Page 1

Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi


2 | SÓKNARFÆRI

Athygli ráðstefnur:

Leggjum okkur 100% í hvert verkefni! „Róm var ekki byggð á einum degi og við gefum okkur bara tíma til að vaxa og eflast,“ segja þær stöllur, Birna Björg Berndsen og Þórunn Dögg Árnadóttir þegar spurt er hvernig gangi að byggja upp Athygli ráðstefnur, nýjasta fyrirtæki landsins á sviði ráðstefnu- og fundarhalds og viðburðastjórnunar. Fyrirtækið var sett á laggirnar í lok apríl á þessu ári af þeim Birnu og Þórunni og almannatengslafyrirtækinu Athygli. „Það gefur auga leið að uppbygging á svona fyrirtæki er langhlaup því ráðstefnur eru jafnan skipulagðar með nokkurra ára fyrirvara,“ segir Birna sem hefur starfað í ráðstefnubransanum á annan áratug. „Verkefnastaðan fyrir 2012 og 2013 lítur vel út en við getum ennþá bætt við okkur fleiri verkefnum á næsta ári, hvort sem um er að ræða fundi, viðburðastjórnun, vettvangsferðir eða móttöku innlendra sem erlendra gesta,“ bætir Þórunn við. Hún er enginn nýgræðingur heldur og býr yfir mikilli reynslu í greininni. Ágætis byrjun Þrátt fyrir að Athygli ráðstefnur hafi aðeins verið starfandi í hálft ár hafa þær Birna og Þórunn haft í ýmsu að snúast auk markaðssetningar á fyrirtækinu. Í samstarfi við Athygli skipulögðu þær móttöku á hópum evrópskra blaðamanna í sumar fyrir samstarfsfyrirtæki Athygli í Þýskalandi og sáu um kynningarfund á vegum Evrópusambandsins fyrir íslensk fjármálafyrirtæki vegna lánastarfsemi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að annast á dögunum undirbúning og skipulagningu 19. þings Lyflæknafélags Íslands, svo eitthvað sé nefnt. „Við erum sannfærðar um að það leynast mörg ónýtt tækifæri í tengslum við ráðstefnuhald og atburðastjórnun hér heima og kvíðum ekki framtíðinni,“ segir Þórunn. Kannanir sem kynntar hafa verið nýlega sýna að óþarfi sé að óttast neikvæð áhrif efnahagshrunsins á ímynd Íslands sem ferðmanna- og ráðstefnulands. Þó svo að eldgosið í Eyjafjallajökli í vor hafi haft í för með sér tímabundna erfiðleika eru langtímaáhrifin þau að mun fleiri vita nú hvar Ísland er á hnettinum og áhuginn á að koma hingað er meiri en fyrir gos. Reykjavík er frábær ráðstefnuborg „Við erum bara bjartsýnar og ætlum okkur stóra hluti,“ segir Birna. „Reykjavík er frábær ráðstefnuborg, meðal annars vegna þess hversu lítil hún er. Það er stutt í alla þjónustu öfugt við það sem gerist víða erlendis þar sem ráðstefnugestir þurfa að ferðast um langan veg til að komast í miðbæ viðkomandi borgar.“ „Það sama gildir um ferðatengda þjónustu,“ bætir Þórunn við og bendir á að gestirnir eigi auðvelt með að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Það er í raun svo stutt að fara til að upplifa sögu, dul-

Birna Björg Berndsen.

Þórunn Dögg Árnadóttir.

úð og náttúrufegurð landsins og þó það hljómi eins og klisja þá er þetta allt við bæjarmörkin. Það þarf til dæmis ekki að fara lengra en upp á Hellisheiði til að komast í ævintýralega hellaskoðun,“ segir Þórunn. „Þetta er ómetanlegt,“ segir Birna, „því gestirnir eru yfirleitt frekar uppteknir meðan á ráðstefnu eða fundi stendur og því er alveg frábært að geta samt boðið upp á stuttar ferðir sem eru mikil upplifun í alla staði og krydda heimsókn ferðalangsins.“

þjónustu öllum þeim sem til þeirra leita. „Við erum fullar sjálfstrausts og vinnum hvert verkefni með því hugarfari að ganga alltaf skrefinu lengra, samtímis því sem við byggjum auðvitað á þeirri miklu reynslu sem við höfum aflað okkur á undanförnum árum,“ segir Þórunn og Birna bætir við að mikilvægt sé að hugsa út fyrir rammann og vera opinn fyrir nýjungum. „Við vinnum stöðugt að því að bæta alla þá þætti sem á endanum leiða til þess að viðkomandi viðburður heppnist fullkomlega, verði „total success“ svo maður sletti aðeins. Í því felst að skraddarasauma hverja ráðstefnu og hvern viðburð

Alltaf á tánum Aðspurðar um hvað sé í pípunum setja þær stöllur upp pókersvip og neita, samkeppninnar vegna, að sýna á spilin og segjast geta lofað topp-

Þarna gengur hópur evrópskra blaðamanna á mosa í fyrsta sinn – tekið á miðnætti í hrauninu við Svartsengi eftir góða máltíð og sundsprett í Bláa lóninu.

eftir óskum og væntingum viðskiptavinarins. Það krefst þess að við séum alltaf á tánum,“ segir Birna „og að sjálfsögðu gífurlegs aga og aukinnar vinnu en það gerir starfið okkar líka svo miklu skemmtilegra,“ segir Þórunn og botnar þannig setninguna hjá Birnu. Og þetta er einmitt lýsandi fyrir

samstarf þeirra Birnu og Þórunnar. Þær eru ekki bara nánir vinnufélagar heldur líka nánar vinkonur sem leggja sig 100% í hvert verkefni. www.athygliradstefnur.is

Ferðaáætlun Útivistar 2011:

Margt nýtt í boði Eitt táknið af mörgum um að jólin nálgist er ný ferðaáætlun ferðafélagsins Útivistar fyrir næsta ár, en henni verður dreift með Morgunblaðinu laugardaginn 11. desember næstkomandi. Skúli Skúlason, frmkvæmdastjóri Úttivistar segir ferðaáætlunina 2011 vera þétta og góða eins og endranær. „Um leið og ég hvet fólk til að kynna sér áætlunina vel þegar hún lítur dagsins ljós vil ég benda þeim, sem ekki eru ennþá búnir að gerast félagsmenn í Útivist, að ganga frá því áður en þeir kaupa ferðir á næsta ári. Það er umtalsverður sparnaður af því að vera félagi í Útivist og get ég nefnt að gegn félagsskírteini fæst 40% afsláttur af skálagjöldum. Árgjaldið er óbreytt frá því í fyrra, aðeins 5.800 krónur og gilda afslættir fyrir félagsmann, maka og börn þeirra undir 18 ára aldri,“ segir Skúli í samtali. Skúli minnir á áhugaverðar skíðaferðir á vegum Útivistar í vetur og má þar nefna nýjung sem er skíðagönguferð úr Bjarnarfirði norður í Djúpuvík á Ströndum. Þar sem erfitt hefur verið að treysta á skíðasnjó hér á sunnanverðu landinu er upplagt að leita norður á Strandir

Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Útivist skipuleggur ferðir á Fimmvörðuháls. Þarna er Magni til vinstri og Móði til hægri og Emilía Magnúsdóttir fararstjóri á milli þeirra. Ljósm. Útivist.

þar sem frekar er von á góðum snjóalögum. Annars verður reynt að setja á dagsferðir á gönguskíðum í nágrenni borgarinnar með skemmri fyrirvara eftir því sem aðstæður leyfa og er þá um að gera fyrir áhugasama að fylgjast með heimasíðu Útivistar eða tengjast Útivistarsíðunni á Facebook. „Eins og áður verður um að ræða

mikið framboð af lengri og styttri ferðum með Útivist á næsta ári. „Við munum sem endranær leggja áherslu á dagsferðir héðan frá Reykjavík og næsta sumar verður sjónum okkar beint að Vesturlandi, en þar er eins og allir vita margt að skoða og upplifa. Þá vil ég líka minna á ferðir á Fimmvörðuháls og í Bása en við vitum að þangað mun

Útgefandi: Athygli ehf. Textagerð: Bryndís Nielsen, Árni Þórður Jónsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Ragnheiður Davíðsdóttir og Valþór Hlöðversson (ábm.)

Umsjón og umbrot: Athygli ehf. Augl‡singar: Augljós miðlun ehf. Prent­un: Landsprent ehf. Dreift me› Morg­un­bla›­inu fimmtudaginn 25. nóvember 2010

straumurinn liggja næsta sumar enda spennandi fyrir fólk að sjá hvernig náttúran á þessu stórkostlega svæði hefur umbreyst í kjölfar eldgosanna fyrr á árinu,“ segir Skúli enn fremur. www.utivist.is www.facebook.com/utivist


SÓKNARFÆRI | 3

Klæða skrifstofuna vel Íslensku Fansa skrifstofuhúsgögnin eru stílhrein, sveigjanleg og í takt við þarfir íslenskra fyrirtækja. Mikil áhersla er lögð á að allar einingar falli vel saman og þannig eru möguleikar á uppröðun ótalmargir, hvort sem skrifstofuhúsnæðið er lítið eða stórt. Hönnun Fansa húsgagna­ línunnar er í höndum Valdimars Harðarsonar arkitekts.

Verið velkomin í sýningarsal okkar í Hallarmúla 4 og Hafnarstræti 93 á Akureyri. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 540 2000 eða sendu fyrirspurn á netfangið husgogn@penninn.is

www.penninn.is


4 | SÓKNARFÆRI

Landið er ekki eins sokkið og menn héldu - segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Um síðustu mánaðarmót ýttu Samtök iðnaðarins úr vör átaksverkefninu „Ár nýsköpunar“ með glæsilegum fundi í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ. Ríflega 300 manns úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stoðumhverfi nýsköpunar komu og fögnuðu upphafi átaksins. Markmið verkefnisins er að efla nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi með verðmætasköpun og aukinn útflutning að leiðarljósi. „Með ári nýsköpunar viljum við hjá Samtökum iðnaðarins m.a. blása öllu því fólki og þeim fyrirtækjum sjálfstraust í brjóst sem staðið hafa fyrir framförum í atvinnulífinu með margvíslegri nýsköpun og hvetja það áfram til góðra verka,“ segir Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir mikið verk óunnið til að koma íslensku atvinnulífi aftur á skrið og telur að með samstilltu átaki megi leysa mun meiri krafta úr læðingi. Orri segir að menn hafi viljað útvíkka nýsköpunarhugtakið því nýsköpun sé alls ekki einkamál svokallaðra sprotafyrirtækja eða hugverkaiðnaðarins í landinu. Nýsköpun eigi sér stað í hversdagslegum ferlum víða í atvinnulífinu þegar menn glíma við að gera betur í dag en í gær. Þannig verði margar farsælar lausnir til. Í öðrum tilvikum sé nýsköpunarferlinu stjórnað með markvissum og sérhæfðum aðgerðum utan daglegrar starfsemi fyrirtækjanna. Of neikvæð umræða Orri segir tvær meginástæður fyrir átaki samtakanna. Í fyrsta lagi telji menn að umræðan um íslenskt atvinnulíf sé óþarflega neikvæð og góðar fréttir rati síður til almennings en hinar slæmu. Í öðru lagi vilji menn gjarnan nálgast viðfangsefnin með öðrum hætti en áður. „Það má segja að þetta snúist að vissu leyti um kynningarmál og að koma á framfæri við fjölmiðla og almenning öllu því sem vel hefur verið gert og, sem þrátt fyrir allt, er að ganga vel. Við viljum líka nálgast samskiptin við stjórnvöld og aðra samstarfsaðila með nýjum hætti. Með því að setja upp átaksverkefni sem spannar heilt ár gefst okkur tækifæri til að ræða málin yfir lengri tíma án þess að menn séu í varnarstöðu hver gagnvart öðrum. Í stað þess að eiga fund með ráðherra til að útskýra fyrir honum hvað við teljum að hann sé

að gera rangt, er uppbyggilegra að nýta Ár nýsköpunar til að nálgast málin á breiðari grundvelli og velta því upp með hvaða hætti stjórnvöld geti lagst á árarnar með okkur. Í slíkum gagnvirkum samskiptum er hægt að koma sjónarmiðum okkar á framfæri um það sem betur má fara.“ Af atvinnuleysisskrá í skóla Orri bendir á að meðal verkefna sem við blasi sé sú staðreynd að á sama tíma og 12 þúsund manns séu á atvinnuleysisskrá vanti starfsfólk í ýmsar sérhæfðar greinar. Hann segir að af þeim atvinnulausu séu 2500 undir 26 ára aldri. „Við viljum finna leiðir til að koma fólki af atvinnuleysisskrá og inn í skólana þar sem það getur aukið færni sína. Við höfum átt viðræður við rektora bæði HÍ og HR og verið í samvinnu við Vinnumálastofnun um þessi mál og alls staðar eru menn allir af vilja gerðir til að taka þátt. Það er ljóst að sumum, sem hafa verið atvinnulausir í lengri eða skemmri tíma, getur vaxið í augum að fara beint í strangt nám og það eru ekki allir með bakgrunn til að geta stokkið beint í háskóla. Þess vegna er meðal annars verið að skoða styttra nám sem getur brúað bilið yfir í fullt nám.“ Annað afmarkað verkefni sem Orri nefnir er svokallað klasaverkefni um heilbrigðistækni sem er öflug og vaxandi grein hér á landi. Innan SI er nú verið að stofna samtök fyrirtækja í þessum geira og verður verkefni þeirra m.a. að yfirfara allt umhverfi þessarar tilteknu starfsgreinar og kanna hvað megi bæta í skattaumhverfi, fjármögnun og nýsköpunarstuðningi. „Þetta munum við skoða á næstu mánuðum og síðan stefnum við að því að kynna ákveðna niðurstöðu úr þessari vinnu að ári.“ Bætt hagtölugerð Að sögn Orra eru Samtök iðnaðarins með langan lista úrlausnarverkefna sem miða að því að auðvelda útflutning og erlend viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja. Í því sambandi nefnir hann nauðsyn þess að bæta hagtölugerð á Íslandi. Hún sé því miður hamlandi fyrir nýsköpun enda sniðin að fyrirkomulagi atvinnulífsins eins og það var á síldarárunum um miðja síðustu öld. Hann segir að í hugverkaiðnaði og

„Með ári nýsköpunar viljum við blása öllu því fólki og þeim fyrirtækjum sjálfstraust í brjóst sem staðið hafa fyrir framförum í atvinnulífinu með margvíslegri nýsköpun og hvetja það áfram til góðra verka,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

greinum, sem ekki eru mældar í tonnum eða gámaeiningum, sé mjög erfitt að átta sig á stöðunni frá degi til dags og því sé ekki hægt að nota hagtölur sem stýritæki. Það verði talsvert verkefni að koma upplýsingaöfluninni á það stig að hagtölur mæli það sem er raunverulega að gerast í hagkerfinu á hverjum tíma. Hann segir að þessar athugasemdir hafi verið kynntar ráðherra hagstofu og hagstofustjóra sem hafi tekið þeim vel. Þegar Orri er inntur eftir því hvort hann telji að landið sé aftur tekið að rísa hjá íslenskum fyrirtækjum eftir höggið sem fylgdi bankahruninu segir hann landið ekki eins sokkið og menn héldu. Mörg fyrirtæki hafi vissulega lent í ógöngum með efnahagsreikninga sína í

hruninu en flest séu þau enn að berjast við að greiða af lánum og bíði þess að komast að niðurstöðu með viðskiptabanka sínum um hvernig eigi að taka á þessum vanda. Skuldir margra þeirra jukust gríðarlega í einu vetfangi, hvort sem það var vegna erlendra lána, gengislána, eða vegna þess að reksturinn bauð ekki upp á að taka því höggi sem fylgdi hruninu. Orri segir að hingað til hafi skuldastaða heimila og stórra fyrirtækja verið mest til umræðu en hinn stóri stafli lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafi beðið. „Það eru mörg þúsund fyrirtæki með ósjálfbæra efnahagsreikninga sem þarf að lagfæra eða taka afstöðu til. Það þarf að ganga í að skrifa niður lán sem menn vita að munu aldrei fást

greidd, en það þarf að sjálfsögðu að gerast að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem allir geta lifað við.“ Orri segist vongóður um að samkomulag takist um ákveðin grundvallarviðmið sem geri bönkunum kleift að fara í almenna lánaleiðréttingu gagnvart fyrirtækjunum. Nú sé unnið út frá hugmynd sem upprunalega kom frá efnahags- og viðskiptaráðherra en hún miðast við að allir helstu kröfuhafar og ríkið þar með talið, komi að borðinu. Þegar slíkt samkomulag liggi fyrir verði vonandi hægt að bjóða fyrirtækjunum upp á almenna lánaleiðréttingu sem þau geti síðan tekið afstöðu til hvort þau nýta sér eða ekki. www.si.is

Ferðaáætlun Útivistar 2011 kemur út 11. desember www.utivist.is

Veljum Ísland


SÓKNARFÆRI | 5

Syrusson húsgögn íslensk hönnun og framleiðsla

Guss púðasófi...

ótrúlega þægilegur með áföstum púðum

Eitt landsins mesta úrval íslenskra húsgagna

Guss stóll

Stabbi

Disella borð

Fannar

Wing borð

MJ34

Syrusson Hönnunarhús


6 | SÓKNARFÆRI

Fansa – íslensk húsgagnalína seld í Pennanum:

Íslenskt hugvit alla leið Penninn er verslunarfyrirtæki sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum með það að leiðarljósi að viðskiptavinir geti ætíð gengið að þægilegri og fjölbreyttri þjónustu. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri segir að Penninn búi yfir mikilli breidd og að þar geti fyrirtæki keypt allt fyrir skrifstofuna á einum stað og í samræmi við þarfir sínar. „Vöruframboð Pennans er á sviði skifstofuhúsgagna, rekstrarvara og afþreyingar, s.s. bóka, tímarita, myndbanda og geisladiska. Fyrirtæki sem eru í heildarviðskiptum við Pennann njóta sérkjara hjá okkur og fyrirhafnarlausra viðskipta. Í hverjum mánuði eru góð tilboð og sérstakur glaðningur fylgir öllum pöntunum yfir 15.000 kr.,“ segir Ingibjörg Ásta. Fansa – vinsæl húsgagnalína „Við hjá Pennanum leggjum áherslu á framsækni og vilja til þess að leysa þarfir viðskiptavina með þeim hætti að þeir njóti framúrskarandi þjónustu, hagstæðra viðskiptakjara og góðs vöruúrvals. Penninn leggur mikinn metnað í val á vörum sem hann býður viðskiptavinum sínum og með Fansa línunni er hægt að bjóða hvort tveggja upp á góða íslenska hönnun og framleiðslu. Fansa húsgagnalínan er hönnuð af Valdimari Harðarsyni. Við erum stolt af þessari stílhreinu skrifstofulínu, enda hefur hún hlotið fádæma góðar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar.“ Húsgögnin eru framleidd hjá Trésmiðju GKS og seld í verslunum Pennans í Hallarmúla 4 Reykjavík og Hafnarstræti 91-93 Akureyri. Fansa línan er nútímaleg og stílhrein og er hægt að velja húsgögnin í ýmsum viðartegundum, t.d. úr eik, beyki, birki og hnotu, auk þess sem hægt er að velja hvítsprautuð húsgögn. Fjölmargir möguleikar eru í uppröðun eininganna, hvort sem er um að ræða stór eða lítil rými. „Fansa línan er tilvalin í minni rými, nú þegar mörg fyrirtæki hafa verið að minnka við sig. En sjón er

sögu ríkari og því bjóðum við alla velkomna að kíkja til okkar í kaffi í sýningarsali okkar Hallarmúla og Akureyri til þess að kynna sér Fansa línuna nánar og annað vöruúrval sem við höfum upp á að bjóða.“ www.penninn.is

Með Fansa línunni, sem fæst í Pennanum, er hægt að bjóða hvort tveggja upp á góða íslenska hönnun og framleiðslu.

Murr ehf. í Súðavík:

Dýrin þurfa valið hráefni Murr ehf. er dæmigert sprotafyrirtæki, sprottið af hugmynd sem dr. Þorleifur Ágústsson dýralífeðlisfræðingur viðraði við dr. Braga Líndal Ólafsson fóðurfræðing á sínum tíma. Fyrirtækið er til húsa í Súðavík á Vestfjörðum en það hóf framleiðslu á kattamat í júní 2009 en síðar um haustið kom á markaðinn Urr smáhundamatur ásamt nýrri tegund af kattamat, Lúxus lambi, sem eingöngu er framleidd úr sauðfjárafurðum. „Hugmyndin og markmiðið með þessari framleiðslu var að gæludýraeigendur gætu keypt íslenskt gæludýrafóður, sem framleitt væri af

mikilli þekkingu og eingöngu úr íslenskum afurðum. Allt hráefni sem notað er í gæludýrafóðrið okkar uppfyllir ströngustu kröfur um dýraheilbrigði og kemur úr dýrum sem slátrað er til manneldis,“ segir dr. Þorleifur Ágústsson, framkvæmdastjóri Murr. „Kettir eru í raun sérhæfð rándýr og kjötætur. Ekki er þekkt ein einasta tegund kattardýra sem lifað hefur á öðru en kjötmeti. Það þarf því að setja fóður þeirra saman með þessa staðreynd í huga. Kettir þola t.d. mjög illa kolvetni – sem oftast eru uppistaðan í þurrfóðri og oft er mikið af í sumu blautfóðri. Þeirra meltingarvegur og efnaskipti eru einfaldlega ekki gerð fyrir kolvetni! Þessu gerir fólk sér almennt ekki grein fyrir. Ennfremur getur fiskur verið kettinum skaðlegur, sérstaklega hrár – en sumar fisktegundir innihalda ákveðið ensím sem brýtur niður lífsnauðsynlegt vítamín. Það er því eðlilegast að gefa kettinum það sem hann hefur í gegnum milljónir

Hluti af framleiðsluvörum Murr ehf.

ára valið að borða sjálfur – kjötmeti,“ segir Þorleifur ennfremur. Þorleifur bendir á að huga þurfi vel að samsetningu máltíðarinnar m.t.t. hvaða líffæri eru notuð og í hvaða hlutföllum. Þess vegna sé mikilvægt að setja saman máltíð sem innihaldi öll næringarefni sem kötturinn þurfi á að halda og sem honum sé eðlilegt að borða. Murr kattarmatur hafi þetta að leiðarljósi og niðurstaðan sé sú að þeir kettir sem borða Murr kattamat fái þéttan og glansandi feld – en það sé augljósasta merki þess að köttur sé í góðu líkamlegu ástandi. „Það sama er uppi á teningnum hjá hundum. Að vísu má kannski segja að hundurinn sé búinn að þróa með sér ákveðið þol gangvart kolvetnum – en þrátt fyrir það þá er meltingarkerfi hundsins dæmigert meltingarkerfi kjötætu. Því er Urr smáhundamaturinn settur saman með þetta í huga og niðurstaðan er sú að hundarnir fá öll þau næringarefni sem þeir þurfa á að halda.“

Dr. Þorleifur Ágústsson, framkvæmdastjóri Murr segir að kjötmeti sé kjörfóður kattardýra.

Auk þess að framleiða hunda- og kattamat þá framleiðir Murr ehf. hundasælgæti. Vinsælust hafa verið þurrkuð svínseyru, þurrkuð nautalifur og nagstangir. www.murr.is


SÓKNARFÆRI | 7


8 | SÓKNARFÆRI

Leiðarljósin eru hönnun og gæði

Rætt við Eyjólf Pálsson í Epal sem nú heldur upp á 35 ára afmælið „Ég hafði stundað nám í húsgagnahönnun við Kunsthaandverker skólann í Kaupammanahöfn og unnið þar á teiknistofu eftir að námi lauk. Þegar ég kem heim til Íslands fer ég enn að vinna á teiknistofu og fæ verkefni sem verða til þess að ég finn strax að margt vantar hér svo hægt sé að leysa þau af hendi eins og ég helst vildi, en einmitt þessum hlutum hafði ég kynnst í Danmörku og notað við útfærslu verkefna þar. Ég gat ekki fengið hlutina og enginn vildi sinna óskum mínum eða taka að sér að flytja þá inn svo ég varð að fara á stúfana og gera það sjálfur. Frá upphafi hef ég haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og gert það með því að velja aðeins góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Eðal.“ Einföld leiðarljós Á þessa leið fórust Eyjólfi Pálssyni orð í blaðaviðtali sem haft var við hann fyrir allmörgum árum þegar hann greinir frá tildrögum þess að hann setti á stofn verslunina Epal. Fyrirtækið var skráð í fyrirtækjaskrá hagstofunnar 16. júlí 1975 og hélt því nýlega upp á 35 ára afmælið. Við spurðum Eyjólf nánar út í þau markmið sem hann setti sér strax í upphafi þegar hann hóf rekstur Epals: „Allt frá því ég lauk námi og hóf eigin rekstur hefur íslensk hönnun, gæði hennar og velgengi, verið mér afar hugleikin. Mitt markmið hefur verið að auka skilning hér á landi

fyrir góðri hönnun og ég hef frá stofnun Epal hrærst og lifað í þeim heimi í svefni og vöku. Ég líki mér stundum við dönsku dráttarklárana sem á eru sett augnskjól þannig að þeir sjá aðeins fram fyrir sig en ekkert til hliðar. Þannig hef ég einblínt á mín einföldu markmið og ekki kvikað frá þeim. Flest þessara 35 ára hefur fyrirtækið Epal verið rekið með hagnaði en þrátt fyrir það hefur ekki ein króna verið tekin út úr því í arð – allt hefur verið notað til að byggja upp faglega verslun með áherslu á góða hönnun og fyrsta flokks vöru. Þetta vita okkar viðskiptavinir. Þess vegna njótum við trausts sem nú kemur okkur til góða þegar sverfir að,“ segir Eyjólfur í samtali við Sóknarfæri. Mikilvægt fyrir Ísland Eyjólfi er íslensk hönnun greinilega hugleikin því hann heldur áfram: „Eins og nú árar í þjóðfélaginu verða allir að átta sig á mikilvægi þess að stutt sé við bakið á íslenskri hönnun og íslenskri framleiðslu. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Ef við ekki gerum það eyðum við dýrmætum gjaldeyri að óþörfu og sköpum fólki störf erlendis í stað þessað gera það hér heima.“ Og Eyjólfur heldur áfram: „Á undanförnum árum hafa Íslendingar eignast fullt af frábærum hönnuðum – fólki sem kann og getur. Allt of fáir hafa fengið kröftum sínum viðnám hér á landi heldur þurft að leita verkefna erlendis. Sannleikurinn er nefnilega sá að það

Eyjólfur Pálsson húsgagnahönnuður, frumkvöðull og verslunareigandi: „Upp eru að spretta vel menntaðir hönnuðir sem kunna að standa saman og eiga eftir að gera frábæra hluti.“ Ljósm. Lalli Sig.

er fullt af íslenskri hönnun í framleiðslu um allan heim og við hjá Epal höfum lagt okkur í líma við að greina þar góða hluti, flytja heim og selja hér. Hins vegar þurfum við að auka framleiðsluna hér heima þar sem gæði og verkþekking er til staðar.“ Eyjólfur segir okkur frá tveimur verkefnum sem nú eru í gangi þar sem Epal styður við bakið á innlendri framleiðslu, byggðri á hugviti íslenskra hönnuða, og kemur henni á framfæri. Stacco og Fuzzy „Núna erum við að taka í einkasölu hinn heimsfræga Stacco stól Péturs Lútherssonar en hann hefur verið framleiddur í hundruðum þúsunda eintaka um heim allan. Hann kom fyrst fram árið 1982 og var þá raunar smíðaður í þessu húsi sem við erum í núna, þar sem Stálhúsgagnagerð Steinars var til húsa. Síðan fór hann í framleiðslu erlendis og hefur þar tekið allnokkrum breytingum frá upphaflegri gerð. Við ákváðum hins vegar, í samráði við Pétur, að

Hinn heimsþekkti Stacco stóll Péturs Lútherssonar verður nú framleiddur eftir upphaflegri teikningu.

stóllinn yrði framleiddur eftir upphaflegum teikningum hans hér heima og framleiðslan yrði undir ströngu eftirliti okkar sérfræðinga. Þannig varðveitum við þau gæði sem hönnuðurinn lagði upp með og tryggjum að kaupandinn fær ekki köttinn í sekknum. Og stóllinn mun auðvitað fást hér í Epal. Hitt dæmið sem ég get nefnt er hinn geysivinsæli Fuzzy stóll eða gærukollur eftir Sigurð Helgason sem kenndur er við Módelhúsgögn. Hann kom fram með þennan stól árið 1972 og hefur framleitt stólinn við miklar vinsældir. Þessum stól hefur verið líkt við gömlu mjaltakollana í nútímalegum stíl, klæddur sútaðri lambsgæru með dropalaga fótum úr harðviði eða málaðir. Epal tók þessa stóla í sölu fyrir nokkrum árum og þeir hafa selst eins og heitar lummur. Núna erum við að þróa þennan hlut með hönnuðinum og mun kollurinn fljótlega fást með fótum úr íslensku lerki sem ég er sannfærður um að mun njóta mikilla vinsælda. Þannig þróast vinsæl og vel hönnuð vara og höfðar til nýrra kynslóða.“ Nytjahlutir úr áli Við spyrjum Eyjólf út í fleiri verkefni sem Epal er að vinna með hönnuðum og framleiðendum hér heima. „Við höldum ótrauð áfram samvinnu við austfirsk framleiðslufyrirtæki með þróun á vörum úr

austfirskum trjáviði, sem hófst í fyrra en að því koma Nýsköpunarmiðstöð og Skógræktin. Eru tveir nytjahlutir nú að fara í sölu, annars vegar stóll úr íslensku lerki eftir Hönnu Jónsdóttur og hins vegar hinn kunni Egilsstaðakollur eftir Jóhann Stefánsson, húsgagnasmið á Egilsstöðum. Sá stóll var lengi framleiddur af Kaupfélagi Héraðsbúa og öðlast nú nýtt líf og vonandi nýja aðdáendur. Þá eru ýmis önnur verkefni í farvatninu, m.a. framleiðsla á nytjahlutum úr áli en það er unnið í samvinnu við Samál, nýstofnuð Samtök álframleiðenda á Íslandi. Við munum væntanlega kynna afraksturinn af því verkefni á Hönnunarmars á næsta ári.“ Eyjólfur Pálsson í Epal á lokaorðin: „Maður er fyrir löngu búinn að átta sig á því að góðir hlutir gerast hægt. Og þegar manni finnst ganga illa að koma hlutum af stað er langbest að draga andann djúpt, horfa yfir sviðið og átta sig á því að á Íslandi er mikið af vel menntuðu og hörkuduglegu fólki sem er að gera frábæra hluti, vinnur vel saman og á sér háleit markmið. Okkur í Epal langar að styðja það fólk með ráðum og dáð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Horfum á það sem vel er gert en hættum bölmóðinum og gagnrýninni sem veður uppi í samfélagi dagsins. Nóg er af slíku.“ www.epal.is


SÓKNARFÆRI | 9

Lífdísilframleiðsla Orkeyjar á Akureyri hafin:

Dýrafita og steikingarolía knýr bílana! Nú í haust hófst á Akureyri framleiðsla á lífdísil, sem er vistvænt eldsneyti, að mestu framleitt úr úrgangssteikingarolíu og dýrafitu. Að framleiðslunni stendur fyrirtækið Orkey, sem á sínum tíma var stofnað til að kanna hugmyndir um framleiðslu á lífdísilolíu þar sem markmiðið var að nýta að stórum hluta innflutt hráefni til að framleiða eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann. Þau áform gengu ekki eftir en þá var ákveðið að horfa frekar til möguleika á smærri framleiðslu, byggðri á hráefni sem til fellur hér innanlands. Hámarks­ afköst verksmiðju Orkeyjar eru 2500-3000 tonn á ári. Sérfræðingar Mannvits verkfræðistofu hönnuðu verksmiðjuna. Allar prófanir á framleiðslunni hafa leitt í ljóst að eldsneytið er mjög gott. Í prófanaferlinu var það til að mynda reynt sem 30% eldsneytisgjafi á strætisvagna á Akureyri og reyndist hið besta. Miðað er við að á fyrsta ári verði framleiðslan í verksmiðju Orkeyjar um 300 tonn en hún verður seld til viðskiptavina Orkeyjar og notuð sem 5-10% íblöndun í venjulega dísilolíu. Það er víða þekkt - til að mynda í Evrópusambandslöndunum þar sem öll dísilolía er blönduð þessu hlutfalli af lífdísil. „Við þurfum um 360 tonn af hráefnum í þessa áformuðu ársframleiðslu og að líkindum þurfum við eitthvað að leita hér út fyrir næsta nágrenni til að afla þess. Hins vegar eru meiri möguleikar til að nýta t.d. allan sláturúrgang til að vinna hráefni í lífdísilframleiðsluna en það kostar hins vegar vélbúnað sem við höfum ekki í dag. Þannig að við leggjum í byrjun upp með að safna með sem minnstum tilkostnaði þessum úrgangi og höfum víða tryggt okkur hráefni þar sem það fellur til,“ segir Kristinn Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar. „Það fellur mjög mikið magn til í landinu sem mætti nýta í lífdísilframleiðslu. Til að mynda er áætlað að í veitingahúsum einum falli til um 800 tonn af steikingarolíu á ári og að viðbættu því sem kemur frá heimilum er um verulegt magn að ræða. Verði komið upp skilvirku kerfi til að taka á móti þessum úrgangi þá má auðveldlega framleiða lífdísil úr honum,“ segir Kristinn. Það sem gerir lífdísilframleiðslu Orkeyjar sérstaka á heimsvísu er að við framleiðsluna er nýtt vistvæn íslensk orka, heitt vatn og rafmagn, í stað kola eða olíu, eins og víðast er þekkt erlendis. Framleiðslan fer þannig fram að við dýrafituna og steikingarolíuna er blandað metanóli og hvötum sem breyta hráefnunum í lífdísilolíu. „Og þetta er eldsneyti sem mengar 80% minna en hefðbundin dísilolía þannig að til mikils er að vinna fyrir utan sparnað í innflutningi eldsneytis,“ segir Kristinn. Hluthafar Orkeyjar eru þrettán talsins. Þeir eru Aura Mare, N1, Stofnverk, Tækifæri, Arngrímur Jóhannsson, Hafnarsamlag Norður-

lands, Mannvit, Norðurorka, Brim, HB Grandi, Höldur, Ágúst Torfi Hauksson og LÍÚ. www.orkey.is

Kristinn Sigurharðarson með dreitil af hinni eftirsóttu lífdísilolíu.

Búum við á besta stað blessa skyldum kúna Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna Öllum standa opnar dyr andans kraft skal virkja þá er best að borða skyr búkinn til að styrkja

Gulls ígildi – Skyr.is vann gullverðlaun í sínum flokkum í norrænni samkeppni mjólkurvara og hlaut heiðursverðlaun þar að auki. Sjá nánar á ms.is.


10 | SÓKNARFÆRI

Lausnarorðið er sveigjanleiki Rætt við Reyni Sýrusson húsgagnahönnuð

Þegar menningarhúsið Hof á Akureyri var opnað á dögunum vakti athygli að húsgögnin þar eru öll hönnuð og framleidd hér á landi. Annaðist fyrirtækið Syrusson hönnun flestra húsgagnanna en það hefur á liðnum árum staðið að hönnun og framleiðslu íslenskra húsgagna, m.a. í skrifstofur og heimili víða um land. Á meðal annarra verkefna sem fyrirtækið hefur tekið að sér og fólu í sér heildstæða hönnun fyrir viðskiptavininn, líkt og í tilviki Hofs, má nefna CCP, Guðríðarkirkju, Hellisheiðarvirkjun, Matís og skrifstofur Kennarasambands Íslands. Reynir Sýrusson er stofnandi fyrirtækisins og aðalhönnuður. Þjóðhagslega mikilvægt „Það gera sér ekki allir grein fyrir því hversu þjóðhagslega hagkvæmt það er að hanna og framleiða húsgögn og innréttingar hér á landi. Við slíka starfsemi verður 75-80% virðisaukans eftir í landinu en vegna þess að hér er aldrei um massaframleiðslu að ræða, er þetta allt meira og minna handunnið. Við hjá Syrusson erum með samninga við 15 sérhæfð framleiðslufyrirtæki en margir aðilar koma að framleiðslu hvers húsgagns. Eitt þeirra sér um járnsmíðina, annað snikkar til tréverkið, sá þriðji sníður til svampinn, það fjóðra bólstrar húsgagnið og þannig má áfram telja. Þá eru ótalin störfin sem skapast við hönnun og sölu vörunnar,“ segir Reynir. Það var um aldamótin sem Reynir lauk námi í Danmörku og stofnaði Sýrusson. Hann segir fyrirtækið hafa farið hægt og rólega af stað en allt frá byrjun hafi hann verið staðráðinn í því að vinna sínar vörur alfarið hér heima. „Allt sem ég hanna og sel er framleitt hér á Íslandi, hvort sem það eru grindur, setur,

Reykjavík stóllinn er nýstárlegur.

Reynir Sýrusson hönnuður. „Þetta hefur verið ótrúlega gefandi og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að sýna hvað í okkur býr.“

áklæði eða annað. Þetta litla fyrirtæki okkar hefur satt að segja átt láni að fagna því við höfum fengið tækifæri til að hanna ótal hluti, ekki bara laus húsgögn eins og borð, stóla og sófa heldur einnig merkingar fyrir

fyrirtæki og stofnanir, fatastanda, afgreiðsluborð, vinnustöðvar, bari, ræðupúlt, bókastoðir, ruslafötur og fiskabúr svo ég telji nokkuð upp. Þetta hefur verið ótrúlega gefandi og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið

Stabba er hægt að fá í mörgum litum.

Fannar stólarnir frá Sýrusson eru glæsilegir en sófar eru líka framleiddir í þessum flokki.

tækifæri til að sýna hvað í okkur býr.“ Mikill sveigjanleiki Við skoðum hönnunarstofu og sýningarsal Syrussonar, en fyrirtækið er

nýflutt í góða aðstöðu við Ármúlann í Reykjavík. Þar má sjá fjölbreytt húsgögn sem fyrirtækið hefur hann­ að og selur hverjum sem hafa vill. „Þetta er nú bara brot af því sem við höfum sett í framleiðslu en hér eru yfir hundrað hlutir sem hafa farið í gegnum framleiðsluferlið hjá okkur þannig að þetta safnast upp. Sveigjanleiki er okkar kjörorð sem þýðir að við getum aðlagað hlutina að óskum hvers og eins. Og ef hluturinn er ekki til þá bara hönnum við hann og setjum í framleiðslu. Svo einfalt er það.“ Reynir segir okkur frá því að Syrusson ætli, ásamt fleiri íslenskum aðilum, að taka þátt í Stokkhólmsmessunni sem haldin verður í febrúar á næsta ári. „Já, ég er farinn að huga að útrás til Skandinavíu, einkum Noregs og Svíþjóðar en ég tel að við Íslendingar séum þar fyllilega samkeppnisfærir. Við höfum vanist því hér heima að það fylgir því talsverð fyrirhöfn að koma sér á framfæri og sá skóli mun nýtast okkur vel erlendis á þeim kröfuhörðu mörkuðum sem þar eru. Við búum að því að hér hafa á síðustu árum vaxið upp hönnunarfyrirtæki með vel menntað starfsfólk og góð verkmenning þróast í framleiðslunni. Hvort tveggja er lykillinn að þessum mörkuðum erlendis.“ www.syrusson.is


SÓKNARFÆRI | 11


12 | SÓKNARFÆRI

Norræn mjólkurvörusamkeppni:

MS hreppti fimm gullverðlaun!

Á mjólkurvörusýningu í Herning í Danmörku fyrir skömmu gátu íslenskar mjólkurafurðir sér gott orð enn eina ferðina því hinar geysivinsælu afurðir frá Mjólkursamsölunni, Sms smáskyr, MS skyr með bláberjum, Skyr.is með jarðarberjum, Hleðsla og Ab-drykkur með jarðarberjum, hrepptu gullverðlaunin í sínum flokkum. Þetta er í 9. sinn sem íslenskur mjólkuriðnaður tekur þátt í þessari viðamiklu sýningu samtals hreppti MS 34 verðlaun í keppninni. „Það er mjög ánægjulegt hversu vel okkur gekk í þessari erfiðu keppni og gaman að sjá hversu frábæra fagmenn íslenskur mjólkuriðn-

MS vörurnar voru sigursælar á mjólkurvörusýningunni í Herning í Danmörku fyrir skömmu.

Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markssviðs MS.

aður á,“ segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markssviðs MS. „Skyr.is með jarðarberjabragði vann sinn flokk og fékk gullverðlaunin eins og Hleðsla og Abdrykkur og þar að auki sérstök heiðursverðlaun. Aðrar vörur frá MS áttu einnig góðu gengi að fagna en samtals fengu vörur MS 34 verðlaun. Má nefna að LGG+ smáskammtarnir og Benecol fengu silfurverðlaun, Ostakaka með hindberj-

um hlaut bronsverðlaun auk þess sem allar bragðtegundir af KEAskyrdrykknum fengu verðlaun. Nokkrir ostar voru einnig verðlaunaðir en þar má nefna Höfðingja, Gouda ost, Gotta og Maríbó ost,“ segir Jón Axel í samtali. Það var dagana 2.-4. nóvember sl. sem fyrrgreind keppni fór fram á Mjólkurvörusýningunni („Landsmejeriudstillingen“) í Herning í Danmörku en keppnin fer fram

annað hvert ár. Til að meta hvaða vörur skara fram úr voru teknir fyrir þættir eins og samsetning, bragðgæði og útlit vörunnar. Mjólkursamsalan sendi nokkuð úrval af vörum í samkeppnina en alls bárust í þangað 1600 vörur frá Norðurlöndunum, eins og áður sagði. www.ms.is

Vandaðar vörur frá Valfoss:

Frá hugmynd til fullunninnar vöru Viltu gera fyrirtækið þitt sýnilegra eða vantar þig tækifærisgjöf til starfsmanna? Ertu með hugmynd eða vantar þig hugmynd? Hjá Valfoss er boðið uppá vandaða vöru og persónulega þjónustu þar sem þarfir viðskiptavinarins eru í fyrirrúmi. „Við bjóðum upp á merkta og ómerkta auglýsingavöru og gjafavöru frá þekktum hönnuðum eins og Rosendahl, Erik Bagger, Menu, Stelton og fleirum. Framleiðendur okkar eru með gæðavottorð frá alþjóðasamtökunum IPPAG sem tryggir áreiðanlega og vandaða vöru,“ segir Eva Rós Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Valfoss. „Einnig eru margvíslegir möguleikar í hönnun og sérframleiðslu frá viðurkenndum framleiðendum í vöruflokkum sem unnir eru úr stáli, plasti, vefnaði, leðri eða pappír. Áralöng reynsla okkar í söluráðgjöf og sérframleiðslu ýmiss konar gerir Valfoss kleift að finna réttu vöruna eða framleiðanda af hönnun og framleiðslu. Við erum með viðskiptasambönd víða um heim með alls kyns auglýsingavörur auk þess sem við höfum milligöngu um framleiðslu á hugmyndum hönnuða og annarrra þeirra sem vilja koma hönnun og vöru á markað,“ bætir Eva Rós við og segir annatíma framundan við að afgreiða pantanir fyrir fyrirtæki og stofnanir vegna jólagjafa til starfsmanna sinna. „Hér hafa farið í gegn skemmtilegar vöruhugmyndir eins og t.d. piparkökumótin frá Færið en þau voru hugmynd þeirra sem send var í keppnina „Minjagripur fyrir Reykjavíkurborg“ í febrúar 2010. Þau

„Við hjá Valfoss höfum það að leiðarljósi að bjóða faglega og persónulega þjónustu sem skilar okkur ánægðum viðskiptavinum,“ segir Eva Rós Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Valfoss. Ljósm. Lalli Sig.

komust í topp 10 yfir áhugaverðar hugmyndirog leituðu til okkar varðandi framleiðsluna. Þá höfum við framleitt spilastokka, óróa og textílvörur fyrir Áslaugu Saju textílhönnuð auk þess sem við tökum við verk-

efnum frá hugmyndaríkum einstaklingum og fyrirtækjum sem koma með teikningar,“ segir Eva Rós. www.valfoss.is


SÓKNARFÆRI | 13


14 | SÓKNARFÆRI

Samtök álfyrirtækja tekin til starfa:

Áliðnaðurinn nýtur stuðnings Um 4.300 manns hafa framfæri sitt af álframleiðslu, segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samáls Samtök álfyrirtækja á Íslandi, Samál, tóku formlega til starfa fyrir skömmu en markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og að auka upplýsingagjöf um áliðnaðinn. Í nýrri Capacentkönnun sem samtökin létu gera kemur fram að liðlega 54% landsmanna eru jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði en einungis 22% segjast neikvæðir. Liðlega 23% landsmanna eru hlutlausir í afstöðu sinni til iðnaðarins „Hjá fyrirtækjum í íslenskum áliðnaði starfa um 1.800 manns en samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má gera ráð fyrir að starfamargfaldari áliðnaðarins sé 1,4. Þannig má ætla að minnsta kosti um 4.300 manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti. Í gegnum tíðina hafa álver á Íslandi almennt greitt hærri laun en almennir kjara-samningar kveða á um og álver hafa verið eftirsóttir vinnustaðir. Álverin hafa þannig haft tiltölulega greiðan aðgang að vinnuafli og þeim hefur jafnframt haldist vel á starfsfólki sínu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af stofnun samtakanna, þar sem fyrrgreind skoðanakönnun var kynnt, kom fram í máli Rannveigar Rist, formanns hinna nýju samtaka, að álfyrirtækin hafi tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem þau hafa keypt vörur eða þjónustu á þessu ári fyrir meira en hálfa milljón. „Hér er um að ræða hvorki fleiri né færri en 690 fyrirtæki. Í mörgum tilvikum nema viðskiptin tugum milljóna króna á ári, jafnvel hundruðum milljóna og í nokkrum tilvikum milljörðum. Mörg þessara fyrirtækja væru ekki starfandi ef álverin væru ekki til staðar og allnokkur þeirra hafa beinlínis orðið til vegna álveranna. Álverin hafa verið jarðvegur fyrir nýsköpun: nýja starfsemi, ný fyrirtæki, nýja þekkingu.

Stofnun Samáls fagnað, frá vinstri: Rannveig Rist, formaður samtakanna, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls. Ljósm. Hreinn Magnússon.

Hvergi er þetta eins skýrt og í orkugeiranum, þar sem álframleiðsla hefur verið forsenda uppbyggingar sem hefur skapað dýrmæta þekkingu á

sviði virkjana, bæði vatnsafls og jarðvarma. Þessi þekking er mikil auðlind, ekki síður en sjálf orkan,“ sagði Rannveig.

Á vefsíðu samtakanna, samal.is koma fram ýmsar upplýsingar um hagræn áhrif áliðnaðarins, m.a. þær að með afleiddum störfum hafa um

www.samal.is

Glófi ehf í sókn:

Nýir markaðir opnast „Ullin er efni sem hefur fylgt okkur frá örófi aldra og það er gaman hún sé að koma svona sterkt inn núna,“ segir Birgitta Guðrún Ásgrímsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Glófa ehf., sem er stærsti framleiðandi prjónavöru á Íslandi. „Við leggjum mikla áherslu á að fylgjast vel með því sem er í gangi, bæði tískunni og öðru sem er í gangi.“ Nokkrar nýjungar eru t.d að fara í framleiðslu undir

merkinu Varma, sem verða komnar á markað innan skamms. Náttúruefni vinsæl „Að undanförnu höfum við verið önnum kafin við að þróa bæði okkar hefðbundnu vörulínu undir nafninu Varma ásamt tískulínunni Blik sem unnin er í samstarfi við Laufeyju Jónsdóttur fatahönnuð. Við ætlum okkur að sækja inn á markaði er-

Royal búðingur er þjóðlegur og sívinsæll eftirréttur sem hefur verið á borðum landsmanna í áratugi

Nokkrar nýjungar eru t.d að fara í framleiðslu undir merkinu Varma, sem verða komnar á markað innan skamms. Ljósm. Lalli Sig.

Birgitta Guðrún Ásgrímsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Glófa ehf.

Íslensk framleiðsla

4.300 manns framfæri sitt af álframleiðslu en það samsvarar um 2,4% af vinnuaflinu hér á landi. Þá kemur og fram að útflutningstekjur áliðnaðarins árið 2009 námu 170 milljörðum króna en það samsvarar 22% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Af þessum 170 milljörðum sitja um 70 milljarðar eftir hér á landi í formi launagreiðslna, skatta, orkukaupa og ýmissar þjónustu sem álfyrirtækin kaupa. „Í mínum huga er alveg ljóst að hin sterka staða áliðnaðarins á Íslandi hefur skapað fjölmörg sóknarfæri sem samfélagið nýtur góðs af. Dæmi um þetta er útflutningur þeirrar þekkingar sem orðið hefur í kringum orkuiðnaðinn og einnig hefur margvísleg stoðstarfsemi sprottið upp í kringum þessa starfsemi sem skapar fjölmörg störf. Síðast en ekki síst væri æskilegt sjá enn frekari vinnslu á áli þróast hér á landi en ég er sannfærður um að þar eigum við mikla ónýtta möguleika,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samáls.

lendis með báðar þessar vörulínur og leggjum því aukna áherslu á markaðssetningu erlendis um þessar mundir,“ segir Birgitta sem horfir mest til Norðurlandanna, þýsku-

mælandi landa og Kanada. Markmið Glófa er að framleiða góða vöru úr gæða hráefni á hagstæðan og umhverfisvænan hátt. „Það er mikil vakning fyrir náttúruefnum og umhverfisvænni framleiðslu í hinum vestræna heimi og þar pössum við vel inn í, bæði hér heima og erlendis.“ Glófi/Varma er með höfuðstöðvar í Kópavogi en rekur einnig verksmiðjur á Akureyri og á Hvolsvelli. Auk þess að hanna og framleiða eigin vörulínu gerir fyrirtækið mikið af því að framleiða fyrir aðra. „Við opnuðum nýja saumastofu í Kópavoginum í júlí, en hún er strax að verða of lítil og við þurfum að stækka enn frekar við okkur.Það hefur verið gríðarleg aukning í framleiðslu á íslenskri ullarvöru og hönnuðir horfa mikið til ullarinnar,“ segir Birgitta Guðrún að lokum. www.varma.is


F í t o n / S Í A

SÓKNARFÆRI | 15

Hraunfoss við Fimmvörðuháls – 940 g Snæfellsjökull – 400 g

Goslok á Fimmvörðuhálsi – 800 g

Reynisfjara – 940 g

Lundi – 135 g

Eldgos á Fimmvörðuhálsi – 800 g

Kerlingarfjöll – 940 g

Nói Síríus hefur verið gleðigjafi íslensku þjóðarinnar í 90 ár. Nú státa konfektkassarnir frá Nóa af nýjum og stórbrotnum ljósmyndum af íslenskri náttúru, þar á meðal af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Þessi glæsilegu verk margra af bestu ljósmyndurum þjóðarinnar gera upplifunina enn ánægjulegri – hvort sem þú gefur eða þiggur Nóa konfekt.


16 | SÓKNARFÆRI

Miðstöð líftæknirannsókna á Sauðárkróki

Líftækni er gjarnan nefnd til sögunnar sem einn af áhugaverðustu vaxtarbroddunum í atvinnulífinu hér á landi í nánustu framtíð. En líkt og í öllu öðru atvinnuuppbyggingarstarfi spretta slík tækifæri ekki upp úr engu heldur er lykilatriði til árangurs að stunda grunnrannsóknir. Ein öflugasta rannsóknarstofa landsins er rekin af Matís ohf. í Líftæknismiðju fyrirtækisins á Sauðárkróki og þar er unnið með lífefni, lífvirk efni og ensím út frá því markmiði að til verði markaðshæfar afurðir. Arnljótur Bjarki Bergsson, sem stýrir Líftæknismiðjunni, segir líftæknina klárlega geta skilað nýjum framleiðsluvörum og atvinnutækifærum í framtíðinni. Eftirsótt virkni „Hér hefur Matís byggt upp sína áherslu á þessu líftæknisviði og við stundum bæði rannsóknir sem eru hluti í verkefnum sem önnur svið Matís koma líka að en einnig fer þeim rannsóknarverkefnum fjölgandi sem unnin eru að frumkvæði annarra aðila,“ segir Arnljótur Bjarki en Líftæknismiðjan á Sauðárkróki er einmitt staðsett í mikilli nálægð við bæði Fisk Seafood, Rækjuvinnsluna Dögun, kjötafurðarstöð KS og mjólkursamlag KS, en möguleikar á líftæknisviðinu eru einmitt nátengdir matvælavinnslunni. Arnljótur Bjarki nefnir sjávarútveginn sérstaklega en í þeirri grein fellur til talsvert af aukaafurðum sem mögulegt er að vinna ýmis efni úr og gera að markaðsvöru, og sérstöku fjármagni veitt til AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Líftæknin getur líka komið við sögu í nýtingu á ýmsu sem er að finna í náttúrunni og þannig kom Líftæknismiðjan að rannsóknarverkefni sem unnið var hjá Matís og snerist um að greina lífvirk efni í bóluþangi. Þær rannsóknir leiddu í ljós að í þanginu eru lífvirk efni með mikla andoxunarhæfni og þau eru mjög eftirsótt sem íblöndunarefni í matvæli og heilsutengdar vörur. Mörg tækifæri framundan „Við erum hér með skimun í tilraunaglösum og síðan höfum við aðstöðu til að rækta frumur og skima þannig fyrir lífvirkum efnum í frumum. Við höfum sérstaklega beint kastljósinu að lífvirkum efnum með andoxunarvirkni, sem hafa t.d. jákvæð áhrif á blóðþrýsting, og sérstaklega höfum við skoðað fiskiprótein í því sambandi. Okkar rannsóknir í tilraunaglösum hafa sýnt jákvæðar niðurstöður og þess vegna

Arnljótur Bjarki Bergsson á rannsóknarstofu Líftæknismiðjunnar.

settum við frumurannsóknaraðstöðuna upp til að nálgast virknina í lífverum. Næsta skref væri síðan að prófa lífvirknina í dýrum.“ Og hann

Doktorarnir í Líftæknismiðjunni, þær Hólmfríður Sveinsdóttur og Patricia Y. Hamaguchi, sem starfa á líftæknisviði Matís undir handleiðslu dr. Harðar Kristinssonar.

heldur áfram: „Það eru klárlega mörg tækifæri framundan og erfitt að segja fyrir um hvar þau eru að finna nema með rannsóknum. En í

matvælaframleiðslu hér á landi fellur mikið til sem gæti í framtíðinni orðið að framleiðsluvörum þannig að segja má að það sem er aukaafurð í

dag geti hæglega orðið aðalafurð á morgun,““ segir Arnljótur Bjarki. www.matis.is

Víkurprjón vex á afmælisári Víkurprjón fagnaði þremur áratugum í rekstri fyrr í ár en á þeim tíma hefur fyrirtækið framleitt fjölbreytt úrval af hlýjum ullarvörum. Það kemur Þóri Kjartanssyni, framkvæmdastjóra Víkurprjóns, eflaust ekki á óvart að jólagjöfin í ár skuli vera lopapeysan, en fyrirtækið finnur fyrir síauknum áhuga á íslenskri prjónavöru. Ánægðir ferðamenn „Við byggðum við á þessu ári og erum með fleira fólk í vinnu en nokkurn tímann áður og ég þarf eiginlega að bæta fleirum við. Ég gæti verið að framleiða mun meira en ég get miðað við þann mannskap sem ég er með núna,“ segir Þórir en Víkurprjón er fjölmennasta fyrirtækið á Vík í Mýrdal og hefur því mikið að segja fyrir bæinn. Fyrir utan framleiðslu á íslenskri ullarvöru rekur Víkurprjón ferðamannaverslun í verksmiðjuhúsinu sjálfu. „Við fáum gríðarlega mikið af ferðamönnum yfir sumarið, eða eiginlega lengur en yfir sumarið því ferðamannatíminn er alltaf að lengjast. Þar seljum við alls konar vörur, bæði minjagripi og eigin framleiðslu. Þegar krónan hrundi fór að vera ódýrt fyrir útlendingana sem voru alveg að gefast upp á okkur árið 2007 en þá fannst þeim allt svo

Starfsfólk Víkurprjóns á 30 ára afmæli fyrirtækisins.

óþolandi dýrt hérna. En svo bara snerist það við og nú eru þeir bara ánægðir og kaupa mikið eftir því!“ Vík Prjónsdóttir um allan heim Víkurprjón framleiðir úrval af sokkum, peysum, jökkum, teppum og alls kyns smávöru en er einnig í samstarfi við hóp hönnuða með fram-

leiðslu á vörulínu undir nafninu Vík Prjónsdóttur. Vík Prjónsdóttir selur sérstæða hönnunarvörur sínar út um allan heim og segir Þórir framleiðsluna á því vera að aukast. Þá finni hann einnig fyrir áhuga á hefðbundinni vörulínu Víkurprjóns erlendis frá. „Fyrir mörgum árum seldi ég mikið af vörum til japansks heildsala

en þegar krónan styrktist þá datt það alveg niður. Sama var með Bandaríkin, þetta lagðist allt niður í sterku krónunni. En núna til dæmis er ég að gera sýnishorn aftur fyrir Japan og þessir markaðir sem töpuðust eru að lifna við aftur.“ www.vikurprjon.is

Leiðandi í í s l e n s k r i h ö n n u n með vörur frá yfir 200 hönnuðum

www.kraum.is Aðalstræti 10 101 Reykjavík S: 517 7797 og Kjarvalsstaðir S: 517 1290

Opnunartími: Mán-Mið 9-18, Fim 9-22, Fös 9-18 og Helgar 12-17


SÓKNARFÆRI | 17


18 | SÓKNARFÆRI

Matís:

Efling nýsköpunar með skipulögðum heimsóknum „Tilgangurinn með þessum heimsóknum og fundaferðum um landið er að stuðla að eflingu nýsköpunar, komast í nánara samband við fyrirtæki sem þegar eru á svæðunum og kynna um leið það sem við hjá Matís höfum fram að færa. Miðað við reynsluna af fyrstu landhlutaheimsókninni til Vestfjarða sjáum við að þetta er ávinningur fyrir alla aðila og margar hugmyndir fæðast í svona samskiptum,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís um landshlutaheimsóknir fyrirtækisins á komandi mánuðum. Starfsmenn Matís munu heimsækja öll svæði landsins í tveggja til þriggja daga ferðum, heimsækja fyrirtæki og funda með aðilum í atvinnulífi jafnt sem frumkvöðlum og efna til opinna fræðslufunda. Fyrsta heimsóknin var til Vestfjarða og síðan fylgir hvert svæðið af öðru fram til vors. „Dæmi um það sem við höfum fram að færa eru matarsmiðjur okkar út um landið þar sem hægt er bæði að komast í fullbúna aðstöðu til vöruþróunar og sækja sérþekkingu starfsmanna okkar á vægu verði. Þetta snýr bæði að frumkvöðlum jafnt sem smærri fyrirtækjum en við sjáum líka tækifæri í samstarfsverkefnum með fyrirtækjum. Heimsóknirnar eru þannig hugsaðar að stórum hluta sem kynningar- og hugmyndafundir en dagskráin gerir svo ráð fyrir opnum fundi á hverju svæði fyrir sig þar sem farið yfir það sem Matís hefur að bjóða og ýtt þannig undir þær hugmyndir sem alltaf er að finna í grasrótinni,“ segir Steinar. Einn þeirra þátta sem vefjast hvað mest fyrir frumkvöðlum er hvernig skal bera sig að til að nálgast styrki til atvinnuuppbyggingar og þar segir Steinar að þekking starfsmanna Matís nýtist vel. „Við höfum mikla reynslu í að vinna með innlendum sjóðum og stuðningsaðilum og vitum hvernig best er að móta samstarf í verkefnum til að gera þau hæf til að fá styrki. Síðan búum við

Höfuðstöðvar Matís í Reykjavík.

líka yfir mikilli reynslu í styrkjaumsóknum erlendis og getum því metið í hverju tilviki fyrir sig hvort hugmynd eða verkefni á möguleika á þeim vettvangi. Við teljum þannig ótvíræðan ávinning af svona kynn-

ingarferðum út um landið og jafnframt því að efla nýsköpun er þetta líka ávinningur í uppbyggingu Matís,“ segir Steinar. Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

www.matis.is

Ys og þys í Borgarleikhúsinu Í Borgarleikhúsinu er jafnan ys og þys bæði á sviði og bak við tjöldin. Miðasalan er sá staður sem mest mæðir á dags daglega og hafði Sóknarfæri samband við Guðrúnu Stefánsdóttur sem stýrir málum þar. „Það er nú orðið þannig að það er brjálað að gera í miðasölunni allan ársins hring, en það voru hvorki meira né vinna en 218.000 áhorfendur sem komu til okkar á síðasta leikári. Þetta er ofboðslega lifandi og skemmtilegur vinnustaður,“ segir Guðrún en hún hefur séð um miðasölu leikhússins allt frá opnun þess árið 1989 og hefur því upplifað ýmsar breytingar á starfsemi hússins undanfarna áratugi. Gjafakortin vinsæl jólagjöf „Gjafakortin okkar eru afar vinsæl fyrir jólin, enda virkilega góð og skemmtileg gjöf. Salan hefur aukist gríðarlega undanfárin ár og tvöfald-

Guðrún Stefánsdóttir hefur séð um miðasölu Borgarleikhússins frá opnun þess.

aðist á síðustu tveimur árum. Aldrei hafa fleiri kort verið seld en á síðasta

ári, og leikárið í ár hefur einnig farið vel af stað.“

Íslensk framleiðsla

á stílabókum og g gj gjafaöskjum fyrir handverksfólk og verslanir

Úrval af allskonar öskjum, tilvalið fyrir handverksfókið

T NÝTBLS 48

Stílabækur A4 og A5 fjórir litir

Verkefna- og úrklippubók, fjórir litir

„Kortin renna aldrei út svo að fólk getur geymt þau ofan í skúffu í jafnvel 2-3 ár og komið svo þegar það finnur þau aftur og notið góðrar leikhúsferðar. Það eru tvö verð á kortunum, annars vegar 3.900 kr. fyrir almennar sýningar en hins vegar 4.300 kr. fyrir dýrari sýningar, svo sem söngleiki. Svo getur fólk valið hvort það gefur miða fyrir einn eða tvo.“ Guðrún segir gjafakortin tilvalin fyrir þá sem eiga allt, sem og alla hina. „Þetta er fyrirtaks gjöf og alveg tilvalin á jólunum!“ Ofviðri um áramót Um áramótin verður frumsýnd stórbrotin leikhúsveisla þegar einn af fremstu leikstjórum Evrópu, Oskaras Koršunovas, leikstýrir mörgum ástælustu leikurum þjóðarinnar sem og Íslenska dansflokknum í uppfærslu á Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Koršunovas hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Evrópsku leiklistarverðlaunin. „Sýningar Borgarleikhússins eru bæði fjölbreyttar og skemmtilegar, frá söng- og gamanleikjum yfir í klassísk verk og þjóðfélagsádeilur, og því geta handhafar gjafakortsins örugglega fundið eitthvað við sitt hæfi!“ www.borgarleikhus.is

Stílabækur, stórar og litlar, fjórir litir

Bæjarhrauni 20 – Sími 553 8383


SÓKNARFÆRI | 19

ÍSLENSK

GÆÐAVARA FRAMLEIDD EFTIR GÖMLUM LYFJAUPPSKRIFTUM SEM NOTAÐAR HAFA VERIÐ Í ALDANNA RÁS

FÆST Í HELSTU APÓTEKUM

MUNN- OG TANNHIRÐA

MIXTÚRUR

KREM

OLÍUR

-fyrir alla!

PharmArctica • Grenivík • pharma.is

SÓTTHREINSANDI


20 | SÓKNARFÆRI

Endurskoðendur og bókarar eru okkar bestu sölumenn -segir Ragnar J. Bogason hjá dk hugbúnaði ehf.

„Starfsemin hefur gengið mjög vel undanfarin ár og að jafnaði höfum við bætt við okkur um 500 nýjum viðskiptavinum á ári. Þetta þýðir að flest fyrirtæki sem eru að kaupa ný kerfi koma til okkar,“ segir Ragnar J. Bogason, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar í Kópavogi sem framleiðir samnefndan viðskiptahugbúnað. Ragnar segir styrkleika dk meðal annars felast í að bjóða heildstæða lausn sem spannar allt frá kassakerfum upp í fjárhagsbókhald. „Viðskiptakerfi dk er notendavænt, tiltölulega ódýrt í innkaupum og ódýrt í rekstri, þannig að fyrirtækin eru klárlega að spara framtíðar útgjöld þegar þau koma til okkar,“ segir Ragnar. Íslenskt hugvit Viðskiptakerfi dk er íslensk hönnun og hefur verið haldið áfram að þróa kerfið og bæta allt frá því það kom fyrst fram árið 1998. Kerfið er í grunninn upplýsinga- og bókhaldskerfi en við það hefur verið bætt margvíslegum viðbótarlausnum sem ekki er að finna í öðrum viðskiptakerfum á markaðnum. Ragnar segir styrk dk meðal annars felast í því að hægt er að keyra upplýsingar úr afgreiðslukerfum beint inn í bókhaldið. Þetta þýðir að viðskiptavinir, sem til dæmis eru með marga sölustaði, geta fylgst með framlegð og hvenær sala á sér stað á ólíkum stöðum. Með slíkum upplýsingum er síðan hægt að skipuleggja störf afgreiðslufólks þannig að þau falli að þeim álagspunktum sem lesa má út úr kerfinu. Ragnar segir að skýringin á því að tekist hefur að halda verðinu á dk viðskiptalausnunum niðri sé meðal annars sú að kerfið er íslenskt og því þarf ekki að greiða leyfisgjöld til erlendra rétthafa eins og flestir samkeppnisaðilar þeirra þurfa að gera. „Við sjáum fram á að það verður áfram nóg að gera hjá okkur enda erum við sífellt að kynna nýjar lausnir, sem hægt er að tengja þeim hugbúnaði sem fyrir er. Nýlega

kynntum við bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna sem hefur verið vel tekið og núna erum við að leggja lokahönd á kerfi sem mun halda utan um launamál sjómanna og reiknar meðal annars út aflahlut.“ Mikill þróunarkostnaður Samanlagður þróunarkostnaður við dk kerfin segir Ragnar að sé kominn í liðlega 1200 milljónir króna en alls starfa 35 manns í höfuðstöðvum dk í Hlíðasmára 17 í Kópavogi og þar af eru um 10 forritarar. Fyrirtækið er einnig með tvo starfsmenn í Bretlandi en meðal viðskiptavina þar er trúarsöfnuður með liðlega 80 þúsund meðlimi í um 500 kirkjudeildum. Í dag eru um 400 notendur dk viðskiptabúnaðar í Bretlandi og segir Ragnar að útlitið þar sé nokkuð gott þótt róðurinn hafi verið frekar þungur til að byrja með. Aðspurður um samkeppni í hugbúnaðargeiranum á Íslandi segir Ragnar að hún sé vissulega grimm en styrkleiki dk liggi meðal annars í því að fyrirtækinu hafi tekist að skapa trúnað gagnvart viðskiptavinunum sem hafi góða reynslu af hugbúnaðinum frá dk. „Í raun þurfum við ekki að hafa mikið fyrir því að

„Viðskiptakerfi dk er notendavænt, tiltölulega ódýrt í innkaupum og ódýrt í rekstri,“ segir Ragnar J. Bogason framkvæmdastjóri dk.

selja hugbúnaðinn okkar því endurskoðendur og bókarar eru okkar bestu sölumenn. Þeirra reynsla og ráðgjöf vegur þungt þegar fyrirtækin

standa frammi fyrir því að þurfa að endurnýja viðskiptahugbúnaðinn,“ segir Ragnar J. Bogason framkvæmdastjóri dk.

www.dk.is

Fjölbreytt hönnun og frumkvæði Við Aðalstræti 10 stendur elsta hús Reykjavíkur, byggt árið 1762 sem hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar, sem reyndu að glæða íslenskan iðnað lífi. Í dag er þar rekin verslunin Kraum sem sérhæfir sig í sölu á íslenskri hönnunarvöru og má því segja að húsið hafi tengst íslenskum iðnaði og frumkvæði í atvinnusköpun í tvær og hálfa öld. Íslensk hönnun og framleiðsla „Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað það koma alltaf nýir og nýir hönnuðir til okkar og við finnum að

Listaháskólinn er greinilega að útskrifa vel menntað fólk. En svo er líka fólk sem er menntað erlendis og hefur verið að flytja heim, þrátt fyrir kreppu! Það sem er einkennandi fyrir þessa hönnuði og hönnun í dag er að fólk er að leita leiða til að framleiðslan geti farið fram hér á Íslandi, og finna upp hluti sem hægt er að framleiða hér,“ segir Halla Bogadóttir, framkvæmdastjóra Kraums en bætir við að það hái okkur hversu fá framleiðslufyrirtæki eru á Íslandi. „Það er of lítið af iðnmenntuðu fólki og fyrirtækjum sem geta annað því

Halla Bogadóttir í Kraum vill gjarnan sjá íslenskan iðnað blómstra samhliða hönnunargeiranum. Ljósm. Lalli Sig.

NUDD- OG HÚÐOLÍURNAR FRÁ URTASMIÐJUNNI ERU LÍFRÆNT VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA INNIHALDA: blóðberg, eini,

rauðsmára, vallhumal, arniku, engifer, lofnarblóm, rósmarín, myntu, rós, o.fl.

VÖÐVA/GIGTAROLÍA Linar bólgur í vöðvum dregur úr verkjum og stirðleika í liðum. liðkar, hitar, slakar, róar þreytuverki og sinadrátt.

GRÆÐIOLÍA, HÚÐOLÍA fyrir flösuexem, skánir í hársverði, húðþurrk, útbrot og húðsvepp. Græðir og hreinsar, róar sviða og kláða.

SLÖKUNAROLÍA, AFSTRESSARI Fyrir slökunarnudd og frábær í slökunarbaðið, dregur úr óróa, spennu og streitu, Veitir hvíld, ró og vellíðan.

URTASMIÐJAN SVALBARÐSSTRÖND 462-4769 GIGJA@URTASMIDJAN.IS HELSTU SÖLUSTAÐIR: HÖFUÐBORGARSV: FJARÐARKAUP, HEILSUHÚSIN, YGGDRASILL, GÓÐ HEILSA, LYFJAVER, MAÐUR LIFANDI, GARÐHEIMAR. AKUREYRI: HEILSUHÚSIÐ, APÓTEKARINN, AKUREYRARAPÓTEK, HRÍM,/HOFI. VÍK: VÍKURPRJÓN.

að framleiða fyrir hönnuðina. Ef við tökum ullarvörur sem dæmi eru nánast bara tvö fyrirtæki á Íslandi sem prjóna úr íslenskri ull og þau anna varla þeirri eftirspurn sem fyrir er. Ef menn hanna skó verður framleiðslan að fara fram erlendis því hér eru mjög fáir söðlasmiðir eða leðursmiðjur. Við framleiðum leður úr roði sem hægt væri að nýta á mjög fjölbreytilegan hátt, en sú framleiðsla verður að fara fram erlendis. Við þurfum að bera meiri virðingu fyrir iðnmenntun og hvetja ungt fólk í iðnnám.“

Falleg hönnun á hagstæðu verði „Í ár hafa hönnuðir verið að hanna og framleiða vöru sem er ódýrari. Þeir hafa verið að reyna að koma til móts við markaðinn og núna hafa verið að streyma inn nýjar og mjög flottar hönnunarvörur eins og hitaplattar, piparkökuform, spil, óróar og viskastykki,“ segir Halla. Hún segir að fólk sé greinilega að draga í land með upphæðir og hversu dýrar gjafir skulu vera – en vilji samt gjarnan kaupa fallegar, íslenskar hönnunarvörur. www.kraum.is


SÓKNARFÆRI | 21

Jólatilboð Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins

Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Gjafakortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

Gjöf sem aldrei gleymist! Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is

Tveggja tíma hláturskast

Fyrir yngstu börnin

(frumsýnt í febrúar)

(frumsýnt í mars)

Tveir miðar á drepfyndinn gamanleik á aðeins

Tveir miðar á ljóslifandi ævintýrasýningu á aðeins

6.500 kr.

3.300 kr.


22 | SÓKNARFÆRI

Nói-Síríus stendur á gömlum merg:

Gleðigjafar í 90 ár Sögu Nóa-Síríus má rekja allt aftur til ársins 1920 þegar nokkrir heiðursmenn stofnuðu Brjóstsykursgerðina Nóa. Þrettán árum síðar keypti Nói hf. súkkulaðiverksmiðjuna Síríus frá Danmörku. „Það má segja að við höfum verið gleðigjafar í 90 ár, en þrátt fyrir háan aldur erum við í stöðugri þróun. Árið í ár hefur verið eitt öflugasta árið okkar í vöruþróun í lengri tíma. Þar má nefna nýjungar í páskaegginu, nýtt Nizza með karamellubragði, nýja bragðtegund af Opal, appelsínu rjómasúkkulaði og svo settum við nýjar bökunarvörur á markaðinn,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa-Síríus. „Við teljum að bestum árangri sé náð í starfi þegar þekking og færni starfsfólks fær að njóta sín, og öll okkar vöruþróun fer fram í teymisvinnu. Þar er sífelld vinna í gangi og endalaust hægt að koma með nýjar hugmyndir, en varan þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði um gæði áður en henni er hleypt á markaðinn.“ Konfekt í nýjum umbúðum Konfektið hjá Nóa-Síríus er órjúfanlegur hluti af jólum flestra Íslendinga, og er vinsæl gjöf á öllum heimilum. Um þessar mundir er starfsfólk fyrirtækisins því á fullu að undirbúa hátíðina: „Þessi tími er mjög annasamur hjá okkur, þetta er vertíðin svo að segja! Konfekt er ekki hrist fram úr erminni. Vinnan hjá okkur hefst 1. ágúst og unnið er fram á síðustu stundu. Það er mjög vandasamt að búa til gott konfekt og þörf á mikilli natni sem skilar sér í gæðunum,“ segir Kristján Geir. Hann segir konfektbransann vera mjög íhaldssaman, en þó hafi fyrirtækið ákveðið að gera nokkrar breytingar ár. „Við höfum skipt út nokkrum myndum á kössunum og erum meðal annars komin með fallegar myndir af gosinu. Þá erum við einnig með tvo nýja kassa sem eru prýddir myndum eftir listakonuna Gunnellu, en í þeim má finna nýjan konfektmola sem er ekki í hinum kössunum.“

Myndir eftir Gunnellu prýða nýjar umbúðir af Nóa konfekti.

Gæðin tengd velgengni „Við höfum alltaf lagt okkur fram við að kaupa inn hráefni í hæsta gæðaflokki og hvikum ekki frá því. Enda væri það fljótt að finnast á bragðinu ef við færum eitthvað að breyta til,“ segir Kristján Geir en öll framleiðsla Nóa-Síríusar fer fram í verksmiðjum fyrirtækisins á Hesthálsi. „Við leggjum mikið upp úr

gæðunum, enda eru þau órofa tengd velgengni á sviði matvælaiðnaðar og sú staðreynd verður ávallt helsta leiðarljós okkar.“ Kristján Geir bætir við að allt sé nú gott í hófi og hvetur fólk til að velja það besta þegar það hyggst gera vel við sig. www.noisirius.is

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa-Síríus. Ljósm. Hreinn Magnússon.

Spírall og Kassabúðin:

Gjafakassar og gyllingar Spírall, prentþjónusta, er engin venjuleg prentsmiðja. Spírall sérhæfir sig í að framleiða smákassa og pappaöskjur undir hvers konar smávarning auk þess sem boðið er uppá gyllingu á kassana. Auk þess tekur prentþjónustan að sér að binda inn dagatöl með gormabindingum í öllum stærðum og gerðum. Eigendur Spírals eru þeir Guðjón Guðjónsson og Þórarinn Böðvarsson

en auk þeirra vinna tveir aðrir starfsmenn í prentþjónustunni. Að sögn Guðjóns er algengt að fólk komi til þeirra með útprentuð dagatöl, ættarskrár og ýmiss konar efni sem þeir binda á smekklegan hátt. „Við gyllum t.d. jólakort, smákassa undir skartgripi fyrir föndurfólk , hönnuði og verslanir. Við stönsum og merkjum, sé þess óskað,“ segir Guðjón og bendir á fjölbreytt úrval af kössum í

Gluggar Útihurðir Sérsmíði ... í réttum gæðum

Eigendur Spírals eru þeir Guðjón Guðjónsson og Þórarinn Böðvarsson.

öllum stærðum og gerðum auk sporöskjulagaðra kassa, svokallaðra „kodda“ sem eru mjög vinsælir undir gjafavarning af ýmsum toga. Hann bendir einnig á að hönnuðir og listamenn sæki í auknum mæli eftir þjónustu Spírals. „Hingað koma t.d. margir sem eru að vinna skartgripi og vantar fallegar umbúðir undir þá og láta merkja þær sérstaklega,” segir Guðjón og bendir á framleiðsluna þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Kassabúðin er einnig með flutningskassa, möppukassa, vaxbornar öskjur fyrir matvöru og 300gr hlífðararkir á

gólf, 25 m2 á rúllu. Smáöskjurnar eru til í þremur litum hvítu ,brúnu og svörtu. Hanska öskjurnar og koddakassarnir eru til í ýmsum litum. Einnig framleiðum við þessar góðu gömlu Kassagerðarstílabækur og prófarkir fyrir skóla og seljum hér í Kassabúðinni. Við reynum að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og það er alltaf gaman þegar fólk fer ánægt frá okkur.“ Prentþjónustan Spírall og Kassabúðin er til húsa að Bæjarhrauni 20, Hafnarfirði í bakhúsi. www.spirall.is


SÓKNARFÆRI | 23

Tækjabúnaður til svefngreininga:

Svefn fyrir alla Fyrir um fjórum árum stofnaði hópur verkfræðinga og sérfræðinga á heilbrigðissviði sprotafyrirtækið Nox Medical sem hannar hug- og tækjabúnað til svefngreininga. Óhætt er að segja að starfsemin blómstri en fyrirtækið meira en tífaldaði veltu sína milli áranna 2008-2009 og hlaut Vaxtarsprotann 2010 sem viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu. Ný kynslóð greiningartækja Sóknarfæri ræddi við Kormák Hlina Hermannsson, framleiðslustjóra Nox Medical, og spurðist fyrir um starfsemi fyrirtækisins. „Við byrjuðum á að þróa svefngreiningartæki fyrir börn, sem voru ekki til á þessum tíma því slík tæki voru almennt hönnuð fyrir fullorðna. Við vildum nýta sérþekkingu okkar til að þróa nýja kynslóð svefngreiningartækja sem notast við nýjustu tækniframfarir og sáum þarna tækifæri til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Kormákur Hlini og bætir við að þeir leggi áherslu á einfaldleika í notkun og þægind sjúklings án þess að draga úr áreiðanleika í greiningu, gæði merkja eða umfangi mælinga. „Læknirinn getur því sent sjúklinginn heim með búnaðinn sem eykur bæði eykur líkur á áreiðanlegum niðurstöðum og dregur umtals-

hvað seljist til Asíu. Kormákur Hlini segir þá ákvörðun hafa verið tekna snemma að einbeita sér fremur að þróun á góðri vöru og semja frekar við aðra sérfræðinga um samsetningu og dreifingu. „Með þessu móti höfum við getað vaxið mjög hratt, en uppskölun í magni er mun einfaldari en ella og aðgangur að mörkuðum þegar til staðar. Við dreifum öllum okkar vörum í gegnum CareFusion, sem er einn af stærstu söluaðilum heims á sviði lækningatækja.“

Starfsfólk Nox Medical hannar hugbúnað til svefngreininga.

vert úr kostnaði við mælingar. Við erum einnig komin með hljóðupptöku í tækið sem var ekki áður og getum tekið upp andardrátt og hrotur mun betur. Það var gert sérstak-

lega með börn í huga því hrotur þeirra mælast mjög illa með eldri greiningartækjum.“

Ljósm. Lalli Sig.

Sprotafyrirtæki á stórmörkuðum Vörur Nox Medical eru nær eingöngu seldar erlendis, en markaðurinn fyrir tækin er fyrst og fremst í Bandaríkjunum og Evrópu, þó eitt-

Stuðningur við frumkvöðla mikilvægur Kormákur Hlini segir aðstoð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Rannís hafa reynst ómetanlega. Nox Medical hafi strax fengið húsnæði hjá NMÍ uppi í Keldnaholti og þegið þar góða ráðgjöf og þjónustu. „Svo fengum við mjög góðan styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís sem gerði okkur kleift að halda áfram og fullþróa vörurnar án þess að tapa eignarhaldinu,“ bætir Kormákur Hlini við og segir slíkan stuðning við íslensk sprotafyrirtæki ómetanlegan. www.noxmedical.com


24 | SÓKNARFÆRI

Fimm hjón í Vestmannaeyjum hófu fiskvinnslu með tvær hendur tómar fyrir níu árum:

Godthaab í Nöf með hátt í 100 manns í vinnu! Af umræðunni mætti oft ætla að ekki sé framkvæmanlegt að hefja rekstur í sjávarútvegi á Íslandi og alveg sér í lagi ef slíkt bjartsýnisfólk hafi ekki yfir kvóta að ráða. En þetta er samt hægt. Það sannar að minnsta kosti hið níu ára gamla fyrirtæki í Vestmannaeyjum, Godthaab í Nöf. Á þessum fáu árum hefur það vaxið upp í að vera stærsta bolfiskfrystihús Vestmannaeyja, veitir 80-100 manns atvinnu og vinnur úr um 4500 tonnum af fiski á ári. Eigendahóp Godthaab í Nöf mynda fimm hjón, þ.e. Björn Þorgrímsson og Drífa Kristjánsdóttir, Daði Pálsson og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, Einar Bjarnason og Ester Ólafsdóttir, Jón Ólafur Svansson og Hafdís Magnúsdóttir, Sigurjón Óskarsson og Sigurlaug Alfreðsdóttir. Forsagan að stofnun fyrirtækisins er sú að sex úr þessum hópi voru starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja þegar frystihús þess varð eldi að bráð í desember árið 2000. Skyndilega var vinnustaðurinn horfinn og óvissa framundan. Í stað þess að leggja árar í bát ákváðu nokkrir af starfsmönnunum að snúa vörn í sókn og byggja upp eigin atvinnurekstur. Innan við ári eftir brunann hófu þeir undirbúning nýrrar fiskvinnslu með því að gera upp húsnæði að Garðavegi 14 þar sem áður hafði verið starfrækt saltfisk- og skreiðarverkun. Og það var ærin vinna að gera húsið hæft til matvælavinnslu en engu að síður var félagið Godthaab í Nöf stofnað og hóf starfsemi í Nöfinni þann 2. febrúar árið 2002. Og síðan hefur leiðin legið upp á við, ef svo má segja. „Þegar við hófum vinnslu hér fyrir 9 árum hefðum við sennilega ekki trúað því að vöxturinn yrði svona mikill. Þetta hefur sannarlega gengið vel - við förum ekki í launkofa með það,“ segir Einar Bjarnason, skrifstofustjóri og einn úr eigendahópi Godthaab í Nöf.

Einar Bjarnason, skrifstofustjóri Godthaab í Nöf.

Fiskvinnsla í fullum gangi í salnum hjá Godthaab. Þrátt fyrir að treysta eingöngu á fiskkaup af útgerðum og markaði hefur fyrirtækinu gengið vel að halda uppi fullri vinnslu.

Allt þar til í vor byggði fyrirtækið eingöngu á vinnslu á bolfiski, bæði frystingu og ferskum fiski. Þegar fyrirséð var að makríll væri að gera sig heimankominn í lögsögunni sáu eigendur Godthaab tækifæri í þeirri vinnslu og byggðu aðstöðu og tækjavæddu til að vinna makrílinn, gulllax og fleiri slíkar uppsjávartegundir. „Við fórum svo af stað með þessa vinnslu í sumar, hausuðum makríl-

inn og heilfrystum fyrir Austur-Evrópumarkað. Þetta er áhugaverð vinnsla til viðbótar við það sem við höfum hér fyrir og styrkir þannig reksturinn í heild,“ segir Einar en auk útflutnings selur Godthaab einnig fisk til almennings í gegnum netið á heimasíðu fyrirtækisins. www.godthaab.is

Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd:

Krem við flestum kvillum Urtasmiðjaní Fossbrekku á Svalbarðsströnd hefur í 20 ár þróað og framleitt húðvörur með íslenskum jurtum og úr náttúrulegu hráefni og heitir framleiðslulínan SÓLA. Á síðasta ári fekk fyrirtækið lífræna vottun á hráefnið, framleiðsluferlið og framleiðslulínuna og hafa einnig jurtirnar og viðkomandi landsvæði

Royal lyftiduft ómissandi í eldhúsum landsmanna

þar sem þær eru tíndar í norðlenskri náttúru fengið vottun sem lífræn svæði. „Urtasmiðjan hefur í gegnum árin þróað og framleitt um 25 vörutegundir og má nefna Rósakrem, Fjallagrasakrem og Morgunfrúarkrem fyrir andlit og svo uppáhald allra kvenna, Silkiandlitsolíuna sem

Gígja Kj. Kvam, eigandi og viskubrunnur Urtasmiðjunnar.

er vítamínauðug djúpnæringarolía fyrir andlit og háls. Einnig má nefna Græðismyrslið sem á er komin yfir 20 ára reynsla, en það hefur sýnt undraverða virkni á m.a. brunasár, exem psoriasis, sár, ör, og gyllinæð. Þá má nefna Fótaáburðinn sem er róandi á þreytuverk og pirring í fótum og Vöðvaolíuna, sem er kröftug á vöðvabólgur og liðaverki,“ segir eigandi Urtasmiðjunnar, Gígja Kj. Kvam. Helstu íslensku jurtirnar í fram-

leiðslunni eru blóðberg, blágresi, einir, fjallagrös, fjólur, gulmaðra, hvönn, maríustakkur, rauðsmári og vallhumall. Vörur Urtasmiðjunnar innihalda engin kemísk efni, engar dýraafurðir og engin ilm- eða litarefni úr öðru en jurtum. Vörurnar fást í öllum helstu náttúruvöruverslunum, í nokkrum ferðamanna- og gjafavöruverslunum og hjá framleiðanda. www.urtasmidjan.is

Íslensk framleiðsla Blágresið er ein þeirra jurta sem Urtasmiðjan vinnur með.


SÓKNARFÆRI | 25

Pappír hf. í Hafnarfirði:

Posarúllur og sérmerktir pokar Hafnfirska framleiðslufyrirtækið Pappír hefur vaxið ört á undanförnum árum, en það hefur farið úr 70 fm upp í rúma 700 frá stofnun, og veltan hefur tvöfaldast frá árinu 2009. Blaðamaður Sóknarfæris ræddi við Ólaf Sverrisson og Jóhannes B. Sigurðsson sem reka fjölskyldufyrirtækið Pappír og forvitnaðist um starfsemina. „Kassa- og posarúllur er stærsti hluti framleiðslunnar, en í um 90% tilfella, þegar fólk fær miða í verslun, þá kemur sá pappír frá okkur,“ segir Ólafur Sverrisson, framkvæmdastjóri Pappírs hf. „Við erum eina fyrirtækið hérlendis sem framleiðir þessa vöru og erum með fullkomnustu vél í heiminum til þess að framleiða posarúllurnar. Hún tekur 150 fm af gólfplássi, er alveg sjálfvirk og getur annað fjórfaldri landsþörf!“ Ólafur tekur þó fram að fyrirtækið sé í beinni samkeppni við innflutta vöru, bæði hvað verð og gæði varðar. „En við finnum að fólk vill kaupa íslenskt og leggjum okkur fram að vera vel samkeppnishæfir við erlendu vöruna.“ Gæði í fyrirrúmi Jóhannes bendir einnig á nauðsyn þess að almennilegur pappír sé í rúllunum og að dæmi séu um að kvittanir verði nær ólæsilegar á einum degi eins og hann lenti í nýverið. „Ég fékk vægt áfall því ég vissi að fyrirtækið verslar posarúllur hjá okkur og fór því beint uppeftir og bað um að sjá pakkann sem rúllan kom úr. En þá var málið að þau höfðu verið að

Kassa- og posarúllur eru stærsti hluti framleiðslu Pappírs hf.

fá nýjan posa og með honum fylgdi lítil rúlla. En þú þarft auðvitað að geta lesið það sem á stendur á kvittuninni!“ „Við höfum grætt mikið á að kaupa almennilegan pappír,“ bætir Ólafur við. „Við vitum um dæmi þar sem fólk hefur sparað hundruði þúsunda með því að kaupa kínverskan pappír – en þurft að greiða milljónir

í viðhald í framhaldinu. Allur pappír sem við notum kemur frá Evrópu og er unninn umhverfisvænt í nytjaskógum, en fyrir hvert tré sem þeir höggva þá gróðursetja þeir þrjú.“ Sérmerktir pokar Þó að kassa- og posarúllur séu stærsti hluti starfsemi fyrirtækisins framleiðir Pappír einnig umbúðapappír,

burðarpoka og alls kyns plastpoka, ruslapoka og strekkifilmu. Þá býður fyrirtækið einnig upp á sérmerkingar á burðarpokum. „Við erum nánast þeir einu sem geta prentað á poka sem búið er að búa til og á viðráðanlegu verði. Það er náttúrulega hægt að silkiprenta pokana en með okkar aðferð er hægt að gera þetta á viðráðanlegu verði,“ segir Jóhannes.

Ljósm. Lalli Sig.

„Það má segja að minni aðilar hafi verið duglegastir að vera með sín lógó á pokunum, enda er það fyrirtaks auglýsing. En svo höfum við líka verið að framleiða sjálfir gjafapoka með myndum af íslensku jólasveinunum eftir Brian Pilkington sem fást nú víða í verslunum.“ www.pappir.is

dk Viðskiptahugbúnaður dk hugbúnaður er sérhæft bókhalds- og upplýsingakerfi fyrir flestar gerðir fyrirtækja og stofnana. Kostir kerfisins eru þeir helstir að hægt er að velja saman þær kerfiseiningar sem henta í byrjun og bæta seinna við eftir þörfum. Öflugar og hraðvirkar greiningarvinnslur eru stolt okkar en þær auðvelda stjórnendum yfirsýn yfir rekstur fyrirtækja.

dk Pos dk Pos er heildstætt og öflugt afgreiðslukerfi fyrir verslanir, veitingahús og aðra afgreiðslustaði. Auðvelt er að setja upp sölufærslur auk þess sem öll umsýsla er einföld og úrvinnslan sjálfvirk. Notendaviðmót og vinnsluhraði dk Pos er með því besta sem gerist.

dk Viðskiptahugbúnaður Fjárhagskerfi Viðskiptamannakerfi Lánardrottnakerfi Sölukerfi Birgðakerfi Innkaupakerfi Verkbókhaldskerfi Launakerfi Hótelbókunarkerfi Félagakerfi og fleira...

dk notendur eru : Apótek Arkitekta- og verkfræðistofur Auglýsingastofur Endurskoðunar- og bókhaldsstofur Félagasamtök Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki Framleiðslufyrirtæki Heildsölur Hótel Smásölur Sveitarfélög Veitingastaðir


26 | SÓKNARFÆRI

Heildarþjónusta í rekstri íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Eignaumsjón hf. er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem veitir húsfélögum heildarþjónustu í rekstri íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Fyrirtækið er stofnað árið 2000 og í dag eru á annað hundrað eignir í umsjón þess. Að sögn Daníels Árnasonar framkvæmdastjóra eru meginviðfangsefni Eignaumsjónar annars vegar rekstur húsfélaga og rekstrarfélaga um húseignir, en hins vegar umsjón með leiguhúsnæði sem felur í sér að annast samskipti leigusala og leigutaka. „Það er sama hvort um er að ræða húsfélög þar sem menn eru ýmist eigendur eða leigutakar, það hefur sýnt sig að það einfaldar málin að fá utanaðkomandi fagaðila til að sjá um sameignarhlutann. Við tökum þá að okkur að innheimta húsgjöld, sjá um bókhald og greiðslu tilfallandi reikninga auk þess að sjá um aðdrætti og að útvega nauðsynlega þjónustu sem annars lendir á stjórnum viðkomandi húsfélags. Við erum með öðrum orðum að taka að okkur alls konar verkefni sem stjórnendur húsfélaganna hafa áður verið að annast á kvöldin við eldhúsborðið heima.“ Öll þjónusta á einum stað Daníel segir það yfirleitt til bóta að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um innheimtu húsgjalda og utanumhald um framkvæmdir. Þá þurfi nágrannar ekki að takast á um málin heldur séu þau í faglegum farvegi. „Við erum hérna að veita á einum stað margvíslega þjónustu og stuðning sem þessir aðilar hafa áður þurft að sækja víða. Bankar og sparisjóðir hafa sent greiðsluseðla vegna húsgjalda en eftirfylgni þar er oftar en ekki alls ófullnægjandi. Endurskoðendur og bókhaldsstofur færa oft bókhaldið og síðan hefur alls konar fagleg ráðgjöf verið sótt til aðila úti í bæ. Þessa þjónustu geta menn núna sótt á einn stað hjá okkur.“ Hann bendir jafnframt á að samningar sem þeir hafi við birgja og ýmsa þjónustuaðila feli oft í sér betri kjör en mönnum hafi áður staðið til boða, sem lækki útgjöld um leið og þjónustan verður heildsteyptari. Vöxtur í leiguumsjón Þjónusta Eignaumsjónar ehf við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna er vel þekkt og hefur skapað sér fastan

sess á liðnum árum. Hins vegar er styttra síðan fyrirtækið tók að bjóða upp á umsjón með leiguhúsnæði. Daníel segir að viðtökur við þessari nýju þjónustu hafi verið mjög góðar og í dag sé þetta einn helsti vaxtabroddurinn í starfseminni. „Það er rétt að taka fram að við tökum ekki að okkur leigumiðlun, heldur kemur til okkar kasta þegar leigjandi er fundinn. Þá tökum við að okkar að annast samskipti leigusalans við leigutakann. Við störfum þá eins og nokkurs konar skrifstofa leigusalans því auk þess að sjá um innheimtu leigutekna tökum við að okkur að

Eignaumsjón ehf. hefur umsjón með á annað hundrað húseignum í landinu.

svara margvíslegum spuningum og óskum sem leigutakinn kann að hafa gagnvart leigusalanum. Skilvirk eftirfylgni með innheimtu er til dæmis mjög mikilvæg þegar um er að ræða

leigu á húsnæði. Þetta sparar mönnum talsvert umstang auk þess sem við höfum komið okkur upp stöðluðum vinnubrögðum og verkferlum sem hafa gefið góða raun,“ segir

Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar. www.eignaumsjon.is

Ylrækt með nýjum hætti:

Umtalsverður sparnaðar með díóðuljósum Niðurstöður tilraunaræktunar í gróðurhúsum með svokölluðum ljósdíóðu-lömpum benda til að spara megi um og yfir 50% í raforkunotkun miðað við hefðbundna lýsingu. Verkefnið var unnið í samstarfi Orkuseturs iðnaðarráðuneytisins og Vistvænnar orku ehf. og segir Sigurður Friðleifsson, forstöðumaður Orkuseturs, að hér sé um mikið hagsmunamál að ræða fyrir bæði garðyrkjubændur, ríkisvaldið og neytendur, enda hagur þeirra að hægt sé að framleiða grænmeti innanlands með minni tilkostnaði. Garðyrkjubændur nota um 60 GWh á ári til gróðurhúsalýsingar í atvinnuskyni sem er svipuð notkun og 12 þúsund heimili nota árlega. Þessi 30 GWh sem sparast, mætti einnig nýta til að knýja 20 þúsund rafbíla, svo fleiri samanburðardæmi séu tekin. Sökum þess hversu stór þessi kostnaðarþáttur er í framleiðslu garðyrkjubænda fá þeir stuðning ríkisins í formi niðurgreiðslna til að bæta samkeppnisstöðu sína á markaði. Svokallaðir ljósdíóðulampar hafa verið þróaðir hér á landi af fyrirtækinu Vistvænni Orku ehf. til notkunar í gróðurhúsaræktun en eins og

Niðurstöður tilraunaverkefnis Orkuseturs og Vistvænnar Orku ehf. benda til þess að hægt sé að ná fram verulegum raforkusparnaði í blóma- og matjurtarækt með LED-raflýsingu.

nafnið bendir til er byggt á LED ljósdíóðutækni. Niðurstöður tilraunaverkefnis Orkuseturs og Vist-

vænnar Orku ehf. í tilraunaræktun á papriku og rósum undir LED raflýsingu í tilraunagróðurhúsi LBHÍ að

Reykjum benda til þess að hægt sé að ná fram verulegum raforkusparnaði í blóma- og matjurtarækt, án þess að það komi niður á gæðum eða uppskerumagni. Raforkusparnaður reynist vera um og yfir 50% í paprikurækt og um 50% í rósarækt. Ljósdíóðulamparnir og straumgjafar stóðust einnig allar kröfur um endingu, ljósmagn, áreiðanleika og nýtni. „Þessar niðurstöður eru mjög áhugaverðar. Hér er um að ræða verulegan beinan sparnað í raforkunotkun garðyrkjubænda en sá þáttur er ekki síður áhugaverður að vegna þess að díóðulýsingin gefur frá sér minni hita en sú hefðbundna þá eykst á móti upphitun með heitu vatni, sem er fjórfalt ódýrari kostur en rafmagnið. Út frá þessu má segja að við höfum séríslenskan ávinning af díóðulýsingunni vegna heita vatnsins okkar,“ segir Sigurður. Næsta skref segir hann vera að einhverjir garðyrkjubændur ríði á vaðið og haldi áfram að prófa og fínpússa þessa nýju tækni til að sannreyna ávinninginn sem tilraunaverkefnið bendir til að hægt sé að ná. www.orkusetur.is

Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands! Jólagjöf garðyrkjumannsins í ár er félagsaðild, en félagið getur útbúið girnilega jólapakka eftir þörfum hvers og eins. Fyrir ungt og upprennandi garðyrkjufólk á félagið til sölu töluvert úrval af nýjum og gömlum bókum um gróður og garða. Þá er gjafaáskrift til frambúðar einnig tilvalin jólagjöf. Hægt er að fá allar jólagjafir innpakkaðar.

Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is


SÓKNARFÆRI | 27

PharmArctica á Grenivík:

Vítamínframleiðsla og nýjar vörulínur bætast við Stöðugt bætast nýjungar við í framleiðslu lyfja- og snyrtivörufyrirtækisins PharmArctica á Grenivík en nýverið kom ný vörulína í verslanir Samkaupa undir merkinu A+ heilsuvörur. Um er að ræða 12 vörutegundir, fyrst og fremst kremvörur en einnig handspritt. Þessu til viðbótar hefur PharmArctica nú aukið við starfsemi sína með framleiðslu á vítamínum í töfluformi en með aukinni starfsemi hefur starfsfólki fyrirtækisins verið fjölgað. „Mér vitanlega erum við eina fyrirtækið hér á landi sem framleiðir vítamín alla leið, önnur eru eingöngu í pökkun á innfluttum töflum,“ segir Þórunn Indiana Lúthersdóttir, framleiðslustjóri PharmArctica. Þessi breyting markar nokkur tímamót í uppbyggingu þessa unga fyrirtækis á Grenivík en það hefur hingað til aðeins verið í framleiðslu á

svokölluðum blautvörum, þ.e. mixtúrum og kremum. „Í vítamínframleiðslunni erum við undirverktakar fyrir önnur fyrirtæki hér á landi en vörulínurnar sem um ræðir eru Biomega, Táp og Ein á dag. Þessi framleiðsla hefur verið í undirbúningi í talsverðan tíma en framleiðslan er nú komin á fullan skrið. Vegna þessa verkefnis þurftum við að kaupa talsvert af búnaði en hins vegar fellur þessi vinnsla vel að okkar starfsemi að öðru leyti,“ segir Þórunn og bætir við að vítamínmarkaður hér á landi einn og sér sé umtalsverður og þar af leiðandi talsverð tækifæri í framleiðslu inn á hann í framtíðinni. „Hér höfum við mjög góða framleiðsluaðstöðu og í raun erum við að framleiða töflurnar undir enn meiri kröfum en almennt eru gerðar til þeirrar framleiðslu. Okkar aðalfram-

leiðsla er vörulínan Apótek sem eru krem og lyf en síðan tökum við að okkur fjölbreytileg verkefni á þessu sviði fyrir aðra og sjáum tækifæri í því framundan. Aðstaða okkar býður líka ýmsa möguleika til samstarfs við þá sem vilja spreyta sig í nýsköpum í vörum af þessu tagi en skortir góða viðurkennda framleiðsluaðstöðu. Hana höfum við,“ segir Þórunn. www.pharmarctica.is

Hús PharmArctica á Grenivík.

Tvær af nýjustu framleiðsluvörunum frá PharmArctica í vörulínunni A+ heilsuvörur sem framleidd er fyrir verslanir Samkaupa.

Spörum orku í kreppunni! Í þeim efnahagsþrengingum sem nú ganga yfir þurfa heimilin að leita allra leiða til að spara við sig í útgjöldum. Eitt af því sem nauðsynlegt er að horfa til eru orkukaup en meðalheimili á Íslandi ver árlega í kringum 3-600 þúsund krónum í útgjaldaliðnn orkukaup. Hægt er að draga verulega úr kostnaði með því að spara orku í formi hita, rafmagns og olíu. Þetta kemur fram á vefnum orkusetur.is en þar segir m.a.: „Þó að við búum svo vel hér á landi að eiga nægar orkulindir í fallvötnum og jarðhita er ekki þar með sagt að ekkert þurfi að spara þær. Með því að nýta betur innlenda orku fáum við meira út úr þeim fjárfestingum sem liggja í orkumannvirkjum landsins en slíkar fjárfestingar auka skuldir þjóðarinnar og meira af útflutningstekjunum þarf til að borga þær. Því betur sem við nýtum þessar auðlindir því meiri verður arðurinn af þeim. Frá og með 1. janúar 2006 var notendum frjálst að kaupa rafmagn af þeim sem þeir kjósa, hvort sem er til atvinnurekstrar, heimilisnotkunar eða annarra hluta. Þetta þýðir að rafmagnsmarkaður er opinn og ætti verð því einkum að ráðast af framboði og eftirspurn. Samkvæmt hefðbundinni hagfræði ætti minni eftirspurn að leiða til aukins framboðs og lægra verðs. Orkusparnaður getur því leitt til lægra orkuverðs sem gefur enn meiri sparnað á endanum.

Innflutningur á orku eins og olíu eykur útstreymi gjaldeyris og hefur neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð landsins. Á undanförnum árum hefur olíuverð hækkað ört og flest bendir til þess að það eigi enn eftir að hækka á komandi árum. Það sparast því mikið fé ef unnt er að nýta orkuna betur og draga þannig úr olíuinnkaupunum. Það er þess vegna allra hagur að spara orku hvort heldur sem hún er innlend eða innflutt.“ Á vef Orkuseturs er að finna tíu ráð sem kosta ekkert en geta dregið verulega úr orkurkostnaði heimila:  Lækka innihita niður í 20°C  Slökkva alveg á raftækjum, ekki skilja þau eftir í biðstöðu  Hafa glugga lokaða nema við gagngera loftun  Ganga eða hjóla styttri vegalengdir  Fylla ávallt þvottavél og uppþvottavél  Hafa lok á pottum og pönnum og þekja alla helluna  Setja gluggatjöld fyrir glugga að næturlagi  Vistakstur með mjúkum akstri og réttum loftþrýsting í dekkj­ um  Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum  Fara í sturtu frekar en bað. www.orkusetur.is

veljum íslenskt eitthvað fyrir alla

www.varma.is


28 | SÓKNARFÆRI

Nýsköpun í náttúruvöruiðnaði:

Samstarf milli atvinnugeira til útflutnings Ný söluleið SagaMedica gerir utanaðkomandi aðilum kleift að fá greidd sölulaun fyrir verslun í gegnum erlendan vef fyrirtækisins. Fyrirtækið fjölgar nú vöruflokkum í vefverslun sinni og er nú þegar í samstarfi við nokkra aðra náttúruvöruframleiðendur á Íslandi. Þessi nýjung opnar ennfremur á möguleika til samstarfs við íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé nefnt, þar sem samstarfsaðilar fá söluþóknun ef þeir koma á viðskiptum við SagaMedica. SagaMedica-Heilsujurtir ehf. er brautryðjandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði, þekkt fyrir rannsóknir á lækningajurtum og framleiðslu á hágæðavörum úr hvönn. Nýlega hóf fyrirtækið útflutning til Kanada á vörunni SagaPro, en að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er

Kristinn Leifsson, vefmarkaðsstjóri SagaMedica.

Húsfélag

í góðum höndum Eignaumsjón tók til starfa árið 2001 og er fyrsta fyrirtækið sinnar tegundar á Íslandi sem veitir húsfélögum heildarþjónustu í rekstri atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.

ALLT ANNAÐ LÍF

fyrir húsfélög og stjórnir þeirra

mjög erfitt er að komast inn á þann markað vegna strangra krafna kana­ dískra yfirvalda um vísindalegan bakgrunn náttúruvara. SagaPro er mjög vinsæl vara hér á landi og er mikið keypt af þeim sem þurfa að fara oft á salernið að nóttu, til dæmis vegna stækkaðs blöðruhálskirtils eða ofvirkrar blöðru. SagaPro er einnig fyrsta íslenska náttúruvaran til að gangast undir klíníska rannsókn, en slíkar rannsóknir eru mjög umfangsmiklar og auka möguleika á frekari markaðssetningu erlendis. Nýjasta útspil SagaMedica er sölukerfi sem ætlað er að beina fólki inn í vefverslun félagsins í samstarfi við aðra þátttakendur. Kristinn Leifsson er vefmarkaðsstjóri SagaMedica og hefur yfirumsjón með þróun kerfisins: „Við höfum lagt hart að okkur síðasta árið og nú er kerfið komið í notkun. Verkefnið hlaut Brúarstyrk frá Tækniþróunarsjóði og við erum afskaplega stolt af því. Styrkurinn hefur skipt miklu máli hvað þetta varðar og eru vonir bundnar við að kerfið geti gagnast fleirum en okkur. Við seljum einnig vörur frá öðrum íslenskum framleiðendum og það er okkar sýn að sölunetið geti orðið eins konar gátt fyrir íslenskar náttúruvörur á netinu,“ segir hann. Að sögn Kristins er kerfið upphaflega hugsað til þess að fá fagfólk í heilbrigðisþjónustu erlendis til að vísa á fyrirtækið, með áherslu á grasalækna og aðra meðferðaraðila. Hann segir þó að fljótlega hafi orðið

SagaMedica framleiðir náttúruvörur úr íslenskri hvönn.

ljóst að slíkt sölunet gæti einnig orðið ákjósanlegt tæki til samstarfs við innlenda aðila. „Okkur er ljóst að íslensk ferðaþjónusta er kjörin til samstarfs og því viljum við leita til fyrirtækja á því sviði. Traust í viðskiptum á netinu er oft af skornum skammti og hugsanlegt að fólk veigri sér jafnvel við því að panta vörur alla leið frá Íslandi. Við teljum hins vegar að fólk sem hafi tengsl við Ísland og þekki landið sé mun líklegra til að vilja kaupa vörur héðan en einhver sem hefur takmarkaða þekkingu á landinu og ekki síst þjóðinni.“ Aðspurður segir Kristinn að nokkuð einfalt sé að taka þátt í samstarfinu. Sé viðkomandi aðili til dæmis með fjölsótta heimasíðu á erlendu máli megi auðveldlega tengja hana við kerfið. „Í því felst lítil vinna, en það er mikilvægt svo fyrirtæki sjái ástæðu til að taka þátt. Ef fólk hefur áhuga getur það einnig prentað út kynningarmiða með sínu númeri og afhent fólki. Þetta er alveg kjörið fyrir verslanir sem fá marga erlenda kúnna. Þegar viðskiptavinur skráir sig inn í vefversl-

unina með þessu númeri fær hann afslátt, en samstarfsaðilinn þóknun. Þóknanirnar haldast svo áfram á meðan viðkomandi er þátttakandi í kerfinu, svo það getur verið eftir þó nokkru að slægjast til lengri tíma litið.“ Vörur SagaMedica eru þess eðlis að fólk pantar þær aftur og aftur, en Kristinn bendir á að fólk sem hafi gagn af SagaPro byrji gjarnan upp úr fimmtugu að kaupa vöruna, en svo geti það neytt hennar í áratugi þar á eftir. „Það eru einmitt þessi endurteknu kaup sem skipta svo miklu máli fyrir alla sem að þessu koma,“ segir Kristinn. Að lokum hvetur Kristinn áhugasama til að hafa samband. „Við viljum endilega heyra í öllum sem fá straum af ferðamönnum til sín og halda úti vefsíðum á erlendum tungumálum. Það er um að gera að vinna saman og fólk getur með þessu móti aukið tekjur sínar af hverjum ferðamanni til framtíðar, hvort sem um er að ræða hótel, leiðsögufólk eða verslanir með áherslu á ferðamenn.“ www.sagamedica.is

Aukin spurn eftir ódýrum og hollum vörum -segir Björgvin Bjarnason framkvæmdastjóri Mjólku

Þrjú meginsvið Eignaumsjónar Fjármálin og pappírarnir

Við gerum áætlanir, innheimtum, greiðum alla reikninga og færum bókhaldið.

Greinargóður ársreikningur

Þjónusta og aðstoð í einu og öllu. Við útvegum þá þjónustu sem húsfélagið þarfnast, þrif, iðnaðarmenn, tækniráðgjöf - ráðgjöf og stuðningur varðandi hin ýmsu mál.

Fundir og framkvæmdir

Við aðstoðum við undirbúning og framkvæmd funda og sjáum um að þær ákvarðanir sem þarf að taka vegna viðhalds standist lög og reglur. Fáið hagstæðara verð á vöru og þjónustu fyrir húsfélög og íbúa þeirra

Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni www.eignaumsjon.is

Suðurlandsbraut 30 – 108 Reykjavík Sími 585 4800 – Fax 585 4801 afgreidsla@eignaumsjon.is - www.eignaumsjon.is

„Það er ljóst að neyslumynstur og kauphegðun almennings í landinu kallar í vaxandi mæli á ódýrar og hollar vörur sem innihalda hvorki mikla fitu né hvítan sykur. Ég hygg að þeir sem eru að selja dýrari vörur og sem leggja minni áherslu á hollustu finni fyrir þessu. Við hjá Mjólku verðum ekki vör við slíkan samdrátt enda hafa okkar vörur verið tiltölulega ódýrar í gegnum tíðina og við höfum lagt áhersla á fituskertar vörur með litlu magni af hvítum sykri. Þá höfum við takmarkað notkun aukefna eftir fremsta megni, t.d. inniheldur sýrði rjóminn okkar ekki gelatín.“ segir Björgvin Bjarnason framkvæmdastjóri Mjólku. Umsvif Mjólku hafa aukist jafnt og þétt síðan mjólkurstöð félagsins hóf starfsemi í byrjun árs 2005. Í dag starfa 35 manns hjá fyrirtækinu sem er með höfuðstöðvar við Eyrartröð í Hafnarfirði. Mjólka leggur áherslu á framleiðslu á fetaostum og sýrðum mjólkurafurðum. Mjólka og Vogabær hafa verið meira og minna samrekin frá árinu 2008 og er Vogabær leiðandi framleiðandi á sósum og ídýfum hér á landi. Um síðustu áramót urðu breytingar á eignarhaldi félaganna og er Kaupfélag Skagfirðinga nú eigandi þeirra. Björgvin segir vöruframboð

Nýjar sósur undir merkjum Saffran veitingahússins hafa fengið góðar viðtökur neytenda enda eru þær ódýrar og einungis með 1% fituinnihald.

Mjólku í stöðugri þróun en stefnan sé að fara enn meira yfir í hollustuna. „Við reynum að sneiða hjá því sem fólk hefur verið að gagnrýna mjólkurvörur fyrir en það er að vera með of mikinn sykur og fitu.“ Nýlega var sett á markað ný lína af sósum undir merkjum Saffran veitingahússins sem hann segir að hafi mælst mjög vel fyrir enda séu þar á ferðinni ódýrar vörur með einungis 1% fituinnihald. Áður hafði Mjólka markaðssett Latabæjarjógúrt sem er

án viðbætts hvíts sykurs og með um 1,5% fituinnihald. Björgvin segir fleiri nýjungar í farvatninu sem verði kynntar síðar. Aðspurður um hvort stefnt sé á frekari landvinninga segir Björgvin engar stórbrotnar áætlanir í kortunum í bili að minnsta kosti. „Sígandi lukka er farsælust. Aðalatriðið er að fyrirtækið dafni rekstrarlega og haldi áfram að eflast á markaðnum“ segir Björgvin að lokum. www.mjolka.is


SÓKNARFÆRI | 29

Katrín María Magnúsdóttir skrifar

Menntaþarfir á Austurlandi Þekkingarnet Austurlands hefur á undanförnum misserum staðið fyrir könnunum á ýmsum þáttum sem snúa að starfseminni. Í fyrsta lagi voru gerðar kannanir meðal almennings í öllum sveitarfélögum á Austurlandi sem ætlað er að greina þarfir almennings á menntun og fræðslu. Í öðru lagi var gerð könnun meðal fjarnema á háskólastigi á Austurlandi um viðhorf þeirra og þarfir við fjarnámið. Í þriðja lagi var gerð könnun meðal forstöðumanna fyrirtækja á þeirra viðhorfum til starf-

semi Þekkingarnetsins. Markmið þessara kannana er að Þekkingarnetið geti aukið þjónustu sína við hina ýmsu aðila og nýtt sér niðurstöðurnar til frekari þróunar og stefnumótunar. Í þarfakönnunum meðal almennings kemur fram að íbúar fámennari sveitarfélaga á Austurlandi hafa í minna mæli farið í frekara nám eftir grunnskóla. Hins vegar voru flestir með háskólamenntun á Seyðisfirði, en Fjarðabyggð var í lægri kantinum með 17% íbúa með háskólamennt-

un en á móti voru 75% íbúar Fjarðabyggðar með einhverja frekari menntun en grunnskólamenntun. Þegar spurt var um aðgengi að menntun komu stærri sveitarfélögin betur út, þ.e. íbúar sveitarfélaganna Hornafjarðar, Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar telja aðgengi að menntun mun betra en íbúar minni sveitarfélaga. Sérstakleg skar Sveitarfélagið Hornafjörður sig úr með mestu ánægjuna. Þörf fyrir aukna menntun kom mjög sterkt fram í öllum sveitarfélögum, en að meðal-

Í könnunum Þekkingarnets Austurlands kemur sterkt fram að íbúar telja sig hafa þörf fyrir aukna menntun og möguleika til að sækja sér hana.

tali 75% íbúa sveitarfélaganna á Austurlandi segjast hafa þörf fyrir frekari menntun eða fræðslu. Að meðaltali hefur helmingur þeirra sem svara könnunninni náð sér í menntun eða fræðslu síðastliðin tvö ár. Fjarnemar í háskólanámi eru almennt ánægðir með þjónustuna við fjarnámið, en gefa einnig ábendingar um hvernig megi auka þjónustuna við þá enn frekar. Fjarnemar telja í miklum meirihluta starfsemi Þekkingarnetsins mikilvæga til þess að geta stundað nám í fjarnámi. Einnig eru forsvarsmenn flestir sammála

Þekkingarnetið vill auka og þróa námsframboð fyrir íbúa Austurlands.

um að ÞNA sé mikilvægt í þeirra sveitarfélagi þó að nokkuð stór hluti þeirra myndi sér ekki skoðun á starfseminni sem slíkri. Kom fram að mikill mannauður og aðstaða er inni í fyrirtækjunum sem væri hægt að nýta til kennslu. Af ofangreindu má sjá að almenn ánægja er með starfsemi Þekkingarnets Austurlands og að mikilvægt er að halda áfram að þróa námsframboð fyrir íbúa Austurlands, sérstaklega á háskólastigi. Höfundur er skrifstofu- og verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands.

Jólagjafir

Fræðslurit FÍ Sextán handhæg rit um gönguleiðir og svæði, söguslóðir o.fl.

Árbækur FÍ – Ritröðin öll Einstakur bókaflokkur um náttúru Íslands í 83 bindum.

Árbók FÍ 2010

Vatnaleiðin, Gönguleiðir í Hvalfirði, Norður við fjölvindahaf, Laugavegurinn, Eyjar í Hraunhafi, Biskupaleiðin og margt, margt fleira…

Árgjald FÍ

Gjafakort FÍ

Árgjald FÍ er tilvalin jólagjöf sem gefur aðgang að skemmtilegum félagsskap, heilbrigðri útiveru og góðri hreyfingu. Félagsaðild í Ferðafélagi Íslands veitir aðgang að ferðum og skálum á góðum kjörum og afslætti í fjölda útivistarverslana.

Við bjóðum einnig gjafakort FÍ fyrir sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir og skíðaferðir.

Ferðafélag Íslands

Upplifðu náttúru Íslands!

www.fi.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út!

ferðamannsins


30 | SÓKNARFÆRI

Ferðafélag Íslands um hátíðarnar:

Konfektgöngur og blysfarir Á skrifstofu Ferðafélags Íslands er fólk önnum kafið við að ganga frá ferðaáætlun næsta árs og að ákveða hvaða framkvæmdir skuli ráðast. Þrátt fyrir mikla undirbúningsvinnu er nóg að gera fyrir hinn almenna félagsmann og áhugafólk um ferðalög á næstu vikum og dögum. „Við höfum ansi skemmtilega dagskrá nú um hátíðarnar,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri. „Við höfum staðið fyrir Aðventuferðum í Þórsmörk undanfarin ár og nú er stór hópur að fara í slíka ferð í lok nóvember. Þetta er ferð fyrir alla fjölskylduna, en stefnt er á að safna efniviði úr skóginum, greinum og könglum, og föndra úr þeim jóla-

skraut. Síðan verður farið í gönguferðir, leiki og kvöldvökur haldnar en það er mikið af börnum sem fara með.“ Undir lok árs verður farin ferð til Landmannalauga þar sem gist verður yfir áramótin og á þrettándanum er svo farið í sívinsæla Þórsmerkurferð. „Í Þórsmörkinni kveðjum við jólin með varðeldi, kvöldgöngum, grilli og alls kyns skemmtilegum hlutum. Það er mikil hátíðarstemming í starfinu okkar um þessar mundir!“ Vinsælar jólaferðir innan höfuðborgarsvæðisins Ýmsar ferðir verða farnar innan höfuðborgarsvæðisins í desember og

rnet a g n i k k Þe ds Austurlan

ka r

a em lan ó k s há a við i · Þjónust fær tæki ki r a n k · Rannsó rirtæ ið fy nir v a t s u · Þjón nn a iðska · Áhugasv ok n imat n r n æ f n · Rau ta tlis un t s n n e ó m í ·S áp þig u ð skrá s og i . a n t . Kíktu á www .is a@tna ✆ 471 2838 · tn

janúar, og eru flestar þeirra ókeypis og allir velkomnir að slást í för. „Við erum með konfektgöngu á Esjuna, en eins og nafnið gefur til kynna verður konfekt með í för en svo er dregið úr hópi þátttakenda og sigurvegarar fá konfektkassa að launum. Síðasta sunnudaginn fyrir jól er vetrarsólstöðuganga, aftur á Esjuna, þar sem göngufólk mætir með sýnishorn af jólabakkelsinu og gefur síðan með sér og leyfir öðrum að smakka og kaka ársins verður í verðlaun fyrir bestu smáköku ferðarinnar,“ segir Páll og bætir við að í þessum ferðum myndist jafnan sérstök og skemmtileg stemming. „Síðan er blysför milli jóla og nýárs í Öskjuhlíð þar sem gengið er í skóginum og að Perlunni þar sem fylgst verður með flugeldasýningu

og aðventuferð í miðbænum þar sem gengið verður umhverfis Tjörnina, komið við á góðum stöðum í leiðinni og endað á kaffihúsi þar sem fólk getur fengið sér eitthvað heitt og yljandi.“ Jólagjöf ferðafólksins Ferðafélag Íslands býður einnig upp á tilvaldar jólagjafir fyrir áhugafólk um göngur og ferðalög. „Við höfum alls kyns jólatilboð á árbókunum okkar, en þær eru ein nákvæmasta og vandaðasta Íslandslýsing sem völ er á og hafa komið óslitið út síðan 1928. Síðan eigum við þónokkuð af handhægari fræðsluritum um gönguleiðir eða sögulega viðburði.“ Páll segir gjafakort Ferðafélagsins einnig sérlega vinsæla gjöf „Gjafakortin eru inneign í sumarleyfisferð-

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ: Gjafakortin eru bæði hvetjandi og skemmtileg gjöf.

ir eða helgarferðir fyrir næsta sumar. Það er bæði hvetjandi og skemmtileg gjöf, en viðkomandi fær þá alla vega góða ferð, hreyfingu og stund í náttúrunni!“ www.fi.is

Rjómabúið Erpsstaðir með skyrfyllta konfektmola Bændurnir á Erpsstöðum í Dölum bæta sífellt í skemmtilega flóru sína af vörum og þjónustu en þar á bæ er rekin alhliða ferðaþjónusta, jafnframt hefðbundnum búskap. Undir merkjum Beint frá býli settu þau á stofn fyrirtækið Rjómabúið Erpsstaðir síðastliðinn vetur og eru framleiddar heimaunnar afurðir á borð við rjómaís, osta og skyr og nýjasta varan er skyrfylltir konfektmolar þar

fridaskart.is

„Slétt og brugðið“

Skyrfylltir konfektmolar eru nýjasta afurð Erpsstaðabúsins.

AR MBÖ N D

íslensk hönnun og handverk EYR NALO K K AR

HR I N G A R

S T R A N D G ATA 4 3 | H A F N A R F I R Ð I

sem fyrirmyndin að lögun molanna er sótt í kúaspena! „Þessa vöru höfum við verið með í undirbúningi með hléum í þrjú ár en hana unnum við í samstarfi við Listaháskólann í Reykjavík innan verkefnisins „Stefnumót við bændur“. Í gegnum samstarfið fengum við aðstoð við hönnun á konfektmolanum, sem er á skemmtilegan hátt tengdur við útlit á kúaspena. Enda í raun skyr með hvítum súkku­laðihjúp,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum en konfektmolarnir eru seldir bæði til veitingahúsa og annarra smásöluaðila, auk þess sem molarnir eru seldir heima á Erpsstöðum og eftir pöntun. Hægt er að fá þá í stykkjatali eða sex saman í gjafaöskju. Ábúendur á Erpsstöðum eru Þorgrímur Einar og Helga Elínborg Guðmundsdóttir og fimm börn þeirra. Á Erpsstöðum er stundaður kúabúskapur og eru mjólkurkýr á bænum um 60 talsins, auk geldneyta. Alls um 150 gripir. Rjómabúið reka þau ásamt Ingvari Kr. Bær-

ingssyni, mjólkurtæknifræðingi sem býr í Búðardal, en hann er framleiðslustjóri og sér um daglega framleiðslu á vörunum. Nýtt fjós var tekið í notkun á Erpsstöðum árið 2008 og hluti þess hannaður með heimaframleiðslu afurða í huga. Sumarið 2009 varð byrjað að taka á móti ferðafólki á Erpsstöðum, bjóða upp á bæði heimaframleiddar afurðir og heimsóknir í fjósið. Sá hluti þjónustunnar er liður í verkefninu Opinn landbúnaður, sem miðar að því að kynna almenningi hvernig líf og starf bænda gengur fyrir sig. Skemmst er frá því að segja að um 5000 gestir heimsóttu Erpsstaði sumarið 2009 og sá fjöldi þrefaldaðist síðastliðið sumar! „Við erum því hæstánægð með aðsóknina í sumar og viðtökurnar við því sem við framleiðum,“ segir Þorgrímur en meðal þess sem bættist við í heimaframleiðslunni ár voru ostar, skyr og rjómi, auk konfektmolans góða. www.erpsstadir.is


SÓKNARFÆRI | 31

Járnsmiðja Óðins í 25 ár:

Fjölbreytni og fallegir hlutir Járnsmiðja Óðins er þegar búin að slíta barnsskónum – enda fyrirtækið orðið 25 ára. Hjónin Auður Hallgrímsdóttir og Óðinn Gunnarsson reka fyrirtækið sem er til húsa að Smiðjuvegi 4b í Kópavogi. Þessi járnsmiðja hefur skapað sér nafn fyrir ýmiss konar sérsmíði úr málmi en meðal þess sem þar hefur verið smíðað eru handriðin í Smáralindinni sem allir þekkja sem þangað hafa komið. Járnsmiðja Óðins tekur að sér verkefni fyrir arkitekta og hönnuði og ótal önnur verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Hér fer mikil vinna á hverjum degi í útfærslur og lausnir á fjölbreyttum verkefnum. sérsmíði og nýsköpuni ásamt ýmiss konar þróunarvinnu fyrir fagmenn og einstaklinga. Á fyrstu árum okkar voru stigahandrið, stigar og svalir helstu verkefnin en með tímanum hefur bættst við smíði á ýmsum nytjahlutum og húsgögnum. Við vinnum fyrir alla sem leita til okkar, bæði fyrirtæki og stofnanir en einstaklingar leita líka mikið til okkar með hugmyndir sínar að lausnum á hinum ýmsu verkefnum,“ segir Auður og talar um fjölbreytileikann og tækifærin í hönnun og framleiðslu á hlutum úr áli,stáli, járni,kopar og messing. „Við höfum smíðað ljósakrónur í opinberar byggingar og kirkjur á Íslandi. Varan er þá bæði hönnuð og framleidd á Íslandi. Sem

Járnsmiðja Óðins hefur skapað sér nafn fyrir ýmiss konar sérsmíði úr málmi en meðal þess sem þar hefur verið smíðað eru handriðin í Smáralindinni sem allir þekkja sem þangað hafa komið. Ljósm. Lalli Sig.

dæmi má nefna fallegu ljóskrónurnar í Bústaðakirkju og Eskifjarðarkirkju, sem við smíðuðum. Einnig smíðum við oft „prodotypur“ fyrir arkitekta, hönnuði og listamenn sem eru að fara af stað með fjöldaframleiðslu á einhverjum hlut. Í raun eru verkefnin mörg, mismunandi og fjölbreytt.“

Að sögn Auður er í dag mikill skortur á menntuðum málmiðnaðarmönnum. „Það er eins og iðnmenntun hafi ekki verið í tísku undanfarin ár; alla vega ekki málmiðnaðurinn. Ef til vill hefur fólk ranghugmyndir um þessa iðngrein en margir sjá fyrir sér óþrifalega vinnustaði með starfsmönnum, svörtum af

skít upp fyrir haus. En járnsmíði fer einnig fram við hreinlegar aðstæður í hlýjum húsakynnum þar sem verið er að vinna að skemmtilegum, krefjandi og nýstárlegum verkefnum,“ segir hún og vill hvetja ungt fólk til þess að gefa gaum að iðnmenntun þegar framtíðin er skoðuð. „Það er sjaldnast atvinnuleysi hjá iðnaðar-

mönnum og síst í málmiðnaðinum,“ segir hún og lýsir eftir málmiðnaðarmönnum til vinnu til þess að takast á við þau fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni sem unnin eru í Járnsmiðju Óðins. www.jso.is

Kaupirðu góðan hlut þá mundu hvar þú fékkst hann!

Síðan 1896

Álafossvegi 23 - Mosfellsbæ Opið: Mán. - fös: 9:00 - 18:00 og lau: 9:00 - 16:00 Laugavegi 1 - Reykjavík Opið: Mán - fös. 11.00 - 18:00 og lau. 11:00 - 14:00

www.alafoss.is


32 | SÓKNARFÆRI

Gróskumikil frumkvöðlasetur

Nýsköpunarmiðstöð Íslands kemur að rekstri átta frumkvöðlasetra um land allt. Markmið setranna er að veita frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun. „Við erum farin að sjá heilmikinn árangur, en innan okkar setra eru á bilinu 90-100 fyrirtæki fóstruð og starfa um 300 manns við þessi fyrirtæki,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Umtalsverður vöxtur hefur verið hjá fjölmörgum af þessum fyrirtækjum og voru þrjú þeirra með yfir 300 milljónir í gjaldeyristekjur í fyrra. Tækifæri í kreppunni „Þegar kreppan skall á fundum við fyrir aukinni þörf fyrir starfsemi frumkvöðlasetra en auk þess sáum við ákveðin tækifæri skapast. Það var að losna um húsnæði og starfsfólk og við vildum gjarnan nýta þær aðstæður sem sköpuðust. Við hófum því viðræður við Landsbankann og síðan Íslandsbanka um að fá hjá þeim húsnæði, skrifborð, tól og tæki. Nú er rekið mjög öflugt setur, Kvosin, í húsnæði Íslandsbanka í Lækjargötu og hefur samstarfið við bankann verið afar farsælt,“ segir Sigríður. „Það er ekki nóg að hafa bara skrifborð og herbergi, heldur þarf líka að koma til fagleg aðstoð. Þó að frumkvöðullinn sjálfur og hugmyndin hans sé ákaflega mikilvæg þá er getan til að þróa, framkvæma og byggja upp rekstur í kringum viðskiptahugmyndina jafnvel enn mikilvægari. Við hjálpum frumkvöðlum og fyrirtækjum við að hjálpa sér sjálf, við gerum hlutina ekki fyrir fólk heldur veitum þeim ráðgjöf og upplýsingar, t.d. varðandi uppbyggingu á viðskiptaáætlun, einkaleyfi, tækniyfirfærslu og margt fleira!“ Mikill ávinningur Frumkvöðlasetrin liðka mjög fyrir nýsköpun sem skapar aftur fjölda atvinnutækifæra og ýtir undir nýstárlega nýtingu afurða. Sigríður segir að aukin sókn í erlenda rannsóknasjóði hafi einnig skilað sér í aukinni þekkingu og rannsóknum sem nýtist fjölmörgum, beint og óbeint. „Við

getum nefnt sem dæmi Vistvæna Orku sem er að þróa hagkvæma og umhverfisvæna gróðurhúsalampa sem byggja á ljósdíóðutækni (LED). Fyrstu niðurstöður benda til þess að þessi nýja tækni geti mögulega helmingað raforkukostnað garðyrkjubænda og það án þess að draga nokkuð úr framleiðslunni.“ Frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur 11 ára reynslu af rekstri frumkvöðlaseturs á Keldnaholti. Kveikjan, frumkvöðlasetur í Strandgötu í Hafnarfirði er rekin í samstarfi við

Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ og Álftanes og Kím-Medical Park er rekin í samvinnu við Summit eignarhaldsfélag. Eins rekur Nýsköpunarmiðstöð Íslands Frumuna á Hornafirði og Eyrina á Ísafirði. Miðstöðin hefur einnig komið að rekstri Frumkvöðlasetursins á Ásbrú og að uppbyggingu frumkvöðlasetra í Mosfellsbæ og á Hvanneyri. Þá starfrækir NMÍ, í samvinnu við aðra, Líftæknihús að Keldnaholti fyrir sprotafyrirtæki sem þurfa á rannsóknaaðstöðu að halda. www.nmi.is

Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ljósm. Lalli Sig.

Gott að fjárfesta í list Í Gallerí List má finna þverskurð af því sem er að gerast í nútímalist á Íslandi í dag, en þar eru seld verk eftir um 60 íslenska listamenn. „Við höfum sjaldan haft jafn gott úrval og í augnablikinu, hvort sem það eru olíuverk, vatnslitaverk, glermunir, grafíkverk eða keramik. Maður finnur að myndlistarmenn eru sérlega duglegir á þessum árstíma,“ segir Gunnar Helgason eigandi Gallerí List. „Hér höfum við allt frá ódýrari listaverkum upp í milljónaverk og ættum því að hafa verk sem henta bæði smekk og efnahag hvers og eins.“ Fjárfesting sem fegrar heimilið Gunnar segir meiri sölu vera á dýrari verkum að undanförnu. Bæði eru það ferðamenn sem kaupa fleiri og stærri verk en áður, en svo eru það einnig Íslendingar sem kaupa list því hún er örugg fjárfesting. „Það virðist vera sem fólk vilji frekar hafa fjárfestinguna sína upp á vegg heldur en í banka. Við fundum fyrir þessu bæði í fyrra og enn betur í ár. Gunnar telur að listaverkakaupendur eigi að velja verkin eftir því hvernig fólki líkar þau en ekki beint eftir fjárfestingargildinu, það endi nú yfirleitt sem besta fjárfestingin. En í grunninn er íslensk myndlist og listmunir fjárfesting, að sjálfsögðu spilar inní eftir hvaða listamann

Úr sýningarsal Gallerí Listar.

verkin eru en ef fólk hittir á réttann listamann þá vitum við að verðmæti verka getur margfaldast á stuttum tíma. Þegar vextir eru lágir og verðbólga eins og hún er getur verið betra að fjárfesta í myndlist og geta þess utan notið þess að hafa falleg verk uppi á vegg!“ Í desember mun listamaðurinn Úlfar Örn halda sýningu í Gallerí

Tækniþróunarsjóður Styrkir til nýsköpunar

Gallerí List. Gunnar Helgason segir íslenska listmuni góða fjárfestingu. l Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. l Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. l Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. l Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. l Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á www.rannis.is

Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is

www.rannis.is

List sem er innblásin af hestum, sem freista ættu bæði listunnenda og hestafólks. „Það er mikil gróska hjá listafólki um þessar mundir, og mér finnst þróunin á undanförnum árum vera sú að fólk gefur sér meiri tíma í listsköpun og fjölmargir listamenn sem höfðu ekki sinnt list sinni mikið undanfarin ár eru farnir að teygja sig í penslana aftur. Sá fjöldi listamanna sem vill komast inn í galleríið hefur aldrei verið meiri,“ segir Gunnar.

Jólavertíðin „Senn fer jólavertíðin að ganga í garð og þá kemur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem vilja gefa starfsmönnum og vandamönnum sínum persónulegar jólagjafir og þá er úrvalið gott og fjölbreytt hjá okkur. Og þó svo viðkomandi hitti ekki á rétta verkið þá bjóðum við uppá að fólk geti skipt,“ segir Gunnar að lokum. www.gellerilist.is


SÓKNARFÆRI | 33

Íslensk ætihvönn í þúsund ár Ætihvönn hefur frá landnámi verið talin ein mikilvægasta lækningajurtin. Rannsóknir benda til þess að forfeður okkar hafi þar haft á réttu að standa

GK gluggar reka eitt fullkomnasta trésmíðaverkstæði landsins. Framleitt er samkvæmt viðurkenndum íslenskum stöðlum og er framleiðslan vottuð hjá Nýsköpunarmiðstöðinni.

GK gluggar undirbúa flutning á Suðurland Fyrirtækið GK gluggar ehf. í Mosfellsbæ hefur víðtæka reynslu af nýsmíði og viðgerðum en það sérhæfir sig í framleiðslu á gluggum og útihurðum og rekur eitt fullkomnasta trésmíðaverkstæði landsins. Til að tryggja gæði fer framleiðslan fram samkvæmt viðurkenndum íslenskum stöðlum og er vottuð hjá Nýsköpunarmiðstöðinni. Þá er nú unnið að því að fá CE merkingu á vörumerkið GK-glugga. Gyða Árný Helgadóttir fjármálastjóri segir að eftir hrun hafi dregið talsvert úr umsvifum hjá þeim eins og öðrum í byggingariðnaði en undanfarið hafi verkefnin þó verið nokkuð stöðug og farið heldur vaxandi. Fyrirtækið var stofnað í september árið 2004 en á sér þó lengri forsögu. Í dag vinna 5 manns hjá GK gluggum en þau voru um 15 þegar flest var. Gyða segir að í stað nýbygginga tengist helstu verkefni þeirra í dag viðgerðum og endurbótum á eldra húsnæði. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið með aðsetur í Mosfellsbæ en nú hillir undir að breyting verði þar á. Til að draga úr kostnaði er stefnt að því að flytja starfsemina í ódýrara húsnæði og er nú

verið að leita að hentugum stað og verður það líklega á Suðurlandi. Gyða segir væntanlega flutninga leggjast ágætlega í sig. „Það er með þetta eins og svo margt annað í lífinu að þegar ein hurð lokast þá opnast aðrar í staðinn. Okkur hefur liðið ágætlega með þennan rekstur hér í Mosfellsbæ en það verður spennandi að breyta til og prófa sig áfram á nýjum stað,“ segir Gyða. Hún bætir því við að það sem skipti mestu máli í því ástandi sem nú er í byggingariðnaðinum sé að draga úr yfirbyggingu en að slaka í engu á gæðakröfum í framleiðslunni. Markmiðið sé að komast í gegnum þetta tímabil og að treysta undirstöðurnar til lengri tíma. „Þrátt fyrir að það hafi harðnað á dalnum þá stendur reksturinn undir sér og við getum borgað laun og aðra reikninga. Við erum bjartsýn á að ástandið í byggingariðnaðinum eigi eftir að lagast þótt menn geri ekki miklar arðsemiskröfur um þessar mundir,“ segir Gyða Árný Helgadóttir. www.gkgluggar.is

Ætihvönn sem vex á norðurslóðum hefur lengi verið talin virkari en sú sem vex sunnar í álfunni

Hvönn er náskyld ginseng plöntunni og hefur því stundum verið kölluð „Ginseng norðursins“

Rannsóknir benda til þess að efni í hvönn: · Geti aukið magn taugaboðefnis sem er mikilvægt fyrir heilbrigt minni · Geti unnið gegn streitu · Geti haft kvíðastillandi áhrif · Geti haft slakandi áhrif á sléttar vöðvafrumur m.a. í þvagfærum · Geti unnið gegn veirum

Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn

Gluggar frá GK gluggum prýða mörg hús.

www.sagamedica.is


34 | SÓKNARFÆRI

Skapti Valsson, forstjóri HRV: Það er ennþá viss vöntun á verkfræðingum hérlendis með þá þekkingu og reynslu sem við höfum mesta þörf fyrir.

Það má ekki slaka á í tæknimenntun og þekkingaruppbyggingu -segir Skapti Valsson, forstjóri HRV en fyrirtækið hefur sérhæft sig í uppbyggingu álvera og er orðið samkeppnishæft á heimsvísu á því sviði „Verkefnastaðan hjá okkur er mjög góð, það er nóg að gera og helst að okkur vanti bara meira af starfsfólki með réttu þekkinguna,“ segir Skapti Valsson, forstjóri HRV, þegar tíðindamaður Sóknarfæris hitti hann á dögunum í höfuðstöðvum félagsins að Bíldshöfða í Reykjavík. Svarið kemur spyrlinum í opna skjöldu svo forstjórinn útskýrir málið betur. „Við erum að hefjast handa við stórt verkefni fyrir Rio Tinto Alcan í Straumsvík sem er stærsta einstaka framkvæmdin sem er í gangi hérlendis í dag og felst í að uppfæra búnað álversins þannig að hægt verði að auka ársframleiðsluna um 20%, eða úr 189 þúsund tonnum í tæplega 230 þúsund tonn. Við vinnum einnig að álverinu í Helguvík, við byggingu nýrrar kersmiðju Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði og síðan er þjónusta við álverin vaxandi markaður fyrir okkur,“ segir Skapti. Samkeppni um menntað starfsfólk Skapti segir að fyrst og fremst sé um að ræða allskyns verkfræðivinnu, verkefnastjórn, öryggismál og skipulagningu á verkefnum sem boðin eru út eða undirbúning á allskyns fjárfestingarverkefnum, enda álverin stórhuga bæði í nýfjárfestingum og viðhaldi. „Við erum að færa inn í landið verkefni sem áður voru unnin af erlendum fyrirtækjum en staðreyndin er bara sú að það er ennþá viss vöntun á verkfræðingum hérlendis með

þá þekkingu og reynslu sem við höfum þörf fyrir, s.s. í iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði, rafmagnsverkfræði, öryggismálum og verkefnastjórnun,“ segir Skapti og bætir við að í sjálfu sér sé eðlileg skýring á þessu. Til skamms tíma hafi flestir íslenskir verkfræðingar menntað sig á þeim sviðum sem helst var unnið að hér á landi en með tilkomu m.a. álveranna þriggja, og fleiri jafnvel á leiðinni, væri að skapast aukinn atvinnugrundvöllur fyrir verkfræðinga með fjölbreyttari menntun. Menntakerfið væri líka að leitast við að svara þessari eftirspurn. Aðspurður um samkeppni erlendis frá segir Skapti að sáralítil starfsmannavelta sé hjá HRV. Það sé frekar áhyggjuefni að verkfræðingar, sem hafi verið í námi erlendis, séu ekki að skila sér heim. „Skýringin er eflaust bæði lakari laun og það óvissuástand sem hér ríkir,“ segir Skapti. Samkeppnisfærir á heimsvísu Verkefni HRV hafa til þessa fyrst og fremst tengst íslensku álverunum þremur í Straumsvík, á Grundartanga og í Reyðarfirði, sem og undirbúningi fyrirhugaðra álvera í Helguvík og við Húsavík. Fyrirtækið hefur líka þreifað aðeins fyrir sér erlendis, var t.d. með verkefni í Svíþjóð á árunum 2006-2007, en sökum mikillar vinnu innanlands hefur lítið tóm gefist fyrir markaðssetningu erlendis. „Þekking okkar á þessu sviði er

Starfsmenn HRV að verki í álveri Alcan: Í fyrsta sinn í heiminum sem straumleiðurum er breytt í kerskálum í fullum rekstri.

samkeppnishæf á heimsvísu,“ fullyrðir forstjóri HRV, aðspurður um frekari sóknarmöguleika fyrirtækisins. „Það er ekki eins og það séu þúsundir verkfræðinga að vinna við byggingu álvera í heiminum. Þekkingin sem þessi 150-200 manna kjarni okkar er búinn að byggja upp á þessu sviði er gild allstaðar í veröldinni eins og sést best á því að Rio

Tinto Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, skuli hafa gefið grænt ljós á að HRV stýrði Straumsvíkurverkefninu. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem straumleiðurum er breytt í kerskálum í fullum rekstri og því gríðarleg viðurkenning fyrir okkur á alþjóðavísu að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“

Þróun sérþekkingar krefst góðrar undirstöðu Lykillinn að þekkingaruppbyggingu HRV, er að mati Skapta, sú staðreynd að hér eru starfandi fleiri en eitt álver. Þar með sé markaðslegur grundvöllur fyrir þróun sérþekkingar á svipaðan hátt og Marel studdist í upphafi við sjávarútveginn í þróun á sinni tækniþjónustu.


SÓKNARFÆRI | 35

Könnun um afstöðu til orkufreks iðnaðar:

Um HRV HRV var sett á laggirnar 1996-1997 í þeim tilgangi að taka að sér verkefni vegna uppbyggingar sem var að byrja hjá Norðuráli á Grundartanga. Fyrirtækin sem stóðu að HRV, verkfræðistofurnar Hönnun, Rafhönnun og VST, voru öll að vinna að ákveðnum þáttum í ÍSAL í Straumsvík tveim árum fyrr og þegar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum við álver Norðuráls ákváðu þau að fara í formlegt samstarf, svokallað „Joint Venture“ undir nafninu HRV. Hugmyndafræðin á bakvið það var einföld; um stórt verkefni var að ræða og staða þeirra sterkari að koma fram sem einn hópur þar sem ljóst var að samkeppnin yrði við stór erlend verkfræðifyrirtæki. HRV var undirverktaki í 1. áfanga Norðuráls á Grundartanga en í öðrum áfanga álversins tók HRV að sér verkefnastjórn og árið 2003, þegar samstarf hófst við Bechtel og Alcoa vegna byggingar Fjarðaáls, var HRV sf. stofnað formlega, m.a. til að annast samningamál við þessa samstarfsaðila. Fjórum árum síðar, eða árið 2007, var HRV ehf. stofnað og eru starfsmenn á vegum þess í dag um 200 talsins. Starfsmannafjöldinn er þó breytilegur því fyrirtækið er fyrst og fremst verkefnastýrt og móðurfélögin tvö, Mannvit og Verkís ásamt öðrum, sjá HRV fyrir starfsfólki eftir þörfum.

„Svipuð þróun á sér nú stað í áliðnaðinum hér heima. Fyrirtæki eins og HRV og fleiri hafa verið að hasla sér völl með tæknilausnir og búnað fyrir áliðnaðinn innanlands sem nú er orðin útflutningsvara og skapar gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Fleiri álver, og þar með stærri heimamarkaður, ættu að auka möguleika þessara fyrirtækja og annarra sem vilja hasla sér völl í þjónustu við áliðnaðinn enn frekar,“ segir Skapti. Jafnframt þurfi að huga að frekari úrvinnslu hér heima. Hann nefnir framleiðslu á dýrari álblöndum eins og nú er stefnt að í Straumsvík og víraframleiðslu Alcoa eystra. Þá sé HRV að vinna með Atvinnuþróunarfélagi Austurlands að könnun á mögulegri kapalverksmiðju eystra en það sé hins vegar borin von að Íslendingar geti keppt við ódýrt vinnuafl víða erlendis varðandi mannaflsfreka úrvinnslu úr áli. Ein grein útilokar ekki aðra Aðspurður hvort ekki sé verið að setja öll eggin í sömu körfuna ef álverum hér fjölgar segir Skapti þær áhyggjur manna skiljanlegar. Þetta sé matsatriði en reynslan sýni hins vegar að ef einhver sérþekking og afleidd starfsemi eigi að þróast innanlands af iðnaðarstarfsemi þá þurfi að vera ákveðinn grunnur til að byggja á. Eitt fyrirtæki á einu sviði skapi lítinn sem engan grundvöll fyrir innlenda tækniþróun á því sviði, einingarnar í hverri grein verði að vera fleiri. Það má því snúa spurningunni við og spyrja hvort það geti ekki verið of fá egg í hverri körfu. „Við megum ekki heldur stilla dæminu þannig upp að eitt útloki annað. Álver og orkuframleiðsla fyrir þau hafa t.d. skipt sköpum fyrir þróunog uppbyggingu verkfræðistofa hérlendis og ég held að vel rúmlega helmingur íslenskra starfsmanna á verkfræðistofum í dag vinni að verkefnum tengdum iðnaði og orku bæði hérlendis og erlendis. Álframleiðsla skapar líka tækifæri fyrir hugbúnaðargeirann og hún á ekki að þurfa að útloka uppbyggingu netþjónabúa, kísilvera eða annarrar orkukrefjandi starfsemi því auðvitað er til orka hér á landi fyrir þessa starfsemi, spurning er bara hvort við viljum nota hana,“ segir forstjóri HRV. Það sé hins vegar rétt að orkan sem menn vilji nýta sé ekki tilbúin til afhendingar í dag og þess vegna þurfi að fara strax í frekari rannsóknir og undirbúning og hvergi megi slaka á í menntun og þekkingu. Niðurskurður í tækninámi er ekki til umræðu ef menn ætla að treysta á að í framtíðinni verði hátækni ein af megin undirstöðum atvinnulífs á Íslandi. „Ef það gerist er hætt við því að það myndist eyða í þekkingunni hjá okkur og þá getur verið hægara sagt en gert að ná aftur því þekkingarstigi sem við höfum skapað okkur, t.d.

gerð í jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana og byggingu og rekstri álvera, og veitir okkur í dag visst forskot ,“ segir Skapti Valsson, forstjóri HRV að lokum. www.hrv.is

Meirihlutinn með stóriðju Íslenskir karlar eru hlynntari orkufrekum iðnaði en konur og stuðningurinn er meiri á landsbyggðinni en í Reykjavík. Þá er eldra fólk hlynntara orkufrekum iðnaði en yngra fólk og stuðningurinn er meiri eftir því sem fjölskyldutekjur fara hækkandi. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr nýlegri könnun Capacents fyrir Athygli um viðhorf Íslendinga til orkufreks iðnaðar. Könnunin sýnir að tæplega 56% Íslendinga eru hlynnt uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ríflega 31% eru andvígir og 13% eru hvorki hlynntir eða andvígir stóriðju. Þegar spurt var um afstöðu til byggingar álvers í Helguvík var tæplega helmingur aðspurðra (49,2%) hlynntur byggingu álversins, tæp 16% voru hvorki hlynnt né andvíg en 35% voru andvíg. Þeir sem voru andvígir byggingu álvers í Helguvík voru spurðir hver væri helsta ástæðan fyrir andstöðu og sögðu 35,4%

Tæplega 56% Íslendinga eru hlynntir uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi skv. nýrri könnun.

Tæplega helmingur landsmanna eru hlynntir byggingu álvers í Helguvík. Á Reykjanesi er hlutfallið hins vegar 65%.

að nóg væri komið af álverum og orkufrekum iðnaði, tæplega 25% nefndu umhverfissjónar­mið, tæplega 24% nefndu skort á fjölbreytni og vildu ekki hafa öll eggin í sömu körfunni og 18,5% sögu að ekki væri til orka eða of mikil orka færi í

álver. Tæp 7% nefndu mikinn kostnað, 3% nefndu staðsetninguna og ríflega 21% nefndu annað Úrtakið í könnuninni, sem gerð var í lok september, var 1.186 manns og var svarhlutfallið 65,6%.


36 | SÓKNARFÆRI

Heilsusamlegur skyndibiti á Saffran

Veitingahúsið Saffran hefur sannarlega slegið í gegn hjá landanum – enda lengi vantað skyndibitastað sem leggur áherslu á léttan og hollan mat sem framreiddur er fljótt og vel. Saffran opnaði fyrst veitingastað í Glæsibæ við Álfheima í mars árið 2009 og síðan við Dalveg í Kópavogi í september sama ár. Eigendur Saffrans eru þeir Haukur Víðisson og Jamil Jamchi og meðeigendur þeir Oddur Rafnsson og Davíð Magnússon. Jamil á ættir að rekja til Írans en íranskra áhrifa gætir einmitt á matseðli Saffrans. Að sögn Hauks hafði lengi blundað með honum draumur um að opna veitingastað á Íslandi sem sérhæfir sig í hollum skyndimat á viðráðanlegu verði. „Við leggjum mikla áherslu á hollan mat notum, notum t.d. enga olíu við matseldina og einungis heilhveiti, íslenskt bygg og spelt í bökurnar okkar auk þess sem við grillum kjúklingabitana. Hér er enginn hvítur sykur notaður og ekkert mayones,“ segir hann og getur þess að eftirréttirnir séu einnig hollir, t.d. úr ávöxtum og döðlum og allt brauð sé bakað á staðnum „Annars er matseð-

illinn mjög fjölbreyttur með alls kyns réttum sem eru með austurlensku ívafi, bökur og fleira,“ segir hann og talar um að aðsóknin hafi verið mjög góð allt frá byrjun. Þá hafi veitingastaðurinn verið tilnefndur til „Fjöreggsins“ sem besta framtakið í matvælaiðnaði á Íslandi. „Við bjóðum einnig upp á veisluþjónustu sem nýtur vaxandi velgengni en þar er hægt að fá smáréttahlaðborð, samlokubakka og fleira fyrir hinar ýmsu veislur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sú þjónusta hefur heldur betur tekið við sér á því ári sem liðið er frá því við settum hana á stofn,“ segir Haukur. Veitingastaðir Saffran eru opnir frá 11:00-21:00, sunnudaga til þriðjudaga en aðra daga er opið til 23:00. Viðskiptavinirnir geta ýmist sest inn á veitingahúsið og notið veitinganna eða tekið með sér heim. Saffran er því góður kostur fyrir þá sem vilja léttan, hollan og góðan mat, framreiddan í skyndi og ekki sakar að verðið fælir engan frá. www.saffran.is

Tinktúrur úr íslenskum lækningajurtum taldar góðar fyrir: * breytingaskeiðið * blöðruhálskirtil * bjúg * exem og sóríasis * meltingu * kvef og flensu Lífrænar snyrtivörur og smyrsl Fæst í öllum helstu lyfja- og heilsubúðum

www.annarosa.is

Haukur Víðisson, einn eigenda veitingahússins Saffran.

Ljósm. Lalli Sig.

Baujan, sjálfstyrking fagnar 10 ára afmæli Guðbjörg Thoroddsen, leikari, kennari og ráðgjafi er höfundur sjálfsstyrkingaraðferðar sem nefnist Baujan en hún byggir á slökunaröndun og tilfinningavinnu. „Baujan hefur sannarlega sannað sig á þessum 10 árum sem hún hefur verið kennd og fest sig varanlega í sessi. Hún byggir á nýrri hugsun og aðferð í sjálfstyrkingu. Baujan miðar að því að virkja lækningarmátt líkamans,“ segir Guðbjörg. „Við náum í grunninn okkar sem við höfum öll innra með okkur og getum náð til. Við getum þess vegna talað um að „leiðrétta„ okkur eftir áföll eða mótlæti og byggt okkur síðan upp á heilbrigðan hátt frá grunni, nú eða bara styrkt þann góða grunn sem við höfum. Baujan er fljótvirk, árangursrík en umfram allt auðveld aðferð í sjálfstyrkingu þar sem tilfinningavinnan er alltaf tengd öndun okkar,“ segir Guðbjörg ennfremur sem kennir Baujuna víða, í einkatímum, skólum og velferðarstofnunum. Og hún heldur áfram: „Ástæða þess að Baujan er öflug aðferð er meðal annars vegna þess að hún er sjálfsvinna. Alla þyrstir í vellíðan og allir hafa áhuga á sjálfum sér. Við þurfum að þekkja okkur til að geta breytt og haft áhrif. Með Baujunni þóknumst við ekki einum eða neinum nema sjálfum okkur. Það er stórkostlegur hæfileiki að geta haft stjórn á líðan sinni en vera ekki reköld sem sveiflast til og frá með tilfinningum. Baujan nýtist öllum hvort sem er sem forvörn eða sjálfsstyrking. Hún hefur reynst vel til hjálpar þolendum og gerendum eineltis og annars ofbeldis. Hún hjálpar fólki við að komast frá meðvirkni, sigrast á kvíða og þunglyndi, við að fá betri stjórn í ofvirkni, komast út úr vítahring fíknhegðunar eða einfaldlega til að fá meira sjálfsöryggi. Með Baujunni verður auðveldara að setja sig í spor annarra og samkennd eykst. Ég hef nú þegar kennt aðferðina þúsundum manna, börnum og fullorðnum bæði hér á Íslandi en líka í Afríku. Sjálfstraust og öryggi er undirstaða alls velfarnaðar í lífinu.“

Guðbjörg Thoroddsen, leikari, kennari og ráðgjafi.

Um aldamótin, fyrir 10 árum fór Guðbjörg að kenna í grunnskóla og fékk í hendurnar sérkennslubekk þar sem þurfti að hressa upp á sjálföryggið. „Þarna fer ég að kenna Baujuna fyrir alvöru. Ekki bara börnunum í bekknum heldur var farið að senda til mín bæði þolendur og gerendur eineltis sem þurftu leiðbeiningar við að byggja sig upp. Næsta vetur réði ég mig í marga grunnskóla eingöngu til að kenna Baujuna. Nú kenni ég Baujuna víða og er með námskeið fyrir fagfólk. Námsráðgjafar sem kynntust árangri Baujunnar hrifust af aðferðinni og að þeirra ósk voru sett á laggirnar

námskeið fyrir leiðbeinendur. Nú hafa yfir 100 námsráðgjafar sótt slík námskeið en auk þess hefur mikill fjöldi annars fagfólks, t.d. hjúkrunarfólk, kennarar, félagsráðgjafar og djáknar lært Baujuna til að kenna áfram. Sífellt eykst eftirspurn og ánægja er mikil með aðferðina. Það er auðvelt er að hafa samband við mig til að fá kynningu eða námskeið með því að fara inn á heimasíðu Baujunnar eða bara til að skoða ummæli um árangur.“ Sjálfshjálparbók með aðferðinni kom út 2008 og á ensku 2010. www.baujan.is


SÓKNARFÆRI | 37

Ríkið undirbýður smásöluaðila Samkeppni á lopamarkaði hefur farið illa með smásöluaðila að undanförnu, segir Guðmundur Arnar Jónsson hjá Álafossi og hvetur til þess að stórfyrirtæki, sem eru í eigu ríkisins hætti að undirbjóða smásöluaðila sem þeir eru í samkeppni við. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið frekar daprir í lopasölu eftir að annars vegar Nettó og hins vegar Hagkaup fóru út í verðsamkeppni og eru með hrikalega lága álagningu á lopanum og eru hálfpartinn að gefa hann,“ segir Guðmundur Arnar. „Mér finnst sorglegt að fyrirtæki eins og Hagkaup, sem rekið er af ríkisbanka, séu að undirbjóða alla smásöluaðila á lopa. Sér í lagi á meðan ástandið er eins og það er í þjóðfélaginu.“ „Til skamms tíma litið kemur þetta sér til góða fyrir neytendur og ég vil alls ekki setja út á það. En það er aftur á móti ömurlegt þegar þetta drepur alla þjónustuaðila í lopanum. Þú færð til dæmis ekki sömu þjónustu í ullarvörunni í stórverslun og þú færð í litlu hannyrðabúðunum, sem eiga það flestar mjög erfitt því þær stóla mjög á lopamarkaðinn.

Hvar er samfélagsleg ábyrgð ríkisfyrirtækjanna?“ Guðmundur segist hafa barist við ríkið á fleiri en einum vígstöðvum í ár.„Við lentum líka í því að Vegagerðin fór í að tvöfalda Vesturlandsveginn og lokuðu hringtorginu, sem er aðalsamgönguleiðin okkar. Við hjá Álafoss töpuðum mörgum milljónum því þeir stóðu sig ekki nægilega vel í því að merkja leiðina og merktu hana eingöngu fyrir Íslendinga en ekki fyrir útlendinga sem er stór hluti af okkar viðskiptavinum. Við höfum því verið að berjast við ríkið þar líka!“ Guðmundur Arnar er ánægður með að íslenska lopapeysan sé jólagjöfin í ár, en finnst þó hálf undarlegt að í fréttum Stöðvar 2 um efnið hafi eingöngu verið sýndar peysur frá Farmers Market sem eru ekki framleiddar á Íslandi. „Það er brýn þörf á að skilgreina hvað sé íslensk vara – og hvað megi auglýsa sem íslenska vöru. Í fjölmörgum tilfella eru vörur auglýstar sem íslenskar en eru alfarið unnar erlendis. Íslendingar vilja styðja við bakið á íslenskri vöru, en það er sárt að hugsa til þess

Guðmundur Arnar Jónsson: Lopapeysur eru ávallt kærkomin gjöf.

að fólk sé að villa á sér heimildir með því að kalla vöru íslenska sem

Hafkalk – íslenskt fæðubótarefni Íslensk framleiðsla nýtur æ vaxandi vinsælda og ekki síst þegar varan á rætur sínar að rekja beint til íslenskrar náttúru. Fæðubótarefnið Hafkalk er unnið úr kalkþörungum úr Arnarfirði og hefur það notið mikilla vænsælda. Íslenska kalkþörungafélagið sem tók til starfa á Bíldudal árið 2007 framleiðir steinefnafóður og jarðvegsbætiefni úr þörungunum og sérvalið hráefni fer til framleiðslu á fæðubótarefnum. Hafkalk ehf. var stofnað í ársbyrjun 2009 af Jörundi Garðarssyni til að selja afurðir Kalkþörungaverksmiðjunnar á innanlandsmarkaði og jafnframt til að pakka fæðubótarefninu sem fékk nafnið Hafkalk. „Kalkþörungar úr Arnarfirði sjá okkur fyrir hreinu náttúrulegu kalki, magnesíum og fjölmörgum öðrum lífsnauðsynlegum steinefnum,“ segir Jörundur. Hann segir að einstök líf-

Aðgangur í Bláa Lónið

Fæðubótarefnið Hafkalk er unnið úr kalkþörungum úr Arnarfirði.

Spa meðferðir

Snyrtimeð ferðir

ræn uppbygging auðveldi upptöku líkamans á þessum mikilvægu efnum. „Hafkalk er mjög gott fyrir konur sem komnar eru yfir miðjan aldur og konur á meðgöngu og með börn á brjósti. Einnig fyrir einstaklinga með mjólkuróþol og þá sem ekki fá nægilegt kalk úr fæðunni. Þá eru vísbendingar um að Hafkalk geti dregið úr liðverkjum vegna slitgigtar.“ Hafkalk, sem fór í dreifingu í október á síðasta ári, fæst nú í öllum heilsu- og lyfjaverslunum á landinu. Fæðubótarefnið er í handhægum hylkjum og fæst í 60 hylkja skömmtum en mun einnig fást í 180 hylkja skömmtum innan tíðar. „Hafkalk er íslensk framleiðsla úr hágæðaefnum úr íslenskri náttúru. Engum aukefnum er bætt í fæðubótarefnið og því eins náttúrulegt og hugsast getur,“ segir Jörundur að lokum.

er í raun innflutt. Það má hins vegar segja að um íslenska hönnun sé að ræða, og hafa það þá bara skýrt,“ segir Guðmundur sem hvetur til þess að gerð veri gangskör í þessu málum. „Ég vil nú ekki vera of neikvæð-

t

www.alafoss.is

Langar þig að gefa öðruvísi og skemmtilega gjöf? Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir matvæli úr mjólk, beint frá býli: Rjómaísinn Kjaft-æði í fjölmörgum tegundum Sveitaskyr og sveitarjóma Girnilegan „ Grikkja“ salatost með nokkrum tilbrigðum Hafðu samband og veldu í góða gjöf handa vinum og vandamönnum. Pantanir á netfangið erpur@simnet.is eða í síma 868 0357.

Nýjung! - Skyrkonfekt Gómsætur og girnilegur konfektmoli fylltur með skyri og hjúpaður hvítu súkkulaði. Fáanlegur í stykkjatali eða 6 stk saman í öskju.

www.hafkalk.is

Nudd

Veitingar á LAVA

galind a Lóninu – Læknin Gisting í Blá

Gjafakor

ur, en rétt skal vera rétt!,“ segir Guðmundur og hlær við. „Lopapeysur eru ávallt kærkomin gjöf og ég hvet fólk eindregið til að prjóna eina slíka handa ástvinum fyrir jólin!

Gjafakort – þá fá allir eitthvað fallegt! Blue Lagoon gjafakort eru fáanleg í verslunum Bláa Lónsins á baðstað, að Laugavegi 15, Blue Lagoon spa og Hreyfingu í Glæsibæ.

Blue Lagoon húðvörur

Líkamsrækt

Einkaþjálfu n


38 | SÓKNARFÆRI

Gott rúm – hvíld frá dagsins önn Innlit í RB rúm í Hafnarfirði

Allir vita að gott rúm getur verið gulls ígildi enda verjum við drjúgum hluta ævinnar í rúminu. Þess vegna eru æ fleiri sér þess meðvitaðir að nauðsynlegt er að velja rúmin af kostgæfni og þá sérstaklega dýnurnar. Úrvalið á markaðnum er mikið og nær eingöngu um innfluttar vörur að ræða nema hjá RB rúmum í Hafnarfirði þar sem úrvalið er mikið og gæðin í fyrirrúmi. Birna Katrín Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri RB rúma segir dýnurnar frá fyrirtækinu vera fyrsta flokks. Hún bendi á þá einföldu staðreynd að þar sem dýnurnar eru framleiddar á Íslandi sé auðvelt að gera við þær fyrir lítið ef þær skemmast eða láta á sjá, í stað þess að þurfa að kaupa nýja dýnu fullu verði. „Fyrirtækið hefur frá upphafi haft að markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. Fyrirtækið okkar er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun og bólstrun á

RB rúm eru til húsa að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði.

rúmgöflum, viðhaldi og viðgerðum á springdýnum og eldri húsgögnum. RB rúm hafa framleitt og selt springdýnur og rúm til þúsunda ánægðra viðskiptavina um land allt,“ segir Birna Katrín. Hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum: RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe og

Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar tegundir; mjúk, medíum, stíf og extrastíf – allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. Springdýnurnar frá R.B. rúmum eru og hafa verið í fjöldamörgum rúmum ánægðra og vel sofandi Íslendinga í gegnum árin. „Það er afar mikilvægt að fólk velji sér dýnur sem hæfir þyngd og hæð hvers og eins. Þess vegna bjóð-

Dýnurnar frá RB rúmum eru fyrsta flokks, sniðnar að þörfum hvers og eins.

um við upp á um mismunandi stífleika og framleiðum dýnur í þeim lengdum og breiddum sem viðskiptavinirnir óska eftir. Okkar markmið er að hámarka þægindin og tryggja viðskiptavinunum endingargóðar dýnur þar sem þeir hvílast vel frá dagsins önn,“ segir Birna Katrín ennfremur. Hún bætir því við að þau hjá RB rúmum ráðleggi fólki að hafa tvær dýnur í öllum hjónarúmum og tengja þær saman með rennilásum. Eins og áður sagði er íslensk

framleiðsla í boði hjá RB rúmum og hefur fyrirtækið fyrir löngu getið sér gott orð en það var stofnað af Ragnari Björnssyni árið 1943. Hjá RB rúmum er auk rúma og dýna hægt að fá allt sem þarf í gott svefnherbergi, m.a. sængurverasett í úrvali, rúmteppi og púða, kistur og náttborð eftir málum, rúmgafla og vandaða heilsukodda. Þá framleiða RB rúm einnig sérhannaðar sjúkradýnur. www.rbrum.is

Slétt og brugðið hjá Fríðu Glæsilegar gjafir til starfsmanna og viðskiptavina

Færið – piparkökuform Askur – silicon plattar Jólakötturinn – Áslaug Saja Textílvara – jólastjarnan Áslaug Saja Ýmsar vörur sem við höfum látið framleiða.

Í Strandgötunni í Hafnarfirði er Fríða skartgripahönnuður til húsa en þar selur Fríða Jónsdóttir hönnun sína. Fríða sækir innblástur sinn mikið í nærumhverfi sitt við sjóinn í Hafnarfirði, allt frá vélarhlutum yfir í þang og ígulker. „Það er í raun alltaf einhver þróun sem á sér stað og alls staðar koma formin frá. Ég er til að mynda með skartgripalínu sem heitir Akkeri og er fjögurra ára gömul en frá henni þróaðist svo önnur lína, Slétt og brugðið sem ég kynnti til leiks á Hönnunarmars síðastliðið vor. Þarna eru í raun sömu formin en nú í tvívídd og smækkaðri, og líkjast einna helst prjónalykkjum, þó ég sagi þær til! Ég var mikið í grófara skartinu þegar ég byrjaði en nú geri ég bæði gróft og fínt, og er til að mynda bæði með grófa og fína útgáfu af Sléttu og brugðnu.“ Fríða útskrifaðist sem gullsmiður árið 1992 en hóf að hanna eigin skartgripalínu árið 1999. „Ég byrjaði nú bara rólega með verkstæði heima og hélt sýningar þar einu sinni á ári;

Getum látið framleiða úr ýmsum efnum: silikoni, stáli, textil, gleri o.fl. Þjónusta við hönnuði og lítil fyrirtæki sem vilja koma sinni hönnun á framfæri.

Fríða Jónsdóttir gullsmiður sækir innblástur sinn víða.

Einn skartgripanna úr safni Fríðu Jónsdóttur.

ég var með lítil börn og þetta hentaði vel. Ég vann mér inn kúnna í gegnum árin og var farin að selja í Listasafni Íslands og í Spaksmannsspjörum þegar við eiginmaður minn, Auðunn Gísli Árnason, ákváðum árið 2007 að opna þessa

Ljósm. Lalli Sig.

verslun hér í Hafnarfirðinum. Strandgatan hentaði okkur mjög vel en hér er gott að koma og bílastæði beint fyrir utan!“ www.fridaskart.is


SÓKNARFÆRI | 39

GÁ húsgögn í 35 ár:

Húsgögn eftir þínu höfði GÁ húsgögn hafa 35 ára reynslu að baki þegar kemur að framleiðslu á íslenskum gæðahúsgögnum. „Við höfum framleitt bólstruð húsgögn fyrir jafn ólíka staði og kirkjur, Alþingi og veitingahús auk þess að framleiða töluvert af húsgögnum

fyrir íslenska arkitekta og hönnunarfyrirtæki,“ segir Erlendur Sigurðsson, einn eigenda fyrirtækisins. „Það má segja að við höfum verið heppnir að fá að kljást við stór og fjölbreytt verkefni, til að mynda fyrir fjölmörg veitingahús og hótel. Þá

smíðum við einnig mikið fyrir einstaklinga og höfum farið mjög vaxandi á þeim vettvangi að undanförnu.“ Sérsmíðað fyrir svipað verð Í verslun GÁ húsgagna í Ármúla gef-

Heilnæmt Rabarbía sælgæti Á Löngumýri á Skeiðum rækta þau Kjartan Ágústsson og Dorothee Lubecki rabarbara. En það eru ekki bara rabarbarar sem koma þaðan, heldur einnig all sérstakar afurðir þeirra sem byggja á þessu vinsæla grænmeti – Rabarbía rabarbarakaramellur- og sultur. Sóknarfæri ræddi við Kjartan, rabarbarabónda og kennara, um framleiðsluna og hvernig hún hefði komið til. „Upphaflega var Rabarbía rababarakaramellan afrakstur vöru­ þróunarverkefnis sem unnið var í samvinnu við Listaháskóla Íslands, Matís og karamellumeistarann Örvar Birgisson árið 2008,“ segir Kjartan og er að vonum ánægður með vinsældir karamellunnar sem hefur til að mynda verið sérlega vinsæl sem tækifærisgjöf. „Það er óhætt að segja að varan sé allsérstök en karamellan er ílöng og líkist rabarbarastönglinum sjálfum.“ Þau Kjartan og Dorothee létu ekki staðar numið við karamelluna. „Við seljum tvær tegundir af sultu: rabarbarasultu með aðalbláberjum og rabarbarasultu með jarðarberjum og engifer. Auk þess framleiðum við fíflasíróp og það allra nýjasta er rabarbaraís sem er afrakstur samstarfs við Kjörís. Ísinn er væntanlegur á markað á næsta ári,“ segir Kjartan. „Akrarnir okkar eru lífrænt vottaðir og við notum eingöngu hrásykur í sultuna og engin E-aukaefni og því má segja að vörurnar okkar séu með heilnæmara sælgæti sem fæst hérlendis.“ www.rabarbia.is

Erlendur Sigurðsson, einn eigenda GÁ húsgagna.

ur að líta mikið úrval af sófum og öðrum húsgögnum þó að fyrirtækið sérhæfi sig í sérsmíði húsgagna. „Fólk kemur oft í verslunina til okkar með ákveðnar hugmyndir varðandi stærð, gerð og áklæði en við gefum þeim síðan upp teikningu og verð. Verðið er svipað og á öðrum vörum af sambærilegum gæðum en kosturinn er náttúrulega sá að fólk fær húsgagn sem er klæðskerasniðið að þeirra smekk og þörfum,“ segir Erlendur. Annar eigandi að GÁ húsgögnum, Grétar Árnason, segir góðan orðstí vera lykilatriði fyrir fyrirtæki í

þessari atvinnugrein og þá skipti höfuðmáli að hafa vel menntað og traust starfsfólk. „Við leggjum mikla áherslu á fagmennsku en starfsmenn og eigendur GÁ eru allir faglærðir bólstrarar. Grundvöllur þess að framleiða góða vöru er að hafa gott og vel menntað fólk með mikla reynslu. Við værum ekki hér ennþá ef við framleiddum ekki góða vöru, en við erum til að mynda stundum að klæða sófa sem við framleiddum hér fyrir tveimur áratugum, sem segir töluvert um gæði vörunnar.“ www.gahusgogn.is

Saltfiskur í gjafaumbúðum:

Ekta saltfiskur tilbúinn til útvötnunar. Þjóðleg gjöf til vina og velunnara innanlands sem utan. Pantaðu á www.ektafiskur.is/gullkistan Sendum um allt land... og allan heim!

466 1016 www.ektafiskur.is Hjónin á Löngumýri, Kjartan Ágústsson og Dorothee Lubecki ásamt dóttur sinni Sunnu Maríönnu. Ljósm. Frank Bradford

frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu 

eitthvað alveg

einstakt

einstakar gjafir fyrir einstök tækifæri handa einstöku fólki

Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is


40 | SÓKNARFÆRI

Matvælaskólinn hjá Sýni:

Nám fyrir starfsfólk í matvælagreinum Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. var stofnuð 1. apríl 1993 og þjónar fyrirtækjum sem stunda vinnslu, með-

ferð, pökkun, flutning geymslu, sölu eða eldun matvæla, auk þjónustu við bændur og fóðurframleiðendur.

RabaRbía Rabarbarakaramellur og tvær tegundir af sultum sem henta vel í körfur til gjafa.

Skemmtileg gjöf

sem gaman er að gefa

rabarbia@rabarbia.is - Sími. 893-5518

Það verður enginn svikinn sem fær gjafakort á námskeið þar sem kennt er hvernig á að útbúa bragðgóðan, hollan og litríkan mat á vegum Matvælaskólans hjá Sýni .

Ráðgjafar Sýnis hafa um árabil veitt matvælafyrirtækjum ráðgjöf og fræðslu um öryggi og gæði matvæla. Mikil áhersla er lögð á forvarnir og skilning starfsmanna á þeim þáttum sem tryggja öryggi, gæði og hollustu matvæla við framleiðslu og dreifingu. Í gegnum árin hefur Rannsóknarþjónustan Sýni boðið upp á margvísleg námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja í allri matvælakeðjunni, allt frá frumframleiðslu til eldhúsa. Námskeiðin hafa ýmist verið sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki eða haldin fyrir blandaða hópa úr ýmsum greinum matvælaiðnaðar. Í fyrrahaust var ákveðið að stofna Matvælaskólann hjá Sýni sem umgjörð um þau fjölbreyttu námskeið sem í boði hafa verið, tengd gæðamálum, heilsu, öryggi og matargerð. Þá var einnig farið af stað með grunnnám fyrir starfsfólk í matvælagreinum í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Starfsafl, Landsmennt, Eflingu og Matvælastofnun . Um er að ræða 5 eininga nám eða 60 kennslustundir þar sem fjallað er um gæðamál, örverur, skynmat,

www.matis.is

Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri Vinnslu og virðisaukningar

Fiskur er ekki bara fiskur!

Í vinnslu og útflutningi á íslenskum fiski eru ótal tækifæri til nýsköpunar og aukningnar verðmæta. Rannsóknar- og þróunarverkefni Matís snúa að allri virðiskeðjunni, allt frá hráefni að endastöðinni - borði neytandans. Okkar hlutverk er að tryggja gæðin sem best en um leið vinnum við að því að gera góðan íslenskan fisk að enn betri vöru. Og um leið verðmætari!

Gildi Matís

Hlutverk Matís er að

Stefna Matís er að

 Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi

 ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu

 ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk

framleiðsluaðferðir og margt fleira sem kemur starfsfólki að góðum notum. Ofan á grunnnámið verður síðan hægt að bæta 2x60 kennslustunda eða 10 eininga gæðastjórnununarnámi. Námið er ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum sem vill fá aukna þekkingu um gæðamál og verða betur í stakk búið til að takast á við verkefni tengdum gæðamálum og stjórnun. Á vegum Matvælaskólans hjá Sýni eru ekki eingöngu námskeið fyrir starfsfólk í matvælaiðnaðinum.

Þar er einnig boðið upp á matreiðslunámskeið fyrir almenning sem hópefli en þau hafa það að markmiði að útbúa bragðgóðan, hollan og litríkan mat sem auðvelt er að elda og uppfylla ráðleggingar Lýðheilsustöðvar. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl en þessa dagana er einmitt verið að selja sérstök gjafakort á námskeiðin og er hægt að kaupa þau hjá Matvælaskólanum hjá Sýni á Lynghálsi 3 í Reykjavík. www.syni.is

Fríða Rós og Kristbjörg Kona stofnuðu forvarnarmiðstöð í kreppunni.

STERK – samtök gegn mansali Í mars stofnuðu Fríða Rós Valdimarsdóttir og Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir forvarnarmiðstöðina STERK, sem sérhæfir sig í að afla og miðla þekkingu um kynlífsiðnað með sérstakri áherslu á vændi og mansal. „Við urðum atvinnulausar í kreppunni og þá fara konur gjarnan að hugsa um það sem þær dreymir um og langar að gera við líf sitt,“ segir Kristbjörg Kona sposk. „Við höfum báðar brennandi áhuga á forvörnum gegn mansali og vændi, en norrænar rannsóknir sýna að um 80% vændiskaupenda kaupa sér vændi vegna þess að það var eitthvað sem þeir „urðu að prófa“ og hætta svo því vændið var ekki það sem þeir héldu. Fólk heldur gjarnan að vændisbransanum sé haldið uppi af skuggalegum stórkaupendum sem geti ekki fengið kynlíf öðruvísi og myndu annars nauðga – en þarna sjáum við að stærsti hluti vændiskaupenda eru bara fiktarar. Það er því okkar trú að með forvörnum sé hægt að draga verulega úr eftirspurn eftir vændi.“

Að byrgja brunninn Stefna STERK er að leggjast í almennileg rannsóknarstörf, en lítið er vitað um stöðu vændismála á Íslandi. „Við erum líka að undirbúa fræðsluefni fyrir ungt fólk í menntaskólum til að gera þeim betur grein fyrir því hvað felst í mansali og vændi og vera eins konar mótvægi við klámvæðinguna sem herjar á ungt fólk í dag,“ segir Krisbjörg. Reynsluna skortir ekki innan herbúða STERK en Kristbjörg hefur m.a. unnið hjá Stígamótum og með fórnarlömbum götuvændis í Danmörku og Fríða Rós vann umfangsmikla skýrslu um umfang og eðli mansals á Íslandi fyrir Rauða krossinn og RIKK sem vakið hefur mikla athygli. Kristbjörg bendir á að í aðgerðaráætlun gegn mansali, sem var samþykkt árið 2007, komi skýrt fram að vinna skuli að forvörnum fyrir unga karla áður en þeir gerast kaupendur og/eða neytendur kynlífsiðnaðarins. „Það er okkar von að við náum að vinna að því markmiði, og vonumst eftir góðu samstarfi þegar sambærileg vinna hefst af hálfu ríkisstjórnarinnar. “


ÚTGÁFA

ÆGIR

ÍMYND

RÁÐSTEFNUR

HÖNNUN

FUNDIR

ÚTIVERA

FJÖLMIÐLAR

AUGLÝSINGAR

SÓKNARFÆRI | 41

Starfsfólk Athygli sendir ykkur bestu jóla - og áramótakveðjur!


42 | SÓKNARFÆRI

Samspil náttúru og vísinda

Flestir Íslendingar hafa notið þess að heimsækja Bláa Lónið og fundið fyrir áhrifum vatnsins á húð sína. Í dag eru liðin fimmtán ár síðan fyrstu Blue Lagoon húðvörurnar komu á markaðinn, Húðvörurnar eru þróaðar í samvinnu við húðlækna og eru einstakt samspil náttúru og vísinda. „Þær byggja á náttúrulegum jarðsjó lónsins og efnum hans; steinefnum, kísil og þörungum,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins sem hefur stýrt vöruþróuninni frá upphafi. Grænar framleiðsluaðferðir Jarðsjór lónsins og náttúruleg efni hans eru uppistaðan í Blue Lagoon húðvörunum og fer vinnsla þeirra fram í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins í Svartsengi þar sem kísill, steinefni og þörungar eru unnir með grænum og umhverfisvænum aðferðum. „Þörungarnir

sem við notum í húðvörurnar eru einkennislífverur lónsins og hafa verið einangraðir úr jarðsjónum og er verið að nýta náttúrulegt jarðgas (koltvísýring) frá orkuveri HS Orku í Svartsengi við framleiðsluna. Það dregur úr losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið og kolefnisfótsporum. Þessi aðferð endurspeglar einstakt samspil náttúru og vísinda. Hún tryggir að við getum notað það sem náttúran færir okkur til heilsubótar, vellíðunar og fegrunar í hreinni og öruggri vöru,“ segir Ása. Þörungar vinna gegn öldrun húðarinnar „Við höfum alla tíð lagt áherslu á öflugt rannsóknastarf og hafa rannsóknir á lækningamætti lónsins, sem vel er þekktur, skipað stóran sess auk þess sem við stundum fjölbreyttar

Ása Brynjólfsdóttir segir þörunga úr lóninu vinna gegn öldrun húðarinnar og vera bæði fyrirbyggjandi og lagfærandi

Gæðafiskur úr Eyjum Skoðaðu úrvalið og pantaðu á www.boddabiti.is

Pöntunarsími

616 1299

V ELKOMIN

rannsóknir á lífvirkni einstakra efna lónsins,“ segir Ása. „Blue Lagoon húðvörulínan samanstendur af andlits- og líkamsvörum fyrir allar húðgerðir og er háþróuð – hver vara inniheldur einstaka samsetningu þörunga og kísils. „Við höfum komist að því í rannsóknum okkar, sem styrktar hafa verið meðal annars af Tækniþróunarsjóði, að þörungarnir úr lóninu vinna gegn öldrun húðarinnar og eru bæði fyrirbyggjandi og

www.mannvit.com Á

V ELFERÐ

Á GRUNNI ÞEKKINGAR OG VÍSINDA

lagfærandi. Þeir draga úr niðurbroti kollagens í húðinni sem skaðlegir geislar sólarinnar valda og örva náttúrulega kollagenmyndun húðarinnar. Þannig hjálpa þeir til við að minnka fínar línur og hrukkur. Kísillinn styrkir síðan náttúrulegt varnarlag húðarinnar, en það er einn af lykilþáttunum í að viðhalda heilbrigðri útgeislun húðarinnar.“ www.bluelagoon.is


SÓKNARFÆRI | 43

Góð grös fyrir veturinn Fyrir um ári síðan ræddi blaðamaður Sóknarfæris fyrst við Önnu Rósu grasalækni, en þá var hún um það bil að hefja sölu á vörulínu sinni af kremum, smyrslum og tinktúrum sem unnar eru úr íslenskum lækningajurtum. Óhætt er að segja að vörurnar hafi notið mikilla vinsælda, en þær má nú finna í flestum apótekum og heilsubúðum um land allt. Við hringdum í Önnu Rósu og báðum um nokkur góð ráð fyrir hátíðarnar. „Ég vil náttúrulega benda fólki á Sólhatt og Hvönn tinktúruna mína fyrir kvef og flensu, svo að fólk haldi nú heilsu yfir hátíðarnar. Hún hefur alveg slegið í gegn og er mjög sterk. Hún inniheldur lífrænan sólhatt, hvönn og vallhumal auk bæði chilipipars og engifers svo þú færð allan pakkann, hún ætti að rífa kvefið úr þér,“ segir Anna Rósa sem handtínir jurtir og vinnur tinktúrur úr þeim ferskum. Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Yfir hátíðarnar borðar fólk gjarnan mikið, og þá mikið af mat sem fellur ekki undir ströngustu skilgreiningar á hollu mataræði. „Það eru tvær tinktúrur sem gott er að eiga um jólin. Önnur heitir Fjallagrös og fíflarót, en hún er talin hreinsa meltinguna auk þess að vinna gegn uppþembu og vindgangi. Svo eru Fíflablöð og birki einnig góð á þessum tíma, en sú tinktúra er vatnslosandi og hentar því vel þegar fólk hefur borðar mikið af reyktum mat. Það er ekki vitlaust að byrja á þeim núna, sem forvörn!“ Anna Rósa bætir við að brýnt sé að hugsa vel um húðina sína á þessum árstíma, en frost og sveiflur í hitastigi geta farið illa með hörundið. „24 stunda andlitskremið mitt hefur verið lang vinsælast en það hentar venjulegri, mjög þurri eða þroskaðri húð og ver vel gegn veðri og vindum. Síðan er græðikremið afar gott gegn þurrki í kuldanum auk þess að henta sérlega vel fólki sem er með exem eða sóríasis. Barnasmyrslið er mikið notað á kuldaútbrot á í andliti á börnum og hefur líka þótt gott á barnaexem. Að lokum vil ég minnast á handáburðinn hjá mér því fólk skrælnar alveg á höndunum á þessum árstíma, svo ég tali nú ekki um fólk sem vinnur

Tinktúrur Sólhattur og hvönn – góðar gegn hálsbólgu, kvefi og flensu. Maríustakkur og melissa – góðar fyrir breytingaskeiðið. Hvönn og klóelfting – góðar fyrir blöðruhálskirtil. Fíflablöð og birki – vatns­losandi. Rauðsmári og gulmaðra – góðar fyrir exem og sóríasis. Fjallagrös og fíflarót – hreinsa meltingu og vinna gegn uppþembu.

mikið með höndunum, en handáburðurinn hefur reynst ákaflega vel við þurrki.“ www.annarosa.is

Anna Rósa grasalæknir gefur góð ráð fyrir hátíðarnar.


Á R A

Sóknarfæri nóvember 2010  

Kynningarblað um frumkvæði og fagmennsku í íslensku atvinnulífi.