Page 1

Geymið blaðið

www.utivist.is

2012 8 | Áfram Everest

10 | Fjallarefir

12 | Sunnudagsgöngur

14 | Fræðsluferðir

16 | Skíðaferðir

18 | Sumarleyfisferðir

20 | Helgarferðir

22 | Jeppaferðir

24 | Hjólaferðir


2 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 1 1 1 1 7 1

Göngum frá verknum

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2011.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 3

Um fjöll og dali leiðir liggja. Okkar hlutverk er að tryggja. Með F plús tryggingunni er fjölskyldan tryggð ef slys verður á ferðalagi innanlands.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is


4 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Tímarnir breytast

Velkomin í Útivist!

Ætli árið hafi ekki verið 1978. Ég stóð við syðri endann á Skagfjörðsskála og horfði yfir Krossána. Lítill hópur reyndra ferðalanga stóð rétt við hlið mér. Þessir menn voru töluvert eldri en ég og allir beindu þeir sjónum sínum í sömu átt yfir Krossána. Þeir horfðu þar á hóp göngumanna með bakpoka, sem komu vestanað og stefndu inn með hlíðinni undir Álfakirkju. Ég heyrði á tal mannanna sem stóðu rétt hjá mér og mér skildist að göngumennirnir undir Álfakirkjunni gætu hugsanlega verið hættulegt fólk. Þetta var fólk úr einhverju félagi sem kallaði sig Útivist. Þegar ég byrjaði að ferðast reglulega um hálendi Íslands lá leiðin oftar en ekki í Þórsmörk. Mörkin hafði á sér ævintýrablæ. Þar fannst mér náttúran fegurst á Íslandi, ævintýrin og hætturnar leyndust í hverju rjóðri og undir hverjum bakka. Góður hópur ungmenna úr Keflavík og Kópavogi hafði kynnst í Merkurferðum og okkar uppáhald var Húsadalur. Þar voru engar byggingar og engin ferðaþjónusta, þar var ekki margt um ferðamenn en þeir sem þangað komu voru yfirleitt hið besta fólk. Í gönguferðum okkar í Mörkinni rötuðum við oft yfir í Langadal. Það var í einni slíkri ferð sem ég heyrði á tal ferðalanganna. Mér skildist á tali þeirra að göngumennirnir undir Álfakirkju væru fólk sem hefði tekið sig saman um að stofna ferðafélag, sem væri með aðrar áherslur en önnur félög á þeim tíma. Þetta fólk vildi fara sínar eigin leiðir og gera hlutina á annan hátt. Ég horfði á gönguhópinn undir Álfakirkjunni og ég man að mér fannst eitthvað spennandi við frásögn mannanna. Þarna var fólk sem ætlaði sér að byggja upp félag með nýjar áherslur, annað innihald og önnur markmið. Byltingarmenn og -konur. Spennandi fólk. Og tímarnir breytast. Ferðafélagið Útivist hefur stækkað og eflst með árunum. Hópur Útivistarmanna undir Álfakirkju árið 1978 var kraftagengi, hugsjónafólk með framkvæmdagetu. Frá því að fyrsti hópur Útivistar lagði leið sína í Bása á Goðalandi og fyrsti naglapakkinn var fluttur inneftir, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Félagið hefur vaxið og dafnað á þeim hraða sem félagarnir hafa valið. Það er langur vegur frá fyrstu gönguferðum Útivistar til þess þéttriðna nets ferða sem sjá má í ferðabæklingi þessum. Það hefur margur dropinn af enni lekið frá fyrstu skóflustungunni í Básum til þeirra sjö fjallaskála sem félagið hefur byggt upp og rekur. Og tímarnir breytast. Mikil þróun hefur orðið á ferðavenjum innanlands. Við sjáum að mynstrið er að breytast. Duglegir

Hvað merkja táknin?

Frá árinu 1975 hefur Útivist boðið félagsmönnum sínum og öðrum upp á fjölbreyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap. Útivist býður upp á dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldferðir með Útivistarræktinni. Á dagskrá jeppadeildarinnar eru margar mismunandi ferðir jafnt sumar sem vetur.

Skrifstofa Laugavegi 178 Starfsmenn eru: Skúli H. Skúlason og Bjarney Sigurjónsdóttir. Opið frá kl. 10 til 17 virka daga, sími 562-1000. utivist@utivist.is

Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar.

gönguhópar spretta upp víða í samfélaginu, ferðalangar velta kostnaði mjög vel fyrir sér, verð á eldsneyti hefur veruleg áhrif á ferðatilhögun og fólk velur lengri ferðalög af mikilli kostgæfni. Í ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 2012 kennir margra nýrra grasa. Hópur öflugra félagsmanna hefur skorið upp klassískt ferðaskipulag félagsins fyrir næsta ár og spurt; hvað erum við að gera gott? – hvað er úr sér gengið? – hvað má missa sín? – hvernig gerum við enn betur? Í þessari skoðun hefur félagið lagt áherslu á að pússa perlurnar og styrkja góðar hugmyndir, en á sama tíma að gefa nýjum hugmyndum rými og pláss. Við viljum svara kalli félagsmanna því starf félagsins er ekki reist á öðrum grunni en þeim að vera farvegur fyrir áhugamál þeirra. Og tímarnir breytast. Árið 1978 hefur að líkindum ekki hvarflað að göngumönnum undir Álfakirkju að félagið myndi vaxa og þróast með þeim hætti sem reyndin er. Það hefur að líkindum ekki heldur hvarflað að þeim að hálendi Íslands yrði orðið að vígvelli ólíkra hagsmuna þrjátíu árum síðar, þar sem öðru megin stæðu náttúruunnendur og útivistarfólk, en hinu megin stæði alþjóðlegt fjármagn, orkuþyrstar stóriðjur og innlendir landsölumenn gráir fyrir járnum, tilbúnir að fórna einu varanlegu auðlind Íslendinga; ósnertu víðerni og óspilltri náttúru. Nú er að vísu búið að kortleggja baráttuna. Rammaáætlunin gerir myndina skýrari og leiðbeinir okkur um hvar við eigum að berjast. Hugsanlega þurfum við á öllum okkar kröftum að halda í hugsanlegri varnarbaráttu fyrir landið og náttúruna. Vonandi eigum við enn byltingarmenn og -konur. Spennandi fólk sem getur tekið slaginn um náttúru landsins og auðlindir. Tímarnir breytast og vonandi mennirnir með.

Félagsstarfið Stjórn Útivistar hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt framkvæmdastjóra. Einnig eru á vegum félagsins nokkrar nefndir sem sjá um afmarkaða þætti, hver á sínu sviði, í samvinnu við framkvæmdastjóra. Má þar nefna ferðanefndir, sem skipuleggja gönguferðir félagsins, jeppanefnd, sem sér um jeppaferðir, mynda- og kaffinefnd, sem sér um myndakvöld, ritnefnd, sem sér um útgáfumál og skálanefndir sem sjá um viðhald og rekstur skála. Útivistarfélagar Það borgar sig að vera félagi í Útivist því ýmis hlunnindi eru í boði. Félagsmenn fá góðan afslátt af gistingu í skálum félagsins og í allar ferðir. Félagsaðild opnar aðgang að fjölbreyttu og þróttmiklu innra starfi félagsins. www.utivist.is

Viðmiðunartafla fyrir jeppaferðir

6 Léttar ferðir: Ætlaðar öllum. 66 Miðlungs erfiðar ferðir: Flestir geta tekið þátt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess. 666 Erfiðar ferðir: Einungis fyrir vana ferðamenn sem geta borið með sér allan útbúnað og eru færir um að takast á við ófyrirsjáanlegan vanda. 6666 Mjög erfiðar ferðir: Ferðir þar sem fólk ber með sér allan búnað og þarf að takast á við mikinn hæðarmun. 4 Gist í skála 5 Gist í tjaldi  Skíðaferð T Trúss  Fjölskylduferð  Hjólaferð

Jeppaferðir: Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í allar ferðir jeppa­deildar. Greiða þarf þátttökugjald fyrirfram.

Þyngdar- flokkar

Heildarþyngd jeppa

Dæmi um jeppategund

Dekkjastærð m.v. erfiðleikastig ferðar

ÚTIVIST, ferðafélag

Frá

1. þfl.

5

1500

Suzuki, RAV, Kia

30“

33“

35“

2. þfl.

1500

2200

HiLux, Lcr90, Trooper

33“

35“

38“

3. þfl.

2200 2800 Patrol, Lcr70, 80 og 100

35“

38“

44“

4. þfl.

2800

38“

44“

44“

Til

5

Hummer, Econoline 250

Lítið Meðal Mikið

Sími 562 1000

Laugavegi 178 · 105 Reykjavík Netfang: utivist@utivist.is Vefsíða: www.utivist.is

Forsíðumynd: Við Hattver. Mynd: Gunnar S. Guðmundsson. Ljósmyndarar: Grétar W. Guðbergsson GWG, Stefán Þ. Birgisson SB, Baldur Þorsteinsson BÞ, Ingvi Stígsson IS, Borgþór Harðarson BH, Vala Friðriksdóttir VF, Björk Guðbrandsdóttir BG, Fanney Gunnarsdóttir FG, Tryggvi Björnsson TB, Benedikt Hálfdánarson BenH, Dagur Bragason DB, Gunnar S. Guðmundsson GS. Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Útivist. Ábyrgðarmaður: Skúli H. Skúlason. Umbrot: Athygli. Litgreining: Gunnar S. Guð­munds­son. Auglýsingar: Augljós miðlun ehf. Prentun: Landsprent. Dreift með Morgunblaðinu fimmtudaginn 15. desember 2011.

Erfiðleikastig jeppaferða: 2 Lítið: Harðfenni, dregið í skafla á stöku stað. Þéttur og þjappaður snjór. 22 Meðal: Þéttur snjór, lítið um púðursnjó eða erfiða skafla, nokkuð um skarir. 222 Mikið: Jöklar, nýfallinn djúpur snjór.

Ver ð í lausasölu 1.250 kr. 1. tbl. 8. ár gangur 2011

T

Áskrift pr. kr. lu tö blað 1.100 . kr og 950 ef greitt er með greiðslukorti. Póstgjald innifalið.

Fjögur tölublöð á ári!

í

m

a

r

i

t

u

m

ú

t

i

v

i

s

t

o

g

f

e

r

ð

a

l

ö

g

Ver ð í lausasölu 1.250 kr. 2. tbl. 8. ár gangur 2011

T

í

m

a

r

i

t

u

m

ú

t

i

v

i

s

t

o

g

f

e

r

ð

a

l

ö

g

tímarit um útivist og ferðalög ISSN 16704282 ISSN 16704282

Gerist áskrifendur! Auðvelt er að gerast áskrifandi með því að fara inn á vefsvæðið utivera.is, senda beiðni á netfangið utivera@athygli.is eða hafa samband í síma 515 5200.

Þvert yfir Vatnajökul // Fyrir norðan hníf og gaffal // Spákonufell Kynni af nýju landi // Gengið um Núpsstaðarskóga // Flórens Gresjur guðdómsins // Eitt fjall á viku // Ljósbrot

Hesteyri í Jökulfjörðum // Fjörur og heiðar // Kerlingarfjöll Gaman að leika sér // Ein með Guði // Litríkur seiður Ljósbrot af Grímsvatnagosi // Hinn íslenski ferðamáti

Ver ð í lausasölu 1.250 kr. 4. tbl. 8. ár gangur 2011

Ver ð í lausasölu 1.250 kr. 3. tbl. 8. ár gangur 2011

T

í

m

a

r

i

t

u

m

ú

t

i

v

i

s

t

o

g

f

e

r

ð

a

l

ö

g

T

í

m

a

r

i

t

u

m

ú

t

i

v

i

s

t

o

g

f

e

r

ð

a

l

ö

g

Útivera fæst einnig í lausasölu hjá Pennanum-Eymundsson, verslunum Hagkaupa og á sölustöðum Skeljungs og N1 um land allt. ISSN 16704282

Athygli ehf. | Suðurlandsbraut 30 | 108 Reykjavík | Sími 515 5200 utivera@athygli.is | www.athygli.is

Víknaslóðir með augum ítalskra // Á vængjum ævintýrsins Á miðju landsins // Paradís hinna óteljandi eyja // Ljósbrot Arabísk áhrif á Spáni // Arkað yfir Grænlandsjökul

ISSN 16704282

Er rétt að byrja // Á Kazbek í Kákasus // Áramót í Básum Í guðsgrænni náttúrunni // Fatlaðir njóta útivistar Ferðin sem aldrei gleymist // Snæfellsnesið á 33 tímum!


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 5

ÍSLENSKA SIA.IS UTI 55223 05/11

ALLT Í ÚTIVISTINA NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS


6 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Hvað hentar þér?

[

Á Hafnarfjalli. Hjá Útivist má jafnt finna göngur í brattlendi og jafnsléttu. GWG

Ferðaáætlun Útivistar inniheldur fjölbreytt úrval ferða og því ættu allir útivistarunnendur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þú vilt taka aðeins á í rösklegri göngu eða ert að byrja og leitar eftir hæfilegri áreynslu til að byggja upp gott gönguþrek, þá finnst hér það sem þú leitar að.

Áfram Everest er ferða­pakki með 15 göngum á spennandi fjöll. Þessi dagskrá er ætluð þeim sem eru í þokkalega góðu formi og geta haldið rösklegum gönguhraða. Hér er framhald af dagskrá sem hófst fyrri hluta árs 2011 og hét Einn og hálfur Everest á átta mánuðum. Nafnið vísaði til þess að samanlögð hæð þeirra fjalla sem þá var gengið á var álíka og einn og hálfur Everest. Dagskráin núna inniheldur 15 ný fjöll og við segj­ um einfaldlega Áfram Everest. Þátttakendur skrá sig í dagskrána og greiða skráningargjald og svo er greitt hóflegt gjald fyrir hverja ferð. Sjá nánar á bls. 8.

Fjallarefir er nýjung í starfsemi Útivistar. Hér er í einum pakka skemmtileg göngudagskrá, þrek­­þjálfun og námskeið í útivist. Þessi dagskrá er því tilvalin fyrir þá sem eru að byrja að stunda

útivist, vilja koma sér í form og læra af reyndari mönnum. Fararstjórar og leiðbeinendur hafa allir góðan grunn í ferðamennsku og eru áhugasamir um að miðla þekkingu sinni. Dagskráin hefst í janúar og henni lýkur í júní. Greitt er eitt gjald í upphafi en ekkert fyrir einstakar ferðir. Sjá nánar á bls. 10.

Fræðslu- og ljósmyndaferðir

Sunnudagsferðir hafa verið hefðbundinn þáttur í starfi Útivistar allar götur frá stofnun félagsins. Þeir sem ekki vilja binda sig í einhvers konar dagskrá geta mætt í dagsferðirnar og greitt fyrir þær í afgreiðslunni á BSÍ. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram í þessar ferðir, en þó er boðið upp á forskráningu til kl. 17 á föstudögum og fæst þá 20% afsláttur af þátttökugjaldi. Dagsferðirnar eru oftast á sunnudögum. Sjá nánar á bls. 12.

Skíðaferðir eru í boði fram að

eiga það sammerkt að hér er um að ræða ferðir sem hafa eitthvert tiltekið þema eða markmið. Oftast er um að ræða náttúruskoðun þar sem miðlað er fróðleik um jarðfræði, dýralíf eða gróðurfar, eða sjónum er beint að sögu og menningu. Sjá nánar á bls. 14.

vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Dagsferðir á gönguskíðum eru ekki tilgreindar hér sérstaklega þar sem erfitt er að spá fyrir um aðstæður. Þess vegna eru þær flokkaðar hér sem Skyndiferðir. Sjá nánar á bls. 16.

Sumarleyfisferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira og því miðað við að þátttakendur nýti sumarfrísdaga í ferðina. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir

eins og Strútsstíg og SveinstindSkælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. Sjá nánar á bls. 18.

Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgar­ ferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni. Sjá nánar á bls. 20. Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferð­ ast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. Sjá nánar á bls. 22.

]

Hjólaferðir hefur starfað í allnokkur ár, en sífellt fleiri uppgötva hvað reiðhjólið er frábært til ferðalaga. Fastir liðir eru hjólatúrar á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu en einnig eru á dagskrá nokkrar lengri hjólaferðir. Þátttaka er ýmist ókeypis eða greitt er eitthvert lágmarksgjald fyrir beinan kostn­ að. Í ár bjóðum við einnig upp á áhugaverða hjólaferð til Bæjaralands í samstarfi við Bændaferðir. Sjá nánar á bls. 24. Útivistarræktin

er fastar göngur á mánudögum og miðvikudögum allt árið um kring. Gengið er í Elliðaárdal, en frá apríl og fram í september breyt­ ast miðvikudagsgöngurnar með þeim hætti að þá er farið í göngur utan borgarinnar. Þátttaka kostar ekkert og allir eru velkomnir. Sjá nánar á bls. 26.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 7

Einstök upplifun

Vetrarvörurnar eru komnar ZO•ON Kringlunni ZO•ON Bankastræti Útilíf Kringlunni Útilíf Smáralind Útilíf Glæsibæ Útilíf Holtagörðum Axel Ó. Vestmannaeyjum

Sportbær Selfossi Ozone Akranesi Olíufélag útvegsmanna Ísafirði Skagfirðingabúð Sauðárkróki Sportver Akureyri Skóbúð Húsavíkur Húsavík Fjarðarsport Neskaupstað

Veiðiflugan Reyðarfirði Sport X Höfn í Hornafirði Verslunin Skógar Egilsstöðum Músik og Sport Hafnarfirði Ísbjörninn Laugavegi K-sport Keflavík Sæferðir Stykkishólmi


8 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Áfram Everest Viltu vera í góðu formi? Komdu með í Everest-hópinn

SB

Everesthópurinn er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill takast á við snarpa áreynslu í lokuðum hópi undir leiðsögn reyndra fararstjóra. Allt eru þetta dagsferðir á laugar­ dögum nema ein næturganga og ein helgarferð frá föstudegi til sunnudags, samtals 15 ferðir. Fjölda þátttakenda verður stillt í hóf og alltaf tveir fararstjórar með í ferð eða fleiri eftir aðstæð­ um til að tryggja eins og hægt er öryggi þátttakenda. Þátttakendur greiða hóflegt þátttökugjald og síðan sanngjarnt verð fyrir hverja ferð sem farið er í. Ekið er á eigin bílum en mælst til að fólk safnist saman í bíla til að lágmarka ferða­ kostn­ að. Allan búnað fyrir ferðirnar þurfa þátttakendur að sjá um sjálfir en hægt er að fá leigðan jöklabúnað hjá Útivist.

28.1. Akrafjall 18.2. Jósepsdalshringur 10.3. Esjan - Skálatindur 31.3. Botnssúlur 21.4. Elliðatindar á Snæfellsnesi 12.5. Kirkjufell og Drápuhlíðarfjall 8.6. Eyjafjallajökull eða Snæfellsjökull - næturganga 30.6. Eiríksjökull 21.7. Þórisjökull 11.8. Herðubreið eða Arnarfell hið mikla - helgarferð 1.9. Geirhnúkur 22.9. Lómagnúpur 13.10. Bláfell á Kili 3.11. Hafnarfjall 24.11. Skarðsheiði Þjórsá vaðin við Arnarfelli hið mikla.

Frá janúar til mars verða kvöldgöngur í nágrenni Reykja­ víkur. Veður og aðstæður til útivistar ráða tilhögun þeirra en

GWG

reikna má með eins og hálfs til tveggja tíma snörpum göngum. Nánari upplýsingar eru á www.utivist.is. Verð: Skráningargjald kr. 17.000 og hóflegt gjald fyrir hverja ferð. Fararstjórar og leiðbeinendur hafa allir góðan grunn í ferðamennsku og búa yfir staðgóðri þekkingu: Reynir Þór Sigurðsson Gunnar Hólm Hjálmarsson María Berglind Þráinsdóttir Stefán Birgisson Kristíana Baldursdóttir Forðast skulum duglaust dól, dáðir undir kynda, óstöðvandi fjallafól fara á bratta tinda.

Herðubreið á fögrum sumardegi.

Fastir liðir í starfseminni Útivistarræktin kl. 18 alla mánudaga. Gengið í Elliðaárdal. Brottför frá Toppstöðinni við Elliðaár.

er náttúruleg steinefnablanda sem unnin er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. Fjölmargir segja að neglur og hár verði fallegra þegar þeir fóru að nota HAFKALK. Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt.

Útivistarræktin kl. 18:30 alla miðvikudaga. Brottför frá Toppstöðinni við Elliðaár. Frá apríl og fram í september er farið í göngur í nágrenni borgarinnar. Sjá nánar í ferðaáætluninni. Á öðrum tímum árs er gengið í Elliðaárdal öfugan hring miðað við gönguna á mánudögum og farið er hægar yfir. Hjólaræktin annan laugardag hvers mánaðar. Ferðir hjólaræktarinnar eru auglýstar í ferðaáætluninni og á vef Útivistar, www.utivist.is. Myndakvöld fyrsta mánudag hvers mánaðar frá október og fram í apríl að undanskildum janúar og desember. Myndakvöldin eru haldin í Húnabúð, Skeifunni 11, og hefjast kl. 20:00.

GWG

Gjafabréf Hjá Útivist er hægt að kaupa gjafabréf fyrir öll tækifæri. Gjöf sem inniheldur gjafabréf frá Útivist felur í sér ávísun á skemmtilegar stundir, náttúruupplifun og holla hreyfingu. Gjafabréfin eru því góð gjöf og í sumum tilfellum hafa þau leitt af sér nýjan og heilbrigðan lífsstíl hjá viðtakandanum. Hægt er að gefa gjafabréf upp á tiltekna upphæð eða tiltekna ferð. Hér í blaðinu er að finna upplýsingar um ferðir Útivistar árið 2012, en það getur verið skemmtilegur möguleiki að velja tiltekna ferð og gefa. Einnig er hægt að velja tiltekna tegund ferðar, t.d. hefur verið vinsælt að gefa ferð yfir Fimmvörðuhálsinn og viðtakandinn velur svo dagsetningu sem hentar.


M

Y

Y

Y

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 9


10 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Fjallarefir BÞ

Góð göngudagskrá, þrekþjálfun og námskeið í fjallamennsku, allt í einum pakka. Er það ekki einmitt það sem þú þarft á nýju ári? Þá er upplagt að gerast Fjalla­ refur með því að koma á þetta skemmtilega námskeið og taka þátt í þjálfuninni. Námskeiðið stendur frá 14. janúar til 17. júní og er sérstaklega ætlað þeim sem eru að hefja göngu- og fjallamennsku. Markmið námskeiðsins eru: •A  ð byggja markvisst upp gönguþrek og úthald. •A  ð fræða um hagnýta hluti sem tengjast göngu- og fjallaferðum. •A  ð kynna fjölbreyttar gönguleiðir innan og utan höfuðborgarsvæðisins. •A  ð þátttakendur upplifi íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap. Námskeiðið innifelur 20 þrekgöngutíma, 10 lengri göngu- og fjallaferðir og eina helgarferð. Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum en gönguferðir tvo laugar­ daga í mánuði. Erfiðleikastig þrektíma og lengri gönguferða eykst eftir því sem líður á námskeiðið. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu og annan útbúnað. Verð námskeiðsins er kr. 35.000. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og kappkostað verður að veita persónulega þjónustu. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleika. Fararstjórar og leiðbeinendur hafa allir góðan grunn í ferðamennsku og búa yfir staðgóðri þekkingu á margvíslegum þátt­ um sem tengjast hollustu: Linda Udengaard Andri Lefever Björk Guðbrandsdóttir Baldur Þorsteinsson

Í Reykjadal.

Dagskrá: JANÚAR Alla þriðjudaga kl. 18:00. Þrekgöngutímar í Öskjuhlíð Upphafsstaður: Bílastæði við Klettaskóla.

28.1. Vífilsstaðahlíð – Búrfellsgjá Brottför kl. 10:00. Gengið eftir skógarstígum, í Búrfellsgjána og upp á Búrfellið. Upphafsstaður: Bílastæði í Heiðmörk. FEBRÚAR Alla þriðjudaga kl. 18:00. Þrekgöngutímar í Elliðaárdal Upphafsstaður: Bílastæði við Toppstöðina í Elliðaárdal.

25.2. Grímansfell Brottför kl. 10:00. Hæð: 480 m y.s. Hækkun á göngu: 380 m. Vegalengd: 7-8 km. Upphafsstaður: Bílastæði við Gljúfrastein í Mosfellsbæ.

28.4. Hengill – Skeggi Brottför kl. 9:00. Hæð: 805 m y.s. Hækkun á göngu: 500 m. Vegalengd: 10-12 km. Upphafsstaður: Bílastæði við Sleggju­ beins­dal.

14.1. Kaldársel – Valaból Brottför kl. 10:00. Gengið kringum Helgafell og í Valaból. Upphafsstaður: Bílastæði við Kaldá í Hafnar­firði.

11.2. Elliðavatn og Heiðmörk Brottför kl. 10:00. Gengið í kringum Elliðavatn og í Heið­ mörkinni. Upphafsstaður: Bílastæði í Heiðmörk.

Glymur í Hvalfirði.

MARS Alla þriðjudaga í kl. 18:00. Þrekgöngutímar í Heiðmörk Upphafsstaður: Borgarstjóraplanið í Heið­ mörk.

MAÍ Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar á Reykjanes- eða Bláfjallafólkvangi Upphafsstaður: Ýmsir staðir.

Á tindi Hvalfells.

10.3. Þingvellir Brottför kl. 9:00. Gengið milli merkra náttúru- og söguminja í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Upphafsstaður: Þjónustumiðstöðin á Þing­ völlum. 24.3. Ármannsfell Brottför kl. 9:00. Hæð: 760 m y.s. Hækkun á göngu: 600 m. Vegalengd: 8-10 km. Upphafsstaður: Bolabás í Þingvallasveit. APRÍL Alla þriðjudaga kl. 18:00. Þrekgöngutímar á heiðum Mosfellsbæjar Upphafsstaður: Ýmsir staðir í Mosfellsbæ. 14.4. Reykjadalur – Ölkelduháls Brottför kl. 9:00. Gengið upp Rjúpnabrekkur og inn í Reykjadal og Klambragil. Upphafsstaður: Bílastæði við Rjúpna‑ brekk­ur í Hveragerði.

12.5. Glymur – Hvalvatn Brottför kl. 9:00. Gengið upp að Glymi, inn með Botnsá, með fram Hvalvatni og niður Hvalskarðið. Upphafsstaður: Bílastæði í Botnsdal. 26.5. Vestursúla Brottför kl. 9:00. Hæð: 1086 m y.s. Hækkun á göngu: 1000 m. Vegalengd: 12-14 km. Upphafsstaður: Bílastæði í Botnsdal. JÚNÍ Fyrstu tvo þriðjudaga kl. 18:00. Þrekgöngutímar á Reykjanes- eða Bláfjallafólkvangi. Upphafsstaður: Ýmsir staðir. 15.6-17.6. Uppskeruhátíð Fjallarefa í Básum Ekið í Bása á Goðalandi á föstudagskvöldi. Gist í skála fram á sunnudag. Gengið í gil og á fjöll í nágrenninu.


ÍSLENSKA SIA.IS CIN 57144 11.11

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 11

CINTAMANI BANKASTRÆTI 7 101 REYKJAVÍK, S. 533 3390

CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805

CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003


12 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Sunnudagsgöngur IS

Allt frá stofnun Útivistar hafa dagsferðir á sunnudögum verið kjölfesta í starfsemi félagsins og í þeim hafa margir átt sín fyrstu kynni af félaginu og tengst því föstum böndum. Ekki er óalgengt að þau bönd haldist ævilangt og Útivistarferðirnar verði fastur þáttur í tilverunni. Þrátt fyrir margar nýjungar í ferðaáætlun Útivistar höldum við áfram að bjóða upp á sunnudagsferðir með rútu frá BSÍ. Það býður upp á skemmtilega mögu­ leika þar sem þá er hægt að enda göng­ una fjarri upphafsstað. Við höldum því í góðar hefðir og vonumst til að sjá sem flesta í sunnudagsferðunum. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram í þessar ferðir, en þó er boðið upp á forskráningu til kl. 17 á föstudögum og fæst þá 20% afsláttur af þátttökugjaldi.

8.1. Nýárs- og kirkjuferð. Strandarkirkja 6 Brottför kl. 09:30 frá BSÍ. Í kaþólskum sið stóð frægur kross í Kaldaðarnesi og þótti við hæfi að allir heimsæktu hann að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Það þótti þó hæfilegt fyrir konur að sjá hann eingöngu úr fjarlægð. Konum á sunnanverðum Reykjanesskaga var þess vegna talið nægilegt til sáluhjálpar að ganga upp á hæðir þar sem sést yfir að Kaldaðarnesi. Þessar hæðir voru þess vegna kallaðar Kvennagöngu­ hólar.

Nýársferðin í ár verður ganga frá Kvennagönguhólum að Strandarkirkju. Gengið verður frá hólunum að Hellisþúfu, þaðan til strandar að Strákahæðum og með ströndinni að Strandarkirkju. Sagan segir að tildrög fyrstu kirkju­ byggingar í Selvogi hafi verið á 11. öld þegar bóndi einn var á leið heim frá Noregi með húsavið. Hann lenti í hafvillum og hét því að gefa viðinn til kirkjubyggingar þar sem hann næði landi. Þá sá hann ljós og komst til lands þar sem heitir Englavogur. Strandarkirkja hefur verið talin góð til áheita og er efnuð mjög, en það eru ekki sóknargjöld sem standa að baki þeim auðæfum. Vegalengd um 11 km. Göngutími 4 klst.

26.2. Sýrfell og Skálafell 6 Brottför kl. 09:30 frá BSÍ. Í þessari ferð er boðið upp á tvo áhugaverða fjallstinda í einni og sömu ferðinni. Annar tindurinn er í bókinni Fólk á fjöllum og því er þessi ferð upplögð fyrir þá sem hyggjast stefna á að safna tindum bókarinnar. Lagt er af stað frá Gunnuhver og gengið með Rauðhólum yfir að Sýrfelli. Að lokinni göngu á Sýrfell er stefnt til strandar og Brimketill skoðaður. Þaðan er gengið um Háleyjabungu að Skálafelli og út á Reykjanestá áður en gengið er til baka að Gunnuhver. Vegalengd 15 km. Hækkun 70 m. Göngutími 5 klst.

Á Eyjafjallajökli.

Hress hópur í næturgöngu á Leggjabrjót.

GWG

BH

25.3. Keilir 378 m 6 Brottför kl. 09:30 frá BSÍ. Fyrsta ferð Útivistar eftir stofnun félagsins var á Keili. Á hverju ári síðan þá hefur verið farin afmælisferð á fjallið. Farið er frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Vegalengd 8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.

ávallt birtist nýtt sjónarhorn á glæstan fjalla­hringinn. Fyrst er gengið eftir al­fara­ leið við vatnið norðanvert. Vaða þarf eina á. Sunnanmegin er Foxu­fellið áberandi á vatnsbakkanum og þar liggur leiðin meðal annars um fornan stíg í gegnum Hólmshraunið. Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6-7 klst.

22.4. Lágaskarð 6 Brottför kl. 09:30 frá BSÍ. Gömul alfaraleið. Lagt upp frá Skíðaskálanum í Hveradölum suður um Lágaskarð á milli Stóra-Meitils og StóraSandfells, að Eldborgunum og um Sanddali. Göngunni lýkur við Þrengslaveg undir Litla-Meitli. Vegalengd 8 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 tímar.

16.6. Leggjabrjótur, næturganga (laugardagur) 66 Brottför kl. 20:00 (ath. kl. átta að kvöldi) frá BSÍ. Hefð er komin á að fara næturgöngu um hina fornu og vinsælu gönguleið yfir Leggjabrjót. Það er fátt skemmtilegra en að vera á ferðinni í góðum hópi á björtu sumarkvöldi. Frá Svartagili liggur leiðin um Leggjabrjót, meðfram Sandvatni, um Hrísháls og niður í Botnsdal. Þetta er nokkuð greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Í þessum ferðum eru tekin nokkur hliðarspor af hefðbundinni leið og má þar

13.5. Hítarvatn í Hítardal 6 Brottför kl. 8:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Ganga umhverfis Hítarvatn þar sem


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 13 göngufólks liggur í Brúarárskörð. Í skörð­ un­um vex áin en í hana streymir vatn víða úr berginu. Áin fellur í fossum niður á undirlendið og hefur hún grafið hrikalegt gljúfur á leið sinni. Gljúfrið verður skoðað og síðan haldið ásamt Högnhöfðahópnum niður með Brúará og Hrútá að sumarhúsabyggðinni í Miðhúsaskógi. Vegalengd 15-17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 7-8 klst.

Klakkur rís úr jaðri Langjökuls.

nefna skoðunarferð að efri fossinum í Öxará. Einnig verður gengið að Myrka­ vatni þar sem Öxará á upptök sín og að Djúpadalsborgum fyrir vestan Sandvatn. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vega­ lengd 17 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6-7 klst.

1.7. Snæfellsjökull 1446 m 666 Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Á undanförnum árum hefur Útivist haft þá venju að ganga á Snæfellsjökul á þessum tíma árs þótt hefðbundnum tíma jöklaferða sé lokið. Lykillinn að þessu fyrirkomulagi er að fylgt er leið þeirri sem vélsleðamenn fara á jökulinn. Þannig er öryggið best tryggt. Það þarf vart að tíunda útsýnið af jöklinum. Í góðu veðri sést allt Snæfellsnesið, suðurströnd Vestfjarðakjálkans og Faxaflóinn. Ef snjórinn á Miðþúfu er nægilega gljúpur verður hún klifin, annars látið nægja að virða hana fyrir sér. Vegalengd 12-14 km. Hækkun 900 m. Göngutími 6-7 klst. 8.7. Eyjafjallajökull 1651 m 6666 Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Eyjafjallajökull minnti svo rækilega á sig árið 2010 að öll heimsbyggðin tók eftir. Við eldsumbrotin urðu talsverðar breyting­ar á landslagi í jöklinum sem forvitnilegt er að skoða og hér gefst færi á því með leiðsögn jarðfræðings. Gengið verður svokallaða Skerjaleið á jökulinn, upp hjá Grýtutindi sem er við Þórsmerkurleið. Þegar upp á Litluheiði kemur verður stefnan tekin á Skerin sem er fyrrum gossprunga sem nú stendur upp úr jöklinum. Gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli verða skoðaðar. Vegalengd 18-20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 8-10 klst. 6.8. Klakkur 999 m (mánudagur) 666 Brottför kl 8:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Göngur á Klakk eru ekki algengar. Fjallið er einn af útvörðum Langjökuls og rís upp úr jaðri jökulsins miðja vegu á milli Geitlandsjökuls og Hagafells. Gönguleiðin að honum er löng og úr fjarska ber hann ekki með sér að bjóða upp á mikið útsýni, en af tindi hans fæst sérstakt sjónarhorn yfir svæðið suður og suðvestur af Langjökli. Vegalengd 30 km. Hækkun 500 m. Göngutími 10-12 klst. 2.9. Högnhöfði 1030 m 66 Brottför kl. 8:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Ekið upp á Rótarsand frá Miðdal. Frá Rótarsandi er gengið á fjallið. Af fjallinu er gengið niður í Brúarárskörð, með Brúará og síðan Hrútá að sumarhúsabyggðinni í Miðhúsaskógi. Vegalengd 18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 7-8 klst. 2.9. Brúarárskörð 6 Brottför kl. 8:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Göngufólk á leið í Brúarárskörð ekur í rútu með göngufólkinu sem stefnir á

GWG

Högnhöfða, uns leiðir skilur á Rótarsandi. Brúará á upptök sín á sandinum og leið

9.9. Skriðutindar 66 Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Skriðutindar er tindaskagi austan við fjallið Skriðu. Þar sem þeir liggja alveg upp að Skriðu er þröngt dalverpi sem sagt er að sé hverju kvikindi ófært og þar þurfi að fara með varúð. Gangan hefst austan við Gullkistu sem er fyrir ofan Miðdal. Þaðan eru um 4 km að Skriðutindum. Tindarnir eru margbreytilegir að lögun og skemmtilegir að skoða. Þegar komið er austur fyrir tindaröðina er gott útsýni til Hlöðufells, Högnhöfða og Skriðu. Milli Skriðutinda og Skriðu er Litli Skriðukrókur og verður haldið þar inn að fyrrnefndu dalverpi. Þar

er gengið upp eftir gili sem nær að þessu dalverpi og þaðan aftur niður á veg þar sem gangan hófst. Vegalengd um 22 km. Lítil hækkun. Göngutími 8 klst.

30.9. Skjaldbreiður 1066 m 66 Brottför kl. 09:30 frá BSÍ. Skjaldbreiður er formfögur dyngja sem varð til í löngu hraungosi fyrir um 10.000 árum. Gangan hefst við gíghólinn Hrauk og er að mestu gengið um sendið hraun og hraunrima að gíg fjallsins. Þaðan liggur leið­ in til norðausturs í átt að Tjaldafelli. Vega­ lengd 13 km. Hækkun 550 m. Göngutími 6-7 klst. 14.10. Svínaskarð 6 Brottför kl. 09:30 frá BSÍ. Svínaskarð er á milli Móskarðshnúka og Skálafells og gatan um skarðið er gömul alfaraleið. Gengið er eftir slóða frá Flesjum upp í skarðið sem er í 481 m hæð og síðan niður að göngubrúnni yfir Skarðsá. Vegalengd 11-12 km. Hækkun 380 m. Göngutími 5-6 klst.


14 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Fræðsluferðir BH

11.3. Ósabotnar – Hvalsnes. Fuglaskoðun og saga 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. Ósar er grunnur fjörður sem gengur inn í Reykjanesskagann norðan við Hafnir. Þar eru vetrarheimkynni margra fugla og áhugavert svæði til fuglaskoðunar seinni hluta vetrar. Gengið verður frá Ósa­ botnum, norður fyrir fjörðinn og norður með ströndinni út að Hvalsnesi. Á leiðinni eru staðir sem eitt sinn voru þekktir á Íslandi s.s. Gamli Kirkjuvogur, Básendar og Stafnes. Á Hvalsnesi byrjaði Hallgrímur Pétursson sinn prestsskap. Vegalengd 14 km. Göngutími 5 klst. 9.4. Jarðfræðiferð á Sveifluháls (mánudagur) 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. Sveifluhálsinn er röð af móbergstindum og hnúkum sem liggja meðfram Kleifar­ vatni að vestanverðu. Gengið verð­ur frá Vatnsskarði eftir næstum endi­ löngum hálsinum. Hæsti hluti leiðarinnar er ekki í mikilli hæð, en hækkun er samt drjúg því hálsinn er mishæðóttur. Ágætis útsýni er af Sveifluhálsi en aðallega er hálsinn sjálfur áhugaverður, enda hafa veður og vindar myndað alls kyns form í móbergið. Vegalengd 14 km. Hækkun 600 m. Göngutími 6 klst. 6.5. Fuglaskoðunarferð 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. Ferðin verður farin í samstarfi við Fuglavernd. Fuglaskoðun er félagslegur atburður og gaman að skoða fugla og atferli þeirra í tilhugalífinu. Farið verður á heppilegan stað, ekki of fjarri Reykjavík, en staðurinn verður valinn eftir aðstæðum þegar þar að kemur. Fólk er hvatt til að hafa með sér sjónauka og ljósmyndarar ættu að taka góðar aðdráttarlinsur með. Ferðin er skoðunarferð þannig að fólk þarf að hafa með sér góðan skjólfatnað. Skoðunartíminn er áætlaður 4-5 klst. 20.5. Gamla þjóðleiðin um Bröttubrekku 6 Brottför frá BSÍ kl. 08:00. (ath. kl. átta) Gengið verður upp með Bjarnadalsá og meðfram Baulu. Gamla leiðin um hina raunverulegu Bröttubrekku liggur innst í dalnum og yfir í Suðurárdal. Áhugavert er að sjá þróun í vegagerð frá þessari fyrstu þjóðleið um Bröttubrekku yfir í þann veg sem nú er ekinn. Vegalengd um 10 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst. 3.6. Fossaferð: Þjórsárdalur 66 Brottför frá BSÍ kl. 08:00. (ath. kl. átta) Á leið að Gjánni er staldrað við hjá Hjálparfossi. Gjáin er sérstætt gljúfur í Þjórsár­ dal þar sem eru fallegar berg­ myndanir, stuðlað hraun og móberg. Áin Rauðá rennur um Gjána og þar eru margar lindir og fossar. Eftir að Gjáin hefur verið skoðuð verður gengið yfir Stangarfjall að Háafossi og fossinum Granna. Þaðan liggur leiðin niður um Fossárdal að

inginn Frank Andrews, sem var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Talið hafði verið að hann yrði skipaður yfirmaður innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en að honum gengnum varð það Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi. Þetta slys hafði því viss áhrif á heimssöguna. Að lokum verður gengið fyrir FremriSandhól, yfir Borgarhraun að Suðurstrandarvegi. Vegalengd 14-15 km. Hækkun 300 m. Göngutími 6 klst.

Stöng, yfirbyggðum rústum bæjar sem talinn er hafa farið í eyði árið 1104 eftir mikið öskugos í Heklu. Vegalengd 18 km. Hækkun 300 m. Göngutími 7 klst.

22.7. Strútur. Jarðfræðiferð 66 Brottför kl. 8:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ. Gangan hefst við eyðibýlið Kötlutún vestan við Kalmanstungu. Gengið með rótum fjallsins að Draugagili sem er í fjallinu norðanverðu. Vert er að ganga inn í gilið og út frá því liggur annað gil þar sem gefur að líta stórar bergrósir. Eftir að gilin hafa verið skoðuð verður annað hvort gengið niður með Hvítá þar sem gefur að líta fossa og flúðir þar sem áin rennur í gegnum hraunið eða gengið upp á fjallið og þaðan niður á Efri- og Neðri-Öxl og að Kötlutúni. Vegalengd allt að 20 km. Göngutími um það bil 7 klst. 19.8. Stálpastaðaskógur. Skógar- og gróðurnytjaferð 6 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. Í norðanverðum Skorradal er Stálpastaðaskógur, einn af þjóðskógum Íslendinga. Þar er trjásafn og fræðslu­ stígar liggja um skóginn. Þema ferðarinnar verður nytjajurtir í skógum og verður hugað að því ætilega sem grær í skógum eða í skjóli þeirra, svo sem berjum, svepp­ um og jurtum. Auk þess verður að sjálfsögðu reynt að bera kennsl á þær tegundir trjáa og jurta sem vaxa í skóg­ inum. Einnig er hægt að ganga upp fyrir skóginn til að skoða mismun á gróðri innan og utan skógar. Ef tími vinnst til verður komið við í íslenskum birkiskógi. 16.9. Flugvélaflök í Fagradalsfjalli 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. Margar herflugvélar fórust hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni, en sjaldgæft er að hægt sé að skoða brak úr þremur flugvélum á nánast einum stað. Sú er þó raunin á Fagradalsfjalli og í nágrenni þess. Í þessum þremur slysum fórust 28 menn en 11 komust lífs af. Frá Slögu verður gengið austur fyrir Langahrygg, með viðkomu hjá Drykkjarsteini, þar sem fyrsta flugvélabrakið verður skoðað. Þar fórst Martin PBM-I Mariner, tveggja hreyfla bandarískur flugbátur árið 1941 og með honum ellefu manns. Var það mannskæðasta flugslys á landinu fram að þeim tíma. Vélin var á leið í Skerjafjörð þar sem hún hafði bækistöð. Síðan liggur leiðin að Langhól í Fagradalsfjalli. Þar fórst stór breskur Short Sunderland flugbátur, einnig árið 1941. Einn maður fórst í slysinu og tveir aðrir létust síðar af brunasárum á sjúkrahúsi. Tíu manns lifðu slysið af, mismikið slasaðir. Einn þeirra gekk 20 km vegalengd að Vogum á Vatnsleysuströnd til að ná í hjálp, eftir að hafa farið inn í brennandi flakið til að hjálpa mönnum út úr því. Næst verður gengið að Kastinu í

Það er margt í náttúrunni þess virði að gefa því nánari gætur. BH

vestanverðu fjallinu. Þar fórst bandarísk B-24 flugvél og með henni fórust fjórtán af fimmtán manna áhöfn. Þetta er mesta flugslys á landinu fram á þennan dag. Í þessu slysi fórst bandaríski hershöfð-

28.10. Fossaganga með Grímsá 66 Brottför frá BSÍ kl. 09:30. Grímsá í Lundarreykjadal er þekkt sem ein albesta laxveiðiá landsins. Efri hluti árinnar, sem er utan laxveiðisvæðisins, er áhugaverður til náttúruskoðunar en þar eru margir fallegir fossar. Lagt verður af stað hjá brúnni yfir Grímsá, skammt frá Brautartungu, og gengið upp með ánni að sunnanverðu. Á leiðinni eru fossar, svo sem Jötunbrúarfoss, Kleppafoss og Kerling­ar­foss. Gengið verður að minnsta kosti upp að Selfossi en þaðan má ganga að Reykjatjörnum, yfir Reykjaháls og yfir að Reykjum eða Þverfelli. Vegalengd 15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6 klst.

Ljósmyndaferðir VF

12.2. Reykjanes. Ljósmyndaferð Ljósmyndaferð út á Reykjanes fyrir alla áhugasama, þar sem fólk miðlar sín á milli reynslu og kunnáttu í ljósmyndun. Farið er á einkabílum út að Garðskagavita á Reykjanesi þar sem reynt verður að fanga sólarlag ásamt hafi, himni og Snæfellsjökli sem sést í góðu skyggni í 100 km fjarlægð. 28.-30.09. Helgarferð í Dalakofann. Ljósmyndaferð Brottför frá skrifstofu Útivistar kl. 19:00. Farið á eigin bílum. Eftir að fólk hefur komið sér fyrir í skála er farið í stutta göngu og teknar myndir af næsta nágrenni Dalakofans. Á laugardegi er gengið með myndavélina að vopni um fjölbreytt hálendis- og hverasvæði. Á sunnudegi verður haldið suður með Markarfljóti, nafnlausi fossinn og gígurinn stuttu neðar myndaðir, svo og Ljósár­ tungur austan við Markarfljótið. Þá verður haldið til baka í Dalakofann, gengið frá og ekið heim.

Hekla, næturferð. Skyndiferð Ljósmyndaferð á Heklu fyrir alla áhugasama, þar sem fólk miðlar sín á milli reynslu og kunnáttu í ljósmyndun. Farið er á einkabílum. Gengið er á fjallið og góður skjólfatnaður er nauðsynlegur. Af Heklu er víðsýnt, enda fjallið tæplega 1500 m hátt. Sólarupprás á Heklu gæti orðið spennandi myndefni að fanga og sama máli gegnir með hina ýmsu fjallatoppa sem rísa austur af Heklu. Haustlitaferð á Þingvelli. Skyndiferð Ljósmyndaferð á Þingvelli fyrir alla áhugasama þar sem fólk miðlar sín á milli reynslu og kunnáttu í ljósmyndun. Farið er á einkabílum. Á Þingvöllum er einstök náttúra og endalaust myndefni. Þar er hægt að nota allar stillingar myndavélarinnar, fyrir smáatriðin og allt upp í landslagsljósmyndun.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 15


16 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Skíðaferðir BG

23.-28.3. Noregur skíðaferð   4 Brottför auglýst síðar. 1203K02 Ferð í samvinnu við norska ferðafélagið HULDREHEIMEN - heimili álfanna. Gönguskíðaferð í nágrenni Lillehammer. Verð NOK 5.090. Innifalið er norsk leiðsögn, fæði og ferðir til og frá upphafsstað skíðaferðar (ekki flugferðin). Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Útivistar.

Að vetrarlagi eru gönguskíði frábær ferðamáti sem sameinar góða hreyfingu og skemmtilega upplifun. Þeir sem kynnast þessum ferðamáta láta sér ekki nægja eina ferð heldur fara aftur og aftur. Við leitum uppi snjóinn þar sem hann er að finna og leikum þannig á hlýnunina.

18.-19.02. Óvissuferð   4 Brottför kl. 8:00. 1202K01 Valið verður á milli neðangreindra kosta. Leiðarlýsing verður birt þegar ljóst verður hvar snjóalög liggja. • Bláfjöll – Kleifarvatn – Kaldársel • Holtavörðuheiði – Stóra-Vatnshorn • Holtavörðuheiði – Tvídægra – Fljóts­ tunga - Síðufjall • Landvegur (Dómadalsleið) – Landmannahellir – Landvegur Fararstjóri Sverrir Andrésson. 15.-18.3. Bjarnarfjörður - Djúpavík Bjarnarfjörður   4 Brottför kl. 17. 1203K01 Á Ströndum eru oft góð snjóalög þó auð jörð sé sunnan jökla og styttra er að aka þangað en margur heldur. Ekið verður

Klakabrynjuð skíðahetja.

5.-8.4. Páskaferð. Jeppa- og skíðaferð í Dalakofann   4 T Brottför kl. 9.30. 1204K01 Ekið á eigin bílum inn á Dómadalsleið. Þar spennir skíðafólk á sig skíðin og heldur sem leið liggur í Dalakofann, en jepparnir flytja farangur fyrir skíðagönguhópinn þangað. Á laugardegi og páskadegi verður skíðað í nágrenni skálans, meðal annars um falleg hverasvæði sem oft njóta sín ekki síður að vetri. Á mánudegi, annan páskadag, verður skíðað til baka að bílunum, en jeppar taka þann farangur sem skíðafólk þarf ekki að hafa með sér.

GWG

á eigin bílum í Bjarnarfjörð á fimmtudagskvöldi og gist að Laugarhóli. Á föstudagsmorgni verður gengið á skíðum til Djúpavíkur og gist á hótelinu þar í tvær nætur. Laugardagurinn verður nýttur til skíðaferða í nágrenni Djúpavíkur. Á sunnudag verður skíðað aftur í Bjarnarfjörð. Fararstjóri Stefán Birgisson.

Á skíðum á leið í Djúpuvík.

Skyndiferðir BG

Þegar aðstæður kalla á okkur setjum við upp ferðir með skömmum fyrirvara. Þetta getur til dæmis verið þegar veðurspá er sérstaklega spennandi, góðar aðstæður fyrir skíðagöngu, hagstæð skilyrði fyrir

jeppaferð á einhverju svæði eða náttúruleg fyrirbæri sem spennandi er að skoða. Ferðaáætlunin inniheldur því ekki tæmandi lista heldur verðum við vakandi

fyrir að setja upp nýjar ferðir í sérstökum tilfellum. Besta leiðin til að fylgjast með skyndi­ ferðum er að vera vinur Útivistar á Facebook (www.facebook.com/utivist).

Einn­ig verða allar skyndiferðir kynntar á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is). Með því að fylgjast vel með á vefnum missir þú ekki af neinu.

Gönguval BÞ

Stefnir þú á að ganga mikið á árinu? Nú getur þú fengið passa sem gildir í allar almennar dagsferðir, fræðsluferðir og ljósmyndaferðir, alls 27 ferðir. Auk þess gildir passinn í eina helgarferð yfir Fimmvörðu-

háls og til viðbótar geturðu valið milli ferðar um Strútsstíg, Dalastíg og Sveinstind-Skælinga (sjá sumarleyfisferðir). Allt þetta fæst fyrir aðeins 100.000 kr. Hér er því verulega hagstætt tilboð til þeirra sem

vilja ganga mikið á árinu 2012 án þess að þurfa að draga upp veskið í hvert sinn. Hægt er að fá greiðslunni dreift á árið með kreditkorti. Skoðaðu listann yfir dagsferðir, fræðsluferðir og ljósmyndaferðir og

athugaðu hvort þetta er eitthvað sem hentar þér.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 17

PIPAR\TBWA • SÍA • 112120

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir. Montana er einnig til með 5MP myndavél. Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is


18 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Sumarleyfisferðir BÞ

Ein besta leiðin til að endurnýja huga og anda er að fara í nokkurra daga ferð til fjalla. Sumarleyfisferðir Útivistar eru tilvalinn vettvangur til að gleyma amstri hversdagsins og njóta þess að takast á við sjálfan sig og náttúruna. Í flestum ferðum er gist í skála og í mörgum tilfellum er farangur trússaður milli gististaða. Gönguhraði er jafnan miðaður við að þátttakendur geti notið náttúrunnar og samverunnar í góðum hópi.

8.-10.6. Barðastrandarsýsla – Svínanes (3 dagar) 6665 T Brottför kl. 18:00. 1206L01 Á Svínanesi er gróskumikill gróður, kjarr, mikið fuglalíf og oft má sjá þar seli á skerjum. Þar eru einnig talsverðar minjar um búskap, en bærinn Svínanes fór í eyði árið 1959. Ekið á eigin bílum að Illugastöðum í Skálmarfirði og tjaldað þar. Næsta dag er gengið með allt á bakinu út með Skálmarfirði að eyðibýlinu Svínanesi og tjaldað þar. Á sunnudegi verður gengið inn með Kvígindisfirði, framhjá eyðibýlinu þar og svo áfram yfir Axlir að bílunum. Fararstjóri Jón Torfason. 26.6.-1.7. Laugavegurinn (6 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1206L02 Laugavegurinn genginn á fjórum göngudögum. Ferðin endar í Básum á Goðalandi og er gist þar í tvær nætur. Á laugardeginum er ævintýrið fullkomnað með göngu að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Sjá nánari umfjöllun um Laugavegsferðir Útivistar á bls. 39. 28.6.-1.7. Sveinstindur - Skælingar (4 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1206L03 Sjá umfjöllun um Sveinstind Skælinga á bls. 38.

28.6.-1.7. Strútsstígur (4 dagar) 664 T Brottför kl. 8:30. 1206L04 Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 39. 4.-8.7. Laugavegurinn (5 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L01 Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 39. 5.-8.7. Sveinstindur - Skælingar (4 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L02 Sjá umfjöllun um Sveinstind Skælinga á bls. 38.

5.-9.7. Strútsstígur - Dalakofinn (5 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L03 Hin rómaða gönguleið um Strútsstíg er gengin að viðbættri göngu úr Hvanngili í Dalakofann. Nánari umfjöllun um Strútsstíg er á bls. 39.

6.-8.7. Tröllaskagi 66645 Brottför auglýst síðar. 1207L04 Þriggja daga gönguferð á austan­ verðum Tröllaskaga. Þátttakendur koma á eigin vegum á upphafsstað göngu. Bæki­ stöð verður að Baugaseli í Barkárdal sem vistlegur skáli í eigu Ferðafélagsins Hörgs. Gengið með dagpoka. Gangan hefst við Háls í Öxnadal og gengið verður upp að Hraunsvatni. Gengið suður með vatninu, upp í Vatnsdal og á Þverbrekkuhnúk en þaðan er stórkostlegt útsýni, meðal annars yfir Hraunsvatn og Hraundranga. Af Þverbrekkuhnúk verður gengið aftur niður í Öxnadal og að Hálsi. Eftir gönguna verður ekið inn að Baugaseli í Barkárdal þar sem gist verður næstu tvær nætur. Á öðrum degi verður gengið frá Baugaseli upp á Slembimúla, þaðan gefur að líta frábært útsýni yfir Hörgárdal og Barkárdal. Á lokadegi ferðarinnar liggur leiðin á Blástakk sem er eitt mesta útsýnisfjall á Tröllaskaga, en þaðan sést nánast um alla miðju skagans. Þegar komið er til baka að Baugaseli lýkur ferðinni og ekið verður til byggða. Fararstjórar Reynir Þór Sigurðsson og Una Þórey Sigurðardóttir. 11.-15.7. Laugavegurinn (5 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L05 Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 39. 12.-15.7. Sveinstindur - Skælingar (4 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L06 Sjá umfjöllun um Sveinstind Skælinga á bls. 38.

12.-15.7. Strútsstígur (4 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L07 Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 39. 13.-15.7. Dalastígur (3 dagar) 6664 Brottför kl. 8:30. 1207L08 Dalastígur er ný og spennandi gönguleið þar sem gist er í skálum en gengið með farangur á bakinu. Á þessari leið er farið um nýjar slóðir, gist á nýjum eða endurnýjuðum áningarstöðum og á vegi göngumanna verða fáséðar perlur sem munu koma mörgum á óvart. Gangan hefst hjá Rauðufossum skammt frá Landmannahelli og gengið er með Rauðufossafjöllum í Dalakofann. Úr Dala­ kofanum er gengið um fallegt en fáfarið fjalllendi að Fjallabaki með stefnu á Krók en þar hefur lítill skáli verið gerður upp. Frá Króki er gengið um gil og fjöll að Markarfljótsbrú við Mosa þar sem rúta bíður eftir hópnum. 17.-23.7. Kvennaferð um eyðibyggðir Jökulfjarða og Snæfjallastrandar 6654 Brottför auglýst síðar. 1207L09

Torfajökulssvæðið býr yfir miklum töfrum.

FG

Hópurinn hittist 17. júlí og sameinast í bíla. Ekið vestur í Unaðsdal að gistiheimilinu í Dalbæ þar sem hópurinn gistir fyrstu nóttina. Þar verður framreiddur kvöldmatur og síðan morgunmatur áður en lagt er af stað í gönguna daginn eftir. Gengið yfir Dalsheiði að Flæðareyri þar sem gist verður í húsi eða tjöldum. Á öðrum degi er gengið út Höfðaströnd og yfir Staðarheiði niður í Grunnavík, þar sem gist verður tvær nætur í Sútarbúðum, í húsi eða tjöldum að vali hvers og eins. Gengið á Maríuhornið og nágrenni Grunnavíkur skoðað. Á fjórða degi er gengið að Sandeyri og tjaldað þar. Þaðan er gengið í Unaðsdal og þar með er hringnum lokað. Síðustu nóttina er aftur gist í Dalbæ þar sem í boði verður sameiginlegur kvöldmatur fyrir hópinn. Daginn eftir gefst færi á að skoða nágrenni Dalbæjar áður en haldið er heim á leið. Fararstjórar Jóhanna Benediktsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir.

í dalinn, en tjöld og farangri verður trússað þangað á hestum. Eftir nætursvefn er göngu haldið áfram í gegnum kjarr og skóglendi, með jökulána á vinstri hönd og bratta hlíð til hægri. Gististaður næstu nótt er við Hildarsel í tjöldum eða í skálanum. Þaðan er gengið að Merkigili þar sem verður gist síðustu nóttina. Daginn eftir gengur hóp­ uri­ nn um Merkigilið að Keldulandi þangað sem hann verður sóttur. Áður en farið er í bílana verða stórviðburðir Sturlungu rifjað­ir upp.

18.-22.7. Laugavegurinn (5 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L10 Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 39.

24.-28.7. Hrafnfjörður (4 dagar) 6665 Brottför frá Ísafirði. 1207L14 Bækistöðvarferð þar sem gist er í tjaldbúðum í Hrafnfirði. Siglt inn Jökulfirði í Hrafnfjörð, þar sem reistar verða tjaldbúðir. Næstu fjórir dagar verða notaðir í dagsferðir um fjöll og firnindi Hornstranda.

18.-22.7. Austurdalur (5 dagar) 66654 T Brottför frá Varmahlíð kl. 12.00. 1207L11 Austurdalur í Skagafirði er einstaklega gróðursæll og fagur. Þar vex skógur á Íslandi í hvað mestri hæð yfir sjávarmáli. Allnokkur byggð var í dalnum á árum áður, en við andlát Helga Jónssonar bónda á Merkigili hvarf á braut síðasta sóknarbarn Ábæjarsóknar. Farið verður á eigin bílum í Varmahlíð þar sem rúta bíður hópsins og ekur að skálanum Grána þar sem verður gist. Frá Grána liggur leiðin um Lönguhlíð sem víða er kjarri vaxin. Tjaldað verður við Fossá þar sem hún fellur hvítfyssandi niður

19.-22.7. Sveinstindur - Skælingar (4 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L12 Sjá umfjöllun um Sveinstind Skælinga á bls. 38.

19.-22.7. Strútsstígur (4 dagar) 664 T Brottför kl. 8:30. 1207L13 Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 39.

25.-29.7. Laugavegurinn (5 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L15 Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 39. 26.-29.7. Sveinstindur - Skælingar (4 dagar)664 T Brottför kl. 08:30. 1207L16 Sjá umfjöllun um Sveinstind Skælinga á bls. 38.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 19 26.-30.7. Strútsstígur - Dalakofinn (5 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1207L17 Hin rómaða gönguleið um Strútsstíg er gengin að viðbættri göngu úr Hvanngili í Dalakofann. Nánari umfjöllun um Strútsstíg er á bls. 39. 26.–29.7. Lónsöræfi 664 Brottför frá Höfn í Hornafirði. 1207L18 Lónsöræfi eru afskekkt náttúruperla en náttúran þar er ægifögur og lætur engan ósnortinn. Þar eru fjöllin há og gilin djúp, líparítið mikið og litadýrðin ótrúleg. Ekið inn á Illakamb og gengið þaðan í Múlaskála þar sem verður dvalið. Þangað þarf að bera allan farangur. Farið í gönguferðir um nágrennið en þarna eru margir áhugaverðir staðir, meðal annars Kollumúli, Tröllakrókar, Ölkeldugil og Víði­ dalur. 2.-6.8. Sigluneshlíðar – Rauðisandur – Látrabjarg (5 dagar) 6665 T Brottför auglýst síðar. 1208L01 Ekið á eigin bílum vestur á Rauðasand og tjaldað á Melanesi til tveggja nátta. Daginn eftir er hópnum ekið frá Melanesi að Siglunesi. Þaðan er gengið með létta bakpoka um Siglunesskriður að Stálfjalli og námurnar þar skoðaðar, síðan haldið áfram um Skorarhlíðar í Melanes. Á þriðja degi er gengið vestur Rauðasand til Keflavíkur og tjaldað þar, en farangur fluttur á bíl að Naustabrekku. Úr Keflavík er gengið um Látraheiði, meðfram brúnum Látrabjargs út á Bjargtanga og síðan að tjaldsvæðinu á Brunnum. Þennan dag er farangri ekið frá Keflavík að Brunnum. Daginn eftir er hópurinn sóttur og ekið til baka að bílunum á Rauðasandi.

Fegurðin býr í bókum www.crymogea.is

á milli með öðrum hætti en almennt gerist. Nú förum við frá Akureyri til Reykjavíkur. Leiðin liggur um ýmsar þjóðleiðir, til dæmis um Nýjabæjarfjall, Skagfirðinga­ veg, Síldarmannagötur og Svínaskarð. Heildarlengd göngunnar er um 320 km. Farangur er trússaður en gist verður í tjöldum.

Komið í Skælinga.

VF

8.-12.8. Laugavegurinn (5 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1208L02 Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 39. 9.-12.8. Sveinstindur - Skælingar (4 dagar) 664 T Brottför kl. 08:30. 1208L03 Sjá umfjöllun um Sveinstind Skælinga á bls. 38.

9.-12.8. Strútsstígur (4 dagar) 664 T Brottför kl. 8:30. 1208L04 Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 39. 10.-12.8. Dalastígur (3 dagar) 6664 Brottför kl. 8:30. 1208L05 Dalastígur er ný og spennandi göngu­ leið þar sem gist er í skálum en gengið með farangur á bakinu. Á þessari leið er

Barónsstígur 27/101 Reykjavík (354) 511 0910

Ótrúlegar ferðasögur bb bbb

„Ótrúlegar ferðasögur og kraftmiklar ljósmyndir.“ mái, Morgunblaðið Einstakt samspil frásagna og áhrifa­ mikilla ljósmynda. Svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs.

farið um nýjar slóðir, gist á nýjum eða endurnýjuðum áningarstöðum og á vegi göngumanna verða fáséðar perlur sem munu koma mörgum á óvart. Gangan hefst hjá Rauðufossum skammt frá Landmannahelli og gengið er með Rauðu­ fossa­ fjöllum í Dalakofann. Úr Dala­ kofanum er gengið um fallegt en fáfarið fjalllendi að Fjallabaki með stefnu á Krók en þar hefur lítill skáli verið gerður upp. Frá Króki er gengið um gil og fjöll að Markarfljótsbrú við Mosa þar sem rúta bíður eftir hópnum.

Raðganga frá Akureyri til Reykjavíkur Raðgöngur eiga sér stóran aðdáenda­hóp. Það er skemmtileg tilfinning að eiga að baki langar leiðir og fara jafnvel landshluta

7.-10.7. Áfangi 1: Akureyri – Blöndulón, 4 dagar, um 100 km Ekið er frá Akureyri að Villingadal í Eyjafjarðarsveit þar sem gangan hefst. Lagt á Nýjabæjarfjall og gengið yfir að Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði og tjaldað þar. Frá Ábæ er farið á kláfi yfir AustariJökulsá og haldið yfir í Vesturdal. Þaðan er stefnan tekin upp á Eyvindarstaðaheiði og yfir að Blöndulóni. 28.-31.7. Áfangi 2: Blöndulón – Kalmans­tunga, 4 dagar, um 100 km Ferðin hefst við Blöndulón þar sem fyrsta áfanga lauk. Genginn verður hinn forni Skagfirðingavegur, yfir Stórasand og Arn­ ar­­ vatnsheiði og niður að Kalmans­ tungu. Áfangi 3: Dagleiðir ágúst – október 11.8. Kalmanstunga – Húsafell – Reyð­ar­ fell – Auðsstaðir, um 20 km. 25.8. Auðsstaðir – Búrfell – Brautartunga í Lundarreykjadal, um 20 km. 22.9. Brautartunga – Hádegishnjúkur – Fitjar í Skorradal – Botnsvogur í Botnsdal, um 20 km. 6.10. Botnsdalur – Brynjudalsvogur – Fossárdalur –Vindáshlíð - Svínaskarð, um 25 km. 20.10. Svínaskarð – Reykjavík, um 30 km. Hjólaferð.


20 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Helgarferðir IS

3.-5.2. Þorrablót í Básum 64 Brottför kl. 19:00. 1201H01 Þorrablót Útivistar verður haldið í Básum á Goðalandi og fer vel á því í landi goðanna. Á laugardeginum verða synir Þórs, þeir Magni og Móði, heimsóttir þar sem þeir standa keikir ofan við Bröttu­ fönn. Einnig verður boðið upp á styttri göngur. Um kvöldið verður hefðbundinn þorramatur á borðum, eins og vera ber. 25.-28.5. Söguferð á Njáluslóðir 664 Brottför kl. 19:00. 1205H01 Margir álíta að Brennu-Njálssaga sé magnaðasta bókmenntaverk þjóðarinnar. Upplifun af verkinu magnast enn frekar þegar vettvangur sögunnar er skoðaður, en í hvítasunnuferð Útivistar í ár er gengið og ekið um heimahérað þeirra Gunnars og Njáls og dregin upp mynd af atburðunum. Farið frá BSÍ kl. 19 á föstudagskvöldi og ekið að Smáratúni í Fljótshlíð og gist þar. Á laugardagsmorgni er ekið að Keldum á Rangárvöllum og gengið þaðan sunnan Knafahóla að Gunnarssteini á Rangár­ bökkum og þaðan áfram á Þríhyrning. Eftir göngu á fjallið sækir rútan hópinn, sem mun þá snúa aftur líkt og Gunnar forðum og halda að Hlíðarenda áður en farið er á gististað í Smáratúni. Á sunnudegi er haldið að Bergþórshvoli og þaðan inn Þórsmerkurveg. Áður en komið er í skála í Básum þar sem verður gist, getur verið gaman að velta fyrir sér búsetu Björns úr Mörk. Á mánudeginum gefst færi á léttri göngu um Goðaland áður en haldið er heim. Fararstjóri Jón Karl Helgason.

15.-17.6. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 17:00. 1206H01 Gengið í Fimmvörðuskála að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38. 22.-24.6. Jónsmessuganga yfir Fimmvörðuháls 6645 T Brottför kl. 17:00, 18:00 og 19:00, 1206H02 Sjá umfjöllun um Jónsmessugöngu á bls. 31. 29.6.-1.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 17:00. 1206H03 Gengið í Fimmvörðuskála að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38. 29.6.-1.7. Dalakofinn 64  Brottför kl. 19:00. 1207H01 Dalakofinn er einstaklega skemmtilega staðsettur í jaðri Torfajökulssvæðisins fyrir alla sem unna fallegri náttúru, enda þykir háhitasvæðið umhverfis Torfajökul eitt verðmætasta útivistarsvæði landsins. Farið verður í gönguferð á laugardeginum um þetta litríka svæði, en um kvöldið er í boði kraftmikil kjötsúpa af feitum sauð sem áður gekk um Rangárvallaafrétt. Á sunnudeginum verður farið í stutta göngu áður en haldið er heim á leið. 6.-8.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 17:00. 1207H02 Gengið í Fimmvörðuskála að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38.

Við hjá Esju Gæðafæði útbúum allan grillmat fyrir ferðalagið

Símar 567-6640 & 577-3300 - Fax 567-6614

Teygjuæfingar á Jónsmessunótt

14.-15.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 08:30. 1207H03 Farið af stað á laugardagsmorgni og gengið í Fimmvörðuskála. Sunnudagurinn tekinn snemma og gengið í Bása þar sem rúta bíður hópsins. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38. 20.-22.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 17:00. 1207H04 Gengið í Fimmvörðuskála að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38. 27.-29.7. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 17:00. 1207H05 Gengið í Fimmvörðuskála að kvöldi föstudags og gist þar. Á laugardegi er gengið í Bása þar sem gist er seinni nóttina. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38. 10.-12.8. Fjölskylduferð í Bása 64  Brottför kl 17:00. 1208H01 Þetta er helgin þegar Goðaland breytist í ævintýraheim barnanna. Börn á öllum aldri bregða á leik og njóta þess sem náttúran allt í kringum Bása býður upp á. 11.-12.8. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 08.30. 1208H02 Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi. Á sunnudegi er farið í létta göngu á Goðalandi áður en rútan flytur hópinn heim. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38. 11.-12.8. Tvídægra á tveimur dögum 66645 Brottför kl. 08:00. 1208H03 Ferð með allt á bakinu, gist í Húksheiðarskála sunnan Sléttafells eða tjöldum við skálann. Ferðin hefst við Fosssel upp af Hrútafirði og endar við Gils­bakka í Hvítársíðu. Gengið um heiða­ lönd á slóðum Heiðarvígasögu. Gömul þjóðleið sem oft var farin hér á öldum áður, en mjög fáfarin leið í seinni tíð. Vegalengd um 45 km.

IS

17.-19.8. Berja- og fjallaferð í Bjarkalund 65  Brottför auglýst síðar. 1208H04 Tilvalin fjölskylduferð. Á föstudagskvöldi er mætt í Bjarkalund, tjaldað og berjadollur gerðar klárar fyrir morgun­dag­ inn. Daginn eftir er skipt liði, gengið á Vaðalfjöll og/eða farið í berjamó. Um kvöldið er borðað saman og sultuuppskriftir ræddar. Sunnudagur - enn meiri berjatínsla og haldið heim síðdegis. 18.-19.8. Fimmvörðuháls 664 Brottför kl. 08.30. 1208H05 Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi. Á sunnudegi er farið í létta göngu á Goðalandi áður en rútan flytur hópinn heim. Sjá umfjöllun um Fimmvörðuháls á bls. 38. 14.-16.9. Grill og gaman í Básum 64 Brottför kl. 19:00. 1209H01 Haustið er góður tími til þess að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augun hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni þessarar ferðar, en grillveisla og varðeldur um kvöldið skipar ekki síður mikilvægan sess. 30.11.-2.12. Aðventuferð 64  Brottför kl. 19:00. 1211H01 Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun fyrir bæði börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar oft sínu fegursta og hlátur barnanna endurómar í fjöllunum. Einhverjar sögur fara af því að jóla­ sveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður brugðið upp jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku. 29.12.-1.1. Áramótaferð 64 Brottför kl. 08:30. 1212H01 Áramót í fögrum fjallasal eru engu lík. Fyrir marga eru áramót í Básum skemmtileg leið til að bregða út af föstum hefðum, en hefðir annarra felast einmitt í því að dvelja þar um áramótin. Hvort heldur á við þig er jafn víst að þú upplifir skemmtilega stund í Básum um áramót.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 21

Góður kostur á ferðalögum um Ísland

Ísafjörður

Kópasker

Siglufjörður

Ytra Lón Þórshöfn

Korpudalur Húsavík

Berg Ásbyrgi Árbót

Dalvík Bíldudalur

Sauðárkrókur

Broddanes

Mývatn

Ósar

Reykhólar

Húsey

Akureyri

Blönduós

Brjánslækur

Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður

Sæberg

Egilsstaðir

Reyðarfjörður

Búðardalur

Grundarfjörður

Berunes

Borgarnes Akranes Reykjavík

Vagnsstaðir

City Hostel

Eyrarbakki

Höfn

Árnes

Selfoss

Keflavík airport

Vatnajökull

Gullfoss/Geysir

Laugarvatn Downtown Hostel

Njarðvík

Djúpivogur

Langjökull

Hekla

Skaftafell

Gaulverjaskóli Fljótsdalur Hella Skógar

Vestmannaeyjar

Hvoll Kirkjubæjarklaustur

Mýrdalsjökull

Vík

36 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem gestir geta notað án endurgjalds.

Farfuglar

. 105 Kynntu þér34 málin á vefsíðu okkar www.hostel.is Sundlaugavegur Reykjavík . Sími 553 8110 Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is


22 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Jeppaferðir TB

7.-8.1. Þrettándaferð í Bása. Jeppa- og gönguskíðaferð 24 Brottför kl. 10:00 frá Hvolsvelli. 1201J01 Hvað er ævintýralegra fyrir fjölskylduna en að hefja ferðaárið í þrettándaferð í Goðaland? Básar íklæddir vetrarskrúða eru veisla fyrir augað. Ef snjóalög eru hagstæð er upplagt fyrir gönguskíðafólk að skella sér með og fara á skíðum frá StóruMörk inn í Bása, en jeppar flytji þá farangurinn í skála. Í Básum verður farið í léttar gönguferðir, slegið upp kvöldvöku og farið í blysför að brennunni. Flugeldasýningin fer eftir því hvað ferðalangar draga upp úr pússi sínu. Kröfur um búnað jeppa fara eftir færð og veðri. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. 18.-19.2. Strútur 2224 Brottför kl. 08:00. 1202J01 Dreymir jeppann um að komast í frábæra vetrarferð? Hvað um eigandann? Umhverfi Strúts á Mælifellssandi er drauma­ veröld fyrir vetrarferðamennsku jeppans, jeppamannsins og -konunnar. Snjóalög þar eru jafnan mikil, falleg fjöll og jarðhiti. Snemma á laugardagsmorgni verður lagt upp frá Reykjavík, stefnan tekin á Sólheimajökul og yfir Mýrdalsjökul í hinn glæsilega skála Strút þar sem verður gist. Heitur skáli og huggulegheit. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. 17.-18.3. Fimmvörðuháls 2224 Brottför kl. 08:00. 1203J01 Fimmvörðuháls er alltaf áskorun. Heillandi og hættulegur, notalegur og næðingssamur, auðveldur og ógn­ vekj­ andi! Allt í senn. Í ferð um Fimmvörðuháls þurfa menn að lesa í veður og færð. Farið verður á laugardagsmorgni að Skógum og ekið í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Eftir léttan hádegisverð verður ekið og gengið um nýju gosstöðvarnar. Magni og Móði verða skoðaðir og nýja hraunið kannað. Ekið að nýju í skála og notið góðrar kvöldstundar að hætti Útivistarfélaga. Á sunnudeginum verður ekið upp á Mýrdalsjökul og ef veður er gott farið niður norðan jökuls. Ferðinni lýkur á Hvolsvelli. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. 29.3.-1.4. Grímsfjall 2224 Brottför kl. 19:00. 1203J02 Ef til er goðsögn áfangastaða jeppamanna þá er það Grímsfjall og ekki að ósekju! Lagt af stað að kvöldi fimmtu­ dagsins upp í Jökulheima og gist þar. Á föstudagsmorgni er haldið á Grímsfjall. Gist í skálum Jöklarannsóknafélagsins á Grímsfjalli í tvær nætur og farið um áhugaverð svæði á jöklinum. Skálarnir bera smiðum sínum og umsjónarmönnum hið fegursta vitni. Að reisa afburðaskála á þessum stað á stærsta jökli Evrópu – það gera engir aukvisar! Frá Grímsfjalli sést til margra áhugaverðra staða; Bárðarbungu í

Bað í Hveragili er markmið margra jeppaferða á Vatnajökul BenH

Ísbrynjaður fjallajeppi.

FG

norðri, í norðaustri eru Kverkfjöll með öllum sínum leyndardómum og í suðri blasir Hvannadalshnúkur við. Nánari ferðaáætlun fer eftir veðri og aðstæðum á jöklinum. Aðeins fyrir mikið breytta og vel útbúna jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

18.4.-22.4. Töfrar Hofsjökuls 2224 Brottför kl. 19:00. 1204J01 Umhverfi Hofsjökuls er heillandi og spennandi fyrir vetrarferðir á jeppum. Lagt verður af stað á miðvikudagskvöldi, farið í Hólaskóg og gist þar. Á fimmtudagsmorgni verður ekið upp Kvíslarveituveg og síðan gömlu Sprengisandsleiðina í Laugafell. Ef veður og snjóalög leyfa verður komið við á Þjórsárjökli hjá rótum Arnarfells hins mikla. Á föstudagsmorgni verður farið að miðju Íslands við Illviðrahnjúka, áfram norður fyrir Hofsjökul um Ingólfsskála og Bláfell. Síðan verður stefnt á Ströngukvíslarskála á Eyvindarstaða­ heiði þar sem gist verður. Á laugardagsmorgni verður farið vestanmegin við jökulinn, sneitt upp í hann á kafla og stefnan tekin á Kerlingarfjöll. Gist verður í Setrinu, skála Ferðaklúbbsins 4x4. Á sunnudegi verður stefnan tekin á Nautöldu og þaðan til byggða yfir Sóleyjarvað á Þjórsá og hringnum þar með lokað. 3.-6.5. Vatnajökull 2224 Brottför kl. 08:00. 1205J01 Fimmtudagur - Grímsfjall, föstudagur Kverkfjöll, laugardagur - Jökulheimar. Ferðin hefst að morgni fimmtudags, ekið í Hrauneyjar og tankað, þaðan haldið í Jökulheima þar sem ferðin hefst fyrir

Fjallabak er ekki síður fagurt að vetri.

alvöru við rætur Tungnaárjökuls. Fjörutíu kílómetra inni á jöklinum eru töfraheimar Grímsvatna og á tindi einum stendur skáli Jöklarannsóknafélagsins þar sem gist verður fyrstu nóttina. Á föstudegi verður ekið í Kverkfjöll og jarðhitasvæðin í Hveradölum skoðuð ásamt því að farið verður í bað í hinu margrómaða Hveragili. Þar er aðeins baðfært að vetri til vegna þess að leysingavatnið kælir vatnið í baðhita. Dagurinn endar í Sigurðarskála. Á laugardeginum verður haldið upp Dyngju­jökul og með viðkomu á Grímsfjalli verður haldið í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Þar verður slegið upp kvöldvöku að hætti Útivistarmanna í nýuppgerðum skálanum. Sunnu­ dagur notaður til heimferðar hina hefðbundnu leið í Hrauneyjar þar sem ferðinni lýkur. Ferð fyrir mikið breytta og vel útbúna jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

4.-9.8. Töfraheimar Vatnajökuls: Öxi – Kverkfjöll 245 Brottför auglýst síðar. 1208J01 Við höldum áfram hringferð okkar umhverfis Vatnajökul og byrjum ferðina þar sem henni lauk árið 2011 á Öxi. Spennandi og fáfarnar leiðir þræddar á svæðinu frá Öxi og að Kverkfjöllum þar sem ferðinni lýkur. Nánari ferðalýsing birtist síðar á vef Útivistar. 14.-16.9. Vöð og vatnasull 2224 Brottför kl. 19:00. 1209JF01 Þrjú hjól undir bílnum (og þú í vöðlum eða þurrbúningi – í vesti!). Í þessari ferð verða ferðir frumkvöðlanna rifjaðar upp og vöð yfir stórfljótin könnuð. Einnig verður farið í gegnum helstu grunnatriði við akstur yfir ár. Ekið í Hólaskóg og gist

DB

þar. Við byrjum á að kíkja á Bjallavað. Allir í gallana og vaðið kannað. Það er ekkert hér-um-bil hérna! Tak vaðstaf þinn og gakk! Síðan verður hið sögufræga Hófs­ vað kannað og lagt að velli ef aðstæður leyfa. Einnig verða skoðaðar fleiri fornar leiðir yfir Tungnaá áður en haldið verður áfram för í skála Útivistar í Strút. Síðasta dag ferðarinnar verður þess freistað að sulla yfir Markarfljót og Krossá í Bása. Þátttakendur hafi með sér vöðlur (eða búning) og vaðprik. Ánægja af straumþungum vötnum og skemmtilegri vaðvinnu skilyrði! Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Fararstjóri Hlynur Snæland.

2.-4.11. Strútur 2224 Brottför kl. 19:00. 1211J01 Umhverfi Strúts á Mælifellssandi er draumaveröld fyrir vetrarferðamennsku. Hvar hefur vetrarsólin notið sín betur en á snæhvítum breiðum Mælifellssands? Snjóa­ lög þar eru jafnan mikil. Þar eru falleg fjöll og jarðhiti. Snemma á laugar­ dagsmorgni verður stefnan tekin á Sólheimajökul og yfir Mýrdalsjökul í Strút þar sem verður gist. Grill, góðmeti, gaman og gleði. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

Skyndiferðir: Drangajökull. Langjökull - gist í Gíslaskála. Dorgveiði á Arnarvatnsheiði – gist við Úlfs­vatn. Landmannalaugar. Fjallabak í júlí.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 23

Vandaður fatnaður fyrir útivistina!

l indUM / bíldshöfða / akUreyri / selfossi / www.intersport.is


24 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Hjólaferðir GWG

Hjólað á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann Yfir vetrartímann verður hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði aug­ lýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal á laugardögum kl. 10:00. Munið eftir nesti og viðgerðarsetti. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Vegalengd 25-40 km. Erfiðleikastig 1 hjól. Dagsetningar eru eftirfarandi: 14. janúar 11. febrúar 10. mars 14. apríl 13. október 10. nóvember 8. desember

Hjólað utan höfuðborgarsvæðisins yfir sumartímann Yfir sumartímann verður hjólað utan höfuð­ borgarsvæðisins. Ferðirnar eru ýmist dagsferðir, helgarferðir eða lengri ferðir. Dagsetningar og nánari upplýsingar eru eftirfarandi: 12.5. Reykjanes – dagsferð  Brottför kl. 10:00.

Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal kl. 10:00 eða á bensínstöðinni við Fitjar í Njarðvíkum þar sem lagt verður af stað kl. 11:00. Hjólað verður í gegnum Keflavík, út í Garð, Sandgerði og Stafnes, síðan eftir nýlegum vegi um Þórshöfn að Hafnarvegi og þaðan aftur að Fitjum. Munið eftir nesti og viðgerðarsetti. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald.

19.-20.5. Básar í Goðalandi – helgarferð   4 T Brottför kl. 09:00. Mæting við bensínstöð Olís í Norðlingaholti (við Rauðavatn). Ekið að StóruMörk og lagt af stað þaðan kl. 11:30. Hjólað í Bása og grillað um kvöldið. Daginn eftir verður hjólað til baka að StóruMörk. Farangur fluttur á milli staða. Munið eftir nesti og viðgerðarsetti. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en greiða þarf fyrir gistingu í skála. Þátttakendur deila með sér kostnaði við trúss og grill. 12.-19.6. Bæjaraland – Garmisch Partenkirchen – Bad Tölz – sumarleyfisferð   Flogið til München og hjólað um Bæjaraland í 6 daga. Leiðin liggur um stórbrotið landslag, meðfram fallegum vötnum og litlum bæjum í nágrenni Alpanna. Ferðin

Hjólað í Almannagjá.

GWG

er skipulögð af Bændaferðum fyrir Útivistarfélaga. Íslenskur fararstjóri. Tak­ mark­aður fjöldi.

14.-17.7. Hjólað um Snæfellsnes – sumarleyfisferð   5 Brottför kl. 08:00. Fyrsta daginn er hjólað frá Vegamótum að Arnarstapa. Frá Arnarstapa er farið að

Árlega fer Hjólaræktin í Bása.

GWG

Djúpalóni og Öndverðarnesi og endað á Hellissandi. Frá Hellissandi er hjólað í Berserkjahraun og loks á lokadegi ferðarinnar er hjólað til Stykkishólms og þaðan áfram að Vegamótum. Farangur fluttur á milli staða. Ekkert þátttökugjald, en þátttakendur deila með sér kostnaði við trúss. Allir velkomnir. Munið eftir viðgerðarsetti.

28.-29.7. Fjallabak – helgarferð   5 Brottför kl. 08:00. Þessi Fjallabaksferð hjólaræktarinnar hefst við Goðaland í Fljótshlíð. Þaðan verður hjóluð skemmtileg leið gegnum Þvergil og framhjá Krók. Hjólað í Hungurfit þar sem slegið verður upp tjöldum. Þaðan verður hjólað áfram vestur Fjallabak og framhjá Þríhyrningi niður að Goðalandi í Fljótshlíð. Farangur fluttur á milli staða. Ekkert þátttökugjald, en þátttakendur deila með sér kostnaði við trúss. Allir velkomnir. Munið eftir viðgerðarsetti. 11.8. Hjólað um Mýrar – dagsferð  Brottför kl. 09:00. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal kl. 9:00 eða við Geirabakarí (kaffihús) í Borgarnesi kl. 10:15. Hjólað um fáfarna vegi á Mýrum, vegi 537 og 540. Munið eftir nesti og viðgerðarsetti. Ekkert þátttökugjald. Allir velkomnir. 8.9. Hjólað um Þingvelli, Laugarvatn og Grímsnes – dagsferð  Brottför kl. 09:00. Mæting við bensínstöð Olís í Norðlingaholti (við Rauðavatn). Veður og vindar ráða leiðarvali. Hjólað um Þingvalla­ svæðið og/eða Laugarvatn og endað í Grímsnesinu þar sem hægt verður að komast í heitan pott og grilla. Ekkert þátttökugjald, en þátttakendur deila með sér kostnaði við grill. Allir velkomnir. Munið eftir nesti og viðgerðarsetti.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 25

Ísland á eigin Vegum sumarið 2012

Grímsey Raufarhöfn Kópasker

Ferry

Ísafjörður

Ferry

Drangjökull

Þórshöfn

Siglufjörður

Vigur

Ólafsfjörður

Húsavík Hrísey Ferry

Skagaströnd Drangsnes Patreksfjörður

Krafla

Hólmavík Brjánslækur

Látrabjarg Borgarfjörður eystri

Reykhólar

Ferry

Ferry

Seyðisfjörður Neskaupstaður

Króksfjarðarnes Stykkishólmur

Búðardalur

Staðarskáli Askja

Ólafsvík Reyðarfjörður

Snæfellsjökull

Hveravellir

Borgarnes

Höfn Flúðir

Álftavatn

Blue Lagoon

Hvanngil Emstrur

Ferry

EXPO • www.expo.is • REX2886

Kynntu þér möguleikana á www.re.is

á kortinu getur að líta víðfemt áætlunarnet reykjavik excursions - Kynnisferða ásamt tengingum við aðra landshluta.

Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík 580 5450 • main@re.is • www.re.is R O


26 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Útivistarræktin Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

BH

Útivistarræktin hefur verið við lýði um árabil og hefur mælst mjög vel fyrir. Gengið er tvisvar í viku og er þátttaka mjög góð. Með því að taka þátt í Útivistarræktinni fæst góð líkamsrækt og um leið hentugur undirbúningur fyrir krefjandi ferðir. Þá spillir ekki fyrir að þátttaka í Útivistarræktinni kostar ekkert og allir eru velkomnir. Á mánudögum er gengið um Elliðaárdalinn. Lagt er af stað kl. 18:00 frá Toppstöðinni (stóra brúna húsinu í Elliðaárdalnum, ekið frá Ártúnsbrekku). Á miðvikudögum er einnig gengið um Elliðaárdalinn, brottför frá sama stað og á mánudögum en nú kl. 18:30. Í miðviku­ dagsgöngunni er hins vegar farið hægar yfir. Frá apríl og fram í september breyt­ ast miðvikudagsgöngurnar með þeim hætti að þá er farið í göngur í nágrenni borgarinnar, en sameinast í bíla við Toppstöðina. Fararstjóri frá Útivist hefur umsjón með göngunni og velur leið hverju sinni. Sama gildir um þessar göngur og aðrar göngur Útivistarræktar­ innar að þátttaka kostar ekkert, að öðru leyti en því að farþegar í bílum taka þátt í eldsneytiskostnaði með framlagi til ökumanns. Þessar ferðir eru listaðar upp hér

11.4. Kjalarnes 6 Brottför kl. 18:30. Ekið að bílastæði sem er rétt áður en komið er að Hjassa, þar sem gangan hefst. Gengið að Prestatanga, inn í Nesvík og um Gullkistumýri. Þaðan er vegi fylgt að mestu til baka. Vegalengd 8-9 km. Hækkun engin.

18.4. Gullbringa við Krýsuvík 6 Brottför kl. 18:30. Ekið að suðurenda Kleifarvatns. Gangan hefst við skálana í Hverahlíð. Gengið verður norður fyrir Gullbringu, komið að munna Gullbringuhellis og þaðan haldið upp á fellið eftir hrygg úr austri. Vegalengd 9 km. Hækkun 200 m. 25.4. Flekkuvík 6 Brottför kl. 18:30. Ekið suður á Vatnsleysuströnd að Flekkuvík. Leitað að Flekkusteininum áður en gengið er út með ströndinni út á Keilisnes, allt út að Breiðufit og síðan til baka í gegnum hraunið. Vegalengd 6 km. Hækkun engin. 2.5. Kyllisfell 485 m 6 Brottför kl. 18:30. Ekið sem leið liggur upp á Hellisheiði og beygt til vinstri út á veginn að Ölkelduhálsi. Vegalengd 8 km. Hækkun 200 m. 9.5. Grænadyngja frá Djúpavatni 6 Brottför kl. 18:30. Haldið eftir Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Stuttu áður en komið er að Álverinu er beygt til vinstri við skilti þar sem meðal annars stendur Krýsuvík og haldið í átt að Vatnsskarði. Við skarðið er beygt til hægri inn á leiðina til Djúpavatns. Lagt af stað frá vatninu á fjallið og gengið um Sogaselsgíg til baka. Vegalengd 5 km. Hækkun 200 m.

Kvöldganga á Vífilfell

Eyrarfjall. Bílunum lagt sunnan við Sandhól. Gengið inn dalinn upp með Dælisá. Vegalengd 8-9 km. Hækkun óveruleg.

23.5. Helgufoss í Mosfellsdal 6 Brottför kl. 18:30. Ekið sem leið liggur upp í Mosfellsdal. Beygt til hægri inn á afleggjara rétt neðan við Gljúfrastein. Gengið upp með Köldu­ kvísl að Helgufossi. Umhverfi Helgufoss er náttúruperla sem er alltof fáum kunn, þar er meðal annars álfakirkja auk sels­ rústa og svitahofs frá ofanverðri síð­ ustu öld. Vegalengd 7 km. Hækkun óveru­leg.

16.5. Eilífsdalur 6 Brottför kl. 18:30. Ekið sem leið liggur inn Hvalfjörð, beygt inn í Miðdal og ekið austur fyrir

Buff ® er skrásett vörumerki Original BUFF, S.A. Spáni

IS

30.5. Æsustaðafjall 210 m 6 Brottför kl. 18:30. Ekið upp í Mosfellsdal og beygt til hægri við skilti sem á stendur Hlaðgerðarkot. Beygt fljótlega aftur til hægri inn á afleggjarann upp í Skamma­ dal. Lagt af stað frá rimlahliðinu í Skamma‑ skarði rétt hjá garðyrkjuskúrunum. Gengið eftir fjallinu endilöngu upp á Gildruás og til baka um Skammadal. Vegalengd 5 km. Hækkun 100 m. 6.6. Selfjall / Háafell í Hvalfirði 66 Brottför kl. 18:30. Ekið að Botnsskála í Hvalfirði þar sem gangan hefst með því að gengið er á Selfjall. Þaðan er gengið ofan Kiðadal yfir á Háafell. Vegalengd 8 km. Hækkun 400 m.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 27 5.9. Þingvellir 6 Brottför kl. 18:30. Ekið sem leið liggur til Þingvalla að bílastæði á móts við Stekkjargjá. Gengið þaðan eftir Skógarkotsvegi í Skógarkot. Vegalengd 5 km. Hækkun óveruleg.

13.6. Þríhnúkar 544 m Stóribolli 551 m 6 Brottför kl. 18:30. Ekið sem leið liggur upp í Bláfjöll að Grindaskörðum. Lagt er af stað upp Grindaskörð, gengið á Stórabolla og stefnan tekin í austur á Þríhnúka. Þríhnúkahellir er í austasta gígnum og er stærsti hraunhellir landsins. Sennilega er hann um 1000-2000 ára gömul eldkeila. Göngunni lýkur með því að halda í norðvestur niður þar sem heitir Kristjánsdala­ horn. Vegalengd 9 km. Hækkun 300 m. 20.6. Hvalhnúkur 6 Brottför kl. 18:30. Ekið til Bláfjalla að næstefsta bílastæðinu norðan við Strompa. Gengið yfir Strompa og áfram að Hvalhnúk. Vegalengd 10 km. Hækkun óveruleg. 27.6. Vífilsfell 655 m 66 Brottför kl. 18:30. Ekið eftir Suðurlandsvegi, beygt til hægri inn á afleggjara sem er rétt ofan við Sandskeið og ekið áfram að malarnámum við rætur fjallsins. Fjallið er nokkuð bratt en af toppnum er mjög gott útsýni. Vegalengd 7 km. Hækkun 450 m. 4.7. Geitafell 6 Brottför kl. 18:30. Ekið sem leið liggur austur í Þrengsli. Gangan hefst við Litla-Sandfell, gengið er þaðan að Geitafelli og farið upp norðvestanvert fjallið. Vegalengd 9 km. Hækkun 300 m.

GWG

12.9. Straumur – Lónakot 6 Brottför kl. 18:30. Ekið suður fyrir Straum. Straumur er ein stysta áin á Íslandi. Gengið með ströndinni út að Óttarsstöðum og Lónakoti þar sem eru tjarnir þeirrar náttúru að í þeim gætir flóðs og fjöru þó vatnið sé að mestu ferskvatn (ísalt). Síðan má lengja gönguna út að Markakletti og ganga gegnum hraunið til baka. Vegalengd 8 km. Hækkun engin.

Haldið eftir Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Stuttu áður en komið er að Álver­inu er beygt til vinstri við skilti þar sem meðal annars stendur Krýsuvík og hald­ ið þaðan í átt að Vatnsskarði. Við skarð­ið er beygt til hægri í átt að Djúpa‑ vatni. Þegar komið er á Norðlingasand er gengið þaðan á Hrúthólma og Máva­hlíðar. Vegalengd 6 km. Hækkun óveruleg.

19.9. Saurbær 6 Brottför kl. 18:30. Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi er næstelsta steinsteypta kirkja landsins. Gangan hefst við kirkjuna og í fyrstu er gengið meðfram ströndinni. Síðan er stefnan tekin á Tíðaskarð og gengið á Tíðaskarðshól. Þaðan er gengið til baka að bílunum. Vegalengd 6 km. Hækkun engin.

Á leið á Skálafell

22.8. Sandfell í Kjós 6 Brottför kl. 18:30. Ekið um Mosfellsdal í Kjósina og gengið á Sandfellið rétt sunnan við bæinn Vindás. Vegalengd 5 km. Hækkun 340 m. 29.8. Mávahlíðar 6 Brottför kl. 18:30.

„Þessi bók er eins og vel hlaðin varða og mun standa um aldir.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og göngugarpur

„Ómetanleg bók sem mun nýtast jafnt fræðimönnum sem göngufólki..“ Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður fornleifaverndar ríkisins

„Bókin Þúsund og ein þjóðleið er merkileg bók og mikilsvert framlag Jónasar Kristjánssonar til verndar þekktum þjóðleiðum á Íslandi“ Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga

11.7. Skeggi 66 Brottför kl. 18:30. Ekið eftir Nesjavallavegi. Lagt af stað í gönguna ofarlega í Dyrafjöllum, við tankinn sem er hjá veginum til Nesjavalla. Farið um Háhrygg og þaðan á Skeggja. Vegalengd um 10 km. Hækkun 400 m. 18.7. Skálafell við Mosfellsheiði 774 m 6 Brottför kl. 18:30. Ekið í gegnum Mosfellsdal að bílastæði við skíðaskálann og gengið þaðan á fjallið. Uppgangan er jafnt og þétt á fótinn en verðlaunin bíða þegar upp er komið því útsýni er fallegt til allra átta. Vegalengd 5 km. Hækkun 350 m. 25.7. Meðalfell í Kjós 6 Brottför kl. 18:30. Ekið sem leið liggur inn Hvalfjörðinn að Meðalfellsvatni. Gangan hefst við Eyrartjörn austan við Meðalfellið. Gengið verður upp Klauf, eftir Meðalfellsöxl og svo hring á Meðalfellinu. Vegalengd 8 km. Hækkun 300 m. 1.8. Helgufoss - Borgarhólar 6 Brottför kl. 18:30. Ekið Mosfellsheiðarveginn upp að Bringum. Gengið fram hjá rústum af býlinu Bringur og þaðan niður að Helgufossi. Áfram gengið upp á Háamel og inn í Borgarhólana. Velja má leið til baka fram hjá Geldingatjörn. Vegalengd 12 km. Hækkun 300 m. 8.8. Markhella 6 Brottför kl. 18:30. Ekið er í átt að Kleifarvatni og áður en komið er að Vatnsskarði er beygt til hægri í átt að Hrútagjá. Þaðan er gengið í norðvestur að Markhellu. Markhellan er á landamerkjum Krýsuvíkur, Óttarsstaða og Hvassahrauns. Ef vel er að gáð sést áletrun á klöppinni. Vegalengd 8 km. Hækkun óveruleg. 15.8. Melahnúkur 6 Brottför kl. 18:30. Ekið er eftir Vesturlandsvegi að Blikdal. Gengið er upp Tindstaðafjall og á Melahnúk. Vegalengd 8,5 km. Hækkun 500 m.

Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í þessari einstöku bók. Yfir eittþúsund göngu- og reiðleiðum er lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Þessi útgáfa er viðburður í íslenskri bókaútgáfu. - Kjörgripur fyrir alla þá sem ferðast og unna náttúru landsins.

„Sú bók sem hér kemur út markar kaflaskil í leiðsögn um landið okkar.“ Ólafur Örn Haraldsson, forseti ferðafélags Íslands

Vesturgata 19 | 101 Reykjavík | www.sogurutgafa.is | 557-3100

Stafrænn diskur fylgir sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki og tölvur.


28 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Básar á Goðalandi Það er gjarnan sagt að í Básum slái hjarta Útivistar. Fljótlega eftir stofnun félagsins var hafist handa við uppbyggingu þar og er óhætt að segja að margir félagsmenn í Útivist hafi lagt mikið á sig til að skapa þá paradís sem Básar eru í dag. Skálar og öll aðstaða er eins og best verður á kosið, en fellur um leið vel inn í það einstaka umhverfi sem þarna er. Gott tjaldsvæði er í Básum og er það hið allra vinsælasta á Þórsmerkursvæðinu. Umhverfið einkennist af náttúrulegum birki­ skógi, djúpum giljum og bröttum fjöllum í skjóli jökla. Veðursældin er víðfræg þar sem jöklarnir veita skjól fyrir suð­lægum áttum, þar er iðulega logn og gott veður þó slagviðri sé úti við ströndina. Í huga margra er ferð í Bása ómissandi þáttur sumarsins. Á laugardagskvöldum kveikja skála­ verðir varðeld og er þá jafnan stutt í söng og gítarspil. Goðalandið býður upp á ótal möguleika til gönguferða við allra hæfi. Þeir sem eru að ljúka

Kvöldvaka hjá kátum hóp.

Laugavegsgöngu geta fullkomnað ferðina með því að eiga hér góða stund á þessum einstaka stað og ganga yfir Fimmvörðuháls er ekki fullkomnuð fyrr en eftir nótt í Básum.

Akstursleiðir Þegar ekið er í Bása er beygt út af hringveginum rétt austan Markarfljóts inn á veg 249 sem breytist við Stóru-Mörk í F249 Þórsmerkurveg. Þeim vegarslóða

GSG

GWG

er fylgt inn fyrir Álfakirkju þar sem skálarnir í Básum á Goðalandi standa. Á þessari leið er yfir nokkrar jökulár að fara og er aðeins fært jeppum og stærri bílum. Í vatnavöxtum geta þessar ár verið varasamar og er þá rétt að afla sér upplýsinga hjá kunnugum áður en haldið er af stað. Skálaverðir í Básum geta jafnan veitt upplýsingar um ástand veg­ arins, svo og skrifstofa Útivistar.

Á Goðalandi skiptast á há fjöll og djúp gil.

BG

Horft niður í Bása úr hlíðum Réttarfells.

VF


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 29 Tindfjallajökull

Þríhyrningur Hraun

261

Þórólfsfell

F261

Markarfljót Þórsmörk Básar

F249

Goðaland

249

Eyjafjallajökull

Seljalandsfoss

Fimmvörðuháls Mýrdalsjökull

Núpsheiði

1

Steinafjall

Skógar

0

10 km

Varðeldur er hluti af sumarstemmingu í Básum.

Gönguleiðir Básahringurinn er þægileg og vinsæl gönguleið sem hentar göngumönnum á öllum aldri. Þá er gengið inn Básagilið innan við skálana, hring í kringum Bólhöfuð sem rís yfir skálasvæðinu og er það 1-2 tíma rólegur gangur. Austan Bólhöfuðs er Stráka­ gil og er skemmtilegt að ganga inn gilið. Fyrir þá sem hyggja á fjallgöngur má fyrst nefna Réttarfell, en á tindi þess hefur Útivist komið fyrir útsýnisskífu. Hæsta fjallið á Goðalandi er Útigönguhöfði og þaðan er mikið og gott útsýni. Eftir gosið á Fimmvörðuhálsi árið 2010 er vinsælt að ganga frá Básum að gosstöðvunum og tekur góð skoðunarferð þangað um 6-7 tíma fram og til baka. Of langt mál er að telja hér upp alla möguleika á gönguferðum út frá Básum en hægt er að kaupa gott göngukort hjá skálavörðum og á skrifstofu Útivistar. Gistiaðstaða Í Básum eru tveir skálar sem taka 60 og 23 í gistingu. Í stærri skálanum eru tveir svefnsalir þar sem stúkað er af með þiljum á milli svefnrýma. Eldhús og rúm­ góður borðsalur eru í sérstakri álmu. Í minni skálanum er sameiginlegt svefnrými og borð­salur, en ágætt eldhús er stúkað af. Olíukynding er í báðum skál­ unum og gashellur til eldunar, auk alls borðbúnaðar og eldunar­áhalda. Á sumrin er rennandi kalt vatn í skálunum og á salernum og heitar sturtur í aðskildum húsum. Lítil vatnsaflsstöð sér skálunum fyrir rafmagni sem dugar til lýsingar en engir tenglar eru í skálunum til almennra nota. Stórt tjaldsvæði er í Básum og salerni víðsvegar um svæðið auk þess sem

IS

tjaldgestir hafa aðgang að sturtum. Félagar í Útivist þurfa ekki að greiða fyrir gistingu á tjald­svæðinu. Skálavörður er í Básum frá byrjun maí og fram í miðjan október. Staðsetningarhnit Bása er N63°40,559/V19°29,014.

Leiðsögn Útivist getur boðið gönguhópum upp á leiðsögn og fararstjórn um nágrenni Bása til lengri og skemmri ferða. Hafið samband við skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða sendið tölvupóst á utivist@utivist.is.

www.facebook.com/utivist

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA

DeKK SeM Þú geTUR TReyST! AMeRÍSKU JeppADeKKiN FRá MicKey THoMpSoN eRU eNDiNgARgÓÐ og HAFA eiNSTAKA AKSTURSeigiNLeiKA. TiL Í STæRÐUM FRá 32-46” – eRU úRvALS HeiLSáRSDeKK og HeNTA veL FyRiR MÍKRÓSKURÐ og NegLiNgU. Frá árinu 1963 hefur Mickey Thompson verið leiðandi meðal framleiðenda á jeppadekkjum fyrir akstur utan vega jafnt sem á malbikinu. Rætur fyrirtækisins liggja í akstursíþróttum þar sem áreiðanleiki og gæði geta ráðið úrslitum.

568 2020 SÍMi

RAUÐHeLLU 11 HFJ

DUggUvogi 10 RvK

HJALLAHRAUNi 4 HFJ

AUSTURvegi 52 SeLFoSS

piTSTop.iS www


30 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Fimmvörðuskáli Á hæsta hrygg Fimmvörðuháls stendur hlýlegur skáli í rétt um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Þegar talað er um fjalla­ skála eru ekki margir skálar sem standa eins vel undir því nafni og þessi fallegi skáli sem reistur var á grunni skála sem frumkvöðlarnir í félagsskapnum Fjallamenn reistu á sínum tíma. Skálinn hefur verið mörgum göngumanninum gott skjól og fyrir tilstilli hans er hægt að skipta gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls í tvær þægilegar dagleiðir. Veður getur breyst snögglega á Fimmvörðuhálsi jafnt sumar sem vetur og því eykur skálinn verulega öryggi göngumanna.

Akstursleiðir Upphaf og endir gönguleiðar­ innar yfir Fimmvörðuháls er við Skóga og í Básum á Goðalandi. Þeir sem hyggjast hefja göngu 12/12/06 5:09 PM Page 1 sína við Skóga aka hringveginn (1) að Skógum og að tjald-

FG

Tindfjallajökull

Þríhyrningur Hraun

261

Þórólfsfell

F261

Markarfljót Þórsmörk Básar

F249

Goðaland

249

Eyjafjallajökull

Seljalandsfoss

Fimmvörðuháls Mýrdalsjökull

Núpsheiði

1

Steinafjall

Skógar

0

10 km

Við eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi

svæðinu við Skógafoss. Þegar ekið er í Bása er hins vegar beygt út af hringveginum rétt austan Markarfljóts veg 249 sem breytist við Stóru-Mörk í F249 Þórsmerkurveg. Þeim vegslóða er fylgt inn fyrir Álfakirkju þar sem skálarnir í Básum á Goðalandi standa. Á þessari leið er yfir nokkrar jökulár að fara og er

Leigi út hópferðabíla af öllum stærðum, einnig hálendisbíla Sæmundur Sigmundsson Kveldúlfsgötu 17 - Borgarnesi Símar í Borgarnesi 437 1333 - 437 1373 Fax 437 2373 Símar í Reykjavík 566 7833 - 552 2202 Fax 566 7933

FG

leiðin aðeins fær jeppum og stærri bílum. Í vatnavöxtum geta þessar ár verið varasamar og er rétt að afla sér upplýsinga hjá kunnugum. Skálaverðir í Básum geta jafnan veitt upplýsingar um ástand vegarins, svo og skrifstofa Útivistar. Vegslóði liggur frá Skógum og áleiðis upp á Fimmvörðuháls en sá vegur er sem stendur lokaður fyrir almennri umferð.

Gönguleiðir Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst við Skógafoss og liggur upp með ánni fyrir ofan fossinn. Fjöldi fallegra fossa er á leiðinni. Ofarlega liggur leiðin yfir ána á göngubrú, en eftir að komið er yfir göngubrúna er um tvær leiðir að velja. Annars vegar er nýlega stikuð leið sem liggur að vestari Skógaá og fylgir henni upp á hrygginn vestan við skálann, rétt við hinar eiginlegu Fimmvörður. Þessi leið opnar sýn á fallega fossa sem að öðrum kosti fara framhjá göngumönnum. Hins vegar er hægt að fylgja vegslóðanum að Baldvinsskála og þar áfram um skarð rétt austan við Fimmvörðuskála. Leið­irn­ar liggja síðan sitthvoru megin við Miðsker en sameinast við gosstöðvarnar frá 2010. Stikuð leið liggur í gegnum gosstöðvarnar og er mikilvægt að fylgja henni því bæði getur leynst mikill hiti rétt undir yfirborðinu á þessum slóðum og einnig er hraunið frá 2010 mjög ógreiðfært. Þá liggur leiðin yfir Bröttufönn og niður á


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 31 Heljar­ kamb en norðan hans tekur Morinsheiði við. Við Heiðarhorn er gengið niður af Morinsheiði á Foldir og þar áfram yfir Kattarhryggi. Greinileg slóð leiðir svo göngumenn niður í Strákagil rétt innan við skálana í Básum á Goðalandi. Athugið að veður á Fimmvörðuhálsi getur verið viðsjárvert og oft talsvert ólíkt því sem er við upphaf gönguleiðarinnar. Nauð­ synlegt er að hafa meðferðis góðan hlífðarfatnað og nesti. Einn er nauðsynlegt að í hverjum gönguhóp sé einhver sem kann á áttavita og er með slíkt tæki meðferðis.

Um skálann Fimmvörðuskáli tekur 20 manns í gistingu, 16 manns í 8 kojur (ein og hálf breidd) og 4 á svefnloft. Skálinn er kyntur með olíuofni og í honum eru gashellur, eldunaraðstaða og borðsalur. Einnig allur borðbúnaður og eldunar­ áhöld. Yfir sumartímann er varsla í skálanum. Ekki er heppilegt að tjalda við skálann, enda stendur skálinn á hæsta hrygg leiðar­ innar í hrjóstugu umhverfi. Salern­is­­mál skálans eru með nokkuð sérstökum hætti vegna þess að útilokað er að koma fyrir rotþró og ferðamenn eru beðnir um að fara að þeim reglum sem

upp eru settar. Þá er ekki rennandi vatn í skálanum og síðari hluta sumars getur verið erfitt að taka snjó til bræðslu. Staðsetningarhnit skálans eru N 63° 37.320 / V 18° 27.093

Með þjóðinni á Þingvöllum

Leiðsögn Við getum boðið gönguhópum upp á leiðsögn og fararstjórn yfir Fimmvörðuháls. Hafið samband við skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða sendið tölvupóst á utivist@utivist.is.

Jónsmessuhátíð Útivistar – ganga og hlaup Jónsmessuganga Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og tilvalið að byrja göngusumarið með Útivist á Jónsmessu. Lagt er af stað frá Reykjavík á þremur mismunandi tímasetning­ um á föstudagskvöldi og gengið yfir hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir. Fimmvörðuhálshlaup Fimmvörðuhálshlaup Útivistar fer fram samhliða Jónsmessuhátíð­inni. Hlaupið er ræst kl. 12 á laug­ar­ deginum (23. júní) og er hlaupið í slóð göngumanna sem gengu yfir hálsinn um nóttina. Leiðin liggur eftir hinni sígildu gönguleið meðfram Skógaá upp að vaði, þaðan nýstikaða göngu­

leið með vestari kvísl árinnar og um hæsta hrygg leiðarinnar skammt vestan við skála Útivistar. Þaðan er nýju leiðinni fylgt áfram uns hún sameinast hinni eldri þar sem farið er inn á nýja hraunið. Hlaupið verður í gegnum eldstöðvarnar þar sem Magni og Móði rísa og eftir brún gígsins við Magna. Handan eldstöðvanna er farið niður Bröttufönn, yfir Heljar­ kamb og Morinsheiði, um Foldir og Kattarhryggi og endað á sléttlendinu í Básum á Goðalandi. Boðið er upp á rútuferðir og fer rúta frá BSÍ kl. 9:00 og frá Hvolsvelli kl. 10:30 á laugardagsmorgun. Ekið er að Skógum þar sem hlaupið er ræst. Verðlauna­af­hend­ing fer fram að hlaupi loknu. Um kvöldið er grillveisla, varðeldur og gleði að hætti Útivistar. Góð tjaldsvæði eru í Bás­ um. Á sunnudeg­in­um fara rútur úr Básum til Reykja­víkur upp úr hádegi. Þeir sem þess óska geta fengið akstur úr Básum á Hvolsvöll að lokinni verðlauna­ afhendingu. Nánara fyrirkomulag hlaupsins verð­ur auglýst á vef Útivistar www.utivist.is og á vefn­um www.hlaup.is.

Saga – náttúra – útivist Þingvellir eru áfram þögulir í hógværð sinni á mörkum byggðar og öræfa og geyma sögu þjóðarinnar, mestu sigra hennar, dýpstu niðurlæginguna, stærstu gleðistundirnar. Þangað leita skáld til að yrkja og mála og vísindamenn til að sannreyna furður veraldar. Þangað er þjóðinni og þjóðum öllum boðið að koma, hallast að dökkum hamraveggjum, spegla sig í lygnum hyljum, teyga að sér ilman lyngsins, næra og styrkja sál og líkama, sameinast náttúru og sögu.

Göngu- og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

Þingvellir, þjóðgarður og heimsmynjar er alhliða ferðahandbók sem jafnframt rekur sögu Þingvalla og er ríkulega myndskreytt. Gönguleiðakort fylgir. A 6C 9D<

Á fætur

í Fjarðabyggð 23. - 30. júní 2012

ÍSLENSKA SIA.IS FJA 57429 11.2011

Drífðu þig á fætur og taktu þátt í frábærri dagskrá fyrir alla fjölskylduna Í gönguvikunni verður boðið upp á margvíslega afþreyingu: fjöllin fimm, fjölskylduferðir, náttúrunámskeið, fjöruferð, söguferðir, grill, kvöldvökur á hverju kvöldi og margt fleira. Gengið verður á Barðsneshorn, Harðskafa, á Snæfugl, í Vöðlavík, Hrævarskörð og fleiri spennandi staði. www.fjardabyggd.is

'* -

à >C< K: AA>

G ! Ã?Ó

Á< 6G

ÁJ G  D<

=: >B HB

g[dhh#

'*.

>C? 6G

mur nn ig ke í ví n. Ei r er ef tir t Ö xa rá GÌ gf ússona t brey tis ÖGyM6 7AÓ Á ablik á nýársnót asaf ni Sigf úsar Si < D C KÏ t augn óðsagn eit þj Í . að blóð Sagt er ey tist í árshú n br lli á ný fy rir að Þi ng ve honvökt u á i saga : kt i með fa ra nd presta r eld ri va nn að tveir ha sá ð k vi En Tó o nn. ba r sv æðuna. i klerki án ni öldu m a nýársr ti yngr Fy rr á vatn i úr r að rit tti þy rs i ha na yngr i fó m iðnæ ha nn að og fyllt Um sá ni nótt. Sá r. i án ga nn r á he an að af þrey in það va ha na of að súpa um til p með fa nn að æt laði og hljó þv í og na frá ga r ha nn flösk u ha nn á settu ha . En þe ak kaði nn i og va r p heim inu. Sm r. En þá og hljó nn úr he tn tu gi va in be á n lm um r va r sig en ir nú he töluðu ví nl itu hressa kk u þe mjög og þeir að ka n. Dru ust þeir it að va a æt luðu besta ví undr uð þess he lít in n tím ðið í . Þetta ku rin n sér. Ef tir sk un ni r lík a or gr i kler va flö t í yn m tn tó þá tu s va rengdi eð og sá t að vatn St einungi m yn r. re tu nn i fð n m og af ót t og hi ha nn ha klerku rin það fra nýársn – þega r i ungi i næstu ársnót t vatn ið tti fyllt og va kt aðra ný m iðnæ ir lit u á ti ha nn þe um en er u að tta En nd með. ust um án ni. Þe mu stu rð im sö fæ he p Á nn stað. og hljó í og sa henn i á sa ma gðu að þeir á þv i úr án ni is en hu ögðuðu a af vatn br síð un af ig sk na flö . Ei nn þeir ha ð blóðlit . Settu tn i. ha fði þa sk un ni ð að va blóð í flö þá blóðið orði Þetta nú va r va r von. . Va r dm va rla u síðar rir myn þessi se sköm m n ha fa fy um tá kn r sé þótti ái t eða fá rt þeir ge llu m og blóði eit tu vö að gá ng ði Þi ein s. 30 0.) að ái n yr t str íð á Enga gr bl ú . ug tr (IV óð rið nga. va rð bl síðan ve i Íslendi su mar fir það á alþi ng Enda he al l yrði að það. man nf lik áður augnab ymVg{

A:> Á>G

=dg[iVj

HJÁ

hijgWV`

`VÃ^c\

kVaaVkV

ich#

@>CC CH76@

sins, þj

óðga rð

in n er u be smörki nlega ns. Vita

aóðga rð sbak ka >¶K6I um vatn an vatn in na n þj líf i, og í ra su nn JG=AJI vatns er

ar an af kí lómet ng va lla llað fram sa , kv ik hlut i Þi til fjóra tnsmas tn er fja ti ha ns er Nyrst i um tvo va llava en nt va lu vatn ið ilja í tv m Þi ng suðu rh lína yf ir ft að sk hér feitllaðu r k lög. U u tö hæ ka er rs un er sé ns r ra ta lda m hé er ek ki ðu rh lu vatns gi sins se ef ni su ng va lla óðga rð . tns. Örn undsv ið Þi hlut i þj væðu m n fram 1) og va bók. Sá göng us (nr. 36 vogu rin þessar i gi Þi ng i vega r lfra og a öðru m ill Si yr m n he voru en á ái r, er gj d (sjá m áður la nd ið u sem til öl na se . þa r in 18 ki lg þa á ek ar ng he seint sið r hólm m ne gi letr uð en á mörku m þi nu ar er ru ir u ara fjölm skjá lftaham fö stan Le Vestast, ana. Nú m ja rð torfa. Au t yf ir nesið of i er Leir í ka f í er Kúa an henn , en þau fóru tað til lm in n gu r þver nd ið no ar ærst i hó , sem lig ar va r la va llastað 5). Syðsti og st laði nn ga rður , hagað st um rs in na rð 12 nh sem an í þjóðga sát bls. 124– Naf nið og stei ss. Hér nd in n og þa r ag i. i not þe ðast i bó ga rðinum aga upp La mbh nna fy rr sögu . Sí ttað að fa til ky La mbh gja sína ha fa dy vert, ge vatn vega r á nefn i se tnskot i, mun á ör ns út hi a og st ar er u m og ka rg l búsk ap mon í Va rnót tu m. Nú st undu að sil fu ur in n Sí vo löng um irr i von lei ksmað yf ir la mbá m á standa um í þe eit. ns a. Þeir m öngl herlegh börn ha ir margr og möðkuðu n og pa þau að ey rin st gl ði ko gs m t til að ha ldsvei rð s er vo , flugu gi nnas llavatn u er ha spúnum nna láti Þi ng va t vatn in flötin n ð di rdjúpa urst rönd ni. Næs og hólu m. Ví úa r un rönd in eð norð andi íb ol lu m fy rir st ki nn m nb ar ak au sb lm hr í Vatn ar og hó ar bi rk ikja rr ng ta og of smánes opið en og la nd troðin n,

Sigrúnu Helgadóttur er einkar lagið að lýsa íslenskum náttúruperlum og opna fyrir löndum sínum. Virðing hennar fyrir landinu og gæðum þess litar allt sem hún skrifar. Sigrún fékk Fræðiritaverðlaun Hagþenkis 2009 fyrir bók sína um Jökulsárgljúfur, sem jafnframt var sú fyrsta í ritröðinni Friðlýst svæði á Íslandi.

Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is


32 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Strútsskáli Strútslaug þar sem margur ferðalangur hefur notið þess að finna þreytuna líða úr líkamanum í dásamlegu fjallabaði. Hér má upp­ lifa hálendiskyrrðina í sinni tærustu mynd.

Loðmundur

Rauðufossafjöll

Hekla

Hrafntinnusker Laufafell

Torfajökull

F210

Strútur

F210 Mælifellssandur

Tindfjallajökull Hraun

F210

F261

261

Markarfljót

Þórsmörk

Mýrdalsjökull

F232

Eyjafjallajökull Fimmvörðuháls 1

1 Skógar

Sk

óg asa n

Hafursey

du r

Mýrdalssandur Vík

ingu og er í honum eldunaraðstaða og borðsalur. Olíu­ kynd­ ing er í skálanum og gashell­ur, auk alls borðbúnaðar og eldunar­ áhalda. Á sumrin er rennandi kalt vatn, salerni og sturta. Gott tjaldsvæði er við skálann og hafa tjaldgestir aðgang að salernum og sturtu. Skálavörður er frá byrjun júlí og fram í miðjan ágúst. Staðsetningarhnit skálans eru N 63° 50.330 / V 18° 58.477

Real Turmat orkumikill og bragðgóður ferðamatur Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin velur Real Turmat

Heildsölubirgðir: www.lindsay.is

Landmannalaugar

aftá

Um skálann Strútsskáli tekur 26 manns í gist­

Búrfell

Sk

Gönguleiðir Frá skálanum við Strút má velja um fjölda áhugaverðra gönguferða við allra hæfi. Margir sem heimsækja skálann ganga að Strútslaug og upplifa þar gott bað í náttúrulegu umhverfi. Ganga inn Krókagil svíkur engan náttúruunnanda og fyrir þá sem vilja ganga á fjöll eru Torfajökull, Strútur og Mælifell allt áhugaverðir kostir í næsta nágrenni. Hægt er að kaupa göngukort hjá skála­ vörð­ um og á skrifstofu Útivistar.

Þjórsá

Valafell

Hólmsá

Akstursleiðir Að Strútsskála er ekið um Mæli­ fellssand á Fjallabaksleið syðri (F210) og beygt til norðurs við Mælifell. Staðsetningarhnit gatna­ mótanna eru N 63°48.023 / V 18°57.351. Innkoma inn á þann veg úr vestri er annars vegar upp úr Fljótshlíð og um Emstruleið (F261) eða frá Keldum upp með Rangárbotnum og hjá Álftavatni (F210). Úr austri er algengt að ekin sé Öldufellsleið sunnan Skaft­ár­tungu (F232). Þessir vegir eru færir öllum jeppum að sumarlagi, en aka þarf yfir ár á leiðinni.

tn vö ði i Ve

Krókslón

dg já

svo heillandi. Torfajökull stendur rétt norður af skálanum, í austri er fjallið Strútur og nokkru fjær blasir við hið formfagra Mælifell. Héðan er nokkurra kílómetra gangur að

El

Í fallegu dalverpi inn af Mælifellssandi stendur Strútsskáli. Skálinn er vel staðsettur á miðju Fjalla­ baki umkringdur því fallega lands­lagi sem gerir þetta svæði

FG

Hjörleifshöfði

Leiðsögn Við getum boðið gönguhópum upp á leiðsögn og fararstjórn um nágrenni skálans til lengri og skemmri ferða. Hafið samband við skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða sendið tölvupóst á utivist@utivist.is.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 33

Það borgar sig að vera félagi Það borgar sig að vera félagi í Útivist því ýmis hlunnindi fylgja félagsaðild. Félagsmenn fá góðan afslátt af gistingu í skálum félagsins þar sem félagsmenn borga aðeins 2.100 kr. fyrir nóttina meðan aðrir borga 3.600 kr. (að viðbættum gistináttaskatti). Einnig er umtalsverður afsláttur fyrir félagsmenn í allar ferðir á vegum félagsins. Félagsaðild opnar aðgang að fjölbreyttu og þróttmiklu innra starfi félagsins. Kjör félagsmanns gilda einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri. Auk þess bjóða ýmis fyrirtæki góðan afslátt af vörum og þjónustu fyrir félagsmenn Útivistar eins og fram kemur hér til neðan.

Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð fyrsta bókin um þjóðgarðinn Handbókin sem taka á með í ferðalagið! Bókin gerir á hnitmiðaðan hátt grein fyrir furðum garðsins, glæsileika og fjölbreyttu náttúrufari. Hún leiðir ferðamanninn um þjóðgarðinn til upplýsingar og fróðleiks á ljósan og aðgengilegan hátt í byggð sem óbyggð. Fæst á íslensku, ensku og þýsku í öllum helstu bókabúðum og www.vinirvatnajökuls.is

Útivistarfélagar fá afslátt hjá eftirtöldum fyrirtækjum: 10% staðgreiðsluafsláttur

Arctic Trucks

10% staðgreiðsluafsláttur

AMG Aukaraf

10% afsláttur af Magellan GPS og ICOM fjarskiptatækjum ásamt 10% afslætti á ísetningum í bíla

Bílabúð Benna

10% afsláttur af öllum vara- og aukahlutum gegn staðgreiðslu

Dikta

15% afsláttur af slides og s/h framköllun og stafrænum stækkunum eftir stafrænum gögnum

Ellingsen

10% staðgreiðsluafsláttur

Everest

10% staðgreiðsluafsláttur

Fjallakofinn

10% staðgreiðsluafsláttur

Kynnisferðir

10% afsláttur af áætlunarferðum

Ljósmyndavörur

10% staðgreiðsluafsláttur af framköllun

N1 búðin

10-15% afsláttur, mismunandi eftir vöruflokkum. 10% afsláttur af vinnu við tækjaísetningu

Sportbúðin

10% staðgreiðsluafsláttur og 5% afsláttur ef greitt er með kreditkorti

Stilling

10% staðgreiðsluafsláttur

Útilíf

10% staðgreiðsluafsláttur og 5% af kortaviðskiptum, aðeins af útivistarvörum

“Hjörleifur guttormsson setur Vatnajökulsþjóðgarð á heimskortið”

PORT hönnun

66°Norður

–tryggvi fleixsson

ráðgjafi hjá Norðurlandaráði

Útgefandi:

Vinir Vatnajökuls • Sturlugötu 8 • 101 Reykjavík www.vinirvatnajokuls.is

VINIR VAT N A J Ö K U LS


34 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Dalakofinn Þjórsárdalur

Flúðir

Valafell Merkurhraun rsá Þjó

Búrfell

af jö ll

26

Ra uð uf os s

Nýjasti skálinn í skálaflóru Útivistar er Dalakofinn í Reykja­ dölum. Skálinn er vel staðsettur í jaðri Torfajökulssvæðisins, þessa einstaka háhitasvæðis að Fjallabaki. Hér er því skáli sem er tilvalinn fyrir bækistöðvaferðir þar sem gengið er út frá skála, en einnig er hægt að ganga frá honum í fjölda annarra skála á Fjallabakssvæðinu. Fyrir vetrar­ ferðir á gönguskíðum, jeppum og vélsleðum hentar skálinn einn­ ig einstaklega vel vegna staðsetningar sinnar. Fyrsta byggingin var reist af Rudolf Stolzenwald árið 1971 en Útivist hefur núna endurbyggt húsin og reist veglega tengi­ byggingu milli þeirra skála sem fyrir voru. Aðstaða fyrir ferða­ menn á staðnum er öll hin besta og verður enginn svikinn af dvöl í Dalakofanum. Sumarið 2012

FG

Hekla an i-R Ytr

Dalakofinn l fjöl tna Va

Pálssteinshraun

Laufafell

F210

Ey s

1

Að vetri er nágrenni Dalakofans draumaland jeppa- og sleðamanna.

FG

verður komið upp hestagerði við skálann og geta hestamenn geymt reiðtygi og reiðgalla í geymslugámi rétt við skálann.

Akstursleiðir Að Dalakofanum er ekið um Fjallabaksleið syðri frá Keldum (F210). Þegar komið er að Laufa­ felli er beygt til norðurs að Hrafntinnuskeri og Krakatindsleið. Rétt síðar er komið að gatnamótum þar sem skilti vísa annars vegar á Hrafn­ tinnusker og hins vegar að Krakatindi. Þar er beygt til vinstri og Krakatindsleið ekin nokkurn spöl þar til komið er að gatna­ mótum þar sem beygt er til hægri að Dalakofanum. Einnig er hægt að aka Krakatindsleið úr Dómadal þar sem leiðin liggur upp hjá Rauðufossum. Gönguleiðir Mikil fjöldi áhugaverðra göngu­ leiða er í nágrenni Dalakofans. Hyggi menn á fjallgöngur er hægt að horfa til Rauðufossa­ fjalla eða Laufafells. Áhugavert er að ganga að hverasvæðinu við Hrafntinnu­ sker og má þá hafa viðkomu hjá Hvínanda, einum aflmesta gufu­hver svæð­

á ang tri-R

Vatnsdalsfjall

Hvolsvöllur

F261

Hraun 261

Þverá

0

Tindfjallajökull

10 km

Markarfljót

isins. Önnur hæfileg dagsferð er eftir Svarta­kambi að hverasvæði skammt frá Dala­ mótum. Þá má ganga niður með Markarfljóti og umhverfis Laufafell og er óhætt að lofa því að á þeirri göngu er margt sem gleður náttúruunnendur. Möguleikarnir eru ótal­ margir á svæðinu og takmarkast helst af þeim tíma sem ferðalangurinn ætlar sér. Fyrir stutta kvöldgöngu er upplagt að ganga á Keilu, lítinn útsýnishól skammt frá skálanum eða fara í fjallabað í laug sem stundum er aðgengi­ leg á aurum Markarfljóts.

Um skálann Dalakofinn tekur allt að 36 manns í gistingu og er í honum góð eldunaraðstaða og borð­ salur. Skálinn er kyntur með hita­ veitu úr hver rétt neðan við skálann en einnig eru gasofnar á staðnum. Góðar gashellur eru í skálanum, stór pottur til að hita vatn, auk alls borðbúnaðar og eldunaráhalda. Ekki er ferskt rennandi vatn í skálanum en

Þórsmörk

vatni er dælt úr Markarfljóti í safntank og er því virkt vatnssalerni yfir sumartímann, auk þess sem vatnið nýtist til þvotta og suðu. Gott tjaldsvæði er við skálann og hafa tjaldgestir aðgang að salernum. Skála­ vörður er í skálanum á mestu annatímum. Staðsetningarhnit skál­ ans eru N 63°57.048 / V 19°21.584.

Leiðsögn Við getum boðið gönguhópum upp á leiðsögn og fararstjórn um nágrenni skálans til lengri og skemmri ferða. Hafið samband við skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða sendið tölvupóst á utivist@utivist.is.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 35

Sveinstindur

VF

Undir fjallinu Sveinstindi stendur notalegur skáli sem í grunninn er gamall gangnamannaskáli sem félagsmenn í Útivist endurbyggðu árið 1999. Skálinn er í raun reistur ofan á gömlu vegghleðsluna og heldur með smekklegum hætti byggingarlagi gamla tímans. Skálinn sómir sér því vel hér undir háum tindi Sveinstinds og er endurbygging hans einstaklega vel heppnuð framkvæmd. Hjá skálanum rennur Skaftá og setur mark sitt á umhverfið.

tn ivö ð i Ve ar ðu r G ræ ni fja llg

Landmannalaugar

F235

já Skælingar dg El F223

Hólaskjól Hraun Álftavötn

Torfajökull

á aft F208

Mælifellssandur

Hólmsá

Gönguleiðir Upphaf gönguleiðarinnar um Sveinstind og Skælinga er í skálanum við Sveinstind og þeir sem ganga þessa leið gista þar fyrstu nóttina gjarnan eftir göngu á fjallið. Úr skálanum er um 3ja klst. gangur á Sveinstind og til baka. Útsýni af Sveinstindi lætur engan ósnortinn, þar blasir Langisjór við í allri sinn tign, varinn af fjöllum og jökli. Einstök sýn er til austurs að Laka. Af áhugaverðum dagleiðum má nefna göngu inn með Fögrufjöllum og ef göngutjald er meðferðis má einnig ganga hringinn í kringum Langasjó með viðkomu í Fagrafirði og við Útfallið þar

Sk

F233

Strútur

Akstursleið að Sveinstindi Ekinn er slóðinn að Langasjó (F235) frá veginum um Fjalla­ baks­leið nyrðri (F208). Rétt undir Sveinstindi við suðurenda Langa­sjávar er beygt til austurs og fylgt slóða sem fylgir rótum fjallsins. Staðsetningarhnit gatna­ mótanna eru u.þ.b. N 64°06.456 / V 018°26.765. Fyrri hluta sum­ ars geta verið sandbleytur í slóðanum. Þessum slóða er fylgt að Skaftá og síðan um 1 km til norðurs að skálanum. Önnur leið liggur að skálanum sunnan Hellnafjalls og er þá ekið í árfarvegi austan fjallsins. Ráðlegt er að fara þessa leið undir leið­ sögn kunnugra þar sem erfitt getur verið að fylgja slóðanum í ánni og á einum stað er hylur sem sneiða þarf framhjá. Þessi leið krefst því kunnáttu í vatnaakstri.

La ka gí ga r

Sveinstindur

Mýrdalsjökull

0

Skálinn við Sveinstind stendur á bökkum Skaftár

sem vatn fossar niður frá yfirborði Langasjávar.

Um skálann Skálinn við Sveinstind tekur alls 20 manns í gistingu. Í skálanum er bæði steinolíuofn og gasofn, gashellur og talsvert af borðbúnaði. Gestum er þó ráðlegt að hafa potta meðferðis. Á sumrin er rennandi vatn í salernishúsi við skálann. Jafnan er ekki skála­ vörður í skálanum en skálaverðir í Strút og í Hólaskjóli hafa eftirlit með skálanum. Gistingu og tjaldstæði er hægt að greiða hjá þeim, á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 64°05.176 / W 18°24.946.

VF

10 km

aun s hr d n irla Ge

208

Eldhraun


36 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Skælingar tn ivö ð i Ve ar ðu r

La ka gí ga r

Sveinstindur

G ræ ni fja llg

Í einstöku umhverfi í Skælingum stendur lítill skáli sem er einn þessara uppgerðu gömlu gangna­­mannaskála sem Útivist á heiðurinn af. Skálann einkennir hin forna íslenska byggingarhefð með vegghleðslum úr grjóti og upplifa gestir hans því menningararf okkar í náttúrulegu umhverfi. Allt umhverfis skálann má sjá all sérstæða hraundranga og er svæðinu oft lýst sem náttúrulegum lystigarði.

VF

Landmannalaugar

F235

já Skælingar dg El F223

Skálinn í Skælingum fellur vel að umhverfinu.

Hólaskjól Hraun Álftavötn

Torfajökull

VF

Sk

F233

á aft

Strútur

F208

Mælifellssandur

Hólmsá

Mýrdalsjökull

0

Í ÞÍNUM HÖNDUM Íslenskar jurtir vaxa og dafna í hreinu lofti og ómenguðum jarðvegi. Þær hafa löngum verið notaðar til lækninga og matar, en ekki má gleyma ánægjunni sem þær veita með tilvist sinni; fegurð og angan. Hlúum að flórunni okkar og búum henni hin bestu vaxtarskilyrði.

F í t o n / S Í A

Ál- og plastumbúðir á víðavangi eru mikil sjónmengun í náttúrunni. Með því að endurvinna umbúðir komum við í veg fyrir sóun á óendurnýtanlegri orku.

10 km

Akstursleið Af veginum um Fjallabaksleið nyrðri (F208) er ekið yfir Nyrðri Ófæru á vaði rétt austan við Eldgjá og upp á eystri brún Eldgjár eftir veginum að Gjátindi. Fljótlega eftir að komið er upp á brúnina eru gatnamót þar sem ekið er niður brekku í átt að Skaftá. Staðsetningarhnit gatna­ mótanna eru N 63°56.974 / V 018°37.635. Þeim slóða er fylgt sem leið liggur að skálanum í Skælingum. Önnur leið liggur að skálanum frá slóðanum að Langasjó (F235) og er þá beygt til hægri rétt við fjallið Gretti. Á þessari leið er ekið í vatnsborðinu á Blautulónum og er rétt að gæta þess að aka sem næst bakkanum þar sem vatnið er aðdjúpt. Þessi leið er nokkuð torfærari en leiðin sem liggur frá brún Eldgjár. Báðar þessar leiðir eru færar jeppum, en óbreyttum jeppum er ráðlagt að fara frá Eldgjá frekar en um Blautulón. Gönguleiðir Gönguleiðin um Sveinstind og Skælinga liggur að skálanum í Skælingum og þeir sem ganga

n rau dsh n a irl Ge

208

Eldhraun

þessa leið gista jafnan sína aðra nótt í skálanum eftir að hafa gengið um einstaklega fallegt um­hverfi frá Sveinstindi. Frá skál­ an­um má einnig fara í hæfilegar dags­göngur á Gjátind eða Uxa­ tinda og Gretti. Fyrir styttri göngu­ leiðir má benda á að skemmtilegt er að ganga inn dalverpið vestan skálans upp með ánni.

Um skálann Skálinn í Skælingum tekur alls 16 manns í gistingu. Í skálanum er steinolíuofn til kyndingar og gashellur en borðbúnað og eldunar‑ áhöld er gestum bent á að hafa meðferðis. Salernishús er við skálann en vatn er sótt í læk rétt við húsið og á það jafnt við um vatn til neyslu, þvotta og í salerni. Jafnan er ekki skálavörður í skálanum en skálaverðir í Strút og í Hólaskjóli hafa eftirlit með skálanum. Ágætt er að tjalda við skálann. Gistingu og tjaldstæði er hægt að greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skál­ans eru N 64° 58.849 / W 18°31.319.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 37

Álftavötn Um skálann Skálinn í Álftavötnum getur tekið allt að 23 í gistingu. Olíukynding er á staðnum og gashellur og talsvert af borðbúnaði. Gestum er þó ráðlegt að hafa potta meðferðis. Á sumrin er rennandi vatn í krana utan við skálann og salerni. Ágætt er að tjalda hjá skálanum. Jafnan er ekki skála­ vörður í Álftavötnum en skála­ verðir Útivistar í Strút hafa eftirlit með skálanum. Gistingu og tjaldstæði er hægt að greiða hjá þeim, á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í til þess gerðan bauk í skálanum. Staðsetningarhnit skálans eru N 63° 53.890 / V 18° 41.467.

100% MICROFIBER

tn ivö ð i Ve

G ræ ni fja llg

ar ðu r

La ka gí ga r

Sveinstindur

Landmannalaugar

F235

já Skælingar dg El F223

Hólaskjól Hraun Álftavötn

Torfajökull F233

á aft

Gönguleiðir Margir sem gista í skálanum í Álftavötnum eru á gönguleiðinni um Strútsstíg. Þá er skálinn í lok fyrstu dagleiðar þar sem gengið er frá Hólaskjóli, en aðeins tekur rétt um 2 klst. að ganga þar á milli. Úr Álftavötnum liggur svo Strútsstígur áfram norðan Svarta-

hnúksfjalla og í Hólmsárbotna þar sem gjarnan er tekið bað í Strútslaug. Fyrir þá sem hyggja á styttri leiðir út frá skálanum liggur beint við að ganga meðfram vötnunum en umhverfi þeirra er bæði fallegt og gróðursælt.

Strútur

F208

Mælifellssandur

Hólmsá

Akstursleiðir Algengast er að ekið sé að Álftavötnum úr Skaftártungu inn á Fjallabaksleið nyrðri (F208). Skammt norðan við hálendismiðstöðina Hólaskjól er beygt til vinstri (F233). Ekið er yfir Syðri

Ófæru á vaði og er rétt fyrir ókunnuga að afla sér upplýsinga um bestu leið yfir vaðið, en sumstaðar er það stórgrýtt og varasamt fyrir minni jeppa. Skömmu eftir að komið er yfir vaðið er beygt til vinstri og ekinn slóði sem liggur langleiðina að skál­an­ um (um 200 metra gangur að skálanum). Staðsetningarhnit gatna­mótanna eru N63°53.816 / V 018°42.195. Sé ekið um Fjallabaksleið syðri yfir Mælifellssand er ekið yfir Hólmsá norðan við Háöldu. Þar er ekið áfram hjá Svartahnúksfjöllum og um Álftavatnskrók (F233) að fyrrgreind­ um slóða að skálanum.

Sk

Gangnamannaskálar eru ótvírætt hluti af sögu þjóðarinnar og umferð fólks um hálendið. Í þeim ríkir andi hálendisferða og þangað er hægt að hverfa frá daglegu amstri borgarmenn­ ingar­ innar, upplifa einfaldleika hálendisins í kyrrð fjallanna. Skáli Útivistar í Álftavötnum er einstaklega vel heppnað dæmi um hvernig megi varðveita þennan anda menningar fyrri alda en um leið fullnægja einföldustu þörfum nútíma ferðamanna. Skálinn var endurreistur af félagsmönnum í Útivist árið 2001 og árið 2010 var skálinn endurbættur og þiljaður að innan. Afraksturinn er vina­ legur og þægilegur skáli án alls íburðar.

VF

Mýrdalsjökull

0

10 km

n rau dsh n a irl Ge

208

Eldhraun


38 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012

Einstakt uppflettirit um lækningajurtir á Íslandi Ný bók eftir Önnu Rósu grasalækni ~ notkun jurta ~ rannsóknir ~ aldagömul þekking

Leiðarlýsingar BG

Fimmvörðuháls Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefur öðlast nýtt gildi með nýjum fjöllum og nýju landi. Það er því enn meiri ástæða en áður til að ganga þessa skemmtilegu leið. Göngunni má skipta í tvo áfanga. Annars vegar frá Skóga­ fossi og upp í Fimmvörðu­ skála og hins vegar úr skálanum í Bása á Goðalandi. Fyrri áfanginn leiðir göngumenn meðfram fallegri fossaröð Skógaár og

ar sileg Glæ ndir y ljósm

Í Álftavötnum.

GWB

FerðaAskur léttir undirbúninginn fyrir útivistarferðina

Allt nesti tilbúið, degi fyrir brottför

FerðaAskur hentar fyrir göngur, hestaferðir, jeppaferðir, rútuferðir, veiðiferðir, skíðaferðir eða aðra útivist, hvort sem ferðirnar eru á eigin vegum eða með leiðsögn.

Litli FerðaAskur er hugsaður fyrir dagsferðir og inniheldur allt nema morgun- og kvöldverð. Hægt er að velja um þrjár stærðir.

Stóri FerðaAskur er hugsaður fyrir tveggja til fimm daga ferðir og inniheldur allt nesti, nema morgunverð á brottfarardegi og kvöldverð á síðasta degi. Hægt verður að velja um þrjár stærðir.

Tilboð til 1. febrúar

FerðaAskur fæst á www.ferdaaskur.is og þú sækir hann á leiðinni úr úr bænum eða færð hann sendan heim, degi fyrir brottför.

Allir sem panta FerðaAsk fyrir 1. febrúar 2012 fá 15% kynningara fslátt.

2% af sölu FerðaAsks fer til góðgerðarmála. Verið velkomin á www.ferdaaskur.is og hittið okkur á NetSpjallinu ef einhverjar spurningar vakna.

Sími 555 0909 www.ferdaaskur.is ferdaaskur@ferdaaskur.is

C0 M50 Y100 C47 M45 Y54

með nýstikaðri leið ofan við göngubrú yfir Skógaá opnast sýn á enn fleiri fossa. Á síðari áfanganum liggur leiðin í gegn­ um gosstöðvarnar frá 2010. Með því að gista í Fimmvörðuskála á leiðinni er hægt að skipta göngunni í þessa tvo áfanga, en einnig kjósa margir að ganga alla leiðina á einum degi. Við bjóðum upp á báðar útgáfur. Þegar brottför er á föstudagskvöldi er almenna reglan sú að gist sé í skálanum, en í flestum ferðum þar sem brottför er á laugardagsmorgni er gengið í einu lagi í Bása. Undantekning frá því er 14. júí þegar gengið er á laugardegi í skálann og á sunnudegi í Bása þar sem rúta bíður hópsins.

Sveinstindur - Skælingar Stórkostleg gönguleið sem liggur niður með Skaftá um sérlega fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar. Á þessu svæði má sjá sérstakt hálendislandslag mótað af eldvirkni, jöklum og beljandi jökulá. Ganga á Sveinstind gefur möguleika á góðu víðsýni yfir þetta einstaka landslag, sem og breiður Vatnajökuls. Dagur 1 – Brottför með rútu frá BSÍ kl. 08:30. Ekið að Langa­ sjó sem er eitt fallegasta fjalla­ vatn Íslands. Þaðan er gengið á fjallið Sveinstind og notið útsýnisins. Frá Sveinstindi er gengið niður að Skaftá að skála Útivistar þar sem höfð er næturdvöl. Dagur 2 – Vegalengd um 20 km, göngutími um 7 klst. Gengið um Hvanngil og Uxatinda. Síðan er farið með fjallinu Gretti og haldið að Skælingum í skála Útivistar. Á þessum hluta göng­ unnar er farið um viðkvæmar mosa­breiður og því mikilvægt að fylgt sé göngustígum og að­ gæsla sýnd í hvívetna. Dagur 3 – Vegalengd um 20 km, göngutími um 7 klst. Gengið að börmum Eldgjár. Ef vel viðrar er tilvalið að taka aukakrók upp á tind Gjáfells. Farið er ofan í gjána og að Ófærufossi. Síðan er gengið eftir gjánni og í skálann í Hólaskjóli. Þar er gist K0 síðustu nóttina. K37Dagur 4 – Gengið um ná­ grenni Hólaskjóls áður en rútan flytur hópinn til byggða.


ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2012 | 39 Strútsstígur Falleg og fjölbreytt gönguleið frá Hólaskjóli á Skaftártunguafrétti, um Hólmsárbotna og vestur meðfram Mælifellssandi í Hvanngil. Víðast hvar liggur leiðin um sléttlendi og laus við mikla hækkun. Á leið göngumanna er hin rómaða Strútslaug þar sem hægt er að slaka á um stund í heitri náttúrulegri laug. Dagur 1 – Vegalengd 6-7 km, göngutími 2 klst. Brottför með rútu frá BSÍ kl. 08:30. Ekið í Hólaskjól þar sem gangan hefst. Stutt og þægileg ganga í Álftavötn þar sem gist er í gömlum gangnamannaskála sem Útivist hefur endurbyggt með smekklegum hætti. Dagur 2 – Vegalengd um 20 km, göngutími um 7 klst. Gengið með Syðri-Ófæru og undir hlíðar Svartahnúksfjalla. Áfram liggur leiðin um Hólmsárbotna og að Strútslaug. Frá lauginni liggur leiðin að Strútsskála þar sem gist er um nóttina. Dagur 3 – Vegalengd um 18 km, göngutími um 6 klst. Farið vestur yfir Veðurháls með Mýrdalsjökul á vinstri hönd. Gengið eftir Mælifellssandi hjá Slysaöldu og þaðan yfir Kaldaklofskvísl. Síðustu nóttina er gist í skála í Hvanngili. Dagur 4 – Síðasta daginn er farið í morgungöngu um ná­ grenni Hvanngils áður en haldið er heim á leið um Fjallabaksleið syðri.

Steinbrú yfir Syðri-Ófæru.

VF

Laugavegurinn liggur við rætur Hattfells.

Langisjór. IS

Gæða ullarfatnaður í útivistina!

Gott verð! Frábært úrval!

www.janus.no

BG

Laugavegurinn Laugavegurinn svokallaði milli Landmannalauga og Þórsmerkur eða Bása nýtur alltaf mikilla vinsælda. Útivist er sem fyrr með fjölda Laugavegsferða í sumar. Gönguleiðinni er skipt upp í fjóra hefðbundna göngudaga. Lagt af stað úr Reykjavík að morgni dags og ekið í Landmannalaugar. Samdægurs er gengið í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina eftir mjög hæfilega göngu. Næsta dagleið er úr Hrafntinnuskeri í Hvanngil. Þaðan liggur leiðin niður í Emstrur að skála og tjaldsvæði í Botnum. Loks er gengið í Bása þar sem göngumenn fagna afrekinu með grillveislu í fögru umhverfi.


Magnaðar myndir í dag.

Óendanlegir möguleikar á morgun.

EOS 600D er fyrsta skref þitt inn í stærri, betri og áhugaverðari heim ljósmyndunar. Með 18 milljónir pixla, leiðarvísi á skjá og 3.7 ramma á sekúndu hefur aldrei verið auðveldara og meira gefandi að fanga fullkomlega hvert sekúndubrot.

EOS ævintýrið þitt hefst hér.

Nýherji hf.

Sími 569 7700

www.netverslun.is

Viðurkenndir Canon söluaðilar um land allt Reykjavík Verslun Nýherja, Borgartúni 37 & Kringlunni - ELKO Lindum, Skeifunni & Granda - Beco, Langholtsvegi 84 - Myndval, Mjódd - Fotoval, Skipholti 50b / Akureyri Pedromyndir - Byko / Húsavík Bókaverslun Þórarins / Ísafjörður Penninn / Sauðárkrókur Tengill / Hvammstangi Ráðbarður / Grundarfjörður Hrannarbúðin / Ólafsvík Söluskálinn / Stykkishólmur Skipavík / Borgarnes Framköllunarþjónustan - Omnis / Akranes Omnis / Reykjanesbær Omnis / Selfoss TRS / Höfn í Hornafirði Martölvan / Neskaupstaður Tónspil / Egilsstaðir Myndsmiðjan / Vestmannaeyjar Geisli / Netverslun Nýherja, www.netverslun.is / ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Útivist 2012  

ferdaaetlun Utivistar arid 2012

Útivist 2012  

ferdaaetlun Utivistar arid 2012