá miðjum janúar og kom það til vegna erfiðra og langvarandi veikinda konu hans, Arndísar Jónasdóttur. Heilsu hennar hafði þá hrakað mjög og lést hún tveimur mánuðum síðar. Í kjölfarið óskaði Brynjar Þór eftir að framlengja leyfið og var það sjálfsagt mál og eðlilegt í alla staði. Hann mun því ekki koma að þjálfun meistaraflokksins á þessu keppnistímabili, en vel má vera að hann eigi eftir að starfa fyrir félagið síðar meir og er til þess vilji beggja. Ásgeir Aron Ásgeirsson var aðstoðarþjálfari Brynjars Þórs 2018 og Arnars Þórs Valssonar 2017. Hann var ráðinn aðalþjálfari eftir að Brynjar þó steig til hliðar og var Jóhannes Guðlaugsson, þjálfari 2. flokks og yfirþjálfari ÍR, honum innan handar. Eftir slaka byrjun á Íslandsmótinu var Ásgeiri sagt upp störfum og færðist Jóhannes þá upp í aðalþjálfarastarfið og verður Hallór Arnarsson honum til aðstoðar.

Jóhannes á að baki 60 leiki fyrir ÍA í efstu deild og hefur þjálfað á öllum aldurstigum yngri flokka, bæði karla og kvenna, einkum hjá ÍA og ÍR en einnig erlendis þar sem hann spilaði jafnframt á árunum 1990-1995. Hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá 2. deildarliði Veberöd AIF í Svíþjóð 1994-1995 og meistaraflokk kvenna hjá ÍA sumarið 2005. Jóhannes hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Reykjavíkurborg við frístundamiðstöð í yfir 20 ár og er menntaður frístundaráðgjafi frá Lundi og auk þess með diplóma í mannauðsstjórnun frá HÍ. Þá hef hann að auki lokið eftirtöldum þjálfaragráðum hjá KSÍ: KSÍ B (UEFA B) árið 2016 og KSÍ A (UEFA A) árið 2018. Allir innan ÍR hafa skilning á þessum óhjákvæmilegu þjálfarahrókeringum og svo er við þetta að bæta að liðsstjórinn ómissandi, Eyjólfur Þórðarson, mun ekki láta sig vanta í hópinn frekar en fyrri daginn og munar um minna.

Jóhannes Guðlaugs

26

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019


Axel Kári - Fyrirliðaspjall Axel Kári Vignisson er borinn og barnfæddur ÍR-ingur sem hljópst að heiman um stund en kom svo aftur og var tekið fagnandi. Hann er fyrirliði meistaraflokksins og féllst að sjálfsögðu góðfúslega á að svara nokkrum spurningum. Hvert er markmiðið fyrir komandi keppnistímabil? „Markmiðið er skýrt og það er að koma liðinu aftur upp í Inkasso-deildina.“ Í hverju liggur helsti styrkleiki liðsins? „Samheldni og liðsheild. Í liðinu er þéttur kjarni leikmanna sem hefur spilað lengi saman fyrir meistaraflokk ÍR og þekkja hvern annan vel. Þeir sem hafa bæst við hópinn í vetur falla vel inn í þennan kjarna og allir eru ákveðnir í að skila inn þeirri vinnu sem er nauðsynleg til að ná markmiðum liðsins. Þessu til viðbótar er talsvert stór hópur ungra ÍR-inga að koma inn í meistaraflokkinn í fyrsta skiptið í langan tíma. Þetta styrkir liðsheildina og ÍR-hjartað enn frekar og það verður gaman að fylgjast með þessum strákum stíga fyrstu skrefin í sumar.“

Hvar sérðu meistaraflokk ÍR fyrir þér eftir fjögur ár? „Ef við höldum rétt á spilunum og hlúum vel að þeim árgöngum sem eru að koma upp í gegnum yngri flokkana þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við gætum verið að berjast um sæti í efstu deild“ Ef þú mættir nú velja einn leikmann, hvaðanæva úr heiminum, til að spila með ÍR, hver yrði þá fyrir valinu og af hverju? „Messi. Af því að hann er besti knattspyrnumaður í heimi.“ Hvaða lag viltu heyra í búningsklefanum áður en þú labbar út á völlinn og af hverju? „Ég vil hlusta á eitthvað alvöru pabbarokk. Reynir Haralds sér oftast um tónlistina og passar að ég sé vel gíraður þegar ég labba út á völlinn“ Eitt leyndarmál, tengt meistaraflokknum, að lokum: „Það eru ótrúlegir tónlistarmenn í liðinu og ekki ólíklegt að eitt lag eða svo verði gefið út í sumar. Reynir Haraldsson er auðvitað landsþekktur lagahöfundur, útvarpsmaður á

Áttunni og sonur Halla Reynis tónlistarmanns. Ágúst Þór Brynjarsson hefur spilað á u.þ.b. 300 sveitaböllum á Húsavík. Gylfi Steinn, Gunnar Óli og Sigurður Gísli, a.k.a. Gylfari, Góli og Bondarinn, mynda síðan rosalegt tríó sem þeir kalla Scooby-doo!“

......Leikir ÍR í 2 deild í sumar...... Leikur Dagsetning - völlur Tími ÍR - Leiknir F. Laugardaginn 5. maí - Hertz-völlur kl. 13:30 Tindastóll - ÍR Laugardaginn 11. maí - Sauðárkróksvöllur kl. 16:00 ÍR - Selfoss Föstudaginn 15. maí - Hertz-völlur kl. 19:15 Völsungur - ÍR Laugardaginn 25. maí - Húsavíkurvöllur kl. 16:00 ÍR - Kári Föstudaginn 31. maí - Hertz-völlur kl. 19:15 Vestri - ÍR Mánudaginn 10. júní - Olísvöllur kl. 17:00 ÍR - Fjarðabyggð Laugardaginn 15. júní - Hertz-völlur kl. 19:15 Þróttur V. - ÍR Fimmtudaginn 20. júní - Vogabæjarvöllur kl. 19:15 Víðir - ÍR Föstudaginn 28. júní - Nesfisk-völlur, Garði kl. 19:15 ÍR - Dalvík/Reynir Fimmtudaginn 4. júlí - Hertz-völlur kl. 17:30 KFG - ÍR Föstudaginn 12. júlí - Samsung-völlur, G.bæ. kl. 19:15 ÍR - Tindastóll Laugardaginn 20. júlí - Hertz-völlur kl. 14:00 Leiknir F. - ÍR Fimmtudaginn 25. júlí - Fjarðabyggðarhöllin kl. 17:30 Selfoss - ÍR Miðvikudaginn 31. júlí - JÁVERK-völlur kl. 19:15 ÍR - Völsungur Laugardaginn 10. ágúst - Hertz-völlur kl. 14:00 Kári - ÍR Föstudaginn 16. ágúst - Akraneshöllin kl. 19:15 ÍR - Vestri Miðvikugur 21. ágúst - Hertz-völlur kl. 18:00 Fjarðabyggð - ÍR Sunnudagurinn 25. ágúst - Eskjuvöllur kl. 15:00 ÍR - Þróttur V. Laugardaginn 31. ágúst - Hertz-völlurinn kl. 14:00 ÍR - Víðir Sunnudaginn 8. september - Hertz-völlurinn kl. 14:00 Dalvík/Reynir - ÍR Laugardaginn 14. september - Dalvíkurvöllur kl. 14:00 ÍR - KFG Laugardaginn 21. september - Hertz-völlurinn kl. 14:00

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

27


Ívan Óli í landsliði Einn af ungu og efnilegu strákunum í meistaraflokki ÍR er Ívan Óli Santos. Ívan er fæddur í mars 2003 og er því einungis 16 ára gamall og enn gjaldgengur í 3. flokki. Þó ungur sé að árum hefur hann leikið 15 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 2 mörk. Ívan Óli Santos hefur á undanförnum misserum verið valinn til að leika fyrir Íslensku ungmennalandsliðin. Hann hefur þegar þetta er skrifað leikið 7 landsleiki, þrjá með U-15 ára landsliðinu árið 2017 og fjóra með U-16 ára landsliðnu á árunum 2018 og 2019. Í þessum leikjum hefur hann skorað

Léttir

Undanfarin ár og það allmörg hefur Léttir verið venslalið meistaraflokks karla hjá ÍR og er heilmikið samstarf þarna á milli. Það hefur verið ánægjulegt í alla staði, nema þegar Léttir sló ÍR út úr bikarkeppninni hérna um árið. Ekki orð um það meir. En Léttir hefur alls ekki tengst ÍR alla tíð og var reyndar lengi vel algjörlega sjálfstætt félag. Það var stofnað af nokkrum verkfræðingum árið 1976 sem langaði til að sparka bolta í alvöru Íslandsmótsins og höfðu sumir þeirra verið býsna liðtækir með öðrum félögum á sínum tíma. Nægir þar að nefna Gunnar H. Gunnarsson sem áður lék með ÍA, KR og Fram og Rúnar G. Valdimarsson, sem nú situr í aðalstjórn ÍR. Flestir stofnendurnir voru komnir af léttasta skeiði þegar þeir

28

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

3 mörk, þar af eitt með U-16 ára landsliðinu og setti hann það í 3-0 sigri Íslands á Bólivíu í UEFA Development Tournament sem fram fór í Króatíu í aprílbyrjun. Ivan hefur alltaf fylgt hinum sterka 2002 árgangi, sem spilaði m.a. til úrslita í bikarkeppni 3. flokks sumarið 2018 og hreppti þar silfur. Hafa nú þegar nokkrir strákar úr því liði fengið að spreyta sig í meistaraflokki í sumar. Svo er bara að vona að Ívan haldi áfram að standa sig á þessum vettvangi og eins að aðrir ÍR-ingar feti í fótspor hans.

ákváðu að hrinda þessu hugðarefni sínu í framkvæmd. Því fannst þeim við hæfi að velja algjört öfugnefni á félagsskapinn og kalla hann Létti. Þeir sem nú hlaupa um grundirnar í Léttistreyjunni eru víst eitthvað léttari en stofnendurnir – og einnig yngri. Sumir tilheyra meira að segja líka 2. flokki ÍR, en þannig blöndun hefur verið heimil um nokkurt skeið og nýta mörg félög sér þetta fyrirkomulag, sem um leið undirstrikar mikilvægi venslaliðanna. Þess má að lokum geta að leikmenn Léttis hafa séð um margrómaða hamborgarasölu á heimaleikjum ÍR og séð um ýmis störf tengd leikjum meistaraflokks auk aðstoðar við dómgæslu í yngri flokkum.


Stundum þarf tvo til

- því að sumt virkar betur saman

Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.

4. FLOKKUR KARLA

Efri röð frá vinstri: Engilbert Ólafur Hafberg Friðfinnsson þjálfari, Bjartur Orri Jóhannesson, Þór Sebastian Wilkins, Atli Gunnar Kristjónsson, Przemyslaw Lewandowski, Kristján Ólafsson, Kristján Daði Runólfsson, Markús Mar Matthíasson, Hákon Dagur Matthíasson, Örnólfur Sveinsson, Huldar Einar Lárusson, Freyr Dominic Jude M. Bjarnason, Fannar Rósant Friðriksson, Ísak Grétar Finnbogason, Ólafur Björgvin Bæringsson, Birgir Óliver Árnason og Kristján Gylfi Guðmundsson þjálfari Neðri röð frá vinstri: Magnús Noesgaard, Dagur Már Sigurðsson, Björn Ómar Úlfarsson, Sölvi Haraldsson, Birgir Logi Steinþórsson, Alexander Freyr Ísleifsson, Jóhannes Kristinn Hlynsson, Baltasar M. Wedholm Gunnarsson, Baldur Páll Sævarsson, Cezary Ptak, Róbert Elís Hlynsson og Guðmundur Kristinn Davíðsson. Á myndina vantar: Arnar Óla Ingvarsson, Erling Ævarr Jónsson, Harald Hjartarson, Hjálmtý Daníel S. Björnsson, Ísak Grétar Finnbogason, Jóhann Otta Davíðsson, Matthías Gíslason, Nökkva Blæ Hafþórsson Óla Björn Bjarkason, Róbert Dag Stelluson, Sigurð Davíð B. Sigurðsson, Teit Ara Sigurðsson og Tómas Ara Sigurðsson. ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

29


Myndir frรก N1 mรณtinu

30

รR - KNATTSPYRNA - 2019


...........Sumariรฐ 2019 รR - KNATTSPYRNA - 2019

31


Æfingatafla - Sumar 2019 Æfingatafla Knattspyrnudeildar ÍR Sumar 2019

Flokkur/Aldur

Mánudagur

8.fl. barna (‘13 og yngri)

Þriðjudagur ÍR völlur

Kl. 16:15-17:15

7.fl.ka. (2011-12)

Kl. 15:00-16:00

7.fl.kv. (2011-12)

Kl. 16:15-17:15

6.fl.ka. (2009-10)

Kl. 14:00-15:00

6.fl.kv. (2009-10)

Kl. 14:00-15:00

ÍR völlur

ÍR völlur

ÍR völlur

ÍR völlur

ÍR völlur

Kl. 15:00-16:00

ÍR völlur

Kl. 16:15-17:15

ÍR völlur

Kl. 14:00-15:00

ÍR völlur

Kl. 14:00-15:00

ÍR Völlur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

ÍR völlur

Kl. 15:00-16:00

ÍR völlur

Kl. 16:15-17:15

ÍR völlur

Kl. 14:00-15:00

ÍR völlur

Kl. 14:00-15:00

ÍR Völlur

ÍR völlur

ÍR völlur

Kl. 16:15-17:15

ÍR völlur

Kl. 14:00-15:00

ÍR völlur

Kl. 14:00-15:00

ÍR Völlur

Kl. 13:00-14:00

4.fl.ka. (2005-06)

Kl. 16:00-17:30

Kl. 16:00-17:30

Kl. 16:00-17:30

Kl. 16:00-17:30

Æfingar

Byrja

Í

Sumar

4.fl.kv. (2005-06) 3.fl.ka. (2003-04) 3.fl.kv. (2003-04)

ÍR völlur

ÍR völlur

ÍR völlur

Kl. 13:00-14:00

ÍR völlur

ÍR völlur

Kl. 13:00-14:00 Y Kl. 14:00-15:00 E

ÍR völlur

Kl. 13:00-14:00

ÍR völlur

ÍR völlur

Kl. 13:00-14:00 Y Kl. 14:0015:00 E

ÍR völlur

ÍR völlur

Kl. 17:30-19:00

Kl. 17:30-19:00

Æfingar

Með

Mfl

Kvenna

Kl. 19:00-20:30

Meistaraflokkur kvenna

Kl. 18:30-20:00

Meistaraflokkur karla

Kl. 17:30-19:00

ÍR völlur

ÍR völlur

ÍR Völlur

ÍR völlur

Kl. 19:00-20:30

ÍR völlur

Kl. 18:30-20:00

ÍR Völlur

Kl. 17:30-19:00

ÍR völlur

Kl. 19:00-20:30

ÍR völlur

Kl. 18:30-20:00

ÍR Völlur

Kl. 17:30-19:00

Ásgeir Þór Eiríksson 845-8424 Asgeir_thorr@hotmail.com Kristján G.Guðm 899-5673 kristjangylfi@gmail.com

ÍR völlur

Kl. 17:30-19:00

2.fl.ka. (2000-02)

Magnús Þór Jónsson 664-8336 maggimark14@gmail.com

ÍR völlur

Kl. 8:00-9:00

Kl. 13:00-14:00

Kl. 17:30-19:00

ÍR völlur

Kl. 19:00-20:30

ÍR völlur

Kl. 18:30-20:00

ÍR Völlur

Kl. 17:30-19:00

Umsjónarþjálfari Jóhann Ingi Jóhannsson 698-9681 johanningi@kopavogur.is Tómas Wehmeier 692-6545 tomashelgiw@gmail.com Felix Woelflin 784-2584 Felix.woelflin@gmail.com Kristján G.Guðm 899-5673 kristjangylfi@gmail.com Ásgeir Þór Eiríksson 845-8424 Asgeir_thorr@hotmail.com

Kl. 15:00-16:00

5.fl.kv. (2007-08)

ÍR völlur

Sunnudagur

ÍR völlur

Kl. 8:00-9:00

Kl. 13:00-14:00 Y Kl. 14:00-15:00 E

Laugardagur

Kl. 16:15-17:15

5.fl.ka. (2007-08)

ÍR völlur

Föstudagur

ÍR völlur

Kl. 19:00-20:30

ÍR völlur

Kl. 18:30-20:00

ÍR Völlur

Kl. 17:30-19:00

Sigmann Þórðarson 867-1971

ÍR völlur

ÍR völlur

Kl. 17:30-19:00

Kl. 17:15-18:45

ÍR völlur

Kl. 13:00-14:30

ÍR völlur

Kl. 10:00-11:30

ÍR Völlur

Kl. 11:30-13:00

Sigurður Þ. Sigurþórs 892-2267 sigths65@gmail.com Jóhannes Guðlaugsson, 695-5040 joigu77@gmail.com Sigurður Þ. Sigurþórs 892-2267 sigths65@gmail.com Ásgeir Aron /Jóhannes 690-6038 / 695-5040 asgeiraron@gmail.com

Breytingar á knattspyrnureglunum Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar á knattspyrnulögunum og tóku þær gildi á Íslandi frá og með keppni í Mjólkurbikarnum, sem hófst 10. apríl síðastliðinn: • Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna.

• Leikmönnum sem skipt er af velli ber að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. • Leikmenn mega snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verða eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans.

32

ÍR - KNATTSPYRNA - 2019

Profile for Atli

ÍR blaðið 2019 - Blað knattspyrnudeildar ÍR  

ÍR blaðið 2019 - Blað knattspyrnudeildar ÍR  

Profile for atligeir
Advertisement