Page 1

NFMH 2018-2019

ATLA ÞÓR Í FORSETA


MEÐMÆLI ÞÓRHILDUR

Atli er fyrirtaksefni í forseta NFMH. Þegar ég hugsa um Atla sé ég eljusaman, félagslyndan og heilsteyptan mann sem hefur drifkraft og eldmóð. Hann er einnig hin blíðasta sál og með hjarta úr gulli. Atli er týpan sem kemur manni alltaf í gott skap. Það streymir frá honum ótrúleg hlýja. Svo er hann líka fáránlega góður í MMA (strong man) og á sérstakan vinnusíma (good loyal business guy). Atli er framúrskarandi kostur í það ábyrga starf sem forsetaembættið felur í sér. Ég mæli með að setja X við Atla í forseta!

GUÐMUNDUR Ég kynntist Atla fyrir tæpum þremur árum. Síðan þá hef ég ávallt hugsað um það hversu mikill topp náungi hann er. Hann hefur alltaf verið ótrúlega kurteis og flottur strákur. Kemur ótrúlega vel fram við alla og er skemmtilegur náungi. Atli er ábyrgðarmikill og fagnaði ég því þegar ég frétti af því að hann ætli sér í framboð til forseta NFMH. Ég fattaði hvað þetta var augljóst. Auðvitað á hann að verða forsetinn okkar. Ég gæti ekki ímyndað mér betri einstakling í þetta starf og því hlakka ég til að setja X við Atla Þór þegar kemur að kjördegi og hvet ég alla aðra samnemendur mína að gera slíkt hið sama. To whom it may concern: As one of the IB students at Menntaskólinn við Hamrahlíð, I am writing this letter in support of our friend Atli and his desire to be our new NFMH president. Atli is a great communicator and, he is never afraid of talking to anyone even in a language foreign to him (looking at you shy IB kids). He shows the signs of a leader and a comrade at the same time. His courage to meet new people and get to know them is exemplary of a real leader. With all that said, Atli is the humblest guy I have ever met, yet he has never shied away from a conversation or been afraid to clearly state his opinion and argue for it if needed. With all that said it feels like I am only accommodating him for the sake of this letter. However, my good MH and IB friends, this man is truly very kind and extraordinary to have as a friend and I think he will make a great president as well. So, vote for him goddamn it. It has been ya boy… Jad

JAD

HRAFNHILDUR Atli Þór, Ó WHAT A CONCEPT!! Þegar Atli sagði mér að hann væri að bjóða sig fram í forsetann datt ég næstum niður dauð af spenningi. Atli er alveg stórkostleg manneskja, hann er ekki bara fyndinn og skemmtilegur heldur er hann líka skipulagður og hugsar um alla í kringum sig ALLTAF! Ég treysti Atla fullkomlega og held að hann myndi standa sig ótrúlega vel sem forseti NFMH. ATLI ÞÓR 4 PREZ LEZGO

LANA Hvaða eiginleikum þarf leiðtogi að búa yfir? Margir myndu segja að leiðtogi þyrfti að vera góður í skilvirkum samskiptum, opins hugar og ábyrgur. Nei! svei mér þá er ég ekki bara farin að lýsa Atla sjálfum. Atli er fullkomin blanda pabba vinahópsins og yngsta sonarins og það er einmitt það sem þarf í forsetastöðuna í MH.


Kæri samnemandi, Ég er fæddur í Reykjavík en flutti til Noregs átta vikna og bjó í Noregi í 6 ár áður en ég kom heim til Íslands. Það er ótrúlega góð reynsla að hafa búið erlendis. Að upplifa menningarlegan mun fær mann til þess að sjá hluti frá mismunandi sjónarhornum og gerir manni auðveldara að setja sig í spor annarra. Norskan kemur sér líka oft vel og sérstaklega þegar Skam-æðið var í gangi!

Þegar kom að því að velja framhaldsskóla kom bara einn skóli til greina… MH! Fjölbreytileikinn, sjálfstæðið, frelsið og síðast en ekki síst félagslífið. Nemendur í MH geta allir verið eins og þeir vilja án þess að verða fyrir fordómum og þannig á það að vera.

Ég hef ferðast mikið og hef kynnst fólki út um allan heim því ég á auðvelt með að tala við fólk, hvort sem það er til að ræða alvarlega hluti eða bara til spjalla saman um lífið og tilveruna.

Ég mun gera mitt besta til að tryggja að öllum sjónarmiðum verði gert jafn hátt undir höfði og að viðburðir skólans séu vel skipulagðir, fjölbreyttir og síðast en ekki síst að allir nemendur skólans séu vel upplýstir um þá og um allt sem er að gerast í félagslífinu hverju sinni.

Prentun: Prentun.is

Ljósmyndun: Ásgeir Marteinsson

ÁVARP


STEFNUMÁL ÁHUGI LÝÐSINS Ég mun halda áfram því góða starfi sem hefur verið undanfarið ár og sjá til þess að skapa stemningu í kringum viðburði og starf nemendafélagsins til að vekja áhuga enn fleiri nemenda á að starfa innan nemendafélagsins og taka þátt í að móta félagslífið.

SJÓNARMIÐ Ég mun leggja áherslu á að gera öllum sjónarmiðum jafn hátt undir höfði, þ.e. að komist verði að samkomulagi þegar um ólík sjónarmið er að ræða. Það er alltaf hægt að virða skoðanir allra og finna milliveg þannig að sem flestir séu ánægðir.

NÝJAR HUGMYNDIR Ég mun leggja mig fram um að allir geti komið sínum hugmyndum á framfæri og að nemendafélagið hafi þá stefnu að styðja við nýjar hugmyndir til að hægt sé að framkvæma þær. Þetta mun ég gera með því að halda áfram að hafa farveg fyrir spurningar, hugmyndir og gagnrýni.

ÁBYRGÐ Sem forseti mun ég virða skyldur forseta til þess að halda góðu sambandi við efri hæðina og stuðla að því að nemendur skólans fái sín málefni í gegn, því alltaf er hægt að gera góða hluti betri.

IB NEMAR / IB STUDENTS Auka þátt IB nema enn meira í starfsemi nemendafélagsins með því að vera í góðu sambandi við þá og hafa áfram allar auglýsingar og netfærslur á ensku sem og greinar í Beneventum. Skólafundirnir verða að sjálfsögðu líka áfram á íslensku og ensku. Einnig mun ég láta þýða lög NFMH yfir á ensku. ///// Boost the participation of IB students in the activities of the Student Body of MH by keeping in good contact with the IB students, continue to post all announcements and internet entries in English as well as some articles in Beneventum. The School Meetings will continue to be in Icelandic and English. I will also make sure that the laws of the NFMH are translated into English.

NORÐURKJALLARI Við erum náttúrulega komin með þennan frábæra endurnýjaðan Norðurkjallara, en spilið er ekki búið. Nú skiptir máli að halda Norðurkjallara hreinum og fínum áfram eins lengi og MH lifir!

VIRÐING OG HEIÐARLEIKI Umfram allt er mikilvægt að við nemendur sýnum hvort öðru virðingu, komum fram við hvert annað af heiðarleika og að öllum líði vel.

Sjá fleiri meðmæli og upplýsingar á: Facebook.com/XAtliEdwald

Framboðs bæklingur  
Framboðs bæklingur  
Advertisement