Page 1

Sóknarfæri

Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

» Sérfræðingar í sjávarfangi » ESB umræðan » Sagan um varðskipið Óðinn » Klónaður 200 sinnum!

» Sjóflutningar á fiski » Nýstárlegur hátæknibúnaður » Sjónvarpskokkurinn Sveinn » Bjartsýni í fiskvinnslunni


2 | SÓKNARFÆRI

Sérfræðingar í sjávarfangi

Finnbogi Baldvinsson tók við starfi forstjóra Icelandic Group snemma árs 2008. Frá þeim tíma hefur mikil endurskipulagning átt sér stað á fyrirtækinu en það er nú eitt af fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og raunar eitt tíu stærstu slíkra í heiminum. Í viðtali segir Finnbogi frá helstu nýjungum í markaðssetningu fyrirtækisins og ræðir stöðu þess í dag. Nú á Icelandic Group sér langa sögu og rekstur þess hefur tekið stakkaskiptum í gegnum tíðina. Fyrir hvað stendur fyrirtækið í dag? „Já, eins og þú nefnir réttilega er saga Icelandic Group samofin sögu Íslands að mörgu leyti. Með nærri sjö áratuga reynslu í íslenskum sjávarútvegi og fiskútflutningi, hefur félagið eflst og vaxið að umfangi í alþjóðlegt fyrirtæki sem myndar nú net sjálfstæðra framleiðslu - og markaðsfyrirtækja sem starfa hvert og eitt á sínum markaði í Ameríku, Evrópu og Asíu. Icelandic Group er í dag eitt af tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims samkvæmt Intrafish og tekjur fyrirtækisins verða til á meginlandi Evrópu (40%), Bretlandseyjum (28%), í Norður-Ameríku (18%) og í Asíu (14%).“ Nýlegt árshlutauppgjör fyrstu 6 mánuði sýnir að fjárhagsleg endurskipulagning hefur tekist vel – hverju má þakka þennan snarpa viðsnúning í rekstri? „Icelandic Group stendur fjárhagslega styrkum fótum en verulegur viðsnúningur hefur orðið í rekstri þess á undanförnum 2 árum eða frá því að fjárhagsleg endurskipulagning félagsins hófst 2008. Á þessum tíma hefur verið unnið ötullega að því að lækka skuldir og veltufjárbindingu félagsins og hefur framlegð þess aukist í kjölfarið. Árið 2009 var þó besta ár í rekstrarsögu félagsins og fyrstu sex mánuðir þessa árs gefa ekkert eftir. Árið 2009 nam hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta um þremur milljörðum króna og á fyrri hluta þessa árs nam hagnaður fyrir skatta rúmlega tveimur milljörðum króna, sem er 135% aukning. Á fyrri hluta þessa árs velti Icelandic Group tæplega 80 milljörðum króna, rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 4,1 milljarði króna sem er 20% aukning frá fyrra ári. Þá var arðsemi eigin fjár á fyrri hluta þessa árs 11%, samanborið við 4,3% á síðasta ári.“ Erum sérfræðingar í sjávarfangi Hver er sérstaða IG í dag? „Icelandic Group er sérfræðifyrirtæki í sjávarfangi. Íslendingar kunna að veiða fisk, það er okkur í blóð borið. Íslendingar kunna líka að verka fisk en gífurleg þróun hefur orðið á undanförnum árum í vinnslu á sjávarfangi og óþarft að nefna þar fyrirtæki á borð við Marel, sem er leiðandi á heimsvísu í þessum geira. Sérstaða Icelandic Group felst aftur á móti í því að selja íslenskar sjávarafurðir á alþjóðamarkaði. Á seinni árum hefur starfsemi félagsins þó færst frá því að vera að stærstu leyti sala á frystum fiski yfir í að taka fiskafurðir til virðisaukandi framleiðslu í dótturfyrirtækjum sínum og

Staðreyndir um Icelandic Group  Stofnað árið 1942.  Icelandic Group er eitt af 10 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum í heimi og eitt af 5 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum Evrópu.  Um 35% íslenskra sjávarafurða eru seld í gegnum sölunet Icelandic Group.  Dótturfélög Icelandic eru nú 30 talsins í 14 löndum.  Starfsmenn eru um 3.700.

Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group.

Ný fiskréttalína Icelandic Group í Bretlandi sem hefur fengið fóðar viðtökur neytenda.

markaðssetja á neytendamarkaði. Á heildsölumarkaði er selt til veitingahúsa, mötuneyta og annarra stofnana undir merkjum Icelandic en á smásölumarkaði hefur fyrirtækið hins vegar einbeitt sér að framleiðslu undir merkjum stærri smásölukeðja á borð við Marks & Spencers, Tesco, Carrefour og Aldi með góðum árangri.“ Sífelldar breytingar á markaðnum Hvar liggja sóknartækifærin fyrir IG í dag, hverjir eru helstu stefnuvaldar fyrirtækisins og hvað mótar ykkar markaðssókn og starfsemi? „Markaðir fyrir sjávarafurðir taka sífelldum breytingum. Það var einhvern tíma sagt að Íslendingar hefðu nýtt fyrstu 50 ár síðustu aldar til að læra að veiða fisk. Á þeim 50 árum sem fylgdu fram að aldamótum hefðum við svo lært að vinna þær verðmætu afurðir sem veiddar eru við Íslandsstrendur. Á næstu 50 árum felast hins vegar tækifærin í því að læra að virðisauka þessar afurðir og markaðssetja til neytenda. Stærstu sóknarfæri IG í dag eru því hvernig fyrirtækið tryggir afurðum sínum sess í daglegu lífi neytandans. Það felur í sér heildstæðan skilning á því hver er neytandi vörunnar, hverju er hann að leita eftir og

Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

hvernig getum við mætt væntingum hans og vonandi gert betur. Til þess þarf nýjan hugsunarhátt sem sameinar alla þætti virðiskeðjunnar, allt frá veiðum, vinnslu og til virðisaukandi framleiðslu á vöru sem uppfyllir væntingar neytandans um gómsæta máltíð.“ Hverjar eru væntingar neytandans, að ykkar mati? „Í þróuðum neytendasamfélögum eru til gríðarlega miklar upplýsingar um kauphegðun neytenda. Þær eru svo nákvæmar að auðvelt er að skilgreina þrönga markhópa fyrir sérstakar þarfir eða breiða markhópa fyrir dagleg innkaup og þróa afurðir sem uppfylla þarfir slíkrar eftirspurnar. Tökum sem dæmi innkaupaferð í stórmarkað. Venjulegur neytandi horfir á vöruúrval af um 50.000 afurðum í hverri ferð. Að jafnaði mun sami aðili skoða um 150 afurðir í hverri ferð og þar af rata einungis um 40 afurðir í innkaupakerruna. Baráttan um hillupláss í stórmörkuðum í dag er gríðarlega hörð. Spurningin er því sú hvernig þú ætlar að koma þinni vöru í kerruna? Hvernig greinir þú þig frá öðrum afurðum og hvernig getur þú gert það á þessu sekúndubroti sem neytandinn hefur til að ákveða sig? Inn í ákvörðun viðskiptavinar spila

Forsíðumynd Sóknarfæris er tekin um borð í báti Norðurskeljar í Hrísey. Í forgrunni eru ker full af bláskel úr Eyjafirði. Myndina tók Ágústa Fanney Snorradóttir, starfsmaður Norðurskeljar.

augljósir þættir eins og gæði og verð vörunnar, hvernig hún talar til mismunandi markhópa eftir til dæmis landssvæðum, þjóðfélagsstigum og fjölskyldustærð. Viðskiptavinurinn er líka sífellt meðvitaðri um ímynd fyrirtækja sem þeir skipta við, hver sé uppruni þeirra, hvort þau stundi góða viðskiptahætti og sýni samfélagslega ábyrgð við veiðar, framleiðslu, sölu og markaðssetningu.“ Ný vörulína í Bretlandi fær góðar viðtökur „Árangur í markaðsstarfi og vöruþróun hefur verið góður á yfirstandandi ári. Icelandic Group hefur átt einstaklega farsælt samstarf við stærstu matvörukeðjur í Evrópu, sem allar kalla eftir nýjum afurðum. Innan fyrirtækjasamstæðunnar er stunduð öflug vöruþróun þar sem markvisst er unnið að því að breikka vöruvalið í takt við væntingar neytenda. Til þess þarf víðtækar markaðsrannsóknir um neytendahegðun, skilning á því hverjar séu helstu breyturnar að baki ákvarðana viðskiptavina og síðast en ekki síst að sjá fyrir þróun í neyslumynstri á sjávarfangi eftir mörkuðum. Gott dæmi um þetta er ný sjálfstæð vörulína tilbúinna fiskrétta Icelandic Group í Bretlandi, sem kallast The Soucy Fish Co. Við þróun vörunnar var unnið með yfirgripsmiklum markaðsrannsóknum um kauphegð-

Útgefandi: Athygli ehf. Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson, ábm. Textagerð: Árni Þórður Jónsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Eiríkur St. Eiríksson, Margrét Þóra Þórsdóttir

un neytenda. Þar kom fram að viðskiptavinir eru að leita sér að „máltíð“ en ekki bara fiskinum eins og hann kemur úr sjónum. Margir neytendur mikla matargerð úr sjávarfangi fyrir sér, finnst lyktin ekkert sérstök, áferðin skrýtin og sjá ofsjónum yfir því hvernig matreiða skal hráefnið. Lykilatriðin eru því þægindi og einfaldleiki. Ennfremur kom fram að neytendur, sem kaupa sósur með mat, eyða þriðjungi meira í fiskmeti en aðrir sem aðeins kaupa fisk. Í framhaldi af þessum niðurstöðum var þróuð sjálfstæð vörulína tilbúinna fiskrétta undir nafni The Saucy Fish Co. Varan er í sérhönnuðum umbúðum, fiskurinn kemur meðal annars í sérstökum bökunarpoka svo ekkert þarf að koma við fiskinn og síðast en ekki síst fylgir tilheyrandi sósa með hverjum rétti. Mikið var einnig lagt í hönnun umbúðanna og hvernig mætti ná fram aðgreiningu frá þeim ótrúlega vörufjölda sem í boði eru. Saucy Fish Co. er frábært dæmi um hvernig hægt er að ná árangri við sölu og markaðssetningu á sjávarfangi en varan hefur notið mikilla vinsælda hjá verslunum Tesco í Bretlandi. The Saucy Fish Co. hefur ennfremur hlotið fjölda verðlauna, m.a. hin eftirsóttu Seafood Prix d’Elite verðlaun sem veitt eru á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel. Verðlaun The Saucy Fish Co. voru sérstök verðlaun fyrir vörulínu og ein fimm sérstakra verðlauna sem veitt eru á sýningunni.“ Er von á fleiri markaðsnýjungum frá IG? „Eins og ég sagði áður og segi aftur; Icelandic Group er sérfræðifyrirtæki í sjávarfangi. Starfsfólk okkar er hafsjór af reynslu og sérfræðiþekkingu á öllu því sem viðkemur þessari virðiskeðju við að koma fiskinum úr sjónum og yfir á diskinn þinn. Með framþróun í veiðum og vinnslutækni, með hagkvæmari flutningsleiðum, með stórauknum markaðsrannsóknum, með markvissri vöruþróun og skilvirkri markaðsfærslu mun okkur því takast að bregðast við síbreytilegum markaði, síbreytilegri eftirspurn og gera íslenskt sjávarfang áfram að órjúfanlegum hluta af daglegri neyslu hundruða milljóna manna um allan heim. Okkar sóknarfæri felst í því að gera þessa virðiskeðju, að upplifun neytandans!“ www.icelandic.is

Umsjón og umbrot: Athygli ehf. Augl‡singar: Augljós miðlun ehf. Prent­un: Landsprent ehf. Dreift me› Morg­un­bla›­inu fimmtudaginn 30. september 2010


SÓKNARFÆRI | 3


4 | SÓKNARFÆRI

Mikil tækifæri í bláskeljaræktinni

„Við höfum allar aðstæður hér á landi til að gera bláskeljarækt að miklu stærri atvinnugrein. Aðstæður erlendis vegna þrengsla við strendur og mengunar í sjónum gera að verkum að bláskeljarækt er að færast á norðlægari slóðir þar sem er minni mengun og meira rými. Enda sýna gæðin á íslensku bláskelinni líka að þetta er vara sem erlendir kaupendur vilja. Mikilvægast er fyrir okkur að ná betri tökum á öllum stigum í ræktuninni og fá fleiri ræktendur sem vinna saman hér á landi. Við höfum, á þeim 11 árum sem liðin eru síðan Norðurskel var stofnuð, lært mikið af mistökum sem við höfum gert. Þannig verður framþróun sem gerir okkur bara sterkari. Núna erum við komin á þann tímapunkt að auka jafnt og þétt við framleiðsluna og í því liggja tækifæri því markaðir eru nægir erlendis. Og það ánægjulega er að Íslendingar eru óðum að uppgötva bláskelina,“ segir Víðir Björnsson, framkvæmdastjóri Norðurskeljar í Hrísey. Hann hefur í 11 ár unnið að uppbyggingu blás-

Bláskelin komin í neytendaumbúðir tilbúin í hillur verslana. Íslendingar verða sífellt áhugasamir um þessa vöru.

keljaræktunar í Eyjafirði og vinnslu bláskeljar í Hrísey. Fyrirtækið er nú komið með um 12 ársstörf og fyrirséð að umfang starfseminnar mun að líkindum aukast jöfnum skrefum á komandi árum. Bláskeljarækt telst ein af yngstu nýsköpunargreinum í sjávarútvegi en greinilegt er að hún á sér mörg tækifæri.

Tveggja ára ræktunartími Bláskeljarækt má segja að sé tvískipt. Hrygning bláskeljarinnar er síðla sumars og í kjölfar hennar er lirfum safnað og þær settar í sérstaka sokka sem festir eru á línur sem lagðar eru út í sjónum. Þennan þátt ræktunarinnar er Norðurskel með skammt sunnan við Hrísey. Á þessu stigi er

Uppskurður á bláskel á Eyjafirði.

skelin í um eitt ár en fer síðan í áframræktun á víkunum inn með Eyjafirði. Uppskurður skeljarinnar er síðan um tveimur árum eftir að lirfustigið hefst, þó misjafnlega langt eftir því hversu stór skelin á að vera. „Bláskelin nærist á þörungum í sjónum og gerðir þeirra skipta tugum. Tvær gerðir af þörungum eru

Bláskelin er hollur skyndibiti „Bláskel er skyndibiti og þekkt víða um heim sem slík. Í Belgíu er bláskelin borðuð með frönskum kartöflum sem eins konar þjóðarréttur en síðan er skelin vissulega líka þekkt sem hluti af fínustu réttum á veitingahúsum,“ segir Víðir hjá Norðurskel í Hrísey sem hefur kennt mörgum Íslendingnum að borða bláskel. „Þegar ég er sjálfur í þeim gírnum að hafa lítið fyrir eldamennskunni þá gríp ég einfaldlega

bláskel, set í heitan pott á fullan straum og læt suðuna koma upp á skelinni í nokkrar mínútur. Skelin er full af sjó þannig að

það er ekki nauðsynlegt að setja vatn í pottinn. Þetta er ekta puttamaður sem stemning er í að borða, hvort heldur er sem aðalrétt eða sem skyndi- og forrétt með ölglasi og brauði. Ef fólk vill hafa meira við í eldamennskunni þá má t.d. sneiða niður lauk og setja með skelinni í suðunni en sjálfum finnst mér skelin best soðin ein og sér,“ segir Víðir og bendir áhugasömum á að hægt er að nálgast upplýsingar um matreiðslu á skel á vefnum www.discovermussels.com.

„Íslendingar verða sífellt áhugasamari um matreiðslu á bláskel og við komum til með að auka fjölbreytni á heimasíðu okkar um matreiðslu á þessu hráefni. Sömuleiðis bjóðum við upp á ferðir hér í Hrísey þar sem við förum með gesti út að ræktunarlínunum, sýnum fólki matreiðslu á bláskel og gefum því svo að smakka. Mikill fjöldi fólks hefur kynnst bláskelinni í ferðunum hjá okkur og þetta lítum við á sem hluta af okkar markaðsstarfi,“ segir Víðir. www.discovermussels.com

LAUSNIN ER HJÁ OKKUR!

Allt fyrir framleiðslu, pökkun, vigtun og merkingu.

www.pmt.is

5

690740 006643

Þú færð límmiðana hjá okkur.

Prentum á límbönd og framleiðum allar gerðir límmiða

Plast, miðar og tæki ehf.

Krókhálsi 1

110 Rvk

eitraðir og við ákveðnar aðstæður kemur sá þörungablómi í efsta lagið í sjónum. Á meðan slíkt ástand varir uppskerum við ekki skel en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að eitraði þörungurinn hefur engin áhrif á bláskelina nema rétt á meðan þessi tegund þörungablóma stendur yfir. Stundum varir þetta ástand aðeins í nokkra daga, stundum einhverjar vikur en við höfum mjög náið samstarf við Hafrannsóknastofnun og Matvælastofnun um sívöktun þannig að neytendur hafa ekkert að óttast um gæði vörunnar. Hún er alltaf fyrir hendi. Aftur á móti er þörungablóminn dæmi um þátt í okkar ræktun sem nauðsynlegt er að gera víðtækari rannsóknir á. Þannig gætum við betur stýrt vinnslunni og ræktuninni út frá þeim áhættuþætti,“ segir Víðir en Norðurskel hóf fyrir rösku ári vélvædda vinnslu og pökkun á skelinni í húsnæði sínu í Hrísey. Skelinni er pakkað í lokaða plastbakka fyrir neytendamarkað og í stærri umbúðir fyrir veitingahús. Mikill meirihluti framleiðslunnar fer á markað í Belgíu en sífellt fjölgar þeim innlendu verslunum og veitingahúsum sem hafa bláskelina frá Hrísey á boðstólum. Lifandi alla leið til neytandans Þegar skelin er uppskorin af línunum úti á sjó er hún geymd í sjó í kerum inni í húsi fram að vinnslu. Víðir segir mikilvægt að hafa í huga að skelin er lifandi í gegnum allt þetta ferli og er raunar lifandi í gegnum vinnsluna og geymslu í bökkum í verslunum. Semsagt ferskvara allt þar til í pott neytandans er komið. „Þetta er mjög mikilvægt að undirstrika. Það eru til skelvinnslur erlendis sem sjóða skelina og vinna þannig í pakkningar til frystingar. Við einbeitum okkur hins vegar að ferskvinnslunni og höfum náð ágætum árangri með að auka geymsluþolið. Það gerum við með því að bæta meðferðina á skelinni í gegnum vinnsluna því staðreyndin er sú að ef skelin „stressast“ upp í vinnslunni þá geymist hún skemur,“ segir Víðir en í plastbökkunum geymist skelin í um 11 sólarhringa. „Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því við hófum að pakka í neytendaumbúðir höfum við séð jafna aukningu í sölu og innlendi markaðurinn er því farinn að skipta okkur máli. Þess vegna munum við á komandi mánuðum efla okkar kynningarstarf hérlendis og sýna landsmönnum fram á að bláskel er bæði fljótlegur skyndibiti og stútfullur af hollustu.“ www.skel.is

Íslensk framleiðsla!

sími 567 8888

www.treif.com

Mynd: Ágústa Fanney/Norðurskel

www.pmt.is


ENNEMM / SÍA / NM41556

SÓKNARFÆRI | 5

> Á stöðugri siglingu Hjá Samskipum höldum við styrkri siglingu, sama hvað á gengur. Hjá okkur fara saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og ómetanleg áratugareynsla. Siglingar hafa frá örófi alda verið forsenda þess að byggð haldist í landinu og verða enn um ókomna tíð. Við leggjum metnað okkar í heildarlausnir á sviði flutninga, skjóta, örugga og styrka þjónustu, jafnt innanlands sem utan.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


6 | SÓKNARFÆRI

Umræðan um ESB ristir grunnt og er illa ígrunduð

Íslenskur sjávarútvegur stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. Hart hefur verið deilt um hvort breyta eigi fiskveiðistjórnunarkerfinu og þá með hvaða hætti. Margir styðja svokallaða fyrningarleið en í henni felst að stjórnvöld innkalli aflaheimildirnar í áföngum og úthluti þeim að nýju gegn gjaldi. Aðrir hallast frekar að tillögu sáttanefndar Alþingis um að samið verði við sjávarútvegsfyrirtækin um langtíma nýtingu aflaheimilda og fyrir hana komi hóflegt afgjald sem greinin geti staðið undir. Deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið eru fjarri því það eina sem eigendur og stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækjanna þurfa að hafa áhyggjur af um þessar mundir. Fyrir dyrum standa viðræður við Evrópusambandið um að Ísland gerist aðili að sambandinu. Óhætt er að fullyrða að fáir ef nokkrir stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja geti hugsað þá hugsun til enda að íslenskum sjávarútvegi verði í framtíðinni stjórnað frá Brussel. Í þeim hópi er Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Við ræddum við hann á dögunum um umræðuna um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og afstöðuna til Evrópusambandsaðildar. Vaxandi spurn eftir villtum fiski ,,Ef við lítum bara á rekstrarþáttinn sem slíkan þá er staðan alls ekki svo slæm hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Við hjá HB Granda erum t.d. komin með nánast allt í erlenda mynt. Allar skuldir okkar eru í erlendri mynt sem og mikið af kostnaðinum og við gerum upp okkar ársreikning í evrum. Það gefur besta mynd af stöðu fyrirtækisins því um 40% af tekjum okkar eru í þeim gjaldmiðli og aðrir gjaldmiðlar eru mun tengdari evrunni en íslensku krónunni. Þetta gefur okkur mun meiri stöðugleika en ella. Það sem veldur mestri óvissu er innlendi kostnaðurinn en hann sveiflast upp og niður eftir því hvernig staða krónunnar er gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þetta getur valdið ákveðnum vandkvæðum en þegar á heildina er litið er staðan í nokkuð góðu jafnvægi. Það er stöðug spurn eftir villtum fiski, hún fer vaxandi og verð hefur farið hækkandi þó það hafi vissulega gefið eftir, í kringum efnahagshrunið og eftir það. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fluttu utan afurðir fyrir um 200 milljarða króna á síðasta ári og það hlýtur að vera sameiginlegt markmið og verkefni þeirra sem koma að þessum málum að draga úr kostnaði, auka tekjurnar og gera rekstur fyrirtækjanna arðbærari. Það gerum við ekki með þeirri umræðu sem fram hefur farið á síðustu mánuðum og misserum. Þvert á móti þurfum við að ná sátt um að allt vistkerfi sjávarútvegsins, fyrirtækin, vísindamennirnir og stjórnvöld vinni saman. Svona neikvæð umræða, eins og átt hefur sér stað um sjávarútveginn alltof lengi, hefur lamandi og truflandi áhrif auk þess sem hún dregur úr trúnaði og brýtur niður samstarfsvilja á milli fyrirtækjanna og stjórnvalda og annarra þeirra sem að málum koma og þurfa að vinna náið saman. Hún dregur úr áræðni

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda.

manna til að ráðast í ný verkefni og fjárfestingar.“ Yfirlýsingar einstakra stjórnmálamanna vonbrigði - Umræðan um svokallaða fyrningarleið kvótans hefur verið mjög fyrirferðarmikil en má ekki segja að búið sé að sópa henni út af borðinu með tillögum hinnar svokölluðu sáttarnefndar? ,,Maður fylltist bjartsýni þegar sáttanefndin var skipuð og mér fannst þá að málinu hafi verið fundinn réttur farvegur með því að þeir sem hafa skoðanir á þessum málum og málið varðar, settust niður og reyndu að finna sameiginlega lausn. Nú hefur nefndin loksins skilað tillögum en yfirlýsingar einstakra stjórnmálamanna í framhaldi af því hafa hins vegar valdið mér miklum vonbrigðum. Þessar yfirlýsingar fela í sér að viðkomandi virðast líta svo á að sáttanefndin hafi verið sett á laggirnar nánast upp á punt og nú sé hægt að ráðast í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem eru á skjön við tillögur nefndarinnar. Nú sé hægt að dusta rykið af tillögum um fyrningarleiðina og ráðast í þær breytingar sem allan tímann hafi staðið til að gera. Ef það er stefna stjórnvalda þá veldur hún miklum vonbrigðum. Ef menn sjá hins vegar að sér og einbeita sér að því að útfæra tillögur nefndarinnar, sem vann gott starf að mínu mati, þá er von til þess að það náist að skapa sátt og fá einhvern botn í málið.“

Ekki hægt að reikna sig inn í ESB - Umræðan um aðild að Evrópusambandinu og það hvort rétt sé að óska eftir aðild hefur verið mjög fyrirferðarmikil að undanförnu og hún á vafalítið bara eftir að aukast. Hvað finnst þér um þessa umræðu? ,,Mér finnst umræðan hafa rist mjög grunnt og ekki vera mjög vel ígrunduð. Stuðningsmenn aðildar hafa í flestum tilvikum talað þannig að það sé mögulegt að nánast reikna sig inn í sambandið og rætt er um kalt hagsmunamat hvað það varðar. Einnig hefur verið rætt um þær upphæðir sem Íslendingar gætu sparað sér með ESB aðild. Allt þetta tengist fyrst og fremst upptöku evrunnar sem gjaldmiðils. Við þetta er ýmislegt að athuga. Menn verða til að byrja með að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir vilji að Ísland gangi í ESB á þeim forsendum sem lágu til grundvallar þegar sambandið var stofnað og þeim sem unnið er eftir. Það snýst um miklu meira en bara kalt hagsmunamat. Það snýst ekki síður um hugsjónir. Ég tel að hægt sé að ná fram ýmsu af þeim ávinningi sem upptaka evrunnar vissulega væri með öðru móti en því að ganga í ESB. Þetta hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti með því að íslensk útflutningsfyrirtæki eru farin að gera upp í evrum og það hefur slegið á óstöðugleikann sem fylgir íslenska gjaldmiðlinum. Hagsmunirnir sem takast á eru annars vegar löngun manna í evruna

og hins vegar ótti manna við að fara með sjávarútveginn inn í meingallað sjávarútvegskerfi ESB. Það deilir enginn um að kerfið er arfavitlaust og það hefur verið gagnrýnt harðlega ytra af þarlendum sjávarútvegsmönnum að sjávarútvegskerfi ESB skuli ekki vera breytt og Ísland hefur oftar en ekki verið nefnt sem fyrirmynd í þeim efnum. Ég tel því að öllum sé hollt að umræðan hér heima sé víkkuð út og að hugað sé að fleiri sjónarmiðum í því sambandi.“ - Er samt nokkuð að því að farið sé í aðildarviðræður við ESB til að kanna hvað hangi á spýtunni og hvað sé í boði? ,,Það má vera að það sé praktísk og óhjákvæmileg leið að fara í viðræður og leiða þær til lykta en ég hef hins vegar aldrei almennilega skilið að það þurfi að fara í flóknar samningaviðræður til þess að átta sig á því hvað hangi á spýtunni. Að mínu viti liggur það ljóst fyrir hvað í því felst að vera aðili að ESB og viðræðurnar munu fyrst og síðast snúast um það hvernig Íslendingar geti lagað sig að regluverki ESB. Ég hef stundum notað þá líkingu að ef einhver vill gerast félagi í Rotaryklúbbi þá gerist það ekki með því að viðkomandi byrji á því að semja um það hvort fundir eigi að vera á fimmtudögum í stað miðvikudaga eða hvort funda eigi frekar á Hótel Nordica en Hótel Sögu. Annað hvort er sagt já takk eða ekki.

Mynd: Kristján Maack

Ávinningurinn af aðild eru aðgangur að Seðlabanka Evrópu og evran en hana fengjum við ekki að taka upp næstu árin á meðan við værum að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru. Við fengjum hins vegar alla gallana um leið. Ókostirnir eru verulegir og þá ekki síst fyrir sjávarútveginn en stjórn hans myndi færast til Brussel. Sjávarútvegur er ekki rekinn sem eiginleg atvinnugrein innan ESB, heldur miklu frekar sem eins konar félagslegt vandamál á meðan Íslendingar eru að reka sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að skila eigendum sínum og þjóðarbúinu arði. Til þess þó að gæta allrar sanngirni er rétt að nefna að Íslendingar sem aðilar að ESB myndu fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hugsanlega vinna þeim stuðning á komandi árum. Burtséð frá þessu þá tel ég reyndar að rétt sé að stefna að því að hægt verði að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru varðandi upptöku evru, hvort sem Ísland verður utan eða innan sambandsins. Þetta eru heilbrigð skilyrði sem fela í sér lágt vaxtastig, litla verðbólgu, lítið flökt á genginu og lítinn fjárlagahalla,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson. www.hbgrandi.is


SÓKNARFÆRI | 7


8 | SÓKNARFÆRI

Samningaleiðin verði farin engin sérákvæði umfram nýtingu annarra auðlinda landsins og að þjóðin fái í sinn hlut tekjur af nýtingunni.“

Björn Valur Gíslason, alþingismaður og varaformaður nefndar um framtíðarskipan fiskiveiðistjórnunar, sáttanefndarinnar svokölluðu, vill að Alþingi staðfesti þá leið sem mikill meirihluti nefndarinnar lagði til hvað varðar framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarinnar, samningaleiðina. Hann hafnar einnig þeim sjónarmiðum, sem fram hafa komið í umræðunni í kjölfar skýrslu nefndarinnar, að tillögurnar endurspegli ekki vilja fólks í samfélaginu. „Já, ég hafna því algjörlega að inn í starf okkar hafi ekki skilað sér sjónarmið sem endurspegli vilja þjóðarinnar. Þarna voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka, sveitarfélaga, launafólks og hagsmunasamtaka í sjávarútvegi. Mér er spurn: hvaða stóri hópur í þjóðfélaginu ætti það að vera sem stendur þarna fyrir utan og er allt annarrar skoðunar? Við vorum með sjónarmið allra við borðið og hin breiða samstaða, sem varð um lokaniðurstöðu starfshópsins, er að mínu mati skilaboð um leið sem víðtæk samstaða á að geta náðst um í þjóðfélaginu. Það er einmitt í anda þess sem lagt var upp með.“ Ný hugmyndafræði Á það hefur verið bent í kjölfar skýrslu nefndarinnar að út af borðinu standi útfærslurnar og þar séu einmitt stóru átakalínurnar. Björn Valur segir það vissulega rétt og á því geti verið margar skoðanir hvort t.d. eigi að gera samninga við útgerðir um nýtingarrétt auðlindarinnar í 20 ár, 30 ár eða bara 10 ár. Fram hjá því megi hins vegar ekki horfa að meirihlutatillaga hópsins um samningaleið sé sátt um hugmyndafræði sem setji nýtingu sjávarauðlindanna á sama bekk og annarra auðlinda landsins. Þjóðin eigi þær, semji við þá sem vilji nýta þær og fái fyrir nýtinguna gjald í sameiginlegan sjóð. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hvaða verkefni ráðherra fól nefndinni. Okkar hlutverk var að greina álitaefni í núgildandi lögum um fiskveiðistjórnun, greina þau og koma með tillögur til úrbóta. Þetta gerði nefndin og skilaði af sér kafla um hvert einasta ágreiningsefni. Við

Björn Valur Gíslason alþingismaður hefur verið sjómaður í yfir 30 ár. Hann væntir þess að stuðningur við svokallaða samningaleið aukist jafnframt umræðunni sem fram muni fara um fiskveiðistjórnunina á Alþingi í vetur. „Þeirri gagnrýni á störf nefndarinnar að hún sé að skila af sér tillögum um óbreytt fiskiveiðistjórnunarkerfi vísa ég algerlega á bug, því fátt er fjarri sanni,“ segir hann. Mynd: JÓH

kölluðum eftir sjónarmiðum allra við borðið, greindum hvar línur liggja saman og hvar ekki. Út úr þessu komu síðan beinar tillögur nefndarinnar og mér finnst nauðsynlegt að undirstrika að um þær var mikill meirihluti nefndarinnar sammála. Skýrsla nefndarinnar er öllum opin og hún ber þess glöggt merki að við fórum ítarlega yfir allt sviðið, köfuðum ofan í mjög marga þætti og náðum niðurstöðu sem hægt er að byggja á. Í starfi okkar fengum við ítarleg gögn í hendur, svo sem um skuldastöðu sjávarútvegsins, áhrif af innköllun aflaheimilda og fleira þannig að niðurstaða okkar byggist á mikilli, og að mínu mati faglegri, vinnu. Mér finnst líka ástæða til að ítreka að samningaleiðin varð til og þróaðist í starfshópn-

um en var ekki hugmynd sem komið var með utan frá til okkar. Þetta atriði finnst mér treysta þann grunn sem samningaleiðin byggist á.“ Í anda stjórnarsáttmálans Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er því markmiði lýst að ná skuli sem mestri sátt um stjórn fiskveiða og að rétturinn til nýtingar á fiskveiðiauðlindinni verði tímabundinn og myndi aldrei og ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt þeirra sem hana nýta. „Út frá þessu tvennu unnum við og þegar ég segi að góður meirihluti hafi myndast um meirihlutaniðurstöðuna þá merkir það af þeim 20 manna hópi, sem nefndina skipaði, voru aðeins einn eða tveir annarrar skoðunar,“ segir Björn Valur. Fram-

undan er að útfæra frumvarp í kjölfar skýrslu nefndarinnar og leggja fyrir Alþingi. Hann segist vona að frumvarpið komi fram í lok haustþings og verði afgreitt á vorþingi. Með því verði vonandi eytt allri mögulegri óvissu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarinnar. „Vissulega verður deilt um ýmsa efnisþætti væntanlegra nýtingarréttarsamninga, lengd þeirra, hver gjaldtakan á að vera, hvernig á að endurskoða samningana, gagnkvæmar skyldur samningsaðila og þannig gæti ég talið upp. Þar kemur að hlutverki og verkefni okkar stjórnmálamanna að leysa. Stóra atriðið er samt það að við erum að nálgast hugmyndafræðilega breytingu sem byggist á því skýra atriði að þjóðin eigi auðlindina, að um hana gildi

Uppboðsleiðin er ófær Björn Valur fer ekki dult með andstöðu sína við þá leið að innkalla og bjóða upp aflaheimildir. „Hún færir starfsfólki í fiskvinnslu og sjómönnum klárlega ekki atvinnuöryggi. Fyrirtækin í sjávarútvegi sjá ekki langt fram í tímann, þar með halda þau að sér höndum í fjárfestingum og uppbyggingu. Greinin verður með öðrum orðum veikburða og á erfiðara með að fjármagna sig og allt leiðir þetta til þess að sjávarútvegsbyggðirnar veikjast. Ég hef því aldrei séð að þessi leið geti þjónað hagsmunum bæði þjóðarinnar og sjávarútvegsins. Ég hef aldrei treyst á ósýnilega hönd markaðarins og geri það heldur ekki í þessu tilfelli, þar sem gert er ráð fyrir að heimildir til að nýta fiskistofna við landið verði reglulega boðnar upp á stefnulausum markaði.“ Eins og áður segir var viðfangsefni nefndarinnar víðtækara en svo að fjalla aðeins um fiskveiðistjórnunina sem slíka. Ein af megintillögum hennar er að eftirleiðis verði annars vegar fest í sessi hlutfall úthlutaðra aflaheimilda og hins vegar pottur sem nýttur verði í séraðgerðir. „Með séraðgerðum er átt við t.d. byggðakvóta, strandveiðikerfi, línuívilnun og aðrar sértækar aðgerðir sem stuðst hefur verið við á undanförnum árum og sátt er um að halda áfram í einhverri mynd. Þetta þýðir að lögfest verði hvernig skipting verði þarna á milli og þar með njóta báðir pottar aukinnar úthlutunar aflaheimilda og taka þá sömuleiðis á sig skerðingu þegar það á við. Hvort byggðakvóti eða strandveiðikerfi verður áfram í núverandi formi er í mínum huga ekki aðalatriði til framtíðar heldur hitt að viðurkennt sé að ákveðnu hlutfalli aflaheimilda sé ráðstafað í sértækum tilgangi. Þannig náum við m.a. markmiðum okkar um að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og í leiðinni þau markmið, sem alla tíð hafa verið í lögum um stjórn fiskveiða, þ.e. að treysta byggð og stuðla að atvinnu í landinu öllu.“ Ekki tillögur um óbreytt kerfi Björn Valur hefur verið til sjós í yfir 30 ár og þekkir umræðuna meðal sjómanna mæta vel. Hann segir að líkast til sé umræðan um kvótakerfið hvergi harðari en á sjónum en telur að samningaleiðin fari næst því að sætta sjónarmiðin. „Ég er lánsamur að þekkja af langri reynslu viðhorf manna á sjónum og þekkja til fjölda fólks víðs vegar í sjávarútveginum. Auðvitað hef ég nýtt mér þessi sambönd til að móta hugmyndir um hvernig sé hægt að gera breytingar sem næðu fram markmiðum um nýtingarstefnu, starfsöryggi í greininni, framtíðarfyrirkomulag og svo framvegis. Ég vísa því á bug þeirri gagnrýni á störf nefndarinnar að hún sé að skila af sér tillögum um óbreytt fiskiveiðistjórnunarkerfi. Það er fjarri sanni. Ég á von á að stuðningur við samningaleiðina aukist eftir því sem menn kynnast henni betur í umræðum í vetur. Þess vegna vona ég að samningaleiðin verði inntak þess frumvarps sem væntanlegt er um þessi mál,“ segir Björn Valur Gíslason alþingismaður.


SÓKNARFÆRI | 9

Sjóflutningar fyrir Íslendinga í 96 ár

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


10 | SÓKNARFÆRI

Hljóðláta byltingin

Fyrr á öldum var fullnýting boðorð dagsins, fæða og hráefni var einfaldlega af skornum skammti svo að allt þurfti að nýta. Það sem ekki var saltað eða hert til útflutnings var saltað, súrsað, hert eða kæst til heimanota. Ágæt dæmi eru um það í bókunum um íslenska sjávarhætti eftir Lúðvík Kristjánsson hvernig verka mætti og nýta nánast alla hluta fisksins. Hugsunarhátturinn virðist svo breytast á 20. öldinni, fiskistofnar voru ennþá vannýttir og tæknibyltingar gerðu það kleyft að moka upp miklu magni á skömmum tíma. Áherslurnar breyttust yfir í það að hugsa sem mest um magnið, að nýta það verðmætasta af fiskinum en restin fór í hafið aftur, eða í bræðslu. Fullnýting hráefnis átti þá ekki upp á pallborðið nema í undantekningartilfellum. En er þetta kannski að breytast aftur? Ef vel er skoðað yfir sviðið kemur nefnilega í ljós að mikið er um að vera varðandi nýtingu aukaafurða, tæknin er farin að opna ýmsa nýja möguleika. Líklega er gæðavitundin einnig að breytast og nýir markaðir að finnast eða skapast. Nú á síðastliðnum árum hafa menn því aftur fengið áhuga á að vinna verðmæti úr sem flestum hlutum fisksins. Á undanförnum árum hafa einyrkjar og fyrirtæki hafið vinnslu á nýjum afurðum unnum úr aukaafurðum sjávarafurða með öðrum hætti en áður var gert. Markmið þeirra er að vinna aukaafurðir og ná fram meiri virðisauka en mögulegt hefði þótt áður. Slík verðmætasköpun þarfnast þekkingar og hugmyndaauðgi því varan sem unnin er úr aukaafurðum getur verið gjörólík þeim fiskúrgangi sem áður var hent. Markmið eftirfarandi upptalningar er að fræða lesendur stuttlega um nokkrar vörur sem hafa það sameiginlegt að hráefni til vinnslu þeirra má flokka sem aukaafurðir úr þorski og þóttu lítils virði fyrir tiltölulega fáum árum. Sumar þeirra er búið að markaðssetja eða eru enn í þróun. Sem dæmi um fyrirtæki, sem starfa innan matvælaiðnaðar, má

Þyngdarhlutfall Miðað við 1 Einingarverð af óslægðum kar (300 kg) (kr/kg) FOB

Gellur

Samtals krónur

1,0%

3

1.770

5.310

22,0%

66

312

20.592

3,0%

9

?

40,0%

120

1.187

Afskurður

6,0%

18

400

7.200

Hryggur, uggar

5,0%

15

200

3.000

Roð

6,0%

18

367

6.600 4.800

Þorskfés Augu, heili, kvarnir Flak

142.440

Sundmagi

2,0%

6

800

Magi, skúflagnar, garnir

5,0%

15

?

Hrogn

2,0%

6

600

3.600

Svil

2,0%

6

125

750

Lifur

5,0%

15

565

8.475

Hjarta, nýru, blóð, gallblaðra, milta, þvagblaðra 1,0%

3

?

300

6.326

Samtals

100%

202.767

nefna Grýtu ehf. á Blönduósi, sem framleiðir bragðefni og súpur úr fiskipróteinum sem nær eingöngu eru fengin úr aukaafurðum. Bragðefnin eru seld sem náttúruafurð og kaupendur eru í flestum tilfellum erlend matvælafyrirtæki sem starfa á markaði með íblöndunarefni. Norðurbragð ehf. á Höfn í

Hornafirði notar meltingarensím þorsks til þess að draga út bragðefni nokkurra tegunda sjávarfangs við lægri hitastig en hefðbundnar aðferðir og á sú aðferð að ná kraftmeira bragði og auknum gæðum. Helstu viðskiptavinir eru erlend fyrirtæki og veitingarhús. Á Siglufirði starfar fyrirtækið SiglÓl, sem hefur þróað framleiðslu á matarpökkum fyrir neyðarsvæði úr meltingarfærum þorsks og ýsu. Afurðin er karrýréttur með svipaða áferð og plokkfiskur, niðursoðinn í plastumbúðir og getur endst í allt að þrjú ár. Um þessa dagana er unnið að markaðssetningu neyðarpakkana meðal hjálparstofnana. Á Sauðárkróki er starfrækt fyrirtæki sem nefnist Iceprotein og er í eigu Fisk-Seafood. Þar hefur verið lokið við þróunarferli á notkun fiskpróteina úr afskurði til þess að þyngja hefðbundin fiskflök með uppleystum próteinum úr afskurði af sama fiski. Aðferðin hefur ekki áhrif á lit, bragð eða áferð fiskflaksins því próteinin sem bindast í fiskholdið eru samskonar og þau sem bætt er við. Kaupfélag Skagfirðinga framleiðir refafóður úr slógi í Skagafirði og af Tröllaskaganum. Það greiðir ekkert fyrir slógið en sér sjálft um að borga flutningskostnað. Í dag kostar ekkert að farga slógi, t.d. á Siglufirði, en uppi eru umræður um að koma á förgunargjaldi. Með því að senda afgangs slóg til KS verður ekki þörf að farga slógi og þannig er hægt að losna við förgunargjald. Margir kannast vonandi við Pemzyne, húðsmyrsl sem unnið er úr meltingarensímum þorsks. Pemzyne inniheldur djúpvikra efnahvata, sem verða ofurvirkir við hitastig mannshúðar og hafa margvísleg-

ar jákvæðar verkanir á húð, liði og vöðva. Pemzyne er framleitt af Ensímtækni ehf. og er afrakstur áralangra rannsókna og þróunarvinnu sem leidd hefur verið af dr. Jón Braga Bjarnasyni. Húðvörurnar eru markaðssettar sem hágæða snyrtivörur án óæskilegra aukaefna. Að auki hafa verið þróaðar munnhirðuvörur með þorskensím sem uppistöðuefni. Slíkar vörur eru ætlaðar hermönnum en geta einnig nýst almenningi. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að útgerðir og fiskvinnslur hirði roð sem til fellur vegna vinnslu á hefðbundnum sjávarafurðum. Roðið er til dæmis flutt út frosið til framleiðslu á matarlími eða kollageni til nota í mat eða snyrtivörur. Mun fleiri möguleikar eru hins vegar í vinnslu á fiskroði. Á Sauðárkróki er starfrækt fyrirtækið Sjávarleður hf. sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða fiskleðri, sem aðallega er selt til erlendra aðila sem framleiða hágæða merkjavöru úr leðri. Ýmsir einstaklingar og smærri fyrirtæki hafa einnig nýtt sér fiskroð sem hráefni í nýungar á sviði hönnunarvara. Hönnuðirnir Fanney Antonsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir sköpuðu veggljós úr heilu þorskroði sem hafa verið til sýningar á söfnum víða um heim. Ljósin eru seld sem hönnun/listaverk og eru verðlögð samkvæmt því . Róshildur Jónsdóttir gerir listaverk úr þorskbeinum undir merkjum Hugdettu og hefur einnig hannað fiskbeinamódel. Uppistaða hráefnisins eru þorskbein sem hreinsuð hafa verið með ýmsum hætti, þ.m.t. ensímum. Fyrirtækið Kerecis þróar lækningavörur fyrir heilbrigðisgeirann og er með sjö einkaleyfi í ferli. Flestar vörur fyrirtækisins eru enn á rannsóknarstigi en mislangt komnar. Helst má nefna sáraumbúðir sem unnar eru úr þorskroði og eru ætlaðar til meðhöndlunar á þrálátum sárum hjá eldra fólki sem annars á að hættu að verða aflimað Önnur vara, sem Kerecis er með í þróun, er stoðefni fyrir vef sem hugsað er til meðhöndlunar á kviðsliti. Slík vara en mjög verðmæt en að sama skapi þarfnast hún ýtarlegra prófanna til að uppfylla ströng skilyrði. Upptalningin hér að framan er ekki tæmandi og má því segja að mikil gróska sé í notkun aukaafurða sjávarafurða sem spannar vítt svið mismunandi hugvits, hráefnis, vöruþróunar og markaða. Athyglisvert verður að fylgjast með frekari þróun á nýtingu aukaafurða í framtíðinni ef fleiri hugmyndir verða að veruleika. Í framhaldi af samantektinni

ákváðum að gera í meðfylgjandi töflu örstutta fræðilega úttekt á því hvernig hægt að að skipta einu kari af þorski í margar afurðir Einingaverð afurðanna eru fengin úr útflutningstölum hjá Hagstofunni. Karið með óunnum þorski er hægt að fá á um 100.000 kr á fiskmörkuðum. Það skal tekið fram að margar af þessum tölum eru bara áætlanir, sérstaklega hvað varðar hlutföll af óslægðri þyngd. Hlutföllin breytast líka mikið með ástandi fisksins. Hér erum við þó búnir að reikna okkur upp í 200.000 kr. fyrir eitt kar af þorski og er þá í flestum tilfellum „einungis“ um hefðbundnar afurðir að ræða. Ef við gefum okkur tíma til að gjörnýta þorskinn og safna öllum líffærum er hægt að gera verðmætin meiri, til dæmis eru ennþá 9% eftir af þorskinum skv. meðfylgjandi töflu. Augun eru rík af omega-3 fitusýrum, sem eru afar hollar og mætti eflaust nýta. Augun falla t.d. frá þegar þorskfés eru unnin og er því auðvelt að safna. Af fésunum mætti líka taka tálknin og þurrka sérstaklega, því við fundum vísbendingar um að þau væru notuð í kynörvandi lyf í Asíu. Heilinn er nú ekki stór í þorski en hann er einnig ríkur af omega-3 fitusýrum. Tilraunir hafa verið gerðar til að blanda honum við fóður fyrir svifdýr, sem síðan eru fóður fyrir fisklirfur í eldi. Þannig fæst mjög góð fæðusamsetning fyrir lirfurnar. Kannski reynist mögulegt að sjúga heilann með vélvæddum hætti þegar hausar eru klofnir. Kvarnir voru notaðar sem leikföng í gamla daga, sennilega gengi það ekki nú til dags. En gætu verið notaðar í skart eða mynjavörur. Sundmagann má salta og borða og vitum við dæmi þess að hann sé hirtur. Svipað gildir um magann sjálfan þó svo að erfitt er að verðleggja hann vegna þess hve lítill markaðurinn er í dag. Skúflangana má nota til að vinna úr þeim ensím en einnig hafa þeir verið notaðir sem viðbætir í fiskisósu að asískri fyrirmynd. Sé þeim bætt við verður sósan mun betri vegna ensímvirkni í skúflöngunum. Garnirnar má eflaust nota líka, en vandamálið við þær er að þær þarf að hreinsa, sem er tímafrekt. Tilraun var gerð árin 1961 til 1963 að safna gallblöðrum og vinna úr þeim kólinsýru sem notuð var í gigtarlyf. Það reyndist ekki arðbært en skoða mætti hvort eitthvað þvíumlíkt er hægt að gera enn betur nú til dags með betri tækni. Úr miltanu er svo hægt að vinna ensímið trypsín sem hægt er að nota á margan hátt. Við fundum engar upplýsingar um hvað hægt væri að gera með hjartað, þvagblöðruna og nýrun enda allt mjög lítil líffæri. Hins vegar fundum við dæmi um að laxablóð væri hirt, þurrkað og notað í dýrafóður. Hér skal skýrt tekið fram að tvö mikilvæg atriði höfum við algjörlega leitt hjá okkur, annars vegar er það kostnaðurinn og tíminn við að vinna afurðina og hins vegar að kanna hvað stórir markaðir eru til staðar fyrir hana. Viljum við þó meina að þrátt fyrir að í dag séu nýttir fjölmargir hlutar þorsksins má samkvæmt ofangreindu gera enn betur. Höfundar eru Bjarni Eiríksson og Hreiðar Þór Valtýsson, starfsmenn Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar við Háskólann á Akureyri.


SÓKNARFÆRI | 11

Það besta er aldrei of gott! Góðar úrlausnir byggjast á faglegri þekkingu og vönduðum búnaði

Stjórnendum í sjávarútvegi og fiskvinnslu er mikið í mun að öll áhöld, tæki og vélar, bæði í landi og um borð, séu í góðu lagi. Vandaðar vörur þurfa minna viðhald og lipur þjónusta í landi kemur í veg fyrir kostnaðarsamar tafir, sem skapar mikið öryggi og sparnað í rekstri. Danfoss hf. hefur kappkostað að bjóða landsmönnum heimsþekktar gæðavörur, tryggan lager og góða þjónustu. Hjá Danfoss hf. starfa tæknimenn með góða sérþekkingu hver á sínu sviði. Þeir leggja sig fram um að aðstoða við val á rétta búnaðinum við hvert úrlausnarefni. Stjórnbúnaður fyrir hita-, kæli- og frystikerfi • Veitubúnaður • Hraðabreytar • Iðnaðarstýringar • Dælur Rafsuðubúnaður • Varmaskiptar • Hitablásarar • Vökvabúnaður • Lokar • Hita- og þrýstimælar og fl.

Danfoss hf •

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is


12 | SÓKNARFÆRI

Sagan um varðskipið Óðinn í hálfa öld

„Óðinn var bæði varðskip og björgunarskip. Í þá tæpu hálfu öld sem hann stundaði gæslustörf voru friðartímar lengst af og sinnti hann þá mest almennu fiskveiðieftirliti. Í nokkur ár voru hins vegar háð landhelgisstríð sem höfðu yfir sér allt annað yfirbragð. Óðinn var síðan einnig björgunarskip og þjónustuskip við hinar afskekktari byggðir landsins. Óðinn kom við sögu í alls kyns verkefnum umhverfis landið og á fastalandinu einnig og þegar grannt er skoðað þá hefur líkast til ekkert skip tengst jafnmörgum Íslendingum á 20. öldinni með einum eða öðrum hætti,“ segir Helgi M. Sigurðsson sagnfræðingur sem þessa dagana er að leggja lokahönd á bók sem kemur út nú í haust í tilefni af hálfrar aldar afmæli varðskipsins Óðins. Bókin er gefin út af Víkinni - Sjóminjasafninu í Reykjavík en varðskipið Óðinn er hluti af safninu. Víraklippurnar skæðasta vopnið Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959 og kom til landsins þann 27. janúar árið 1960. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. Það er m.a. búið þyrlupalli og var eitt af fáum slíkum í N-Evrópu á þeim tíma. Öflugasta vopn skipsins var 57 millimetra fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna en þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar. Óðinn klippti veiðarfæri aftan úr um 30 breskum togurum í þorskastríðunum við takmarkaða hrifningu Breta. Mörgum eru einnig í fersku minni ásiglingar bresku herskipanna á Óðinn og önnur íslensk varðskip en samkvæmt gögnum sem Helgi hefur aflað hjá breskum hermálayfirvöldum varð Óðinn tíu sinnum fyrir því. „Þorskastríðin á árabilinu 1972 til 1976 eru alveg sér á parti í sögu Óðins. Þá fylgdi því mikil spenna að vera í áhöfn varðskipsins. En á sjöunda áratugnum var líka mikið um að Óðinn tæki breska togara í landhelgi og færði til hafnar. Í kringum

Varðskipið Óðinn leggst að bryggju í fyrsta sinn í janúar árið 1960.

Tíu sinnum sigldu bresku freigáturnar á varðskipið Óðinn. Hér sjást skemmdirnar eftir eina slíka.

það var stundum hasar og til að mynda stakk einn breski togarinn af úr Reykjavíkurhöfn með tvo lögreglumenn um borð,“ segir Helgi. Í bókinni eru fimmtán greinar og ellefu viðtöl við menn úr áhöfn skipsins en til gamans má geta þess að á þeim 50 árum sem varðskipið Óðinn var í þjónustu fyrir Landhelgisgæsluna voru samanlagt 1.430 manns skráðir í áhöfn þess! Síðasta sjóferð Óðins var farin í júní 2006.

Óðinn bjargaði á sínum tíma fjölda mannslífa og kom til hjálpar vegna slysa og hamfara, hvort heldur var á sjó eða í sjávarbyggðum landsins.

Netaverkstæði Suðurnesja Brekkustíg 41, 260 Reykjanesbær Símar 421 2270, 421 2470, 897 8370 Fax 421 4301 - Netfang net@internet.is

Veitum alla veiðarfæraþjónustu:  Rækjutroll  Dragnætur  Síldarnætur

 Fiskitroll  Loðnunætur  Víraverkstæði

Björgunar- og þjónustuskip með forsetasvítu! „Eftir síðasta þorskastríðið datt stemningin um borð dálítið niður og sumir þeirra sem höfðu vanist spennunni og hasarnum misstu áhugann. En það er einnig mjög merkilegt að skoða hlutverk Óðins sem björgunar- og þjónustuskips. Alls bjargaði hann um 200 bátum og skipum úr strandi, frá eldsvoða eða öðrum hremmingum, einnig fjölda mannslífa, meðal annars fimm áhöfnum, tók þátt í aðgerðum vegna náttúruhamfara, hvort sem það voru eldgos eða snjóflóð, flutti sjúka og slaðsaða og þannig mætti áfram telja. Af einstökum atburðum ber fyrst að nefna óveðrið í Djúpinu árið 1968 þegar tveir togarar og einn vertíðarbátur fórust sömu nóttina. Óðinsmenn björguðu þá átján manna áhöfn og voru heiðraðir fyrir með ýmsum hætti. Óðinn fór líka til Vestmannaeyja þegar þar gaus, til Flateyrar þegar snjóflóðið féll 1995, hann var fylgdarskip síldarbáta við Bjarnarey 1968 og íslensku togaranna í Smugunni á árunum 199496,“ segir Helgi. Óðinn var hannaður með tvöföldum botni og sérstyrktum byrðing og gat skipið því siglt í ís og við aðrar mjög erfiðar aðstæður, sem kom ekki síst að góðum notum á hafísárunum 1965-71. „Ég hygg að Vestfirðir hafi verið það landsvæði sem Óðinn veitti hvað mesta þjónustu enda samgöngur oft erfiðar við staðina þar að vetrarlagi. Síðan var Óðinn vitaskip í nokkur ár, ásamt öðru. Og þess má geta að í skipinu er sérstök forsetasvíta sem Ásgeir Ásgeirsson var mjög duglegur að nýta sér til opinberra heimsókna um landið. Auk forsetans nýttu embættismenn, alþingismenn og slíkir skipið til að sinna sínum erindum út um landið,“ segir Helgi. Þess má geta að núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af stofnendum Hollvinasamtaka Óðins. www.sjominjasafn.is


SÓKNARFÆRI | 13


14 | SÓKNARFÆRI

Reynsluboltar í fiskflutningum hjá útflutningsdeild Samskipa

Þeir hafa séð tímana tvenna þeir Hjálmar Diego og Óskar Gíslason hjá útflutningsdeild Samskipa enda hafa þeir verið viðriðnir fisk og sjómennsku í 40-50 ár og komið víða við, verið stýrimenn og skipstjórar á fiskiskipum og fraktskipum, bæði heima og erlendis. Síðustu tvo áratugina eða svo hafa þeir verið munstraðir hjá útflutningsdeild Samskipa þar sem áratuga reynsla og persónuleg tengsl í greininni hafa svo sannarlega komið að góðum notum við að sinna fiskflutningum um allan heim. „Ég byrjaði hjá Skipadeild Sambandsins 1967 en kláraði Stýrimannaskólann árið 1969. Ég var bæði stýrimaður og skipstjóri á farskipum Sambandsins og síðar Samskipa. Um tíma var ég stýrimaður hjá Hafró og starfaði einnig hjá Skipafélaginu Víkur en ég byrjaði hins vegar sem togarasjómaður árið 1960. Allra fyrst fór ég samt til sjós sem messagutti árið 1957, þá 14 ára gamall,“ sagði Hjálmar Diego þegar tíðindamaður Sóknarfæris tók hús á þeim félögum, honum og Óskari Gíslasyni, í höfuðstöðvum Samskipa við Kjalarvog í Sundahöfn á dögunum. „Ég er líka búinn með allan pakkann,“ segir Óskar sem byrjaði til sjós árið 1969 á vertíðar- og nótabátum og fór svo í farmanninn 1974, eftir Stýrimannaskólann, og var m.a. stýrimaður og skipstjóri bæði hjá Hafskipi og Samskipum.

Þeir hafa líka báðir verið skipaverkstjórar við losun og lestun og muna vel tímann fyrir gámavæðingu vöruflutninganna. Bylting í vörumeðhöndlun og vinnubrögðum „Já, við Íslendingar tókum þetta með trompi og þetta var bara bylting í vörumeðhöndlun,“ segir Hjálmar en fyrir tíma gámanna var öll vara annað hvort lestuð og losuð í stroffum eða laus á brettum. Fyrirkomulag vöruflutninganna var líka annað, þá var t.d. siglt hringinn í kringum landið og farið inn á hverja vík eftir nokkrum tonnum, hvort sem hafnaraðstaða var fyrir hendi eða ekki. „Þetta var mikil handavinna og tímafrek, eins og öll vinna áður en aukin vélvæðing kom til sögunnar,“ segir Hjálmar og Óskar bætir við að það hafi ekki ríkt mikil tiltrú þegar var verið að byrja með fyrstu gámana, sem voru bara 8 eða 10 fet. „Þá var nú sagt að það myndi aldrei takast að gámavæða flutninga á Íslandi,“ segir Óskar hlæjandi. Reyndin hafi orðið önnur og líklega hafi ekkert land gámavæðst eins hratt og Ísland. Gámarnir leiddu einnig til mikilla umskipta í fiskútflutningi en fyrstu tilraunirnar til að flytja ferskan gámafiskfisk á markað erlendis voru um 1983. Þar voru framleiðendur í Vestmannaeyjum fremstir í flokki.

Yfir lönd – yfir höf Samskip hafa byggt upp heildarþjónustu á sviði flutninga, vörustýringar og vörumeðhöndlunar, innanlands sem utan. Félagið býður viðskiptavinum sínum flutninga um allan heim, geymslu á vörum á Íslandi eða erlendis og ráðgjöf vegna flutninga og birgða. Þrjú flutningaskip eru í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu, Arnarfell og Helgafell eru á vikulegri „fiskirútu“ til Bretlandseyja og Rotterdam með viðkomu í Vestmannaeyjum. Þriðja skipið sinnir aðallega álútflutningi með viðkomu á níu daga fresti á Reyðarfirði.

Fyrir gámavæðingu. Uppskipun í Reykjavíkurhöfn 1973.

Hraðinn skiptir sköpum í ferskfiskinum „Þetta voru bara þurrgámar með einangrunarplasti og svo var fiskurinn ísaður,“ segir Hjálmar og bætir við að nú sé öldin önnur, komnir hágæða kæligámar og allt kapp lagt á að koma fiskinum sem ferskustum á markað. „Já, útflytjendur vilja að þetta gangi hratt fyrir sig,“ bætir Óskar við og undirstrikar að í sjávarútvegi í dag sé ekki til neinn svokallaður „þolinmóður varningur“ sem rætt hafi verið um sem forsendu fyrir því að taka upp strandsiglingar að nýju. Markaðurinn kalli á skjótari lausnir. Kreppan og áhrif hennar á flutningabransann berst að sjálfsögðu í tal og eru þeir félagar báðir á því að greinin sé hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Mikil aðlögun hafi vissulega átt sér stað hjá Samskipum en félagið njóti þess að álútflutning-

Þurrkaðu vettlinga og stígvél með LOFTUR þurrkar blauta vettlinga og vot stígvél LOFTUR þurrkar gegnvotan búnað á 30 mínútum LOFTUR borgar sig því fatnaður endist lengur LOFTUR gerir vinnuna léttari LOFTUR er viðhaldsfrír LOFTUR er öruggur LOFTUR hefur mikla reynslu. Hann er í skipum, fiskvinnslu­ stöðvum, fiskeldisstöðvum, olíuborpöllum. LOFTUR er með CE merkingu frá framleiðanda.

Strandgötu 30, 545 Skagaströnd Sími: 452 2689 og 863 2689 Fax: 452 2802 – Netfang: vkb@simnet.is

Ljósmynd Morgunblaðið/Ól.K.M.

LOFTI Félagarnir Hjálmar Diego og Óskar Gíslason eru sjóaðir í útflutningi sjávarafurða enda hafa þeir samanlagt nærri 40 ára starfsreynslu hjá útflutningsdeild Samskipa. Mynd: -áþj

ur er stöðugur og sjávarútvegurinn gengur vel. Reynsla og persónuleg tengsl mikilvæg „Þetta er samhent og gott gengi hér í útflutningsdeildinni og við leggjum mikið upp úr því að þjónusta viðskiptavinina sem best og fylgjum flutningunum eftir alla leið, bæði með samskiptum við skrifstofur okkar erlendis og umboðsaðila okkar,“ segir Hjálmar og bætir við að oft byggist þessi samskipti á trausti

sem hafi áunnist í gegnum tíðina. Þar búa þeir félagar að áratuga reynslu í greininni, bæði á fiski- og fraktskipum, og segja að sá reynslubrunnur hjálpi vissulega í samskiptum við framleiðendur og kaupendur. Það að þekkja allt ferlið, allt frá veiðum og vinnslu til útflutnings á afurðunum, hvort sem þær eru ferskar, frosnar eða saltaðar, er mikils virði. www.samskip.is


SÓKNARFÆRI | 15


16 | SÓKNARFÆRI

Íslendingarnir staldra stutt við Það er gömul saga og ný að oft á tíðum hefur gengið erfiðlega að manna fiskvinnslufyrirtæki landsins. Skiptir þá litlu hvernig atvinnuástandið í landinu hefur verið á hverjum tíma. Við þessu hafa velflest fiskvinnslufyrirtæki brugðist með því að ráða fólk af erlendu bergi brotnu til starfa. Íslendingar, sem sótt hafa um vinnu, hafa í flestum tilvikum staldrað stutt við og aðrir hafa hreinlega ekki mætt til vinnu. Nú þegar atvinnuleysi í landinu er í hæstu hæðum hefði mátt halda að viðhorfið væri annað en það er fjarri lagi. Enn sem fyrr eru það aðallega útlendingar eða íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi brotnir sem sækja um störf hjá fiskvinnslufyrirtækjunum. HB Grandi er þar engin undantekning. Í fiskiðjuveri félagsins í Norðurgarði í Reykjavík starfar nú fólk frá alls 17 þjóðlönd-

Þróardælur

Neliu Baldelovar.

Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is

um, ef Íslendingar eru meðtaldir, og um 75% starfsmannanna í landvinnslunni eru af erlendum uppruna. Edda Waage er íslensk í húð og hár og hún hefur starfað hjá HB Granda og forverum þess félags frá árinu 1984 er hún hóf störf í Ísbirninum en það var skömmu eftir að frystihúsið á Norðurgarði var tekið í notkun. Hún var þá nýflutt til landsins frá Svíþjóð og þar sem að hún átti þá sex ára gamalt barn þá byrjaði hún á því að vinna hálfan daginn.

Edda Waage.

Fljótlega fór hún þó í fulla vinnu og nú vinnur hún við gæðaeftirlit í Norðurgarði. Í því felst að hún skoðar afurðirnar sem verið er að vinna hverju sinni og gengur úr skugga um að þær standist þær miklu gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðslunnar. Nelia Baldelovar er frá Filipseyjum. Hún fluttist til Íslands með íslenskum eiginmanni sínum árið 1996 og starfaði fyrst um sinn við fiskvinnslu í heimabæ eiginmanns-

ins, Ólafsvík. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún fór til starfa í saltfiskvinnslu Hólmarastar og loks lá leiðin til Granda sem síðar varð HB Grandi. Líkt og Edda vinnur Nelia við gæðaeftirlit en hún fékk þjálfun í því eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu um tveggja ára skeið. Góður starfsandi Edda og Nelia eru ánægðar í starfi og þær segja að starfsandinn í Norðurgarði sé einstaklega góður. ,,Aðbúnaður hér er skínandi góður. Vinnutíminn er fínn og það er svigrúm til þess að taka aukavaktir ef því er að skipta. Launin mættu auðvitað alltaf vera betri. Þau hafa þó alls ekki versnað,“ segir Edda og bætir því við að hún skilji alls ekki hvers vegna margir Íslendingar kjósi að vera frekar á atvinnuleysisbótum en að starfa við fiskvinnslu. ,,Það er mjög erfitt að fá Íslendinga í þessi störf og þeir sem ráða sig í vinnu stoppa yfirleitt mjög stutt við. Sumir endast aðeins í tvo til þrjá daga. Það virðist vera ríkjandi skoðun að fiskvinnsla sé óþrifalegt starf en það er ekki hægt að segja það um vinnuna hér í Norðurgarði. Miðað við fyrri tíma þá má eiginlega segja að þetta sé orðin hálfgerð pjattvinna. Hún getur reyndar verið erfið en ég get a.m.k. ímyndað mér að til séu mörg önnur og miklu óþrifalegri störf,“ segir Edda. Undir þetta tekur Nelia. Hún segir að þar sem að hún vinni m.a. við gæðaeftirlit sem tengist frystingu á afurðunum þá þurfi hún stundum að vinna á næturnar. ,,Það er ekkert að því. Vinnan er skemmtileg og hér eru góðir vinnufélagar og frábær starfsandi,“ segir Nelia. Mikil breyting varð á vinnslunni í Norðurgarði í byrjun ársins þegar ný og afar fullkomin flæðilína frá Marel var tekin þar í notkun. Á flæðilínunni eru unnar ufsaafurðir. Þá hefur vinnsla á afurðum sem fluttar eru utan með flugi farið ört vaxandi.

Myndir: ESE

,,Þetta er orðið eins og hver önnur verksmiðja. Hér er stöðug vinna og það er aðeins veðrið og gæftir sem setja strik í reikninginn. Það kemur fyrir að það verði hlé á vinnslunni í slæmum vetrarveðrum og síðan er gert hlé á vinnslunni í þrjár vikur fyrir jólin og fram yfir áramót,“ segir Edda og Nelia bætir því við að þá fái starfsmennirnir greidd dagvinnulaun en hópbónusinn er aðeins virkur á meðan vinnsla er í húsinu. Bónusgreiðslurnar eru mál fyrirtækisins og starfsmannanna og tengjast ekki kjarasamningum. ,,Það eru mjög mörg ár síðan að einstaklingsbónuskerfið var lagt niður og ég verð ekki vör við annað en að fólk sé ánægt með núverandi fyrirkomulag,“ segir Edda. Hreinlætið í öndvegi Í vikunni áður en rætt var við þær Eddu og Neliu var gerð gæðaúttekt á starfseminni í Norðurgarði en hvort tveggja Norðurgarður sem og fiskiðjuver HB Granda á Akranesi hafa komið mjög vel út úr úttektum sem þessum. Nelia segir að stjórn‑endur og starfsfólk séu vakin og sofin í því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til framleiðslunnar. ,,Hér snýst allt um að hreinlæti sé haft í öndvegi. Hreinlætisaðstaðan er mjög góð og kröfurnar sem gerðar eru til gæða afurðanna aukast stöðugt. Við vitum af þeim kröfum, sem til okkar eru gerðar, og starfsmennirnir leggja metnað sinn í að standa sig vel í starfi,“ segir Nelia. Sem fyrr segir þá á Edda að baki rúmlega aldarfjórðung í starfi í Norðurgarði og hún segist ekkert vera farin að hugsa um að setjast í helgan stein. ,,Ég er bara 64 ára gömul og það kemur ekkert til greina annað en að vinna hér á meðan heilsan leyfir. Mér skilst að fólk geti unnið þar til að það verður sjötugt og vonandi tekst mér það,“ segir Edda Waage.


SÓKNARFÆRI | 17

Plokkfiskur VELJUM T K S N E L ÍS SPÖRUM I! YR E D L A J G

Gríms fiskibollur

Gríms fiskibuff

Gríms plokkfiskur

Kjúklingabaunabuff

Hvítlauks- og hvítbaunabuff

Gulrótar- og linsubaunabuff

Gratineruð ýsa með broccolí

Gratineruð ýsa með mexíkósósu

Grímur kokkur · Sími: 481-2665 · grimurkokkur@grimurkokkur.is · www.grimurkokkur.is


18 | SÓKNARFÆRI

Góð fjarskipti og sjónvarp besta leiðin til að hafa áhafnirnar sáttar!

Til að sjávarútvegurinn blómstri og dafni sem best er mikilvægt að hafa öflug þjónustufyrirtæki sem styðja við greinina. Þeirra á meðal er Sónar ehf., öflugt innflutnings- og þjónustufyrirtæki fyrir siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatæki fyrir skip og báta að Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði. Sónar ehf. hefur vaxið mikið síðan það var stofnað fyrir fimm árum og er nú eitt af þremur öflugustu fyrirtækjunum á sínu sviði hérlendis, að sögn Guðmundar Bragasonar sölustjóra.Vöxturinn kallaði á að fyrirtækið flytti í rúmgott og glæsilegt húsnæði við Hafnarfjarðarhöfn í byrjun árs til þess að geta þjónað stækkandi viðskiptavinahópi sínum með myndarlegum hætti. „Að flytja inn, selja og þjónusta siglinga- og fjarskiptatæki fyrir skip og báta, er krefjandi en mjög skemmtileg vinna. Menn verða að vera á tánum til að fylgjast með nýjungum og í ljósi þess að við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu eru okkar menn klárir allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, ef eitthvað kemur upp á og kallið kemur,“ segir Guðmundur. Sónar getur í dag boðið heildarlausn fyrir brúna á skipum hvað varðar siglinga- og fjarskiptatæki. Tækjalínan samanstendur af vönduðum vörumerkjum, svo sem JRC siglingatækjum, Sailor fjarskiptabúnaði, Kaijo fiskileitartækjum, SeaTel sjónvarpskúlum, Raymarine sigl-

símann á sama tíma. Mjög mikilvægt er að skipstjórnendur séu ávallt í síma og tölvupóstsambandi við útgerð í landi og æskilegt að áhöfnin eigi möguleika á að hafa samband við ættingja og vini,“ segir Guðmundur. Hann líkir breytingunni á fáeinum árum, hvað varðar sjónvarpsbúnað á sjó, við byltingu. Ekkert minna. „Okkar lausn eru hinar vönduðu SeaTel sjónvarpskúlur, sem líklega eru ódýrasta leiðin til að halda áhafnarmeðlimum skipa og báta ánægðum þar sem þeir geta fylgst með íslensku sjónvarpsdagskránni, enska boltanum og öðru sjónvarpsefni þegar þeir eru á sjó.

Starfsmenn Sónar. Frá vinstri: Guðmundur Bragason, Björn Valur Guðjónsson, Vilhjálmur Árnason, Einar Ríkharðsson og Óskar Aðalbjörnsson. Á myndina vantar Susanne Anderson. Myndir: LalliSig

ingatækjum, Wesmar sónartækjum og ýmsu fleiru. Fjarskipta- og sjónvarpslausnir Guðmundur segir að fjarskiptamálin á sjónum séu orðið fyrirferðarmikið viðfangsefni. Nýlega var slökkt á NMT farsímakerfinu og langdrægt GSM kerfi kom í staðinn. Þessi breyting gerði það að verkum að stór

svæði, sem NMT kerfið þjónaði áður, eru nú án símasambands. Hann segir óviðunandi annað en skipin séu með varalausn fyrir síma- og tölvusamband þegar þau fara út fyrir farsímasvæðin. „Þar bjóðum við í Sónar ýmsar lausnir. Fyrst er að nefna svokallaðan Openport búnað frá Iridium. Þetta er nýr búnaður með mun meiri talgæði en eldri Iridium símarnir og þrjár símalínur

fyrir brú og áhöfn skipsins, auk gagnatengingar sem hentar vel fyrir tölvupóstsamskipti. Með Openport er skipið alltaf í sambandi því Iridium er eina fjarskiptakerfið í heiminum sem nær yfir allan hnöttinn, að pólsvæðunum meðtöldum. Annar möguleiki er FleetBroadband frá Sailor, sem nýtist sem gervihnattasími og gagnaflutningur; hægt er að vera nettengdur og tala í

Útgerðirnar tækjavæðast fyrir makrílinn Makrílveiðar og makrílleit segir Guðmundur einnig ofarlega í huga margra útgerðarmanna nú um stundir. „Í þær höfum við t.d. búnað frá Kaijo sem framleiðir Omni hringsónara og Wesmar sem framleiðir ódýrari leitarsónara. Hátíðnisónartæki eru nauðsynleg við leit að makríl við erfiðar aðstæður og íslensku útgerðirnar eru að huga að þessu með komu makrílsins. Í vor settum við Kaijo hátíðnisónar í Ingunni AK og miðað við umsagnir reyndra makrílskipstjóra í Noregi þá er reynslan góð hjá þeim,“ segir Guðmundur Bragason í Sónar. www.sonar.is

Eins og sjá má líkist bjartur og rúmgóður sýningarsalurinn í Sónar tækjavæddu stýrishúsi skips. Meira að segja skipstjórastóll á staðnum! Myndir: LalliSig

Legur og leguhús

Jón Ólafur Sigurjónsson vinnur að smíði á Lofti hjá Vélaverkstæði Skagastrandar.

Loftur þurrkari klónaður 200 sinnum!

Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is

„Við höfum smíðað um 200 stykki af vettlinga- og stígvélaþurrkaranum Lofti og það má segja að hönnunin hafi strax hitt í mark því tækið hefur verið nánast óbreytt frá upphafi,“ segir Gísli Snorrason, framkvæmdastjóri Vélaverkstæðis Skagastrandar sem hóf fyrir nokkrum árum að framleiða vettlinga- og stígvélaþurrkara sem fékk heitið Loftur. Nafngiftin er engin tilviljun því hugmyndin byggir á að þurrka stígvél og vettlinga með heitu lofti. Og

nú er Loft að finna í fiskvinnsluhúsum, um borð í skipum, í landbúnaði og ýmsum matvælavinnslum út um allt land. Eftirspurnin er stöðug og ekki hægt að ganga að því vísu að Loftur sé til á lager hjá þeim hagleiksmönnum á Skagaströnd. „Við höfum gert þetta þannig undanfarin ár að framleiða þurrkara á rólegasta tímanum yfir veturinn og því hefur Loftur verið til á lager fram á sumar. Nú í sumar brá svo við að allar birgðir hjá okkur kláruð-

ust en við erum að hefja aftur smíði nú með haustinu. Það er því gott fyrir þá sem hug hafa á tækinu að leggja inn pöntun,“ segir Gísli en hróður þessa tækis hefur borist út fyrir landsteinana. „Tækifæri til útflutnings eru til staðar núna og erum við að reyna fyrir okkur í þeim málum,“ segir Gísli Snorrason, framkvæmdastjóri Vélaverkstæðis Skagastrandar.


SÓKNARFÆRI | 19

Lausnin er hjá okkur S JÓV INNSLA • VIGT UN • FLO KKUN • SNYR T ING • FLÆÐILÍNU R B ITAS K UR ÐUR • BR AUÐUN • PÖ KKUN • FRYST ING • VERÐMERKIVIGTU N G ÆÐAE F T IRLIT • ÞJ Ó NUSTA • REK J A NLEIKI • FR AMLEIÐSLU HUGBÚNAÐUR Allt frá stökum vogum til fullbúinna vinnslukerfa. Með framsæknum tækja- og hugbúnaðarlausnum er það ávallt okkar markmið að tryggja hámarksafköst, framleiðni og arðsemi viðskiptavina okkar.

Kynntu þér nánar lausnir okkar á www.marel.is

Þjónusta: 563 8002 Guðjón: 563 8015 • 825 8015 Óskar: 563 8209 • 825 8209


20 | SÓKNARFÆRI

Siglt er tvisvar í viku frá Íslandi með fisk og aðrar vörur á Evrópumarkað.

Sóknarfæri í sjóflutningum á fiski „Við byggjum okkar þjónustu í sjávarútvegi á áratuga reynslu í flutningum, bæði með hráefni og afurðir innanlands og afurðir á erlenda markaði. Áreiðanleiki er það sem mestu skiptir í þessari þjónustu - að viðskiptavinirnir geta treyst á flutningskerfið og að vara komist greiðlega milli aðila og á réttum tíma. Það er okkar áhersluefni í daglegu starfi, auk þess að tryggja sem hagkvæmustu flutningsleið hverju sinni. Það skapar viðskiptavinum okkar forskot og okkur um leið í samkeppninni,“ segir Brynjar Viggósson, forstöðumaður útflutningsdeildar Eimskips, en fiskur er einn af stærstu vöruflokkunum í flutningi félagsins. Auk fiskflutninga á Íslandi er sjávarútvegur einnig snar þáttur í starfsemi Eimskips í Færeyjum og Norður-Noregi, þar sem félagið er með starfsstöðvar. Einn ávinningur af því eru hráefniskaup og flutningar

Brynjar Viggósson, forstöðumaður útflutningsdeildar Eimskips.

„Alveg ljóst að án fiskflutninganna gætum við ekki haldið uppi svo öflugu flutninganeti sem raun ber vitni í sjóflutningum,“ segir Brynjar.

frá Noregi til Íslands, sem Brynjar telur að íslenskur sjávarútvegur geti nýtt sér miklu betur með tilliti til kvótastöðunnar í báðum þessum löndum. Landflutningarnir og sjóflutningarnir spila saman Brynjar segir að uppbygging flutningakerfis Eimskips skipti miklu fyrir viðskiptavini sem þurfi á flutningi með fisk að halda. „Hér á landi spilar landflutningakerfið vel saman við frysti- og kæligeymsluþjónustu okkar í Reykjavík og síðan er tengingin við millilandasiglingarnar. Þjónustan er auðvitað víðtæk við greinina og má segja að annar endinn sé flutningar okkar með aðföng til landsins, flutningar innanlands með aðföng, hráefni og afurðir og síðan fjölbreyttir flutningar með afurðir á erlenda markaði, hvort heldur er frystur fiskur eða ferskur,“ segir Brynjar. „Í mörgum tilfellum fer fiskurinn beint í útflutningsgáma hjá sendendum og þá kemur ekki til þess að afurðirnar komi inn í geymslur hjá okkur en sá þáttur er engu að síður mjög mikilvægur þjónustunni við sjávarútveginn. Svo hefur einnig færst í vöxt að við tökum að okkur skjalagerð, t.d. skýrslur vegna útflutnings fyrir viðskiptavini og léttum þannig af þeim talsverðri vinnu sem þessu fylgir,“ segir Brynjar.

Vaxtartækifæri í ferskfiskflutningunum Samkeppni á flutningamarkaði segir Brynjar að sé fjölþætt og lifandi, sem sé af hinu góða. Flugið er einn samkeppnisþáttur við skipaflutningana en í vaxandi mæli hefur útflutningur á ferskum fiskafurðum færst úr fluginu yfir í sjóflutninga. Í því felst mikið tækifæri fyrir sjávarútveginn, að mati Brynjars, enda hagkvæmari flutningur, auk þess sem umhverfissjónarmiða af hálfu kaupenda er í auknum mæli farið að gæta. „Þetta er þróun sem hefur átt sér stað að undanförnu og er tækifæri fyrir okkur upp að ákveðnu marki. Héðan eru að vísu ekki brottfarir skipa nema tvisvar í viku en þeir sem hafa nýtt sér skipin hafa séð mjög góðan árangur og að lengri flutningstími er ekki hindrun. Við gætum þess líka okkar megin að þessi vara sé í algjörum forgangi, fari síðust um borð og fyrst frá borði til að stytta tímann frá vinnslu hér á landi að viðtöku erlendis sem mest. En ferskfiskútflutningurinn er mjög gott dæmi um ótrúlega aðlögunarhæfni í sjávarútveginum og hvernig menn hafa brugðist við í greininni með aukinni verðmætasköpun til að mæta samdrætti í kvóta,“ segir Brynjar og spáir aukningu í sjóflutningum með meira unninn ferskan íslenskan fisk, sem og uppsjávarfisk, þó svo að hinn hefðbundni heili ferski fiskur kunni að gefa eftir. Tvær ferðir í viku til Evrópulanda Eins og áður segir siglir Eimskip tvær ferðir í viku til Evrópu, annars vegar er svokölluð Suðurleið, þ.e. frá Reykjavík á miðvikudögum með viðkomu í Vestmannaeyjum á fimmtudögum og þaðan til Immingham í Bretlandi á sunnudögum. Hins vegar er Norðurleið en þá er siglt frá Reykjavík á fimmtudögum til Reyðarfjarðar og þaðan til Rotterdam en þangað er komið á mánudegi. Á báðum þessum áætlunum er bæði ferskur og frosinn íslenskur fiskur meðal fastra sendinga. „Sjávarútvegurinn er mjög stöðugur þáttur í okkar flutningum og alveg ljóst að við gætum ekki haldið uppi svo öflugu flutninganeti sem raun ber vitni í sjóflutningum án fiskflutninganna,“ segir Brynjar Viggósson. www.eimskip.is


SÓKNARFÆRI | 21

Nýtt Höfuðlínustykki Trawl Explorer NB (Narrow Band) Nýr samskiptastaðall þróaður af Marport Endurnýjar allar upplýsingar einu sinni á sekúndu.

Sýnir auk endurvarps eftirfarandi upplýsingar: Hita, nákvæmni +/- 0,1°C Dýpi, nákvæmni 0,1 % af dýpi Halla á höfuðlínu Rýmd rafhlöðu

Fossaleyni 16 - 112 Reykjavík Sími 533 3838 - Fax 533 3839 www.marport.com


22 | SÓKNARFÆRI

Ekran fer á kostum og selur kost

„Við sérhæfum okkur í að afgreiða kost um borð í fiskiskipin, mat og matartengdar vörur. Um fimmtungur af starfsemi Ekrunnar árið um kring snýst um kostþjónustu við íslenska fiskiskipaflotann sem og við erlend skip,“ segir Jón Ingi Einarsson, sölustjóri hjá fyrirtækinu Ekrunni. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Klettagörðum í Reykjavík og á Akureyri. Kostur frá fyrirtækinu er afgreiddur við skipshlið, hvar sem er á landinu. „Við bjóðum upp á heildarlausn fyrir skipin, þ.e. að þau geta keypt í gegnum okkur alla þurrvöru, ferskvöru og frystivöru í stað þess að leita til margra aðila. Þetta er mikil hagræðing fyrir brytann um borð sem annast innkaupin, fyrir svo utan að það er ólíkt meira hagræði af því þegar kemur að afgreiðslu á vörunni um borð að sendingin komi öll í einu og hægt sé að taka á móti öllu í einu lagi. Og síðan er hitt að með þessum hætti verða innkaupin fyrir áhöfnina hagkvæmari,“ segir Jón Ingi en fyrirvari á afgreiðslu pöntunar hjá Ekrunni er aðeins einn sólarhringur. „Með öðrum orðum að ef við fáum pöntun frá skipi fyrir hádegi í dag þá afgreiðum við hana héðan fyrir hádegi á morgun, annað hvort að skipi ef það er í nágrenni við okkar starfsstöðvar eða á flutning hjá Flytjanda. Á þennan hátt erum við að veita þjónustu okkar í öllum höfnum landsins.“ Klæðskerasaumum að óskum viðskiptavina Jón Ingi segir engin skilyrði um lágmarksmagn í innkaupum af tilteknum vörum og þannig henti þjónusta Ekrunnar jafnt smærri bátum sem stærri skipum. „Við klæðskerasaumum þannig þjónustu okkar að því sem við-

Um 3000 vörunúmer eru í vörulista Ekrunnar og birgjar að baki fyrirtækinu eru um 80 talsins.

skiptavinurinn vill hverju sinni. Við erum með um 3000 vörunúmer í nýja vörulistanum okkar og birgjar að baki okkur eru yfir 80 talsins,“

segir Jón Ingi en stærstur hluti kostkaupa fiskiskipa hjá Ekrunni kemur frá frystitogurunum. Eftir efnahagshrunið svonefnda og hinn mikla viðsnúning sem varð í gengi krónunnar segir Jón Ingi að Ekran hafi fært töluvert af sínum innkaupum til innlendra birgja. „Við vorum að og erum enn að flytja inn mikið af vörum en hlutfall af innlendri vöru hefur aukist töluvert. Þannig njóta mörg innlend fyrirtæki aukinna innkaupa frá okkur. Við lítum á þetta sem lóð á vogarskálina að hjálpa í leiðinni innlendum framleiðendum,“ segir Jón Ingi Einarsson, sölustjóri Ekrunnar. www.ekran.is

Jón Ingi Einarsson, sölustjóri Ekrunnar.

Myndir: Bryndís Nielsen

Þrjár öflugar einingar í þjónustu við sjávarútveg og stóriðju „Það má segja að hjá Stálsmiðjunni, Framtaki véla- og skipaþjónustu og Framtaki Blossa snúist flestir hlutir annað hvort um sjávarútveg eða stóriðju,“ segir Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar. Fyrirtækin þrjú eru með sameiginlega skrifstofu í höfuðstöðvunum að Vesturhrauni 1 í Garðabæ, en þess utan er hvert fyrirtæki rekið sem sjálfstæð eining með afmörkuð verkefni sem stundum skarast og stundum ekki. Stálsmiðjan var stofnuð árið 1933 og hefur um áratugaskeið verið umsvifamikil í skipaiðnaði og hvers kyns stóriðjuverkefnum. Fyrirtækið hefur tekið þátt í uppbyggingu og viðhaldi vatns- og gufuaflsvirkjana, álverksmiðja og annarra

Árni Pálsson, Bjarni Thoroddsen og Magnús Sigurðsson fyrir framan höfuðstöðvar fyrirtækjasamsteypunnar við Vesturhraun 1 í Garðabæ.

Mynd: GEK

hliðstæðra verkefna. Í lok árs 2006 keypti Stálsmiðjan fyrirtækin Fram-

Bláskel frá Hrísey Hrein náttúruafurð Einfalt og fljótlegt að elda! Prótein- og steinefnarík heilsubomba Sölustaðir: Hagkaup Reykjavík og Akureyri - Nóatúnsbúðirnar - Melabúðin - Þín verslun Seljabraut- Heimur hafsins Akureyri Frú Lauga Laugalæk - Fjarðarkaup Hafnarfirði - Sjávarfang Ísafirði - Samkaup Hrísalundi Akureyri - Eyjabúðin Hrísey. Norðurskel - Sandhorn - 630 Hrísey - Sími: 462 7168 - www.skel.is - skel@skel.is

tak og Framtak Blossa og segir Bjarni að með því hafi orðið til mjög öflug eining sem sé mun betur í stakk búin að takast á hendur viðamikil verkefni í skipaiðnaði og stóriðju. Alls starfa um 120 manns hjá fyrirtækjunum þremur. Stálsmiðjan hefur nýlega flutt stálsmiðadeild, renniverkstæði og skrifstofur af athafnasvæði Slippsins í miðbæ Reykjavíkur yfir í Vesturhraun í Garðabæ, en trésmíðaverkstæði og dráttarbraut fyrirtækisins verða enn um sinn í Reykjavík. Bjarni segir að margir muni sakna þeirrar starfsemi sem rekin hefur verið í Slippnum þegar hún hverfur úr miðbænum, því svæðið hafi verið mjög vinsælt meðal ferðamanna, sem þar sjái margir í fyrsta skipti með eigin augum skip á þurru landi. Hann segir að ef ekki hefði komið til hrun íslenska efnahagslífsins væri nú þegar búið að ýta þeim út af svæðinu til að rýma fyrir dýrum lúxusíbúðum sem þarna áttu að rísa. Þar sem þær áætlanir hafi allar raskast er nú útlit fyrir að Stálsmiðjan geti haldið áfram að nota dráttarbrautina í Slippnum næstu þrjú til fimm árin en þá mun starfsemin flytjast upp á Grundartanga þar sem fyrirtækið er byrjað að byggja upp nýja aðstöðu fyrir starfsemina í 1100 fermetra húsi. Framtak véla- og skipaþjónusta „Ætli það sé ekki best að lýsa Framtaki véla- og skipaþjónustu sem dæmigerðri íslenskri vélsmiðju sem rekur renni- og vélaverkstæði og

plötusmiðju. Við höfum sérhæft okkur í viðgerðum og viðhaldi á vélbúnaði flutninga- og fiskiskipa en á síðustu árum höfum við fært okkur í auknum mæli inn í orkugeirann og meðal annars verið mjög stórtækir í gufuaflsvirkjunum,“ segir Árni Pálsson, verkefnastjóri hjá Framtaki véla- og skipaþjónustu. Um 60 manns vinna hjá Framtaki og fer stór hluti þeirrar vinnu fram úti á akrinum, ýmist á virkjunarstað eða um borð í þeim skipum sem unnið er við hverju sinni. Að sögn Árna hefur Framtak unnið mikið við uppsetningu á stórum gufuaflstúrbínum, bæði á Hellisheiði og á Reykjanesi. Mörg af þessum verkefnum hafa verið unnin í undirverktöku fyrir Mitsubishi verksmiðjurnar sem eru framleiðendur túrbínanna. „Það hefur verið mjög skemmtileg reynsla að vinna fyrir Japanina og kynnast verkmenningu þeirra. Því er ekki að neita að stundum hefur það reynt á þolinmæðina en þetta hefur engu að síður verið mjög lærdómsríkt,“ segir Árni. Framtak Blossi Þriðja einingin í fyrirtækjasamstæðunni er umboðs- og innflutningsfyrirtækið Framtak Blossi sem rekur stærsta sérhæfða dieselverkstæði landsins. Auk þess að vera með umboð fyrir DENSO og Delphi er það jafnframt eina viðurkennda BOSCH diesel þjónustumiðstöðin á Íslandi. Að sögn Magnúsar Sigurðssonar, rekstrarstjóra Framtaks Blossa, rekur fyrirtækið einnig umfangsmikla varahlutaverslun þar sem sérstök áhersla er lögð á eldsneytiskerfi, startara og alternatora, auk þess sem sinnt er sérpöntunum fyrir viðskiptavini. Magnús segir bílgreinarnar, verkstæðin og útgerðarfélögin stærstu viðskiptavini Framtaks Blossa. Meðal framleiðenda sem fyrirtækið hefur umboð fyrir má nefna þýsku MAK skipavélarnar, MGK skipa- og löndunarkrana, Sperre loftpressur og bílatúrbínur og DESMI dælur, en allt eru þetta merki sem hafa reynst afburða vel hér á landi. www.framtak.is


SÓKNARFÆRI | 23

Íslenskt framleiðsla í 66 ár Íslensk framleiðsla í 67 ár

RB dýnurnar eru íslensk framleiðsla. Framleiddar í öllum stærðum. Gæðadýnur fyrir íslenska sjómenn.

Opið virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00


24 | SÓKNARFÆRI

Netaverkstæði Suðurnesja fimmtugt í ár

„Við fögnum 50 ára afmæli í ár. Fyrirtækið var á sínum tíma ein fyrsta netagerðin hér á Suðurnesjum og við höfum í gegnum tíðina fylgt eftir þróun í útgerð hér á svæðinu,“ segir Óli J. Færsæth, framkvæmdastjóri Netaverkstæðis Suðurnesja ehf. í Njarðvík. Fyrirtækið var formlega stofnað

haustið 1961 af tveimur norðanmönnum, Siglfirðingnum Andreas Færseth og Ólafsfirðingnum Brynjari Vilmundarsyni. Þeir ráku fyrirtækið saman til ársins 1979 og hélt þá Andreas rekstrinum áfram til ársins 1996 að fyrirtækinu var breytt í einkahlutafélag og sonur hans, Óli J. Færseth tók við stjórnartaumunum.

Húsnæði Netaverkstæðis Suðurnesja ehf. í Njarðvík.

„Stofnendurnir tveir komu hingað suður á nesin á vertíð, eins og venja var á þessum árum. Þetta voru mikil uppgangsár og þeir hófu þjónustuna í litlum skúrum en hún vatt svo hratt upp á sig að þeir byggðu mjög fljótlega 2000 fermetra hús sem við erum enn í hér við Brekkustíg í Njarðvík. Lengi vel var þetta eina netagerðin hér á svæðinu,“ segir Óli. Hátt í 40 starfsmenn þegar mest var Netaverkstæði Suðurnesja þjónar fyrst og fremst nánasta umhverfi sínu og snúast verkefnin að stærstum hluta um togveiðarfæri og snurvoð. Stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins er útgerðarfyrirtækið Nesfiskur í Garði og auk þess margar minni útgerðir.

„Þegar mestur uppgangur var á svæðinu voru tæplega 40 manns í vinnu hér í netagerðinni. Þá voru öflug útgerðarfyrirtæki í uppsjávarveiðum hér og mikil vinna við loðnu- og síldarnætur en eftir að þær útgerðir fóru héðan hafa togveiðarfærin verið okkar aðal verkefni. Í dag erum við með fimm starfsmenn hjá Netaverkstæði Suðurnesja og gengur vel. Við njótum þess að hafa ekki farið geyst á undanförnum árum í uppbyggingu eða fjárfestingum,“ segir Óli en handan götunnar hefur fyrirtækið þó fjárfest í viðbótarhúsnæði þar sem öll víraþjónusta er hýst. Erum nokkurs konar útgerðarsamfélag Óli segir að uppgangstími hafi verið í útgerð að undanförnu og því verið

nóg að gera. „Við veitum alla þá hefðbundnu þjónustu sem útgerðin þarf vegna veiðarfæranna, þ.e. uppsetningu og viðgerðir á trollum, snurvoðum og þorskanetum, rekstur veiðafæraverslunar og víraverkstæðis. Sömuleiðis fellingu á þorska-, skötusels- og grásleppunetum. Síðan leigjum við líka frá okkur húsnæði þar sem trillukarlar og minni útgerðaraðilar hafa aðstöðu fyrir veiðarfæri og annan búnað viðkomandi útgerðinni. Við eru því í sjálfu sér nokkurs konar útgerðarsamfélag. Þessi þróun er bara í samræmi við það sem fylgt hefur þessu fyrirtæki alla tíð, þ.e. að aðlaga sig þróun í útgerðarháttum á svæðinu frá einum tíma til annars. Á því byggist þetta,“ segir Óli J. Færseth, framkvæmdastjóri.

Fiskflutningur árið um kring „Við veitum alla þá hefðbundnu þjónustu sem útgerðin þarf vegna veiðarfæranna,“ segir Óli J. Færseth, framkvæmdastjóri Netaverkstæðis Suðurnesja.

„Fiskflutningur er snar þáttur í okkar þjónustu. Við flytjum fyrir FiskSeafood hér á Sauðárkróki, fyrir rækjuverksmiðjurnar á Sauðárkróki

POKABEITA – POKABEITA ÝSA – STÓRÝSA– ÝSA Línusjómenn og útgerðarmenn Nú er ýsan í algleymingi og verðið gott og rétti tíminn til að huga að bættri nýtingu veiðiheimilda og afla.

Þeir sem nota pokabeitu tryggja jafnframt framfarir í línuveiðum aukna valhæfni tegunda og stærða hreinlegri og þægilegri vinnu meiri fjölbreytni í beituhráefni betri nýtingu hráefnis ótal blöndunarmöguleika og margt fleira.

Beitingavél komin á markað og virkar vel.

Bernskan ehf. Njarðarbraut 1 – Súðavík – Sími 896 0940 – Netfang: sud.bernskan@simnet.is – Heimasíða: www.pokabeita.is

Í flota Vörumiðlunar eru á þriðja tug bíla og flesta daga flytur fyrirtækið fisk.

og á Hólmavík, auk þess sem talsverðir flutningar eru árið um kring með fisk af fiskmörkuðunum hér fyrir norðan og suður yfir heiðar,“ segir Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki. Jafnvel þótt fiskflutningar séu ekki stærsti hlutinn í flutningum og þjónustu Vörumiðlunar segir Magnús að þessi þáttur sé ákveðin kjölfesta í starfseminni árið um kring. Hjá Vörumiðlun starfa í dag um 35 manns og í bílaflotanum eru 14 vöruflutningabifreiðar með föstum kassa og 9 tengivagnabifreiðar. Auk beinna flutninga annast Vörumiðlun löndunarþjónustu fyrir FiskSeadood á Sauðárkróki og aðra skipaafgreiðslu. „Við komum því nokkuð víða við hvað sjávarútveginn snertir.“ Skilvirkt flutningakerfi fyrir fiskkaupendur Stærstur hluti fiskflutninganna er frosnar afurðir til útflutnings fyrir Fisk-Seafood en fyrir rækjuverksmiðjurnar segir Magnús flutningana tvíþætta, annars vegar með

frosna rækju til verksmiðjanna í vinnslu og hins vegar unna rækju frá verksmiðjunum áleiðis á erlenda markaði. „Flutningur með fisk af fiskmörkuðunum gengur þannig fyrir sig að við förum á kvöldin suður og skilum fiskinum inn í miðstöð í Hafnarfirði. Þaðan er síðan ekið með fiskinn áfram til kaupenda milli kl. 5 og 7 á morgnana. Þetta er mjög gott kerfi fyrir fiskkaupendur og raunar geta þeir treyst á að fá fisk að morgni inn á gólf til vinnslu.“ Sjaldgæft er að veður eða ófærð hamli þessum flutningum, sem eru verulegir allt árið þó sumarið sé umfangsmeira en veturinn. „Fyrir okkur, og auðvitað umhverfi viðskiptavina okkar í sjávarútveginum, skiptir miklu að festa komist á í kvótamálum til að tryggja viðunandi rekstrarumhverfi í fiskveiðum og vinnslu. Nauðsynlegt er að menn sjái stöðugleika í starfseminni vel fram í tímann,“ segir Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. www.vorumidlun.is


SÓKNARFÆRI | 25

Andveltibúnaður frá Höfn til Ástralíu „Það er vissulega skemmtilegt að geta sýnt fram á að okkar þekking og reynsla vekur athygli og áhuga á jafn fjarlægum markaði og Ástralía er. Og þessi sala á búnaði frá okkur þangað undirstrikar að við eigum víða tækifæri erlendis með andveltibúnaðinn,“ segir Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Foss ehf. á Höfn í Hornafirði. Vélsmiðjan Foss hefur að aðalverkefni að veita útgerðum þjónustu hvað varðar vélbúnað, nýsmíði og viðgerðir en hefur jafnframt unnið á undanförnum árum að þróun á búnaði til að draga úr veltingi skipa í samstarfi við Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðing og Þorvald Sigurjónsson rafmagnsverkfræðing hjá Verkís. Andveltibúnaðurinn er kominn í nokkur skip í íslenska flotanum og í sumar fór slíkur búnaður í fiskiskip í Ástralíu. Ari á allt eins von á að framhald verði á sölu þangað. En hvernig víkur því við að lítið fyrirtæki á Höfn í Hornafirði selur vélbúnað alla leið til Ástralíu? „Ætli við getum ekki svarað því á einfaldan hátt með því að segja að maður þekkir mann! Útgerðarmaðurinn sem kaupir af okkur búnaðinn var einu sinni hér á landi og þekkir hér lítið eitt til en síðan má segja að þarna séu aðstæður á margan hátt svipaðar og hér,“ segir Ari. Áður en búnaðurinn var hannaður og smíðaður voru sett mælitæki um borð í fiskibátinn í Ástralíu sem mældu veltinginn. Út frá þeim upplýsingum var síðan hannaður sá andveltibúnaður sem hentar þessu skipi. Vélsmiðjan Foss ehf. stofnaði um síðustu áramót fyrirtækið Roll-Ing ehf. ásamt Stefáni Guðsteinssyni skipatæknifræðingi og verkfræðistofunni Verkís um framleiðslu á búnaðinum og í framhaldi var gerður samningur við Solmar ehf. á Akureyri um sölu og markaðssetningu á ýmsum markaðssvæðum. Þannig segir Ari að stigin hafi verið ákveðin skref í þá átt að auka sölu búnaðarins. Tækifæri í sölu víða um heim Andveltitankur af þeirri gerð sem um ræðir er séríslenskt fyrirbrigði sem segja má að eigi rætur í rannsóknarverkefni sem hófst fyrir nokkrum árum undir stjórn Gísla Viggóssonar verkfræðings hjá Siglingastofnun Íslands. Verkefnið hefur það markmið að finna leiðir til þess að bæta vinnuaðstæður um borð í skipum og þar með líðan sjómanna. Til eru mismunandi gerðir tanka og er virkni þeirra mismikil. Tankarnir frá Roll-Ing ehf. eru sérsniðnir fyrir hvert skip og lokubúnaður þeirra stýrist af hreyfingum skipsins en á þennan hátt næst hámarks dempun á veltingi þess. Lagið á tönkunum er einnig óvenjulegt en segja má að þeir líkist frekast stundaglasi. Ari segir hreyfinguna hafa áhrif á mannskapinn um borð en sannarlega einnig á afla og skipið sem slíkt. Auk heldur segir hann vert að rannsaka frekar hvort minni veltingur komi fram í eldsneytissparnaði skipa. „Þetta er gott dæmi um hvernig grunnrannsóknir leiða af sér eitthvað hagnýtt og hversu tæknilega framsækin þjónusta er í kringum íslenskan sjávarútveg. Ég hef fulla trú á að okkur muni takast að auka sölu á þessum búnaði, enda reynslan mjög góð hjá þeim útgerðum sem hafa tekið hann í notkun. Í heiminum eru víða erfið hafsvæði og þörf á að bæta stöðugleika skipa sem um þau fara,“ segir Ari en nú er verið að gera mælingar í skipi í Færeyjum og und-

Húsnæði Vélsmiðjunnar Foss á Höfn í Hornafirði.

irbúa með þeim hönnun á íslenskum andveltibúnaði. „Okkar aðalverkefni hjá Vélsmiðjunni Fossi snýst eftir sem áður

um þjónustu við útgerð- og fiskvinnslufyrirtæki hér á Höfn en það er kærkomið að geta bætt við nýjum verkefnum þ.m.t.framleiðslu á and-

Andveltitankur á leið í fiskiskip. Eins og sjá má er lagið á tanknum líkast stundaglasi.

veltibúnaði. Við bindum því talsverðar vonir við þetta verkefni,“ segir Ari Jónsson.

www.fossehf.is

Alvöru lausnir í pökkun og merkingu umbúða - förum ekki hálfa leið í að pakka og merkja verðmæta útflutningsvöru, förum alla leið! AFAK kassavél – Strapex bindiborðavél og Markem prentari

Eftirfarandi fyrirtæki nota pökkunarlausnir frá Samhentum: Ísfélag Vestmannaeyja Huginn VE 55 Vinnslustöðin hf Síldarvinnslan hf HB Grandi hf Katla Seafood

Sláðu inn „samhentir“ á og horfðu á AFAK pökkunarvélina vinna

Combi-Plast

Kassareisari með pokaísetningu

IMAX 430 Pækilsprautuvél Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is


26 | SÓKNARFÆRI

Sjómenn hvílast vel á dýnum frá RB-rúmum

„Það má alveg orða það svo að ég sé alin upp hérna,“ segir Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins RB-rúm í Hafnarfirði. Hún ásamt móður sinni, Ólafíu Helgadóttur og Helgu systur sinni eiga fyrirtækið, sem er gróið fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði. Það var Ragnar Björnsson bólstrari, faðir Birnu sem stofnaði fyrirtækið 1. desember 1943 og starfrækti í áratug.. Birna var ekki há í loftinu þegar hún fór að taka til hendinni með pabba sínum, „byrjaði á kústinum,“ eins og hún orðar það og bætir við að hún hafi alltaf verið mikil pabbastelpa og fylgdi föður sínum í vinnuna á yngri árum. Sjálf hafði hún önnur áform um framtíð sína en að gerast bólstrari, en eftir nám í framhaldsskóla bauðst henni að fara á samning hjá pabba sínum og sló til. „Það kom mér á óvart hvað þetta

er fjölbreytt og skemmtilegt starf, ég féll alveg fyrir þessari iðn og hef starfað við hana síðan,“ segir Birna. RB-rúm sérhæfa sig í framleiðslu á springdýnum og viðhaldi þeirra, sem og hönnun á bólstruðum rúmgöflum, stólum og bekkjum. Auk þess að sinna viðskiptavinum á landi hefur á liðnum árum aukist að fyrirtækið sníði og framleiði dýnur fyrir báta og skip. Birna segir dýnur sérsniðnar fyrir hvað stærð af kojum og rúmum sem er og á það bæði við um svamp- og springdýnur. Þá hafi einnig færst í vöxt að viðhaldi um borð sé sinnt af fyrirtækinu þegar kemur að því að bólstra bekki og sófa í borðsölum og setustofum. „Við sinntum útgerðarfélögum í Hafnarfirði á sínum tíma, en nú hin síðari ár hafa útgerðir um land allt leitað eftir okkar þjónustu og það er ánægjulegt,“ segir Birna.

„Góð hvíld er hverjum manni nauðsynleg og þá ekki síst sjómönnum,“ segir Birna. Myndir: LalliSig

RB-rúm í Hafnarfirði.

Hún segir að augu manna hafi opnast fyrir því að góð hvíld sé hverjum manni nauðsynleg og þá ekki síst sjómönnum sem takast þurfi á við erfið og krefjandi verkefni. Góð dýna stuðli að betri svefni, hún styðji vel við bak þeirra sem á henni hvíla og menn vakni endur-

nærðir og tilbúnir að leysa þau verkefni sem fyrir liggja. Birna segir að springdýnur séu mjög endingargóðar, endist í rúman áratug. „Við bjóðum okkar viðskiptavinum líka upp á að yfirfæra dýnurnar og það getur munað miklu í viðhaldskostnaði á rúmum og er

betri kostur og ódýrari en að kaupa nýja,“ segir hún. „Okkar metnaður er að veita sem besta þjónustu, vera í góðu sambandi við okkar viðskiptavini og sinna þeim vel.“ www.rbrum.is

Sérlausnir og stöðluð framleiðsla fyrir sjávarútveg „Okkar stærstu verkefni fyrir sjávarútveg snúa fyrst og fremst að því að gúmmíklæða kraftblakkir uppsjávarskipa en síðan steypum við alls kyns íhluti fyrir fiskvinnslu- og fiskveiðibúnað,“ segir Þorsteinn Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Gúmmísteypu Þ. Lárussonar. Fyrirtækið var stofnað af afa hans árið 1952 og síðan þá hafa verkefni tengd sjávarútvegi verið einn af helstu þáttum í framleiðslunni. Þorsteinn segir gúmmí koma víða við sögu í útgerð og fiskvinnslu,

HÁGÆÐA ÖRYGGISVÖRUR Þorsteinn Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Gúmmísteypu Þ. Lárussonar. Myndir: LalliSig

„allt frá því að við steypum púða sem notaðir eru undir Marelvogirnar upp í stór verkefni á borð við gúmmíklæðningu á nótablökkum. Það má þannig segja að við séum bæði í sérlausnum fyrir viðskiptavini okkar og einnig staðlaðri framleiðslu að hluta til,“ segir Þorsteinn. Meðal algengra verkefna í sjávarútvegi hjá Gúmmísteypu Þ. Lárussonar er að gúmmíklæða tromlur í færiböndum en þau koma bæði við sögu í skipum og í landvinnslu. „Já, það er töluvert um að við gúmmíklæðum driftromlurnar í færiböndum en til þess notum við sérstakt gúmmí sem viðurkennt er til notkunar í matvælaiðnaði. Kosturinn við gúmmíið á tromlunum er að það hefur mun betra grip en ryðfría stál-

www.kemi.is

ið og böndin ganga því mun betur,“ segir Þorsteinn en að hluta til er framleiðsla fyrirtækisins hans steypt hér á landi og að hluta til flutt inn. Meðal þess sem í boði er hjá Gúmmísteypu Þ. Lárussonar fyrir sjávarútveg eru pressuhjól í flestar gerðir netaspila, sjóvéla og hafspila, auk þess sem fyrirtækið annast viðgerðir á netaniðurleggjurum. Þá eru einnig í boði þéttilistar fyrir lestarlúgur og vatnþétt skilrúm sem eru viðurkenndir til notkunar í skipum. „Í gegnum tíðina hefur sjávarútvegurinn alltaf verið fastur viðskiptavinahópur hjá okkur og svo er enn,“ segir Þorsteinn Lárusson. www.gummisteypa.is

www.peltor.is

Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík S. 544-5466 Fax 544-5467 kemi@kemi.is

Pressuhjól í spilbúnað eru meðal þess sem fyrirtækið framleiðir.


SÓKNARFÆRI | 27

Makríllinn er líka innspýting fyrir þjónustu­­ fyrirtæki í sjávarútvegi „Við höfum sannarlega orðið vel varir við makrílveiðarnar í sumar, bæði í sölu á umbúðum og einnig vélbúnaði til makrílvinnslu. Makríllinn kemur víðar við sögu en bara hjá útgerðunum sjálfum - veiðarnar kalla á aukið umfang hjá þjónustuaðilum í greininni líkt og okkur,“ segir Gísli G. Sveinsson, sölustjóri hjá Samhentum. Fyrirtækið er eitt það umsvifamesta hér á landi í markaðssetningu og sölu á vörum til framleiðslu og pökkunar í matvælaiðnaði og er sjávarútvegurinn stærsta einstaka atvinnugreinin í viðskiptavinahópi Samhentra. Gísli segir mikilsverðan þátt í þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins að fara um landið og kynnast aðstæðum á hverjum stað. Þannig sé betur hægt að skynja þarfir og tækifæri viðskiptavinanna. „Við erum sérhæfðir í öllu sem lýtur að pökkun og umbúðum og snar þáttur í okkar þjónustu er að ráðleggja viðskiptavinum um val á lausnum, bæði hvað varðar tæki og umbúðir. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í uppsjávarfiskvinnslu á nokkrum stöðum á landinu og við höfum verið þátttakendur í því verkefni með búnaði og nýjum lausnum. Makrílvinnslan í sumar fylgdi síðan í kjölfarið en með henni hefur fengist betri nýting á allan búnað og fyrirtæki treyst sér í meiri fjárfestingar og endurnýjun tækja. Dæmi eru um viðskiptavini sem hafa beinlínis keypt vélar vegna vinnslu á makrílnum en annars nýtast sömu pökkunarlínur fyrir makrílinn og loðnu og síld. Eiginlega má segja að með tilkomu makrílsins fáist nýting á vélbúnaðinn á þeim tíma ársins sem hann stóð áður ónotaður. Nú er uppsjávarvinnslan nokkuð samfelld yfir árið - makríll að sumrinu, síldin á haustin og fram á miðjan vetur og þá tekur loðnan við fram undir vorið. Makríllinn var því sannarlega kærkominn, var mikil innspýting fyrir greinina í sumar og er vonandi kominn til að vera,“ segir Gísli. Endurvinnanlegar umbúðir fyrir ferskfiskútflutninginn Annar vaxandi þáttur í sjávarútvegi að undanförnu hefur verið vinnsla og útflutningur á ferskum fiskafurðum. Flutningurinn og þar með umbúðirnar skipta miklu um gæði afurðanna þegar á leiðarenda er komið og Samhentir bjóða lausnir í þessum umbúðum sem öðrum. „Í ferska fiskinum bjóðum við fiskikassa sem eru úr endurvinnanlegum efnum. Þetta eru kassar úr sveigjanlegu efni, brotna ekki í geymslu og flutningi, henta bæði í ferskt og frosið, henta vel í flug eða gáma og eru fáanlegir í stöðluðum stærðum frá 3 upp í 25 kíló. Þessa gerð umbúða hafa margir valið umfram frauðplastið, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Gísli og nefnir sem dæmi að nú í sumar hafi stórum hluta af útfluttum humri verið pakkað í þessa gerð umbúða. Og hann undirstrikar að umbúðir afurða skipti máli. „Já, gerð og útlit umbúða skiptir máli og þróun á gerð umbúða síbreytileg. Það sem er gott í dag er ekki nógu gott á morgun. Við höfum mörg dæmi þess að þegar slagur er í einstökum afurðum á markaði

Gísli G. Sveinsson, sölustjóri Samhentra, með hluta af því vöruúrvali sem fyrirtækið býður í umbúðum fyrir sjávarútveg. Á myndinni heldur hann á endurvinnanlegri öskju sem notuð var í pökkun á humri á vertíðinni í sumar.

Ein af nýjustu pökkunarlínum frá Samhentum. Hún var sett upp hjá Ísfélaginu á Þórshöfn nú í sumar.

þá getur á endanum skipt máli hvernig umbúðirnar eru, bæði að gerð og útliti,“ segir Gísli og reiknar með að vöxtur verði í umbúðasölu vegna ferskfiskútflutnings á komandi misserum. „Ég á ekki von á öðru en sóknin

á því sviði haldi áfram og sama er að segja um makrílvinnsluna. Sjávarútvegurinn hefur alltaf sýnt að hann leitar ný tækifæri uppi,“ segir Gísli G. Sveinsson, sölustjóri Samhentra. www.samhentir.is


28 | SÓKNARFÆRI

Grímur kokkur horfir nú til mötuneyta og stóreldhúsa í markaðsstarfinu

„Við kynntum humarsúpuna okkar á Fiskideginum mikla á Dalvík í ágúst og er skemmst frá því að segja að hún féll í góðan jarðveg, salan hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur og greinilegt að fólk kann að meta góða humarsúpu,“ segir Grímur Gíslason, einn eiganda félagsins Grímur kokkur í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið verður 5 ára í desember næstkomandi, en það var stofnað árið 2005. Grímur segir humarsúpuna, sem er nýjasta varan í vörulínu félagsins, vera metnaðarfyllstu vörutegund fyrirtækisins. „Hún er einstaklega bragðgóð og fellur sælkerum vel í geð, en líkt og með aðrar vörur frá okkur er súpan fullelduð og hana þarf aðeins að hita upp.“ Grímur bætir við að krafturinn í súpunni sé úr humarklóm og því verði súpan kraftmikil og bragðgóð þannig að hver veitingastaður gæti verið stoltur af. Grímur segir markmið félagsins

Humarsúpan er nýjung frá Grími kokki og nýtur mikilla vinsælda meðal landsmanna.

að framleiða aðeins fyrsta flokks vörur úr fyrsta flokks hráefni, hollan mat, bragðgóðan og eins að fljótlegt sé að framreiða hann. „Við leggjum ríka áherslu á hollustu, það er ein af

kröfum nútímans,“ segir Grímur. „Okkar metnaður er líka sá að bjóða bragðgóðan mat, við notum einungs mjög gott hráefni, engin rotvarnarefni eru í okkar vörum og geymslu-

Grímur Gíslason segir markmið félagsins að framleiða aðeins fyrsta flokks vörur úr fyrsta flokks hráefni, hollan mat, bragðgóðan og eins að fljótlegt sé að framreiða hann.

þolinu náum við með því að fullelda vöruna, hraðkæla og eða hraðfrysta

75 fyrirtæki nota upprunamerki fyrir sjávarafurðir Upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir, Iceland Responsible Fisheries, fór í dreifingu í febrúar árið 2009. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu mun annast markaðssetningu og kynningu á upprunamerkinu sem og verkefni sem tengist vottun á ábyrgum fiskveiðum. Verkefnið hefur frá upphafi verið unnið á vettvangi Fiskifélags Íslands. Guðný segir að meðal notenda merkisins séu útgerðir, framleiðendur, markaðsfyrirtæki sem og erlendir kaupendur íslenskra sjávarafurða. „Kröfur um ábyrga nýtingu endurnýjanlegra auðlinda hafa aukist jafnt og þétt um allan heim á liðnum árum. Upprunamerkinu, sem og vottun ábyrgra fiskveiða, er ætlað að vera eins konar tæki til að markaðssetja íslenskar sjávarafurðir erlendis og það gefur að auki framleiðendum og seljendum tækifæri til að aðgreina sig frá keppinautum sínum,“ segir Guðný. Koma upplýsingum um ábyrgar veiðar til skila Nú í september eru alls 75 skráðir notendur upprunamerkisins og segir Guðný að þeim fjölgi stöðugt. „Það þarf að beita öllum ráðum til að koma upplýsingum um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga til skila. Upprunamerki og vottun eru tæki sem unnt er að nota til að koma slíkum upplýsingum á framfæri, t.d. við stóra kaupendur erlendis,“ segir Guðný.

Árið 2007 var yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga gefin út, en undir hana rituðu sjávarútvegsráðherra, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, fiskistofustjóri og formaður Fiskifélag Íslands. Yfirlýsingin var svar við kröfum markaða um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og hafði þann tilgang að upplýsa kaupendur um hvernig stjórnun fiskveiða er háttað á Íslandi og að stjórnunin væri byggð á bestu vísindalegri þekkingu. Jafnframt kemur fram að íslensk stjórnvöld skuldbindi sig að fara að öllum alþjóðalögum og samningum um umgengni við auðlindir sjávar, sem þau hafa undirritað. Í framhaldinu var ákveðið að auðkenna íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu með íslensku merki. „Við munum halda úti öflugu kynningarstarfi á mörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir og höfum að markmiði að tengja saman íslenskan uppruna vörunnar og ábyrgar fiskveiðar, en þetta skapar mikilvæga og verðmæta ímynd,“ segir Guðný. Vottun varðandi þorskveiðar væntanleg Hún segir að unnið hafi verið að því á liðnum árum að undirbúa vottun og allt ferlið í kringum það sé unnið samkvæmt ströngustu kröfum. Samið var við írska vottunarfyrirtækið Global Trust um að vinna að vott-

Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu annast markaðssetningu og kynningu á upprunamerkinu sem og verkefni sem tengist vottun á ábyrgum fiskveiðum.

uninni, en kröfulýsingar eru unnar samkvæmt FAO leiðbeiningum um umhverfismerkingar og vottun veiða úr villtum fiskistofnum. Að sögn Guðnýjar er staða verkefnisins sú að kynningar- og umsagnarferli kröfulýsingar er lokið. Það sama gildi um forúttekt á stjórn þorskveiða við Ísland, en það er fyrsta fisktegundin

sem tekin er fyrir. Áætlað er að síðar á þessu ári verði vottun vegna þorskveiða lokið og skírteini sem staðfesti það gefið út. Úttektir vegna annarra fisktegunda fylgja svo í kjölfarið.

síðan,“ segir Grímur. „Allar okkar vörur eru fulleldaðar og þær þarf aðeins að hita upp. Það þykir mörgum góður kostur.“ Góður aðgangur að fersku hráefni Fyrirtækið er sem fyrr segir rétt að verða 5 ára gamalt, það er fjölskyldufyrirtæki og hjá því starfa 15 starfsmenn. Höfuðstöðvarinar eru í Vestmannaeyjum sem tryggir góðan aðgang að fersku hráefni þegar kemur að fiskréttum. Vörum fyrirtækisins er dreift á höfuðborgarsvæðinu sem og um land allt. Fjölbreytnin er mikil þegar kemur að vöruvali, en fiskréttir jafnan í öndvegi. Meðal vörutegunda má nefna plokkfisk sem ævinlega nýtur mikillar hylli meðal íslenskra neytenda og hið sama má segja um fiskibollur. Grímur segir að vöruþróun sé stöðugt í gangi og nýjar vörur bætist við á markaðinn reglulega, „þó gömlu góðu réttirnir standi alltaf fyrir sínu,“ eins og hann orðar það. Hann nefnir að á meðal vörutegunda megi finna fiskibuff, fiskborgara, gratíneraða ýsu, bæði með brokkoli og mexikósósu, smábollur með fyllingum af ýmsu tagi og ýsu í raspi. Einnig hafi fyrirtækið framleitt nokkurt úrval af baunabuffum með margvíslegum bragðtegundum. „Allar okkar vörur er hægt að fá í mismunandi pakkningum, hvort heldur sem verið er að versla í matinn fyrir fjölskylduna eða stærri einingar eins og mötuneyti,“ segir Grímur. Hægt að panta á heimasíðunni Hann bætir við að á heimasíðu félagsins hafi nú verið bætt við þeirri nýjung að mötuneyti og stóreldhús geti pantað vörur beint í gegnum síðuna og hafi það mikið hagræði í för með sér. „Við munum á næstu mánuðum leggja aukna áherslu á sölu í mötuneyti og stóreldhús, þar er stór og góður markaður,“ segir Grímur. Þá bendir hann á að neytendur geti einnig nálgast allar upplýsingar um innihald og næringargildi varanna á heimasíðunni auk þess sem þar er að finna upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. www.grimurkokkur.is

www.islandsstofa.is


SÓKNARFÆRI | 29

Stöðug aukning í verkefnum hjá Frost „Við sjáum fram á veruleg verkefni á komandi árum við að skipta út kælimiðlum í skipum. Notkun á Freon 22 verður alfarið bönnuð frá og með ársbyrjun 2014 og fyrir þann tíma þurfa útgerðir að hafa skipt yfir í aðra kælimiðla. Við finnum að útgerðir eru að setja sig í startholurnar að hefjast handa í þessum breytingum og þarna er um að ræða veruleg verkefni í mörgum tilfellum og eðlilegt að útgerðirnar vilji ekki fá allan kostnaðinn inn á síðasta árinu áður en frestur til breytinga rennur út,“ segja þeir Guðmundur Hannesson, sölustjóri Kælismiðjunnar Frosts og Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri. Segja má að það fyrirtæki hafi, ólíkt mörgum öðrum, vaxið jöfnum skrefum frá því bankahrunið varð á Íslandi enda verkefnin að stórum hluta í sjávarútvegi. Vöxturinn hefur ekki síst verið í verkefnum erlendis og horfur á að sú þróun haldi áfram. „Árið 2009 var metár og flest sem bendir til að árið í ár verði ekki síðra,“ segja þeir en meðal verkefna sem tengjast útskiptum á kælimiðlum eru breytingar á tveimur norskum togurum. Annað verkefnið var unnið á Akureyri í sumar og þessa stundina eru starfsmenn Frosts að vinna í hinu skipinu í Álasundi í Noregi. „Umræðan um útskipti á freoni hefur staðið mjög lengi og fresturinn átti að vera til síðustu áramóta en markaðurinn og birgjar voru einfaldlega ekki tilbúnir þegar til átti að taka. Nú er hins vegar ný dagsetning komin árið 2014 og frá henni verður ekki vikið. Í sumum tilfellum þarf að skipta miklu af

ig má minnka ísinn og auka hlutfallið af fiski í flutningi á markað. Við vitum af mörgum sem bíða eftir hagstæðara umhverfi í fjármögnun til að geta farið út í þessa fjárfestingu. Og svipaða sögu er að segja af útgerðinni - þar bíða menn þess að fá botn í kvótakerfisumræðuna áður en þeir fara í frekari fjárfestingar. Það er alveg vonlaust fyrir útgerðir í landinu að skuldsetja sig fyrir verkefnum í þeirri óvissu sem ríkir með kvótann í dag.“ Verkefni koma í gegnum birgjana Á árum áður framleiddi Kælismiðjan Frost mikið af þrýstihylkjum og öðrum búnaði í kælikerfi en sú stefna var mörkuð að fyrirtækið einbeiti sér að þjónustu, verktöku ásamt endursölu á búnaði frá birgjum, hönnun og tæknilegum lausnum kælikerfa ásamt uppsetningu. „Þessi stefna hefur skilað okkur góðum árangri og raunar er það þannig að með auknu samstarfi við okkar birgja erlendis þá hafa opnast leiðir að verkefnum í gegnum þá og hins vegar með þeim. Við sjáum til dæmis tækifæri í verkefnum í kjötog grænmetisframleiðslu erlendis og vitum að við erum vel samkeppnisfærir í gæðum. En sem fyrr mun íslenskur sjávarútvegur hins vegar verða þungamiðjan í starfseminni hjá okkur og þar er mikið framundan,“ segja þeir Gunnar Larsen og Guðmundur Hannesson hjá Kælismiðjunni Frost.

Kælibúnaður í nýrri uppsjávarvinnslu HB Granda á Vopnafirði er engin smásmíði. Frost annaðist uppsetningu hans og hér eru Guðmundur Hannesson og Gísli Úlfarsson við skrúfupressuna.

tækjabúnaði út og þar af leiðandi verða þetta umfangsmiklar breytingar á mörgum skipum. Við tökum að okkur að meta þær með útgerðum í hverju tilviki og erum síðan reiðubúnir að vinna verkin, enda á okkar sérsviði,“ segir Guðmundur. Margir í startholunum með fjárfestingar Frost hefur verið þátttakandi í stórum uppbyggingarverkefnum í frystingu uppsjávarafurða hér á landi síðustu árin og kæling leikur þar einnig stórt hlutverk við að koma afurðum ferskum í land, ekki síst hvað makrílinn varðar. „Sá fiskur er viðkvæmur og þarf mjög hraða og góða kælingu strax og hann kemur um borð. Kælingin tekur bæði til landvinnslunnar og skipanna og þetta er svið þar sem eftirspurnin er að

Kælismiðjan Frost annaðist í sumar stórt breytingaverkefni í norska togaranum K. Arctander þar sem skipt var um kælimiðilskerfi.

aukast og þar erum við sterkir,“ segir Guðmundur en nokkuð hefur einnig verið af verkefnum vegna vinnslu á ferskum fiski, t.d. á Dalvík og annað slíkt verkefni annaðist Frost nýverið í Noregi. Því til viðbótar hefur

Frost nýverið lokið við að byggja upp tvö bolfiskfrystihús í Reykjavík og Vestmanneyjum. „Kælarnir sem við erum að bjóða í þessi verkefni gera að verkum að menn þurfa ekki að nota ís og þann-

www.frost.is

Auknir möguleikar með meiri menntun

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, er með fjölbreytt námsframboð í dagskóla, dreifnámi og námi til háskólaeininga. Að auki er boðið upp á fjölda námskeiða til sjós og lands. Helstu námskeið: •

Smáskipanámskeið (pungapróf)

ARPA námskeið

Undirbúningur fyrir skemmtibátapróf

IMDG námskeið

Málmsuða fyrir almenning

GMDSS GOC/ROC námskeið

Smáskipavélavörður 750kW

SSO og CSO öryggisnámskeið

Hásetafræðsla

ECDIS Rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi

Endurnýjun skipstjórnarréttinda

Meðferð afla

Endurnýjun vélstjórnarréttinda

Nám til háskólaeininga í útvegsrekstrarfræði í samstarfi við HR.

Nánari upplýsingar um nám og námskeið í síma 514 9000 og á endurmenntun@tskoli.is

www.tskoli.is


30 | SÓKNARFÆRI

Naust Marine í sókn á Rússlandsmarkaði

„Rússlandsmarkaður er í greinilegri sókn hjá okkur og það sama er að segja um Suður- og Norður-Ameríku,“ segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine hf. í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti undanfarin ár en helsta framleiðsluvara þess er stjórnkerfi fyrir rafmagnsvindur fiskiskipa, svokallað ATW CatchControl kerfi. Sífelld þróun er í búnaðinum hjá Naust Marine og nýjung að líta dagsins ljós með rafknúnu vírastýri sem stjórnar röðun á vírunum inn á togvindur skipa. Naust Marine hefur selt ATW kerfi í rúmlega 80 fiskiskip víðsvegar um heim og ekki er sýnilegt lát á – enda virðast tækifæri vera að opnast á nýjum svæðum. Mikil endurnýjunarþörf hér heima „Rússlandsmarkaður er gott dæmi um það hvað gerist þegar mönnum auðnast að taka langtímaákvarðanir og horfa fram í tímann. Þar var umhverfi útgerðarfyrirtækja ákveðið til langs tíma og það hleypti af stað ákvörðunum um endurnýjun tækjabúnaðar á borð við skip. Þetta er fyrirmynd sem menn ættu að horfa til í umræðunni um umhverfi sjávarútvegsins hér heima. Rússneskir útgerðarmenn geta nú loksins horft fram á veginn með kvóta til 10 ára og ráðist í löngu tímabært viðhald og endurnýjanir á skipum sínum,“ segir Bjarni Þór. Hér heima hafa fjárfestingar í endurnýjun skipastólsins verið í lægð undanfarin ár og það segir Bjarni Þór áhyggjuefni. Endurnýjunarþörfin sé mikil. „Það er eiginlega kraftaverk að mörg skipanna hjá okkur gangi ár eftir ár því búnaður er allur orðinn mjög gamall, sem og skipin sjálf. Hvað okkar búnað varðar þá er í mörgum tilfellum um mjög gamlan vindubúnað að ræða sem erfitt eða nær ómögulegt er að fá varahluti í. Ég vona því sannarlega að okkur beri gæfa til að eyða þeirri óvissu sem ríkir um framtíðarfyrirkomulag fiskiveiða en hún er mikil hindrun varðandi nýfjárfestingu í skipastólnum,“ segir Bjarni.

Rafmagnið í staðinn fyrir vökvann „Almennt getum við glaðst yfir verkefnastöðunni hjá okkur, segir Bjarni Þór. „Verkefnin eru reyndar minni hvert um sig en þau voru á tímabili en þau munu stækka á nýjan leik.“ Starfsmönnum Naust Marine hefur fjölgað úr níu í tuttugu á þremur árum. Öll hönnun, smíði og samsetning kerfanna fer fram í Hafnarfirði. „Rafmagnsvindur eru valkostur við vökvaknúnu vindukerfin en rafmagnsvindunum fylgja miklir kostir,

svo sem sparnaður í olíu, minna viðhald, hljóðlátari vindubúnaður og minni mengunarhætta. Ég finn að íslenskir útgerðarmenn eru áhugasamir um alla þessa þætti og bind vonir við að vöxtur okkar geti haldið áfram á komandi árum með aukinni framleiðslu á vindukerfum fyrir íslensk fiskiskip,“ segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine. www.naust.is

„Getum glaðst yfir góðri verkefnastöðu,“ segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine. Mynd: GEK

Fiskleðrið frá Sauðárkróki heillar hönnuði heimsþekktra vörumerkja „Við fengum mjög góðar viðtökur og það er ánægjulegt,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Sjávarleðurs á Sauðárkróki, um leðursýningu í París, Le Cuir a Paris, sem fyrirtækið tók nýlega þátt í. Sjávarleður kynnti þar nýjungar í fiskleðri. Nú í október er ferðinni svo heitið til Bolonga á Ítalíu þar sem fram fer ein stærsta sýning á leðri og fylgihlutum í heiminum. Á sýningunum er haust- og vetrartískan veturinn 2011-12 kynnt. „Okkar framlag til vetrartískunnar næsta vetur er meiri leðurtilfinning og skapandi leikur með áferðina. Við kynnum fjórar einfaldar línur,“ segir Gunnsteinn. Sjávarleður er eina sútunarverksmiðjan í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði. Fyrirtækið Sjávarleður stendur á gömlum grunni og má rekja upphafið til félagsins Loðskinns sem starfað hefur á Sauðárkróki frá árinu 1969. Gunnsteinn, eiginkona hans, Sigríður og fyrirtækið Norðurströnd á Dalvík eiga og reka Sjávarleður. Það var stofnað í lok árs 1994 og hóf starfsemi sem sprotafyrirtæki í tengslum við Loðskinn í byrjun árs 1995. Fyrstu árin fóru í þróunarstarf

Slönguhjól og kefli Fjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörð Ýmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur

Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is

tíðina, enda hefur fiskleðurheillað hönnuði heimsþekktra vörumerkja á borð við Prada, Dior og Nike.

Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Sjávarleðurs á Sauðárkróki, ræðir við áhugasama gesti á leðursýningunni í París á dögunum.

en hjólin fóru að snúast þegar menn fundu réttu aðferðina til að súta fiskroð. Gunnsteinn segir að markaðsstarf hafi skilað árangri. „Þetta er jafnt og þétt upp á við, sígandi lukka eftir því sem árin líða.“ Bróðurpartur framleiðslunnar er seldur til útlanda

eða allt að 95% en Gunnsteinn segir að íslenski markaðurinn hafi tekið vel við sér eftir að kreppan skall á. Hönnuðir og handverksfólk horfir nú í auknum mæli til fiskroðsins sem hráefnis í vörurnar sínar. Vörumerkið er þekkt innan tískuheimsins og Gunnsteinn er bjartsýnn á fram-

Gestastofa sútarans fékk góðar viðtökur Sumarið 2010 opnaði fyrirtækið Gestastofu sútarans og veitti þar með ferðamönnum og almenningi aðgang að sútunarverksmiðjunni. Í gestastofunni getur fólk kynnt sér afurðir sútunarverksmiðjunnar og hvernig roð er sútað svo úr verður úrvals fiskleður. Í boði er að kaupa leður og skinn beint frá sútara, einnig að kaupa hönnun og handverk af ýmsu tagi. „Þetta gekk alveg ljómandi vel í sumar, hingað var stöðugur straumur fólks sem sýndi okkur mikinn áhuga fyrir starfseminni. Fyrir það erum við þakklát,“ segir Gunnsteinn. Um 5.000 manns lögðu leið sína í Gestastofu sútarans á liðnu sumri. Þá er ótalinn gríðarlegur fjöldi sem leit inn hjá fyrirtækinu á Fiskideginum mikla á Dalvík í ágúst, þar sem starfsemi þess var kynnt. www.atlanticleather.is

Ammoníak besti kosturinn „Þau mál sem brenna helst á okkur í Frystikerfi ehf., er fyrirséður endir á notkun freon R-22 kælimiðla í frystitogurum landsins. Framleiðendur HCFC kælimiðla hafa á undanförnum árum komið með hvern kælimiðilinn á fætur öðrum sem nota á í stað R-22 án þess að koma með kælimiðil sem passar beint inn í núverandi frystikerfi í togurunum, með engum eða litlum breytingum,“ segir Vésteinn Marinósson hjá Frystikerfi ehf. Nú þegar eru nokkur skip við Ísland sem notast við ammoíak kerfi og segir Vésteinn það trú sína, litið til næstu 15-20 ára, að ammoníak sé tvímælalaust hagkvæmasti kosturinn fyrir íslenska flotann. Ammoníak segir hann í raun einfaldan og þægilegan kælimiðil í notkun og þjónustu. Gerðar eru vissar kröfur af hendi flokkunarfélaganna varðandi umbúnað um ammoníak í skipum, en fyrir þá sem þekkja kröfurnar er þetta ekki stórmál. Hægt er að breyta öllum íslenskum frystitogurum yfir í notkun á ammoníak kælimiðli.

„Nokkrar útgerðir hafa haft samband við okkur varðandi hvað gera skuli þegar R-22 verði ekki lengur fáanlegt og uppurið í landinu. Í sumum tilvikum höfum við lagt af stað með undirbúningsvinnu að breytingum á frystikerfunum. Þarna komum við hjá Frystikerfi ehf. sterkir inn en við höfum mikla reynslu í breytingum af þessu tagi. Má nefna að nú í sumar lauk breytingum á MV Gloriu sem unnar voru í Póllandi. Þar var eldra R-22 kerfi tekið úr skipinu og sett nýtt og mun öflugra ammoníak kerfi. Í MV Gloriu afgreiddum við nýjar frystipressur, dælukút, millikæli, eimsvala, kælimiðilsdælur, loka og stýringar, ásamt frystibúnti í lest, svo eitthvað sé nefnt, og höfðum eftirlit með allri uppsetningu. En einmitt hversu sterkt og traust tengslanet okkar er við erlenda birgja gerir okkur kleift að afgreiða þessa hluti á stystum mögulegum tíma og hagkvæmum verðum,“ segir Vésteinn. Af öðrum atriðum hvað Frystikerfi varðar segir Vésteinn vert að

nefna að um nokkura ára skeið hafi fyrirtækið haft samstarfssamning við Johnson Controls í Danmörku, en þeirra þekktustu vörumerki eru Sabroe, Gram og Frigg. „Við finnum við fyrir aukningu í sölu varahluta og þjónustu við þessar vélar. Haft hefur verið á orði við okkur að við séum sanngjarnir í verðum á varahlutum, en við bjóðum eingöngu upp á original varahluti. Við höfum á lager varahluti í Sabroe vélar og getum brugðist skjótt við, komi upp bilun hjá mönnum. Við hjá Frystikerfi ehf., höfum á að skipa flokki harðsnúinna manna sem vanir eru upptekt allra gerða skrúfu- og stimpilpressa. Manna sem hafa mikla reynslu í að vinna sjálfstætt fjarri heimabyggð og hafa á engan annan að treysta nema sjálfan sig. Okkar megin áhersla hefur ávallt verið sú að leggja meira upp úr gæðum þeirra manna sem við sendum út í verk, umfram magn,“ segir Vésteinn Marinósson hjá Frystikerfi. www.frystikerfi.is


SÓKNARFÆRI | 31

Öll tæki í brú og vélarrúm á sama stað Fyrirtækin Friðrik A. Jónsson og Marás eru sölu- og þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn sem vinna náið saman, enda undir sama þaki við Akralind 2 í Kópavogi og í eigu sömu aðila. Friðrik A. Jónsson á yfir sextíu ára sögu sem tengist fjarskiptum, siglinga- og fiskileitartækjum. Fyrirtækið er elsta starfandi Simrad umboð í heiminum. Marás er hins vegar ungt en öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn sem sérhæfir sig í vélbúnaði. „Hér í Akralindinni átt þú að geta fengið allan búnað í skipið, hvort sem eru siglingar- og fiskileitartæki í brúna eða vélbúnaður og rafstýringar í vélarrúmið,“ segir Eyjólfur Bergsson, sölumaður hjá Friðriki A. Jónssyni. „Við smíðum vissulega ekki skipin en útvegum hins vegar nánast allan búnað sem í þau þarf,“ bætir Hallgrímur Hallgrímsson, sölumaður hjá Marási, við. Kaupa beint frá framleiðendum Marás selur m.a. YANMAR bátavélar, sem eru allt frá 9 til 5.000 hestöfl. Hallgrímur áætlar að um helmingur allra minni smábáta, sem byggðir hafa verið hér á landi síðustu ár, sé með YANMAR vélar auk nýjustu togaranna. Marás flytur einnig inn Tohatsu utanborðsmótora, sem eru í hópi þeirra fyrirferðarminnstu en þó kraftmestu á markaðnum. Mótorarnir eru fáanlegir frá 2,5 upp í 140 hestöfl og hafa meðal annars unnið til „Editors Choice Award“ verðlauna frá Motorboating Magazine. Hallgrímur segir að Marás kaupi beint frá framleiðendum, sem geri þá mjög samkeppnisfæra í verðum. Af öðrum vörum, sem Marás býður, má nefna Scantrol autotrol búnað, sem gengur fyrir allar tegundir af vindum, NORSAP skipstjórastóla, bátaskrúfur, ZF stjórntæki, KOHLER rafstöðvar, rafala, bátaglugga, rúðuþurrkur, hurðir, AMOT hitastýrða loka og þannig mætti lengi áfram telja. Einnig kúlulegur, gírabúnað og túrbínuvarahluti auk þess sem fyrirtækið sérpantar flest sem þarf. Marás býður einnig upp á ástandsskoðun vélbúnaðar. Simrad með nýjan sónar Af nýjungum frá Friðriki A. Jónssyni má nefna að Simrad hefur nýlega sett á markað nýtt dýptar- og fiskileitartæki (sónar) sem tekur við af ES60, sem hefur verið langvinsælasta fiskileitartækið í stærri skipum flotans síðastliðin 10 ár. Nýja tækið heitir ES70 og er hægt að fá bæði hátíðni- og lágtíðniútgáfu eftir því hvort verið er að leita á stórum eða litlum svæðum eða á litlu eða miklu dýpi. Valdimar Einisson, þjónustustjóri hjá Friðriki A. Jónssyni, segir að framsetning upplýsinga sé mun gleggri á nýju tækjunum en áður var og að nú sé hægt að greina betur hvort fiskurinn liggur alveg við botn eða ekki. „Munurinn á okkar tækjum og öðrum er að við fáum mun nákvæmari upplýsingar um torfuna, sem við erum með á tækinu, til dæmis hvernig hún liggur, hvernig jaðrar hennar eru og hvar þéttleiki hennar er mestur.“ Allar valmyndir eru á íslensku og er nýjustu tækni beitt við framsetningu upplýsinga um endurvörp sem birtast á skjánum. Sjónvarpstækni og fjarskiptabúnaður Sjónvarpstæknin hefur verið í mikilli sókn um borð í skipum undanfarin ár og er Friðrik A. Jónsson ehf. umboðsaðili fyrir loftnetsbúnað frá Intellian í Suður-Kóreu. Intellian er

Eyjólfur og Valdimar við sjónvarpskúluna frá Intellini.

stærsti framleiðandi sjónvarploftneta fyrir sjávarútveg og hefur selt yfir 10.000 sjónvarpskúlur fyrir skip og báta. Sjónvarpskúlurnar frá Intellian eru mun næmari og geta lesið mun

daufari merki en aðrir sjónvarpsmóttakarar. Jafnframt er Intellian eini móttakarinn sem getur bæði tekið við sjónvarpsmerkjum frá amerískum og evrópskum fjarskiptatungl-

Hallgrímur við utanborðsmótorana frá Tohatsu sem meðal annars hafa verið verðlaunaðir af Motorboating Magazine. Myndir: GEK

um. Auk þessa nýja búnaðar er stöðug og góð sala í hinum vinsælu og vönduðu sjálfstýringum frá Simrad, siglingatölvum frá Olex, kösturum og siglingaljósum frá Norselight og

fleiri merkjum sem Friðrik A. Jónsson ehf. hefur selt undanfarin ár. www.maras.is - www.faj.is


32 | SÓKNARFÆRI

Nýstárlegur hátæknibúnaður frá Ísmar

Ísmar var stofnað árið 1982 og þá eingöngu til sölu og þjónustu fyrir tæknibúnað í sjávarútvegi. Í tímans rás hefur fyrirtækið haslað sér völl sem forystufyrirtæki í hátæknilausnum fyrir framkvæmdageirann. Þannig hefur búnaður frá Ísmar komið við sögu í öllum helstu framkvæmdum á landinu undanfarin ár, bæði til lands eða sjávar. Fyrir nokkrum árum tók Ísmar að sér umboð fyrir frumkvöðul á sviði hitaskynjunar en það er bandaríska fyrirtækið FLIR, sem meðal annars framleiðir hitamyndavélar eða hitasjár fyrir skip. Þessi búnaður gerir skipstjórnarmönnum kleift að sjá jafn vel í myrkri og birtu og eykur mjög öryggi og þægindi því þarna sameinast í raun öryggis- og sigl-

ingatæki. Hitasjá gerir allt sem ískastari gerir og hluta þess sem ratsjá gerir og hentar því vel t.d. til siglinga í ís. Þá eru til útgáfur af þessu tæki á stærð við venjulegan sjónauka. Þessi tæki geta ráðið úrslitum ef maður fellur fyrir borð í myrkri því mjög auðvelt er að sjá hann í sjónum með þessari tækni og þar með auðvelda björgun. Þessi búnaður er þegar komin í notkun hérlendis og hefur sýnt sig nýtast vel, hvort heldur er við leit og björgun eða í fiskiskip og minni báta. Auk þess að henta vel sem öryggis- og siglingatæki eru til sérstakar útgáfur af hitamyndavélum fyrir vélarrúm skipa, til að fylgjast með mótorum, dælum og raflögnum. Oft er hægt að sjá fyrir bilanir með

FLIR hitamyndavél nýtist vel um borð í netabátnum Sæþór EA.

FLIR hitasjá er um borð í björgunarskipi Þorbjarnarins í Grindavík.

þessari tækni og bregðast við áður en í óefni er komið. Ísmar býður fullkominn búnað til sjálfvirkrar tilkynningaskyldu eða svokallaðan AIS búnað og hefur tekið að sér umboð fyrir framleiðendur í fremstu röð á því sviði. Það eru einkum tæki frá True Heading fyrir minni báta og eru slík tæki þegar komin í fjölda báta. Fyrir stærri skip eru boðin tæki frá SAAB Transpondertech. Bæði þessi fyrirtæki eru sænsk. Þess má geta að AIS kerfið fyrir allt Ísland er frá SAAB Transpondertech, enda fyrirtækið í fararbroddi slíkra framleiðenda. Einn þekktasti framleiðandi ýmiss konar leitarljósa, vasaljósa og höf-

uðljósa er bandaríska fyrirtækið Streamlight. Vörur hans eru einkum ætlaðar löggæslu, slökkviliði, björgunaraðilum og öðrum atvinnumönnum sem þurfa á öruggum og

sterkbyggðum ljósum að halda. Ísmar, umboðsaðili fyrir Streamlight, býður fjölbreytt úrval ljósa með nýjustu lýsingartækni frá þessum virta framleiðanda. Trimble er stærsti framleiðandinn sem Ísmar er með umboð fyrir en búnaður frá honum verið notaður við allar helstu framkvæmdir hérlendis til fjölda ára. Nefna má dýpkunarframkvæmdir, hafnargerð, hafnargarða og sjómælingar, auk framkvæmda á landi. Ísmar er með umboð fyrir fjölda annarra framleiðenda fremstu röð á hinum ýmsu sviðum. Starfsmenn Ísmar eru 8 talsins, flestir tæknimenntaðir með langa reynslu í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur fullkomið þjónustuverkstæði þar sem starfa tæknimenn með áratuga reynslu í sínu fagi. www.ismar.is

Á innfelldu myndinni má sjá Einar Valsson, skipherra á Ægi, kynna sér nýja búnaðinn áður en lagt var af stað til Senegals.

Hitamyndavél við landamæravörslu Áður en varðskipið Ægir fór til starfa við landamæravörslu við strendur Afríkuríkisins Senegals var sett fullkomin hitamyndavél í skipið. Vélin er frá FLIR og sá Ísmar, umboðsaðili FLIR á Íslandi og í Færeyjum, um uppsetningu hennar. Hitamyndavélin er af Voyager gerð, í raun sambyggð hitamyndavél og vídeovél sem sér vel í dagsbirtu og rökkri. Hitamyndavélin sér hins vegar jafn vel hvort heldur er í birtu eða myrkri. Þessi búnaður getur greint mann í sjó í yfir tveggja tveggja kílómetra fjarlægð og stærri hluti, svo sem skip, í allt að sex kílómetra fjarlægð í niðamyrkri. Þá er

hægt að þysja inn viðkomandi hlut til að sjá hann betur. Með fjarstýringu úr brúnni er hægt að snúa vélinni og halla til að beina henni að viðkomandi hlut eða við leit. Reikna má með að búnaðurinn nýtist vel við þau verkefni sem áhöfn Ægis þarf að sinna á nýjum slóðum. Að sögn Gylfa Geirssonar hjá Landhelgisgæslunni mun tækið ekki einungis nýtast í verkefnum skipsins við vestanverða Afríku og í Miðjarðarhafi, heldur einnig og ekki síður við eftirlits- og björgunarstörf við Íslandsstrendur.


SÓKNARFÆRI | 33

Margfalt meira eftirlit með smábátaútgerð en bankastarfsemi! „Ég reri frá Skagaströnd og var mest út af Skaganum en fór nokkra róðra vestur á Strandir. Þetta gekk ágætlega en maður þurfti alltaf að passa sig á að taka þennan dagskammt því þeir sekta bara grimmt ef maður fer einhver kíló fram yfir. Það er ekki fyrir nema aumingja að stunda þetta, varla fyrir alvörumenn,“ segir hinn eldhressi Árni Þorgilsson á Sómabátnum Nonna HU á Blönduósi sem var með mestan þorskafla strandveiðibáta í sumar. Árni er einn á og er með þrjár færavindur þegar best lætur. Hann er ánægður með strandveiðikerfið en er ómyrkur í máli þegar kemur að eftirlitskerfinu með smábátunum sem hann segir vera líkast því að kerfið sé að fylgjast með stórglæpamönnum. „Þeim væri nær að hafa svona eftirlit inn í bönkunum. Þar hafa menn þó í alvöru verið að koma einhverju undan.“

Nonni HU. Árni fiskaði 25 tonn af þorski á bátinn í strandveiðunum í sumar. Mynd: Jón Sigurðsson.

frá Blönduósi þessar veiðar í sumar. Það er bara jákvætt,“ segir Árni.

Gat róið hindrunarlaust í maí og júní Árni var einnig á strandveiðunum í fyrra en reri þá frá Vestfjörðum. Hann lagði inn umsókn, bæði á því veiðisvæði og á norðursvæðinu fyrir nýliðið tímabil en ákvað að halda sig fyrir norðan þegar hann sá hversu margir ætluðu sér á svæðið fyrir vestan. Og sér ekki eftir því. „Ég var heppinn að taka þessa ákvörðun því ég gat róið hindrunarlaust bæði í maí og júní en síðan þrengdist um þegar grásleppubátarnir voru búnir með sína vertíð og komu inn í strandveiðina. Þá varð minna fyrir hvern en maður reyndi að vera sem næst hámarkinu á dag, sem var 776 kíló. Enda eins gott því þessir háu herrar voru víst farnir að rukka 500 krónur á kíló ef farið var eitthvað framyfir,“ segir Árni og bætir við að honum virðist sem þeir séu orðnir jafn margir sem hafi eftirlit með veiðunum eins og þeir sem stundi þær. „Þetta eru orðnar slíkar takmarkanir, hindranir og eftirlit að það tekur engu tali. Og svo finnast alltaf einhverjir lubbar sem eru tilbúnir að vera í svona eftirliti. Væri nær að þeir kæmu með okkur á sjó!“

Árni Þorgilsson, smábátasjómaður á Blönduósi. Mynd: Adolf Berndsen / Skagaströnd.

ólíkt gáfulegra að hafa svona gamla kalla eins og mig úti á sjó að fiska fyrir þjóðarbúið í stað þess að leggjast bara á ríkisjötuna,“ heldur smábátasjómaðurinn Árni áfram og segist þegar farinn að huga að næsta ári. „Já, nú tekur maður bátinn upp

og dundar í honum í vetur. Reynir svo að sigta út á hvaða svæði best verður að vera á næsta ári. Stefnan er ótvírætt sú hjá mér að halda þessu áfram meðan ég stend í lappirnar,“ segir Árni Þorgilsson á Nonna HU á Blönduósi.

Breyttu nótt í dag

FLIR Hitamyndavélar og hitasjónaukar frá frumkvöðli sem þróaði þessa tækni. Frábær viðbót við hefðbundin siglingatæki. Auðveldara er að finna baujur, sjá strandlínu, ísjaka o.fl. og auka þar með öryggi á siglingu verulega. Hitaskynjun sér jafn vel í birtu eða myrkri og hentar því mjög vel til leitar og björgunar. Ekki lengur þörf fyrir ljóskastara. Geta tengst ratsjá. Bylting í öryggi og þægindum fyrir sjófarendur.

EXPO

Lykilatriði að kæla aflann strax Árni fiskaði 25 tonn af þorski á Nonna HU í strandveiðunum í sumar og segir afkomuna í lagi miðað við þann afla og einn mann um borð. Sem segir þá nokkuð um að margir hljóta að hafa róið með miklum kostnaði en lítilli eftirtekju. „Já, þetta var í lagi miðað við aflann hjá mér en ég held að margir hafi ekki haft neitt út úr veiðunum. Svo hefur mikið verið talað um aflameðferðina en ég held að í þessu eins og öllu öðru þá finnist misjafnir sauðir. Ég blóðgaði allan afla jafnóðum í ísvatn og það er lykilatriði, sérstaklega þagar heitt er í veðri, að ísa aflann og kæla eins og fljótt og hægt er,“ segir Árni. - Hvað finnst þér um þetta strandveiðikerfi? „Mér finnst í sjálfu sér allt í lagi með kerfið sem slíkt en það mætti vera manneskjulegra. Ég sé ekki að það þurfi að elta menn uppi með látum þó þeir fari nokkur kíló yfir dagskammtinn eins og um stórglæp sé að ræða. Það er ekki eins og við séum með nákvæmar vigtar úti á sjó og því hlýtur að vera hægt að fara vægar í sakirnar en sekta menn um stórar fjárhæðir. En heilt yfir finnst mér þessar veiðar ágætar. Þær hleypa lífi í hafnirnar og til að mynda stunduðu þrír bátar héðan

Nóg af fiski þó fræðingarnir sjái hann ekki! Árni segir að fiskurinn hafi verið nokkuð góður og farið batnandi eftir því sem leið á sumarið. Hann segir ýsu svolítið slæðast með á færin og enn meira af ufsa „en ég lagði alla áherslu á þorskinn, enda best upp úr honum að hafa. Það er nóg af þorski hér um allt fyrir norðan og miklu betra ástand en ég hef séð áður. Og hef þó verið til sjós mestan hluta minnar ævi. Fiskifræðingarnir sjá samt aldrei neitt og taka ekkert mark á því sem við segjum sem erum úti á sjó. Það er alltaf gapað upp í fiskifræðingana en við erum ekki virtir viðlits. Eitt er á hreinu; það er nóg af fiski í sjónum og væri nú

Síðumúla 28 – 108 Reykjavík – Sími: 5105100 – Tölvupóstfang: ismar@ismar.is – www.ismar.is


34 | SÓKNARFÆRI

Aflanemar frá Scanmar eru upplýsingaveitur skipstjórnenda

„Það er alveg ljóst að aflanemakerfið frá norska fyrirtækinu Scanmar var á sínum tíma bylting fyrir stjórnendur fiskiskipa. Aflanemarnir hafa klárlega skilað bættri meðferð afla, orkusparnaði fyrir útgerðirnar, betri meðferð á veiðarfærum, lengri endingu veiðarfæra og þannig mætti halda áfram. Frá því Scanmar hóf framleiðslu á fyrstu aflanemum fyrir tæpum þrjátíu árum hefur notkunarsviðið aukist mikið, nemarnir eru sífellt að verða fjölhæfari og þar með fær skipstjórinn stöðugt meiri og betri upplýsingar til að vinna með og ná árangri,“ segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi. Þórir var á sínum tíma togaraskipstjóri og þekkir þá byltingu sem aflanemar Scanmar innleiddu í fiskveiðunum og hann segir þróunina stöðuga. „Scanmar framleiðir í dag um 30 gerðir af alls kyns nemum, fyrst og fremst fyrir tog- og nótaveiðar, og síðan brúareiningar sem samanstanda af móttökutækjum fyrir þráðlaus samskipti við nemana og tölvubúnaði sem birtir skipstjórnarmönnum allar upplýsingar og framsetningu sem þeir kalla eftir. Þetta er því stórt heildarkerfi sem svarað getur mismunandi þörfum, allt eftir því hvernig skip og veiðarfæri eru byggð upp og hvaða veiðar eru stundaðar hverju sinni,“ segir Þórir og undirstrikar að mikilsverðasti ávinningur nemakerfisins sé að bæta hráefnismeðferðina og auka þar með verðmæti aflans. Vill sjá meiri notkun á straumhraða- og skekkjunemanum Sem dæmi um notkunarsvið nemakerfisins frá Scanmar og notagildi nemanna nefnir Þórir sérstaklega svokallaðan straumhraða- og skekkjunema. „Þetta er nemi sem mér finnst vera einn af þeim merkilegri sem Scanmar hefur framleitt og mætti að mínu mati vera víðar í notkun hér í fiskiskipaflotanum. Þessi nemi er festur á höfuðlínuna á trollinu eða aftur í belg og gefur upplýsingar upp í skip um straumhraða og straumstefnu inn í trollið. Það hvernig troll er að dragast gagnvart straumi og á

Þórir Matthíasson við straumhraða- og skekkjunemann frá Scanmar.

Hér sést hvernig svokölluð vatnsfötuáhrif koma fram ef hraði á trollinu er of mikill.

góðum tökum á notkun skekkjunemans og séð góðan árangur af. „Í dag setur enginn togveiðarfæri í sjó nema hafa bæði aflanema á trollinu, hleranema á toghlerunum og ég vil sjá sem flesta nýta sér straumhraða- og skekkjunemann líka. Kerfið skilar þannig bæði upplýsingum um aflann og hvernig veiðarfærið hagar sér í sjónum. Það skiptir miklu um árangurinn,“ segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi. www.scanmar.no

Fiskveiðistjórnunin krufin í Evrópuverkefni „Það er alveg ljóst að aflanemakerfið frá norska fyrirtækinu Scanmar var á sínum tíma bylting fyrir stjórnendur fiskiskipa. Aflanemarnir hafa klárlega skilað bættri meðferð afla, orkusparnaði fyrir útgerðirnar, betri meðferð á veiðarfærum, lengri endingu veiðarfæra og þannig mætti halda áfram. Frá því Scanmar hóf framleiðslu á fyrstu aflanemum fyrir tæpum þrjátíu árum hefur notkunarsviðið aukist mikið, nemarnir eru sífellt að verða fjölhæfari og þar með fær skipstjórinn stöðugt meiri og betri upplýsingar til að vinna með og ná árangri,“ segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi. Þórir var á sínum tíma togaraskipstjóri og þekkir þá byltingu sem aflanemar Scanmar innleiddu í fiskveiðunum og hann segir þróunina stöðuga. „Scanmar framleiðir í dag um 30 gerðir af alls kyns nemum, fyrst og

Aðalstöðvar Matís.

fremst fyrir tog- og nótaveiðar, og síðan brúareiningar sem samanstanda af móttökutækjum fyrir þráðlaus samskipti við nemana og tölvu-

Arnar á Ragnari SF notar línuskífu frá okkur Ávallt til á lager; línu- og netaskífur, línu- og netadrek, hert kefli í nótahring

Vélsmiðjan Foss ehf. www.fossehf.is

hvaða hraða er lykillinn að veiðihæfni veiðarfærisins. Svokölluð ánetjun á trolli, þ.e. þegar fiskur festist í vængjum trollsins og fer þannig ekki aftur í poka, er dæmi um ástæðu fyrir því að veiðarfærið leggst undan straumi. Síðan er mjög mikilvægt að toghraðinn sé réttur því ef trollið er dregið of hratt þá myndast svokölluð vatnsfötuáhrif, þ.e. að sjórinn kemst ekki í gegnum trollið og það hreinlega ryður frá sér. Gerist það þá fiskar veiðarfærið eðlilega ekki,“ segir Þórir og bætir við að margir skipstjórnarmenn hafi náð

Ófeigstanga 15 - 780 Hornafirði Sími 478 2144 - foss@fossehf.is

búnaði sem birtir skipstjórnarmönnum allar upplýsingar og framsetningu sem þeir kalla eftir. Þetta er því stórt heildarkerfi sem svarað getur mismunandi þörfum, allt eftir því hvernig skip og veiðarfæri eru byggð upp og hvaða veiðar eru stundaðar hverju sinni,“ segir Þórir og undirstrikar að mikilsverðasti ávinningur nemakerfisins sé að bæta hráefnismeðferðina og auka þar með verðmæti aflans. Vill sjá meiri notkun á straumhraða- og skekkjunemanum Sem dæmi um notkunarsvið nemakerfisins frá Scanmar og notagildi nemanna nefnir Þórir sérstaklega svokallaðan straumhraða- og skekkjunema. „Þetta er nemi sem mér finnst vera einn af þeim merkilegri sem Scanmar hefur framleitt og mætti að mínu mati vera víðar í notkun hér í fiskiskipaflotanum. Þessi nemi er festur á höfuðlínuna á trollinu eða aftur í belg og gefur upplýsingar upp í skip um straumhraða og straumstefnu inn í trollið. Það hvernig troll er að dragast gagnvart straumi og á

hvaða hraða er lykillinn að veiðihæfni veiðarfærisins. Svokölluð ánetjun á trolli, þ.e. þegar fiskur festist í vængjum trollsins og fer þannig ekki aftur í poka, er dæmi um ástæðu fyrir því að veiðarfærið leggst undan straumi. Síðan er mjög mikilvægt að toghraðinn sé réttur því ef trollið er dregið of hratt þá myndast svokölluð vatnsfötuáhrif, þ.e. að sjórinn kemst ekki í gegnum trollið og það hreinlega ryður frá sér. Gerist það þá fiskar veiðarfærið eðlilega ekki,“ segir Þórir og bætir við að margir skipstjórnarmenn hafi náð góðum tökum á notkun skekkjunemans og séð góðan árangur af. „Í dag setur enginn togveiðarfæri í sjó nema hafa bæði aflanema á trollinu, hleranema á toghlerunum og ég vil sjá sem flesta nýta sér straumhraða- og skekkjunemann líka. Kerfið skilar þannig bæði upplýsingum um aflann og hvernig veiðarfærið hagar sér í sjónum. Það skiptir miklu um árangurinn,“ segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi. www.scanmar.no


SÓKNARFÆRI | 35

Útgerðirnar leita stöðugt leiða til að auka afla og bæta aflameðferð „Nú í sumar höfum við haft talsverð verkefni í uppsetningu á trollum fyrir humarveiðina. Við settum til að mynda í fyrsta skipti upp tvö tveggja poka humartroll sem dregin eru samtímis. Þar var um að ræða tilraun sem gerð var á Hornafjarðarbátunum Þóri og Skinney í sumar og þótti takast mjög vel,“ segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri Veiðarfæraþjónustunnar í Grindavík. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 en byggir á áratuga veiðarfæraþjónustu við útgerðirnar í Grindavík og á Suðurnesjum. Stærstur hluti verkefnanna tengist útgerð á því svæði en líkt og humartrollin fyrir Hornafjarðarbátana eru gott dæmi um þá eru verkefni líka sótt annars staðar á landinu. Veiðarfæraþjónstan er alhliða þjónustufyrirtæki í viðgerðum og uppsetningum á nýjum veiðarfærum. Síðarnefndi þátturinn er stærstur hluti þjónustunnar enda segir Hörður ætíð þörf á að endurnýja veiðarfærin. Þau ganga úr sér eins og annað. Sífellt endingarbetri veiðarfæri „Við höfum mikla reynslu þegar kemur að uppsetningu á snurvoð og höfum þar af leiðandi þjónustað þær útgerðir sem nota snurvoð víða um land. En almennt sagt þá þjónum við öllum fiskiskipum, allt frá neta-

Þau eru mörg handtökin við uppsetningu veiðarfæra.

og línubátum upp í togara,“ segir Hörður en hjá Veiðarfæraþjónustunni eru sjö starfsmenn. Hörður segir að þó engar stórstígar tæknibyltingar séu að eiga sér stað í veiðarfærum nú um stundir þá sé framþróunin stöðug. „Ég hef stundum sagt að við séum að skjóta okkur í fæturna með því að gera veiðarfærin sífellt betri og líftíma þeirra þar með lengri. En hins vegar erum við líka alltaf að mæta séróskum viðskiptavina, finna leiðir til að auka aflann, bæta aflameðferð og svo framvegis. Dæmi um þetta sem má nefna er nýtt troll fyrir grálúð-

„Ég hef stundum sagt að við séum að skjóta okkur í fæturna með því að gera veiðarfærin sífellt betri og líftíma þeirra þar með lengri,“ segir Hörður Jónsson í Veiðarfæraþjónustunni.

uveiði sem við settum upp fyrir togarann Guðmund í Nesi fyrr á þessu ári þar sem við vorum sérstaklega að leita lausna til að minnka ánetjun og bæta þannig flokkun á aflanum. Þau markmið náðust eins og lagt var upp með,“ segir Hörður. Væri fengur að stærri prófunartanki Hörður segir þetta dæmi og humartrollin sýna að útgerðir séu framsæknar og leyti allra leiða til aukinnar hagkvæmni og betri umgengni um aflann og auðlindina sem slíka. „Tilraunin með humartrollinn tvö

skilaði bæði árangri í auknum afla og einnig í minna skelbroti því aflinn jafnast á fjóra poka í staðinn fyrir tvo,“ segir Hörður en hann segir mikilsverðan þátt í breytingum eða nýjungum í veiðarfærum að gera fyrst tilraunir með líkön í sérstökunum prófunartönkum. „Eftir því sem við getum prófað líkönin í stærri hlutföllum, þeim mun betur sjáum við smáatriðin en því miður þurfum við að fara til Danmerkur til að gera tilraunir í stórum tanki. Það væri vissulega óskandi fyrir veiðarfæraþróunina að hér á landi væri til stór tankur til

prófana en í þeirri aðstöðu sem við höfum aðgang að í Fisktækniskólanum getum við aðeins prófað í hlutfallinu einn á móti 25 en í tanknum í Hirtshals í Danmörku getum við prófað í hlutfallinu einn á móti 10. Að mínu mati væri mikill fengur í því fyrir jafn mikla fiskveiðiþjóð og Íslendingar eru að styðja veiðarfæraþróun hér á landi með stærri tanki til prófana,“ segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri Veiðarfæraþjónustunnar í Grindavík. www.veidarfaeri.is

www.matis.is

Hollt er bóluþangið!

Hafið við Ísland er fullt af hollustu. Líftækni- og lífefnasvið Matís vinnur að rannsóknum á verðmætum lífvirkum efnum sem meðal annars er að finna í hafinu. Bóluþang í fjörum landsins er gott dæmi um þennan falda fjársjóð. Í því höfum við fundið verðmæt lífvirk efni sem eftirsótt eru í heilsuvöruframleiðslu. Þetta er dæmi um hvernig rannsóknir Matís skila nýjum tækifærum fyrir íslenskt atvinnulíf.

Gildi Matís

Hlutverk Matís er að

Stefna Matís er að

 Frumkvæði

 ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs

 Sköpunarkraftur

 ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu

 ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins

 Metnaður  Heilindi

 ... bæta lýðheilsu

 ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk


36 | SÓKNARFÆRI

Hafró kannar útbreiðslu kórala og þýðingu þeirra fyrir fisk

„Markmiðið er að kortleggja búsvæði kórala hér við land og meta ástand þeirra og þýðingu fyrir fiska,“ segir Stefán Áki Ragnarsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni og leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssonar í rannsóknarleiðangri sumarið 2010. Fyrstu rannsóknir á kaldsjávarkóral voru gerðar hér á landi sumarið 2004 og að þeim stóð Sigmar Arnar Steingrímsson, sem þá var sérfræðingur á Hafró. Annar leiðangur var gerður út sumarið 2005 en hann tókst ekki sem skyldi. „Rannsóknir duttu svo niður næstu árin en hófust aftur á árinu 2008. Sumarið 2009 og 2010 voru svo farnir samtals fjórir leiðangrar í þessu skyni,“ segir Stefán Áki. Leiðangurinn sumarið 2010 beindist að tveimur verkefnum: kortlagningu búsvæða á hafsbotni, sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir, og Evrópuverkefninu Coralfish. Því fyrra stýrir Steinunn Hilma Ólafsdóttir en það er ótímabundið og snýst um að kortleggja og kanna búsvæði kórala hér við land. Síðarnefnda verkefnið stendur til ársins 2012 og hefur það meginmarkmið að meta mikilvægi kórals fyrir fisk. Rannsóknir á sjógerðum á kóralsvæðum fór fram í tengslum við Evrópuverkefnið Epoca. Stærstu svæðin úti fyrir suðurströndinni Stefán segir að kaldkóralsvæði séu, eftir því sem menn best viti, einkum úti fyrir suðurströndinni á svæðinu frá Reykjaneshrygg og austur að Rósagarði, suðaustur af Höfn í Hornafirði. Kóralsvæðin eru einkum þar sem sjór er hlýr og því meira áberandi úti fyrir suðurströndinni en annars staðar. „Hugsanlega eru slík svæði líka út af Vesturlandi, um slíkt vita menn bara ekki því það hefur ekki verið kannað til hlítar,“ segir Stefán. Nú í sumar voru könnuð svæði á Reykjaneshrygg, við Skaftárdjúp, í Skeiðarárdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi og á kantinum úti fyrir Stokknesgrunni, Lónsdjúpi og Papagrunni. „Við höfum safnað upplýsingum frá sjómönnum og skipstjórnarmönnum og þær hafa hjálpað til við að staðsetja kóralsvæðin og meta umfang þeirra. Kóralar eru mjög viðkvæmir og brotna við minnsta hnjask. Því miður er raunin sú að líklega er búið að eyðileggja stór kóralsvæði með togveiðum. Línuveiðar geta að auki brotið niður kóral þótt að erfiðara að meta skaðsemi þeirra.“

Búnaðurinn sem notaður er við rannsóknirnar.

Leiðangursmenn í rannsóknum á búsvæðum kórals. Stefán Áki Ragnarsson leiðangursstjóri segir að markmiðið með rannsóknunum sé að kortleggja búsvæði kórala hér við land og meta ástand þeirra og þýðingu fyrir fiska.

Fiskurinn sækir í kóralsvæðin. Eins og sjá má er mikil litadýrð á hafsbotninum og karfinn fellur nánast inn í umhverfið.

Fiskar sækja á kóralsvæðin Árangurinn af leiðangri sumarsins var sá að stór kóralsvæði fundust m.a. úti fyrir Papagrunni, Hornafjarðardjúpi og Stokknesgrunni en

andi kóralsvæði og á svæðum þar sem engan kóral var að finna. „Fyrstu niðurstöður benda til þess að karfi og keila sæki sérstaklega á svæði þar sem landslagið á hafsbotni

annars staðar var útbreiðslan „blettótt“. Stefán segir að í Lónsdjúpi hafi tengsl kórala við fiska verið könnuð sérstaklega. Þéttleiki og samsetning fiska var borinn saman við mismun-

Sjónvarpskokkurinn Sveinn sló rækilega í gegn „Viðbrögðin hafa verið, liggur mér við að segja, lygilega góð,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður sem ásamt fleirum sér um þættina Fagur fiskur í sjó sem sýndir voru á RÚV í sumar og fram á haust. Markmið þáttanna var, að sögn Sveins, að kynna áhorfendum þá ótrúlegu möguleika sem felast í því stórgóða hráefni sem finnst í hafinu umhverfis landið. „Fólk virðist hafa mjög gaman af því að horfa á þættina. Fram til þessa hefur athyglinni ekki verið beint sérstaklega og markvisst að fiski og öðru sjávarfangi í matreiðsluþáttum í sjónvarpi. Við renndum því blint í sjóinn með viðtökur, en það er vissulega ánægjulegt að finna hversu áhugasamir Íslendingar eru um matreiðslu á fiski,“ segir Sveinn. Hugmyndin að þáttunum kviknaði í kjölfar þess að Gunnþórunn Einarsdóttir matvælafræðingur vann lokaverkefni í meistaranámi sínum við Háskóla Íslands sem fjallaði um stöðu fiskneyslu hjá ungu fólki. „Niðurstaðan var því miður sú að ungt fólk borðar lítið af fiski og

Á vettvangi í tökum. Hér er spáð í ígulker.

einnig að brýnt væri að bæta við þekkingu þess á hráefninu og freista þess þannig að auka neysluna,“ segir Sveinn. Fram kom sú hugmynd að gera sjónvarpsþætti þar sem sjávar-

Nobilis 460V Ný hönnun, sem roðflettir fiskinn með mestu mögulegu nýtni.

Oannes 362 Fjölhæf roðflettivél á borð.

er fjölbreytt, líkt og gildir um kóralsvæðin.“ Nú þegar hafa nokkur kóralsvæði verið friðuð en Stefán segir brýnt að kortleggja þau svo halda megi áfram að tryggja verndun þeirra. „Það er almennur skilningur, m.a. hjá sjómönnum, að það þurfi að vernda þessi svæði. Sjómenn hafa verið hjálpsamir að benda á líklega fundarstaði kórala og jafnvel lagt til svæðalokanir. Miklar líkur eru á að kóralsvæði séu mikilvæg fyrir lífríkið í hafinu og hafi því mikið verndargildi. Því miður hefur mörgum svæðum verið raskað í áranna rás og við viljum koma í veg fyrir að fleiri svæði hljóti sömu örlög,“ segir Stefán Áki Ragnarsson.

Nobilis 460TAC Alsjálfvirk roðflettivél

ERTU AÐ FISKA EFTIR BETRI NÝTINGU ?

Cretel vélar eru með allar lausnir fyrir roðflettingu.

Upplýsingar hjá sölumönnum í s: 567 88 88 og á www.cretel.com

Sveinn Kjartansson matreiðslumaður segir að viðbrögð við þættinum Fagur fiskur í sjó hafi verið lygilega góð. Mynd: LalliSig

fang væri í aðalhlutverki og var Sveinn þá fenginn til liðs við Gunnþórunni og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuð sem og einnig Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara, Hrafnildi Gunnarsdóttur leikstjóra og Sagafilm. Hópurinn þróaði og útfærði hugmyndina og réðist að lokum í gerð þáttanna sem sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöldum undanfarnar vikur. Spennandi og skemmtilegt verkefni „Upphaflega áætlunin var að gera 8 þætti en við bættum tveimur við vegna mikls áhuga sjónvarpsáhorfenda þannig að þeir urðu 10 í allt. Ég gæti haldið endalaust áfram, af nógu er að taka og möguleikarnir svo miklir,“ segir Sveinn og bætir við að áhugi sé vissulega fyrir hendi og menn að velta fyrir sér hvort framhald geti orðið á. „Það er ekkert fast í hendi ennþá, við erum bara að skoða málið.“

Sveinn segir verkefnið hafa verið mjög spennandi og skemmtilegt, „og ætli ég hafi ekki verið sá sem mest hefur lært á þessum þáttum,“ segir hann. „Ég tók þann pól í hæðina að vera fulltrúi áhorfenda á stundum í þáttunum og leita að ýmsum fróðleik og afla þannig enn meiri vitneskju um þær fisktegundir sem ég tók fyrir hverju sinni. Öðruvísi taldi ég mig ekki geta frætt aðra,“ bætir hann við. Það sé alltaf ánægjulegt að geta miðlað fróðleik og hann segir sérlega gaman að finna þau miklu og jákvæðu viðbrögð sem þættirnir hafa fengið. Sveinn segir að nú hugsi fólk meira og tali um mat en áður var, það þyrsti í fróðleik og hafi gaman af að gera eitthvað nýtt. Ef til vill eigi það sinn þátt í vinsældum þáttanna. „Ég verð líka var við að fólk umgengst hráefni af meiri alúð og nærgætni en áður tíðkaðist og gerir meiri kröfur um gæði hráefnisins. Það er góðs viti,“ segir Sveinn.


SÓKNARFÆRI | 37

Marport vill koma heim með framleiðsluna „Við höfum mikinn hug á að flytja alla framleiðslu Marport sem tengist nemum fyrir sjávarútveg til Íslands, enda höfum við hér bæði mikla fagþekkingu tæknifólks og síðan nálægðina við sjávarútveginn. Það eina sem stendur í veginum er það óstöðuga umhverfi sem er á genginu og gjaldmiðlinum. Þetta er miður því um er að ræða mjög góð störf,“ segir Óskar Axelsson, stofnandi Marport en fyrirtækið er heimsþekkt fyrir framleiðslu nemabúnaðar sem notaður er bæði í fiskveiðum, hernaði og fleiru. Marport er með sínar höfuðstöðvar í Kanada en starfsstöðvar á Íslandi, Spáni og í Frakklandi. Það var stofnað hér á landi á sínum tíma. Óskar segir að framleiðsla fyrir sjávarútveg telji um 40% hjá fyrirtækinu en framleiðsla nemanna fyrir sjávarútveginn er nú í Kanada. Fylgst með allt að 60 nemum „Við erum að koma með nýtt viðtæki, þ.e. móttökutæki í brú skipsins sem tekur á móti merki frá nemunum og túlkar þær fyrir notandann. Með miklu öflugri reiknigetu en áður getur viðtækið nú verið tengt við allt að 60 nema í einu. Sömuleiðis gefur aukin reiknigeta okkur færi á að fylgjast með fjarlægð hlera frá botni í rauntíma en það skiptir máli þar sem togskip eru farin í nokkrum mæli að nota flothlera við botntroll. Og nú stefnir í að t.d. í Alaska verði bannað að nota annað en flothlera við botntrollið til að vernda botninn. Með okkar búnaði geta skipstjórnendur fylgst með þessu og sýnt fram á að þeir verndi botninn,“ segir Óskar og bætir við að í þessu nýja viðtæki verði hægt að miða út veiðarfæri í lengd og breidd og tengja þær upplýsingar inn á plotter skipsins. „Þriðja atriðið er síðan að við getum nú kallað í nemana og mælt fjarlægð í hvern nema fyrir sig frá skipi með 20 cm nákvæmni. Kerfið býður því upp á mjög nákvæmar upplýsingar um veiðarfærið.“ Nýir nemar væntanlegir Óskar segir að nýr straumnemi sé væntanlegur frá Marport sem byggir á „doppler“ tækni, þ.e. að hægt er að mæla strauminn í sjónum allt að 150 metra út frá nemanum sjálfum en eldri tækni bauð aðeins upp á mælingu straums þar sem neminn er staðsettur. „Við notumst við þrjá geisla við mælinguna og tækið getur líka fylgst með fiskendurvarpi í hverjum geisla fyrir sig. Þannig geta skipstjórar séð sundhraðann á fiskinum og áttað sig á hvort fiskur er á leið inn í vörpuna eða út - og breytt þá í samræmi við það. Þetta mælitæki er algengt undir skipum en hef-

Nýr straumnemi frá Marport byggir á svokallaðri „doppler“ tækni og getur skynjað hafstrauminn í allt að 150 metra radíus.

ur ekki áður verið notað á veiðarfærinu sjálfu,“ segir Óskar en auk þessa nýja straumnema er Marport að setja á markað seltunema en skipstjórnendur vilja gjarnan fylgjast með samhengi hita, seltu og fiskþéttleika. „Allt miðar þetta að því að auðvelda skipstjórnendum þeirra störf,“ segir Óskar Axelsson hjá Marport. www.marport.com

Óskar Axelsson í Marport.

Mynd: LalliSig


38 | SÓKNARFÆRI

Hrefnuveiðar kynntar í hvalaskoðunarferðum

Undanfarin misseri hefur fyrirtækið Hrefnuveiðimenn ehf. stundað hrefnu- og línuveiðar, en nú hyggst það færa út kvíarnar og bjóða upp á hvalaskoðunarferðir að auki. Félagið er með starfsemi í Kópavogi og var stofnað árið 2006 til að halda utan um sölu á hrefnukjöti og öðrum hrefnuafurðum. Að félaginu standa aðilar sem áður höfðu stofnað Félag hrefnuveiðimanna. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf., segir að í fyrrasumar hafi alls veiðst 69 hrefnur. Vertíðin í sumar gekk einnig vel, en þá var nýtt skip, Hrafnreyður, tekið í notkun. Um miðjan september var búið að veiða ríflega 50 hrefnur, en skipið fer á línuveiðar að henni lokinni,

enda segir Gunnar að nýta þurfi bátinn sem best. Sýningarskot, fræðsla og hrefnukjöt Næsta vor er svo ætlunin að bjóða farþegum að slást með í för og er því unnið að breytingum á skipinu, m.a. er snúa að öryggi farþega. „Við höfum hugsað okkur að bjóða upp á fræðslu á millidekki, sýna þar m.a. myndir af hrefnuveiðum fyrr og nú sem og ýmsa hluti af og úr hrefnu. Það er ekki ætlunin að skjóta hrefnu í þessum ferðum, en við munum skjóta eins konar sýningarskoti,“ segir Gunnar. Á siglingunni verður boðið upp á hrefnukjöt og matseðillinn samanstendur af hrefnukjöti, grilluðu,

Næsta vor stefna Hrefnuveiðimenn að því að bjóða ferþegum upp á hvalaskoðun og kynna hrefnuveiðar fyrir ferðamönnum, m.a. með fræðslu, sýningu á hlutum úr hrefnu og þá verður hrefnukjöt á boðstólum. Nú er unnið að því að breyta skipi félagsins, Hrafnreyði KÓ-100.

hráu, gröfnu og þurrkuðu auk þess sem súr hvalur verður á boðstólum. Farið verður frá heimahöfn skipsins, Kópavogi og segir Gunnar að öllum standi til boða að sigla með, en markhópurinn sé þó einkum útlendir ferðamenn. „Við erum í startholunum og ætlum að vinna að undirbúningi í vetur, koma okkur á framfæri og kynna þessa nýjung og gerum svo ráð fyrir að byrja um mánaðamótin apríl maí á næsta ári,“ segir Gunnar og er bjartsýnn á að viðtökur verði góðar. Vaxandi spurn eftir hrefnukjöti Hann segir vaxandi spurn eftir hrefnukjöti, enda sé um mjög holla og góða afurð að ræða. Hins vegar hafi heil kynslóð Íslendinga og gott

Vaxandi spurn er eftir hrefnukjöti og hefur salan aldrei verið eins góð og á liðnu sumri, en einkum sóttust landsmenn eftir góðum grillsteikum.

betur ekki kynnst þessu kjöti og því sé verk að vinna að kynna hrefnukjötið fyrir henni. Vinnsluaðferðir hafi breytst í gegnum tíðina og nú finni neytendur ekki fyrir lýsisbragði sem áður einkenndi hrefnukjötið. Félagið rekur kjötvinnslu í Kópavogi

Á næsta sumri verður hægt að fara í ferð með Hrafnreyði og fá fræðslu um hrefnuveiðar.

og þar fer öll vinnsla kjötsins fram, vöruþróun og markaðssetning. „Við erum ánægðir með söluna, hrefnukjötið má segja að hafi slegið í gegn og var til að mynda mjög vinsælt á grillið hjá landsmönnum á liðnu sumri,“ segir Gunnar. Salan hefur aldrei verið meiri en í sumar, landsmönnum bauðst að kaupa ferskt hrefnukjöt í neytendapakkningum, tilbúið á grillið og tóku vel við sér. Eins nefnir Gunnar að fjölmörg veitingahús hafi verið með hrefnukjöt á matseðli sínum og hafi raunar aldrei verið jafnmörg og nú. Hrefnuveiðimenn hafa fimm ára leyfi til veiða og rennur það út í lok árs 2013 og er Gunnar vongóður um að það verði endurnýjað að þeim tíma liðnum. Enda sé nóg af hrefnu og því langt í frá gengið á stofninn þó úr honum sé veitt. Það sé markmið félagsins að stunda sjálfbærar veiðar. „Við munum ótrauðir halda áfram að byggja upp markað fyrir hrefnukjöt á Íslandi. Með því sköpum við atvinnu og ný tækifæri í sjávarútvegi.“ www.hrefna.is


SÓKNARFÆRI | 39

Tækniskólinn með þrepaskipt nám í skip- og vélstjórn Í Tækniskólanum stendur fólki til boða að stunda nám sem tengist sjávarútvegi, en innan hans eru starfræktir tveir skólar á því sviði, Skipstjórnarskólinn og Véltækniskólinn. Skólameistarar Tækniskólans eru þeir Baldur Gíslason og Jón B. Stefánsson. Þeir segja að aðsókn að þeim skólum sem bjóða upp á nám tengt sjávarútvegi fari vaxandi. „Námið er þrepaskipt, bæði í vélog skipstjórn, þannig öðlast nemendur í þessum greinum réttindi um leið og þeir hafa lokið ákveðnum áföngum. Flestir stunda samfellt nám og útskrifast með fyllstu réttindi, en það eru alltaf einhverjir sem taka ákveðin réttindi, starfa á vettvangi um skeið og taka svo upp þráðinn á ný,“ segir þeir Baldur og Jón. Nám í skipstjórn tekur fjögur ár og að því loknu hafa menn öðlast réttindi til að stjórna skipum af ýmsu tagi, s.s. fiski- og flutningaskipum. Þá er einnig af og til í boði sérhæft nám fyrir þá sem hafa hug á að starfa á varðskipum og stjórna þeim. Íslensk fiskiskip hafa stækkað í áranna rás og þeim fækkað og skipstjórum þar með. Aðsókn að náminu ber þess merki, en skólameistararnir segja að undanfarin ár hafi menn sýnt því aukinn áhuga að nýju. Breyting á reglugerð, sem heimilaði strandveiðar, gerði að verkum að æ fleiri sækjast eftir að ljúka tilskildum réttindum til að stjórna minni bátum. Þá hefur aukist mjög að fólk sæki svonefnt smáskipanámskeið, en það jafngildir gamla „pungaprófinu.“ Til viðbótar er hægt að ljúka verklegu prófi og öðlast réttindi til að stjórna allt að 24 metra skemmtibátum. Þeir Baldur og Jón segja að mjög hafi færst í vöxt að fólk sæki þessi námskeið, enda skemmtibátaeign meiri en áður og menn meðvitaðir um ábyrgð sína við að stýra slíkum bátum. Yfirgripsmikið og krefjandi nám Fullt nám í Véltækniskólanum tekur fimm ár. „Námið er mjög yfirgripsmikið, erfitt og krefjandi, en að því loknu bjóðast góðir atvinnumöguleikar og tekjur. Nemar sem brautskrást sem vélfræðingar eru eftirsóttir á vinnumarkaði. Ekki bara á sjó því þeir hafa haslað sér völl víða í atvinnulífinu,“ segja þeir Baldur og Jón. Alls þarf að taka um 208 einingar til að ljúka námi til fyllstu vélstjórnarréttinda og þeir nemendur sem bæta við námssamningi í vélvirkjun og ljúka sveinsprófi fá einnig sveinsbréf í vélvirkjun. Skólameistararnir segja að ekki vanti mikið upp á hjá þeim sem ljúka námi sem vélfræðingar til að öðlast réttindi í fleiri iðngreinum, s.s. rafvirkjun og undan farin ár hafi allmargir útskriftarnemar nýtt sér námsleiðir skólans til að ljúka námi í rafvirkjun. Endurmenntun er stór þáttur í starfsemi Tækniskólans. „Við leggjum metnað í að bjóða fjölbreytt námskeið á sviði endurmenntunar fyrir þá sem lokið hafa námi í þessum greinum. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem í þeim starfa að fylgjast með því sem er að gerast í atvinnugreininni,“ segja þeir Baldur og Jón. Tækniskólinn er kjarnaskóli hvað varðar nám í skips- og vélstjórn fyrir

allt landið og er mikið og gott samstarf við skóla úti um land varðandi námið. Skólinn fékk ISO-9001 gæðavottun árið 2005, en einkum var sóst eftir þeirri vottun vegna náms á sviði skips- og vélstjórnar. Nám af því tagi er alþjóðlegt, samræmdar kröfur gilda um þá sem eru við stjórnvölinn um borð í skipum, enda sigla þau mörg hver um öll heimsins höf. www.tskoli.is

Skrúfudagurinn, kynningardagur Tækniskólans er jafnan vel sóttur. Þar gefst gestum kostur á að kynna sér það jölbreytta námsframboð sem skólinn býður upp á.

VÖRUR FYRIR

SJÁVARÚTVEG GÁMABRÝR

STÁLRISTAR

Hleypa snjó og óhreinindum niður, ristaefni. Passa við mismunandi gáma, liður. Hámarksvernd gegn ryði, zinkhúð.

Galvaniseraðar ristar og þrep í ýmsum stærðum.

RYÐFRÍTT SMÍÐASTÁL, RÖR OG FITTINGS

FIBERRISTAR

BOLTAR, RÆR OG AÐRAR FESTINGARVÖRUR

VINNUVETTLINGAR

Mikið úrval af vinnuvettlingum af ýmsum gerðum.

ÚTIVISTAR- OG ÖRYGGISGLERAUGU

HÖFUÐ- OG VASALJÓS

Mikið úrval af útivistar- og öryggisgleraugum. Eigum einnig til á lager öryggisgleraugu með styrk.

Margar gerðir af vasa- og höfuðljósum ásamt rafhlöðum. Mikil gæði og gott verð.

SMÍÐASTÁL

Allar gerðir af smíðastáli.

Ferro Zink hf. • www.ferrozink.is • ferrozink@ferrozink.is Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Álfhellu 12-14 • 221 Hafnarfjörður • sími 533 5700


40 | SÓKNARFÆRI

Zinkhúðun í 50 ár

„Við erum fyrst og fremst stálsölufyrirtæki og seljum einnig rekstrarvöru fyrir vélsmiðjur. Okkar viðskiptavinir eru fyrst og fremst vélsmiðjur sem eru margar hverjar að þjónusta sjávarútveginn og en einnig reka nokkur stærri sjávarútvegsfyrirtæki eigin vélsmiðjur. Fyrir sjávarútveginn höfum við á boðstólum hráefni sem vottað er til notkunar í skipasmíðum, skipaviðgerðum og ryðfrítt stál til notkunar í fiskvinnslu og annarri matvælaframleiðslu. Síðan er nokkuð um að við zinkhúðum hluti fyrir skip en slík húð er besta vörnin sem völ er á gagnvart seltu,“ segir Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri Ferro Zink hf. en það fyrirtæki er með starfsemi á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Hafnarfirði og á Akureyri.

Ræturnar á Akureyri Rætur Ferro Zink hf. liggja í stofnun fyrirtækisins Sandblásturs- og málmhúðunar hf. á Akureyri árið 1960 en fyrirtækið stofnaði síðan dótturfyrirtækið Ferro Zink hf. í Hafnarfirði árið 1991. Það einbeitti sér að innflutningi og sölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu en var árið 2008 sameinað móðurfélaginu undir nafni Ferro Zink hf. Reynslan í fyrirtækinu og þekking á stáli er því orðin áratuga löng og fagnar fyrirtækið með ýmsum hætti 50 ára afmæli á þessu ári. Helgi segir að í dag fari starfsemin á Akureyri fram í 3.500 fermetra húsnæði á 20.000 fermetra lóð að Árstíg 6. Í Hafnarfirði fer starfsemin fram í 2.500 fermetra húsnæði á 10.000 fermetra lóð að Álfhellu 1214 en þangað var flutt í ársbyrjun 2009.

25% AFSLÁTTUR

Zinkhúðin hentar í skipum „Við erum með framleiðslueiningu á

Ferro Zink hf. er með starfsemi á tveimur stöðum, á Akureyri og í Hafnarfirði.

Akureyri sem hefur frá upphafi byggst í kringum heitzinkhúðun og í tengslum við hana var farið að framleiða vörur á borð við ljósastaura, vegrið og fleira. En zinkhúðun hentar líka mjög vel stálhutum sem notaðir eru um borð í skipum vegna þess hversu sterk yfirborðsvörn zinkhúðin er,“ segir Helgi.

Starfsmenn Ferro Zink eru um 50 talsins, þ.e. 15 í Hafnarfirði og 35 á Akureyri. Stállagerar og efnissala eru á báðum stöðum en áðurnefnd framleiðsla og zinkhúðun á Akureyri. „Þar njótum við þess t.d. að vera í næsta nágrenni við athafnasvæði Slippstöðvarinnar og í gegnum ára-

tugina hafa verið talsverð samskipti milli fyrirtækjanna. Sjávarútvegur er þannig talsvert tengdur okkar starfsemi þó starfssviðið sé mjög víðtækt,“ segir Helgi Gústafsson. www.ferrozink.is

Bernskan þrefaldar afköstin 5 ÁRA ÁBYRGÐ

Nákvæmnisvogir: 0,1g uppí 33 kg og 1g uppí 62 kg

Farðu á

www.vibra.co.jp/global

þar finnur þú réttu vogina hefur samband við sölmann í síma 567 88 88 færð uppgefið verð með 25% afsl.

handbeita pokunum og vélbeita, en fyrstu vélarnar til beitningar á pokabeitu fóru í báta Vísis á þessu ári. „Við væntum þess að góð reynsla komist á notkun beitunnar og vélanna hjá Vísi í vetur,“ segir Sveinbjörn

„Við höfum þrefaldað aföst verksmiðjunnar í ár og förum sem næst því að tvöfalda framleiðsuna á þessu ári. Verksmiðjan er keyrð á því sem næst hámarksafköstum,“ segir Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Bernskunnar í Súðavík en fyrirtækið framleiðir svokallaða pokabeitu með tækni sem það hefur einkaleyfi á. Beitan hefur vakið mikla athygli, bæði hér á landi og í Noregi og hefur reynst vel á línuveiðunum, ekki hvað síst í ýsunni. Fyrstu línuskipin með pokabeitu hérlendis „Það eru komnar vélar frá okkur um borð í þrjá línubáta Vísis í Grindavík og tvo minni báta. og eru þeir byrjaðir að þreifa sig áfram með pokabeituna,“ segir Sveinbjörn en á fullum afköstum þarf hver línubátur um 40 þúsund beitur á dag. Þetta eru fyrstu stóru línubátarnir hér á landi sem reyna fyrir sér með pokabeitu. Afköst verksmiðjunnar í Súðavík eru að hámarki um 250 þúsund

Beitupillurnar frá Bernskunni. Til vinstri er pillan komin í pokann og tilbúin fyrir lögn í sjó.

beitur á sólarhring en nú framleiðir Bernskan á tveimur vöktum og eru starfsmenn 13 talsins. Pokabeitan er þannig framleidd

að hráefnið er rifið niður í 20-25 gráðu frosti og mótað í pillur og síðan pakkað í gegndræpan hjúp, eða nokkurs konar poka. Hægt er að

Spörum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið Þróun pokabeitunnar hefur staðið frá árinu 1997 og segir Sveinbjörn að í raun sé verkefnið núna að fá það flug sem hann hafi vonast eftir 2003-2004. Góðir hlutir gerast með öðrum orðum hægt. En gerast samt. „Við erum í fyrsta lagi að nýta innlent hráefni í þessa framleiðslu en um leið erum við að spara mikinn gjaldeyri því þetta kemur í staðinn fyrir innflutta beitu. Og síðan er hitt að við eigum möguleika á að framleiða þessa beitu hér á landi og flytja á erlenda markaði, ekki hvað síst í Noregi þar sem mjög góður árangur hefur nú þegar náðst í tilraunum og notkun hennar,“ segir Sveinbjörn Jónsson hjá Bernskunni í Súðavík.

Eflum sóknarfæri og frumkvæði í íslenskum sjávarútvegi


SÓKNARFÆRI | 41

Makríllinn er búbót sem skapar atvinnu og tekjur „Ég get ekki betur séð en að makríllinn sé kærkomin viðbót í íslenskri lögsögu og held að flestir fallist á það sjónarmið. Bæði loðnu- og kolmunnastofnar eru í lægð um þessar mundir og sýking, sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina, virðist ekki í rénun,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunarinnar. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, tekur í sama streng og segir makrílinn mikla búbót. Makrílveiðar hafi í sumar skapað umtalsverðar tekjur og atvinnu. Á vef Landssambands smábátasjómanna er makríl líkt við engisprettufaraldur og vísað til þess að í maga makríls, sem veiddist fyrir austan land á dögunum, hafi fundist loðnuseiði í töluverðu magni. Það þurfi því hvorki fjörugt ímyndunarafl né mikla reiknihæfileika til að átta sig á því þvílíkar ryksuður markíltorfurnar séu. Sveinn segir makríl lifa á svipaðri fæðu og aðrar uppsjávartegundir, s.s. íslenska sumargotssíldin, norsk-íslenska síldin, loðna og kolmunni. Uppistaða í fæðu þessara tegunda, síst þó kolmunna, sé rauðáta og hann bætir við „vafalaust hefur makríllinn étið eitthvað af loðnuseiðum en aldrei í umtalsverðu magni, að ég tel. Loðnuseiðin eru að mestu úti fyrir Norðurlandi á meðan makríltorfurnar ganga úti fyrir sunnanverðu Austurlandi og með suðurströndinni.“ Hlýindi undanfarin ár telur Sveinn að skipti mestu um að makríll gengur inn í íslensku lögsöguna. Makríllinn sé til þess að gera nýr á þessu hafsvæði og ekki hafi borið á honum fyrr en um 2006. „Síðan þá hefur þetta aukist jafnt og þétt en við höfum aldrei séð makríl í þvílíku magni sem sumarið 2010.“ Stofnar annarra uppsjávarfiska í lægð Sveinn segir að stofnar annarra uppsjávarfiska hafi verið í lægð undanfarin ár eða frá því makríls varð fyrst vart að einhverju ráði í íslensku lögsögunni. „Ég sé því ekki betur en að hann sé mikil búbót fyrir þjóðarbúið og átta mig ekki á tali eins og fram kemur hjá smábátasjómönnum á vef þeirra. Makríllinn hefur verulega þýðingu fyrir þjóðarbúið og ég get ekki ímyndað mér að fólk, sem starfar við veiðar og vinnslu, sé sammála þessu viðhorfi.“ Mjög slæmt væri að sjálfsögðu ef hægt væri að sýna með óyggjandi hætti fram á að makríll legðist á verðmæta fiskistofna og ylli á þeim skaða en slíkt ætti ekki við í þessu tilviki. Athugun, sem gerð var í fyrrasumar, leiddi í ljós að 80-100% fæðu makríls voru sviflæg krabbadýr, ljósog rauðáta. Eitthvað af seiðum fannst í maga makríls, sem veiddur var úti fyrir Austurlandi, en þau voru úr stofnum sem Íslendingar nýta ekki. Ísfélagið hefur veitt um 18 þúsund tonn Ísfélagið er umsvifamikið í veiðum og vinnslu makríls og á vegum þess hafa nú í sumar verið veidd um 18 þúsund tonn. Vinnsla fór að sögn Stefáns Friðrikssonar framkvæmdastjóra fram í Vestmannaeyjum fyrrihluta sumars en færðist svo til Þórshafnar síðari hluta júlímánaðar og er enn í gangi. Þá hefur makríll einnig verið unninn um borð í frystiskipinu Guðmundi VE, sem félagið gerir út. „Þetta er mikil búbót fyrir okkur. Veiðarnar og vinnslan hafa skapað umtalsverða atvinnu fyrir starfsfólkið

Makrílvinnsla hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum.

Mynd: Óskar Friðriksson

og tekjur af veiðunum skipta einnig miklu máli fyrir fyrirtækið og þjóðarbúið í heild.“ Stefán segir að Ísfélagið hafi ítrekað óskað eftir að leyft væri að færa hluta kvótans á milli ára en ráðherra sjávarútvegsmála ekki ljáð máls á því. Eindregin ósk hafi borist frá ráðherra til útgerðanna að vinna sem mest af aflanum til manneldis og skapa þannig meiri verðmæti. Við þeirri ósk hafi Ísfélagið orðið og kappkosti að vinna aflann þannig að sem mest verðmæti skapist. Makríll, sem veiddur er síðsumars og á haustin, henti best til manneldis og því sé hagkvæmast að veiða hann á þeim tíma, heilfrysta og selja til manneldis en þá sé jafnframt nauðsynlegt að eiga möguleika á að

geyma hluta af kvótanum ef t.d. veður eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður komi upp þannig að ekki náist að veiða allan kvótann. Stefán segir sjávarútvegsráðherra skella skollaeyrum við beiðni um að geyma hluta kvótans og veiða hann á næsta ár eftir úthlutun. Ráðherra bendi á að makrílkvóta sé úthlutað til eins árs í senn. „Að okkar mati stangast algjörlega á sú krafa ráðherra að makríll sé unninn sem mest til manneldis og það að okkur er ekki gert kleift að að geyma hluta kvótans þegar og ef þær aðstæður koma upp í lok vertíðarinnar að makríllinn veiðist ekki, einmitt þegar hann er verðmætastur og best hæfur í vinnsluna. Við erum afar óánægð með þetta fyrirkomulag.“

- Nútíminn er rafdrifinn

- þessir ódýru

allir með TRMS

- þessir sígildu Eilífðar ábyrgð

- þessir sniðugu

- þessir tryggu

...þessir og margir til viðbótar.

Við mælum með

Nýtt þjónustunúmer fyrir Togvindukerfi 414 8098 M i ð h e l l a 4 │ 2 2 1 H a f n a r f j ö r ð u r │ s . 4 1 4 8 0 8 0 │ w w w. n a u s t . i s │ n a u s t @ n a u s t . i s


42 | SÓKNARFÆRI

Fleiri á launaskrá Pmt en fyrir kreppu!

Fyrirtækið Pmt selur umbúðir, límmiða og ýmis tæki til fiskiðnaðarins. Sigurður Oddsson stjórnarformaður, segir sjávarútveginn stærstu einstöku atvinnugreinina í viðskiptamannahópi fyrirtækisins, enda býður Pmt fjölbreytt úrval af tækjabúnaði, umbúðum og límmiðum fyrir sjávarútveg. Sigurður segir stjórnvaldsákvarðanir miklu skipta um framtíðina og er eindregið þeirrar skoðunar að tækifæri séu framundan, jafnvel þótt Ísland gengi ekki í Evrópusambandið. „Pmt hefur sjaldan skilað, eins góðri rekstrarafkomu og s.l. ár og árið í ár er betra. Framhaldið fer eftir stjórnvöldum. Staðan snarlagaðist við gengistryggingardóminn, en með vaxtaákvörðuninni gekk það allt til baka. Við höfðum í mörg ár haft augastað á nýrri prentvél og fjárfestum ekki í henni fyrr en við sáum fyrir endann á því dæmi. Töldum okkur fara mjög varlega í fjárfestingar, en í okkar útreikningum var hvorki 100% gengisfelling né 18% vextir,“ segir Sigurður en segja má að hann hafi allan sinn starfsaldur verið í þessum bransa. Fyrst í bílskúrnum í foreldrahúsum þar sem Plastprent varð til, síðan í plastpokaverksmiðju

föður hans Odds Sigurðssonar en það fyrirtæki fékk síðar nafnið Plastos. Út úr þeim rekstri varð m.a. til fyrirtækið Plastos Miðar og tæki (Pmt) sem er fjölskyldufyrirtæki Sigurðar Oddssonar í dag. Skiptir máli hvernig stjórnmálamenn halda á spilum Sigurður segir að haustið 2008 hafi útlitið ekki beint verið glæsilegt í kjölfar 100% gengisfellingar og tvöföldunar á skuldum. „Í viðbót við nýju prentvélina var byggt við húsið til að koma henni fyrir. Við höfum farið í gegnum margar kreppur, en þessi er allt öðruvísi. Áður bætti ég í. Nú var ekkert að gera annað en skera niður allt sem hægt var með fækkun starfsfólks og einni vakt í stað tveggja í prentsmiðjunni. Í dag erum við aftur komnir með tvær vaktir og fleiri á launaskrá en fyrir kreppu. Nýja vélin, sem ég hélt að myndi setja okkur á hausinn dregur okkur í gegnum kreppuna. Fyrir 2008 fluttum við inn samvalsvogir og pökkunarvélar frá Kína, sem dó alveg út við kreppuna, en er nú að lifna við aftur.“ Aðspurður um útlitið í þessum atvinnurekstri og almennt í þjóð-

Skipaskrá og sjómannaalmanak Áraklóar 2011 er í vinnslu Bókinni verður dreift frítt í desember Auglýsingar: Inga Ágústsdóttir Símar 898 8022 & 515 5206 inga@athygli.is

Ulma Ocean pökkunarvélin er meðal tækja sem Pmt býður í sjávarútveginn. Hún er fullkomin og afkastamikil samstæða til pökkunar á fiski í bitum og heilum flökum.

félaginu segir Sigurður miklu skipta hvernig ráðamenn halda á spilunum. „Það fer eftir því, hvort við berum gæfu til að standa utan við ESB og einbeitum okkur að því að byggja upp atvinnu aðra en stóriðju og atvinnubótavinnu. Þá á ég bæði við að hlúa að því sem við erum með og byggja upp nýjan gjaldeyrissparandi iðnað með því að lækka vexti. Bankarnir eru stútfullir af peningum en enginn fjárfestir í atvinnutækjum, þurfi hann að taka þessi okurlán sem í boði eru. Á meðan er ekki von á að skapist mörg ný störf.“

Eigum tækifæri utan Evrópusambandsins - Óttastu ekki að við töpum mörkuðum í Evrópu, ef við göngum ekki í Evrópusambandið? „Nei, þvert á móti. Við gætum jafnvel fengið betri verð fyrir afurðirnar á öðrum mörkuðum. Ég hefi aldrei skilið þröngsýni þeirra, sem sjá ekkert nema Evrópu og tala um, hvað ES sé stór markaður. Nýlega gerðum við fríverslunarsamning við Kanada sem opnar greiða leið inn í Bandaríkin. Sá samningur er ónýtur, ef við göngum í ES. Okkur hefur

staðið til boða fríverslunarsamningur við Kína, sem við gætum ekki gert, ef við værum í ES. Ég lít á heiminn sem eina markaðsheild og tel afleik að loka sig af inni í tollamúrum nokkurra Evrópuþjóða. ES þarf á þessum fiski að halda sem við höfum selt til Evrópu og þeir fá hann ekki annarstaðar frá. Hækki þeir tolla á hann, þá gætum við t.d. sett samsvarandi tolla á vörur frá ES,“ segir Sigurður Oddsson í Pmt. www.pmt.is

Bæklingur um lág gildi óæskilegra efna í sjávarfangi „Við getum sagt að tilgangurinn með þessari útgáfu sé tvíþættur. Annars vegar að minna á að við hjá Matís söfnum gögnum um magn óæskilegra efna í sjávarfangi af Íslandsmiðum og hins vegar er þetta bæklingur sem nýst getur til að sýna fram á öryggi íslensks sjávarfangs og getur þannig verið mikilvægur fyrir þá sem vinna að sölu á sjávarafurðum erlendis. Krafan um upplýsingar af þessu tagi eykst með hverju árinu og við vonum að þetta sé innlegg til að hjálpa til við upplýsingagjöf um íslenskt sjávarfang,“ segir Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís um útgáfu fyrirtækisins á nýjum bæklingi sem ber yfirskriftina „Valuable facts about Icelandic seafood“. Helga segir aðgengilegast að skilgreina þessi efni sem óæskileg en undir þau flokkast t.d. díoxín, málmar og þungmálmar, PCB efni og svokölluð varnarefni. Þau síðastnefndu eiga uppruna sinn í eiturefnum á borð við skordýraeitur, svo

Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís.

dæmi sé tekið. „Við leggjum bæklinginn þannig upp að fjallað er lítillega um efnin eða flokka efna. Hugsunin er að sú að þeir sem ekki vita mikið um þessi efni geti áttað sig á mikilvægi þeirra og lesið síðan út úr myndrænum framsetningum hversu hár styrkur er af hverju efni, skipt eftir fisktegundum,“ segir Helga. Bæklingurinn var unninn og gefinn út á ensku í ljósi þess áhuga sem fram hafði komið hjá seljendum íslenskra sjávarafurða

um að fá efni sem þetta í hendur. „Kaupendur sjávarafurða eru mjög meðvitaðir og vilja fá upplýsingar um styrk óæskilegra efna en eðlilega halda þjóðir sem hafa há gildi þessara efna í sínum fiski ekki á lofti upplýsingum um þau. Þarna getum við nýtt okkur þessar upplýsingar til að sýna fram á hollustu íslenskra sjávarafurða á mörkuðum og til þess er leikurinn m.a. gerður,“ segir Helga og undirstrikar mikilvægi þess að efnavöktuninni verði haldið áfram. „Ekki síst er það mikilvægt að sá sem safnar þessum gögnum, líkt og við gerum hér á landi, sé óháður greininni sem slíkri og að niðurstöðurnar séu óháðar og nýtist sjávarútvegsgeiranum, markaðnum, stjórnvöldum og ekki síst neytendum. Allir þessir aðilar eiga undir að sýnt sé fram á stöðu íslensks sjávarfangs. Og það eru engar ýkjur að gildi óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi eru almennt mjög lág,“ segir Helga Gunnlaugsdóttir. www.matis.is


SÓKNARFÆRI | 43

Bjartsýni í fiskvinnslu og meiri umsvif í verksmiðju Marels en nokkru sinni fyrr „Við finnum fyrir aukinni bjartsýni í fiskvinnslunni, sem lýsir sér meðal annars í því að undanfarið hafa streymt til okkur verkefni sem menn hafa ekki verið tilbúnir að ráðast í áður vegna mikillar óvissu,“ segir Guðjón Stefánsson, sölustjóri Marels á Íslandi. Hann segir að skriðan hafi farið af stað í lok sumars og að þá hafi menn verið tilbúnir að setja í gang ýmis verkefni sem höfðu verið í frosti misserum saman. Þetta eru verkefni sem fela í sér breytingar, viðbætur og nýjungar. Fyrst og fremst er um að ræða pantanir á búnaði sem framleiddur er í verksmiðju Marels í Garðabæ og segir Guðjón að þurft hafi að bæta við mannskap til að bregðast við auknum verkefnum fyrir erlenda viðskiptavini og íslenska. Jafnframt er mikið um það að önnur fyrirtæki séu með menn að störfum fyrir Marel til að mæta þessari skriðu verkefna. „Það hefur sjaldan verið jafn mikið að gera í verksmiðjunni hér á Íslandi og við erum núna vel yfir söluáætlun sem gerð var í upphafi árs.“ Guðjón segist ekki geta svarað því með neinni vissu hvað ráði því að aukinnar bjartsýni gæti í fiskvinnslunni hér heima en kannski telji menn að nú hafi ákveðinni óvissu verið eytt um að svokölluð

hægt að fylgjast með hitastigi vörunnar í gegnum vinnsluferlið. Marel Innova hugbúnaður er lykilatriði til að halda utanum þá þætti sem skipta máli við vinnsluna. Það verður að vera hægt að sjá hvað er að gerast í ferlinu frá upphafi til enda svo mögulegt sé að grípa inn í á réttum stöðum á réttum tíma. Í dag er einnig rík krafa um að rekja uppruna afurða. Með Marel Innova hugbúnaði er mögulegt að skrá og halda utan um þessa hluti á einfaldan hátt. Nýr humarflokkari eykur afköst og verðmæti Guðjón segir að nýlega hafi Marel komið á markaðinn með nýja vinnslulínu fyrir humar, sem lofi mjög góðu. Fyrsta fyrirtækið, sem fékk slíkan flokkara, var Þormóður

Guðjón Stefánsson segir að aldrei hafi verið jafn mikið að gera í verksmiðju Marel í Garðabæ og núna.

fyrningarleið yrði ofan í umræðu um fiskveiðistjórnun til framtíðar. Lægra hitastig og meiri vinnsluhraði Guðjón segir að undanfarið hafi verið mikil aukning í útflutningi á ferskum flökum og flakahlutum. Mikil áhersla sé lögð á að lækka hitastig í vinnsluferlinu og að auka hraða hráefnisins í gegnum ferlið. Meðal nýjunga, sem Marel hefur verið að kynna fyrir viðskiptavinum

rammi í Þorlákshöfn en síðan hefur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum verið með flokkarann í gangi á nýafstaðinnni vertíð og líkað mjög vel. Reynsla Eyjamanna er að flokkarinn hafi aukið verulega afköstin í humarvinnslunni og jafnframt varð um 20% aukning á humri sem fór í hágæðaflokka. Humarvertíðin í ár er sú stærsta hjá Vinnslustöðinni í Eyjum og segir Guðjón Eyjamenn meðal annars þakka það tilkomu nýja humarflokkarans sem þeir telja að verði mjög fljótur að borga sig. „Það er stundum sagt að það sé hægt að spara með því að eyða. Það virðist alla vega reynsla Eyjamanna af nýja humarflokkaranum,“ segir Guðjón Stefánsson. www.marel.is

sínum, er svokallaður Superchilling búnaður sem Skaginn hf. á Akranesi þróar ásamt Marel. Með þessum búnaði, sem hægt er að tengja við fiskvinnslulínur frá Marel, er hráefnið kælt niður undir frostmark án þess þó að fiskholdið frjósi. Fiskurinn kemur þá hálf stífur inn á flæðilínuna og helst lengur vel kældur í vinnsluferlinu. Ekki er nóg að kæla hráefnið heldur þarf líka að sjá til þess að það komist hratt í gegnum vinnslulínuna og það þarf að vera

Hluti af nýju humarvinnslulínunni í Vinnslustöðinni í Eyjum en við notkun hennar hefur nýting aukist svo um munar.

PORT hönnun

Í safninu við sjóinn fá gestir einstaka innsýn í aldalangt sambýli Íslendinga við hafið

min í Sjó o k l Ve og va min jasafnið rðs kip ið Óðin! Nær ein alda rís er ö

OPIÐ Í VETUR: ÞRI.–FÖS. KL. 11–17 LAU.–SUN. KL. 13–17

nn

ur v

ís

VÍKIN

SJÓMINJASAFNIÐ Í REYK JAVÍK | GRANDAGARÐI 8 | SÍMI 517 9400 | WWW.SJOMINJASAFN.IS

nnur vís

Leiðsögn um borð í Óðni alla virka daga kl. 13, 14 og 15 og kl. 14 og 15 um helgar (lágmark þrír gestir). Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa utan hefðbundins opnunartíma.


Eins og hafið, teygir Icelandic Group sig frá ströndum Íslands um allan heim Félagið samhæfir og stillir saman veiðar, vinnslu, flutning, framleiðslu og sölu sjávarfangs um víða veröld. Icelandic Group er alþjóðlegt fyrirtæki með nærri sjö áratuga sögu í íslenskum sjávarútvegi og fiskútflutningi. Félagið er með starfsemi í Ameríku, Evrópu og Asíu.

ÍSLENSKA/SIA.IS IGR 51760 09/10

Með því að halda í heiðri þrautreyndar íslenskar hefðir en hafa augun opin fyrir nýjungum og tækifærum hefur Icelandic Group haldið stöðu sinni sem leiðandi, alþjóðlegt fyrirtæki á sínu sviði, landi og þjóð til sóma og hagsældar.

Sóknarfæri í sjávarútvegi  

Kynningarblað um sóknartækifæri í íslensku sjávarútvegi