Page 1

Sóknarfæri Febrúar 2018

Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

„Veiðigjaldakerfinu verður að breyta“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræðir í viðtali um veiðigjöldin, fiskveiðistjórnunina og tækifæri íslensks sjávarútvegs

Rafeindavogin fertug Nýir frystitogarar DFFU í Þýskalandi

Laxeldið lyftistöng á Djúpavogi

Íslensk hátækni í nýju fiskiðjuveri á Kúrileyjum

Fjölbreytt starfsemi Skinneyjar-Þinganess

Rafdrifin fiskiskip í sjónmáli


2  | SÓKNARFÆRI

Að nýta sóknarfærin þegar þau gefast

Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar.

Titill þessa blaðs, Sóknarfæri í sjávarútvegi, er mjög lýsandi fyrir eitt helsta einkenni greinarinnar, það að á hverjum tíma eru alltaf uppi tækifæri til að ná árangri, gera betur, fara nýjar leiðir í veiðum, vinnslu, rannsóknum og þannig mætti áfram telja. Það er þetta sem skýrir hvers vegna svo mikil gróska, nýsköpun og þróun er í sjávarútvegi á Íslandi en vissulega þarf þá sóknarvilji að vera almennt til staðar. Sem hann vissulega er. Nærtækast er að benda á nýjar fjárfestingar í fiskiskipum þar sem ekki er bara brugðið út af hefðbundnum leiðum í ytri hönnun skipa heldur eru nýjungar í aflameðferð sem ekki hafa áður sést. Sama á við um tækniþróun í landvinnslu. Og óhætt er líka að nefna þá athygli sem á íslenskum sjávarútvegi er einnig úti í hinum stóra heimi fyrir fiskveiðistjórnun okkar og ástæða líka til að nefna hið umdeilda veiðigjaldakerfi, hvað svo sem líður deilunum um fyrirkomulag þeirrar skattheimtu og fjárhæðir.

Illa væri komið fyrir okkur ef við nýttum ekki sóknarfærin þegar þau gefast. Í þessu samhengi er líka vert að benda á hvernig hugsun í greininni hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Fyrir ótrúlega stuttu síðan þótti flottast að heyra af drekkhlöðnum skipum af afla, landburði af fiski, svo fullum trollpokum að varla var hægt að draga þá inn á trolldekkið á skipunum. Enginn spurði um gæði afla og verðmætasköpun í þessu samhengi. Myndir eins og þessar sjást ekki lengur, enda tíðkast þetta ekki. Mönnum hefur því betur lærst að sóknarfærin til meiri árangurs liggja í verðmætasköpuninni og til að ná sem lengst í henni er tæknin t.d. orðin slík að vélbúnaður getur lagað sig að stærð hvers fisks til að flökun og skurður skili sem allra bestri nýtingu. Þetta og margt annað sem er orðið hversdagslegur hlutur í sjávarútvegi í dag hefði þótt hljóma eins og geimvísindi fyrir fáum áratugum.

En vissulega er líka hin hliðin á sjávarútveginum – þau vandamál sem uppi eru hverju sinni. Það er tekist á um veiðigjöldin nú um stundir og bent með rökum á beinar afleiðingar þeirra með fækkun útgerða og samþjöppun. Um kerfi byggðakvóta, strandveiða og raunar flesta þætti fiskveiðistjórnunarinnar eru alltaf skiptar skoðanir. Framsal kvóta er enn eitt deiluefnið og það talið til marks um samþjöppun og undirrót hnignunar einstakra byggðarlaga. Gengisþróun og afurðaverð eru miklir áhrifavaldar og síðast en ekki síst eru það fiskistofnarnir með sínum lítt fyrirséðu sveiflum, sér í lagi hinn dyntótti loðnustofn. Það mætti kannski segja um sjávarútveginn og umræðuna um hann að valið standi á milli þess hvort við horfum á glasið sem hálffullt eða hálftómt. Í þessari útgáfu, líkt og fyrr, kjósum við að horfa á tækifærin – sóknarfærin. Því nóg er af þeim í íslenskum sjávarútvegi, þrátt fyrir allt.

Samið um húsnæði og hafnaraðstöðu fyrir Hafró „Þetta verður mikil breyting fyrir alla starfsemi okkar og má segja lokapunkturinn í sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar fyrir tveimur árum. Þarna sameinum við alla starfsemina og starfsmenn á einn stað,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar en í síðustu viku voru undirritaðir samingar vegna flutninga stofnunarinnar í Hafnarfjörð á árinu 2019. Starfsemin mun verða að Fornubúðum 5 en þar er fyrir hús sem á sínum tíma hýsti starfsemi SÍF en að auki verður byggt nýtt skrifstofu- og rannsóknahús á lóðinni og loks viðlegukantur framan við húsin þar sem skip Hafrannasóknastofnunar verða. Sigurður segir að í heild tengist um 160 manns starfseminni, að meðtöldum áhöfnum rannsóknaskipanna. Mjög þröngt er um starfsemina í húsinu við Skúlagötu 4 en auk þess eru geymslur og skemmur við Reykjavíkurhöfn nýttar í dag fyrir veiðarfæri og annað sem tengist rekstri skipanna. „Það er miðað við að flytja skipin og allt sem þeim tengist til Hafnarfjarðar 1. mars 2019 og að 1. júní það ár flytjum við alla aðra starfsemi. Þarna fáum við aðstöðu sem hönnuð er út frá okkar þörfum, m.a. rannsóknastofur en þær sem eru hér við Skúlagötu eru börn síns tíma. Flutningurinn verður því á allan hátt mikil breyt-

Við þetta hús, sem er á lóð Fornubúða 5, verður byggt skrifstofu- og rannsóknahús. Öll starfsemi Hafrannsóknastofnunar á að vera komin á þennan stað í 1. júní 2019.

Samningar undirritaðir um húsnæðið í Hafnarfirði. Frá vinstri: Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Rúnar Halldórsson, fulltrúi eignarhaldsfélagsins Fornubúða ehf.

Sóknarfæri

Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson. Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. GSM 898-8022, inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30, Reykjavík

Prent­un: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morg­un­blaðsins föstudaginn 16. febrúar 2018.

ing fyrir bæði starfsmenn og starfsemina sem slíka,“ segir Sigurður. Tvíþættir samningar voru undirritaðir á dögunum vegna flutninganna. Annars vegar undirrituðu Sigurður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Rúnar Halldórsson fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Fornubúða ehf. samning um húsnæðið sem í heild verður um 5000 fermetrar að stærð. Hins vegar var undirritaður samningur milli Hafrannsóknastofnunar og Hafnarfjarðarhafnar um nýjan hafnargarð framan Fornubúða 5 þar sem hafrannsóknaskipin fá sitt „framtíðarheimili“.


SÓKNARFÆRI  | 3

Til hamingju með Hafborgu EA 152 Landsbankinn óskar eigendum og starfsfólki Hafborgar ehf. innilega til hamingju með nýja Hafborgu EA 152. Hjá Landsbankanum starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu sem aðstoðar þig við að koma hugmyndum í framkvæmd. Við tökum virkan þátt í uppbyggingu í sjávarútvegi og erum traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


4  | SÓKNARFÆRI

„Ágæt sátt um stóru línurnar í sjávarútvegi“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar frumvarp um breytingu veiðigjalds á yfirstandandi þingi

„Ég hef lengi haft áhuga á þessum tveimur atvinnugreinum; landbúnaði og sjávarútvegi og því var kærkomið tækifæri að taka við þeim málaflokkum. Sérstaklega hefur sjávarútvegur alltaf staðið mér nærri og verið mitt áhugamál frá æsku en því til viðbótar eru greinarnar líka máttarstoðir í atvinnulífi í Norðausturkjördæmi og þær leggja mikið til þjóðarframleiðslunnar. Tækifærin eru mikil í þessum málaflokkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kristján Þór á sterkar rætur í sjávarútvegi, er menntaður skipstjórnarmaður og var á sínum tíma til sjós á Dalvík áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum sem bæjarstjóri og síðar alþingsmaður og ráðherra. Kristján Þór sat í stjórnum fyrirtækja í sjávarútvegi samhliða bæjarstjórnarstörfum á sínum tíma og hefur af og til farið túra til sjós á síðari árum. „Það skiptir mig miklu máli því sjómennskan er í blóðinu og fer aldrei. Hver veit nema ég eigi eftir að komast einhverja daga á sjó þó ég sé í þessu embætti sem stendur. Það er bara hollt og gefandi,“ segir hann. Kristján Þór segist vilja takast á við ögrandi verkefni og það eigi ráðuneyti heilbrigðismála sem hann gegndi og núverandi ráðuneyti sammerkt að nóg er af ögrandi verkefnum og mjög skiptar skoðanir

á einstökum málum. Kristján Þór hefur fulla trú á að hægt sé að ná aukinni sátt í þjóðfélaginu um sjávarútvegsmálin. „Að mínu mati er ágæt sátt um stóru línurnar í sjávarútvegi. Það hljóta allir að

vera ánægðir með að þessi atvinnugrein þurfi ekki að vera í sama umhverfi og sjávarútvegur er víðast hvar í veröldinni, þ.e. rekinn með beinum ríkisstyrkjum. Sömuleiðis blandast engum hugur um að tæknistig í sjávarútvegi á Íslandi er gríðarlega hátt og fer hratt vaxandi. Í mínum huga er líka, sem betur fer, vaxandi skilningur á því að sjávarútvegur er matvælaframleiðsla og sú hugsun í atvinnugreininni að verða almennari. Í ríkari mæli erum við farin að horfa á ferlið allt, þ.e. frá því hvernig við umgöngumst fiskistofnana á sjálfbæran hátt allt til þess með hvaða hætti við gerum verðmæti úr aflanum við sölu erlendis. Þetta ferli er allt viðamikið og flókið og greinin hefur í mínum huga staðið sig mjög vel í því að mæta kröfum erlendra kaupenda. Vissulega hefur mjög umdeilanleg hagræðing átt sér stað í greininni en í mínum huga var hún

bráðnauðsynleg. Verðmætasköpunin og framleiðnin í sjávarútvegi stendur framar öllum öðrum atvinnugreinum hér á landi og þó víðar væri leitað og það ber vott um að allir, ekki bara útgerðarmenn, sjómenn og fiskvinnslufólk, heldur allir sem starfa í greininni og í þjónustu við hana, hafa lagst á eitt að búa til sem mest verðmæti úr hráefninu sem við erum að draga úr sjó,“ segir Kristján Þór og bætir við að skiljanlega beinist kastljósið hér heima oft að stærstum hluta að veiðunum sjálfum þar sem þær standi almenningi næst. „En í mínum huga er skilningur á þessu heildarferli að aukast og þannig eigum við að horfa til þessarar atvinnugreinar. Verðmæti verða til við söluna, ekki við veiðarnar sjálfar. Afkoman í greininni ræðst því af því hvað gerist á þeim enda sem snýr að kaupendunum erlendis.“


SÓKNARFÆRI  | 5

Njóttu þess sem lífið býður Einkabankaþjónusta Arion banka veitir efnameiri einstaklingum víðtæka fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Við mótum með þér fjárfestingarstefnu og fylgjum henni á meðan þú nýtur þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Pantaðu viðtal við viðskiptastjóra í síma 444 7410 eða sendu póst á einkabankathjonusta@arionbanki.is.


6  | SÓKNARFÆRI

Í grunninn gott fiskveiðistjórnunarkerfi Þegar rætt er um sátt í sjávarútvegi verður ekki litið framhjá fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu sem í gegnum árin hefur verið mikið bitbein. Kristján Þór telur almennt ríkja meiri frið um það en gerði á árum áður, enda undirstriki staða helstu nytjastofna að árangur hafi náðst í uppbyggingu þeirra. „Viðhorf almennt í þjóðfélaginu, hjá þeim sem starfa í greininni og í fræðasamfélaginu endurspegla að kerfið er að ganga ágætlega upp þó alltaf megi finna einhverja hnökra. En í grunninn er þetta gott kerfi enda hefur íslenskur sjávarútvegur þá einstöku stöðu í veröldinni að bera sérstaka gjaldtöku af hálfu hins opinbera umfram aðrar atvinnugreinar. Færeyingar og Grænlendingar eru núna að reyna að færa sig í þá átt en að öðru leyti er þetta fyrirkomulag óþekkt,“ segir Kristján. Veiðigjaldið komið til að vera Talsverð átök hafa verið um veiðigjaldið frá því að það var fyrst sett á, bæði gagnrýni á gjaldtökuna sem slíka og á útfærslu hennar. Kristján Þór segir veiðigjaldið komið til að vera. „Frá veiðigjaldinu verður ekki horfið og yrði engin sátt um slíkt. Fjárhæðin er hins vegar mikið deiluefni, hversu langt eigi að seilast inn í greinina og láta hana bera kostnað. Það er alltaf álitamál og það er ósköp eðlilegt að svo sé. Stjórnarsáttmálinn kveður á um, líkt og áskilið er í lögum, að veiðigjald skuli greitt fyrir aðgang að auðlindinni. Að annars vegar eigi gjaldið að

standa straum af föstum kostnaði ríkisins við að vakta auðlindina og sé hins vegar hlutdeild í afkomu sjávarútvegsins á ári hverju. Þarna komum við að því mati hvað fólki finnst ásættanlegt að stór hluti af hagnaði í sjávarútvegi renni beint til ríkissjóðs. Það er viðbúið að um þetta verði deilt meðan veiðigjaldakerfið leitar stöðugleika. Það má heldur ekki gleymast í þessari umræðu að sjávarútvegurinn þarf að hafa ráðrúm og tækifæri til að ráðast í fjárfestingar, t.a.m. í nýrri þekkingu, nýjum skipum, búnaði og markaðsstarfi. Slík fjárfesting er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur verði áfram samkeppnisfær á alþjóðlegum markaði,“ segir Kristján Þór. Að störfum er nefnd um endurskoðun fyrirkomulags veiðigjaldsins sem hann segir bráðnauðsynlegt að breyta.

Skattheimtunni verður að breyta „Við verðum að breyta því hvernig við leggjum þetta gjald á og færa álagninguna nær í tíma. Við sjáum sveiflur í gengi, á afurðaverði á mörkuðum, breytingar í launum svo ekki sé minnst á náttúrulegar breytingar svo sem stærð fiskistofna sem geta haft mjög mikil áhrif á skömmum tíma. Þá er mjög slæmt og íþyngjandi að veiðigjaldið sé reiknað á grunni hátt í tveggja ára gamalla rekstrarupplýsinga, líkt og nú er gert. Veiðigjaldsnefnd er að störfum og ég hef hitt nefndina nokkrum sinnum frá því ég tók við embætti og vonast eftir að geta á yfirstandandi þingi lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á veiðigjaldinu.“

skattheimtu ber engin atvinnugrein til lengri tíma.“

Í stóru myndinni er sífellt verið að leita að meiri framlegð í rekstri og staðreyndin er sú að hún er góð í íslenskum sjávarútvegi í heild, sama á hvaða mælikvörðum hún er vegin.

- En eru ekki líka þau sjónarmið uppi að greinin geti skilað mun hærra veiðigjaldi en hún gerir, samanber umræðu í aðdraganda kosninga sl. haust? „Ég sé ekki hvernig atvinnugreinin ætti að bera stórhækkun veiðigjalda og vísa líka til þess sem komið hefur fram hjá rekstraraðilum í sjávarútvegi að veiðigjöldin samsvari því núna að tekin séu hátt í 60% af afkomu greinarinnar í veiðigjald. Slíka

AllAr gerðir reimA og færibAndA

Margar skýringar á samþjöppun í greininni Á skömmum tíma hefur útgerðum fækkað umtalsvert og benda tölur til að skýringin sé ekki sú að stóru fyrirtækin verði enn stærri heldur birtist þessi þróun fremur í sameiningum minni útgerðarfyrirtækja. Kristján Þór segir að í þessu kunni m.a. að birtast áhrif veiðigjaldsinnheimtunnar. „Veiðigjaldið á örugglega sinn hlut í þessari þróun en er ekki eina ástæðan. Við höfum séð mikla styrkingu krónunnar, aukinn kostnað vegna launabreytinga og fleiri þætti mætti nefna. Svo þegar ríkið fer að auki að taka til sín æ stærri hluta þess sem eftir kann að standa þegar búið er að greiða út allan nauðsynlegan rekstarkostnað þá velja margir að draga sig út úr greininni. Á undanförnum áratugum höfum við séð þessa þróun í stærri útgerðum en hún er kannski að birtast okkur skýrar þessi misserin í öðrum útgerðarflokkum. Í stóru myndinni er sífellt verið að leita að meiri framlegð í rekstri og staðreyndin er sú að hún er góð í íslenskum sjávarútvegi í heild, sama á hvaða mælikvörðum hún er vegin. Ástæða þessa góða árangurs er að mínu mati samsetning sjávarútvegsins, mikil tækniþróun og einnig hin mikla nánd í íslensku samfélagi. Hún er hluti af skýringunni á tæknibyltingunni í greininni. Tæknifyrirtækin eru nálægt sjávarútvegsfyrirtækjunum og menn eru viljugir til að prófa nýjar hugmyndir og láta þær ganga upp. Þarna má ekki vanmeta

Sími 567 4467 - www.gummisteypa.is


SÓKNARFÆRI  | 7

Og ég minni á að þrátt fyrir allar kosningar sem haldnar hafa verið frá upphafi kvótakerfisins þá hefur því í grundvallaratriðum aldrei verið bylt. Fyrir því hljóta að vera einhverjar góðar og gildar ástæður.

ávinninginn af smæðinni auk þess sem við erum almennt óhrædd við að sækja okkur þekkingu erlendis frá ef það hentar okkur og laga að íslenskum aðstæðum. En sú mikla þekking sem byggst hefur upp í sjávarútvegi á Íslandi er að skila greininni og samfélaginu í heild miklum ávinningi þessi árin. Á því er enginn vafi,“ segir Kristján Þór.

Samkeppnishæft umhverfi lykilatriði Miklar breytingar eru að verða í rússneskum sjávarútvegi með fjárfestingum í nýjum skipum og landvinnslum og stefnir í að íslensk tæknifyrirtæki í greininni muni selja sínar lausnir og þekkingu í mörg þessara verkefna. Á það hefur verið bent að þar með séu Íslendingar að styðja einn af stóru samkeppnisaðilum sínum á afurðamörkuðum en Kristján Þór telur að horfa beri á fleiri hliðar í þessum efnum. „Með sama hætti og við sækjum þekkingu erlendis og nýtum okkur til hagsbóta í sjávarútvegi þá er jákvætt að við getum selt

öðrum sjávarútvegsþjóðum okkar lausnir og þekkingu. Þetta er sá veruleiki sem íslenskur sjávarútvegur þarf að keppa við og aðalatriðið er að við hér heima bjóðum greininni sambærilegar rekstraraðstæður og samkeppnisaðilar okkar búa við. Þá nefni ég fiskveiðistjórnunarkerfið, fyrirsjáanleika í sölunni, gjaldtöku og fleira má nefna. Eigi íslenskur sjávarútvegur að geta keppt af fullum þunga við aðra þá þarf að búa honum samkeppnishæft starfsumhverfi – um það hljóta allir að geta verið sammála. Ég hef ekki á mínum borðum áform um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi en útiloka heldur ekki breytingar, séu þær til þess fallnar að gera kerfið enn betra. Hingað til hefur mönnum ekki gengið mjög vel að teikna upp annað fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur því fram sem við erum með í dag og einhver ástæða er fyrir því hversu margar fiskveiðiþjóðir eru áhugasamar um okkar kerfi og hvernig við gerum hlutina. Kerfinu fylgdu gríðarlega miklar og oft á tíðum

sársaukafullar breytingar þegar það var sett á. Þrátt fyrir allt hefur Íslendingum tekist að búa til atvinnugrein sem er samkeppnishæf og leggur mikið til samfélagsins. Frávik frá þessu kerfi yrðu að vera vel ígrunduð. Og ég minni á að þrátt fyrir allar kosningar sem haldnar hafa verið frá upphafi kvótakerfisins þá hefur því í grundvallaratriðum aldrei verið bylt. Fyrir því hljóta að vera einhverjar góðar og gildar ástæður“ segir Kristján Þór.

Meiri samvinna verði um aukna verðmætasköpun Kristján Þór þekkir af eigin raun úr sveitarstjórnarmálum að mikil átök geta skapast um úthlutun byggðakvóta og margir telja brýnt að breyta þeim hluta sjávarútvegskerfisins. Að sama skapi hafa smábátaeigendur lengi talað fyrir breytingum á strandveiðikerfinu. „Flestar þeirra óska sem mér berast úr sjávarútveginum lúta að því að einstakir hópar vilja fá til sín stærri sneið af kökunni í

stað þess að menn leggist á eitt og reyni að búa til enn meiri verðmæti úr því sem við tökum úr auðlindinni og auka þannig það sem til skiptanna verður. Ég hef engan áhuga á því að vinna þannig að hygla einum hópi á kostnað annarra, hvort heldur er stórútgerðin eða smábátarnir. Það er ekki minn háttur.“ - Í hvaða stöðu viltu sjá íslenskan sjávarútveg að kjörtímabilinu loknu? „Ég vil sjá hann sem öfluga stoð í íslensku atvinnulífi og í sterkri samkeppnisstöðu á erlendum mörkuðum, að tekist hafi að auka skilning á því að sjávarútvegur sé matvælaframleiðsla og að greinin búi áfram vel að því fólki sem vinnur grunnstörfin, þ.e. sjómönnum og fiskverkafólki. Vinnuaðstæður fólks í sjávarútvegi hafa sem betur fer tekið stórstígum framförum á síðustu árum og vonandi heldur sú þróun áfram. Markmiðið hlýtur að vera að halda áfram þeirri sterku samkeppnisstöðu sem íslenskur sjávarútvegur hefur skapað sér.“

Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift. Þú færð fullbúið bókhaldskerfi með sérlausnum Wise á navaskrift.is Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.

kr.

9.900

pr. mán. án vsk.

Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is


8  | SÓKNARFÆRI

Jóna Kristín Sigurðardóttir fiskmatsmaður hjá Búlandstindi á Djúpavogi

Höfum ávallt í huga að við erum að skapa verðmæti Kyrrð og fegurð við höfnina á Djúpavogi. Jóna Kristín segir að í kjölfar þess að Vísir hf. hætti starfsemi sinni á staðnum hafi hún hugleitt að flytja burt en ákvað að fara hvergi. „Ég hef mikla trú á minni heimabyggð og vildi heldur vera áfram og leggja mitt af mörkum til að Myndir. Jóna Kristín. byggja upp hér heima.“

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, fiskmatsmatur hjá Búlandstindi á Djúpavogi.

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, fiskmatsmatur hjá Búlandstindi á Djúpavogi. Laxaslátrun er þar nýlega hafin af fullum krafti, slátrað hefur verið allt upp í 30 tonnum á dag þannig að mikið er umleikis hjá fyrirtækinu, allir leggja sig fram við að skapa verðmæti og andinn á vinnustaðnum er góður. Jóna Kristín hefur lengi starfað innan sjávarútvegsins á Djúpavogi, ræturnar liggja þó í landbúnaði en hún ólst upp á Karlsstöðum í Berufirði þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap í 55 ár. Jóna Kristín er yngst 7 systkina og sú eina úr hópnum sem búsett er á Austurlandi en systkini hennar búa víða um land. Jóna Kristín flutti á Djúpavog árið 1983 og kom sér þar upp heimili ásamt eiginmanni sínum en þau eiga tvo syni og 5 barnabörn.

Með mikla trú á heimabyggðinni „Ég byrjaði snemma að vinna við hefðbundna fiskivinnslu hjá Búlandstindi, síðan tók Vísir í Grindavík við rekstrinum hér. Þeir fluttu starfsemi sína til Gindavíkur fyrir þremur árum en nýtt félag, Búlandstindur, tók við og hélt áfram fiskvinnslu í húsnæði Vísis,“ segir Jóna Kristín. Búlandstindur er í eigu þriggja félaga; Ósness, Fiskeldis Austfjarða og Laxa, sem er á Reyðarfirði. Vísir afhenti á sínum tíma hinu nýja félagi eignir sínar á Djúpavogi endurgjaldslaust gegn því að það haldi uppi atvinnu á staðnum til fimm ára. „Það var vissulega ákveðið áfall fyrir byggðarlagið þegar Vísir tók þá ákvörðun að flytja sína starfsemi, en þeir stóðu mjög vel að öllum málum, tryggðu m.a. að vinnslan kæmist í eigu heimamanna og að starfsemi yrði hér

áfram. Fyrir það erum við þakklát,“ segir Jóna Kristín. „Það er söknuður að eigendum Vísis úr okkar daglega samfélagi, þeir voru mjög virkir, drífandi og jákvæðir.“ Hún starfar við fiskmat, lauk því námi árið 2005. Henni var, líkt og öðru starfsfólki hjá Vísi, boðið að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur á sínum tíma. „Ég hugleiddi það alveg en hugsaði mig vel um og tók svo þá ákvörðun að fara hvergi. Ég hef mikla trú á minni heimabyggð og vildi heldur vera áfram og leggja mitt af mörkum til að byggja upp hér heima.“

Næg atvinna en vantar húsnæði Fiskeldi Austfjarða starfrækir fiskeldi í Berufirði. Þar var lengst af eldi á regnbogasilungi en á liðnu sumri var skipt yfir í lax. Eldið gengur að sögn Jónu Kristínar vel og hjól atvinnulífsins á Djúpavogi snúast nú hratt og örugglega. Næga vinnu er að fá en líkt og gildir um fleiri staði á landsbyggðinni stendur skortur á húsnæði áframhaldandi vexti fyrir þrifum. „Það er ekkert húsnæði fyrir hendi hér á Djúpavogi, lítið sem ekkert verið byggt hin síðari ár en atvinna er næg og við gætum vel fjölgað hjá okkur starfsfólki,“ segir hún. Alls starfa um 50 manns hjá Búlandstindi um þessar mundir. „Samfélagið hér um slóðir er mjög gott. Það hefur færst í vöxt að ungt og menntað fólk hafi flutt heim á ný, hafi séð tækifæri hér á heimaslóðum og tekið til hendinni við uppbyggingu. Þannig að almennt þykir okkur sem hér búum bjartsýni vera ríkjandi á svæðinu.“ Um 450 manns búa í sveitarfélaginu. Sjávarútvegur er hryggjarstykkið í atvinnulífinu sem þó býður upp á fjölbreytt tækifæri á öðrum sviðum einnig. Meðal annars hefur, líkt og annars staðar á landinu, verið mikil uppbygging á sviði ferðaþjónustu.

Fjölgun starfa og stöðugri fiskvinnsla skipta lítinn stað eins og Djúpavog öllu máli.

Fiskeldið er góð viðbót í atvinnulífið á Djúpavogi.

Bleikur og fallegur Djúpavogslax á leið til kaupenda. Í þessari vinnslu sem annarri skipta gæðin öllu máli.

Hver og einn er hlekkur í keðju Hjá Búlandstindi á Djúpavogi er jöfnum höndum unnið við að salta fisk og slátra, vinna og pakka laxi. Jóna Kristín segir laxeldið góða viðbót og að viðhorf Austfirðinga til laxeldis í sjókvíum sé fremur jákvætt. „Þetta hefur skapað heilmikla atvinnu á svæðinu og ég sé ekki betur en þeir sem að því standa hafi metnað til að standa að öll-

um málum eins og best verður á kosið,“ segir hún. „Laxeldið í Berufirði hefur gríðarmikil og góð áhrif á allt samfélagið á Djúpavogi, það skapar atvinnu fyrir þá sem við það starfa við að fæða seiðin, viðhalda kvíum og annað slíkt. Það skapast líka vinna fyrir okkur sem störfum hjá Búlandstindi við slátrun og pökkun og þá er fólk að störfum við afgreiðslu og flutninga til og frá staðnum. Þessi starfsemi eflir verslun á staðnum, skólarnir eru öflugri fyrir vikið sem og öll þjónusta. Við erum í raun ein löng keðja og hver og einn einstaklingur er hlekkur í þeirri kveðju,“ segir Jóna Kristín.

Erum að skapa verðmæti Laxinn er sóttur út í kvíar á Berufirði og fluttur lifandi til vinnslu hjá Búlandstindi þar sem hann er slægður, hreinsaður og honum pakkað í neytendaumbúðir sem komið er fyrir í frauðplastkössum og stæðurnar að því búnu fluttar á markað. Gott verð hefur fengist fyrir afurðirnar og útlit fyrir að svo verði áfram næstu misseri. „Það er mikil vinna í kringum þetta og allir ánægðir með það, vinnslan er stöðugt í gangi, við stoppum ekki til að taka kaffi- og matarhlé heldur leysum hvert annað af. Þetta er heilmikil keyrsla,“ segir hún og bætir við að hún kunni starfi sínu vel. Fiskmatsmaður sér um flokkun á fiskinum og segir Jóna Kristín það skemmtilegt starf. „Ég er ávallt með það í huga að við séum að skapa verðmæti. Við erum í matvælaframleiðslu og við erum að vinna að einhverju sem skiptir máli. Þess vegna verður að vanda til verka,“ segir hún.


SÓKNARFÆRI  | 9


10  | SÓKNARFÆRI

Um 20 þúsund tonnum af fiski er landað á Akureyri á vegum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa hf. Fyrirtækin fengu þrjá nýja togara á síðasta ári, Kaldbak, Björgúlf og Björgu.

Á aðeins fimm árum hefur orðið tvöföldun í komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar og þau eru mjög mikilvæg stoð í rekstri hafnarinnar.

Tímabært að auka samvinnu eða huga að sameiningu hafna segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri Gott jafnvægi hefur einkennt rekstur Hafnasamlags Norðurlands hin síðari ár. Höfuðstöðvarnar eru á Akureyri þar sem bryggjurnar eru flestar og umsvifin mest, m.a. er þar að finna stóra fiski- og flutningahöfn. Auk þess eru innan samlagsins hafnir í Grímsey, Hrísey, á Hjalteyri, Svalbarðseyri og Grenivík. Pétur Ólasson hafnarstjóri segir nauðsynlegt að huga að aukinni samvinnu eða sameiningu hafna. Æ ríkari kröfur séu gerðar til þeirra, m.a. varðandi öryggismál, mengunar- og sorpmál auk þess sem skipulagsmál verði æ fyrirferðarmeiri. Stór liður í vinnu starfsmanna snúist um að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar „og því ættum við hér á norðanverðu landinu að horfa til þess hvort ekki sé tímabært að auka samvinnu okkar á milli eða jafnvel sameinast undir einn hatt,“ segir hann. Hafnasamlag Norðurlands hefur undanfarin misseri átt gott samstarf við m.a. hafnir Dalvíkurbyggðar og Húsavíkurhöfn. Aðstoð dráttarbáts hefur m.a. verið nauðsynleg við erfið veðurskilyrði þegar flutningaskip hafa komið til Húsavíkur vegna uppbyggingarinnar á Bakka. „Þessi samvinna hefur gengið afar vel og ekki ólíklegt að framhald verði á,“ segir Pétur.

Landaður afli um 20 þúsund tonn árlega Stöðugleiki hefur einkennt útgerð frá Akureyri síðustu ár og eru landanir fiskiskipa ÚA og Samherja reglulegar. „Eftir að útgerð á Akureyri komst á ný í hendur heimamanna hefur verið líflegt á hafnarsvæðinu og afla landað reglulega. Það er gleðilegt og skiptir okkur verulegu máli,“ segir Pétur. „Það er mikilvægt fyrir okkur sem hafnirnar rekum að búa við stöðugleika í þessum efnum.“ Á Akureyri hefur um 20 þúsund tonnum verið landað árlega síðastliðin ár. Hann segir að ÚA og Samherji hafi síðustu misseri lagt í mikla uppbyggingu, bæði á landi

Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands.

og í endurnýjun flotans og það styrki vissulega rekstraröryggi hafnarinnar.

Strandflutningar aukast Strandsiglingar hófust á ný árið 2014 eftir nokkurt hlé og segir Pétur að á þeim tíma sem liðinn er hafi flutningar til og frá höfuðstað Norðurlands aukist mikið. Um Akureyrarhöfn fóru um 210 þúsund tonn árið 2017, þar af voru um 70 þúsund tonn sem falla undir svokallaða strandflutninga. „Það hefur verið þó nokkur gangur í þessu og við merkjum aukningu. Hér á svæðinu hafa verið töluverð umsvif síðustu misseri, m.a. við gerð Vaðlaheiðarganga og sem dæmi má nefna að flutningur á sementi hefur verið mikill,“ segir hann. Strandsiglingarnar segir Pétur að hafi styrkt samkeppnishæfni norð-

lenskra fyrirtækja til muna og lækkað flutningskostnað umtalsvert.

Biðlar til olíufélaganna Hann nefnir að það sæti furðu að olíufélögin nýti sér ekki þann kost að koma sér upp tönkum fyrir flugvélaeldsneyti norðan heiða, sem flutt væri beint til Akureyrar með skipum, sérstaklega nú þegar góðar líkur séu á að reglulegt millilandaflug sé að hefjast um Akureyrarflugvöll. „Ég biðla til olíufyrirtækjanna að skoða þann möguleika alvarlega, að koma upp aðstöðu í Krossanesi fyrir innflutning á flugvélaeldsneyti. Það styrkir flugið verulega og er einn þáttur þess að fá flugfélög til að koma hér við. Það er í raun fáránlegt að aka með eldsneyti um 400 kílómetra leið frá höfuðborgarsvæðinu og hingað norður.“

Tekjur af skemmtiferðaskipum 245 milljónir í fyrra Komur skemmtiferðaskipa verða sífellt fleiri yfir sumarmánuðina og tímabilið teygist til beggja átta. Skipin koma fyrr að vorinu og eru á ferðinni lengra fram á haustið. Pétur segir viðkomur skemmtiferðaskipa vega þungt í rekstri Hafnasamlags Norðurlands og tekjur aukist í takt við auknar komur. Á liðnu ári námu tekjur HN af skemmtiferðaskipum 245 milljónum króna, sem er um 37% af heildartekjum samlagsins. Fyrir um 20 árum voru 3% heildartekna hafnarinnar vegna skemmtiferðaskipa. Í fyrrasumar höfðu 124 skip viðkomu á Akureyri og alls 31 skip kom til Grímseyjar, eða 155 í allt. Með þeim skipum sem lögðu leið sína til Akureyrar voru alls

115.565 farþegar en Pétur segir skipin ævinlega vel bókuð, með á bilinu 94-95% bókunarhlutfall. „Það er greinilegt að þessar ferðir hingað á norðurslóðir eru mjög vinsælar, skipin eru nánast full. Vöxturinn hefur verið hraður, en sem dæmi til samanburðar má nefna að árið 2013 komu 63 skemmtiferðaskip til Akureyrar og þótti bara dágott á þeim tíma. Á fimm ára tímabili eru þau orðin tvöfalt fleiri,“ segir hann.

Ekkert lát á vinsældunum Íslands Útlitið í sumar er gott og gera má ráð fyrir að fjöldinn verði örlítið meiri en árið 2017 og hið sama má segja um sumarið 2019. Þegar eru farnar að berast bókanir fyrir sumarið 2020. Hafnir, bæði á Akureyri og í Reykjavík, fá mjög góða ein-


SÓKNARFÆRI  | 11

kunn hjá stóru skipafélögunum. „Það eru bestu meðmælin, enda hefur verið kappkostað að bjóða upp á góða aðstöðu og þjónustu.“ Pétur segir að komur skemmtiferðaskipa til hafna á Norðurlandi skilji eftir sig um 3 milljarða í samfélaginu fyrir norðan. Beinar og óbeinar tekjur yfir landið allt nemi 7 til 9 milljörðum króna. Farþegar með skemmtiferðaskipum eru þó einungis í heild um 6% af heildarfjölda allra ferðamanna sem til Íslands koma. Um 100 heilsársstörf verða til á Norðurlandi vegna skemmtiferðaskipanna. Svonefndar hringsiglingar minni skipa með um 200 farþega hafa átt auknum vinsældum að fagna hin síðari ár. Skipin sigla nokkra hringi umhverfis landið og staldra við á 7 til 9 höfnum. Nýir hópar koma til landsins með flugi og skipti fara fram í Reykjavík eða Akureyri. Skipakomur til minni hafna hafa í kjölfarið aukist, m.a. til Grímseyjar og nefnir Pétur að á komandi sumri bætist Hrísey í hópinn, en áætlað er að tvö skip komi þar við. „Þessar skipakomur til minni hafna hafa bætt rekstur hafnasjóða verulega og nýting þeirra mannvirkja sem til staðar eru hefur aukist. Eini kostnaðurinn felst einfaldlega í fegrun hafnasvæðanna,“ segir Pétur. Þessar hringsiglingar hafa í för með sér að skip hafa stoppað m.a. á Siglufirði og Húsavík og er nú verið að skoða möguleika á að bæta fleiri stöðum við, t.d. Sauðárkrók og Raufarhöfn. Tvær síðasttöldu hafnirnar hafa nýlega gengið til liðs við Cruise Iceland, regnhlífarsamtök hafna og þjónustuaðila sem vinna að heimsóknum skemmtiferðaskipa.

Hvalaskoðun góð viðbót Hafnsækinni ferðaþjónustu á svæði HN hefur vaxið fiskur um hrygg, en þar er einkum átt við aukið framboð á hvalaskoðunarferðum. Slíkar ferðir bjóðast m.a. frá Akureyri og Hjalteyri og hefur uppgangur á því sviði verið greinilegur undanfarin fjögur ár. Um 40 þúsund farþegar fóru í hvalaskoðunarferðir frá þessum stöðum á síðastliðnu ári. Vel hefur tekist til og farþegar eru ánægðir. Nánast sést stórhveli í hverri ferð og lítið sem ekkert er um að farþegar verði sjóveikir. „Þetta er afskaplega góð viðbót við þá fjölbreyttu starfsemi sem hér er í boði,“ segir Pétur. Aukin hvalaskoðun kallar á uppbyggingu á Torfunefsbryggju á Akureyri þar sem bækistöðvar hvalaskoðunarfyrirtækjanna eru. Gamla bryggjan er svo gott sem ónýt og brýn þörf á að byggja nýja. Þegar er búið að teikna nýja bryggju á Torfunefi ásamt tilheyrandi aðstöðu og væntir Pétur þess að framkvæmdir hefjist næsta haust. Þær standi yfir næstu tvö til þrjú ár og verði svæðið hið glæsilegasta að þeim loknum. Aðrar framkvæmdir sem nauðsynlegt sé að ráðast í til framtíðar litið segir Pétur vera lengingu Tangabryggju til suðurs, en þar er mikil umferð bæði skemmtiferðaog fragtskipa. Sú stækkun er komin inn í skipulag og má gera ráð fyrir að hafist verði handa á næstu misserum. Horft er til þess að framtíðarþjónustuhöfn fyrir norðursvæðið verði á Dysnesi norðan Akureyrar, en þar hefur verið skiplagt iðnaðarsvæði á allt að 100 hektara svæði. „Það tekur allt sinn tíma og einhver ár eru í að framkvæmdir hefjist á því svæði. Markaðssetning svæðisins er afar erfið þar sem mikill skortur er á rafmagni á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Pétur.

Öflugasti dráttarbátur landsins væntanlegur Í sumar á Hafnarsamlag Norðurlands von á nýjum og öflugum dráttarbát. Smíði á bátnum stendur yfir í skipasmíðastöð á Norður-Spáni og gera áætlanir ráð fyrir að hann komi til heimahafnar á Akureyri í lok maí eða byrjun júní. Báturinn verður með 40 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er. Hann verður 22 metra langur og 9 metra breiður. Báturinn er búinn Azimuth skrúfubúnaði og verður öflugasti dráttarbátur landsins. Báturinn verður sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og mun gjörbreyta allri dráttarbátaþjónustu, m.a. þegar kemur að þjónustu við sístækkandi skip sem sigla inn Eyjafjörð. Að auki verður hann öflugt öryggistæki fyrir allt Norðurland.

„Svörum kalli tímans“ „Með því að festa kaup á svo öflugum dráttarbát svörum við kalli breyttra tíma. Skipin stækka og núverandi dráttarbátar eru alls ekki nógu öflugir. Með tilkomu nýja bátsins eykst öryggið til muna og við erum því full tilhlökkunar að taka hann í notkun næsta sumar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri.

Smíði á nýjum dráttarbát fyrir Hafnasamlag Norðurlands stendur yfir á Spáni. Skrokkur bátsins er sem óðast að taka á sig mynd en hann er væntanlegur til heimahafnar á Akureyri í sumarbyrjun. Dráttarbáturinn er mjög öflugur og raunar fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er.

ÉG BÍÐ VIÐ

BLÁAN SÆ FLEXICUT FLAKAVINNSLA UM BORÐ

Marel óskar Samherja til hamingju með nýju FleXicut vatnsskurðarvélina sem komin er um borð í Berlin NC 105.

marel.is


12  | SÓKNARFÆRI

Alltaf verið að styrkja stoðirnar Rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi „Við hér í Skinney-Þinganesi viljum halda áfram að reka okkar fyrirtæki og skjóta þeim stoðum undir það, sem við teljum þurfa. Við erum með réttindi til veiða og ber skylda til að fara vel með þau. Við reynum af fremsta megni að rækja þá skyldu. Kvótakerfið býður upp á þann sveigjanleika sem þarf til að gera sem mest úr þeim fiski sem kemur á land og það hefur íslenskur sjávarútvegur verið að geta betur en útvegur í öðrum löndum.“ Þetta segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði. Sóknarfæri ræddi við hann um fyrirtækið og stöðu sjávarútvegsins á Íslandi um þessar mundir.

Fjölbreytt fyrirtæki „Við erum fjölbreytt sjávarútvegsfyrirtæki og í því felst styrkur okkar að miklu leyti. Við erum í bolfiski, humri og uppsjávarfiski og erum með starfsstöðvar á Hornafirði og í Þorlákshöfn. Við rekum fiskimjölsverksmiðju, fiskiðjuver fyrir frystingu á uppsjávarfiski, við vinnum ferskan fisk, frystum og fletjum og söltum auk humarvinnslunnar á Hornafirði. Við erum með átta skip, tvö þeirra á uppsjávarveiðum og svo eru 5 humar- og bolfiskskip og einn 15 metra línubátur í litla kerfinu,“ segir Ásgeir. Skinney-Þinganes keypti nýlega allar aflaheimildir útgerðarfélagsins Storms og hefur nokkuð rúmar veiðiheimildir. „Það er alltaf verið að styrkja stoðirnar undir starfseminni og alveg frá sameiningu 1999, höfum við lagt mikla áherslu á að bæta við heimildum ásamt því að byggja upp og endurnýja vinnsluna í landi og endurnýja skip. Við erum nú að láta byggja tvö skip úti í Noregi sem við fáum haustið 2019, en við erum ekki búnir að endurskipuleggja flotann okkar í ljósi þess, en það er bara í vinnslu. Þetta eru 29 metra togskip og munu því nýtast við bæði veiðar á bolfiski og humri. Dreifa bolfiskveiðinni jafnar yfir árið Árið byrjar yfirleitt á loðnuvertíð sem stendur fram eftir mars. Netavertíðin hefur líka verið stór hluti af þessu tímabili líka, en við erum að draga úr netaveiðum og leggja

Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði, telur umræðuna um sjávarútveginn oft á tíðum óvægna og óvandaða.

Þórir, einn af bátum Skinneyjar-Þinganess, landar afla sínum í Grindavík.  Mynd Hjörtur Gíslason.

Humarinn er frystur heill eftir föngum og fer hann þannig til Mynd: Skinney-Þinganes Suður-Evrópu.

meiri áherslu á vinnslu á flökum og jafna bolfiskvinnsluna meira yfir árið. Hér áður fyrr vorum við að veiða um 70% af þorskinum okkar á vetrarvertíðinni en nú erum við farnir að draga úr því. Upp úr miðjum mars tekur humarvertíðin við og stendur hún alveg fram í október. Uppsjávarskipin eru svo á makríl yfir sumarið og á norsk-íslensku síldinni og síðan íslensku sumargotssíldinni. Þetta því orðið þannig að uppsjávarveiðarnar og humarinn eru vertíðabundnar en bolfiskveiðin dreifist jafnar yfir árið og er það töluverð breyting hjá okkur.“ Skinney-Þinganes keypti út-

Veiðigjöldin verða að vera sanngjörn „Veiðigjöldin eru íþyngjandi og alltaf kannski spurning hver sú upphæð eigi að vera en miðað við rekstarstöðu greinarinnar núna tel ég þau of há. Við viljum ekki missa fjölbreytnina út út sjávarútveginum. Það þurfa allir að fá að lifa og veiðigjöld eiga ekki að þurfa að hrekja menn út úr greininni. Þau verða að vera sanngjörn og mega ekki draga úr nýjum fjárfestingum. Þetta er eitthvert samspil sem verður að vera á sanngjörnum nótum. Svo er það aðferðin, að verið sé að greiða gjöld af góðu rekstrarári tveimur árum síðar, þegar afkoman er allt önnur og verri. Það má segja að við eigum að geta séð þetta eitthvað fram í tímann, hvað við eigum að borga miðað við gildandi lög, en

við getum þó ekki séð í dag hvert umhverfið verður eftir tvö ár. Hvert gengið verður eða fiskverð á erlendum mörkuðum. Þetta kemur mikið í bakið á okkur núna og það þarf að finna betri leið í þessum efnum. Að auki erum við í bullandi samkeppni við önnur lönd, þar sem engin veiðigjöld eru innheimt og sjávarútvegurinn jafnvel ríkisstyrktur. Þá verður leikurinn á mörkuðunum ansi ójafn og taka verður tillit til þess. Það verður að taka heildarmyndina en ekki einhvern hluta hennar til að ákveða hvert veiðigjaldið eigi að vera og sækja það svo af hörku,“ segir Ásgeir.

Skinney-Þinganes hóf rekstur ferskfiskvinnslu í Þorlákshöfn í upphafi ársins 2016. Mynd Hjörtur Gíslason.

gerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Auðbjörgu í Þorlákshöfn og hefur byggt þar upp vinnslu á ferskum bolfiski til útflutnings ferskum með flugi og skipum. Starfsemin þar hófst í janúar 2016. „Það hefur bara gengið vel. Með þessu aukum við fjölbreytni í vinnslunni og drögum úr vægi saltfisks. Ferskfiskvinnslan er mjög vel staðsett í Þorlákshöfn. Þaðan er stutt upp á Keflavíkurflugvöll og frá Þorlákshöfn siglir færeyska skipið Mykines vikulega með ferskan fisk og annan varning til meginlands Evrópu. Þorlákshöfn er því kjörin staðsetning fyrir ferskfiskvinnslu og útflutning.“

Dregið hefur úr humarveiði Hornafjörður hefur lengi verið kallaður höfuðstaður humarveiða og -vinnslu og segir Ásgeir að vel gangi að selja humarinn en dregið hafi úr veiðunum. „Síðasta vertíð var nokkuð strembin. Veiðin hefur dregist saman og nýliðun í humri hefur verið mjög slök undanfarin ár. Það er því mikið um mjög stóran humar í veiðinni miðað við það sem var fyrir 5 til 10 árum. Það þarf líka að hafa meira fyrir veiðunum en verið hefur. Markaðurinn fyrir humar er á hinn bóginn mjög góður og sterkur. Hér innan lands hefur salan aukist verulega, meðal annars vegna vaxandi ferðamannastraums. Salan hér heima

hefur því farið úr 5% upp í 20% á síðustu árum. Það er líka mikil eftir­spurn eftir stórum og góðum humri í Suður-Evrópu og Íslendingar hafa haldið þeim markaði uppi. Við komum með allan humar heilan að landi og reynum að nýta hann þannig eins og mögulegt er og til Suður-Evrópu fer eingöngu heill humar. Halana seljum við svo mest hér heima, til Benelux landanna og til Kanada.“

Minna saltað á Portúgal Ásgeir segir að dregið hafi verið úr vinnslu á flöttum saltfiski og sömuleiðis hafi vægi framleiðu fyrir markaðinn í Portúgal verið minnkað. „Við erum því að auka verkun inn á Spán og Ítalíu, þar sem hærra verð fæst. Það er ekkert mál að selja saltfisk, en maður heldur einhvern veginn alltaf að neyslan minnki með kynslóðaskiptum. Svo virðist ekki vera. Staðreyndin er sú að sum lönd, sem eru að kaupa af okkur, eru ekkert sérstaklega sterk efnahagslega. Kaupgeta í Portúgal og í Brasilíu er lítil um þessar mundir og það ræður mestu um verðið, en eftirspurnin er fyrir hendi. Þar kemur svo sterk staða íslensku krónunnar okkur líka illa, en það á við um allan vöruútflutning. Þess vegna þurfum við að vanda okkur enn frekar þegar ákveðið er inn á hvaða markaði skuli helst selja.“


Mikil samkeppni við Norðmenn Samkeppni á öllum fiskmörkuðum er mikil, bæði við önnur matvæli en ekki síður við keppinauta eins og Norðmenn. Gengi norsku krónunnar hefur verið lágt undanfarin ár og það kemur þeim til góða við útflutninginn. Norskar sjávarbyggðir njóta enn fremur opinberra styrja og norska útgerðin greiðir ekki veiðigjöld eins og hér er. Allt þetta leiðir til þess að þeir hafa forskot á okkur hvað varðar verð og sækja jafnframt að okkur í gæðum. „Norðmenn eru okkur allstaðar erfiðir inni á þeim mörkuðum sem þeir eru. Við erum alltaf að keppa við þá og þeir bjóða í sumum tilfellum lægra verð en við. Við finnum verulega fyrir þessari samkeppni á saltfiskmörkuðunum og sömuleiðis á ferskfiskmörkuðum á fyrri hluta ársins þegar þeir veiða mestan hluta þorskafla síns. Þeir eru líka að þróa sig inn á þá markaði og dreifa veiðinni meira yfir árið og því verður samkeppnin við þá á ferskfiskmörkunum meiri. Við sjáum það líka að þeir eru að tæknivæða sig. Þeir eru orðnir ansi stórir kaupendur á tæknibúnaði fyrir fiskvinnslu í dag. Þeir virðast því vera að minnka vægi á heilfrystum fiski og auka flakavinnslu. Þetta þarf þó ekki endilega að vera slæmt til lengri tíma litið. Ég held að markaðirnir jafni sig og almennt komi betri afurðir inn á þá. Með auknum gæðum ætti markaðurinn að vaxa og því gæti það jafnvel styrkt okkur þegar fram í sækir. Það er ekki gott að verið sé að dæla lélegu hráefni inn á markaðina eins og Norðmenn eru að gera núna. Það truflar markaðinn í heild sinni.“ Óvægin og óvönduð umræða Ásgeir bendir á að útvegurinn sé að skila mjög miklu til samfélagsins, bæði í heild og í sínu nærumhverfi. Það sem verið sé að skila í ríkiskassann hafi margfaldast á undanförnum árum. Þar sé ekki bara um

Gengi krónunnar veldur erfiðleikum Ásgeir segir að rekstrarumhverfi í sjávarútvegi sé erfitt um þessar mundir, aðallega vegna gengis íslensku krónunnar. „Það þrengir að hjá okkur eins og öðrum útflutningi, sem líður fyrir hátt gengi krónunnar. Það reynir meira á að menn hagræði og tæknivæði sig til að mæta þessu. Þetta er svo sem ekkert í fyrsta sinn sem við glímum við hátt gengi og erum búnir undir sveiflur á því. Ef pólitíska landslagið er í lagi þá sigla menn í gegnum þetta tímabil og svo koma betri tímar eftir einhver ár. Af og til koma upp umræður um byltingu á kvótakerfinu en ég tel að þessi ríkisstjórn muni ekki gera miklar kerfisbreytingar. Við verðum að sjá að það sé ákveðin festa og rekstraröryggi fram í tímann. Við verðum að hafa trú á því að við getum fjárfest inn í greinina og á svona tímum, þegar kreppir að, þurfum við ekki síst á því að halda.“

Söltun hefur verið snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins en nú er verið að Mynd: Skinney-Þinganes draga úr henni.

veiðigjald að ræða, heldur ýmsa skatta og gjöld til hins opinbera og sveitarfélaga og einnig styrki af ýmsu tagi til félagastarfsemi í heimabyggð eins og til íþróttafélaga. Umræðan um íslenskan sjávarútveg hefur um nokkurn tíma verið á neikvæðum nótum, kröfur um aukna gjaldtöku, ásakanir um brottkast og misferli. Ásgeir segir að sér finnist umræðan oft á tíðum mjög óvægin og óvönduð. Það sé jafnvel verið að rifja þar upp einhverja gamlar tuggur og heimfæra upp á nútíðina. „Það er vissulega á ábyrgð okkar sem erum að vinna í greininni og erum stjórnendur að sjá um að hlutirnir séu í lagi. Við höfum verið að stefna í rétta átt til að mynda hvað brottkastið varðar.

SÓKNARFÆRI  | 13 Sögur um brottkast virðast oft á tíðum vera frá því, þegar við vorum í dagakerfi að reyna að ná okkur í einhverjar aflaheimildir, sem snéru kannski að því að fiska sem mest á sem stystum tíma. Í dag stýrum við veiðum allt öðruvísi þannig að brottkast á að vera eins lítið og hægt er. Það á ekki að þurfa að henda fiski og á ekki að leyfast. Að mínu mati eru sögurnar sem hæst fara úr öllu samhengi við raunveruleikann í dag og þær sögur sem ekki eru sagðar eru miklu betri en hinar sem fluginu ná. Fjölmiðlum virðist ekkert leiðast að flytja þær neikvæðu en minna fer fyrir þeim jákvæðu,“ segir Ásgeir Gunnarsson.

Óskum útgerð og áhöfnum til hamingju með glæsileg skip Eftirtalinn búnaður frá Brimrún er í Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105 Siglingatæki Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 6.5’ loftneti Furuno FAR-3230S-SSD, S-Band Radar m/ 12’ loftneti Furuno MU-190, 19” IMO skjár, 2 stk Time Zero Professional, MaxSea siglingahugbúnaður, 2 stk. Tölvur frá Brimrún, fyrir Time Zero, 2 stk. Furuno FMD-3100, ECDIS, 2 stk. Furuno GP-170, GPS staðsetningatæki, 2 stk. Furuno FA-170, AIS tæki Aflestrarskjáir frá Brimrún, 6 stk. Cassen & Plath seguláttaviti Furuno SC-110, GPS áttaviti Anschutz RD-22 gyrokompás Anthea BEN hraða log (speed-log)

Fiskileitartæki Furuno FCV-30, fjölgeisla dýptarmælir, 38 kHz, 4 kW Furuno FCV-1900G, CHIRP dýptarmælir, 3 kW Furuno DFF3, FFS dýptarmælir, 3 kW Furuno CI-68, straummælir, 244 kHz Furuno FE-800, siglinga dýptarmælir Marport M4

Fjarskiptatæki Furuno FM-8900, GMDSS VHF talstöðvar, 2 stk Furuno FM-4721, VHF talstöð Furuno FS-1575, GMDSS MF/HF talstöð Furuno Felcom 18, GMDSS Standard-C tæki Furuno NX-700B, veðurriti (NavTex) Furuno VR-7000, sjálfvirkur siglingariti (VDR)

Furuno FV-110, VSAT búnaður Tölva frá Brimrún, fyrir VSAT Palo Alto PA-200, eldveggur Iridium Open-Port, gervitunglasími Furuno PR-850, GMDSS spennugjafi Furuno PR-300, GMDSS spennugjafi McMurdo R5, GMDSS VHF talstöðvar, 3 stk McMurdo S5, AIS neyðarbaujur, 2 stk McMurdo G5A, EPIRB neyðarbauja Viðvörunar panell fyrir GMDSS í brú Rafmagnstafla fyrir GMDSS 3G netbeinir

Annar búnaður Thies Clima, vindmælir David Clark, hjálma samskiptakerfi Myndavélakerfi Símkerfi Neyðarsímar, innanskips, 3 stk Kallkerfi Paging kerfi FM og sjónvarpsdreifikerfi með lekum kóax KNS gervihnattadiskur fyrir sjónvarp 32”, 49” og 60” sjónvörp, 33 stk Skrifstofutölvur, 6 stk Skjáveggur 32” tölvuskjáir, 3 stk 23” tölvuskjáir, 5 stk NMEA dreifikerfi

MAREIND

Reykjavík - Sími 5 250 250 – Akureyri - Sími 5 250 260

Grundarfirði Sími 438 6611


14  | SÓKNARFÆRI

Frystitogararnir Cuxhaven og Berlin í flota DFFU

Þann 12. janúar síðastliðinn var mikið um dýrðir í Cuxhaven þegar skipunum tveimur voru formlega gefin nöfn. Um 400 boðsgestir komu þá til athafnarinnar og við það tækifæri fluttu bæði fulltrúi þýska landbúnaðarráðuneytisins og borgarstjóri Cuxhaven ræður. Hér eru gestir og forsvarsmenn DFFU og móðurfélagsins Samherja hf. við skipshlið við þetta tækifæri. Frá vinstri: Óskar Ævarsson, útgerðarstjóri DFFU og eiginkona hans Andrea Vikarsdóttir, Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja og eiginkona hans Kolbrún Ingólfsdóttir, Dr. Ulrich Getsch, borgarstjóri Cuxhaven, Haraldur Grétarsson, framkvæmdastjóri DFFU og eiginkona hans Harpa Ágústsdóttir, Kai-Uwe Bielefeld, héraðsstjóri Cuxhaven, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, í stjórn í Samherja, Ståle Rasmussen, forstjóri Kleven/Myklebust skipasmíðastöðvarinnar og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Myndir: Samherji hf.

„Frystitogarinn Cuxhaven NC er meira hugsaður fyrir heilfrystingu, fyrst og fremst á karfa og grálúðu en er líka með flökunarlínu. Útfærslan á Berlin NC er aftur á móti meira hugsuð út frá flakavinnslu, er m.a. með bitaskurðarvél frá Marel, þeirri fyrstu sem fyrirtækið setur í vinnsluskip úti á sjó. Engu að síður getur Berlin líka farið á heilfrystingu þannig að skipin geta nýst í öll verkefni. En fyrst og fremst erum við að horfa til útgerðarformsins með þessum áherslum í uppsetningu skipanna. Cuxhaven kemur þannig til með að verða meira í verkefnum við Grænland en Berlin verður fyrst og fremst á flakavinnslu við Noreg og í Barentshafi,“ segir Óskar Ævarsson, útgerðarstjóri Deutche Fishfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja hf. í Cuxhaven í Þýskalandi um nýju frystitogarana tvo sem fyrirtækið hefur nú tekið í fullan rekstur. Cuxhaven NC-100 hóf veiðar í ágúst síðastliðnum en Berlin NC-105 fór í nokkurra daga reynslutúr skömmu fyrir jól. Nú um miðjan janúar var haldin mikil hátíð í Cuxhaven þar sem skipunum voru formlega gefin nöfn og komu til þeirrar athafnar um 400 boðsgestir frá 17 þjóðlöndum.

Íslenskar tæknilausnir áberandi Skipin eru hönnun frá Rolls Royce og frá þeim framleiðanda eru einnig aðalvélar skipanna. Þetta eru 81 metra langir frystitogarar, 16 metra breiðir. Kleven Myklebust skipasmiðastöðin í Álasundi í Noregi hafði smíði skipanna með höndum en sjálfir skrokkarnir voru smíðaðir í Póllandi. Mörg íslensk fyrirtæki komu að smíðinni, fyrst og fremst að vinnslubúnaði og tæknilausnum. Þar má nefna siglinga- og fiskileitartæki frá Brimrún hf. í brú, frystikerfi og frystilagnir eru frá Kælismiðjunni Frost og Slippurinn Akureyri hafði með höndum

áhöfn og allur aðbúnaður fyrir áhöfn eins og best verður á kosið. Fjöldi í áhöfn verður þó breytilegur eftir verkefnum þeirra en að jafnaði 26-30 í túr.

Mikil tímamót eru fyrir DFFU að taka þessi tvö nýju skip í rekstur. Yfirmenn skipanna eru íslenskir og hér eru forsvarsmenn fyrirtækisins í brúnni á Cuxhaven með skipstjórnendunum. Frá vinstri: Óskar Ævarsson útgerðarstjóri, Hannes Indriði Kristjánsson og Stefán Viðar Þórisson, skipstjórar á Cuxhaven og Haraldur Grétarsson, framkvæmdastjóri DFFU.

Vindustjórnpúltið í brúnni.

hönnun og smíði á stórum hluta vinnslulínunnar á millidekki en hluti vinnslulínunnar, vöruhótel og frystar eru frá Optimar. Flökunarvélar og hausarar í báðum skipum eru frá Vélfagi í Ólafsfirði og í Berlin NC er vélbúnaður frá Héðni hf. til að bræða bein og slóg í mjöl og lýsi. Eins og áður segir

er FlexiCut bitaskurðarvél frá Marel í Berlin NC og Mesa fésvélar eru frá Á.M. Sigurðssyni í báðum skipunum. Þá er háþrýstiþvotta- og sápukerfi í skipunum frá Skaganum 3X. Veiðinemakerfi skipanna eru frá Marport. Vistarverur eru fyrir allt að 35 manns í

Betri aðstaða fyrir áhafnirnar aðalatriðið Auk frystingarinnar er ætlunin að Cuxhaven geti einnig tekið ferskfisktúra og þá verður þeim afla landað á Íslandi. Óskar segir að þar sé fyrst og fremst horft til þorskkvóta sem fyrirtækið hafi yfir að ráða við Grænland. „Togararnir Norma Mary og Baldvin hafa sinnt þessu verkefni frá því þorskveiðar byrjuðu aftur við Grænland en nú reiknum við með að Cuxhaven annist veiðarnar og landi aflanum á Íslandi. Hluti af lestinni getur verið kælilest, einnig er slægingarlína í Cuxhaven,“ segir Óskar en reiknað er með að skipið verði á þessum ferkfiskveiðum 6-7 vikur á ári. Nýju skipin tvö koma í stað togaranna Baldvins NC og Kiel NC í skipastól DFFU og segir Óskar að þetta séu mikil tímamót í rekstri fyrirtækisins. Miklu skipti að fá ný skip í rekstur og tækifæri séu í nýjungum um borð s.s. framleiðslu á mjöli og lýsi, sem og beina- og bitaskurði, með vélum. „Við bindum vonir við að skipin verði rekstrarlega hagkvæm fyrir okkur en stærsta breytingin er fyrst og fremst í aðbúnaði og vinnuaðstöðu áhafnanna. Tæknin er meiri um borð og vinnan á að vera léttari. Íbúðir eru líka rýmri og við erum að tryggja sjómönnum betra vinnuumhverfi. Svona stór skip fara vonandi líka betur með mannskapinn en gömlu skipin gerðu. Við ætlum líka að gera tilraun með að festa túralengdina og sömuleiðis stoppin. Við miðum við að túrarnir verði 6-7 vikna langir,“ segir Óskar og nefnir einnig ávinning í þáttum á borð við betri eldsneytisnýtingu og meiri nýtingu á því sem upp úr sjónum kemur. „Með fésvélinni getum við t.d. framleitt nýjar afurðir úr hausunum og sömuleiðis


SÓKNARFÆRI  | 15

brætt beinagarð og slóg í mjöl og lýsi. Beina- og bitaskurðurinn opnar líka ný tækifæri. Það mun taka okkur tíma nú í byrjun að slípa þetta allt saman til en það hefur gengið mjög vel á Cuxhaven þá mánuði sem skipið hefur verið að veiðum.“

Asía og Bretland stærstu markaðssvæðin Stærstu markaðssvæði fyrir afurðir DFFU eru í Asíu fyrir karfa og grálúðu en Bretlandsmarkaður fyrir sjófryst flök. Óskar segir fyrirtækið ráða yfir nægum aflaheimildum fyrir skipin tvö. „Aflabrögðin ráða auðvitað mestu um hvernig úthaldið er frá einu ári til annars en miðað við aflaheimildir okkar þá höfum við nægar heimildir til að halda þeim úti 10 mánuði á ári. Verkefnin eru því næg fyrir skipin og mjög spennandi að hefja nú útgerð þeirra. Smíðaverkefnið er búið að taka tvö og hálft ár og því eru mikil kaflaskil þegar því lýkur og útgerð þeirra hefst af fullum krafti,“ segir Óskar. Cuxhaven kemur til með að veiða ferskan fisk hluta úr sumri og landa á Íslandi. Hluti lestarinnar í því skipi getur því verið með kælingu þó á öðrum tímum ársins sé eingöngu fryst um borð.

Það er vítt til veggja um borð og allar vistarverur mjög rúmgóðar. Hér sést hluti af matsalnum.

Cuxhaven kemur til með að veiða ferskan fisk hluta úr sumri og landa á Íslandi. Hluti lestarinnar í því skipi getur því verið með kælingu þó á öðrum tímum ársins sé eingöngu fryst um borð.

Fjölþjóðlegt verkefni sem vekur athygli Eins og áður segir var fjölmennt í nafngiftahátíð skipanna í Cuxhaven nú í janúar en auk fjölmargra boðsgesta nýttu sér hátt í 2000 manns að fá að fara um borð og skoða skipin. Óskar segir ánægjulegt hversu mikinn þátt íslensk fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg eigi í smíðinni og búnaði um borð. „Það er eftir því tekið sem við erum að gera í sjávarútvegi og mikill áhugi, líkt og þessi aðsókn sýndi. Við erum að sjálfsögðu fyrirtæki sem er nátengt Íslandi en höfum líka reynslu af því að vinna áður með nokkrum þessara íslensku fyrirtækja sem að verkefninu komu. Það má því segja að verkefnið sé nokkuð fjölþjóðlegt og í takti við það umhverfi sem við störfum í hér í Cuxhaven,“ segir Óskar.

Við óskum útgerð og áhöfnum Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105 til hamingju með ný og glæsileg skip

Mesa 900 gellu kinna og klumbuskurðarvélar eru í Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105


16  | SÓKNARFÆRI

Áhugaverðar nýjungar í vinnslutækninni um borð segir Sigurður Kristjánsson, skipstjóri á Berlin NC-105 Berlin NC-105.

„Tíminn verður að leiða í ljós hver afköstin verða en ég vonast til að við getum unnið 30 tonn af flökum á sólarhring þegar allt verður búið að slípast til,“ segir Sigurður Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Berlin NC-105 en hann var áður skipstjóri á Baldvin NC hjá DFFU og á að baki langan feril í skipsstjórn. Skipstjóri á móti honum er Sigurður Hörður Kristjánsson en yfirvélstjórar eru þeir Kristófer Kristjánsson og Sigurpáll Hjörvar Árnason. Vinnuaðstaða skipstjórans í brúnni. Þar, líkt og víðar í skipunum, komu íslenskar tæknilausnir við sögu en fiskileitar- og siglingatæki eru frá fyrirtækinu Brimrún.

Hausarar og flökunarvélar eru mikilvægir þættir í vinnslubúnaði á skipum sem þessum. Tveir hausarar og tvær flökunarvélar eru í hvoru skipi, allt búnaður frá fiskivinnsluvélaframleiðandanum Vélfagi í Ólafsfirði. Hér sjást hausarnir.

Útfærslan í Berlin NC-105 miðast við flakavinnslu. Í skipinu er FleXicut vatnsskurðarvél frá Marel, sem hér er í forgrunni. Þetta er fyrsta FleXicut vélin sem Marel setur um borð í skip úti á sjó.

Slippurinn Akureyri hannaði og framleiddi stóran hluta af vinnslulínunni og m.a. er í Berlin ný gerð af stærðarflokkara. Hér sjást færibönd og í flökunarvélarnar tvær.

Sigurður segir spennandi að fá nú þann möguleika inn í vinnsluna um borð að skera beinagarðinn úr flökunum og flökin í bita, auk þess sem skipið sé með fésvél til vinnslu á hausum og nýrri tækni til að vinna í mjöl og lýsi. Þó flakafrystingin sé um margt líkt vinnsluferli og hefðbundið er á frystitogurum þá sé sjálfvirknin meiri og meiri möguleikar til nýjunga í afurðum og nýtingu á hráefninu.

Aðalvélar skipanna eru frá Rolls Royce en það fyrirtæki hannaði skipin.

Nýr búnaður stærðarflokkar „Síðan erum við með nýja útfærslu á stærðarflokkun á fiskinum sem er búnaður frá Slippnum Akureyri og fyrstu prófanir voru mjög jákvæðar. Þessi búnaður grófflokkar fisk-

inn eftir hausun og áður en hann fer inn á flökunarvélarnar. Þær koma frá Vélfagi í Ólafsfirði og er önnur með sérstaka áherslu á mjög stóran fisk. Í raun eru þó notkunarsvið vélanna mjög víð þannig að þær koma til með að vera báðar í mikilli notkun. En þessi stærðarflokkun á fiskinum skiptir miklu máli fyrir vinnsluferilinn í heild,“ segir Sigurður en skipið var prufukeyrt í nokkra daga úti fyrir Álasundi í desember og að því loknu voru nokkur atriði yfirfarin áður en haldið var til Þýskalands fyrir nafngiftahátíð skipanna nú í janúar. Þann 18. janúar hélt svo Berlin NC á nýjan leik á miðin úti fyrir Noregsströndum og er nú að veiðum í Barentshafi.

Stórt og öflugt skip „Mér fannst skipið koma mjög vel út í þessum prufutúr þó að ekki sé hægt að meta það til fulls fyrr en maður kynnist skipinu þegar það er meira lestað. En þetta er mjög spennandi, skipið er stórt og öflugt. Ég reikna síðan með að við verðum fyrst og fremst að veiðum við Noreg, það er að minnsta kosti lagt upp með þá verkaskiptingu milli skipanna en svo ráða auðvitað kvótastaða og aflabrögð miklu um þau verkefni sem við erum í hverju sinni,“ segir Sigurður Kristjánsson.


SÓKNARFÆRI  | 17

Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar góða varahlutaþjónustu!

STOFNAÐ

1995 Tölvustýrður bolfiskhausari

Tölvustýrðar roðdráttarvélar

Tölvustýrð flökunarvél fyrir flökun á 4 kg. til 24 kg. bolfiski Bolfiskflökunarvélar

Roðdráttarvélar

Afburða ending

Auðveld þrif

Einfalt aðgengi Hágæða tölvustýrðar fiskvinnsluvélar frá Vélfagi tryggja aukna nýtingu, meiri flakagæði og bæta þannig umgengnina við auðlindina og umhverfið. Rafpóleraðar fiskvinnsluvélar Vélfags hrinda frá sér óhreinindum. Aukið hreinlæti dregur úr örverumyndun, tryggir hráefnisgæði og lengir hillulíf afurða. Lægri viðhaldskostnaður og meira rekstraröryggi

Berlin NC 105

www.velfag.com

Cuxhaven NC 100

Vélfag ehf. // Múlavegur 18 / 625 Ólafsfjörður //// Njarðarnes 2 / 603 Akureyri //// 466 2635 // sales@velfag.is


18  | SÓKNARFÆRI

Fagnað í nýju húsnæði Bætis

Eigendur og starfsmenn Bætist á opnunarhátíðinni í nýja húsnæðinu. Fyrir miðju eru eigendur Bætis og systurfyrirtækis þess, Tækni ehf., þau Friðrik Sigurðsson og Guðbjörg Anna Jónsdóttir. Þeim á vinstri hönd er Valdimar Haukur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Tækni ehf. Í aftari röð eru Hildur Ósk Skúladóttir, sölufulltrúi og Sigurður Baldvin Friðriksson sem sér um tölvukerfið hjá Bæti.

Fulltrúar viðskiptavina litu inn og samfögnuðu með Bætisfólki í tilefni dagsins.

Á dögunum fögnuðu starfsmenn Bætis ehf. flutningi starfseminnar í nýtt húsnæði að Bíldshöfða 14 í Reykjavík og buðu viðskiptavinum til fagnaðar af þessu tilefni. Í húsnæðinu eru verslun og skrifstofuhald á efri hæð en viðgerðarverkstæði á neðri hæð. Bætir er vélaþjónusta og varahlutaverslun fyrir vélbúnað, m.a. um borð í skipum og bátum, auk þess sem þjónusta við verktaka er mikilvægur þáttur í starfseminni. Starfsmenn Bætis eru faglærðir viðgerðarmenn með mikla reynslu af vélaviðgerðum og hafa hlotið þjálfun í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrirtækið hefur á 35 árum í starfsemi skapað sér sérstöðu í viðgerðum á amerískum díselvélum, eins og Caterpillar, Cummins, John Deere og Detroit Diesel auk upptekta á túrbínum, dælum, gírum og tengdum hlutum. Bætir er þjónustuaðili fyrir Yanmar vélar og einnig umboðsaðili fyrir Baldwin og Filtrec síur, GAC gangráða, IPD varahluti, Rotzler spil, Isspro mæla og fleira. Meðfylgjandi eru myndir frá hófinu í húsnæði fyrirtækisins.

veldu öryggi veldu Volvo Penta hjá brimborg Áreiðanleiki, afl, ending og öryggi með Volvo Penta. Volvo Penta býður upp á breiða línu bátavéla sem henta margvíslegum gerðum og stærðum báta. Hældrifsvélar, gírvélar, IPS vélbúnaður, rafstöðvar og ljósavélar. • • • • • • •

Tökum eldri Volvo Penta vélbúnað upp í kaup á nýjum búnaði Eigum uppgerðan vélbúnað til sölu á lager Hjá okkur starfar framúrskarandi og faglegt teymi Tökum að okkur þjónustu og niðursetningu á Volvo Penta vélbúnaði Neyðarþjónusta í boði Gott úrval varahluta á lager Þjónustuaðilar um land allt

HAFÐU SAMBAND Í DAG volvopenta@brimborg.is

Volvo Penta á Íslandi VOLVO PENTA_Veldu_öryggi_148x210mm_20170829.indd 1

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6

Sími 515 7070 volvopenta.is 29/08/2017 14:32


SÓKNARFÆRI  | 19

Ný Drangey SK 2 komin á veiðar

„25 metra mótvindur og skipið varla hreyfist!“ segir alsæll skipstjóri, Snorri Snorrason „Þetta er bara dásamlegt í einu orði sagt. Ég er að toga núna á móti í 25 metra vindi og verð bara varla var við hreyfingu. Það er engin leið að lýsa þeirri breytingu sem er að fara af gamla Klakki yfir á Drangey. Eins og svart og hvítt. Það eru búnir að vera margir brælutúrar síðustu vikurnar en maður kvíður því ekkert að fara á sjó á þessu skipi þó eitthvað sé að veðri,“ sagði Snorri Snorrason, skipstjóri á ferskfisktogaranum Drangey SK 2 en togarinn var í sinni annarri veiðiferð nú í vikunni eftir að lokið var við að setja niður vinnslubúnað í skipið. Útgerð skipsins, FISK Seafood á Sauðárkróki, tók á móti því í heimahöfn í ágúst síðastliðnum en það var smíðað í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og er einn fjögurra samskonar ferskfisktogara á Norðurlandi sem komu til landsins í fyrra. Kaldbakur EA og Björgúlfur EA eru gerðir út af fullum krafti en eftir er að ljúka endanlegum vinnslulínum um borð. Sá fjórði, Björg EA, er við bryggju hjá Slippnum Akureyri og mun nú undir vorið hefja veiðar, fullbúin vinnslubúnaði.

Snorri Snorrason, skipstjóri á Drangey SK 2 sem leysti af hólmi togarann Klakk í skipastól FISK Seafood á Sauðárkróki.

Drangey SK 2 kom til landsins síðasta sumar, einn sjö nýrra ferskfisktogara sem komu í flotann árið 2017. Þá tók við niðursetning búnaðar á vinnsluþilfar.

Þorskurinn fullur af loðnu Í Drangey SK er kælingar- og vinnslukerfi á milliþilfari frá Skaganum 3X, myndgreiningarbúnaður og mikil sjálfvirkni í vinnsluferlinu. Aflinn er fullkældur í ferlinu á vinnsluþilfari skipsins, fiskinum raðað þar í ker sem síðan fara með lyftum niður í lest. Þegar þangað er komið tekur lyftari við stæðunum, nokkurs konar hlaupaköttur

„Ég er með þrjá tæknimenn um borð í þessum túr og var með átta í fyrsta túrnum. Við vissum að það tæki einhverja túra að slípa þetta allt saman til og það er bara hluti af verkefninu. Þetta er allt eðlilegt og eins og við mátti búast,“ segir Snorri en þegar rætt var við hann var skipið á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu. Snorri segir fínt fiskirí og þorskurinn að

sem einn maður sjórnar, og færir á sinn stað í lestinn. Og þar sem búið er að ná fullri kælingu aflans áður áður en í lest er komið þarf engan ís til að viðhalda kælingunni meðan á veiðiferð stendur. Um það sér kælibúnaður í lestinni. Snorri segir að líkt og við sé að búast þá taki fyrstu túrana að stilla kerfið og gera ýmsar minniháttar lagfæringar.

elta loðnuna sem hann segir nóg af. „Þorskurinn er belgfullur af loðnu og ég er að sjá stóra flekki. Hér allt í kring eru norsk skip en þau hafa átt erfitt með að athafna sig vegna veðurs. Þetta er erfitt fyrir þá í svona veðurlagi. En það er mikið að sjá af loðnu – engin spurning.“

Kælismiðjan Frost óskar útgerð og áhöfnum Berlin NC 105 og Cuxhaven NC 100 til hamingju með ný og glæsileg skip


20  | SÓKNARFÆRI

Innlit hjá fiskvinnsluvélaframleiðandanum Vélfagi í Ólafsfirði

Hvert prósentubrot í nýtingu er mikill ávinningur „Frá upphafi höfum við lagt megináherslu á að framleiða fiskvinnsluvélar sem skili notendum aukinni nýtingu og að þær sé stöðugar í rekstri, þ.e. að svokallaður uppitími sé sem lengstur. Hvert brot úr prósenti sem okkur tekst að ná í aukinni nýtingu skilar sér í ennþá hærri prósentutölu í verðmætaaukningu og þegar um er að ræða mikið magn í vinnslu þá verður ávinningurinn mikill á ársgrundvelli,“ segir Bjarmi Sigurgarðarsson hjá fyrirtækinu Vélfagi í Ólafsfirði þegar Sóknarfæri leit þar inn á dögunum. Starfsmenn voru þar í óða önn að setja saman flökunarvél sem fer í nýjan frystitogara sem er í smíðum í Noregi en að undanförnu hafa vélar Vélfags, bæði flökunarvélar, roðdráttarvélar og hausarar farið í nokkra frystitogara erlendis og hérlendis. Þar á meðal í Berlin og Cuxhaven, ný skip DFFU í Þýskalandi og í Sólberg ÓF 1, frystitogara Ramma hf.

Flökunarvél fyrir stóran fisk, M725 að taka á sig mynd. Þessi vél fer í togara sem er í smíðum í Noregi.

Bjarmi Sigurgarðarsson segir tölvustýringar- og gæðakerfið Take Control hafa verið mikið framfarastökk í þróun fiskvinnsluvéla Vélfags.

„Með tölvustýringunum getum við ná enn lengra en með mekaníska búnaðinum í því að auka nýtingu í vinnslunni. Ég var þess fullviss á sínum tíma að Take Control tölvustýringin skilaði góðum árangri, betri skurði og meiri nýtingu en get alveg viðurkennt að árangurinn er jafnvel enn meiri en ég bjóst við. Ávinningurinn er margþættur af þessari tækni; meiri

hraði, rekjanleiki, hægt að breyta stillingum með auðveldari hætti og þannig má áfram telja. Og þessi tækni mun vafalítið opna ennþá meiri möguleika til áframhaldandi þróunar á vélbúnaðinum, til hagsbóta fyrir notendur vélanna. Tölvustýringar eru núna komnar í allar okkar vélar, mismunandi útfærð kerfi eftir hverri vélartegund fyrir sig,“ segir Bjarmi.

grafika.is 2013

Take Control tölvustýringarkerfið mikil bylting Bjarmi segir mikla áskorun að framleiða vélasamstæðu í frystiskip enda mikil vinnsla allan sólarhringinn og skipin í löngum túrum á fjarlægum miðum. „Vélarnar okkar hafa staðið sig mjög vel og með þeirri tækni sem er í dag þá getum við með auðveldum hætti tengt okkur við þær, lagfært eða stillt ef á þarf að halda. Þannig fylgjum við þjónustunni eftir, hvar sem skipin eru í heiminum, ef svo má segja,“ segir Bjarmi. Vélfag framleiðir hausara og flökunarvélar fyrir bolfisk í tveimur stærðum, M705 og M725 og sú síðarnefnda er sérstaklega miðuð við vinnslu á stórum fiski. Þá framleiðir fyrirtækið tvær gerðir af roðdráttarvélum, M805 og M825. Á síðustu árum hefur fyrirtækið þróað tölustýrt gæða- og stjórnkerfi fyrir sínar vélar, svokallað Take Control kerfi, sem Bjarmi segir að hafi skilað byltingarkenndum framförum í þróun vélanna. Notendur geti nú með einföldum hætti unnið á skjá með alla stillingar og kallað fram fjölþættar upplýsingar um vinnsluna.

Framleiðsla fiskvinnsluvéla Vélfags er í rúmgóðu húsnæði í Ólafsfirði. Stærstur hluti vélanna og íhluta er smíðaður innanhúss.

Víða tækifæri Aðspurður segist Bjarmi vænta þess að meiri áhersla verði á næstunni í framleiðslu véla fyrir landvinnsluna, samhliða vélum fyrir sjóvinnslu. „Ég sé markaði fyrir okkar vélbúnað víða, bæði á sjó og í landi, hérlendis og erlendis, fyrir eldisfisk og villtan fisk. Tækifærin eru því næg en að undanförnu höfum við

einbeitt okkur að vélum fyrir vinnsluskipin og erum ánægð með hvernig búnaðurinn reynist notendum,“ segir Bjarmi. velfag.is

Drifbúnaður • • • •

0,12 - 200 kW 10 - 200.000 Nm 0,01 - 1.100 RPM Sniðið að þínum þörfum

Við erum góðir í gírum Knarrarvogi 4 104 Rvk. Sími 585 1070 vov@vov.is www.vov.is


SÓKNARFÆRI  | 21


22  | SÓKNARFÆRI

MESA fiskvinnsluvélar hafa verið framleiddar í Hafnarfirði í 32 ár

Sérhæfðar vélar sem auka nýtingu í fiskvinnslu „Við byrjuðum að framleiða M 950 fésvélar til vinnslu á hausum árið 1986 en þá var góður markaður fyrir söltuð þorskfés og vöntun á góðum vélbúnaði til að kljúfa hausana. Síðan þá höfum við framleitt fjöldann allan af M 950 en hún er aðeins ein af mörgum gerðum MESA véla sem við framleiðum. Vélarnar hafa í gegnum árin verið í stöðugri þróun,“ segir Árni M. Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri Á.M. Sigurðssonar ehf. í Hafnarfirði sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á fjölbreyttum vélbúnaði til að auka nýtingu á hausum og öðru sem oft er talað um aukaafurðir í fiskvinnslu.

„Hlutur aukaafurðanna hefur aukist“ MESA vélar voru settar í nýja frystitogara DFFU, dótturfélags Samherja hf., sem lokið var smíði á nýlega. „Í því tilfelli er um að ræða vélar sem slíta tálknin úr hausnum, skera klumbuna frá, gelluna og kinnarnar. Allt í einni og sömu vélinni,“ segir Árni en þessi vél ber heitið MESA 900. Sem dæmi um aðrar vélar í MESA línunni nefnir hann M 955 og M 957 en það eru vélar sem notaðar eru við hausaþurrkun og áðurnefnda fésvél, M 950, en hún slítur tálknin úr hausnum og klýfur hann. Einnig hefur M 850 hryggjavinnsluvélin verið vinsæl í tengslum við flökun og flatningu, en sundmagi hefur náð miklum vinsældum til dæmis á Spáni og í Asíu. Það er algengt að sjá M 950 og M 850 saman þar sem unninn er saltfiskur. „Hlutur þess sem kallaðar hafa verið aukaafurðir hefur alltaf verið

MESA 850 hryggjavinnsluvél hefur verið vinsæl í tengslum við flökun og flatningu.

MESA 900 er fjölhæf vél sem slítur tálknin úr hausnum, sker klumbuna frá, gelluna og kinnarnar. Allt í einni og sömu vélinni.

MESA vélar um allan heim Á síðustu árum hafa MESA vélarnar að stærstum hluta verið framleiddar fyrir erlenda viðskiptavini en mikinn fjölda þeirra er einnig að finna í íslenskum fiskvinnslum allt í kringum landið. „Það hefur dregist saman á saltfiskmarkaðnum hérna heima og við vorum búnir að metta hann á sínum tíma. Umhverfið í þessu hefur mikið breyst á

MESA 955 er notuð hjá framleiðendum á þurrkuðum hausum.

að aukast í vinnslunni,“ segir Árni en MESA er með búnað sem bæði tengist þurrkun á fiski, söltun, vinnslu á ferskum afurðum og frystingu.

Íslandi frá því við byrjuðum. Bara hér í Hafnarfirði voru um 15 saltfiskverkanir en er kannski ein í dag. Áherslan hjá okkur hefur því meira verið á erlendan markað, bæði landvinnslur og útgerðir. Við höfum selt vélar um allan heim en mikið til Alaska, Rússlands og Noregs, svo helstu markaðssvæði séu nefnd. Ég sé því fram á að áherslan verði áfram á útflutning,“ segir Árni.

Framleitt eftir pöntunum Auk framleiðslu á nýjum vélum er þjónusta við eldri vélar liður í

starfseminni hjá Á.M Sigurðssyni ehf. og í sumum tilfellum þarf að breyta vélum til að fylgja eftri þróun í stærð á fiskinum. „Fiskurinn var stór þegar við byrjuðum á sínum tíma, síðan smækkaði hann en er aftur orðinn mun stærri. Þá getum við þurft að breyta vélum til að mæta því. Við veitum viðskiptavinum alla viðhaldsþjónustu á okkar vélbúnaði en starfsemi okkar að öðru leyti snýst um framleiðslu upp í pantanir,“ segir Árni. mesa.is

Trefjar selja bát til Ombo í Noregi Bátaframleiðslufyrirtækið Trefjar í Hafnarfirði hefur afgreitt nýjan Cleopatra bát til Ombo í nágrenni Stavanger í Noregi. Kaupandinn er Odd-Cato Larsen sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Prince og mælist hann 14 brúttótonn að stærð. Prince er af gerðinni Cleopatra 36. Aðalvél bátsins er af gerðinni

FPT C13 650hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC. Hann er búinn tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu og verður gerður út á netaveiðar en hann hefur þegar hafið veiðar. Veiðibúnaður kemur frá Noregi. Öryggisbúnaður bátsins kemur

frá Viking-björgunarbúnaði. Rými er fyrir 15 ker af stærðinni 380 lítrar í lest. Góð eldunaraðstaða er um borð og borðsalur í brúnni. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar þar sem einnig er salerni með sturtu.

Prince er nýjasta framleiðsla Trefja í Hafnarfirði. Báturinn hefur þegar hafið veiðar við Noreg.


SÓKNARFÆRI  | 23

ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Mykines, vöruflutningaskip Smyril Line Cargo siglir vikulega allan ársins hring á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Flutningstíminn með Mykines er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu. Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.

Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.

olfus@olfus.is thorlakshofn.is Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800


24  | SÓKNARFÆRI

Navis fær styrk til að þróa og smíða bát með tvinn-tækni

„Rafvæðing fiskiskipa nær okkur en flestir halda“ segir Bjarni Hjartarson, hönnuður „Með þessum styrk hefur verkefnið fengið byr undir báða vængi hjá okkur og hann gerir okkur kleift að fullhanna á næstu tveimur árum tvinn-bát og smíða í framhaldinu frumgerð. Við erum að horfa til bátsgerðar sem gæti nýst í tvennum tilgangi; annars vegar sem línubátur og hins vegar sem hvalaskoðunarbátur. Hugmyndin er að í bátnum verði bæði rafhlöður og vélbúnaður sem brennir eldneyti en miðað við þann hraða sem er í þróun á rafhlöðutækni fyrir t.d. bíla þá spái ég því að það styttist mjög í að við sjáum fiskiskip sem eingöngu verða knúin rafmagni. Rafvæðing skipa er nær okkur en flestir hafa talið. Að því leyti til er alveg það sama að gerast í skipunum eins og á sínum tíma þegar rafmagnsbílarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið,“ segir Bjarni Hjartarson, hönnuður hjá Navis ehf. en fyrir skömmu fékk fyrirtækið styrk frá Tækniþróunarsjóði til hönnunar á tvinnbáti og undirbúningi á smíði frumgerðar.

Tilvalin tækni í hvalaskoðuna og styttri róðra „Í hvalaskoðun teljum við að hægt sé að horfa til þess að vera með bát af þessari gerð eingöngu keyrðan á rafmagni enda stuttir túrar og hægt að fullhlaða í landi. Brunahreyfill engu að síður til staðar, öryggisins vegna. Aftur á móti hugsum við línubátinn þannig að hann sigli á miðin með brunahreyfli en á meðan á veiðinni stendur, sem er

Bjarni Hjartarson, hönnuður hjá Navis ehf.

meirihluti veiðiferðarinnar, sé báturinn knúinn rafmagni. Þetta þýðir að báturinn fer með rafhlöðurnar fullhlaðnar frá bryggju og á landleiðinni byrjar brunahreyfillinn að hlaða inn á þær aftur eftir notkun á meðan á veiðum stendur. Við munum einnig skoða möguleikann á að keyra brunahreyflana á metanóli og þá yrðu þeir umhverfisvænni og keyra eingöngu á innlendum orkugjöfum,“ segir Bjarni og vitanlega er þetta umtalsverð breyting frá því sem þekkt er í dag. Veiðarnar verða nánast hljóðlausar, enginn titringur frá aðalvél né heldur útblástur.

• Þrepadælur • Miðflóttaaflsdælur • Borholudælur • Skolpdælur • Hringrásardælur Þýsk gæðavara

Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.varmaverk.is

Grafika 11

VIÐ ERUM GÓÐIR Í DÆLUM

Frumhugmynd að tvinnbátnum sem Navis mun nú fullhanna.

Rafhlöðurnar hluti af ballestinni Bjarni segir mjög hraða þróun í rafhlöðuframleiðslu, líkt og eigendur á símum og fartölvum finna fyrir. Hún birtist með áberandi hætti í bílaframleiðslunni þar sem langdrægni á rafmagni verður meiri með hverju árinu. Því segir hann hugmyndina hjá þeim Navismönnum að hanna þessa nýju gerð báta út frá því að þeir geti að öllu leyti orðið rafmagnsknúnir. Og sú framtíð er að hans mati ekki fjarlæg. „Rafhlöður taka talsvert rými um borð en í öllum skipum þarf að vera ballest og okkar hugmynd er sú að rafhlöðurnar verði hluti af henni. Þannig þyngi rafhlöðurnar ekki bátana frá því sem nú er en þetta er eitt af því sem liggur fyrir að þróa í þeirri vinnu sem framundan er hjá okkur. Sama má segja um spurninguna um endingu á rafhlöðum en þær eru í minni einingum sem hægt er að skipta út ef á þarf að halda. Eins og við þekkjum úr tækjanotkuninni þá er raf-

hlöðuending að aukast og það á með sama hætti við um rafhlöður sem knýja skip og báta. Við erum að tala um margra ára endingu rafhlaðna í skipum. Það er nokkuð víst. Og rafhlöður verða stöðugt ódýrari,“ segir Bjarni.

Rekstrarsparnaður vinnur fljótt hærri stofnkostnað upp Standi t.d. útgerð frammi fyrir valmöguleikum á smíði línubáts á annars vegar hefðbundinni eldsneytisbrennslu og hins vegar tvinntækni eða jafnvel algjörlega rafknúnum báti, líkt og mun koma í fyrirsjáanlegri framtíð, þá segir Bjarni vafalítið að stofnkostnaður rafdrifinna báta sé meiri. „Hins vegar er enginn vafi að rekstrarsparnaðurinn verður fljótur að greiða þann mismun upp. Og þá er ótalinn umhverfislegi þátturinn. Sparnaðurinn yrði auðvitað mestur þar sem hægt væri að nota rafmagnið eingöngu, líkt og í t.d. útgerð hvalaskoðunarbáta. Ég hef trú á því að við sjáum fljótlega

stærri skip búin tvinn-tækninni og á einhverjum tímapunti verði þau einnig alfarið knúin rafmagni. Þetta þýðir að ýmislegt breytist um borð; vélarrúmin verða talsvert frábrugðin því sem er í dag, það þarf að koma rafhlöðunum fyrir en aftur á móti hverfur ýmislegt sem tilheyrir brunahreyflunum. Og þetta verða hljóðlaus skip, titringurinn hverfur og margt vinnst,“ segir Bjarni og bendir á að nú þegar séu margar ferjur í heiminum rafmagnsknúnar, til eru flutningaskip með þessari tækni og þannig má áfram telja. „Með örari þróun í rafhlöðum munum við sjá þetta færast yfir í fiskiskipin líka. Þetta er spennandi þróun og við hjá Navis fögnum því mjög að Tækniþróunarsjóður geri okkur kleift að fara í þetta þróunarverkefni af fullum krafti,“ segir hann. navis.is


SÓKNARFÆRI  | 25

Stólpi Gámar

fyrir atvinnulífið

Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0

www.stolpigamar.is

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði


26  | SÓKNARFÆRI


SÓKNARFÆRI  | 27

Óskum eigendum og áhöfn til hamingju með glæsileg ný skip

marport.com

533 3838


28  | SÓKNARFÆRI

Hefur fiskað fyrir 24 milljarða á 10 árum Rætt við Víði Jónsson, skipstjóra á Kleifabergi RE

Glaðbeitt áhöfn Kleifabergsins eftir mettúr á miðunum árið 2015.

þegar Rammi hf. á Siglufirði keypti það. Þá tók Víðir Jónsson við skipinu. Brim hf. keypti skipið svo árið 2007 og hefur gert það út síðan. Skipstjóri á móti Víði nú er Árni Gunnólfsson.

Víðir Jónsson skipstjóri.

Kleifaberg RE er sá íslenskur flakafrystitogari sem bestum árangri hefur náð undanfarin ár, þrátt fyrir að skipið sé komið vel á fimmtugsaldurinn. Frá því Brim hf. keypti skipið fyrir 10 árum er aflinn orðinn um 90-100.000 tonn og aflaverðmætið 24 milljarðar króna. Síðustu árin hefur aflinn verið yfir 10.000 tonn á hverju ári. Veigamikinn hluta aflans og verðmætanna hefur skipið sótt í Barentshafið og skilað þaðan afurðum að verðmæti 4 til 5 milljarðar króna. Enginn flakafrystitogari né ísfisktogari stendur Kleifaberginu á sporði og munar þar miklu. Eini togarinn sem hefur komið með meiri afla á land er Brimnes sem er heilfrystiskip með tvö troll.

Togarinn kom nýr til landsins 1974. Hann hét þá Engey og var í eigu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík. Skipið færðist svo inn í HB Granda við sameiningu BÚR og Hraðfrystistöðvarinnar og var í eigu HB Granda til ársins 1997,

Karfinn hausaður í vinnslunni.

Allt hörkuduglegir menn „Áhöfnin sem byrjaði með mér þegar Rammi keypti skipið hefur verið kjarninn síðustu20 ár. Ég var mjög heppinn með þá áhöfn, en þetta voru mikið til Ólafsfirðingar. Allt hörkuduglegir menn og það var mikið lán að fá þá. Það hefur því verið nokkuð góður gangur á okkur allan þennan tíma, en þó lagaðist mikið árið 2009, þegar skipinu var breytt þannig að við fengum meiri orku aftur í skrúfu. Þá fór okkur að ganga betur, en það var Bragi vinur minn Ragnarsson, tæknimaður hjá Brimi, sem lagaði þetta fyrir mig,“ segir Víðir Jónsson. „Brim keypti skipið af Rammanum árið 2007 á 170 milljónir með öllum veiðarfærum og áhöfn. Svona eftir á finnst manni svolítið

skrítið hvers vegna Ramminn seldi þetta skip en ekki eitthvert annað þar sem svona lítið fékkst fyrir það. Aflaverðmæti á ári síðustu árin hefur verið yfir tveir milljarðar og besta árið hjá okkur var 3,7 milljarðar. Þá vorum við að fiska fyrir 10 milljónir á dag og vorum mikið uppi í Barentshafi. Það er svo sem margt sem maður getur sagt um þetta allt saman. Við erum á síðustu fimm árum búnir að vera mjög mikið í Barentshafinu, nokkra mánuði hvert ár. Engu að síður vorum við á sama tímabili að landa 17.170 tonnum af ufsa af Íslandsmiðum. Það er um 6.000 tonnum meira en næsta skip. Þessi árangur skipsins stenst alveg fyllilega samanburð við það sem best hefur verið gert áður. Tölurnar segja það einfaldlega.“

Margþættar ástæður En hverjar eru skýringarnar á þessum miklu afköstum? „Það eru svo sem margþættar ástæður fyrir þessum góða árangri en umræðan er svolítið skrítin því

Gott karfahal komið inn á dekk.

menn segja oft að það séu allir hættir að fiska síðan kvótakerfið kom. Það sé kvótinn sem ráði því hvernig skipunum gengur. Ég er ekki þeirrar skoðunar og það hefur ekkert breyst að mönnum gengur misvel að fiska. Ég er svo lánsamur að búa að mjög góðu fólki, góðu millidekki, góðri útgerð og frábærum vélstjórum sem þurfa að sinna öllum græjum á millidekki og allt þetta hjálpast að. Svo er mikill áhugi á því að spá í það hvernig við stundum veiðarnar og hvernig við gerum þetta allt. Ég hef haft mikil áhrif á það sem skipstjóri, hvenær er farið á ákveðin veiðisvæði og hvernig veiðiferðum er háttað. Ég held að það myndi verða verra fyrir útgerðina ef skrifstofan færi að stjórna veiðunum, hvert farið er, klukkan hvað og hvenær. Ég held að það sé betra að við skipstjórarnir höfum aðeins hönd í bagga með þetta. Það eru því margir þættir sem hafa áhrif á árangurinn. Ég bendi til dæmis á þá staðreynd að Kleifabergið er eina skipið núna sem er með frystilest undir


millidekkinu. Fyrir vikið er meiri kuldi á millidekkinu hjá okkur en á skipum þar sem vélarrúmið er undir því. Þess vegna helst fiskurinn hjá okkur lengur kaldur og er þannig betra hráefni fyrir vinnsluna og skilar betri afurðum. Þá eru afköstin meiri þegar fiskurinn er ekki farinn að slappast. Þetta er margþætt og allt hefur lagst á eitt. Svo reynum við bara að vera þar sem fiskurinn er. Við höfum mikið verið að glíma við ufsa undanfarin ár. Hann getur verið kraftmikill þegar við hittum á hann en er líka stundum erfiður,“ segir Víðir.

Sakaðir um að stunda brottkast Víðir og hans menn á Kleifaberginu voru fyrr í vetur sakaðir um að stunda brottkast í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Ég get hins vegar alveg tekið undir það sem kom í þættinum Kveik um makrílinn sem þar var sýndur. Ég var reyndar ekki um borð þá en það skemmdist hjá þeim makríll og hann fór í sjóinn. Á þessum tíu árum hafa líklega 10.000 tog verið tekin og við það kemur ýmislegt upp á, en heilt yfir reynum við að vanda okkur. Ég myndi vera síðasti maður til að taka undir það að aldrei færi neitt kvikindi í sjóinn, þar sem ég hef verið við stjórnvölinn. En að það sé gert með einhverjum skipulögðum hætti er hreinlega rangt. Við erum að reyna að vanda okkur. Það fer alltaf einn og einn fiskur í sjóinn og það mun ekki hætta að gerast þó ég fari í land. Brottkast getur aldrei verið núll. Það er hægur vandi að láta hlutina líta illa út með myndbroti sem tekið er í fimmtán sekúndur.“ Þetta kannast enginn við Fyrsta frétt í Ríkissjónvarpinu 22. nóvember fjallaði um brottkast á fiski, sem búið var að hausa. Þar átti að hafa verið hent um þremur tonnum að beiðni skipstjóra og að áhöfninni ofbjóði. „Þetta kannast ég ekki við og þetta kannast hinn skipstjórinn heldur ekki við að hafi gerst árið 2016 eins og sagt var. Þetta kannast enginn við af þessum 40 mönnum um borð. Það eru tíu menn á vakt á millidekkinu á tveimur gengjum. Ég er búinn að hringja þrisvar upp í Sjónvarp og spyrja að því hvort þeir telji sig vera með rétta frétt og hvort ég geti þá fengið að vita hvenær þessi myndbrot voru tekin, hvaða dag og klukkan hvað. Ég fær bara þvert nei og er því í erfiðri stöðu til að verja mig. En ég verð að bera virðingu fyrir því að fréttamenn þurfa ekki að gefa upp heimildarmenn þó að mér finnist það hart þar sem ég veit að fréttin er röng. Sú umræða sem varð eftir þetta særði mann svolítið mikið, því maður getur hvergi borið hönd fyrir höfuð sér. Meira að segja fullyrti einhver á fundi á Akureyri á milli jóla og nýárs hjá skipstjórafélaginu að við hentum öllum fiski nema þeim stóra. Það er skelfilegt að sitja undir þessu og sá stimpill sem er kominn á mig og skipið er ekki góður og ég næ honum aldrei af.“ Eftirlitsmenn reglulega um borð Víðir segir að í þessu tilfelli sé hægt að benda á að það komi menn frá Fiskistofu um borð og séu um borð tvisvar til þrisvar á ári á Íslandsmiðum. „Þegar ég fer norður til Noregs koma norskir eftirlitsmenn um borð reglulega og þegar við förum til Rússlands, er eftirlitsmaður um borð allan tímann. Svo

svo hann bíði ekki of lengi fyrir vinnslu. Okkur finnst vont að draga troll með fiski í upp í sjó. Okkur finnst það fara verr með hráefnið og fiskurinn verður verri til vinnslu. Þessi umræða er mikið vatn á myllu þeirra sem eru að öfundast út í frystitogarana og þeir eru margir sem vilja leggja stein í götu þeirra. Skipa sem sækja fisk fyrir fleiri milljarða inn í aðrar lögsögur sem skila miklum skatttekjum til hins opinbera. Það er aldrei tekið inn í myndina,“ segir Víðir. Kleifaberg RE. 

Mynd: Þorgeir Baldursson.

halda menn því fram að við hirðum bara stóra fiskinn og hendum hinu. Það eru bara helber ósann-

indi. Það er líka staðreynd að það eru fá skip, sem láta reka jafnmikið og Kleifabergið til að vinna fisk,

Þarf nýtt og öflugt skip Víðir veltir því fyrir sér hvort það sé góð þróun að alltaf komi fleiri og fleiri „menntamenn“ inn í sjávarútvegsfyrirtækin. Menn sem aldrei hafi komið til sjós. Hann telur að menn verði að hafa raun-

SÓKNARFÆRI  | 29 verulega reynslu af sjómennsku til að skilja hvernig best sé að haga útgerðinni. Sé litið á þau sjávarútvegsfyrirtæki sem standi sig best, sjáist að þar séu strákar við stjórnvölinn, sem hafi þessa nauðsynlegu reynslu. Að loknum þessum umræðum tekur Víðir fram að Kleifabergið sé orðið gamalt og þarfnist endurnýjunar. „Þó við höfum verið að gera vel, höfum við ekki roð í þessi nýju og glæsilegu skip eins og Sólbergið. Þá er aðbúnaður um borð mun lakari í svona gömlu skipi. Það þarf nýtt og öflugt skip til að halda góðum gangi í þessu. Skip sem getur dregið tvö troll, getur skilað meiri afköstum, verðmeiri afurðum og fer betur með mannskapinn,“ segir Víðir.

Tækifærin eru endalaus

„Nám sem hefur raunverulega nýst mér í háskóla og við að stíga mín fyrstu skref í frumkvöðlastarfi.” - Kristján Guðmundur Sigurðsson útskrifaður af gæðastjórnunarbraut, Marel vinnslutækni og nemi við Háskólann í Reykjavík.

Fisktækniskóli Íslands býður uppá fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Skráning fyrir vorönn er hafin á www.fiskt.is

FISKTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Icelandic College of Fisheries


30  | SÓKNARFÆRI

Slippurinn Akureyri ehf.

Viðamiklum breytingum á Jóni Kjartanssyni SU lokið Á dögunum lauk hjá Slippnum Akureyri ehf. viðamiklum breytingum á uppsjávarskipinu Jóni Kjartanssyni SU 111 sem er í eigu Eskju hf. á Eskifirði. Þær fólust fyrst og fremst í að koma fyrir búnaði í skipinu fyrir nótaveiðar en þetta er eitt af stærstu breytingaverkefnum á uppsjávarskipum sem unnin hafa verið hjá Slippnum Akureyri síðustu ár. Fyrirtækið hannaði breytingarnar og annaðist alla smíða- og uppsetningarvinnu. „Verkefnið er mjög umfangsmikið og til marks um það má nefna að í þessum breytingum hafa bæst við um 100 tonn af stáli og búnaði í skipið. Jón Kjartansson ber þetta engu að síður mjög vel, enda tæplega 71 meters langt skip og 14,5 metra breitt. Skipið verður ennþá öflugra eftir breytingarnar,“ segir Gunnar Tryggvason, skipaverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Slippnum Akureyri en hann teiknaði breytingarnar og stýrði verkinu.

Klárir í loðnuvertíðina Eskja hf. fékk Jón Kjartansson SU afhentan síðasta sumar en skipið hét áður Charisma og var gert út frá Skotlandi. Það var byggt árið 2003 í Noregi og var búið til veiða með flottrolli. Í lest rúmar skipið um 2.200 tonna afla og er það búið RSW-sjókælikerfi og löndunarkerfi. Skipstjóri er Grétar Rögnvarsson og segir hann að aðal markmið breytinganna sé að geta veitt loðnu á grunnunum þegar kemur fram á hrognatímann. „Sú er hugmyndin að baki breytingunum og mér líst vel á skipið, en ég reikna með að við byrjum í loðnunni. Í fyrra var allur aflinn á loðnuvertíðinni veiddur í nót en það skýrðist líka

Jón Kjartansson SU við bryggju hjá Slippnum Akureyri.

af því hversu seint við byrjuðum vegna sjómannaverkfallsins. En með þessum breytingum erum við fullbúnir í loðnuvertíðina sem framundan er,“ segir Grétar.

Fullbúið uppsjávarskip eftir breytingarnar Gunnar Tryggvason segir breytingarnar hafa verið fjölþættar og yfirgripsmiklar. Segja má að bæst hafi við annað þilfar og þar var m.a. komið fyrir öflugum snurpuvindum. Þá var smíðaður nótakassi, snurpugálgar, korkaleggjara var komið fyrir sem og nótaleggjara, milliblökk, nótaröri með vökvastýrðri hliðarfærslu, hringanál, stærstu gerð af kraftblökk og öðrum vindum sem nótabúnaðinn snertir. Vindukerfinu er stjórnað með snertiskjám og spurpu-, korka- og pokabandsvindum er stjórnað með þráðlausri fjarstýringu. Í tengslum við þessar breyt-

ingar var vökvakerfi skipsins tvöfaldað, breytingar gerðar á vindum fyrir flottrollsveiðar og lagfæringar gerðar á rafkerfi og fleiru. „Lykillinn að því að svona breyting sé framkvæmanleg er að skipið sé stórt og öflugt, sem þann-

ig er í þessu tilfelli. Þó skipið sé smíðað árið 2003 þá er það lítið notað og vel með farið þannig að með þessari viðbót fyrir nótina er Jón Kjartansson SU orðið uppsjávarskip eins og þau gerast best í dag,“ segir Gunnar.

Byrjað var að undirbúa verkefnið síðasta sumar hjá Slippnum Akureyri en skipið kom til Akureyrar í nóvember og þá var hafist handa um borð.

Útfluttar sjávarafurðir 2017

Minni verðmæti og lægra hlutfall útflutnings Samkvæmt bráðabirgðatölum um vöruútflutning á síðasta ári fóru frá landinu sjávarafurðir á erlenda

Verðmæti útfluttra sjávarafurða lækkaði talsvert milli áranna 2016 og 2017.

markaði fyrir 197,1 milljarð króna og nam samdráttur í verðmætum 15,1% miðað við árið 2016, á gengi hvors árs um sig. Útflutningurinn nam 231,1 milljarði árið 2016, sem var 12,4% minna en árið 2015 þegar fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 264,7 milljarða. Þróunin endurspeglast einnig í tölum um hlutfall sjávarafurða í heildarútflutningi. Ef litið er allt aftur til áranna 2003-2005 var hlutfall þeirra um og yfir 60% af heildinni. Árið 2006 fór það niður

í 51, í 36,6% árið 2008 en síðan á nýjan leik yfir 41% árið 2009. Hlutfallið fór í 39,5% árið 2010 en hefur síðan haldist vel yfir 40% þar til á síðasta ári þegar það fór í 38,1%. Eins og áður segir varð verðmætislækkunin milli áranna 2016 og 2017 rúmlega 15% og varð hún mest í ferskum fiski og frystum flökum samkvæmd upplýsingum Hagstofu Íslands.


SÓKNARFÆRI  | 31

ERTU NOKKUÐ AÐ GLEYMA ÞÉR? Samkvæmt nýrri reglugerð EU á að útrýma óendurvinnanlegu plasti fyrir árið 2030. Margir framleiðendur á ferskfiski hafa tekið skrefið í þá átt.

FERSKFISKKASSAR SEM ERU 100% ENDURVINNANLEGIR

L

CoolSeal kassinn er umhverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa

00% R

E.

YC L A B

EC

EC

E.1

100% R

Hvers vegna að nota CoolSeal?

YC L A B L

UMBÚÐALAUSNIR

Ný hönnun, meiri styrkur og betri einangrun. 100% endurvinnanlegur sparar urðunarkostnað Allt að 70% sparnaður í flutningskostnaði. Léttur , vatnsheldur og óbrjótanlegur. Fáanlegur bæði með og án gata.

LÍMMIÐAPRENTUN

Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Iceland Tel.: +350 575 8000 • Fax: +350 575 8001 • www.samhentir.is


32  | SÓKNARFÆRI

Íslenska rafeindavogin fertug Íslenska rafeindavogin, sem hönnuð var sérstaklega fyrir íslenskan sjávarútveg, kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 40 árum. Hún var sannkölluð bylting í vigtun, bylting sem síðan breiddist út um heiminn og skilaði miklum úrbótum í vinnslu og pökkun sjávarafurða. Sjóvogin, sem fylgdi í kjölfarið, var jafnvel enn meiri bylting en með henni var hægt að vigta fisk með mikilli nákvæmni í haugasjó á hafi úti, nokkuð sem aldrei hafði verið hægt áður. Þessi uppfinning varð til á tveimur stöðum á nánast sama tíma; hjá ísfirska tæknifyrirtækinu Pólnum og í Raunvísindastofnun Háskólans. Marel var stofnað á grunni vinnunnar hjá Raunvísindastofnun og Pólinn stofnuðu frumkvöðlar á Ísafirði.

Hugbúnaður í tölvuflögu Upphaflega kom krafan um rafeindavog upp eftir að tölvuflagan var fundin upp, þ.e. að setja hugbúnað í tölvuflögu. Þetta gerðist á árunum 1975 til 1977. Árið 1978 birtust fyrstu rafeindavogirnar framleiddar á Íslandi, að miklu leyti fyrir stuðning íslensku frystihúsanna og þá einkum á Vestfjörðum. Fyrsta vogin kom frá fyrirtækinu Pólnum á Ísafirði (síðar Póls) en í kjölfarið kom vog frá ungum mönnum í Raunvísindastofnun og upp úr því spratt Marel. Fyrsta vogin var sett upp í Norðurtanganum á Ísafirði, sem innvigtunarvog fyrir afla. Var hún einskonar karavigt. Í kjölfarið komu líka svokallaðar pökkunarvogir frá bæði Póls og Marel. Þá var staðan þannig í frystihúsum á Íslandi að hver kona sem starfaði við pökkun í frystihúsum hafði eina vog hjá sér. Þannig að í stórum frystihúsum gátu verið allt að 60 til 80 vogir. Þetta var algjör bylting en vogirnar leystu af hólmi svokallaðar skífuvogir frá Avery í Bretlandi. Þetta hefði vafalítið orðið seinna á ferðinni ef ekki hefði komið til framlag og áhugi frystihúsanna. Pólsvogirnar voru að segja má í samstarfi við frystihús innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Marel var í samstarfi við Sjávarafurðadeild Sambandsins. Seinna meir runnu þessir frumkvöðlar og keppinautar saman undir merkjum Marel. Vogirnar samtengdar „Það sem breyttist með þessum rafeindavogum var að menn fengu betri upplýsingar um það sem var að gerast og mun nákvæmari vogir. Þá var hægt að vigta bæði afurð og afskurð með mikilli nákvæmi til að reikna út bónus til starfsfólksins og fá nákvæmari vigt á pakkningar. Í fyrstu voru þessar tölur skrifaðar niður og settar inn í stórar IBMtölvur, sem reiknuðu bónusinn út. Árið 1982 kom Póls svo á markaðinn með tölvutengingu í kjölfar PC-tölvubyltingarinnar. Þá voru allar vogirnar tengdar saman og við vorum með tölvufyrirtæki á Ísafirði sem tengdi saman allan þennan búnað og í lok hvers dags lágu fyrir niðurstöður um alla megin þætti vinnslunnar. Við vorum með allar upplýsingar til reiðu hvenær sem var á hverju snyrti- og pökkunarborði. Þessi samtengin var ekki síð-

Pólsvogin leit svona út árum saman en innvolsið tók hraðari breytingum.

Svona var auglýst í þá daga.

miðlum á Íslandi og vakti hún strax mikla athygli innan lands sem utan. Tíu árum síðar höfðu íslenskar skipavogir verið seldar til meira en 30 landa um heim allan.

Jónas Ágústsson, til vinstri ásamt félaga sínum til áratuga, Hilmari Sigurgíslasyni. Þeir reka saman fyrirtækið Eltak sem selur rafeindavogir og fjölmargt annað af rafeindabúnaði fyrir sjávarútveginn.

ur bylting en vogirnar sjálfar,“ segir Jónas Ágústsson, sem var einn af frumkvöðlunum hjá Pólnum á sínum tíma og er enn í bransanum. Þessi sami grunnur en enn notaður í dag, hráefnið er vigtað og upplýsingarnar fara inn í hugbúnaðarpakka, sem heldur utanum þær allar. Þannig er samstundis hægt að sjá hver staðan er hverju sinni.

Sjóvogin prufuð í Djúpbátnum Enn ein tækninýjung í rafeinda-

vogum á heimsmælikvarða varð árið 1985 á Íslandi hjá Póls og Marel. Þá var í fyrsta sinn í heiminum sett á markað tölvuvog fyrir fiskiskip sem gat vigtað réttan þunga óháð hreyfingu skipa á sjó. Fyrsta vogin með þessum eiginleika var smíðuð hjá Póls á Ísafirði og prófuð við frumstæð skilyrði um borð í Djúpbátnum Fagranesi á venjubundinni siglingu skipsins um Ísafjarðardjúp. Fyrsta alvöru þolraun þessarar uppfinningar var ágústbyrjun 1985 um borð í b/v Sól-

rúnu ÍS sem var gerð út frá Bolungarvík. Sólrún ÍS var á rækjuveiðum og pakkaði og frysti aflann um borð. Vogin reyndist vel og stóðst þær kröfur sem gerðar voru til hennar. Röng vigtun vegna halla og óstöðugrar vigtunar vegna veltings hafði verið mikið vandamál en Póls-skipavogin vigtaði með tveggja gramma nákvæmni út á sjó. Fáeinum árum síðar var nákvæmnin orðin margfalt meiri. Þann 23. ágúst 1985 var í fyrsta sinn sagt frá þessari nýjung í fjöl-

Stöðug framþróun Þetta þróaðist svo yfir í alls kyns innmötun og flokkun. Flokkararnir flokkuðu fiskbita, fiskflök og saltfisk svo dæmi séu tekin eftir stærð og þyngd. Þá komu samvalsvélar, sem velja fiskistykki saman í pakkningar, þannig að þær verði allar jafnþungar og með ákveðnum fjölda af fiskistykkjum. Einnig komu flæðilínur en með þeim er ekki lengur þörf fyrir vog á hverri vinnslustöð í fiskvinnslunum. Þess í stað eru upplýsingar skráðar inn á vinnslustöðina og frá henni. Síðar kom til sögunnar tölvusjón sem metur hvert flak og vatnsskurðarvél sem sker flökin í þá bita sem hentar best hverju sinni. Þetta er í stöðugri þróun ennþá og miðar allt að aukinni nýtingu, meiri vinnsluhraða og nákvæmari vigt og skurði. Fiskvinnslan hefur sýnt mikla forystu á þessu sviði og byggt upp vinnslulínur á síðustu árum í samvinnu við Marel og fleiri fyrirtæki, sem hafa þróað og hannað margvíslegan búnað til vigtunar, flokkunar og samvals, aðferðir sem hafa nýst í framleiðslu annarra matvæla eins og kjúklinga og kjöts. Hugmyndir sem urðu til norður á Ísafirði og í Háskóla Íslands fyrir fjórum áratugum til að auka flæði og nýtingu í fiskvinnslu eru notaðar um allan heim í dag og þar er Marel með afgerandi forystu.

„Rafeindavogirnar borguðu sig fljótt upp“

Jón Þór Ólafsson, verkfræðingur hjá Marel.

„Marel rafeindavogirnar voru hraðvirkar og nákvæmar og gáfu upplýsingar um fjölda pakkninga og yfirvigt í lok dags. Þær borguðu sig fljótt upp því auðvelt var að lækka yfirvigt. Marel vogir voru frá upphafi hannaðar með tengingu fyrir miðlæga tölvu sem safnaði upplýsingum frá öllum vogunum í hverri verksmiðju,“ segir Jón Þór Ólafsson, verkfræðingur en hann vann ásamt dr. Rögnvaldi Ólafssyni og Brandi St. Guðmundssyni að hönnun fyrstu Marel rafeindarvogarinnar við Raunvísindastofnun árið 1978. „Frá fyrsta degi ætluðum við okkur að búa til heildstæða lausn sem myndi hjálpa verkstjórum í fiskvinnslu að fá góða yfirsýn yfir framleiðsluna, frekar en að búa aðeins til stakar vogir,“ segir Jón

Þór. Strax í upphafi var ljóst að þörf var fyrir flóru af vogum til þess að mæta mismunandi notkunarþörfum, t.d. við að vigta inn í fiskvinnslu, vigta pallettur og setja rétt magn af fiski í pakkningar. „Markmið okkar var að nýta nýja örtölvu- og rafeindatækni til þess að búa til nýja kynslóð voga sem myndu leysa mekanískar vísisvogir af hólmi. Við sáum fyrir okkur að það væri hægt að stórauka verðmætasköpun í íslenskum fiskiðnaði með því að skrá og safna upplýsingum um flæði og nýtingu fisks,“ segir Jón Þór. Jón Þór hefur verið starfsmaður hjá Marel síðan 1983 þegar fyrirtækið var formlega stofnað og starfar hann enn hjá fyrirtækinu í Garðabæ.


SÓKNARFÆRI  | 33

Marel sýningarbás frá 1984 í Noregi þar sem ýmsar vogir voru til sýnis en þar var fyrsti erlendi markaðurinn sem Marel kynnti sjóvogina.

Pétur Guðjónsson og Sverrir Guðmundsson sýna Marel kerfi og upplýsingar sem koma frá hinum ýmsu vogum í fiskvinnslustöð 1984.

Marel leiðandi í sölu rafeindavoga fyrir sjávarútveginn Fyrir réttum fjórum áratugum síðan lagðist hópur íslenskra háskólamanna og frumkvöðla á Raunvísindastofnun Háskólans á eitt við að þróa rafeindavogir sem leysa áttu eldri mekanískar vogir af hólmi. Hugmyndin var að auka verðmætasköpun í íslenskum fiskiðnaði með því að gera mönnum kleift að minnka yfirvigt, skrá og safna upplýsingum um hráefnið. Í þessu verkefni liggja rætur tæknifyrirtækisins Marel. Þar var árið 1978 sem RH vogin, fyrsta rafeindavogin, kom fram á sjónarsviðið og hún var frumgerð fyrir það sem koma skyldi. Vogir sem komu þar á eftir gátu sem dæmi skráð fisktegund, þyngd, stærðarflokk og vinnsluleið. Hugmyndin var að innleiða lausn sem gat skráð upplýsingar sem auðvelduðu útreikninga við að greiða einstaklingsbónusa tengdum nýtingu og afköstum og bæta þar með rekstur fiskvinnsluhúsanna stórlega. Fyrsta skrefið hafði þar með verið stigið í umbyltingu í vinnsluaðferðum í matvælaiðnaði, byggðri á örtölvu- og rafeindatækni og árið 1983 var Marel formlega stofnað.

Fyrsta rafeindavogin frá Marel Fyrsta vogin í sögu Marel var hönnuð árið 1978 á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Dr. Rögnvaldur Ólafsson stóð að verkefninu og hafði sér til fulltingis verkfræðingana Jón Þór Ólafsson og Brand St. Guðmundsson. Árið 1979 þróaði Raunvísindastofnun pökkunarvog. Sú varð síðan fyrsta vogin sem framleidd var undir vörumerkinu Marel en fyrstu tækin voru merkt HÍR. Pökkunarvogirnar buðu upp á að slá inn markþyngd frá ytra lyklaborði eða frá miðlægri tölvu og prenta út vigtarskýrslur. Sérstakur ljósaskali sýndi frávik frá réttri þyngd og hermdi þannig eftir vísinum á eldri vélrænum vogum. Árið 1980 kynnti Marel nýja línu af pökkunarvogum, PV5002, þar sem sama grunnhönnun var notuð, en nú var rafhúsið úr stáli og flest rafbretti endurhönnuð. Helsti kostur nýrrar pökkunarvogar var hraðari virkni, en einnig að

Fiskur vigtaður á M1100 pökkunarvog, en þessi gerð af vog er mjög algeng á sjó.

Mynd frá gömlum höfuðstöðvum Marel sem voru til húsa á Höfðabakka 9, tekin 1985. Hér er sjóvogin sýnd áhorfendum. Hermt er eftir öldugangi með lyftubúnaði og öðrum tækjum til þess að sýna hvernig vogin virkaði undir erfiðum kringumstæðum á sjó. Vogin sló strax í gegn og virkaði mjög vel að sögn viðskiptavina.

auðvelt var að þjónusta vogina og hentaði hún því vel í erfiðara umhverfi eins og matvælavinnslu.

Sjóvogir Vert er að nefna skipavogina sem Marel kynnti til leiks árið 1985. Vogin var útfærð þannig að hún gæti vigtað nákvæmt á sjó og byggði að miklu leyti á tölvutækni frá öðrum Marel vogum auk tvöfalds mælibúnaðar til þess að tryggja nákvæmni. Fyrirtækið náði strax yfirburðarstöðu á alþjóðlegum markaði með sjóvoginni og heldur þeirri stöðu enn þann dag í dag. Vogarhausar Árið 1989 var hannaður nýr vogarhaus hjá Marel sem kom á markað ári seinna. M2000 vogarhausinn sameinaði tækni og notkunarmöguleika sem höfðu áður verið til staðar í einstökum vogum. Nýi vogarhausinn var fjölhæfur og var nýttur jafnt í flokkara, sem og venjulegar skráningar-, flokkunarog pökkunarvogir. Þessi haus var framleiddur til ársins 2007. M2000 vogir höfðu fleiri tengi-

möguleika en fyrri vogir og gátu líka stýrt ytri búnaði. Stýrimöguleikinn gerði Marel kleift að búa til margskonar sjálfvirk tæki önnur en vogir. M2000 var til dæmis nýttur í fyrstu skurðarvélar Marel. Önnur nýjung í þessari kynslóð af vogum var nýr mælibúnaður sem var miklu betri en áður hafði þekkst í slíkum vogum. Þessi búnaður gerði mögulegt að vigta nákvæmar og hraðar en áður.

Skjástöðvar Þegar ný skjástöð M3000 var tekin í notkun árið 1997 má segja að Marel hafi komist í beint samband við viðskiptavini sína. M3000 skjástöðin nýttist vel til að stýra bæði einstökum tækjum og heilum kerfum eins og flæðilínum. Með ytri mælabúnaði er t.d. hægt að búa til vogir og með myndavél er hægt að búa til skurðarvél eða sjónflokkara. Ytri stýrieiningar geta stýrt nánast hverju sem er og safnað upplýsingum. Með LAN tengingu skjástöðvarinnar við tölvukerfi geta þjónustumenn Marel hjálpað viðskiptavinum sínum svo til hvar sem er í

heiminum í gegnum internetið. Þetta er mjög mikilvægt, því miklu skiptir fyrir viðskiptavini að fá hraða og góða þjónustu.

Safnstöðvar Marel var grundvallað á þeirri sýn að búa til vogir og skráningarbúnað til skráningar nýtni og flæðis fisks í fiskvinnsluhúsum. Þar sem vogirnar gátu ekki geymt mikið af upplýsingum, þá þurfti áreiðanlegt tæki til að safna þeim saman, vinna úr þeim og birta. Slíkt tæki var ekki til og því þurfti að búa það til. SS2200 safnstöðin var hraðvirkt söfnunartæki sem safnaði gögnum og gat gengið fyrir rafhlöðu. Sérstakt forrit safnaði gögnum frá vogunum um leið og þau bárust. Þetta forrit gat einnig unnið skýrslur úr gögnunum og prentað þær út. Ljóst var að PC tölvur yrðu alltaf betri og áreiðanlegri með tímanum og því var hafist handa við þróun arftaka SS200 á PC tölvu. Árið 1987 tóku PC tölvur við hlutverki SS200. Í dag er það Innova hugbúnaðarlausnin sem gegnir þessu hlutverki.

Pökkunar- og flokkunarvogir M1100 vogin hefur reynst vel en hún er sérhönnuð fyrir einfalda notkun. Hún er hraðvirk og nákvæm og aðallega ætluð til notkunar við pökkun og flokkun í erfiðu umhverfi eins og matvælavinnslu á sjó og landi. Vogin var hönnuð til að nota litla orku og var fyrsta Marel vogin sem gat gengið fyrir rafhlöðum. Með tengingu við PC tölvu, límmiðaprentara og hugbúnað frá Marel, getur framleiðandi vigtað, flokkað og merkt vörur og umbúðir. Vel hönnuð rafhús Hönnun á rafhúsum utan um vogir og stýrihausa skipti ekki síður máli en rafeindavogirnar sjálfar. Rafhúsin hýsa tölvu-, mæla- og skjábúnað og urðu að vera hönnuð með þrif og vatnsþéttni í huga. Flest rafhúsin eru smíðuð með aðeins tveimur eða fjórum skrúfum og eru því mjög þjónustuvæn. Þjónustustarfsfólk getur auðveldlega opnað þau og sinnt viðgerðum þegar þess er þörf. Notkunargildi var ekki það eina sem Marel lagði áherslu á. Aðlaðandi hönnun og flott útlit skiptu líka miklu máli og vinsældir tækjanna meðal viðskiptavina er meðal annars tilkomin vegna útlits.


34  | SÓKNARFÆRI

Fjórða iðnbyltingin kallar á „snjallar“ fiskvinnslur Sjálfvirkni í fiskvinnslum er sífellt að aukast og eiga framfarir í hugbúnaði stóran þátt í því. FleXicut vatnsskurðarvél Marel, ein stærsta tæknibylting í hvítfiskvinnslu síðan flökunarvélar voru fyrst teknar í notkun, hefur þegar gjörbylt hefðbundinni fiskvinnslu. Hugbúnaðurinn sem stýrir FleXicut kerfunum er einn mikilvægasti þátturinn í framþróuninni. Fyrir aðeins fjórum árum kynnti Marel til sögunnar FleXicut vatnsskurðarvélina. Sjálfvirkni beinaskurðar með FleXicut bætir ekki einungis meðhöndlun hráefnis heldur eykur hún jafnframt hávirðishlutfall og nýtingu með bestun á hverju flaki sem fer í gegnum vinnsluna. Stöðugar umbætur hafa orðið á vélinni síðan þá og hefur hún verið lykilþáttur í því að bæta meðhöndlun, framleiðni og nýtingu hráefnis við vinnslu. Tækninni hefur fleygt það mikið fram á síðustu árum að nú er hægt að bjóða upp á nánast alsjálfvirka vinnslu á afurðinni, allt frá forskurði að pökkun, auk fullkominnar bestunar á virði hvers flaks.

Heimamarkaðurinn fyrst Fyrstu vélarnar voru seldar innanlands enda fylgir nýjum vélum að gera þarf lagfæringar og sníða af vankanta sem koma í ljós þegar tækin eru komin í fulla notkun. „Við vildum byrja á okkar heimamarkaði þar sem við gætum brugðist skjótt við. Vélin hefur nú slitið barnsskónum og í dag erum við komin með áreiðanlega vél í hendurnar auk þess sem við höfum náð að stækka markaðssvæðið verulega,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri fiskiðnaðar hjá Marel. „FleXicut kerfi eru nú komin í notkun víða í Evrópu og Norður-Ameríku sem og um borð í frystitogurum. Auk þess eigum við í nánu samstarfi við laxafram-

„Fjórða iðnbyltingin er þegar hafin og það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í snjallvæðingu íslenskra fiskframleiðenda.“

leiðendur í Noregi um að þróa FleXicut fyrir laxinn.“ Með innleiðingu á FleXicut hefur Marel þróað ýmsar aðrar nýjungar sem gerir vinnsluferlið enn sjálfvirkara og skilvirkara. Tilkoma FleXitrim forsnyrtilínunnar á síðasta ári markar enn ein tímamót í hvítfiskvinnslu. Hún kemur í stað eldri snyrtilína sem fram til þessa hafa skipað stóran sess í fiskvinnslu á Íslandi. FleXitrim jafnar flæði forsnyrtra flaka inn í FleXicut kerfið og er með innbyggða, sjálfvirka gæðaskoðun. Kerfið býður upp á eftirlit með frammistöðumati á nýtingu, hraða og gæðum. Upplýsingar um frammistöðu eru sendar sjálfvirkt til hvers starfsmanns, en þetta kemur í stað sérstaks starfs-

manns í gæðaeftirliti sem hefur verið afar óvinsælt starf. Vísir í Grindavík var fyrst til að taka forsnyrtilínuna í notkun. Að sögn Ómars Enokssonar, vinnslustjóra hjá Vísi, sáust strax miklar breytingar á flæðinu í vinnslunni. „Nýja forsnyrtilínan jafnar flæðið á flökunum eftir snyrtingu og raðar sjálfvirkt inn á skurðarvélina,“ sagði Ómar. „Þar sem við notum röntgentækni til að finna bein þá getur skurðarvélin sent upplýsingar til baka á starfsmanninn á línunni ef gallar koma upp og þannig náum við að hafa gæðaskoðunina sjálfvirka.“

Hágæða vörur fyrir sjávarútveginn og iðnaðinn í yfir 30 ár

„Með tilkomu FleXitrim forsnyrtilínunnar getum við nú boðið einstaka heildarlausn með sjálfvirkum bitaskurði og gæðaskoðun auk þess að halda fullum rekjanleika hvers bita, frá veiðum til neytanda,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá Marel.

HNÍFALOKAR · RENNILOKAR · SPJALDLOKAR · KEILULOKAR SÍÐULOKAR · BOTNLOKAR · EINSTEFNULOKAR · KÚLULOKAR · SÍUR ..................................................

MIÐHRAUNI 15 · 210 GARÐABÆ · SÍMI 561 2666 · FAX 562 6744 · vorukaup@vorukaup.is · www.vorukaup.is

KVIKA

Metnaður og þjónusta í þína þágu

Sjálfvirkni, gæðaskoðun og rekjanleiki „Með tilkomu FleXitrim forsnyrti­ línunnar getum við nú boðið einstaka heildarlausn með sjálfvirkum bitaskurði og gæðaskoðun auk þess að halda fullum rekjanleika hvers bita, frá veiðum til neytanda. Upplýsingar eru forsenda fyrir því að ná yfirsýn yfir framleiðsluna og undirliggjandi hugbúnaður skiptir

þar sköpum, en íslenskir framleiðendur hafa verið mjög framsæknir á þessu sviði. Fjórða iðnbyltingin er þegar hafin og það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í snjallvæðingu íslenskra fiskframleiðenda,“ segir Stella að lokum. marel.com


SÓKNARFÆRI  | 35

Fiskiskipaflotinn

Hærri meðalaldur þrátt fyrir ný skip Fiskiskipaflotinn á Íslandi taldi 1.621 skip í lok árs 2017 og hafði fækkað í flotanum um 26 skip frá því í árslok 2017, að því er segir í samantekt Hagstofu Íslands. Um er að ræða þrjá flokka, þ.e. opna báta, togara og vélskip. Nokkur endurnýjun varð í togaraflokknum á árinu 2017 en engu að síður dugir hún ekki til að halda meðalaldri flotans í heild óbreyttum milli ára. Meðalaldur togaranna lækkaði hins vegar um fimm ár í fyrra og hefur ekki verið lægri í 10 ár.

Stærri togarar Í samantekt um fiskiskipastólinn í árslok 2017 kemur fram að vélskip voru alls 735 og samanlögð stærð þeirra um 92.460 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 12 milli ára og stærð flotans minnkaði um 2.046 brúttótonn. Togarar voru alls 44 og fjölgaði um einn milli ára. Átta nýir togarar komu til landsins á árinu, þrjú samskonar skip til HB Granda hf. og fjögur systurskip til Samherja hf. og FISK Seafood hf. Áttunda skipið var frystitogari Ramma hf., Sólberg ÓF. Heildarstærð togaraflotans var 61.841 brúttótonn í árslok 2017 og hafði aukist um 9.425 tonn frá ársbyrjun. Opnir fiskibátar voru alls 842 og samanlögð stærð þeirra 4.154 brúttótonn. Opnum fiskibátum fækkaði um 15 milli ára og samanlögð stærð þeirra minnkaði um 112 brúttótonn. Flest skip á Vestfjörðum Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2017, alls 394 skip. Þetta eru 24% fiskiskipaflotans í heild sinni. Næst flest, eða 290 skip, höfðu heimahöfn skráða á Vesturlandi eða 17,9%. Fæst skip, eða 74 voru skráð til heimahafnar á Suðurlandi, sem svarar til 4,6% af heildarfjöldanum. Flestir opnir bátar voru á Vestfjörðum, eða 231, og 163 á Vesturlandi. Fæstir voru aftur á móti með heimahöfn á Suðurlandi, eða 22 talsins. Á Vestfjörðum voru einnig flest vélskip, eða 160 en þau voru fæst á höfuðborgarsvæðinu, 42. Norðurland eystra hefur lengi verið sterkt svæði í útgerð togara og svo er enn. Þar voru 11 skráðir togarar með heimahöfn en í kjölfarið fylgir höfuðborgarsvæðið með átta skráða togara. Fæstir togarar eru skráðir á Vestfjörðum og Austfjörðum, þrír í hvorum fjórðungi. Meðalaldur togaranna sá sami og fyrir 10 árum Alls hafa 70 ný skip bæst í fiskiskipaflotann á síðustu fimm árum. Auk áðurnefndra átta skuttogara eru þetta 37 vélskip og 25 opnir bátar. Alls voru 53 þessara skipa smíðuð á Íslandi, allt bátar undir 30 brúttótonnum og allir úr trefjaplasti. Athyglisvert er að þrátt fyrir þessa endurnýjun tekst ekki að snúa við þróun í meðalaldri fiskiskipaflotans í heild sinni. Togaraendurnýjunin í fyrra breytti því ekki að meðalaldur flotans í heild hækkaði í 30 ár og hefur aldrei verið hærri. Meðalaldurinn hækkaði um eitt ár frá því sem hann var í árslok 2016. Til samanburðar var meðalaldur fiskiskipaflotans 19 ár í árslok 1999. Breyting er þó vissu-

Hér sést þróun í fjölda fiskiskipa, skipt eftir flokkum. Í öllum tilfellum er um að ræða tölur í árslok. Eins og sést fækkar í flokkunum ár frá ári en fjölgar þó um einn togara milli ára nú.

lega innan flokka. Þannig lækkaði meðalaldur togaraflotans um heil fimm ár við þessar breytingar í fyrra og var 25 ár nú um áramótin. Með þessu næst sama staða í með-

aldri togaraflotans sem var árið 2008. Meðalaldur vélskipaflotans er 26 ár og hefur haldist svipaður síðustu fimm árin. Aftur á móti er meðal-

Átta nýir skuttogarar komu til landsins í fyrra, sá fyrsti þeirra Kaldbakur EA sem sigldi inn Eyjafjörð í mars í fylgd gamla skipsins sem nýi togarinn leysti af hólmi.

aldurinn kominn í 34 ár í flokki opinna vélbáta og hefur hækkað jafnt og þétt síðustu 20 ár. Þannig

voru opnir vélbátar að meðaltali 17 ára gamlir árið 1999, svo dæmi sé tekið.


36  | SÓKNARFÆRI

Arnljótur Bjarki Bergsson skrifar

Skýr framtíðarsýn – miklir möguleikar Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiðin, eru 17 talsins. Hið níunda lýtur að uppbyggingu sterkra innviða, að stuðlað sé að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúð að nýsköpun. Stefnt er m.a. að því að endurbæta tæknigetu iðngreina til að ýta undir nýsköpun og fjölgun starfa við rannsóknir og þróun. Í þessu samhengi stefnir Ísland á að auka framlög opinbers- og einkaframtaks til rannsókna og þróunar í 3% af landsframleiðslu.

Mörg tækifæri í nýsköpun Ófá tækifæri felast í nýsköpun. Í samræmi við hina stefnumörkuðu ákvörðun, að leggja fremur áherslu á að auka virði sjávarfangs en að auka magn sjávarfangs hafa Íslendingar unnið að nýsköpun við nýtingu auðlinda tengdum vatni, en fjórtánda heimsmarkmiðið snýr að lífi í vatni. Með þróun sem byggir m.a. á innleiðingu rannsóknaniðurstaðna hafa framfarir átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Umbætur í vinnslu sem miða að aukinni nýtingu hráefna auka framboð á næringarríkum matvælum sem dregur úr freistingum að taka um of úr viðkvæmum stofnum.

Kennsla, fræðsla og vöndun verklags í allri virðiskeðju matvæla styður ábyrga neyslu sem hjálpað getur til við minnkun sóunar í samræmi við tólfta heimsmarkmiðið. Nýliðun í atvinnugreinum má meta með fleiru en fjölda nýrra fyrirtækja. Taka má með í reikninginn nýja og öfluga, oft á tíðum vel menntaða, starfsmenn. Einnig endurnýjast atvinnugreinar að nokkru leyti þegar hæfileikaríkt fólk leggur stund á að þróa atvinnugreinar með nýjum sprotum. Í stað þess að keppa innbyrðis í hefðbundinni framleiðslu, eru tækifæri fólgin í því að skapa nýja hluti, hleypa nýjum straumum af stað út í samfélagið. Við erum giska góð í því sem við gerum, en við þurfum að gera meira. Við þekkjum veiðar og vinnslu bolfisks, okkar helstu uppsjávarfisktegunda og nokkurra skelfisktegunda. Þó enn sé margt sem við höfum ekki gengið úr skugga um sem snertir hráefnishlið virðiskeðju sjávarfangs, er lengra í land á markaðshlið keðjunnar, ekki síst þegar kemur að óhefðbundnum vörum, s.s. fæðubótarefnum. Greining á hvötum og áætlun um viðbragð við breytingum er varða viðhorf og væntingar neytenda á eftirsóknarverðum mörkuðum

Greinarhöfundur er Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís.

mæta oft afgangi þegar áherslan er á framleiðslu fremur en eftirspurn.

Matís mætir þörfum atvinnulífsins Atvinnulífið í landinu hefur hag af því að til staðar séu innviðir og

þekking sem nýtist við þróun þess og til að takast á við og leysa úr áskorunum sem upp kunna að koma. Í viðleitni til að vera fært um að mæta þörfum atvinnulífsins hefur Matís vaxið ár frá ári, fremur en að takmarka umfang starfsem-

innar við fjárhæð þjónustusamnings félagsins við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR). Rík áhersla hefur verið lögð á innlent og alþjóðlegt samstarf og sókn í rannsóknafjárfestingu sem nýst hefur í þróunarvinnu og hefur

Við þökkum viðskiptavinum og samstarfsaðilum 35 ára samfylgd og bjóðum ykkur velkomin í nýtt húsnæði okkar að Bíldshöfða 14, Axarhöfða megin. Starfsfólk Bætis ehf.

Umboðsaðili fyrir Baldwin og Filtrec síur, GAC gangráða, IPD varahluti, Rotzler spil, Isspro mæla ofl. Þjónustuaðili fyrir Yanmar vélar.

BÆTIR ehf. - Bíldshöfði 14 | 110 Reykjavík | Sími 567 2050 | baetir@baetir.is | www.baetir.is


fram árangri í verðmætasköpun sem stuðlar að velmegun og velferð. Matís hefur nýtt fjármuni úr þjónustusamningi við ANR til að sækja fé til stórra verkefna í þágu þróunar íslensks atvinnulífs og samfélags. Undanfarin ár hefur Matís aflað 2,7 króna tekna úr samkeppnissjóðum og í beinni sölu á þjónustu á móti hverri krónu frá ANR. Vonandi er áðurnefnt flökt útflutningsverðmæta ekki bein afleiðing kröfunnar um ábyrgan rekstur Matís og aukinnar umsýslu verkefna í kjölfar þeirrar áherslu að starfsmenn fjármagni fyrirtækið með mótun verkefna sem nýtast atvinnulífinu. Innviðir atvinnulífsins geta hvatað þróun, séu þeir góðir, en hamlað henni ef svo er ekki. Rekstskilað m.a. nýjum tækjabúnaði, vörum og/eða stuðlað að aukinni hagkvæmni og hagræðingu í vinnslu sjávarfangs. Fjárhæðir eða hlutfall landsframleiðslu sem varið er til nýsköpunar eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að leggja á nýsköpun og þróun. Mikilvægt er að fyrir liggi að hverju sé stefnt og hvernig meta eigi það sem gert er. Sumir styðjast við mælikvarða sem tengjast þekktum viðfangsefnum vísindastarfs, s.s. fjölda birtra greina eða tilvitnana í þær greinar sem birst hafa á vegum viðkomandi án þess að slíkt tryggi hagnýtingu þekkingarinnar. Fjöldi verkefna sem unnið er að getur reynst mótdrægur mælikvarði hvar of mikil orka kann að fara í utan utanumhald fremur en vísindastarf. Starfsmenn Matís hafa tengt aukið útflutningsverðmæti á hvert aflað kg úr sjó við stofnun og starfsemi AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóðs. Stuðningur þessara lykilsjóða við nýsköpunarverkefni hefur stuðlað að þróun virðiskeðju íslensks sjávarfangs. Markaðsaðstæður og aflasamsetning hafa jafnframt mikil áhrif á verðmætamyndun við veiðar og vinnslu sjávarfangs. En er ástæða til að spyrja hvort við séum of værukær eða hvort við höfum dreift athyglinni of víða? Litið til hagtalna má sjá að verðmætaaukningin stígur ekki jafn hratt frá 2011 og á fyrstu árum í starfsemi áðurnefndra sjóða. Frekar má segja að flökt sé á útflutningsverðmæti íslensks afla á síðustu árum en vöxtur. Árið 2011 var hæstri fjárheimild veitt af fjárlögum í AVS. Á fjárlögum yfirstandandi árs er fjárheimild AVS innan við 44% af því sem mest var. Það er ekki tryggt að við getum búist við viðlíka fjölda af nýjungum í tengslum við íslenskan sjávarútveg á næstunni.

Hægt að gera enn betur Ætla má að nú sé mögulegt að bæta um betur og auka verðmætasköpunina enn frekar, nýta það sem komið er sem vogarafl fyrir þróun til framtíðar. Rétt eins og við rifum íslenskan sjávarútveg upp frá því sem var árinu 2003, hvar segja má að stöðugleiki hafi einkennt útflutningsverðmæti aflaðra fiska, fram að því þegar verðmætaaukningar varð vart, er tækifæri til að gera enn betur en við höfum gert á nýliðnum árum. Því þó AVS hafi rýrnað hafa framlög til Tækniþróunarsjóðs og nýsköpunar í formi skattafrádráttar aukist. Það er undir hagaðilum í sjávarútvegi komið að nýta þau tækifæri. Rétt eins og vogaraflið gerir kleift að hreyfa við hlutum umfram það sem hver og einn ræður óstuddur við má með samstarfi ná

SÓKNARFÆRI  | 37 ur Matís hefur vakið athygli. Nú kanna færeysk stjórnvöld möguleika þess að koma á fót starfsemi þar í landi í líkingu við Matís. Séu menn sáttir við reynsluna af rekstri Matís væri ákjósanlegt að nýta drifkraftinn sem einkennt hefur starfsemina og endurspeglar tvö af gildum félagsins, sköpunarkraft og frumkvæði, í áframhaldandi samstarfi til að auka verðmætasköpun enn frekar. Þannig má stuðla að sjálfbærum vexti samfélaganna í landsbyggðunum hringinn í kringum landið í anda ellefta heimsmarkmiðsins. Arnljótur Bjarki Bergsson er sviðsstjóri Innleiðingar og áhrifa hjá Matís.

BETRI HREINSUN Á OLÍU ÖRUGGARI REKSTUR MINNA VIÐHALD

Þjónustusími 585 1070

Boosterar fyrir svartolíu

Varma og vélaverk og Alfa Laval

Kerfi til meðhöndlunar á svartolíu. Nauðsynlegur búnaður fyrir vélar sem brenna svartolíu til að tryggja að olían sé með rétta seigju og þrýsting í olíuverkinu. Fjarlægir óæskileg aukaefni úr olíunni sem hafa áhrif á vélbúnaðinn.

Varma og vélaverk er samstarfsaðili Alfa Laval á búnaði fyrir skip og fyrir matvælaframleiðslu.

Plötuvarmaskiptar Fyrir sjó/vatn/olíur eða aðra vökva. Há nýting, sveigjanleiki og lítil plássþörf.

Ferskvatnseimarar Til framleiðslu á hágæðaneysluvatni úr sjó. Hagkvæmir í notkun á glatvarma frá vélum. Unnt er að þrífa plötur án þess að taka eimara í sundur. Fæst í ýmsum stærðum.

Varma og vélaverk býður lausnir fyrir meðhöndlun á olíu til að tryggja öruggan rekstur vélbúnaðar og til að minnka viðhald. Jafnframt tryggir nýjasta þróun í ALCAP með S-skilvindum að nýting á olíu er í hámarki. Vara- og íhlutir fyrir Alfa Laval vélbúnað eru sérframleiddir til að mæta sérstaklega háum kröfum um nákvæmni og endingu. Til að ná hámarksárangri er því nauðsynlegt að nota upprunavarahlutina GENUINE spare pasts frá Alfa Laval.

KSB dælur og lokar

Olíusíur Sjálfhreinsandi olíusíur (Moatti). Hágæða síur með bakskolun sem hafa lítið þrýstifall.

Bentone kynditæki Bentone kynditæki af öllum stærðum ásamt þjónustu við kynditæki.

Skilvindur Skilvindur fyrir smurolíu, gasolíu og svartolíu sem mæta hörðustu kröfum vélaframleiðanda og tryggja öruggan rekstur á vélbúnaði.

Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 vov@vov.is www.varmaverk.is


38  | SÓKNARFÆRI

Fiskveiðar 2017

Fiskafli á Íslandsmiðum

Heildaraflinn nálægt 1,2 milljónum tonna Þrátt fyrir sjómannaverkfall í upphafi ársins 2017 jókst heildarafli íslenska fiskiskipaflotans um 107 þúsund tonn á árinu, samanborið við árið á undan. Í heild nam aflinn 1.176,5 þúsund tonnum, sam-

kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Líkt og oft áður liggur skýring á þessari sveiflu í auknum loðnu- og kolmunnaafla milli ára en í heild veiddust 197 þúsund tonn af loðnu á vetrarvertíðinni í fyrra,

sem var nánast tvöföldun í magni frá árinu 2016. Af kolkunna veiddust 229 þúsund tonn, samanborið við tæplega 187 þúsund tonn árið 2016. Sjómannaverkfallið getur hins

Desember

Janúar-desember

Fiskafli í tonnum

2016

2017 %

2016

2017 %

Heildarafli

59.576 70.214 1.069.855 1.176.545

Botnfiskafli

26.364 32.272 456.944 428.960

Þorskur

15.907 20.023

264.358 252.751

Ýsa

2.291 2.959

38.585 36.193

Ufsi

2.630 3.973

49.633 49.349

Karfi

4.093 3.391

63.656 58.547

Annar botnfiskafli

1.441

1.926

40.712

32.120

803

961

23.939

21.926

32.160

36.602

576.166

715.219

Flatfiskafli Uppsjávarafli Síld

13.308 5.186 117.615 124.270

Loðna Kolmunni

0

0 101.089 196.832

18.852 31.416

Makríll

0

186.915 228.928

0 170.541 165.188

Annar uppsjávarfiskur

0

0

5

0

Skel- og krabbadýraafli

250

379

12.720

10.406

0

0

86

35

Annar afli

Eins og sjá má í töflunni er aukning heildarafla fyrst og fremst skýrt með meiri afla af loðnu og kolmunna.

Dælt úr nótinni á loðnumiðunum.

vegar skýrt samdrátt sem varð í botnfiskaflanum milli ára. Heildarafli botnfisks í fyrra nam tæplega 429 þúsund tonnum og minnkaði hann um 6% frá árinu 2016. Af þessum afla var þorskur tæplega 253 þúsund tonn og var það 4% minni afli en árið 2016. Flatfiskaflinn dróst saman um 8% milli ára og var tæplega 22 þúsund tonn í fyrra. Einnig minnkaði afli skel- og krabbadýra úr 12.700 tonnum árið 2016 í 10.400 tonn í fyrra. Sveiflurnar milli einstakra mán-

aða í samanburði þessara tveggja ára þurfa að skoðast með tilliti áhrifa sjómannaverkfallsins. Þannig má sjá að fiskaflinn var 18% meiri í desember í fyrra en árið á undan en þar kemur verkfallið til þar sem það hófst 14. desember árið 2016. Þar sem verkfallið varði síðan fram í febrúar varð sóknin talsvert stífari hjá mörgum útgerðum það sem eftir lifði kvótaársins og í raun allt árið.

Óskum áhöfn og útgerð til hamingju með nýtt og stórglæsilegt skip. KORSØR /S PROPELLER A

Óskum áhöfn og útgerð til hamingju með nýtt og stórglæsilegt skip.

þ YANMAR aðalvél þ MEKANORD niðurfærslugír þ VULKAN ástengi Marás ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is - postur@maras.is

þ KORSØR skiptiskrúfa þ SLEIPNER bógskrúfa þ SEAMECH vélstýring Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað


SÓKNARFÆRI  | 39

Nýtt uppsjávarskip í Noregi knúið rafmagni og gasi Í síðustu viku var tilkynnt í Noregi um fyrirhugaða smíði á uppsjávarskipi sem markar tímamót í útgerð stærri fiskiskipa í heiminum þar sem það mun alfarið verða knúið rafmagni og náttúrugasi. Skipið verður rúmlega 86 metra langt og tæplega 18 metra breitt, sem fær nafnið Libas og verður byggt fyrir

út Liefjord útgerðina en fyrra skip hennar með þessu nafni er í eigu Eskju hf. á Eskifirði og heitir Aðalsteinn Jónsson SU 11. Norska útgerðina Liefjord fól hönnunarfyrirtækinu Salt design AS í Noregi fyrir meira en ári síðan að hanna nýtt skip sem yrði ólíkt öllum þekktum fiskiskipum af þessari stærð í heiminum, þ.e. að skipið yrði rafknúið. Þróunarvinnan hefur staðið síðan og á dögun-

um birtust myndir af frumhönnun skipsins sem verður búið til veiða með flottroll og nót. Jafnframt var tilkynnt að samningar hafi verið gerðir við Cemre skipasmíðastöðina í Tyrklandi um smíði skipsins. Sú stöð er kunnugleg Íslendingum því hún smíðaði fjóra íslenska ferskfisktogara sem komu til Íslands í fyrra; þ.e. þrjú skip fyrir Samherja og Úgerðarfélag Akureyringa og eitt fyrir FISK Seafood.

Fyrsta útlitsmynd af nýja Libas í Noregi sem ryður brautina sem stórt fiskiskip, knúið rafmagni. Líklegt er að þetta skip marki upphaf orkuskipta í fiskveiðum í heiminum.

www.cjc.dk

Lækkið viðhaldskostnað um 2/3

...notið CJC Offline Oil Filters! TM

Grásleppunni landað á Siglufirði.

Grásleppu afurðir seldar í fyrra fyrir 1,8 milljarða Útflutningsverðmæti grásleppuafurða námu á síðasta ári um 1,8 milljörðum króna en afurðaflokkarnir eru þrír, þ.e. grásleppukavíar, söltuð hrogn og fryst grásleppa. Verðmætin voru um 300 milljónum króna minni en árið 2016, enda veiðin minni. Á árinu 2016 voru í heild flutt út 2.700 tonn af grásleppuafurðum fyrir tæplega 2,1 milljarð króna. Mest voru verðmætin í kavíar eða 889 milljónir, söltuð hrogn voru seld fyrir 686 milljónir og fryst grásleppa fyrir 508 milljónir. Í fyrra voru flutt út tæplega 2.400 tonn af frystri grásleppu fyrir 406 milljónir. Af söltuðum hrognum fóru utan rúm 464 tonn fyrir tæpar 588 milljónir og af kavíar voru seld 522 tonn fyrir 795 milljónir króna. Fram kemur í upplýsingum Landssambands smábátaeigenda að til Frakklands hafi stærstur hluti kavíarsins farið, eða 74% magnsins. Svíar eru hins vegar stærstu kaupendur saltaðra grásleppuhrogna en til Kína fer nánast öll frysta grásleppan, eða 96%.

Hefurðu upplifað ● ● ● ●

Leka á hliðarskrúfukerfum Bilanir í gírum Óvirka lyfti krana Óhreint eldsneyti

Vindur

Kranar

Shark Jaws Stýrisvélar

davíður Hliðarskrúfur

Skutpípur

Gírar

Smurolíur

MDO/ MGO

lokar

-

Skrúfur

Annar búnaður ● Lúgu og farmdælukerfi ● Lek stimpilstangar þétti ● Uggar ● Rampar ● Hita olíur

www.blossi.is


40  | SÓKNARFÆRI

Ný Hafborg EA í flota Grímseyinga

Hæstánægður með skipið og smíðina segir Óli Þorláksson, útgerðarmaður Í flota Grímseyinga bættist á dögunum nýtt skip þegar Hafborg EA 152 kom til landsins frá Hvide Sande í Danmörku þar sem það var smíðað. Skipið er í eigu Óla Þorlákssonar, útgerðarmanns í Grímsey og fjölskyldu hans en í stað nýja skipsins verða tveir bátar útgerðarinnar seldir, þ.e. eldra skip með sama nafni og númeri, sem og línu- og færabáturinn Kolbeinsey EA 252. Nýja skipið er 26 metra langt og átta metra breitt, búið til veiða með net og dragnót.

Þrefalt stærri en gamla Hafborgin „Nýja Hafborgin er nálægt því að vera þrisvar sinnum stærri en sú gamla. Ég reikna með að við verðum mikið á dragnótinni og netunum hér í kringum Grímsey en síðan höfum við oft farið síðustu ár og tekið netavertíð í Breiðafirði,“ segir Óli en hans útgerð byggir á sölu aflans á mörkuðum og í beinum viðskiptum. Óli segir að margt vinnist með nýju og öflugra skipi. „Það verður mikil breyting að róa á þessum báti, allt annar aðbúnaður fyrir áhöfnina, mun betri vinnuaðstaða og aðbúnaður á allan hátt, yfirbyggt dekk og margt annað. Takmarkið er að skila ennþá betra hráefni í land en mér finnst líka að kaupendur á mörkuðum mættu

Óli Þorláksson, skipstjóri og útgerðarmaður, ásamt barnabarni sínu Hafsteini Mána Guðlaugssyni í brúnni á Hafborgu.

sýna það í verðinu að þeir meti það að fá sem best hráefni. Það er alltof lítill munur á milli þess besta á mörkuðum og lakara hráefnis. Og

almennt er auðvitað alltof lágt verð á fiski á mörkuðum á Íslandi. Það sjáum við t.d. bara með samanburði við markaðina í Danmörku.

Samið var um smíði á Hafborgu EA 152 við skipasmíðastöðina Hvide Sande í Danmörku en sjálfur skrokkurinn var smíðaður í Póllandi. Hönnun skipsins var í samstarfi Óla Þorlákssonar útgerðarmanns, sonar hans Guðlaugs og Ráðgarðs skiparáðgjafar ehf.

Mér sýnist um 100% munur á verði á flatfiski á mörkuðum hér og í Danmörku og meðalverð á þorski er 100 krónum hærra þar en hér heima. Við ættum að leita meira eftir því að selja fisk til Danmerkur. Þar eru tækifæri enda fiskneysla mikil í Danmörku. Þetta er óplægður akur fyrir okkur,“ segir Óli.

Óskum Stakkavík og áhöfn Óla á Stað GK 99 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Vistlegur matsalur. Gert er ráð fyrir fimm í áhöfn.

Fengu vitlaust veður á heimleiðinni Heimsiglingin frá Danmörku gekk vel þrátt fyrir vonskuveður framan af. „Báturinn stóð sig afar vel á heimsiglingunni en við fengum fína reynslu því það var alveg vitlaust veður á leiðinni frá Danmörku til Færeyja. Þetta er gott sjóskip, það er enginn vafi,“ segir


SÓKNARFÆRI  | 41

Horft yfir milliþilfarið. Í lestinni er krapabúnaður til kælingar á afla.

Hafborg er útbúin til veiða með dragnót og net. Hér sést aðgerðaraðstaðan.

Öflugar vindur á þilfarinu.

Hafborgin lagðist fyrst að bryggju á Dalvík en fór síðan til Siglufjarðar þar sem komið var fyrir því síðasta sem eftir var að setja af búnaði í bátinn.

Óli en hann og sonur hans, Guðlaugur, hönnuðu skipið í samstarfi við Ráðgarð skiparáðgjöf ehf. Smíðin var boðin út á sínum tíma og komu tilboð frá mörgum löndum en niðurstaðan varð að semja við stöðina í Hvide Sande í Danmörku og það segir Óli að hafi verið góð ákvörðun. „Stöðin er þrautreynd í smíði á bátum eins og þessum. Skrokkurinn sjálfur var smíðaður í Póllandi

en síðan var smíðinni lokið í Danmörku. Handbragðið hjá Dönunum er einstaklega gott og þeir eru afar liðlegir í öllum samskiptum og kunna sitt fag. Ég get hiklaust mælt með því að velja þessa leið í nýsmíði,“ segir Óli. Strax eftir heimkomu skipsins var hafist handa við að setja netaspil um borð og snúningsband í lestina en það kemur frá vélaverkstæðinu Þór í Vestmannaeyjum.

Búnaður er að stærstum hluta frá Danmörku en Sónar ehf. seldi öll fjarskipta-, fiskileitar- og siglingatæki í brú. Frá Kælingu ehf. er krapakerfi fyrir lest. Aðalvél skipsins er frá Yanmar sem Marás ehf. er umboðsaðili fyrir hér á landi.

„Gjaldtakan orðin algjört bull“ „Ég er mjög ánægður með skipið og smíðina en það er auðvitað bil-

un að leggja út í þetta við þær aðstæður sem útgerðum eru skapaðar á Íslandi í dag. Veiðigjöldin eru orðin algjört bull, sérstaklega fyrir þessa minni útgerð og þau eru verulega íþyngjandi. Sem best sést á því að þau, ásamt fiskmarkaðsgjöldum og hafnargjöldum, taka 18% af brúttóinnkomu, eins og þetta er núna. Það sjá allir að þetta getur ekki gengið. Við sjáum þessa liði hækka á hverju einasta ári,“ segir Óli og bætir við að mikið vanti á stöðugleika í rekstrarumhverfi útgerða frá einu ári til annars „Það er alveg sama hvort við erum að tala um bankakerfið eða það sem að ríkinu snýr. Stöðugleikinn er enginn og við sjáum lítið sem ekkert fram í tímann. Ég hef verið í þessu í 30 ár og aldrei hefur verið hægt að horfa eitt ár fram í tímann með neinni vissu, hvort heldur snýr að úthlutun aflaheimilda, verðbólgu, vaxtakjörum, veiðigjöldum eða þjónustugjöldum. Þetta er algjört lotterí.“ Óli segir að þessi árin þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að finna fisk. „Það er kappnóg af fiski og að mínu mati ættum við að veiða miklu meira af þorski en við gerum. Verndarstefnan á þorskinum í 30 ár hefur ekki skilað nema lítilli aukningu í aflaheimildum en við erum aftur á móti að sjá sífellt stærri fisk á miðunum. Stundum getur hist þannig á að við fáum mjög gott verð fyrir hann á mörkuðunum en hann getur líka verið of hátt hlutfall af aflanum. Stærstur hluti kaupenda er að sækjast eftir þessum 5+ fiski í stærð.“

Við óskum útgerð og áhöfn Hafborgar EA 152 til hamingju með glæsilega nýsmíði og þökkum gott samstarf Í skipinu eru m.a. eftirtalin siglinga- og fjarskiptabúnaður frá Sónar ehf:  JRC JLN-652BB Doppler Current straummælir  JRC JHS-183 Class-A AIS  JRC JLR-21 GPS kompás, 2 stk  Kaijo KSE-300 Multi Beam dýptarmælir, 2 tíðna  WASSP F3i fjölgeisla dýptarmælir  SAILOR 6310 150W MF/HF talstöð  SAILOR 6222 Class-A VHF talstöð  SAILOR 6215 VHF talstöð  SAILOR 6150 Mini-C, með neyðarhnapp  Anshutz PilotStar D sjálfstýring  Raymarine T270 hitamyndavél  Raymarine CAM220 IP myndavélar  Tranberg TEF2650 2000W og 1000W fjarstýrðir kastarar

TRANBERG


42  | SÓKNARFÆRI

Sigvaldi Hólmgrímsson, útgerðarstjóri hjá Maron ehf.

Grímsnesið er 200 tonna bátur, stærstur þriggja netabáta útgerðarinnar.

Netavertíðin er ævintýri Suðurnesjafyrirtækið Maron ehf. er eitt fárra fyrirtækja í sjávarútvegi, sem byggir afkomu sína nánast eingöngu á netaveiðum og er jafnframt á kvótaleigumarkaðnum. Útgerðarstjóri fyrirtækisins, Sigvaldi Hólmgrímsson, segir að þetta gangi aðeins með þrotlausri vinnu og því að vinna fiskinn sjálfir. Hann er í rekstrinum ásamt föður sínum, Hólmgrími Sigvaldasyni og auk þess að gera út

þrjá báta verka þeir fiskinn í Keflavík. Bátarnir eru Maron, Grímsnes og Halldór afi, allt netabátar. Grímsnesið er 200 tonn, Maron 80 tonn og Halldór afi er 20 tonn. „Pabbi er búinn að vera í þessu síðan ég veit ekki hvenær. Ég byrjaði sjálfur í þessu 1998 og við feðgarnir erum búnir að reka þetta saman frá 2003, þannig að maður er kominn með einhver ár á bakið,“ segir Sigvaldi.

Á leigumarkaðinum Bátarnir hafa nánast eingöngu verið gerðir út á net. Þeir eru nánast kvótalausir og Sigvaldi segir að til að vera leigumarkaðnum þá sé eina leiðin að vera á netum. Kvótaleiguverðið sé það hátt að það verði að koma með stóran og verðmætan fisk að landi til að dæmið eigi möguleika á að ganga upp. Séu menn á línu sé það stöðugur barningur. Mjög erfitt sé að stjórna því hvað komi á línuna og útgerðin sé dýr.

Sigvaldi segir að nú sé leiguverðið á þorskinum um 170 krónur á kílóið plús veiðigjald og því samtals ríflega 190 krónur. Hann segir að það séu ægileg slagsmál á þessum kvótamarkaði. Þetta gangi með því að menn séu að vinna í þessu á fullu sjálfir. Þannig hafi menn laun út úr þessu en meira sé það ekki. Aflinn er vigtaður inn í Slægingu ehf. og gert að honum og HSS fiskverkun ehf. saltar svo fiskinn fyrir markað í Portúgal. „Almennt hafa síðustu vertíðar

Óskum útgerð og áhöfn Óla á Stað GK 99 og útgerð og áhöfn Hafborgar EA 152 til hamingju með glæsileg ný skip

Ráðgarður sá um hönnun á bátunum

Fellsmúli 26 1  108 Reykjavík  Sími 533 1800  radskip@radgardur.is  www.radgardur.is

verið hreint ævintýri út í eitt. Maður hefur bara tekið það sem maður hefur viljað. Það er nóg af fiski á vertíðinni, en svo hverfur þetta bara eins og dögg fyrir sólu,“ segir Sigvaldi.


SÓKNARFÆRI  | 43

Tekjur Marel yfir 130 milljarða Rekstrartekjur Marel námu yfir einum milljarði evra á síðasta ári sem samsvarar 136 milljörðum íslenskra króna. Rekstur á fjórða ársfjórðungi gekk vel og skilaði hærri tekjum og auknum rekstrarhagnaði. Gert er ráðfyrir áframhaldandi góðum gangi á yfirstandandi ári.

Skráning í kauphöll erlendis í skoðun Fram kemur í frétt frá fyrirtækinu við lok síðasta árs hafi skuldahlutfall lækkað og staða pantana verið góð í árslok. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 236 milljónum evra í árslok, sem er talsverð aukning frá árinu 2016. „Frá því Marel var skráð í íslenskri kauphöll árið 1992 hefur félagið, með góðum stuðningi hluthafa, vaxið að meðaltali rúmlega 20% á ári og skapað mikil verðmæti. Á grundvelli metnaðarfullrar stefnu félagsins og áformum um framtíðarvöxt mun Marel kanna möguleika á skráningu félagsins í kauphöll erlendis. Mun félagið leita liðsinnis óháðra alþjóðlegra ráðgjafa við þá vinnu og greiningu á helstu skráningarkostum,“ segir í frétt frá Marel. „Við höfum forgangsraðað fjárfestingum og bætt ferla til að tryggja viðskiptavinum okkar hágæða heildarlausnir á réttum tíma. Til að mæta miklum vexti í pöntunum höfum við fjölgað starfsfólki, en í dag starfa hjá Marel um 5.400 manns í yfir 30 löndum. Samhentu starfsfólki okkar tókst að skila 295 milljónum evra í

tekjur á fjórða ársfjórðungi 2017, sem er nýtt met og aukning um 18% miðað við sama tímabil í fyrra. Pantanir og tekjur hafa vaxið hraðar en rekstrarkostnaður sem skilar félaginu góðri rekstrarniðurstöðu. Heildartekjur Marel árið 2017 námu yfir einum milljarði evra og 15% í EBIT. Í ljósi góðrar rekstrarniðurstöðu og sterkrar pantanabókar, gerir félagið ráð fyrir góðum innri vexti árið 2018,“ er haft eftir Árni Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel í frétt frá fyrirtækinu um rekstur ársins 2017.

Tæknilausnir í sjávarútvegi hafa frá upphafi verið ein af grunnstoðum Marel.

Skipahönnun | Ráðgjöf | Eftirlit

Skipahönnun

Hleðslu- og stöðugleikahandbækur

Eftirlit og umsjón með verkum

Handbækur og áætlanir

Nýsmíði og breytingar. Hönnun fiskvinnslulína. Nýsmíði, breytingar og viðgerðir.

Öryggishandbók SOPEP - Viðbragðsáætlun við olíuóhöppum GMP – Áætlun í sorpmálum SEEMP - Orkunýtingaráætlun skipa

Gerð verklýsinga og útboðsgagna

Kostnaðaráætlanir, val á vélbúnaði, útvegun tilboða og mat á þeim.

Tjónaskoðanir og matsgerðir

Ýmsar úttektir

Á skipum, vélum og farmi.

Ráðgjöf um öryggisstjórnun og rekstur Alhliða ráðgjöf um skiparekstur og skipa- og vélaverkfræði.

Hús Sjávarklasans sími: 544 2450

Hallaprófanir og stöðuleikaútreikningar.

„Draft- og Bunker Survey“, ástandsskoðanir við sölu eða leigu skips o.fl.

Grandagarði 16 navis@navis.is

101 Reykjavík

www.navis.is


44  | SÓKNARFÆRI

Tekið á móti bátnum í norðan nepju. Ólafur Daði Hermannsson, Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, Margrét Þóra Benediktsdóttir, eiginkona hans og Guðbjörg Thorstensen, móðir Hermanns og ekkja Ólafs Gamalíelssonar, sem báturinn heitir eftir.

Óli á Stað við bryggju og verið að landa úr Daðey.

Óli á Stað kominn heim

Óðinn Arnberg skipstjóri í brúnni.

Beitningarvélarbáturinn Óli á Stað GK 99 kom til heimahafnar í Grindavík í fyrsta sinn um mánaðamótin. Þá landaði Óðinn Arnberg Kristinsson, skipstjóri og áhöfn hans um 7,5 tonnum af ríga þorski, ýsu og „gramsi“ í Grindavík. Óli á Stað er 30 tonna plastbátur, Seigur SW1500, og var afhentur á vordögum á síðasta ári. Fyrsta

löndun hjá honum var í maí, en síðan þá hefur verið gert út frá Norðfirði, Siglufirði og Sandgerði, reyndar landað einu sinni á Stöðvarfirði. „Báturinn er nokkuð fínn og það gengur vel að fiska á hann. Við höfum mest verið með 12 tonn í róðri. Við komum með bátinn suður milli jóla og nýárs og höfum verið í Sandgerði síðan, en nú erum við komnir heim. Svo er bara

Óli á Stað kemur til Grindavíkur í fyrsta sinn.

vertíð framundan, reyndar getum við bara róið í einn dag í viðbót og síðan verður bræla næstu daga þar á eftir,“ sagði Óðinn og reyndist

Umbúðamiðlun ehf s: 555 6677

umb.is

sannspár. Nánast stöðug bræla allan febrúar. Margir tóku á móti bátnum við komuna og bauð útgerð hans, Stakkavík, í kaffi og kökur í tilefni dagsins.

Meðal búnaðar í bátnum má nefna:  Ískrapavél frá Kælingu ehf.  Pípulagnir frá Norðurlögnum

 Vélbúnaður frá Brimborg  Rotex Onboard blæðingar- og kæliferli frá Skaganum 3X  Siglinga- og fjarskiptabúnaður frá Sónar ehf.  Hönnun er frá Ráðgarði Skiparáðgjöf ehf.  Beitningarvél frá Mustad

Okkar umbúðir eru ætlaðar undir matvæli Vinsamlega skilið tómum umbúðum strax á næsta fiskmarkað

Ólafur Arnberg Þórarinsson, stýrimaður á bryggjunni.


SÓKNARFÆRI  | 45

Sæplast hf. á Dalvík

Framleiða sorpflokkunarker fyrir skip og báta „Við finnum að það er vaxandi metnaður fyrir því að hafa sorpflokkunarmálin í lagi, bæði úti á sjó og í landi. Þetta verkefni er skýrt dæmi um það,“ segir Sævaldur Gunnarsson, sölustjóri Sæplasts á Dalvík en fyrirtækið hefur í samstarfi við Samherja hf. þróað og framleitt hólfuð söfnunarker til flokkunar á sorpi í skipum úti á sjó. Þetta kerfi er nú komið í öll fiskiskip Samherja hf. og Útgerðarfélags Akureyringa. Kerfið er þannig að í hverju skipi eru þrjú ker fyrir flokkun og tvö þeirra eru tveggja hólfa. Í öðru er hólf fyrir málma annars vegar og olíur hins vegar. Í hinu skiptist flokkunin í plast, pappír og pappa en þriðja kerið er síðan fyrir almennt sorp. „Við getum framleitt kerin í þeim litum og merkt þau eins og hentar viðskiptavinum hverju sinni og í þeim stærðum sem þeir óska. Kerin eru með lokum á lömum og auðvelt er að losa þau þegar í land er komið. Þessi lausn hentar hvar

Sorpflokkunarkerin eru með tveimur hólfum og loki á lömum. Auðvelt er því að opna hvort hólf fyrir sig.

Með litum er auðvelt að gera skýran greinarmun á sorpflokkum.

sem er, hvort heldur er í skipum, bátum eða hjá landvinnslufyrirtækjum,“ segir Sævaldur og að

hans mati hefur viðhorf gagnvart sorphirðu stöðugt verið að breytast á síðustu árum.

„Fólk lítur í vaxandi mæli á úrganginn sem verðmæti og einnig getur verið beinn sparnaður í því fólginn að standa vel að úrgangsflokkun. Síðan eru það umhverfismálin og meðvitund um að gæta þess að sorp fari ekki í hafið. Það er líka mjög mikilvægt að setja

sorpið í algerlega aðskilið ferli þannig að engin hætta sé á að sorpi sé safnað í ker sem síðar yrðu notuð fyrir fisk. Það er því mjög ánægjulegt að sjá fyrirtækin leggja áherslu á að koma sér upp vönduðu kerfi fyrir þennan þátt í rekstri sínum,“ segir Sævaldur.

Við óskum útgerð og áhöfn Óla á Stað GK 99 til hamingju með glæsilega nýsmíði og þökkum gott samstarf

Í skipinu eru m.a. eftirtalin siglinga- og fjarskiptabúnaður frá Sónar ehf:  JRC JLN-652BB Doppler Current straummælir  JRC JHS-183 Class-A AIS

 SAILOR SP-3520 VHF handstöð  SAILOR Nargentus TV/FM loftnet

 Tranberg TEF2650 Halogen fjarstýrður kastari  GILL Windsonic vindhraðanemi

 JRC JLR-21 GPS kompás

 Raymarine eS127 fjölnota tæki/dýptarmælir

 SAILOR 6215 VHF talstöðvar

 Raymarine RD418D Digital Radar

 Scan Antenna loftnet

 SAILOR 6150 Mini-C, með neyðarhnapp

 Raymarine CAM220 IP myndavélar

 Sónar FM/GSM/Audio headphone kerfi

TRANBERG

 AG Neovo U-series LCD skjáir


46  | SÓKNARFÆRI

Kælismiðjan Frost sér fram á mikil verkefni erlendis á næstunni

Smíði á búnaði í fiskiðjuver á Kúrileyjum að hefjast „Við sjáum fram á mikil verkefni erlendis á næstunni og stærri verkefni í Rússlandi en við höfum áður haft,“ segir Guðmundur Hannesson, markaðsstjóri Kælismiðjunnar Frosts á Akureyri. Starfsmenn fyrirtækisins munu á næstu mánuðum setja upp frystibúnað í nýrri uppsjávarverksmiðju á Þvereyri í Færeyjum og jafnframt er að hefjast undirbúningur á öðru slíku verkefni á Kúrileyjum sem eru austasti hluti Rússlands. Í báðum tilfellum er um að ræða verkefni þar sem að koma nokkur íslensk hátæknifyrirtæki í sjávarútvegi en frá Skaganum 3X á Akranesi kemur allur vinnslubúnaður og rafmagnshlutann annast Rafeyri ehf. á Akureyri.

Byggt upp á Þvereyri eftir bruna Uppsjávarverksmiðjuna á Þvereyri í Færeyjum má segja að íslensku fyrirtækin séu að byggja í annað sinn á fáum árum en mjög nýleg og tæknivædd verksmiðja brann þar í byrjun júní í fyrra og gjöreyðilagðist. Í framhaldinu var ákveðið að byggja aðra í staðinn og

Guðmundur Hannesson, markaðsstjóri Frosts við 2,5 MW olíukælingarsamstæðu sem er hluti búnaðar sem fyrirtækið setur saman á Akureyri fyrir nýja uppsjávarverksmiðju á Þvereyri í Færeyjum.

segir Guðmundur að eftir ítarlega skoðun eigenda á öðrum vinnsluaðferðum sem í boði eru hafi verið ákveðið án nokkurs hiks að byggja

upp aftur með sömu grunntækninni frá íslensku tæknifyrirtækjunum en meiri afkastagetu en sú fyrri hafði í upphafi. Á meðan

nýja byggingin hefur risið hefur smíði á búnaði staðið yfir hér á landi. „Við höfum í þessu verkefni

forsmíðað talsvert meira af okkar kerfum í verksmiðjuna hér heima á Akureyri. Með því getum við stytt þann tíma sem við þurfum að hafa

혀昀氀甀最甀爀 栀爀攀椀渀猀椀戀切渀愀甀爀 刀礀欀猀甀最甀爀

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀猀琀瘀愀爀 䜀甀昀甀搀氀甀爀

匀瀀愀爀

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀搀氀甀爀


SÓKNARFÆRI  | 47

Með forsmíði frystikerfanna er hægt að stytta þann tíma sem starfsmenn þurfa að vera í uppsetningum erlendis.

mannskap á staðnum en ég reikna með að mannskapur frá okkur fari utan innan skamms til uppsetningar og að verksmiðjan verði komin í gang á fyrri hluta ársins,“ segir Guðmundur.

Starfsmenn yfir hálfan hnöttinn til Kúrileyja Líkt og komið hefur fram er mikið umrót í rússneskum sjávarútvegi og miklar fjárfestingar framundan í bæði landvinnslu og skipasmíðum. Íslensk þjónustufyrirtæki í greininni hafa kynnt sínar lausnir á þessum markaði að undanförnu og meðal þess sem búið er að semja um er uppsetning á fiskiðjuveri á Kúrileyjum, svipuðu en þó með minni afkastagetu heldur en því sem er í byggingu í Færeyjum. „Þetta er eins austarlega í Rússlandi og komist verður, enda eru Kúrileyjar norður af Japan. Þetta verkefni munum við vinna með sama hætti og verksmiðjuna í Færeyjum, þ.e. forsmíða eins mikið af frystikerfinu og hægt er hér heima. En þetta verður frábrugðið þeim verkefnum sem við erum vanari í Evrópu hvað það varðar að úthaldið verður lengra í einu hjá starfs-

Verkefnastaða Frosts er góð um þessar mundir.

mönnum vegna þess hversu langt ferðalagið er frá Íslandi. Til að glöggva sig betur á fjarlægðinni reiknum við með að búnaðurinn verði 45 daga á leiðinni frá Íslandi til Kúrileyja og frá Moskvu er tæplega 10 tíma innanlandsflug til Sjakalín þaðan sem fara þarf með ferju í 18 klukkustundir til að komast á leiðarenda,“ segir Guðmundur en reiknað er með að starfsmenn íslensku fyrirtækjanna í verkefninu fari utan í sumar. Nú þegar hefur þetta verkefni vakið talsverða athygli í Rússlandi og m.a. hefur ríkissjónvarpið í Rússlandi fjallað sérstaklega um það og þá hátækniþekkingu og búnað sem sóttur er alla leið til Íslands.

Frostmark keypt Guðmundur vonast til að í framhaldinu líti fleiri verkefni í Rússlandi dagsins ljós og segir hann mögulegt að fjölga þurfi starfsmönnum ef það gangi eftir. Hér heima hefur Kælismiðjan Frost enn frekar styrkt stöðu sína á kæliog frystiþjónustumarkaðnum en nýverið var fyrirtækið Frostmark ehf. keypt og mun að fullu sameinast Frosti um næstu mánaðamót. „Þar erum við að bæta við okkur bæði sérhæfðum starfsmönnum á okkar fagsviði og útvíkka okkar þjónustu enn frekar með traustu og góðu starfsfólki sem hefur starfað um árabil í faginu,“ segir Guðmundur. frost.is

Allt fyrir ferskleikann

Laxinn

er viðkvæmur og vandmeðfarinn

23 kg Laxakassinn er þannig hannaður að hann viðheldur ferskleika laxins lengur en sambærilegar umbúðir. Laxakassinn frá Tempru sér til þess að laxinn kemst ferskur til neytenda um allan heim.

einangrun – umbúðir

TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is

60 ára


48  | SÓKNARFÆRI

Við erum stolt af því að vera hluti af íslenskum sjávarútvegi

Sigurbjörn ehf. Grímsey

Hvalur hf. Viðarhöfða 6 - Reykjavík

Reykjavíkurvegi 48 220 Hafnarfjörður


SÓKNARFÆRI  | 49

LS fundar með sjávarútvegsráðherra

Veiðigjöldin sífellt þyngri fyrir smábátaútgerðina Veiðgjöld voru stór hluti umfjöllunarefnis á fundi forsvarsmanna Landssambands smábátaeiganda með Kristjáni Þór Júlíussyni nú í lok janúarmánaðar. Á fundinum voru kynntar þær áherslur sem birtast í samþykktum aðalfundur LS um veiðigjöld, strandveiðar og önnur hagsmunamál smábátaútgerðar en í þeim gögnum sem ráðherra voru kynnt kemur fram að mikil breyting hafi orðið á síðustu árum í rekstrarumhverfi smábátaútgerðar sem rekja megi til lækkunar fiskverðs.

Fiskverðið lækkar – veiðigjald hækkar Vakin er athygli á því í göngum LS að hagnaður ársins 2015, sem lagður er til grundvallar útreiknings veiðigjalds, sé afar misjafn eftir útgerðarflokkum. Þannig sé hagnaður í bátaútgerð undir 10 brúttótonnum að stærð aðeins 1% af tekjum meðan hann sé 26% hjá ísfisktogurum og aflamarksskipum yfir 10 brúttótonnum. Smábátaeigendur þurfa að óbreyttu að standa skil á 1.400 milljónum króna í veiðigjald á yfirstandandi fiskveiðiári og segir LS í gögnum sínum að 170 milljónir króna af þessari fjárhæð séu vegna vinnslu sem þeir eigi enga aðild að. Krafa LS sé að þessi hluti veiðigjaldsins verði leiðréttur strax. „Nauðsynlegt er að koma til móts við útgerðir smábáta með auknum afslætti á veiðigjaldi. Útgerð þeirra glímir við mikinn rekstravanda vegna lægra fiskverðs,“ segir í samantekt LS og er þar bent á að þorskur og ýsa séu 89% úthlutaðra þorskígilda krókaaflamarksbáta. Þar af sé þorskur 78%. Samkvæmt samantektinni lækkaði verð á ýsu milli áranna 2015 og 2017 um 11% á fiskmörkuðum og verð á þorski lækkaði um 20% á sama tíma. Veiðigjald hækkaði hins vegar um 65% fyrir þorsk og 42% fyrir ýsu á þessum tíma sem þýðir að á árinu 2015 fóru 4,7% af tekjum fyrir hvert þorskkíló í veiðigjald en 9,7% árið 2017. Hækkunin er 107%. Á árinu 2015 fóru 6% af verði fyrir ýsukíló á mörkuðum í veiðigjald en 9,6% árið 2017. Hækkunin er 60%. Veiðigjald verði þrepaskipt LS lagði á fundinum með sjávarútvegsráðherra til að veiðigjald verði þrepaskipt þannig að fyrir samanlagðan afla skips að 50 þorskígildistonnum greiðist fjórðungur af fullu veiðigjaldi. Hlutfallið hækki svo með heimildum sem eru umfram ákveðin þrep upp að 2.000 þorskígildum. Fyrir heimildir umfram það magn greiðist álag þannig að gjaldið skili sömu tekjum og gert er ráð fyrir. Einnig var lagt til að veittur verði afsláttur af veiðigjaldi á afla sem

seldur er í gegnum uppboðskerfi fiskmarkaða.

Á meðan fiskverð hefur lækkað hafa veiðigjöldin hækkað í smábátaútgerðinni. Þau hækkuðu um 107% sem hlutfall af verði fyrir þorsk á fiskmörkuðum frá árinu 2015 til 2017.


50  | SÓKNARFÆRI

Stór og falleg loðna fryst fyrir Japansmarkað Frysting á loðnu til manneldis á Japansmarkað er nú hafin, en veiðar hafa verið litlar að undaförnu meðal annars vegna veðurs. Japönsku eftirlitsmennirnir eru þegar komnir til landsins til að taka út framleiðsluna. Norsku skipin hafa verið að landa fremur litlum förmum hér að undanförnu og færeysk skip siglt heim til Færeyja með sinn afla. Íslensku útgerðirnar hafa flestar beðið með loðnuveiðar og beðið aukinnar hrognafyllingar í loðnunni og sumar sent skip sín á kolmunnaveiðar. Gera má ráð fyrir að fleiri íslensk skip fari nú að halda til loðnuveiða, en fyrsta gangan er nú komin vestur fyrir Hornafjörð og lögð af stað vestur með Suðurlandi áleiðis á hrygningarstöðvarnar fyrir Vesturlandi. Hoffell kom í byrjum vikunnar með um 400 tonn af góðri loðnu til vinnslu á Fáskrúðsfirði og sagði Bergur Einarsson skipstjóri að loðnan sé væn og góð og fari beint í frystingu á Japansmarkað. Hrognafylling loðnunnar var um 15% sem gerir hana að afbragðsgóðri vöru fyrir Japan. Löndun og vinnsla hófst fljótlega eftir komu skipsins.

Frysting hafin í Eyjum Eyjólfur Guðjónsson og áhöfn hans á Ísleifi VE-63 komu í vikunni með fyrsta loðnufarminn til Vestmannaeyja á vertíðinni, 250 tonn af fínum og átulausum fiski sem veiddist út af Hornafirði daginn áður. Fulltrúar japanskra kaupenda loðnuafurða eru komnir til Eyja og voru mættir á hafnarbakkann laust eftir rismál. Þeir deila frumsýningarstemningu með heimamönnum í dag. Ísleifur VE hét áður Ingunn AK 150, gerð út af HB Granda. Vinnslustöðin keypti skipið sumarið 2015. „Gott skip sem getur borið allt að 2.000 tonn,“ segir Eyjólfur skipstjóri í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. „Fyrir 30 til 40 árum hefði þótt tíðindum sæta að fá 250 tonn af loðnu í tveimur köstum en nú vill maður helst ekki tala um að koma til hafnar með svo lítið í lestinni! Tímarnir eru breyttir, nú skipta hráefnisgæðin meira máli en tonnafjöldi upp úr sjó.“ Það brældi um miðja vikuna en með batnandi veðri má búast við meiri krafti í veiðunum. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu um miðja vikuna var búið að landa

Hoffell SU landaði loðnu í vikunni í heimahöfn á Fáskrúðsfirði og þá hófst frysting fyrir Japansmarkað.

tæpum 70.000 tonnum úr kvóta íslensku skipanna. Þá stóðu eftir óveidd um 112.000 tonn og ætti að vera hægt að ná töluverðu af heilfrystri hrognaloðnu og hrognum úr því. Nái Norðmenn ekki öllum sínum heimildum, sem allt bendir til, bætast þær við kvóta ís-

lensku skipanna. Þá er enn verið að mæla loðnu út af Vestfjörðum og er mögulegt að eitthvað verði aukið við kvótann, verði mælingin jákvæð. Það er þá spurningin líka um hugsanlega vestangöngu eins og það er nefnt þegar loðnan kemur beint inn að Vesturlandinu til

hrygningar í stað þess að fara hringinn í kringum landið eins og göngumynstrið er hefðbundið. Tvö aflahæstu skipin eru Venus og Víkingur með ríflega 10.000 tonn hvort skip og eiga þau hvort um sig eftir ríflega 6.000 tonna kvóta.

GÆÐAVÖRUR FYRIR SJÁVARÚTVEGINN

Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is www.kemi.is


SÓKNARFÆRI  | 51


ENNEMM / SÍA / NM83268

Ferskt alla leið

Frá því að fiskurinn kemur í netið og þar til hann byrjar að snarka á pönnu meistarakokks í Samskip eru styrktaraðili Landsambands hestamanna París þarf hann að ferðast langa leið. Fersk og viðkvæm vara eins og íslenskt sjávarfang kallar á nærgætna meðhöndlun og fag­ mennsku. Við hjá Samskipum bjóðum sjávarútvegsfyrirtækjum virðisaukandi lausnir og margþætta þjónustu sem tryggir að varan komist til skila á hagkvæman og öruggan hátt.

Saman náum við árangri

Sóknarfæri Febrúar 2018  
Sóknarfæri Febrúar 2018