Page 1

www.utivist.is

2015

Ge bla ymið ðið

8 8 | Everest

10 | Fjallarefir

12 | Dagsferðir

20 | Lengri ferðir

28 | Helgarferðir

30 | Jeppaferðir

32 | Hjólaferðir

36 | Útivistarræktin


m Kyn á ög n w u tu w le þ w ik ér .io a yo na .is

2 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Áætlunarferðir & Rútupassar SUMARIÐ 2015

R O

Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík •

580 5400 • main@re.is • www.re.is • www.ioyo.is


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 3

Hiking

PASSPORT

Göngupassinn Upplifðu bestu gönguleiðir Íslands! Göngupassinn er frábær fyrir göngufólk sem ætlar að ganga Laugaveginn og/eða Fimmvörðuháls í sumar. Passinn veitir þér aðgang að áætlunarferðum Íslands á eigin vegum á milli Reykjavíkur og þriggja af vinsælustu áningarstöðum göngufólks á Íslandi. Þú velur einfaldlega eina af þremur gönguleiðum; Laugaveg, Fimmvörðuháls eða Laugaveg & Fimmvörðuháls, og borgar 12.500 kr. fyrir miða fram og til baka með áætlunarbílum. Dæmi: Ef þú ætlar að ganga Laugaveginn þá færðu miða sem gildir í bíl frá Reykjavík til Landmannalauga og frá Þórsmörk til Reykjavíkur (eða öfugt). Þú þarft ekki að bóka sætið fyrirfram, þú einfaldlega tekur bara þann bíl sem þér hentar.* Gildir frá 13. júní til 7. september 2014. Passann kaupir þú á Umferðarmiðstöðinni BSÍ.

Reykjavík – Þórsmörk Reykjavík – Landmannalaugar Reykjavík – Skógar * Hópar þurfa að láta vita, til öryggis.

RÚTUPASSAR

thHighlights Combo Beautiful Sou

PASSPORT PASSPORT PASSPORT

Fullkomið fresli!

l Beautifucle Circle Highland Cir ir cle C h t X X Sou

Frábær valkostur til að upplifa Ísland á sínum eigin hraða. Engin þörf er á að kaupa einstaka rútumiða þegar passinn er notaður. Fjölmargar gerðir, fjölmargir valkostir.

PASSPORT PDayAs SSPO X RTDays RT PADaySs SPO

Frelsið er þitt!

Grímsey Raufarhöfn Kópasker

Ferry

Ísafjörður

Ferry

Þórshöfn

Drangjökull

Siglufjörður Húsavík

Airport

Ólafsfjörður

Ásbyrgi

641 641a

Ferry

Hljóðaklettar (Vesturdalur)

Skagaströnd

Dettifoss Drangsnes

650 650a

Hólmavík Patreksfjörður

Akureyri

Brjánslækur

Látrabjarg

Svartá

SBA

Krafla

Goðafoss

Varmahlíð

Aldeyjarfoss

Ferry

Borgarfjörður eystri

Reykjahlíð

Mývatn

Sk

Airport

Seyðisfjörður

gi or ub m ir m ð Di usta út

Reykhólar

661 661a

r

Airport

Króksfjarðarnes Búðardalur

Stykkishólmur

Egilsstaðir

Staðarskáli

Ferry

Neskaupstaður

Reyðarfjörður

17 17a

Ólafsvík

Snæfellsjökull

62 62a

Hveravellir

Hofsjökull Kerlingarfjöll

Langjökull

Borgarnes

Nýidalur

Hvítárnes crossroads

610 610a

Vatnajökull

Gullfoss Þingvellir

Reykjavík Airport Keflavík

BSÍ

Hveragerði

6 6a

14 14a

Geysir

Airport

Hrauneyjar

Laugarvatn

Höfn

Flúðir

Jökulsárlón

Selfoss

Landmannalaugar Leirubakki

11 11a

Laki

15

Eldgjá

Blue Lagoon

10 10a 18

Hella

Hvanngil Emstrur

Hvolsvöllur Markarfljót

Þórsmörk

Seljalandsfoss Skógar Ferry Vestmannaeyjar

Mýrdalsjökull Vík

16

19

Kirkjubæjarklaustur

9 9a

21 21a

Skaftafell

20 20a

LEIÐARKORT 2015

Surtsey

Ókeypis þráðlaust net í öllum bílum Kynnisferða.


4 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Náttúrunni er ógnað Oft hefur það verið talið til góðrar stjórnkænsku að geta hlustað eftir tíðarandanum. Þannig er góðum stjórnvöldum á hverjum tíma nauðsynlegt að geta greint hvernig viðhorf og viðmiðanir breytast, hvernig kraftar samfélagsins finna sér farveg og hvernig verðmætamat almennings þroskast og þróast. Hjá lítilli þjóð í litlu og viðkvæmu hagkerfi geta lagasetningar stjórnvalda haft gríðarlega afdrífaríkar afleiðingar. Miklu máli skiptir að valdhafar séu færir um að spila rétt úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi og forðist að setja allt í bál og brand með ákvörðunum sínum. Á síðustu dögum hafa þrjár óskahugmyndir valdamanna varðandi sameignlegan þjóðarauð Íslendinga komið fram og er hver og ein þeirra til þess fallin að setja allt á annan endann í samfélaginu. Fyrst er til að taka að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur nú keyrt hugmynd sína um svokallaðan náttúrupassa í gegn í ríkisstjórn og kemur hún því til kasta Alþingis. Sú útfærsla sem nú er kynnt til sögunnar er sú versta af nokkrum mögulegum, eins og margoft hefur verið bent á. Fyrir réttu ári fullyrti ráðherra ferðamála að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Útfærslan í hennar höndum liggur nú fyrir og ljóst er að Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar að halda áfram tilraunum sínum til að þvinga þessa óhæfu ofaní þjóðina. Þessi útfærsla ráðherrans til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands, er versta mögulega leiðin sem í boði er. Hún er einnig í algerri andstöðu við Samtök ferðaþjónustunnar, ferðafélögin á landinu, Samtök útivistarfélaga, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri. Þessir aðilar hafa í riti og ræðu harðlega mótmælt þessari útfærslu. Mun áhrifaríkari leiðir eru fyrir hendi, með minni tilkostnaði, einfaldari innheimtu og

með mun sterkari tekjustofni. Um þær leiðir væri hægt að mynda breiða og þétta samstöðu alls almennings. Fyrir utan það hvað hugmynd ráðherra er vond í utanumhaldi þá er hér einnig gerð aðför að almannarétti allra Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Um útfærslu iðnaðarráðherra mun aldrei nást samstaða. Í öðru lagi þá var stríðshanskanum kastað með tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það mál er reyndar allt hið furðulegasta og það má spyrja sig hvað atvinnuveganefnd og formanni hennar gangi til. Það fólk sem tók þessa ákvörðun þekkir mætavel hvert ferlið á að vera. Lítur út fyrir að þessi aðkoma nefndarinnar að málinu sé í andstöðu við málsmeðferðarreglur rammaáætlunarlaga. Kjarni málsins er þó sá að sé einungis litið til þeirra náttúruauðæfa sem hér liggja undir, er vandséð að um málið náist nokkur sátt við áhugafólk um ferðamennsku og náttúruvernd. Það að setja Hagavatnsvirkjun, Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjanir og Hólmsárvirkjun við Atley í nýtingarflokk, er hreint út sagt galin hugmynd. Um virkjanir á þessum viðkvæmu náttúruperlum og ferðamannatöðum mun aldrei nást nein sátt. Þriðja hugmyndin er óskadraumur Landsnets og Vegagerðarinnar um að leggja risalínu yfir Sprengisand með tilheyrandi uppbyggðum heilsársvegi. Það er reyndar með nokkrum ólíkindum að nokkrum manni skuli yfirleitt detta í hug að eyðileggja þessa einstöku perlu sem miðhálendi Íslands er. Því hefur verið haldið fram að fyrirhuguð lína sé til að tryggja afhendingu rafmagns almennt. Fyrirhuguð háspennulína um Sprengisand hefur flutningsgetu langt umfram það. Reyndar hefur verið fullyrt að línan eigi að tryggja rafmagn til stóriðju á Austurlandi.

6 Léttar ferðir: Ætlaðar öllum. 66 Miðlungs erfiðar ferðir: Flestir geta tekið þátt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess. 666 Erfiðar ferðir: Einungis fyrir vana ferðamenn sem geta borið með sér allan útbúnað og eru færir um að takast á við ófyrirsjáanlegan vanda. 6666 Mjög erfiðar ferðir: Ferðir þar sem fólk ber með sér allan búnað og þarf að takast á við mikinn hæðarmun.

Frá árinu 1975 hefur Útivist boðið félagsmönnum sínum og öðrum upp á fjölbreyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap. Útivist býður upp á dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldferðir með Útivistarræktinni. Á dagskrá jeppadeildarinnar eru margar mismunandi ferðir jafnt sumar sem vetur.

Skrifstofa Laugavegi 178 Starfsmenn eru: Skúli H. Skúlason og Bjarney Sigurjónsdóttir. Opið frá kl. 12 til 17 virka daga, sími 562-1000. utivist@utivist.is

Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar.

Ljóst er að framkvæmdir Landsnets og Vegagerðarinnar myndu hafa mikil og óafturkræf áhrif á miðhálendið. Framkvæmdum myndi fylgja óásættanleg áhrif á náttúru, landslag og víðerni en einnig skerða möguleika á útivist og ferðaþjónustu á hálendinu. Hálendið eins og við þekkjum það í dag, myndi því tilheyra fortíðinni með tilheyrandi skaða fyrir núverandi og ókomnar kynslóðir. Af þessari upptalningu má draga einfalda ályktun: stjórnvöld og ráðamenn hafa ákveðið að lýsa yfir stríði við náttúruunnendur, ferðaþjónustuna og ferðamenn. Ef stjórnvöldum tekst að koma þessum áformum sínum í framkvæmd þá tapa allir þegar til lengri tíma er litið. Því er það nauðsynlegt að allir unnendur ferðamennsku og íslenskrar náttúru leggi sitt af mörkum í baráttunni sem framundan er. Munum að við fáum eflaust ekki nema eitt tækifæri til að koma þessum málum í réttan farveg því verstu skemmdirnar sem stefnt er að verða óafturkræfar. Gleymum því ekki. Gleðilegt ferðaár.

Félagsstarfið Stjórn Útivistar hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt framkvæmdastjóra. Einnig eru á vegum félagsins nokkrar nefndir sem sjá um afmarkaða þætti, hver á sínu sviði, í samvinnu við framkvæmdastjóra. Má þar nefna ferðanefndir, sem skipuleggja gönguferðir félagsins, jeppanefnd, sem sér um jeppaferðir, myndaog kaffinefnd, sem sér um myndakvöld og skálanefndir sem sjá um viðhald og rekstur skála. Útivistarfélagar Það borgar sig að vera félagi í Útivist því ýmis hlunnindi eru í boði. Félagsmenn fá góðan afslátt af gistingu í skálum félagsins og í allar ferðir. Félagsaðild opnar aðgang að fjölbreyttu og þróttmiklu innra starfi félagsins auk þess fylgir félagsaðildinni áskrift að tímaritinu Útiveru. www.utivist.is

Viðmiðunartafla fyrir jeppaferðir

Hvað merkja táknin?

4 Gist í skála 5 Gist í tjaldi  Skíðaferð T Trúss  Fjölskylduferð  Hjólaferð

Velkomin í Útivist!

Þyngdar- flokkar

Heildarþyngd jeppa

Dæmi um jeppategund

Dekkjastærð m.v. erfiðleikastig ferðar

Frá

1. þfl.

5

1500

Suzuki, RAV, Kia

30“

33“

35“

2. þfl.

1500

2200

HiLux, Lcr90, Trooper

33“

35“

38“

3. þfl.

2200 2800 Patrol, Lcr70, 80 og 100

35“

38“

44“

4. þfl.

2800

38“

44“

44“

Til

5

Hummer, Econoline 250

Lítið Meðal Mikið

Erfiðleikastig jeppaferða: 2 Lítið: Harðfenni, dregið í skafla á stöku stað. Þéttur og þjappaður snjór. 22 Meðal: Þéttur snjór, lítið um púðursnjó eða erfiða skafla, nokkuð um skarir. 222 Mikið: Jöklar, nýfallinn djúpur snjór. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í ferðir jeppa­deildar. Greiða þarf þátttökugjald fyrirfram.

Á toppnum með Eyjabita

ÚTIVIST, ferðafélag Laugavegi 178 · 105 Reykjavík Netfang: utivist@utivist.is Vefsíða: www.utivist.is

Sími 562 1000

Forsíðumynd: Á Réttarfelli á Goðalandi. Mynd: Gunnar S. Guðmundsson. Ljósmyndarar: Björk Guðbrandsdóttir BG, Fanney Gunnarsdóttir FG, Grétar W. Guðbergsson GWG, Guðbjartur Guðbjartsson GG, Gunnar S. Guðmundsson GSG, Ingvar Ingvarsson II, Jóhanna Benediktsdóttir JB, Kristíana Baldursdóttir KB, Kristján Erling Þórðarson KEÞ, Linda Udengaard LU, Skúli H. Skúlason SHS, Stefán Birgisson SB, Vala Friðriksdóttir VF. Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Útivist. Ábyrgðarmaður: Skúli H. Skúlason. Umbrot: Athygli. Litgreining: Gunnar S. Guð­munds­son og Björk Guðbrandóttir. Auglýsingar: Ingibjörg Ágústsdóttir. inga@athygli.is. Prentun: Landsprent. Dreift til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu sem ekki biðjast undan fjölpósti.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 5


6 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Margþætt starfsemi Útivistar

[

Útivist er hægt að stunda með ýmsum hætti og misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Þess vegna býður Útivist upp á margar ólíkar tegundir af ferðum og allir ættu að geta fundið eitthvað við

Everest

er ferðapakki þar sem áhersla er lögð á krefjandi og spennandi fjallgöngur, auk þess sem boðið er upp á kvöld-

göngur á miðvikudögum á tímabilinu frá janúar og út mars. Dagskráin er sniðin að vönu göngufólki sem vill takast á við snarpa

sitt hæfi. Hvort sem þú vilt taka aðeins á í rösklegri göngu eða ert að byrja og leitar eftir hæfilegri áreynslu til að byggja upp gott gönguþrek, þá finnur þú hér það sem þú leitar að.

áreynslu á ögrandi fjöllum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í góðu formi og geti haldið góðum gönguhraða. Þátttakendur skrá

sig í dagskrána og greiða skráningargjald og svo er greitt hóflegt gjald fyrir hverja ferð. Fararstjórar eru allir með mikla reynslu af fjöllum og fjallamennsku. Sjá nánar á bls. 8.

Fjallarefir

bjóða upp á námskeið sem er sérstaklega sniðið að þeim sem eru að byrja að stunda útivist, vilja koma sér í form og læra af reyndari mönnum. Hér er tvinnað saman í einn pakka skemmtilegri göngudagskrá, þrekþjálfun og námskeiði í útivist. Fararstjórar og leiðbeinendur hafa allir góðan grunn í ferðamennsku og eru áhugasamir um að miðla þekkingu sinni. Sjá nánar á bls. 10.

FJÖLNOTA ER FRAMTÍÐIN ENDINGARGÓÐUR OG LÉTTUR, ÓDÝR OG MIKLU FALLEGRI INNKAUPAPOKI

ENNEMM / SÍA / NM58253

Almennar dagsferðir hafa allt frá stofnun félagsins verið einn af hornsteinum í starfsemi Útivistar. Jafnan eru dagsferðirnar á sunnudögum og hægt er að bóka sig í ferðirnar á vef Útivistar. Við vekjum sérstaka athygli á að þeir sem bóka sig fyrir kl. 15 á föstudögum fá afslátt á þátttökugjaldi. Dagsferðir geta fallið niður ef þátttaka er ekki nægjanleg og er ákvörðun um það tekin um leið og afsláttarverð fellur úr gildi, þ.e. kl. 15 á föstudögum og er það þá tilkynnt á vef Útivistar. Engu að síður er hægt að mæta að morgni ferðadags á BSÍ, en þá er rétt að hafa í huga að pláss í rútu getur verið takmarkað og hafa forskráðir þá forgang. Sjá nánar á bls. 12.

Lengri ferðir

eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða fleiri. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og SveinstindSkælinga, en einnig minna þekktar leiðir um spennandi svæði. Sjá nánar á bls. 20.

Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin! vinbudin.is

LU

]

Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þar sem skíðaferðir eru háðar aðstæðum og snjóalögum hverju sinni eru þær oft settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með heimasíðu Útivistar.

Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem farnar eru umhelgi. Í dagskránni er að finna fjölda ferða yfir Fimmvörðuháls ásamt nokkrum föstum ferðum í Bása á Goðalandi og bækistöðvaferðum í skála Útivistar. Sjá nánar á bls. 28. Í jeppaferðir koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hafa góða reynslu af jeppa­ ferðum. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru sérstakar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. Sjá nánar á bls. 30.

Hjólaferðir

eru skemmtilegur valkostur í útiveru með hæfilegri yfirferð. Fastir liðir eru hjólatúrar á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum yfir vetrartímann, en þegar kemur fram á sumar er stefnan gjarnan tekin á lengri ferðir. Hjólaræktin stillir ferðahraða í hóf og því henta þessar ferðir jafnt vönu sem óvönu hjólafólki. Sjá nánar á bls. 32.

Útivistarræktin

stendur fyrir reglubundnum göngum á mánudögum og miðvikudögum árið um kring. Frá miðjum febrúar og fram í nóvember eru miðvikudagsgöngurnar með þeim hætti að gengið er utan höfuðborgarinnar. Þátttaka kostar ekkert og allir eru velkomnir. Sjá nánar á bls. 36.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 7

WWW.CINTAMANI.IS

Austurhraun 3 | Bankastræti 7 | Kringlan | Smáralind

Fylgdu okkur á Instagram /cintamani_iceland

Finndu okkur á Facebook /cintamani.iceland


8 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Everest-hópur Útivistar SB

Everest-hópur Útivistar hefur gengið um fjöll og firnindi síðustu fjögur ár, við mikla gleði þátttakenda sem sumir hafa verið í hópnum allan þann tíma. Nú ert þú, kæri lesandi, svo heppinn að geta komist í þennan frábæra hóp um áramótin. Hópurinn er lokaður og vill helst ganga sem hæst og sem lengst. Nafn hópsins vísar til þess að göngurnar eru í erfiðari kantinum, þannig að þú þarft að vera í þokkalega góðu formi. Dagskrá hópsins samanstendur af þrenns konar göngum. Fyrstu þrjá mánuði ársins göngum við á fjöll og fell í nágrenni höfuðborgarinnar á miðvikudagskvöldum kl. 18, alls 11 göngur. Þessar göngur hafa notið gífurlegra vinsælda í hópnum. Næst er að nefna dagsgöngur sem gengnar verða annan laugardag hvers mánaðar, nema í júní-ágúst. Í júlímánuði er frí, en í júní og ágúst er farið í helgarferðir. Dagskrá dags- og helgargangna má sjá hér fyrir neðan. 17.01. Dagsferð Grindarskörð – Kistufell 14.02. dagsferð Ingólfsfjall 14.03. dagsferð Milli Meitla – Skálafell 11.04. dagsferð Tröllatindar og Hólsfjall 09.05. dagsferð Hafrafell 5.-7. júní eða 12.-14. júní helgarferð Vörðutindur eða Miðfellstindur eða Hrútsfjallstindar 14.-16. ágúst helgarferð Trölladyngja/nýju gosstöðvarnar eða Dýjafjallshnjúkur

12.09. dagsferð Kringum Skriðutinda 10.10.dagsferð Stóra-Jarlhetta og Hagavatn/Farið 14.11. dagsferð Ármannsfell 12.12. dagsferð Jólaferð

Everesthópurinn í hlíðum Birnudalstinds

KB

Gengið á Kistufell

GG

ÚT AÐ GANGA ? ESJAN ? HÁLENDIÐ ? Skiptir ekki máli hvert á að fara, BUFF® hentar alls staðar.

www.buff.is ÞÚ FÆRÐ BUFF® Í ÖLLUM BETRI ÚTIVISTAR VERSLUNUM LANDSINS. Buff ® er skrásett vörumerki Original BUFF, S.A. Spáni

Everest-hópurinn er lokaður hópur þannig að þar ertu alltaf að hitta sama fólkið og kynnist því mjög fljótlega. Skráningargjald í hópinn er 25.000 kr. og innifalið í því eru kvöldgöngurnar í janúarmars. Gjald í dagsgöngurnar er mjög hóflegt, eða einungis 3.500 kr. Gjald í helgargöngur er 5.000 kr. Þátttakendur fara á einkabílum að upphafsstað göngu. Í dagsgöngum hittist hópurinn á skrifstofu Útivistar að morgni, sameinast í bíla og farþegar deila aksturskostnaði með bílstjóra. Kæri lesandi, ef þig langar að slást í hópinn hafðu þá samband við Útivist (sími 562 1000) og skráðu þig. Þar færðu líka allar nánari upplýsingar, en þú getur líka fundið allar upplýsingar á vefsíðu Útivistar, utivist.is. Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar hvetjum við þig til að hafa samband við fararstjórana og þeir munu glaðir svara spurningum þínum eftir bestu getu. Fararstjórarnir eru: • Kristíana, gsm 861 8618 • Stefán, gsm 891 9234 • Unnur, gsm 868 1661 Við hlökkum til að heyra í þér og vonandi fáum við líka að sjá þig eftir áramótin. Nýjum félögum er ævinlega tekið fagnandi. Velkomin(n) í hópinn


ÁRNASYNIR

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 9

GÖNGUSkór sem bæta útsýnið Úrvalið fyrir útivistina er í útilíf

ÁRNASYNIR

Fáðu aðstoð við valið á réttu gönguskónum. Starfsfólkið okkar þekkir vörurnar sem það selur.

síðan 1974 GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is


10 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Fjallarefir Göngu- og útivistarnámskeið Grunn- og framhaldssnámskeið LU

Hefur þig lengi langað í útivist og ekki látið verða af því? Heillar íslensk náttúra þig? Við bjóðum upp á góða göngudagskrá, þrekþjálfun og námskeið í fjallamennsku - allt í einum pakka. Byrjenda- eða framhaldsnámskeið. Er það ekki einmitt það sem þú þarft á að halda á nýju ári? Þá er upplagt að gerast Fjallarefur og taka þátt í skemmtilegum göngu- og útvistarnámskeiðum. Markmið námskeiðanna er: • Að byggja markvisst upp gönguþrek og úthald. • Að fræða um hagnýta hluti sem tengjast gönguog fjallaferðum. • Að kynna fjölbreyttar gönguleiðir innan og utan höfuðborgarsvæðisins. • Að þátttakendur upplifi íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap.

Fjallarefir I - Vornámskeið Grunnnámskeiðið er sérhannað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivist. Farið er yfir undirstöðuatriði útivistar og byggt upp gönguþrek. Hver tími samanstendur af göngu, teygjum og útivistarráðgjöf. Lengd námskeiðs: 6. janúar - 31. mars. Möguleiki á að færa sig yfir í Fjallarefi II að loknu grunnnámskeiði. Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum (kl. 18.0020:00) og gönguferðir tvo laugardaga í mánuði (dagsferðir). Hámarksfjöldi: 15 manns Fjallarefir II - Vor- og haustnámskeið Framhaldsnámskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum Fjallarefa og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið innifelur þrekgöngutíma, lengri göngu- og fjallaferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. Lengd námskeiðs: janúar - maí (vornámskeið) og september til nóvember (haustnámskeið). Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum (kl. 18.0020:00) og gönguferðir tvo laugardaga í mánuði (dagsferðir). Hámarksfjöldi: 40 manns Göngustaðir Fjallarefa I og II eru þeir sömu en göngurnar eru miskrefjandi eftir því hvort námskeiðið á í hlut. Verð á námskeiðum: Fjallarefir I (vor): kr. 24.000 Fjallarefir II (vor): kr. 38.000 Fjallarefir II (haust): kr. 24.000 Séu bæði námskeið Fjallarefa II tekin saman kosta þau kr. 52.000 kr. Hægt að skipta greiðslum í tvennt án aukakostnaðar. Fjöldi þátttakenda á námskeiðunum er takmarkaður og kappkostað er að veita persónulega þjónustu miðað við færni hvers og eins. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleika. Fararstjórar og leiðsögumenn hafa allir góðan grunn í ferðamennsku og búa yfir staðgóðri þekkingu á útivist og heilsu. Linda Udengård umsjón Andri Lefever Ása Ögmundsdóttir Baldur Þorsteinsson Sigurður Magnússon Sverrir Andrésson Vala Friðriksdóttir

Dagskrá: RIGSAÐ UM REYKJANES JANÚAR Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar í Öskjuhlíð Upphafsstaður: bílastæði við Klettaskóla 7.1. kl. 20:00 Kynningarfundur á Fjallarefum I og II Staðsetning: salur Garðyrkjufélags Ís‑ lands, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla)

Fjallarefir ganga allan ársins hring

BG

11.4. Þórðarfell - Árnastígur Brottför kl. 09:00 Hæð fjalls: 155 m.y.s Vegalengd: 9-11 km Upphafsstaður: á vegslóða við Eldvörp

19.9. Nesjaskyggnir - Vörðu-Skeggi 805 m Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 9-11 km Upphafsstaður: bílastæði við Skeggjadal

24.1. Straumur og ströndin Brottför: kl. 10:00 Vegalengd: 10-12 km Upphafsstaður: bílastæði við Straum

24.4 Stóri-Hrútur Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 10-12 km Hæð fjalls: 340 m.y.s Upphafsstaður: bílastæði við Slögu

OKTÓBER Alla þriðjudaga kl. 18.00: Þrekgöngutímar við Rauðavatn Upphafsstaður: bílastæði í Hádegismóum.

FEBRÚAR Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar í Grafarvogi Upphafsstaður: bílastæði við Korputorg

MAÍ Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar við Kaldársel og nágrenni Upphafsstaður: ýmsir staðir

3.10. Engidalur – Marardalur Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 14-16 km Upphafsstaður: bílastæði við Hellisheiðarvirkjun

7.2. Reykjanestá Brottför kl. 09:30 Vegalengd: 12-14 km Upphafsstaður: bílastæði við Valahnjúka

9.5 Trölladyngja 320 m - Grænadyngja 394 m Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 10-12 km Upphafsstaður: bílastæði við Höskuldarvelli

17.10. Innstidalur - Skarðsmýrarfjall 480 m Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 14-16 km Upphafsstaður: bílastæði við Hellisheiðarvirkjun

23.5 Sveifluháls Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 12-14 km Hæð fjalls: 383 m.y.s Upphafsstaður: bílastæði við Seltún

31.10. Reykjadalur - Grændalur Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 10-12 km Upphafsstaður: bílastæði við Reykjadal

29.-31.5. Uppskeruhátíð Fjallarefa í Básum Ekið í Bása á Goðalandi á föstudagskvöldið, gist í skála fram á sunndag. Gengið í vorveðri um gil og fjöll í nágrenninu.

NÓVEMBER Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar við Elliðavatn Upphafsstaður: ýmsir staðir

10.1. Hvaleyrarvatn - Ástjörn Brottför kl. 10:00 Vegalengd: 8-10 km Upphafsstaður: íþróttahúsið Ásvöllum í Hafnarfirði

21.2. Þorbjörn 200 m - Hagafell 100 m Brottför kl. 9.30 Veglengd 8-10 km Upphafsstaður: bílastæði við Þorbjörn

MARS Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar í Heiðmörk Upphafsstaður: ýmsir staðir 7.3. Selatangar - Tangagata/Rekagata Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 10-12 km Upphafsstaður: á Suðurstrandavegi við afleggjara niður að Selatöngum 21.3. Fiskidalsfjall 187 m- Húsfell 161 m Brottför kl. 09:00 Vegalengd 8-10 km Upphafsstaður: bílastæði við Húsfell

APRÍL Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar í Mosfellsbæ Upphafsstaður: ýmsir staðir

JÚNÍ – JÚLÍ – ÁGÚST Sumarfrí Fjallarefa – Margar ferðir í boði í ferðaáætlun Útivistar HOPPAÐ UM HENGILINN SEPTEMBER Alla þriðjudaga kl. 18.00: Þrekgöngutímar í Heiðmörk Upphafsstaður: ýmsir staðir 5.9. Ölfusvatn - Reykjadalur Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 16-17 km Upphafsstaður: Ölfusvatn Endastaður: bílastæði við Reykjadal

14.11. Stóra-Reykjafell 54 m Brottför kl. 09:00 Vegalengd: 8-10 km Upphafsstaður: Skíðaskálinn í Hveradölum 28.11. Óvissuferð Brottför kl. 10:00

Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Útvistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is. Einnig er hægt að hafa samband við umsjónarmann námskeiða, Lindu Udengaard, í síma 898 3080 eða fjallarefir@simnet.is.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 11

Göngugreining Framkvæmd með tölvustýrðum göngugreiningarbúnaði sem byggir á þrýstingsmælingu undir fótum. Nákvæm greining standandi, gangandi og hlaupandi annaðhvort á göngubretti eða gólfi. Skoðun sjúkraþjálfara og ráðgjöf um val á skóm, innleggjum og öðrum stoðtækjum.

H E I L S A

Verð: 5.950 kr.

Eirberg býður vandaðar stuðningshlífar, spelkur, innlegg og sokka. Hentar fyrir alla aldurshópa bæði til að fyrirbyggja og meðhöndla meiðsli.

Gakktu lengra Malleotrain Plus

Compression sokkar

Genutrain hnéhlíf

ErgoPad gönguinnlegg

Ökklahlíf sem styður vel við óstöðuga ökkla eftir tognanir.

Stuðningur við ökkla og kálfa. Mjúkir og hlýjir.

Fyrir álagseinkenni og verki í hnjám.

Verð: 13.950 kr.

Verð: 7.950 kr.

Verð: 11.750 kr.

Einstaklega þunn og fyrirferðalítil. Góður stuðningur sem minnkar álag á fætur.

Verð: 10.750 kr.

Eirberg Heilsa • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


12 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Dagsferðir GG

Skráning í dagsferðir eru á heimasíðu Útivistar eða á skrifstofu félagsins. Þeir sem forskrá sig í ferðir hafa forgang. Ferðum er aflýst ef ekki er næg þátttaka og er tekið mið af fjölda skráninga kl. 15 á föstudögum. Þeir sem skrá sig fyrir þann tíma fá afslátt af þátttökugjaldi og hafa forgang í rútu.

Skíðaferðir – fylgist með á vef Útivistar Upplýsingar um gönguskíðaferðir verða á heimasíðunni þegar veður og aðstæður leyfa. Einnig er hægt að skrá sig á sérstakan póstlista og fá tölvupóst þegar skíðaferðir eru settar á dagskrá. 4. 1. Nýárs- og kirkjuferð. Keflavíkurkirkja - Hvalsneskirkja 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1501D01 Gengið verður frá Keflavíkurkirkju að Hvalsneskirkju. Leiðin liggur um Miðnesheiði milli Keflavíkur og Melabergs, en gengið verður áfram að Hvalsneskirkju og hún skoðuð í lok göngunnar. Vegalengd 8 km. Hækkun óveruleg. Göngutími um 3-4 tímar.

Af Elliðatindum er gott útsýni

GWG

1.2. Kóngsvegur 1. áfangi. Lækjargata - Djúpidalur 66 Brottför frá Menntaskólanum í Reykjavík kl. 09:30. 1502D01 Gangan hefst í Lækjargötu við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem ferð konungs hófst árið 1907. Gengið í slóð leiðangursins upp Hverfisgötu og inn Suðurlandsbraut og farið yfir gömlu brýrnar yfir Elliðaár. Gengið verður upp Elliðaárdalinn og áfram að Geithálsi og að Djúpadal. Vegalengd 21 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 - 7 klst.

þannig að greiðfært varð niður í gjána þegar konungsfylgdin var þar á ferð. Frá Þingvöllum verður farið um Skógarkotsstíg hjá Skógarkoti og um Gjábakkastíg að Gjábakka, en þar er komið inn á hinn eiginlega Kóngsveg. Á þessari leið er margt að skoða, enda hefur hjarta þjóðarinnar slegið á Þingvöllum í nær 1100 ár. Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

8.3. Grunnafjörður - Melabakkar 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1503D02 Gangan hefst við Áslæk í Melasveit þar sem haldið verður niður í fjöru. Fyrst er haldið í Grunnafjörð og síðan með Melabökkum að Belgsholti. Melabakkar eru á náttúruminjaskrá og Grunnafjörður er friðað votlendi með alþjóðalegt gildi skv. ramsarsamningnum. Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

8.2. Þyrilsnes - Saurbær í Hvalfirði 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1502D02 Fegurð Hvalfjarðar er alþekkt og þar er sagan við hvert fótmál. Gangan hefst við Helguhól sem kenndur er við Helgu jarlsdóttur söguhetju í Harðar sögu og Hólmverja. Staldrað við hjá hvalstöðinni og heillegustu braggabyggð landsins á Miðsandi. Síðan liggur leiðin eftir ströndinni að Saurbæ en þar þjónaði frægasti prestur landsins, Hallgrímur Pétursson á 17. öld. Vegalengd 14 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

3 skór á þessa ferð. Vegalengd 20 km. Hækkun 150 m. Göngutími 7 - 8 klst.

15.2. Kóngsvegur 2. áfangi. Djúpidalur – Vilborgarkelda 666 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1502D03 Frá Djúpadal liggur leiðin upp á brúnir Seljadals og eftir gamla Mosfellsheiðarveginum fram hjá Borgarhólum. Á Háamel liggur leiðin hæst og þar opnast útsýni til austurs. Nokkru austar er sæluhúsatóft en þar var greiðasalan Heiðarblómið á árunum 1920 - 1926. Frá Heiðarblóminu liggur leiðin að Vilborgarkeldu. Á leiðinni eru hlaðnar vörður og hleðslur frá árdögum vegagerðar á Íslandi og listilega hlaðin ræsi. Athugið að vegna árstíma gæti verið snjór á leiðinni og því eru settir

22.2. Árnastígur – Brauðstígur – Reykjavegur – Prestastígur 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1502D04 Gangan byrjar við Húsatóftir í Staðahverfi en þar er upphaf Árnastígs. Leiðin liggur með Sundvörðuhrauni þar til beygt er inn á Brauðstíg en þann stíg fóru Staðhverfingar yfir í Eldvörp til að nýta sér jarðvarma til brauðgerðar. Við stíginn má finna nokkur hlaðin byrgi „Tyrkjabyrgin“ svonefndu. Reykjavegur og Brauðstígur mætast við Eldvörp. Reykjavegurinn liggur meðfram gígaröðinni og gaman er að kíkja ofaní nokkra gíga á leiðinni. Þegar Reykjavegur mætir Prestastíg liggur leið

Á Sveifluhálsi

GSG

okkar aftur að Húsatóftum. Víða má sjá hvar umferð hefur markað alldjúpar götur í klappir. Landslagið er stórbrotið á þessum fornu gönguleiðum og má segja að sagan sé við hvert fótspor. Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 - 5 klst.

1.3. Kóngsvegur 3. áfangi. Vilborgarkelda – Gjábakki 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1503D01 Frá Vilborgarkeldu verður farið um gamla veginn að Hakinu og um Kárastaðastíg niður í Almannagjá. Þessi leið niður í Almannagjá var ekki gerð hestfær fyrr en eftir jarðsigið mikla 1789 þegar leiðin með vatnsbakkanum hvarf undir vatn. Með sprengingum var stígurinn breikkaður og gerður vagnfær um aldamótin 1900

15.3. Kóngsvegur 4. áfangi. Gjábakki – Laugarvatn 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1503D03 Frá Gjábakka að Laugarvatni má sjá Kóngsveginn hér og hvar beggja vegna við bílveginn sem síðar var lagður, en víða var hann lagður þar sem Kóngsvegur var áður. Rétt við veginn í Reyðarbarmshrauni er Tintron um 20 m djúpur hraunhellir og fleiri hella má finna á leiðinni um Gjábakkahraunið. Frá Reyðarbarmi liggur leiðin um Barmaskarð niður á Laugarvatnsvelli. Neðst í brekkunni upp af Völlunum austan undir Reyðarbarmi er Laugarvatnshellir. Hann hefur lengst af verið skjól fyrir skepnur en um tíma var búið í honum. Reimleikar hrelldu oft bæði menn og skepnur í hellinum. Vegalengd 16 km. Hækkun 150 m. Göngutími 6 klst.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 13

Farfuglaheimili - frábær kostur www.hostel.is

Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Flest heimilanna bjóða upp á 2-6 manna herbergi og sum bjóða einnig sumarhús. Á öllum heimilunum eru gestaeldhús. Nánari upplýsingar er að finna á www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan.

Farfuglar

Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Farfuglar ❚ info@hostel.is ❚. www.hostel.is Email: info@hostel.is www.hostel.is


14 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Dagsferðir GG

22.3. Keilir 379 m 66 40 ára Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1503D04 Fyrsta ferð Útivistar eftir stofnun félagsins var á Keili. Á hverju ári síðan þá hefur verið farin afmælisganga á fjallið og á fertugasta afmælisárinu er engin undantekning frá því og af því tilefni kryddum við ferðina með því að hafa þema. Þemað er „gömlu göngufötin“ og því er um að gera að kíkja í geymsluna og sjá hvað leynist þar af ferðafötum fyrri ára. Farið er frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Vegalengd 8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst. 29.3. Kóngsvegur 5. áfangi. Laugarvatn – Miðhús 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1503D05 Áfram liggur Kóngsvegur frá Laugarvatni austur að Miðdal. Árið 1907 var byggð brú á Brúará á sama stað og áður var steinbogi yfir ána. Sagan segir að kona Skálholtsbiskups hafi látið brjóta hann árið 1602 til að hefta för umrenninga að Skálholti. Frá Efstadal liggur leiðin ofan byggðar að Miðhúsum. Þessi gamla alfaraleið er greinileg og mjög skemmtileg, enda farið um slóðir sem fáir fara um í seinni tíð. Vegalengd 14 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 klst.

sama leið til baka. Vegalengd 17 km. Hækkun 600 m. Göngutími 6-8 tímar.

Hvergi er betra að vera en á fögrum fjallstindi

6.4. Hrafnabjörg frá Ármannsfelli 66 40 ára (annar í Páskum) Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1504D01 Í tilefni 40 ára afmælis Útivistar beinum við sjónum sérstaklega að fjöllum í nágrenni Þingvalla. Hrafnabjörg við austanvert Þingvallavatn er fjall sem

GWG

margir horfa til og langar að sigra. Að þessu sinni er stefnt á að hefja gönguna á veginum undir Ármannsfelli. Þaðan er haldið yfir hraunið í átt að fjallinu. Gengið er á fjallið að suðvestanverðu. Af fjallinu er gott útsýni yfir Þingvelli og norður á Skjaldbreið og Langjökul. Gengin verður

Undirbúðu fæturna fyrir gönguna!

Hvert sem leið þín liggur

Margnota hlífðarhúð Með sjálflímandi yfirborði. Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur.

Klædd tábergshlíf Mjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi og núningi.

Gelhettur fyrir tær Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi.

Gelhlíf fyrir hæl

Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin.

26.4. Kóngsvegur 7. áfangi. Geysir – Gullfoss 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1504D03 Konungur gisti við Geysi tvær nætur og var dagurinn á milli notaður til hvíldar og til að skoða Gullfoss. Bráðabirgðabrú hafði verið sett yfir Tungufljót. Leiðin lá á milli bæja, frá brúnni að Brú og að Kjóastöðum og síðan stefnt nokkuð beint á Gullfoss. Til að forðast umferð verður nú farið frá brúnni yfir Tungufljót upp með fljótinu og yfir að Gullfossi hjá Steinsholti. Þar með lýkur fyrri hluta göngunnar um Kóngsveginn. Vegalengd 12 - 14 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 - 5 klst. 3.5. Ármannsfell 66 40 ára Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1505D01 Á afmælisári Útivistar verður gengið á nokkur fjöll í í grennd við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og verður Ármannsfellið fagurblátt annað fjallið í þeirri röð. Gangan á fjallið hefst á Kaldadalsvegi rétt norðan við Sandkluftavatn en þaðan verður farin nokkuð auðveld leið að hæsta tindi fjallsins. Fjallið dregur nafn sitt af landnámsmanninum og hálftröllinu Ármanni Dalmannssyni en sagnir herma að þessi verndarvættur fjallsins hafi stýrt kappglímu þursa á Hofmannaflöt undir Meyjarsæti og „dáið“ inn í fjallið. Vegalengd 10 km. Hækkun 550 m. Göngutími 5 – 6 tímar.

Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun.

Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.

12.4. Kóngsvegur 6. áfangi. Miðhús – Geysir 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1504D02 Í þessum sjötta áfanga um Kóngsveginn liggur leiðin frá Miðhúsum að Úthlíð og áfram með rótum Bjarnarfells að Geysi í Haukadal. Á þessari leið eru margir fallegir staðir svo sem Hrauntúnstjarnir. Leiðir flestra ferðamanna sem til Íslands komu, í árdaga ferðamennskunnar, lágu þessa leið og Friðrik áttundi var ekki fyrsti Danakonungurinn sem kom að Geysi. Árið 1874 var Kristján konungur níundi þar á ferð og steinn hefur verið reistur til að minnast komu hans. Ekki vildi Geysir gjósa þá en þegar Friðrik áttundi kom var borin sápa í hverinn og hann gaus myndarlegu gosi. Strokkur hafði ekki gosið eftir jarðskjálftana 1896 en nú brá svo við að þegar konungsfylgdin var að yfirgefa hverasvæðið gaus hann líka. Vegalengd 11 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga

Liðhlíf fyrir litlutá Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði.

10.5. Fagradalsfjall - Þráinsskjöldur – Keilir 66 Brottför frá BSÍ kl. 08:00 (ath. kl. átta). 1505D02 Ganga þessi byrjar svipað og aðrar göngur á Fagradalsfjall með því að gengið er að Borgarfjalli og af því á Langhól sem er hátindur fjallsins. Í stað þess að halda til baka að suðurstrandarveginum er haldið áfram yfir fjallið og niður á Þráinsskjöld sem er 9000 ára gömul gosdyngja. Hún lætur lítið fyrir sér fara en frá henni eru komin jarðlögin frá Vogastapa og inn í Kúagerði. Þaðan er haldið í átt að Keili og hann klifinn ef vilji er til þess og síðan í bílinn við enda Oddafells. Vegalengd er 19-21 km. Göngutími 7-8 klst. Hækkun 500 m. ef gengið er á Keili, annars 300 m.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 15

stolpigamar.is

Þegar náttúran kallar...

Hafðu samban d 568 01 00

... erum við hjá Stólpa Gámum með lausnir sem koma að notum! • S eljum og leigjum gistieiningar og salernishús með öllum tækjum og lögnum, tilbúin til notkunar. • Ý msar stærðir af gámum til leigu og sölu sem geymsla undir lager, fyrir árstíðabundnar vörur o.fl. • Bjóðum staðlaða gáma og sérsniðnar lausnir að þörfum viðskiptavina. Stólpi Gámar er samstarfsaðili Containex hér á landi sem er helsti framleiðandi gámahúsa í heiminum.

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100


16 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Dagsferðir GG

17.5. Nesjavellir - Hengill Hveragerði 66 40 ára Brottför kl. 09:30 frá BSÍ. Ferðin hefst hjá efstu tönkunum við Nesjavelli og stefnt á helstu tinda Hengils. Þaðan liggur leiðin niður Klambragil og um Hveradali. Göngunni lýkur svo við Rjúpnabrekkur ofan Hveragerðis. Vegalengd 17–18 km. Hækkun 700 m. Göngutími 6-8 klst. 23. - 25.5. Eyjafjallajökull um hvítasunnu 666 Brottför frá BSÍ kl. 08:00 (ath. kl. átta). 1505D04 Eyjafjallajökull (1666 m) er eitt þekktasta og umtalaðasta fjall landsins á alþjóðavísu. Auk þess að vera eldstöð í jökli er hann með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtutindi á Þórsmerkurleið. Bratt er upp á Litluheiði í upphafi ferðar en síðan er jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum, móbergshrygg sem gengur upp í gegnum jökulinn. Í fyrstu verður farið norðan þeirra en síðan suður yfir þau og upp með þeim að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Vegalengd 18 - 20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 9 klst. Besti dagurinn um hvítasunnu verður valinn með hliðsjón af veðurspá. Athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku í þessa ferð á heimasíðu Útivistar eða á skrifstofunni. Einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi jöklabúnað meðferðis, en hann er hægt að fá leigðan hjá Útivist. 31.5. Búrfell í Þingvallasveit 66 40 ára Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1505D05 Búrfell rís sunnan við Botnssúlur, ofan við bæinn Brúsastaði í Þingvallasveit. Gengið frá bænum að Öxará og ánni fylgt stuttan spöl þar sem gefur að líta minjar af gamalli virkjun, stíflu og aðfallsstokk. Þetta er frá þeim tíma þegar nokkuð var um að framtakssamir bændur virkjuðu bæjarlæk-

Á Reykjanesi er víða fögur náttúra

inn til bættra lífsskilyrða. Frá ánni verður farið að og yfir Búrfellsgil og þaðan upp á Búrfell. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 650 m. Göngutími 5-6 klst.

7.6. Jarðfræðiferð um Reykjanesskaga 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1506D01 Jarðfræði á Reykjanesi skoðuð með Ástu Þorleifsdóttur jarðfræðingi. Ekið á milli staða og farið í stuttar gönguferðir. Farið verður að Kleifarvatni og Krýsuvík, gengið að Austurengjahver, Eldborg undir Geitahlíð, kíkt á hraunfossa frá Brennisteinsfjöllum og fleira. Skoðuð margvísleg jarðfræðifyrirbæri sem eru dæmigerð fyrir Ísland en eru einstök á heimsvísu. Heildartími í ferð 7 – 8 klst.

14.6. Vestursúla 666 40 ára Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1506D02 Krefjandi fjallganga á eitt af betri útsýnisfjöllum á suðvesturhorninu. Haldið á fjallið frá Botnsdal í Hvalfirði. Vegalengd 12 km. Hækkun 1000 m. Göngutími 6-7 klst.

GWG

16.-17.6. Leggjabrjótur um sumarnótt 66 Brottför kl. 19:00 (ath. kl. sjö að kveldi). 1506D03 Árleg næturganga Útivistar 17. júní yfir Leggjabrjót um sumarnótt. Gengið er frá Svartagili upp með Hrútagili og upp með Öxará yfir hinn eiginlega Leggjabrjót að Sandvatni. Farið er fram á brúnir Brynjudals og horft niður á Skorhagafoss í Brynjudalsá. Síðan liggur leiðin yfir Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessunæturgöngu Útivistar. Vegalengd 16 - 18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6 klst. 28.6. Hádegishnúkur á Kaldadal 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1506D04 Hádegisfellin tvö standa í fjallasal við Kaldadal. Fjöllin bera nöfn sín af því að áður en úr og klukkur urðu almenningseign var miðað við það hvar sólin var á ákveðnum tíma sólarhrings s.s. vörður og fjöll. Mjög mörg örnefni hér á landi tengjast, á einn eða annan hátt, hádeginu.

Leiðin liggur á syðra fellið en af því er fjölbreytt útsýni yfir jökla og litrík fjöll. Hafa þarf vaðskó með í þessa ferð. Vegalengd 13 -15 km. Hækkun 500 - 700 m. Göngutími 7 - 8 klst.

5.7. Snæfellsjökull 1446 m 666 Brottför frá BSÍ kl. 08:00 (ath. kl. átta). 1507D01 Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og leiðangursmenn í vísindaskáldsögu Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, fundu þar op sem leiddi þá ofan í iður jarðar. Markmið þessarar ævintýraferðar er þó annað, gengið verður upp á jökulinn og stefnan tekin á hæsta tind hans, Miðþúfu. Lagt verður upp frá bækistöð vélsleðamanna á Jökulhálsi og að mestu fylgt sömu leið og þeir fara svo öryggi sé best tryggt. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 800-900 m. Göngutími 5-7 klst. 12.7. Stóra Jarlhetta – Jarlhettudalur 66 Brottför frá BSÍ kl. 08:00 (ath. kl. átta). 1507D02 Jarlhettur er tilkomumikil fjallaröð sem ber í Langjökul þegar horft er í norður frá Gullfossi. Sú tignarlegasta ber nafnið Stóra Jarlhetta og einnig er hún kölluð Tröllhetta. Gengið er frá Hagavatnsveginum í norður að Stóru Jarlhettu og austurhliðin klifinn. Staldrað verður við á toppnum því þar er gott að njóta útsýnis og nesta sig ef veður leyfir. Af fjallinu er víðsýnt til flestra átta og gott pláss til að athafna sig. Af toppnum er haldið niður í Jarlhettudalinn og Jarlhettukvíslinni fylgt niður að Einifelli, þar sem rútan bíður okkar við skála F.Í. Vegalengd um 13 km. Hækkun 600 m. Göngutími 6 – 7 tímar. 19.7. Kóngsvegur 8. áfangi. Gullfoss – Skipholt 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1507D03 Gengið frá Gullfossi og niður með Hvítá, vestanmegin, allt niður að Brúarhlöðum. Þar verður farið yfir ána og gengið með henni að austanverðu niður fyrir Hvítárdal en þar verður stefnan tekin á bæinn Skipholt. Vegalengd 18 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 klst.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 17


18 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Dagsferðir GG

3.8. Hafursfell á Snæfellsnesi (frídagur verslunarmanna) 66 Brottför frá BSÍ kl. 08:00 (ath. kl. átta). 1508D01 Gengið upp Þvergil upp á Hafursfell. Útsýni er vítt til allra átta. Eftir að toppnum er náð er haldið niður Skál. Vegalengd 8-9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5 klst. 9.8. Löðmundur 66 Brottför frá BSÍ kl. 08:00 (ath. kl. átta). 1508D02 Norðan Landmannaleiðar blasir fjallið Löðmundur við, grasi vaxið frá fjallsrótum. Af fjallinu er afar víðsýnt til allra átta. Segja má að allt hálendið milli Langjökuls, Hofsjökuls og Vatnajökuls blasi við. Gengið verður frá Landmannahelli og farinn hringur um fjallið. Vegalengd 9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5 klst. 15.8. Dagsferð í Bása 6 40 ára Brottför frá BSÍ kl. 08:30. 1508D03 Dagsferð í Bása á Goðalandi þar sem hátíðarhöld vegna 40 ára afmælis Útivistar fer fram.

23.8. Kóngsvegur 9. áfangi. Skipholt Stóra Laxá 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1508D04 Leiðin verður valin um ása austan vegar niður undir Flúðir. Þar verður farið yfir Litlu Laxá og áfram gengið austan undir Miðfelli áleiðis að Kerlingarásum og Langholtsfjalli. Komið niður að Álfaskeiði og að Sóleyjarbakka, en vaðið á ánni var þar. Vegalengd 20 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 7 klst. 30.8. Síldarmannagötur og Þyrill 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1508D05 Þessi gamla þjóðleið milli Hvalfjarðar og Skorradals hefst innarlega við norðanverðan Botnsvog þar sem gengið verður um skógi vaxna hlíð. Tekinn verður krókur út á Þyril en svo haldið inn á þjóðleiðina á ný. Farið framhjá heiðarvötnum og fossum. Gamlar vörður sem varða leiðina hafa verið endurreistar. Mjög fallegt útsýni er yfir Skorradal af brúninni ofan Vatns-

Snæfellsjökull heillar

horns þar sem farið verður niður. Vegalengd 19 km. Hækkun 400 m. Göngutími 7 klst.

6.9. Kóngsvegur 10. áfangi. Reykjarétt - Þjórsárbrú 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1509D01 Hér verður lítilsháttar rof í leið konungs. Gangan byrjar við Reykjarétt á Skeiðum og gengin gömul gata að Húsatóftum. Þaðan verður gengið niður að Þjórsá og reiðleiðinni fylgt niður að Þjórsárbrú við Þjótanda. Vegalengd 18 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 klst. 13.9. Kóngsvegur 11. áfangi. Áshildarmýri – Selfoss 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1509D02 Aftur verður rof í gönguleiðina. Reynt verður að forðast að ganga með þjóðveginum. Þess vegna verður byrjað að ganga við Áshildarmýri og síðan gengið að Hvítá. Gengið niður með Hvítá og yfir áveituskurðinn á inntaksgáttinni. Gengið verður fram hjá Oddgeirshólum og að Langholti.

Við hjá Esju Gæðafæði útbúum allan grillmat fyrir ferðalagið

Bitruhálsi 2 - 110 Reykjavík - Símar 567-6640 & 577-3300 - Fax 567-6614

GSG

Þaðan verður gengið með vegi að Laugardælum og áfram á Selfoss. Vegalengd 22 km. Hækkun engin. Göngutími 7 - 8 klst.

27.9. Kálfstindar 66 40 ára Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1509D03 Kálfstindar eru í grennd við Þingvelli, norðan Lyngdalsheiðar. Merkileg fjöll sem fáir ganga á þó þau séu ekki ýkja langt frá höfuðborgarsvæðinu. Haldið frá Reyðarbarmi meðfram Kálfstindum milli hrauns og hlíðar að Flosaskarði þar sem lagt verður á brattann. Til baka verður farið um Flosaskarð niður á Laugarvatnsvelli. Um skarðið á Flosi í Njálssögu að hafa riðið með fylgdarlið sitt til þess að forðast fyrirsát Kára Sölmundarsonar. Skoðaður verður hellir við Vellina sem búið var í til skamms tíma á fyrri hluta síðustu aldar. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 600. Göngutími 5-6 klst. 4.10. Kóngsvegur 12. áfangi. Selfoss – Hveragerði 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1510D01 Gengið með Ölfusá að Arnarbæli þar sem konungur gisti á ferð sinni. Þaðan er fylgt gömlum engjavegum og gengið upp Ölfusforir og inn í Hveragerði. Vegalengd 18 km. Hækkun engin. Göngutími 6 klst. 11.10. Á leið til Himnaríkis 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1510D02 Kappsamir skíðamenn byggðu nokkra skála á Bláfjallasvæðinu á fyrri hluta síðustu aldar. Gengið verður á milli þeirra staða, þar sem skálarnir stóðu, og saga þeirra rifjuð upp en við sögu koma dvergar og Himnaríki. Farið frá skíðaskálum í Bláfjöllum um Draumadal og Bláfjallagil í Jósepsdal. Frá Skæruliðaskálanum við Ólafsskarð liggur leiðin með Draugahlíðum niður að Suðurlandsvegi. Vegalengd 17 km. Hækkun 400 - 500 metrar. Göngutími 7 tímar. 18.10. Kóngsvegur 13. áfangi. Hveragerði – Sandskeið 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1510D03 Áfanginn hefst á göngu upp Kamba. Farin er gamli vegurinn sem lá í hlykkjum upp hlíðina. Þegar komið er upp fyrir Hurðar-

bak er stefnan sett á Hellisskarð og gengið eftir varðaðri slóð að Skarðinu. Á þeirri leið má sjá hvar skeifur hesta hafa klappað rás í hraunhelluna. Þarna er líka s.k. Hellukofi sem hlaðin var vegfarendum til skjóls. Gengið niður að Kolviðarhóli. Á Kolviðarhóli var gistihús og greiðasala og þar var áð og Konungur hélt þar fræga skálarræðu. Þaðan er gengið eftir gamla veginum norðan við Svínahraunsbruna að Litlu Kaffistofunni. Vegalengd 16 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 - 7 klst.

25.10. Þórustaðastígur 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1510D04 Þórustaðastígur liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, yfir Vesturháls (Núpshlíðarháls) að eyðibýlinu Vigdísarvöllum. Leiðin liggur yfir Reykjanesbrautina, yfir Grindavíkurgjá, framhjá Keili og Driffelli. Þegar komið er á móts við stóra gíginn við norðurenda Selsvalla liggur leiðin yfir hraunhaft og upp gilið andspænis gígnum. Þegar komið er upp á fjallið sveigir leiðin til suðurs. Afar falleg 18 km leið í fjölbreyttu umhverfi. Hækkun 200 m. Göngutími 6 tímar. 1.11. Kóngsvegur 14. áfangi. Sandskeið – Reykjavík 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. 1511D01 Genginn gamli vegurinn sunnan við Sandskeið og gamla bílveginum fylgt niður fyrir Lækjarbotna eftir því sem hægt er. Komið verður niður í Elliðaárdal og að Árbæjarsafni. Vegalengd 18 km. Hækkun engin. Göngutími 6 klst. 7.11. Kóngsvegur 15. áfangi. Árbæjarsafn – Lækjargata 6 Brottför frá Árbæjarsafni kl. 15:00. 1511D02 Gengið verður niður Elliðaárdalinn og síðan verður gömlu hitaveitustokkunum fylgt alla leið að Öskjuhlíð. Þaðan verður fundin leið niður í Lækjargötu þar sem raðgöngunni lýkur formlega. Ferð konungs lauk síðan með dansleik. Sá þáttur verður kynntur síðar. Vegalengd 7 km. Hækkun engin. Göngutími 2 klst.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 19

PIPAR\TBWA • SÍA • 112120

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir. Montana er einnig til með 5MP myndavél. Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is


20 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Lengri ferðir GSG

13.-17.5. Hvannadalshnúkur – Kristínartindar 6664 Brottför auglýst síðar. 1505L01 Ganga á Hvannadalshnúk nýtur mikilla vinsælda og draumur margra að njóta útsýnisins af hæsta tindi landsins. Í ár slær Útivist upp sannkallaðri gönguveislu þar sem nokkrir dagar eru undir svo hægt sé að velja bestu veðurhorfurnar fyrir vel heppnaða ferð. Farið á einkabílum í Skaftafell á miðvikudagskvöldi. Fyrir þessa ferð verða þrjár undirbúningsferðir helgina 1. – 3. maí í kringum höfuðborgarsvæðið. Þar verður farið yfir ferðaáætlun, skipulag og útbúnað. Nánari upplýsingar á heimasíðu Útivistar. Fararstjórar eru Guðmundur Örn Sverrisson, Snorri Guðjónsson og Stefán Birgisson. 24 - 28.6. Sögusvið Svartfugls og björgunarafreksins á Látrabjargi 665 4 T Brottför auglýst síðar. 1506L01 Þátttakendur hittast miðvikudaginn 24. júní á tjaldstæðinu við Melanes á Rauðasandi. Gist þar í tjöldum um nóttina. Á fimmtudeginum er gengið um sögusvið Svartfugls að Sjöundá og hugsanlega heimsóttar surtarbrandsnámur í Stálfjalli. Næsta dag er gengið yfir Rauðasand yfir í Keflavík og rifjaðar upp sögur sem tengjast sögusviði Svartfugls. Síðasta daginn er farið um Látrabjarg og rifjuð upp björgunin á skipverjum af togaranum Dhoon frá Englandi 12. desember 1947. Gert er ráð fyrir tveimur nóttum í tjöldum og tveimur nóttum í svefnpokagistingu á Hótel Breiðuvík. Fararstjórar eru Hannes Snorri og Jón Karl Helgasynir. 25.-28.6. Sveinstindur Skælingar 664 T Brottför kl. 08:30. 1506L02 Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni þaðan yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Úr Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina. 25.-28.6. Strútsstígur 664 T Brottför kl. 08:30. 1506L03 Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll, Torfajökull og í suðri teygir fjallið Strútur sig upp, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í

Á Rauðasandi

Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Síðari dagurinn er nýttur til gönguferða um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

27.6-2.7. Gönguskíðaferð yfir Vatnajökul     4 5 Brottför frá skrifstofu Útivistar kl. 18:00. 1506L04 Ekið í Jökulheima og gist þar eina nótt. Þaðan verður gengið á tveimur dögum á Grímsfjall og gist þar tvær nætur og eldstöðvarnar þar skoðaðar. Frá Grímsfjalli verður farið á skíðum niður að Grænafjalli og tjaldað við Grænalón. Á síðasta degi verður gengið í Núpsstaðarskóga. Þessi ferð er háð því hvernig eldsumbrot í Holuhrauni þróast fram á sumar. Þátttaka er einnig háð samþykki fararstjóra. 1.-5.7. Laugavegurinn 664 T Brottför kl. 08:00. 1507L01 Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur þar til komið er í Álftavatn og gist þar. Úr Álftavatni liggur leiðin framhjá Hvanngili og um sanda í Emstrur, en á þessum degi þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Gist í Botnaskála í Emstrum. Úr Botnaskála liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

SHS

2.-5.7. Sveinstindur Skælingar 664 T Brottför kl. 08:30. 1507L02 Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Úr Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina. 2.-5.7. Strútsstígur 664 T Brottför kl. 08:30. 1507L03 Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll, Torfajökull og í suðri teygir fjallið Strútur sig upp, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Síðari dagurinn er nýttur til gönguferða um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn. 8.-12.7. Laugavegurinn 664 T Brottför kl. 08:00. 1507L04 Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið

suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur sem leið liggur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Úr Botnaskála liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

9.-12.7. Jógaferð Sveinstindur – Skælingar 664 T Brottför kl. 08:30. 1507L05 Jógaiðkun er samofin gönguferðinni og eru gerðar jógastöður, öndunaræfingar, gönguhugleiðsla og fleiri tegundir hugleiðslu. Á þessari gönguleið er einstök náttúrufegurð og hálendiskyrrð og því frábær vettvangur til að stunda jóga og íhugun. Fótaferð er um kl. 6:30 og er þá farið í morgunjóga. Eftir góðan morgunmat er haldið af stað og á göngunni er stoppað á völdum stöðum til að gera jógaæfingar, hugleiðslu og fara í slökun auk hinna hefðbundnu nestisstoppa. Á kvöldin er einnig jógalota og slökun, ýmist innandyra eða utan eftir veðri. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þaðan gott útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Fyrstu nóttina er gist í skála sunnan við Sveinstind en þaðan er haldið niður með Skaftá í skálann í Skælingum þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Úr Skælingum er gengið um Eldgjá og á Gjátind ef aðstæður leyfa og endað í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina. Morguninn eftir er farið í stutta göngu og útijóga í nágrenninu. Hrönn Baldursdóttir er leiðsögumaður og jógakennari í ferðinni.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 21


22 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Lengri ferðir GSG

9.-12.7. Strútsstígur 664 T Brottför kl. 08:30. 1507L06 Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll, Torfajökull og í suðri teygir fjallið Strútur sig upp, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Síðari dagurinn er nýttur til gönguferða um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn. 11.-18.7. Langleiðin: Ásbyrgi – Fontur 6665 T Brottför auglýst síðar. 1507L07 Ekið á eigin bílum í Ásbyrgi og gist þar fyrstu nóttina. Gengið frá tjaldstað í Ásbyrgi yfir brú á Jökulsá á Fjöllum. Haldið í suður eftir vegi að svokallaðri Skógarhæð. Þar er stefnt að Bjarnastöðum. Þaðan liggur leiðin um vegleysur, gróðurlendi, læki og ár yfir Tunguheiði og Laufskálafjallgarð að Laufskála. Þar er skáli sem 12 manns geta gist í en gert er ráð fyrir að tjalda við skálann. Frá Laufskála liggur leiðin um Búrfellsheiði. Farið sunnan við Svalbarðsnúp, yfir Sandá, sem er ekki djúp en breið, og yfir Hölkná. Þar taka við ásar, hryggir og lækir. Tjaldað við Hvammsgljúfur við Hafralónsá. Þessir tveir dagar eru langir og erfiðir, landsvæðið er að hluta til blautt og vegalengdin getur verið um 60-70 km eftir leiðarvali. Frá Hvammsgljúfri er gengið eftir vegi norður með ánni og yfir hana á brú við þjóðveg nr. 1. Vegi eða reiðvegi verður fylgt að mestu leyti þennan dag. Gist á tjaldsvæði á Þórshöfn. Þar er hægt að komast í verslun og eftir bestu heimildum er sundlaugin a.m.k. opin til kl. 20:00. Frá Þórshöfn er gengið að Skálum í tveimur áföngum. Þaðan liggur leiðin með ströndinni út á Font þar sem afrekinu verður fagnað. Rúta flytur hópinn aftur í Ásbyrgi. Áætlað er að vegalengdin síðustu fjóra dagana verði 80 km. 12.-15.7. Dalastígur 6664 T Brottför kl. 08:00. 1507L08 Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst í þetta sinn við Mosa skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er haldið í skálann í Hungurfitjum þar sem gist verður fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann í gistingu. Leiðin frá Dalakofanum liggur um mikið hverasvæði og yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar finna göngumenn sérkennilega uppsprettu Rauðufossakvíslar og verður ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan verður gengið í Landmannahelli og gist þar. Á fjórða degi verður gengið frá Landmannahelli um Hellismannaleið í Landmannalaugar, en þar bíður rúta eftir hópnum.

fagurt landslag undir rótum Laufafells verður skoðað áður en haldið verður heim á leið. Fararstjóri er Guðmundur Örn Sverrisson.

Kvennahópur Útivistar í Strútsstígsgöngu

13.-16.7. Fögrufjöll – Fagrifjörður – Sveinstindur 66645 T Brottför kl. 17:00. 1507L09 Ekið með rútu í Jökulheima og gist eina nótt. Daginn eftir er gengið að Tungnaá og hópurinn ferjaður yfir á gúmmíbát. Gengið um Fögrufjöll og í Fagrafjörð, en tjöld og vistir ferjaðar á bátnum. Gist í tjöldum. Þaðan er gengið í skála við Sveinstind og gist þar. Rúta sækir hópinn daginn eftir. 15.-19.7. Laugavegurinn 664 T Brottför kl. 08:00. 1507L10 Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur sem leið liggur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Úr Botnaskála liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása. 16.-19.7. Sveinstindur Skælingar 664 T Brottför kl. 08:30. 1507L11 Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Úr Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

JB

16.-19.7. Strútsstígur 664 T Brottför kl. 08:30. 1507L12 Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll, Torfajökull og í suðri teygir fjallið Strútur sig upp, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur og síðari dagurinn nýttur til gönguferða um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn. 18.-22.7. Hornstrandir – Veiðileysufjörður 6665 Brottför auglýst síðar. 1507L13 Bækistöðvarferð þar sem gist er í tjaldbúðum í Veiðileysufirði. Jökulfirðir búa yfir mikilli náttúrufegurð og magnaðri sögu mannlífs á nyrstu slóðum. Siglt verður frá Bolungarvík í Veiðileysufjörð þar sem reistar verða tjaldbúðir. Næstu þrír dagar verða notaðir í dagsferðir um fjöll og firnindi Hornstranda. Fararstjóri er Ísar Guðni Arnarson. 21.-23.7. Bækistöðvarferð í Dalakofa 664 Brottför kl. 08:00. 1507L14 Gangan hefst skammt frá Rauðufossum og gengið er með Rauðufossakvísl að rótum Rauðufossafjalla. Gengið milli þeirra og Svartakambs í Vestur-Reykjadali að Dalakofanum þar sem haldið verður til í tvær nætur. Dalakofinn er nýlega endurbyggður af sjálfboðaliðum Útivistar og er einstaklega skemmtilega staðsettur í jaðri Torfajökulssvæðisins. Háhitasvæðið umhverfis Torfajökul þykir eitt verðmætasta útivistarsvæði landsins. Farið verður í gönguferð um litríkt landslag sem kemur sífellt á óvart og um kvöldið verður kvöldvaka í anda Útivistar. Á lokadegi ferðarinnar verður farið í stutta göngu þar sem

22.-26.7. Sveinstindur – Strútur 6645 T 40 ára Brottför kl. 08:30. 1507L15 Í þessari ferð eru tvær flugur slegnar í einu höggi og vinsælu gönguleiðirnar um Sveinstind – Skælinga og Strútsstíg sameinaðar og endað í glæsilegri afmælishátíð Útivistar í Strút. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni þaðan yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Úr Skælingum liggur leiðin að Eldgjá og gengið eftir henni þar til stefnan er tekin á skála Útivistar við Álftavötn. Úr Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála sem stendur mitt í einstakri útivistarparadís. Þar verður gist í tjöldum ásamt fleiri ferðahópum og afmælisgestum. 22.-26.7. Kvennaferð – Strútur bækistöðvarferð 665 40 ára Brottför kl. 08:30. 1507L16 Hálendið í kringum Strútsskála er ógleymanlegt og lætur engan ósnortinn. Farið verður í gönguferðir alla daga m.a. inn í Hólmsárbotna að Strútslaug og notið þar dásemdar náttúrunnar. Gengið verður á Meyjarstrút þar sem útsýnið yfir Torfajökulsvæðið er ótrúlegt. Mælifellið verður einnig tekið en þaðan er útsýni yfir á þrjá jökla, Mýrdalsjökull, Tindfjallajökull og Torfajökull. Kvennahópurinn mun að sjálfsögðu taka þátt í 40 ára afmælishátíð Útivistar sem verður haldin þar um helgina. Nánari upplýsingar um ferðina er á heimasíðu Útivistar undir Kvennaferðir. 24.-26.7. Hattver – Strútur 6665 40 ára Brottför kl. 08:00. 1507L17 Á Torfajökulssvæðinu er litadýrðin einstök og það sem fangar hugann eru andstæðurnar sem einkenna svæðið. Ekið í Landmannalaugar þaðan sem gengið verður samdægurs í Hattver, gróðurvin undir Hatti innst í Jökulgili. Í Hattveri verður tjaldað. Gengið með Torfajökli suður að Laugarhálsi en þar verður farið niður í Hólmsárbotna þar sem teygja má úr sér í hinni notalegu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála sem stendur mitt í einstakri útivistarparadís. Þar verður gist í tjöldum ásamt fleiri ferðahópum og afmælisgestum. 1.-5.8. Austurdalur 6665 4 T Brottför frá Varmahlíð kl. 12:00. 1508L01 Austurdalur í Skagafirði er einstaklega gróðursæll og fagur. Þar vex skógur í hvað mestri hæð yfir sjávarmáli á Íslandi. Allnokkur byggð var í dalnum á árum áður en við andlát Helga Jónssonar bónda á Merkigili hvarf á braut síðasta sóknarbarn Ábæjarsóknar. Farið verður á eigin bílum í


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 23


24 | |ÚTIVIST ÚTIVIST| FERÐAÁÆTLUN 2015 2015 | FERÐAÁÆTLUN

Yfirlit yfir árið Dagsferðir

Helgarferðir

Jeppaferðir

Útivistarræktin

Lengri ferðir

Hjólaferðir

JANÚAR  4. 1.  10.-11.1.  10.1.  24.1.

Nýárs- og kirkjuferð. Keflavíkurkirkja – Hvalsneskirkja Þrettándastuð í Þórsmörk. Jeppa- og gönguskíðaferð Breiðholt og efri byggðir Kópavogs Vífilsstaðavatn – Hafnarfjörður

FEBRÚAR  1.2. Kóngsvegur 1. áfangi. Lækjargata - Djúpidalur  8.2. Þyrilsnes - Saurbær í Hvalfirði  15.2. Kóngsvegur 2. áfangi. Djúpidalur – Vilborgarkelda  22.2. Árnastígur – Brauðstígur – Reykjavegur – Prestastígur  18.2. Heiðmörk frá Þingnesi  25.2. Grótta og út fyrir golfvöll  21.–22.2. Gönguskíðaferð - Kerling  14.-15.2. Langjökull  7.2. Mosfellsbær  21.2. Gróttuhringurinn

MARS  1.3. Kóngsvegur 3. áfangi. Vilborgarkelda – Gjábakki  8.3. Grunnafjörður – Melabakkar  15.3. Kóngsvegur 4. áfangi. Gjábakki – Laugarvatn  22.3. Keilir 379 m  29.3. Kóngsvegur 5. áfangi. Laugarvatn – Miðhús  4.3. Hvaleyrarvatn – Stórhöfði 128 m  11.3. Reynisvatnsheiði  18.3. Ástjörn – Ásfjall 127 m  25.3. Vífilsstaðavatn – Vífilsstaðahlíð  12.–15.3. Gönguskíðaferð - Bjarnafjörður – Djúpavík  28.-1.3. Langjökull  14.-15.3. Fimmvörðuháls  27.-29.3 Grímsfjall og vestari hluta Vatnajökuls  7.3. Geldinganes - Mosfellsbær – Úlfarsfell  21.3. Gróttuhringur – Kópavogur

APRÍL  6.4.  12.4.  26.4.  1.4.  8.4.  15.4.  22.4.  29.4.  24.–26.4.  23.-27.4  4.4.  18.4.

Hrafnabjörg frá Ármannsfelli Kóngsvegur 6. áfangi. Miðhús – Geysir Kóngsvegur 7. áfangi. Geysir – Gullfoss Hraunin sunnan Straums og Alfaraleið Grindaskörð – Stóri Bolli 551 m Hálsnes og Maríuhöfn Hjálmur úr Seljadal Selatangar og Katlahraun Gönguskíðaferð í Fjörður Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul austanverðan Kársnes - Álftanes – Hafnarfjörður Heiðmörk – Kaldárselsvegur

MAÍ  3.5. Ármannsfell  10.5. Fagradalsfjall - Þráinsskjöldur – Keilir  17.5. Nesjavellir - Hengill - Hveragerði  23. - 25.5. Eyjafjallajökull um hvítasunnu  31.5. Búrfell í Þingvallasveit  6.5. Smáþúfur 592 m

 13.5. Stóri Meitill frá Hveradölum 521 m  20.5. Hafnaberg  27.5. Krýsuvíkurbjarg og Selalda  13.-17.5. Hvannadalshnúkur – Kristínartindar  2.5. Meðalfell – Eyrarfjall  16.5. Básar  30.5. Bláa lónið - Eldvörp – Reykjanesviti

JÚNÍ  7.6. Jarðfræðiferð um Reykjanesskaga  14.6. Vestursúla  16.-17.6. Leggjabrjótur um sumarnótt  28.6. Hádegishnúkur á Kaldadal  3.6. Hattur og Hetta við Krísuvík - frá Seltúni  10.6. Kerhólakambur 852 m  17.6. Skógarkot og þingið  24.6. Spákonuvatn – Grænavatn - Sog  12.-14.6. Bækistöðvarferð í Dali  13.-14.6. Fimmvörðuháls  19.-21.6. Jónsmessuganga á Fimmvörðuháls  26.-28.6. Fimmvörðuháls  26.-28.6. Snæfellsnes – Fjallaferð og – Strandir og menning  24 - 28.6. Sögusvið Svartfugls og björgunarafreksins á Látrabjargi  25.-28.6. Sveinstindur - Skælingar  25.-28.6. Strútsstígur  27.6-2.7. Gönguskíðaferð yfir Vatnajökul 4 skíði  8.-15.6. ,,Dónárdraumur“ - utanlandsferð  27.6. Hvalfjörður

JÚLÍ  5.7. Snæfellsjökull 1446 m  12.7. Stóra Jarlhetta – Jarlhettudalur  19.7. Kóngsvegur 8. áfangi. Gullfoss – Skipholt  1.7. Hengill af Kýrdalshrygg 805 m  8.7. Selfjall 435 m - Háafell 316 m í Botnsdal  15.7. Mígandagróf um Stórkonugil 500 m  22.7. Tröllafoss - Haukafjöll 260 m  29.7. Akrafjall - Háihnjúkur 555 m  3.-5.7. Fimmvörðuháls  10.-12.7. Fimmvörðuháls  17.-19.7. Fimmvörðuháls  24.-26.7. Afmælishátíð í Strút  1.-5.7. Laugavegurinn  2.-5.7. Sveinstindur - Skælingar  2.-5.7. Strútsstígur  8.-12.7. Laugavegurinn  9.-12.7. Jógaferð Sveinstindur – Skælingar  9.-12.7. Strútsstígur  11.-18.7. Langleiðin: Ásbyrgi – Fontur  12.-15.7. Dalastígur  13.-16.7. Fögrufjöll – Fagrifjörður – Sveinstindur  15.-19.7. Laugavegurinn  16.-19.7. Sveinstindur - Skælingar  16.-19.7. Strútsstígur  18.-22.7. Hornstrandir – Veiðileysufjörður


ÚTIVIST ÚTIVIST 2015| | 25 | FERÐAÁÆTLUN | FERÐAÁÆTLUN2015

 21.-23.7. Bækistöðvarferð í Dalakofinn  22.-26.7. Sveinstindur – Strútur  22.-26.7. Kvennaferð – Strútur bækistöðvarferð  24.-26.7. Hattver – Strútur  24.-26.7. Fjallabak  10.-12.7. Strandir - löng helgarferð  18.-21.7. Norðurland- sumarleyfisferð  25.-26.7. Strútshátíð

 23.9. Flekkuvík - Keilisnes  30.9. Umhverfis Elliðavatn  18.-20.9. Grill og gaman í Básum  17.-20.9. Laugavegurinn – Hraðferð á tveimur göngudögum  25.9.-27.9. Bárðargata og vesturhluti Vatnajökuls  5.9. Hjólað um Bláskógarbyggð  19.9. Þingvallavatn – haustlitaferð

OKTÓBER ÁGÚST  3.8. Hafursfell á Snæfellsnesi  9.8. Löðmundur  15.8. Dagsferð í Bása  23.8. Kóngsvegur 9. áfangi. Skipholt - Stóra Laxá  30.8. Síldarmannagötur og Þyrill  5.8. Krýsuvíkur Mælifell 225 m - Drumbur 291 m  12.8. Leiti og Bláfjallahryggur úr Jósefsdal 680 m  19.8. Hópsnes - Þórkötlustaðanes  26.8. Staðarborg - Hrafnagjá - Kvennabyrgið  7.-9.8. Fjölskylduferð í Bása  8.-9.8. Fimmvörðuháls  14.-16.8. Afmælishátíð í Básum  14.-16.8. Tindfjallahringurinn og Rjúpnafell  1.-5.8. Austurdalur  2.-5.8. Bækistöðvarferð um uppsveitir Skagafjarðar  5.-9.8. Laugavegur – fjölskyldur og börn  6.-9.8. Strútsstígur  4.-8.8. Sumarleyfisferð jeppadeildar: Tröllaskagi  8.8. Mosfellsheiði – Nesjavallaleið  22.8. Skorradalsvatn

SEPTEMBER  6.9. Kóngsvegur 10. áfangi Reykjarétt - Þjórsárbrú  13.9. Kóngsvegur 11. áfangi. Áshildarmýri – Selfoss  27.9. Kálfstindar  2.9. Yfir Helgafell við Hafnarfjörð 340 m  9.9. Búrfell 181 m - Silungatjörn – Krókatjörn  16.9. Hvítanes

ÚT AÐ GANGA ? ESJAN ? HÁLENDIÐ ? Skiptir ekki máli hvert á að fara, BUFF® hentar alls staðar.

100% MICROFIBER

www.buff.is ÞÚ FÆRÐ BUFF® Í ÖLLUM BETRI ÚTIVISTAR VERSLUNUM LANDSINS. Buff ® er skrásett vörumerki Original BUFF, S.A. Spáni

 4.10. Kóngsvegur 12. áfangi. Selfoss – Hveragerði  11.10. Á leið til Himnaríkis  18.10. Kóngsvegur 13. áfangi. Hveragerði – Sandskeið  25.10. Þórustaðastígur  7.10. Heiðmörk  14.10. Æsustaðafjall 200 m - Reykjafell 273 m  21.10. Leirvogur, Geldinganes að Korpu  28.10. Helgafellshlíð - Varmá  3.-4.10. Vöð og vatnasull  10.-11.10. Norðan Hofsjökuls  3.10. Austur-Landeyjar  17.10. Langavatn – Mosfellsbær  31.10. Skammidalur

NÓVEMBER  1.11. Kóngsvegur 14. áfangi. Sandskeið – Reykjavík  7.11. Kóngsvegur 15. áfangi. Árbæjarsafn – Lækjargata  4.11. Grafarvogshringur með Keldum  11.11. Löngubrekkur - Hjalladalur í Heiðmörk  27.-29.11. Aðventuferð  30.10-1.11. Dalakofinn – Strútur  14.11. Heiðmörk  28.11. Reynisvatn

DESEMBER  29.12.-1.1. Áramótaferð  12.12. Jólaþorpið í Hafnarfirði  27.12. Miðbær Reykjavíkur – Grandi


26 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Lengri ferðir GSG

6.-9.8. Strútsstígur 664 T Brottför kl. 08:30. 1508L04 Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll, Torfajökull og í suðri teygir fjallið Strútur sig upp, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur og síðari dagurinn nýttur til gönguferða um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

Varmahlíð þar sem rúta bíður hópsins og ekur að skálanum Grána. Þar verður gist. Frá Grána liggur leiðin um Lönguhlíð sem víða er kjarri vaxin. Tjaldað verður við Fossá þar sem hún fellur hvítfyssandi niður í dalinn en tjöld og farangur verður trússaður þangað á hestum. Nýleg göngubrú er yfir Fossá og eftir nætursvefn er göngu haldið áfram í gegnum kjarr og skóglendi, með jökulána á vinstri hönd og bratta hlíð til hægri. Gististaður næstu nótt er við Hildarsel, í tjöldum eða í skálanum. Þaðan er gengið að Ábæjarkirkju og í Merkigil þar sem gist verður síðustu nóttina. Daginn eftir gengur hópurinn um Merkigilið að Keldulandi þar sem hann verður sóttur. Fararstjóri er Skagfirðingurinn Gísli Rúnar Konráðsson.

2.-5.8. Bækistöðvarferð um uppsveitir Skagafjarðar 664 T Brottför auglýst síðar. 1508L02 Ekið á eigin bílum að Skatastöðum og farið þaðan í árlega messu að Ábæ í Austurdal. Eftir messu er gengið í skálann við Hildarsel þar sem gist verður tvær nætur en farangur verður trússaður. Á mánudag er gengið á Sandafjall, en um nóttina er skálanum deilt með Útivistarhóp í Austurdalsgöngu. Daginn eftir er gengið á Elliðann og þaðan haldið áfram að Merkigili. Loks er gengið aftur að Skatastöðum í bílana. Á heimleið gefst færi á að ganga á Mælifellshnjúk en sú ganga tekur um það bil fjóra tíma. Á þessum slóðum er margt að skoða og mikil saga sem þarna býr. Má þar nefna Bólu-Hjálmar og Moniku Helgadóttir svo fátt eitt sé talið.

Við Hattver

5.-9.8. Laugavegur – fjölskyldur og börn664 T  Brottför kl. 08:00. 1508L03 Ekið inn í Landmannalaugar og gengið samdægurs í Hrafntinnusker og daginn eftir verður gengið í Hvanngil. Á fimmtudegi verður gengið í Emstrur og á föstudegi verður gengið í Bása þar sem ferðin sameinast fjölskylduferð Útivistar. Þar verða ratleikir, kvöldvökur, grillveisla og varðeldur. Í ferðinni skoðum við og upplifum náttúruna og njótum samverunnar.

GSG

Ferðin miðast við að aldur þátttakenda sé mismunandi, yngstu börn sem hafa gengið Laugaveginn eru 6 ára en foreldrar meta getu barna sinna og fullorðnir bera ábyrgð á sínum börnum. Gönguhraði er miðaður við getu hópsins en hafa verður í huga að dagleiðir eru 13-17 km langar og ekki hægt að stytta þær. Fararstjórar eru Hanna Björg Sigurjónsdóttir og Oddur Friðriksson.

17.-19.9 Laugavegurinn – hraðferð á tveimur göngudögum6664 T Brottför kl. 19:00. 1509L01 Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið er með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Á laugardegi er gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem grill, varðeldur og ósvikin Básastemning bíður hópsins. Gist í skála í Básum en áður en lagt er af stað heim á leið á sunnudegi gefst færi á göngu um nágrenni Bása.


40 árum Útivistar fagnað

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 27

Afmælisdagskrá 2015

Allt er fertugum fært – afmælisgöngur þar sem fertugir félagsmenn eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Ferðafélagið Útivist var stofnað sunnudaginn 23. mars 1975 á fundi í Lindarbæ í Reykjavík þar sem mættir voru 54 hugumstórir stofnfélagar. Útivist hvetur alla landsmenn til að stunda útiveru og ferðalög innanlands af kappi. Vegna afmælisársins vill félagið sérstaklega hvetja alla þá sem fæddir eru 1975, að bregða nú undir sig betri fætinum og leggja land undir fót. Til að fylgja þeirri hvatningu eftir fá allir gamlir og nýir félagsmenn sem eiga 40 ára afmæli 2015 fría félagsaðild á afmælisárinu.

Afmælisveisla síðdegis 21. mars Sögubrot rifjuð upp og

myndir frá upphafsárunum. Glaðst yfir 40 ára farsæ lu starfi félagsins. „Sögutré“ Útivistar gró ðursett. Harmonikka, gítar og góðar veitingar. Allir félagsmenn og ve lunnarar félagsins boðnir velkomnir.

Afmælisganga á Keili 22. mars

ömlu göngufötin“. Allir Þema göngunnar er „g hnésluna og finna gömlu hvattir til að fara í geym funa. sportsokkana og derhú buxurnar, anorakkinn, tabrauð á toppnum. Heitt súkkulaði og sæ ð! Hljóðfærum laumað me

Dagsferðir í nágrenni Þingvalla

Á afmælisárinu njótum við náttúrunnar á helgasta stað Íslendin ga. Þingvallasveitin og fjöllin þar í kring búa yfi r einstakri náttúrufegurð. Við velju m okkur nokkur fjöll og horfum yfir Þingvelli og Þingvallavatn frá fjölbreyttum sjónarhornu m. 6.4. Hrafnabjörg frá Ármann sfelli 3.5. Ármannsfell 17.5. Nesjavellir - Hengill - Hv eragerði 31.5. Búrfell í Þingv allasveit 14.6. Vestursúla 27.9. Kálfstindar

Jónsmessuhátíð Nú sláum við um okku

r! Allir þeir sem bóka og ganga frá greiðslu í Jónsmessunæturgöng una 40 dögum fyrir brottfö r eða fyrr, fá 40% afslát t! 19.-21.6. Næturganga yfir Fimmvörðuháls.

út

Allar leiðir ligg ja í Str

okkar saman í afmælisAfmælisferðir sem leiða fögnuð í Strútsskála. – Strútur 22.-26.7. Sveinstindur útur 23.-26.7. Hattver – Str rð Strútur bækistöðvarfe 22.-26.7. Kvennaferð – útur) Str – Fjallabaki (Dalakofi 24.-26.7. Jeppaferð að r) útshátíð (Mosar – Strútu 25.-26.7. Hjólaferð á Str ík úr Reykjav Dagsferð í Strút / Rúta 25.7. grillúðum og sameinast í Hóparnir gista í tjaldb . öld ði á laugardagskv inu veislu, kvöldvöku og gle

Afmælishátíð í Básum

Kaffiveitingar og hátíð ardagskrá hefst laugardaginn 15. ágús t kl. 16:00. 14.-16.8. Afmælishelgi í Básum 15.8. Tindfjallahrin gurinn og Rjúpnafell 15.8. Afmælisterta og kaffi kl. 16. Endurlit og afmæliskve ðjur 15.8 Grill, varðeldur og kvöld vaka 15.8. Dagsferð í Bá sa / Rúta úr Reykjavík

sári Myndakvöld á afmæli og fleira rifjaðar upp í

nu verða ferðir fyrri ára Á myndakvöldum á ári ýningar. bland við nýrri myndas íðar og gjöf. Við lítum til framt r Félagið gefur sjálfu sé Útivistar hefur sögu félagsins. Stjórn leggjum drög að ritun og sögunda við gagnasöfnun ha rði ve t fis ha að ðið ákve ára afmæli iði að eftir áratug, á 50 ritun með það að markm gefin út. rðafélagsins Útivistar félagsins, verði saga Fe


28 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Helgarferðir Gönguskíðaferðir GSG

21.-22.2. Gönguskíðaferð Kerling   4 Brottför kl. 08:00. 1502H01 Frekar auðveld skíðaferð. Ekið verður á einkabílum að vörðunni við Gjábakkaveg (þar sem vélsleðamennirnir byrja). Þaðan er skíðað u.þ.b. 16 km að skálanum Dalbúð við Kerlingu og gist þar. Á sunnudag er skíðað til baka í bílana. 12.-15.3. Gönguskíðaferð - Bjarnarfjörður – Djúpavík   4 Brottför kl. 17:00 1503H01 Á Ströndum eru oft góð snjóalög þó jörð sé auð sunnan jökla og styttra að aka þangað en margur heldur. Ekið verður á einkabílum í Bjarnarfjörð á fimmtudagskvöld og gist að Laugarhóli. Á föstudagsmorgni verður gengið á skíðum til Djúpavíkur og gist á hótelinu þar í tvær nætur. Laugardagurinn verður nýttur til skíðaferða í nágrenni Djúpavíkur. Á sunnudag verður skíðað aftur í Bjarnarfjörð og ekið heim á leið. 24.-26.4. Gönguskíðaferð í Fjörður    4 Brottför agulýst síðar. 1504H01 Ferð fyrir nokkuð vant skíðagöngufólk. Ekið verður á einkabílum til Grenivíkur og gengið þaðan út Leirdalsheiði og gist á Gili í Hvalvatnsfirði. Haldið að Hvalvatni, yfir í Þorgeirsfjörð og til baka sama dag. Til Grenivíkur verður farið fram Trölladal og niður Grenjárdal. 12.-14.6. Bækistöðvarferð í Dali 64 Brottför auglýst síðar. 1506H01 Ekið á eigin bílum á Seljaland í Hörðudal, gist tvær nætur í svefnpokaplássi. Á

Skíðaganga í fögru umhverfi

laugardag verður genginn skemmtilegur hringur þar sem farið er á Hálfdánarmúla og Þórutind . Á sunnudag er farið í fjögurra tíma göngu á leiðinni heim. Á Seljalandi er hægt að kaupa morgunmat og fleiri veitingar, en einnig er aðstaða til að matbúa sér sjálfur.

GWG

13.-14.6. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 08:30. 1506H02 Lagt af stað á laugardagsmorgni og gengið frá Skógum í Fimmvörðuskála. Sunnudagurinn er tekinn snemma og gengið í Bása þar sem rúta bíður hópsins. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 46

19.-21.6. Jónsmessuganga á Fimmvörðuháls 66645 T Brottför kl. 17:00 og 18:00. 1506H03 Sjá umfjöllun um Jónsmessugöngu á bls. 46 26.-28.6. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl.17:00. 1506H04 Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Á sunnudag verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 46 26.-28.6. Snæfellsnes – Fjallaferð og Strandir og menning 64 Brottför kl. 19:00. 1506H05 Farið með rútu í Langholt á föstudegi, þar sem gist verður um helgina. Ölkelda verður skoðuð á leiðinni vestur. Á laugardag verður hópnum skipt upp: þeir sem vilja ganga á fjöll fara með rútu upp á Jökulháls. Þaðan verður gengið austan Snæfellsjökuls vestur í Fossadal í mjög fallegu landslagi. Hinn hópurinn fer með rútunni suður eða vestur fyrir jökul. Þar verður gengið með ströndinni og áhugaverðir staðir skoðaðir, svo sem hellar, verðbúðir o.fl. Rútan kemur til móts við fjallahópinn í lok dags. Á sunnudag verða skoðaðir áhugaverðir staðir norðan jökuls. Ef áhugi er á fjallgöngu er það í boði áður en ekið verður suður á sunnudagskvöld.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 29 3.-5.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl.17:00. 1507H01 Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Á sunnudag verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 46

verður gengið á Hátinda sem er annað fáfarið fjall.

27.-29.11. Aðventuferð 64  Brottför kl. 19:00. 1511H01 Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun og upplagðar fyrir bæði börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar oft sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

10.-12.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl.17:00. 1507H02 Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Á sunnudag verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 46

29.12.-1.1. Áramótaferð 64 Brottför kl. 08:30. 1512H01 Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna því nýja í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt verður þetta í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

17.-19.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl.17:00. 1507H03 Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Á sunnudag verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 46 24.-26.7. Afmælishátíð í Strút 665 40 ára Brottför kl. 17:00. 1507H04 Fjörtíu ára afmæli Útivistar fagnað í Strútsskála. Laugardagurinn nýttur í gönguferð í nágrenni skálans en þegar degi hallar er slegið upp grillveislu og kvöldvöku. 7.-9.8. Fjölskylduferð í Bása 64  Brottför kl. 17:00. 1508H01 Þetta er helgin þegar Goðaland breytist í ævintýraheim barnanna. Börn á öllum aldri bregða á leik og njóta þess sem náttúran allt í kringum Bása býður upp á.

FimmvörðuhálsgangaII

Kynnist ævintýralandinu Vatnajökulsþjóðgarði! Munið að þjóðgarðurinn er eign okkar allra, líka barnanna.

8.-9.8. Fimmvörðuháls 66645 Brottför kl. 08:30. 1508H02 Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudag verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 46 14.-16.8. Afmælishátíð í Básum 645 40 ára Brottför kl. 17:00. 1508H03 Fjörtíu ára afmæli Útivistar fagnað í Básum. Fjölbreytt dagskrá með göngum, leikjum, hátíðardagskrá, grilli, varðeldi og kvöldvöku. 14.-16.8. Tindfjallahringurinn og Rjúpnafell 66645 Brottför kl. 17:00. 1508H04 Ekið á föstudegi inn í Bása og gist. Á laugardeginum verður hópnum ekið inn í Langadal og þaðan genginn Tindfjallahringurinn. Þetta er afar falleg leið með stórkostlega jöklasýn og útsýni yfir Goðaland og Emstrur. Áfram verður haldið og gengið á Rjúpnafell sem er svipmikið fjall og fallegt. Af Rjúpnafelli verður gengið niður Stangarháls og á göngubrú yfir Krossá og inn í Bása þar sem göngufólk tekur þátt í afmælishátíð Útivistar. 18.-20.9. Grill og gaman í Básum 64 Brottför kl. 19:00. 1509H01 Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augun hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar, ásamt grillveislu og varðeldi á laugardagskvöldinu. Í tilefni af 40 ára afmæli Útivistar verður boðið upp á einstakt tækifæri til að ganga á Mófell sem er hæsta fjall á Þórsmerkursvæðinu og afar fáfarið. Ekið verður eins langt inn Krossáraura og færð leyfir. Þaðan er gengið á Mófell að austanverðu. Af hálsi austan úr Mófelli er gaman að skoða farveg Þröngár. Síðan er gengið til baka í Bása. Ef ófært er inn Krossáraura

Handbækurnar sem taka á með í ferðalagið!

Vinir Vatnajökulls, Sturlugötu 8, 101 RVK, s.5702825 WWW.VINIRVATNAJÖKULS.IS


30 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Jeppaferðir SHS

10.-11.1. Þrettándastuð í Þórsmörk. Jeppa- og gönguskíðaferð 24 Brottför kl. 10:00 frá Hvolsvelli. 1501J01 Hvað er betra en að enda jólin í Básum á Goðalandi. Stuðboltinn Þórarinn Eyfjörð er fararstjóri í þessari skemmtilegu ferð og víst er að gítarinn verður með í för. 14.-15.2. Langjökull 2224 Brottför kl. 08:00. 1502J01 Þessi næststærsti jökull landsins hefur löngum heillað íslenska jöklafara. Farið verður á jökulinn frá Jaka, síðan ekið norður eftir honum og á Hveravelli þar sem hægt er að skola af sér ferðarykið í einni vinsælustu fjallalaug landsins. Gist verður á Hveravöllum. Heimferð um Kjöl. Fararstjóri er Jón Viðar Guðjónsson. 28.-1.3. Langjökull 2224 Brottför kl. 08:00. 1502J02 Margir hafa stigið sín fyrstu spor í jöklaferðum í Langjökulsferð. Sem fyrr verður farið á jökulinn frá Jaka, síðan ekið norður eftir honum og á Hveravelli þar sem hægt er að skola af sér ferðarykið í einni vinsælustu fjallalaug landsins. Þaðan er ekið í Gíslaskála þar sem verður gist. Heimferð um Kjöl. Fararstjóri er Gnýr Guðmundsson.

Ekið um Álftavatnsskarð

SHS

14.-15.3. Fimmvörðuháls 2224 Brottför kl. 08:00. 1503J01 Þann 20. mars eru fimm ár liðin síðan gosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Á köldum degi rýkur enn úr gígunum Magna og Móða og hin magnaða umgjörð á Hálsinum gerir ferð þangað enn magnaðri. Farið frá Reykjavík að morgni laugardags og ekið um Mýrdalsjökul á Fimmvörðuháls. Gist verður í hinum trausta skála Útivistar. Heimferð sömu leið, en ef aðstæður eru góðar og menn og konur í stuði verða hugsanlega einhver tilbrigði við leiðarval. Fararstjórar eru Tryggvi V. Traustason og Jón Viðar Guðjónsson. 27.-29.3. Grímsfjall og vestari hluta Vatnajökuls2224 Brottför kl. 18:00. 1504J01 Leyndardómar Vatnajökuls kannaðir, að þessu sinni undir stjórn þeirra félaga Tryggva og Jóns Viðars. Farið að kvöldi föstudags í Jökulheima og gist þar. Að morgni laugardags verður haldið að Grímsfjalli, með þeim útúrdúrum sem veður leyfir, og gist þar í glæsilegum skála Jöklarannsóknafélagsins. Heimferð sömu leið á sunnudegi. Fararstjórar eru Tryggvi V. Traustason og Jón Viðar Guðjónsson. 23.-27.4. Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul austanverðan 2224 Brottför kl. 08:00. 1505J02 Hin stórskemmtilega árlega vorferð um Vatnajökul er ein vinsælasta ferð jeppadeildarinnar. Ferðinni er nú heitið á austurjökulinn. Lagt er af stað á miðvikudagskvöldi og safnast saman í gistiheimilinu að Smyrlabjörgum. Hefst svo ferðin á jökulinn að morgni fimmtudags, ekið á

Í krapasulli

Goðabungu og þaðan verður haldið í Snæfellsskála þar sem gist verður. Á föstudeginum verður ekið um öræfin austur af Vatnajökli, komið við í Egilsseli og Tröllakrókum og kannaðar leiðirnar á Þrándarjökul og Hofsjökul eystri. Farið verður niður Hraun yfir Eyjabakkastífluna og um Snæfellsfjallgarðinn aftur í Snæfellsskála. Á laugardeginum verður dagurinn tekin snemma og ekið í Kverkfjöll og baðað þar í Hveragili og ferð haldið áfram á Grímsfjall þar sem gist verður. Sunnudagur verður notaður til heimferðar frá Grímsfjalli, hefðbundna leið, um Jökulheima í Hrauneyjar þar sem ferðinni lýkur. Fararstjóri er Þórarinn Eyfjörð

BG

24.-26.7. Fjallabak 24 40 ára Brottför auglýst síðar. 1507J01 Farið á föstudagskvöldi í Dalakofann við Laufafell. Þaðan verður haldið, á laugardeginum, um Hrafntinnusker og síðan um Fjallabaksleið syðri í skála Útivistar við Strút þar sem haldið verður upp á 40 ára afmæli Útivistar með kvöldvöku og skemmtilegheitum. Á sunnudag verður ekin Öldufellsleið niður í Hrífunes og niður á þjóðveg. 4.-8.8. Sumarleyfisferð jeppadeildar: Tröllaskagi 245 Brottför auglýst síðar. 1507J02 Nú liggur leiðin á Tröllaskagann, þar sem

þræddir verða slóðar inn í djúpa dali og yfir brött skörð. Farið verður yfir Siglufjarðarskarð frá Fljótum, yfir á Siglufjörð og frá Svarfaðardal um Neðriþrjóta yfir Heljardalsheiði og niður Heljardal í Kolbeinsdal. Um heiðina liggur símalínan sem lögð var frá Seyðisfirði til Reykjavíkur í upphafi 20. aldar og hefur leiðin löngum verið sveipuð dulúð og ævintýrum. Guðmundur góði Arason lenti í miklum hremmingunum á þessari leið veturinn 1195 þegar fjöldi manns varð úti í norðan áhlaupi. Heiðin er 865 m há, allgrýtt, illa gróin og lífseigar fannir á háheiðinni, þar sem Stóravarða er á vatnaskilum. Ef fannir eru lífseigar má vel hugsa sér að hluti


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 31

Vetrarferðir byggja á góðri samvinnu alls hópsins

hópsins taki sér fyrir hendur að ganga heiðina. Jafnframt verður reynt að fella inn í dagskránna styttri göngur upp á góða útsýnisstaði til að njóta og ná myndum.

25.9.-27.9. Bárðargata og vesturhluti Vatnajökuls 2224 Brottför frá Hrauneyjum kl. 10:00. 1509J02 Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið. Þessi leið er jafnframt áfangi í ferðaseríu Útivistar hringinn í kringum Vatnajökul. Fararstjóri er Þórhallur Másson.

BG

Sumarferð á heiðum

Spennandi göngu- og hjólaferðir með VITA

[

Vita og Göngu Hrólfur bjóða að vanda upp ýmsar spennandi gönguferðir næsta sumar. Dæmi um það sem er í boði:

3.-4.10. Vöð og vatnasull 2224 Brottför frá Hrauneyjum kl. 10:00. 1510J01 Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Fararstjóri í þessari ferð er Hlynur Snæland sem er þaulvanur björgunarsveitarmaður og sagnamaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót.

Fylgist með á vef Útivistar. Ef spennandi tilefni eða aðstæður til jeppaferða gefast er alltaf möguleiki á að settar verði upp ferðir með skömmum fyrirvara. Við bendum einnig á að á vefnum er hægt að skrá sig á póstlista og fá vikulega yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni hjá Útivist.

 Fjallastígar Gran Canaria  Márabyggðir Andalúsíu  Í fótspor pílagríma á Mallorca  Sælkeraferð til Toscana  Eldfjallaeyjan Santorini

]

Hjólaferð til Mallorca Í ár bjóðum við upp á hjólaferð til Mallorca, perlu Miðjarðarhafsins. Hvernig væri að skella sér með og upplifa strendur, menningu þorp? smábæjanna, ávaxtaakra og lítil

10.-11.10. Norðan Hofsjökuls 224 Brottför kl. 08:00. 1510J02 Ekið í Gíslaskála á föstudagskvöld. Á laugardegi er ekið yfir Blöndukvíslar, framhjá Ásbjarnarvötnum og í Laugafell. Þar er gist í skálanum og hægt að fara í heita laug. Á sunnudag er ekið inn á Sprengisand, en leiðarval á heimferð ræðst af færð og aðstæðum. 30.10-1.11. Dalakofinn – Strútur 2224 Brottför kl. 19:00. 1510J03 Árleg haustferð um „heimahagana“ að Fjallabaki. Farið á föstudagskvöldi í Dalakofann við Laufafell. Þaðan verður haldið á laugardeginum um Hrafntinnusker í Landmannalaugar. Fjallabaksleið nyrðri ekin og um Álftavatnakrók í skálann Strút á Mælifellssandi. Ekið niður í Fljótshlíð á heimleið.

KEÞ

Auk þessara kosta getum við skipulagt sérferðir fyrir gönguhópa til Krítar og einnig ofannefndra staða.

Til að bóka og fá nánari upplýsingar, endilega farið á www.vita.is , sendið tölvupóst á netfangið tonsport@vita.is eða hringið í síma 570-4472.


32 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Hjólaferðir GG

10.1. Breiðholt og efri byggðir Kópavogs  Brottför kl. 10:00. 1501R01 Hjólað í Breiðholt og um stíg ofan Arnarbakka. Þaðan um efra Breiðholt í efri byggðir Kópavogs við Elliðavatn. Til baka eftir stíg á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur (Lindahverfi-Seljahverfi) um Mjódd í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 20 km og áætlaður hjólatími 3 klst. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Allir velkomnir. Ekkert þáttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

2.5. Meðalfell – Eyrarfjall  Brottför kl. 09:00. 1505R01 Við hittumst við Toppstöðina í Elliðaárdal. Þar sameinumst við í bíla og ökum að Kiðabergi við vesturenda Eyrarfjalls. Þar hefst hjólaferðin og við hjólum í átt að Laxá í Kjós. Þegar komið er yfir brúna höldum við upp með ánni að Vindáshlíð. Þar beygjum við inn á syðri leiðina til baka í átt að Meðalfelli og Meðalfellsvatni. Þaðan förum við um sumarhúsabyggð inn að Eilífsdal og síðan um Miðdal sunnan Eyrarfjalls að upphafsstað. Vegalengdin er rúmlega 40 km og áætlaður hjólatími 5-6 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

24.1. Vífilsstaðavatn – Hafnarfjörður  Brottför kl. 10:00. 1501R02 Hjólað um Vatnsenda að Vífilsstaðavatni, þaðan í Hafnarfjörð og síðan til baka eftir stígum meðfram Reykjanesbraut. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 20 km og áætlaður hjólatími 3 klst. Allir velkomnir. Ekkert þáttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 7.2. Mosfellsbær  Brottför kl. 10:00. 1502R01 Hjólað um Gufunes og meðfram sjónum að Mosfellsbæ og til baka um stíga meðfram Vesturlandsvegi og Grafarvogi. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 25 km og áætlaður hjólatími 3-4 klst. Allir velkomnir. Ekkert þáttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 21.2. Gróttuhringurinn  Brottför kl. 10:00. 1502R02 Hjólað eftir Fossvogsdal og meðfram Skerjafirði út á Seltjarnarnes að Gróttu. Þaðan til baka um miðbæ Reykjavíkur, meðfram Sæbraut og um Laugardal. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 30 km og áætlaður hjólatími 4 klst. Ef veður er óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þáttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

Ár þurfa ekki að vera farartálmi í hjólaferðum

GG

gjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar

4.4. Kársnes - Álftanes – Hafnarfjörður  Brottför kl. 10:00. 1504R01 Hjólað um Kársnes, Álftanes og Hafnarfjörð og á stígum meðfram Reykjanesbraut til baka. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 35 km og áætlaður hjólatími 4-5 klst. Ef veður verður óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þáttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

7.3. Geldinganes - Mosfellsbær – Úlfarsfell  Brottför kl. 10:00. 1503R01 Hjólað í Mosfellsbæ með viðkomu í Geldinganesi og til baka um veginn við Úlfarsfell og um stíga meðfram Vesturlandsvegi og Grafarvogi. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 30 km og áætlaður hjólatími 4 klst. Ef veður er óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þáttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar 21.3. Gróttuhringur – Kópavogur  Brottför kl. 10:00. 1503R02 Hjólað meðfram Sæbraut og Klettagörðum um miðbæ Reykjavíkur út á Seltjarnarnes að Gróttu. Til baka um Skerjafjörð, Kársnes og Kópavogsdal. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 35 km og áætlaður hjólatími 4-5 klst. Ef veður er óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þáttöku-

Reiðhestar og hjólhestur

GG

18.4. Heiðmörk – Kaldárselsvegur  Brottför kl. 10:00. 1504R02 Hjólað upp Elliðaárdal í Heiðmörk að Búrfellsgjá. Þaðan liggur leiðin um veg austan Smyrlabúða inn á Kaldárselsveg . Þaðan um Hafnarfjörð og til baka eftir stígum meðfram Reykjanesbraut. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 35 km og áætlaður hjólatími 4-5 klst. Ef veður verður óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar

16.5.Básar  Brottför kl. 09:00. 1505R02 Við hittumst við Olís við Norðlingaholt. Þar sameinumst við í bíla og ökum að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Þar stígum við á fákana og hjólum sem leið liggur inn í Bása. Við reynum að sjálfsögðu að hjóla yfir allar árnar án þess að detta. Þegar komið er í Bása verður kynt undir grillinu. Daginn eftir hjólum við sömu leið til baka. Gist verður í skála eða tjöldum. Vegalengdin er tæplega 30 km hvora leið og áætlaður hjólatími 5-6 klst. Farangur verður fluttur á milli staða í bíl sem fylgir hópnum. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en fólk greiðir fyrir trúss og grill. Þeir sem gista í skála greiða skálagistingu, en tjaldstæði eru gjaldfrjáls fyrir félaga í Útivist. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 30.5. Bláa lónið - Eldvörp – Reykjanesviti  Brottför kl. 09:00. 1505R03 Við hittumst við Toppstöðina í Elliðaárdal. Þar sameinumst við í bíla og ökum að Bláa lóninu. Þar hefst hjólaferðin og við hjólum um Eldvörp, sunnan Sandfellshæðar (stór gígur) að Sýrfelli. Þaðan liggur leiðin að Reykjanesvita og Valahnúk. Við förum um Hveravelli og skoðum Gunnuhver. Við hjólum síðan þjóðveginn til Grindavíkur og þaðan sunnan Þorbjarnarfells að Bláa lóninu. Vegalengdin er um 40 km og áætlaður hjólatími 5-6 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 8.-15.6. ,,Dónárdraumur“ utanlandsferð  1506R01 Íslandsvinir bjóða Útivistarfélögum hjólaferð ,,Dónárdraum“ frá Passau til Vínarborgar á mjög hagstæðu verði. Þetta er ein fjölfarnasta og vinsælasta hjólreiðaleið Evrópu og liggur meðfram Dóná, frá Passau í Þýskalandi og austur til Vínarborgar í Austurríki. Þessar vinsældir eru engin tilviljun, leiðin er samtals u.þ.b. 340 km og


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 33 fylgir þessu mikla fljóti um bugður og beygjur þar sem ýmist er flatlendi með þorpum og bæjum allt í kring eða um þrönga dali þar sem gamla kastala og kirkjur ber við himinn á skógi vöxnum hæðum og ásum ofan árinnar. Landslagið er fjölbreytt og fallegt og ýmist er hjólað sunnan eða norðan megin árinnar. Skipastigar og vatnsaflsstöðvar eru á nokkrum stöðum í ánni og þar er farið yfir hana eða á brúm eða með litlum þjónustubátum. Skip og bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla um fljótið og á frjósömu landi meðfram ánni er blómlegur landbúnaður. Byggð hefur verið á þessu svæði í árþúsundir og má sjá ýmis merki þess á leiðinni. Hjólaleiðin er nánast alveg flöt eða hallar örlítið undan fæti og dagleiðirnar eru á bilinu 25 – 85 km. Gist er í einföldum en þægilegum 3. stjörnu hótelum og gistihúsum nema í Linz og Vínarborg þar sem gist verður á 4. stjörnu hótelum. Farangur (hámark ein taska á mann) er fluttur með bíl á milli gististaða. Þetta er ferð sem hentar nánast öllum sem á annað borð geta hjólað. Þó ber að hafa í huga að hjólað er sex daga í röð þannig að þátttakendur þurfa að vera vanir að sitja hjól í nokkra klukkutíma á dag. Lágmarks fjöldi er 15 manns – hámark 20. Verðið er kr. 209.900,- á mann (viðbótargjald kr. 20:000,- fyrir eins manns herbergi). Innifalið í verði er flug, allur akstur og lestar (sigling í 1 skipti), gistingar, morgunverðir, hjólaleiga og fararstjórn. Ekki er innifalin miðdagshressing (alla daga) og kvöldmatur síðasta kvöldið.

27.6. Hvalfjörður   Brottför kl. 09:00. 1506R02 Við hittumst við Toppstöðina í Elliðaárdal. Þar sameinumst við í bíla og ökum að vigtarplaninu sunnan Hvalfjarðarganga.

Hjólað í Fljótshlíð

Þar verða einhverjir bílar skildir eftir, en aðrir halda í gegnum göngin með menn og hjól. Hjólaferðin hefst við Laxárbakka og við hjólum inn Hvalfjörðinn að norðan og út fjörðinn að sunnan. Á leiðinni má skoða ýmsar stríðsminjar og Hvalstöðina að ógleymdri fallegri náttúru fjarðarins. Vegalengdin er rúmir 60 km og áætlaður hjólatími 7-8 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

GG

10.-12.7. Strandir - löng helgarferð   Ekið á einkabílum að Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem ferðin hefst. 1507R01 10.júlí dagur eitt: Laugarhóll – Norðurfjörður 70 km. Hjólað um Asparvíkurbala., Kaldbaksvík, yfir Veiðileysuháls til Djúpavíkur, út Reykjafjörð um Trékyllisvík í Norðurfjörð þar sem gist verður í tvær nætur. 11.júlí dagur tvö: NorðurfjörðurÓfeigsfjörður 50 km. Hjólað inn Meladal, yfir Eyrarháls til Ingólfsfjarðar, fyrir Seljanes til Ófeigsfjarðar og síðan sömu leið til baka. 12. júlí dagur þrjú: Norðurfjörður –

Laugarhóll 70 km. Hjólað er frá Norðurfirði að Laugarhóli sömu leið og á degi eitt. Farangur verður fluttur á milli staða. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en fólk greiðir fyrir trúss og eigin gistingar. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

Velkomin í ELDHEIMA nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum

www.eldheimar.is - eldheimar@vestmannaeyjar.is - Sími 488 2000


34 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Hjólaferðir GG

18.-21.7. Norðurland sumarleyfisferð   1507R02 Að þessu sinni verður sumarleyfisferð hjólaræktar Útivistar um Norðurland þar sem við skoðum fallegar sveitir við Eyjafjörð, hjólum út í eyðibyggðina í Fjörðum og hjólum síðasta daginn umhverfis Mývatn. Hver og einn kemur sér norður og útvegar sér gistingar í ferðinni eins og honum hentar. 18. júlí dagur eitt: Eyjafjarðarsveit 60 km. Við hjólum frá tjaldstæðinu á Hamri og tökum stefnuna inn Eyjafjarðarsveit að vestan. Við hjólum hjá byggðarkjarnanum á Hrafnagili og skoðum jólahúsið. Þegar við erum komin suður fyrir Melgerðismela tökum við stefnuna til móts við Möðruvallarkirkju og hjólum þaðan til baka að austanverðu og yfir Pollinn að upphafsstað. 19. júlí dagur tvö: Svarfaðardalur 50 km. Við förum akandi með hjólin til Dalvíkur og hjólum þaðan inn Svarfaðardalinn. Við hjólum inn í botn dalsins eins langt og vegurinn nær. Á bakaleiðinni færum við okkur yfir í suðurhluta dalsins og förum yfir Svarfaðardalsá á brú austan Hreiðarsstaða og hjólum þaðan á upphafsstað. 20. júlí dagur þrjú: Fjörður 50 km. Við förum akandi með hjólin í átt að Grenivík. Skammt norðan Grýtubakka liggur vegurinn inn í Fjörður þar sem við hefjum hjólaferðina. Við hjólum síðan að eyðibyggðinni í Fjörðum um Leirdalsheiði að Gili og síðan allt að Hvalvatnsfirði. Ef veður er gott göngum við að Þönglabakka þar sem áður var kirkjustaður. Hjóluð verður sama leið til baka. 21. júlí dagur fjögur: Umhverfis Mývatn 40 km. Við förum akandi með hjólin að Reykjahlíð við Mývatn og hjólum rangsælis umhverfis vatnið. Þetta verður ekki löng dagleið, en margt er að skoða á leiðinni. Þarna lýkur

inn og förum upp hjá Nesjavöllum og fylgjum pípuveginum að Hafravatnsvegi. Þaðan höldum við meðfram Hafravatni í Mosfellsbæ og lokum hringnum við Krónuna. Vegalengdin er u.þ.b. 65 km og áætlaður hjólatími 8-9 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

Oft er kátt á hjalla í ferðum Hjólaræktarinnar

sumarleyfisferðinni, Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á facebook síðu Útivistar.

25.-26.7. Strútshátíð  40 ára 1507R03 Við tökum daginn snemma og hittumst við Olís við Norðlingaholt. Þaðan förum við á einkabílum ( jeppum/jepplingum) að Mosum, sem er skáli við brúna á Markarfljóti innan við Tindfjöll. Þar stígum við á fákana og hjólum í átt að Hvanngili. Þaðan liggur leiðin um Mælifellssand að skála Útivistar við Strút. Þar mætast hópar úr ýmsum áttum og haldin verður Strútshátíð í tilefni afmælis Útivistar. Daginn eftir

GG

hjólum við sömu leið til baka. Gist verður í tjöldum við Strútsskála. Vegalengdin er ríflega 30 km hvora leið og áætlaður hjólatími 5-6 klst. Farangur verður fluttur á milli staða. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en fólk greiðir fyrir trúss og grill. Þeir sem gista í skála greiða skálagistingu, en tjaldstæði eru gjaldfrjáls fyrir félaga í Útivist. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

8.8. Mosfellsheiði – Nesjavallaleið   Brottför kl. 09:00. 1508R01 Ferðin hefst við Krónuna í Mosfellsbæ og við byrjum á að fara yfir Mosfellsheiði um Þingvallaveg. Við beygjum inn Grafning-

22.8. Skorradalsvatn  Brottför kl. 09:00. 1508R02 Við hittumst við Toppstöðina í Elliðaárdal, þar sem sameinast verður í bíla, og keyrum þaðan í Skorradalinn. Byrjum að hjóla frá tjaldstæðinu í Selskógi sunnan við vatnið og hjólum þaðan rangsælis um vatnið. Fyrsta stopp við Haga (þar sem Þórður bjó). Síðan inn í botn, yfir Fitjaá og tekið matarstopp við kirkjuna á Fitjum. Síðan verður hjólað norðan megin til baka og hringnum lokað. Vegalengd 45 km og áætlaður hjólatími 6-8 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 5.9. Hjólað um Bláskógarbyggð  Brottför kl. 09:00. 1509R01 Við hittumst við Olís við Norðlingaholt þar sem sameinast verður í bíla. Þaðan höldum við á Laugarvatn þar sem hjólaferðin hefst. Við hjólum um Laugarvatnsveg til austurs. Austan Brúarár höldum við til suðurs um Reykjaveg niður að Biskupstungnabraut og þaðan að Svínavatni þar sem við förum aftur inn á Laugarvatnsveg og lokum hringnum. Á heimleið verður komið við í sumarbústað í Grímsnesinu þar sem hægt verður að komast í heitan pott og grilla. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 50 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en þátttakendur sameinast um að greiða kostnað við grill. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar 19.9. Þingvallavatn – haustlitaferð  Brottför kl. 09:00. 1509R02 Við hittumst við Toppstöðina í Elliðaárdal þar sem sameinast verður í bíla og keyrum þaðan að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, þar sem sjálf hjólaferðin hefst. Við hjólum réttsælis með Þingvallavatni og niður með Úlfljótsvatni þar sem við förum yfir Sogið á brú við Írafossvirkjun. Þaðan er stefnan tekin upp með Úlfljótsvatni að vestan og síðan með Þingvallavatni um Grafning með stefnu á Þingvallaveg og eftir honum til norðurs þar til hringnum er lokað. Vegalengd er um 50 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 3.10. Austur-Landeyjar  Brottför kl. 09:00. 1510R01 Við hittumst við Olís við Norðlingaholt þar sem sameinast verður í bíla. Við höldum áfram að kanna Landeyjarnar þar sem frá var horfið á síðasta ári og skoðum nú Austur-Landeyjar. Við hefjum hjólaferðina við Akureyjaveg (255) og hjólum í átt að sjónum hjá Njálsbúð og Akureyjakirkju. Þaðan höldum við til austurs og lítum heim til Bergþórshvols sem frægur er úr


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 35 Njálu. Við höldum síðan áfram til austurs eftir Landeyjavegi(252) og Bakkavegi (253). Við Búðarhól er stefnan tekin aftur upp á þjóðveg 1 um Hólmabæjarveg og þaðan til upphafsstaðar. Vegalengdin er ríflega 50 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar

17.10. Langavatn – Mosfellsbær  Brottför kl. 10:00. 1510R02 Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Hjólað upp með Grafarvogi og Grafarholti inn á Reynisvatnsheiði og síðan meðfram Langavatni og Hafravatni í Mosfellsbæ. Hjólað til baka meðfram sjónum og Gufunesi. Vegalengdin er um 30 km og áætlaður hjólatími 4 klst. Ef veður verður óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar 31.10. Skammidalur  Brottför kl. 09:00. 1510R03 Hjólað verður upp með Grafarvogi að norðan og síðan eftir stíg meðfram Vesturlandsvegi með stefnu á Úlfarsfell. Við förum upp fyrir Úlfarsfellið og höldum síðan inn í Mosfellsbæ og stefnum á Skammadal sem liggur á milli Helgafells og Æsustaðafjalls. Þar er fáfarinn vegur sem skemmtilegt er að hjóla. Við höldum síðan til baka í gegnum Mosfellsbæ og fylgjum þaðan sjónum eins og hægt er til upphafsstaðar. Vegalengdin er um 35 km og áætlaður hjólatími 4-5 klst. Ef veður verður óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar

ÁningGG

14.11. Heiðmörk  Brottför kl. 10:00. 1511R01 Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Hjólað upp Elliðaárdal, Norðlingaholt og um Heiðmerkurstíga. Til baka um Vatnsenda og Breiðholt. Vegalengdin er um 25 km og áætlaður hjólatími 3-4 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 28.11. Reynisvatn  Brottför kl. 10:00. 1511R02 Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Hjólað upp Elliðaárdal um Norðlingaholt og Hádegismóa að Reynisvatni. Þaðan niður Úlfarsárdal að stíg meðfram Vestur-

landsvegi og um Grafarvog til baka. Vegalengdin er um 20 km og áætlaður hjólatími 3 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á á Facebook síðu Útivistar.

12.12. Jólaþorpið í Hafnarfirði  Brottför kl. 10:00. 1512R01 Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Hjólað um Kópavogsdal, Arnarnes og Sjáland í jólaþorpið í Hafnarfirði. Síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut. Vegalengdin er um 20 km og áætlaður hjólatími 3 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á á Facebook síðu Útivistar.

27.12. Miðbær Reykjavíkur – Grandi  Brottför kl. 10:00. 1512R02 Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Hjólað meðfram Suðurlandsbraut, niður Laugaveg og um miðbæinn. Þaðan liggur leiðin út á Granda þar sem við stoppum við listaverkið Þúfuna. Við höldum síðan yfir í Skerjafjörð og hjólum Fossvogsdal til baka. Vegalengdin er um 20 km og áætlaður hjólatími 3 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á á Facebook síðu Útivistar.

Í sporum konungs – raðganga um Kóngsveginn Heimsókn Friðriks 8. til Íslands árið 1907 var mikill og merkilegur atburður. Aldrei fyrr hafði verið jafn mikið haft við vegna komu erlendra gesta enda sjálfur þjóðhöfðingi Íslendinga á ferð. Íslendingar vildu sýna að þeir væru þess megnugir að taka á móti tignum gestum. Í tilefni heimsóknarinnar var skipulögð ferð til Þingvalla, Geysis og Gullfoss eins og leið flestra erlendra ferðamanna hafði legið fram að þeim tíma og liggur reyndar enn. Á árunum 1889 til 1896 hafði verið lagður kerrufær vegur yfir Mosfellsheiði að Þingvöllum, en vegna konungskomunnar var lagður vegur frá Þingvöllum austur að Geysi sem kallaður hefur verið Kóngsvegur. Einnig var lagður vegur og ár brúaðar frá Geysi og niður að Húsatóftum á Skeiðum. Þangað var áður búið að leggja vagnfæran veg. Keyptur hafði verið sérstakur vagn fyrir konung að ferðast í, en þegar til kom vildi hann frekar ferðast ríðandi, enda var hann sem krónprins riddaraliðsforingi í danska hernum og vanur hestum. Voru honum útvegaðir fjórir gráir gæðingar. Auk hins formlega fylgdarliðs slóst mikill fjöldi fólks í för með konungsfylgdinni, um lengri eða skemmri leið. Á öðrum degi ferðarinnar var þjóðhátíð á Þingvöllum og voru 6000 manns þar saman komnir. Það var síðan á fjórða degi sem konungsfylgin kom að Gullfossi. Heimsókn Friðriks VIII er ein allra merkasta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands fyrr og síðar. Sjö daga hestaferð með um 200 manna fylgdarliði konungs, þar á meðal flesta helstu fyrirmenn Dana og Íslendinga, krafðist mikils undirbúnings og góðs skipulags. Útivist mun nú í þriðja sinn standa fyrir

raðgöngu í slóð konungs. Í þetta sinn verður leiðin austur að Gullfossi gengin fyrri hluta árs og síðari hluta árs verður gengin sú leið sem Konungur og fylgdarlið fóru til baka, niður Hreppa og Skeið að Þjórsárbrú og þaðan sem leið liggur til baka til Reykjavíkur. Leiðinni verður fylgt eins og hæfa þykir, en þó verður forðast

að ganga eftir núverandi vegum sem liggja enn á sama stað og þá. Reynt verður að rifja upp atburði og stemmingu en einnig reynt að rifja upp hvernig þjóðlífið var og hvernig samgöngum var háttað. Áfangar raðgöngunnar eru 15 - 22 km. Á fyrri hluta árs eru gengnir 7 áfangar, en í

seinni hluta raðgöngunnar eru 8 áfanga. Síðasti áfanginn er stuttur og nánast táknrænn fyrir lok raðgöngunnar. Kóngsvegurinn skipar sess sem ein af vinsælustu raðgöngum Útivistar enda einstaklega skemmtileg gönguleið.

Rangárþing eystra

Fjölbreytt og lifandfi samfélag

Hvolsvöllur

Náttúrufegurð ~ AfþreyiNg ~ MeNNiNg


36 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Útivistarræktin Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

GSG

18.2. Heiðmörk frá Þingnesi 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið að stæði skammt frá Þingnesi við Elliðavatn. Gangan hefst á því að gengið er út á Þingnesið og skoðaðar fornar tóftir þar sem þingstaðurinn er talin hafa verið. Þaðan er haldið upp á heiðina í átt að Hríshól. Áður en að hólnum er komið er farið niður í enda Hjalladals og upp í Heiðmörk. Eftir að komið er upp í Strípshraunið verður haldið til baka niður að Þingnesi um stíg sem liggur skammt vestan Myllulækjartjarnar. Vegalengd 5,7 km. Hækkun um 100 m. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 25.2. Grótta og út fyrir golfvöll 6 Brottför kl. 18:00 frá bílastæðinu við Gróttu á Seltjarnarnesi. Gengið verður eftir Kotgranda og umhverfis golfvöllinn. Við völlinn má finna gamalt ratsjármerki og herminjar sem vert er að skoða. Þegar hringferðinni um völlinn er lokið er gengið eftir Kotgrandanum aftur til baka. Ef sjávarstaða er hagstæð þá væri ekki úr vegi að taka stuttan hring um Gróttu. Vegalengd um 4,5 km. Hækkun engin. Göngutími um 1 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 4.3. Hvaleyrarvatn – Stórhöfði 128 m 6 Brottför kl. 18:00 frá bílastæðinu við Fjarðarkaup, í horninu næst bensínstöðinni. Þar verður sameinast í bíla og ekið að stæðinu við norðaustur horn Hvaleyrarvatns. Haldið er austur og suður fyrir vatnið og upp á Selhöfða. Af honum er síðan farið á Stórhöfðann. Vegaslóðum og göngustígum er fylgt þar til komið er að vatninu og aftur að bílunum. Vegalengd 4,1 km. Heildar hækkun tæpir 200 m. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

11.3. Reynisvatnsheiði 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið að stæðinu Reynisvatnsmegin við Sæmundarskóla í Grafarholti. Frá skólanum er haldið að vatninu og síðan upp á heiðina. Á Reynisvatnsheiði er mikið af góðum göngustígum um fjölbreytt og skógi vaxið landsvæði. Tekin verður hringur um heiðina og endað með því að ganga hluta af malbikuðum stíg sem liggur með Grafarholtshverfinu að Sæmundarskóla. Vegalengd 6,7 km. Heildarhækkun 150 m. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 18.3. Ástjörn – Ásfjall 127 m 6 Brottför er kl. 18:00 frá bílastæðinu vestanmegin við Haukahúsið í Hafnarfirði. Gengið er upp með Áslandi, ofan við Ástjörn. Af malbiki og vegarslóða norðan við Ásfjall er gengið upp að Ásfjallsvörðunni sem talin er besti útsýnisstaður Hafnarfjarðar. Þaðan liggur leiðin suður Ásfjallsöxlina í Hádegisskarð og að Ástjörn sem var gerð að friðlandi 1978. Þar er m.a. varpstöð flórgoðans. Vegalend 4 km. Hækkun um 100 m. Göngutími 1-2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 25.3. Vífilsstaðavatn – Vífilsstaðahlíð 6 Brottför kl. 18:00 frá bílastæðinu við Vífilsstaðavatn. Gangan hefst á því að gengið er suður og austur fyrir vatnið eftir göngustígum og síðan er raflínunni fylgt upp Grunnavatrsskarð. Þar er komið á slóða sem liggur niður í skógræktina í Vífilsstaðarhlíð. Frá skógræktinni er stígum fylgt niður með og fyrir Vífilstaðarhlíðina og að bílunum við vatnið. Vegalengd 7,5 km. Uppsöfnuð hækkun 250 m. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

HafrafellGSG

1.4. Hraunin sunnan Straums og Alfaraleið 6 Brottför kl. 18:00 frá stæðinu við Fjarðarkaup í horninu næst bensínstöðinni. Gangan byrjar við Gerði (Gerðistjörn) og svokölluð Alfaraleið gengin. Gengið er um Himnaríki og Draugadali. Komið við hjá Gvendarbrunni og Smalaskálaker skoðuð. Tvær fjárborgir eru á leiðinni, Smalaskálaker og Kristrúnarborg. Við Kristrúnarborg er gengið til baka, að mestu eftir gamla Keflavíkurveginum, að Gerði. Vegalengd um 10 km. Hækkun óveruleg. Göngutími um 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 8.4. Grindaskörð – Stóri Bolli 551 m 6 Brottför kl. 18:00 frá bensínstöðinni við Fjarðarkaup. Fyrir ofan Kristjánsdali austan Grindaskarða rís Stóri-Bolli. Gengið verður eftir Selvogsgötu upp í Grindaskörð. Vegalengd 6-7 km. Hækkun 300 m. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 15.4. Hálsnes og Maríuhöfn 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp á Hálsnes og niður að Búðasandi. Þaðan er gengið út með sjónum og með sjávarhömrum fyrir Hálsnesið. Síðan er gengið upp á Hálsinn og aftur niður að bílunum. Vegalengd 6 km. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

Rösklega gengið í Elliðaárdal

GWG

22.4. Hjálmur úr Seljadal 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp að stæði við grjótnámuna í Seljadal (Þormóðsdal). Haldið er frá nám-

unni upp á Torfadalshrygg og af honum á Hjálm. Hjálmur er næst hæsti tindur Grímmansfells og er mjög víðsýnt af honum. Af toppnum er haldið til baka niður að Nesseli og gamla Þingvallaveginum fylgt að bílunum. Vegalengd er um 8 km. Hækkun er um 250 m. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

29.4. Selatangar og Katlahraun 6 Brottför kl. 18:00 frá bílastæðinu við Fjarðarkaup í horninu næst bensínstöðinni. Þar verður sameinast í bíla. Selatangar eru rétt austan við Grindavík á mörkum Krísuvíkurjarðarinnar og Ísólfsskála. Á Selatöngum eru gamlar sjóbúðir og má ennþá sjá rústir þeirra ásamt fiskbyrgjum og grjótgörðum umhverfis fiskreiti. Katlahraun er komið frá Moshólum – gjallgígum við Suðurstrandarveg. Katlarnir eru um margt hliðstæðir Dimmuborgum í Mývatnssveit og á þessari leið er margt að skoða.Vegalengd um 3 km. Göngutími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 6.5. Smáþúfur 592 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið sem leið liggur eftir Vesturlandsvegi að vigtarplani við mynni Blikdals um 2 km frá Hvalfjarðargöngum sunnan megin. Örnefnin Smáþúfur á Lág-Esju eru frekar hógvær en það sama verður ekki sagt um göngu á Smáþúfur. Gengið verður með brúnum Lág-Esju að Arnarhamri og þaðan upp á Þúfurnar. Vegalengd 7 km. Hækkun 500 m. Göngutími 3-4 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 37 17.6. Skógarkot og þingið 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem safnast er saman í bíla. Láglendisganga í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Gengið verður eftir Skógarkotsstíg að Skógarkoti. Þaðan er haldið til baka að Lögréttu og komið við hjá Öxarárfossi á leið að bílastæðinu. Vegalengd 7-8 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

13.5. Stóri Meitill frá Hveradölum 521 m 6 Brottför kl. 18.00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp að Skíðaskálanum í Hveradölum. Lagt verður á stæðinu hjá bragganum sem er sunnan Suðurlandsvegar. Þaðan verður gengin Lágaskarðsleið að Meitlinum og hann klifin að sunnanverðu. Gengin verður hringur umhverfis gíginn og sama leið til baka. Vegalengd 9-10 km. Hækkun um 200 m. Göngutími 3-4 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 20.5. Hafnaberg 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem sameinast er í bíla. Ekið suður Reykjanesbraut og við Fitjar er beygt inn á veginn að Höfnum. Ekið að Höfnum og þaðan í átt að Reykjanesi. Fljótlega eftir að ekið hefur verið framhjá fiskeldisstöðinni er lagt af stað í gönguna. Haldið verður eftir stíg niður að bjarginu. Á vorin er fjölskrúðugt fuglalíf á Hafnabergi. Leiðin liggur síðan eftir stíg í norður að hlöðnum garði við eyðibýlið Eyri. Stefnt svo upp á gamla Reykjanesveginn og honum fylgt. Vegalengd 7 km. Hækkun engin. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 27.5. Krýsuvíkurbjarg og Selalda 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem sameinast er í bíla. Ekið suður Reykjanesbraut og beygt inn á leiðina til Krýsuvíkur. Í Krýsuvíkurbergi er stærsta fuglabyggðin allt frá Vestmannaeyjum og vestur að Látrabjargi. Slóði liggur frá Suðurstrandarveginum og niður að berginu. Sá slóði er ekki fær öllum bílum. Gengið er niður að berginu meðfram Vestarilæk sem fellur fram af berg-

Gengið á Festarfjall

inu, þegar vatn er í læknum. Gengið verður meðfram Heiðnabergi að Skriðu, þaðan liggur leiðin að Selöldu. Vestan hennar er móbergshryggurinn Strákar. Þar má finna mjög margbreytilegar bergmyndir. Vegalengd 6,5 km. Hækkun óveruleg. Göngutími um 3 tímar. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

3.6. Hattur og Hetta við Krísuvík frá Seltúni 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem sameinast er í bíla. Ekið suður Reykjanesbraut og beygt inn á leiðina til Krýsuvíkur. Ekið að hverasvæðinu í Seltúni og þar hefst gangan. Gengið á þessa tvo hnjúka sem heita Hattur og Hetta. Vegalengd 4 km. Hækkun 300 m.

GSG

Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

10.6. Kerhólakambur 852 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem safnast er saman í bíla. Gangan hefst við Grundará austan Esjubergs. Gengið er með ánni í átt að Gljúfurdal og upp tungu á milli Bolagils og Hestagils, en þar er nokkuð greinilegur slóði. Vekja má athygli á því að brattasti hluti göngunnar er við upphaf hennar. Þegar komið er upp á háöxlina blasir við auðveld brekka upp á kambinn sjálfan. Þá er strikið tekið beint upp á topp Kerhólakambs. Vegalengd 6-7 km. Hækkun 790 m. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

24.6. Spákonuvatn – Grænavatn - Sog 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem sameinast er í bíla. Gangan byrjar við borstæði rétt vestan við Sogið. Byrjað verður á því að ganga að Spákonuvatni og upp Bergsháls að Grænavatni, sem er lítið gígvatn sunnan við Sogin. Frá Grænavatni liggur leiðin með Grænavatnseggjum að Soginu. Þar má segja að opnist nýr litríkur heimur. Á sólríkum degi er fátt fallegra en litadýrðin sem blasir við. Gangan er um 5 km. í umhverfi sem er ýmist grasi gróið eða með móbergsundirlagi. Hækkun 100-200 m. Göngutími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 1.7. Hengill af Kýrdalshrygg 805 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Nesjavallaleið að Kýrdalshrygg þar sem gangan hefst. Kýrdalshryggur er genginn upp á VörðuSkeggja. Gera má ráð fyrir að komið sé til baka rétt fyrir miðnætti. Vegalengd 7-8 km. Hækkun 400 m. Göngutími 4 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.


38 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Útivistarræktin Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

GSG

8.7. Selfjall 435 m - Háafell 316 m í Botnsdal 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem safnast er saman í bíla. Ekið upp í botn Hvalfjarðar. Frá Botnsskála liggur leiðin að Paradísarfossi og um Hvítabergsstall á Selfjall. Þaðan verður farið yfir á Háafell. Vegalengd 8-9 km. Hækkun 400 m. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 15.7. Mígandagróf um Stórkonugil 500 m 66 Brottför kl. 18:00 frá bensínstöðinni við Fjarðarkaup. Ekið eftir Bláfjallavegi og bílum lagt við Leirdalshöfða. Gengið upp

Lönguhlíð eftir Stórkonugili að Mígandagróf. Vegalengd 7-8 km. Hækkun 400 m. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

22.7. Tröllafoss - Haukafjöll 260 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið er upp í Mosfellsbæ og beygt inn á Þingvallaveg, framhjá Gljúfrasteini og síðan beygt inn fyrsta afleggjara til vinstri. Haukafjöll og Tröllafoss eru sunnan undir Móskarðshnúkum. Vegalengd 6 km. Hækkun 200 m. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Akrafjall og Leirvogur

GSG

29.7. Akrafjall - Háihnjúkur 555 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla. Gangan á Háahnjúk á Akrafjalli hefst við mynni Berjadals að vestan. Haldið er upp suðurhrygg fjallsins með Hvalfjörð á hægri hönd. Undir fjallinu, á leiðinni upp, má sjá bæinn Reyni þar sem sakamaðurinn Jón Hreggviðsson bjó um tíma. Af Háahnjúk er útsýni geysimikið og þaðan má sjá fjallgarðana beggja vegna Faxaflóa. Vegalengd 5 km. Hækkun 500 m. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 5.8. Krýsuvíkur Mælifell 225 m Drumbur 291 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, þar sem sameinast er í bíla. Krísuvíkurleið ekin suður að gamla suðurstrandarveginum og haldið í vestur eftir honum að Krísuvíkur Mælifelli. Gangan hefst á því að gengið verðir á og yfir fjallið og síðan stefnt á suðurenda Sveifluháls að Drumbi. Þaðan er haldið niður hrygginn og að bílunum. Vegalengd 6-7 km. Hækkun 150-200 m. Göngutími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 12.8. Leiti og Bláfjallahryggur úr Jósefsdal 680 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp í Jósefsdal. Ekki er ráðlegt að leggja fólksbíla í þessa leið en þetta er vel fært fyrir jepplinga. Gangan hefst við Ólafsskarð. Farið er upp skarðið og gengið á eldstöðina Leiti og þaðan er haldið upp á Bláfjallahrygginn. Af hryggnum sem er 680 m hár er víðsýnt og sést til sjávar bæði norður og suður af Reykjanesi. Síðan er haldið niður í dalinn og eftir dalbotninum til baka í bílana. Vegalengd 6,7 km. Hækkun 400m. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 19.8. Hópsnes - Þórkötlustaðanes 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem sameinast verður í bíla. Nesið er austan við hafnarsvæðið í Grindavík og skiptist þannig að vestari hlutinn er kallaður Hópsnes og austari hlutinn Þórkötlustaðarnes. Skipsflökin eru mörg á þessum slóðum og má lesa um björgun manna úr mörgum þeirra á skiltum víðs vegar á nesinu. Leiðin er 3-4 km. Hækkun engin. Göngutími um 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 39 26.8. Staðarborg - Hrafnagjá Kvennabyrgið 6 Brottför kl.1 8:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Sameinast í bíla og haldið á Vatnsleysuströnd. Gangan hefst við kirkjuna á Kálfatjörn. Þaðan er haldið að Staðarborg sem var byggð fyrir tilstuðlan prestsins á Kálfatjörn. Frá borginni er haldið til austurs meðfram Hrafnagjá og að kvennabyrginu sem er grjóthleðsla skammt frá afleggjaranum að Flekkuvík. Gömul gata liggur skammt frá Vatnsleysustrandarveginum að Kálfatjörn. Henni verður fylgt til baka að bílunum. Vegalengd 8-9 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 2.9. Yfir Helgafell við Hafnarfjörð 340 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem sameinast verður í bíla. Gangan á Helgafell (338 m) hefst við Kaldársel eða Kaldárbotna. Gengin verður gönguslóði á jafnsléttu í átt að fjallinu norðvestan megin. Gegnt Valahnjúkum sveigir slóðinn upp fjallið og er honum fylgt á toppinn. Haldið er áfram yfir fjallið og niður og liggur nú leiðin undir steinboga sem er austan í suðurbrúnum Helgafells. Þegar niður er komið er gengið til baka meðfram fjallinu vestanverðu. Vegalengd 6 km. Hækkun 260 m. Göngutími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. 9.9. Búrfell 181 m - Silungatjörn – Krókatjörn 6 Brottför kl 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp í Seljadal og lagt við brúna yfir Seljadalsá. Gengið verður á Búrfellið og áfram yfir það. Þar er komið á Seljadalsveg sem var hluti leiðarinnar á Þingvelli áður en

Í Gullkistugjá

GWG

Kóngsvegur kom til. Seljadalsvegi er fylgt að Silungatjörn. Þaðan er veginum fylgt að Krókatjörn og síðan gengið til baka meðfram Myrkurtjörn og Leirtjörn. Vegalengd 6-7 km. Hækkun um 100 m. Göngutími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

16.9. Hvítanes 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp í Hvalfjörð að Höfðanum utan við Hvítanes. Gengið verður út á Hvítanes og skoðaðar rústir herstöðvarinnar þar. Gengið til baka um gamla Hvalfjarðarveginn þar sem skoða má frágang á ræsum í veginum. Vegalengd 5 km. Hækkun óveruleg. Göngu- og skoðunartími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

23.9. Flekkuvík - Keilisnes 6 Brottför kl. 18:00 frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem sameinast er í bíla. Flekkuvík er eyðibýli á Vatnsleysuströnd. Í Landnámu er sagt að þar hafi búið kona að nafni Flekka sem var náskyld Ingólfi Arnarsyni. Leiði Flekku er í túnjaðrinum og er ritað á það með rúnaletri: Hér hvílir Flekka. Keilisnes er milli Flekkuvíkur og Kálfatjarnar. Leiðin er um 4-5 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 30.9. Umhverfis Elliðavatn 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp að brúnni við Elliðavatn. Gönguleiðin umhverfis vatnið er mjög fjölbreytt. Skiptast þar á þröngir skógarstígar og

upplýstir stígar inni í íbúðarhverfi. Þar er einnig saga á hverju strái svo sem um Þingnes og stífluna sem varð til þess að vatnið stækkaði töluvert. Vegalengd 8-9 km. Hækkun engin. Göngutími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

7.10. Heiðmörk 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni við Elliðaár. Gengið verður frá brú við Elliðavatn að Þinganesi. Þaðan verður haldið inn í skógræktina og upp á Borgarstjóraplan. Frá Borgarstjóraplani verður haldið að Helluvatni og til baka að bílastæði. Vegalengd 8 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

100% ull ino r e M

GÆÐA ULLARFATNAÐUR Í ÚTIVISTINA

www.ullarkistan.is

Laugavegi 25 REYKJAVÍK s. 552-7499

Hafnarstræti 99-101 AKUREYRI s. 461-3006


40 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015

Útivistarræktin Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

GSG

14.10. Æsustaðafjall 200 m - Reykjafell 273 m 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni við Elliðaár. Ekið upp í Mosfellsdal og beygt til hægri við skilti sem á stendur Hlaðgerðarkot. Beygt fljótlega aftur til hægri inn á afleggjarann upp í Skammadal. Lagt verður af stað frá rimlahliðinu í Skammaskarði rétt hjá garðyrkjuskúrunum. Gengið eftir fjallinu endilöngu upp á Gildruás og til baka um Reykjafell. Vegalengd 6 km. Hækkun 200 m. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

21.10. Geldinganes, Leirvogur að Korpu 6 Brottför kl. 18:00 frá bílastæði við eiðið út á Geldinganes og er gengið þaðan um Leirvogsströndina að Korpu. Til baka er haldið og farið fyrst að Korpúlfsstöðum, síðan í Gorvík og þaðan að bílunum. Vegalengd 6-7 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós. 28.10. Helgafellshlíð - Varmá 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp í Álafosskvos í Mosfellsbæ, en þar hefst gangan. Byrjað verður á því að

ALLIR GÖNGUSKÓR Á 20% AFSLÆTTI YFIR 35 GERÐIR

Fegurð náttúrunnar er ekki síst í því smáa

ganga upp að Helgafelli og götunni að Helgafellsbæjunum fylgt. Síðan tekur við göngustígur sem liggur undir fjallinu inn í Skammadal. Þaðan liggur leiðin um Skammadal að Varmá. Með Varmánni eru skemmtilegir stígar sem leiða okkur aftur niður í Álafosskvosina. Vegalengd 5,3 km. Hækkun um 100 m. Göngutími 2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

4.11. Grafarvogshringur með Keldum 6 Brottför kl. 18:00 frá Grafarvogskirkju. Gengið verður frá Grafarvogskirkju inn Grafarvoginn. Tekinn verður krókur að Keldum en svo haldið út með Grafarvogi að sunnanverðu. Vegalengd 5 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 1-2 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka

FG

þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

11.11. Löngubrekkur - Hjalladalur í Heiðmörk 6 Brottför kl. 18:00 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Þar er safnast saman í bíla og ekið upp Heiðmörk að bílastæði við Löngubrekkur. Gengið verður til norðurs með brekkunum og Strípshrauni. Þegar komið er fyrir hraunendann tökum við stefnuna yfir í Hjalladal og hann gengin til vesturs. Síðan verður vegslóða fylgt yfir að Löngubrekkum og gengið með þeim í bílana. Vegalengd 7,6 km. Uppsöfnuð hækkun 150 m. Göngutími 2-3 klst. Ekkert þátttökugjald, en farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Munið að hafa meðferðis höfuðljós.

Náttúruverndarstefna Útivistar „Tilgangur Útivistar er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi“ Til að ná fram tilgangi félagsins eins og hann birtist í lögum þess er sjálfbær og vistvæn ferðamennska höfð að leiðarljósi. Óspillt náttúra er undirstaða að starfsemi félagsins og því leggur það megináherslu á að vernda náttúruna og að sporna við hvers konar náttúruspjöllum með eftirfarandi að leiðarljósi: Ú  tivist vill stuðla að og tryggja almannarétt þannig að aðgengi almennings að náttúru Íslands sé óheft án þess þó að landfræðilegum og líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar sé stefnt í hættu.  Útivist vill vernda náttúru Íslands fyrir framkvæmdum sem kunna að hafa

alvarleg áhrif á náttúruna eða raska henni varanlega. Ú  tivist vill starfa með aðilum sem vinna að náttúruvernd og stefna að framangreindum markmiðum. Ú  tivist mun leitast við að fræða félagsmenn og þátttakendur í ferðum félagsins um náttúruvernd og vistvæna ferðamennsku.  Útivist mun bæta fyrir neikvæð áhrif sem starfsemi félagsins hefur á náttúruna. Stjórn Útivistar kemur fram fyrir hönd félagsmanna sinna á opinberum vettvangi í því skyni að tryggja stefnu félagsins í náttúruverndarmálum.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 41

vat n s h e l d u r fat n a ð u r

SealSkinz heldur þér þurrum

SealSkinz er fyrir hestamanninn, hjólafólkið, göngufólkið, skíðafólkið og alla þá sem vilja vera þurrir á höndum, fótum og á höfði.

SealSkinz er breskt fyrirtæki sem framleiðir einstaka línu af vatns heldum vörum fyrir höfuð þitt, hendur og fætur. Sealskinz notast við 3ja laga einkaleyfisskráða tækni í prjónuðum sokkum, hönskum og húfum til að búa til óaðfinnanlegar vörur sem eru algerlega vatnsheldar en anda engu að síður.

vatnshelt

andar

teygjanlegt

vindhelt

slitsterkt

sveigjanlegt

alhliða húfa

Prjónuð húfa

Þunnir öklasokkar

göngusokkar

extreme cold" " hanskar

alhliða flís hanskar

Prjónuð húfa

alhliða húfa

"sea eagle" sokkar

háir alhliða sokkar

dragon eye" " hanskar

all season" " hanskar

Segir til um hæð sokkana

Austurvegur 69 - 800 Selfoss

Lónsbakki - 601 Akureyri

Sími 480 0400

jotunn@jotunn.is

Þolir mikið frost

Hægt að nota sjallsíma

Mikið grip

Karla- og kvennastærðir

Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir www.jotunn.is

Sealskinz fæst hjá eftirtöldum aðilum: Reykjavík Intersport / GG sjósport / Lífland / Postura / Reykjavík Mótor Center / Örninn Borgarnes Lífland Stykkishólmur Gallerí Braggi Snæfellsbær Vélsmiðja Árna Jóns Búðardalur K.M. þjónustan Blönduós N1 píparinn Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga Eyrinni Varmahlíð Kaupfélag Skagfirðinga Neskaupsstaður Multitask Akureyri Fákasport / Lífland / Jötunn Höfn í Hornafirði Vélsmiðja Hornafjarðar Egilsstaðir Jötunn Selfoss Jötunn Hveragerði Golfklúbbur Hveragerðis


42 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 Tindfjallajökull

Þríhyrningur Hraun

261

Þórólfsfell

F261

Markarfljót Þórsmörk Básar

F249

Goðaland

249

Fimmvörðuskáli Þó Fimmvörðuskáli sé ekki stór gegnir hann mikilvægu hlutverki á hinni vinsælu gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Skálinn er á hæsta hrygg Fimmvörðuháls í rétt um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Skálinn hefur verið mörgum göngumanninum gott skjól og fyrir tilstilli hans er hægt að skipta gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls í tvær þægilegar dagleiðir. Veður getur breyst snögglega á Fimmvörðuhálsi, jafnt sumar sem vetur, og því eykur skálinn verulega öryggi göngumanna. Athugið að veður á Fimmvörðuhálsi getur verið viðsjárvert og oft talsvert ólíkt því sem er við upphaf gönguleiðarinnar. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis góðan hlífðarfatnað og nesti auk þess sem nauðsynlegt

Fimmvörðuháls Mýrdalsjökull

Eyjafjallajökull

Seljalandsfoss

Núpsheiði

1

Steinafjall

FG

Skógar

0

Skíðaferð á Fimmvörðuhálsi

er að í hverjum gönguhóp sé áttaviti meðferðis og þekking til að nota hann. Einnig er rétt að hafa í huga að stóran hluta leiðarinnar er ekkert vatn finnan-

GWG

legt, eða allt frá göngubrú yfir Skógaá og niður í Strákagil

Um skálann Fimmvörðuskáli tekur 20 manns

10 km

í gistingu, 16 manns í 8 kojur (ein og hálf breidd) og 4 á svefnlofti. Skálinn er kyntur með olíuofni og í honum eru gashellur, allur borðbúnaður og eldunaráhöld. Yfir sumartímann er skálavarsla í skálanum. Ekki er heppilegt að tjalda við skálann, enda stendur skálinn á hæsta hrygg leiðarinnar í hrjóstugu umhverfi. Salernismálum skálans er háttað með sérstökum hætti vegna þess að útilokað er að koma fyrir rotþró og ferðamenn eru beðnir um að fara að þeim reglum sem Þríhyrningur

settar hafa verið. Þá er ekki rennandi vatn í skálanum og síðari hluta sumars getur verið erfitt að taka snjó til bræðslu. Gestum er því bent á að taka með sér allt neysluvatn. Gistingu er hægt að panta og greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 63°37.320 / V 19°27.093

Tindfjallajökull

Hraun

261

Þórólfsfell

F261

Markarfljót Þórsmörk Básar

F249

Goðaland

249

Eyjafjallajökull

Seljalandsfoss

Fimmvörðuháls Mýrdalsjökull

Núpsheiði

Básar á Goðalandi

1

Steinafjall

Skógar

Það var heillaríkt skref þegar frumherjar Útivistar tóku þá ákvörðun strax á fyrstu árum félagsins að byggja upp skála í Básum á Goðalandi. Þar byggðu þeir kjölfestu í starfsemi félagsins og lögðu grunn að þeirri paradís sem Básar eru í dag. Hjarta Útivistar slær í Básum og það heldur félaginu saman. Veðursældin í Básum er víðfræg þar sem jöklarnir veita skjól fyrir suðlægum áttum, þar er iðulega logn og gott veður þó slagviðri sé úti við ströndina. Goðaland býður upp á ótal möguleika

0

10 km

til gönguferða við allra hæfi og þar er gott að ljúka Laugavegsgöngum eða ferðum yfir Fimmvörðuháls.

Gistiaðstaða Í Básum eru tveir skálar sem taka 60 og 23 í gistingu. Í stærri skálanum eru tveir svefnsalir þar sem stúkað er af með þiljum á

GSG

milli svefnrýma. Eldhús og rúmgóður borðsalur eru í sérstakri álmu. Í minni skálanum er sameiginlegt svefnrými, borðsalur og eldhús. Olíukynding er í báðum skálunum og gashellur til eldunar, auk alls borðbúnaðar og eldunaráhalda. Á sumrin er rennandi kalt vatn í skálunum og á salernum og heitar sturtur. Raflýsing er í báðum skálum, en engir tenglar til almennra nota. Stórt tjaldsvæði er í Básum og salerni víðsvegar um svæðið auk þess sem tjaldgestir hafa aðgang að sturtum. Félagar í Útivist þurfa ekki að greiða fyrir gistingu á tjaldsvæðinu. Skálavörður er í Básum frá byrjun maí og fram í miðjan október. Staðsetningarhnit Bása er N63°40,559/V19°29,014.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 43 tn ivö ð i Ve

G ræ ni fja llg

ar ðu r

La ka gí ga r

Sveinstindur

Landmannalaugar

F235

já Skælingar dg El F223

Hólaskjól Hraun Álftavötn

Torfajökull

Sk

F233

á aft

Strútur

F208

Mælifellssandur

Í einstöku umhverfi í Skælingum stendur lítill skáli sem er einn þessara uppgerðu gömlu gangnamannaskála sem Útivist á heiðurinn af. Skálann einkennir hin forna íslenska byggingarhefð með vegghleðslum úr grjóti og upplifa gestir hans því menningararf okkar í náttúrulegu umhverfi. Allt umhverfis skálann má sjá all sér-

Mýrdalsjökull

stæða hraundranga og er svæðinu oft lýst sem náttúrulegum lystigarði. Gönguleiðin um Sveinstind og Skælinga liggur að skálanum í Skælingum og þeir sem ganga þessa leið gista jafnan sína aðra nótt í skálanum eftir að hafa gengið um einstaklega fallegt umhverfi frá Sveinstindi. Frá skálanum má einnig fara í hæfilegar

Héðan er nokkurra kílómetra gangur að Strútslaug þar sem margur ferðalangur hefur notið þess að finna þreytuna líða úr líkamanum í dásamlegu fjallabaði. Hér má upplifa hálendiskyrrðina í sinni tærustu mynd. Umhverfi skálans er óþrjótandi

Búrfell Loðmundur

Rauðufossafjöll

Eldhraun

10 km

andi vatn í krana. Jafnan er ekki skálavörður í skálanum en skálaverðir í Strút og í Hólaskjóli hafa eftirlit með skálanum. Þar sem ekki er föst skálavarsla í Skælingum þurfa gestir að hafa meðferðis salernispappír og aðrar

slíkar rekstrarvörur. Ágætt er að tjalda við skálann. Gistingu er hægt að greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 63°58.849 / W 18°31.319.

brunnur skemmtilegra gönguleiða og er hægt að kaupa göngukort hjá skálavörðum og á skrifstofu Útivistar.

og sturtu. Skálavörður er frá byrjun júlí og fram í miðjan ágúst. Gistingu og tjaldstæði er hægt að panta og greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 63°50.330 / V 18°58.477

VIÐ FLYTJUM EKKI FJÖLL EN VIÐ FLYTJUM FARÞEGA HVERT Á LAND SEM ER! Trex - Hópferðamiðstöðin er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins með áratuga reynslu í þjónustu við hópa. Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs sumar sem vetur og með öryggisbeltum. Leitið tilboða í hópferðina og pantið rútu frá Trex.

tn vö ði i Ve

Valafell

Landmannalaugar

Örugg hópferðaþjónusta í 36 ár!

El

dg j

á

Hekla

Um skálann Skálinn í Skælingum tekur alls 16 manns í gistingu. Í skálanum er steinolíuofn til kyndingar og gashellur en borðbúnað og eldunaráhöld er gestum bent á að hafa meðferðis. Salernishús er við skálann og hjá því er renn-

0

208

BG

Krókslón Þjórsá

dagsgöngur á Gjátind eða Uxatinda og Gretti.

Um skálann Strútsskáli tekur 26 manns í gistingu og er í honum eldunaraðstaða og borðsalur. Olíukynding er í skálanum og gashellur, auk alls borðbúnaðar og eldunaráhalda. Á sumrin er rennandi kalt vatn, salerni og sturta. Gott tjaldsvæði er við skálann og hafa tjaldgestir aðgang að salernum

Strútsskáli Inn af Mælifelli á Mælifellssandi stendur Strútsskáli. Skálinn er umkringdur því fallega landslagi sem gerir þetta svæði svo heillandi. Torfajökull er rétt norður af skálanum, í austri er fjallið Strútur og nokkru fjær blasir við hið formfagra Mælifell.

Hólmsá

Skælingar

Hrafntinnusker Laufafell

ÞÓRSMÖRK - GOÐALAND OG LANDMANNALAUGAR

Torfajökull

Daglegar ferðir yfir sumarið frá 14. júní til 31. ágúst. Brottför frá Aðalstræti 2 kl. 07:30, Tjaldstæðinu í Laugardal kl. 07:45 og Ferðafélagshúsinu í Mörkinni 6 kl. 08:00. Ekið að skálum í Langadal, Básum og Landmannalaugum og til baka síðdegis. Kjörið er að nota ferðirnar fyrir dagsferð, lengri dvöl eða í tengslum við gönguferðir um Laugaveginn, Hellismannaleið og Fimmvörðuháls.

Sk

F210

aftá

Strútur

F210 Mælifellssandur

Tindfjallajökull Hraun

F210

F261

Hólmsá

261

Markarfljót

Þórsmörk

Mýrdalsjökull

F232

Pantið fyrirfram!

Eyjafjallajökull Fimmvörðuháls 1

1 Skógar

Sk

óg asa n

Hafursey

du r

Mýrdalssandur Vík

Hjörleifshöfði

n rau dsh n a irl Ge

Hesthálsi 10, 110 Reykjavík sími: 587 6000 info@trex.is - www.trex.is


44 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 Þjórsárdalur

Flúðir

Valafell Merkurhraun rsá Þjó

Búrfell

Ra uð uf os s

af jö ll

26

Hekla an i-R Ytr

Dalakofinn tn Va

Pálssteinshraun

SHS Ey s

Um skálann Dalakofinn tekur allt að 30 manns í gistingu og er í honum góð eldunaraðstaða og borðsalur. Góðar gashellur eru í skálanum, stór pottur til að hita vatn, auk alls borðbúnaðar og eldunaráhalda. Ekki er ferskt rennandi vatn í skálanum en vatni er dælt úr Markarfljóti í safntank. Rétt er að hafa í huga að þar er um að ræða yfirborðsvatn og því betra að sjóða það fyrir neyslu. Yfir sumartímann er vatnssalerni í skálanum. Gott tjaldsvæði er við skálann og hafa tjaldgestir

1

Vatnsdalsfjall

Hvolsvöllur

Hraun 261

Þverá

0

F261

Tindfjallajökull

Markarfljót

10 km

Þórsmörk

aðgang að salernum. Skálavörður er í skálanum á mestu annatímum. Við vekjum þó athygli á því að þegar ekki er skálavörður í skálanum gætu gestir þurft að hafa meðferðis salernispappír og aðrar slíkar

rekstrarvörur. Gistingu er hægt að panta og greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 63°57.048 / V 19°21.584.

Álftavötn Skáli Útivistar í Álftavötnum er einstaklega vel heppnað dæmi um hvernig má varðveita byggingarform og anda fyrri alda en um leið fullnægja einföldustu þörfum nútíma ferðamanna. Skálinn var endurreistur af

GWG

félagsmönnum í Útivist árið 2001 og árið 2010 var skálinn endurbættur og þiljaður að innan. Afraksturinn er vinalegur og þægilegur skáli án alls íburðar. Skálinn er á gönguleiðinni um Strútsstíg og næsta umhverfi skálans býður upp á skemmtilegar göngur í fallegu umhverfi. n öt

v Um skálann ði ei V Skálinn í Álftavötnum getur tekið allt að 20 manns í gistingu. Olíukynding er á staðnum og gashellur og einhver borðbúnaður. GestumLandmannalaugar er þó ráðlegt að hafa F235 potta og borðbúnað meðferðis.

Á sumrin er rennandi vatn í krana utan við skálann og salerni. Ágætt er að tjalda hjá skálanum. Jafnan er ekki skálavörður í Álftavötnum en skálaverðir Útivistar í Strút hafa eftirlit með skálanum. Þar sem ekki er föst skálavarsla í Álftavötnum þurfa gestir að hafa meðferðis salernispappír og aðrar slíkar rekstrarvörur. Sveinstindur Gistingu er hægt að bóka og greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 63° 53.890 / V 18° 41.467. La ka gí ga r

Fyrsta byggingin var reist af Rudolf Stolzenwald árið 1971 en Útivist hefur núna endurbyggt húsin og reist veglega tengibyggingu milli þeirra skála sem fyrir voru. Aðstaða fyrir ferðamenn á staðnum er öll hin besta og verður enginn svikinn af dvöl í Dalakofanum. Við skálann er hestagerði og geta hestamenn geymt reiðtygi og reiðgalla í geymslugám rétt við skálann.

á ang tri-R

G ræ ni fja llg

Nýjasti skálinn í skálaflóru Útivistar er Dalakofinn í Reykjadölum. Skálinn er vel staðsettur í jaðri Torfajökulssvæðisins. Dalakofinn er tilvalinn fyrir bækistöðvaferðir þar sem gengið er út frá skála, en einnig er hægt að ganga frá honum í fjölda annarra skála á Fjallabakssvæðinu. Hann hentar einnig vel fyrir vetrarferðir á gönguskíðum, jeppum og vélsleðum.

Laufafell

F210

ar ðu r

Dalakofinn

ll afjö

já Skælingar dg El F223

Hólaskjól Hraun Álftavötn

Torfajökull

Sk

F233

á aft

Strútur

F208

Mælifellssandur

Hólmsá

Mýrdalsjökull

0

10 km

aun s hr d n irla Ge

208

Eldhraun


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 45

Umhverfisstefna Útivistar Sveinstindur Skálinn við Sveinstind stendur suðaustan við samnefnt fjall á bökkum Skaftár. Skálinn er reistur ofan á vegghleðslu gamals gangnamannakofa og heldur með smekklegum hætti byggingarlagi gamla tímans. Frá skálanum liggur gönguleið í Skælinga um einstakt land þar sem mosaþekjur og margvíslegar jarðmyndanir gleðja augað. Upphaf gönguleiðarinnar um Sveinstind og Skælinga er í skálanum við Sveinstind og þeir sem ganga þessa leið gista þar fyrstu

BG

nóttina, gjarnan eftir göngu á fjallið. Úr skálanum er um 3 klst. gangur á Sveinstind og til baka. Útsýni af Sveinstindi lætur engan ósnortinn, þar blasir Langisjór við í allri sinn tign, varinn af fjöllum og jökli.

Um skálann Skálinn við Sveinstind tekur alls 16 manns í gistingu. Í skálanum er steinolíuofn og gashellur, en borðbúnað og eldunaráhöld er gestum bent á að hafa meðferðis. Á sumrin er rennandi vatn

í skálanum og í salernishúsi. Jafnan er ekki skálavörður í skálanum en skálaverðir í Strút og í Hólaskjóli hafa eftirlit með skálanum. Þar sem ekki er föst skálavarsla í Sveinstindsskála þurfa gestir að hafa meðferðis salernispappír og aðrar slíkar rekstrarvörur. Gistingu er hægt að panta og greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 64°05.176 / W 18°24.946.

Útivist hefur ávallt lagt áherslu á náttúruvernd og umhverfismál í starfsemi sinni. Til að tryggja enn frekar að starfsemi félagsins sé eins umhverfisvæn og frekast er hægt hefur verið sett fram umhverfisstefna sem unnið verður eftir. Umhverfisstefna Útivistar er:  Að starfa í sátt við umhverfið.  Að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi félagsins og reyna að lágmarka neikvæð áhrif.  Að stuðla að aukinni umhverfisvitund félagsmanna, fararstjóra, starfsfólks, og annarra ferðalanga.  Að stefna að því að kjörorð ferðalanga okkar séu:  Við tökum ekkert með okkur nema minningar.  Við berum virðingu fyrir öllu lífríkinu.  Við viljum lágmarka ummerki eftir okkur.

VEÐUR-APPIÐ

Veður Veðurstofa Íslands

www.vedur.is

JARÐHITASÝNING Í HELLISHEIÐARVIRKJUN Svona nýtum við jarðhitann!

Jarðvísindi, raunvísindi, tækni, saga, arkitektúr og náttúrufræði – allt á einum stað. Hellisheiði í máli og myndum í frábærri margmiðlunarsýningu. Fjölbreyttar merktar gönguleiðir. Veitingar á Kaffi Kolviðarhól. Fræðsla og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Opið alla daga frá kl. 9:00 til 17:00.

VF

tn vö ði i Ve

G ræ ni fja llg

ar ðu r

La ka gí ga r

Sveinstindur

Landmannalaugar

F235

já Skælingar dg El F223

Hólaskjól Hraun Álftavötn

Torfajökull

Sk

F233

á aft

Strútur

F208

Mælifellssandur

Hólmsá

Mýrdalsjökull

0

10 km

aun s hr d n irla Ge

208

Eldhraun

Allar nánari upplýsingar á www.orkusyn.is Sími: 412 5800. Netfang: orkusyn@orkusyn.is Gps 64°02”248’- 21°24”079´ Við erum á Facebook!


46 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 mótað af eldvirkni, jöklum og beljandi jökulá. Ganga á Sveinstind gefur möguleika á góðu útsýni yfir þetta einstaka landslag, sem og breiður Vatnajökuls.

Leiðarlýsingar GWG

Fimmvörðuháls Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefur öðlast nýtt gildi með nýjum fjöllum og breyttu landi. Það er því enn meiri ástæða en áður til að ganga þessa skemmtilegu leið. Göngunni má skipta í tvo áfanga. Annars vegar frá Skógafossi og upp í Fimmvörðuskála og hins vegar úr skálanum niður í Bása á Goðalandi. Fyrri áfanginn leiðir göngumenn meðfram fallegri fossaröð Skógaár og með nýstikaðri leið ofan við göngubrú yfir Skógaá opnast

sýn á enn fleiri fossa. Á síðari áfanganum liggur leiðin í gegnum gosstöðvarnar frá 2010. Með því að gista í Fimmvörðuskála á leiðinni er hægt að skipta göngunni í þessa tvo áfanga, en einnig kjósa margir að ganga alla leiðina á einum degi. Við bjóðum upp á báðar útgáfur. Þegar brottför er á föstudagskvöldi er almenna reglan sú að gist sé í skálanum, en í flestum ferðum þar sem brottför er á laugardagsmorgni er gengið í einum áfanga í Bása. Undantekning frá því er 13. júní þegar

gengið verður á laugardeginum í skálann og á sunnudeginum í Bása þar sem rúta bíður hópsins.

Jónsmessuganga Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt verður af stað frá Reykjavík í tvennu lagi á föstudagskvöldi og gengið yfir Háls-

inn um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

Sveinstindur - Skælingar Stórkostleg gönguleið sem liggur niður með Skaftá um sérlega fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar. Á þessu svæði má sjá sérstakt hálendislandslag

Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur

UltraGrip 9

UltraGrip Ice 2

Dagur 1 Brottför með rútu frá BSÍ kl. 08:30. Ekið að Langasjó sem er eitt fallegasta fjallavatn Íslands. Þaðan verður gengið á fjallið Sveinstind og notið útsýnisins. Frá Sveinstindi verður gengið niður að Skaftá að skála Útivistar þar sem höfð verður næturdvöl. Dagur 2 Vegalengd um 20 km, göngutími um 7 klst. Gengið um Hvanngil og Uxatinda. Síðan verður farið með fjallinu Gretti og haldið að Skælingum í skála Útivistar. Á þessum hluta göngunnar er farið um viðkvæmar mosabreiður og því mikilvægt að fylgt sé göngustígum og aðgæsla sýnd í hvívetna. Dagur 3 Vegalengd um 20 km, göngutími um 7 klst. Gengið að börmum Eldgjár. Ef vel viðrar er tilvalið að taka aukakrók upp á Gjátind. Farið verður ofan í gjána og að Ófærufossi. Síðan er gengið eftir gjánni og í skálann í Hólaskjóli þar sem verður gist síðustu nóttina. Dagur 4 Gengið um nágrenni Hólaskjóls áður en rútan flytur hópinn til byggða.

Strútsstígur Falleg og fjölbreytt gönguleið frá Hólaskjóli á Skaftártunguafrétti, um Hólmsárbotna og vestur meðfram Mælifellssandi í Hvanngil. Víðast hvar liggur leiðin um sléttlendi og er laus við mikla hækkun. Á leið göngumanna er hin rómaða Strútslaug þar sem hægt er að slaka á um stund í heitri náttúrulegri laug. Dagur 1 Vegalengd 6-7 km, göngutími 2 klst. Brottför með rútu frá BSÍ kl. 08:30. Ekið í Hólaskjól þar sem gangan hefst. Stutt og þægileg ganga í Álftavötn þar sem gist er í gömlum gangnamannaskála sem Útivist hefur endurbyggt með smekklegum hætti.

Ultragrip Ice Arctic

FRÁB

ÆRT

VERÐ

!

Dagur 2 Vegalengd um 20 km, göngutími um 7 klst. Gengið með SyðriÓfæru og undir hlíðar Svartahnúksfjalla. Áfram liggur leiðin um Hólmsárbotna og að Strútslaug. Frá lauginni liggur leiðin að Strútsskála þar sem gist er um nóttina. Dagur 3 Vegalengd um 18 km, göngutími um 6 klst. Farið vestur yfir Veðurháls með Mýrdalsjökul á vinstri hönd. Gengið eftir Mælifellssandi hjá Slysaöldu og þaðan yfir Kaldaklofskvísl. Síðustu nóttina er gist í skála í Hvanngili.

M A D E T O F E E L G O O D. ÆÐI

JAVERKST

NÝTT DEKK

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is

Dagur 4 Síðasta daginn er farið í morgungöngu um nágrenni Hvanngils áður en haldið er heim á leið um Fjallabaksleið syðri.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2015 | 47


Upplifðu ánægju ...

Vor • Sumar • Haust • Vetur • Ísland

100% Merino

Íslensku Alparnir eru stoltir samstarfsaðilar

Allt frá fjöru til fjalla

u k s n e l s Í

ALPARNIR

e - ma i l : a l p a r n ir@ a lp a rn ir.is / / www.a lp a rn ir.is Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727

Útivist 2015  
Útivist 2015