Page 1

Sóknarfæri

Nóvember 2016

Vegakerfið þarf hundruð milljarða Samráð um skipulag hjá Reykjavíkurborg Ljósleiðaravæðing á fimm árum? Fjölþætt nýting og nýsköpun á Reykjanesi Stórverkefni á vegum Háskóla Íslands


2  | SÓKNARFÆRI

Metár fram undan í byggingariðnaði Ekkert lát virðist vera á byggingaþörfinni í henni Reykjavík og því valda samverkandi þættir: náttúruleg fjölgun borgarbúa, sívaxandi fjöldi ferðamanna, miklir aðflutningar utan af landi og ekki síst fjölgun nýbúa sem kjósa sér höfuðborgina að dvalarstað. Allt þetta kallar á auknar byggingaframkvæmdir ár frá ári og ljóst að allir sem að byggingariðnaðinum koma þurfa að slá undir nára til að létta þrýstingi af markaðnum.

Valþór Hlöðversson útgáfustjóri skrifar

Flestir sækja til borgarinnar Áætlanir gera ráð fyrir að íbúum borgarinnar fjölgi um 27.000 manns til ársins 2030 og að þeir verði þá orðnir 149.000 talsins. Til viðbótar gera spár ráð fyrir vaxandi fjölda ferðamanna, en margir þeirra kjósa heimagistingu fremur en dvöl á hótelum. Þetta eykur á vandann á leigumarkaði en að mati Capacent eru um 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu nú nýttar undir heimagistingu ferðamanna. Þeim mun fara fjölgandi. Á upplýsingafundi sem borgarstjóri efndi til í Ráðhúsinu í síðasta mánuði kom fram að byggja þarf um 3.000 íbúðir í Reykjavík á næstu tveimur árum til að mæta þörfinni. Meginverkefnið nú er að brúa bil sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins en þar er ekki síst þörf á að bæta úr brýnni þörf ungs

fólks sem nú berst um hverja íbúð sem losnar á leigumarkaði og geldur fyrir uppsprengdu verði.

Þúsundir íbúða á teikniborðinu Í dag liggja fyrir í samþykktu deiliskipulagi víðs vegar um borgina heimildir fyrir um 5.500 íbúðum og hafinn er undirbúningur að skipulagi byggingareita með um 4.000 íbúðum til viðbótar. Í þessum tölum eru ekki meðtalin þróunarsvæði á m.a. Ártúnshöfða og í Skerjafirði. Það eru því metár framundan í byggingariðnaði í borginni ef allt gengur fram eins og áætlanir segja til um. Og veitir ekki af. Spurningin er hins vegar hvort lausnirnar svari að öllu leyti þörfum þeirra sem verst standa. Svæðisskipulag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2030 gerir almennt ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar og að ytri mörk svæðisins haldist að mestu á skipulagstímabilinu. Þétting byggðar er rétt skref og forsenda þess að hægt sé að byggja upp sjálfbært og skilvirkt borgarsamfélag. Um það eru menn almennt sammála. Hins vegar er spurning hvort ekki þurfi að huga að hvoru tveggja í senn; þéttingu samfara ákveðinni uppbyggingu á jaðarsvæðum þar sem hægt væri að byggja einfaldar og ódýrari íbúðir fyrir m.a. ungt fólk. Sú leið myndi þó ekki

leysa þarfir allra því fyrir liggur að unga fólkið kýs fyrst og fremst að búa í eldri hlutum borgarinnar, hvort sem það er að kaupa eða leigja.

Huga þarf að þörfum ungs fólks Í viðtali við Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í þessu Sóknarfæri, kemur fram að nær allar lóðir, sem í boði hafa verið Reykjavík og Kópavogi, eru á þéttingarsvæðum en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ er talsverð uppbygging í jaðri byggðarinnar. Samkvæmt talningu SI hafa aðeins 30-50% úthlutaðra lóða á undanförnum árum verið í útjaðrinum og á árunum 2017-2018 telja samtökin að við blasi enn meiri þétting. Og framkvæmdastjórinn segir: „Hér þurfa sveitarfélögin að gæta að því að áhersla á þéttingu byggðarinnar, svo ágæt sem hún er, valdi því ekki að viðvarandi skortur verði á öðrum byggingarkostum. Það verður því samtímis að gefa byggingaraðilum kost á ódýrari lóðum með minni kvöðum um bílakjallara og þess háttar til að þeir geti sinnt hraðvaxandi eftirspurn eftir ódýrara húsnæði, m.a. fyrir ungt fólk.“

Míla er undirstaða fjarskipta á Íslandi Fjárfestingar í uppbyggingu fjarskiptatenginga á Íslandi hafa verið miklar á síðustu 2-3 árum og verða enn meiri á komandi árum. Míla, sem undirstaða fjarskipta á Íslandi, tekur virkan þátt í þessari mikilvægu uppbyggingu um allt land.

Ljósleiðari til heimila á höfuðborgarsvæðinu Míla leggur nú ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu. Markmið ársins er að ljúka við að tengja 30.000 heimili og geta heimilin þá byrjað að nýta sér tenginguna með því að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og panta þjónustu. Ljósleiðarakerfi Mílu er opið öllum fyrirtækjum sem veita fjarskiptaþjónustu á Íslandi og takmarkar því ekki val notenda um fjarskiptaþjónustu. Míla býður jafnframt fjarskiptafélögum sveigjanlegar aðgangsleiðir líkt og hefðbundið er með opin kerfi. Mögulegur hraði, sem viðskiptavinir Mílu geta boðið notendum á höfuðborgarsvæðinu um Ljósleiðara Mílu, er 100 Mb/s og 500 Mb/s. Frá og með 1. febrúar 2017 verður 1 Gb/s einnig í boði á Ljósleiðara Mílu. Míla hóf tengingu ljósleiðara til heimila í eldri hverfum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Verkefnið er metnaðarfullt og hraðinn við uppbyggingu mjög mikill og hraðari en þekkst hefur hérlendis. Framgangurinn á árinu hefur verið góður og útlit fyrir að áætlanir standist þannig að 30.000 heimili verði tengd fyrir lok árs. Markmið Mílu til lengri tíma er að klára að tengja öll heimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok 2018. Það sem gerir Mílu kleift að ljósleiðaravæða heimili á höfuðborgarsvæðinu eins hratt og raun

ber vitni er sú staðreynd að fyrirtækið á mikið magn af innviðum sem nýtast við verkið. Uppbygging Ljósnets Mílu síðustu ár hefur lagt góðan grunn en með lagningu Ljósnetsins var lagður ljósleiðari í götuskápa í öllum hverfum og því í nágrenni við öll heimili. Þannig á aðeins eftir að bæta við ljósleiðara þann stutta spöl sem eftir er inn á heimilin. Einnig var fjöldi heimila þegar með ljósleiðara frá fyrirtækinu inn í hús, sem aðeins átti eftir að tengja til stöðvar. Til viðbótar á Míla mikið magn af rörum í götum og inn í hús sem aðeins á eftir að blása ljósleiðara í sem lágmarkar vinnu við lagningu þann spöl sem eftir er. Nýting innviða sparar ekki aðeins tíma heldur gerir þetta fyrirtækinu kleift að ljósleiðaravæða heimilin á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot af þeim kostnaði sem annars hefði þurft, t.d. ef þurft hefði að leggja í mikla jarðvinnu sem er langdýrasti hluti svona framkvæmda. Ennfremur lágmarkar eign innviða það jarðrask sem oft fylgir slíkum framkvæmdum.

Ljósleiðari á landsbyggðinni Á sama tíma er lagning ljósleiðara í dreifbýli komin á skrið. Verkefni Fjarskiptasjóðs, „Ísland ljóstengt“ hefur þegar sett af stað verkefni í 14 sveitarfélögum um allt land. Míla hefur komið að mörgum þessara verkefna á margvíslegan hátt. Míla hefur lagt og rekið þá fjarskiptainnviði sem til staðar eru í dreifbýli frá upphafi og hefur því mikla þekkingu og reynslu. Míla hefur einnig lagt og rekið allar helstu ljósleiðarastofnlagnir fjarskipta á Íslandi sem byrjað var að leggja árið 1986. Eins og í þéttbýli á Míla víða innviði sem lagðir hafa verið gegnum tíðina og geta nýst

Míla hóf tengingu ljósleiðara til heimila í eldri hverfum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári.

við að lágmarka framkvæmdakostnað nýrra verkefna. Míla býður sveitarfélögum fjölþætta ráðgjöf við hönnun, uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfa. Míla mun bjóða sína fjarskiptaþjónustu yfir ljósleiðarakerfi í dreifbýli, hvort sem þau eru í eigu Mílu, sveitafélaga eða annarra. Þannig mun Míla í gegnum sitt opna kerfi veita öllum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að þjónustu við notendur allstaðar á landinu. Það er mikilvægt fyrir fjarskipti á Íslandi og öryggi þessarar mikilvægu grunnþjónustu að einn öflugur aðili geti boðið öllum heildstæða þjónustu. Á næstunni mun Míla bjóða þjónustu sína á nokkrum nýjum kerfum í dreifbýli, s.s. í Svalbarðshreppi, Þingeyjarsýslu, Húnavatnshreppi og í dreifbýli sveitafélagsins

Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022, inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík

Blönduós. Nú þegar er þjónusta Mílu í boði á ljósleiðara víða í dreifbýli s.s. í Skagabyggð, Hvalfjarðarstrandarhrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Helgafellssveit, Húnaþingi Vestra, Eyja og Miklaholtshrepp, Eyjafjarðarsveit, Skagafirði og Ásahrepp svo eitthvað sé nefnt. Lagning stofnljósleiðara á Vestfjörðum hefur staðið yfir síðustu tvö ár. Markmiðið var að leggja stofnlögn frá Stað í Hrútafirði til Súðavíkur og ná þannig hringtengingu stofnlagna á Vestfjörðum. Á síðasta ári kláraði Míla að leggja fyrrihluta þess verkefnis, frá Stað i Hrútafirði til Hólmavíkur. Seinni hluti verkefnisins féll svo í hlut Neyðarlínunnar, en Míla hefur komið að því verkefni m.a. með ráðgjöf og hönnun. Til viðbótar

eru notaðir eldri leggir Mílu sem til staðar eru s.s. yfir Steingrímsfjarðarheiði. Míla mun sjá um rekstur þessarar stofnlagnar. Þetta verkefni, sem styrkt er af Fjarskiptasjóði, mun auka öryggi fjarskipta á Vestfjörðum verulega auk þess sem það mun jafnframt nýtast við tengingu íbúa í dreifbýli. Samhliða þessu byggir Míla áfram upp Ljósnet í þéttbýli víða um land sem mun þjóna íbúum og tryggja þeim háhraðatengingu hratt og á hagstæðu verði. Ljósleiðari Mílu og Ljósnet Mílu munu á komandi árum sjá um að veita öllum landsmönnum aðgang að háhraðatengingu með heildstæðum hætti sem stofnlagnir Mílu sjá um að tengja við umheiminn.

Forsíðumynd: Frá nýjum Álftanesvegi. Ljósm. ÍAV/Odd Stefán. Prent­un: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morg­un­blaðsins föstudaginn 11. nóvember 2016.

mila.is


SÓKNARFÆRI  | 3

Öflugur samstarfsaðili Hjá Landsbankanum starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu sem aðstoðar þig við að koma hugmyndum í framkvæmd. Við tökum virkan þátt í uppbyggingu í íslensku atvinnulífi og erum traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


4  | SÓKNARFÆRI

Of fáar lóðir og flókið regluverk Rætt við Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, en samtökin gagnrýna flókið regluverk í kringum byggingariðnaðinn og telja það stuðla að hækkun íbúðaverðs „Höfuðvandinn sem við er að glíma hér á höfuðborgarsvæðinu er að það eru of fáar íbúðir á lausu sem knýr verðið upp samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn. Þá veldur áhersla sveitarfélaganna á þéttingu byggðar því að lítið sem ekkert framboð er á lóðum í jöðrum svæðisins þar sem hægt væri að byggja ódýrari íbúðir. Þetta veldur auðvitað spennu á leigumarkaði og því að ungt fólk á erfitt með að kaupa sér íbúð,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Að mati sérfræðinga SI er nauðsynlegt að byggja 1.500-1.800 íbúðir á ári, bara til að mæta fjölgun landsmanna og eðlilegri endurnýjun, en það gera 6-7 íbúðir á degi hverjum. Hins vegar valda litlar íbúðafjárfestingar undanfarinna ára því að nauðsynlegt er að byggja a.m.k. 10.000 íbúðir í Reykjavík og nágrenni á næstu þremur árum eða svo.

Áhersla á þéttingarsvæði „Það má ekki skilja orð mín svo að ég sé á móti þéttingu byggðar því margvísleg rök eru á bak við þá stefnu sveitarfélaganna sem m.a. kemur fram í svæðisskipulagi þeirra 2015-2040. Reynsla undanfarinna ára sýnir okkur hins vegar að þær íbúðir sem eru reistar inni í byggðinni eru mun dýrari í byggingu. Allt byggingarferlið er flóknara, auknar kröfur eru uppi um aðlögun að byggðinni sem fyrir er og gjarnan eru kröfur um bílastæði undir húsunum sem ýtir auðvitað verðinu upp. Þá hefur eftirspurn eftir slíku húsnæði aukist snarlega frá fólki sem er að minnka við sig og þeirri eftirspurn reyna byggingaverktakar auðvitað að svara. Langmestur vöxtur hefur því verið í byggingu tiltölulega dýrari íbúða og ljóst að efnaminna fólk er ekki að fara að flytja þangað inn,“ segir Almar ennfremur. Nær allar lóðir, sem í boði hafa verið Reykjavík og Kópavogi, eru á þéttingarsvæðum en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ er talsverð uppbygging í jaðri byggðarinnar. Samkvæmt talningu SI hafa 30-50% úthlutaðra lóða á undanförnum árum verið í útjaðrinum og á árunum 2017-2018 telja samtökin að við blasi enn meiri þétting. „Hér þurfa sveitarfélögin að gæta að því að áhersla á þéttingu byggðarinnar, svo ágæt sem hún er, valdi því ekki að viðvarandi skortur verði á öðrum byggingarkostum. Það verður því samtímis að gefa byggingaraðilum kost á ódýrari lóðum með minni kvöðum um bílakjallara og þess háttar til að þeir geti sinnt hraðvaxandi eftirspurn eftir ódýrara húsnæði, m.a. fyrir ungt fólk.“

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Flókið og kostnaðarsamt regluverk í byggingariðnaði er alls ekki til þess fallið að stuðla að lægri byggingarkostnaði, þvert á móti.“

„Langmestur vöxtur hefur því verið í byggingu tiltölulega dýrari íbúða og ljóst að efnaminna fólk er ekki að fara að flytja þangað inn.“

Kostnaðarsamt regluverk Almar Guðmundsson bendir á að um 20% af kostnaði við nýja íbúð liggi í lóðaverðinu. „Það hlýtur að skipta verulegu máli ef hægt er að lækka þennan lið eitthvað en á móti benda auðvitað sveitarfélögin á að þau eru illa í stakk búin að gefa eftir sínar tekjur nú um stundir. Til viðbótar við lóðaverðið renna margvísleg gjöld til sveitarfélagins og má í því sambandi nefna gjöld vegna yfirferðar hönnunargagna, úttektargjöld, fjögur mismunandi veitugjöld, gjöld vegna áfangaúttekta og öryggismála og að lokum skipulagsgjald.“ Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands hafa tekið saman yfirlit sem varpar ljósi á það flókna regluverk sem íslenskur byggingariðnaður býr við og hvernig það stuðlar að sífellt hærra húsnæðisverði. Þar eru tilgreind nokkur dæmi:

Í byrjun tekur við langt og kostnaðarsamt ferli við að afla byggingalóða. Byggjendur þurfa að eiga samskipti við samtals 51 byggingarfulltrúa í landinu en þeir gefa oft misvísandi upplýsingar og sinna leiðbeiningarskyldu sinni með mismunandi hætti. Mikill kostnaður liggur í gerð hönnunargagna og þegar þau liggja fyrir tekur við langt og oft á tíðum strangt ferli þar sem fulltrúar hins opinbera þurfa að skoða allt að 904 atriði! Skila þarf inn gögnum fyrir hvert einasta skref í byggingarferlinu og þau þurfa að vera í tveimur eintökum, undirrituð með eigin hendi hönnuðar. Vilji byggjandi senda sveitarfélagi fyrirspurn áður en gögn eru send inn þarf hann að greiða fyrir það sérstakt umfjöllunargjald. Þannig er áfram talið. „Áður en byggingarleyfið er gefið út þarf að ráða sérstakan byggingarstjóra sem hvorki má vera hönnuður né iðnmeistari við bygginguna. Byggingarstjórinn þarf að útvega meistara á alla verkþætti; húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningarmeistara, blikksmíðameistara, stálvirkjameistara, málarameistara og veggfóðrarameistara. Meðan á byggingartíma stendur þarf að gera 21 sjálfstæða úttekt auk öryggisúttekta áður en mannvirkið er tekið í notkun. Loks þarf enn og aftur að framkvæma lokaúttekt á byggingunni, í síðasta lagi þremur árum eftir að hún hefur verið tekin í notkun og þá er

auðvitað rukkað skipulagsgjald sem nemur 0,3% af brunabótamati.“

Getum gert mun betur „Það hefur vissulega náðst árangur í að einfalda byggingareglugerðir og draga úr kröfum í mannvirkjalögum á síðustu árum. En við getum gert mun betur. Það þarf enn að einfalda regluverkið, deiliskipulagskröfur sveitarfélaganna þurfa að vera sveigjanlegri til að mæta kröfum markaðarins um minni kostnað, verðalgning lóða þarf að taka mið af stærð íbúða og það þarf meiri fjölbreytni í skipulagsvinnuna þannig að nægt framboð verði af lóðum á þéttingarsvæðum og í jaðri byggðar. Þá er hægt að stuðla að styttri framkvæmdatíma og minni fjárbindingu byggingaraðila með því að gera allt eftirlit með byggingum skilvirkara og hraðara en nú er. Almar leggur áherslu á að mikilvægt sé að vanda vel til verka og koma verði í veg fyrir fúsk í nýbyggingum. „Hins vegar má eitthvað á milli vera og við teljum ekkert vandamál að einfalda þessa ferla alla án þess að draga úr kröfum um gæði bygginganna. Flókið og kostnaðarsamt regluverk í byggingariðnaði er alls ekki til þess fallið að stuðla að lægri byggingarkostnaði, þvert á móti.“

Nær allar lóðir, sem í boði hafa verið Reykjavík og Kópavogi, eru á þéttingarsvæðum en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ er talsverð uppbygging í jaðri byggðarinnar.

si.is


SÓKNARFÆRI  | 5


6  | SÓKNARFÆRI

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að áherslur í samgönguáætlun um aukið fé til viðhalds þjóðvegakerfisins gangi eftir:

Hundruð milljarða fjárþörf á næstu árum „Við stöndum frammi fyrir miklum verkefnum í vegakerfinu og það er vissulega þörf á einhvers konar þjóðarátaki til að bæta úr á komandi árum og áratugum. Samgöngur eru ein af grunnstoðum í samfélaginu og snerta fjölmarga þætti út um allt land; atvinnusvæði, skólaakstur, heilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Í aðdraganda kosninga bar talsvert á umræðu um samgöngumálin en það er undir pólitískum ákvörðunum komið hvort og þá hve miklu verður bætt í hvað samgöngumálin og vegakerfið varðar á komandi árum. En verkefnin eru brýn víða um land,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri um stöðu þjóðvegakerfis landsmanna, nú þegar átta ár eru liðin frá hruni og þrengt hefur verið að fjárveitingum til nýframkvæmda og viðhalds vega um margra ára skeið. Segja má að þörf sé á fjármagni til framkvæmda hvert sem litið er í vegakerfinu, bæði nýframkvæmda og viðhalds, og einnig til þjónustunnar. Malarvegir eru enn stór hluti vegakerfis landsmanna. Hreinn bendir einnig á einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, sér í lagi á Suðurlandi og Suðausturlandi og loks er það sá stóri hluti vegakerfisins sem búið er að leggja á bundið slitlag. Stórir kaflar síðastnefndu veganna hafa dregist svo aftur úr í viðhaldi síðustu ár að ekki aðeins er slitlag að gefa sig heldur burðarlag veganna að skemmast. „Við erum því illa stödd með ákveðinn hluta af vegakerfinu en ekki vegakerfið í heild. Ég get ekki litið svo á,“ segir Hreinn. „Ákveðnir kaflar vega með bundu slitlagi og malarvegirnir hafa ekki fengið það viðhald og umönnun á síðustu árum að þessir vegir geti talist í viðunandi ástandi. Á Suðurlandi og Suðausturlandi er t.d. víða orðið skert burðarþol, skemmdir í köntum og fleira sem er til marks um ástandið og má benda á þjóðgarðinn á Þingvöllum og veginn milli Gullfoss og Geysis sem dæmi. Þetta er það svæði þar sem mesta umferðaraukningin hefur verið, að stórum hluta er um að ræða umferð ferðamanna árið um kring. Sem dæmi má nefna að við Lómagnúp hefur orðið 40% aukning umferðar á aðeins tveimur árum. Það segir okkur að aukinn umferðarþungi nær allt austur að Jökulsárlóni.“

Umferðaröryggi víða mesta áhyggjuefnið Óslétt yfirborð slitlagsveganna, skemmdir í köntum og það hversu mjóir flestir þessara vega eru snerta umferðaröryggi sem Hreinn segir vera eitt stærsta áhersluefni í starfi Vegagerðarinnar. „Aflögun í yfirborði veganna og hjólför eru skýr merki um mikla umferð og myndast af aukinni umferð fólksbíla en þó sér í lagi af þungaumferðinni, bæði flutningabílum og rútum. Stóru bílarnir slíta vegum margfalt á við fólksbílana. Það má segja að mikil fjölgun fólksbílanna á vegunum sé fremur ógn við umferðaröryggið og víða höfum við meiri áhyggjur af þeim þætti fremur en ástandi veganna sjálfra,“ segir Hreinn. Hann nefnir í þessu sambandi þá tilhneigingu margra erlendra ferðamanna að stöðva bíla fyrirvaralaust á vegum, fara út og taka myndir af dýrum eða landslagi. Þetta atriði hefur mikið verið rætt og Hreinn segir Vegagerðina stöðugt vinna að því að fjölga útskotum og bregðast við með ýmsum hætti. „Í nágrannalöndunum þekkja menn ekki

Ástand malarvega er víða orðið mjög bágborið en vegamálastjóri vonast til að hægt verði að bæta verulega úr á næsta ári, gangi fyrirheit í samgönguáætlun eftir í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Fjársvelti til vegakerfisins síðustu ár hefur orðið til þess að burðarlag uppbyggðra vega með bundnu slitlagi er byrjað að skemmast. Þetta á ekki hvað síst við um vegarkafla á Suðurlandi.

Nýframkvæmdaþörf næstu áratuga er af Vegagerðinni talin kosta um 400 milljarða og kostnaður við viðhald vega og þjónustu nánast aðra eins fjárhæð.

fleiri þætti sem stuðlað gætu að auknu umferðaröryggi.“

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

þetta mynstur úti á vegunum held ég, þ.e. að fólk stöðvi bílana fyrirvaralítið þannig að þetta virðist nánast einskorðast við Ísland. Síðan eigum við stöðug samtöl og samstarf við Samgöngustofu og bílaleigurnar um leiðir til að auka fræðslu og leiðbeiningar til erlendra ökumanna, merkingar við vegi og

Malarvegirnir hafa setið eftir Hreinn segir að frá hruni hafi malarvegir nánast setið hjá hvað viðhald varðar þar sem viðhaldsfé hafi verið af mjög skornum skammti. „Áhersla okkar hefur verið sú að verja fjárfestingu undanfarinna áratuga í uppbyggðum vegum með bundnu slitlagi og lágmarka skemmdir á burðarlagi þeirra eins og kostur er. Á malarvegunum er þetta meira spurning um yfirborðslagið, þ.e. að eitthvert efni sé til að hefla og rykbinda og því er svo komið mjög víða að þetta yfirborðslag er búið. Nýja möl þarf að bera í malarvegi með vissu árabili en malarvegunum má ná í mun betra horf á skömmum tíma með því að bera ofan í þá. Aftur komum við að öryggismálunum í þessu sambandi og sjá má mörg slys erlendra ferðamenna á undanförnum árum vegna þess að ökumenn kunna ekki að aka á þessum vegum. Vissulega á það líka við um marga Íslendinga. Ég vonast til að með betra ástandi malarveganna getum við dregið að einhverju leyti út tíðni óhappa á þessum vegum en seint komið alveg í veg fyrir þau,“ segir Hreinn.

Hundruða milljarða þörf á næstu áratugum Vegagerðin hefur áætlað að nýfjárfestingaþörf í vegakerfinu næstu áratugina sé um 400 milljarðar króna og segir Hreinn að viðhalds- og þjónustuþörfin sé hátt upp í að vera svipuð fjárhæð á sama tíma. Á nýsamþykktri samgönguáætlun á Alþingi er gert ráð fyrir 9 milljörðum króna í viðhaldsfé árlega næstu tvö ár og þó sú tala sé lítil í þessum samanburði þá segir Hreinn hana engu að síður vera mikla innspýtingu miðað við síðustu ár. „Þetta er hækkun viðhaldsfjár úr 6 milljörðum í 9 milljarða á ári og það er umtalsverð viðbót. Ég vek hins vegar athygli á að þessir fjármunir eru engan veginn í hendi því ný ríkisstjórn á eftir að koma fram með sitt fjárlagafrumvarp og þá fyrst kemur í ljós hvort þessari áherslu í samgönguáætlun verður fylgt eftir,“ segir Hreinn og vonast eftir að víða um land verði vart við meira viðhald vega á næsta ári en verið hefur síðustu ár. „Eins og ég lýsti áðan er mikil þörf í viðhaldi vega með bundnu slitlagi víða á Suður- og Suðausturlandi og á afmörkuðum köflum í öðrum landshlutum, en ég vonast til að líka verði hægt að bæta úr ástandi yfirborðs malarveganna vítt og breitt um landið.“


SÓKNARFÆRI  | 7

Atlas Weycore skotbómulyftarinn endurspeglar mikla ástríðu, áhrifamikla tækni og þýsk gæði.

Þyngd

Afl

Lyftihæð

4.65 metrar

ÖFLUGT FJÖLNOTATÆKI MEÐ ALLT AÐ 40 KM HÁMARKSHRAÐA LIÐSTÝRÐ ÞÝSK HJÓLASKÓFLA MEÐ SKOTBÓMU Aflmikill drifbúnaður

Weycor hjólaskóur eru búnar framúrskarandi díselvélum sem sameina mikið a og byggja á krefjandi umhver í mengun.

Aðskilinn skriðpetall Í samanburði við hefðbundinn samstæðan bremsu/skrið petal er Weycor með aðskildinn skriðpetal sem kemur í veg fyrir að virkja aðalbremsu óvart.

Þægilegt stýrishús

Til viðbótar einstöku útsýni allan hringinn í hjólaskóunni, er öllum stjórntækjum frábærlega vel komið fyrir og öll hönnun á vinnuvistfræði eins og best er á kosið.

NÝ DEUTZ DÍSELVÉL Ný vatnkæld fjögurra strokka línu díselvél með kælingu á afgasi, með eða án túrbínu. og fáanleg með eða án kælingar á inntakslofti. Með því að nota DVERT hvarvakút (DOC) næst fram viðhaldsfrítt umhver við mismunandi aðstæður. Amikil tölvustýrð inn innspýting á eldsneyti með kælingu á afgasi skilar hámarks vélarai, mikilli hagkvæmni í olíueyðslu og lítilli mengun. Mjög gott kaldstart við krefjandi aðstæður.

Weycor þýskar liðstýrðar hjólaskóflur og valtarar frá 2 til 14 tonn

ÁSAFL

Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður Sími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is


8  | SÓKNARFÆRI

Loks grafið beggja vegna í Vaðlaheiðargöngum Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.

Í fyrsta sinn frá því framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust í júlí 2013 er nú grafið á tveimur stöfnum samtímis, bæði frá Fnjóskadal og Eyjafirði. Í heild eru um 900 metrar eftir þar til slegið verður í gegn en sem kunnugt er hefur framkvæmdin dregist talsvert á langinn. Upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu tekin í notkun í lok ársins 2016 en vonir standa til að hægt verði að opna þau snemma árs 2018. Nú er miðað við að gegnumslag verði í janúar næstkomandi.

Grafið á ný í Fnjóskadal Sem kunnugt er urðu talsverðar tafir í framkvæmdunum þegar stór heitavatnsæð opnaðist í göngunum Eyjafjarðarmegin í febrúar 2014 og í apríl í fyrra varð að hætta greftri Fnjóskadalsmegin þegar komið var í mjög laust efni í misgengi sem hrundi inn í göngin og í kjölfarið kom mikið vatnsinnrennsli þannig að dælukerfi verktaka hafði ekki við rennslinu og hluti ganganna sem hallar niður á við fylltust af köldu vatni. Greftri var því sjálfhætt og borvagn fluttur aftur yfir til Eyjarfjarðar. Þegar úr rennslinu dró hófust dælingar og síðan undirbúningur fyrir framkvæmdir á hrunsvæðinu. Til að komast í gegnum hrunsvæðið í misgengissprungunni var ákveðið að nota svokallað pípuþak ásamt öðrum hefðbundnum bergstyrkingum með steypu og stálbogum. Þetta er tækni sem beitt er í þessum aðstæðum í gangagerð víða um heim en hefur ekki áður verið notuð hér á landi. „Það má segja að annars vegar þetta hrun og vatn í göngum Fnjóskadalsmegin og svo almennt þörf á meiri bergþéttingum en ætlað var hafi orsakað bæði þá töf sem orðin er á gangagreftrinum sem og að stærstum hluta þann kostnað umfram upphaflegar áætlanir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, en fyrir hálfum mánuði lauk vinnu við pípuþakið og jarðgagnamenn hófust handa á nýjan leik við gröft í Fnjóskadal. Valgeir segir að mjög varlega verði farið í greftri á meðan stafninn þokast frá hrunsvæðinu en síðan er reiknað með að sprengt verði af fullum krafti og unnið eins hratt og mögulegt er til að ná gegnumslagi sem fyrst. Opnun rúmu ári eftir gegnumslag Í lok október var búið að grafa um 88% af göngunum og minna en 900 metrar eftir af jarðgangagreftri. Meðalhraði í jarðgangagerð á Íslandi er um 40-60 metrar á viku á stafni.

Nýr vegur við gangamunnann Eyjafjarðarmegin hefur verið tekinn í notkun en hann tengir við leiðina norður Svalbarðsströnd og til Grenivíkur.

Tímamót urðu á dögunum þegar sprengt var á ný í göngunum Fnjóskadalsmegin en það hefur ekki verið gert síðan göngin fylltust af köldu vatni vorið 2015. Þar með er nú grafið á tveimur stöfnum samtímis í fyrsta skipti frá því framkvæmdir hófust.

Fyrri hluta árs 2016 gekk frekar hægt eða um 30 metrar á viku vegna tíðra bergþéttinga en eftir það dró talsvert úr vatnsgangi og bergþéttingu. Síðustu 6 vikur hefur graftarhraðinn Eyjafjarðarmegin verið um um 60 metrar á viku og farið upp í 80 metra á viku. Valgeir vonast til að sú þróun haldi áfram allt til enda og að sá hraði, sem var í greftri Fnjóskadalsmegin áður en misgengishrunið varð, náist á ný. „Gangi þetta eftir gæti gegnumslagið orðið fljótlega eftir áramót jafnvel fyrr ef allt gengur upp,“ segir Valgeir. Unnið hefur verið í sumar og haust í vegagerð beggja vegna gagnanna og ný vegtenging við leiðina norður Svalbarðsströnd, Grenivíkurvegur hefur verið tekin í notkun. Eftirvinna inni í jarðgöngum við frárennsli, vatnsklæðningar, burðalög vegar, raflagnir og tæknivinnu hefst strax og lokastyrkingum lýkur. Þá er einnig eftir að steypa vegskála og fullklára vegagerð utan ganga. Gert var ráð fyrir um 12-14 mánaða vinnu í lokafrágangi en Valgeir segir nú unnið að endurmati þeirra verkþátta með það að markmiði að stytta þann tíma og lækka stofnkostnað. „Við leggjum allt kapp á að flýta því sem mest að taka göngin í notkun en stærsta óvissuþættinum í svona framkvæmd er rutt úr vegi þegar gegnumslag næst,“ segir hann.


SÓKNARFÆRI  | 9

Nýtt gæðaflot frá BM Vallá Nú getur þú fengið flot í bestu gæðum hjá BM Vallá auk fyrsta flokks þjónustu við verkið. Mikil afköst og hagkvæmur kostur í stórar og litlar framkvæmdir.

PIPAR\TBWA • SÍA • 165215

Mikil gæði og góðir floteiginleikar

Hægt er að fylla á flotsíló á meðan dæling fer fram og tryggir það góð afköst.

Slitsterkt og endingargott flot með góða vinnslueiginleika, sem hentar í flestar gerðir bygginga.

Fagmenn okkar ráðleggja þér með val á réttu efnunum og veita fyrsta flokks þjónustu. Hafðu samband í síma 412 5040 eða á sala@bmvalla.is

bmvalla.is


10  | SÓKNARFÆRI

Viðlagatrygging vill betri upplýsingar um opinber mannvirki Viðlagatrygging Íslands hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fá upplýsingar um nýframkvæmdir og endurbætur á opinberum mannvirkjum sem tryggð eru lögum samkvæmt hjá stofnuninni. Hefur meðal annars verið brugðið á það ráð að skipuleggja heimsóknir til viðkomandi aðila til að fara yfir stöðu mála og hafa heimsóknir sem nú standa yfir til sveitarfélaga á Suðurlandi þegar skilað árangri. „Það eru því miður dæmi um að það hafi orðið talsvert tjón á opinberum mannvirkjum, þar sem Viðlagatrygging gat ekki greitt bætur af því að vátrygging var ekki í gildi fyrir viðkomandi mannvirki,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar í samtali við Sóknarfæri og áréttar að sameiginlegir hagsmunir allra séu að réttar upplýsingar liggi fyrir. Árlega eru send bréf til eigenda opinberra mannvirkja þar sem tengiliðir sveitarfélaga eru hvattir til að skila inn upplýsingum um nýbyggingar og viðbætur við opinber mannvirki, en því miður eru heimtur á þeim upplýsingum ekki alveg nógu góðar. Ástæður þess geta m.a. orsakast af mannaskiptum hjá sveitarfélögunum og einnig getur verið að þeir sem beri ábyrgð á upplýsingagjöfinni séu ekki alltaf meðvitaðir um hversu miklu máli það skipti að viðkomandi upplýsingar séu réttar þegar náttúruhamfarir eiga sér stað – svo réttar bætur fáist greiddar.

Unnið er að breytingum á fyrirkomulagi skráningar og innheimtu vátryggingaiðgjalda opinberra mannvirkja hjá Viðlagatryggingu. „Heimsóknirnar til sveitarfélaganna eru liður í því átaki og mikilvægt að styrkja tengslin við þau,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar.

Mikilvægt að styrkja tengslin Unnið hefur verið að breytingum á fyrirkomulagi skráningar og innheimtu vátryggingaiðgjalda opinberra mannvirkja hjá Við-

787 7%

Frá Hvolsvelli. Suðurlandsundirlendið er annað af helstu jarðskjálftasvæðum Íslands og þar urðu stórir jarðskjálftar árin 2000 og 2008 Ljósm. Rangárþing eystra/Þorsteinn Jónsson. sem ollu miklu eignatjóni. 

2.281 21% 7.794 72%

 Fasteignir  Lausafé  Opinber mannvirki

Vátryggð verðmæti hjá Viðlagatryggingu Íslands nema alls um 10.000 milljörðum íslenskra króna. Stærstur hluti þeirra eru fasteignir eins og sjá má á þessari mynd.

Hlutverk Viðlagatryggingar Íslands Viðlagatrygging Íslands er í eigu íslenska ríkisins og tók til starfa 1. september 1975. Viðlagatrygging er lögbundin náttúruhamfaratrygging sem bætir beint tjón af tryggðum eignum af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Viðlagatryggingin bætir ekki tjón af öðrum völdum, t.d. ofsaveðurs.

Hvað er vátryggt?  Allar fasteignir á Íslandi  Lausafé sem er brunatryggt hjá almennum vátryggingarfélögum  Hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs  Hafnarmannvirki í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs  Raforkuvirki, þar á meðal dreifikerfi, stíflur og veitumannvirki í eigu hins opinbera  Síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera  Brýr sem eru 50 m eða lengri og skíðalyftur

Fundum Viðlagatryggingar með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi miðar vel. Hér fara Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri og Jón Örvar Bjarnason byggingaverkfræðingur yfir málin með fulltrúum Hornafjarðar, þeim Vigni Júlíussyni, forstöðumanni Hornafjarðarhafna, Ólöfu Ingunni Björnsdóttur fjármálastjóra, Birgi Árnasyni bæjarverkstjóra og Gunnlaugi Róbertssyni skipulagsstjóra.

lagatryggingu frá árinu 2012. Voru m.a. haldnir fundir með veitu- og orkufyrirtækjum landsins og í framhaldinu hefur átt sér stað endurskoðun á vátryggingarverðmætum veitu- og orkumannvirkja. „Nú erum við að heimsækja sveitarfélög og fara yfir vátryggingastofninn, sérstaklega hvað varðar hafnarmannvirki og veitur, til að átta okkur á því hvort allar nýframkvæmdir og endurbætur á opinberum mannvirkjum hafi verið færðar til bókar, ef svo má að orði komast, enda allra hagur að við höfum sem réttastar upplýsingar,“ segir Hulda. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að styrkja tengslin við sveitarfélögin þannig að hlutverk Viðlagatryggingar í endurreisn byggðar og/ eða byggðalaga í kjölfar meiriháttar náttúruhamfara takist sem best. „Því betur sem aðilar eru upplýstir um réttindi og skyldur, þeim mun betur mun samstarfið ganga þegar mikið liggur við.“

Heimsóknir hafnar á Suðurlandi Í fyrsta áfanga heimsækir starfsfólk Viðlagatryggingar sveitarfélögin á Suðurlandi. Heimsóknirnar hófust í byrjun þessa mánaðar og er ætlunin að heimsækja flest sveitarfélög frá Ölfusi að Höfn í Hornafirði nú í nóvember. „Við ákváðum að byrja ferðalag okkar á Suðurlandi því þar hefur orðið mest eignatjón af völdum náttúruhamfara á síðustu árum. Suðurlandsundirlendið er annað af helstu jarðskjálftasvæðum Íslands og þar urðu stórir jarðskjálftar árin 2000 og 2008 sem ollu miklu eignatjóni. Virkar eldstöðvar eru á Suðurlandi, frá Heklu í vestri allt austur að Vatnajökli í austri, og skemmst er að minnast eldgosanna í

 Jarðskjálftar að stærðinni M6 eða meira frá árinu 1700  Eldfjöll sem hafa verið virk á síðustu 100 árum

Helstu áhættusvæði vegna jarðskjálfta og eldgosa. Hér má sjá stærstu sögulegu jarðskjálfta á Íslandi allt aftur til ársins 1700 ásamt þeim eldstöðvum sem hafa verið virkar á síðustu 100 árum.

Eyjafjallajökli árið 2010 og í Grímsvötnum 2011. Þetta er svæði þar sem sagan segir okkur að náttúran getur verið ansi óblíð. Í framhaldinu ætlum við okkur að heimsækja aðra hluta landsins, enda er náttúrvá á Íslandi síður en svo einskorðuð við Suðurland,“ segir Hulda Ragnheiður. Aðspurð segir hún þau hvarvetna hafa mætt velvilja af hálfu starfsfólks þeirra sveitarfélaga sem búið er að heimsækja og það sé sameiginleg niðurstaða allra að brýnt sé að koma skráningu opinberra mannvirkja í lag.

„Í mörgum tilfellum skortir verulega á upplýsingagjöfina, bæði vegna endurbóta og nýrra framkvæmda, en miðað við móttökurnar á fundunum hef ég fulla trú á að bætt verði úr upplýsingagjöfinni á næstunni,“ segir Hulda og nefnir m.a. ljósleiðarakerfi sem lögð hafa verið víða á síðustu misserum sem dæmi um eignir sem mörgum var ekki kunnugt um að beri að vátryggja hjá Viðlagatryggingu Íslands. vidlagatrygging.is


SÓKNARFÆRI  | 11

Stólpi Gámar

fyrir atvinnulífið

Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk og vinnu- og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0

www.stolpigamar.is

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði


12  | SÓKNARFÆRI

Suðurflug og Silfurhliðið Suðurflug – South Air Iceland er býsna umfangsmikið fyrirtæki í starfsemi Keflavíkurflugvallar og í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsemin er samt á sinn hátt vel varðveitt leyndarmál hérlendis, án þess aðstandendur félagsins missi svefn yfir því. Viðskiptavettvangurinn er nefnilega veröldin öll utan Íslands og Suðurflug kynnir sig einvörðungu og myndar viðskiptatengsl á erlendum sölusýningum, í fagtímaritum og af orðsporinu úti í hinum stóra heimi. Núna í júlíbyrjun 2016 urðu kaflaskipti í starfseminni þegar Suðurflug var flutt úr alltof litlu og óhentugu húsi í byggingu sem fyrst var flugstöð Bandaríkjahers og síðar aðsetur herlögreglunnar. Flutningurinn var langþráður og starfsmenn Suðurflugs unnu baki brotnu á frívöktum með iðnaðarmönnum vikum saman að því að mölva niður veggi, reisa nýja og standsetja væntanlegan vinnustað sinn. ISAVIA á húsið en Suðurflug leigir það allt og hyggst endurleigja að hluta – ekki samt flugturninn. Hann verður gerður upp síðar sem betri stofa fyrir gesti Suðurflugs. Það er punkturinn yfir i-ið.

Davíð Jóhannsson framkvæmdastjóri og Þórdís Sigtryggsdóttir fjármálastjóri, hjón og stærstu eigendur Suðurflugs til vinstri. Til hægri Björn Stefánsson, vaktstjóri og einn af eigendum félagsins.

Kíkt í gestabækur Gestabækur Suðurflugs segja mikla sögu. Þar er að finna eftirfarandi dæmi um kunnugleg nöfn heimsþekktra viðskiptavina félagsins. Sumir lenda aftur og aftur og hverfa af landi brott án þess að nokkur maður viti af þeim hér – nema þögulir starfsmenn Suðurflugs.  Andrea Bocelli  Antonio Banderas  Clint Eastwood  Eric Clapton  Friðrik, krónprins Danmerkur H  araldur Noregskonungur  John Travolta  Margrét Danadrottning  Mick Jagger  Mikhaíl Gorbatsjov  Olivia Harrison  Plácido Domingo  Ringo Starr  Yoko Ono

Flugstöð Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli og Davíð framkvæmdastjóri.

Kóngarnir Clapton og Haraldur Suðurflug er hvorki flugfélag né ferðaskrifstofa heldur þjónustufyrirtæki fyrir 80% af annarri umferð á Keflavíkurflugvelli en farþegaflugi. Þar er átt við viðskiptajöfra á einkaþotum, ferjuflug, sjúkraflug milli heimsálfa, hervélar og síðast en ekki síst þjóðhöfðingja og ýmis önnur stórmenni,

heimsþekkta rokktónlistarmenn og kvikmyndastjörnur; ríka og fræga fólkið yfirleitt. Allir þessir viðskiptavinir ganga um hlað og gólf Suðurflugs í friði og ró innan flugvallargirðingar, fjarri heimsins glaumi, skríkjandi aðdáendum og ljósmyndurum með aðdráttarlinsur. Enginn óviðkomandi kemst að þessum gestum þarna. Haraldur Noregskóngur og

metal@metal.is

Eric Clapton rokkkóngur hittust til dæmis á Íslandi, þökk sé Suðurflugi, ræddu málin og hrifust mjög hvor af öðrum. Margrét Danadrottning rennir svo oft í hlað á leið yfir Atlantshafið að hún þekkir starfsmenn Suðurflugs vel og heilsar þeim með fornafni. John Travolta flýgur sjálfur og lendir margsinnis í Keflavík. Engum sérstökum tíðindum sætir að rekast á hann við kaffikönnuna í móttökusal Suðurflugs. Ítalski tenórinn Andrea Bocelli millilenti til að rétta úr sér og spurði hvort Suðurflug gæti útvegað sér eitthvað til að liggja á og hvílast á gólfi þotunnar sinnar. Starfsmaður reddaði dýnu úr Rúmfatalagernum og stórsöngvarinn hélt glaður áfram ferð sinni yfir hafið.

Ný landamærastöð opnuð í nóvember – Silfurhliðið „Við flutning í nýja flugstöðvarhúsið fengum við loksins fast land undir fætur og núna 15. nóvember verða önnur tímamót á sama árinu þegar ISAVIA flytur flugvallarhliðið og tengda starfsemi í hluta neðri hæðar byggingarinnar þar sem eru höfuðstöðvar okkar. Þetta fyrirkomulag verður til mikilla þæginda fyrir starfsemi Suðurflugs og annarra sem þurfa að fara um landamærastöðina inn og út af flugvellinum. Við tölum gjarnan um „Gullna hliðið“, aðalhlið flugvallarins við Leifsstöð. „Silfurhliðið“ er hins vegar það sem við fáum sem granna í nóvember,“ segir Davíð Jóhannsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Suðurflugs. Hann tók við rekstri félagins í ársbyrjun 2000, keypti 90% í félaginu 2007 en á nú tæplega helming á móti tveimur öðrum yfirmönnum hjá Suðurflugi, Birni Stefánssyni og Kristbirni Albertssyni; Arngrími Jóhannssyni flugstjóra, bróður sínum; og Hermanni Friðrikssyni framkvæmdastjóra. Hlýlegt viðmót er besta kynningin „Við komumst í gegnum bankahrun með félagið og síðan eldgos í tvígang og lifum af samdrátt í starfseminni í öll skiptin. Um-

Fróðleikspunktar Suðurflug afgreiðir að jafnaði um 6 flugvélar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli árið um kring. Til Íslands koma um 10.000 manns á ári í vélum á vegum Suðurflugs (farþegar og flugliðar). Þar af gista um 2.500 manns í tvær nætur eða oftar. Gestirnir kaupa þjónustu og skapa mörgum íslenskum fyrirtækjum tekjur: Þeir fara á veitingahús, leigja bíla (oft límósínur!), rútur, flugvélar og þyrlur, fá leiðsögumenn og kaupa mat til að taka um borð áður en þeir halda áfram för sinni austur eða vestur um haf. svifin hafa aukist síðan þá ár frá ári en samt ekki náð því sem var fyrir hrun. Við höfum öflugt og reynt starfsfólk með margra ára starfsreynslu að baki og það veður nánast eld og brennistein til að við náum þeim árangri sem raun ber vitni um! Íslandsbanki sýnir okkur traust og stendur með okkur og samstarf við Park Inn hótel í Keflavík skiptir miklu máli líka,“ segir Davíð. „Viðskiptin byggjast á persónulegu trausti og trúnaði. Við höfum skipt við sömu fyrirtækin árum saman og hingað koma sömu flugmennirnir með sömu áhafnirnar aftur og aftur. Það breytir öllu að þeir hitti alltaf fyrir fólk hér sem þeir þekkja og treysta. Við settum upp aðstöðu á Akureyrarflugvelli líka að ósk viðskiptavina sem vildu geta farið þangað beint, til dæmis í veiði að sumarlagi eða á skíði að vetri til. Sömuleiðis höfum við leyfi til að taka á móti viðskiptavinum á Egilsstaðaflugvelli. Í þessum bissness er þjónustulundin aðalatriðið. Við kappkostum að sýna viðskiptavinum okkar áhuga og virðingu, þjóna þeim hlýlega og aðstoða á alla lund. Slíkt viðmót er verðmætasta kynningin sem við fáum þegar upp er staðið.“ southair.is


SÓKNARFÆRI  | 13

Allt fyrir kælingu & frystingu fyrir veitingamarkaðinn, verslanamarkaðinn, sjávarútveginn, matvælaiðnaðinn og í raun alla sem þurfa á kælingu og frystingu að halda.

Afgreiðslu- & kökukælar

Hraðopnandi kæli- & frystiklefahurðir

Kæli- & frystikerfi

Hraðkælar & frystar

Klakavélar

Kæli- & frystitæki veitingamarkaðinn

Plaststrimlar í kæli- & frystiklefa

Hillukælar

Loftkæling

R auðag

erði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800

· www .k a e

Hillur í kæli- & frystiklefa

fyrir

Blandarar fyrir veitingastaði og stóreldhús

Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður

litae kni.

Okkar þekking nýtist þér


14  | SÓKNARFÆRI

Fjölþætt nýting og nýsköpun „Auðlindanýting á Reykjanesi er mikil bæði við Reykjanesvirkjun og í Svartsengi. „Leiðarljós okkar hjá HS Orku er að það sé enginn úrgangur frá okkar starfsemi, allt sem við erum með í höndunum er einhvers virði,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Auðlindagarðurinn – samfélag án sóunar „Við erum ekki bara að framleiða rafmagn og heitt vatn heldur margt annað sem leiðir af sér starfsemi sem byggð er upp í nágrenni við orkuverin. Þetta samfélag, sem er byggt upp af nokkrum merkilegum fyrirtækjum, köllum við Auðlindagarðinn. Í Auðlindagarðinum eru fyrirtæki sem hafa vaxið upp í kringum orkuvinnsluna. Þekktasta dæmið er Bláa lónið sem er hreint og beint afsprengi orkuvinnslunar í Svartsengi. Einnig get ég nefnt fyrirtæki eins og Carbon Recycling sem framleiðir hreint umhverfisvænt metanol til íblöndunar í eldsneyti, en allt þeirra hráefni kemur frá orkuverinu í Svartsengi og einnig Orf Líftækni, hátækni gróðurhús í Grindavík sem framleiðir mjög verðmætar afurðir. Þá get ég nefnt Northern Light Inn hótelið, sem er rétt við orkuverið í Svartsengi. Gestir þess sjá verið út um stofugluggann og þeir eru almennt mjög ánægðir með það. Loks má nefna tvö fiskþurrkunarfyrirtæki sem heita Haustak og Háteigur og einnig Stolt Sea Farm úti á Reykjanesi sem er hátæknifiskeldi sem nýtir volgan kælisjó frá Reykjanesvirkjun til framleiðslu á Senengalflúru. Öll þessi fyrirtæki eru að nýta auðlindastrauma frá orkuverunum okkar í Svartsengi og á Reykjanesi.“ Ásgeir bendir á að árið 2014 hafi Gamma unnið skýrslu um áhrif Auðlindagarðsins á Reykja-

Bláa lónið er glæsilegt dæmi um beint afsprengi orkuvinnslunar í Svartsengi.

Djúpborunin á Reykjanesi er einstakt rannsóknar- og þróunarverkefni og í fyrsta sinn í veröldinni sem hefur verið borað svo djúpt við þær aðstæður sem þar eru. Áformað er að bora niður á 5.000 metra dýpi.

nesskaga. „Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhöfunda velta fyrirtæki í Auðlindagarðinum rúmum 20 milljörðum á ári sem nemur um 1% af vergri landsframleiðslu. Þarna á sér því stað alveg ótrúleg verðmætasköpun og áhrif Auðlindagarðsins voru mjög mælanleg á atvinnustig á Suðurnesjum árin eftir hrun samkvæmt skýrslunni. Í Auðlindagarðinum eru fyrirtæki sem almennt borga hærri laun en gengur og gerist og hann hefur mælanleg áhrif á þjóðarhag, svo mikil eru útflutningsverðmæti þessara afurða. Af þessari vinnu erum við stolt og munum halda áfram á þessari braut. Og enn er starfsemi Auðlindagarðsins vaxandi,“ segir Ásgeir.

Dýpsta hola landsins boruð „Djúpborunin er verkefni sem á sér sögu aftur til síðustu aldamóta þegar upp kom áhugi á að vita hvað er fyrir neðan jarðhitakerfin sem við erum að vinna á í dag. Þá var komið á formlegu samstarfi orkufyrirtækjanna á Íslandi, Orkustofnunar og fleiri aðila. Borað var í Kröflu árið 2009 en á 2.100 metra dýpi var borað í kvikuhólf. Núna er HS Orka að bora djúp-

BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR · Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré. · Mikið úrval efna, áferða og lita. · Framleiðum eftir óskum hvers og eins. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði.

Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. „Smásölumarkaðurinn er nú að vaxa um u.þ.b. 30 megawött á ári og er sú orka ekki til í kerfinu til framtíðar. Til að tryggja hana þarf að virkja.“

borunarholu númer tvö á Reykjanesi. Við tókum til notkunar í það verkefni vinnsluholu sem var 2.500 metra djúp. Hún var fyrst dýpkuð niður í 3.000 metra og þá var sett í hana fóðring, stálrör frá toppi til botns og það steypt fast í bergið. Þaðan er borað og er holan,

þegar þetta er skrifað, rúmlega 3.850 metra djúp og þar með dýpsta borhola landsins. Það er búið að taka upp úr henni kjarnasýni, berg af 3.700 metra dýpi og aldrei áður hefur fengist sýni svo djúpt úr jörðu. Svo er áformað að bora áfram niður á 5.000 metra dýpi.“ Gert er ráð fyrir að það muni taka út árið að ljúka boruninni. Síðan mun taka eitt til tvö ár að komast að því hvað af þessu leiðir. Að sögn Ásgeirs væri besta útkoman að geta virkjað yfirhitaða gufu, ef svo má segja, til raforkuvinnslu. „Það þýðir að í hverju kílói af vökva eða gufu sem kemur til yfirborðs er hærra orkuinnhald en við erum að vinna með í dag, sem þýðir að fyrir eitthvert tiltekið orkumagn sem þarf að framleiða, þurfum við minna landsvæði og þar með minni umhverfisáhrif. Og vonandi leiðir þetta til minni kostnaðar við orkuvinnslu í framtíðinni. Þetta er rannsóknar- og þróunarverkefni og í fyrsta sinn í veröldinni sem svona lagað hefur verið gert; að bora svona djúpt við þessar aðstæður. Ef holan gefur ekki af sér framleiðslu með þessum hætti, gæti hún hugsanlega verið nýtt til þess að dæla vökva niður undir núverandi vinnslusvæði til að viðhalda jafnvægi í gufubúskapnum. Þar fyrir utan lærum við altént mjög mikið af þessu. Hvert nýtt verkefni skilar alltaf lærdómi sem nýtist í hið næsta og því er þetta ákveðin þroskabraut og gríðarlega spennandi,“ segir Ásgeir Margeirsson.

Skortur á orku og flutningsgetu Raforku skortir nú hér á landi til að mæta aukinni uppbyggingu, bæði almennri og í stærri fyrirtækj-

um. Mun lengri tíma tekur að byggja upp virkjanir, hvort sem er jarðvarmavirkjanir eða vatnsaflsvirkjanir en að reisa fyrirtæki eins og til dæmis gagnaver sem nota mikla orku. Því hefur myndast „gat“ í raforkuframleiðslunni, sem þarf að fylla upp í og gott betur að mati Ásgeirs. „Í dag er orðin meiri eftirspurn eftir raforku á Íslandi en framboð til að þjóna henni. Það veldur því að hjá þeim sem vilja byggja upp starfsemi og fá til hennar orku, svo sem kísilver og gagnaver, er það mjög stór og krítískur þáttur að fá orkuna; að hún sé til, það er orðinn flöskuháls. Það stafar af tvennu, ekki nægri framleiðslu og takmarkanir í flutningskerfinu. Þetta er margrætt í víðu samhengi og við þekkjum tilraunir Landsnets til þess að byggja upp flutningskerfið, sem oft truflast af ýmsum ástæðum eins og mikið hefur verið í fréttum,“ segir Ásgeir. „Þetta stafar bæði af flutningskerfinu og framleiðslunni sjálfri. Ég vil lýsa þessu svolítið þannig að á árunum fyrst eftir hrun stöðvuðust nánast allar framkvæmdir, en þegar atvinnulífið fór að snúast hraðar á árunum 2012-2013 og fjárfestingar atvinnulífsins jukust og ferðamannaþjónustan stórjókst með tilheyrandi uppbyggingu og fjárfestingum, jókst eftirspurn eftir orku. Orku þarf til alls sem gert er. Þessi almenni markaður fyrir raforku í smásölu í landinu hefur vaxið mun hraðar en lengi áður. Smásölumarkaðurinn er nú að vaxa um u.þ.b. 30 megawött á ári og er sú orka ekki til í kerfinu til framtíðar. Til að tryggja hana þarf að virkja og styrkja flutningskerfið.“ hsorka.is


SÓKNARFÆRI  | 15

Timbursala Húsasmiðjunnar Kjalarvogi

Stálgrindarhús

og samlokueiningar SÉRHÆFÐAR BYGGINGALAUSNIR FYRIR ALLAR TEGUNDIR BYGGINGA Stálgrindarhús frá SBC eru hagkvæmur og traustur kostur fyrir vöruhús, verslunar- og iðnaðarhúsnæði, fjárhús, fjós, reiðhallir, búvélageymslur, hlöður, geymsluhúsnæði og fjölmargt fleira. Við bjóðum upp á ódýra og hagkvæma lausn með S.B.C. stálgrindarhúsum og Tenepors samlokueiningum.

FÁÐU TILBOÐ Í STÁLGRINDARHÚS Nánari upplýsingar veitir: Vignir Björnsson byggingafræðingur og verkefnastjóri hjá Húsasmiðjunni vignirb@husa.is Hjálparsveit skáta Garðabæ

Byggjum á betra verði

w w w. h u s a . i s


16  | SÓKNARFÆRI

Uppsetning búnaðar í Þeistareykjavirkjun að hefjast Byggingu stöðvarhúss Þeistareykjavirkjunar lýkur nú um áramótin en á sama tíma er uppsetning búnaðar virkjunarinnar að komast í fullan gang. Nú í lok mánaðarins verður skipað upp á Húsavík fyrri af tveimur aflvélum virkjunarinnar og hún flutt á Þeistareyki en ráðgert er að fyrri vél Þeistareykjavirkjunar verði gangsett haustið 2017 og sú síðari árið 2018. Orkuframleiðsla í þessum tveimur vélum er 90 MW en leyfi eru fyrir allt að 200 MW raforkuframleiðslu á Þeistareykjum.

Stór áfangi að baki þegar byggingum lýkur „Verkinu hefur miðað mjög vel og má segja að við höfum nú komist einn stærsta áfanga þess, sem er uppsteypa stöðvarhússins sjálfs. Það getur orðið mjög snjóþungt á Þeistareykjum en gott veður síðustu tvö haust hefur breytt miklu fyrir framgang verksins,“ segir Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Þeistareykjavirkjunar hjá Landsvirkjun. Aðdraganda virkjunarinnar má rekja allt aftur til ársins 1999 þegar Orkuveita Húsavíkur, Hita- og vatnsveita Akureyrar, Rafveita Akureyrar, Aðaldælahreppur og Reykdælahreppur stofnuðu Þeistareyki ehf. Þremur árum síðar var fyrsta djúpborholan boruð á svæðinu og árið 2005 eignaðist Landsvirkjun þriðjungshlut í fyrirtækinu. Aflgeta borhola hafði náð 45 MW árið 2011 og hófst þá hönnun virkjunar en þá var einnig lokið svæðisskipulagi sem og mati á umhverfisárhrifum. Þeistareykir ehf. sameinuðust Landsvirkjun að fullu árið 2014 og hófst þá uppbygging innviða og stöðvarhússgrunns. Árið 2015 var stærsta skrefið stigið þegar hafin var bygging stöðvarhúss og lagning gufuveitu. Um er að ræða fyrstu jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun byggir frá grunni en

Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Þeistareykjavirkjunar hjá Landsvirkjun. Hornsteinn lagður. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur í hönd Jónasar Þórs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar. Þeir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fylgjast með.

virkjunin mun sjá kísilmálmverksmiðju PPC á Bakka við Húsavík fyrir rafmagni.

Byggt á íslensku hugviti og tækniþekkingu Aðalverktaki í byggingu stöðvarhúss og lagningu gufuveitu er fyrirtækið LNS Saga en Jarðboranir ehf. bora vinnsluholur. Af öðrum helstu framkvæmdaaðilum má nefna að frá japanska fyrirtækinu Fuji Electric koma gufuaflvélar og kæliturnar frá þýska fyrirtækinu Balcke-Dürr. Sænska fyrirtækið ABB annast framleiðslu og uppsetningu stjórnkerfis en ítalska fyrirtækið Tamini framleiðir spenna virkjunarinnar. Rafiðnaðarfyrirtæki Rafeyri á Akureyri annast framleiðslu rafbúnaðar og Vélsmiðjan Héðinn framleiðir skiljubúnað. Þeistareykjavirkjun verður 17. aflstöð Landsvirkjunar og segir Valur að framkvæmdin bæði njóti íslenskrar tækniþekkingar og efli um leið enn frekar innlenda tækniog verkþekkingu. „Hönnun virkjunarinnar er íslensk og hana höfðu verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís með

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi í fyrirhugaðri Þeistareykjavirkjun.

höndum. Sömu aðilar hönnuðu Hellisheiðarvirkjun og okkur hjá Landsvirkjun þótti mikill kostur að fá að Þeistareykjavirkjun aðila með reynslu úr stóru og hliðstæðu verkefni og að hönnunarvinnan færi fram hér á landi,“ segir Valur og bætir við að samkvæmt nýlegu mati Landsvirkjunar hafi íslenskir aðilar með höndum um 70% heildarframkvæmda við virkjunina. „Þó vissulega komi margir starfs-

menn erlendis frá þá undirstrikar þetta að engu að síður er mjög hátt hlutfall vinnuafls innlent,“ segir hann en á hápunkti framkvæmdanna nú síðsumars voru á Þeistareykjum um 260 starfsmenn. Þeim fækkar um þriðjung þegar stöðvarhússbyggingu lýkur um áramótin.

Átta vinnsluholur fyrir hvora vél Áður en bygging stöðvarhússins hófst höfðu verið boraðar 8 vinnsluholur á Þeistareykjum sem nægja til að knýja aðra af tveimur aflvélum virkjunarinnar. „Þannig þarf að nálgast uppbyggingu gufuaflsvirkjunar, þ.e. að tryggja gufuna skref fyrir skref áður en bygging virkunarinnar sjálfrar hefst,“ segir Valur en Jarðboranir hf. vinna nú að borun allt að 8 vinnsluhola fyrir annan áfanga hennar. Allar prófanir á svæðinu hafa undirstrikað að nægt gufuafl er fyrir hendi. Í stuttu máli er virkni virkjunarinnar þannig að úr borholunum kemur 150 gráðu heitt vatn og gufa. Vatnið er skilið frá gufunni og dælt á nýjan leik í jörð en gufan leidd í aflvélar virkjunarinnar. „Von Landsvirkjunar er sú að í framtíðinni verði þetta vatn nýtt með einhverjum hætti á svæðinu og í því sambandi hefur ylrækt verið nefnd og fleira,“ segir Valur. Góð samvinna við nærsamfélagið Allt frá upphafi segir Valur að Landsvirkjun hafi lagt ríka áherslu á að framkvæmdir á Þeistareykjum verði í sem víðtækastri sátt.

„Við erum mjög meðvituð um þetta viðkvæma svæði og að ganga vel um þessa auðlind þegar við nýtum hana. Sem dæmi þá hófum við strax í upphafi framkvæmda vinnu við uppgræðslu á svæðinu, við notuðum gróðurþekju af stöðvarhússlóðinni til uppgræðslu meðfram veginum á virkjunarsvæðið og svona mætti telja. Þannig er ásýnd á svæðinu í heild eins góð og frekast er unnt,“ segir Valur en Landsvirkjun hefur haft samstarf við Landgræðslu og sveitarfélög á svæðinu hvað varðar uppgræðslu og sáningar og í farvatninuu eru plantanir á Hólasandi sem verða liður í kolefnisskógaverkefni. „Við höfum einnig haft samstarf við ferðaþjónustuna, til að mynda gert aðilum í hestaferðaþjónustu kleift að fara um reiðveigi í jaðri framkvæmdasvæðisins. Þá efndum við einnig til opins húss á Þeistareykjum í sumar fyrir almenning þar sem fjöldi fólks heimsótti okkur og höfum reglulega fundi fyrir almenning og fulltrúa sveitarfélaga til að kynna framgang framkvæmdanna og kalla eftir ábendingum um einhverja þá þætti sem betur kunna að fara. Loks ber að nefna að við höfum líka átt í mjög góðu samstarfi við stéttarfélagið Framsýn um úrlausnir á þeim starfsmannamálum sem upp hafa komið og ég er því mjög ánægður með þá samvinnu sem tekist hefur við nærsamfélagið í tengslum við þessar framkvæmdir,“ segir Valur. landsvirkjun.is


SÓKNARFÆRI  | 17

Stjórn- og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi Bjóðum mikið úrval af

• Hitaliðum • Mótorrofum • Þrýstiliðum • Yfirálags• Hitanemum vörnum • Þrýstinemum • Tímaliðum • Segullokum • Mjúkræsum • Segulloka- • Og fl. spólumum

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn- og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita- og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, segullokum og fl. Danfoss hf. • Skútuvogi 6, • 104 Reykjavík. • Sími: 510 4100 • www.danfoss.is


18  | SÓKNARFÆRI

Kísilmálmverksmiðja PCC við Húsavík að taka á sig mynd

Hápunktur framkvæmda á Bakka framundan Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon ehf., segir byggingu kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins á Bakka við Húsavík vera á þeirri verkáætlun sem lagt var upp með þegar framkvæmdir hófust í fyrra. Stefnt er að því að framleiðsla kísilmálms hefjist á Bakka seint á næsta ári og verði full afköst í ársbyrjun 2018. Hafsteinn er meðal fimm yfirmanna fyrirtækisins sem þegar hafa hafið störf en á næstu mánuðum verður starfsfólk ráðið jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 109 talsins.

Öll hús risin í vor „Framkvæmdum á Bakka miðar vel og við vonumst til að fá gott veður í vetur til að ljúka byggingu verksmiðjunnar. Hápunktur framkvæmdanna á lóðinni sjálfri reikna ég með að verði síðla vetrar en í vor eiga öll hús að verða tilbúin að utan og þá hefst vinna við uppsetningu búnaðar verksmiðjunnar,“ segir Hafsteinn. Kísilmálmverksmiðjan á Bakka er í eigu þýska fyrirtækisins PCC og íslenskra lífeyrissjóða. Aðalhráefni verksmiðjunnar, kvartsít, mun koma frá námum í eigu PCC í Póllandi. Timbur verður einnig flutt erlendis frá og það kurlað í verksmiðjunni á Bakka og notað í framleiðsluferlinu. Einnig eru kol notuð í framleiðsluferlinu en þau verða flutt til landsins með skipum, líklega frá Suður-Ameríku. Fullunnum kísilmálmi verður síðan skipað út á Húsavík og hann fluttur til kaupenda í Evrópu. Snar þáttur í starfrækslu verksmiðjunnar á Bakka er því hafnaraðstaða og flutningur hráefnis og afurða milli hafnar og verksmiðjulóðarinnar á Bakka. Gerð jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða og lagning vegar er vel á veg komin en í Húsavíkur-

Kísilmálmverksmiðjan á Bakka er smám saman að taka á sig mynd.

Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon ehf.

Gert er ráð fyrir að allur húsakostur á lóð PCC Bakka Silicon ehf. verði risinn í vor. Hér er ofnhús verksmiðjunnar að rísa.

höfn sjálfri þurfti einnig að lengja hafnargarð og dýpka. „Við gerum ráð fyrir að afgreiðsla flutningaskipanna og flutningur hráefnis og afurða verði á hendi annarra aðila sem við

kaupum þá þjónustu af. Þar má áætla að til verði um 10-20 störf sem þá koma til viðbótar þeim starfsmannafjölda sem verður í verksmiðjunni sjálfri,“ segir Hafsteinn en gera má ráð fyrir að

margfeldisáhrifa vegna starfseminnar gæti mun víðar í atvinnulífinu á Húsavík og í nágrenninu. „Útfærsla einstakra þátta í starfseminni er enn í mótun hjá okkur en það gefur auga leið að starfsemi eins og þessi kallar á margvíslega þjónustu. Þar má nefna viðhaldsþjónustu, ræstingar, mötuneytisþjónustu og margt fleira,“ segir Hafsteinn.

Þörf á íbúðarhúsnæði Bygging Þeistareykjavirkjunar er í fullum gangi og unnið er að línulögnum bæði milli Kröflu og Þeistareykja og frá Þeistareykjum að iðnaðarlóðinni á Bakka. Gera má ráð fyrir að starfsmenn á öllum þessum framkvæmdasvæðum teljist í hundruðum nú þegar hátindur framkvæmdatímans fer í hönd en Hafsteinn segir að starfsmönnum á sjálfri verksmiðjulóðinni fækki hratt þegar byggingu verksmiðjuhúsanna lýkur í vor. En hvernig metur Hafsteinn stöðu inniviða á borð við íbúðarhúsnæði á svæðinu til að taka á móti starfsfólki sem mögulega vill flytja á svæðið og starfa hjá Bakka Silicon? „Það liggur fyrir að íbúðarhúsnæði vantar og þess vegna er PCC að skoða möguleika á að fyrirtækið standi sjálft að byggingu íbúðar-

húsnæðis til að mæta þessari þörf. Hins vegar virðist sem áhugi hjá verktökum sé að aukast á að fara í þetta verkefni og það væri að mínu mati óskastaðan. Við getum lauslega áætlað að að allt að helmingur starfsmanna verksmiðjunnar komi annars staðar frá en héðan úr nærsamfélaginu og því gæti vantað tugi íbúða. Svari verktakar ekki þessari þörf þá gæti PCC þurft að hrinda íbúðabyggingum í framkvæmd til að mæta henni,“ segir Hafsteinn.

Ráðning starfsfólks komin í fullan gang Eins og áður segir er byrjað að ráða fólk í störf hjá PCC Bakka Silicon en stærsti hópur þeirra sem starfa í sjálfri framleiðslunni verður ráðinn í vor eða snemma sumars. „Við höfum þegar fengið til liðs við okkur þrautreynda menn í kísilmálmframleiðslu og starfsemi stórra verksmiðja líkt og þessarar. Þar er bæði um að ræða innlenda starfmenn sem og erlenda sérfræðingar sem munu starfa með okkur tímabundið við að gangsetja verksmiðjuna. Við þurfum að fá fólk til okkar tímanlega á næsta ári til að hafa svigrúm til starfsþjálfunar áður en verksmiðjan fer í gang síðla árs 2017,“ segir Hafsteinn.


SÓKNARFÆRI  | 19


20  | SÓKNARFÆRI

Byggingaframkvæmdir hjá Háskóla Íslands

Fjögur stórverkefni á döfinni Starfsemi Háskóla Íslands hefur vaxið mikið á undanförnum árum, m.a. í kjölfar sameiningar skólans og Kennaraháskóla Íslands árið 2008, en einnig vegna eflingar rannsókna- og nýsköpunarstarfs, markvissrar uppbyggingar doktorsnáms við skólann og vaxandi alþjóðasamstarfs. Þessar breytingar hafa skapað aukna þörf fyrir húsnæði og aðstöðu og stefnir Háskóli Íslands að því að í framtíðinni verði mestallri starfsemi hans á höfuðborgarsvæðinu komið fyrir á háskólasvæðinu vestur á Melum, í Vatnsmýrinni og á spítalasvæðinu við Hringbraut. „Þörfin fyrir nýtt og endurbætt húsnæði vegna starfsemi Háskóla Íslends er veruleg svo tryggt sé að við getum á hverjum tíma boðið upp á kennsluhætti og námsframboð sem tekur mið af þróun vísinda og þekkingar, tæknilegum framförum og síbreytilegum þörfum atvinnulífsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Sóknarfæri.

Þessi umfangsmikla starfsemi Háskóla Íslands fer fram í mörgum byggingum og telst rektor til að þær séu alls um 30 og frá ýmsum tímaskeiðum, allt frá því að Aðalbygging Háskóla Íslands var vígð 17. júní

Fjögur stór uppbyggingarverkefni „Það vill svo vel til að núna er hafin, eða er að hefjast, uppbygging á öllu þessu svæði. Á Melunum er verið að leggja lokahönd á byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Suðurgötu sem við gerum ráð fyrir að verði vígð á vormánuðum 2017. Norðan við hana, austan við Þjóðarbókhlöðuna, bindum við miklar vonir við að Hús íslenskra fræða líti

dagsins ljós innan tíðar og þá er fyrirhugð viðbygging við Læknagarð á spítalasvæðinu við Hringbraut. Starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs er dreifð á sex staði í dag sem skapar óhagræði og því eru miklar vonir bundnar við að nýbyggingin leiði til aukinnar hagræðingar og samþættingar í kennslu og rannsóknum og eflingar stoðþjónustu sviðsins,“ áréttar háskólarektor en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á sama tíma og meðferðarkjarni Landspítalans. „Síðast en ekki síst eru nú óðum að rísa Vísindagarðar Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni sem hafa það hlutverk að vera alþjóðlegur vettvangur tækni- og þekkingarsamfélagsins á Íslandi og hlúa á virkan hátt að og tengja saman saman frumkvöðla, fyrirtæki, vísindamenn, háskóla og aðra hagsmunaaðila sem vinna að hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og viðskiptaþróun til hagsældar og heilla fyrir land og þjóð,“ segir háskólarektor og það leynir sér ekki að væntingarnar eru miklar. „Vísindagarðar hafa víða verið byggðir í tengslum við háskólastarfsemi í Evrópu, Bandaríkjunum og í Asíu og nú hafa Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg tekið höndum saman um að leiða slíka uppbyggingu í Vatnsmýri. Nú þegar starfa tæplega 500 manns á svæði Vísindagarðanna og þegar þeim framkvæmdum lýkur sem nú eru á döfinni munu um 1.200 manns starfa þar og tæplega 600 námsmenn búa í stúdentaíbúðum á lóðinni,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Tölvumynd: Hornsteinar

Yfir 13 þúsund nemendur í 30 byggingum Háskóli Íslands er alhliða háskóli með fimm fræðasvið, 25 deildir og nokkrar þverfræðilegar námsleiðir. Yfir 13.000 nemendur stunda nám við skólann, þar af um 1.200 erlendir stúdentar frá tæplega 90 löndum. Um 1.500 fastráðnir starfsmenn sinna kennslu, rannsóknum og þjónustu við nemendur auk 2.000 stundakennara sem margir koma úr atvinnulífinu.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Stefna skólans er að í framtíðinni verði sem mestri starfsemi hans á höfuðborgarsvæðinu komið fyrir á háskólasvæðinu á Melunum, í Vatnsmýrinni og á spítalasvæðinu við Hringbraut.“

1940. Mestur hluti háskólastarfsins fer fram í húsnæði sem byggt hefur verið í nálægð við aðalbygginguna en skólinn er jafnframt með starfsemi víða annars staðar í borginni, s.s. í Stakkahlíð þar sem Menntavísindasvið er til húsa í húsakynnum fyrrum Kennaraháskóla Íslands. „Nemendum fjölgaði mikið í kjölfar efnahagsþrenginganna um leið og öll starfsemi Háskóla Íslands hefur vaxið. Sameining Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands varð árið 2008 með tilheyrandi vexti starfseminnar. Einnig hefur markviss uppbygging doktorsnáms hér við skólann og aukið alþjóðasamstarf skapað mikinn vöxt í starfseminni og þörf fyrir meira húsnæði og bætta aðstöðu,“ segir rektor. Brýnt er að Menntavísindasvið flytjist á háskólalóðina til að styrkja faglega samþættingu innan háskólans og efla kennaranámið enn frekar enda stefna háskólans að í framtíðinni verði sem mestri starfsemi hans á höfuðborgarsvæðinu komið fyrir á háskólasvæðinu á Melunum, í Vatnsmýrinni og á spítalasvæðinu við Hringbraut.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hús íslenskra fræða

Á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu er 3.744 m2 bygging á fjórum hæðum sem hýsa mun Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Þar verður einnig til húsa alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar sem starfa mun undir merkjum UNESCO, auk þess sem áformað er að þar fari fram öll kennsla og rannsóknir á sviði erlendra tungumála við Háskóla Íslands. Í Vigdísarstofu verður sagt frá lífi og starfi Vigdísar Finnbogadóttur. Hönnuðir byggingarinnar eru Kristján Garðarsson og Haraldur Örn Jónsson hjá Andrúm arkitektum sem hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um hana árið 2012. Húsið er að hluta klætt með lerki sem gefur því sérstakt yfirbragð. Byggingin er sú fyrsta sem Háskóli Íslands reisir og hlýtur vottun samkvæmt BREEAM umhverfisvottunarkerfi.

Austan megin við Þjóðarbókhlöðuna, við Arngrímsgötu og Suðurgötu, er gert ráð fyrir 6.500 m2 nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og námsbraut í íslensku við Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í byggingunni verða varðveitt öll handrit sem eru í vörslu Árnastofnunar og sérstakur sýningarsalur fyrir þau í húsinu sem almenningur mun hafa aðgang að. Með húsinu verður einnig gerbylt vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk stofnunarinnar, kennara háskólans og lesaðastöðu fyrir nemendur, auk þess sem þar verður að finna sérstaka aðstöðu til rannsókna á handritum, kennslurými, veitingaaðstöðu o.fl. Samkeppni um Hús íslenskra fræða fór fram á árinu 2008 og báru Hornsteinar arkitektar sigur úr býtum. Byggingin verður sporöskjulaga og klædd að utan með plötum úr cortenstáli sem í verða gataðir textar úr norrænum fornritum. Framkvæmdin er samvinnuverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskóla Íslands en ekki hefur enn orðið af framkvæmdum þótt búið sé að grafa fyrir byggingunni.


SÓKNARFÆRI  | 21

Tölvumynd: SPITAL

Tölvumynd: ASK arkitektar

Ljósmyndir: HI/Kristinn Ingvarsson

Vísindagarðar Háskóla Íslands

Nýbygging fyrir Heilbrigðisvísindasvið

Fyrsta byggingin á lóð Vísindagarða var hús Íslenskrar erfðagreiningar og nýlega var tekið í notkun hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech. Upp úr komandi áramótum hefjast framkvæmdir við húsnæði, ætlað fyrirtækjum í upplýsingatækni þar sem tölvuleikjafyrirtækið CCP myndar kjölfestu. Þá er nýlega lokið byggingu fjögurra stúdentagarða milli Oddagötu og Sæmundargötu. Eftir áramót hefjast framkvæmdir við 5. stúdentaíbúðaklasann á vegum Félagsstofnunar stúdenta, á horni Sæmundargötu og Eggertsgötu. Uppbyggingu er þó langt frá því lokið og enn er óráðstafað allmörgum byggingareitum. Vísindagarðasvæðið nær yfir tæplega 8,3 hektara eftir að borgarráð heimilaði nýlega byggingu þekkingartengds húsnæðis á svæðinu sunnan við Íslenska erfðagreiningu þar sem nú er hverfisstöð.

Í tengslum við fyrirhugaða byggingu nýs Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands reisi um 9.300 m2 byggingu við Læknagarð þar sem nú þegar fara fram rannsóknir og kennsla í heilbrigðisvísindum. Byggingin verður á fjórum hæðum og mun hýsa kennslustofur, skrifstofur Heilbrigðisvísindasviðs, vinnuaðstöðu kennara, lesrými fyrir nemendur, bókasafn, veitingaaðstöðu o.fl. Nýbygging Heilbrigðisvísindasviðs var hluti af samkeppni um spítalasvæðið sem fram fór á árinu 2010.

Citan. Sterkbyggður starfskraftur. Citan farþega– og sendibílar eru fjölhæfir, sparneytnir og sterkbyggðir starfskraftar sem fást í ótal útfærslum. Vetrardekk fylgja öllum Citan til áramóta, ásamt rúðusköfu, húfu og trefli. Komdu í atvinnubíladeild Öskju og kynntu þér þennan vandaða dugnaðarfork. Citan, millilangur sendibíll

Verð frá 2.500.000 kr. án vsk.

ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi


22  | SÓKNARFÆRI

800 nemar í rafiðngreinum fá spjaldtölvur „Nemendur, skólastjórnendur og kennarar eru gríðarlega ánægðir með þetta,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, aðspurður um viðbrögð við því framtaki atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði að gefa öllum nemum í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, spjaldtölvur til að tryggja að þeir geti nýtt sér það mikla úrval af rafrænu kennsluefni sem er í boði í rafiðngreinum.

Vilja tryggja aðgang allra að námsefninu Fyrstu spjaldtölvunum var dreift til nemenda í Tækniskólanum í Reykjavík seinni partinn í september og í framhaldinu komu svo fulltrúar Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka rafverktaka færandi hendi með spjaldtölvur í alla skóla á landinu sem kenna rafiðngreinar. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir ansi mörgum árum en segja má að hún hafi fyrst tekið flugið fyrir rúmu ári þegar athygli okkar var vakin á takmörkuðu aðgengi nemenda að tölvubúnaði til að nýta sér þær rafbækur sem eru í boði við kennslu í rafiðngreinum. Þegar heildardæmið var reiknað sáum við að þetta gæti gengið upp og þá var bara ákveðið að slá til,“ segir Kristján en samtök atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði hafa lengi haft náið samstarf um menntun rafiðnaðarmanna, bæði grunnmenntun og endur- og símenntun. Sú starfsemi er fjármögnuð af Menntasjóði rafiðnaðarins sem hefur tekjur af kjarasamningabundnu menntagjaldi. „Á síðustu átta árum hefur sjóðurinn fjárfest í rafbókaefni fyrir um 60 milljónir í ýmsu formi og

Það var handagangur í öskjunni þegar fyrstu spjaldtölvunum var dreift til nemenda í Tækniskólanum í Reykjavík.

Mikil ánægja er hjá nemendum í rafiðngreinum með spjaldtölvugjöfina.

borið við 800 í haust. Aðspurður segist Kristján ekki vita um önnur verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda sem standi við bakið á nemendum í sínum greinum með sambærilegum hætti. Rafbókavefurinn sé einstakur hvað þetta varðar, námsefnið spanni stærsta hluta námsins og aðgengi fyrir nemendur gjaldfrjálst.

Alda Særós Bóasóttir tekur á móti fyrstu spjaldtölvunni úr hendi Jens Péturs Jóhannssonar, formanns Samtaka rafverktaka og Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands.

nú bættust við rúmar 20 milljónir króna vegna spjaldtölvanna,“ segir Kristján, aðspurður um kostnað-

inn við þetta framtak. Viðbótarkostnaður verður svo á næstu árum vegna spjaldtölugjafa til nýnema

Mikil vöntun á rafiðnaðarmönnum „Það er mikil vöntun á rafiðnaðarmönnum á Íslandi og það er von okkar að með þessu framtaki sækist nemum í rafiðngreinum námið betur, námsárangur verði betri og nemendum fjölgi,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segir að árlega vanti um tvöhundruð nýja starfsmenn með rafiðnaðarmenntun til að mæta þörfum vinnumarkaðarins á Íslandi.

en það verða mun færri eintök en í startinu núna, að jafnaði bara um 100 spjaldtölvur á ári saman-

Ný fasteignagreining Capacent:

Gríðarleg vöntun á íbúðarhúsnæði Þrátt fyrir að mikið sé byggt á höfuðborgarsvæðinu nú um stundir og iðnaðurinn tekið vel við sér eftir áralanga deyfð og dróma, vantar enn ríflega 5000 íbúðir til að markaðurinn geti talist uppfylla þörf fyrir íbúðir. Í greiningu á stöðu og horfum á fasteignamarkaði, sem Gallup vann fyrir Reykjavíkurborg, kemur fram að framboð á húsnæði og íbúðafjárfesting er talsvert undir meðaltali áranna 1997-2003. Þetta kom fram á opnum fundi í Ráðhúsinu í Reykjavík í síðasta mánuði. Að jafnaði vantar um 1.700 til 1.800 nýjar íbúðir inn á höfuðborgarsvæðið á ári hverju og fyrir liggur að uppsafnaðri þörf fyrir leiguíbúðir fyrir yngri, tekjuminni einstaklinga hefur ekki verið mætt. Um 2.500-3.000 íbúðir skortir til að uppfylla þörf næstu þriggja ára. Horfur eru á

að ástandið muni mjög lagast á næstu misserum. Fasteignaverð hefur farið ört hækkandi, innflutningsverð aðfanga lækkað með styrkingu krónunnar og arðsemi bygginga því aukist. Það má því búast við að framboð húsnæðis muni fara vaxandi á næstu misserum. Þetta sýnir sig m.a. í talsverðri aukningu á beiðnum um leyfi til bygginga nýrra íbúða, en um 1.200 byggingarleyfi voru veitt árið 2015 sem er umtalsverð aukning frá fyrri árum. Það slær þó lítið á þá uppsöfnuðu þörf sem er til staðar en mikil fólksfjölgun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvö árin auk þess sem mikil fjölgun ferðamanna ýtir undir spennu á fasteignamarkaði.

Að jafnaði vantar um 1.700 til 1.800 nýjar íbúðir inn á höfuðborgarsvæðið á ári hverju.


hgschmitz.de

SÓKNARFÆRI  | 23

Auðvelt er að bæta við rafkerfi hússins og stjórna því þráðlaust Gira eNet Gira eNet er þráðlaust tvíátta hússtjórnunarkerfi fyrir snjalla samtengingu og stjórnun nútímalegra innlagnaefna. Með einföldum hætti er hægt að bæta við þráðlausum eiginleikum á borð við ljósa- og gardínustýringu og tengja þá saman. Hægt er að setja nýja þráðlausa rofa í stað þeirra sem fyrir eru og þarf því ekki að brjóta veggi og leggja nýjar lagnir. Í boði eru þráðlaus rofa- og dimmerlok, þráðlausir veggsendar og þráðlausar fjarstýringar.

Með Gira Mobile Gate er auk þess hægt að stjórna öllu eNet-kerfinu í farsímum og spjaldtölvum með iOS- og Android-stýrikerfum. Þannig er hægt að stjórna gardínum, ljósum og senum á einfaldan og þægilegan hátt í Gira viðmótinu í gegnum þráðlausa netið á heimilinu. Einnig er hægt að fá yfirsýn yfir stöðu á ljósum og gardínum á einum stað og stjórna þeim þar. Gira viðmótið hlaut viðurkenningarnar ADC Award 2015 og Red Dot Award 2014: Best of the Best. Frekari upplýsingar er að finna á www.gira.is

Þráðlaust Gira eNet rofa-/dimmerlok, einfalt, Gira E2, mjallhvítt glansandi

Viðmótshönnun: schmitz Visuelle Kommunikation

Þráðlaus Gira eNet stjórnhnappur fyrir rimlagardínur, einfaldur, Gira E2, mjallhvítur glansandi

Þráðlaus Gira eNet veggsendir, þrefaldur, Gira E2, mjallhvítur glansandi Mynd vinstra megin: Gira viðmótið fyrir Mobile Gate á snjallsíma

Smiðjuvegur 3 · 200 Kópavogur · Sími: 5 20 - 45 00 · www.sg.is

205840_Anz_eNet_iPhone+E2_Rw_A4_IS.indd 1

23.05.16 11:30


24  | SÓKNARFÆRI

Landstólpamenn skynja mikinn framkvæmdahug um allt land Skemma fyrir Eimskip við Sundahöfn í Reykjavík, skemmur handa verktökum á Húsavík og Ísafirði, fiskeldishús í Ölfusi, iðnaðarhús í Árnesi, fjós hér og þar á landinu. Allt eru þetta verkefni sem samið hefur verið um og eru í deiglunni hjá Landstólpa ehf., fyrirtæki með höfuðstöðvar í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta eru í öllum tilvikum stálgrindarhús frá H.Hardeman í Hollandi sem Landstólpi flytur inn og selur um víðs vegar um landið (og til Færeyja líka ef því er að skipta!). „Mesta athygli vekur hve uppgangur er mikill og framkvæmdahugur víða á landsbyggðinni líka, ekki bara á Suðvesturhorninu og í stærstu þéttbýliskjörnum annars staðar. Byggingarþörf í landbúnaði er til dæmis gríðarlega mikil, enda var lítið byggt til sveita árum saman eftir bankahrunið,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson framkvæmdastjóri, sem stofnaði Landstólpa árið 2000 ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Bjarnadóttur.

Heildarlausn er hagkvæmdari og ódýrari Landstólpi hefur frá upphafi afgreitt á annað hundrað stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum: fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir og hús fyrir starfsemi fyrirtækja í iðnaði, flutningaþjónustu, fiskeldi, orkuframleiðslu og sjávarútvegi. Já, að ógleymdri þjálfun ökumanna því Landstólpi reisti snemmsumars 2016 hús fyrir höfuðstöðvar Ökuskóla 3 ehf. í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. „Við erum önnum kafin núna við að hanna ný fjós, gera kostnaðaráætlanir og undirbúa fjósbyggingar á mörgum stöðum á næsta ári. Við höfum byggt mörg nútímaleg lausagöngufjós undanfarið, oft samkvæmt heildarsamningum um verkin frá upphafi til enda. Við

Arnar Bjarni kynnir starfsemi Landstólpa í Smáralind í apríl 2016.

hönnum þá húsin og undirbúum bygginguna, komum með húshlutana á vettvang, reisum húsin, innréttum þau og göngum frá þeim. Slík heildarlausn er hagkvæm, fljótleg og ódýr leið fyrir viðskiptavinina, það höfum við sannreynt margsinnis.“

Steypuvinna á vegum Landstólpa í áburðarskemmu sem fyrirtækið reisti fyrir Sláturfélag Suðurlands í Þorlákshöfn sumarið 2016.

Umsvif í fóðursölu aukast jafnt og þétt Landstólpi er með á sínum snærum tvö teymi starfsmanna sem reisa stálgrindarhúsin með krönum og öðrum sérhæfðum tækjum fyrirtækisins og slá hvergi slegið slöku við. Húsin þjóta svo hratt upp að með ólíkindum þykir en Arnar Bjarni tekur skýrt fram að verkhraði sé aldrei á kostnað gæða. Bankahrunið setti strik í reikn-

inginn hjá Landstólpa forðum eins og fleirum. Eigendur fyrirtækisins brugðust við annars vegar með því að stofna eigin vélsmiðju í Gunnbjarnarholti og framleiða innréttingar í fjós sem áður höfðu verið fluttir inn; hins vegar með því að hefja innflutning á kjarnfóðri frá Hollandi og síðar bætiefna- og gæludýrafóðri frá Þýskalandi. Fóðurþáttur starfseminnar vex hratt. Nú skipar Landstólpi upp fóðri í Reykjavík, á Akureyrin og Reyðarfirði og dreifir um allt land til bænda, smásala og í eigin verslanir í Gunnbjarnarholti, á Egilsstöðum og í Vélaval í Skagafirði. Það er því í þó nokkur horn að líta í Gunnbjarnarholti. landstolpi.is

Dalskóli byggist upp Fyrsti hluti nýs Dalskóla í Úlfarsárdal var tekinn í notkun nú í haust, aðeins ári eftir fyrstu skóflustungu. Húsnæðið, sem tekið hefur verið í notkun, er hannað sem leikskóli en verður fyrst um sinn nýtt fyrir grunnskólanemendur. Það er 820 fermetrar að stærð, auk 2.000 fermetra lóðar sem nýtist vel fyrir nemendur skólans. Dalskóli er hluti af því sem kallað hefur verið „Miðstöð skóla, menningar og íþrótta“ í Úlfarsárdal og er ein stærsta framkvæmd Reykjavíkurborgar um þessar mundir. Einstakir verkhlutar eru leik- og grunnskóli, menningarmiðstöð, sundlaugar innanhúss og utan, sem og önnur íþróttamannvirki. Heildarkostnaður framkvæmda er áætlaður um 10,2 milljarðar króna.

til móts við þarfir íbúa. Áætlanir gera ráð fyrir að nemendur Dalskóla verði um 300 haustið 2018, en fullbúinn skóli mun rúma 500 nemendur.

Það er komið líf og fjör í Dalskóla en grunnskólanemendur hafa hreiðrað um sig í húsnæði sem síðar verður leikskóli.

Þörfum stækkandi hverfis mætt Næsti áfangi framkvæmda er grunnskólahluti Dalskóla, um

5.200 fermetrar og verður hann tekinn í notkun haustið 2018. Húsið verður steypt upp og frágengið að utan í einni heild, en

ákvörðun um endanlegan frágang innanhúss verður tekin eftir því sem þörf fyrir húsnæði eykst með stækkandi hverfi og þannig komið

Vistvænt mannvirki Dalskóli er vistvænt mannvirki, eins og aðrir hlutar miðstöðvar skóla, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal. Mannvirkið er hannað og verður byggt undir ströngum kröfum BREEAM vottunarkerfisins, sem hvetur til umhverfisvænnar hönnunar á byggingum og jafnframt betri umhverfisstjórnunar á verktíma og rekstrartíma byggingarinnar. Í BREEAM hafa verið skilgreindar kröfur eða viðmið sem að lágmarki uppfylla lagalegar kröfur á viðkomandi sviði og er það síðan hönnuða, byggingaraðila og rekstraraðila að leita leiða til nýsköpunar og útfærslu leiða sem uppfylla kröfurnar eins og hentar fyrir hverja byggingu.


SÓKNARFÆRI  | 25

Í TRAUSTU SAMBANDI HEIMA OG HEIMAN

VIÐ TENGJUM ÍSLENSK HEIMILI OG FYRIRTÆKI SVO HLUTIRNIR GANGI SINN VANAGANG! Með öruggum háhraðatengingum landshlutanna á milli geta Íslendingar sinnt sköpun, samskiptum og vinnu nánast hvar sem þeir eru staddir eða kjósa að búa. Hvort sem þarf að gúggla reglurnar í Söguspilinu eða segja „hæ“ við mömmu í Singapúr sér Míla um að það gerist hratt og örugglega. Míla ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, sími 585 6000, www.mila.is


26  | SÓKNARFÆRI

Miklabraut í göng eða stokk? Í hugmyndabrunninum fyrir hverfin Hlíðar og Háaleiti-Bústaði er m.a. fjallað um mikinn umferðarþunga sem klífur og sundrar einingum hverfanna. Þar er reifuð sú hugmynd að setja Miklubraut í göng eða stokk frá Snorrabraut og austur að Skeifu. Bent er á að slík aðgerð myndi tengja borgarhlutana saman, dregið yrði úr mengun, umferð yrði mun öruggari auk þess sem nýtt byggingarland skapaðist á besta stað í borginni.

Ævar Harðarson arkitekt og verkefnisstjóri. „Það má segja að hverfisskipulag sé deiliskipulag fyrir gróin hverfi, þ.e.a.s. skipulagsáætlun fyrir fastmótaða byggð sem nær yfir stærra landssvæði en hefðbundið deiliskipulag.“

Unnið að styrkingu einstakra hverfa í Reykjavík

Víðtækt samráð við íbúana Í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar eins og annarra sveitarfélaga eru stóru línurnar lagðar til lengri tíma og þar er að finna áherslur borgarstjórnar um það hvernig hún vill að borgin þróist allt fram til ársins 2030. Eitt af meginmarkmiðum skipulagsins er að á þessum tíma verði öll hverfi borgarinnar sjálfbærari og mannvænni. Eitt af verkfærunum við að innleiða þá stefnu og útfæra er svokallað hverfisskipulag. Við ræddum við Ævar Harðarson, arkitekt og verkefnisstjóra og báðum hann að lýsa þessu verkfæri nánar.

Lýsing fyrir gróin hverfi „Það má segja að hverfisskipulag sé deiliskipulag fyrir gróin hverfi, þ.e.a.s. skipulagsáætlun fyrir fastmótaða byggð sem nær yfir stærra landssvæði en hefðbundið deiliskipulag. Borginni er skipt upp í tíu borgarhluta og innan hvers þeirra er að finna 3-4 hverfi sem hvert fær sitt eigið hverfisskipulag með mismunandi áherslum og framtíðarsýn. Yfirmarkmiðið er að styrkja innviði hverfanna á eigin forsendum, sem auðvitað eru afar mismunandi, einfalda borgaryfirvöldum að fylgja eftir áætlunum sínum um skipulagið og ekki síður að gera íbúunum auðveldara með að sækja um breytingar á eigin húsnæði og sínu nærumhverfi innan ramma hverfisskipulagsins.“ Vinnslu hverfisskipulags er skipt í allmarga verkþætti þar sem að verki koma sérfræðingar s.s. arkitektar, skipulagsfræðingar verkfræðingar og landslagsarkitektar. Voru þessir aðilar valdir eftir útboð og hæfnisval áður en verkið hófst. „Í grófum dráttum skiptum við vinnunni í fimm meginfasa. Fyrst er unnin verklýsing þar sem við útfærum vinnuferlið framundan. Næst er unnið að stefnumótun og framtíðarsýn fyrir hverfið og þær áherslur kynntar í skipulögðu samráðsferli. Þar á eftir tekur við ferli þar sem tillögur eru nánar útfærðar og síðasti verkþátturinn er svo kynningar- og samþykktarferli. Við miðum við að hvert hverfisskipulag taki um eitt og hálft ár í vinnslu frá því verklýsing er samin þar til skipulagsáætlunin hefur verið samþykkt í borgarkerfinu,“ segir Ævar.

1. Vesturbær 4. Laugardalur

8. Grafarvogur

2. Miðborg 3. Hlíðar 5. Háaleiti-Bústaðir 10. Grafarholt-Úlfarsárd.

6. Breiðholt

7. Árbær

Þetta kort sýnir borgarhlutana sem verið er að vinna hverfisskipulag fyrir en þeir eru Hlíðar, Háaleiti-Bústaðir, Breiðholt og Árbær.

Drög að hverfisskipulagi fyrir fjórtán hverfi liggja nú fyrir og hafa þau verið kynnt fyrir íbúum í borgarhlutunum Árbæ, Breiðholti, Háaleiti-Bústöðum og Hlíðum. Rauður þráður í hverfisskipulagsvinnunni er ítarlegt samráð við íbúana og voru m.a. búnir til rýnihópar úr hverfunum með aðstoð Gallup. Þar var leitað álits íbúanna á skipulagshugmyndum og álitlegar hugmyndir betur útfærðar áður en efnt var til íbúafunda.

Skapandi samráð í hverfunum „Við höfum haldið nokkra fundi í þessum hverfum, nú síðast í Árbæjarhverfi og þar höfum við beitt afar skemmtilegri aðferð sem við köllum Skapandi samráð sem á ensku kallast Planning for Real. Þar er íbúum gert auðveldara með að koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum sérhannað miðakerfi sem tekur til helstu málaflokka og atriða sem skipta máli við skipulag hverfanna. Í samráði við skólastjórnendur fengum við svo nemendur í 6. bekk grunnskólanna í hverfunum í lið með okkur til að byggja líkön af hverfinu sínu undir leiðsögn kennara

og starfsmanna hjá skipulagsfulltrúa. Líkönin af hverfunum og miðakerfið virka saman á þann hátt að íbúar sem vilja koma á framfæri ábendingum velja miða við hæfi sem þeir leggja á þann stað á líkaninu sem ábendingin varðar. Starfsmenn skipulagsfulltrúa skrá síðan niðurstöðurnar í gagnagrunn.“ Vinnan við útfærslu hverfisskipulags fyrir fyrrnefna fjóra borgarhluta er nú vel á veg komin og þar er nánar unnið úr ábendingum íbúanna. Er stefnt að því að tillögur að skipulagi fyrir þau verði tilbúið til kynningar strax í byrjun næsta árs. Þegar vinnu við hverfisskipulag í þessum borgarhlutum er


SÓKNARFÆRI  | 27

Hvað er borgargata?

Borgargötur eru lykilgöturnar í hverju hverfi. Þær skulu njóta forgangs við endurhönnun og fegrun sem almenningsrými og umferðaræð fyrir alla ferðamáta. Í hverfisskipulagi skulu götur sem skilgreindar eru sem borgargötur hannaðar heildstætt með aðliggjandi byggð. Heitið borgargata vísar til hinnar hefðbundnu götu í þéttri byggð þar sem húsið, gatan og opna rýmið mynda órofa heild. Þessi hópur úr 6. bekk Háaleitisskóla byggði líkan af sínu hverfi.

lokið er stefnt að því að hefja vinnu við þá sex borgarhluta sem eftir eru en þeir eru Grafarvogur, Grafarholt, Kjalarnes, Laugardalur, Miðborgin og Vesturbær.

Mismunandi framtíðarsýn Á vefnum hverfisskipulag.is er að finna fjölmargar áhugaverðar hugmyndir sem settar eru í deigluna og aldrei að vita nema þær verði einhvern tíma að veruleika. Í Árbæjarhverfum (Ártúnsholt, Árbær, Selás, Norðlingaholt) sjá menn fyrir sér allnokkra þéttingu byggðar á miðkjarna og á afmörkuðum reitum við t.d. Nethyl og Stangarhyl, Brekknaás, Rofabæ og Hraunbæ. Ætlunin er að breyta Rofabæ í borgargötu þar sem öllum ferðamátum (akandi, gangandi og hjólandi) verður gert hátt undir höfði og umhverfið fegrað. Þá sjá menn fyri sér að byggingarskilmálar í hverfinu verði þróaðir með það fyrir augum að einfalda

málsmeðferð vegna minni háttar breytinga á húsum. Í borgarhlutanum Breiðholti eru þrjú hverfi (Efra Breiðholt, Neðra Breiðholt, Seljahverfi) og þar sjá menn fyrir sér aukna atvinnustarfsemi og að þau verði sjálfbærari. Ætlunin er að bæta samgöngur fyrir hjólandi og gangandi umferð. Hugmyndir eru uppi um margbreytilega endurskoðun í Austurbergi og horft til möguleika á að þétta byggð og koma fyrir bílastæðahúsum, t.d. við fjölbrautaskólann. Svæði í kringum Hólagarða og Gerðuberg verða endurskoðuð með það að sjónarmiði að skapa skjólgóða samkomustaði í bland við þéttingu á byggðinni umhverfis. Í Mjódd sjá menn fyrir sér allnokkra þéttingu og gert ráð fyrir blandaðri byggð með um 100-200 íbúðum, allt upp í 5 hæðir. Í Neðra Breiðholti verður Stekkjarbakki mögulega færður og byggt beggja vegna götunnar. Þá er stefnt á

endurnýjun þjónustukjarna við Arnarbakka svo dæmi séu tekin.

Brugðist við loftmengun Hljóð- og lofmengun er víða mikil í Hlíðum (Háteigshverfi, Hlíðahverfi, Öskjuhlíðarhverfi) og í hverfsskipulagi er markmið að finna lausnir til að draga úr mengun og auka öryggi íbúa. Í Hlíðum hafa íbúar talað fyrir því að leysa megi margvíslegan vanda með því að setja hina umferðarþungu Miklubraut í göng. Klambratún er skilgreint sem hjarta hverfisins en þar eru uppi hugmyndir um að bæta aðstöðu til útivistar og menningarstarfsemi. Þá eru settar fram hugmyndir um byggðarverndun og varðveislu einstakra húsa eins og t.d. Fossvogskapellu, Sjómannaskólans, Ísaksskóla, Hlíðaskóla og Háteigs. Í Hlíðum fer sem kunnugt er fram gríðarleg uppbygging á nýjum svæðum, m.a. á Hlíðarenda og hugmyndir eru uppi um að

umbylta byggðinni við Skógarhlíð en í grónum hluta hverfisins verður lögð áhersla á að varðveita það yfirbragð sem fyrir er. Hvað varðar Háaleiti-Bústaði (HáaleitiMúlar, Kringlan-Leiti-Gerði, Bústaða- og smáíbúðahverfi, Fossvogshverfi), eru uppi hugmyndir um að leggja Miklubraut í stokk en þessi mesta umferðaræð landsins klýfur borgarhlutana í sundur. Bent er á gera þurfi úrbætur hvað varðar umferðarþunga og -hraða og stemma stigu við vaxandi hljóð- og loftmengun auk þess að tryggja almennt öryggi vegfarenda. Einnig eru uppi hugmyndir um að byggja göngubrýr yfir Bústaðaveg til að bæta umferðarflæði og auðvelda gangandi og hjólandi að komast yfir þessa umferðarþungu götu. Í Háaleiti-Bústöðum eru áform um þéttingu byggðar eins og annars staðar í borginni, m.a. á RÚV-reit, sunnan Sléttuvegar og við Fellsmúla.

VANDAÐAR ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUR FYRIR SJÓMANNINN OG ÚTGERÐINA

Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is


28  | SÓKNARFÆRI

Mikill áhugi á íbúðaskiptum á Íslandi –vantar fleiri þátttakendur hérlendis Eftirspurn útlendinga eftir íbúðaskiptum hérlendis hefur vaxið mjög hratt á undanförnum misserum og er Ísland nú í hópi 15 eftirsóttustu viðkomustaða erlendra ferðamanna hjá íbúðaskiptasíðunni Homeexchange.com sem er í farabroddi á þessum markaði í heiminum. Þar gefst notendum kostur á að skiptast á húsnæði sínu endurgjaldslaust. Samkvæmt tölum frá Homeexchange eru nú um 850 íbúðir á Íslandi í boði í skiptum fyrir íbúðir erlendis. Þörfin er hins vegar mun meiri og því hafa forsvarsmenn Homeexchange ákveðið að efna til kynningarfundar í febrúar á næsta ári fyrir alla þá sem hafa áhuga á taka þátt í slíkum íbúðaskiptum.

Hefur staðist allar okkar væntingar „Við hjónakornin prófuðum íbúðaskipti fyrst árið 2013 og fórum til Annecy í Frakklandi og síðan þá höfum við einnig skipt á íbúðum á Spáni og Ítalíu. Öll þessi ferðalög hafa staðist væntingar okkar og þetta var bæði hagkvæmt og persónulegt því við skiptumst á bæði húsnæði og bílum og elduð-

Æ fleiri Íslendingar kjósa að skipta á íbúðum sínum og húsnæði erlendis og er úr mörgu að velja í þeim efnum. Þörf er á mun fleiri íbúðum hérlendis inn á þennan markað.

boð að velja úr enda Ísland vinsæll áfangastaður,“ segir Arnlaugur Helgason, markaðsstjóri í Víndeild RJC.

um oft heima í stað þess að borða úti. Að búa meðal innfæddra var annar þáttur sem skipti okkur líka

verulegu máli. Við mælum 100% með Homeexchange og á hverju ári fáum við mörg spennandi til-

Samfélagslega hagkvæmt Íbúðaskipti af þessu tagi geta líka verið farsæl lausn fyrir íslenskt samfélag. Samhliða auknum ferðalögum Íslendinga erlendis ætti að skapast aukið svigrúm til íbúða-

skipta og með auknum heimsóknum slíkra ferðamanna þarf síður að ráðast í dýrar framkvæmdir og fjárfestingar í gistingu. Eins fara íbúðaskipti fram allan ársins hring þó svo að mest umsvif séu í sumrin. Samhliða sparnaði við hótelgistingar og jafnvel leigu bílaleigubíla ætti ráðstöfunarfé erlendra ferðamanna hérlendis að aukast. Þá þyrfti síður að taka húsnæði af leigumarkaði með tilheyrandi ruðningsáhrifum, líkt og gerst hefur með útleigu íbúða til ferðamanna, heldur væri íbúðarhúsnæði aðeins nýtt fyrir ferðamenn þegar það annars stæði autt og íbúar þess væru í fríi. Þessu fylgdi líka sá kostur ef að skóinn kreppti í heimsóknum erlendra ferðamanna að samfélagið væri þá ekki búið að kosta til dýrs hótelsrýmis sem nýttist þá illa – eða alls ekki.

Kynning í febrúar Kynningarfundur Homeexchange verður haldinn í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 12. febrúar 2017 frá kl. 13:00-16.00. homeexchange.com

ÍSTAK

Stækkun og endurbætur á Klettaskóla ÍSTAK hefur verið leiðandi á íslenskum verktakaiðnaði í yfir 45 ár og annast fjölmörg stór verkefni, m.a. virkjanir, álversframkvæmdir, hafnarframkvæmdir auk vega- og brúargerðar. Í hefðbundnum byggingariðnaði hefur ÍSTAK reist fjölmörg hús af ýmsu tagi. Þessa stundina er fyrirtækið t.d. aðalverktaki við stækkun Klettaskóla í Reykjavík þar sem er að rísa af grunni afar sérstæð og athyglisverð bygging sem verður tekin að fullu í notkun haustið 2018.

Verkið á áætlun „Þetta verk hefur gengið samkvæmt áætlun að mestu og verið góður gangur í framkvæmdum. Við erum að reisa nýbyggingu norðvestan við núverandi hús þar sem verður íþróttahús og sundlaug, hátíðarsalur og aðalanddyri skólans. Austan við núverandi hús mun rísa félagsmiðstöð og ofan á miðálmu núverandi húss kemur létt viðbygging sem mun hýsa nýja stjórnunardeild. Loks verður núverandi hús endurgert að innan með lítils háttar breytingum en við gerum ráð fyrir að vinna það verk að sumri þegar skólahald liggur niðri. Þetta er nokkuð flókin bygging en

skemmtilegt verkefni, segir Páll Eggertsson, staðarstjóri ÍSTAKS við byggingu Klettaskóla. Nýjar byggingar Klettaskóla verða að hluta til felldar inn í landið og þaktar með torfi. Þannig verður ásýnd þeirra gagnvart aðliggjandi byggð milduð. Viðbyggingin er höfð eins langt frá lóðarmörkum og mögulegt er og íþróttasalurinn niðurgrafinn til hálfs þannig að sá hluti hans sem stendur uppúr á norðurhorni lóðar samsvarar aðeins einni hæð. Félagsmiðstöðin austan við skólann verður einnig byggð inn í landið. Höfundar að viðbyggingunni eru Sigurður Gústafsson og Garðar Guðnason, arkitektar hjá Arkitektastofunni OG.

Ný íþróttamannvirki og félagsaðstaða Klettaskóli, sem áður var Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann landinu öllu. Gamla skólahúsið var byggt í tveimur áföngum á árunum 1974 og 1985. Þegar framkvæmdum lýkur við Klettaskóla gjörbreytist öll aðstaða enda byggingin hönnuð með áherslu á aðgengi og þjónustu við fatlaða nemendur hans. Í heildina verða ferlimál bætt og leiðir styttar og gerðar greiðar. Þannig verður öll kennsla á einni

Svona mun Klettaskóli líta út eftir að framkvæmdum lýkur. 

Helstu tölur: Nýbygging: Mótafletir: Steypa: Járnabending: Stálvirki: Utanhússklæðning: Gifsveggir:

3.391 m2 10.325 fermetrar 1.605 m3 135,5 tonn 73,8 tonn 1.200 m2 2.000 m2

Ljósm. Arkitektastofan OG.

hæð og öll félagsaðstaða á neðri hæð hússins. Leiksvæði á lóð verður endurgert svo það henti betur fötluðum nemendum og jafnframt verður því aldursskipt með góðum tengingum á milli. istak.is


SÓKNARFÆRI  | 29

Nýtt á Íslandi

3ja ára ábyrgð á öllum nýjum Bobcat vélum

TIL Í VERKIÐ

Í 40 ár hefur Dinolift hjálpað að ná hærra og lengra með öryggið í fyrirrúmi. Þú getur treyst á Dinolift.

UM ALLAN HEIM

Dinolift eru notaðar af ánægðum viðskiptavinum í yfir 40 löndum víðsvegar um heiminn. Dinolift er áreiðanleg og örugg lausn fyrir alla sem vinna við miklar hæðir.

Vinnuvélar– tækjamiðlun ehf // Kistumel 2 // 116 Reykjavík // Sími 480 0444 // vinnuvelar@vinnuvelar.is // www.vinnuvelar.is


30  | SÓKNARFÆRI

Vinnuvélar taka við Bobcat Fyrirtækið Vinnuvélar ehf. á Kjalarnesi hefur tekið við umboði fyrir hið þekkta vélamerki Bobcat. Fyrirtækið er systurfyrirtæki Jötuns ehf. á Selfossi. Baldur Þórarinsson sölustjóri segir Bobcat eitt af þekktustu merkjum í vinnuvélum hér á landi undanfarin ár, ekki hvað síst hinar svokölluðu skriðskóflur, sem hafa reynst mjög notadrjúgar í framkvæmdaverkefnum, snjómokstri og ýmsum verkefnum.

Fjölbreytt tækjalína „Sú vörulína sem við bjóðum frá Bobcat er stór og byggist í aðalatriðum á þremur stoðum. Í fyrsta lagi fjölbreyttum útfærslum og stærðum af skriðskóflum, bæði hjólaskóflum og beltavélum. Síðan eru skotbómulyftarar og þeir stærstu í þeirri línu með fótum og snúningi. Þessu til viðbótar eru svo smágröfur í mjög fjölbreyttu úrvali og raunar er einnig fáanleg hjá okkur hjólagrafa einnig,“ segir Baldur.

Auk sölu Bobcat vélanna eru Vinnuvélar með ýmis önnur umboð, eins og t.d. Dino vinnulyftur, Carnehl vagna, Indespension kerrur, Clubcar, Toro og fleiri ásamt því að útvega varahluti í allar gerðir vinnuvéla og vörubíla.

Tæki sem henta mörgum Uppgangur er á flestum sviðum atvinnulífs hér á landi um þessar mundir; í framkvæmdaverkefnum hvers konar, horft er til aukinna verkefna í vegaframkvæmdum, auk þess sem Baldur segir margt í tækjalínu Bobcat tilvalið fyrir landbúnaðinn. „Skotbómulyftarar henta mörgum bændum mjög vel sem og skriðskóflurnar en almennt eru þetta tæki sem henta afar vel í mörg framkvæmdaverkefni. Síðan sjáum við líka mikil tækifæri í sjávarútvegi, byggingariðnaði og á mörgum öðrum sviðum atvinnulífsins,“ segir Baldur. Þess má geta að Bobcat er upprunalega amerískt fyrirtæki en er núna í eigu Doosan í Kóreu.

Baldur Þórarinsson, sölustjóri Vinnuvéla ehf.

Tækjalína Bobcat er mjög fjölbreytt og inniheldur m.a. skriðskóflur, smágröfur og skotbómulyftara.

vinnuvelar.is

Við höfum varðveitt ylinn í íslenskum húsum í 60 ár

-vottuð n u r g n a n i e

llum ö í a r e v ð a á di n a l s Í á m u g byggin

Hágæða einangrunarplast • fyrir sökkla • undir gólfplötur • á útveggi og þök

einangrun – umbúðir

TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is


SÓKNARFÆRI  | 31

Erlendir ferðamenn

Fimmtungur nýtir sér Airbnb Ekkert lát er á fjölgun ferðamanna til Íslands og benda spár til þess að á næsta ári muni um 2,3 milljónir manna sækja landið heim. Til samanburðar komu 1,3 milljónir ferðamanna til landsins á síðasta ári. Þrátt fyrir gríðarlega uppbyggingu hótela dugir það ekki til að mæta þessari aukningu. M.a. þess vegna velja æ fleiri ferðamenn þann kost að nýta sér gistingu í heimahúsum. Í Ferðamannapúlsi Isavia, Ferðamálastofu og Gallup fyrir mánuðina júní og júlí 2016 kemur fram að hlutfall þeirra erlendra ferðamanna sem nýtir sér gistingu í heimahúsum (s.s. Airbnb, heimilisskipti og fleira) eykst töluvert og nær upp í 29 prósent mánuðina júní og júlí 2016. Að meðaltali notfærðu 21,1% ferðamanna sem heimsóttu Ísland sumarið 2016 sér þjónustu Airbnb. Ráðgjafafyrirtækið Expectus tók saman fjölda Airbnb íbúða í Reykjavík í apríl sl. og skv. því voru skráðar íbúðir alls 2.551 talsins. Flestar þeirra voru í miðborginni og þar gátu gist rúmlega 3.400 manns. Vesturbærinn var næstvinsælastur en þar gátu dvalið ríflega 2.100 gestir. Í greiningu sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg í síðasta mánuði kemur m.a. fram að íbúar í Reykjavík hafa í auknum mæli leigt íbúðir sínar til ferðamanna um lengri eða skemmri tíma. Þar kemur fram að þær íbúðir sem leigðar eru út með þessum hætti,

dragi úr framboði íbúða fyrir þá sem vilja búa þar til lengri tíma, auk þess sem þessi aukna eftirspurn hafi hækkað íbúðaverð, sérstaklega í miðbænum. Að mati Capacent eru á höfuðborgarsvæðinu um 900 íbúðir fullnýttar undir íbúðagistingu og hverfa af innlendum íbúðamarkaði.

Íbúar í Reykjavík leigja íbúðir sínar í auknum mæli til ferðamanna um lengri eða skemmri tíma.

Aðgerðir RARIK á Eskifirði munu auka afhendingaröryggi raforku í nýju uppsjávarfrystihúsi Eskju á staðnum.

RARIK á Eskifirði:

Aflmesta spennistöðin að rísa Mesta uppsetta afl í einni spennistöð hjá RARIK verður í nýju uppsjávarfrystihúsi sem verið er að reisa á vegum Eskju á Eskifirði. Undanfarið hefur RARIK unnið að uppsetningu rofabúnaðar í nýja húsinu en þar verður spennistöð með rofabúnaði og þremur 2000 kVA spennum og er gert ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórða spenninum síðar. Samhliða þessum framkvæmdum hefur fjórum 11 kV aflrofum verið bætt í aðveitustöðina á Eskifirði og er hún tengd frystihúsinu um nýjan 11 kV streng. Þessar framkvæmdir munu auka afhendingaröryggi raforku á athafnasvæði Eskju. rarik.is

allt fyrir öryggið! Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


32  | SÓKNARFÆRI

Norðfjarðargöng opnuð síðsumars Áformað er að opna Norðfjarðargöng þann 1. september næstkomandi en nú er rúmlega eitt ár liðið frá gegnumslagi í göngunum. Síðan þá hefur verið unnið að lokastyrkingum, vegskálum, vegagerð beggja vegna ganganna og fleiri verkþáttum. Norðfjarðargöng eru í heild tæpir 8 km að lengd, þ.e. að meðtöldum vegskálum. Grafnir voru 7.566 metrar í bergi og tók gröfturinn 93 vikur. Leggja þurfti samtals um 7 km af vegum við göngin og brúa Norðfjarðará og Eskifjarðará nýjum brúm. Síðastnefndu framkvæmdunum er nú lokið. Aðalverktakar Norðfjarðarganga eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur Þór Björnsson hjá Hnit hf. verkfræðistofu, umsjónarmaður Norðfjarðarganga, segir nú unnið að því að koma upp vatnsklæðningum í göngunum og reiknar hann með að því verki ljúki um áramótin. „Í þessum verkþætti eru sérhæfðir erlendir vinnuflokkar á vegum verktakans en þörf á vatnsklæðningum reyndist víðar í göngunum en við höfðum búist við. Ekki vegna þess að vatn sé meira

Lokið var við steypu vegskála Eskifjarðarmegin í síðasta mánuði. Heildarlengd vegskála er um 350 metrar, auk þess sem leggja þurfti 7 km af nýjum Myndir: Hnit verkfræðistofa. vegum við göngin og steypa tvær brýr. 

í göngunum heldur eru smálekar víðar en við væntum. Engu að síður er stór hluti gagnanna algjörlega þurr og góður,“ segir Guðmundur Þór en þegar vinnu við vatnsklæðningar sleppir tekur við uppsetning ljósabúnaðar, raflagna, tæknibúnaðar, sem og lokafrágang-

ur á veginum í göngunum sjálfum og utan þeirra. Meðal verkefna verða einnig jarðvegsfyllingar yfir vegskála en síðasta steypa í skálann Eskifjarðarmegin var laust fyrir miðjan október. „Starfsmenn í Norðfjarðargöngum eru nú um 50 en ég reikna

Áætlað er að um áramót verði lokið uppsetningu vatnsklæðninga í göngunum og þá tekur við vinna við lýsingu, lagnir og tæknibúnað.

með að þeim muni fækka niður í um 30 þegar komið verður í rafmagnshlutann og lokafrágangninn á næsta ári. Það er ekkert sem bendir til annars en að opnun ætti að verða á þeim tíma sem áætlað er en vissulega þarf að halda vel á spöðum í framkvæmdunum til að

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Um þessar mundir er RARIK að setja upp aflmestu spennistöð sem félagið hefur útbúið í nýtt og glæsilegt uppsjávarfrystihús sem nú er að rísa á athafnasvæði Eskju á Eskifirði. Nýja spennistöðin sem mun auka til muna afhendingaröryggi raforku á athafnasvæði Eskju er liður í markvissri áætlun RARIK að byggja upp raforkudreifikerfið á landsbyggðinni. www.rarik.is

það gangi eftir,“ segir Guðmundur Þór. austurfrett.is/gongin


SÓKNARFÆRI  | 33


34  | SÓKNARFÆRI

S. Guðjónsson

Lýsingar-, rafog tölvulagnabúnaður S. Guðjónsson var stofnað árið 1958 og hefur fyrirtækið frá árinu 1967 flutt inn sérhæfðan lýsingarbúnað sem og raf- og tölvulagnabúnað fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Starfsmenn fyrirtækisins vinna náið með rafverktökum, rafhönnuðum og arkitektum. „Hvað lýsingarbúnaðinn varðar þá sérhæfum við okkur aðallega í lýsingu í stærri verkefni s.s. skrifstofur, hótel, verslanir, listasöfn og að einhverju leyti heimilislýsingu en leggjum aðaláhersluna á vandaðan og góðan búnað,“ segir Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Hvað rafbúnaðinn varðar erum við með allt frá rofum, tenglum, vírum og köplum upp í heilu hússtjórnarkerfin þar sem hægt er að stýra öllu húsinu með símanum eða tölvu. Þriðja og eitt stærsta svið fyrirtækisins tengist tölvulagnabúnaði og má þar nefna tölvulagnastrengi og ljósleið-

ara og er S. Guðjónsson sennilega stærsti söluaðili á landinu í ljósleiðarastrengjum.“

Útilýsing Skarphéðinn segir að haustið sé besti tími ársins til að skipuleggja útilýsingu. „Það er nógu mikið myrkur á kvöldin til að sjá andstæður í garðinum og leyfa myrkrinu að njóta sín og það er ekki frost í jörðu. Tískubylgjur ganga yfir í útilýsingunni eins og öðru. Fyrir um 10 árum seldum við mest af stórum staurum eða ljósapollum en núna er fólk farið að taka óbeina lýsingu í garðana sína þar sem ljósin eru falin eða grafin niður og er lögð áhersla á það sem á að lýsa upp svo sem runna, tré og gönguleiðir en áherslan er ekki á lampann sjálfan. Fólk vill draga fram skugga og ljós þannig að andstæður verða miklar í garðinum.“ Lögð er áhersla á að selja vönduð útiljós. „Stór hluti af okkar búnaði eru LED-lausnir frá þýska

Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjónsson. „Eitt stærsta svið fyrirtækisins tengist tölvulagnabúnaði og má þar nefna tölvulagnastrengi og ljósleiðara.“

Útilýsing skiptir miklu máli þegar skammdegið skellur á.

fyrirtækinu Proled auk þess sem við erum með flottan framleiðanda í hönnunarljósum en það er belgíski framleiðandinn Modular.“

Úr Ljósafossstöð. Lýsing er hönnuð af S. Guðjónssyni ásamt Gagarín og arkitektastofunni Tvíhorf.

Sífellt fleiri kaupa útilýsingu. „Það er líf og fjör á fasteignamarkaðnum og sérbýlin eru farin að koma inn aftur og byggingakranar

G K S – I N N R É T T I N G A R Í Ö L L RÝ M I  Eldhús – sérsmíði og staðlað  Baðinnréttingar og fataskápar  Innihurðir

 Hótelherbergi  Borðplötur  Hljóðvistarklæðningar

Mjög hagstæðar lausnir fyrir byggingaverktaka!

Gæði Kunnátta Sveigjanleiki Trésmiðja GKS ehf Funahöfða 19 - Sími 577 1600 - gks.is

eru víða. Það er mikið í gangi og fólk almennt bjartsýnt.“ sg.is


SÓKNARFÆRI  | 35

ÞORLÁKSHÖFN Þorlákshöfn er á suðvesturströnd Íslands. Þar er

Í Þorlákshöfn eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða

eina höfn Suðurlands allt austur að Hornafirði.

fjölhæfa þjónustu fyrir fiski- og flutningaskip t.d.

Frá höfninni eru góðar og greiðfærar samgöngur

olíuverslun, flutningaþjónustu, alhliða

til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og

viðgerðarþjónustu, köfun, netaviðgerðir og

ekki nema u.þ.b. 85 km í Flugstöð Leifs

lifrabræðslu. Þar er einnig öll helsta þjónusta

Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Höfnin

sem nauðsynleg er í nútímasamfélagi; banki,

liggur vel við góðum fiskimiðum og í landi eru

matvöruverslun, bakarí, kaffihús, veitingastaðir,

fjölmörg fyrirtæki til að vinna úr aflanum.

heilsugæsla, lyfjaverslun, frábært íþróttahús,

Fiskmarkaður er á staðnum og fullkomin

líkamsræktarstöð og sundlaug.

frystigeymsla og tollvöruhús, Kuldaboli, er staðsett við höfnina.

Eina höfnin á Suðurlandi

Fiski-, flutninga- og tollhöfn

40 km til Reykjavíkur

Hafnsögubátur, 900 hö.

85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Frábært íþróttahús og sundlaug

Fullkomið frystivöruhótel og landamærastöð

Öll almenn þjónusta við skip

Bryggjukantar um 1200 m

Öll almenn þjónusta við áhafnir

Mesta dýpi við kant 8 m

Fiskmarkaður og fiskvinnslufyrirtæki

Dýpi í innsiglingu 7,5-8 m

Ísframleiðsla með GÁMES vottun

Þorlákshöfn Hafnarbakka 8, 815 Þorlákshöfn, sími 480 3602 Hafnarstjóri: Sími 691 6575 hofn@olfus.is www.olfus.is

Hafnarvog Sími 480 3601 Fax 483 3528 hafnarvog@olfus.is

Hafnarvörður Sími 893 3659 Sólarhringsvakt, Kallrás á VHF 12


36  | SÓKNARFÆRI

Trésmiðjan Stígandi hf. á Blönduósi

Sérlausnir í innréttingasmíði og tréstigum „Stór hluti okkar starfsemi snýst um framleiðslu innréttinga, stiga og aðrar sérlausnir fyrir húsbyggjendur og íbúðaeigendur. Þar að að mestu um að ræða framleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið en viðskiptavinir okkar eru þó um allt land,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Trésmiðjunnar Stíganda á Blönduósi. Fyrir-

tækið fagnar á næsta ári 70 ára afmæli og er því meðal þeirra gamalgrónustu á staðnum.

Allt í tísku! „Í sjálfu sér er allt tísku í dag,“ segir Guðmundur Arnar aðspurður um hvað sé vinsælast þegar kemur að eldhúsinnréttingum og öðrum innréttingum fyrir íbúðarhúsnæði. „Margir vilja viðarinnréttingar en sprautaðar innréttingar eru líka

vinsælar en ef eitthvað er þá sýnist mér plastið vera að sækja á. Gjarnan eru það hönnuðir sem hafa samband við okkur varðandi innréttingasmíði fyrir viðskiptavini þeirra. Oft er um að ræða einhverjar sérlausnir sem fyrirtæki eins og okkar getur leyst með auðveldari hætti en þau fyrirtæki sem eru í fjöldaframleiðslu innréttinga. Síðan er líka mjög mikið um að fólk hafi samband við okkur beint og verkefnin geta verið allt frá stórum

Guðmundur Arnar Sigurjónsson við fræsara á verkstæði Trésmiðjunnar Stíganda.

Meðal verkefna Stíganda á Blönduósi að undanförnu hafa verið breytingar á gömlu vélsmiðjunni en það hús hefur nú fengið nýtt hlutverk sem verslunar- og þjónustuhúsnæði.

eldhúsinnréttingum yfir í stakan fataskáp. Og allt þar á milli,“ segir Guðmundur Arnar.

Stigar og Hraðhús Önnur áhersla Trésmiðjunnar Stíganda er framleiðsla á stigum. „Við ráðum yfir mjög vönduðum

tölvustýrðum fræsurum og getum með þeim búnaði útfært alls kyns lausnir í stigum, hvort heldur er í gömul hús eða ný, stóra stiga eða litla,“ segir Guðmundur Arnar. Fyrirtækið hefur einnig fundið fyrir vaxandi þörf ferðaþjónustunnar fyrir hagkvæmar gistilausnir og hefur smíðað svokallað Hraðhús, sem er byggt úr tveimur einingum sem smíðaðar eru hjá Stíganda og fluttar á byggingarstað, ásamt forsteyptum undirstöðum. Með einföldum hætti er hægt að bæta þriðju eingingunni við og stækka húsið þannig í 82 fermetra. „Þetta er mjög hagkvæmur kostur sem við höfum smíðað fyrir t.d. ferðaþjónustuaðila í Skagafirði og Þingeyjarsýslu,“ segir Guðmundur Arnar. Líkkistur eru einnig dæmi um framleiðsluvörur Trésmiðjunnar Stíganda og fyrirtækið annast tilfallandi verkefni í húsasmíði og almennu viðhaldi húseigna á Blönduósi og nágrenni. Starfsmenn eru um 12-15 talsins.

Lýður Rögnvaldsson, elsti starfsmaður fyrirtæksins, smíðar stiga.

stigandihf.is

Hjá Ísrör ehf færðu pressuvélar og tengi til samsetningar stállagna

Hjá Ísrör færðu einnig PEX-STÁL HITAVEITURÖR/FITTINGS – HITAVEITU – LJÓSLEIÐARA OG GASSKÁPA ÍDRÁTTARRÖR – VARÚÐARBORÐA – HERPIMÚFFUR og svo margt fleira

Sími 565 1489 - Hringhella 12 - 221 Hafnarfjörður - isror@isror.is - www.isror.is


SÓKNARFÆRI  | 37

Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FYRIR HÓTEL & GISTISTAÐI

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum fyrir hótel og gististaði, allt eftir óskum hvers og eins. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is


38  | SÓKNARFÆRI

Raunhæft að ljósleiðaravæða Ísland á fimm árum „Mér finnst raunhæft að eftir fimm ár eigi allir íbúar dreifbýlisins kost á tengingu við ljósleiðarasamband og að þar með náist það markmið að Ísland verði ljósleiðaravætt,“ segir Gunnar Björn, framkvæmdastjóri Tengis á Akureyri sem hefur um nokkurra ára skeið byggt upp ljósleiðarakerfi í dreifbýli á Norðausturlandi. Fyrirtækið hefur lokið ljósleiðaralagninu á nær alla sveitabæi á Eyjafjarðarsvæðinu og vinnur nú að henni í sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum. Hátt í 50 manns vinna hjá Tengi við lagningu ljósleiðara og verkefni sem að fjarskiptakerfi fyrirtækisins snúa. Segir Gunnar Björn að framkvæmdir á næsta sumri hafi þegar verið skipulagðar og bókanir vegna framkvæmda ársins 2018 hafnar.

Opinber framlög lykilatriði Gunnar Björn segir Tengi hafa samstarf við viðkomandi sveitarfélag, auk þess sem Fjarskiptasjóður styrkir sveitafélög um framkvæmdina að hluta. Mjög mismunandi er eftir aðstæðum hversu kostnaðarsamt er að tengja hvert heimili í dreifbýlinu, þar skiptir vegalengd ekki hvað síst máli. Á landinu öllu eru um tæplega 3800 heimili í dreifbýli og er áætlaður kostnaður við tengingu á hverju heimili að meðaltali um 1,5 milljónir króna. Þar sem kostnaður er metinn mestur er hann á fjórðu milljón fyrir hvern notanda.

Tengir hf. fjárfesti síðastliðið sumar í þessari sérhönnuðu vél til plægingar á jarðstrengjum. Vélin er ein fjögurra slíkra í Evrópu.

Nokkur fyrirtæki bjóða þjónustu við lagningu ljósleiðarastrengja á landinu, auk þess sem sveitarfélög hafa í stöku tilfellum byggt upp eigið ljósleiðaranet. „Það gefur auga leið að miðað við þann kostnað sem er við tengingu í dreifbýli þá eru opinber framlög lykilatriði í því markmiði að heimili landsins verði ljósleiðaratengd. Framlög Fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli voru aukin í fyrra og var þá áætlað að leggja til þessa verkefnis 500 milljónir króna árlega næstu

fimm árin. Miðað við að um 1000 heimili hafi fengið styrki til að tengst á landinu öllu á þessu ári þá ætti þessi tímaáætlun að ganga eftir. Við höfum þar fyrir utan fækkað þeim heimilum sem voru á listanum um tæplega 500,“ segir Gunnar Björn en Tengir hf. hóf að byggja uppljósleiðaranet árið 2002.

Flestir tengjast ljósleiðarasambandinu strax Hver notandi í dreifbýli greiðir um 200 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, fyrir ljósleiðaratengingu

og segir Gunnar að í sumum sveitarfélögum tengist vel yfir 95% heimila strax við kerfið. Þau sem ekki tengjast strax geta gert það síðar en í þeim tilfellum getur heimtaug og tenging verið kostnaðarsamari. „Við finnum fyrir miklum áhuga hjá fólki í dreifbýlinu að tengjast ljósleiðaranetinu. Sumir tala um byltingu í sjónvarpsmöguleikum en aðalatriðið hjá öllum er þó mun betri tenging við netið,“ segir hann. Gunnar Björn gerir ráð fyrir að útvíkka ljósleiðaranet Tengis frá

Eyjafirði og austur um í Norðausturkjördæmi. Fyrirtækið tók síðasta sumar í notkun sérhannaða og öfluga vél frá Bandaríkjunum til að plægja niður ljósleiðarastrengi. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar á landinu og raunar eru aðeins til fjórar slíkar í Evrópu. „Við þurfum víða að fara í gegnum grýtt og erfitt land þannig að þörf er á öflugu tæki eins og þessu í þetta verkefni,“ segir hann.

Dynjandi

Öryggisbúnaður, persónuhlífar og vinnufatnaður

Dynjandi er með á boðstólum úrval vinnufatnaðar fyrir byggingariðnaðinn.

Dynjandi var stofnað árið 1954. Fyrirtækið er brautryðjandi á sviði öryggismála á vinnustöðum og selur viðurkenndan öryggisbúnað, persónuhlífar og vinnufatnað. Fyrirtækið hefur í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og öryggisfullrúa helstu fyrirtækja á landinu átt mikinn þátt í að stuðla að aukinni notkun öryggisbúnaðar svo sem öryggis- og vinnuskófatnaðar, vinnu- og hlífarfatnaðar, hjálma, hlífa og öndunargríma. Óhætt er að segja að búnaður frá fyrirtækinu hafi komið í veg fyrir alvarleg slys á vinnustöðum en persónuhlífum er

ætlað að vernda notandann fyrir veikindum, slysi og jafnvel dauða. „Við erum auk þess með gasmæla og fallvarnarbúnað,“ segir Þorsteinn Austri Björnsson sölustjóri. Hann nefnir líka ferskloftsbúnað, öryggisgleraugu, andlitshlífar, heyrnarhlífar, samskiptabúnað og eyrnartappa. Fyrirtækið býður eingöngu upp á persónuhlífar frá viðurkenndum framleiðendum. Hvað varðar vinnu- og hlífðarfatnað þá segir Þorsteinn Austri að Dynjandi bjóði upp á fatnað fyrir flestan iðnað hvort sem það er fyrir byggingariðnað eða fyrir þá sem vinna við bráðinn málm svo dæmi séu tekin. Dynjandi er með úrval af fatnaði sem uppfyllir svokallaðan sýnileikastaðal. „Það er orðin meiri krafa hjá fyrirtækjum að fólk klæðist slíkum fatnaði. Við höfum líka verið að einblína á fatnað fyrir íslenska veðráttu sem getur verið blaut og köld á veturna.“ Þorsteinn Austri segir að aðalsmerki fyrirtækisins í gegnum tíðina

Smekklegir og vandaðir öryggisskór eru meðal þess sem Dynjandi býður upp á.

hafi verið afbragðs þjónusta. „Starfsmenn Dynjanda hafa góða vitneskju um alla þá vöru sem seld er til að geta veitt mönnum ráðleggingar varðandi það hvaða búnað menn eigi að nota hverju sinni. Starfsfólk Dynjanda hefur góða þekkingu á því sem það er að selja

og getur veitt viðskiptavinum góða þjónustu og ráðleggingar varðandi það sem best hentar á hverjum stað.“ dynjandi.is


SÓKNARFÆRI  | 39

VEGAOG FRAMKVÆMDA

MERKINGAR

ER ÞITT FYRIRTÆKI SÝNILEGT Í UMFERÐINNI?

PLASTVEGGIR

108cm að lengd og 20kg að þyngd, veggirnir læsast saman

HRAÐAVARASKILTI

Sýnir hraða og broskarl á skjánum. Hægt er að velja um nokkrar gerðir af myndum og texta.

ÖRYGGISVEGGIR

PLASTGRINDUR

200cm að lengd og 100cm að hæð, grindurnar læsast saman.

BLIKKLJÓS Viðvörunarljós. Kemur með festingu á keilu eða á gátskildi

KEILUR

Veggirnair eru 100cm langir. 50cm breiðir og 60cm háir. Þyngd 40kg með fyllingu.

2 stærðir, 75cm, 5kg, 100cm, 8kg. Einnig gátskildir, hæð 135cm, þyngd 28kg.

ENDURSKINSBÖND

SAMSTILLT KAPALLJÓS Á GÁTSKJÖLDUM

Mjög góð og sterk þriggja þátta bönd með endurskini, 27m löng

Fimm ljós samtengd, allt að 12 metrar á milli ljósa. Ljósin eru tengd inn á 12V rafgeymi.


40  | SÓKNARFÆRI

Góð verkefnastaða hjá ÍAV Rætt við Sigurð R. Ragnarsson, nýjan forstjóra Það voru fáar atvinnugreinar sem fóru jafn illa út úr hruninu 2008 og verktakaiðnaðurinn. Eftir miklar framkvæmdir og uppgang á árunum fyrir hrun gjörbreyttist ástandið nánast á einu vetfangi og við blasti verkefnaleysi og óvissa með fjöldauppsögnum og gjaldþrotum margra fyrirtækja. ÍAV – Íslenskir aðalverktakar, fóru ekki varhluta af áhrifum hrunsins og þurfti fyrirtækið að draga saman seglin og fækka starfsfólki úr 700 í tæplega 200 vegna verkefnaskorts. Eftir erfið ár í kjölfar hrunsins hefur fyrirtækið aftur rétt úr kútnum og er verkefnastaðan góð í dag að sögn Sigurðar R. Ragnarssonar forstjóra. Í dag er ÍAV stærsta verktakafyrirtæki landsins með um 400 manns í vinnu og ef undirverktakar sem vinna fyrir ÍAV eru taldir

með stækkar hópurinn í 700 til 800 manns.

Umbrotatímar Sigurðar tók við starfi forstjóra í byrjun þessa árs eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu á umbrotatímum síðastliðinna 10 ára. „Ég kom til starfa hjá ÍAV árið 2006 til að stýra framkvæmdum við Hörpu og hef því fylgt fyrirtækinu bæði á miklum uppgangstímum og í gegnum djúpa lægð í kjölfar hrunsins. Þetta hefur verið mikil reynsla.“ Sigurður segir að síðustu ár hafi verið unnið markvisst að því að byggja fyrirtækið aftur upp og hafi það gengið vel. Árið 2010 var ÍAV selt svissnesku verktakasamsteypunni Marti Holding AG sem á um 80 fyrirtæki víðs vegar um heim og segir Sigurður að nýir eigendur hafi reynst félaginu mjög traustur bakhjarl. Að sögn Sigurðar voru fyrstu vísbendingar um að verktakamarkaðurinn væri aftur að taka við sér

Sigurður R. Ragnarsson segir Íslenska aðalverktaka hafa rétt úr kútnum eftir erfið ár í kjölfar efnahagshrunsins og þar sé verkefnastaðan góð.

árið 2014 og hefur markaðurinn verið að styrkjast síðan. Hann segir ástandið á markaðnum nokkuð gott í dag, talsvert sé um útboð á nýjum verkum og engin ástæða til að kvarta. Aðspurður hvað drífi bygginariðnaðinn áfram um þessar mundir segir Sigurður það vera verkefni í kringum ferðaþjónustuna, til dæmis á Keflavíkurflug-

velli, fjárfestingar í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði og þá sé íbúðamarkaðurinn byrjaður að taka við sér eftir mikla lægð.

Hörð samkeppni „Þar virðist ýmislegt í pípunum og við kvíðum ekki næstu misserum ef fram heldur sem horfir. Meðal stærstu verkefna ÍAV um þessar

mundir getum ég nefnt stækkun Búrfellsvirkjunar um 100 MW, Vaðlaheiðargöng, en þar gerum við ráð fyrir að „slá í gegn“ í byrjun næsta árs og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli þar sem við erum að leggja nýtt slitlag á flugbrautir.“ Sigurður segir framkvæmdina á Keflavíkurflugvelli eina stærstu samgöngubót sem unnið er að um


SÓKNARFÆRI  | 41

Nýr Álftanesvegur er meðal verkefna í vegagerð sem ÍAV hefur annast undanfarin misseri.

þessar mundir en magnið sem fer í að malbika brautirnar jafngildir því að leggja nýtt slitlag á þjóðveg 1 frá Reykjavík á Hvolsvöll. Af öðrum verkefnum nefnir hann fangelsið á Hólmsheiði sem nýlokið er við, verksmiðju í Helguvík og breytingar á Smáralind sem teknar voru í notkun snemma í nóvember. Aðspurður segir Sigurður að samkeppnin á verktakamarkaði sé mjög hörð og að ÍAV hafi fengið flest sín verkefni í gegnum útboð. Hann segir markaðinn hér alþjóðlegan að því leyti að stærri verkefni eru öll boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann segir erlenda verktaka hafa verið að fá verk hér síðustu misserin eins og til dæmis Norðfjarðargöng og fyrirhugaða kísilverksmiðju á Grundartanga.

Svört atvinnustarfsemi Undanfarin misseri hefur verið talsverð umræða um svarta atvinnustarfsemi í byggingariðnaði. Hvernig kemur slík umræða við fyrirtæki eins ÍAV? „Vissulega snertir þetta okkar fyrirtæki eins og önnur á markaðnum. Við leggjum mikla áherslu á að hafa hlutina í lagi og höfum þar af leiðandi ekki tengst þessari umræðu sem betur fer. En auðvitað eigum við á hættu að dragast inn í hana ef upp koma tilvik sem snerta okkur með einhverjum hætti. Þetta kemur óorði á greinina og okkur sem vinnum samkvæmt reglunum því í umræðunni er ekki gerður greinarmunur á þeim sem vinna samkvæmt reglunum og hinum sem hafa rangt við.“ Sigurður segir ÍAV vilja stuðla að því að þetta mein verði upprætt og sama gildi um kennitöluflakkið. „Það eru dæmi um að menn hafi komist upp með að kortleggja hvaða gjöld þeir geti sleppt að greiða. Síðan fara þeir í þrot og skilja eftir sig skuldirnar, stofna nýtt fyrirtæki og byrja aftur sama leikinn. Það hefur verið unnið að því að herða reglur um hvort tveggja og vonandi mun það skila árangri. En getur ÍAV treyst því að undirverktakar sem vinna fyrir þá spili samkvæmt leikreglunum? „Íslenskir aðalverktakar hafa starfað í 60 ár og eru elsta starfandi verktakafyrirtæki landsins. Í gegnum tíðina hafa myndast viðskiptasambönd við undirverktaka og efnissala. Við verslum við þá sem við treystum og höfum ákveðnar aðferðir innbyggðar í okkar gæðakerfi til að sneiða hjá vafasömum aðilum,“ segir Sigurður R. Ragnarsson forstjóri ÍAV – Íslenskra aðalverktaka. iav.is

ÍAV lagði 4,5 km. langa stofnlögn frá niðurdælingasvæði HS Orku við Þorbjarnarfell til sjávar vestan Grindavíkur.

ÍAV hafa nýlega lokið við byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði.


42  | SÓKNARFÆRI

Sérlausnir BYKO með allt sem þarf til framkvæmda „Sérlausnir BYKO er þjónusta sem er ætluð þeim sem tengjast hönnun eða verklegum framkvæmdum á einn eða annan hátt, hvort sem þær eru stórar eða smáar. Hér bjóðum við ýmist heildarlausnir eða einstaka þætti en við erum með allt sem til þarf hvort sem það er timbur, lagnavörur, gluggar, steinull eða þakpappalausnir; með öðrum orðum allt frá nöglum upp í heilu einingarhúsin sem við nefnum Rammahús,“ segir Stefán Valsson sölustjóri hjá Sérlausnum BYKO.

Markaðurinn á uppleið Stefán segir framboðið á vörum og þjónustu sem þeir geti boðið framkvæmdaaðilum nánast ótakmarkað og oft sé beðið um tilboð í stærri eða minni pakka. Aðspurður um ástandið á byggingamarkaðinum segir Stefán hann hafa verið á mjög góðri siglingu frá því snemma í vor og sé enn á uppleið. Menn séu hins vegar orðnir ýmsu vanir, bæði uppsveiflum og niðursveiflum. Hann segir enn langt í að hægt verði að jafna ástandinu við það sem var í gangi síðustu árin fyrir hrun og segist vona að menn sleppi við það brjálæði. „Við erum bjartsýnir á framhaldið því hér er mikið að gera. Samkeppnin á markaðnum er mikil og slegist um hvern kúnna.“ Magnaður vinnustaður Stefán segist hafa byrjað hjá BYKO sem „pjakkur úti í porti“ fyrir 34 árum en síðan hafi hann unnið sig yfir í aðrar deildir og í önnur störf.

„Þetta hefur þróast svona hægt og rólega,“ segir Stefán sem nú er sölustjóri grófvöru í 12 manna deild Sérlausna. Hann segir að yfirleitt ílengist starfsfólk hjá BYKO enda sé þetta sé magnaður og góður vinnustaður. Starfsmannaveltan er lítil að hans sögn og þeir elstu hafa starfað hjá fyrirtækinu í allt að 47 ár. „Hér er því saman komin gríðarmikil reynsla sem við miðlum með stolti til viðskiptavina BYKO,“ segir Stefán Valsson, sölustjóri hjá BYKO. byko.is „Hér er saman komin gríðarmikil reynsla sem við miðlum með stolti til viðskiptavina,“ segir Stefán Valsson, sölustjóri hjá BYKO.

Þór hf.

Hidromek jarðvinnuvélar hefja innreið á Íslandi Síðast liðið sumar var greint frá því að Þór hf. hafi verið valið úr hópi fyrirtækja sem sóttust eftir Hidromek umboðinu hér á landi. Hidromek er tyrkneskt fyrirtæki sem framleiðir traktorsgröfur, beltagröfur, hjólgröfur, hjólaskóflur og veghefla í mörgum stærðum. Að sögn Ragnars Jónssonar hjá Þór réði framtíðarsýn fyrirtækisins og

VÖRULISTI

Ragnar Jónsson hjá Þór hf. segir vélarnar frá Hidromek eiga fullt erindi á íslenska markaðinn. Hér stendur Ragnar við fyrstu traktorsgröfuna sem Þór flytur til landsins frá Hidromek.

Fallvarnarbúnaður Sala, skoðun, eftirlit og námskeið um fallvarnir

Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is

sú umgjörð og þjónusta sem það getur boðið miklu um að Hidromek valdi þá sem samstarfsaðila. „Við teljum að sterkur framleiðandi eins og Hidromek eigi fullt erindi inn á íslenska markaðinn. Hidromek er með markaðsráðandi stöðu í traktorsgröfum í mörgum löndum í heiminum og markaðshlutdeild þeirra er vaxandi víða um heim.“ Ragnar segir Hidromek þrautreyndan vélaframleiðanda sem hafi byrjað að framleiða traktorsgröfur 1978. „Þeir eru ekki að finna upp hjólið því þeir nota Perkins mót-

ora, sem eru vel þekktir, Turner skiptingar sem sömuleiðis eru vel þekktar og ZF hásingar.“ Hann segir að til þessa hafi Þór hf. boðið vinnuvélar upp að 15 tonnum frá Wacker Neuson og Kubota. Þeir hafi viljað bæta stærri vélum í vörulínuna og þar hafi Hidromek passað gríðarlega vel inn. Að sögn Ragnars hefur Hidromek getað boðið mjög góð verð á sínum tækjum og hafa þau í flestum tilfellum verið mun lægri en það sem keppinautarnir bjóða. „Við eigum á lager Hidromek traktorsgröfu sem hefur vakið mikla at-

hygli þeirra sem hafa komið að skoða. Sömuleiðis fórum við með fulltrúa frá íslenskum verktakafyrirtækjum út til að prófa vélarnar af því við vildum óháð mat á þessum tækjum. Þeir prófuðu bæði traktorsgröfur og beltavélar og það var samdóma álit þeirra að þessi tæki gæfu samkeppnisaðilunum ekkert eftir,“ sagði Ragnar Jónsson hjá Þór hf. thor.is


SÓKNARFÆRI  | 43

FRÁBÆRAR EIGNIR með góða staðsetningu

bygg.is

Lundur 5

Fossvogsdalnum í Kópavogi

ið Skoðngar i teiknygg.is áb

Glæsilegt álklætt fjölbýlishús með sjávarútsýni. Ein besta staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu. • Stærðir 120-194 fm. • Bílastæði í lokaðri bílgeymslu fylgja öllum íbúðum.

Langalína 20-26 Sjálandi í Garðabæ Glæsilegt álklætt fjölbýlishús með sjávarútsýni. Ein besta staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu. • Stærðir 92-185 fm.

S teikkoðið á byningar gg.i s

• Bílastæði í lokaðri bílgeymslu fylgja öllum íbúðum.

ið Skoðngar i teiknygg.is áb

Lundur 25

Fossvogsdalnum í Kópavogi Glæsilegt álklætt fjölbýlishús með sjávarútsýni. Ein besta staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu. • Stærðir 111-179 fm. • Bílastæði í lokaðri bílgeymslu fylgja öllum íbúðum.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA

REYNSLA

FAGMENNSKA

METNAÐUR

Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ

Sími 520 9586

EHF

Sími 562 4250 www.fjarfesting.is Borgartúni 31

Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.


44  | SÓKNARFÆRI

Þessa stundina er MótX að byggja eitt glæsilegasta fjölbýlishús landsins við Bæjarlind 7-9 í Kópavogi. Arkitekt er Björn Stefánsson.

MótX reisir eitt glæsilegasta fjölbýlishús landsins „Verkefnin okkar eru af margvíslegum toga en við höfum bæði verið að byggja fjölbýlishús að undanförnu en einnig

atvinnuhúsnæði. Það er mikil gróska í byggingageiranum og hörð samkeppni. Okkar markmið er alltaf að skila af

okkur góðum verkum og þessa stundina erum við að reisa eitt glæsilegasta fjölbýlishús landsins við Bæjarlind 7-9 í

Þurrktæki

Kópavogi í afar spennandi miðbæjarhverfi sem þar mun verða til á næstu árum,“ segir Svanur Karl Grjetarsson,

Gastæki

∑Flýtir fyrir steypun eða flotun ∑Flýtir fyrir málun eða spörtlun ∑Þurrkar rök rými

framkvæmdastjóri byggingafélagsins MótX. „Það er Björn Skaftason arkitekt sem hannaði fyrir okkur Bæj-

Loftun

Einnota kútar Engin leiga

Í gegnum útveggi Hljóðdempun

Tilboð kr 24.990

Hljóðlátir

Hitablásari

Tilboð frá kr

Tilboð frá kr

Blásarar

100 mm

89.990

29.990

Þakblásarar Loftskiptiblásarar 300 mm Mikið úrval af stærðum og gerðum.

30

1

ára

S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur

rey

n sl

a

íshúsið

3 - 2013 98

viftur .is -andaðu léttar


SÓKNARFÆRI  | 45

arlindina en þar rís glæsilegt hús með 42 íbúðum sem verða afhentar snemma árs 2018. Fólk er mjög spennt fyrir þessum nýja miðbæ Kópavogs þar sem öll þjónusta er þegar fyrir hendi og hvað okkar hús varðar eru pantanir þegar farnar að berast. Áhuginn er klárlega mikill.“

Nýtt hverfi í Norðlingaholti Undirbúningur að næstu verkefnum MótX er í fullum gangi og er þegar hafin hönnun tveggja fjölbýlishúsa við Elliðabraut í Norðlingaholti en þar hefur MótX, í samvinnu við borgaryfirvöld, verið að umbreyta reit fyrir léttan iðnað í íbúðahverfi sem mun samlagast byggðinni sem fyrir er. „Þarna er um mjög áhugavert verkefni að ræða sem við höfum unnið með Páli Hjaltasyni arkitekt en það felst í því að deiliskipuleggja í samvinnu við borgina hverfi í jaðri núverandi byggðar þar sem verða tæplega 200 íbúðir. Í okkar hlut koma 117 íbúðir á þremur lóðum við Elliðabraut 8-12. Við munum hefja þarna framkvæmdir næsta vor.“ Svanur Karl segir margt áhugavert vera að gerast í byggingariðnaðinum um þessar mundir en fullyrðir jafnframt að flestir í byggingageiranum séu þeirrar skoðunar að sveitarfélögin þurfi að útvega fleiri lóðir inn á markaðinn en þær sem eru á þéttingarsvæðum. „Ég vona að úr þessu rætist en við hjá MótX og allt okkar frábæra starfsfólk er reiðubúið að halda áfram að byggja upp á Íslandi undir kjörorðinu „Við erum uppbyggjandi“ en það lýsir ágætlega okkar starfsanda og markmiðum,“ segir Svanur að lokum. motx.is

Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri MótX. „Næsta verkefni er bygging tveggja fjölbýlishúsa við Elliðabraut 8-12 í Norðlingaholti.“

VIÐ ERUM GÓÐIR Í HREINSUN Á FRÁVEITUVATNI Við útvegum búnað til hverskonar hreinsunar á fráveituvatni.

Tröppurist í kassa fyrir sveitarfélög. Vélræn hreinsun

Biorock. Fyrir sumarhús og bóndabæi Grafika 13

Breyttur markaður „Vissulega er allt annar bragur á þessum markaði en var fyrir nokkrum árum enda hagur landsmanna mjög að vænkast. Við höfum einbeitt okkur að byggingu fjölbýlishúsa undanfarin ár og erum þessa dagana að leggja lokahönd á 55 íbúðir í tveimur húsum við Vefarastræti í Mosfellsbæ. Munum við afhenda kaupanda annað húsið fljótlega eftir áramót en hitt undir vorið. Það var leigufélagið Heimavellir sem keypti allar þessar íbúðir af okkur á einu bretti en þær höfðu verið hannaðar með þarfir m.a. ungs fólks í huga. Vonandi koma þær til góða fyrir vaxandi hóp leigjenda á þessum markaði sem í mörgum tilvikum er fólk sem einfaldlega hefur ekki efni á að kaupa eða byggja sér húsnæði,“ segir Svanur ennfremur. MótX er með fleiri verkefni í handraðanum en auk byggingar fyrrnefndra húsa við Vefarastræti og Bæjarlind eru starfsmenn fyrirtækisins þessa dagana að reisa aðalstöðvar Würth á Íslandi við Norðlingabraut í Reykjavík. „Þetta er 2.700 m2 bygging tveimur hlutum á afar sýnilegum stað við borgarmörkin. Þangað mun Würth flytja úr Garðabænum innan tíðar.“

Vélræn eða lífræn hreinsun eftir aðstæðum á hverjum stað. Okkar búnaður er í nær öllum núverandi fráveitu-hreinsikerfum á Íslandi. Hafið samband við okkur og við gerum tillögur um viðeigandi búnað. Lífræn hreinsun fyrir sveitarfélög með viðkvæman viðtakanda

Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 vov@vov.is www.vov.is


46  | SÓKNARFÆRI

Stefnt að reglubundnum fragtsiglingum Miklar framkvæmdir standa nú yfir í höfninni í Þorlákshöfn. Helsta markmiðið með framkvæmdunum er að bæta þar aðstöðu, einkum fyrir stærri skip með reglubundnar fragtsiglingar milli Evrópu og Þorlákshafnar að leiðarljósi. „Við ætlum okkur að koma á vikulegum flutningum á milli Þorlákshafnar og Evrópu í framtíðinni. Það breytir miklu að stytta flutningstímann, sérstaklega á ferskvöru til

útflutnings og einnig til innflutnings. Einnig skiptir miklu máli að minnka útblástur frá skipum með styttri siglingatíma til og frá Íslandi með því að sigla til Þorlákshafnar,“ segir Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn.

Flutningur á ferskum fiski Hann segir að þar sem styttra sé að sigla til Þorlákshafnar en Reykjavíkur, til dæmis frá Evrópu, og

Í dag er boðið upp á góða þjónustu í Þorlákshöfn en með endurbótum á höfninni eru skapaðar enn betri aðstæður fyrir fyrirtæki með hafsækna starfsemi.

Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn. „Við ætlum okkur að koma á vikulegum flutningum á milli Þorlákshafnar og Evrópu í framtíðinni.“

höfnin verði innan skamms mun dýpri og rýmri en verið hefur, hljóti það að vera góður kostur fyrir fyrirtæki með hafsækna starfsemi að koma sér fyrir í Þorlákshöfn. „Hér eru þegar öflug fyrirtæki í útflutningi á ferskum fiski. Fyrir þau og önnur fiskvinnslufyrirtæki í nágrenni Þorlákshafnar hlýtur það að vera góður kostur að geta flutt fiskinn út ferskan héðan með skipum til Evrópu,“ segir Hjörtur. „Þegar þessum framkvæmdum lýkur verðum við mjög vel í stakk búin til að taka á móti stærri skipum. Þá verðum við komin með snúningssvæði sem er 230 metrar í þvermál og nýtast mun sérstaklega stærri skipum. Það auðveldar flutningaskipunum mjög að athafna sig innan hafnarinnar. Auk þess verður meira pláss fyrir skipin við bryggjurnar. Meiningin er að búa með þessu í haginn og bjóða betri aðstöðu og þjónustu fyrir flutningaskip og vissulega að bæta

alla aðstöðu fyrir þau skip og báta sem nýta höfnina í dag.“

Byggjum til framtíðar „Við erum að byggja okkur upp til framtíðar með því að bæta aðstæður og gæði hafnarinnar og teljum okkur hafa mikla möguleika til framtíðar í þjónustu við flutninga á sjó. Mikil þjónusta er þegar til staðar en Kuldaboli ehf., sem rekur frystigeymslu og skipaþjónustu auk löndunargengis sem þjónustar fiskiskip, er t.a.m. á staðnum ásamt því að hér eru vélsmiðjur, rafverktakar, fiskmarkaður o.fl. Við bjóðum því upp á góðar hafnaraðstæður og þjónustu sem nýtist öllum. Höfnin á og rekur öflugan dráttarbát sem ætlaður er aðstoðar stærri skipum og hjá höfninni starfar vel þjálfaður og góður mannskapur. Í dag er boðið upp á góða þjónustu í Þorlákshöfn en með endurbótunum á höfninni sköpum við enn betri aðstæður fyr-

ir fyrirtæki með hafsækna starfsemi. Stefnan er að bjóða hér bestu þjónustu á hagstæðu verði.

Lóðir í miklu úrvali Í Þorlákshöfn höfum mikið landrými til bygginga og úrval lóða fyrir fyrirtæki nálægt höfninni. Lóðirnar eru af ýmsum stærðum en einfalt mál er að finna góðar lóðir fyrir hvers kyns fyrirtæki, ekki bara í hafsækinni starfsemi, sem áhuga kunna að hafa á því að setja sig niður í Þorlákshöfn. Það eru ekki allir sem átta sig á því að það er aðeins um hálftíma akstur frá Þorlákshöfn á höfuðborgarsvæðið um Þrengslaveg og um 85 km. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Þorlákshöfn er því miðsvæðis, bæði til búsetu og atvinnurekstrar.“ olfus.is

Nýsmíði - Viðhald - Innréttingar - Sérsmíði - TRÉSTIGAR - Líkkistur

Trésmiðjan Stígandi ehf bíður upp á staðlaða sumarbústaðastiga

Stígarnir eru smíðir úr 40mm límtré, 

2 staðlaðar stærðir

Fljót afgreiðsla

Vönduð vinnubrögð

Sérsmíðum einnig stiga eftir óskum

við bjóðum upp á flestar gerðir límtrés. Stigarnir afgreiðast samkvæmt samkomulagi og tilbúnir undir olíu. Við getum einning séð um olíuburð og lökkun og gefum fast verð í þá vinnu.


SÓKNARFÆRI  | 47

Keflavíkurflugvöllur

Ljósmynd: Isavia

Hér erum við á heimavelli Árið 1957 eða fyrir tæpum 60 árum hófum við malbikun Keflavíkurflugvallar. Við erum búnir að koma mikið að viðhaldi brautanna síðan þá. Í dag erum við að endurnýja malbik flugbrautanna og svarar það til þess að við værum að malbika tvíbreiðan þjóðveg 1 frá Reykjavík til Hvolsvallar! Hér að ofan má sjá suðurhluta norður-suður brautarinnar sem við kláruðum í síðasta mánuði. Allt gert til þess að flugsamgöngur séu öruggar og að allir geti lent og verið öruggir þegar við fáum að heyra “Velkomin heim”. Við erum stoltir af því að okkur er treyst fyrir ykkar öryggi og tökum það alla leið enda eina íslenska verktakafyrirtækið sem er bæði með gæða- og öryggisvottun.

ISO 9001

OHSAS 18001

FM 512106

OHS 606809

Quality Management

Occupational Health and Safety Management

ÍAV hf.| Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | www.iav.is

Við breytum vilja í verk


48  | SÓKNARFÆRI

Trésmiðja GKS

Heildarlausn innréttinga fyrir verktaka „Við rekum stóra trésmiðju á íslenskan mælikvarða,“ segir Arnar Aðalgeirsson framkvæmdastjóri GKS en fyrirtækið byggir á gömlum grunni og varð til við samruna Gamla kompanísins, Kristjáns Siggeirssonar, Steinars stálhúsgagnagerðar og Trésmiðjunnar Eldhúss og baðs. „Við og gefum okkur út

fyrir að veita þjónustu hvað varðar allt tréverk innanhúss. Það tekur m.a. til smíði eldhúsinnréttinga, baðherbergisinnréttinga, fataskápa, skrifstofuhúsgagna og sérsmíði.“ Framleiðslutæki í trésmiðjunni eru af fullkomnustu gerð s.s. tölvustýrðar fjölvinnsluvélar, UV lakkvélar og tölvustýrðar sagir og bor-

Trésmiðja GKS hefur í mörg ár lagt áherslu á smíði fyrir verktaka sem byggja heilu fjölbýlishúsin.

JCB gjörbyltir hönnun á Hjólagröfum Framúrskarandi útsýni

Kattliðug

vélar þannig að nákvæmnin er mikil. Trésmiðja GKS hefur í mörg ár lagt áherslu á smíði fyrir verktaka sem byggja heilu fjölbýlishúsin. „Við bjóðum okkar eigin framleiðslu auk þess sem við erum með umboð fyrir stærsta innréttingaframleiðanda í Evrópu sem er þýska fyrirtækið Nobilia. Við höfum mikið boðið þær innréttingar á verktakamarkaðinn vegna þess að um er að ræða mjög þróaða lausn fyrir verktaka sem þurfa oft að byggja bæði ódýrt og hratt. Við erum alltaf að leita að hagkvæmustu leiðinni fyrir viðskiptavini okkar

og þarna erum við með gríðarlega flott fyrirtæki sem er með endalausa afkastagetu og í krafti stærðarinnar getur það boðið mjög hagkvæmar lausnir. Þessar lausnir hafa stærstu verktakar á Íslandi verið að kaupa í stórum stíl. Við erum t.d. að innrétta allt Bryggjuhverfið fyrir Þ.G. verk ehf. með innréttingum frá Nobilia auk þess að innrétta fyrir Búseta í Smiðjuholti og fleiri stóra aðila.“ Arnar segir að GKS leggi metnað í að bjóða vandaða vöru á samkeppnishæfu verði. „Við leggjum líka áherslu á góða þjónustu. Við bjóðum upp á heildarlausn inn-

réttinga fyrir verktaka og skilum innréttingum uppsettum og full frágengnum á byggingastað. Mjög reynslumikið fólk er í starfsliðinu sem hefur unnið lengi í þessum geira. Fyrir utan að reka trésmiðju þá erum við einnig með sýningarsal þar sem innanhússarkitekt starfar og sérfræðingar á innréttingasviði og taka þeir á móti viðskiptavinum og útfæra teikningar og lausnir og reyna að finna draumalausnina fyrir viðskiptavini okkar.“ gks.is

40km ökuhraði

Einstakt aðgengi

Fremst fyrir stöðugleika

VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • Frostagata 2a • 600 Akureyri • www.claas.is

Framleiðslutæki í trésmiðjunni eru af fullkomnustu gerð.

GKS smíðar m.a. skrifstofuinnréttingar.

GÖNGUM VEL UM LANDIÐ OKKAR

www.utivist.is


SÓKNARFÆRI  | 49

Hágæða vinnuföt í miklu úrvali

Dunderdon

Öryggisvörur

Tæki og múrfestingar

Vinnuskór • Heyrnahlífar • Öndunargrímur Vinnuvettlingar • Eyrnatappar • Gleraugu Hjálmar • Fallvarnarbúnaður

HAGI ehf •

Stórhöfða 37

Lasermælar • Höggborvélar • Skurðar-/Slípivélar Demantsbor-/skurðarvélar • Batterísvélar Skot-/Gasbyssur • Brunaþéttiefni Skrúfvélar • Múrfestingar • Byggingafrauð

110 Reykjavík

• S: 414-3700 • hagi@hagi.is


50  | SÓKNARFÆRI

Hoist vinnulyftur

Áhersla á menntun og fagleg vinnubrögð Hoist Vinnulyftur ehf. sérhæfir sig í uppsetningu, sölu og þjónustu við turnlyftur og er umboðsaðili fyrir Alimak Hek og Geda á Íslandi. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2011 og hefur síðan þá komið að uppsetningu, viðhaldi og frágangi á turnlyftum fyrir mörg stærstu byggingarfyrirtæki landsins. Nýlega öfluðu tveir starfsmenn fyrirtækisins sér réttinda til að plana og vinna við uppsetningar og viðhald á lyftum hér á landi og þjálfa þá starfsmenn sem eiga að nota tækin. „Við vorum tveir sem fórum á strangt námskeið hjá IPAF í Bretlandi en þar fengum við mjög góða kennslu í öllu sem viðkemur vinnu, viðhaldi og uppsetningu á turnlyftum með sérstakri áherslu á öryggismál. Einnig fengum við þjálfun í að kenna þeim sem nota eiga lyfturnar. Við erum því með skírteini upp á þetta og erum raunar þeir fyrstu hér á landi sem fá réttindi til þessara hluta frá IPAF sem er stærsta öryggis- og kennslukerfi heimsins þegar kemur að rekstri á vinnulyftum,“ segir Þorsteinn Kr. Haraldsson, framkvæmdastjóri Hoist vinnulyfta í Kópavogi.

Þorsteinn Kr. Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Hoist vinnulyftum, til hægri á myndinni og Davíð Long verkstjóri. Þeir hafa báðir aflað sér réttinda til að vinna við uppsetningar og viðhald á lyftum og þjálfa notendur þeirra.

Öryggið skiptir öllu Starfsmenn Hoist vinnulyfta hafa margra ára reynslu af uppsetningu og þjónustu við turnlyftur og taka að sér alla þjónustu við vörulyftur,

mannlyftur og vinnupallalyftur. Þá sinna þeir einnig viðhaldsþjónustu á lyftum og enduruppgerð á eldri lyftum. Þeir bjóða upp á ítarlega

skoðun og yfirferð á turnlyftum og leggja mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og góðan frágang við uppsetningu þeirra. Til þess að tryggja

gæðin hafa starfsmenn fengið þjálfun til þessara hluta, m.a. frá Alimak Hek sem er leiðandi framleiðandi vinnulyfta á heimsvísu. „Hjá Alimak Hek í Svíþjóð fengu starfsmenn okkar þjálfun og réttindi til uppsetninga og viðhalds á turnlyftum, fyrstir Íslendinga. Nú bætum við um betur en með skírteini upp á vasann frá IPAF viljum við leggja aukna áherslu á að öryggið skiptir öllu, hvort sem litið er til starfsmanna eða rekstraröryggis.“ Þorsteinn segir að erlendis séu mun strangari kröfur gerðar til þeirra sem yfirfara og setja upp lyftur en tíðkast hér á landi. „Í mörgum löndum er það þannig að enginn fær að fara upp í lyftu eða þjónusta hana með neinum hætti öðru vísi en að vera með til þess bær réttindi. IPAF er viðurkennt kennslukerfi varðandi þessa hluti en þar fara árlega á námskeið um 120.000 manns, einkum starfsmenn sem eiga að nota tækin dags daglega. Til að komast í það nám sem við fórum í þarf að fara í gegnum langt ferli, sem getur tekið allt að 3 mánuði og enginn fer í það nám án þess að hafa meðmæli 2ja fyrirtækja sem hjafa sérhæft sig á þessu sviði.“ „Næsta skrefið hjá Hoist vinnulyftum er að setja upp kennslumiðstöð fyrir IPAF hér á landi. Til þess að geta sett upp slíka miðstöð undir merkjum IPAF þurfum við að bæta við okkur í náminu og það hyggjumst við gera á næstu mánuðum. Þá getum við tekið að okk-

ur IPAF námskeið í meðferð vinnulyfta og þar með mætt þeim öryggiskröfum sem við þykjumst vita að senn verði teknar upp hér á landi.“

Enn meiri þjónusta Eins og áður sagði eru Hoist vinnulyftur ehf, með umboð fyrir Alimak Hek vinnulyftur og bættu nú í haust við sig þýska merkinu Geda, en þeirra vörur hafa fyrir löngu sannað gæði sín á íslenskum markaði. „Við erum afar stoltir af því að GEDA hafi viljað fara í samstarf með okkur en þeir eru með mikið af flottum vörum, hvort sem er fyrir stóra byggingaraðila eða fólk sem stendur í búslóðaflutningum. GEDA eru mjög sterkir þegar kemur að minni vöruflutningum. Þannig getum við boðið upp m.a. á ruslarennur fyrir byggingariðnað, litlar lyftur og víraspil fyrir vinnupalla og léttar flutningslyftur sem henta frábærlega fyrir búslóðaflutninga upp í allt 5 hæðir eða þar sem aðgengi er þröngt og erfitt. með þessari viðbót í okkar flóru getum því boðið upp á mjög breiða vörulínu, allt frá víralyftum upp í stærri iðnaðarlyftur með gríðarlega burðargetu. Okkar markmið eru að bjóða betri vörur, auka afköst og bæta öryggi.“ hoist.is

Til liðs við húseigendur

Byggingarregluger›ir krefjast fless a› brunnar séu settir vi› allar n‡byggingar enda er miki› öryggi og kostna›arhagkvæmni fólgin í a› hafa a›gang a› lögnum utanhúss vegna eftirlits og vi›halds. Promens Dalvík framlei›ir Sæplastbrunna til fráveitulagna úr polyethylene-efni (PE). Í Sæplastvörulínunni er fjölbreytt úrval brunna til a› mæta mismunandi notkunarkröfum. Brunnarnir eru fáanlegir í flremur flvermálsstær›um: 400 mm, 600 mm og 1000 mm. ATH. Hægt er að fá upphækkanir á alla brunna. Fást í byggingavöruverslunum um land allt. Promens rá›leggur a› ætí› sé leita› til faga›ila um ni›ursetningu á brunnum.

www.promens.is www.saeplast.is

SÆPLAST GUNNARSBRAUT1212• 620 620DALVÍK DALVÍK•SÍMI: SÍMI 460 460 5000 5001  sales.dalvik@promens.com PROMENSICELAND DALVÍK •GUNNARSBRAUT 5000•FAX FAX:460 460 5001 • sales.dalvik@promens.com


SÓKNARFÆRI  | 51

Við kynnum til leiks

- SUPRA traktorsgröfurnar frá Hidromek HIDROMEK framleiðir traktorsgröfur í 5 útgáfum. Ein af þessum vélum er SUPRA, en hún hentar afar vel íslenskum aðstæðum. Þetta eru ríkulega útbúnar vélar, t.d. fjaðrandi framgálgi, vökvahliðarfærsla á backchoe, servo stjórnbúnaður, LED vinnuljós, Perkins mótor, Turner skipting og ZF hásingar ásamt mörgu fleiru. Hidromek Supra 102S eru búnar m.a.: l Mjög næmu og öflugu vökvakerfi l Hraðtengjum að framan og aftan l 40km keyrsluhraða l Fjórhjóla- og krabba stýringu l 100% driflæsingu l Stóru og vönduðu ökumannshúsi l Vönduð og vel búin vél í alla staði

Við bjóðum ykkur velkomin til okkar að Krókhálsi 16 og að kynna ykkur vélina nánar. Alltaf heitt á könnunni.

ÞÓR

H F

REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500

AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555

Vefsíða: www.thor.is


52  | SÓKNARFÆRI

Norðurgarður. Eftir nákvæma greiningu á núverandi stöðu hannaði lýsingateymi Verkís nýja útilýsingu sem eykur jákvæða upplifun þeirra sem sjá byggingar hafnarinnar frá ýmsum sjónarhornum.

Verkís verkfræðistofa

Lýsingarhönnun, brunahönnun og hljóðhönnun Verkís veitir alhliða þjónustu á öllum sviðum verkfræði, m.a. á sviði lýsingarhönnunar Miklar breytingar hafa orðið á skipulagi og nýtingu svæða í Reykjavík undanfarin misseri og eru áhrifavaldar þeirrar þróunar einna helstir fjölgun ferðamanna, þjónusta þeim tengdum auk fjölgun íbúa á svæðinu. „Iðnaðarsvæði hafa fengið nýjan og breyttan tilgang og má þar helst nefna hafnarsvæðið við Grandagarð,“ segir Darío Gustavo Núñez Salazar, arkitekt og lýsingarhönnuður og bendir á að Grandagarður sé staðsettur þannig að hann sést frá mörgum sjónarhornum í borginni en þó aðallega frá miðbænum.

„Svæðið var upphaflega skipulagt með þarfir sjávarútvegs í fyrirrúmi þar sem flest öll þjónusta tengd sjávarútvegi var ætlað að vera á einum og sama stað. Í dag hefur þróunin orðið á þann veg að samhliða fiskiðnaðinum hafa verið opnaðir ýmsir veitingastaðir og verslanir á svæðinu auk þess sem

almenningur nýtir sér umhverfið til almennrar útivistar. Með þessu nýja hlutverki svæðisins er þörf á endurskoðun heildarmyndar þess. Stjórnendur stórfyrirtækja á borð við HB Granda og Faxaflóahafna eru meðvitaðir um hve áberandi hafnarsvæðið er. Af því tilefni höfðu umrædd fyrirtæki frum-

kvæði að greiningarvinnu um samspil umhverfis og starfsemi svæðisins með það að leiðarljósi að samræma útlit þess við breyttar aðstæður. Lýsingateymi Verkís var fengið til greiningarvinnu og beðið að koma með hugmyndir að bættri lýsingu svæðisins. Eftir nákvæma greiningu á núverandi stöðu hann-

Almannatengsl snúast um samskipti Með öflugum almannatengslum og hugmyndaríku markaðsstarfi má treysta ímynd fyrirtækja og samtaka í huga almennings og skapa þeim um leið sterkari stöðu í viðskipta- og athafnalífi.

Við viljum hjálpa þér að ná árangri og skapa þér sérstöðu á markaði.

Suðurlandsbraut 30 » 108 Reykjavík » Glerárgötu 24 » 600 Akureyri » Sími 515 5200 » athygli.is » athygli@athygli.is


SÓKNARFÆRI  | 53

Darío Gustavo Núñez Salazar, arkitekt og lýsingarhönnuður.

aði lýsingateymi Verkís nýja útilýsingu sem eykur jákvæða upplifun þeirra sem sjá byggingar hafnarinnar frá ýmsum sjónarhornum. Að sama skapi mun ný útilýsing uppfylla öryggis- og gæðakröfur sem gerðar eru til iðnaðarsvæðisins og um leið minnka ljósmengun.“

Brunavarnir og brunahönnun Hjá Verkís starfar hópur verkfræðinga sem fæst við brunatæknilega hönnun mannvirkja. „Markmið með brunatæknilegri hönnun er að uppfylla meginmarkmið byggingarreglugerðar um öryggi fólks og eigna gagnvart bruna,“ segir Davíð S. Snorrason brunaöryggisverkfræðingur. „Forskriftarákvæði byggingarreglugerðar nær einungis til einfaldra mannvirkja.“ Verkís býður upp á markmiðshönnun brunavarna sem miðar að því að ná markmiðum byggingarreglugerðar með hagkvæmum hætti án þess að slá af öryggiskröfum. „Verkís hefur tekið þátt í uppbyggingu í ferðamannaiðnaðinum m.a. með brunahönnun á mörgum hótelum. Nýbygging eins og Fosshótel við Höfðatorg er t.d. búið nútímalegum brunavörnum líkt og stærri hótel í Evrópu. Byggingin er háhýsi í brunatæknilegu tilliti sem þýðir að slökkvistarf þarf að geta farið fram innan úr byggingunni en tæki slökkviliðs ná ekki nógu hátt til að berjast við mögulegan bruna á efri hæðum. Þetta er grundvallarmunur á milli venjulegra bygginga og háhýsa sem flækir brunahönnun mannvirkis verulega. Bygging sem þessi er varin með vatnsúðakerfi og svo er fersku lofti blásið inn í stigahúsin við brunaboð til að mynda yfirþrýsting sem tryggir örugga rýmingu fólks ef eldur kemur upp í byggingunni.“ Davíð segir að flækjustig bygginga sé mismunandi og geti m.a. farið eftir óskum eiganda og arkitekta um útlitsleg markmið eða uppbyggingu rýma. „Veruleikinn er hins vegar sá að í meira en helmingi tilfella er ekki verið að byggja frá grunni heldur er verið að breyta gömlu húsnæði. Þetta er auðvitað oft mun flóknara heldur en að byrja frá grunni, sér í lagi hvað varðar bunahönnun. Regluverkið sem þessi gömlu hús voru hönnuð eftir er gjörbreytt samanborið við þær reglur sem nú gilda. Beita þarf útsjónarsemi til að reyna að ná markmiðum núgildandi byggingarreglugerðar og er þá fókusinn settur á öryggi fólks. Þegar mannvirki heldur sömu notkun og fyrr er ekki um grundvallarbreytingu að ræða sem einfaldar málið. Þegar hins vegar á að breyta gömlu skrifstofuhúsnæði í hótel þarf að hugsa þetta líkt og um nýbyggingu væri að ræða.“ Hljóðhönnun Hjá Verkís starfa verkfræðingar

Arnheiður Bjarnadóttir, byggingar- og hljóðverkfræðingur.

Davíð S. Snorrason brunaöryggisverkfræðingur.

sem fást við hljóðtæknilega hönnun mannvirkja. „Markmið með hljóðtæknilegri hönnun er að uppfylla meginmarkmið um varnir gegn hávaða sem lýst er í byggingarreglugerð og reglugerð um hávaða,“ segir Arnheiður Bjarnadóttir, byggingar- og hljóðverkfræðingur. „Sem dæmi má taka að þeir eru líklega margir sem hafa upplifað að fara á veitingastað, eiga erfitt með að tala saman vegna hávaða og koma svo jafnvel þreyttir út. Sumir forðast jafnvel ákveðna staði vegna slæmrar hljóðvistar. Á mörgum þessara staða hefur ekkert verið hugað að hljóðvist.“

Í ár var sett nýtt ákvæði í hljóðvistarstaðalinn ÍST 45, sem er ígildi byggingarreglugerðar, þar sem segir að veitingahús, innréttuð eftir 1. maí 2016, þurfi að uppfylla ákveðna lágmarkskröfu um hljóðdeyfingu. „Sérfræðingar Verkís geta greint vandann og reiknað út hversu mikla hljóðdeyfingu þarf til að góð hljóðvist fáist. Úrlausnir með mismunandi efni til hljóðdeyfingar geta verið með ýmsu móti, þar sem tekið er tillit til hljóðeiginleika, útlits og kostnaðar.“ verkis.is


54  | SÓKNARFÆRI

Nýr pallbíll frá Mercedes-Benz Askja bifreiðaumboð flytur sem kunnugt er inn MercedesBenz fólksbíla og atvinnubíla og er að auki með umboð fyrir Kia. Fólksbílar og jeppar frá Mercedes-Benz eru Íslendingum að góðu kunnir og á

næsta ári mun koma á markað nýr pallbíll frá fyrirtækinu sem var kynntur á sýningu í Stokkhólmi nú í haust en hann á eftir að vekja mikla athygli.

VIÐ ERUM GÓÐIR Í VARMA

Grafika 10

X-Class pallbíllinn frá Mercedes-Benz kemur í sölu á næsta ári. Bíllinn er aflmikill og traustur en um leið búinn lúxus í innanrými sem almennt er ekki að finna í þessum flokki bíla.

Vatnshitablásarar • Sérlega hentugir fyrir hitaveituvatn • Element með stálrörum • Afköst frá 7 kW upp í 75 kW • Eins fasa og þriggja fasa • Fáanlegir í 10 stærðum • Hljóðlátir

Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.vov.is

Bílar fyrir atvinnulífið Askja býður upp á fjölbreytt úrval samgöngu- og flutningstækja fyrir atvinnulífið. Þar er m.a. um að ræða vörubifreiðar sem kallast Actros en þeir hafa margsannað sig fyrir mikið rekstraröryggi, afkastagetu og lága eldsneytiseyðslu. Þá býður Askja einnig smærri atvinnubíla eins og t.d. Sprinter sem fæst í fjölmörgum útfærslum, t.a.m. með þriggja manna húsi og stórum palli eða 6-7 manna húsi og stórum palli og mikilli burðargetu. Einnig má nefna Atego sendi- og vörubíla sem fást ennfremur í mörgum útfærslum.

Athyglisverður pallbíll X-Class pallbíllinn mun koma á markað á næsta ári eins og áður sagði en hann verður með kraftmikilli V6 dísilvél sem útvegar 260 hestöfl til að knýja gripinn áfram. Bíllinn verður með hinu alkunna 4MATIC fjórhjóladrifi frá Mercedes-Benz, burðargetan verður rúmlega eitt tonn og dráttargetan 3,5 tonn. X-Class bíllinn vakti mikla athygli á bílasýningunni í Stokkhólmi en hann er öflugur og kraftalegur en um leið með mjúkar línur og margvíslegan íburð í innanrými eins og von er og vísa frá Mercedes-Benz.

Rífandi lúxusbílasala Sala á Mercedes-Benz fólksbifreiðum hefur gengið gríðarlega vel á þessu ári. Mörg síðustu ár hefur þetta verið langmest selda lúxusmerkið á Íslandi og allt stefnir í að þetta ár verði hið söluhæsta hjá Öskju. Mercedes-Benz er að koma með mjög öfluga jeppalínu og nú eru allar gerðir Mercedes-Benz fólksbíla fáanlegar með 4MATIC fjórhjóladrifskerfinu og sjálfskiptir. Askja býður fjórar tegundir Mercedes-Benz með plug-in-hybrid útbúnaði, þ.e.a.s. C-Class, S-Class, GLC og GLE og einnig hreina rafbíla, m.a. nýjan B-Class. askja.is

510 7900 Hlíðasmári 6

201 Kópavogur

www.FASTLIND.is

VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTI

Bæjarlind 7-9 Byggingaraðili MótX – Söluaðili LIND Fasteignasala

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA Tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir. Stærðir 78 - 145 fm

Kristján Þórir Hauksson

Stefán Jarl Martin

Hannes Steindórsson

Lögg. fasteignasali

Aðstm. fasteignasala

Lögg. fasteignasali

696 1122

892 9966

699 5008

kristjan@fastlind.is

FALLEGT HÚS RÝS

stefan@fastlind.is

hannes@fastlind.is


SÓKNARFÆRI  | 55

SÉRLAUSNIR SNIÐNAR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM GLUGGAR, HURÐIR OG GLER BÍLSKÚRSHURÐIR GLER- OG FELLIVEGGIR KLÆÐNINGAR TIMBUR PLÖTUR STÁL EINANGRUN ÞAKEFNI LAGNAVÖRUR OFNAR LEIGUMARKAÐUR

VIÐ LEYSUM MÁLIÐ MEÐ ÞÉR

SPURÐU KJARTAN

SPURÐU STEBBA

byko.is

SPURÐU RENZO

REYNSLUMIKIÐ STARFSFÓLK ÚRVALS ÞJÓNUSTA

SPURÐU GUMMA


ÍSTAK - TRAUSTUR VERKTAKI ÍSTAK er leiðandi verktakafyrirtæki sem leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð og sanngjarna samkeppni á markaði. Fyrirtækið hefur verið kraftmikill þátttakandi á íslenskum verktakamarkaði frá 1970 og býr við góða verkefnastöðu hérlendis og erlendis. Stefna ÍSTAKS er að mæta þörfum markaðarins og veita bestu þjónustu sem völ er á.

Ístak hf - Bugðufljóti 19 - 270 Mosfellsbær - Sími 530 2700 - istak@istak.is - www.istak.is

Sóknarfæri Nóvember 2016  
Sóknarfæri Nóvember 2016