Page 1

Sumar 2012

Velkomin norður Eflum norðlenska verslun

Sumar á Glerártorgi Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is | Opnunartímar: Mán.–fös. 10–18.30, lau. 10–17, sun. 13–17 | Opnunartímar Nettó: Mán.–fös. 10–19, lau. 10–18, sun. 12–18


2 | AKUREYRI // sumar 2012

Katrín Káradóttir flutti á ný heim til Akureyrar og hóf verslunarrekstur:

Full Kista af alls kyns varningi

Katrín Káradóttir í versluninni Kistu í menningarhúsinu Hofi.

Eftir búsetu í Danmörku, Frakklandi og í Garðabæ þótti Katrínu Káradóttur tími kominn til að flytja á ný í heimahagana norður á Akureyri. Hún tók sig því til einn góðan veðurdag sagði upp starfi sínu í banka sunnan heiða og hóf undirbúning að því að flytja búferlum til Akureyrar og setja þar upp verslunarrekstur. „Þetta var heilmikil kjarkæfing,

en það hafði lengi blundað í fjölskyldunni að flytja aftur heim til Akureyrar, en þar er stórfjölskyldan, vinirnir og ekki má gleyma fjöllunum,“ segir Katrín, en eitt helsta áhugamál fjölskyldu hennar er skíðaiðkun, „þannig að ég hugsa að árskortið í Hlíðarfjalli nýtist okkur mun betur hér eftir en hingað til,“ segir hún. Katrín hefur opnað verslun sem

Fjórtán hringir í kringum hnöttinn á 2400 bílum! Bílaleiga Akureyrar – Höldur ehf. kaupir hátt í 1000 nýja bíla á þessu ári, sem kemur til viðbótar kaupum á yfir 800 nýjum bílum á síðasta ári. Fyrirtækið er þannig stærsti kaupandi nýrra bifreiða á Íslandi þessi árin. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds, segir þetta í senn undirstrika eftirspurn í ferðaþjónustunni og endurnýjunarþörf í kjölfar efnahagshrunsins.

Sumar 2012

Tæplega 2000 nýir bílar keyptir „Já, við erum að lækka meðalaldur flota okkar verulega með þessum bílakaupum en í heild telur hann um 2400 bíla. Við bankahrunið þurftum við að hægja á endurnýjun og bílarnir í útleigu urðu sem því nemur eldri. Það má segja að nú séum við hratt að komast aftur á rétt ról en við viljum byggja á tveggja ára bílum og yngri í flota okkar,“ segir

Steingrímur og er nokkuð bjartsýnn á sumarið 2012. Pantanir hafa verið góðar síðustu mánuðina, sem endurspeglar aukinn straum ferðamanna til landsins. „Við þekkjum það af reynslunni að alltaf getur eitthvað komið upp sem hefur snögglega áhrif, samanber eldgos síðustu tvö árin. En ef ekkert slíkt kemur upp núna þá er ég mjög bjartsýnn. Helsta áhyggjuefnið er versnandi hagur í Evrópuríkjum, ekki síst í Suður-Evrópu þaðan sem margir okkar viðskiptavina koma. Áhrifanna af stöðunni í þeim löndum gætir þó ekki enn sem komið er.“

Eldsneyti fyrir 14 milljónir á dag Steingrímur segir að í rekstri bílaleigunnar hafi þess glögglega sést merki að vegakerfið hér á landi hafi batnað á undanförnum árum. Gott

Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds við þrjá af þeim tæplega 1000 bílum sem fyrirtækið hefur keypt í ár. „Við erum að lækka meðalaldur bílaflota fyrirtækisins verulega með endurnýjun í fyrra og í ár.“

samstarf sé við Vegagerðina um hagsmunamál á borð við merkingar vega og nefnir hann sérstaklega hálendisvegina í því sambandi. „Með betri vegum dregur úr tjónum og viðhaldskostnaði bílaflota okkar en það er að sama skapi mjög brýnt mál að Vegagerðin fái aukið fjármagn til viðhalds á vegum og til nýframkvæmda. Það er áhyggjuefni hversu mikið viðhaldsfé hefur verið skorið niður, sérstaklega á hálendisveg-

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu. Textavinnsla: Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason, Svava Jónsdóttir, Atli Rúnar Halldórsson og Valþór Hlöðversson. Viðtal í opnu Kaupmannafélags Akureyrar bls. 26-27: Ingólfur Sverrisson. Forsíðumynd: Þórhallur/Pedrómyndir

Velkomin norður

Ljósmyndir: Rögnvaldur Már Helgason, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir og fleiri.

Eflum norðlenska verslun

Auglýsingar: Augljós miðlun ehf.

Sumar á Glerártorgi Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is | Opnunartímar: Mán.–fös. 10–18.30, lau. 10–17, sun. 13–17 | Opnunartímar Nettó: Mán.–fös. 10–19, lau. 10–18, sun. 12–18

Prentun og dreifing: Prentað í Landsprenti. Dreift með Morgunblaðinu til áskrifenda um allt land. Einnig til allra heimila og fyrirtækja á Akureyri og í nágrenni, fimmtudaginn 28. júní 2012.

unum,“ segir Steingrímur en óhætt er að segja að umsvif Bílaleigu Akureyrar skili stórum fjárhæðum í ríkissjóð. Þegar allur bílafloti Hölds, 2400 bílar, verður á ferðinni í sumar kaupa leigutakarnir eldsneyti fyrir 14 milljónir á dag. Og aka vegalengd daglega sem nemur tæplega 14 hringjum kringum hnöttinn! holdur.is

er í Menningarhúsinu Hofi og heitir hún Kista. Þar má finna varning af ýmsu tagi, bæði eftir íslenska og erlenda hönnuði. En hvaðan skyldi nafnið vera komið? „Nafnið Kista er hugmynd frá tengdaföður mínum sem er mikill íþróttagarpur. Kista er fjall sem blasir við þegar komið er upp á Hlíðarfjall, skíðaparadís Akureyringa. Svo átti pabbi minn, sem er mikill göngugarpur, ótal myndir af fjallinu Kistu sem ég hef nýtt m.a. í lógó. Nafnið Kista lýsir búðinni vel, full kista af allskyns varningi,“ segir Katrín.

Líf og fjör í Hofi alla daga Menningarhúsið Hof dregur að sér ferðamenn og þess vegna segir Katrín sjálfsagt að leggja áherslu á íslenska hönnun „og það er sérstaklega gaman að upplýsa ferðamenn um norðlenska hönnun og framleiðslu. Gróskan er mikil á landsvísu þannig að búðin hefur að geyma eins og áður sagði vörur eftir hina ýmsu íslensku hönnuði.“ Katrín segir að líf sé og fjör í Menningarhúsinu Hofi „og það má segja að húsið hafi opnað nýja og fjölbreytta möguleika í bæjarlífi Akureyrar.“ Við hlið verslunarinnar Kistu rekur Akureyrarstofa upplýsingarmiðstöð þannig að ósjaldan tekur Katrín að sér að upplýsa ferðamenn um ágæti bæjarins og náttúrunnar sem umkringir bæinn. kista.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 3

opið allan sólarhringinn

á Akureyri Í sumAr

ega l d l a f n Ei rval ú a r i e m jötborð

egt k bar • Glæsil ur salat g e il n li ir •G ur í úrva t a m r u • Heit örur • snyrtiv r & skór ðu • Fatna l ng & hjó • Leikfö ara isv • Heimil t & DVD • Tónlis ki • raftæ eira... t fl & marg

Í Hagkaup á Akureyri færðu allt sem hugurinn girnist. Frábært úrval af fatnaði, skóm, búsáhöldum, leikföngum, skemmtiefni og raftækjum. Alvöru salatbar og girnilegt kjötborð. Öll helstu snyrtivörumerkin, grill, trampólín, reiðhjól og margt fleira.

Þú færð einfaldlega meira úrval í Hagkaup!


4 | AKUREYRI // sumar 2012

Líf og fjör í Listagili

Listagilið fagnar 20 ára afmæli og húsin sem fólk þekkir orðið svo vel; Listasafnið á Akureyri, Ketilhúsið og Deiglan, eru nú rekin sameiginlega undir hatti Sjónlistamiðstöðvarinnar. Í sumar verður mikið um að vera og hver stórsýningin rekur aðra í sölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, en þar er ekki öll sagan sögð, því listin flæðir jafnframt yfir allt bæjarfélagið úr Listagilinu. Í Listasafninu stendur nú yfir sýningin SYNTAGMA. Þetta er rammpólitísk átakasýning fjögurra myndlistarmanna, þeirra Hildar Hákonardóttur, Óskar Vilhjálmsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur, ásamt einum umdeildasta myndlistarmanni samtímans, Spánverjanum Santiago Sierra. Sýningin stendur til 8. júlí. Í Ketilhúsinu stendur yfir sýningin RÆTUR, samsýning 14 ungra myndlistarmanna sem allir eiga rætur að rekja til Akureyrar og verður hún opin til 1. júlí. Í „manifesto“ sýningarinnar segir; „Þið munið öll deyja. The end of art or? Höldum ró okkar en engu að síður köstum við varnöglum út um allt…“ Sýningin ALLT+ opnaði 23. júní og er bókstaflega út um allt, en þar sýna hvorki meira né minna en 71 listamenn verk sín víðsvegar um bæinn. Þetta eru einkasamtöl listamanna gegnum verk sín við tiltekna staði í bænum sem þeir bera sterkar taugar til, þannig að úr verður net örsagna sem bjóða upp á óvænta og mjög persónulega sýn á bæinn. Hægt verður að skoða verkin fram yfir Akureyrarvöku. TEXTÍLBOMBAN springur út í Gilinu 29. júní, en það er samsýning norðlenskra textílkvenna, listnema á listnámsbraut

Frá opnun sýningarinnar Rætur í Ketilhúsinu

VMA, Álfkvenna (áhugaljósmyndarar) og vaskrar sérsveitar skólabarna. Fánar og veifur eru þar allsráðandi og stærsti fáni landsins verður dreginn að húni á stærstu fánastönginni. Textílbomban mun blasa við bæjarbúum fram yfir Akureyrarvöku. Í Sundlaug Akureyrar opnar sýningin DÝFURNAR þann 30. júní og mun standa fram yfir Akureyrarvöku, líkt og hinar útisýningarnar. Samtals 76 myndlistarmenn, listnemar og börn umbreyta þannig andrúmsloftinu að laugin verður að hálfgerðu „skúlptúrmálverki“. Verk eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur af sýningunni Syntagma í Listasafni Akureyrar

Á Rafeyri er gullna reglan, nema hvað, að réttu jarðsambandi sé náð hjá Guði. Rafvirkjar með Hjartað á réttum stað, rafmagnaðir og alltaf í stuði.

Rafeyri í stuði fyrir þig rafeyri@rafeyri.is — www.rafeyri.is

Í Listasafninu opnar sýningin GLOBAL-LOCAL þann 14. júlí. Um er að ræða samsýningu þeirra Örnu Valsdóttur, Baldvins Ringsted, Hlyns Hallssonar, Jóníar Jónsdóttur, Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Níelsar Hafstein og tengjast þau öll höfuðstað Norðurlands sterkum böndum. Þau takast á við menningu og sögu bæjarins og er sýningin hugsuð sem sérstakt framlag Sjónlistamiðstöðvarinnar til 150 ára afmælis Akureyrar. Sýningarstjóri er dr. Hlynur Helgason og stendur hún til 26. ágúst. Næsta sýning í Ketilhúsinu opnar 7. júlí og ber nafnið SAMSPIL – ENSEMBLE – INTER­ PLAY og er opin til 29. júlí. Þar eiga samspil listakonurnar Ragnheiður Þórsdóttir og Sigríður Ágústsdóttir sem vinna í ólík efni og fara jafnframt ólíkar leiðir. Ragnheiður sýnir ofin verk sem gjarnan eiga sjónrænar rætur að rekja aftur til landnáms, á meðan Sigríður heldur sig hins vegar við brothættara svið hlutveruleikans, leirkerasmíðina, og eru verk hennar einföld og sígild að formi og bera með sér andblæ sem við þekkjum vel úr íslenskri náttúru. Frá 4. til 26. ágúst mun ljósmyndarinn Benni Vals sýna í Ketilhúsi. Sýningin PROMO-SHOTS inniheldur portrettmyndir af fræga fólkinu sem prýða munu alla veggi, myndir sem Benni hefur unnið fyrir erlend

blöð og tímarit á síðastliðnum árum. Myndirnar eiga það sameiginlegt að vera teknar við frekar knappar aðstæður, yfirleitt á hótelherbergjum eða hvar þar sem umboðsmenn hafa ákveðið að koma sér fyrir og gefa blaðamönnum stefnumót fyrir viðtöl og myndatöku. Í Deiglunni verður jafnframt margt á döfinni í sumar. Nú stendur þar yfir sýningin STJÖRNUBLIK. Þar sýnir Rósa Njálsdóttir málverk innblásin af „The Golden Age of Hollywood“ – glæsileiki, fegurð, fágun, kynþokki – tónlistin, tískan, hattarnir, kjólarnir, hárgreiðslan – demantar, daður og dramatík einkennir myndirnar. Sýningin stendur til 1. júlí. María Ósk tekur svo við og opnar sýninguna FIGURATIVE þann 22. júlí. Verk Maríu eru margvísleg að gerð, en eiga það þó sameiginlegt að vera öll í dansandi litum og sveipuð dulúð. Á eftir henni kemur enn ein listakonan, Hildur María Hansen. Sýning hennar Í BJÖRTU opnar 28. júlí. Hildur sýnir textílverk og notar oft nafnorð sem kveikjuna að inntaki verkanna og bómull og silki sem uppistöðuefni í þau. Hér er einungis stiklað á stóru yfir þá umfangsmiklu dagskrá sem verður á vegum Sjónlistamiðstöðvarinnar fram á haust. Listþyrstum er bent á að fylgjast vel með sumarbæklingi Listagilsins og heimasíðu miðstöðvarinnar www.sjonlist.is.


AKUREYRI // sumar 2012 | 5

FÍTON / SÍA

EKTA ÍSLENSK VEIÐIFERÐ


6 | AKUREYRI // sumar 2012

AKUREYRI

NATURALIS

Skoðaðu fjölbreytt úrval. Upplifðu og veldu gæði.

Tískuverslun Akureyri Sími 462 6200

jmj_joes_opna_20120626_10x39.indd 1


AKUREYRI // sumar 2012 | 7

Komdu. Við tökum vel á móti þér. Þú kaupir fötin í JMJ og Joe’s.

Herradeild Akureyri Sími 462 3599

26.6.2012 13:12:12


8 | AKUREYRI // sumar 2012

Tíu daga afmælishátíð

Opið hús á Hlíð á afmælisdaginn Á afmælisdegi Akureyrar, þann 29. ágúst, verður opið hús á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð sem jafnframt fagnar 50 ára afmæli í ár. Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri á Hlíð, segir tímamótanna hafa verið minnst með margvíslegum hætti allt þetta ár. „Meðal þess eru málstofur sem hér eru mánaðarlega um ýmis málefni og þær eru öllum opnar, jafnt íbúum hér á Hlíð, aðstandendum og öðrum. En hér verða ýmsar uppákomur í sumar og sérstaklega á afmælisdaginn, þann 29. ágúst og

í kringum hann. Við viljum gjarnan að bæjarbúar taki þátt dagskránni með okkur og íbúum hér á Hlíð,“ segir Brit en alls eru 136 íbúar á Hlíð. Vonir standa til inn í þessa dagskrá muni fléttast verklok við nýtt hjúkrunarheimili við Vestursíðu en framkvæmdum á að ljúka þar 1. september. Á heimilinu koma til með að verða 45 íbúar en áformað er að taka það í notkun í október.

150 ára kaupstaðarafmæli Akureyrar hefur verið fagnað með ýmsum hætti það sem af er ári og þannig verður út árið. Óhætt er að segja að dagskrárliðir afmælisveislunnar verði tíðari og stærri nú í sumar og sér í lagi með tíu daga hátíðarhöldum síðla ágústmánaðar. Þau hefjast formlega föstudaginn 24. ágúst og ná hápunkti á Akureyrarvöku helgina eftir, 31. ágúst 2. september. Afmælisdagurinn sjálfur er miðvikudagurinn 29. ágúst og verður að sjálfsögðu mikið við haft þann dag, m.a. verður sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar af þessu tilefni. Þá munu ungir og upprennandi Akureyringar frá leik- og grunnskólum bæjarins verða áberandi á afmælisdaginn þegar afhent verður verk, skjaldarmerki bæjarins, sem börnin hafa gert með mósaíkaðferðum. Börnin munu marsera í miðbæinn og afhenda verkið. Á næstu tveimur síðum er að finna upplýsingar um nokkra viðburði í fjölbreyttri sumardagskrá afmælisársins. Hægt er að fylgjast með dagskránni á vefsvæðunum www.akureyri.is, www.visitakureyri/is/akureyri-150ara og á facebook: www. facebook.com/Akureyri150.

Varðskipið Þór til sýnis Í afmælisviku Akureyrar mun nýja varðskipið Þór heimsækja bæinn. Skipið verður almenningi til sýnis í Akureyrarheimsókninni en sem kunnugt er kom það til landsins síðasta haust.

Leikrit um Vilhelmínu Lever Nýtt leikrit eftir Sögu Jónsdóttur, byggt á atriðum úr ævi Vil-

Helgi unga fólksins Fyrri helgin af tveimur í 10 daga samfelldri afmælishátíð á Akureyri verður að miklu leyti helguð unga fólkinu og listum. Þessa helgina mun Götuleikhúsið Hafurtask stýra götulistahátíð ungs fólks. „Við hugsum þetta sem nokkurs konar uppskeruhátíð fyrir ungt fólk, við horfum til hópsins 15-30 ára, verðum með ýmis konar listasmiðjur, dans, tónlist, leiklist og svo framvegis. Og um leið viljum við fá með okkur á

hátíðina þá listhópa ungs fólks sem kunna að vera starfandi í bænum. Markmiðið er að fá fólk til að taka þátt í þessu með okkur og við áætlum að þátttakendur geti orðið um 100,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir hjá Götuleikhúsinu Hafurtaski. Þessa sömu helgi, þ.e. á laugardagskvöldinu, verða útitónleikar Ungmennaráðs Akureyrar þar sem fram koma ungar og upprennandi hljómsveitir á Akureyri.

helmínu Lever, verður frumsýnt 30. ágúst í Samkomuhúsinu á Akureyri. Kveikjan að verkinu er að nú eru 150 ár liðin síðan kjarnakonan Vilhelmína kaus til bæjarstjórnar á Akureyri, fyrst kvenna á Íslandi, mörgum árum áður en konur fengu kosningarétt.

Afmælislag Bjarna Hafþórs Bjarni Hafþór Helgason gaf Akureyri lag í tilefni afmælisins. Lagið ber titilinn „Ég sé Akureyri“.


E&Co. – Mynd Ari Magg

AKUREYRI // sumar 2012 | 9

Íslenzk framleiðsla – íslenzkt hráefni. Ullarslá ungfrúarinnar á myndinni er úr tízkulínu Geysis.

„ÞAR SEM HÁIR HÓLAR HÁLFAN DALINN FYLLA“ Velkomin í nýja verzlun Hafnarstræti 98, Akureyri.

Verið hjartanlega velkomin. Geysir Akureyri, Reykjavík & Haukadal . www.geysir.net – Sími 519 6000.


10 | AKUREYRI // sumar 2012

Akureyrarvaka í hátíðarbúningi Síðari helgin í 10 daga afmælishátíðinni verður Akureyrarvaka í hátíðarbúningi. Þá bjóða Akureyringar öllum landmönnum að gleðjast með bæjarbúum á afmæli bæjarins. Akureyrarvakan hefst að kvöldi föstudagsins 31. ágúst með Rökkurró í Lystigarðinum og að því loknu taka við tónleikar í menningarhúsinu Hofi. Klukkan 22:30 hefst Draugaslóð Minjasafnsins þar sem farið verður um draugalegan Innbæinn og heilsað upp á ýmsar furðuverur þar. Síðan taka við tónleikar í Listagilinu og miðnætursigling með Húna II. Á laugardeginum verður sannarlega líf og fjör um allan bæ. Hátíðarsamkoma verður á Akureyrarvelli kl. 14-15 með fjölbreyttri dagskrá en hátíðarræðu mun flytja Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Að lokinni hátíðarsamkomunni tekur við skemmtan um allan bæ. Meðal viðburða verður Lyst með list í Listagilinu þar sem landsliðskokkar láta til sín taka. Víðs vegar um bæinn verða sýningar hönnuða á Akureyri og í nágrenninu – sem og ýmsar aðrar uppákomur og viðburðir. Um kvöldið verða síðan stórtónleikar í Gilinu, eins og fjallað er um á öðrum stað.

Tónagjöf til Akureyringa

Afmælismerkið Afmælismerki Akureyrar 150 ára var hannað af ungum og upprennandi hönnuði, Sigrúnu Björgu Aradóttur. Hún útskrifaðist frá Mynd-

listaskólanum á Akureyri í vor og sigraði þar í samkeppni um afmælismerki.

Að kvöldi afmælisdagsins 29. ágúst færir Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju og fyrrum bæjarlistamaður Akureyrar, bænum tónverk sem verður í flutningi kórs sem sérstaklega var settur saman fyrir þennan viðburð. „Ég hafði samband við nokkur tónskáld sem tengjast Akureyri og bauð þeim að vera með mér í þessari gjöf og til urðu nokkur kórverk sem við munum flytja á þessum tónleikum,“ segir Eyþór Ingi en 36 manna kór flytur verkin. „Ég ákvað að setja saman kór, skipaðan söngfólki í bænum, eingöngu fyrir þetta tilefni. Og komust færri að en vildu,“ segir Eyþór en tónleikarnir hefjast kl. 20 í Menningarhúsinu Hofi.

Söguvörður Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar verður í sumar komið upp svokölluðum söguvörðum á við Hafnarstræti og Aðalstræti – þ.e. frá

miðbæ að Innbæ. Vörðurnar hafa að geyma fróðleiksmola og ljósmyndir um það sem fyrir augu ber og eru þær gjöf frá Norðurorku.

Tvær afmælisbækur Þekktu bæinn þinn nefnist afmælisrit Akureyrarkaupstaðar og kemur bókin út á afmælisdaginn, 29. ágúst. Í stuttum og hnitmiðuðum textum er sagt frá sérkennum afmælisbarnsins, lesandinn er leiddur um götur og hverfi bæjarins og þar sem staðhættir krefjast er kafað í söguna til að útskýra nútímann sem er í brennipunkti. Hrísey og Grímsey fá vitaskuld sína kafla einnig. Um 500 ljósmyndir, allar frá þessari öld og margar teknar úr lofti, varpa skemmtilegu ljósi á afmælisbarnið og verða, er tímar líða, einstæð heimild um Akureyri í byrjun 21. aldar. Höfundur bókarinnar er Jón Hjaltason sagnfræðingur. Lystigarðurinn á Akureyri er 100 ára á þessu ári en hann varð til fyrir átak kvenna sem gerðu garðinn. Á þessum miklu tímamótum verður gefið út sérstakt afmælisrit þar sem segir frá þessu stóra verkefni kvennanna, hvernig það bar ávöxt og hvernig Akureyringar og aðrir landsmenn hafa notið góðs af allar götur síðan.

Saga Lystigarðsins er rituð af Ástu Camillu Gylfadóttir landslagsarkitekt. Höfundur ásamt henni er Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins. Áformað er að bókin komi út á 100 ára afmæli Lystigarðsins þann 31. júlí 2012

Akureyrarhljómsveitir á stórtónleikum

Skriðjöklar.

Baraflokkurinn.

Laugardagskvöldið 31. ágúst tekur akureyska rokkið öll völd í bænum í bland við nostalgíuna. Þá verður efnt til sannkallaðra stórtónleika í Gilinu þar sem koma fram Akureyrarhljómsveitirnar Skriðjöklar, 200.000 Naglbítar, Baraflokkurinn, Skytturnar og Hvanndalsbræður. Allt eru þetta sveitir sem fyrr og nú

hafa gert garðinn frægan um allt land. Talið verður í kl. 21 og rokkað fram eftir kvöldi en eins og vera ber á alvöru stórviðburðum lýkur tónleikunum með flugeldasýningu. Í athugun er að tónleikunu verði útvarpað á Rás 2. Þess má geta að Baraflokkurinn hitar upp fyrir þennan við-

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Hvanndalsbræður.

burð með tónleikum á Græna hattinum kvöldið áður, föstudagskvöldið 30. ágúst.


AKUREYRI // sumar 2012 | 11

husa.is

ferða lagið

byrjar í húsasmiðjunni akureyri

Fjögurra manna tjald Athina 2 herbergi Stærð að utan: (140 x 180 x 140) x 210 x 190 cm Stærð að innan: 120 x 120 x 150 cm Þyngd 8 kg

20.895 kr.

3000414

0 kr. 0 9 . 4 1

Weber Q120 frábært í ferðalagið eða heima við Grillflötur: 42x32 cm 3000247

Tjaldborð og bekkir 113 x 68 x 72 cm

41.990 kr.

3899360

Þú finnur allt fyrir ferðalagið í húsasmiðjunni akureyri. við tökum vel á móti Þér.

hluti af Bygma

allt frá grunni að góðu heimili síðan 1956


12 | AKUREYRI // sumar 2012

Innbærinn verður danskur!

„Hugmyndin spannst út frá gamalli ljósmynd af danska fólkinu á Akureyri sem á sínum tíma flutti í bæinn garðveislurnar og dönsku hefðirnar. Í þessum veislum var fólk prúðbúið, dreypt á púrtvíni og koníaki, kaffi í fallegum bollum og danskt bakkelsi á borðum. Við ætlum að vísu ekki að vera með vínföng en Innbærinn á Akureyri mun sannarlega breytast í allsherjar flotta garðveislu að danskri fyrirmynd þennan ágústdag. Og öllum boðið í veisluna,“ segir Gestur Einar Jónasson um einn af áhugaverðum liðum í afmælisárinu á Akureyri – danska daginn í Innbænum sunnudaginn 19. ágúst. Gestur Einar tók að sér undirbúning dagskrárinnar fyrir hönd afmælisnefndar bæjarins „og ég hef reynt að gera þessa dagskrá eins

Sögugöngur á fimmtudagskvöldum Sögugöngur verða öll fimmtudagskvöld í sumar en þær eru skipulagðar af afmælisnefnd bæjarins og Minjasafninu á Akureyri. Rölt verður t.d. á Nonnaslóð, um Glerárgil, Eyrina og fleiri svæði bæjarins. Þátttaka í göngunum er endurgjaldslaus. Hægt er sjá fyrirhugaðar fimmtudagsgöngur á fésbókarsíðunni www.facebook.com/Akureyri150

Fögnuður hjá Háskólanum á Akureyri Afmælishátíð og opið hús verður í Háskólanum á Akureyri sunnudaginn 2. september og verður mikið um dýrðir í tilefni 25 ára afmælis háskólans. Sjálfur afmælisdagur skólans er 5. september.

danska og mögulegt er. Innbærinn er jú elsti hluti bæjarins og danskur bragur á mörgum húsum en við komum til með að skreyta bæjarhlutann hátt og lágt, köllum fram tónlist, persónur frá fyrri tíð birtast, við förum í danska leiki og boðið verður upp á örkennslu í dönsku. En aðalatriðið er að íbúar í Innbænum bjóða gestum til garðveislu í görðum sínum þar sem hver og einn útfærir eftir sínu höfði. Ég bíð spenntur eftir þessum degi – þetta verður klárlega mjög skemmtilegt,“ segir Gestur Einar en garðveislur íbúanna standa kl. 14-16. Á þessu svæði eru um 160 íbúðir og segir Gestur Einar mjög almenna þátttöku íbúanna í dagskránni. Og hann væntir þess að þeir sem bregði sér á örnámskeiðið í dönsku verði orðnir nokkuð flinkir í málinu í lok dags. „Þeir koma til með að geta staðist landspróf í dönsku!“ segir Gestur Einar.

Akureyri væn og græn – garðar til sýnis Sunnudaginn 12. ágúst verða húsagarðar víðs vegar um Akureyri til sýnis gestum og gangandi. Garðaeigendur taka þá á móti gestum, fræða þá um allt sem þá fýsir að vita – hvort heldur er um ræktun, skipulag, hirðingu eða annað. „Garðaskoðun er árlegur viðburður hjá okkur en meira er gert úr þessu í ár vegna afmælis Akureyrar,“ segir Kristín Þóra Kjartansdóttir, formaður Garðyrkjufélags Akureyrar en félagið stendur fyrir þessum viðburði.

„Hér á Akureyri höfum við mikla fjölbreytni í görðum, bæði hvað varðar skipulag og ræktun. Við áætlum að vera með um 15 garða opna, gamla og yngri, stóra sem smærri. Og öllum frjálst að líta inn en við komum til með að gefa út kort þar sem fram kemur hvar opnu garðarnir verða í bænum,“ segir Kristín Þóra en opið verður í görðunum kl. 13-17, sunnudaginn 12. ágúst.

ÁLFkonur sýna í Lystigarðinum Á morgun munu fimmtán ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna LYSTISEMDIR á útisvæðinu við Café Björk í Lystigarðinum á Akureyri. ÁLFkonur (Áhuga-Ljósmyndara-Félag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) er félagsskapur kvenna sem hafa sameiginlegt áhugamál, sem er að festa allt milli himins og jarðar á „filmu“. Hópurinn hefur starfað saman frá hausti 2009, myndað mikið, ferðast og haldið nokkrar sýningar og er þetta sjötta samsýning hópsins. Sýning þessi er hluti af 100 ára afmæli Lystigarðsins á Akureyri, 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og sýningunni Allt+ sem skipulögð er af Sjónlistamiðstöðinni. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.


E N N E M M / S Í A / NM42931

AKUREYRI // sumar 2012 | 13

Allur matur á að fara ... með flutningabílum búnum sérhönnuðum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörugeymslum, vottuðum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Vel skipulagt flutningakerfi og reynsla í faglegum matvælaflutningum um allt land tryggir að neytandinn fær vöru sína ferska innan 24-48 tíma og alla leið

... upp í munn og ofan í maga!

www.landflutningar.is 458 8900 Akureyri 458 8970 Dalvík


14 | AKUREYRI // sumar 2012

Hundrað þúsund manns til Akureyrar! hópferðir í m.a. Mývatnssveit, að Goðafossi, í Laufás, Eyjafjarðarsveit og innanbæjar á Akureyri.

Komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar hafa verið snar þáttur af bæjarmyndinni að sumarlagi allt frá því fyrsta skipið, Oceana, kom í tvígang sumarið 1906. Reiknað er með að í sumar verði farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa sem koma til Akureyrar um 100 þúsund talsins. Þar af eru farþegar 70 þúsund. Skipin verða 65 talsins og eru samanlagt um 2,6 milljónir brúttótonna að stærð en aukning í brúttótonnum milli ára er 36%. Spá um þróun í skemmtiferðaskipaþjónustunni á Akureyri á næstu árum gerir ráð fyrir jöfnum stíganda og að árið 2021 komi 150 þúsund farþegar á ári til bæjarins með skipunum.

Skipin að stækka Farþegafjölgun er 36% frá síðasta ári en að sögn Péturs Ólafssonar, markaðsstjóra Akureyrarhafnar, er þróunin hröð í þá átt að skipin stækka. Sem hvað best má sjá á því að bókanir fyrir sumarið 2013 hafa nú þegar náð rúmlega brúttótonnafjölda ársins í ár en skipin eru 15 færri á bak við tölu ársins 2013 en í ár. „Stóru skipin eru hagkvæmari fyrir félögin, þau horfa í olíueyðsluna og til að mynda sjáum við að skipin sigla hægar en áður til að

Hátt hlutfall farþega skemmtiferðaskipanna sem hafa viðdvöl á Akureyri nýtir sér skipulagðar skoðunarferðir. Sá hópur farþega er einnig fjölmennur sem fær sér gönguferð um bæinn, lítur inn í verslanir og á veitingastaði.

spara olíu. Akureyrarhöfn er vel undir það búin að taka á móti bæði stækkandi skipum og verulega auknum fjölda farþega en vissulega mun þessi þróun reyna á ýmsa innviði hér í samfélaginu hvað varðar

þjónustu við skemmtiferðaskipin. Þar má nefna t.d. bílakost vegna skoðunarferða, leiðsögumenn, framboð í verslunum og þjónustu, opnunartíma og þannig mætti áfram telja,“ segir Pétur en segja má að

umtalsverðar breytingar hafi orðið í skemmtiferðaskipaþjónustunni á síðustu 12-15 árum. Á þeim tíma hefur fest sig í sessi það mynstur sem er í dag, þ.e. að um 65% af farþegum skipanna nýti sér skipulagðar

Skoðunarferðirnar eru lykilatriði „Þetta hlutfall í skipulagðar skoðunarferðir, sem raunar er svipað og í Reykjavík, er mun hærra en gengur og gerist á viðkomustöðum skemmtiferðaskipanna. En um leið eru þessar ferðir lykilatriði í áhuga skipafélaganna á að hafa hér viðkomu því þau hafa beinar tekjur af þessum þjónustukaupum farþeganna. Áhugi skipafélaganna á Akureyri er einmitt vegna skipulögðu skoðunarferðanna,“ segir Pétur en þjóðerni farþeganna í sumar eru um og yfir sjötíu. Fjölmennastir eru Þjóðverjar eða um 20 þúsund. Hálfdrættingar á við þá eru Bretar en síðan koma aðrar þjóðir vítt um heim. Farþegar skemmtiferðaskipanna skilja eftir mikla fjármuni í Akureyri og nærsveitum og áætlar Pétur að í ár nemi þær á níunda hundrað milljónum þegar með eru taldar tekjur af hafnargjöldum. „Skemmtiferðaskipin eru því liður í ferðaþjónustu og verslun sem skiptir svæðið okkar mjög miklu máli,“ segir Pétur.


AKUREYRI // sumar 2012 | 15

Sumar á Akureyri! Einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna í sannkallaðri ævintýraferð. Nokkrar staðreyndir um ferðamannabæinn Akureyri: Menning: Fjöldi viðburða og hátíða, skemmtileg söfn og gallerí, tónleikar og óvæntar uppákomur. Afþreying: Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, heilsulindir, kvikmyndahús, skemmtistaðir, keilusalur, gönguferðir, siglingar, reiðtúrar, veiði, óvissuferðir, Grímsey, Hrísey og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Gisting: Hótel, gistiheimili, íbúðir, bústaðir, auk sveitahótela í næsta nágrenni. Matur og drykkur: Úrval kaffihúsa og veitingastaða, matur úr Eyjafirði. Verslun: Fjölbreytt og gott úrval verslana í miðbænum, á Glerártorgi og víðar. Stuttar vegalengdir, frítt í strætó og frítt í bílastæði - munið bílastæðaklukkurnar.

Verið hjartanlega velkomin! www.visitakureyri.is


16 | AKUREYRI // sumar 2012

Rannsóknaskipið Húni við Kolbeinsey Kolbeinsey var útvörður Íslands og út frá henni var mörkuð miðlína landhelginnar milli Íslands og Grænlands og landhelgismörkin til norðurs. Allt þar til Íslendingar og Danir gerðu varanlegan samning um þessa miðlínu höfðu Íslendingar áhyggjur af því að sífellt brotnaði meira af eyjunni og óttuðust að landhelgismörkin myndu breytast ef skerið hyrfi alveg. Til að halda eyjunni við var hún styrkt og 1989 reistur á henni þyrlupallur sem sjórinn lamdi niður á nokkrum árum. Nú sjást nær engin merki um þessi mannvirki nema í mesta lagi járnteinar sem enn standa upp úr klöppinni. Eyjan er komin í tvennt og milli hennar sund sem er einn til tveir faðmar á breidd. Ofan í þessu sundi liggja steypuklumpar úr þyrlupallinum. Sundið hefur Erlendur Bogason kafari nefnt í höfuðið á sjálfum sér, Erlendssund, og hann heldur því fram að hann sé eini maðurinn sem hafi farið um þetta sund á báti. Erlendur er framtakssamur, rekur köfunarþjónustu á Hjalteyri við Eyjafjörð og kennir líka köfun. Hann hefur meðal annars kennt vísindafólki að kafa, þar á meðal Sesselju Ómarsdóttur, dósent við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og Eydísi Einarsdóttur, doktorsnema Sesselju. Þær hafa kafað með Erlendi eftir svampdýrum við strendur Íslands, meðal annars að hverastrýtunum frægu á botni Eyjafjarðar. Erlendur vissi sjálfur af því að á því mikla grunnsævi, sem er í kringum Kolbeinsey, var líka mikið af svömpum.

Langt fram eftir síðustu öld var enn jarðvegur og gróður á Kolbeinsey en nú er ekkert eftir nema berar klappir. Fuglarnir eru hins vegar fegnir að hafa stað til að setjast á hér úti í reginhafi.

Ágúst Ólafsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, fylgist með þegar dr. Sesselja Ómarsdóttir tínir svampana úr sýnapokanum.

Þar hafði hann kafað og stakk upp á því að þar yrði farið til að taka svampsýni líka. Hollvinir eikarskipsins Húna II tóku vel í að fara í rannsóknarferð að Kolbeinsey og sú ferð var farin dagana 29.-30. maí 2012. Auk Eydísar Einarsdóttur voru þrír doktorsnemar Sesselju með í för, Arnheiður Eyþórsdóttir, Ása Bryndís Guðmundsdóttir og FJÓLA. Allar stunda þær rannsóknir á lyfjavirkum efnum eða gagnlegum örverum sem talið er að finna megi í sjávarhryggleysingjum eins og svampdýrum. Einstök veðurblíða var í ferðinni og við Kolbeinsey var logn og heiðskírt veður allan tímann. Yfir tuttugu manns voru með í för, áhöfnin, vísindafólkið, fjórir kafarar auk

Húni II tók sig vel út í logninu og sólinni við Kolbeinsey 30. maí 2012.

þeirra Erlendar, Sesselju og Eydísar og frá Ríkisútvarpinu kom fréttamaður, myndatökumaður og dagskrárgerðarmaður. Húni II er fyrirtaks rannsóknarskip. Þar er aðstaðan mjög góð, nóg pláss á dekki og snyrtilegar vistarverur. Að vísu eru ekki kojur fyrir svona stóran hóp en í ráði mun vera að koma fyrir fleiri kojum í lest skipsins, án þess þó að fækka þurfi borðunum sem farþegar geta sest við til að matast eða hvíla sig. Kafararnir höfðu með sér mikinn búnað sem komst vel fyrir á dekki en heldur lítið pláss var fyrir slöngubátinn sem hífður var um borð. Einhverjar tilfæringar mætti þó gera til að slíkur bátur kæmist betur fyrir. Húni II fer vel með farþega sína, er þægilegur í sjó, mjúkur og hljóðlátur. Ekki spillir fyrir að hann er ákaflega mikið fyrir augað og aðdáunarvert hversu vel hollvinir hans hugsa um hann.

Allt fyrir börnin

...og svo miklu meira! Reykjavík: Bíldshöfða 20 - S: 562 6500 Akureyri: Kaupvangsstræti 1 - S: 462 6500

Opið: Mán. - Fös: 10-18 Lau.: 10-16 - Sun.: 13-16 Opið: Mán. - Fös: 11-18 Lau.: 12-16

www.fifa.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 17


18 | AKUREYRI // sumar 2012

Hr. Flug er lentur á Akureyri Arngrímur við Beaver sjóflugvél sem hann keypti í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og flaug til Íslands á 18 sólarhringum. Þetta er afar eftirsóttur kostagripur. Tiltekinn flugvélasali vestan hafs bíður eftir símtali ef og þegar hún verður föl og mun selja hana samstundis!

Elstu færslur sem Arngrímur Jóhannsson á um sig í flugbók eru frá árinu 1953. Þá var hann 13 ára gamall og byrjaður í flugi á Melgerðismelum; hjólaði þangað heiman frá sér á Akureyri á sunnudagsmorgnum, nestaður af móður sinni til að gæla við köllun sína. Löngu síðar beið hans að stofna flugfélagið Atlanta og gera það að stórveldi sem gerði út breiðþotur í tugatali í verkefnum um allan heim, til dæmis fyrir British Airways, Lufthansa og fleiri af stærstu flugfélögum veraldar. Atlanta lagði meðal annars breskum stjórnvöldum til þotur fyrir flutninga til og frá Falklandseyjum, flaug með körfuboltaliðið Los Angeles Lakers í keppnisferðum og með rokkarana í Rolling Stones í tónleikaferðum. Flogið var með ólympíueldinn í Atlantaþotu milli borga, sem hýst höfðu Ólympíuleikana vítt og breitt í heiminum í aðdraganda leikanna í Aþenu 2004. Síðast en ekki síst leigði Hvíta húsið þotu af Atlanta til að fylgja bandarísku forsetavélinni Air Force One eftir á ferðum um heiminn. Um borð var starfslið forsetans.

Með flugbókina frá Biafra. Færslur í henni lýsa stríðinu á sinn hátt. Arngrímur lenti bókstaflega í kúlnaregni í flugi með matvæli til fólks á hörmungarsvæðunum.

Pílagrímaferð á slóðir Biafrastríðsins Arngrímur seldi hlut sinn í Atlanta árið 2005 og flutti til Akureyrar. Þar lokar hann ævihringnum á æsku-

slóðum en heldur áfram í ýmsa þræði tengdum flugi og öðrum áhugamálum. Það segir sína sögu að hann er til dæmis heiðursfélagi í konunglega breska flugmálafélaginu.

Syðra -Laugalandi efra í Eyjafjarðarsveit Opnunartími 11:00 – 21.00 alla daga vikunnar yfir sumartímann

Verið velkomin Réttir dagsins: Hráfæðiréttur Heitur grænmetisréttur Súpa með heimabökuðu brauði og áleggi

Grænmetis- og hráfæðis veitingastaður 851 1360 • silva@silva.is www.silva.is

um

r við e

Auk þess: Heitir og kaldir drykkir Tertur og eftirréttir Hollt og bragðgott snakk Hveitigras- og engiferskot Glútenlaust, mjólkurlaust og eggjalaust

hér!

Félagar í heiðursklúbbnum eru kosnir árlega og Bretarnir velja ekki hvern sem er í félagsskapinn. Arngrímur er eini Norðurlandabúinn sem hefur verið heiðraður á þennan hátt. Í haust fer hann í pílagrímsferð til portúgölsku nýlendunnar Sáo Tomé í Afríku ásamt föður Anthony, sem stjórnaði matvælaflutningum í lofti til hörmungarsvæða í Biafrastríðinu á sjöunda áratug liðinnar aldar. Arngrímur tók þátt í því sem flugmaður að mynda loftbrúna. Hann hefur oft komið á slóðir Biafrastríðsins síðan þá en ekki til Sáo Tomé fyrr en nú. Maðurinn er annars vel sigldur og hefur til dæmis komið til 44 ríkja í Afríku. Það er reyndar miklu fljótlegra að telja upp þau svæði jarðar sem hann hefur ekki komið til en þeirra þar sem hann hefur drepið niður fæti.

Að umgangast og gera upp gamlar flugvélar Undanfarin ár hefur Arngrímur verið forseti Flugmálafélags Íslands og var kjörinn heiðursforseti þess á síðasta aðalfundi. Hann er líka stjórnarformaður Flugsafns Íslands á Akureyri en hyggst nú láta af stjórnarsetu þar líka: „Ég á vonandi mörg góð ár eftir og vil nota þau til þess sem ég hefi mestan áhuga á, sem er að umgangast og gera upp gamlar flugvélar. Rekstur flugsafnsins er í járnum. Það kostar um 12 milljónir króna á ári að reka safnið og innan við þriðjungurinn fæst með aðgangseyri. Icelandair hefur stutt safnið mjög myndarlega og við fáum styrki frá ríkinu og Akureyrarbæ en endar ná ekki saman samt. Við höfum sótt um aukna opinbera styrki en það kemur fyrir að menn bara brosa þegar þeir sjá nafnið mitt undir erindinu og hugsa að safnið þurfi ekki að fara lengra en í mína eigin vasa eftir peningum! Ég get ekki varist því að hugsa að ég sé dragbítur að þessu leyti fyrir safnið og farsælast sé að draga sig í hlé frá stjórnarstörfum þar en halda auðvitað tengslum áfram við starfsemina.“ Vitræna umræðu um Reykjavíkurflugvöll, takk! - Áttu einhverju óloknu sem forystumaður flugmála áður en þú dregur þig alveg í hlé til að snudda

við gamlar flugvélar í flugskýlinu þínu á Akureyrarflugvelli? „Já, ég vil koma viti í umræðuna um Reykjavíkurflugvöll,“ svarar Arngrímur að bragði. „Nú stendur til að reisa nýjan Landspítala í Reykjavík og ef flugvöllurinn verður svo lagður niður í framhaldinu jafngildir það tilræði við starfsemi spítala sem á að þjóna landinu öllu. Borgarfulltrúi einn kallaði mig „nátttröll í nútímanum“ fyrir að benda á nauðsyn þess að reka Reykjavíkurflugvöll áfram. Hann sagði að þeir sem þekktu til mála vissu að þyrlur yrðu notaðar til sjúkraflugs í framtíðinni, þær gætu lent við Landspítalann og þyrftu engan flugvöll. Þeir eru margir „sérfræðingarnir“ sem leysa frá skjóðunni og nefndur borgarfulltrúi er gott dæmi. Þegar sjúkraflug er boðið út er fyrsta skilyrði ævinlega það að í vélunum sé jafnþrýstibúnaður. Engin einasta þyrla með jafnþrýstibúnaði er til í heiminum, engin! Þyrla er fyrirtaks tæki til björgunar en ekki til sjúkraflutninga. Og þyrla þarf aðflugskerfi til að lenda við Landspítalann. Ef flugvöllurinn verður lagður niður fer líka aðflugskerfið og þá vandast nú málið með þyrluflugið. Það á ekki að tala af léttúð og vanþekkingu um alvörumál.“

Vagga flugs á Íslandi Akureyri er vagga flugs á Íslandi og upp úr henni óx Arngrímur Jóhannsson, í orðsins fyllstu merkingu. Svifflugfélag Akureyrar var stofnað 1937 og þar byrjaði ferill þeirra sem síðar urðu flugmenn að atvinnu eða áhugamenn af ástríðu. Flugfélag Íslands var líka stofnað á Akureyri 1937 og starfsemi þess varð síðar hrygglengja í Flugleiðum/Icelandair og í núverandi Flugfélagi Íslands. Flugskólar hafa alltaf verið reknir á Akureyri, sá fyrsti var stofnaður á Melgerðismelum af Árna Magnússyni blaðaútgefanda, Gísla Ólafssyni lögregluþjóni og Steindór Hjaltalín útgerðarmanni. Síðar stofnaði Tryggvi Helgason flugskóla og Arngrímur sjálfur stofnaði og rak um hríð flugskólann Frey ásamt Torfa Gunnlaugssyni og Jóhannesi Fossdal. Núna rekur Kristján Víkingsson flugskóla á Akureyri af krafti og myndarbrag.


AKUREYRI // sumar 2012 | 19

„Besta meðlætið? Pylsur“


20 | AKUREYRI // sumar 2012

„Refabúastefnan“

skilaði Akureyri öflugum háskólabæ Þegar frumvarp til laga um háskóla á Akureyri var til umfjöllunar á Alþingi forðum sætti það gagnrýni þeirra sem töldu nær fyrir ríkið að einbeita sér að því að styrkja og styðja starfsemi Háskóla Íslands (HÍ) en að búa til nýjan háskóla fyrir norðan. Varaþingmaður einn kallaði þetta „refabúastefnu“ og sá starfaði vel að merkja í HÍ. Þetta var þátíðin. Nútíðin er sú að Háskólinn á Akureyri (HA) verður 25 ára 5. september 2012 og er orðinn stærsti vinnustaðurinn í bænum. Síðastliðinn vetur voru um 1.600 nemendur í HA, þar af um 900 að staðaldri á vettvangi en um 700 í fjarnámi. Það segir sína sögu að Stefán B. Sigurðsson rektor brá sér vestur að Hrafnseyri 17. júní til að afhenda 12 vestfirskum hjúkrunarfræðinemum prófskírteini sín. Enginn þeirra hefði rifið sig upp frá vinnu og fjölskyldum fyrir vestan til að fara til Reykjavíkur eða Akureyrar á skólabekk í þrjú ár. Fjarnámið skipti þarna sköpum, þökk sé HA og „refabúastefnunni“ sem skilað hefur miklu eftir allt saman! „Háskólastarfsemin er jafn þýðingarmikil fyrir atvinnulíf og samfélag á Akureyri og samvinnureksturinn var forðum,“ segir Stefán rektor. „Umræðan um nýjan háskóla var vissulega ekki uppbyggileg á köflum á sínum tíma og sagan endurtekur sig. Ég vonaðist til dæmis alltaf eftir því að rætt yrði skynsamlega um Vaðlaheiðargöng en alltaf hljóp sú umræða út í vitleysu. Aftur og aftur tekur fólk á landsbyggðinni sér varnarstöðu í þjóðmálaumræðunni. Í hnotskurn er það samt svo að eng-

Stefán B. Sigurðsson rektor á skrifstofu sinni í Háskólanum á Akureyri.

inn þorir að hefja umræðu um byggðastefnu á Íslandi, sem full þörf er á í ljósi þess að hér er engin byggðastefna til!“

Skýrt landsbyggðarhlutverk HA „Háskólinn á Akureyri hefur landsbyggðarhlutverki að gegna. Fjarkennslan er liður í því, þar erum við í forystu. Um 70% þeirra sem hafa útskrifast héðan eiga lögheimili á landsbyggðinni,“ segir Stefán rektor. „Norðurslóðaáherslur skólans hafa skapað honum sérstöðu og virðingu á alþjóðavettvangi. Á dögunum undirrituðum við þannig samstarfssamning við háskóla í Frakklandi og

í deiglunni er hliðstæður samningur við háskóla í Kanada. Við bjóðum námsleiðir sem ekki eru til annars staðar, til dæmis sjávarútvegsfræði og iðjuþjálfun, nútímafræði, fjölmiðlafræði og ákveðna tegund líftækni. Þá má nefna að laganámið hér er frábrugðið því sem býðst annars staðar. Við leggjum meiri áherslu á samfélagshlið lögfræðinnar og það sem liggur að baki lagagerðinni. Við höfum teygt okkur inn í Evrópuréttinn og fengið marga sérfræðinga erlendis frá til að kenna. Laganámið fékk mjög góða umsögn í mati sérfræðinga á vegum menntamálaráðuneytisins.“

Samstarf farsælla en sameining Stefáni B. Sigurðssyni er ofarlega í huga að styrkja starfsemi HA á alla lund en um leið að efla og auka samstarf við aðra háskóla í því skyni að búa til eitt háskólakerfi með mörgum sjálfstæðum einingum. Hann gefur lítið fyrir fullyrðingar um að sameina eigi háskóla til að bæta faglega starfið og spara peninga Hann telur þvert á móti að sameining háskólanna yrði hvorki fagleg né rekstrarleg framfaraskref. „Háskólarnir á Akureyri og á Hólum hafa átt með sér faglegt samstarf og það verður aukið. Hestamennskan skapar Hólaskóla sérstöðu. Þar er líka kennd ferðamálafræði og fiskeldisfræði en við starfrækjum rannsóknarmiðstöð ferðamála og kennum sjávarútvegsfræði og líftækni. Þarna eru augljósir samstarfsfletir og við vinnum náið með stjórnendum á Hólum að því að nýta möguleikana báðum skólum til hagsbóta. Stóra samstarfsmyndin birtist svo í nýrri stefnu sem ráðuneytið markaði fyrir tveimur árum í málefnum opinberu háskólanna, þ.e. HA, HÍ, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Þar höfum við náð miklum árangri og nærtækt er að geta þess að einmitt núna í lok júní er verið brúa tölvukerfi í skólunum fjórum og taka upp sameiginlegt grunnupplýsingakerfi fyrir þá alla. Við höfum samræmt matskerfi skólanna og samið um að opna dyr gagnvart öðrum skólum. Nemandi í einum skóla á þannig að geta tekið námskeið í einhverjum hinna þriggja skólanna án endurgjalds. Við horfum bjartsýn til framtíðar. Vissulega erum við í fjársvelti líkt og aðrir háskólar en sjáum þess merki að skólinn sé á siglingu út úr kreppunni. Rannsóknir og nýsköpun eru í fyrsta sæti og við stefnum nú að því að taka upp skipulagt doktorsnám á þeim sviðum sem við skörum fram úr hvað varðar mannauð og reynslu. Háskólinn á Akureyri mun láta enn meira að sér kveða hér eftir en hingað til.“ unak.is

Háskóli í 700 ár „Ekki er vafi að það skólastarf sem Jón Helgi Ögmundsson biskup hóf á Hólum árið 1106 var háskólastarf þess tíma. Sá skóli starfaði með hléum í 700 ár. Þróun æðri menntunar á Norðurlandi heldur síðan áfram með stofnun skóla á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1880, sem varð að Gagnfræðaskóla Akureyrar 1905 og síðan að Menntaskólanum á Akureyri 1930 þegar hann fékk leyfi til að útskrifa stúdenta. Háskólinn á Akureyri kemur svo inn í myndina 1987. Oft var nokkur andstaða gegn þessari þróun og skólarnir hafa oft átt erfitt uppdráttar. Sem dæmi má nefna að þegar unnið var að undirbúningi stofnunar Menntaskólans á Akureyri 1930 var haft eftir einum þingmanni, Bjarna Jónssyni frá Vogi, sem jafnframt var kennari við HÍ, að ef þetta yrði látið eftir Norðlendingum myndu þeir eflaust heimta háskóla næst. Og það gerðu þeir!“ Úr ræðu Stefáns B. Sigurðssonar rektors við útskrif kandídata frá Háskólanum á Akureyri í júní 2012.


AKUREYRI // sumar 2012 | 21


22 | AKUREYRI // sumar 2012

Íslensk rúm í hartnær 70 ár

Hjá RB rúmum er hægt að fá sérsniðnar dýnur í ferðavagna og sumarhús Í tæp 70 ár hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum. Allt frá upphafi hefur fyrirtækið haft að markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. Undanfarin ár hafa RB rúm tekið þátt í mikilli samkeppni við innfluttar dýnur og rúm. Birna Katrín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma segir dýnurnar frá fyrirtækinu vera fyrsta flokks og segir það besta ráðið í óvæginni samkeppni því Íslendingar geri miklar kröfur. Hún bendir á þá einföldu staðreynd að þar sem dýnurnar eru framleiddar á Íslandi sé auðvelt að gera við þær fyrir lítið ef þær skemmast eða láta á sjá, í stað þess að þurfa að kaupa nýja dýnu fullu verði. „Á síðasta ári fengum við alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Við höfum mikinn metnað að gera vel og tökum þátt í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun og bólstrun á rúmgöflum,

Birna Katrín Ragnarsdóttir segir dýnurnar frá RB rúmum fyrsta flokks, sniðnar að þörfum hvers og eins.

viðhaldi og viðgerðum á springdýnum og eldri húsgögnum. RB rúm hafa framleitt og selt springdýnur og rúm til þúsunda ánægðra viðskiptavina um land allt,“ segir Birna Katrín.

Hjá RB rúmum er hægt að velja um fjórar tegundir af springdýnum: RB venjulegar, Ull-deluxe, Superdeluxe og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði; mjúk, medíum, stíf og extrastíf – allt eftir óskum hvers

og eins. Fyrirtækið er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. „Við leggjum ekki aðeins áherslu á framleiðslu dýna og rúma fyrir heimili heldur höfum við selt okkar framleiðslu til hótela og gistiheimila víða um land og einnig sérsniðið dýnur í skip, ferðavagna og sumarhús svo fátt eitt sé nefnt. Við reynum að gefa hollráð til okkar viðskiptavina og teljum afar mikilvægt að fólk velji sér dýnur sem hæfir þyngd og hæð hvers og eins. Þess vegna bjóðum við upp á mismunandi stífleika og framleiðum dýnur í þeim lengdum og breiddum sem viðskiptavinirnir óska eftir. Okkar markmið er að hámarka þægindin og tryggja viðskiptavinunum endingargóðar dýnur þar sem þeir hvílast vel frá dagsins önn,“ segir Birna Katrín ennfremur. Vörur RB rúma fást í verslun fyrirtækisins í Hafnarfirði og einnig í Vörubæ á Akureyri. rbrum.is

Ásta Sýrusdóttir stofnandi Purity Herbs Organics:

Náttúran sjálf það besta á húðina Purity Herbs Organics á Akureyri er fyrir löngu orðið þekkt hér á landi fyrir hreinar og kraftmiklar snyrtivörur. Mikil gróska er í útflutningi og afurðirnar eru jafnvel fluttar út til Kína „Fyrirtækið gengur vel, sala hefur aukist umtalsvert og fólk virðist í auknum mæli kjósa íslenskar og náttúrulegar vörur,“ segir Ásta Sýrusdóttir hjá Purity Herbs. Fyrirtækið flutti sig um set fyrir réttu ári og er nú starfandi í nýju 430 fermetra rúmgóðu og björtu húsnæði við Freyjunes. Fimm starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem er svipaður fjöldi og verið hefur.

Engin skaðleg gerviefni „Aðalástæðan fyrir velgengni Purity Herbs eru framúrskarandi heilsusnyrtivörur sem bæta ástand húðarinnar til muna og stuðla svo sannarlega að unglegu útliti og ekki síst vellíðan,“ segir Ásta sem stofnaði fyrirtækið fyrir 18 árum. Purity Herbs er m.a. með andlitslínu sem í eru, Undur rósarinnar, Undur berjana og Allt í einu. Þau má nota kvölds og morgna á allt andlitið og innihalda þau engin skaðleg gerviefni heldur einungis náttúruefni s.s. íslenskar jurtir sem dekra við húðina. „Andlitsserumið okkar er svo punkturinn yfir i-ið þegar bæta á útlitið og næra húðina. Þessir húðdropar eru stútfullir af kjarngóðum olíum, s.s. Avocado, Hafþyrni og Morgunfrú svo lítið eitt sé nefnt,“ segir Ásta. Langbestur árangur næst ef Andlitsserumið er notað fyrir svefn og látið virka yfir nóttina. Undur berjanna er vinsælasta andlitskremið, það er afar andoxunarríkt, þéttir og styrkir húðvefinn og hefur yngjandi áhrif á húðina. Andlitsserumið og Undur

„Aðalástæðan fyrir velgengni Purity Herbs eru framúrskarnadi heilsusnyrtivörur sem bæta ástand húðarinnar til muna og stuðla svo sannarlega að unglegu útliti og ekki síst vellíðan,“ segir Ásta Sýrusdóttir sem stofnaði Purity Herbs fyrir 18 árum.

berjanna er óaðskiljanleg tvenna sem gefur hámarksárangur.

Nauðsynlegt að vanda val á snyrtivörum Ásta bendir á að húðin sé stærsta líffæri líkamans og eitt af aðal útskilnaðarlíffærum okkar, oft kölluð þriðja nýrað. Húðin hylur okkur varnarhjúpi og losar líkamann við eiturefni. „Ástand húðarinnar segir okkur mikið um ástand líkamans, ljómandi og heilbrigð húð er aðlaðandi og oft það fyrsta sem við tökum eftir hvort hjá öðru. Ekki má heldur gleyma að u.þ.b. 60% af því sem við berum á húðina fer inn í líkams-

starfsemina og því jafn nauðsynlegt að vanda valið á snyrtivörum eins og matnum sem við borðum. Ef við erum ekki til í að innbyrða skaðlegan mat þá ættum við alveg eins að vanda valið á snyrtivörunum sem við notum,“ segir Ásta og bætir við að í náttúrunni finnist allt það besta fyrir húðina „og það nýtum við okkur í framleiðsluna.“

60 vörutegundir Purity Herbs framleiðir um 60 tegundir af mismunandi snyrtivörum bæði til að halda niðri húðvandamálum og einnig til að forðast þau. „Við ættum að byrja snemma á að

nota náttúrulegar vörur á börnin okkar, þá minnkum við hættuna á að þau glími við húðvandamál síðar. Því miður innihalda flestar snyrtivörur á markaðnum alls konar skaðleg og krabbameinsvaldandi efni eins og parabenefni, aluminum, þalöt, kortison og fleiri gerviefni sem skaðað getað húðina varnalega,“ segir Ásta. Hún bendir fólki á að taka ekki áhættu varðandi húðina heldur hlúa að henni eftir bestu getu. purityherbs.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 23


24 | AKUREYRI // sumar 2012

Guðmundur Kristjánsson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals við Lónsbakka:

Sala til verktaka stór þáttur í starfseminni Aukning hefur undanfarið verið á sölu byggingarefna til verktaka og segir Guðmundur Kristjánsson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar að mikið sé um að vera í byggingariðnaði á svæðinu. „Sala til verktaka hefur aukist og er stór þáttur í okkar starfsemi,“ segir hann en það eru ekki einungis verktakar á Akureyri sem versla við Húsasmiðjuna heldur koma þeir víða að af Norðurlandi, bæði austan og vestan að og eins frá öðrum þéttbýlisstöðum við Eyjafjörð. „Verktakar hér norðan heiða virðast hafa næg verkefni og ég er bjartsýnn á að svo verði áfram,“ segir Guðmundur, en kreppan margumtalaða hafi ekki skellt sér af sama þunga yfir svæðið og t.d. á suðvesturhorni landsins og því hafi norðanmenn ekki fundið fyrir henni í eins miklum mæli og íbúar syðra.

Góðar viðtökur við klúbbum Fagmannaklúbbur Húsasmiðjunnar er öflugur, en í honum eru viðskiptavinir úr hópi fagmanna í byggingariðnaði. Guðmundur segir að ýmis tilboð séu jafnan í gangi og það kunni þeir vel að meta. Sama er uppi á teningnum varðandi Kjaraklúbb Húsasmiðjunnar sem ætlaður er almennum viðskiptavinum. Sá klúbbur fer ört stækkandi. Kjaraklúbbsfélögum býðst afsláttur af vörum og af og til er efnt til Kjaraklúbbskvölda með tilboðum af ýmsu tagi. „Viðtökur hafa verið mjög góðar. Hér er iðulega fullt út út dyrum og margir gera góð kaup,“ segir Guðmundur. Yfir sumarið er mikil sala í öllu því sem viðkemur garðinum og fór hún vel af stað þegar komið var fram í maí. Úrvalið er að sögn Guðmundar fjölbreytt, viðskiptavinir geti nálgast allt sem tilheyrir garðinum á einum stað; pallaefni, skjólveggir, garðhús, viðarvörn, garðhúsgögn og garðverkfæri, sumarblóm, blómaker eða skrautmunir, en Blómaval er sem kunnugt er í sama húsnæði og Húsasmiðjan við Lónsbakka. Hágæðagrill með góða endingu „Við höfum líka lagt áherslu á grillin yfir sumarið og það er jafnan mikil sala í þeim á þessum árstíma, enda bjóðum við mjög vönduð og góð

grill,“ segir Guðmundur og nefnir m.a. Weber grillin, sem þykja einstaklega vönduð og endingargóð. „Þetta eru hágæðagrill, kosta vissulega sitt en þau endast mjög lengi,“ segir hann og bætir við að einn viðskiptavinur hafi nefnt á dögunum að hann ætti 15 ára gamalt Webergrill sem enn væri eins og nýtt. Helsti kostur þeirra er að sögn Guðmundar að þau halda hita jafnt yfir allan grillflötinn, á þeim eru engin dauð svæði eins og oft vill verða þannig að maturinn grillast jafnt hvar sem hann er á grillinu. Guðmundur segir að sala á kolagrillum hafi tekið kipp og þau komi sterk inn þessi misserin. „Margir sækjast eftir því sérstaka bragði sem kemur af mat, grilluðum á kolagrilli og þykir það betra,“ segir hann, en bætir við að nú fylgi uppkveikihólkur kolagrillum sem geri það vandalaust að kveikja upp í þeim og þau séu fljót að ná upp hita. husa.is

Hildur Tryggvadóttir og Guðmundur Kristjánsson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals við Lónsbakka við Webergrill sem eru þar til í úrvali, bæði gas- og kolagrill.

Janusföt fyrir hvaða aðstæður sem er Janusbúðin í Amarohúsinu við göngugötuna Hafnarstræti er ein sú vinsælasta á Akureyri, þrátt fyrir að vera ekki á mjög áberandi stað. Vörurnar, vandaðar Janus ullarflíkur, standa fyllilega undir öllu því lofi sem þær fá enda koma viðskiptavinir aftur og aftur til að versla á sig eða í gjafir. „Fólk kemur aftur og segir öðrum frá vörunum sem það verslar hér. Þannig bætist alltaf í hóp viðskiptavina og búðin hefur gengið mjög vel síðan við opnuðum hér árið 2007. Við auglýsum lítið, það má í raun segja að þetta auglýsi sig sjálft ,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir, starfsmaður í versluninni. Ullin sem notuð er í flíkurnar er Merinoull og kemur frá Nýja-Sjálandi, en framleiðslan fer öll fram í Noregi, allt frá hönnun að pökkun.

Flíkur sem henta í allt „Við erum hér með föt fyrir alla aldurshópa og stærðir, allt frá fyrirburastærðum upp í stærstu karlmanns-

stærðirnar. Þær er hægt að nota í hvaða aðstæðum sem er, hvort sem það er kalt eða ekki. Ullin andar vel og dregur ekki í sig svita ef klæðnaðurinn utan yfir er réttur. Konur hafa jafnvel verið að nota peysurnar innan undir öðru þegar kalt er úti eða jafnvel sem sparifatnað. Þetta eru því flíkur sem henta í allt,“ segir Unnur. Vöruúrvalið er mikið, allt frá nærbuxum til jakka. „Við erum með vörurlínu fyrir kvenfólk þar sem ull og silki er blandað saman. Fyrir karlmenn er svo önnur lína sem er gerð úr efni sem ekki er hægt að brenna. Það hentar vel í margt og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þeirri línu. Svo erum við með alls kyns barnaföt, samfellur, nærföt, buxur, peysur og kjóla. Það verður engum kalt í Janusfötum,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir að lokum. „Það verður engum kalt í Janusfötum,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir, starfsmaður Janusbúðarinnar.

janusbudin.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 25

Við bjóðum ykkur velkomin Keahótelin fimm eru staðsett á þremur af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Staðsetningin, ásamt góðum aðbúnaði og þjónustu, tryggir ánægjulegri dvöl. Starfsfólk Keahótela býður ykkur hjartanlega velkomin og vonar að dvölin verði ánægjuleg.

Hótel Borg Pósthússtræti 11 101 Reykjavík Sími: 551 1440 Fax: 551 1420 hotelborg@hotelborg.is www.hotelborg.is

Hótel Björk Brautarholt 22-24 105 Reykjavík Sími: 511 3777 Fax: 511 3776 bjork@keahotels.is www.keahotels.is

Hótel Kea Hafnarstræti 87-89 600 Akureyri Sími: 460 2000 Fax: 460 2060 kea@keahotels.is www.keahotels.is

Hótel Norðurland Geislagata 7 600 Akureyri Sími: 462 2600 Fax: 462 2601 nordurland@keahotels.is www.keahotels.is Akureyri

Mývatn

Reykjavík

Aðalskrifstofa: Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri Sími: 460 2050 · Fax: 460 2070 Netfang: keahotels@keahotels.is www.keahotels.is

Hótel Gígur Skútustaðir 660 Mývatn Sími: 464 4455 Fax: 464 4279 gigur@keahotels.is www.keahotels.is


26 | AKUREYRI // sumar 2012

Viðtal við Margréti Kristmannsdóttur og Ragnar Sverrisson

Farsæl verslun og þjónusta byggist á stöðugu starfsumhverfi Blaðinu Akureyri lék forvitni á að leiða saman tvo leiðtoga í verslun og þjónustu hér á landi og grennslast fyrir hjá þeim hvað skipti að þeirra dómi mestu máli í þessari atvinnugrein svo hún geti gegnt hlutverki sínu með sóma. Þau eru bæði formenn sinna hagsmunasamtaka, hún, Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu og hann, Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar. Fyrrnefnda félagið er landsfélag en hið síðara samtök kaupmanna fyrir norðan. Þau hófu upp raust sína á fögrum degi þegar fyrstu vísar vorsins voru að læðast af mikilli kurteisi inn Flóann og boða með því raunverulega sumarkomu. Fyrst voru þau spurð að því hvað reynsla þeirra af samskiptum við erlenda starfsfélaga hefði kennt þeim um starfsaðstöðu þeirra sem stunda verslun og viðskipti hér á Fróni. Margrét: Það er ekki hægt að orða það öðruvísi en að himinn og haf sé þar á milli. Í flestum nágrannalöndum er mun meiri stöðugleiki og ekki þessi sífellda barátta sem felst í því að velta fyrir sér hver verður þróun gjaldmiðilsins á hverjum tíma eins og við höfum mátt búa við í áratugi. Það er nægjanlega snúið verkefni að reka fyrirtæki í hörku samkeppni þótt ekki bætist við hér hjá okkur að þurfa sífellt að spá í hvert krónan leiðir okkur á morgun eða hinn. Undanfarna áratugi hefur saga krónunnar verið hálfgerð raunasaga enda hún lítið gert annað en veikjast frá upphafi – í raun hrunið – og valdið flestum fyrirtækjum og heimilum miklum vanda. Nú bætast síðan á ný við gjaldeyrishöftin sem er auðvitað afleiðing ævintýramennsku sem var látin viðgangast átölulaust af stjórnvöldum og eftirlitsaðilum. Með því varð til þessi margumtalaða snjóhengja hér á landi þegar gjaldmiðillinn var notaður í eins konar pókerspili. Sumir græddu þá þvílík býsn að enginn venjulegur rekstur lætur sig dreyma um slíkt. Sagt var að markaðurinn myndi rétta þetta af og við gætum enn einu sinni orðið öðrum þjóðum fyrirmynd um snilli og frumkvæði á þessu sviði sem öðrum. Það fór hins vegar allt á annan veg.

Geta þessi höft verið endalaust? Margrét: Auðvitað er aflétting gjaldeyrishaftanna gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt hagkerfi. Því fyrr sem það gerist þeim mun betra en það er vissulega hægara sagt en gert. Þess vegna er nauðsynlegt að vinna að því með víðtækri samstöðu þeirra sem málið varðar þar sem áhættumat er lagt til grundvallar. Það verður með öllum ráðum að koma í veg fyrir að við horfum upp á enn eitt stórslysið vegna þess að við gáfum okkur ekki tíma til að undirbúa aðgerðirnar nægjanlega vel. Mér er til efs að nokkur maður vilji taka þá áhættu að gengi krónunnar falli stjórnlítið um óákveðinn tíma í þeirri von og trú að markaðurinn muni bara sjá um að rétta þetta af. Hvað ef það gerist ekki? Afleiðingarnar yrðu skelfilegar – ekki bara fyrir verslunina rs_farsæl_verslun_20120624_10x39.indd 1

sem myndi horfa upp á algjört eftirspurnarfall – heldur ekki síður fyrir skuldastöðu heimila og fyrirtækja, sem mörg þola litla ágjöf.

Afneitun Ragnar: Það er eins og margir geri sér ekki grein fyrir því hvað það þýðir þegar krónan sígur eða er í frjálsu falli. Það boðar m.a. að afborgarnir af lánum hækka verulega og innflutningur hækkar í verði. Við flytjum meira inn en flestar aðrar þjóðir og þess vegna er gengi íslensku krónunnar mun meira mál fyrir okkur en gerist hjá öðrum. Sem lítið dæmi um þetta get ég bent á að venjulegar hvítar skyrtur sem við seldum árið 2007 kostuðu þá 5.000 þúsund krónur en í dag kosta þær 10.000 krónur. Þetta er engin smá kjaraskerðing og þess vegna skil ég ekkert í því yfirgengilega kæruleysi þegar sagt er að við höfum það umfram margar aðrar þjóðir að geta fellt gengið – rétt eins og það hafi engar afleiðingar fyrir land og lýð. Þetta kalla ég einfaldlega afneitun á háu stigi og ekki vanþörf á strangri meðferð hjá þeirri þjóð sem lifir í þeim heimi að gengisfelling sé gæði en ekki ávísun á enn frekari vandræði.

Óvinur nr. 1 Margrét: Það er nauðsynlegt að almenningur átti sig á því hve krónan spilar stórt hlutverk í lífskjörum landsmanna. Ekkert eitt atriði hefur jafnmikil áhrif og bendir í því sambandi á orð eins verkalýðsforingja sem sagði: „Íslenska krónan er svæsnasti óvinur íslensks launafólks og veikindi hennar nærast á lækkuðum kaupmætti fólksins.“ Þetta á í raun og veru hver Íslendingur að geta reiknað út við eldhúsborðið heima hjá sér. Ef hvert og eitt okkar skoðar síðasta greiðsluseðil íbúðarlána þá sést hvað krónan er okkur dýr í formi verðtryggingar og hárra vaxta. Og lánin virðast aldrei lækka og þegar upp er staðið höfum við í raun borgað húsið okkar 2,5 sinnum til baka. Síðan vitum við öll hvað kostar að kaupa í matinn og þegar þessir tveir útgjaldaliðir eru teknir saman – íbúðarlánin og matarkarfan – þá er á mörgum heimilum ekki mikið eftir til kaupa á öðrum vörum, og þetta ástand er gríðarlga erfitt fyrir alla aðra verslun. Ég er því ekki í aðdáendahópi íslensku krónunnar enda kemur hún illa niður á mínu heimilisbókhaldi svo og afkomu flestra fyrirtækja. Fyrir mér er þetta einfalt reikningsdæmi og snýst einfaldlega um lífskjör almennings í landinu.

En hvað er þá til ráða? Ragnar: Nú stendur yfir tími hinna ódýru lausna, sem margir stjórnmálamenn hafi yndi af að fitla við eins og börn með leikföng og kynna tillögur í gjaldmiðilsmálum sem ekki þola lágmarksrýni hvað þá vandaða skoðun. Þarna hefir í raun hafist eins konar bögglauppboð með hina aðskiljanlegustu gjaldmiðla og látið að því liggja að fjöldi þjóða bíði spenntar eftir því að íslenska ríkið leiti til þeirra með ósk um að


AKUREYRI // sumar 2012 | 27

meðan aðrir leggja sig fram án þess þó að gefa sér endilega fyrirfram að samningar samlagast þeim í þeirra gjaldmiðlum. Það er þó fjarri lagi því ekki er vitað um nokkur verði ásættanlegir. ábyrg stjórnvöld sem hafa sagst vilja taka Ísland að sér að þessu leyti. Ef okkur tækist Margrét: Mín skoðun er sú að núverandi stjórnvöld hafi haldið óhönduglega á samt sem áður að nýta gjaldmiðil annars ríkis þá værum við þar með endanlega búin málinu og stjórnarandstaðan oft nýtt það til að koma höggi á ríkis-stjórnina og jafnvel að glata öllu sem kalla má fullveldi. Sú þjóð sem hefur ekkert með þann gjaldmiðil lagt til að hætta þessu verki í miðjum klíðum áður en fullreynt er hvað kemur út úr að gera sem hún brúkar getur ekki talist sjálfs sín ráðandi. samningaferlinu. Umsóknin er því orðin meira flokkspólitískt mál en eðlilegt getur Því er athyglisvert að fylgjast með því sem er að gerast innan ESB enda þótt talist – hver í sinni skotgröf og vitrænar samræður gjalda fyrir það. margir efnahagslegir erfiðleikar steðji þar að eins og víða annars staðar í veröldinni. Í gjaldmiðlasamstarfi ESB hefur verið farið bil beggja með því að þær þjóðir innan Aðalatriðið er að Ísland búi við sambærilegan stöðugleika og atvinnugreinar sambandsins sem það kjósa vinna nágranna- og samkeppnislanda og ekki saman með evruna og geta þá haft sín valkostur að skila auðu í því máli. Þeir Rannsóknir hafa sýnt að á Íslandi væri hægt að spara viðskiptakostnað áhrif innan myntbandalagsins. Auk þess sem eru á móti aðild að ESB geta ekki sem nemur um einu prósenti af landsframleiðslu á ári með því að taka sem þær geta leitað skjóls þegar á móti bara verið á móti og látið vera að koma upp evru. með aðrar lausnir í staðinn. Hvernig ætlar blæs í eigin landi. Þessi samvinna um íslenska þjóðin að taka á vandamálum er gjaldmiðil hefur reynst mörgum þjóðum Það hefði þýtt ca. 16 milljarða króna sparnað á síðasta ári. snúa t.d. að gjaldmiðlamálum þjóðarinnar? innan ESB mjög vel enda þótt nokkrar Þó að ég aðhyllist aðild að ESB útiloka ég þeirra sem ekki hafa fylgt málum eftir hjá ekki fyrirfram aðrar lausnir, en þær hafa hingað til ekki verið settar fram á mjög sér með nægjanlega skilvirkum hætti eigi um þessar mundir í miklum erfiðleikum. trúverðugan hátt. Miklu frekar í upphrópunarstíl eins og Ragnar sagði hér áðan. Það er þó ekki því að kenna að þær hafi tekið þátt í þessu myntbandalagi heldur Ég kalla því eftir því að aðilar, sem vilja er við óstjórn að sakast í eigin landi; slíta viðræðum, sýni okkur hvað þeir evran opinberar þá staðreynd mun betur ætla að bjóða okkur upp á í staðinn – og en sá feluleikur sem felst í því að fella Íslenska krónan er í raun tvær myntir: þá útfærðar leiðir. Ekki bara að það eigi gjaldmiðla þeirra þjóða sem hafa gefið Annars vegar óverðtryggða krónan sem laun eru greidd með. að nota áfram krónuna, heldur hvernig? sig óstjórninni og bruðlinu á vald. Það Hins vegar verðtryggða krónan sem hvílir á húsum og fyrirtækjum Fljótandi krónu, krónu í höftum eða á er sama tilfinningin og að pissa í skóinn landsmanna. einhvern annan veg? Einhliða upptöku sinn og finna þessa yndislegu velgju annars gjaldmiðils, hvaða gjaldmiðils? Með leika um sig. Líka vekur athygli að lítið Þessar tvær myntir lúta sínu lögmálinu hvor. samþykki og stuðningi viðkomandi lands er minnst hér á landi á þær þjóðir innan o.s.frv.? Í eins mikilvægu máli verðum við ESB sem hafa góða reynslu af evrunni; að grandskoða alla möguleika og eigum ekki fyrirfram að útiloka neinn valkost – ekki engu líkara en það sé bannorð hjá sumum stjórnmálamönnum og fjölmiðlum. heldur aðild að ESB. Hvenær er talað um velgengni í Austurríki, Finnlandi, Þýskalandi og Póllandi? Aldrei, Frábært fólk vinnur við undirbúning samningsgerðarinnar fyrir Íslands hönd undir enda hljómar sú músík illa í eyrum þeirra sem hafa eingöngu áhuga á því sem miður gengur innan ESB. forystu Stefáns Hauks Jóhannes-sonar. Ekki er skynsamlegt er að klára málið með Þegar hér er komið sögu er Ragnar farinn að hitna nokkuð í umræðunni, fær sér hraða sem enginn ræður við; betra er að ná góðri lendingu eftir vandaða vinnu. Síðan meira kaffi og beinir sjónum að Margréti. er staðan þannig í Evrópu að mikil óvissa ríkir og á meðan sú er raunin liggur okkur ekkert á. Við eigum að gefa okkur tíma til að ná eins góðum samningi og hægt er og sjá á sama tíma hvernig Evrópa leysir úr sínum málum. Ef allt fer til helvítis í Evrópu, Vel gengur í mörgum ESB-ríkja eins og sumir eru að spá, liggur í augum uppi að við erum ekki að ganga í ESB. Ef Hún grípur boltann og leggur áherslu á að þekking á Evrópusambandinu sé mjög hins vegar Evrópu tekst að leysa úr sínum vanda – sem nota bene er skuldavandi takmörkuð hjá almenningi hér á landi. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn spilað ekki gjaldmiðlavandi – og standa jafnvel sterkari eftir en nú er þá verður þjóðin á á strengi sem þá lystir; jafnvel rammfalska strengi. Verða þá gjarnan til fjölbreyttar góðum tímapunkti að taka afstöðu til aðildar. kynjasögur um þetta samstarf sjálfstæðra ríka og jafnvel þeir sem voru mest hallir undir vestræna samvinnu einna gírugastir í þeim leik. Samsæriskenningar sem Mun fleira í húfi jafnast á við fullyrðingar hörðustu kommúnista hér áður fyrr um að útlendingar, og alveg sérstaklega Evrópubúar, sitji á svikráðum við Íslendinga og vilja okkur allt Ragnar bendir á að fleira sé á vogarskálunum í þessum viðræðum en það sem illt. Svo er hin kenningin að Evrópa sé snertir viðskipti milli þjóða. ein brunarúst og lítið upp úr því að hafa Ragnar: Eins og komið hefur fram munu Nú bendir margt til að verðtryggð lán séu hagstæðari en óverðtryggð. fyrir svo ráðasnjalla þjóð sem Íslendinga gríðarlegir fjármunir sparast fyrir heimilin að binda trúss sitt við slíka afglapa. í landinu ef Ísland kemst í stöðugra Hagstæðast er þó að vera með evru bæði í launum og lánum. Staðreyndin er samt sú að vel gengur umhverfi og losnar við krónuna. Hún hjá flestum ríkjum innan ESB og gott að kallar alltaf á verðtryggingu eða svo háa eiga viðskipti við þær. Það sést best á því að 70% viðskipta Íslands er við þessar vexti að afborganir af venjulegri íbúð verða mun hærri en það sem flestir búa við á þjóðir. Það væri varla eðlilegt athæfi af okkar hálfu ef Evrópa væri ein rjúkandi rúst meginlandinu. Þar munar gríðarlegum upphæðum fyrir venjulegar fjölskyldur eins og og við hefðum ekkert þangað að sækja. Margrét leggur þunga áherslu á orð sín og nýlegir útreikningar hafa sannað. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að innkaupakarfa heldur áfram. venjulegs fólks verður mun hagstæðari fyrir neytendur. Allt skiptir þetta máli og ekki hægt að slá slíkri umræðu upp í kæruleysi. Því er gjarnan svarað á móti að með agaðri hagstjórn sé hægt að ná sama árangri Upphrópanir eða umræða þótt við búum áfram við krónuna. Mikið rétt, en gallinn er bara sá að íslenskir Auðvitað er slæmt að lítið er fjallað í alvöru um þetta mikilvæga málefni hér á stjórnmálamenn með krefjandi kjósendur á bakinu hafa aldrei haft þrek til að standast landi en meira í upphrópunarstíl og furðusögnum um skriffinnsku og heimskulegar slíkar kröfur. Það getur eingöngu gerst ákvarðanir þeirra í Brussel. Þetta er með því að alvöru gjaldmiðill eins og t.d. sorgleg umræða því hér er verið að fjalla evran veiti það nauðsynlega aðhald vegna Aðild að ESB felur í sér tækifæri til að bæta starfsskilyrði atvinnuveganna um mikilvægt málefni fyrir framtíðina. þess að ekki verður hægt að fella hana í og einnig hagstjórnarramma sem gerir miklar kröfur um aga í Menn verða að hafa upplýstar skoðanir kjölfar glæfrarlegra opinberra útgjalda sem efnahagsstjórn. á því hvernig við viljum móta frekar ekki standast eða til að bjarga einstaka samskipti Íslands við aðrar þjóðir þannig útflutningsatvinnugreinum eftir að þær að við búum í svipuðu starfsumhverfi. Annað er ávísun á verri lífskjör sem enginn hafa reist sér hurðarás um öxl. Alvörugjaldmiðill yrði það aðhald sem við þurfum vill bera ábyrgð á. Eins og gefur að skilja er í stórum samtökum eins og okkar deildar sárlega á að halda. Þá er von til þess að við förum smátt og smátt að haga okkur meiningar um hugsanlega aðild að ESB og evrunni og ekkert óeðlilegt við það. skynsamlega því svigrúmið sem fall krónunnar veitir er þá ekki lengur fyrir hendi. Með því yrðu freistingarnar, sem við höfum sífellt fallið fyrir, teknar frá okkur.

Viðræður í góðum gír

Ragnar: Engu er líkara en það þurfi kreppu eða jafnvel hallæri í landinu til þess að menn ræði slík mál af víðsýni en ekki í frösum eða eftir gefnum forsendum þar sem álitlegir valkostir eru útilokaðir fyrirfram. Nú er alþingi búið að ákveða að sækja um aðild að ESB og bera síðan niðurstöðurnar undir þjóðaratkvæði. Þetta hefur kallað á mikla vinnu við að skilgreina ýmislegt í starfsumhverfinu og bera saman við sama umhverfi innan ESB. Þar hafa samtök atvinnurekenda nú þegar unnið viðamikið undirbúningsstarf með stjórnvöldum og margt skýrst. Eftir sem áður er eins og ríki borgarastyrjöld um þessi mál í þjóðfélaginu; menn sem eru jákvæðir gagnvart þessum viðræðum eru jafnvel kallaðir föðurlandssvikarar og þaðan af verri uppnefnum.

Ræður flokkapólitík meiru? Margrét leggur áherslu á að það hafi verið mjög óheppilegt að vinna svo mikilvægt málefni í ágreiningi þar sem sumir hópar vilja jafnvel ekki taka þátt í umræðunni á

Vestræn samvinna Margrét leggur að lokum áherslu á að þeim sem starfa við verslun og þjónustu er gert svo til ókleift að bjóða það verð og þau gæði sem viðskiptavinirnir eiga rétt á í þessu sveiflukennda starfsumhverfi. Þess vegna verður að leita leiða til að tryggja öllum atvinnugreinum starfsumhverfi sem er stöðugt en opnar um leið möguleika til fjölbreyttari atvinnu- og verðmætasköpunnar. Við eigum mjög mikið undir því að útflutningur og ekki síður innflutningur dafni í stöðugu umhverfi. Það gerist því miður ekki með minnsta gjaldmiðil í heimi sem á að standast allar þær álögur er fylgja frjálsu flæði fjármagns sem við höfum gengist undir. Sjálf hef ég ekki heyrt minnst á aðrar raunhæfar leiðir út úr þessari sveiflukenndu tilveru en að leita inngöngu í ESB og taka upp evru, en við eigum sem þjóð ekki að útiloka neinn valkost eins og ég sagði áðan. En þegar álitleg leið býðst út úr vandanum finnst mér ekki koma til greina annað en að kanna hana til fulls; annað er að mínum dómi ábyrgðarleysi enda hefur okkur gefist vel að taka þátt í samvinnu vestrænna þjóða. - / I.Sv. 27.6.2012 12:22:55


28 | AKUREYRI // sumar 2012

1495 kr. kg

3598 kr. kg

KS frosið lambafillet/hryggvöðvi

298

kr. 454 gr

449

kr. 500 ml

1349 kr. kg

frosið lambalæri

frábærar uppSKriftir á margSKonar matreiðslu á lambalæri: á heimaSíðu bónuS: www.bónuS.iS / uppSKriftir

229

kr. 612 ml

hunts bbQ sósur

buffalo 2098 kr.kg

bónus ferskar kjúklingabringur 00m 8 gröm 800m gröm

1198 kr. kg 398

kr. boxið

1979 kr.kg

holta -úrbeinuð skinnlaus fersk kjúklingalæri

00m 8 gröm

598

kr. boxið

79

kr. dósin


AKUREYRI // sumar 2012 | 29

1 00%

n a u ta k jö t

1698 kr. 10 stk.

98

159

kr. 4 stk.

10 stk. stórir 120 gr. nautahamborgarar bónus stór hamborgarabrauð

kr. 200 g

639

kr. 560 g

100%

nautakjöt

398

159

kr. 2 stk.

ferskir 2 x 140 gr. ungnauta-hamborgarar

kr. 5 stk.

bónus pylsubrauð

359 kr. 480 g

198

kr. 570 g

198

kr. 680 g

139

kr. 2 stk.


30 | AKUREYRI // sumar 2012

Allir viðskiptavinir eiga skilið góða þjónustu - segir Óskar Jensson, forstöðumaður Landflutninga-Samskipa „Bíllinn hefur reynst mjög vel, hann er á ferðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar alla daga og kemur vel út,“ segir Óskar Jensson, rekstrarstjóri innanlandssviðs Landflutninga-Samskipa, en fyrirtækið tók á dögunum í notkun nýjan flutningabíl. „Þetta er umhverfisvænni og eyðslugrennri bíll en aðrir trukkar,“ segir Óskar. Bílinn gengur bæði fyrir dísilolíu og metangasi þannig að lágmarksmengun kemur frá bílnum sem nýtir innlenda orkugjafa í bland við innflutta. Hlutfall metans getur mest orðið 50% af heilarorkuþörf bílsins.

Mikil fjárfesting en líka mikill ávinningur „Þetta er stór og öflugur bíll, er 14,5 tonn og getur tekið um 30 kör af fiski og er þá orðinn um 26 tonn,“ segir Óskar. „Þetta er mikil fjárfesting en ávinningurinn er líka mikill. Bíllinn er grænn og mengar minna en aðrir og þannig viljum við hafa það, enda í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.“ Mikið er að gera hjá Landflutningum-Samskipum nú í sumar líkt og venja er til, en Óskar segir að flutningar af öllu tagi aukist til mikilla muna yfir sumarmánuðina, m.a. í tengslum við fiskmarkaði. Þá er líka meira um flutning á dag- og ferskvöru milli Reykjavíkur og Akureyrar. „Það er öflugur matvælaiðnaður norðan heiða og það þarf að koma vörunni á markað syðra. Við bjóðum hátt þjónustustig, vara sem fer í okkar bíla á kvöldin er komin inn í verslanir í Reykjavík fyrir kl. 10 á morgnana og það kunna okkar viðskiptavinir vel að meta,“ segir Óskar. „Það fer allt á haus á sumrin, þá er mikið að gera og við fjölgum starfsfólki umtalsvert, hjá okkur starfar öflugur hópur af frábæru fólki sem sinnir sínum verkum af mikilli samviskusemi,“ segir hann.

Þéttriðið net Landflutningar-Samskip búa yfir þéttriðnu neti, víða er farið og ferðir örar, en sem dæmi má nefna að auk þess sem bílar félagsins eru á ferðinni allan sólarhringinn milli Reykjavíkur og Akureyrar eru örar ferðir úr höfuðstað Norðurlands til smærri staða á Norður-, Austur- og Norðausturlandi. „Við þjónum okkar nágrannasveitarfélögum vel, förum t.d. tvær ferðir á dag til Dalvíkur og Húsavíkur, ökum austur á Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn og til Vopnafjarðar og einnig eru tíðar ferðir austur á land og niður á firði. Þjónustufyrirtæki á landsbyggðinni treysta á okkar þjónustu og við gerum hvað við getum að uppfylla þarfir þeirra. Góðir viðskiptavinir eiga góða þjónustu skilið.“

Fyrirtækið rekur ferjuna Sæfara og er aðalferðamannatíminn nú að fara í hönd, en að sögn Óskars er mikið bókað í ferðir með ferjunni út í Grímsey í júlí og ágúst og raunar langt fram í september. Nýlega hóf fyrirtækið samstarf við Artic Sea Tours á Dalvík um miðasölu. Þá er fyrirtækið aðalgestgjafinn á Fiskideginum mikla á Dalvík og þar er mikið lagt undir að sögn Óskars. „Það er mikið um að vera hjá okkur í allt sumar, þetta er skemmtilegur tími.“ samskip.is

Óskar Jensson, forstöðumaður Landflutninga-Samskipa við nýjan flutningabíl fyrirtækisins, en hann gengur bæði fyrir díselolíu og metangasi og hefur komið mjög vel út, er umhverfisvænni og eyðslugrennri en aðrir bílar sömu gerðar.

Glerárdalshringurinn genginn 7. júlí nk.:

Mikil áskorun fyrir göngufólk Í júlí á hverju ári efna norðlenskir fjallaáhugamenn til göngu á toppa hæstu fjalla Tröllaskaga, svokallaðan Glerárdalshring. Hér er um að ræða mikla áskorun fyrir fjallgöngufólk og sagt er að Glerárdalshringurinn sé meiri ögrun fyrir göngumenn en að leggja sjálfan Hvannadalshnjúk að fótum sér.

Í áttunda skiptið „Glerárdalur er stór dalur girtur háum fjöllum, þeim hæstu á Tröllaskaga og eru 10 þeirra hærri en 1400 m. Glerárdalshringurinn er um 45 km og liggur eftir þessum háu fjallatoppum allan hringinn umhverfis dalinn. Þetta er í 8. skiptið sem hringurinn er farinn og ætlum við að leggja í’ann þann 7. júlí kl. 08:00 frá skíðahótelinu í Hlíðarfjall,“ segir Viðar Sigmarsson, einn forsvarsSagt er að Glerárdalshringurinn sé meiri ögrun fyrir göngumenn en að leggja sjálfan Hvannadalshnjúk að fótum sér.

Óskum Akureyringum til hamingju með 150 ára afmælið

Verið velkomin!

Gengið er á toppa hæstu fjalla Tröllaskaga.

Dalsbraut 1 - Akureyri - Sími 461 2700

manna göngunnar. Viðar segir að hringurinn sé genginn á ca 18-28 klukkustundum en það fari eftir gönguhópum. „Hægt er að velja um þrjá hraða, A, B og C-hóp og einnig geta menn valið um þrjár leiðir: Í fyrsta lagi að ganga allan hringinn, í öðru lagi að fara á 13 tinda og ganga þá niður af Jökulborg og niður í Þverárdal (í Öxnadal) og í þriðja lagi að fara á 7 tinda og er þá gengið frá Finnastöðum, upp á Kerlingu og þaðan er svo genginn fjallgarðurinn heim að Súlumýrum.“

Opið: kl. 7 -18 virka daga og kl. 7-16 um helgar

Mikill viðbúnaður Ragnar Sverrisson, annar úr göngu-

hópnum, segir að mikill undirbúningur og viðbúnaður sé samfara svona göngu. „Kvöldið fyrir gönguna, þ.e. föstudaginn 6. júlí, hittumst við kl 19:30 hjá Björgunarsveitinni Súlum í Hjalteyrargötu og förum yfir málin. Við undirbúum þetta í miklu og góðu samstarfi við Súlur en vaskir menn á þeirra vegum eru okkur til halds og trausts og leiðbeina um öll öryggismál jafnframt því að vera á bakvakt ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Skráning stendur yfir í Glerárdalsgönguna. Upplýsingar um hana má finna á vefsíðu 24x24. 24x24.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 31


32 | AKUREYRI // sumar 2012

Magnús Jónsson nýr umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi:

Forvarnir eru í forgrunni Magnús Jónsson tók fyrir skemmstu við starfi umdæmisstjóra VÍS á Norðurlandi. Hann er 36 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, í sambúð með Sigurrós Jakobsdóttur starfsmanni Þekkingar á Akureyri og eiga þau tvo unga syni. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur norður. Þótt ég sé fæddur í Vestur-

bænum og hafi búið þar lengst af hefur leiðin legið víða og Norðurlandið er mitt heimili. Hér er svo góður andi og gott að búa.“

Allt annað líf fyrir norðan Magnús flutti fyrst norður á Akureyri árið 2004 og tók við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs

Landsbankans á Akureyri. Þaðan lá leiðin til Húsavíkur í starf útbússtjóra og svo í útbússtjórastól í Árbænum í fyrravor. „Fjölskyldan kom suður í júní en strax fyrir áramót höfðum við áttað okkur á því hvar hjartað slær – fyrir norðan. Hér á ég heima. Ég á tveggja og þriggja ára stráka sem ég sá lítið

Umdæmi VÍS á Norðurlandi er víðáttumikið og hefur VÍS mjög góða markaðsstöðu á svæðinu eða um helmings markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði samkvæt nýjustu könnun.

fyrir sunnan. Bæði vegna mikillar vinnu en líka vegna tímafreks aksturs milli staða í borginni. Þetta er allt annað líf hérna,“ segir Magnús með sæluröddu. „Ég þáði starf í Landsbankanum á Akureyri. En skjótt skipast veður í lofti og nú er ég kominn til VÍS.“

Stórt umdæmi og góð markaðsstaða Umdæmi VÍS á Norðurlandi er víðáttumikið og hefur félagið mjög góða markaðsstöðu á svæðinu eða um helmings markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði samkvæmt nýjustu könnun. Umdæmið nær frá Vestur-Húnavatnssýslu til NorðurÞingeyjarsýslu með þjónustu á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík og Þórshöfn og eru starfsmenn á þriðja tuginn. Á skrifstofunni á Akureyri starfa um 17 manns og þjónustar hún allar skrifstofurnar í umdæminu. Magnúsar bíður því ærinn starfi að setja sig inn í öll málefni umdæmisins og hitta viðskiptavini um það þvert og endilangt. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni á slóðum sem ég þekki vel til á. Ég er ættaður úr umdæminu vestanverðu og hef búið á Húsavík og á Akureyri svo ég hlakka mjög til að takast á við verkefnið.“ Allir starfsmenn skilgreindir sem forvarnarfulltrúar Forvarnir eru í forgrunni hjá VÍS enda er öflugt forvarnarstarf í þágu allra, félagið hefur síðastliðin ár sett mikið púður í þetta starf og m.a. var VÍS fyrst tryggingafélaga til þess að ráða sérstakan forvarnarfulltrúa sem eingöngu vinnur á því sviði. Í dag eru allir starfsmenn VÍS skilgreindir sem forvarnarfulltrúar þó svo einungis tveir starfsmenn beri þann titil formlega. Starfsmenn VÍS hafa t.d. verið ötulir við að láta fólk og fyrirtæki vita ef það sér að hætta geti stafað að. „Þetta hefur gefið góða raun og allir sem hafa fengið slíkar ábendingar frá okkur hafa brugðist vel við og þá erum við ekki bara að horfa til viðskiptavina okkar heldur allra. Ég og starfsfólk mitt förum síðan reglulega í svokallaðar forvarnarskoðanir til fyrirtækja þar sem aðbúnaður og öryggisatriði eru skoðuð með forsvarsmönnum, við höfum ákveðna staðla sem við förum eftir og gagnrýnum og leiðbeinum eftir þörfum. Þessu hefur almennt verið mjög vel tekið enda verða menn oft blindir á hætturnar sem eru þeim næstar.“ vis.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 33


34 | AKUREYRI // sumar 2012

Heillakveðjur til Akureyringa í tilefni 150 ára afmælis!

I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI

Sími: 5 500 700 • Fax: 5 500 701

HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI Sími: 5 500 770 • Fax: 5 500 771 sba@sba.is • www.sba.is

Tjörneshreppur Eyjafjarðarsveit

Amaróhúsinu • Sími 462 2833

GÓÐ SAMAN


AKUREYRI // sumar 2012 | 35

Akrahreppur

NORÐURÞING

Opið alla daga frá kl. 8.30 – 23.30

Skútustaðahreppur


36 | AKUREYRI // sumar 2012

Fimm hótelum stýrt frá Akureyri Fimm hótel með samtals tæplega 300 herbergi eru innan Keahótel samstæðunnar en eigendur hennar eru á Akureyri. Tvö af nafntoguðustu fjögurra stjörnu hótelum landsins, Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík eru þar á meðal en hin þrjú eru Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Björk í Reykjavík og Hótel Gígur við Mývatn. Páll L. Sigurjónsson gerðist hótelstjóri á Hótel Kea árið 1998 og síðar framkvæmdastjóri Keahótel samstæðunnar og einn eigenda hennar. Hann segir ótvíræðan styrk að geta boðið hótelgistingu á helstu ferðamannastöðum landsins.

Þróun í vetrarferðamennskunni Páll segir góða nýtingu á Hótel Borg og Hótel Björk í Reykjavík yfir vetrartímann og straumur erlendra ferðamanna yfir vetrarmánuðina fari vaxandi. „Þeir stoppa gjarnan í fjórar nætur, skoða sig um í borginni og fara í skoðunarferðir út frá henni. Á sama hátt liggja tækifæri í þessu hér fyrir norðan og við getum t.d. boðið ferðamönnum að skipta Íslandsheimsókninni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hér fyrir norðan höfum við séð mjög miklar breytingar á allra síðustu árum sem styrkir þessa

Hótel á vinsælustu áfangastöðunum „Tvímælalaust er staða okkar sterk með hótel í Reykjavík, á Akureyri og í Mývatnssveit. Þetta eru staðir sem bæði laða til sín þorra erlendra ferðamanna og á innanlandsmarkaði höfum við af góðu orðspori þekktustu hótelanna okkar að státa í gegnum áratugi. Ég sagði raunar á sínum tíma þegar við tókum við Hótel Borg að vel færi á því þar sem sá frægi maður, Jóhannes á Borg, var héðan af Eyrinni á Akureyri,“ segir Páll en hann hefur stýrt markaðs- og sölumálum Keahótela síðustu ár. Hann segir sölu á hótelgistingu færast hraðbyri á netið og ferðamaðurinn verði sífellt sjálfstæðari, ef svo má segja. „Við settum okkur á sínum tíma það markmið að vera með nýjustu tækni í okkar rekstri og leggja áherslu á markaðsmál í gegnum netið sem hefur skilað okkur góðum árangri. Enn sem komið eru skipulagðar hópferðir snar þáttur í viðskiptum erlendra ferðamanna og þar er frekast um að ræða fólk sem komið er yfir miðjan aldur og hefur ekki komið til Íslands áður. En við sjáum einnig að ferðamenn, sem fara um landið á bílaleigubílum eða eigin bílum, nýta sér þjónustu ferðaskrifstofa til að skipuleggja gistinguna í hringferðinni eða kaupa gistinguna beint á netinu. Okkar viðskiptavinir eru því bæði einstaklingar og ferðaskrifstofur.“

Handverkshátíð 20 ára og landbúnaðarsýning í tilefni af 80 ára afmæli BSE:

Páll L. Sigurjónsson fyrir framan Hótel Kea á dæmigerðum sumardegi nú í júní. Skemmtiferðaskip í höfn og iðandi mannlíf í miðbænum.

þróun m.a. aukið framboð á skoðunarferðum, fjölbreytta flóru veitingastaða, rýmri afgreiðslutíma en áður tíðkaðist og svo mætti lengi telja. Við sjáum líka fyrir okkur að að nýta Hótel Gíg í Mývatnssveit

meira yfir vetrartímann fyrir hópaog veisluþjónustu þannig að það er margt spennandi í farvatninu. En þegar upp er staðið snýst þetta um það sama og alltaf hefur verið, þetta er stöðug barátta og lykilatriði að

veita viðskiptavinunum góða þjónustu,“ segir Páll. Hjá Keahótelum starfa nú tæplega 100 manns. keahotels.is

Afmælisveisla ársins í Eyjafjarðarsveit í ágúst Í ár eru 20 ár liðin frá því Handverkshátíð var fyrst haldin við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit en þessi viðburður hefur verið meðal þeirra fjölsóttustu á landinu mörg undanfarin ár. Hátíðin verður af þessu tilefni með veglegasta móti í ár og jafnframt henni verður efnt til landbúnaðarsýningar á vegum Búnaðarsambands Eyjafjarðar í tilefni af 80 ára afmæli þess. Með öðrum orðum; samanlagt 100 ára afmæli og allir landsmenn hvattir til að mæta á fjögurra daga hátíðarhöld.

Þar sem hjartað slær Handverkshátíðin fékk um 15 þúsund heimsóknir á síðasta ári og reiknar Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýninganna með að þær verði enn fleiri í ár. „Það er full ástæða til að hvetja alla til að heimsækja okkur“ segir Ester „Ein nýjung Handverkshátíðar í ár er Hjartað sem er sýning í sýningunni. Hjartað verður afmarkað svæði þar sem einum grip frá hverjum sýnanda verður stillt upp til að gefa gestum tilfinningu fyrir heildarmynd Hand-

Horft yfir sýningarsvæðið við Hrafnagilsskóla. Sýningarbásar eru í íþrótta- og skólahúsinu og landbúnaðarsýning á útisvæðum.

verkshátíðarinnar“ segir Ester. Á landbúnaðarsýningunni verða landbúnaðartæki og tól til sýnis og sölu á útisvæði jafnframt því sem ýmislegt tengt landbúnaði verður í sýningartjöldum.

Dagskrá við allra hæfi „Við leggjum áherslu á að hafa fjölbreytta dagskrá þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Hér verða tískusýningar og námskeið og svo ætlar Bústólpi að reka Litla bændaskólann á svæðinu þar sem börn og

Eldsmiðurinn Guðmundur Örn Guðmundsson á Handverkshátíðinni 2011.

ungmenni fá fræðslu um landbúnað,“ segir Ester. Búnaðarsögusafn Eyjafjarðar verður með sýningu auk þess sem á svæðinu verður búfjárræktarsýning og fjárhundasýning. Félag ungra bænda á Norðurlandi verður með ýmsar uppákomur, svo sem rúningskeppni og keppni um titilinn Ungbóndi ársins og Landssamband sauðfjárbænda mun grilla heilt lamb og Landssamband kúabænda heilt naut og gefa gestum smakk. „Á hverju ári taka gestir Handverkshátíðar púslinn á íslensku handverki og hönnun og það að á sama tíma verði á svæðinu heil landbúnaðarsýning með öllu tilheyrandi mun gera þessa ágústdaga ógleymanlega í Eyjafjarðarsveit,“ segir Ester. Sýningarnar hefjast 10. ágúst með setningu kl. 11:30 og verða opnar föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 12-19 en mánudaginn 13. ágúst frá kl. 12-17. „Það hefur sýnt sig undanfarin ár að gestir koma aftur og aftur þessa fjóra sýningardaga og við erum auðvitað bæði stolt og ánægð með það,“ segir Ester að lokum. handverkshatid.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 37

Veganesti og fleira gott hjá Kexsmiðjunni sig og hjólin fara að snúast hraðar í þjóðfélaginu eykst salan á vörum Kexsmiðjunnar. „Okkar svar við kreppunni var að auka vélvæðingu og vöruþróun. Það hefur tekist vel ef marka má viðbrögð markaðarins. Við breyttum líka um áherslur í vörunum, minnkuðum hverja einingu til að mæta þrengri fjárhag og styðjum þannig við bak neytandans í hans innkaupum,“ segir Ingólfur en dæmi um nýjungar fyrirtækisins sem hafa fengið lof neytenda er heilhveitikexið Íslandskex og sömuleiðis

eru árstíðarbundnar útfærslur af súkkulaðiskúffukökum. Og svo er það Veganestið. „Við hófum framleiðslu á Veganestinu í fyrra og eins og nafnið bendir til er þetta tilvalið nesti. Í línunni eru nokkrar vörutegundir, eitt stykki í hverri pakkningu og stærðin miðuð út frá því. Þarna eru vinsælar vörur frá okkur á borð við kanilsnúða, möffins, súkkulaðidraum, múslíkökur og vínarbrauð,“ segir Ingólfur en standa með Veganesi Kexsmiðjunnar má finna í klukkubúðunum, Hagkaup, verslunum Samkaups og hjá stærri verslunum N1. kexsmidjan.is

Ingólfur H. Gíslason hjá Kexsmiðjunni á Akureyri við færibandið þar sem kanilsnúðarnir streyma úr ofninum.

NÝTT ÍSLENSKA SIA.IS MSA 60196 06/12

Kexsmiðjan á Akureyri hefur frá upphafi lagt áherslu á að framleiða heimilislegt kaffibrauð, kex og kökur. Framleiðslan nemur hundruðum tonna á ári. „Fyrirmyndin okkar eru heimiliseldhúsin og það sem þar hefur verið framleitt í gegnum árin; hvort heldur eru skúffukökurnar, snúðar eða annað heimiliskaffibrauð. Fólk bakar minna heima hjá sér en áður og þykir þess vegna gott að geta keypt þetta klassíska heimiliskaffibrauð sem það ólst upp við. Við erum stöðugt að þróa vöruúrvalið og meðal þess nýjasta er Veganesti Kexsmiðjunnar sem er ómissandi með kaffibollanum í útilegunni, bíltúrnum eða sumarbústaðnum,“ segir Ingólfur H. Gíslason hjá Kexsmiðjunni á Akureyri. Þar er bakað á 8 tíma dagvakt og háönn ársins er gengin í garð; sumarmánuðirnir. Um leið og sól hækkar á lofti, landinn fer að hreyfa

Þriðja Canon bókin að koma út Þriðja útgáfa bókar Þórhalls Jónssonar, ljósmyndara á Akureyri og eiganda Pedrómynda, um stafræna ljósmyndun á Canon EOS vélar kemur út í byrjun ágúst. Fyrri tvær útgáfurnar eru uppseldar og segir Þórhallur að það endurspegli mikinn almennan áhuga á ljósmyndum með stafrænum vélum. Mikil aðsókn hefur verið á ljósmyndanámskeið sem Þórhallur hefur haldið í samstarfi Pedrómynda og Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi, en bókin var upphaflega skrifuð til kennslu á námskeiðunum. „Bókin er sem fyrr alhliða grunnur fyrir notendur Canon EOS stafrænu vélanna og sérstaklega er farið í 600D vélina. Hún er í þeirri línu Canon véla sem einnig er með vídeókerfi og þar með opnast notendum nýr heimur. Þessi tækni er af þeim gæðum að vélarnar eru notaðar um allan heim sem upptökuvélar í auglýsinga- og kvikmyndageiranum. Líkt og annað í Canon EOS vélunum er þetta kerfi mjög auðvelt í notkun fyrir byrjendur í ljósmyndun en þessar bækur eru einmitt miðaðar út frá þeim. Handbækur fyrir fólk sem er að byrja að mynda og vill jafnframt læra réttu handtökin til að tryggja bestu útkomuna. Með því að hafa í einni og sömu vélinni mikil gæði til að taka bæði ljósmyndir og vídeó opnast miklir möguleikar fyrir allan almenning til að nota vélarnar á skemmtilegan hátt,“ segir Þórhallur. Nýja bókin er væntanleg í byrjun ágúst og verður fáanleg í Pedrómyndum, verslunum Nýherja og í völdum ljósmyndavöruverslunum. pedro.is

100% HÁGÆÐA PRÓTEIN

Ríkt af

mysupróteinum

HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT.

Lífið er æfing - taktu á því


38 | AKUREYRI // sumar 2012

Geysir opnaði verslun í miðbæ Akureyrar í byrjun júní:

Þakklát fyrir góð og jákvæð viðbrögð „Við erum mjög ánægð með að vera komin inn í þetta gamla og fallega hús í miðbæ Akureyrar,“ segir Björg Marta Gunnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Geysi, nýrri verslun sem opnuð var 1. júní síðastliðinn í Hafnarstræti 98, þar sem Hótel Akureyri var í eina tíð, en það hefur verið gert upp frá grunni og er nú hin mesta bæjarprýði. „Endurgerð hússins er vel heppnuð og fellur einstaklega vel að anda Geysis, þar sem upplifun og umhverfi skipta miklu máli.“

Gamli og nýi tíminn mætast Björg segir að viðtökur hafi verið „mjög góðar og virkilega gaman að taka á móti fólki hér í þessu fína húsnæði. Það eru allir svo ánægðir með að starfsemi sé komin í gang á nýjan leik í húsnæðinu.“ Hún segir að margt eldra fólk segi sögur af húsinu og öllum þyki forvitnilegt að líta inn og skoða sig um, enda mikið lagt upp úr fallegri útlitshönnun, en um þann þátt sá Hálfdan Pedersen. „Mér finnst honum hafa tekist mjög vel upp með innréttingar. Það er gaman að sjá gamla muni sem áður voru notaðir til sjávar og sveita fá nýtt líf. Í þessari hönnun mætist gamli og nýi tíminn og margir hafa á orði að það sé sérstök upplifun að skoða sig um hérna,“ segir Björg.

Björg er Akureyringur en hefur um árabil verið búsett erlendis, síðast í Berlín þaðan sem hún kom á liðnu vori. Áður hafði hún lengi búið á Írlandi. Þar starfaði hún m.a. með einum þekktasta fatahönnuði Íra, John Rocha, en sjálf lærði Björg fatahönnun í Barcelona.

Áhersla á íslenska hönnun Verslun Geysis í hjarta miðbæjar Akureyrar er þriðja verslun fyrirtækisins í landinu en fyrir eru búðir í Reykjavík og við Geysi í Haukadal. „Við bjóðum upp á fallegar og vandaðar vörur og leggjum áherslu á íslenska hönnun,“ segir Björg, en vörur frá Geysi eru áberandi í versluninni, teppi og flíkur af öllu tagi, eins og peysur, slár, húfur, vettlingar og treflar svo eitthvað sé nefnt, m.a. eftir Auði Karitas sem er aðalhönnuður Geysis. Einnig hefur Geysir látið útbúa ilmkerti með vísun í fyrri tíð, meðal annars eru á boðstólnum Bókastofuilman og Krambúðarilman. Auk eigin framleiðslu má nefna vörur frá Farmers Market, Vík Prjónsdóttur og Feldi en til viðbótar býður verslunin einnig erlend gæðamerki á borð við Barbour, Penfield, Fjӓll Rӓven, leðurtöskur og skó frá Royal Republic, fallegan barna-

Björg Marta Gunnarsdóttir verslunarstjóri Geysis, en verslunin var opnuð í byrjun júní í miðbæ Akureyrar, í því fornfræga húsi sem kennt var við Hótel Akureyri. Viðtökur hafa verið mjög góðar og bæjarbúar jafnt sem ferðafólk ánægt með að starfsemi sé hafin á ný í húsinu.

fatnað og síðast en ekki síst fjölbreytt úrval af buxum, bolum og skyrtum frá Lee og Levis Vintage. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við versluninni og margir lokið lofsorði á hversu vel heppnuð hún sé. Fyrir það erum við afar þakklát og hlökkum til sumarsins,“ segir Björg. geysirshops.is

„Við bjóðum upp á fallegar og vandaðar vörur og leggjum áherslu á íslenska hönnun.“

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ FÁ LJÓSLEIÐARA INN Á ÞITT HEIMILI? Skráðu þig þá á www.tengir.is eða hafðu samband í síma 4 600 460 Ekki bara hugsa um það, engin skráning – enginn ljósleiðari! Hann gæti verið nær en þig grunar.

Tengir hf. er í eigu heimamanna og Norðurorku hf. og rekur grunnfjarskiptanet á Eyjafjarðarsvæðinu.


AKUREYRI // sumar 2012 | 39

Ljósleiðaranet Tengis stækkar og stækkar:

Byltingin er í sjónvarpstækninni „Við höfum bætt við mannskap í sumar í útivinnu, jarðvinnu, lagningu og í tengingum. Í haust áformum við að vera komnir með 3000 íbúðir á Akureyri tengdar við ljósleiðaranet Tengis. Því verkefni okkar miðar jöfnum skrefum áfram að færa íbúa Eyjafjarðar inn á hraðabrautir ljóssins. Þar fyrir utan erum við þegar búnir að tengja hátt í 200 heimili vítt og breitt á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigenda fyrirtækisins Tengis á Akureyri sem byggt hefur upp ljósleiðaranet í bænum og raunar lagt ljósleiðara bæði til Siglufjarðar vestan Eyjafjarðar og Grenivíkur að austan. Stór hluti íbúa á Grenivík hafa þegar tekið ljósleiðara í notkun. Fyrirtæki og stofnanir á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði eru þegar byrjuð að nota ljósleiðaranetið en heimili á minni þéttbýlisstöðum í Eyjafirði eru einnig á hönnunarborðinu. Líkja má neti Tengis við nokkurs konar opið vegakerfi sem allar þjónustuveitur geta farið um til að þjónusta sína viðskiptavini, bæði fyrirtæki og heimili. Í upphafi var netið eingöngu fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir en hefur síðan breiðst út til minni fyrirtækja og nú einnig til heimila.

Myndlykill við öll sjónvarpstæki „Gjarnan er horft mikið til netsambandsins í umræðunni um ljósleiðaranet þar sem notendur senda í meira mæli frá sér efni sem þarf mikla flutningsgetu. En byltingin fyrir notendurna er ekki hvað síst í sjónvarpinu. Hefðbundið samband á heimilum býður í dag við bestu mögulegu aðstæður ekki upp á nema að hámarki tvo myndlykla en í mörgum tilfellum taka tveir sjónvarpslyklar upp stóran hluta af netsambandi heimilisins. Einnig er staðan sumsstaðar þannig að það hefur einfaldlega ekki verið í boði tæknilega að fá sjónvarp um koparlínuna hjá þeim sem búa lengst frá símstöð, t.d. þeir sem eru í sveitum hér umhverfis okkur. En með ljósleiðara hafa allir sama aðgengi að sömu þjónustu. Með ljósleiðaraneti okkar gjörbreytist þetta og hægt er að hafa myndlykil við öll sjónvarpstæki heimilisins, horfa á mynd í háskerpu og vinna um leið á fullum hraða á netinu. Þetta er byltingin sem fólk talar um við okkur því eðlilega vill heimilisfólk horfa á mismunandi stöðvar á sama tíma þar sem fleiri sjónvarpstæki eru til staðar. Þetta á við um alla aldurshópa, ekkert síður eldra fólk en yngra,“ segir Gunnar Björn en fyrirtæki hans er að fullu í eigu heimamanna á Akureyri. Norðurorka er stærsti hluthafinn og auk Gunnars Björns eru nokkrir aðrir smærri hluthafar. Atvinnusköpun í heimabyggð Gunnar Björn segir stærstu gagnaveiturnar, Símann og Vodafone, þjónusta heimili um allt sem er í boði yfir ljósleiðaranet Tengis. „Breytingin fyrir notendur liggur fyrst og fremst í því að þeir fá stóraukna bandvídd fyrir net- og sjónvarpssamband með tilheyrandi auknum þægindum og mánaðargjald fyrir flutninginn er þá greitt til fyrirtækis í heimabyggð. Fólk er þannig að styðja atvinnuuppbyggingu á

svæðinu,“ segir Gunnar Björn en auk heimila á Akureyri sem eru tengd eða hafa möguleika á neti Tengis er þorri fyrirtækja og stofnana í Eyjafirði nú þegar tengd Tengis-netinu og tengjast þá við sína þjónustuaðila. tengir.is

Hilmar Þór Gunnarsson og Karl Gunnar Þormarsson vinna við lagningu ljósleiðarastrengs Tengis á Óseyri.


40 | AKUREYRI // sumar 2012

Þórður Kárason í Papco hefur langa reynslu í fyrirtækjarekstri:

Akureyri á sóknarfæri Sölu- og dreifingarstöð Papco hefur vaxið jafnt og þétt frá því hún var opnuð á Akureyri. Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco, segir fyrirtækið hafa stækkað þjónustusvæði sitt frá Akureyri enn frekar í austurog vestur en þessi vöxtur hefur jafnframt kallað á fjölgun starfsmanna á Akureyri. Þeir eru nú þrír. „Á margan hátt er mjög gott að staðsetja sölu- og dreifingarþjónustu fyrir fyrirtæki eins og Papco á Akureyri og veita þjónustu um allt Norðurland og austur á firði. Það erum við að gera og gefur auga leið að tilkoma Vaðlaheiðarganga er fagnaðarefni fyrir okkur hvað varðar tengingu við austursvæðið. Allar samgöngubætur fela í sér tækifæri en sannarlega vildi ég sjá jarðgangagerð aukast verulega á komandi árum til að styrkja atvinnnusvæði á landsbyggðinni,“ segir Þórður.

Gott að skipta við Akureyringa Þórður og fjölskylda hans áttu og ráku Ásprent á Akureyri um árabil og eftir að hafa rekið Papco í Reykjavík um átta ára skeið hefur hann öðlast nokkra sýn úr annarri átt á Akureyri.

„Það er gott að eiga viðskipti við Akureyringa, þeir eru vissulega íhaldssamir og ekki tilbúnir að stökkva strax til þó eitthvað nýtt sé í boði. Umræðan um útibú frá fyrirtækjum í Reykjavík er margra ára gömul og ég þekki hana vel frá frá fyrri árum í rekstri á Akureyri. En hún er líka mjög skiljanleg og raunar gott að skynja að fólk á landsbyggðinni vill hlú að þjónustu og störfum í heimabyggð. En ef ég ber Akureyri saman í dag og fyrir nokkrum árum þá er einkennandi hversu hratt bærinn hefur þróast úr framleiðslu yfir í þjónustu og ég tel að áfram verði tækifæri í þeirri sókn fyrir bæinn. Opnunartími verslana og opinberrar þjónustu hefur til að mynda gjörbreyst frá því sem áður var og hefur þannig fylgt eftir áhuga bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna á að heimsækja Akureyri. Allt undirstrikar þetta að Akureyri er sá bær á Íslandi þar sem íslenskum ferðamönnum finnst eins og þeir séu í útlöndum. Þetta skynja ég oft á fólki hér fyrir sunnan,“ segir Þórður.

Afturför með brotthvarfi strandflutninga Flutningskostnaður er lykilatriði í rekstri fyrirtækis á borð við Papco og hefur dregið úr möguleikum til staðsetningar iðnaðarframleiðslu á landsbyggðinni. „Ég stefndi vissulega að því á sínum tíma þegar við keyptum Papco að færa þetta fyrirtæki til Akureyrar en flutningskostnaðurinn á hráefni og tilbúinni vöru á markaðinn kom í veg fyrir að þetta væri hægt. Án strandflutninga er þessi möguleiki algjörlega óraunhæfur og að mínu mati var það mikil afturför fyrir landsbyggðina þegar þeir lögðust af. Rekstrarumhverfi fyrirtækja á Akureyri er á margan hátt mjög gott, auðvelt að fá hæft og gott starfsfólk og fleira hjálpar til. Bærinn á því sóknarfæri í iðnaði eins og á svo mörgum öðrum sviðum ef rétt er á spilum haldið,“ segir Þórður. papco.is Þórður Kárason í sumarsólinni á Akureyri.

Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

VELDU GÆÐI VELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is

Mynd: Þórhallur Jónsson.


AKUREYRI // sumar 2012 | 41

Keilan og Kaffi Jónsson:

Eini keilusalurinn norðan heiða Lagning Dalsbrautar hafin Framkvæmdir eru nú hafnar við lagningu Dalsbrautar, milli Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis. Gatan gengur frá suðri til norðurs í gegnum gróin íbúðahverfi, við jaðar skólasvæðis Lundaskóla og íþróttafélagsins KA. Miklar og á tíðum harðar deilur hafa verið um lagningu götunnar en núverandi bæjaryfirvöld ákváðu að hrinda henni í framkvæmd. Í þeim áfanga sem unnið verður að í ár verður lögð gata frá Miðhúsabraut að Skógarlundi en verkinu síðan lokið á næsta ári með kaflanum frá Skógarlundi að Þingvallastræti. Fyrirtækið GV gröfur átti lægsta tilboð í götulagninguna í útboði í vor.

Eina keilusalinn á Akureyri og raunar norðan heiða er að finna í Keilunni, skammt innan við miðbæinn á Akureyri. Þar er spilað á 8 brautum og óhætt að segja að frá árinu 2008, þegar staðurinn opnaði, hafi jafnt og þétt stækkað sá hópur fólks sem stundar þessa skemmtilegu afþreyingu reglulega. Í Keilunni er jafnframt veitingahúsið Kaffi Jónsson þar sem í boði er matseðill og sérréttir, bæði í hádeginu og á kvöldin og tilfallandi tilboð bæði í keilunni og veitingum. Semsagt –

tilvalinn staður fyrir fjölskylduna á ferðalagi að staldra við, njóta veitinga og taka einn keiluleik. „Við erum með nýjan matseðil hjá okkur – fjölbreytta rétti á góðu verði,“ segir Þorgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Keilunnar en auk veitingastarfseminnar og keilusalarins er breiðtjald í húsinu og sjónvarpsskjáir þar sem sýndir eru allir helstu íþróttaviðburðir heims. Úrslitaleikir Evrópukeppninnar eru nú um helgina, Ólympíuleikar framundan, að sjálfsögðu íslenski boltinn og

síðan tekur enska knattspyrnan og meistaradeildin við á nýjan leik í haust. „Þetta er því góður fjölskyldustaður – veitingar við allra hæfi og skemmtileg afþreying sem keilan sannarlega er. Í þeirri íþrótt spila allar kynslóðir saman og oft er mikið hlegið meðan á leik stendur.“ Opið er í Keilunni kl. 11:0023:30 mánudaga til laugardags en kl. 11:00-22:00 á sunnudögum. keilan.is

Keilan og Kaffi Jónsson við Drottningarbrautina á Akureyri.

Golfsumar 2012 Flott úrval á fínum verðum

Afmælishrina á Akureyri í ár Ekki er ofsögum sagt að árið 2012 sé stóra afmælisárið í bænum. Til viðbótar við 150 ára kaupstaðarafmæli bæjarins fagna Kristjánsbakarí og Lystigarðurinn á Akureyri 100 ára afmælum, Dvalarheimilið Hlíð og Minjaafnið á Akureyri fagna hálfrar aldar afmælum og Háskólinn á Akureyri er 25 ára.

Þrefalda viðskiptavinahópinn Sparisjóður Höfðhverfinga opnaði útibú við Glerárgötu í janúar síðastliðnum. Þetta var gert í kjölfar umrótsins sem verið hefur í bankaheiminum undanfarin ár og ekki síst hjá sparisjóðunum. Ekki er annað að sjá en viðskiptavinir hafi tekið komu Höfðhverfinga til Akureyrar fagnandi því það sem af er ári hefur viðskiptavinahópur Sparisjóðs Höfðhverfinga nærfellt þrefaldast. Fimm starfsmenn eru í útibúinu við Glerárgötu.

Glerártorgi - Akureyri - Sími 461 1445


42 | AKUREYRI // sumar 2012

Hornið – útivist og veiði:

Allt fyrir golfsumarið „Við höfum aukið úrvalið hjá okkur í golfvörum umtalsvert, enda fer áhugi á golfi stöðugt vaxandi hér á Norðurlandi líkt og annars staðar. Hér fá golfáhugamenn stakar kylfur og sett, hvort heldur er fyrir byrjandann eða þá sem lengra eru komnir í sportinu,“ segir Sveinn Guðmundsson í versluninni Horninu – útivist og veiði í miðbæ Akureyrar. Golf er sú íþrótt sem verið hefur í hvað mestum vexti sem almenningssport hér á landi undanfarin ár og má í versluninni skoða úrval af golfsettum fyrir byrjendur á öllum aldri.

höfum við að baki okkur öfluga birgja og getum fengið þær vörur til okkar með skömmum fyrirvara,“ segir Sveinn. Þó svo að því fylgi vissulega kostnaður að byrja í golfi segir Sveinn að byrjendasettin séu á mjög hagstæðu verði og standi fyllilega fyrir sínu hvað gæðin varðar. „Þegar fólk er búið að ná tökum á íþróttinni má alltaf fara að spá í stakar kylfur og slíkt. Þá hefur hver sínar þarfir og óskir um merki og annað slíkt. En héðan getur fólk farið út með góð sett, skó og golfkerru og þar með er það klárt í golfið í sumarfríinu.“

Fyrir byrjandann og lengra komna „Við leggjum áherslu á að vera með mjög góð byrjendasett og gott úrval af þeim. Við erum með merki á borð við MaxFly, TaylorMade, Adams og Cleveland og kylfusett í þessum merkjum fyrir bæði karla og konur. Síðan er ég með sett frá U.S. Kids Golf fyrir börnin og mikið úrval af golfpokum og kerrum frá Sun Mountain. Að sjálfsögðu er síðan gott úrval af stökum kylfum og ýmis konar golfvörum og ef viðskiptavinir hafa séróskir í golfvörunum þá

Stangveiðivörur og göngubúnaður Verslunin Hornið er alhliða úti-

Í golfhorninu er að finna mikið úrval af golfvörum frá ýmsum framleiðendum.

vistarverslun og golfvörur eru þannig einn þáttur af mörgum áherslum. Úrval er af fjölbreyttum útivistarfatnaði frá Regatta og Dare2b, útilegubúnaður, gönguskór

og allt í gönguferðirnar, að ógleymdri deild fyrir stangveiðina þar sem er að finna veiðistangir, flugur, línur, fatnað og hvaðeina sem viðkemur stangveiðisportinu.

„Útivistaráhugi er alltaf að aukast og við fylgjum þeirri þróun eftir með fjölbreyttu vöruúrvali,“ segir Sveinn. utivistogveidi.is

Rafeyri:

Frá sláandi hjarta upp í verksmiðjur Rafeyri er rafiðnaðarfyrirtæki sem veitir alhliða þjónustu á sviði rafmagns. Þar má nefna raflagnir, raf-

véla- og iðntölvustýringar, rafmagnsteikningar, hönnun, töflusmíði, mótorvindingar, nýlagnir,

Mestur vöxtur hefur verið í sterkstraumsrafmagni, segir Kristinn Hreinsson, framkvæmdastjóri Rafeyrar.

heimreiðalýsingar og hjálpartækjaviðgerðir. Lögð er áhersla á fyrirtækjamarkaðinn þó fyrirtækið þjónustu einnig á einstaklingsmarkaði. „Við höfum unnið mikið fyrir RARIK, Landsvirkjun, Landsnet og Norðurorku,“ segir Kristinn Hreinsson framkvæmdastjóri. „Mesti vöxturinn í starfseminni liggur í sterkstraumsrafmagni en starfsmenn fyrirtækisins hafa komið að uppsetningu virkjana víða um land.“ Þá vinna starfsmenn Rafeyrar mikið fyrir útgerðir. Skiparafmagn krefst sérhæfingar og hefur sérþekking á því sviði aukist á meðal starfsmannna Rafeyrar sem eru sérhæfðir í hönnun, frágangi og viðhaldi á hvers kyns raflögnum um borð í skipum. „Stærsta verkefni okkar í seinni tíð hefur tengst aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri. Við vinnum mikið með Slippnum á Akureyri sem og Kælismiðjunni Frost hér á

Akureyri. Þá höfum við unnið töluvert í Noregi fyrir aðila sem tengjast fiskeldi,“ segir Kristinn en fyrirtækið er nú komið með útibú á Húsavík og á Þórshöfn. „Við höfum einnig stutt við starfsemi ýmissa félaga og samtaka, bæði í góðgerðarmálum og íþrótta- og æskulýðsmálum með stórum og smáum framlögum. Eitt skemmtilegasta samfélagsverkefni Rafeyrar og líklega það sýnilegasta er risastórt, upplýst hjarta sem slær í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Hjartað hefur glatt Eyfirðinga og gesti þeirra og vakið verðskuldaða athygli í tengslum við samstarf fjölmargra um að auka jákvæðni í samfélaginu,“ segir Kristinn. rafeyri.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 43

Útflutningsleyfi opnar Kjarnafæði möguleika Kjarnafæði fékk fyrr á þessu ári útflutningsleyfi frá Matvælastofnun og hefur fyrirtækið nú heimild til að flytja út íslensk gæðamatvæli til allra Evrópulanda. Unnið hefur verið að aðlögun eftir nýrri matvælalöggjöf síðustu ár. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að uppfylla öll skilyrði, staðla og reglugerðir og nú er komin nokkur reynsla á þetta hjá okkur og við byrjuð í smáum stíl að flytja út. Það eru fjölmörg tækifæri fyrir hendi og við erum að skima í kringum okkur eftir viðskiptatækifærum á þessu sviði,“ segir bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir eigendur og stofnendur Kjarnafæðis.

Aukaafurðir fluttar út Þeir bræður segja að útflutningsleyfið breyti heilmiklu fyrir Kjarnafæði, en sem dæmi má nefna að nú þegar eru allar aukaafurðir sem fylgja vinnslunni fluttar út. Þar er um að ræða afurðir sem áður var fargað með tilheyrandi kostnaði, öll fita er flutt út sem og bein og fleira. „Þetta munar okkur miklu, er umhverfisvænna og við fáum betri nýtingu en áður,“ segir þeir. Að auki hefur markaðssvæði fyrirtækisins stækkað svo um munar, áður var það einungis heimamarkaðurinn sem framleitt var fyrir, en nú hefur opnast markaður um alla Evrópu. Þá hefur í tengslum við öflun útflutningsleyfisins verið ráðist í umfangsmiklar endurbætur á húsakynnum og tækjakosti. Gæðakerfi

ekki sérlega gott í þessari grein fyrir fáum árum, en annað er uppi á teningnum nú,“ segir Hreinn. Fyrirtæki í úrvinnsluiðnaði áttu um skeið erfitt uppdráttar og börðust jafnvel í bökkum, en nú eru Íslendingar jákvæðari gagnvart íslenskum iðnaði og íslenskum matvælum en áður var. Þeir bræður nefna einnig að sala á matvælum hafi aukist og skipti þar verulegu máli hinn aukni straumur ferðamanna til landsins árið um kring „Við finnum fyrir þessari miklu sprengingu sem orðið hefur í komum ferðamanna til landsins og söluaukningin er umtalsverð,“ segir þeir.

Hreinn og Eiður Gunnlaugssynir við höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Akureyri, en fyrirtækið er með starfsstöðvar víða annars staðar líka. Bræðurnir eru bjartsýnir fyrir hönd íslensks matvælaiðnaðar og segja hann hafa rétt verulega út kútnum.

fyrirtækisins var tekið fyrir og ýmsu breytt og þá var grunnflæði í vinnslunni endurskoðað. „Við höfum unnið mikið í gæðakerfinu okkar í nánu samstarfi við Matvælastofnun og breytt ýmsu hér innanhúss. Allt grunnflæði í vinnsl-

unni hefur verið endurskoðað og breytingar gerðar á húsnæði, að hluta til fyrir starfsfólk en einnig til að tryggja rétt flæði vörunnar. Við höfum skoðað hlutina saman og fundið lausnir sem henta okkar vinnsluferli og uppfyllir alla staðla

um góða framleiðsluhætti og örugga matvælaframleiðslu,“ segir Eiður.

Bjartsýni ríkjandi „Við erum bjartsýnir fyrir hönd matvælaiðnaðarins á Íslandi, hann er að rétta úr kútnum, landslagið var

Aukin eftirspurn „Eftirspurn eftir matvælum hefur aukist mikið undanfarin misseri, það á við bæði frá hinum almenna neytanda og eins frá stærri viðskiptavinum, stofnunum, verslunum, matsölustöðum og hótelum svo dæmi séu tekin,“ segja Eiður og Hreinn. Þeir árétta að afskaplega mikilvægt sé að vanda vel til verka, bjóða holla og góða vöru og gera eins vel og hægt er því neytendur eru fljótir að snúa sér annað ef þeim finnst þeir sviknir. „Það er okkar markmið og leiðarljós, að framleiða holla og góða matvöru án allra aukaefna og finnum að okkar viðskiptavinir eru ánægðir með þá stefnu,“ segja þeir bræður. kjarnafaedi.is

Allt sem veiðimaðurinn þarf

Allt fyrir golfarann útivistarfatnaður og skór

útivistarverslun Kaupvangsstræti 4 600 Akureyri Sími 461-1516 Fax 461-2627


44 | AKUREYRI // sumar 2012

Ánægja með tengiflugið til Keflavíkur „Bókanir fara ágætlega af stað og útlitið er gott,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli um tengiflug á vegum Icelandair milli Akureyrar og Keflavíkur. Flugfélag Íslands annast flugið fyrir hönd Icelandair sem leigt hefur af fyrrnefnda félaginu Fokker 50 flugvél til að nota í þetta flug. Með þessum möguleika opnast norðanmönnum möguleiki á að komast beina leið frá sínu heimasvæði og til allra helstu áfangastaða flugfélagsins í Evrópu og Bandaríkjunum með millilendingu í Keflavík. Flugfarþegar sem kjósa þennan ferðamáta innrita sig og farangur alla leið á áfangastað og fara í vopnaleit á Akureyri. Þegar komið er til Keflavíkur þarf viðkomandi eingöngu að finna sitt brottfararhlið og njóta þessa þægilega ferðamáta. Flogið verður fjórum sinnum í viku til loka ágúst og tvisvar í viku eftir það til loka september. Áætlanir gera ráð fyrir að um 2.500 farþegar muni fljúga þessa leið í sumar og að bróðurparturinn verði erlendir ferðamenn.

dagsferðum erlendra ferðamanna með Flugfélagi Íslands til Akureyrar í sumar, en í boði eru ýmsar pakkaferðir þar sem hinir erlendu ferðalangar eru að sækja afþreyingu af ýmsu tagi um allt Norðurland. „Það er mikið framboð fyrir norðan af fjölbreyttri afþreyingu af ýmsu tagi

sem er undirstaða þess að fá ferðamenn á Norðurlandið til að njóta náttúrunnar og annars sem í boði er á svæðinu.“ flugfelag.is Í sumar flýgur Flugfélag Íslands fjórum sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur með farþega sem eru á leið í millilandaflug.

Hola í höggi yfir heimskautsbaug!

Mikið hagræði Á Akureyrarflugvelli er fríhöfn en mörgum Íslendingum þykir nauðsynlegur þáttur í ferðalögum til og frá landinu að eiga þess kost að versla í fríhöfnum. „Þetta er lítil fríhöfn, en í henni má nálgast allar helstu nauðsynjar, allt það helsta sem fólk kaupir í fríhöfnum,“ segir Ari en hægt er að skoða úrvalið á vef Flugfélags Íslands. Við Akureyrarflugvöll eru frí bílastæði, veitingasala og hraðbanki í flugstöð og flest það sem ferðalangar þurfa á að halda þó í smáum stíl sé.

Jafnt og þétt eykst straumur ferðafólks til Grímseyjar og í takti við það eru heimamenn í vaxandi mæli að koma upp nýjungum í afþreyingu. Golfvöllur er dæmi þar um en vísir að honum er þegar kominn með þremur holum. Og stefnt er á að fjölga brautum. Jafnvel Tiger Woods þætti örugglega verðmætt að eiga í ferilskránni að hafa slegið golfkúlu yfir heimskautsbaug! Af þeim möguleika státar aðeins einn staður í veröldinni – Grímsey. „Markmiðið er að styrkja grundvöll til að reka bæði gistihúsið og aðra ferðamannatengda þjónustu á heilsársgrunni. Erlendir ferðamenn eru vissulega hátt hlutfall okkar gesta en íslensku ferðafólki fer einnig fjölgandi,“ segir Halla Ingólfsdóttir hjá gistihúsinu Básum í Grímsey. Heimskautsbaugurinn, fuglarnir og lundinn ekki hvað síst eru þau atriði sem laða erlendu gestina helst til Grímseyjar en innlendu ferðafólki þykir líka áhugavert að sjá mannlífið og byggðina – kynnast því af eigin raun hvernig daglegt líf gengur fyrir sig í Grímsey.

Góður gangur í dagsferðum Ari segir að mjög góður gangur sé í

Einstök hringferð um Grímsey „Hér í Básum er í boði gisting og

Hægt er að komast mjög nálægt fuglabjörgunum og virða fyrir sér daglegt líf þar.

veitingar eftir því hvað gestir okkar óska eftir. Við bjóðum einnig upp á skoðunarferðir um eyjuna og þar er

lundabyggðin ofarlega á vinsældalistanum. Sumir vilja bara setjast og gefa sér góðan tíma til að fylgjast

með fuglinum í bjarginu og njóta þess að vera í allt öðru umhverfi en þeir eru vanir. Síðan er hér einnig í boði að fara í bátsferð hringinn í kringum eyjuna og það er mikil upplifun. Við förum þá fast upp að bjarginu við austanverða eyjuna og fólki finnst það geta nánast teygt sig í fuglinn. Sjálf hef ég farið í margar hringferðir og er samt alltaf spennt að fara aftur,“ segir Halla. Bæði eru hægt að fara til Grímseyjar með ferjunni Sæfara á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá Dalvík og einnig eru daglegar flugferðir frá Akureyri yfir sumartímann. „Tilvalið er að fara aðra leið með bátnum og hina með flugi, – gista þannig eina nótt eða tvær. Það nægja ekki fáeinir klukkutímar til að upplifa Grímsey, – það eitt er víst,“ segir Halla. gistiheimilidbasar.is

List og lystisemd við Pollinn Örkin hans Nóa að Hafnarstræti 27 er allt í senn: gamalgróin húsgagna-

Örkin hans Nóa; húsgagnaverslun, veitingahús og listagallerí – allt í senn.

verslun, vinsælt veitingahús og listagallerí. Einhverjum kann að hafa dottið í hug að reka allt þetta sameiginlega undir einu þaki en Helga Jóhannsdóttir og Kristján E. Jóhannsson eru líkast til ein um að hafa hrundið hugmyndinni í framkvæmd. Alla vega vitna færslur í gestabókum staðarins um hrifninguna með hvernig til hefur tekist. Enginn innlendur eða útlendur gestur hefur kynnst slíku fyrr í víðri veröld! Örkin er kaffihús eftir kl. 14 á daginn en kl. 18 er eldhúsið opnað og á matseðlinum má finna dýrindis sjávarrétti af ýmsu tagi en einnig svartfuglskjöt og hrefnusteik. Þarna er gott að borða í öllum skilningi því umhverfið gerir máltíðina enn magnaðri með útsýni úr veitingasalnum yfir Pollinn og til Vaðla-

heiðar. Vilji menn koma í hópum í mat í Örkinni utan hefðbundins afgreiðslutíma er bara að nefna það, hvenær sem er sólarhrings ef því er að skipta. Í Örkinni eru listsýningar og listmunir til sölu. Gæðahúsgögn eru þar líka til sýnis og sölu. Þau eru pöntuð að utan og berast til Akureyrar viku til tíu dögum síðar. Matgæðingar, listunnendur og fólk í leit að húsgögnum fyrir heimili sín – allir eiga erindi í Örkina hans Nóa. Í leiðinni geta menn rölt um Innbæinn, þennan sögulega og notalega hluta Akureyrarbæjar, og aukið enn við upplifun heimsóknarinnar. Örkin stendur á gamla hafnarsvæðinu á Akureyri, nákvæmlega þar var söltuð síld fyrir um einni öld.


AKUREYRI // sumar 2012 | 45

Verslun Líflands á Akureyri 5 ára:

Áhersla á mikið vöruúrval og langan afgreiðslutíma Verslun Líflands á Akureyri verður 5 ára í næstu viku, hún var opnuð 4. júlí árið 2007 á Lónsbakka í Hörgársveit, rétt norðan við bæjarmörk Akureyrar. Í fyrstu hafði verslunin 240 fermetra húsnæði til umráða en í fyrra var það stækkað upp í 420 fermetra. Draumur verslunarstjórans, Ellerts Gunnsteinssonar er sá að Líflandsverslunin verði einn góðan veðurdaginn kominn í 1000 fermetra enda segir hann ekki af veita, umsvifin aukist ár frá ári.

Allt fyrir hestamanninn Hann segir að í versluninni sé fyrst og fremst horft til hestamennskunnar, í verslun Líflands fáist allt sem til þurfi, fatnaður, fóður, reiðtygi og það sem viðkemur umhirðu hrossa. Straumur hestamanna í verslunina er því stríður, bæði innlendra og erlendra, en ekki er óalgengt að erlendir hestamenn á ferð um landið komi í hópum í verslunina. „Við erum í samstarfi við stórar og öflugar hestaleigur hér í nágrenninu og þær koma hingað oft með hópa, þá er mikið um að vera og ekki óalgengt að opnað sé sérstaklega fyrir þá, því fólkið er ekki endilega á ferðinni á venjulegum afgreiðslutíma,“ segir Ellert. Erlendu hestamennirnir kaupa mikið, enda finnst þeim bæði úrvalið og verðið gott. „Fyrir þá er þetta eins og fyrir barn að koma inn í nammibúð!,“ segir hann. Stórir í fóðurframleiðslu Lífland hefur stóraukið úrval til bænda, enda fyrirtækið stór framleiðandi á fóðri og eru nánast allir kjúklinga- og svínabændur í viðskiptum við félagið. Ellert segir að kúabændum í hópi viðskipta hafi einnig fjölgað umtalsvert og er fóðri ekið frá verksmiðjunni í Grundartanga í hverri viku. Þá selur Lífland sáðvöru og korn auk þess að hafa allar tegundir girðinga undir sama þaki, rafmagnsnet og skrautnetsgirðingar. Mikil sala er jafnan á girðingarefni á vorin og fram á sumar. „Nú er mikið að gera í sölu á rúllubaggaplast og netum,“ segir Ellert. „Við erum líka stórir í gæludýrafóðri og sá þáttur, ásamt sölu á gæludýravörum af ýmsu tagi, er í mikilli sókn,“ segir hann. Bjartsýni og gleði Ellert segir að áhersla sé lögð á langan afgreiðslutíma og mikið vöruúrval. „Það fellur okkar viðskiptavinum vel í geð,“ segir Ellert. Hann er bjartsýnn á framtíðina endi hafi orðið söluaukning milli ára öll þau 5 ár sem verslunin hafi starfað og útlit fyrir að ekki verði breyting þar á. „Það er stöðug söluaukning á milli ára og hefur verið frá því við opnuðum, þannig að við erum auðvitað hæstánægð með þessar góðu viðtökur og kvörtum ekki. Þvert á móti er hér ríkjandi bjartsýni og gleði,“ segir Ellert. Draumurinn er auðvitað að hafa meira húsnæði undir aukna starfsemi, „en við sníðum okkur stakk eftir vexti og það er vel hægt að rúlla

heilmiklu í gegnum búðina þó plássið sé lítið,“ segir hann. lifland.is

Í Líflandi fæst allt sem til þarf í hestamennskuna, fatnaður, fóður, reiðtygi og það sem viðkemur umhirðu hrossa. Straumur hestamanna í verslunina er því stríður, bæði innlendra og erlendra, segir Ellert Gunnsteinsson verslunarstjóri.

Papco

á Akureyri

Pappír og hreinlætisvörur í miklu úrvali Papco er fyrsta íslenska framleiðslufyrirtækið sem fær umhverfismerkið

á framleiðsluvörur.

Hafið samband við sölumenn okkar á Akureyri í síma 462 6706 eða í Reykjavík í síma 587 7788

Papco Austursíðu 2, 603 Akureyri, sími 462 6706 Verslun opin frá 10-14 Stórhöfði 42, 110 Reykjavík, sími 587 7788 Verslun opin frá 9-17

www.papco.is www.papco.is


46 | AKUREYRI // sumar 2012

Innblásinn af Akureyri og umhverfi bæjarins Kristinn G. Jóhannsson er Akureyrarmálari í fleirum en einum skilningi. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri og hefur oft sótt innblástur í umhverfið á heimaslóðum, jafnvel í heilu sýningarnar. Hann er með vinnustofu við Glerárgötu og féllst á að líta eitt augnablik upp úr verkefnum á trönunum sínum. Þessa dagana vinnur hann með gamalkunnuga prjónastjörnu í magnaðri abstraksjón, stórri grafískri mynd úr ferningum sem mynda að lokum heild. Hann sker í dúkinn í hverjum reit, þrykkir, sker meira og þrykkir. Mikil handverk og tímafrekt. Þarna verður smám saman við forvitnileg grafísk sýning. Nýjustu málverkin eru líka augljóst þema fyrir sýningu þegar þar að kemur. Þar stefnir Kristinn saman húsum eða húsaþyrpingum undir

Kristinn G. við með málverk úr væntanlegri „þorpsseríu“ sinni á trönum. Þarna birtast áhrif frá Patreksfirði, Ólafsfirði og úr innbæ Akureyrar!

Prjónastjarna verður til í abstraksjón. Hér fer listamaðurinn eigin leiðir í grafískri myndvinnslu og útkoman er alveg mögnuð.

brekkum eða fjallshlíðum. Þarna fæst málarinn við ljós og liti og upp-

bátana þar og eftir að ég flutti aftur til Akureyrar sótti að mér umhverfið hér: innbærinn og brekkurnar, Pollurinn, Súlur og Vaðlaheiði. Ekki er víst að þessa sjáist alltaf merki í myndunum fullgerðum en það sem ég hafði í huga í upphafi verks blundar þá bara á bak við.“ Kristinn G. Jóhannsson fór að fást við myndlist um fermingu á Akureyri. Hann leit inn hjá Jónasi Jakobssyni myndhöggvara á vinnustofunni hans við Strandgötu og lærði hjá honum að móta andlit í

lýsir að kveikjan að mótívunum sé myndir sem hann hafi í kollinum frá Patreksfirði og Ólafsfirði þar sem hann bjó um hríð. Innbærinn á Akureyri, undir litfögrum brekkum, gægist þarna í gegn líka af og til. Myndirnar í þessari þorpsseríu eru áhrifamiklar, sumar ljóðrænar og friðsælar, á öðrum er hlíðin yfir byggðinni yfirþyrmandi og jafnvel ógnvekjandi. „Ég hef alltaf sótt mótív í nánasta umhverfið á hverjum tíma. Þegar ég bjó í Ólafsfirði málaði ég snjóinn og

leir og steypa í gifs. Síðar málaði hann hjá Hauki Stefánssyni. Kristinn sýndi verk sín fyrst árið 1954, þá 17 ára gamall. Hann hefur síðan þá haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Hann fer eigin leiðir í listinni og hefur alltaf gert. Hann fer líka eigin leiðir í verðlagningu verka sinna og er þar hófstilltur: „Myndlist er ekki bara fyrir ríkt fólk, venjulegt fólk á líka að geta keypt listaverk.“

Algengt að fólk eigi mörg úr „Einkenni júnímánaðar er að þá koma til okkar pörin sem hyggja á giftingar og trúlofanir í sumar. Alltaf er mikið að gera í kringum slíkt á þessum árstíma, bæði sala á gull- og silfurhringum og einnig gjafavörum fyrir giftingar,“ segir Bjarni Jónsson hjá JB úr og skarti við Kaupvangsstræti aðspurður um viðskiptin á þessum árstíma en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á úrum og skartgripum. Stærstu merkin í innflutningi og sölu JB úra og skarts á úrum eru Tissot og Certina en hvað skartgripina varðar eru þeir að stærstum hluta framleiðsla Valdemars Viðarssonar gullsmiðs. „Úr seljast árið um kring,“ segir Bjarni en verslun hans hefur á boðstólum allt frá barnaúrum upp í vönduðustu fullorðinsúr. Nýjasta

Siglið um Eyjafjörð Húni II - farþegabátur staðsettur á Akureyri Fastar ferðir yfir sumarmánuðina. Söguskoðunarferðir, Akureyri frá sjó skemmtileg og fróðleg ferð með leiðsögn. • Báturinn er einnig leigður í lengri og skemmri ferðir með hópa. • Mjög góð aðstaða um borð fyrir allt að 70 manns. • Sæti inni fyrir alla og fallegur veitingasalur í lest.

Alltaf gott veður á Eyjafirði og sjóveiki nánast óþekkt! Sími 848 4864 / 699 1950

www.huni.muna.is

Ásdís Gunnarsdóttir hjá JB úr og skarti með sýnishorn af úrvali úranna í versluninni.

merkið eru Flik Flak barnaúr í alls kyns litum og úrfærslum. „Í dag er mikið um að fólk eigi nokkrar gerðir af úrum og það á jafnt við um unglingana og fullorðna. Það eru úr fyrir misjöfn tilefni eða notkun – eða þá að mismunandi úr eru notuð eftir fatastílnum sem fólk velur sér þann daginn. Úr eru nefnilega skart, rétt eins og hálsmen eða hringar og í dag bjóðum við mikið úrval í ódýrari úrum þannig að þetta þarf ekki að vera mikil fjárfesting. En vissulega bjóðum við líka vandaðri úr sem fólk lítur á sem lífstíðareign og ekki er óalgengt að við gröfum á þau líka fyrir viðskiptavini.“

Minjagripir með hraunmolum Ferðamannatíminn er hafinn af fullum krafti á Akureyri. Umferð er-

lendra ferðamanna eykst, bæði landleiðis og sjóleiðis en í vaxandi mæli nýtir fólk á ferðamannaskipum tímann í Akureyrarheimsókninni til að ganga um bæinn og kíkja í kaffihús og verslanir. „Það er svolítið misjafnt hversu mikið þetta fólk af skipunum verslar. Fyrst og fremst er það að leita eftir minjagripum og við verslunareigendur finnum að það skiptir máli hvort skipin eru með Akureyri sem fyrstu höfn á Íslandi, aðra höfn eða jafnvel þriðju. Mesta verslunin er þegar Akureyri er fyrsta höfn. Hér höfum við að bjóða íslenska skartgripi Valdemars Viðarssonar og sérstaklega vilja erlendir ferðamenn skartgripi með hraunmolum. Eftir Eyjafjallajökulsgosið stórjókst spurn eftir slíku skarti,“ segir Bjarni.


AKUREYRI // sumar 2012 | 47

Meira en 50 ára saga atvinnustarfsemi á Akureyri Fyrirtækið Sandblástur og Málmhúðun sf. var stofnað á Akureyri í febrúar 1960 af bræðrunum Jóhanni og Aðalgeiri Guðmundssonum. Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa í gömlum leigubragga við Sjávargötu og þar voru helstu verkefnin sandblástur og sprautu-zinkhúðun. Árið 1965 var fyrirtækið flutt í nýtt húsnæði við Árstíg 6 á Akureyri þar sem það er staðsett í dag. Eftir flutningana var framleiðslu bætt við starfsemina og var smíði ljósastaura stærsti hluti hennar, en sú smíði er enn veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins. „Uppbygging fyrirtækisins á Akureyri hélt síðan áfram þegar húsnæðið var stækkað um helming árið 1972 með byggingu kerskála þar sem heitzinkhúðun fer fram, en hann var síðan stækkaður árið 1988,“ segir Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Innflutningur á stáli hefst Árið 1989 hóf fyrirtækið innflutning á stáli og skömmu síðar var byggt lagerhúsnæði og nýr sandblástursklefi á lóðinni. „Lagerhúsnæðið var síðan stækkað um helming árið 1998 og þar fór fram heildsala og smásala með stál og ýmsar vörur tengdar málmiðnaði.“ Verslun með rekstrarvörur opnar á Akureyri „Með kaupum á Íþróttaskemmunni sem stóð á aðliggjandi lóð, árið 1999, bætti fyrirtækið við verslun með ýmsar rekstrarvörur fyrir málmiðnaðinn á Akureyri. Í því

Ljósastaurar frá Ferro Zink á Akureyri

Verslunin á Akureyri.

Zinkhúðun á stálbita.

húsnæði er einnig núverandi aðalskrifstofa fyrirtækisins, auk lagers fyrir ál og ryðfrítt stál,“ segir Helgi. Verslunin á Akureyri hefur vaxið og þróast á þann veg að vera í dag einnig áhugaverður valkostur fyrir aðra iðnaðarmenn en málmiðnaðarmenn, auk þess sem samhliða er rekin öflug sérverslun fyrir hestamenn sem nefnist Fákasport. Helstu vörur sem nefna mætti í versluninni fyrir iðnaðarmenn eru festingarvörur (boltar, rær, snittteinar, skrúfur, o.fl.), ýmsar rekstrarvörur, rafsuðurvörur, ýmis vinnufatnaður, verkfæri og margt fleira.“

Um miðjan mars 2012 var opnuð hliðstæð verslun í nýju húsnæði að Álfhellu í Hafnarfirði.

Ferro Zink kemur til sögunnar Árið 1991 stofnuðu eigendur fyrirtækisins, í samvinnu við aðra aðila, heildsölufyrirtækið Ferro Zink hf. í Hafnarfirði, sem hefur frá upphafi einbeitt sér að innflutningi og sölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrirtækið Damstahl hf. var síðan keypt og sameinað rekstri Ferro Zink árið 2001. Þegar Ferro Zink var að fullu komið í eigu Sandblásturs og Málmhúðunar hf. voru fyrirtækin sam-

einuð í ársbyrjun 2008 undir nafni Ferro Zink hf.“ Í dag fer starfsemi fyrirtækisins annars vegar fram í 3.500 fermetra húsnæði á 20.000 fermetra lóð að Árstíg 6 á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði, í 2.500 fermetra húsnæði á 10.000 fermetra lóð að Álfhellu 12-14. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag um 50 talsins. ferrozink.is

®

Þarf stærri mynd


48 | AKUREYRI // sumar 2012

Akureyskir iðnaðarmenn í Færeyjum Kælismiðjan Frost á Akureyri og Skaginn ehf. á Akranesi sömdu í febrúar um sölu og uppsetningu á vinnslulínum og frystibúnaði í risavaxna uppsjávarvinnslu í bænum Þvereyri á Suðurey í Færeyjum. Fjöldamörg íslensk fyrirtæki hafa komið að þessu verkefni á síðustu mánuðum en verksmiðjan verður ræst nú í byrjun júlímánaðar. Auk starfsmanna Kælismiðjunnar Frosts hafa starfsmenn frá Slippnum á Akureyri, Rafeyri, Útrás og Blikkrás komið að verkefninu, sem að sögn Gunnars Larsen, framkvæmdastjóra Frosts hefur gengið í alla staði samkvæmt áætlun. „Við vorum með nokkra tugi starfsmanna frá þessum fyrirtækjum úti í Færeyjum þegar best lét enda er þetta mjög stór og öflug uppsjávarvinnsla,“ segir Gunnar en hvað frystibúnaðinn varðar segir hann kerfið vera eitt það stærsta sem Kælismiðjan Frost hafi selt og sett upp. „Nú þegar verksmiðjan verður ræst er áætlað að hún geti afkastað um 600 tonnum á sólarhring en allt kerfi verksmiðjunnar miðast við að hún verði stækkuð í 1000 tonna afkastagetu á sólarhring. Að sjálfsögðu vonumst við eftir að koma einnig að því verkefni í framhaldinu,“ segir Gunnar en auk þess að selja frystibúnaðinn og annast uppsetningu hans var hönnun kerfisins einnig í höndum starfsmanna Frosts.

Erum sterkir saman „Við höfum reynslu af samvinnu fyrirtækja hér á Akureyri, fyrst og fremst Frosts, Slippsins og Rafeyrar, í breytingum á togurum þar sem skipt er út gömlum freon-kælikerfum fyrir umhverfisvænni ammoníak-kerfi. Hingað til Akureyrar fengum við tvo norska togara í slík verkefni þar sem um leið voru gerðar aðrar umfangsmiklar breyt-

Verkefni Kælismiðjunnar Frosts og Skagans hafa skapað mörgum Íslendingum vinnu í Færeyjum síðustu mánuðina.

Búnaður uppsjávarverksmiðjunnar á Þvereyri er engin smásmíði – enda er henni ætlað að afkasta um 1000 tonnum á sólarhring þegar hún verður fullbyggð.

ingar og ég fullyrði að sameiginlega hafa fyrirtækin hér á Akureyri yfir mikilli þekkingu, reynslu og þar með styrk að ráða til að sækja sér

verkefni bæði innanlands og erlendis. Uppsjávarverksmiðjan í Færeyjum er gott dæmi um það og við vonumst til að þær lausnir sem

Skaginn og Frost hafa þróað fyrir þessa verksmiðju geti orðið fyrirmynd fleiri verksmiðja og jafnvel í öðrum greinum en fiskvinnslu,“ segir Gunnar. Samhliða verkefninu í Færeyjum hefur Frost annast uppsetningu á nýju ammoníak-kælikerfi í vinnslutogarann Örfirisey RE 4. „Margar útgerðir bíða þess að sjá niðurstöðu

um framtíðina í fiskveiðistjórnuninni til að taka ákvörðun um hliðstæð verkefni og mæta með því kröfum um útskipti á freon-kælimiðlinum. Við eigum því mikið undir í sjávarútveginum að óvissunni ljúki og hægt sé að horfa fram á veg,“ segir Gunnar. frost.is

Sumarvörur fyrir yngstu kynslóðina „Við erum sífellt að auka við úrvalið hjá okkur,“ segir Svavar Eyþórsson, verslunarstjóri í A4 við Dalsbraut á Akureyri. Sem dæmi hefur úrval bóka verið aukið í versluninni, einkum er um að ræða kiljur á góðu verði sem landsmönnum þykir gott að grípa með sér í sumarfríið. Sumarvörur af ýmsu tagi fyrir börn voru teknar inn í miklu úrvali á dögunum, en þar má nefna líflegar garðvörur, hrífur, skóflur og fleira sem kemur sér vel fyrir yngstu kynslóðina að dunda sér með í garðinum eða sandkassanum. „Við

leggjum æ meira upp úr árstíðabundinni vöru og viðskiptavinir eru ánægðir með það,“ segir Svavar.

Föndrað og prjónað allt árið Föndur- og hannyrðahorn í versluninni dregur að sér fjölda viðskiptavina allt árið um kring, en mest er að gera á þeim vettvangi þegar haustar, í september og október þegar fyrirhyggjusamt fólk fer á stjá og útvegar sér efni til að útbúa jólagjafir, garn í prjónaflíkur eða það sem til þarf til skartgripagerðar. „Það er stöðugur straumur til okkar, fólk

Svavar Eyþórsson, verslunarstjóri í A4 við troðfullt borð af líflegum sumarvörum fyrir yngstu kynslóðina.

er að föndra allan ársins hring, en mest er um að vera í þessari deild þegar haustar,“ segir Svavar. Fjölbreytt úrval er í versluninni þegar kemur að efni til skartgripagerðar, þar fæst allt til hannyrða, garn, lopi, prjónar og prjónablöð svo fátt eitt sé nefnt.

Langmest að gera í ágúst Sala á rekstarvörum til fyrirtækja er umsvifamesti þátturinn í starfseminni og segir Svavar að verslunin sérhæfi sig í að sjá fyrirtækjum af öllum stærðum fyrir skrifstofuvörum. Skólar og skólanemar geta svo gengið að kennslugögnum og því sem tilheyrir vetrarstarfinu í skólunum vísu í versluninni. „Það er

langmest að gera hjá okkur í ágúst, þá þyrpast nemendur inn að versla skólavörur fyrir veturinn, þetta er annasamur tími en skemmtilegur,“ segir Svavar. Hann nefndir að sala á skólavörum dreifist nú yfir allan ágústmánuð, enda setji t.d. grunnskólar oft inn á netið lista yfir það sem kaupa þarf með góðum fyrirvara. „Það eru auðvitað flestir á ferðinni þegar skólastarfið hefst, þá er búðin jafnan troðfull en sumir koma fyrr, skólaverslunin hefst oft núorðið í kringum verslunarmannahelgi.“ a4.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 49

Óðalsostar með karakter „Ástæða fyrir því að ákveðið var að fara út í þessa nýju línu, óðalsostana, er sú að okkur þótti þeir ekki skera sig nægilega úr hver og einn, en með því að setja þá undir sama hatt og auðkenna þá með þessum hætti er nú kominn farvegur til að markaðssetja þá sameiginlega,“ segir Friðjón Jónsson ostagerðarmeistari hjá MSAkureyri en í fyrrhaust voru óðalsostar kynntir til sögunnar. Í nýju óðalsostalínunni eru alls 8 ostar, sértegundir af ýmsu tagi og eiga þeir það í raun sameiginlegt að vera frábrugðnir hefðbundnum brauðostum. „Hver ostur hefur sinn karakter, við erum stoltir af þessari framleiðslu og henni hefur verið ákaflega vel tekið. Það er greinilegt að Íslendingar kunna vel að meta góða osta,“ bætir Hermann Jóhannsson við sem einnig er ostagerðarmeistari hjá MS-Akureyri. Ostarnir sem um ræðir voru settir á markað í nýjum umbúðum síðla árs í fyrra en í línunni er óðalsostur sem verið hefur á borðum landsmanna í fjóra áratugi og er fyrirmynd hans hinn þekkti norski Jarlsberg. Þá má nefna ísbúa sem fyrst kom á markað fyrir ríflega 20 árum, búra, maribo, tvær tegundir af havarti ostum sem eiga uppruna sinn í Danmörku og loks eru í óðalsostalínunni íslenskur cheddar, en samnefndur ostur kenndur við smábæ í Englandi er einn sá mest seldi í heima og couda sterkur, sem á sína fyrirmynd í sögufrægum hollenskum gouda osti.

til að búa til séríslenska osta. Nú er öldin önnur, þróunin hefur verið hröð, íslenskir ostagerðarmeistarar vinna sífellt að því að þróa og bæta innlenda framleiðslu, útfæra og aðlaga ýmis afbrigði af frægustu ostategundum heims.

3000 tonn af ostum á ári Hjá MS-Akureyri eru árlega framleidd um 3000 tonn af ostum, en um 60% af innveginni mjólk hjá samlaginu eru nýtt til ostagerðar. „Við fáum mesta magnið á vorin og fyrri hluta sumars. Þá er mjólkurmagnið mest, toppur í framleiðslunni og nægt hráefni að vinna úr,“ segir þeir Friðjón og Hermann. „Við njótum góðs af ómenguðum jarðvegi íslenskrar náttúru, hreinu lofti og vatni. Allt þetta gefur íslenskri kúamjólk sérstöðu sem skiptir miklu máli í ostagerð.“ ms.is Íslenskir ostagerðarmeistarar vinna sífellt að því að þróa og bæta innlenda framleiðslu, útfæra og aðlaga ýmis afbrigði af frægustu ostategundum heims. Friðjón Jónsson og Hermann Jóhannsson eru í þeim hópi, en báðir starfa hjá MS-Akureyri þar sem bróðurpartur af innveginni mjólk fer í ostagerð.

Alþjóðlegir straumar um íslenska mjólk Þeir Friðjón og Hermann segja að um óðalsostalínuna leiki alþjóðlegir straumar í ostagerð. Ostagerð hefur verið stunduð hér á landi frá landnámi, en sem iðnaður er greinin fremur ung. Það sem einkum stóð ostagerð fyrir þrifum áður fyrr var að ekki var næg mjólk til í landinu

Mikið úrval af ullarfötum fyrir börn og fullorðna.

Tilvalin í útileguna!


50 | AKUREYRI // sumar 2012

Grænmetis- og hráfæðisréttir hjá Silvu í Eyjafjarðarsveit „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og margir sagt við mig að kominn hafi verið tími til að hér fyrir norðan

kæmi veitingastaður með þessar áherslur,“ segir Kristín Kolbeinsdóttir sem opnaði veitingastaðinn

Silvu á Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit nú í maí. Staðurinn er í húsnæði sem á sínum tíma var

Sundlaugin breytist í listaverkasýningu Sumargestir Akureyrarsundlaugar ættu ekki að láta sér bregða þó ýmislegt nýstárlegt beri fyrir augu í sumar. Á morgun verður nefnilega opnuð listaverkasýning í sundlauginni sem ber yfirskriftina Dýfurnar og er hluti af 150 ára afmælishaldi Akureyrar. „Sýningin Dýfurnar er til komin út frá því að okkur fannst tilvalið að einhver fastur liður afmælishátíðarinnar í sumar yrði hér í sundlauginni og sundlaugargarðinum. Akureyrarsundlaug er enda einn allra fjölfarnasti staður bæjarins – bæði af ferðamönnum og bæjarbúum. Við buðum því afmælisnefndinni að nýta svæðið og úr varð að Sjónlistamiðstöðin tók að sér að skipuleggja sýningu sem yrði hér í sumar. Og hún er óðum að taka á sig mynd og verður stórskemmtileg,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Óhætt er að segja að fjölbreytnin í verkunum sé mikil og fjölmargir listamenn buðu fram verk sín og hugmyndir, allt frá grunnskólabörnum upp í þekktara listafólk.

Listaverk verða til sýnis í Sundlaug Akureyrar í sumar.

Verkin eru úti fyrir sundlauginni, í Andapollinum við sundlaugina, inni í búningsklefum, við laugina sjálfa og í sundlaugargarðinum. Jafnvel eru sum verkin í lauginni sjálfri og heitu pottunum. Um er að ræða myndverk, hljóðverk, ljósmyndir, textaverk og þannig mætti áfram telja.

„Ég er hæstánægð með þessa miklu fjölbreytni og listaverkin munu setja mjög skemmtilegan svip á allt hjá okkur í sumar. Og til þess var einmitt leikurinn gerður á þessu mikla afmælisári bæjarins,“ segir Elín.

Tónastöðin Strandgötu 25

Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnahefta og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Kristín Kolbeinsdóttir segir gesti lýsa mikilli ánægju með að kominn sé veitingastaður norðan heiða með áherslu á grænmetis- og hráfæðisrétti. „Og svo hleður fólk batteríin í rólegheitunum hér í salnum með allt þetta útsýni yfir Eyjafjörð og góðan mat á diski.“

barnaskóli Öngulsstaðahrepps og síðan skrifstofuhúsnæði Eyjafjarðarsveitar um langt skeið. Útsýni matargesta er mikið, yfir Eyjafjarðarsveit, Kerlingu, Súlur og vesturfjöllin, sem og yfir Akureyri og norður Eyjafjörð. „Fólk getur ekki annað en slakað fullkomlega á með þetta útsýni og ljúffengan mat á diski,“ segir Kristín en alla daga milli kl. 11 og 21 er í boði heitur réttur dagsins, hráfæðisréttur, súpa og brauð, sem og kaffi og kökur. Aðalréttir dagsins eru því aldrei þeir sömu en hægt er að sjá á heimasíðu Silvu og Facebook-síðu staðarins samdægurs hvað er í boði. Með öðrum orðum er Silva tilvalinn staður í sveitabíltúrnum hvort heldur er til að fá sér ljúffenga máltíð eða kaffibolla og kökusneið. Kristín segist um fimm ára skeið hafa lagt áherslu á grænmetirétti og hráfæði í sinni eldamennsku og ákvað að stíga skrefið til fulls og

opna veitingastað. Ætlun hennar er að nýta staðinn einnig á rólegri tímum yfir vetrarmánuðina til að halda námskeið og fræða fólk um þessa matargerð. „Áhugi fólks á þessu er sífellt að aukast en það tekur dálítinn tíma að læra inn á hvað á saman og hvaða hráefni má nota í stað þess hefbundna. Til að mynda í kryddum og slíku en það er hreint ekki svo, eins og margir halda, að réttir eins og þessir séu bragðlitlir. Ég hef einmitt séð undrunarsvip á mörgum gestum hjá okkur þegar þeir uppgötva bæði hversu ljúffengur og bragðmikill maturinn er og súpurnar matarmiklar. Það gleður okkur mikið þegar þessi upplifun kemur fólki á þennan hátt skemmtilega á óvart,“ segir Kristín en sjö starfsmenn eru nú hjá Silvu. silva.is

kíktu

í heimsókn Mikið úrval frábærra hljóðfæra á góðu verði.

Tónastöðin • Strandgötu 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 51

Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippsins:

Áhersla á að endurbæta tækjakost og vera með nýjustu græjurnar „Það er alltaf mikið að gera hjá okkur á þessum árstíma. Frá því á vorin og fram eftir hausti eru yfirleitt næg verkefni og engin undantekning á því í sumar,“ segir Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins. Hann segir erfitt að sjá langt fram í tímann, verkefnin komi inn eftir hendinni, „en það hefur yfirleitt ræst vel úr á haustin og hér hefur ekki verið verkefnaskortur,“ segir hann. Fyrir veturinn eru í farvatninu ýmis erlend verkefni og vonar Anton að eitthvað jákvætt komi út úr vinnu við að afla þeirra. Þá bendir hann á að endurnýjunarþörf íslenska flotans sé mikil og framundan fjölmörg verkefni honum tengdum, en útgerðarmenn hafi haldið að sér höndum vegna óvissu um framtíðina, m.a. frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Um 140 manns starfa hjá Slippnum, fyrirtækið er 7 ára gamalt, „komið í 2. bekk“ eins og Anton orðar það, en byggir á gömlum og traustum grunni, því Slippstöðin á Akureyri, forveri Slippsins, á 60 ára afmæli á árinu.

Áhersla á að endurbæta tækjakost Anton segir að undanfarin misseri hafi áhersla verið lögð á að lagfæra húsakost fyrirtækisins og endurbæta tæki. Nú um mánaðamótin er væntanlegt nýtt tæki, fimm ása tölvustýrt fræsiverk sem kostar 60 milljónir króna og segir Anton að með því að huga að nýjustu tækni og tækjum sem völ er á standi fyrirtækið betur að vígi í samkeppni. Þau bæti aðstöðu og geri störfin meira aðlaðandi fyrir starfsfólk. „Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með á þessum vettvangi og bjóða upp á nýjustu græjurnar hverju sinni. Það gerir störf í þessari grein meira spennandi fyrir ungt fólk og laðar fleiri að,“ segir hann. Málmiðnaðarmönnum verður að fjölga Anton bendir á að nauðsynlegt sé að gera átak í þá átt að fjölga nemum í málmiðnaðargreinum. Mikill skortur sé hér á landi á t.d. vélvirkjum og stálsmiðum sem hafi í för með sér að flytja þurfi inn menntað starfsfólk á þessu sviði. „Við fáum Pólverja í sumar til að aðstoða okkur þegar mest er að gera,“ segir Anton, en íslenskir starfsmenn eru ekki til staðar. Hann segir að Slippurinn hafi ævinlega tekið inn nema, enda sé afar brýnt að fylla upp í það gap sem hefur myndast í þessum greinum. Í kringum 1990 var kreppa í greininni og fældi hún menn frá því að fara í hana. Úr því hafi ekki ræst. Anton segir að nú verði að reyna af krafti að beina ungu fólki inn á þessa braut. „Það eru næg verkefni til staðar þó svo að ekki séu mikil umsvif og stór verkefni í gangi. Um leið og það gerist, t.d. eitthvað hér austan við okkur, mun koma upp mikill skortur á fagmenntuðu fólki og það er bagalegt,“ segir Anton.

Gistiheimilið Básar Grímsey við heimskautsbauginn Opið allt árið, býður upp á morgunverð sem og fullt fæði ef óskað er. Tilvalið fyrir unnendur fugla og náttúrulífs og þeirrra sem vilja njóta kyrrðar.

Sjóstöng, hvalaskoðun, sigling kringum eyjuna. Sími 467 3103 - gagga@simnet.is Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins við Hoffellið sem verið hefur í endurbótum þar.


52 | AKUREYRI // sumar 2012

Sæluhús Akureyri:

Allt til alls og á besta stað! Sæluhús Akureyri er fyrirtæki sem leigir út sjö einbýlis- og 33 stúdíóíbúðir á Akureyri; í raun og veru er um sérhverfi að ræða þar sem útsýni er til Vaðlaheiðar og yfir á Pollinn. Stutt er að ganga niður í miðbæinn. „Sæluhúsin eru fyrst og fremst góður kostur fyrir fjölskyldur – bæði stórar og smáar,“ segir Örn Árnason Amin rekstrarstjóri en einbýlishúsin taka sjö manns í gistingu og stúdíóíbúðirnar allt að fjóra. „Einbýlishúsin eru fullbúin, m.a. með heitum potti, gasgrilli, þvottavél, þurrkara, svo dæmi séu tekin. Það er allt til alls fyrir fólk hvort sem það ætlar að vera í húsunum til lengri eða styttri tíma. Þetta er fjölskylduvænt umhverfi sem hentar öllum.“ Heitur pottur er við 14 af stúdíóíbúðunum. Flatskjáir eru í öllum húsum og íbúðum auk internettengingar. Lagt er upp úr glæsilegu umhverfi. Gólf eru flísalögð og nútímalegar innréttingar eru í húsunum og íbúðunum. „Leðursófasett eru í stof-

unum og það er mikið hugsað um lúxus. Við hjá Sæluhúsum teljum okkur bjóða upp á bestu gistingu á Norðurlandi.“

Skíðageymsla, skóblásari og golfsettið á öruggum stað Sæluhúsin eru leigð út allan ársins hring og hefur t.d. mikið verið að gera yfir vetrartímann þegar fólk flykkist til Akureyrar til að stunda þar m.a. skíðamennsku. „Þetta er stórkostleg skíðaparadís. Það er t.d. skíðageymsla á svæðinu til að þurrka skíði og svo er hér skóblásari til að þurrka skíðaskóna. Þá ekur skíðarútan í gegnum hverfið á veturna.“ Vetur, sumar, vor og haust: „Húsin og íbúðirnar eru hugsaðar sem svo að hér geti fólk verið út af fyrir sig í kyrrðinni, allir eru með sérverönd og að lokinni dvöl þarf bara að pakka niður í tösku og ganga út. Allt annað sjáum við um.“

Húsin eru vel búin innréttingum og heitir pottar á veröndinni þar sem gott er að slaka á í fríinu.

Örn Árnason Amin, rekstrarstjóri Sæluhúsa Akureyri.

Fólk er enn að uppgötva búðina

saeluhus.is

Sæluhús Akureyri vel í sveit sett á Akureyri og víðsýnt þaðan.

Þú færð skemmtilegu kiljurnar hjá okkur

1.490,Frábært í fríið 1.490,Verð áður 2.690,-

Kiljur á tilboði / Síðasta góðmennið / Hjarta mannsins Himnaríki og helvíti / Harmur englanna / Jarðnæði / Myrknætti / Góðir grannar / Konurnar á ströndinni / Brakið / Ég man þig Horfðu á mig / Sér grefur gröf / Auðnin / Þriðja táknið Aska / Englar og djöflar / Glæpir / Hringnum lokað / Maðurinn sem var ekki morðingi Dalsbraut 1, Akureyri Sími: 580-0060 akureyri@a4.is www.a4.is Afgreiðslutími: mán-fös 8-18 + laugard. 10-16

„Í búðinni hér á Akureyri er sama úrval og í Reykjavík. Fólk þarf því ekki að fara í verslunarleiðangur suður til að kaupa barnavörur,“ segja þær Petra Sif og Bára Sif.

Þann 11.11.11. opnaði Fífa verslun á Akureyri, nánar tiltekið að Kaupvagnsstræti 1. Verslunin er sú eina sinnar tegundar á Akureyri en þar er hægt að kaupa allt sem til þarf fyrir

börn, allt frá nýfæddum til um það bil fimm ára. Öryggisvörur, fatnaður, bílstólar og vagnar eru meðal þess sem þar er að finna en vöruúrvalið endurspeglar búðina í

Reykjavík sem stofnuð var árið 1978. Því er í raun lítil þörf á því að gera sér sérstaka ferð til höfuðborgarinnar til að versla barnavörur.

Fólk hringir á Akureyri til að panta „Við höfum séð það á sölutölum að eitthvað af þeirri verslun sem var í Reykjavík hefur færst hingað. Það segir okkur að fólk er að uppgötva búðina, að það þarf ekki að fara út úr bænum til þess að versla þessar vörur. Eins eru þeir sem hafa verið að panta utan af landi farnir að hringja í auknum mæli hingað, sérstaklega hér á Norður- og Austurlandi. Við erum samt enn að sjá fólk koma hingað inn sem hafði ekki hugmynd um að við værum með jafn gott úrval hér og raun ber vitni, það er ennþá að uppgötva búðina,“ segja verslunarstjórarnir Petra Sif Gunnarsdóttir og Bára Sif Sigurjónsdóttir. Gæðavörur sem endast vel Fífa selur sem fyrr segir nánast alla þá hluti sem þarf fyrir nýfædd börn og þangað til þau komast á grunnskólaaldur. Þar er að finna heimsþekkt merki á borð við Quinny, Simo, Brio, EasyWalker, Maxi Cosi, Babybjörn og Stokke en frá þeim koma hinir frægu Tripp Trapp stólar. „Hér geta allir fundið það sem þarf fyrir börn á þessum aldri og við höfum góða reynslu af þjónustu við þessi merki. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að hér fá þau gæðavörur sem endast vel,“ segja þær Petra Sif og Bára Sif að lokum. fifa.is


AKUREYRI // sumar 2012 | 53

66°NORÐUR

Fatnaður sem stenst íslenska veðráttu „Ég held að þau séu fá heimilin á Íslandi þar sem ekki er að finna fatnað frá 66°NORÐUR. Enda kemur fólk oft hingað í búðina til að kaupa nákvæmlega eins flík og það hefur átt sem sína uppáhaldsflík í mörg ár og bara endist og endist. Og erlendu viðskiptavinirnir okkar þekkja til vörumerkis okkar vegna gæða. Þeir vita að þetta er íslensk vara og hönnun sem byggist á sérþekkingu og langri reynslu og er fatnaður sem gerður er til að standast íslenska veðráttu,“ segir Sigríður Erla Sveinbjörnsdóttir, verslunarstjóri í 66°NORÐUR á Glerártorgi. Fyrirtækið hefur verið með verslun á Akureyri í 17 ár og allan þann tíma við Glerárgötu en frá því að aðal verslunin var opnuð árið 2008 á Glerártorgi hefur útsölumarkaður 66°NORÐUR verið í Glerárgötunni, sem og sala á vinnufatnaði, sem er snar þáttur í framleiðslu fyrirtækisins. „Hér á Glerártorgi bjóðum við allt í okkar neytendalínu, ef svo má segja. Það á við alla aldurshópa frá börnum og uppúr. En það er full ástæða til að hvetja viðskiptavini okkar til að heimsækja útsölumarkaðinn okkar í Glerárgötu reglulega því þar er sannarlega hægt að gera góð kaup,“ segir Sigríður Erla.

góður íslenskur fatnaður er annars vegar höfum við eitthvað að bjóða ,“ segir Sigríður Erla. 66north.is

Glæsileg verslun 66°NORÐUR á Glerártorgi.

Goðafoss

- Norðurlandi www.facebook.com/Kexsmidjan

Kæri Íslendingur - Takk fyrir okkur

Eitthvað fyrir allar árstíðir Vörumerkið 66°NORÐUR er heimsþekkt, en vörur þess fást í yfir 300 verslunum í 19 löndum. Níu verslanir eru hér á landi. Sigríður Erla segir nokkuð um erlenda viðskiptavini en ekki síður kemur innlent ferðafólk bæði að vetri og sumri í verslunina á Glerártorgi. „Við fylgjum árstíðunum og veðrinu. Skíðafólkið er áberandi á veturna og gönguhóparnir á sumrin – enda er Norðurland kjörlendi útivistarfólksins. En ef litið er yfir verslunina hjá okkur þá sést vel hversu mikil breidd er í úrvalinu. Við tölum um þrjú lög; þ.e. innsta lagið í nærfötunum, miðlagið sem eru peysur og buxur og svo yfirhafnirnar. Barnafötin eru líka stór hluti framleiðslunnar og mikil fjölbreytni fyrir þau,“ segir Sigríður Erla en á síðustu árum hefur orðið mikil framþróun í hönnun hjá 66°NORÐUR, bæði hvað varðar snið og liti. „Jafnt og þétt bætast við nýjungar í verslanir okkar þannig að framþróun er viðskiptavinum okkar vel sýnileg. Og á þessum tíma ársins finnum við alltaf hvernig lifnar yfir fólki með hækkandi sól, sumarfríin í nánd, gönguferðir og útivist. Þá þarf gjarnan að koma hér við og bæta nýrri flík í farangurinn fyrir fríið.“ Vinsæll starfsmannafatnaður Ýmis konar starfsmannafatnaður er hluti framleiðslu 66°NORÐUR og segir Erla að verslanirnar veiti þessa þjónustu. Dæmi um þessa hópa eru lögreglan, björgunarsveitir og ferðafélög. „Einnig bjóðum við upp á merkingar á fatnaði sem t.d. fyrirtæki nýta fyrir sitt starfsfólk. Íþróttafélög nýta sér einnig þessa þjónustu og þannig mætti áfram telja. Þegar

Kexsmiðjan þakkar frábærar móttökur! Íslandskex Kexsmiðjunnar er nú komið í allar matvöruverslanir landsins. Af því tilefni viljum við hjá Kexsmiðjunni á Akureyri nota tækifærið og þakka kærlega fyrir þær frábæru móttökur sem þið

Uppskrift að góðum degi: Taktu Íslandskex upp úr pakkanum, smyrðu með íslensku smjöri dreitil af sultu á toppinn. Einnig er íslenskt grænmeti góður Íslandskex er bragðgott kex sem hentar í öll mál fyrir þig.

www.kexsmidjan.is


54 | AKUREYRI // sumar 2012

Björkin í Lystigarðinum Tímamót eru í mörgum skilningi í Lystigarðinum á Akureyri í ár. Garðurinn fagnar 100 ára afmæli en jafnframt var þar opnað kaffihús nú í júní, Café Björk. Í stofnsamþykktum Lystigarðsins á sínum tíma var tekið fram að hið fyrsta skyldi hugað að byggingu kaffihúss í garðinum og sannarlega hafa stofnendurnir verið næmir á gildi þess því óhætt er að segja að Café Björk hafi fengið glimrandi viðtökur á fyrstu opnunardögunum.

Akureyskt kaffi og Valbjarkarhúsgögn Akureyrarbær ákvað að byggja kaffihúsið í tilefni af 100 ára afmæli Lystigarðsins og var efnt til útboðs þar sem tilboðsgjafar buðu ekki aðeins í fermetraverð leigu heldur settu einnig fram sínar fyrirætlanir um starfsemina. Tilboð Njáls Trausta Friðbertssonar og Sigurðar Guðmundssonar varð fyrir valinu og nú er starfsemin komin í fullan gang. „Hingað í Lystigarðinn koma um 100 þúsund manns á ári og okkar gestir verða því bæði ferðafólk en ekki síður vonumst við til þess að tilkoma Café Bjarkar laði bæjarbúa enn frekar í Lystigarðinn okkar,“ segir Njáll Trausti en eitt af því sem eigendurnir gerðu í aðdraganda opnunarinnar var að auglýsa eftir gömlum húsgögnum sem smíðuð voru hjá fyrirtækinu Valbjörk á Akureyri á sínum tíma. Viðbrögðin

létu ekki á sér standa og sjá má margar gerðir stóla frá Valbjörk, sem og sófa og borð sem einnig eru íslensk smíð. Leitað var til útskriftarnema í húsgagnasmíði í Verkmenntaskólanum á Akureyri um að pússa upp og laga húsgögnin en áklæðið er einnig frá ullarvörufyrirtækinu Gefjun sem starfrækt var á sínum tíma á Akureyri. Áklæðisstrangar fundust hjá konu á Vestfjörðum sem hafði keypt þá þegar Gefjun hætti starfsemi. Björn bólstrari í Hafnarstræti tók síðan að sér að bólstra stólana. Kaffið sem í boði er á Cafe Björk er að sjálfsögðu líka frá Akureyri en Nýja kaffibrennslan sérlagar blöndu fyrir húsið. Hrefna Ingólfsdóttir rekstarstjóri segir áherslu lagða á ferskleika í veitingum og eftir föngum það hráefni sem fáist í heimahéraði. „Hér er í boði allt sem prýðir gott kaffihús og við erum einnig með súpu og salat í hádeginu og ýmis konar létta rétti. Við leggjum mikla áherslu á ferskt og gott hráefni úr heimabyggð og flestir réttirnir, brauð og kökur eru búnir til af starfsfólki hússins,“ segir Hrefna.

Í anda Eyrarlandsstofu Fá veitingahús státa af slíkri fegurð sem er í Lystigarðinum og húsið sjálft er listaverk út af fyrir sig. Form þess og útlit minnir óneitanlega á Eyrarlandsstofu sem stendur

Fjölmenni á útisvæðinu við Café Björk og ekta norðlensk sumarblíða.

skammt frá í Lystigarðinum en það hús er hið eina sem enn stendur af bæjarhúsum Eyrarlands. Hönnuður Café Bjarkar er Logi Már Einarsson arkitekt og stofa hans Kollgáta á Akureyri. Húsið er um 150 fermetrar að grunnfleti með kjallara undir hluta þess. Það tekur um 50-60 manns í sæti innan dyra og annað eins á útiverönd. Það er klætt að utan með bárujárni en að innan með lerki úr Hallormsstaðaskógi. Opið er í Café Björk milli frá kl. 10 á morgnana til kl. 22 á kvöldin alla daga. Afgreiðslutími mun síðan eitthvað breytist með haustinu en áformað er m.a. að bjóða upp á jólamat í desember og áhugi er á húsinu fyrir veislur. facebook.com/CafeBjork cafebjork.is Hrefna Ingólfsdóttir rekstrarstjóri.

Mynd: Rögnvaldur Már.


AKUREYRI // sumar 2012 | 55

SÍMI

ENNEMM / SÍA / NM52729

BÍLAHJÁLP VÍS BJARGAR MÁLUNUM!

560 5000

Ef þú ert með F plús færð þú aðstoð hjá Bílahjálp VÍS Kom eitthvað upp á? Er bíllinn til dæmis rafmagnslaus, dekk sprungið eða vantar eldsneyti? Með F plús fjölskyldutryggingu færð þú aðstoð hjá Bílahjálp VÍS hvenær sem er

sólarhringsins og víðast hvar á landinu. Hafðu samband og hjálpin er á næsta leiti. Þú finnur nánari upplýsingar um verð og þjónustu á vefsíðu VÍS.

Vátryggingafélag Íslands | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | 560 5000 | vis.is


alltaf ódýrari á netinu það máttu bóka

flugfelag.is

Nú er

nettilboð g pa n ta ð u í d a n ekki á morgu s á f lu g f e l a g .i

FLuGFÉLaG ÍSLaNDS mÆLIR mEð því að bóka flugið á netinu. Það er fljótlegra, þægilegra og ódýrara. Smelltu þér á flugfélag.is, taktu flugið og njóttu dagsins.

Akureyri  

kynningarblað um Akureyri, sumar 2012