Page 1

Sóknarfæri

Nóvember 2013

Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Hönnun og handverk // Matur og menning


2 | SÓKNARFÆRI

Gullin ský Helenu

„Þetta er auðvitað í grunninn saga Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu en um leið er þetta hluti af dægurlagasögu Íslands í sextíu ár sem Helena hefur verið hluti af. Án þess að ég hafi gert á því vísindalega úttekt held ég að megi fullyrða að engin íslensk dægurlagasöngkona hafi sungið lengur. Hún byrjaði að syngja í kringum tíu ára aldurinn, söng inn á sína fyrstu hljómplötu árið 1954, þá 12 ára gömul, og ennþá syngur hún og nýtur þess út í ystu æsar, tæplega 72 ára gömul. Þetta kallar maður að njóta þess að skemmta öðrum og lifa lífinu,“ segir Óskar Þór Halldórsson, sem skrifaði Gullin ský – ævisögu Helenu Eyjólfsdóttur, sem er nýlega komin út.

Skemmtilegt verkefni „Mér þótti virkilega gaman að takast á við þetta verkefni og samstarfið við

Helenu gaf mér mkið. Sannast sagna var ég ekki í viss þegar við byrjuðum fyrst að tala saman fyrir um þremur árum til hvers okkar samstarf myndi leiða. Ég hafði einhvern tímann komist að raun um að ótrúlega lítið væri til á prenti um Sjallaárin svokölluðu, sem margir horfa til með miklum söknuði, og ég nefndi við Helenu hvort hún væri ekki til í að segja mér eitthvað um þessi ár, eins og þau komu henni fyrir sjónir. Hún var til í það. Á þessum tímapunkti vorum við ekki með það á stefnuskránni að skrifa hennar sögu. Eftir að ég ræddi oftar við Helenu um þennan tíma fann ég að hún hafði frá svo mörgu áhugaverðu að segja. Ég fór að skrá ýmislegt sem okkur fór í milli á blað og síðan setti ég þetta verkefni til hliðar í meira og minna tæp tvö ár. Ég fór síðan að kíkka á þetta aftur í upphafi þessa

Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókarinnar og Helena Eyjólfsdóttir.

Mynd: Auðunn Níelsson.

Gullin ský, sem ég er bara ágætlega sáttur við þegar upp er staðið. Auk þess að ræða við Helenu ræddi ég við ótal marga aðra og frá nokkrum af þessum viðmælendum birti ég stuttar frásagnir,“ segir Óskar Þór.

Ekki alltaf dans á rósum

árs og sá þá að þarna væri ég kominn með ágætis grunn til þess að halda áfram með. Úr varð að ég sannfærði Helenu um að við skyldum ganga alla leið í þessu og skrá hennar æviminningar og það varð sem sagt niðurstaðan. Síðastliðið sumar sat ég meira og minna við skriftir og út úr þessu öllu kom

Hann segir að þó svo að tónlistin sé rauði þráðurinn í bókinni beri margt annað á góma. „Við rekjum söguna frá því að Helena var lítil stelpa í Reykjavík og til dagsins í dag. Líf hennar hefur síður en svo alltaf verið dans á rósum og Helena er hreinskiptin og heiðarleg þegar hún segir frá þessu öllu. Hún hefur sagt mér að stundum eftir að við ræddum saman um ýmsa erfiða hluti í hennar lífi hafi hún verið úrvinda af þreytu,“ segir Óskar Þór og bætir við að í bókinni séu birtar vel á annað hundrað ljósmyndir, flestar hafi ekki birst opinberlega áður. Einnig séu í bókinni margir af þekktustu dægurlagatextum sem Helena hefur sungið og einnig sé þar listi yfir allar plötur sem hún hefur sungið inn á um dagana.

Helena og Finnur Eydal fyrir utan Grundarkirkju í Eyjafirði á brúðkaupsdaginn 10. júní 1961.

Sóknarfæri

Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Texti: Atli Rúnar Halldórsson, Guðjón Guðmundsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Jóhann Torfi Ólafsson, Sólveig Baldursdóttir, Svava Jónsdóttir, Valþór Hlöðversson (ábm) o.fl. Forsíðumynd: Frá sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmynd: Þormar Vignir Gunnarsson.

Umsjón og umbrot: Athygli ehf. Augl‡singar: Ingibjörg Ágústsdóttir, inga@athygli.is Prent­un: Landsprent ehf. Dreift me› Morg­un­bla›­inu föstudaginn 29. nóvember 2013.


ENNEMM / SÍA / NM59425

SÓKNARFÆRI | 3

JÓLAHLAÐBORÐ MEÐ SÍGILDRI HÁTÍÐARSTEMNINGU

Hlaðborðið okkar er orðið að dásamlegri hefð, klassískt með fersku ívafi. Hugljúf og lifandi tónlist um helgar, jólasveinninn og fjölskyldugleði á sunnudögum. Jólin hefjast á Satt 14. nóvember Eftir það bjóðum við upp á jólahlaðborð öll fimmtudags-, föstudagsog laugardagskvöld fram að jólum. Jólahlaðborð í hádeginu verður 22. og 29. nóvember, 1. desember og síðan alla daga frá 5. desember til 22. desember. Á sunnudögum í desember er Satt með fjölskylduvæn jólahlaðborð í hádeginu frá kl. 11.30. Við fáum jólasvein í heimsókn og allir komast í jólastemningu.

Guðrún Árný Karlsdóttir

mun sjá um hátíðlegan jólasöng yfir borðhaldinu öll fimmtudags- föstudagsog laugardagskvöld.

Jólahlaðborð í hádeginu: 4.900 kr. Jólahlaðborð á kvöldin: 9.400 kr.

Kynnið ykkur nánar dagsetningar á sattrestaurant.is Borðapantanir í síma 444 4050 eða á satt@sattrestaurant.is.

Icelandair hótel Reykjavík Natura Nauthólsvegur 52 101 Reykjavík Sími 444 4050 satt@sattrestaurant.is www.sattrestaurant.is


4 | SÓKNARFÆRI

Að sigra fjallið af eigin rammleik Rætt við Halldór Hreinsson eiganda FJALLAKOFANS FJALLAKOFINN gekk í vor frá samningum við skíðaframleiðandann VÖLKL og bindingafyrirtækið MARKER í kjölfarið á heimsókn þeirra hingað til lands. VÖLKL er mjög hátt skrifað í skíðaheiminum fyrir virkilega vönduð skíði, enda eru þeir með stærstu markaðshlutdeildina í skíðaleigum sem þurfa eitthvað sem endist! MARKER er vörumerki sem er mjög þekkt hérlendis sem erlendis en það er í dag í samsteypunni með VÖLKL. – Halldór Hreinsson, eigandi Fjallakofans þekkir merkið vel frá fyrri tíð.

Hlakkar til vetrarins „Síðasti vetur var góður alls staðar á landinu og eftir smá markaðskönnun á skíðasvæðunum í apríl sl. var þetta ekki lengur spurning að taka þetta inn til þess að þjóna enn betur okkar núverandi viðskiptavinum. Um leið náum við að stækka þann hóp sem við þjónum í dag og það getum við vel með því öfluga starfsfólki sem FJALLAKOFINN hefur í sínum röðum, meira og minna alveg jafn áhugasamt um skíðaíþróttina og ég,“ segir Halldór og hlakkar til vetrarins enda búið að opna í Hlíðarfjalli og Bláfjöllum sem lofar góðu fyrir framhaldið. „Ísland er líka algjör paradís fyrir fjallaskíðaiðkun. Það er ekki bara vaxandi áhugi á íþróttinni hér heima heldur líka erlendis og útlendingar sækja landið heim til að fara í fjallaskíðaferðir, hvort sem það er í svokallaðar skinnaferðir þar sem þú gengur á skinni upp fjallið, þyrluskíðaferðir eða þá það sem mér finnst skemmtilegast og gefa mest og það eru skútu- og skíðaferðirnar þar sem siglt er á milli fjarða og skíðað,“ segir Halldór sem í dag rekur þrjár verslanir FJALLAJKOFANS. Sjálfur er hann forfallinn fjallaskíðaiðkandi en hæsta fjall sem hann hefur skíðað var 3.370 metra hátt fjall í Frakklandi.

Verslanir FJALLAKOFANS eru á þremur stöðum; Kringlunni 7, Laugavegi 11 og Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði.

ingar frá FRITSCHI,“ segir Halldór og bætir við að fjallaskíðaiðkun sé ekki dýrt áhugamál miðað við mörg önnur. „Í upphafi eru kaup á svona skíðabúnaði að vissu leyti ákveðin fjárfesting en ekki aðeins er þetta mjög góð og jákvæð fjárfesting, þar sem þú ert þá að hreyfa þig í tæru fjallaloftinu, því þessi skíðaíþrótt er svipuð og sundið. Hún sameinar heilu fjölskyldurnar í skemmtilegri og góðri hreyfingu sem skíðaiðkun er.“

Alltaf og alls staðar á skíðum Fjallaskíðin eru hinsvegar öðruvísi uppbyggð en hefðbundin svigskíði, að sögn Halldórs en þau eru oft á tíðum breiðari og sterkari en venjuleg svigskíði, sem er nauðsynlegt, ætli fólk að stunda fjallaskíðamennsku. „Fjallaskíðabindingar eru þannig uppbyggðar að þær eru laus-

FJALLAKOFINN er alhliða útivistarvöruverslun sem sérhæfir sig í öllu sem lýtur að útiveru og útivist.

Starfsmenn með mikla reynslu FJALLAKOFINN er alhliða útivistarvöruverslun sem sérhæfir sig í öllu sem lýtur að útiveru og útivist enda segir Halldór að ef fólk ætli til fjalla þá fari það fyrst í FJALLAKOFANN. „Við erum með mikið úrval af vönduðum fjallabúnaði, auk þess sem allir starfsmenn eru með mikla reynslu og þekkingu og gera allt sem hægt er til að aðstoða viðskiptavinina í þeirra pælingum. Búnaðurinn skiptir vitanlega töluverðu máli og því betri sem búnaðurinn er því meiri ánægja er fólgin í iðkuninni og því betur stendur viðkomandi sig í þeim ferðum og aðstæðum sem hann lendir í. FJALLAKOFINN er þ.a.l. mjög vel í stakk búinn til þess að fara inn á þennan markað þ.e. skíðamarkaðinn þar sem nánast allir starfsmenn eru skíðaiðkendur og hafa samtals unnið við sölu og þjónustu á skíðabúnaði sem hægt er að mæla í áratugum. Að auki er þjónustan við tilvonandi viðskiptavini í ásetningum og viðhaldi mjög góð en við fáum mjög góða fræðslu og aðstoð frá VÖLKL og ekki síður MARKER. Merkið VÖKL er ekki síður að hasla sér völl í utanbrautar skíðun/fjallaskíðun og svokallaðri „frí skíðun“ en hingað til hefur FJALLAKOFINN einungis boðið upp á úrval af fjallaskíðum frá Black Diamond, skó frá Scarpa og bind-

Sífellt algengara er að skíðaáhugafólk á Íslandi fjárfesti í fjallaskíðabúnaði. Ljósm. Michi Mayer.

Halldór Hreinsson í Fjallakofanum telur mikil sóknarfæri í skíðaíþróttinni nú í vetur, og ekki síður í „fjallaskíðamennsku“ – utan hefðbundina skíðasvæða!

ar í hælinn þannig að hægt sé að ganga upp fjallið en hælnum er svo smellt niður og læst áður en þú rennur þér niður. Stafirnir eru stillanlegir og með stórri kringlu að neðan. Það er ekki síður mikilvægt að vera í góðum fjallaskíðaskóm en þeir eru með liðamótum, þ.e.a.s. hægt er að opna þegar verið er að ganga, til hægðarauka og þæginda. Fjallaskíðabúnaður lengir skíðatímabilið allverulega og dæmi um að þeir sem búa á Norðurlandi geti skíðað allt árið, en það er líka hægt að skíða á fjallaskíðum á skíðasvæðunum, ekki eingöngu utan brauta. Það er því sífellt algengara að skíðaáhugafólk hér á Íslandi fjárfesti í svona fjallaskíðabúnaði til að lengja skíðatímabilið sitt. Þannig geta skíðamenn alltaf og alls staðar verið á skíðum og eru ekki háðir því að skíðasvæðin séu opin.“

Einstök vellíðan Aðspurður hvað heilli mest við fjallaskíðamennskuna, segir Halldór að það sé fyrst og fremst áskorunin. „Að sigra fjallið af eigin rammleik. Að fara upp á toppinn á eigin batteríi en ekki með lyftu eða öðru vélarafli. Þú stendur á tindinum sigri hrósandi og ánægður með að hafa klöngrast upp og þegar þú skíðar niður þá finnur þú allt aðra og betri vellíðan. Það er líka einstök vellíðan að geta skíðað niður fjallshlíð sem er hrein og óspjölluð, þ.e ósnert og geta svo horft upp hana eftir að niður er komið og séð skíðasporið sitt í snjónum og sagt hreykinn: „Þarna fór ég!“ fjallakofinn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 9 1 6

SÓKNARFÆRI | 5

Að sjá verðmæti ... … þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.is


6 | SÓKNARFÆRI

Bruggsmiðjan á Árskógssandi fullnýtir nú framleiðslugetu sína, framleiðir um 1,1 milljón flaskna af bjór á ári.

Yfir 200.000 flöskur af Jóla-Kalda karakter í bragði og lit er Caramelmaltið,“ segir Agnes og bætir við að bragðið falli vel að öllum hefðbundnum íslenskum jólamat. Enginn viðbættur sykur er í framleiðslu Bruggsmiðjunnar né rotvarnarefni. Bjórinn er ógerilsneyddur og því eins ferskur og frekast er kostur. Framleiðslutíminn á haustin er því stuttur og snarpur. „Strax og framleiðslutíma Jóla-Kalda lýkur tekur við undirbúningur fyrir þorrann og þar á eftir páskabjórinn sem er okkar næst stærsti árstíðabjór,“ segir Agnes og reiknar með að líkt og áður verði mikil sala nú fyrir jólin.

Bruggsmiðjan á Árskógssandi markaði tímamót hér á landi sem lítið handverksbrugghús en þróun slíkra fyrirtækja hefur verið með hliðstæðum hætti hér á landi og þekkt er erlendis. Til að mynda í Danmörku, Þýskalandi og víðar. Á hverju ári hefur framleiðsla Bruggsmiðjunnar á bjórnum Kalda aukist og enn á ný er framleiðslugetan fullnýtt. Bruggsmiðjan framleiðir nú 1,1 milljón flaskna af Kalda á ári, þar af um 20% eða rösklega 200.000 flöskur af Jóla Kalda.

Uppseldur fyrir hver jól „Jóla Kaldi kom fyrst á markað árið 2008 og hann hefur alltaf selst upp fyrir jól, slíkar eru vinsældirnar,“ segir Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Bruggsmiðjunnar. Árstíðabundnar bjórtegundir njóta sívaxandi vinsælda hjá neytendum og þar fer jólabjórinn fremst í flokki í Kaldaframleiðslunni. Bruggsmiðjan framleiðir einnig Þorra-Kalda, Páska-Kalda, Sumar-Kalda og Október-Kalda, til viðbótar hefðbundum tegundum sem eru á markaði árið um kring. „Jóla-Kaldi er hágæðabjór og á margan hátt sérstakur. Í hann fara aðeins fjögur grunnhráefni en bjórinn byggir á tékknesku malti, humlum og geri. Og svo að sjálfsögðu íslenska vatninu sem er grundvöllurinn að gæðum íslenska bjórsins. En það sem gefur JólaKalda þennan sérstaka karamellu-

Möguleikar í útflutningi

Hraðar hendur í pökkun á Jóla-Kalda. Framleiðslan nær hámarki að áliðnum nóvember.

Eins og áður segir er framleiðslugeta Bruggsmiðjunnar nú fullnýtt en tækifærin til frekari vaxtar segir hún bæði felast á innanlandsmarkaði en ekki síður erlendis. „Við höfum fengið fyrirspurnir erlendis frá enda þykir Kaldi, og raunar íslenskur bjór yfirleitt, mjög góður á

Á þriðja hundrað þúsund flöskur af Jóla-Kalda fara út úr verksmiðjunni fyrir jólin. Og fá jafnan færri en vilja!

heimsmælikvarða. Lykillinn að því eru gæðin í vatninu okkar. Við erum þakklát fyrir móttökurnar sem framleiðsla okkar hefur fengið og munum halda áfram á sömu braut, markvissum skrefum,“ segir Agnes. bruggsmidjan.is


SÓKNARFÆRI | 7


8 | SÓKNARFÆRI

Hnarreistar eða luralegar vínflöskur – bragðað á eðalvínum með Einari Thoroddsen „Heima á jólum held ég mig við frönsk vín og læt ekkert hagga mér í því. Meginreglan er sú að drekka „Borðeyrarvín“, Cabernet Sauvignon frá Bordeaux-héraði, með íslenskri villibráð. Það á við lamb, rjúpu, hreindýr og jafnvel svartfugl. Með nauti, svíni, önd eða kalkúna vel ég hins vegar Búrgúndarvín. Kryddin í Cabernet eru oft þau sömu og gróðurinn sem villibráðin nærist á en áferð nauta- og svínakjöts er hins vegar svipuð og á Pinot Noir-vínum frá Búrgúnd,“ segir Einar Thoroddsen, læknir og vínsérfræðingur, og bætir við: „Hliðarreglan mín er svo sú að frönsk vín í axlasignum, luralegum flöskum eiga oft vel við kjöt af luralegum dýrum. Það getur verið gagnlegt að muna fyrir þá sem þekkja lítið til vína. Naut og önd eru til dæmis luraleg dýr og þá smellpassar Pinot Noir. Létthlaupandi og hnarreist dýr á borð við lömb og hreindýr kalla hins vegar á vín í hnarreistum flöskum. Þegar menn velja svona saman mat og vín verður útkoman Silli & Valdi eða Marks & Spencer; annað getur ekki án hins verið! Svo því sé samt til haga haldið á þessi regla ekki við um til dæmis Rioja-vínin á Spáni. Þau eru í hnarreistum flöskum en eiga betur við luralegu dýrin en þau léttu og fótfránu.“

Lífið er of stutt fyrir léleg vín Veislumatur og „rétt vín með“ er sígilt umræðu- og viðfangsefni margra í aðdraganda jóla, til dæmis meðal Athyglinga sem standa að útgáfu Sóknarfæris. Við fengum Einar Thoroddsen til að ræða málið eina kvöldstund og smakka vín undir forystu sérfræðingsins í leiðinni. Það var ekki leiðinlegt, eiginlega eins langt frá því og hugsast getur.

Einar stjórnaði innkaupum og síðan öllum tilfæringum við sjálfa prófunina á vettvangi. Hann valdi tvær flöskur frá Frakklandi og eina flösku frá hverju landanna fimm: Bandaríkjunum, Líbanon, Ítalíu, Síle og Spáni. Verðið er á bilinu 3.000 til 9.000 fyrir flöskuna, sem var í samræmi við tilefnið. Sérfræðingurinn segir að lífið sé einfaldlega of stutt fyrir léleg vín. Auðvelt sé að eyðileggja fyrir sér góða máltíð á hátíðarstundu með því að horfa í sparnaðarskyni úr hófi fram í krónurnar við innkaup í vínbúðinni. Á sama hátt sé hægt að lyfta máltíð á æðra tilverustig með góðu og viðeigandi víni sem kosti þá jafnan meira, enda séu bestu vínin yfirleitt dýrust.

gæsalifur og svo með mygluostum. Smakkinu lauk með því að viðstaddir skáru sér vænar sneiðar af blámygluosti úr Búðardal og drukku með sæta hvítvínið úr kjallara Einars. Þessi tvenna var unaðsleg og reyndist eiginlega þannig að hér eftir verður ekki borðaður mygluostur nema upp í hugann komi Sauternes. Þarna sannaðist því fullkomlega kenningin um mat og vín, Silla & Valda og Marks & Spencer.

Bros Miklabæjar-Sólveigar kom við sögu Sérfræðingnum tókst að opna nýliðum í smökkun nýja veröld og sýna fram á hvernig hægt er að njóta vína líka með því að stúdera lit, þefa, velta vökvanum um í munni, spá í eftirbragð, sýru og fleira og fleira. Sumt af því sem nefnt var við að þefa og smakka hefur út af fyrir sig ekkert með vín að gera, svona í fljótu bragði að minnsta kosti, en það hlýtur samt að vera í raun fyrst þrautreyndur maður í vínfræðum segir svo. Dæmi um umsagnir um viðmið fyrir lykt eða bragð sem heyrðust upphátt: reykspólun í spyrnukeppni, uppþvottaklútur, blek, pennastokkur, melódíur eftir Paul McCartney, bros Miklabæjar-Sólveigar, fjósalykt, eftirbragðskúfur eins og uppsett hár á konu á bítlatímanum, vín með tign eins og kýr sem gengur yfir læk og lyftir um leið halanum. Það verður að segjast að vínin sem fengu lofsamlegustu ummælin kosta flestar krónur í vínbúðinni.

Vínin sem við prófuðum Frönsku vínin stóðu uppi sem turnarnir tveir. Spánska vínið fékk mjög góða umsögn líka og Kaliforníuvínið þótti áhugavert. Svo liggur fyrir að menn gera ágæt kaup í flösku af Síle-víninu.

Dísætur leynigestur Ein eilífðarspurning á þessum árstíma hljóðar þannig: Hvaða vín á ég að drekka með hangikjöti á jóladag? Einar er skjótur til svars: „Ég myndi ekki fórna neinum vínum sem við prófum hér með hangikjöti. Sjálfur er ég ekki með hangikjöt á borðum um jól en ef svo væri myndi ég líklega drekka með því maltesín eða bjór.

Vilji menn endilega vín með hangikjötinu bendi ég á Rhône-vínin frönsku sem skársta kost.“ Góður leynigestur birtist á smakksamkomunni og hafði sannarlega erindi. Einar hafði með sér að heiman flösku af dísætu hvítvíni frá víngerðarsvæðinu Sauternes í Bordeauxhéraði Frakklands. Nákvæmlega sú tegund fæst ekki í vínbúðum á Íslandi en myndi kosta þar meira en dýrasta rauðvínið sem smakkað var þarna um kvöldið. Þoka liggur yfir vínekrum og stuðlar að myglu á berjum vínviðarins. Það er lykillinn að því að gera vínið að þeim eðaldrykk sem það er! Mygluvínið þykir henta vel með til dæmis anda- eða

Domaine Latour Corton Grand Cru – franskt Búrgúndarvín, 8.999 kr. Chateau Carbonnieux – franskt Bourdeauxvín, 8.785 kr. Marimar Estate Pinot Noir Kaliforníuvín, 6.249 kr. Chateau Musar – úr Bekadalnum í Líbanon, 5.199 kr. Pesquera Crianza – frá Spáni, 3.880 kr. Padrone di Casa Brunello di Montalcino – frá Ítalíu, 3.498 kr. Montes Alpha Cabernet Sauvignon –frá Síle, 2.999 kr. Chateau Haut-Bergeron, Sauternes (sætt hvítt vín, franskur leynigestur)


SÓKNARFÆRI | 9

Íslenskur kalkúnn Hollur hátíðarmatur!

ATA R N A

Heslihnetu- og sveppafylling að hætti Reykjabúsins • 150 g smjör • 350 g nýir sveppir, niðursneiddir • 200 g laukur, smátt saxaður • 1 stilkur sellerí, smátt saxaður • 1/2 búnt steinselja, smátt söxuð eða 2 msk þurrkuð • 3-4 msk þurrkuð salvía • 300 g skinka, smátt söxuð • 100 g heslihnetur, ristaðar og sneiddar • 150 g (u.þ.b. 3 bollar) brauðteningar • 2 stór egg • 2 dl rjómi • 1/2 tsk salt • 1 tsk ferskmalaður pipar

Bræðið smjör í stórum potti og látið sveppi og grænmeti ásamt steinselju, salvíu og skinku krauma í því í 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið þá heslihnetum og brauðteningum í pottinn og látið fyllinguna kólna lítillega. Hrærið þá eggjum og rjóma saman við og kryddið með salti og pipar. Má laga daginn áður og geyma í ísskáp þar til fylla á fuglinn.

Verði ykkur að góðu Reykjabúinu, Mosfellsbæ.

Holda kalkúnn frá Reykjabúinu er hollur • Hreint kjöt án allra aukaefna, fitusnautt og létt í maga • Fæst í flestum matvöruverslunum •

Fleiri uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á

kalkunn.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA


10 | SÓKNARFÆRI

RB Rúm í Hafnarfirði

Lykilhugtakið er sveigjanleiki Í 70 ár hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir óskum hvers og eins. Birna Ragnarsdóttir, dóttir hans og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að starfsmenn RB Rúma séu stoltir af því hve fyrirtækið hefur starfað lengi. „Fyrirtækið væri ekki ennþá til ef við værum ekki að gera góða hluti,“ segir Birna. „Ég tel að við eigum trygga viðskiptavini á markaðnum og ég finn að fólk kann að meta íslenska framleiðslu og það veit að varan okkar endist.“ Sveigjanleiki er lykilhugtak þegar kemur að framleiðslu RB Rúma. Viðskiptavinir hafa nær óteljandi möguleika á að velja rúm við sitt hæfi og geta valið um mismunandi lengd, breidd, hæð og stífleika dýnanna. Birna segir að fyrirtækið smíði rúm í öllum stærðum og auk þess sé boðið upp á þá þjónustu að gera við dýnurnar þegar þær bila. „Okkar dýnur eru þannig að það er hægt að endurnýja þær, ólíkt flestum öðrum dýnum. Það getur verið allt að helmingi ódýrara að láta endurnýja dýnurnar en að kaupa nýjar,“ segir

Birna. Hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum: RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe, og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar fjórar tegundir, mjúk, medíum, stíf og extrastíf, allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið getur breytt stífleika springdýnanna og er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. „Það skiptir miklu máli að hafa tvöfalt fjaðrakerfi í rúmunum en ekki heila plötu eins og margir bjóða. Þá fæst full nýting út úr efri dýnunni og það fæst djúp, tvöföld fjöðrun. Endingin á dýnunni verður líka meiri. Svo mæli ég með því að ef tveir deila rúmi séu þeir með tvær dýnur og tengi þær saman með rennilás.“ RB Rúm eru í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. rbrum.is

Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB Rúma í Hafnarfirði.

Hafkalk – fæðubótarefni úr kalkþörungum Hjá RB Rúmum eru framleiddar springdýnur og rúm í öllum stærðum og gerðum.

Í Bíldudal er fyrirtækið Hafkalk sem fæst við framleiðslu á fæðubótarefnum úr kalkþörungum. Fyrirtækið hóf starfsemi 2009 og hefur náð að

sérprentaðar Möppur

hannaðar að utan sem innan eftir þínum þörfum

Fyrir fundi, ráðstefnur, markaðssetningar eða kynningar

Hringdu og fáðu upplýsingar ✆ 562 8500

Múlalundur - fyrir betri framtíð V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is

Frá framleiðslu Hafkalks á Bíldudal.

hasla sér völl á íslenskum markaði og fást vörur þess í flestum stórverslunum og lyfjaverslunum landsins. Fyrirtækið hefur gengið vel alveg frá fyrstu tíð og vörur þess hafa fengið góðar viðtökur. Jöfn og góð sala hefur verið á vörunum og þrír starfa hjá fyrirtækinu. Jörundur Garðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi segir að grunnurinn í framleiðslunni séu kalkþörungar úr Arnarfirði. Hráefnið komi frá Íslenska kalkþörungafélaginu hf. „Við pökkum inn á hylki og þetta eru nokkrar milljónir hylkja sem við framleiðum á hverju ári,“ segir Jörundur. Fyrirtækið framleiðir þrjár vörutegundir, þ.e. Hafkalk, Hafró og

Hafkrill. Síðastnefnda tegundin er reyndar ekki framleidd á staðnum heldur er ljósátulýsið sem í því er, flutt inn og pakkað inn af Hafkalki. Hinar tvær vörutegundirnar, Hafkalk, sem er kalkþörungar, og Hafró, sem er kalkþörungar, magnesíum og B6- og C-vítamín, eru hins vegar framleiddar í Bíldudal. Frá upphafi hefur Hafkalk verið í samstarfi við Icepharma um sölumál og Parlogis sér um dreifingu á vörum fyrirtækisins. Vörnar fást í öllum lyfjaverslunum landsins, heilsuvöruverslunum og eru á heilsuhillum flestra stórmarkaða. hafkalk.is


SÓKNARFÆRI | 11

Gjafakort Borgarleikhússins

Gildir fyrir tvo á sýningu að eigin vali

Jólatilboð Borgarleikhússins Mary Poppins Miði fyrir tvo á söngleikinn ástsæla og frábær geisladiskur með tónlistinni úr sýningunni.

10.900 kr. Furðulegt háttarlag hunds um nótt Miðar fyrir tvo á sýninguna og bókin.

9.900 kr. Ljúffengt leikhúskvöld Gjafakort og ljúffeng leikhúsmáltíð fyrir tvo.

10.500 kr.

Gjöf sem aldrei gleymist! Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is


12 | SÓKNARFÆRI

Jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna á veitingastaðnum Satt:

Hefðir og sígild hátíðarstemning Veitingastaðurinn Satt á Icelandair hótel Reykjavík Natura við Reykjavíkurflugvöll hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem einn af skemmtilegustu veitingastöðum borgarinnar, þar sem áhersla er lögð á ferskt gæðahráefni í allri matseld, lipra þjónustu, samkeppnishæft verð og notalegt andrúmsloft. Með Satt hefur líka orðið til skemmtilegur nýr valkostur þegar kemur að því að ákveða hvert skuli haldið til að njóta jólahlaðborðsins þetta árið.

Hátíðlegt og gott „Hjá okkur eru það gömlu hefðirnar sem gera jólin að sannri hátíð. Hér er heimalagað góðgæti á boðstólum þar sem meistaralið Satt fær útrás fyrir hæfileika sína og sköpunargleði. Við notum aðeins besta hráefnið hverju sinni sem við eldum af mikilli innlifun og alúð. Jólahlaðborðið okkar er í senn hefðbundið en býður um leið hollari valkosti fyrir þá sem það kjósa, svona í anda Satt,“ segir Brynhildur Guðmundsdóttir, hótelstjóri á Reykjavík Natura.

Jólahlaðborð fjölskyldunnar „Við leggjum mikið upp úr því að laða til okkar fjölskyldufólk í jólahlaðborðið í hádeginu á sunnudögum í desember. Þetta endurspeglast í hóflegu verði fyrir þær kræsingar sem eru í boði, aðeins kr. 4.900 á hvern fullorðinn. Börn 6-12 ára greiða hálft verð en yngri börn ekkert. Þá kíkir jólasveinninn í heimsókn til okkar og kætir börnin og Guðrún Árný Karlsdóttir syngur jólalög,“ bætir Brynhildur við. Jólahlaðborðið á Satt er í boði jafnt í hádeginu sem á kvöldin þessa fyrstu aðventuhelgi en er síðan í hádeginu alla daga til jóla frá og með 4. desember. Á kvöldin er boðið upp á jólahlaðborðið föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum fyrstu þrjár helgarnar í desember og er verðið kr. 9.400 á mann. Guðrún

Brynhildur Guðmundsdóttir, hótelstjóri á Reykjavík Natura.

Árný syngur jafnframt fyrir kvöldgesti þessa daga.

Skötuveisla á Þorláksmessu „Við viljum viðhalda hefðunum og skapa sígilda hátíðarstemningu á glæsilegum, nýjum veitingastað og bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar,“ segir Brynhildur. Hún bætir því við að eins og alvöru veitingastað sæmir bjóði Satt svo að sjálfsögðu upp á skötuveislu í hádeginu á Þorláksmessu „líkt og hefur verið gert í þessu húsi hér í áraraðir.“ Þar er fullt verð kr. 5.300 á mann en hálfvirði fyrir börn. Borðapantanir eru í síma 444 4050 eða á satt@sattrestaurant.is

Jólunum fylgir birta og ylur og angan af góðum mat. Satt er fyrir alla fjölskylduna.

Jólatréð á sínum stað á Satt og það er óneitanlega freistandi að taka forskot á sæluna.

sattrestaurant.is

Móðir Jörð

Meðlæti með hátíðarmatnum Móðir Jörð í Vallanesi hefur vakið athygli fyrir lífrænar sælkeravörur sem henta vel með hátíðarmatnum. Má t.d. nefna sultað rótargrænmeti sem er ótrúlega gott sem meðlæti með algengum íslenskum réttum en einnig með ýmsum snittum og ostum. Í Rauðrófgló eru rauðrófur, laukur, engifer og epli og passar hún einstaklega vel með hangikjöti, en einnig með sterkum ostum. Gulrófugló, sultaðar rófur með döðlum og apríkósum, passar vel með paté og kalkún eða kjúklingaréttum. Fennelgló er frábært hátíðarmeðlæti t.d. með önd og villibráð, s.s. hreindýrakjöti, en hér eru á ferðinni sultaðar rauðrófur með fennel og stjörnuanís. Fennegló er einnig afbragð út á salöt. Þessar vörur Móður Jarðar fást í Búrinu, Frú Laugu, Fjarðarkaup, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni og Víði. vallanes.is

Meðlætið frá Móður Jörð svíkur engan. Ljósm. Francois Goudier.


SÓKNARFÆRI | 13

RÚM

Allt fyrir svefnherbergið Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir

d v e h f. 2013

Íslensk hönnun

Opið alla virka daga frá kl. 9-18 | Laugardaga 10-14 | Sunnudaga 13-16 fram að jólum RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími 555 0397 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is | Erum á


14 | SÓKNARFÆRI

KRAUM – glæsilegur fulltrúi íslenskra hönnuða Verslunin Kraum er í hjarta borgarinnar í húsi Skúla fógeta við Aðalstræti 10, sem er elsta hús miðborgarinnar. „Fógetahúsið“ var byggt árið 1762 en þar hófst einmitt ullariðnaður Íslendinga á vegum Innréttinganna. Því má með sanni segja að íslensk hönnun hafi byrjað þar. Saga hússins hefur alltaf verið haldin í heiðri og starfsmenn eru mjög meðvitaðir um hversu mikils virði hún er. Halla Bogadóttir er framkvæmdastjóri Kraum en verslunin, sem var stofnuð 2007, hefur það að markmiði að selja eingöngu íslenska hönnunarvöru. Undir handleiðslu Höllu hefur vöruval verslunarinnar verið útvíkkað með því að taka inn íslenska matvöru eins og salt, hunang og síróp og íslenskar snyrtivörur sem hlotið hafa frábæra dóma fyrir gæði. Þar má nefna Sif cosmetics, Sóley og svo nýjustu vöruna Zopure og Penzim sem er byggt er á tuttugu ára rannsóknum dr. Jóns Braga Bjarnasonar. Nýlega var opnuð tónlistardeild í Kraumi sem nefnd hefur verið „Íslenskir tónar“ en nafnið vísar í gamalt, íslenskt útgáfufyrirtæki í tónlist. Þar er að finna eingöngu íslenska tónlist, það besta frá hverjum framleiðanda. Margir hafa farið af stað með það háleita markmið að halda sig við íslenska hönnun en Kraum er eina verslunin sem hefur staðist freistinguna að blanda erlendri hönnun við vöruvalið. Vörur sem finna má í Kraum eru eftir fjölmarga hönnuði og í raun má segja að heimsókn í Kraum sé á við að fara á listasýningu þar sem hver listamaðurinn af öðrum sýnir vörur sínar. Starfsemi miðborgarinnar er orð-

Kraum hefur að markmiði að selja eingöngu íslenska hönnunarvöru.

Í Kraum við Aðalstræti er sjón einfaldlega sögu ríkari.

Heimsókn í Kraum er á við að fara á listasýningu þar sem hver listamaðurinn af öðrum sýnir vörur sínar.

Vörurnar sem finna má í Kraum eru eftir fjölmarga íslenska hönnuði.

in mjög öflug og getur Halla borið vitni um það. Hún situr í stjórn miðborgarkaupmanna, Miðborgin okkar, og er fulltrúi fyrir Kvosina. Kaupmenn vinna að því að gera miðborgina skemmtilegri í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg. T.d. hefur vel til tekist með „Jólaborgina Reykjavík“. CNN valdi Reykjavík

sem mest spennandi jólaborgina að heimsækja og það hjálpaði til við að lagt var enn meir í skreytingarnar s.s. jólavættina, jólaskreytingarnar voru endurgerðar og svo mætti lengi telja. Sjón er sögu ríkari. kraum.is

Tryggðu þitt sóknarfæri með símenntun

Kannaðu framboðið í námsvísi IÐUNNAR á næstu námsönn. » NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF » NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR » TÖLVUNÁMSKEIÐ » TÖLVUSTUDD HÖNNUN » HÁRSNYRTINÁMSKEIÐ » BÍLGREINASVIÐ » BYGGINGA- OG MANNVIRKJASVIÐ » MATVÆLA- OG VEITINGASVIÐ » MÁLM- OG VÉLTÆKNISVIÐ » PRENTTÆKNISVIÐ

Skúlatún 2 - 105 Reykjavík Sími 590 6400 - www.idan.is

Nánari upplýsingar og skráning á www.idan.is

Frá námskeiði Garðyrkjufélags Íslands í ræktun ávaxtatrjáa.

Garðyrkjufélag Íslands – síungt í anda Garðyrkjufélag Íslands var stofnað 26. maí 1885, en félagið er síungt í anda og heldur úti þróttmikilli starfsemi. Garðyrkjufélagið er áhugamannafélag um gróður og garða með um 2500 félagsmenn. „Við höldum fræðslufundi og námskeið yfir vetrarmánuðina og svo eru garðagöngur að sumrinu. Við gefum út Garðyrkjuritið á hverju ári sem fylgir félagsaðildinni og svo erum við með um 100 bókatitla um gróður og garða til sölu, jafnt erlent og íslenskt efni,“ segir Valborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins.

Félagið flutti nýlega í glæsilegt húsnæði í Síðumúla 1 og er gengið inn frá Ármúla. Áður hafði félagið verið í 25 ár í litlu húsnæði við Frakkastíg. „Nú hefur félagið hentugt húsnæði til þess að halda fundi og námskeið, sem gefur okkur nýja möguleika.“ Salur Garðyrkjufélagsins er um 200 fm að stærð og tekur allt að 100 manns í sæti við borð og hentar prýðilega fyrir fundi, ráðstefnur og samkvæmi. gardurinn.is


SÓKNARFÆRI | 15

HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI Dálæti sumra á Kofareykta hangikjötinu frá Kjarnafæði virðist engum takmörkunum háð. Það er vissulega skemmtilegt að ljúffengt hangikjötið öðlist þann virðingarsess sem hér má sjá, en auðvitað nýtur það sín betur á matarborðum landsmanna, þar sem það hefur í áranna rás glatt og satt Íslendinga og skapað sannkallaða hátíðar- og jólastemmningu, enda um sérlega bragðgott hangikjöt að ræða. Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er sérvalið fyrsta flokks lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu íslensku reykbragði, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins.


16 | SÓKNARFÆRI

Skúlaverðlaun fyrir hálsmenið Jafnvægi Helga Ósk Einarsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, fékk Skúlaverðlaunin á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun nóvember fyrir hálsmen sem hún kallar Jafnvægi. „Ég var í rauninni að búa til skartgrip handa sjálfri mér. Ég er yfirleitt hrifin af mjög einföldum hlutum sem hafa tvíræða merkingu, húmor og vekja upp spurningar.“ Helga Ósk segir að hugmyndin að verkinu gangi út á jafnvægi en keðjan fer í gegnum menið sem vegar salt og hreyfist eftir líkamsstöðu þess sem ber það. Hálsmenið er smíðað úr silfri og skreytt ýmiss konar steinum í báða enda sem ber ekki mikið á við fyrstu sýn. Helga Ósk segir það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en efnt var til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda og bárust um 30 tillögur frá 20 aðilum. „Þetta er mikil viðurkenning á því sem ég er að gera og mikil kynning og það er frábært.“

Helga Ósk lærði gullsmíði hér á landi og hefur unnið mikið í víravirki undanfarin ár og smíðað mikið af búningasilfri. „Eftir margra ára smíði á búningasilfri langaði mig að breyta til og ákvað að fara í frekara nám í skartgripahönnun í Kaupmannahöfn. Þar lærði ég nýja tækni í hönnun sem varð mér innblástur og veitti mér sjálfstraust í að gera eitthvað nýtt og hanna fyrir mig. Ég fór að hanna og smíða nútímalegri skartgripi sem eru ekki tengdir víravirkinu á neinn hátt. Víravirkið á auðvitað sinn þátt í því að ég set verkin mín í víðara samhengi og eru hluti af persónuleika hvers og eins.“ Skartgripir Helgu Óskar fást hjá Kraumi, Rhodium og hjá netversluninni Ilmur.net. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á undanförnum árum, m.a. í Kaupmannahöfn, New York og Tokýó.

Helga Ósk Einarsdóttir Skúlaverðlaunahafi 2013 ásamt Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og Kristínu S. Garðarsdóttur leirlistakonu sem hlaut viðurkenningu fyrir verkið Doppur.

Helga ósk hefur unnið mikið í víravirki undanfarin ár.

Jafnvægi er smíðað úr silfri og skreytt ýmiss konar steinum í báða enda.

milla.is

Papco

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Framleiðir hreinlætispappír úr 2.000 tonnum á ári Papco heldur á þessu ári upp á 30 ára afmæli sitt. Fyrirtækið er með verksmiðju á Stórhöfða í Reykjavík og framleiðir hreinlætisvörur úr pappír af margvíslegu tagi. Þórður Kárason framkvæmdastjóri segir að heilt yfir litið hafi starfsemi Papco gengið vel. Fyrirtækið framleiðir m.a. servíettur, eldhúsrúllur, salernispappír, pappírsþurrkur og fleira. Hráefnið er

Útvatnaður saltfiskur

Þessi gamli

góði

g virðiðni gæ Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is

flutt inn erlendis frá, um það bil 2.000 tonn á ári, og framleitt er úr því í verksmiðjunni á Stórhöfða. Unnið er á vöktum frá kl. átta á morgnana til kl. tólf á kvöldin. 40 manns starfa hjá Papco. „Það er mikið magn á þessum markaði og við erum að keppa við innflutning. En við njótum virðingar sem framleiðslufyrirtæki og eigum sterk vörumerki og trygga viðskiptavini,“ segir Þórður. Papco framleiðir nokkrar vörutegundir og segir Þórður mesta áherslu lagða á framleiðslu á gæðavöru. Papco framleiðir einnig sérframleidd vörumerki fyrir fyrirtæki eins og Nettó, Bónus, Krónuna og Fjarðarkaup. Um það bil helmingur allrar framleiðslunnar er á þessu sviði. Þarna horfa menn til gæða, magns og verðs. „Við eigum einnig sterk vörumerki sem heita Fífa, Fis og Fjóla sem eru nöfn úr íslenskri náttúru.“ Papco er skipt upp í neytendasvið og fyrirtækjasvið. Fyrirtækjasvið þjónustar fyrirtækin í landinu. Papco er með rammasamninga við Ríkiskaup og Reykjavíkurborg. „Gerð var stefnubreyting hjá fyrirtækinu 2009 því fram að þeim tíma höfðu við eingöngu verið í þjónustu við neytendamarkaðinn. Okkar vaxtabroddur hefur síðan verið öllu

Þórður Kárason framkvæmdastjóri: „Okkar vaxtabroddur hefur verið öllu meiri á fyrirtækjasviðinu undanfarin ár.“

meiri á fyrirtækjasviðinu,“ segir Þórður. papco.is


SÓKNARFÆRI | 17

Heimilisiðnaðarfélag Íslands

Áhugaverðar bækur og námskeið fyrir jólin Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur í gegnum tíðina staðið að útgáfustarfsemi og gefið út vandaðar handverksbækur, meðal annars í þeim tilgangi að viðhalda menningararfinum á þann máta. Nýjasta bókin er Faldar og skart – faldbúningurinn og aðrir íslenskir þjóðbúningar sem var gefin út í sumar í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. „Lögð er áhersla á sögu íslenskra þjóðbúninga,“ segir Solveig Theodórsdóttir, formaður félagsins. „Bókin er full af fróðleik, hún er skemmtileg aflestrar og í henni er mikið af myndum, bæði gömlum og nýjum. Þar eru til dæmis myndir sem erlendir landkönnuðir máluðu á ferðum sínum fyrr á öldum.“ Á bak við gerð bókarinnar liggur mikil vinna hóps kvenna innan Heimilisiðnaðarfélags Íslands sem vann mikla rannsóknarvinnu á því hvernig þjóðbúningarnir eru saumaðir og gerðir en þær skoðuðu gamla búninga hérlendis og erlendis til að finna út úr því. Önnur vönduð bók, Sjónabókin, kom fyrst út árið 2009 og er um merkilegt rit að ræða. Bókin er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarfélagsins, Þjóðminjasafns Íslands og Listaháskóla Íslands. „Bókin er um 800 blaðsíður og í henni eru 10 íslensk handrit frá 16. og 17. öld sem nú í fyrsta sinn eru aðgengileg fyrir alla til að nota í sína hönnun. Munstrin eru öll á geisladiski sem fylgir bókinni. Með tilkomu bókarinnar hafa allir aðgang að mynstrum sem annars eru eingöngu til á Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðminjasafni Danmerkur.“ Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur í gegnum tíðina verið með jólaföndurnámskeið og svo verður einnig í ár. „Við höfum m.a. verið með námskeið í tálgun, þurrþæfingu, að kríla bönd og brjóstsykursgerð,“ segir Solveig en boðið verður upp á þessi námskeið fyrir þessi jól. Þá verður hægt að læra að gera músastiga og jólapoka og verður einnig boðið upp á kennslu í þessu tvennu á Árbæjarsafni. Haldinn er svokallaður handavinnudagur frá kl. 13-17 alla fimmtudaga í húsnæði félagsins og þá sitja konur og vinna jólahandavinnu og er leiðbeinandi á staðnum. Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á fjölbreytt og spennandi

námskeið allt árið og verða námskeið á vorönn tæplega 70 talsins. heimilisidnadur.is

Jólaföndurnámskeið er meðal þess sem Heimilisiðnaðarfélagiuð býður upp á.

Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli- eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, smá af sultu og njóttu þess.

www.facebook.com/Fronkex

www.fronkex.is


18 | SÓKNARFÆRI

Jólamaturinn og hefðirnar Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður segir frá sínum jólamat og færir okkur uppskrift að reyktum hátíðakjúklingi til að snæða um áramótin Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður: „Ég held að ég sé ekki einn um að velja sama aðalréttinn á aðfangadag ár eftir ár.“

Er einhver tíska í jólamatnum þetta árið Úlfar? „Zebrahestur og krókudíll koma sterkir inn þetta árið,“

segir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður grafalvarlegur en skellir svo upp úr. Hann segist reyndar

Jólagjöfin í ár! • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með

Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765

R a u ð a g e rð i 2 5 · 1 0 8 R

eykjav

ík · S

ími 4 40 18 00 · ww w.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér

vera mikið jólabarn og rígheldur í hefðir um jólin. „Ég held að ég sé ekki einn um að velja sama aðalréttinn á aðfangadag ár eftir ár en ef um breytingar hjá mér er að ræða þá er það helst í meðlætinu, sem er nefnilega oftast jafnmikilvægt og aðalhráefnið sem eldað er,“ segir hann. „Ný meðlætistegund getur gjörbreytt máltíðinni. En hvað eldar Úlfar sjálfur um jólin? „Hér áður fyrr lenti ég í því að vera með allt of marga rétti á aðfangadag en núna er ég búinn að finna jafnvægi í þeim málum og geri alltaf eins. Síðan gerum við fjölskyldan frekar breytingar um áramótin. Í forrétt á aðfangadag höfum við alltaf sama humarforréttinn sem ég elda þannig að ég snöggsteiki humarinn, bý til mousselinesósu og hef spínat, aspars og sveppi sem meðlæti. Aðalrétturinn er svo alltaf rjúpur eins og mamma eldaði þær og þar verður engin breyting á,“ segir hann og bætir við að það vilji til að öllum í fjölskyldunni þyki rjúpurnar líka bestar þannig. „Eftirrétturinn er svo rjómavanilluís með hindberjasósu eins og mamma gerði,“ segir Úlfar síðan dreyminn á svip. Þessa rétti elda ég aldrei nema á jólunum.“ Úlfar segir að jólamaturinn sé svo heilagur hjá honum að einu sinni þegar hann fór út að borða og sagði við kokkinn, eins og hann gerir iðulega: „Komdu mér bara á óvart.“ „Kokkurinn kom líklega með það besta sem hann kunni að elda sem voru rjúpur. En ég þurfti að fá að skipta um aðalrétt því þetta var að vori og það var ekki rétti tíminn fyrir rjúpur,“ segir Úlfar hlæjandi. Hann tekur fram að maturinn hafi verið mjög góður að öðru leyti og að kokkurinn hafi alveg skilið tiktúrur hans og kom með annan aðalrétt. „Við kokkarnir erum nefnilega svolítið skýtnir varðandi matinn sem við borðum,“ bætti hann við og segir að hann borði rjúpur bara einu sinni á ári þótt hann eldi þær oft fyrir aðra. Maturinn um áramótin er ekki eins hefðbundinn og jólamaturinn og er sjaldan eins. Stundum er það villibráð eins og hreindýr en nýverið hefur Úlfar verið að gera tilraunir með hátíðakjúkling. Og hér fylgir uppskrift frá Úlfari að hátíðafugli:

Reyktur hátíðafugl með rauðvínssósu og rauðrófum 1 reyktur hátíðafugl (kjúklingur), u.þ.b. 2 kg 3 skrældar rauðrófur 2 msk. olía 1 msk. smjör 15 skrældir smálaukar eða tveir venjulegir í bátum 15 sveppir 1 msk. tómatpurré ½ flaska rauðvín 2-3 tímíangreinar eða 1 tsk. þurrkað 3-4 lárviðarlauf ½ tsk. malaður pipar 1 msk. kjúklingakraftur 2 dl vatn sósujafnari 50 g kalt smjör í teningum Látið fuglinn í eldfast mót ásamt rauðrófum. Kraumið lauk og sveppi í olíu og smjöri í potti í 2 mín. Bætið þá tómatpurré, rauðvíni, lárviðarlaufum, tímíani og pipar út í pottinn og sjóðið í 1 mín. Hellið þá úr pottinum í eldfast mót og færið í 170°C heitan ofn. Bakið í 40 mín., snúið þá fuglinum við og látið hann liggja á bringunni í 40 mín. í viðbót eða þar til kjarnhiti sýnir 71°C. Sigtið allan safa úr eldfasta fatinu í pott og bætið vatni saman við ásamt kjúklingakrafti og þykkið með sósujafnara. Skerið rauðrófurnar í báta og setjið í pottinn. Takið þá pottinn af hellunni og bætið köldu smjöri í teningum, saman við. Hrærið þangað til smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Berið fuglinn fram með sósunni og t.d. sellerírótarkartöflumús, djúpsteiktum bláum kartöflum og salati.


SÓKNARFÆRI | 19

Lífsstílsbækur – jólagjöfin í ár! Það er mat sérskipaðrar valnefndar á vegum Rannsóknaseturs verslunarinnar að jólagjöfin í ár sé „lífsstílsbók“. Röksemdirnar eru þær að gífurleg gróska hefur verið í útgáfu og sölu á lífsstílsbókum á þessu ári og því rímar jólagjöfin í ár vel við tíðarandann. Að mörgu leyti fjalla lífsstílsbækur um góðar lífsvenjur og dyggðir sem lengi hafa verið í heiðri hafðar og ganga nú í endurnýjun lífdaga með nútíma efnum og aðstæðum að leiðarljósi. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, sem stendur fyrir þessu árlega vali, segir að þessi mikla aukning í útgáfu og sölu á lífsstílsbókum sé í takt við þær breytingar sem orðið hafa í samfélaginu frá hruni. „Það hafa orðið neyslubreytingar, kannski í átt til meiri sjálfsþurftarbúskapar. Margir hafa lagt lúxusinn til hliðar og vilja rækta sjálfa sig. Engu að síður gera flestir enn talsverðar kröfur en það er þá meira á sviði upplifunar en á sviði lúxusvöru,“ segir Emil. Hann segir að almenningur geri þó ennþá talsverðar kröfur sem t.d. sjái sér stað í aukinni sölu á lífrænni vöru. Annað sem hefur breyst er netnotkun í tengslum við verslun. Hún sé þó á þann hátt að fremur lítil netverslun sé hjá fyrirtækjum hér innanlands en almenningur nýtir sér netið í auknum mæli til að gera samanburð og afla sér upplýsinga áður en fest eru kaup á vörum. Ennfremur hafi það færst mikið í vöxt að Íslendingar kaupi vörur erlendis frá í gegnum netið. „Það sem hefur hamlað íslenskri netverslun er hve lítið markaðssvæðið hér er. Það er ekki hægt að selja vörur í miklu magni. Þær netverslanir sem hafa náð bestum árangri eru þær sem hafa náð inn á erlendan markað. Nammi.is er dæmi um þetta. Þar var byrjað á því að selja íslenskt sælgæti til Íslendinga í útlöndum en nú hefur starfsemi verslunarinnar aukist stórlega og kaupendahópurinn orðinn mun stærri. Annað dæmi er Bláa lónið sem selur íslenskar vörur út um allan heim,“ segir Emil. Í fyrra valdi valnefndin íslenska tónlist sem jólagjöf ársins, árið þar áður var það spjaldtölva. Á undan því lopapeysa, jákvæð upplifun, íslensk hönnun, GPS- staðsetningartæki og ávaxta- og grænmetispressa árið 2006. Rannsóknasetur verslunarinnar

Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.

áætlar að jólaverslun aukist um 4% frá síðasta ári. Ef leiðrétt er fyrir verðhækkunum á tímabilinu nemur aukningin 0,5% að magni til. Samkvæmt þessu má ætla að hver landsmaður verji að meðaltali um 44.000 krónum til kaupa á vörum fyrir jólin umfram verslun aðra mánuði ársins. rsv.is Framboð af lífsstílsbókum af fjölbreyttum toga er mikið í bókabúðum landsins um þessar mundir.


20 | SÓKNARFÆRI

Sýrusson

Að óskum hvers og eins Fjölbreytt úrval húsgagna fæst hjá Sýrusson og í nóvember var kynntur nýr sófi, Ljúfur, sem Reynir Sýrusson húsgagnahönnuður segir að sé frábrugðinn öðrum sófum sem hann hefur hannað hingað til. „Við leituðumst eftir smáfullkomnun. Útlitið átti að vera klassískt og þægindi mikil; sófinn átti að nýtast sem fyrirtækjasófi og hann átti að vera ótrúlega góður stofusófi en hann verður klárlega mest notaður sem slíkur. Svo er hann hannaður þannig að það er leikandi hægt að nota hann líka sem sjónvarpssófa en þá er keypt sérstakt bak í hann. Það sem er líka sérstakt við sófann er að þetta er pullusófi en það eru gormar í setupullunni sem er nýtt.“ Hver viðskiptavinur getur valið úr miklu úrvali af efnum og litum hvað sófann varðar en það á við um alla sófa og stóla sem framleiddir eru hjá Sýrusson. „Það er t.d. hægt að fá sófann í standard leðri eða extra mjúku og vönduðu leðri. Viðskiptavinurinn ræður því hvernig saumurinn er á litinn; við höfum t.d. framleitt dökkbrúnan sófa með ljósum saumum og það er líka hægt að fá hann t.d. með rauðum saumum. Svo er hægt að blanda saman taui og leðri – eða því áklæði sem hentar hverjum og einum.“ Sófann er hægt að fá fimm sæta, fjögurra sæta, þriggja sæta og tveggja sæta auk þess sem hægt er að fá stakan stól. Reynir segir að hann leggi almennt áherslu á stílhreinar vörur þegar kemur að hönnuninni. „Ég leitast eftir stílhreinum línum og legg mikla áherslu á að sófar og stólar séu þægilegir og að setið sé rétt í þeim.“ Hann segist leggja meiri áherslu á húsgögn úr stáli heldur en viði. „Það er þó viður inn á milli og þá oftast eik. Viðskiptavinurinn á þó alltaf síðasta orðið. Ef hann er t.d. að leita að barstól sem á að vera úr mahóníi þá framleiðum við hann þannig. Hann fær stól sem passar

Ljúfi er nýstárlegur sófi í meira lagi og frábrugðinn öðrum sófum hjá Syrusson.

Reynir Sýrusson húsgagnahönnuður: „Ég leitast eftir stílhreinum línum og legg mikla áherslu á að sófar og stólar séu þægilegir og að setið sé rétt í þeim.“

Sófinn Loki.

Kollurinn Dolli.

best inn á heimili sitt. Þá ræður viðskiptavinurinn hvort stálið sé svart, krómað, burstað eða silfurlitt. Viðskiptavinurinn velur áklæði og sófa og stóla og ræður stærðinni á sófaborðum.“ Reynir segir að hann reyni oft að ögra sjálfum sér og hafi hannað einn léttasta, staflanlega stól í heimi, Léttfeta. „Það tókst og hér fæst stóll sem vegur þrjú og hálft kíló og staflast í 40 stykkjum.“

Royal lyftiduft ómissandi í eldhúsum landsmanna

Íslensk framleiðsla

Stóllinn Funi.

syrusson.is

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir textílhönnuður var ein af mörgum með eftirtektaverða hönnun í Ráðhúsinu. Ljósmyndir: Þormar V. Gunnarsson.

Heimilisiðnaðarfélagið sýndi skemmtilega og þjóðlega hönnun.

Handverk og hönnun í Ráðhúsinu Handverk og hönnun stóð fyrir sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 7.-11. og 13.-17. nóvember sl. þar

sem listamenn og hönnuðir sýndu fjölbreytt skart, fatnað, muni úr hornum og beinum, leir- og glermuni og snyrtivörur. Gróskan og fjölbreytnin var mikil á sýningunni í ár sem fyrr þar sem níutíu aðilar sýndu verk sín auk þess sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands kynnti starfsemi sína. Þetta er í tíunda sinn sem Handverk og hönn-

un stendur fyrir þessum árlega viðburði. Við litum við í Ráðhúsinu fyrri sýningardagana og látum nokkrar myndir tala sínu máli. handverkoghonnun.is

Sýningin Handverk og hönnun sem var haldin í Ráðhúsinu dagana 7. til 17. nóvember sl. var mjög vel sótt og voru sýningagestir sammála um að þar hefði verið að sjá mjög merkilegt og fallegt íslenskt handverk.


SÓKNARFÆRI | 21

Íslenska jólaskeiðin:

Sú eina sem enn er framleidd á Norðurlöndum Íslenska jólaskeiðin 2013 er nú komin í sölu í verslun Guðlaugs A. Magnússonar en hún hefur verið framleidd af versluninni óslitið í 67 ár. Guðlaugur A. Magnússon hannaði og lét framleiða fyrstu jólaskeiðina árið 1946 og alla tíð síðan hefur ný skeið litið dagsins ljós fyrir hver jól. Undanfarin ár hefur sonardóttir Guðlaugs, Hanna Sigríður Magnúsdóttir, séð um hönnun jólaskeiðarinnar en hún rekur í dag verslun Guðlaugs A. Magnússonar við Skólavörðustíg 10. Hanna Sigríður er þriðji ættliðurinn sem hannar og framleiðir íslensku jólaskeiðina en hún tók við af föður sínum, Magnús Guðlaugssyni, sem rak verslunina í 40 ár. Magnús, sem dó í byrjun árs 2013, á því heiðurinn af flestum skeiðanna og segir Hanna að nýja jólaskeiðin sé tileinkuð minningu hans. „Það eru forréttindi að fá að halda kefli beggja þessara merku manna á lofti,“ segir hún.

Ný sería jólaskeiða Skreyting jólaskeiðanna breytist á hverju ári og jólaskeiðin 2013 er fyrsta skeiðin í nýrri 12 skeiða seríu sem verður framleidd næstu 12 árin. Þegar þeirri seríu lýkur árið 2024 verða einmitt liðin 100 ár frá því að verslun Guðlaugs A. Magnússonar var stofnuð á Ísafirði árið 1924. Jólaskeiðarnar bera keim af tíðarandanum hverju sinn. Þannig er jólaskeiðin í ár mjög frábrugðin skeiðunum sem voru í síðustu seríu frá 2001 til 2012 sem Hanna segir hannaðar undir áhrifum minimalismans sem þá var áberandi. „Í ár hef ég valið að hverfa aftur í tímann og er með skeið sem sver sig í ætt við gömlu skeiðarnar. Með því er ég að nokkru leyti að bregðast við óskum viðskiptavina sem hafa saknað gömlu skeiðanna.“ Hanna Sigríðar segir fjölmarga safna skeiðunum og að margir eigi samfellt safn skeiða frá upphafi. Talsvert af jólaskeiðum er selt til Íslendinga og annarra safnara sem eru búsettir erlendis. Vegna ártalsins sem greypt eru á skeiðarnar nýtast þær ekki aðeins sem jólagjafir heldur eru þær einnig vinsælar skírnargjafir og við margvísleg önnur tækifæri. „Jólaskeiðin er klassísk gjöf sem gaman er að gefa og gaman er að eiga, vegna þess að hún minnir á tiltekið ár eða viðburð í lífi eigandans. Eftir því sem við komumst næst er Íslenska jólaskeiðin eina jólaskeiðin sem enn er framleidd á Norðurlöndum og sennilega í Vestur-Evrópu. Georg Jensen framleiddi jólaskeiðar í 100 ár en þeirri framleiðslu var hætt árið 2009,“ segir Hanna Sigríð-

Íslenska jólaskeiðin 2013 er sextugasta og sjöunda skeiðin sem er hönnuð og framleidd á vegum verslunar Guðlaugs A. Magnússonar.

ur. Auk jólaskeiðarinnar er mikið úrval af öðrum skrautmunum og skarti sem Hann Sigríður hefur hannað í verslun Guðlaugs A. Magnússonar á Skólavörðustíg 10. gam.is Hanna Sigríður Magnúsdóttir í versluninni á Skólavörðustíg 10 með fyrstu jólaskeiðina og þá nýjustu.


22 | SÓKNARFÆRI

Miðborgin eflist og dafnar –segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri „Framtíð miðborgarinnar er í réttum farvegi hvað snertir fjárfestingu og aðhlynningu þótt ólíkra skoðana kunni að gæta um einstök áhersluatriði,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri sem er um margt ánægður með framgang mála í miðborginni. „Við erum til dæmis að sjá fjárfestingu í einni götu, Hverfisgötunni, upp á tvo og hálfan milljarð næstu tvö árin,“ segir Jakob sem hefur verið framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar síðan 2009. „Slík fjárfesting í miðborginni er ekki sjálfgefin og við eigum að þessu leyti núverandi meirihluta margt að þakka. „Undanfarin ár hafa kviknað ýmsar hugmyndir varðandi uppbyggingu þessa svæðis en í hruninu var fallið frá mörgum þeirra. Það hefur kannski verið af hinu góða þegar upp er staðið því nú er verið að framkvæma ýmsar enn betri hugmyndir. Alþjóðlegur valtari nútíma byggingarstíls, sem hefur farið yfir margar borgir í nágrannalöndunum, hefur ekki náð að eyða þeim gömlu reykvísku sérkennum sem okkur þykir vænt um.“

Miðborgin okkar – frjór samstarfsvettvangur Miðborgin okkar samanstendur af sjö deildum sem hver og ein hefur sinn eigin deildarstjóra, deildarfulltrúa og markaðsráðsfulltrúa. Samstarfsaðilar Miðborgarinnar okkar eru fjölmargir, m.a. Ráðhús Reykjavíkur, Bílastæðasjóður og hundruð hagsmunaaðila. Að sögn Jakobs er eitt af forgangsverkefnum Miðborgarinnar okkar að stuðla að markaðssetningu á miðborginni sem miðstöð öflugrar verslunar, þjónustu og menningar. Stjórnin fundar á hverjum þriðjudagsmorgni og heldur stöðugri vöku yfir öllu er varðar miðborgina, stóru sem smáu. Jakob er ánægður með fyrirkomulag og

Jólaborgin Reykjavík

starfsemi deildanna og segir að þar komi saman frjótt og áhugasamt fólk með jákvæðni og framsækni að leiðarljósi. Sem dæmi um framtakssemi einstakra rekstraraðila í miðborginni í þágu heildarinnar nefnir Jakob svæðið sem liggur frá Frakkastíg að Barónsstíg og hefur nýverið verið þróað, mörkuð sérstaða og hlotið nafnið Vitahverfið. Til að höfða jafnt til erlendra viðskiptavina sem innlendra hefur hverfið einnig hlotið ensku nafngiftina Lighthouse Village – the Creative Quarter. „Gamli vitinn sem Vitastígur er kenndur við var upphaflega þar sem nú er bakgarður Kex hostel. Nú er verið að endurbyggja hann og verður hann senn virkjaður sem e.k. stjórnstöð stemningar og miðlunar. Framsæknir og hönnunarmiðaðir aðilar, sem eru staðsettir á þessu svæði, tóku saman upplýsingar um alla vita á landinu, völdu mynstur og liti og

bjuggu til gullfallegt skjaldarmerki Vitahverfisins. Kvosin er annað svæði þar sem rekstraraðilar hafa tekið höndum saman. „Á einum tilteknum bletti eru mörg af bestu veitingahúsum Reykjavíkur. Kvosin veitingaþorp (Kvosin Restaurant Village) er nafn sem veitingahúsin hafa komið sér saman um til að marka sér sérstöðu og auglýsa sameiginlega. Á þessu svæði eru líka nokkrar verslanir sem selja vörur eftir íslenska hönnuði. Þar má nefna verslanir á borð við Kraum og Kirsuberjatréð sem gera hverfið einnig að skemmtilegu hönnunarhverfi.

Afgreiðslutímar verslana Jakob segir að stefnt sé að eflingu samtakamáttar miðborgarkaupmanna um grunnþætti á borð við sameiginlegan afgreiðslutíma, jólahald, skreytingar, hreinlæti og sitthvað fleira. „Ýmsum finnst halla á

Tækniþróunarsjóður l Tækniþróunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. l Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. l Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. l Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. l Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til.

Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á www.rannis.is

H N OTSKÓ GUR grafís k h önnun

Styrkir til nýsköpunar

miðborgina þegar við blasir að verslanamiðstöðvarnar hafa opið alla daga og stundum fram á kvöld. Í miðborg Reykjavíkur er hins vegar gjarnan að finna einyrkja sem standa vaktina sjálfir alla daga og þá gefur auga leið að erfitt getur verið að halda verslunum opnum langt fram á kvöld alla daga og þ.m.t. um helgar. Þróunin er samt í þá átt að fleiri og fleiri hallast nú að því að hafa opið á sunnudögum. Þar kemur til vaxandi straumur erlendra ferðamanna allan ársins hring. Bókabúðir eru til dæmis opnar frá 10 til 22 alla daga. Þá er bent á að Langur laugardagur sé í dag í raun ekkert langur miðað við kröfur neytenda. Á þessu stigi segir Jakob að ekki sé hægt að ganga lengra en almenn sátt náist um meðal rekstraraðilanna sjálfra og þegar slíkri sátt sé náð séu það eindregin tilmæli til hinna sömu að niðurstaða um afgreiðslutíma sé virt og hefur það tekist merkilega vel. Undanfarin ár hefur Miðborgin okkar efnt til vitundarvakningar meðal rekstraraðila um að hver haldi hreinu í kringum sinn rekstur, sérstaklega eftir helgargleðinætur því þá nái sópar hreinsitækninnar ekki öllu rusli. „Þá höfum við dreift sópum og lagt til að rekstraraðilar byrji daginn á að gera hreint hver fyrir sínum dyrum. Þetta hefur heppnast mjög vel. Einkunnarorðin Hrein borg – fögur torg eiga alltaf við.“

Starfsemi Miðborgarinnar okkar er margþætt að sögn Jakobs. Kaupmenn, veitingamenn, þjónustuaðilar og aðrir samstarfsaðilar vinna stöðugt að því að gera miðborgina enn vistlegri, mannvænni og skemmtilegri í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg. Vel hefur tekist til með Jólaborgina Reykjavík. Alþjóðlega sjónvarpsstöðin CNN valdi Reykjavík árið 2011 „mest spennandi jólaborg heims að sækja heim“. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að verkefni, tengt jólavættunum, sem Hafsteinn Júlíusson á hugmyndina að en hann er ungur hugmyndasmiður og hönnuður. „Ég fékk svo Gunnar Karlsson teiknara til að teikna vættirnar í þrívídd og hreyfa þær og þessu er síðan varpað upp á stóra fleti víðs vegar um borgina. Hugmyndin er skemmtileg því hún vísar beint í rammíslenskan arf. Í tengslum við jólavættirnar hefur jólalegur fjölskylduratleikur verið sérstaklega hannaður og dreift í gegnum fjölmargar sérmerktar verslanir í miðborginni. Svo verður einnig fyrir þessi jól.“ Í fyrra var bætt við þremur nýjum vættum og reis þar ein hæst, en það var vætturin Rauðhöfði, alræmd og illskeytt þjóðsagnapersóna. Var henni varpað upp á vegg Slysavarnafélagshússins við Granda þar sem 8. deild Miðborgarinnar okkar er nú í mótun. Rauðhöfði á skv. þjóðsögunum að hafa verið slysavaldur, en ákveðið var að þessi vættur yrði nú tákn slysavarna og farsældar. „Á tímum kvenfrelsis og jafnréttis var nýverið bent á að nú hallaði nokkuð á konur í vættaheimum miðborgarinnar. Því var ákveðið að næsta vættur yrði kvenkyns og að nú væri komið að Leiðindaskjóðu. Reyndar ekki hinni dæmigerðu, þvert á móti er þessi vættur þannig gerð að hún ber með sér stóra skjóðu sem hún safnar í öllum leiðindum sem verða á vegi hennar. Síðan er tekið til við að eyða þessum uppsöfnuðu leiðindum með markvissum hætti. Markmiðið gæti því verið: „Leiðindafrítt Ísland 2015“! Væri það ekki bara prýðilegt markmið?“ spyr Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri glaðbeittur, ánægður með borgina okkar.

Jólamarkaður á Ingólfstorgi Undanfarin ár hefur fjölbreytilegur jólabær verið að festa sig í sessi í Reykjavík. Jólabærinn var fyrst settur upp á Hljómalindarreitnum 2008 og var þar í nokkur ár en verður nú á Ingólfstorgi eins og undanfarin 3 ár. „Þar verður að þessu sinni sérstök áhersla lögð á jólatengt ljúfmeti og matvöru beint frá býli í bland við ýmsa spennandi gjafavöru. Snæfellingurinn Hlédís Sveinsdóttir hefur nýverið tekið við sem bæjarstjóri í jólabænum og við væntum mikils af þeirri góðu konu,“ segir Jakob.


SÓKNARFÆRI | 23


24 | SÓKNARFÆRI

Glófi ehf./VARMA:

Hefur framleitt í sömu vél í aldarfjórðung Glófi ehf. er stærsti framleiðandi prjónavöru á Íslandi. Nafn fyrirtækisins er dregið af gömlu íslensku orði yfir vettling en á upphafsárum þess framleiddi fyrirtækið eingöngu prjónaða vettlinga. Fyrirtækið óx þó fljótt og fór fljótlega að auka starfsemina með framleiðslu á annarri smávöru. Undirstaðan í starfsemi fyrirtækisins er íslenska ullin en úr henni, ásamt íslensku lambskinni, framleiðir Glófi yfir 80 vörutegundir undir vörumerkinu VARMA. Allar vörur VARMA eru íslensk hönnun og fer öll framleiðsla fram hér á landi.

Afmælissjal frá VARMA

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Allt frá upphafi starfseminnar hefur VARMA-sjalið notið sérstakrar hylli á meðal neytenda en fyrirtækið selur á bilinu 4-5 þúsund flíkur árlega. „Í ár er liðinn aldarfjórðungur frá því að fyrsta sjalið var framleitt og er það ennþá unnið í sömu vél með svokölluðum skekkingarprjón,“ segir

Birgitta G. S. Ásgrímsdóttir, söluog markaðsstjóri Glófa ehf. „Hönnun og útlit sjalsins hefur haldist óbreytt frá upphafi. Það eina sem hefur tekið breytingum í gegnum árin eru litirnir en þeir dansa eftir tískunni eins og svo margt,“ segir Birgitta og minnist á að litirnir heilla unga fólkið en það eldra festir frekar kaup á sjölum í hefðbundnari litum eins og svörtu, hvítu og gráu. Í tilefni af aldarfjórðungsafmæli hefur Glófi/VARMA ákveðið að setja í framleiðslu afmælisútgáfu af sjalinu í takmörkuðu magni. „Sjölin verða í svörtum og hvítum lit með einkennandi silfurþræði og verða aðeins 250 eintök sett í sölu víðsvegar um landið,“ segir Birgitta. Sjölin verða sérmerkt og þeim pakkað eins og hæfir tilefninu.

Birgitta G. S. Ásgrímsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Glófa ehf.

ur skilað fjölbreyttri smávörulínu sem kom á markað í sumar. Vörur sem höfðu lengi verið í framleiðslu voru færðar úr hefðbundnum sauðalitum í litríkan búning auk þess sem nýjar smávörur bættust við línuna,“ segir Birgitta en bætir við að búast megi við fleiri vörulínum samhliða því sem fyrirtækið stækkar húsakynnin á nýju ári. varma.is

Sjölin frá VARMA fást í ýmsum litum en afmælisútgáfan mun fást með einkennandi silfurþræði.

Litrík smávörulína Undanfarin ár hefur fyrirtækið lagt áherslu á að þróa smávörulínu vörumerkisins Varma. „Þessi þróun hef-

Galleri List

Úrval verka eftir yfir 60 listamenn Galleri List er elsta starfandi gallerí landsins en það var stofnað 1987 og hefur allt frá byrjun verið til húsa í Skipholti 50 í Reykjavík. „Við leggjum áherslu á að vera með mjög breitt vöruval sem spannar íslenska listmuni sem kosta allt frá örfáum þúsundum upp í milljónir króna,“ segir Gunnar Helgason, eigandi gallerísins. Gunnar segir að sala á listmunum hafi verið ágæt fram eftir ári og mest sala sé jafnan í dýrari listaverkum, þ.e. kaupendur sem líta á listaverkakaup sem fjárfestingu. Undanfarið hafi hins vegar dregið nokkuð úr sölu á dýrari myndlist og segist Gunnar verða var við að fólk kjósi að halda að sér höndum þar til skýr-

Kyrrðardagar í desember Heilsudvöl í desember er góður kostur fyrir þá sem vilja njóta lífsins í heilsusamlegu umhverfi. Ýmsir möguleikar í boði, nánari upplýsingar á hnlfi.is Einnig eru Kyrrðardagar 19. - 22. desember.

Gallerí List er til húsa í Skipholti 50 í Reykjavík.

Mikið úrval listaverka hjá Gallerí List endurspegar þá miklu grósku sem er í myndlistinni hér á landi.

ist hvað verður um boðaðar lánaleiðréttingar stjórnvalda. Hann bendir hins vegar á að Gallerí List bjóði vaxtalaus lán til listaverkakaupa til tólf mánaða, þannig að ef fólk fær augastað á listaverki í dag sem það vill ekki missa af þá geti slíkt lán brúað bilið. „Það er mikil gróska í myndlistinni og ánægjulegt hvað listmunir eftir íslenska listamenn eru eftirsóttir bæði af Íslendingum sem og erlendum ferðamönnum sem hingað koma.“ Gunnar segir að þegar jólavertíðin gangi í garð komi jafnan til þeirra fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem

vilja gefa starfsmönnum og vandamönnum persónulegar jólagjafir. „Það er hins vegar mjög einstaklingsbundið hvaða muni fólk vill skreyta heimili sín með og því getur verið erfitt að velja listmuni handa öðrum. Þess vegna er það mikilvægur kostur að fólk getur skipt listmunum sem keyptir hafa verið hjá okkur og þá er hægt að velja úr verkum eftir hátt í 70 listamenn sem eru að jafnaði með verk í sölu hjá okkur,“ segir Gunnar Helgason í Galleri List gallerilist.is

Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Qigong - Hlustunarhópar - Messa - Leikfimi - Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. 1 dagur 14.900 kr. á mann. 3 dagar 38.700 kr. á mann.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is

Berum ábyrgð á eigin heilsu

Gunnar Helgason eigandi Gallerís Listar segir vandasamt að velja listmuni handa öðrum og því sé mikilvægt að fólk geti skipt verkum sem hafa verið keypt hjá þeim og valið úr verkum eftir hátt í 70 listamenn.


SÓKNARFÆRI | 25

GÁ húsgögn

Tilsniðin húsgögn að þínum þörfum Þar sem aðstæður á heimilum og vinnustöðum eru afar mismunandi skiptir miklu að geta fengið hvers konar sérsniðin húsgögn til að velja úr. GÁ húsgögn í Ármúla í Reykjavík bjóða margs kyns útfærslur á sín-

um húsgögnum en þar er hægt að fá úrval húsgagna, s.s. sófa, borð og stóla eftir máli og velja svo úr mörgum tegundum áklæða. GÁ húsgögn er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á

húsgögnum og bólstrun fyrir heimili, stofnanir, hótel og veitingahús. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og er eitt elsta starfandi húsgagnafyrirtæki landsins. Hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á stílhrein og vönduð

húsgögn en ekki síður snögga og góða þjónustu. Í GÁ húsgögnum má einnig fara með húsgögn sem þarfnast viðgerða og fá gamla uppáhaldsstólinn sinn endurnýjaðan frá grunni fyrir mun

minni pening en kostar að kaupa nýtt. Bólstrararnir hjá GÁ húsgögnum gera verðtilboð. gahusgogn.is

Perla. Hér má sjá tungusófa en einnig er hægt að fá Perlu sem hornsófa og 3ja sæta. Fjölbreytt úrval áklæða og mismunandi bólstrun. Valdís. Sófasett framleitt eftir máli og hægt að fá með mismunandi áklæði, fótum o.fl. Hér í hvítu leðri.

Raina. Vinsælir stólar, hér með tvenns konar áklæði. Hægt að fá skemil við þennan stól.

Sindrastóllinn eftir Ásgeir Einarsson frá 1962. Hann var framleiddur í sérstakri afmælisútgáfu í aðeins 50 eintökum.

Geitir. Vinsæll sófi sem hægt er að fá í mörgum útfærslum. Borðið er hannað af Guðbjörgu Magnúsdóttur og hægt að fá það í mahoní, hnotu og tekki.


26 | SÓKNARFÆRI

Reykjabúið

Fjölskyldufyrirtæki á blússandi ferð Reykjabúið á Reykjum í Mosfellsbæ er eitt elsta starfandi alifuglabú landsins og þar eru bændur hjónin Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir. Þau eiga fjögur börn sem byrjuðu ung að taka þátt í búskapnum. Nú þegar jólin nálgast fer í hönd háannatími í slátrun og dreifingu á kalkúnum og öllu sem því fylgir. Kalkúnum Reykjabúsins er dreift í flestar verslanir landsins fyrir jól og áramót og er vinsæll veislumatur. Vinsældir kalkúnsins felast ekki síst í því hvað fylltur kalkúnn skapar skemmtilega stemningu við

veisluborðið. Kalkúninn er hægt að fá frá 4 kg allt upp í 12 kg sem er mjög hentugt fyrir stórar veislur eins og oft eru um jól.

Íslenskur kalkúnn er hollur matur Kalkúnakjötið er hollt, fitusnautt og létt í maga. Þar að auki er íslenski heili kalkúnninn 100% kjöt án allra aukaefna, ekkert viðbætt salt eða sykur. Reykjabúið notar engin fúkkalyf við framleiðslu á kalkúninum, en það tíðkast víða erlendis. Reykjabúið er í dag orðin „sveit í

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR

VANDAÐIR KROSSAR Á LEIÐI 3ja ára ábyrgð

Kristín og Jón kunna að meta nálægðina við náttúruna í allri sinni mynd.

borg“ og aðstæður til búskapar hafa mikið breyst og búið stækkað töluvert. Á Reykjum eru stofnfuglar hýstir, bæði fyrir kalkúna og kjúklinga. Þar er einnig skrifstofa og aðalstöðvar búsins ásamt lítilli heimaverslun. Það má segja að þar séu allar gamlar byggingar vel nýttar. En vegna þess hve byggð hefur þrengt að búinu hefur bæði eldi kalkúna og kjúklinga dreifst austur á nokkra bæi í Ölfusi, í Þingvallasveit og víðar. Á þessum bæjum hafa eldri gripahús verið gerð upp og nýtt. Þar er tekið við daggömlum ungum og þeir aldir upp til slátrunar. Þetta eru hús sem Reykjabúið leigir af bændum. Búin eru dreifð, falla vel inn í sitt nærumhverfi og allur úrgangur úr þeim er nýttur til ræktunar. Jón og Kristín hafa starfað við búið samfellt frá því þau komu frá námi árið 1989 og Jón í raun alla tíð með foreldrum sínum og systkinum. Þau eru þriðja kynslóðin frá því afi og amma Jóns, Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Pétursdóttir keyptu Reyki árið 1916. Fljótlega urðu hænur hluti af bústofni og frú Ingibjörg seldi egg til Reykjavíkur. Foreldrar Jóns, Jón M Guðmundsson og Málfríður Bjarnadóttir keyptu búið af Ingibjörgu árið 1957. En í kringum 1947 byrjaði Jón að ala kalkúna sér til gamans. Ekki var þá óalgeng sjón að sjá nokkra kalkúna úti á túni að spóka sig á Reykjum.

Körfukjúklingurinn frægi

Skemmuvegur 34, Brún gata | 200 Kópavogur velaverkjs@simnet.is | velaverkjs.is / slattuvel.is

augl10x15.indd 1

S. 554 0661

Faðir Jóns flutti inn fyrstu frjóu holdakjúklingaeggin árið 1964 og þar með hófst eiginleg kjúklingarækt á Íslandi. Skömmu síðar fóru kjúklingaréttir að sjást á matseðlum veitingahúsa. Hver man t.d. ekki eftir körfukjúklingnum á veitingahúsinu

Heimaverslun Reykjabúsins nýtur æ meir vinsælda. Þar er ekkert glingur eða pjátur. Jóni og Kristínu finnst að sveitin eigi að vera nálægt kaupandanum.

Aski sem var mikið nýnæmi fyrir landann. Almenningur fór síðan fljótlega að nota kjúkling til matargerðar í heimahúsum. Á Reykjum er afskaplega fallegt umhverfi. Þar er mikill gróður og stutt í náttúruna. „Við leggjum mikið upp úr því að búreksturinn sé í sátt við náttúru og nánasta umhverfi,“ segja þau Jón og Kristín. „Nálægð við þéttbýli eins og í Mosfellsbæ gerir kröfur. Engu að síður gengur nábýlið vel og skapar jákvæða ímynd. Hér rekum við litla heimaverslun þar sem áður var sláturhús.“ Jón segir að verslunin sé hugarfóstur Kristínar sem sér möguleikana í að gefa borgarbúum tækifæri til að koma til þeirra og upplifa stemninguna í sveitinni. „Við vitum að það færist í vöxt að neytendur vilja vita hvaðan varan kemur og ég vil gjarnan að fólk sjái það og upplifi,“ segir Kristín og heldur áfram: „Við erum bara venjuleg íslensk fjölskylda með ástríðu fyrir góðum búskap.“ Verslunin er opin á fimmtudög-

um og föstudögum frá klukkan 1618:30. „Fyrst voru það bara nágrannar sem komu að kaupa, en smátt og smátt hefur verslunin spurst út. Í heimaverslun bjóðum við upp á alls konar vörur úr kalkúninum okkar. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á 100% kjöt án allra aukaefna,“ segja Jón og Kristín sem sannarlega er óhætt að kalla ástríðufólk. „Við hjónin erum stolt af því að vera íslenskir alifuglabændur. Við eignuðumst svo sláturhús og kjötvinnslu Ísfugls síðasta vetur. Við tókum strax þá stefnu að nota eingöngu íslenskt kjöt í allar okkar afurðir því íslenskt fuglakjöt er í mjög háum gæðaflokki. Íslenskir alifuglar eru mjög heilbrigðir og meiri gæðakröfur eru gerðar til framleiðslunnar hér en erlendis. Hjá okkur er notkun fúkkalyfja engin á meðan víða erlendis er notkun þeirra og bólusetning mikil í framleiðslu alifugla.“ kalkunn.is

18.11.2013 14:28

Ferðaáætlun Útivistar 2014 kemur út 13. desember www.utivist.is

Veljum Ísland


SÓKNARFÆRI | 27


28 | SÓKNARFÆRI

Íslenskt leikjafyrirtæki stefnir á allar leikjavélar Í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnarfirði, sem rekið er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ, er lítið fyrirtæki sem stefnir að stórum hlutum. Fyrirtækið heitir Lumenox og hefur hannað tölvuleikinn Aaru›s Awakening sem er svokallaður 2D platformer og gæti skapað eigendunum gríðarlegar tekjur, fari allt á besta veg. Það voru félagarnir Tyrfingur Sigurðsson, Burkni J. Óskarsson og Ingþór Hjálmar Hjálmarsson sem þróuðu frumgerð leiksins í tölvuleikjaáfanga við Háskólann í Reykja-

vík haustið 2011 og unnu þeir leikjagerðarkeppnina Gamecreator sem IGI, (Icelandic Gaming Industry), stendur fyrir auk þess sem þeir fengu hæstu einkunn í áfanganum. Í verðlaun fengu þeir peninga frá Landsbankanum, spjaldtölvu frá Samsung og skrifstofuaðstöðu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þeir notuðu svo verðlaunin til að stofna fyrirtækið Lumenox ehf. í byrjun árs 2012. Um þetta leyti bættist í hópinn Ágúst Freyr Kristinsson en auk þeirra starfa hjá fyrirtækinu Jonatan Brüsch og Mark Kjærgaard sem vinna frá Danmörk. TónlistamaðurTyrfingur Sigurðsson og Burkni J. Óskarsson hjá Lumenox.

Mynd úr tölvuleiknum Aaru’s Awakening.

inn Friðfinnur „Oculus“ Sigurðsson sér um alla tónlist og hljóð í leiknum. Síðan hafa hlutirnir þróast áfram og hafa stórfyrirtæki í tölvu-

leikjaiðnaðinum nú sýnt leiknum mikinn áhuga, þar á meðal Nintendo og skjákortaframleiðandinn Nvidia. Í leiknum er spilarinn Aaru, meistari morgunsins. Leikurinn gerist í Lumenox veröldinni þar sem eru fjórir heimar, Day, Dawn, Dusk og Night og er Guðinn í Night veröldinni búinn að raska jafnvægi heimsins og verkefni spilarans er að koma í veg fyrir það. Tilflutningskraftar og hæfileikar Aaru í baráttunni við Night guðinn hafa fengið mikið lof og eins útlit og hönnun leiksins í heild. Teymið ákvað í upphaf verkefnis að reyna að standa sem mest út úr leikjaflórunni og fóru þá leið að byrja allar teikningar á blaði fyrir einstakt útlit á leiknum, sem er mjög sjaldséð í tölvuleikjum. „Við erum núna að setja upp öll borðin í endanlegri mynd en þegar því er lokið þurfum við að fínpússa leikinn. Borðin eru 23 og inni í þessu eru myndbrot,“ segir Burkni. Á milli borða leiksins koma talsett myndbrot sem segja sögu leiksins. Lumenox setti nýlega „demo“ úr leiknum inn á netið og hefur það fengið mjög góð viðbrögð. Þeir sem hafa spilað það hafa margir hverjir síðan sett inn myndbönd af honum inn á Youtube og segir Burkni að það birtist að meðaltali eitt myndband á dag úr leiknum. Tyrfingur segir að í þessum flokki tölvuleikja seljist að hámarki á milli ein og tvær milljónir eintaka. „Ég hef reiknað út í flýti að 600.000 seld eintök geti skilað um einum milljarði kr. í tekjur,“ segir Tyrfingur. Burkni segir að hvernig sem fari

þá muni vinna þeirra undanfarin ár, sem að mestu hefur verið launalaus, skila sér og réttlæta alla framleiðsluna. Allt umfram það sé bónus. Þeir hafa því lagt allt sitt undir en afraksturinn getur líka verið mikill, gangi allt að óskum. Stefnt er að því leikurinn komi á markað í febrúar á næsta ári en nú þegar er hægt að forpanta hann á netinu á slóðinni www.lumenoxgames.com. Hugsanlegt er að hann verði gefinn út á disk í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, en útgefandi setti sig í samband við Lumenox fyrir einu ári og sóttist eftir því að fá að gefa leikinn út í þessum löndum. En leikurinn verður fyrst og fremst seldur á Vefnum. Það sem m.a. rennir stoðum undir bjarta framtíð leiksins er að Lumenox hefur fengið heimild frá Sony til að þróa leikinn fyrir PlayStation leikjatölvur og sömuleiðis frá Nintendo fyrir leikjatölvur þess fyrirtækis. Bara það að fá þessa heimild segir að Lumenox sé á réttri leið. Þá hefur alþjóðafyrirtækið Nvidia, einn stærsti skjákortaframleiðandi heims, sýnt Aaru’s Awakening mikinn áhuga fyrir nýju SHIELD leikjatölvuna sína sem er nýlega komin á markað í Bandaríkjunum. Nú er Lumenox að fá senda SHIELD leikjatölvu frá Nvidia til þróa demo af leiknum inn á hana. Gangi hlutirnir upp færi leikurinn í sölu fyrir þessa vél. lumenox.is


SÓKNARFÆRI | 29

Murr ehf. í Súðavík:

Fyrsta flokks fóður fyrir gæludýrin „Frá fyrsta degi hefur það verið regla hjá okkur að nota í fóðrið hráefni sem hæft er til manneldis. Við bætum hvorki vökva né fyllingarefnum í vöruna heldur er aðeins um að ræða kjöt og sláturafurðir sem við fáum hjá sláturhúsum landsins. Ítarlegar rannsóknir liggja að baki vörunni og með því að velja réttu hráefnin erum við að gefa dýrunum öll þau vítamín og orku sem þau þurfa til að vera hraust og heilbrigð,“ segir Þorleifur Ágústsson hjá Murr ehf. Murr er fyrirtæki í Súðavík sem hefur lagt mikinn metnað í að þróa og framleiða blautfóður fyrir gæludýr, unnið úr íslensku gæðahráefni og sett saman af mikilli þekkingu til að ná fram sem bestu nærignargildi án þess að bæta þurfi við aukaefnum og vítamínum.

Útflutningur hafinn Murr framleiðir sex tegundir af kattafóðri og sex af hundafóðri. Nú þegar er Murr ehf. farið að flytja vörur sínar til Bandaríkjanna og Kanada. Markaðurinn vestanhafs er stór og vonir standa til að selja Murr-fóðrið einnig til Evrópu. Þrátt fyrir það segir Þorleifur að reksturinn muni aldrei verða risavaxinn því ekki kemur til grein að slá af gæðunum. Bara aðgengi að kjöti og sláturafurðum hér á landi þýði að framleiðslumagninu eru settar ákveðnar skorður. „Við erum að fara inn á hágæðamarkað og munum selja þessa vöru til kröfuhörðustu neytenda. Í fræðunum er talað um að innan við 5% neytenda leggi mjög ríka áherslu á að gæludýrin þeirra fái besta mögulega fóður. Þetta er hópur sem kynnir sér vandlega gæði vörunnar og sættir sig ekki við neitt nema það besta,“ segir hann. Murr-fóðrið er selt í sérhæfðum hágæðaverslunum í Bandaríkjunum og Kanada. „Við erum að versla við keðjur sem að vilja ekki sjá neitt nema það sem uppfyllir allra ströngustu kröfur um innihald og samsetningu. Það er mjög fágætt að fóður, sem ekki eru sett í auka bætiefni, fái söluleyfi í þessum löndum. Ástæðan fyrir því að Murr-fóðrið hlaut náð fyrir augum bandarískra og kanadískra yfirvalda er einfaldlega sú að næringarinnihaldið uppfyllir allar ströngustu kröfur og því er ekki gerð krafa um viðbætt vítamín og steinefni.“

Þarf að eyða misskilnhingi Það er mikil áskorun og gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að ætla sér að selja vörur í Bandaríkjunum og Kanada. Ein áskorunin sem glíma þurfti við var málfræðilegs eðlis. „Við Íslendingar vitum að innmatur er góður og hollur og gaf forfeðrum okkar næringarefnin sem þurfti til að lifa af hér á landi. Í Ameríku er innmaturinn kallaður „byproducts“ og hefur á sér neikvæðan blæ. Hluti af ferlinu er því að fræða neytandannn um það sem fer í pakkninguna. Það sama gildir í raun hér á Íslandi, en alltof margir telja að þurrfóður sé á einhvern hátt hollara en blautfóður sem er algjör vitleysa. Þurrfóður inniheldur hátt hlutfall af kolvetnum og kornmeti sem dýrin þola mjög illa og orsaka til lengri tíma litið bæði nýrnavandræði og sykursýki hjá dýrunum. Þetta er

staðreynd sem við hjá Murr tökum alvarlega. Við skulum ekki gleyma því að milljón ára þróun hefur leitt af sér dýr, í okkar tilfelli hunda og ketti, sem eru sérhæfðar kjötætur og þurfa hárrétta samsetningu fóðurs til að lifa góðu lífi. Annar mjög algengur misskilningur hjá gæludýraeigendum er að halda að þurrfóður sé á einhvern hátt „betri fyrir tennurnar“ og gefi betri hægðir – en það er líka algjör vitleysa. Þurrfóður hvorki

hreinsar né pússar tennur dýranna og dýr sem éta þurrfóður þurfa auðvitað að drekka mikið vatn. Ég skora á þá sem telja þurrfóður besta kostinn að benda okkur á það villta kattardýr eða hundategund (t.d. úlfinn) sem fær sér maísstöngul eða hrísgrjón í matinn,“ segir Þorleifur að lokum. murrfoods.com Þorleifur Ágústsson hjá Murr ehf.


30 | SÓKNARFÆRI

Bylting í tæknivæðingu Kjarnafæðis Öll vinnsla kjötiðnaðarfyrirtækisins Kjarnafæðis er nú sameinuð undir einu þaki á Svalbarðseyri eftir að síðustu hlutar vinnslunnar voru fluttir þangað frá Akureyri í september síðastliðnum. Kjarnafæði hefur lengi haft hluta sinnar starfsemi á Svalbarðseyri en ákveðið var fyrir nokkrum árum að bæta þar við húsakosti og sameina starfsemina á einn stað. Á tveimur árum hefur fyrirtækið fjárfest fyrir um 650 milljónir króna í húsnæði og vinnslubúnaði og segir Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, að bylting hafi nú orðið með nýjum og sjálfvirkum vinnslulínum sem komnar eru í notkun.

Fjölskyldufyrirtæki í sinni tærustu mynd „Kjarnafæði er fjölskyldufyrirtæki, einkafyrirtæki í sinni tærustu mynd. Mörg okkar sem hér störfum tilheyrum fjölskyldum stofnendanna en þar fyrir utan hefur alltaf verið einkennandi hversu mikil samheldni er í starfsmannahópnum og það er auðvitað grunnástæða þess hve vel okkur hefur gengið. Við höfum alltaf verið að vaxa, höfum gætt okkur á því að hafa burði í hvert skref í uppbyggingunni. Kjarnafæði hefur ekki, líkt og mörg samkeppnisfyrirtækjanna, bakland í félagasamtökum heldur höfum við algjörlega byggt á framleiðslu á vörum, gæðum og markaðssetningu,“ segir Gunnlaugur en faðir hans, Eiður Gunnlaugs-

Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis. „Við erum fjölskyldu- og einkafyrirtæki í sinni tærustu mynd.“

10% af söluverði panettone með Gianduja súkkulaði og heslihnetum rennur til Barnaspítala Hringsins.

Ný pökkunarlína fyrir álegg var tekin í notkun fyrir hálfum öðrum mánuði í vinnslu Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Birgitta Sif 20 13

pakkar áleggi. „Áður var mikil handavinna við áleggsframleiðsluna en með þessum búnaði má segja að mannshöndin sé nær alfarið leyst af hólmi. Vélbúnaðurinn skilar okkur vörunni pakkaðri og merktri, tilbúinni á markað. Nákvæmnin verður meiri í framleiðslunni og síðast en ekki síst verður rekjanleiki meiri en það er sívaxandi krafa á markaði. Með þeim breytingum sem við höfum ráðist í er vinnsluþátturinn í starfseminni orðinn mjög fullkominn. Sem dæmi um það vorum við fyrsta fyrirtækið í matvælaiðnaði sem hlaut svokallaða A-vottun Samtaka iðnaðarins. Það skapar okkur til dæmis tækifæri til útflutnings á vörum, sem við erum að skoða. Þá værum við ekki að horfa til magnútflutnings heldur miklu frekar „gourmet“ vörum fyrir sérmarkaði,“ segir Gunnlaugur.

Hörð samkeppni á markaði

Handgert frá Ásgeiri Sandholt

Jóla panettone Ásgeir framleiðir úrval af sínu besta konfekti og bakkelsi fyrir jólin. Ekta jóla Panettone sómir sér einstaklega vel í jólapakkann hjá þeim sem vilja njóta lífsins lystisemda.

Bakarí Sandholt · laugavEgi 36 · 101 rEykjavík · Sími: 551 3524

Mun færri handtök eru nú við áleggsvinnsluna en áður. Vélbúnaður leysir mannshöndina af hólmi.

son stofnaði fyrirtækið árið 1985 ásamt bróður sínum, Hreini Gunnlaugssyni. Báðir starfa þeir enn í fyrirtækinu. Í dag starfa 115 manns hjá Kjarnafæði og fyrirtækið veltir um 3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Fjárfestingin þessi árin er því veruleg, sé miðað við veltu. Lokaáfangi í framkvæmdunum á Svalbarðseyri er starfsmannaaðstaða og skrifstofur sem eru í byggingu og flyst þá markaðs- og söludeild ásamt yfirstjórn þangað frá Akureyri. Þá verður húsnæðið í heild orðið á sjöunda þúsund fermetrar í fyrirtæki sem hóf rekstur í bílskúr fyrir 28 árum!

Sjálfvirkni tekur við af mannshöndinni

Landsins mesta úrval af garðyrkjubókum Garðyrkjufélag Íslands - Síðumúla 1 www.gardurinn.is

Auk fjárfestingar í húsakostinum sjálfum, kælitækni og ýmsu því sem að vinnsluumhverfinu sjálfu snýr keypti Kjarnafæði í þessari atrennu tvær nýjar og fullkomnar vinnslulínur. Annars vegar línu fyrir pökkun á stærri kjötvöðvum í neytendapakkningar og hins vegar línu sem sker og

Kjarnafæði rekur ekki eigið sláturhús en á eignarhluti í SAH afurðum á Blönduósi og Sláturfélagi Vopnfirðinga ásamt því að kaupa einnig frá öðrum sláturhúsum. Fyrirtækið vinnur úr öllum helstu kjöttegundum, þ.e. lambi, nauti, svíni og hrossum og hvað markaðinn snertir segir Gunnlaugur að samkeppnin sé mikil. „Það er til nóg af kjöti í landinu, nema einna helst nautakjöti. Samkeppnin er hörð og við sjáum t.a.m. að við getum ekki sett þá hækkun til framleiðenda sem varð í haust beint út í vöruverð til neytenda. Við byggjum okkar rekstur á magnframleiðslu, hagkvæmni í vinnslunni og vörugæðum, sem sést á fjárfestingunni í vinnsluhúsnæði og -tækni að undanförnu,“ segir Gunnlaugur og vekur athygli á að þess sjáist vel merki þessar vikurnar að neytendur sækist í meiri fitu og prótein. Að baki því eru líkast til vinsældir lágkolvetnakúranna margumtöluðu. „Já, við sjáum mikla aukningu í framleiðslu á beikoni sem líkast til tengist bæði lágvetnakúrnum og líka auknum ferðamannastraumi. Það gleymist stundum í umræðunni að meiri ferðamannastraumur hefur bein áhrif á matvælaframleiðslu og skapar fyrirtæki eins og Kjarnafæði líka ákveðin tækifæri,“ segir Gunnlaugur Eiðsson. kjarnafaedi.is


SÓKNARFÆRI | 31

Handprjónasambandið

Lopapeysan stendur fyrir sínu Mikið úrval af vönduðum, handunnum vörum úr íslenskum lopa, sem framleiddar eru á Íslandi, fæst hjá Handprjónasambandinu sem rekur þrjár verslanir í Reykjavík; við Skólavörðustíg, Laugaveg og í Radisson Blu, Hótel Sögu. Lopapeysur eru í aðalhlutverki og segir Bryndís Eiríksdóttir framkvæmdastjóri að sauðalitirnir séu allsráðandi eins og er. „Sauðalitirnir standa alltaf fyrir sínu. Íslendingar virðast vera afskaplega þjóðlegir í sér auk þess sem erlendir ferðamenn vilja líka peysur í sauðalitunum. Íslendingar eru auk þess svolítið fastheldnir og hafa ákveðna hugmynd um það hvernig lopapeysan á að vera.“ Margar gerðir af peysum eru til í verslununum; heilar peysur, peysur með rennilás, þykkar og þunnar. „Svo er farið að örla á því að fólk er aftur farið að vilja peysur með tölum. Ég er búin að sjá þetta fara allavega í einn eða tvo hringi,“ segir Bryndís en það sem var vinsælast fyrir nokkrum árum er aftur orðið vinsælt. Fyrir utan lopapeysur fæst í verslununum gott úrval af húfum, vettlingum og sokkum svo sem sjónvarpssokkum og rósasokkum. Í versluninni við Skólavörðustíg fæst auk þess allt sem þarf til að geta prjónað lopapeysu: lopi, prjónar og mynstur og leggja starfsmenn verslunarinnar áherslu á að hjálpa fólki við val á litum og mynstrum ef á þarf að halda. Lopapeysan er einhvern veginn hluti af þjóðararfinum og menningunni. „Íslenska ullin er þeim hæfileikum gædd að hún er hlý þótt hún blotni þannig að þó að fólk lendi í einhverjum hrakningum á ferðalögum að vetri til þá er hægt að treysta því að ullin sé alltaf hlý þó að hún sé orðin gegnblaut. Það er aðalkosturinn. Krökkum, sem leika sér í snjónum með ullarvettlinga, er aldrei kalt á höndunum.“ Bryndís segir að fólk ætti að athuga hvort lopapeysur, sem það kaupir, séu framleiddar hér á landi. „Það er mikið framboð af peysum sem eru framleiddar erlendis og

seldar sem íslensk hönnun. Ef fólk vill styðja við íslenskan prjónaskap þarf að gæta að þessu.“ handknit.is

kaffitar.is Lopapeysan er hluti af þjóðararfinum og menningunni á Íslandi.

Handprjónasambandið rekur þrjár verslanir í Reykjavík þar sem er mikið úrval að finna.


32 | SÓKNARFÆRI

Eftirréttirnir frá ROYAL John Lindsay hf. var stofnað á Bretlandseyjum árið 1926 af John Lindsay, skoskum manni, sem rak fyrirtækið árum saman. Skömmu eftir stofnun þess kom hann til Íslands, fyrst og fremst í þeim tilgangi að aðstoða breskar togaraútgerðir með kost og aðrar vistir. Smátt og smátt fór hann að sjá tækifæri til sölu á ýmsum öðrum breskum, og kannski sérstaklega skoskum vörum. Thermos hitabrúsar var eitt af því fyrsta. En Thermos umboðið hjá Lindsay á Íslandi er elsta söluumboð utan Bretlands í heiminum. Þessar sögulegu upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.lindsay.is þar sem er ýmiss annar fróðleikur, eins og spennandi uppskriftir þar

Royal búðingur með súkkulaðibragði, skreyttur með þeyttum rjóma og litfögrum berjum.

sem vörutegundir sem Lindsay hf. flytur inn, eru notaðar. Þar má nefna Royal duftið sem margir minnast úr æsku. Royal búðingurinn var gjarnan borðaður á eftir sunnudagssteikinni. Á einhverjum

Nauðsyn um jólin

Ilmur af jólum

Royal búðingur með karamellubragði.

tímapunkti var samkeppnin orðin slík að Royal búðingurnn vek fyrir öðru sem var komið á markaðinn. Royal búðingurinn vekur upp minningar og nú eru ýmsar hugmyndir og uppskriftir til fyrir þá sem vilja minnast gamalla tíma og leika með Royal búðinginn. Dæmi um slíkt er þegar allar fjórar bragðtegundirnar eru notaðar til að búa til marglitan eftirrétt sem skreyttur er með litfögrum berjum. Þá er farið eftir leiðbeiningum á pakka og hverri tegund raðað ofan á aðra. Meðal heimsþekktra vörumerkja sem John Lindsay flytur inn má nefna: TORO-súpur, sósur, pottrétti, austurlenska rétti, pizzadeig og hvers kyns kraft, Mr. Lee, heimsins bestu núðlur; Thermos hitabrúsa og -könnur, Kleenex þurrkur, Huggies barnableyjur, Jordan tannbursta, Royal búðing og lyftiduft, Andrex salernispappír, Persil þvottaefni, Mozart kúlur og Real Turmat, sem er næringarríkur matur fyrir alvöru útivistarfólk. lindsay.is

Fjórum Royal-bragðtegundum blandað saman í glas og úr verður spennandi eftirréttur.

Klassískur Royal búðingur

Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna

1 pakki Royal búðingur 1/4 l rjómi 1/4 l mjólk Stífþeytið rjómann og leggja til hliðar. Þeytið saman mjólkina og duftið í 2-3 mínútur þar til að

ÁN AUKAEFNA • ÁN MSG • ÁN SÍLÍKON DÍOXÍÐS

Ótrúlegt úrval húsgagna

syrusson.is

Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33

orðið er þykkt. Síðan er rjómanum bætt varlega saman við búðingsblönduna og súkkulaðispæni bætt út í. Þessa blöndu má bera fram í skálinni beint á borð eða skella á milli tertubotna eða frysta í sólarhring og borða sem ís.


SÓKNARFÆRI | 33

Jólamarkaður Búrsins Eirný í Búrinu er manneskja sem geysilega margir vita hver er en færri vita hverju þessi kona hefur áorkað í krafti hugsjóna sinna. Hún hefur t.d. staðið fyrir jólamatarmarkaði undanfarin tvö ár á bílastaæðinu fyrir framan verslunina í Nóatúni og í ár verður markaðurinn haldinn í þriðja sinn og nú í Hörpunni dagana 14. og 15. desember í Hörpu, kl. 11-17 báða dagana. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn 2011 en þá fauk tjaldið sem var reist til að skýla markaðshöldurum og -gestum og úr varð mikið uppistand. Þá voru þátttakendur um 20 talsins og Eirný segir að það hafi ekki verið hægt að fá fleiri til að vera með. Ári síðar voru framleiðendurnir um 50 og þá lék veðrið við markaðsgesti og -haldara og nú lítur út fyrir að þátttakendur verði vel yfir 50. Fyrsta árið fann Eirný ekki fleiri framleiðendur sem vildu taka þátt í jólamarkaði en nú hafa þeir samband af fyrra bragði því öllum er ljóst hvað svona markaður gerir fyrir íslenska matarframleiðslu bænda og annarra sem framleiða matvöru úr íslensku hráefni.

fram í öðrum löndum. Sem betur fer er það farið að skila sér fyrir hana en ekki nóg,“ segir Hlédís Sveinsdóttir, sem er forsvarsmaður Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila en hún og Eirný hafa starfað mikið saman að framgöngu heimavinnslu matvæla. „Hér á landi verður fólk að fara að átta sig á hversu mikil vermæti liggja í fólki eins og Eirnýju,“ bætir hún við og segir að hún gæti skrifað heila bók um það málefni. burid.is

Eirný Sigurðardóttir stofnaði sælkeraverslunina Búrið fyrir 5 árum. Nú ætlar hún að fara á vit ævintýranna og flytja verslunina úr Nóatúni út á Ganda.

Tækifæri liggja í matarhandverki Verslunin Búrið hefur verið í Nóatúni frá því Eirný stofnaði hana fyrir 5 árum en nú er að verða breyting þar á því hún er að flytja verslunina út á Grandagarð 35 í gömlu verbúðirnar. Henni hefur tekist af mikilli elju að reka ljúfmetisverslun þar sem einkum fást dýrindis ostar, bæði íslenskir og innfluttir, og svo framleiðir hún sínar eigin bragðtegundir með því að láta ostana liggja t.d. í púrtvíni auk ýmiss konar sælkeramatar eins og kryddsultna og chutney. Hún segir að rekstur sem þessi sé gífurlega erfiður því við búum við strangari reglur er gengur og gerist í nágrannalöndunum en gífurleg tækifæri séu hér á landi til að efla matarhandverk. Eirný tekur fram að það sé t.d. svo skemmtilegt að fylgjast með því þegar annað hjóna í sveitum landsins kemur erlendis frá. „Þannig blönduð hjónabönd eru á allmörgum bæjum um landið og þar er nú þegar geysilega merkileg framleiðsla þar sem sá sem kemur erlendis frá býr yfir kunnáttu og þekkingu sem nýtist mjög vel hér á landi því hráefnið er sannarlega til staðar,“ segir hún. Eirný hefur kynnst mörkuðum sem haldnir eru í Skandinavíu og Bretlandi og veit sem er að það er enginn að finna upp hjólið í þessum efnum. Í flestum Evrópulöndunum hefur skapast mikil hefð fyrir matvælaframleiðslu heima og þar eru reglugerðir mun frjálsari en hér að sögn Eirnýjar.

Harpa Innark

Heimavinnsla matvæla er mikilvæg „Sýn Eirnýjar á matarframleiðslu sem fer fram hér á landi er svo skýr, ekki síst af því að hún hefur kynnst af eigin raun hvernig slík vinna fer

Hótel Marína THG Arkitektar

Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki

GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og fljóta og góða þjónustu. Ef þig vantar falleg húsgögn fyrir heimilið eða fyrirtækið þá eigum við réttu húsgögnin fyrir þig. Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is Sælkerar venja komur sínar í Búrið.


34 | SÓKNARFÆRI

STÖKKUR OG HOLLUR MEÐ ÍSLENSKU BYGGI Álegg og ostar njóta sín vel með Hrökkva. Hann er fullur af heilkorna hollustu og bragðbættur með íslenskum jurtum s.s. kúmeni og hvönn. Frábært snakk beint úr pokanum.

Lífræn ræktun síðan 1990

Móðir Jörð ehf. - Vallanesi - Fljótsdalshéraði – sími: 471 1747 info@vallanes.net - Dreifing: Heilsa ehf

„Með því að framleiða sem mest sjálf vitum við hvað fer í vörurnar okkar,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir hjá Kaffitári.

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Kaffitár gengur skrefi lengra! Nú hefur fyrirtækið Kaffitár, sem er með kaffibrennslu sína á Suðurnesjum, tekið skrefið og sett á fót matvælafyrirtæki og bakarí sem sér öllum kaffihúsum Kaffitárs fyrir bakkelsi. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði kaffibrennslu Kaffitárs ásamt eiginmanni sínum Eiríki Hilmarssyni árið 1990. Nú eru kaffihúsin orðin níu talsins auk kaffibrennslunnar. Starfsmannafjöldinn er því orðinn mikill á þessum 23 árum frá stofnun, u.þ.b. 170 manns.

Kruðerí við Nýbýlaveg

Ekta íslensk framleiðsla fyrir köttinn þinn

Þetta er aðeins ein af sex tegundum sem þú færð fyrir kisuna þína!

Kattamatur með lambaafurðum www.murrfoods.com Engin aukaefni / Engin rotvarnarefni

Besti maturinn fyrir besta vininn www.murrfoods.com

Með tilkomu nýja matvælafyritækisins og kaffihússins Kruðerí við Nýbýlaveg 12 í Kópavogi hefur starfsmönnum bakarísins fjölgað úr 10 í rúmlega 20 frá því framleiðsla og bakstur fór fram í aðalstöðvunum á Suðurnesjum. Hönnun kaffihússins er mjög skemmtileg þar sem bakararnir blasa við gestum þar sem þeir eru við vinnu sína. Nú segir Aðalheiður að bakaríið sé rekið sem sjálfstæð eining sem selji vörur sínar til allra 8 kaffihúsa Kaffitárs. „Fyrirmynd Kruðerís er frá Portland í Oregonfylki í Bandaríkjunum,“ segir Aðalheiður. „Við vorum þar á kaffisýningu og fórum inn á mjög skemmtilegt bakarí og kaffihús sem okkur fannst strax að við ættum að nota sem fyrirmynd að Kruðerí,“ segir Aðalheiður. Hún bætir við að nú ríði á fyrir þjóðina að afla gjaldeyris og það sé fyrst og fremst gert með útflutningi. „En við getum líka sparað gjaldeyri með því að framleiða meira hér heima. Áður keyptum við innflutt, frosin brauð sem við seldum á kaffihúsunum, en nú sjáum við um baksturinn í Kruðeríi. Við efnahagshrunið ákváðum við að okkar framlag til endurreisnar væri að framleiða meira af því sem við fluttum inn áður. Þannig sköpum við störf og spörum gjaldeyri. “ segir Aðalheiður og er mjög stolt af sínu fólki sem hún segir að standi sig svo vel að hún fyllist stolti. Til fróðleiks bætir hún við að 35% af öllu kaffi sem sé drukkið á Íslandi sé framleitt hér en 65% innflutt. Hún segir að

Áður voru flutt inn frosin brauð sem voru seld í kaffhúsum Kaffitárs en nú eru þau bökuð í Kruðeríi í Kópavogi.

allt starfsfólk Kaffitárs sé meðvitað um að bera eins hreina vöru á borð fyrir neytendur og mögulegt sé.

Hið fullkomna croissant! „Með því að framleiða sem mest sjálf vitum við hvað fer í vörurnar okkar,“ segir Aðalheiður. „Ég fullyrði að við séum með betra bakkelsi en við værum annars með eftir að við fórum að baka allt sjálf. Nú vitum við betur hvaða efni fara í vöruna. Bakararnir okkar lögðu til dæmis mikið á sig við að fullkomna

croissant uppskrift sem við erum nú með á kaffihúsunum en í hana er eingöngu notað íslenskt smjör. Til að byrja með héldu menn að hið íslenska smjör hentaði ekki í þennan bakstur. Það er mikil kúnst að láta íslenska smjörið fullkomna þetta girnilega bakkelsi en bakararnir hættu ekki fyrr en þeir voru orðnir ánægðir með góða vöru,“ segir Aðalheiður, ánægð af sitt fólk. kaffitar.is


ÁRNASYNIR

SÓKNARFÆRI | 35

KAUPTU 1KG ÖSKJU OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ

FERÐ FYRIR 4

*

Merktu kassakvittunina og sendu hana til Nóa Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík eða taktu mynd af kvittuninni og sendu á konfektleikur@noi.is.

*Fjórir vinna ferð fyrir 2 fullorðna og 2 börn.

DREGIÐ ALLA SUNNUDAGA Á AÐVENTUNNI 1. desember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4

8. desember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4

15. desember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4

22. desember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4


36 | SÓKNARFÆRI

Mýrin

Fatnaður, skartgripir og ilmvötn Mýrin er glæsileg gjafavöruverslun í Kringlunni og Hafnarbúðum í miðbæ Reykjavíkur þar sem m.a. er lögð áhersla á íslenska hönnun svo sem fatnað, skartgripi og ilmvötn auk ýmissa hluta fyrir heimilið. Fatnaður frá Huginn Muninn er á meðal nýjunga í versluninni. Um er að ræða stílhreinar og sígildar

skyrtur og kjóla sem Guðrún Guðjónsdóttir fatahönnuður hefur hannað. Skyrturnar eru framleiddar bæði fyrir herrann og dömuna og eru glæsileg viðbót við það úrval íslenskrar hönnunar sem fyrir var í versluninni. Þar má nefna fatnað frá Farmers Market og fylgihluti frá Feldi en áhersla er lögð á sígilda og

P

erusætur og Gráðagóður koma til byggða þann 1. Desember og gleðja jólabörnin stór og smá. Perusætur er hress og hrekkjóttur sætvínsleginn gráðaostur með hunangslöguðum perum. Hann er algert krútt og hentar vel með Late Harvest Savignon Blanc sætvíni frá Chile.

Sérlagaðir

Jólaostar Girnilegt úrval af ostagóðgæti og gúmmulaði.

Gráðagóður er sérvitur og víðlesinn púrtvínsleginn gráðaostur með rúsínum. Hann er indæll og almennilegur en gott er að dreypa á Sandemann´s Old Invalid púrtvíni með honum.

– ekkert húmbúkk, bara jólagleði!

Búrið · Ljúfmetisverslun · Nóatúni 17 · Sími 551 8400 · www.burid.is

Verslunin Mýrin er á tveimur stöðum í borginni: Kringlunni og Hafnarbúðum.

vandaða hönnun hvað varðar snið og efni. Einnig fást í versluninni föt frá finnska hönnunarfyrirtækinu Samuji sem hefur fengið góðar viðtökur. Hugsað er um yngstu kynslóðina en í Mýrinni fást barnaföt frá íslenska fyrirtækinu As we grow sem eru falleg og sígild og úr vönduðum efnum; alpacaull frá Perú. Einnig fæst fjölbreytt úrval skartgripa í versluninni t.d. úr gulli, silfri og tré. Nefna má silfur- og gullskartgripi eftir Orra Finnsson en hann leggur áherslu á form akkeris. Þá fást í versluninni skartgripir sem Jóhanna og Fríða Metúsalemsdætur hanna. Þar fæst líka hálsmen, m.a. úr leirkúlum frá Hring eftir Hring í fallegum litum og viðarkúlum frá Hlín Reykdal. Ilmvötn frá Andreu Maack, Ellu og Mad et Len fást í Mýrinni en það sem framleiðendurnir eiga sameiginlegt er að þeir láta ilmvatnsgerðarmenn í Frakklandi blanda ilmina. Þess má geta að Andrea Maack er myndlistarmaður og eru ilmirnir frá fyrirtæki hennar þróaðir í tengslum við myndlistarverk sem hún gerir. Mikið úrval vara til heimilisins má einnig finna í Mýrinni. Jón í Lit er vinsæl gjafavara. Um er að ræða litlar og litríkar lágmyndir sem eru fallegar einar og sér eða nokkrar saman. Þær eru handgerðar úr gipsi og sprautaðar í um 25 litum. Hönnuður þeirra er Almar Alfreðsson vöruhönnuður. Not Knot púðarnir frá Umemi njóta vaxandi vinsælda en hönnuður þeirra, Ragnheiður Ösp, er að fara af stað með verkefni í

samstarfi við Kópavogsdeild Rauða Krossins. Ragnheiður hefur hannað púða úr efni sem kemur frá Afríku, handlitaða af stúlkum í endurhæfingarbúðum í Sierra Leone og rennur ágóðinn af sölunni til þeirra.

Púðarnir eru handsaumaðir af sjálfboðaliðum Kópavogsdeildarinnar. Púðarnir fást m.a. í Mýrinni. myrin.is

Verslunin Mýrin er ævintýralega falleg og sýnir fjölbreytt úrval íslenskrar hönnunar.

Í verslunum Mýrarinnar fæst fatnaður, skartgripir, ilmvötn og ýmsir hlutir fyrir heimilið.

eitthvað alveg

einstakt

einstakar gjafir fyrir einstök tækifæri handa einstöku fólki

Skipholtwww.gallerilist.is Skip 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is


SÓKNARFÆRI | 37

Eina sérverslunin með pylsur í landinu Kjötvinnslan Kjötpól hefur verið starfandi síðan 2004 en samhliða kjötvinnslunni er rekin sérhæfð verslun með pylsur og kjöt sem heitir Pylsumeistarinn. Sigurður Haraldsson, framleiðslustjóri og annar eigenda fyrirtækisins, segir að það hafi verið frá upphafi markmiðið að vinna hlutina eins og gert var á árum áður. „Við framleiðum vörur sem innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt og bætum ekki bragðefnum í vörurnar,“ segir Sigurður. Hann segir að nánast öll framleiðsla Kjötpóls uppfylli kröfur Skráargatsins, sem er matvælamerki sem gerir ákveðnar kröfur um innihald matvæla. „Við framleiðum hamborgarhryggi, beikon og ýmis konar skinku. Varan er léttsöltuð og aldrei meira en eitt gramm af bindiefni í hverju kg. Markmiðið er það að bjóða upp á öðruvísi vöru.“ Verslunin Pylsumeistarinn á Hrísateig er eina sérverslunin með pylsur í landinu. Einnig er þar seld skinka og önnur vara sem framleidd er eftir stefnu Kjötpóls. „Við framleiðum vörur fyrir aðstandendur barna með athyglisbrest, beikon, ýmis konar skinku og pylsur. Í þessari vöru er einungis sjávarsalt og ekki bætt út í nítritsalt eða C-vítamín til þess að fá rauða litinn fram. Í beikoninu er eingöngu sjávarsalt og pylsurnar eru framleiddar bæði reyktar og óreyktar í plastgörnum sem teknar eru utan af pylsunum fyrir neyslu,“ segir Sigurður. Allar vörurnar í Pylsumeistaranum, að fimm undanskildum, eru kolvetnalausar. Ástæðan fyrir því að vörurnar fimm innihalda kolvetni er

Hollráð um grillpylsur Þ  að er gott að skera aðeins í þykkari grillpylsur báðum megin og þegar byrjar að leka úr sárinu eru þær tilbúnar Þ  egar ósoðin pylsa er steikt er gott að setja svolítið vatn á pönnuna og rúlla henni í því meðan það er að hitna. Pylsan steikist svo þegar vatnið er gufað upp B  est er að grilla pylsur ekki við mikinn hita Ó  soðnu pylsurnar má setja aðeins í örbylgjuofn áður en þær eru settar á grillið P  ylsur úr frysti þurfa að vera þýðar þegar þær eru settar á grillið og best er að allar pylsur séu við stofuhita þegar byrjað er að grilla þær Verði ykkur að góðu og njótið vel!

kryddblandan sem inniheldur lítilsháttar sykur. kjotpol.is

Pylsurnar frá Kjötpól eru bæði reyktar og óreyktar.

Hjá Kjötpól er m.a. framleitt beikon, skinkur og pylsur.


38 | SÓKNARFÆRI

Fjölbreytt úrval Útivistarferða 2014

Á Langleiðinni er gengið yfir landið endilangt.

Útgáfa Ferðaáætlunar er alltaf stór viðburður hjá ferðafélaginu Útivist en blaði með upplýsingum um ferðir ársins 2014 verður dreift í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 13. desember nk. Við hittum Skúla Skúlason framkvæmdastjóra félagsins og báðum hann að segja okkur frá því helsta sem væri á dagskránni á næsta ári.

Raðgöngurnar vinsælar „Raðgöngur Útivistar hafa verið vinsælar, en þá eru tilteknar leiðir gengnar í nokkrum áföngum. Á næsta ári bjóðum við upp á Reykjaveginn þar sem gengið er frá Reykjanesi að Nesjavöllum. Þetta er skemmtileg leið sem reglulega er á dagskrá hjá okkur. Einnig verður gengið niður með Hvítá, en í þeirri raðgöngu er byrjað á helgarferð þar sem gengið verður frá Hvítárvatni að Gullfossi. Eftir það taka við 5 dagsferðir og endar gangan við Þrastarlund. Lengsta raðganga Útivistar er svo Langleiðin svokallaða. Þá er gengið þvert yfir landið eins langt og hægt er að fara, það er frá Reykjanesi og endað á Fonti á Langanesi. Þessi ganga hófst í byrjun árs 2013 og var þá gengið í Nýjadal á Sprengisandi. Nú tekur við ganga frá Nýjadal og stefnan tekin í Ásbyrgi. Þá er gengið í nokkra daga áföngum um Gæsavatnaleið í

Fjallarefir í Búrfellsgöngu.

Herðubreiðarlindir og svo norður með Jökulsá á Fjöllum og endað í Ásbyrgi. Þó svo menn hafi ekki gengið fyrri áfangana getur engu að síður verið skemmtilegt að slást í för þessa leið. Þarna er farið um einstök öræfi sem er sérstök upplifun,“ segir Skúli.

Dagsferðir á sunnudögum

Á Dalastíg.

Skúli bendir á að núna sé hægt að bóka sig á vef Útivistar fyrirfram í dagsferðir. „Allt frá upphafi hafa dagsferðir á sunnudögum skipað stóran sess í ferðaáætlun Útivistar. Þó oft sé hægt að mæta í ferðir án þess að hafa bókað pláss fyrirfram, þá getur skipt miklu máli að forbóka sig í ferðina. Bæði er það til þess að tryggja sér pláss, en stærð á rútu sem pöntuð er tekur mið af fjölda bókana. Einnig getur einstaka sinnum komið fyrir að ferð sé felld niður ef ekki hafa komið nógu margar bókanir síðdegis á föstudegi.“

Arkað um Fjallabakssvæðið Af öðrum sumarleyfisferðum nefnir Skúli Dalastíginn sem er ný og skemmtileg gönguleið. Þar er farið um Fjallabakssvæðið rétt vestan við Laugaveginn, byrjað við Mosa skammt frá Hattfelli og endað í Landmannalaugum. Leiðin liggur um skemmtileg gil inn að Hungurfitjum þar sem nú er kominn nýuppgerður og glæsilegur skáli. Úr Hungurfitjum liggur leiðin í Dalakofa sem Útivist endurnýjaði fyrir nokkrum árum og er einstaklega vel staðsettur fjallaskáli í jaðri Torfajökulssvæðisins. Þaðan liggur leiðin í Landmannahelli, en á þeirri leið má finna einstök hverasvæði og verulega

sérstæða vatnsuppsprettu þar sem Rauðufossakvísl sprettur upp úr jörðinni. Úr Landmannahelli liggur svo leiðin um hluta af svokallaðri Hellismannaleið í Landmannalaugar. „Einnig má ég til með að nefna göngu um Austurdal í Skagafirði. Gangan hefst við skálann Grána við drög dalsins en endar í blómlegum byggðum Skagafjarðar. Austurdalur er sérlega veðursæll og þar vex birkiskógur í hvað mestri hæð yfir sjávarmáli. Fram undir þetta hefur Fossá verið erfiður farartálmi fyrir göngufólk á þessari leið, en nú er búið að brúa hana sem var mikil bót.“

Fjallarefir í fullu fjöri „Sem fyrr höldum við áfram með dagskrá Fjallarefa, en þar er fléttað saman göngudagskrá, fræðsludagskrá og reglubundinni gönguþjálfun. Hér er því í raun á ferðinni þétt námskeið sem er tilvalið fyrir þá sem eru að byrja að stunda útivist og vilja fá nauðsynlegan grunn. Við erum að byrja þriðja starfsár Fjallarefa og hefur verið mikil ánægja með þessa dagskrá. Loks má svo nefna göngudagskrá sem við köllum einfaldlega Everest. Þó ekki sé markmiðið að ganga á hæsta tind heims þá er samanlögð hæð fjalla sem farið er á vel yfir hæð tinds Everests. Þessi dagskrá er sérstaklega sniðin að þeim sem eru í góðu formi og vilja taka á í snarpri tindagöngu. Hér er því gerð krafa um gott gönguform og góðan gönguhraða.“ utivist.is


SÓKNARFÆRI | 39

Úr heilsubrunni íslenskrar náttúru

Níu heimar

Sótt í arfleifð Íslendinga Ari Svavarsson og Ágústa G. Malmquist, sem reka vinnustofuna og galleríið Níu heimar, hanna og smíða skart- og listgripi úr náttúrulegu hráefni og sækja sér innblástur í arfleifð Íslendinga. Þau vinna í tré, bein, gler, steina og ýmiss konar málma auk þess sem þau nota hluti sem þau og aðrir finna og fá þá gjarnan nýtt hlutverk. Oftar en ekki hafa hlutirnir ákveðna merkingu og tengingu við náttúruna og krafta hennar. Ari og Ágústa eru menntaðir hönnuðir og myndlistarmenn og hafa í gegnum tíðina unnið við það en þau hafa frá árinu 2005 unnið að mestu leyti við það sem þau eru að gera í dag. Rúnir og táknmyndir einkenna suma hlutina. Þau segja að erfitt sé að útskýra hvers vegna þau fóru þessa leið. „Það má kannski segja að leiðin hafi valið okkur. Þetta gagn-

tók okkur á vissan hátt þegar við byrjuðum að róta í þessum gömlu hlutum. Þetta er bara svo fallegt; hlutirnir, táknin og hugsunin. Maður fer að horfa á þetta öðrum augum en maður var alinn upp með sem barn. Nú sér maður að þetta snýst að mestu leyti um að ganga í takt við umhverfið og náttúruna.“ Segja má að viss dulúð sé á hlutunum. „Við hugsuðum í upphafi um það hvers vegna fólk fór upphaflega að búa til skart. Manneskjan skreytir sig með hlutum en svo finnur maður líka að það hefur eflaust haft djúpstæðari merkingu að ganga með skart eða verndargrip hér áður fyrr en í flestum tilvikum í dag. Við vinnum eftir þessu og allt sem við gerum hefur einhverja merkingu.“ Facebook: Níu heimar/Nine worlds

niuheimar.is

Sæktu styrk í íslenska náttúru

SagaPro

SagaMemo

Angelica

Voxis

færri salernisferðir

fyrir minnið

fyrir aukna orku

fyrir sáran háls

www.sagamedica.is


40 | SÓKNARFÆRI

IÐAN fræðslusetur:

Yfir 1300 ófaglærðir einstaklingar hafa farið í raunfærnimat Árið 2007 bauðst ófaglærðu fólki, sem starfað hefur í tilteknum iðngreinum í 5 ár eða lengur, í fyrsta skipti kostur á raunfærnimati. Með slíku mati er færni og þekking viðkomandi einstaklings innan greinarinnar metin, óháð því hvernig hennar hefur verið aflað en matið má síðan leggja til grundvallar ef viðkomandi ákveður í framhaldinu að ljúka námi í greininni. „Menn renndu mjög blint í sjóinn þegar farið var af stað með þetta úrræði á sínum tíma en ég held að engan hafi órað fyrir viðtökunum sem hafa vægast sagt verið mjög góðar. Í dag hafa yfir 1300 manns gengist undir raunfærnimat og um 65% þeirra sem fara í matið halda áfram í námi en í dag hafa um 320 lokið sveinsprófi eða lokaprófi til starfsréttinda,“ segir Iðunn Kjartansdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá IÐUNNI fræðslusetri.

Hærra menntunarstig Iðunn segir megin markmið raunfærnimatsins að hækka menntunarstig innan iðngreinanna og að hvetja

Það tekur um eina fólk til að auka færni önn, að sögn Iðsína með meiri menntun. Til unnar, að fara í að geta sótt gegnum matið. um raunFerlið felur í sér að umsækjfærnimat þarf viðkomandinn útbýr færnimöppu þar andi einstaksem ferill hans og lingur að vera orðþekking er skráð með inn 25 ára og hafa Merki raunfærnimatsins. hliðsjón af þeim námsstarfað að minnsta kosti 5 ár í greininni. greinum sem þarf að Alls hefur verið boðið upp á mat í ljúka í viðkomandi fagi. Færni21 grein og er nokkuð misjafnt mappan er unnin með aðstoð námshvaða grein er í boði á hverjum tíma og starfsráðgjafa sem fylgja þátttaken ekki er farið af stað fyrr en andanum í gegnum allt ferlið. Þegar komnir eru að lágmarki 10 einstakfærnimöppunni hefur verið skilað fara sérvaldir fagaðilar yfir möppuna lingar í hópinn. Fyrsta raunfærniog síðan er viðkomandi boðaður í ítmatið sem boðið var upp á var í húsasmíði en það er sú grein sem arlegt viðtal þar sem fagið er rætt og mest eftirsókn er eftir. Síðan hafa lögð ákveðin verkefni fyrir hann. alls 14 hópar farið í raunfærnimat í Eftir þetta liggur fyrir sameiginleg húsasmíði. Þeir sem sækja um raunniðurstaða um hvaða námsþáttum viðkomandi þarf að bæta við sig til færnimat eru á ýmsum aldri allt frá að geta lokið námi í viðkomandi 25 til rúmlega 60 ára, en meðalaldgrein. „Þeir sem fara í gegnum þetta urinn er að sögn Iðunnar 37 ár. ferli fá mikinn stuðning frá námsKynjahlutfallið er hins vegar nokkog starfsráðgjöfum auk þess sem uð einhliða því um 90% þeirra sem samvinna við aðra í hópnum sem fara í raunfærnimat eru karlar. eru í sömu sporum er mjög styrkjandi,“ segir Iðunn Kjartansdóttir og bætir því við að það hafi verið ánægjulegt að fylgjast með því

Iðunn Kjartansdóttir náms- og starfsráðgjafi segir megin markmið raunfærnimatsins að hækka menntunarstig innan iðngreinanna og að hvetja fólk til að auka færni sína með meiri menntun.

hvernig stuðningur atvinnulífsins við þetta úrræði hefur aukist jafnt og þétt. IÐAN fræðslusetur ehf. er sí- og endurmenntunarmiðstöð fyrir iðngreinarnar í eigu Samtaka iðnaðarins, Samiðnar, MATVÍS, Félags

bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandsins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Meistarafélags húsasmiða. idan.is

JS Ljósasmiðjan

Jólaskreytingar og leiðiskrossar í úrvali JS Ljósasmiðjan er fyrirtæki í Kópavogi sem framleiðir jólaskraut og jólalýsingar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög sem jafnan eru sett upp fyrir hátíðirnar. Má nefna að fyrirtækið hefur í mörg ár séð um

Royal búðingur er þjóðlegur og sívinsæll eftirréttur sem hefur verið á borðum landsmanna í áratugi

Íslensk framleiðsla

Sigurður Vilhjálmsson á og rekur JS Ljósasmiðjuna ásamt Jóni Guðbjörnssyni.

leiðalýsingar í kirkjugarðinum í Kópavogi. Auk þess framleiðir fyrirtækið mikið af leiðiskrossum fyrir almenning og er hægt að fá þá keypta hjá fyrirtækinu sem er til húsa að Skemmuvegi 34 í Kópavogi. JS Ljósasmiðjan framleiðir ýmis mótíf sem tengjast jólunum, eins og t.d. jólatré og jólabjöllur í öllum stærðum. Bæði er um að ræða stórar skreytingar fyrir opinbera aðila og fyrirtæki en einnig geta einstaklingar fengið smíðaðar skreytingar í garðinn sinn ef því er að skipta. „Það sem við höfum framleitt fyrir bæjarfélögin er eingöngu í díóðuslöngum en þær duga lengi og eiga þau slíkar

skreytingar árum saman. Síðan er bætt við slöngurnar þegar þörf er á,“ segir Sigurður Vilhjálmsson sem á fyrirtækið ásamt Jóni Guðbjörnssyni. Fyrirtækið JS Ljósasmiðjan býður upp á ýmsa aðra þjónustu en skraut og lýsingar fyrir hátíðarnar því á vorin og langt fram á haust sinnir það viðgerðum á sláttuvélum, steinsögum, jarðvegsþjöppum og fleiri þess háttar tækjum. Tveir starfa hjá fyrirtækinu á haustin og fimm manns yfir sumartímann. velaverkjs.is


SÓKNARFÆRI | 41

Michelsen úrsmiðir

Uppsöfnuð þekking fjögurra kynslóða Á Laugavegi 15 í miðborg Reykjavíkur hafa Michelsen úrsmiðir um langa hríð boðið upp á eitt glæsilegasta úrval armbandsúra sem finnst hér á landi. Þar er ekki einungis boðið upp á úr heldur er einnig að finna þar skartgripi og hönnunarvörur af ýmsu tagi. Michelsen úraverslunin er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en eigandi þess, Frank Ú. Michelsen úrsmíðameistari, rekur verslunina ásamt þremur sonum sínum, Frank, sem er framkvæmdastjóri, Magnúsi og þá kemur Róbert F. Michelsen úrsmiður einnig að rekstrinum, en hann starfar í úrabænum Le Locle í Sviss þar sem hann kennir úrsmíði og sér um framleiðslu Michelsen úranna. „Hér starfrækjum við elstu úraverslun og úrsmíðavinnustofu landsins en ég telst til 3ja ættliðar hér á bak við borðið og synir mínir til þess fjórða. Það er því samankomin mikil þekking og reynsla sem við reynum

Heimsþekkt gæðamerki

Feðgarnir Frank Magnús, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Frank Úlfar úrsmíðameistari.

að miðla til okkar viðskiptavina,“ segir Frank Ú. Michelsen í samtali. Úrsmiðir fyrirtækisins, Frank Úlfar og Róbert, hafa báðir lokið námi frá

hinum heimsþekkta WOSTEP úrsmíðaskóla í Neuchatel í Sviss, sem er leiðandi í kennslu á sviði úrsmíði um heim allan.

Bakarí Sandholt

Jóla Panettone og konfekt

Handgerða konfektið er upplagt með jólakaffinu!

Panettone frá Bakarí Sandholt.

bragða á einhverju af þeim fjölbreytilegu réttum sem í boði eru. Boðið er upp á brauð, tertur, súkku­ laði, súpur, bökur og ýmislegt fleira.

Michelsen úrin eru framleidd með endingu og gæði að leiðarljósi.

bara upp á verslun og nýsmíði heldur einnig alhliða viðgerðarþjónustu á úrum auk þess sem fyrirtækið er með samning við gullsmíðaverkstæði. Fyrirtækið gerir jafnan tilboð og áætlun í viðgerðir á úrum og skartgripum og starfsmenn eru ávallt tilbúnir að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í síma eða í verslun. michelsen.is

Sif Jónsdóttir myndlistarmaður hefur hannað. 10% af andvirði Panettone með Gianduja súkkulaði og heslihnetum renna til Barnaspítala Hringsins. Bakarí Sandholt er byggt á gömlum merg í húsi sem hýst hefur starfsemi fyrirtækisins frá upphafi. Í jólaönnum og innkaupum á Laugaveginum er einstaklega gott að setjast inn á þetta vinalega kaffihús og

Íslensk hönnun í skarti Í skarti bjóða Michelsen úrsmiðir m.a. upp á handsmíðaða íslenska skartgripi í gulli og silfri á samkeppnishæfum verðum. Þá fást þar gripir frá Georg Jensen, m.a. í 18 kt gulli með demöntum og öðrum eðalsteinum ásamt silfurlínunum Daisy og Moonlight Grapes. Michelsen úrsmiðir bjóða ekki

Skart frá Georg Jensen fæst í Michelsen.

PIPAR\TBWA

Á Laugavegi 36 í Reykjavík er að finna nýtískulegt bakarí og kaffihús þar sem Ásgeir Sandholt bakari framleiðir handgert konfekt og gómsætt bakkelsi fyrir jólin. Af mörgu góðu má benda á sérstaka útgáfu af jóla Panettone sem er bökuð úr náttúrulegu súrdeigi og hentar vel í jólapakkann. Í ár er boðið upp á Panettone í sérstökum umbúðum sem Birgitta

Mörg heimsþekkt gæðamerki má finna í verslun Michelsen úrsmiða og þar ber hæst flaggskipið Rolex en Michelsen úrsmiðir hafa verið með umboð fyrir lúxusúrarisann hér á landi í yfir 30 ár. Af öðrum úramerkjum hjá Michelsen má nefna Tudor, Romain Jerome, Movado, Georg Jensen, Rosendahl og Arne Jacobsen. Einnig þekkt merki á borð við Armani, Diesel, Skagen og Michael Kors. En hvað með íslenska úrasmíði? „Á 100 ára afmæli fyrirtækisins árið 2009 endurvöktum við Michelsen úrin eftir 70 ára hlé með sérstakri afmælisútgáfu. Eins og áður eru Michelsen úrin framleidd með endingu og gæði að leiðarljósi auk þess sem við höfum lagt áherslu á góða hönnun þar sem íslensk náttúra hefur veitt innblástur. Þó ég segi sjálfur frá eru þetta stórglæsileg armbandsúr þar sem samtvinnast mikil reynsla og þekking fagmanna innan Michelsen fjölskyldunnar,“ segir úrsmíðameistarinn stoltur.

SÍA

Jólasteikin

Hamborgarhryggur & sænsk jólaskinka Hamborgarhryggurinn okkar er kolvetnalaus eins og nánast allar okkar vörur. Hryggurinn er léttsaltaður og það er sænska jólaskinkan líka. Langflestar vörur okkar uppfylla kröfur Skráargatsins og eru auk þess kolvetnalausar.

Hrísateig 47 Eftirréttirnir frá Sandholt svíkja ekki.


42 | SÓKNARFÆRI

Gjafakort í Borgarleikhúsið:

Spennandi leikár í Borgarleikhúsinu Síðasta leikár Borgarleikhúsins gekk afarvel. Sýningar á vegum leikhúsins voru tilnefndar til 40 Grímuverðlauna og aldrei hafa fleiri sótt það á einu leikári. Vinsælasta sýning síðasta árs var Mary Poppins en uppsetning verksins er eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Yfir 50 þúsund manns hafa séð verkið sem nú hefur verið sýnt rúmlega 100 sinnum frá frumsýningu í febrúar á síðasta ári.

Færri komast að en vilja „Mary Poppins nýtur enn mikilla vinsælda og lítur allt út fyrir að færri komist að en vilja á sýningarnar í desember og kringum hátíðirnar,“ segir Jón Þorgeir Kristjánsson,

hönnuður og markaðsfulltrúi hjá Borgarleikhúsinu og bætir við að allt stefnir í að verkið slái aðsóknarmet Leikfélags Reykjavíkur áður en yfir líkur. „Gjafakortin eru orðin fastur liður í aðdraganda jólanna hjá okkur í Borgarleikhúsinu. Kortin eru öðruvísi jólagjöf sem höfða vel til fólks enda er verið að gefa töfrandi stund í leikhúsi sem öll fjölskyldan getur notið saman. Kortin eiga því vel við fjölskylduhátið eins og jólin,“ segir Jón.

Sérstök jólatilboð Eins og undanfarin ár mun Borgarleikhúsið bjóða upp á sérstök jólatilboð. „Það verða þrjú skemmtileg til-

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk Hamlets í nýrri uppsetningu Borgarleikhússins á samnefndu verki.

boð fyrir jólin, þar sem eitthvað er fyrir alla. Fyrst má telja tilboð á söngleikinn vinsæla Mary Poppins en með tveimur miðum á verkið fylgir geisladiskur með tónlistinni úr sýningunni. Síðan er að nefna ljúffengt leikhúskvöld með gjafakorti og leikhúsmáltíð fyrir tvo og þriðja tilboðið eru tveir miðar á nýja sýningu Borgarleikhúsins, Furðulegt háttarlag hunds um nótt, og bók sem verkið er byggt á.“

Jón Þorgeir Kristjánsson, hönnuður og markaðsfulltrúi Borgarleikhúsins.

Gras að gera framundan Með nýju leikári fylgja ný verk og er nóg að snúast hjá leikhúsinu þetta árið. Leikárið í Borgarleikhúsinu er að vanda fjölbreytt og spennandi. Má þar nefna verkið Jeppi á fjalli

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í Jeppa á Fjalli.

sem hefur verið sýnt fyrir fullu húsi frá því í september. Hamlet – það verk sem oftast hefur verið sett upp í heiminum – verður svo frumsýnt á afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur þann 11. janúar. Verkið Óskasteinar eftir Ragnar Bragason verður síðan frumsýnt í lok janúar. „Það verður gaman að sjá hverju Ragnar tekur upp á í sínu öðru leikriti en fyrsta verkið hans Gullregn hlaut hreint út sagt frábærar viðtökur á síðasta ári, svo frábærar að við þurftum að flytja sýninguna af Nýja sviðinu inn á stóra svið til þess að anna eftirspurn,“ segir Jón Þorgeir um Óskasteina.

BLAM og þungarokksleikhús Í lok febrúar verður leikverkið Furðulegt háttalag hunds um nótt

frumsýnt. Það er byggt á samnefndri bók og var ótvíræður sigurvegari sviðslistaverðlauna Breta í ár, hlaut alls sjö verðlaun. Þá má geta þess að í mars verður hljómsveitin Skálmöld með einskonar þungarokksleikhús í verkinu Baldur í samvinnu við leikhóp Borgarleikhúsins. Leikhúsunnendur ættu svo alls ekki að missa af verkinu BLAM! eftir Kristján Ingimarsson. Sýningin hefur slegið í gegn víða um heim, meðal annars á Edinborgarhátíðinni í ágúst síðastliðinn. Að lokum má nefna Ferjuna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem hefur verið í hópi vinsælustu rithöfunda landsins. Þetta er fyrsta leikverk hennar. borgarleikhus.is

Engin jól án grænna ORA-bauna Fulltrúar Íslendinga í Svíþjóð fá sent hálft bretti af grænum baunum frá ORA nú fyrir jólin og dreifa til landa sinna. Hátíðin verður annars ekki fullkomin. Það segir sína sögu um stöðu og ímynd vörunnar. Tíminn stendur í stað þegar horft er á baunadós frá ORA. „Útlitið hefur ekki breyst áratugum saman og ætli ragnarök teljist ekki líklegri örlög mannkyns en að það breytist!“, segir Leifur Þórisson, framkvæmdastjóri ORA, rótgróins

Leifur Þórisson, framkvæmdastjóri ORA, við Ora grænar sem allir þekkja.

matvælafyrirtækis sem Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski tók þátt í að stofna fyrir ríflega 60 árum. Ótal aðrar ORA-vörur en baunir rata á jólaborð landsmanna, til dæmis rauðkál, síld, kavíar og paté í mismunandi útfærslum. Sósur, súpur og ótalmargt fleira mætti nefna sem myndi líka sóma sér vel um hátíðar og auðvitað árið um kring. Svo má ekki gleyma því að ORA hefur allt að helmingi tekna sinna af útflutningi til Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og á sinn hlut í jólaversluninni þar líka. Leifur segir til dæmis að stærstur hluti kavíarsölu

ársins eigi sér stað fyrir jólin og að íslenski kavíarinn komi því með jólin með sér til fjölda erlendra viðskiptavina. ORA ætlar að færa út kvíar enn frekar á erlendum mörkuðum, ekki síst á meginlandi Evrópu. Fyrirtækið fékk nýlega svokallaða IFS-gæðavottun og þar með gætu opnast dyr hjá verslunarkeðjum í til dæmis Frakklandi og Þýskalandi sem gera slíka vottun að skilyrði fyrir viðskiptum. ora.is


SÓKNARFÆRI | 43

Íslandsstofa er bakhjarl íslenskra fyrirtækja

Bjarnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands: „Við flækjum málin ekki um of með fræðilegri umfjöllun en reynum, eins og fyrr segir, að beina sjónum að hagnýtum hlutum fyrst og fremst.“

í sókn á

Námskeið fyrir konur með viðskiptahugmyndir

markaði Eitt af hlutverkum Íslandsstofu er að að veita PIPAR\TBWA · SÍA · 113324

Hlutfall fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna á Íslandi er í kringum 25%, sem er nokkuð lægra en í nágrannalöndunum. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur allt frá árinu 1996 haldið úti námskeiðinu Brautargengi sem er ætlað konum sem luma á góðri viðskiptahugmynd eða eru að hefja rekstur. Námskeiðið er liður í opinberum aðgerðum til að auka hlut kvenna í rekstri fyrirtækja og hefur skilað góðum árangri. Bjarnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri segir að markmiðið með námskeiðinu sé að fjölga konum í atvinnurekstri. Námskeiðið er fimmtán vikna langt og samtals hefur 1.021 kona útskrifast frá árinu 1996. „Hingað koma konur með hugmyndir á öllum stigum, allt frá tiltölulega ómótuðum hugmyndum til fyrirtækja í rekstri. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið sem er hagnýtt alveg í gegn. Við flækjum málin ekki um of með fræðilegri umfjöllun en reynum, eins og fyrr segir, að beina sjónum að hagnýtum hlutum fyrst og fremst.“ „Spurningar sem koma upp eru margvíslegar, eins og t.d. hvernig staðið er að málum ef einstaklingur á nægt upphafsfjármagn til stofnunar fyrirtækis, hvað gerist ef nauðsynlegt reynist að fá lánað fjármagn og hvað þýðir það að taka fjárfesta inn í verkefnið. Eins spurningar um hvernig eigi að skipuleggja kynningarstarf fyrirtækisins, hvort eigi að leggja áherslu á samfélagsmiðla, auglýsingar eða umfjöllun í fjölmiðlum. Það eru praktískar spurningar af þessu tagi sem við leitum svara við. Við reynum að horfa á málin út frá þörfum þessa hóps. Það er lang algengast að hingað komi konur sem eru með hugmyndir að fyrirtækjum sem flokkast sem lítil og meðalstór. Fæstar þeirra stefna til dæmis á hlutabréfamarkað og við fjöllum ekkert um hann á námskeiðinu,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður hefur haft umsjón

erlenda

alhliða þjónustu og ráðgjöf í því skyni að greiða fyrir útflutningi á vöru og þjónustu.

Íslandsstofa efnir til fjölda kynninga, funda og námskeiða á hverju ári fyrir íslensk fyrirtæki með það að markmiði að auka þekkingu og fagmennsku í markaðssókn erlendis.

Starfsfólk hundraða fyrirtækja hefur nýtt sér þessa þjónustu Íslandsstofu og styrkt þannig stöðu sína.

Námskeið Brautargengis er liður í opinberum aðgerðum til að auka hlut kvenna í rekstri fyrirtækja.

Meðal þeirrar þjónustu sem Íslandsstofa veitir:

· Markaðsupplýsingar með námskeiðinu í mörg ár og hefur því haft tækifæri til að sjá mismunandi tilhneigingu í gegnum árin. Hún segir að mikill viðsnúningur hafi orðið eftir hrun. Margar hugmyndir að fyrirtækjum í kringum 2007 sneru að innflutningi á vöru en frá hausti 2008 beindist áhuginn að útflutningi og gjaldeyrissköpun. „Hugmyndir á sviði ferðaþjónustu verða stöðugt fleiri og fjölbreyttari en áður. Fyrir árið 2008 var lítið um að vera á þessu sviði en nú eru ferðamenn að verða markhópur fyrir fleiri en eingöngu þá sem starfa innan ferðaþjónustunnar. Stærsti markhópur þeirra sem starfa til dæmis við hönnun eru erlendir ferðamenn. Í gegnum árin hef ég orðið vör við það að margar konur, sem hafa menntað sig til hefðbundinna kvennastarfa innan mennta- og heilbrigðisgeirans, hafa fengið hugmyndir sem rúmast ekki endilega innan þess opinbera. Þessar konur vilja breytingar og bætta þjónustu.

Sem dæmi má nefna heimahjúkrun barna eða stuðning við ýmsa hópa með sérþarfir. Viðskiptahugmyndirnar endurspegla talsvert það sem almennt er að gerast í samfélaginu,“ segir Bjarnheiður. Námskeiðið er einn dagur í viku í eina önn og fer það fram í húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Keldnaholti. Þess á milli vinna konurnar í sinni viðskiptaáætlun og fá ráðleggingar við skrifin. Þegar námskeiðinu lýkur eru konurnar komnar með viðskiptaáætlun í hendurnar. Í framhaldinu eiga sumar kvennanna kost á því að nýta sér þjónustu Frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvarinnar að því gefnu að fyrirtæki þeirra feli í sér nýsköpun. Jafnframt fá þátttakendur áfram stuðning með handleiðslufundum þar sem þær fá ráð um uppbyggingu fyrirtækja sinna. nmi.is

· Ráðgjöf og fræðsla · Sýningar · Viðskiptasendinefndir Íslandsstofa hefur innan sinna raða öflugt og reynslumikið starfsfólk með viðamikla þekkingu sem íslensk fyrirtæki geta leitað til með spurningar, aðstoð og ráðgjöf.

Hafðu samband við okkur og fáðu nánari upplýsingar.

Borgartún 35 | 105 Reykjavík

islandsstofa.is


Bratwurstpylsur Kjúklinga-Bratwurstpylsur eru óreyktar og unnar úr sérvöldu gæðahráefni. Þær eru kryddaðar til með jurtum og kryddkornum svo úr verður bragð sem fær sælkera til að brosa framan í heiminn, halla sér aftur og njóta sumarsins sem aldrei fyrr.

Grunnur að góðri máltíð www.holta.is

Soknarfaeri29november2013  
Soknarfaeri29november2013