Page 1

Desember 2016

Eflum norðlenska jólaverslun Ge bla ymi ðið ð

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! –af lífi & sál–


2 | AKUREYRI // jól 2016

25 þúsund útikerti á ári Um þessar mundir er kertaframleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eftirspurn en kertin eru landsþekkt fyrir gæði og langan brennslutíma. PBI er einn af vinnustöðum Akureyrarbæjar og þar starfa tæplega 60 manns með skerta starfsgetu, auk leiðbeinenda og annars starfsfólks. Jakobína Elva Káradóttir forstöðukona PBI segir að markmiðið sé að veita einstaklingum með skert starfsþrek atvinnu til lengri eða skemmri tíma og þjálfa sem flesta til þátttöku á almennum vinnumarkaði. „Við leggjum áherslu á góð vinnubrögð og starfsvenjur, mætingar, aukið starfsþrek og að sjálfsögðu má ekki gleyma félagslegu samskiptunum,“ segir hún. Um 20 tonn af vaxi í útikertin Háannatími í kertasölu er að renna upp. Alls eru framleidd um 25 þúsund útikerti á ári hjá PBI auk handdýfðra innikerta og kirkjukerta. Í útikertin eru notaðir vaxafgangar og kerti sem ekki eru söluhæf, svonefnt úrgangsvax. Jón M. Jónsson kertagerðamaður er yfir kertaframleiðslunni: „Við notum um 20 tonn af vaxi í útikertin á hverju ári og í veislu- og hátíðarkerti fara um 10 tonn,“ segir hann. Hann segist sáttur við magnið, en fyrirtækið hafi getu til að framleiða meira, fengi það meira úrgangsvax. Alltof mikið kertavax urðað Landsmenn eru ekki ýkja duglegir að skila inn kertaafgöngum. Slíkt er þó í boði víða, m.a. á öllum grenndarstöðvum á Akureyri, hjá Endurvinnslunni við Furuvelli og að Réttarhvammi. Jón segir að einungis um það bil 6,5 til 7 tonnum sé skilað inn á hverju ár, sem er afskaplega lítið magn miðað við það sem fer til urðunar. Akureyringar og nærsveitamenn skila árlega um það bil 1,8 tonnum, en um 4 tonn af afgangsvaxi koma af höfuðborgarsvæðinu, þar sem þessi úrgangur er þó ekki flokkaður sérstaklega líkt og norðan heiða. „Því miður er staðan í þessum málaflokki afleit. Við urðum allt of mikið, eða um 150 tonn á ári. Þetta er unnin hörð olía sem er mjög lengi að eyðast í náttúrunni, um það bil 80 til 100 ár,“ segir Jón og vill fyrir alla muni að landsmenn taki sig saman í andlitinu og geri verulega bragarbót á. Nýtum í stað þess að henda Hann bendir á að nýlega valt olíu-

Desember 2016

Um þessar mundir er kertaframleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eftirspurn. Jón M. Jónsson kertagerðarmaður er hér með hátíðarkerti og að baki honum er Þorsteinn Magnússon að steypa kerti.

Útikertin tilbúin og á leið út í búðir. Þau munu vafalaust veita birtu og yl í hjarta margra um hátíðarnar.

Harpa Gunnarsdóttir í óða önn að fylla vaxi á útikertin.

Árni Eiðsson með hátíðarkertin.

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu. Ritstjórn: Jóhann Ólafur Halldórsson, (ábm.), Athygli ehf. Akureyri. Forsíðumynd: Auðunn Níelsson / audunn.com Ljósmyndir: Auðunn Níelsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Óskar Þór Halldórsson ofl.

Eflum norðlenska jólaverslun Ge bla ymið ðið

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! –af lífi & sál–

bíll í Skagafirði með þeim afleiðingum að nokkur tonn af olíu runnu út í jarðveginn. „Það fór allt á hliðina og menn hrópuðu upp yfir sig; stórslys og mengun og heilbrigðiseftirlit var kallað á vettvang. En það heyrist hvorki hósti né stuna þegar við urðum um 150 tonn af kertavaxi á hverju ári, sem er ekki annað en hrein olía. Magnið verður svo gríðarlegt þegar horft er yfir lengri tíma,“ segir Jón. Hann telur að almennt séu hvorki almenningur né stjórnvöld nægilega vakandi fyrir því að kertavax er olía, rétt eins og t.d. matareða díselolía, sem innihaldi heilmikið magn af parafíni sem þykknar í kulda og veldur vandræðum. „Ég vona svo sannarlega að landsmenn taki á þessum málum og því fyrr því betra. Það er heldur ekki úr vegi að fyrirtæki sem flytja inn kerti hafi okkur í huga t.d. með þau kerti sem verða fyrir skemmdum og þarf að farga. Það er upplagt að benda á að við tökum á móti slíkum sendingum og getum sparað fyrirtækjum urðunargjöld á móti. Við teljum okkur ekki í samkeppni við þessi fyrirtæki og því ætti samstarf af slíku tagi að vera hagstætt fyrir alla,“ segir Jón. Almenningur getur einnig komið við hjá PBI að Furuvöllum 1 á Akureyri, en þar er tekið á móti kertastubbum og vaxafgöngum til endurnýtingar. Jafnframt er tekið á móti slitnum rúmfötum, handklæðum og bolum, en efnin eru nýtt til framleiðslu á tuskuböggum.

Auglýsingar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022, inga@athygli.is

Prentun og dreifing: Prentað í Landsprenti. Dreift með prentaðri útgáfu Morg­un­blaðsins. Einnig til allra heimila og fyrirtækja á Akureyri og í nágrenni, föstudaginn 2. desember 2016.

Ýmis konar rafmagnsvörur úr plasti eru steyptar hjá PBI. Hér er Jón Óskar Ísleifsson að ganga frá rafmagnsdósum og lokum.


OPIÐ

AKUREYRI // jól 2016 | 3

TIL MIÐNÆTTIS Á AKUREYRI

n i l ó j u Verslað r a t n e h r é þ r þega

AFGREIÐSLUTÍMI YFIR HÁTÍÐARNAR LAU SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN MÁN EINFALT

að skila eða skipta Skilamiði Skilamiði

í í Þessi vara er keypt Þessi vara er keypt Hagkaup og fæst Hagkaup og fæst skilað eða skipt. skilað eða skipt. 2017 2017 jan. Skilafrestur bóka 9.

jan. Skilafrestur bóka 9.

PANTONE 343 C

PANTONE 343 C

24. DES 25. DES 26. DES 27. DES 28. DES 29. DES 30. DES 31. DES 1. JAN 2. JAN

8-16 LOKAÐ 11-24 8-24 8-24 8-24 8-24 8-18 12-24 8-24


4 | AKUREYRI // jól 2016

Hef alltaf haft gaman af grúski Magnús Stefánsson, barnalæknir, hefur skrifað hundrað ára sögu sjúkrahúss á Akureyri Magnús Stefánsson, barnalæknir og höfundur bókarinnar um sögu sjúkrahúss á Akureyri.

Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss á Akureyri í eina öld er 270 bls. í stóru broti.

Fyrsti spítalinn á Akureyri var í þessu húsi, Aðalstræti 14 eða Gudmanns Minde eins og það hefur alltaf verið kallað. Húsið var reist árið 1835 af Baldvini Hinrikssyni Scagfjord járnsmið og varð eftir það læknisbústaður héraðslæknanna Eggerts Johnsens og síðar Jóns Finsens. Í einu herbergi á neðri hæð var apótek.

Magnús Stefánsson, barnalæknir á Akureyri, hefur sent frá sér bókina Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss í eina öld. Stórvirki sem hann hefur unnið að í mörg undanfarin ár. Reyndar hafði Magnús aldrei í huga þegar hann byrjaði á þessu grúski að útkoman yrði bók. En eins og oft vill verða þegar menn fara að grúska þá hleður sú vinna utan á sig og þannig var það í þessu tilfelli.

Akureyri við myndaöflun. Án alls þess góða fólks sem starfar á þessum söfnum og annars staðar sem ég hef leitað fanga hefði þessi bók aldrei orðið til. Ég vil færa þeim öllum bestur þakkir fyrir hjálpina,“ segir Magnús og leggur áherslu á orð sín.

Faraldsfræðileg rannsókn kom boltanum af stað „Árið 2006 fengum við Þorvaldur Ingvarsson læknir þá hugmynd að reyna að gera faraldsfræðilega rannsókn á sjúkdómum á sjúkrahúsinu J. Gudmanns Minde á fyrri hluta síðustu aldar. Í þetta réðumst við og fengum til þess öll tilskilin leyfi og skoðuðum þrjú fimm ára tímabil. Niðurstöður rannsóknarinnar urðu svo viðamiklar að við gátum við ekki birt þær nema með miklum tilkostnaði. Í þessari rannsókn rakst ég á ýmislegt sem mér fannst áhugavert og ég hafði áhuga á að skoða betur. Helstu niðurstöður rannsóknar okkar Þorvaldar birtast í þessari nýju bók en bróðurpartur hennar er þó afrakstur af grúski mínu á öðrum hlutum sem tengjast sjúkrahúsinu hér. Við Þorvaldur lukum við faraldsfræðilegu rannsóknina okkar á um tveimur árum og því má segja að síðustu átta ár hafi ég verið heltekin af öðru grúski, þar af hef ég varið um fimm árum í heimildasöfnun. Ég hef fundið mikið af heimildum í ársskýrslum héraðslækna, dagblöðum og ýmsum skjölum sem eru varðveitt á Héraðsskjalasafninu hér í bæ, Þjóðskjalasafninu og víðar. Ég hef síðan notið liðsinnis Harðar Geirssonar á Minjasafninu á

Spítala-Þórður kveikti áhuga „Satt best að segja vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég byrjaði. En staðreyndin er sú að ég hef alltaf haft gaman af grúski og hef stundað það töluvert í gegnum árin í mínum frístundum. Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég fór að hafa áhuga á manni sem var kallaður Spítala-Þórður, en hann var hér á spítalanum frá 1900 til 1921, ýmist sem sjúklingur eða svokallaður aðstoðarmaður. Þegar ég fór að skoða hans sögu kom ýmislegt í ljós sem leiddi mig síðan á aðrar áhugaverðar brautir. Ég fór líka að skoða ýmislegt í sambandi við ævi Steingríms Matthíassonar læknis og fljótlega var ég kominn með mola úr ýmsum áttum. Þá sagði ég við sjálfan mig að þetta gæti ekki gengið, ég yrði einfaldlega að byrja á byrjuninni og feta mig síðan áfram. Þá fór ég í dagblöðin á tímarit.is, sem er mikill fjársóður heimilda, og fann grein í blaðinu Norðra frá árinu 1853 þar sem Akureyri þess tíma er lýst. Mörgum árum síðar, eftir að Jón Finsen læknir kemur hingað, er farið að tala um nauðsyn á sjúkrahúsi hér. Ég hélt síðan áfram og hef byggt bókina upp í tímaröð, henni lýkur árið 1953 þegar elsti hluti núverandi byggingar Fjórðungssjúkrahússins var tekinn í notkun.“

Tekur daginn snemma „Ég vil alls ekki kalla mig rithöfund, miklu frekar er ég sögumaður, enda er ég hér að segja sögu. Þetta byggir mest á heimildum en lítið kemur frá mér sjálfum. Ég hef ekki haldið saman hversu mörgum klukkutímum ég hef varið í þetta verk. Það er nú einu sinni svo að stundum á maður auðvelt með að koma hugsunum sínum í texta en síðan koma stundir þegar maður er eiginlega kominn upp á sker. En almennt veitist mér nokkuð auðvelt að skrifa, þó svo að ég sé alls ekki mikill stílisti. En ég hef alltaf haft gaman af íslensku máli, alveg frá því að Sverrir Pálsson kenndi mér kommusetningu í Gagnfræðaskólanum. Ég gleymdi mér oft við þessa vinnu, ég viðurkenni það alveg. Ég er nú þannig gerður að ég hef alla tíð vaknað snemma og fengið mér fyrsta kaffibollann um fimmleytið. Þegar ég starfaði sem læknir, áður en tölvurnar komu til, nýtti ég gjarnan tímann frá fimm til sjö til þess að lesa læknatímarit. Ég hef ekki breytt þessari rútínu eftir að ég hætti að vinna. Við vinnslu bókarinnar byrjaði ég því gjarnan að skoða heimildir og skrifa um hálf sex leytið. Hélt áfram til níu, þegar ég fékk mér morgunmat, og svo áfram til hádegis. Tók síðan upp þráðinn síðdegis í tvo til þrjá tíma. En yfirleitt vann ég ekkert í þessu á kvöldin.“ Ánægjuleg vinna Magnús segist hafa haft mikla ánægju af því að skrifa bókina. Til að byrja með hafi hann unnið að heimildaöfluninni samhliða störfum sínum á Fjórðungssjúkrahúsinu en þar hætti hann störfum fyrir fjórum árum, þegar hann var 76 ára gamall og hellti sér í bókar-

skrifin af krafti. Og niðurstaðan liggur fyrir, bókin kom út fyrripart nóvembermánuðar, nokkrum dögum eftir áttræðisafmæli hans. „Reyndar er það svo að bókin byggir ekki á fyrsta handritinu sem ég skrifaði. Upphaflega var textinn þurrari og fræðilegri. Jón Hjaltason sagnfræðingur, sem gefur bókina út, sagði við mig eftir lesturinn að þetta væri efni sem ætti að gefa út. Ég vildi hins vegar ekki láta þetta fara frá mér eins og ég skrifaði þetta upphaflega og lagðist aftur yfir handritið og breytti og bætti við, þannig að efnið höfðaði til breiðari hóps lesenda. Til dæmis bætti ég við kafla um bæjarlífið á Akureyri, sem byggir að hluta til á minningum mínum, bæði hlutum sem ég hef upplifað og öðru sem ég hef heyrt í gegnum tíðina.“ Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss í eina öld er í stóru broti, 270 blaðsíður að stærð auk viðauka og heimilda- og myndaskráa. Sem fyrr segir rekur Magnús spítalasöguna í tímaröð frá upphafi í gamla J. Gudmanns Minde í Innbænum. Ítarlega er fjallað um aðdragandann og síðar tímabil læknanna. Og kaflann um bæjarbraginn á Akureyri kallar Magnús „Vaknið! Bærinn brennur“. Þar eru raktar ýmsar skemmtilegar sögur af fólki á Akureyri. Í lok bókarinnar er á tuttugu síðum fjallað um niðurstöður úr faraldsfræðilegri rannsókn Magnúsar og Þorvaldar Ingvarssonar læknis á sjúkdómum á sjúkrahúsinu J. Gudmanns Minde á fyrri hluta 20. aldar. Ekki hættur grúski Magnús Stefánsson starfaði sem barnalæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í á fjórða tug ára, þar af var hann yfirlæknir barnadeildar frá áramótum 1993-1994. Til Akureyrar kom hann beint úr sex ára sérnámi í barnalækningum í Eskilstuna og Uppsölum í Svíþjóð en áður hafði hann verið héraðslæknir í þrjú ár, fyrst á Akureyri sem afleysari Jóhanns Þorkelssonar og síðan var hann austur á Vopnafirði í hálft þriðja ár. En ætlar Magnús að halda áfram grúski og skriftum? „Ég ætla ekki að skrifa aðra svona bók,“ svarar hann. „Hins vegar á ég töluvert af minningum frá ævi minni sem ég hef verið að punkta niður. Ekki síst eru mér dýrmætar minningar úr starfi mínu þegar ég starfaði með Baldri Jónssyni barnalækni. Mér þótti mjög vænt um hann.“ Og Magnús upplýsir að hann hafi áhuga á því að skoða betur gögn sem hann hafi áður lítillega kíkt á, þ.e. sjúkdómagreiningar Baldurs Jónssonar þau fimm ár sem hann starfaði einn í þessari sérgrein á FSA á árunum 1962-1966 „Í þessum gögnum eru margir áhugaverðir hlutir sem ég hef áhuga á að skoða betur,“ segir Magnús Stefánsson.


AKUREYRI // jól 2016 | 5

Notaleg stemning í anda jólanna

Bókanir og upplýsingar í síma 518 1000 og á aurorarestaurant.is

GIRNILEGUR OG GÓMSÆTUR MATUR OG JÓLAANDINN SVÍFUR YFIR Aurora Restaurant fagnar komu jólanna með jólabrunch og jólahlaðborði sem svignar undan ómótstæðilegum kræsingum. Við hlökkum til að taka á móti þér og fjölmörgum öðrum gestum líkt og á síðasta ári.

Jólahlaðborð

2. og 3. desember / 9. og 10. desember Verð kr. 9.400 á mann Börn 6-12 ára hálft verð / börn 0-5 ára frítt Hópar 15 manns eða fleiri: kr. 9.000 á mann.

Jólabrunch

Alla sunnudaga kl. 11.30-14.00 Kokkarnir töfra fram jólalega rétti sem koma öllum í sannkallað jólaskap.

Hátíðarkvöldverðir

Ljúffengt hátíðarhlaðborð að kvöldi aðfangadags og gamlársdags Verð kr. 9.200 á mann

Verð kr. 3.690 á mann Hópar, 15 eða fleiri. Verð: kr. 4.500 á mann

Opið verður á jóladag, annan í jólum og nýársdag: A la carte matseðill frá kl. 18.00 – 21.00 Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson verður lesin í Stofu 14 sunnudaginn 11. desember kl. 14.00. Lesari er Pétur Halldórsson. VERIÐ VELKOMIN – VIÐ TÖKUM Á MÓTI YKKUR Í JÓLASKAPI!


6 | AKUREYRI // jól 2016

Árið þegar allt breyttist Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri.

Akureyringarnir Katrín Árnadóttir og Anton Rúnarsson voru fyrir réttu ári, ásamt dóttur sinni, að undirbúa jólin á heimili fjölskyldunnar í Berlín í Þýskalandi, grunlaus um að nýtt ár bæri í skauti sér gjörbreytingu á lífi þeirra og högum. Í Þýskalandi höfðu þau búið í 15 ár og í Berlín síðustu 9 árin og ekkert annað stóð til en búa þar áfram. Enda Katrín eigandi fyrirtækis í örum vexti, annað barn þeirra á leiðinni og þau nýbúin að kaupa nýja íbúð til að koma fjölskyldunni enn betur fyrir. Svo hófst árið 2016. Fæðing Ídu og flutningur til Íslands „Ég er eiginlega ekki ennþá búin að meðtaka fullkomlega hversu miklar breytingar hafa orðið á þessum fáu mánuðum því við vorum alls ekki á leiðinni frá Berlín. Hreint ekki,“ segir Katrín sem tók við starfi sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri fyrr á árinu. Fjölskyldan flutti heim til Akureyrar í júní síðastliðinn og hefur komið sér fyrir í kjallaranum hjá foreldrum Katrínar. Og framundan er flutningur í nýtt íbúðarhúsnæði á Akureyri sem þau hafa fjárfest í. En það var ekki starfið á Akureyri sem varð hvatinn heldur tóku Katrín og Anton ákvörðunina í kjölfar þess að þau eignuðust sína aðra dóttur í byrjun janúar. Hún er með Downs heilkennið, sem fyrst kom í ljós þegar Ída fæddist. „Þetta var vissulega mikið áfall fyrir okkur fyrst því okkur grunaði ekkert. En eftirá að hyggja þá erum við mjög glöð að hafa ekki vitað neitt fyrirfram og Ída er algjörlega velkomin og frábært barn. En fljótt eftir fæðingu hennar fórum við að endurmeta hlutina og lögðum niður fyrir okkur að best yrði fyr-

ir hana að alast upp hér á Íslandi og læra okkar móðurmál. Og þar með var allt sett af stað, byrjað að pakka og svo kom á daginn að áhugavert starf var að losna í Háskólanum á Akureyri sem ég sótti um og fékk. Og við því tók ég á vormánuðum. Það var eins og allt annað í þessu ferli, hlutirnir hafa gengið upp, hver á fætur öðrum en þetta hefur sannarlega verið mikill rússíbani,“ segir Katrín. Ída vex og dafnar og Katrín segir þau foreldrana kannski helst sakna þess að hafa ekki aðgang að fleiri foreldrum í sömu sporum á Akureyri. „Það er gott að geta fengið upplýsingar og borið sig saman við aðra sem þekkja það af eigin raun að ala upp barn með Downs. Þessi börn eru mjög fá hér á Akureyri og m.a. þess vegna hef ég leyft fólki að fylgjast með uppvexti Ídu í gegnum Facebook síðu. Þannig vita margir af henni og kemur fyrir að fólk heilsi henni sérstaklega ef ég er með hana með mér. Það finnst mér bara skemmtilegt.“

námi á sex árum í litlum bæ skammt frá Köln og Anton stundaði hagfræðinám í sama háskóla. Í beinu framhaldi héldu þau til Berlínar árið 2007 þar sem hún tók við starfi í sendiráði Íslands. Snar þáttur í starfi sendiráða er uppbygging ímyndar en lokaverkefni Katrínar fjallaði einmitt um ímynd Íslands í þýskum prentmiðlum sem hún segir vera mjög sterka. Bankahrun og hvalveiðar virðist lítil sem engin áhrif hafa á viðhorf Þjóðverja til Íslands. „Það lætur nærri að það sé vandræðalegt á köflum hversu mikla virðingu Þjóðverjar bera fyrir Íslandi og Íslendingum. Þeir líta gjarnan á Ísland sem draumaland, náttúrutengda þjóð sem trúi á álfa og tröll. Í rannsókninni komst ég líka að því að í hverri einustu grein sem ég fann um Ísland var minnst á tvö atriði; álfa og Björk. Mér finnst líka oft eins og Þjóðverjar dáist að þessari „þetta reddast“-lífssýn okkar um leið og þeir óttast hana verulega. Svona hugsa Þjóðverjar nefnilega alls ekki,“ segir Katrín og hlær.

Draumsýn Þjóðverja á Íslandi Katrín og Anton héldu til Þýskalands í háskólanám strax að loknu stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2001. Þýskaland var Katrínu reyndar ekki alveg ókunnugt því sem barn hafði hún búið þar með foreldrum sínum í tvö ár. „Ég hafði þess vegna mína barnaþýsku á að byggja þegar ég byrjaði í náminu, sem hjálpaði mikið en mig vantaði betri orðaforða og hæfni til að rita málið. Til dæmis man ég að þegar kom að fyrstu jólunum þá skyndilega runnu upp úr mér þýsku jólalögin sem ég hafði lært á sínum tíma og ég hreinlega vissi ekki að ég kynni!“ Katrín lauk fjölmiðla- og almannatengsla­

Fjármálaheimur og bókamessa Eftir veru í sendiráðinu réði Katrín sig til starfa fyrir SPRON í Berlín sem þá var í útrás að kaupa fasteignir í þýsku höfuðborginni. „Ég komst fljótt að því að fjármálaheimurinn ætti alls ekki við mig.“ Næsta starf í Þýskalandi var með allt öðrum hætti; þ.e. undirbúningur og starf við íslensku bókamessuna árið 2011. Það segir hún hafa verið mjög gefandi og áhugavert, mikið um ferðalög um allt Þýskaland en ánægjulegast af öllu verið hversu vel hafi til tekist. Landkynningin og miðlun íslenskra bókmennta og menningar hafi tekist afburða vel.

Berlínur verða til Og enn tók nýr kafli við. Skömmu eftir bókamessuna fæddist eldri dóttir þeirra Katrínar og Antons en þegar svo Katrín fór að velta fyrir sér atvinnumöguleikum í framhaldinu varð til hugmyndin um Berlínur; íslensku vinkonurnar sem stofnuðu fyrirtæki um að kynna íslenskum ferðalöngum í Berlín sögu borgarinnar og áhugaverða staði í gönguferðum um borgina. Meðstofnandi var Vestamannaeyingurinn Margrét Rósa Harðardóttir og til liðs við þær komu fljótlega Anna Þorbjörg Jónasdóttir og Erla María Lárusdóttir. „Okkur fannst góð hugmynd að kynna Berlín fyrir Íslendingum, segja þeim í leiðinni frá okkar upplifun af borginni, Þjóðverjum og Þýskalandi. Fyrsta hugmyndin var reyndar bara sælkeraferð en svo þróaðist verkefnið hratt og gekk algjörlega upp. Við erum búnar að útvíkka starfsemina aðeins, bjóðum líka upp á hjólaferðir um borgina en gætum þess að hafa þetta mjög persónulegar og fróðlegar kynnisferðir. Og allt þetta án þess að auglýsa neitt,“ segir Katrín og segist sjá fyrir sér að leggja Berlínum lið áfram, þá með því að byggja upp markaðssetningu á netinu. „Berlín er ennþá heim fyrir okkur og borgin mun alltaf skipa stóran sess í hjarta okkar. En það er líka spennandi að koma heim til Akureyrar eftir langan tíma, uppgötva aftur lyktina frá Kaffibrennslunni, snjóinn og jólaundirbúninginn á Íslandi.“ Hver vegur að heiman er vegurinn heim!


AKUREYRI // jól 2016 | 7

IITTALA Alvar Aalto

KÄHLER Omaggio

Vasar Verð frá 3.590,-

16 cm vasar Verð frá 19.450,-

Væntanlegur Jólasveinn Verð 13.990,-

NÝR litur

KAY BOJESEN

Tréfígúrur Verð frá 6.990,- stk.

KAY BOJESEN

POMME PIDOU

MENU

Kertastjakar á vegg Verð frá 6.500,-

MENU Skartgripatré Verð 10.350,-

Sparibaukar Verð frá 3.390,-

Söngfugl Verð 12.150,- stk.

Hugmyndir í jólapakkann IITTALA Múmín

Bollar verð 3.500,Skálar verð 4.980,-

IITTALA Kastehelmi

Kertastjakar Verð frá 2.400,-

FREEMOVER

Kertastjakar Verð frá 5.490,-

Lukkutröll Verð frá 4.290.-

BIALETTI

lli

NÝ TT vetrarbo

Mokka könnur Verð frá 2.690,-

ROSENDAHL

KARTELL

Kertastjakar Verð 1.300,- stk.

Abbracciaio Verð 28.900,- stk.

MENU Double

Kertastjaki 30 cm Verð 22.450.-

ALESSI Anna G

Vínupptakari Verð frá 7.950,-

IITTALA Maribowl

Verð frá 6.350,-

ALESSI Ketill Verð 24.900,-

ALESSI

Sítrónupressa Verð 12.900,-

ROSENDAHL

Kanna + 2 vatnsglös Verð 4.900,-

IITTALA Kastehelmi

Krukkur með loki Verð frá 3.950,-

RITZENHOFF

Bjórglös og krúsir Verð frá 2.490,-

Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640

Vatnsglös Verð 3.950,- 6stk. í pakka


8 | AKUREYRI // jól 2016

48 nýjar íbúðir í miðbæ Akureyrar Hafin er bygging þriggja fjölbýlishúsa á svokölluðum Drottningarbrautarreit í miðbæ Akureyrar en að baki framkvæmdunum stendur fyrirtækið Furuvellir 7 ehf. Um er að ræða 16 íbúðir í hverju húsi og er uppsteypa sökkulveggja fyrsta hússins á veg komin og framkvæmdir hafnar við hús númer tvö en íbúðirnar eru við götu sem ber heitið Austurbrú. Reiknað er með að fyrstu íbúðir verði afhentar kaupendum sumarið 2017. Fellur vel að eldri byggð Húsin við Austurbrú eru lang stærsta nýbyggingarverkefni í miðbæ Akureyrar um árabil og segir Björn Guðmundsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Byggð sem annast sölu íbúðanna við Austurbrú, að við hönnun fjölbýlishúsanna hafi verið lögð áhersla á að fella þau sem best að þeim gömlu húsum sem eru í næsta nágrenni. „Um byggingar á þessu svæði gilda strangir skilmálar af hálfu Akureyrarbæjar hvað varðar form bygginganna og útlit en að mínu mati hefur tekist vel til að hanna hús sem falla vel inn í miðbæjarmynd Akureyrar. Ég hef frá upphafi haft mikla trú á þessu verkefni og viðbrögð á markaðnum undirstrika áhuga kaupenda. Þó formleg sala íbúða sé ekki hafin erum við nú þegar komin með fjöldamörg nöfn áhugasamra kaupenda á blað,“ segir Björn en arkitektastof-

Húsaröðin eins og hún kemur til með að líta út frá Drottningarbraut.

Í hverju húsi verða 16 íbúðir og garður yfir bílakjallara. 

Mynd: Kollgáta.

Mynd: Kollgáta.

It’s time for Christmas magic. TISSOT CHEMIN DES TOURELLES AUTOMATIC.

Björn Guðmundsson, sölustjóri hjá Fasteignasölunni Byggð, á steyptri plötu yfir bílakjallara fyrsta hússins sem steypt er upp við Austurbrú í miðbæ Akureyrar.

an Kollgáta á Akureyri hannaði fjölbýlishúsin.

TI S S OT WATC H E S .CO M TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION

Fyrstu íbúðir afhentar næsta sumar Eins og áður segir er um að ræða þrjú hús og í hverju þeirra verða 16 íbúðir. Bílakjallari er undir öllum húsunum og eitt stæði fylgir hverri íbúð, þar af eitt stæði fyrir fatlaða. Á þaki bílakjallarans verður garður fyrir íbúa viðkomandi húss en íbúðarhæðir verða tvær auk rishæðar. Í hverju húsi verða 6 tveggja herbergja íbúðir, 7 þriggja herbergja, tvær fjögurra herbergja og ein fimm herbergja íbúð. Aðalverktaki í framkvæmdunum við Austurbrú er Tréverk hf. og segir Björn áætlað að verkinu verði lokið eftir tvö ár. „Minnstu íbúðirnar eru tæplega 50 fermetrar og þær stærstu um 170 fermetrar. Stærstur hluti íbúðanna er þó á bilinu 80-120 fermetrar að stærð. Við sjáum af eftirspurnininni hjá okkur hingað til að kaupendahópurinn er nokkuð blandaður en almennt tel ég að til-

koma þessara 48 íbúða í miðbæinn komi til með að styrkja hann. Fleiri íbúar í miðbænum munu vafalítið styrkja grundvöll fyrir meiri þjónustu á því svæði,“ segir Björn. En er þessi uppbygging og áhugi kaupenda til marks um líflegan fasteignamarkað á Akureyri? „Fasteignamarkaðurinn hér í bænum hefur verið mjög stöðugur árum saman. Hann er á vissan hátt seigari en á höfuðborgarsvæðinu, minni sveiflur hér fyrir norðan sem að hluta má skýra með góðu jafnvægi milli helstu atvinnugreina í bænum. Við höfum séð á undanförnum árum ágæta eftirspurn eftir íbúðum með bílastæði í kjallara og sá áhugi sem við höfum fundið fyrir á íbúðunum við Austurbrú er í samræmi við það,“ segir Björn.


AKUREYRI // jól 2016 | 9

Nýjar vörur – Betra verð

Glerártorgi - Sími 461 1445 - Erum á

Hafnarstræti 99-101


10 | AKUREYRI // jól 2016

Þú færð jólafötin í JMJ

JMJ og Joe´s eru til húsa að Gránufélagsgötu 4 Akureyri


AKUREYRI // jól 2016 | 11

Þú færð jólafötin í Joe´s

Joe´s og JMJ eru til húsa að Gránufélagsgötu 4 Akureyri


12 | AKUREYRI // jól 2016

Bærinn brennur Jón Hjaltason sagnfræðingur á Akureyri er höfundur bókarinnar, Bærinn brennur, sem kom út nú í haust. Um er að ræða stórt og mikið rit, prýtt á fjórða hundrað ljósmynda sem margar hverjar hafa aldrei birst á prenti áður. Grípum niður í upphaf kaflans um stóra verksmiðjubrunann á Gleráreyrum sem í bókinni er studdur 34 ljósmyndum. Klukkan er langt gengin í sjö föstudagskvöldið 3. janúar 1969. Enn eru þrír karlar að störfum á efri hæð Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar. Neðri hæðin er mannlaus. Jóhann Sigurðsson smiður, sem sér um allar smíðaviðgerðir á verksmiðjunum, dyttar að því sem aflaga hefur farið. Honum til aðstoðar er átján ára piltur, Birgi Halldór Pálmason. Helgi Jónsson, sem starfað hefur í skinnaverksmiðjunni í bráðum aldarfjórðung, er þarna líka. Hann slekkur á tveimur skinnaþurrkurum. Í þeim þriðja eru húðirnar ekki orðnar alveg þurrar svo að Helgi lætur hann ganga áfram eins og vaninn er enda á honum tímarofi, slekkur ljósin í salnum og fer heim í kvöldmat. Jóhann og Birgir eru þá rétt farnir. Klukkan er 18:45.

Forsíða bókarinnar Bærinn brennur.

Gamla Hótel Akureyri brennur 1955. 

Mynd: Jón Friðriksson.

Strompurinn eins og eldflaug til himins Tæpum þremur tímum síðar rennir rafvirkinn Gunnar Helgason inn á Þórshamar að taka bensín. Þar sem hann stendur við bensíndæluna og horfir upp að verksmiðjunum og Klettaborg fyrir ofan sér hann ógnvænlega sjón. „Allt í einu spýtist stór loftræstistrompur úr tré – já, háfurinn var á aðra mannhæð allur settur rimlum – upp af þakinu skíðlogandi. Og svo stendur eldstrókurinn upp um gatið. Ég þekkti þarna hvert einasta skúmaskot og horn. Ég hafði lært rafvélavirkjun á verk-


AKUREYRI // jól 2016 | 13

smiðjunum og sem strákur verið sendur út um allan bæ með hálfsaumuð skinn frá Iðunni handa konum í heimahúsum að klára.“ Þurrkararnir, sem Helgi Jónsson gaf auga fyrr um kvöldið, eru í miðhluta hússins á efri hæðinni. Þeir eru hitaðir með gufu en rafknúnir blásarar blása loftinu af þeim og upp um háfa á þakinu. Það er einn þessara strompa sem Gunnar rafvirki sér skjótast til himins eins og eldflaug. Hann áttar sig samstundis á því að nú er illt í efni, hleypur að dyrunum og kallar til afgreiðslumannsins: Hringdu beint í lögregluna. Stórbruni. Ég er farinn upp eftir. Það vissu allir sem unnið höfðu á verksmiðjunum að óvíða var þar betri eldsmatur en einmitt í sútuninni. Þurrkararnir í stóra vinnusalnum á efri hæðinni höfðu ekki aðeins þurrkað skinnin, allir innviðir í salnum voru líka orðnir skraufþurrir. Margvísleg eldfim efni, svo sem þynni og lökk, var líka að finna á hæðinni enda þar sérstakt herbergi þar sem skinnin voru sprautuð í allskonar litum og lökkuð. Þetta allt rann í gegnum huga Gunnars þegar hann keyrði í loftinu upp að Iðunni og gleymdi að borga bensínið sem var komið á bílinn. – Og ég skulda það víst enn, rifjar hann upp áratugum eftir brunann. Það er kviknað í sútuninni Handan árinnar er Óli D. Friðbjörnsson skrifstofumaður, sem býr í Skarðshlíð 9h, að búa sig í háttinn þegar honum verður litið út um glugga og sér eldtungur standa upp úr þaki skinnaverksmiðjunnar. Hann snarast þegar í símann og hringir í 11637. Það er svarað hjá slökkviliðinu. - Það er kviknað í verksmiðjunum, tilkynnir Óli. Það logar upp úr þaki Iðunnar, vestarlega. Nei, ég sé engan eld í gluggum. Var annars búið að láta ykkur vita? forvitnast Óli að lokum. Honum er svarað neitandi. Uppi á brekkunni, í Löngumýri 34, býr Hermann Vilhjálmsson, aðalverkstjóri í frágangsdeild Iðunnar. Hann hafði verið við vinnu í verksmiðjunni fram undir hálf sex. Um kvöldið er Hermann í góðu yfirlæti heima hjá sér þegar fólkið hans fer að fitja upp á nefið og kvarta undan reykjarstybbu. Þegar að er gáð sést hvar mökkinn leggur upp af verksmiðjunum á Gleráreyrum. Hermann flýtir sér í símann. Fyrst hringir hann í Þorstein Davíðsson, verksmiðjustjóra skinnaverksmiðjunnar, en enginn svarar. Þá slær hann á til Jóns Helgasonar, verkstjóra í skódeildinni, og segir honum hvað sé á seyði. Hermann flýtir sér síðan ofan brekkuna og hittir Þorstein verksmiðjustjóra. Eldtungurnar standa upp úr loftháfunum á þakinu og greinilegt að eldurinn er mestur í vinnusalnum þar sem þurrkararnir eru. Þeir ráðast þegar til inngöngu. - Ég þarf að ná í bækurnar, segir Þorsteinn, og geldur næstum fyrir með lífi sínu. Hann kemst þó út aftur, hóstandi og voteygður, með bókhaldið yfir vigt og mat á húðum í fanginu. Slökkviliðið er komið á vettvang.

Þessir komu flestir að því að slökkva eldinn í Iðunni og Gefjun í janúar 1969.

ÍSLENSKAR NÁTTÚRULEGAR ANDLITSVÖRUR SEM NÆRA OG STYRKJA HÚÐINA DAG OG NÓTT.

ANDLITSSERUM blæs nýju lífi í húðina og er uppfullt af nauðsynlegum Omega fitusýrum, steinefnum, vítamínum (A, B, C og E) og veitir því húðinni fljölmörg næringarefni. Notist á kvöldin eftir hreinsun húðarinnar. UNDUR RÓSARINNAR nærandi andlitskrem fyrir

þroskaða húð. Frískar og endurnærir húðina. þek fyrir innihalda Inniheldur hafþyrnisolíu sem er þekkt mikið magn af náttúrulegum andoxunarefnum, draga úr bólgum í húðinni og að geta haft afturvirk áhrif á öldrun húðarinnar .


14 | AKUREYRI // jól 2016

Norðurljósin skína í Hofi þriðju helgina í aðventu.

2. desember kl. 19-22 kl. 14-22

Þriggja ára afmæli Hjartalags, opin vinnustofa að Þórunnarstræti 97

kl. 22

Leppalúðar og létt tónlist á Græna hattinum

3. desember kl. 10-11:30

Húnakaffi, morgunspjall í bátnum Húna

kl. 11:30

Barnabókakynning í Amtsbókasafninu

kl. 14-17

Opnun sýningar Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur „Á ferð og flugi“ í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu.

kl. 17 kl. 22

17. desember kl. 10-11:30

Húnakaffi, morgunspjall í bátnum Húna

Jólapeysudagur í miðbænum

kl. 13

Jólasýningin Stúfur í Samkomuhúsinu.

Leppalúðar og létt tónlist á Græna hattinum

kl. 14

Lista- og handverksmessa í Gilinu

kl. 16

Útskriftarsýning opnuð í Gallerí Símey

kl. 19 & 22

Norðurljósin, tónleikar norðlenskra listamanna og gesta í Hofi

kl. 22

Jón Jónsson og hljómsveit á Græna hattinum

20. desember kl. 20 Hátíðartónleikar Eyþórs Inga Gunnlaugssonar í Glerárkirkju

11. desember kl. 11 og 13

Jóladanssýning Step dancecenter

kl. 13

Jólasýningin Stúfur í Samkomuhúsinu

21. desember kl. 20:30

kl. 14

Árlegur lestur „Aðventu“ á Icelandair hótelinu

kl. 17 & 20

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju

Jólin í gamla bænum í Laufási

kl. 15

Grafíkmessa Gilfélagsins

kl. 20

Útgáfutónleikar Þórhildar Örvarsdóttur í Akureyrarkirkju

Barnasögustund á Amtsbókasafninu Stebbi Jak og Andri Ívars á Græna hattinum

Bókakynning og upplestur á Amtsbókasafninu Jólasýningin Stúfur frumsýnd í Samkomuhúsinu.

kl. 19

Norðurljósin, tónleikar í Hofi

kl. 20 og 23

Mugison á Garæna hattinum

Sýningar í desember

Dúndurfréttir á Græna hattinum

kl. 10

kl. 13:30

kl. 18

kl. 22

Aðventustund í Hríseyjarkirkju og kveikt á leiðalýsingu í kirkjugarðinum

Heimspekikaffi á Bláu könnunni

9. desember kl. 17

Tónleikarnir Heima um jólin verða í Hofi nú um helgina.

Dýrðlegar jólafreistingar í Hofi í flutningi Þórhildar Örvarsdóttur og Eyþórs Inga Jónssonar.

Húnakaffi, morgunspjall í bátnum Húna

4. desember kl. 11

kl. 22

16. desember kl. 12

Dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Sunnu Borgar í Samkomuhúsinu

10. desember kl. 10-11:30

Kl. 16, 19 og 22 Heima um jólin – tónleikar Friðriks Ómars og Rigg viðburða í Hofi

8. desember kl. 16:15

15. desember kl. 20

Kertakvöld í miðbænum

12. desember kl. 17 13. desember kl. 20

14. desember kl. 20

Minjasafnið á Akureyri Jólasýningin „Skreytum hús“ Deiglan 3. og 4. desember. Lifandi vatn, myndlistarsýning Ragnars Hólm og Guðmundar Ármann Ketilhúsið 3. og 4., 10. og 11. desember - Útskriftarsýning nemenda á listnáms og hönnunarbraut VMA.

Jólamarkaður í Punktinum

Lúsíuhátíð Kvennakórsins Emblu í Akureyrarkirkju

kl. 12-20

Jólamarkaður í Holtsseli, Eyjafjarðarsveit.

kl. 13

Jóla-Selfie í ART AK, Strandgötu 53

18. desember kl. 12-20

kl. 21

Jólamarkaður í Holtsseli, Eyjafjarðarsveit

Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens í Hofi Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar á Græna hattinum

22. desember kl. 20 Jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu í Akureyrarkirkju kl. 21

Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar á Græna hattinum

Jólaboð til þín, norðlenskir tónlistarmenn og Akureyrarkirkja bjóða gestum að njóta ljúfra jólatóna í kirkjunni. Aðgangur ókeypis.

Listasafnið á Akureyri Sýningin Rigning í þoku, vídeó-innsetningar, ljósmyndaverk og gjörningar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur. Sýningin er opin allan desembermánuð.

blandaðri aðferð. Sýningin stendur til 7. janúar og er opin miðvikudaga kl. 14-18, fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-14 og laugardaga kl. 10-14.

Sýningin Undir jökli, myndbands- og hljóðverk Joan Jonas. Sýningin er opin allan desembermánuð.

Bókasafn Háskólans á Akureyri Sýningin Útmáð fortíð því fólk er fífl, málverkasýning Magnúsar Helgasonar. Sýningin verður opin 10.-15. desember.

Flóra Sýningin Misminni, verk Heiðdísar Hólm og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Verk unnin á pappír með

Gallerí Símey Útskriftarsýning, opin 10.-21. des.

Frekari upplýsingar: | visitakureyri.is | mak.is | graenihatturinn.is


AKUREYRI // jól 2016 | 15

H L U T I A F BY G M A

SERÍUR ÚRVALIÐ

ER HJÁ

OKKUR


16 | AKUREYRI // jól 2016

Tíu ár frá opnun verslunar Tengis Í janúar verða 10 ár liðin síðan verslun Tengis á Akureyri var opnuð og hefur hún vaxið og dafnað jafnt og þétt síðan þá. Aðalsmerki Tengis er mikið úrval af vörum fyrir baðherbergi og eldhús og geta viðskiptavinir skoðað stóran hluta vöruúrvalsins í sýningarsal verslunarinnar við Baldursnes 6 á Akureyri en salurinn hefur tekið talsverðum breytingum að undanförnu í tilefni jóla og 10 ára afmælis. Allar vörur fyrirtækisins voru lækkaðar í verði um allt að 10% í október síðastliðnum vegna þróunar gengis. Lokahnykkur margra í framkvæmdum fyrir jólin Guðmundur Stefánsson, sölumaður hjá Tengi á Akureyri segir enn meira vöruúrval uppsett í versluninni við Baldurnes eftir breytingar á sýningarsalnum. „Viðskiptavinir kunna vel að meta það að geta skoðað vörurnar uppsettar á fallegan hátt hér í búðinni. Við finnum að það eru margir að leggja lokahönd á breytingar og húsbyggingar nú fyrir jólin og salan er góð. Eins og í öðrum verslunum verður líflegt í aðdraganda jóla hjá okkur,“ segir Guðmundur en í sýningarsal verslunarinnar má skoða eldhúsblöntunartæki, eldhúsvaska og öll hreinlætistæki sem tengjast baðherbergjum.

Jafnvel salernisskálar þróast Gjarnan má sjá tískuáherslur birtast í blöndunartækjum, stundum eru línur mjúkar og stundum kantaðar. Guðmundur segir að núna sé fjölbreytnin mikil. „Í þessum vörum eins og öðru verða útlitsbreytingar og þróun frá einum tíma til annars. Til að mynda vorum við að fá nýja gerð af salernisskálum með nýrri tækni í vatnsflæði sem gerir að verkum að auðveldara er að þrífa salernisskálina. Annað dæmi um þróun má sjá í sturtum en nú er vinsælt að velja blöndunartæki sem falla inn í vegg. Og einnig tökum við eftir að margir eru að skipta út baðkerum í baðherbergjunum fyrir rúmgóðar og vandaðar sturtur,“ segir Guðmundur og bendir á að þrátt fyrir alla tískustrauma þá séu dæmi um vörur sem framleiddar eru nákvæmlega eins útlits og fyrir meira en hálfri öld. „Þannig er með blöndunartæki fyrir eldhús frá Vola – sama útlit og kom árið 1968. Tímalaus hönnun og góð. Þess vegna ástæðulaust að breyta.“

Starfsmenn Tengis á Akureyri. Frá vinstri: Guðmundur Stefánsson sölumaður, Einar Ingi Þorsteinsson sölumaður og Jóhann Björn Jónasson verslunarstjóri.

tengi.is

Í sýningarsal Tengis geta viðskiptavinir skoðað úrval af vöruframboði fyrirtækisins.

Allt í hátíðarmatinn

Allt sem hugurinn girnist í hátíðarmatnum færðu hjá okkur.

Fisksteikur  Ferskur lax, reyktur & grafinn  Humar  Sjávaréttir  Paté  Gæsaleggir  Grafin gæsabringa Grafið nautafile  Grafið lambafille  Hamborgarhryggur  Purusteik  Tvíreykt hangilæri  Wellington og svo margt fleira. Opnunatímar um hátíðarnar

Þorláksmessuskatan

Vel kæst og ilmandi skata og tindabykkja í úrvali.

Aðfangadagur: kl. 9-12 Jóladagur: Lokað Annar í jólum: Lokað  Gamlársdagur: kl. 9-12 Nýársdagur: Lokað  Opið alla daga fram að jólum.


AKUREYRI // jól 2016 | 17

peugeotisland.is

NÝR PEUGEOT 2008

KOMDU Í BRIMBORG Í DAG

Peugeot 2008 er draumabíll þeirra sem vilja glæsilegan og sportlegan bíl sem hentar fjölbreyttum aðstæðum. Útlínurnar eru mjúkar og ásýndin falleg. Peugeot 2008 er einnig mjög praktískur. Farangursrýmið er stærra en í mörgum sambærilegum bílum. Veghæðin er mikil, eða 16,5 cm undir lægsta punkt. Innstigið er þægilegt því þú situr hærra. Hann er fimm dyra og fáanlegur beinskiptur eða sjálfskiptur með margverðlaunuðum Puretech vélum.

NÝR PEUGEOT 2008 Verð frá 2.590.000 kr.

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7000

Peugeot_2008_ongoing_5x38_20161128_END.indd 1

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16

28.11.2016 15:59:29


18 | AKUREYRI // jól 2016

Jólavörur og jólastemning í Húsasmiðjunni og Blómavali „Hér er jólaandinn kominn í hús fyrir löngu og allt tilbúið fyrir skemmtilegar vikur í aðdraganda hátíðarinnar. Verslanir okkar eru í jólabúningi og viðskiptavinum býðst mikið úrval af vörum á góðu verði, líkt og ávallt,” segir Sigurður Harðarson, verslunarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Lónsbakka. Að vanda er í Blómavali hægt að fá blóm og blómaskreytingar, efni til að gera kransa og aðrar jólskreytingar, fjölbreytt úrval af gjafavöru og að sjálfsögðu er auðveldlega hægt að finna í Blómavali óskagjöf garðyrkjumannsins. Jólaskrautið og jólaljósin „Við erum líka með hér í Húsasmiðjunni mikið úrval af jólavörum hvers konar, úti- og inniseríur, jólatré og jólaskraut, greni, kerti servíettur og margt fleira. Jólaseríur settum við snemma fram enda eru Norðlendingar duglegir að lýsa upp í aðdraganda jóla. LED ljós eru nú orðin nánast allsráðandi í okkar úrvali og hægt að fá alls kyns vönduð og skemmtileg jólaljós sem bæði endast vel og þarf lítið að hugsa um,“ segir Sigurður. Tími húsbúnaðar og heimilistækja Heimilstæki og húsbúnaður er snar þáttur í vöruframboði Húsasmiðj-

Sigurður Harðarson, verslunarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals.

Allt til jólanna á gólfi Húsasmiðjunnar, jólatré, jólaskraut og seríur.

unnar og auðveldlega hægt að finna vandaðan húsbúnað til jólagjafa í hillum verslunarinnar. Síðan eru fjölmargir sem kaupa sér nýtt heimilistæki í tilefni af jólum og enn aðrir eru að keppast við að ljúka breytingum eða nýbyggingum áður en jólahátíðin gengur í garð. Og ekki má gleyma úrvali af verkfærum í heimsþekktum og góðum merkjum. „Jólamánuðurinn verður að

jólatónlistin mun óma. Þetta eru jafnan skemmtilegir dagar og notaleg stemning,“ segir Sigurður.

vanda líflegur. Við eigum von á jólasveinum til okkar þegar nær dregur jólum, kórar líta við og

husa.is blomaval.is

Sigurður Árni hönnuður Kærleikskúlunnar „Hugmynd verksins og kærleikur kúlunnar býr í gatinu, í því er möguleiki á að tengjast öðrum heimi, setja sig í spor annarra og öðlast víðara sjónarhorn, nýja sýn,“ segir Sigurður Árni Sigurðsson listamaður frá Akureyri sem hannaði Kærleikskúluna 2016 sem að þessu sinni ber nafnið Sýn. Kærleikskúlan kemur út í fjórt­ ánda sinn nú fyrir komandi jól. Sala stendur aðeins yfir í 15 daga, frá 2. desember til 16. desember. Tilgangurinn með sölu á Kærleikskúlunni er að auðga líf fatlaðra

Gjafavara í Blómavali.

Sigurður Árni Sigurðsson listamaður hannaði Kærleikskúluna 2016.

O P IÐ

ALLA DAGA Á RS I N S Opnunartími Mán-fös: 9-18 Lau: 10-16 Sun: 12-16

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

www.akap.is

Kaupangur v/ Mýrarveg

Fjölmargir listamenn hafa spreytt sig á hönnun Kærleikskúlunnar, allt frá því Erró gerði þá fyrstu árið 2003.

sími 460 9999

barna og ungmenna með því að efla starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal. Sigurður Árni segir mikinn heiður að hafa verið valinn til að hanna Kærleikskúluna, málstaðurinn sé bæði þarfur og góður. Þá

hafi fjölmargir listamenn áður spreytt sig á hönnun Kærleikskúlunnar, allt frá því Erró gerði þá fyrstu árið 2003. Listamenn sem lagt hafa málefninu lið eru nú 14 talsins og um Kærleikskúlurnar má segja að þær séu fjölbreytt safn listaverka. Listamennirnir hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Hugmynd verksins og kærleikur kúlunnar býr í gatinu að sögn Sigurðar Árna. Á endalausu yfirborði kúlunnar eru tvær hliðar, sú ytri og sú innri. Með því að gata kúluna mætast tveir heimar. „Þegar ég vann að kærleikskúlunni og horfði á hana utan frá sá ég fyrir mér heim frá mínu sjónarhorni en um leið varð mér ljóst að inni í kúlunni er annar heimur sem horfði á minn heim frá öðru sjónarhorni. Með því að gata yfirborðið fannst mér ég sameina þessa tvo heima og nálgast það sem ég þekkti ekki áður,“ segir Sigurður Árni. slf.is


AKUREYRI // jรณl 2016 | 19


20 | AKUREYRI // jól 2016

Sólóplata frá Helenu Í janúar á næsta ári fagnar Helena M. Eyjólfsdóttir söngkona 75 ára afmæli sínu. En aldur er afstæður eins og margoft hefur komið í ljós og á næstu dögum kemur út fyrsta og eina sólóplata Helenu. Og ennþá er hún í ótrúlega flottu söngformi eins og glögglega má heyra á þessari nýju plötu. Á löngum ferli kom Helena víða við. Hún söng fyrst opinberlega níu ára gömul, fyrir 65 árum, og tólf ára gömul söng hún jólasálma inn á plötu við undirleik Páls Ísólfssonar. Í kjölfarið komu plöturnar ein af annarri þar sem hún söng m.a. við undirleik Atlantic kvartettsins og Hljómsveitar Ingimars Eydal. En þrátt fyrir langan og farsælan feril söng hún aldrei inn á sólóplötu – fyrr en nú. Upptökur á plötunni hafa staðið yfir síðari hluta þessa árs undir stjórn Karls Olgeirssonar, sem jafnframt setur út lögin á plötunni. Og hann fékk til liðs við sig úrvalssveit tónlistarmanna og þrír söngvarar leggja Helenu lið, Þorvaldur Halldórsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Sigrún Eyrún Friðriksdóttir. Glæný lög og textar Helena segir að hún hafi aldrei hugsað sér að gefa út sólóplötu. En Jón Rafnsson tónlistarmaður hafi fyrst orðað þessa hugmynd við hana og eftir smá íhugun hafi hún að lokum fallist á hana. En hún hafi strax verið ákveðin í að á plöt-

unni yrðu ekki gömlu, góðu lögin sem hún söng hér á árum áður, enda væri búið að gera þeim skil, heldur horfði hún strax til þess að fá íslenska texta við nokkur erlend lög sem henni hafi alltaf þótt mikið til koma. Og til viðbótar hafi hún leitað til nokkurra íslenskra lagahöfunda um ný lög. Niðurstaðan var sú að á plötunni eru ellefu lög, þar af fimm splunkuný eftir þrjá lagahöfunda, Karl Olgeirsson, Magnús Eiríksson og Yngva Þór Kormáksson. Og allir textar við lögin á plötunni eru íslenskir, Bragi Bergmann gerði þrjá nýja texta, Magnús Eiríksson gerði texta við sitt eigið lag, Karl Olgeirsson gerði texta við annað sinna laga en Bragi Valdimar Skúlason við hitt, Ómar Ragnarsson gerði nýjan texta við eitt erlendu laganna og Hermann Ingi Arason á texta við annað erlent lag á plötunni. Þá er ógetið um erlent lag við texta Eiríks Karls Eiríkssonar og Augun blíð, lag og texta Jóhanns G. Jóhannssonar, sem Stefán Hilmarsson hefur áður sungið inn á plötu. En Helena ákvað þó að gera eina undantekningu með gömlu lögin. Á plötunni er Í rökkurró, erlent lag við texta Jóns Sigurðssonar, sem raunar hét Manstu ekki vinur þegar Helena söng það inn á fjögurra laga plötu árið 1959. Vegna þess að plássið á þeim plötum var takmarkað þurfti að stytta lagið á þeim tíma til þess að koma fyrir fjórum lögum á plötunni. En nú

Helena M. Eyjólfsdóttir, sjötíu og fjögurra ára gömul og með sína fyrstu sólóplötu. Geri aðrir betur!

flytur Helena lagið eins og það átti að vera. Frábært að vinna með góðu fólki „Já, ég er virkilega ánægð með útkomuna og ánægðari en ég hélt að ég yrði, eiginlega er ég bara svolítið montin að hafa gert þetta. Það hefur verið alveg frábært að vinna með öllu þessu góða fólki, ekki síst Karli Olgeirssyni, sem er einstakur fagmaður. Að sjálfsögðu leitaði ég m.a. til Þorvaldar Halldórssonar að syngja með mér á plötunni. Ég geri

aldrei neitt nema Valdi sé með mér! Það er ótrúlegt að á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að við Valdi byrjuðum að syngja saman í Sjallanum,“ segir Helena. Fyrir utan vinnslu þessarar nýju plötu hefur Helena verið með mörg járn í eldinum. Hún kom fram á tvennum tónleikum á Græna hattinum í október sl. þar sem flutt voru lög frá gullaldarárum Hljómsveitar Ingimars Eydal. Og í fjórar helgar í október og nóvember kom hún fram á Hótel

Grímsborgum ásamt nokkrum öðrum söngvurum þar sem gömlu, góðu rokklögin voru rifjuð upp. Á morgun, laugardaginn 3. desember, kemur Helena fram í Hofi á þrennum jólatónleikum, Heima um jólin, sem Friðrik Ómar stendur fyrir. Tónleikarnir verða klukkan 16, 19 og 22. „Hvernig heldurðu að sú gamla verði eftir þessa törn?,“ segir hin síunga Helena og hlær dátt.

Ætla sér stóra hluti í keilu

Akureyrsku afrekskrakkarnir í keilu, Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir og Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín.

S Ý N

Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA

Sölutímabil 2. – 16. desember Casa – Kringlunni og Skeifunni • Epal – Kringlunni, Skeifunni og Hörpu Hafnarborg - Hafnarfirði • Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Hverfisgallerí - Hverfisgötu 4 • Kokka - Laugavegi Kraum - www.kraum.is • Litla jólabúðin - Laugavegi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum Líf og list - Smáralind • Módern - Faxafeni 10 • Snúran - Síðumúla Þjóðminjasafnið - Suðurgötu • Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki • Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum • Valrós - Akureyri Netverslun – www.kaerleikskulan.is

S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G FAT L A Ð R A

Keila á sér ekki langa sögu á Akureyri, enda var keilusalur ekki opnaður í bænum fyrr en í mars árið 2008. Fyrst og fremst er og hefur keilan verið vinsæl afþreying fyrir almenning en með stofnun keiludeildar Íþróttafélagsins Þórs er hópur fólks sem æfir keilu reglulega, þar á meðal tvö ungmenni, Ólafur Þór Ólafsson Hjalta­lín og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir, sem voru nýverið annað árið í röð valin í afrekshóp Keilusambands Íslands. Þau eru fyrstu afreksíþróttamenn Akureyrar í keilu. Bæði voru þau Ólafur Þór og Guðbjörg Harpa, sem nú stunda ná í VMA, í sömu bekkjardeildinni í Oddeyrarskóla á sínum tíma. Fyrir þremur árum tóku átta nemendur úr sömu bekkjardeildinni sig til og kíktu á keiluæfingu og enn eru fjögur þeirra að æfa keilu, þar af eru Ólafur Þór og Guðbjörg

Harpa komin í fremstu röð í sínum aldursflokki á landinu. Guðbjörg Harpa var fyrsti Akureyringurinn til þess að vera valin í landslið í keilu. Hún spilaði fyrir Íslands hönd á Evrópumóti ungmenna í Egilshöll í Reykjavík sl. vetur en um 140 keilarar frá 26 þjóðlöndum tóku þátt í mótinu. Youtube er þjálfarinn! Auk reglubundinna æfinga á vegum keiludeildar Þórs eru sérstakar æfingar fyrir afrekshópinn undir handleiðslu unglingalandsliðsþjálfarans Guðmundar Sigurðssonar, sem býr á Akranesi. Aðstaða til æfinga og keppni í keilu er einungis í Reykjavík, á Akureyri og Akranesi. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa ekki stundað íþróttina nema í um þrjú ár hefur Ólafur Þór nú þegar náð hæsta stigaskori sem hefur náðst á Akureyri. Það gerðist á æfingu sl. vor þegar hann náði 299

stigum af 300 mögulegum. Til þess að ná 300 stigum í einum leik þarf tólf fellur – þ.e. að fella allar keilurnar í einu skoti – en Ólafur Þór náði ellefu fellum og aðeins ein keila var uppistandandi. Skotstíll Ólafs Þórs er óvenjulegur. Án þess að fara út í flóknar útskýringar á honum er munurinn á skotum Ólafs Þórs og annarra sú að hann notar ekki þumalinn þegar hann skýtur kúlunni eftir brautinni. Þess í stað má segja að hann fari með lófann undir kúluna og kasti henni þannig. Með þessu móti segist hann ná mun meiri snúningi á kúluna en ella. „Eiginlega getur enginn þjálfað mig hér á Akureyri í þessu því ég er sá eini hér sem skýt svona. Ég ligg yfir myndböndum og læri af þeim, það má segja að Youtube sé minn þjálfari,“ segir hann og brosir.


AKUREYRI // jรณl 2016 | 21


22 | AKUREYRI // jól 2016

Ullarkistan á Glerártorgi

Ullarfatnaður hentar við allar aðstæður Vöruúrvalið hjá Ullarkistunni á Glerártorgi hefur aukist, en nýlega var bætt við nýrri vörulínu frá Safa, sem framleiðir gæðafatnað úr ull. Þær vörur koma til viðbótar þeim sem fyrir voru frá hinu þekkta vörumerki Janus. Fatnaður fyrir börn og fullorðna „Við tókum þetta merki inn fyrir stuttu og viðtökur eru góðar. Þetta er mjög góð viðbót við úrvalið frá Janus. Safa er gamalgróið fyrirtæki eins og Janus og hafa þeir lengi verið leiðandi í framleiðslu á ullarsokkum. Nú eru þeir einnig

komnir með fatnað og framleiða mikið úr ull og silkiblöndu. Hann er einstaklega mjúkur og þægilegur. Við erum með fatnað, bæði á börn og fullorðna, frá þessum framleiðenda og heilan helling af ullarsokkum,“ segir Eydís Jóhannesdóttir í verslun Ullarkistunnar á Glerártorgi. Í Ullarkistunni er seldur fatnaður úr Merino ull sem hefur þann eiginleika að hann er mjúkur, hlýr og veldur ekki kláða. „Ullin nýtur vinsælda, m.a. vegna þess hve létt hún er, hún andar og þornar hratt, enginn kláði og hún hentar vel við

margvíslegar aðstæður, bæði þegar kalt er og heitt, en þá kælir hún.“ Vörurnar streyma inn á haustin Í haust hafa nýjar vörur streymt í verslun Ullarkistunnar og hefur starfsfólk verið í óða önn að koma þeim fyrir. „Við fáum alltaf mikið af vörum á haustin og erum því með mikið og gott úrval núna fyrir jólin. Það þykir mörgum gaman að versla jólagjafirnar hjá okkur. Þær koma sér undantekningalaust vel og henta á alla aldurshópa, börnin fá gjarnan hlýjan ullarfatnað í sinn jólapakka en útivstarfólk hefur áttað sig á hversu góður og þægilegur þessi fatnaður er og einnig þeir iðnaðarmenn sem mikið starfa utandyra,“ segir Eydís. Eydís Jóhannesdóttir og Guðrún Bergvinsdóttir í Ullarkistunni á Glerártorgi.  Myndir: Auðunn Níelsson.

ullarkistan.is

Vogue við Skipagötu

Tilboð af ýmsu tagi fyrir jólin „Það þykir mörgum gaman að versla jólagjafirnar hjá okkur. Þær koma sér undantekningalaust vel og henta á alla aldurshópa.“

„Það er mjög auðvelt að finna eitthvað fallegt og nytsamlegt í jólapakkann hjá okkur,“ segir Kristín Þórsdóttir, verslunarstjóri

Opið alla daga til jóla KÆRU VIÐSKIPTAVINIR

OG LANDSMENN ALLIR

Kristín Þórsdóttir, verslunarstjóri í Vogue við Skipagötu. 

Mynd: Auðunn Níelsson.

VEGNA GÓÐS

GENGIS! NÚ ÞEGAR HAFA

ÖLL VERÐ

Í VERSLUNINNI

LÆKKAÐ

UM 20% Njótið vel Viðjulundi 2b · Rauðakrosshúsinu I 462 2833 Opið virka daga kl.13:30 -18:00 Lau. - sun. kl. 13:30 - 17:00

Heilsurúm eru góð fjárfesting og þau má fá í versluninni. „Allir þurfa að sofa vel og meiri líkur á að svo verði þegar dýnan er góð og hentar þörfum viðkomandi,“ segir verslunarstjórinn.

hjá Vogue við Skipagötu á Akureyri. Tilboð af ýmsu tagi verða í gangi fyrir jólin, eins og afsláttur á ýmsum vörum, tvennutilboð á sæng og kodda, tilboð á dúnsokkum, kertum og allra handa smávöru. Í Vogue fást heilsurúm og dýnur í úrvali, en rúmin eru að sögn Kristínar sérsniðin að þörfum hvers og eins. Þau eru framleidd hér á landi. „Það eru engir tveir einstaklingar eins, en allir þurfa að sofa vel og meiri líkur á að svo verði þegar dýnan er góð og hentar þörfum viðkomandi. Við bjóðum einnig upp á að breyta stífleika dýnanna eftir afhendingu,“ segir hún. Heilsukoddar eru og í boði sem og góðar dúnsængur. Með þeim bestu í heimi Rúmföt og sængurföt eru einnig í

úrvali í Vogue, m.a. Fussenger sængurföt frá Austurríki sem þykja með þeim bestu í heimi en þau eru úr hágæða bómullarsatíni. Rúmfötin eru straufrí og litir og mynstur eru djúpprentuð í þau og haldast þannig óbreytt í áraraðir. Kristín segir að finna megi úrval af gluggatjöldum í versluninni, lausnir af margvíslegu tagi, eftir því hvar þær eiga að hanga uppi. „Við erum svo auðvitað með stútfulla búð af efnum af öllum gerðum, samkvæmisefni, jersey, dúka- og rúmafatadamask og einnig efni sem henta í barnaföt,“ segir hún. „Við erum einnig með jólavöru í úrvali og kennir þar margra grasa; dreglar, dúkar, dagatöl, ofnhanskar og pottaleppar svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Kristín.


AKUREYRI // jól 2016 | 23

SKEMMTILEG AÐVENTA Á A K URE Y RI 21.-22. des.

Græni hatturinn

9. des.

Græni hatturinn

Mugison

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson

9.-10. des. Hof Norðurljósin jólatónleikar

9.-11. Des. Samkomuhúsið Stúfur

4. des. des Akureyrarkirkja Hátíð, útgáfutónleikar Þórhildar Örvarsdóttir

2.-3. des

Græni hatturinn Leppalúðar og létt tónlist

3. des í Hofi

21. des. Hof Þorláksmessutónleikar Bubba r freka

Heima um jólin með Friðriki Ómari og gestum

Kíktu á visitakureyri.is


24 | AKUREYRI // jól 2016

Rífandi sala hjá Brimborg á Akureyri „Þetta er búið að vera aldeilis ágætt söluár og mikil aukning frá því árið áður. Viðburðaríkt afmælisár er senn að baki og við hjá Brimborg lítum björtum augum til framtíðar og stefnum óhikað áfram veginn inn í 3ja áratuginn hér fyrir norðan,“ segir Jón Árelíus Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Brimborgar á Akureyri. 20 ár á Akureyri Árið hjá Brimborg hefur verið gott en í byrjun árs tók Brimborg yfir sölu á Peugeot bifreiðum hér á landi auk þess sem í haust voru 20 ár liðin frá því fyrirtækið setti upp sjálfstætt umboð á Akureyri, fyrst allra umboða. „Salan á árinu hefur verið stígandi og jöfn og erum við hjá Brimborg með frábæra hlutdeild á Norðurlandi eða það sem af er ári um 24%. Við höfum aukið verulega sölu á dýrari bílum, t.d. á nýja Volvo XC90, en langir biðlistar mynduðust á tímabili eftir honum, en einnig er mjög góð sala í ódýrari bílum. Við finnum talsvert breytt viðhorf hjá fólki hvað mengunarmálin varðar og það sækir í bíla með litla eldsneytiseyðslu og lítinn kolefnisútblástur. Þá hefur einnig verið góð sala í atvinnubílum, m.a. Ford Transit sem við bjóðum í mörgum útfærslum og fæst hann einnig fjórhjóladrifinn. Þá má nefna Citroen Berlingo sem mikið er keyptur af iðnaðarmönnum og fyrirtækjum. Og sem fyrr er sífellt aukin eftirspurn eftir nýjum bílum til bílaleiga, þökk sé vaxandi ferðamannastraumi,“ segir Jón Árelíus ennfremur. Sala Peugeot margfaldast Eins og fram hefur komið hefur Brimborg tekið við Peugeot umboðinu á Íslandi. „Þetta eru eins og flestir vita eðalbílar og Norðlendingar virðast gera sér góða grein fyrir því. Frá því við frumsýndum

notuðum bílum í öllum verðflokkum.“

Jón Árelíus Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Brimborgar á Akureyri, við tvær af þeim bifreiðum sem sjá má í sýningarsalnum við Tryggvabraut, þ.e. Ford Edge og Mazda XC-5.

þá í ágúst sl. hefur salan á Peugeot margfaldast á okkar sölusvæði. Við erum auðvitað hæstánægð með það. Við hjá Brimborg erum að

bjóða bíla frá hágæða framleiðendum á borð við Volvo, Ford, Citroen, Mazda og Peugeot. Þessir framleiðendur eru með afar breiða

línu þannig að langflestir, sem eru að leita sér að nýjum bíl, finna eitthvað við sitt hæfi hjá Brimborg. Og svo erum við með gott úrval af

Leiga fyrir ferðamennina Brimborg selur ekki bara nýja og notaða bíla heldur rekur fyrirtækið einnig varahlutasölu og bílaleigu. „Við rekum bílaleiguna undir merkjum Dollar, Thrifty og Saga­ car­rental og erum með um 1300 nýja bílaleigubíla. Uppistaðan í viðskiptavinahópnum eru erlendir ferðamenn og ég sé bara fram á áframhaldandi aukningu í þeim geira. Þá eru Íslendingar í vaxandi mæli að leigja bíla hjá okkur enda bjóðum við ótakmarkaðan akstur með okkar leigum. Sumir taka líka bíla á langtímaleigu og finnst mörgum það vera kostur í stöðunni í staðinn fyrir að fjárfesta í bíl, sérstaklega ef um skamman tíma er að ræða,“ segir Jón Árelíus hjá Brimborg á Akureyri. brimborg.is

Gæði í úrum og skartgripum „Það færist sífellt í vöxt að við fáum send úr til viðgerðar annars staðar af landinu, bæði frá einstaklingum og öðrum úrsmiðum. Í dag er meirihluti þeirra úra sem ég geri við hér á verkstæðinu þannig til kominn,“ segir Bjarni Jónsson, hjá JB úr&skart við Kaupvangsstræti í miðbæ Akureyrar. Hann rekur þar verslun með úr og skartgripi, auk viðgerðarþjónustunnar. Öll úr kaupir fyrirtækið og flytur sem umboðsaðili beint til landsins og selur öðrum innlendum smásöluaðilum, auk eigin sölu í versluninni á Akureyri. Innflutningur og heildsala er þannig talsverður hluti rekstrarins.

Svissnesku gæðunum má treysta „Sterkustu merkin hjá okkur eru svissnesku Tissot úrin og danska merkið Bering. Tissot er svissneskt gæðamerki sem við höfum selt hér á landi í 46 ár, sígild úr, vönduð hönnun og traust vara. Svisslendingar halda alltaf sínu forskoti í úraframleiðslunni á heimsvísu, sér í lagi vandaðri og dýrari úrunum. Í úri eins og Tissot er viðskiptavinurinn að fá gæði og þjónustu – því getur hann treyst,“ segir Bjarni sem fer reglulega á vörusýningar erlendis þar sem úr eru í aðalhlutverki. „Fyrst og fremst er það sýning sem haldin er í Basel í Sviss.

Bjarni Jónsson, úrsmiður í JB úr&skart.

Skartgripi eftir íslenska gullsmiði er að finna hjá JB úr&skart.

7 daga heilsunámskeið dagana 8.-15. janúar 2017

Komdu með!

8. -15. janúar 2017

Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan. Á námskeiðinu lærum við að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur sér um námskeiðið ásamt fagfólki Heilsustofnunar. Verð pr. einstakling með gistingu er 145.000 kr. í einbýli en 137.750 kr. í tvíbýli.

Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300.

úrsmiðastéttinni í dag. Þessi þjónusta og þekking þarf að vera til staðar, það þarf alltaf að ráðleggja fólki, gera við, laga keðjur, skipta um rafhlöður og ýmislegt annað. Það mættu því fleiri leggja þessa iðn fyrir sig,“ segir hann.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands - berum ábyrgð á eigin heilsu

Giftingar- og trúlofunarhringar seljast jafnan vel, ekki hvað síst fyrir jólin.

Það er úrasýningin, með stórum staf,“ segir hann og brosir. Vantar fleiri í úrsmiðanám Líkt og í mörgum öðrum iðngreinum hér á landi er endurnýjun mjög hæg og úrsmiðum hefur því fækkað jafnt og þétt. Það segir Bjarni eina af skýringunum á því að æ meira komi af úrum til viðgerða annars staðar frá. „Stéttin er að eldast og við úrsmiðirnir tveir á Akureyri eru meðal þeirra yngstu í

Ferðamenn sýnilegir í sumar Bjarni segir ferðamenn hafa verið duglega í sumar að kaupa úr og skartgripi en í versluninni má fá framleiðslu nokkurra íslenskra gullsmiða. „Svo var líka mikið um brúðkaup í sumar og jólin eru líka vinsæll tími fyrir slíkt. Við eigum mikið úrval af trúlofunar- og giftingarhringum, sem og öðrum vönduðum skartgripum og úrum fyrir jólin. Fjölbreytilegt úrval og verð þannig að hér er auðvelt að leysa jólagjöfina. Og upplifa jólastemningu í miðbænum í leiðinni,“ segir Bjarni.


1 5 -1 0 9 0 -HVÍ TA HÚS I Ð / S Í A

AKUREYRI // jól 2016 | 25

JÓLAGJÖF SÆLKERANS Veldu milli sjö mismunandi karfa og bættu við annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Við sjáum um pökkunina þér að kostnaðarlausu. Frábær jólagjöf til viðskiptavina eða starfsmanna. Kíktu á ms.is - einfalt og fljótlegt.


26 | AKUREYRI // jól 2016

Hilda Eichmann, verslunarstjóri í Casa. 

Myndir: Auðunn Níelsson.

„Við bjóðum upp á mikið úrval, erum með fjölmargar vörulínur sem fólk er gjarnan að safna inn í,“ segir Hilda.

Casa á Glerártorgi

Notaleg stemning á aðventunni „Jólavörurnar hafa verið að streyma inn undanfarna daga ásamt nýjum vörum af ýmsu tagi. Við höfum fundið fyrir jafnri aukningu hjá okkur í allt haust og nú fer háannatíminn að skella á,“ segir Hilda Eichmann, verslunarstjóri hjá Casa á Glerártorgi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur þegar jólatörnin hefst, afgreiðslutími er rýmkaður, hann er langur og góður og stemningin er svo notaleg.“ iittala og Múmínbollar Verslunin Casa var opnuð á Glerártorgi í byrjun sumars og segir Hilda að móttökur hafi verið afskaplega góðar. „Okkur þykir vænt

um að heyra frá okkar viðskiptavinum hversu gott sé að fá fallega gjafavöruverslun í bæinn. Við bjóðum upp á mikið úrval, erum með fjölmargar vörulínur sem fólk

er gjarnan að safna inn í, eins og t.d. ittala sem ávallt nýtur vinsælda og sama má segja um Múmínbollana góðu,“ segir Hilda og bætir við að mikið sé um að gefið sé inn í matarstell og þá séu gjafalistar fyrir t.d. brúðkaup vinsælir. Gjafakort leysir úr valkvíðanum Hún segir að þau fjölmörgu merki sem í boði eru í Casa komi frá yfir sex löndum og nefnir Pomme-

Pidou sparibaukana, Khäler með kertahúsin og fallegu Omaggio vasana, Ritzenhoff glösin sem margir eru að safna og Rosendahl sem alltaf sé klassískt. „Einnig erum við með fallegu VITA ljósin og Kartell lampana og Architectmade trévörurnar. Lukkutröllin og POV veggstjakarnir frá Menu eru líka geysivinsælir því það er alltaf hægt að bæta við þá,“ segir Hilda. Viðskiptavinum er boðið upp á inn-

pökkun í versluninni. „Það er alltaf gaman að gefa fallega innpakkaða gjafavöru,“ segir hún og bætir við að fyrir þá sem þjást af nettum valkvíða geti gjafakort leyst málið. casa.is


AKUREYRI // jól 2016 | 27

Akureyrarapótek

Í stuttu jólafríi er gott að slaka á „Við leggum áherslu á að fólk reyni af fremsta megni að slaka á yfir jólin, þau eru með stysta móti núna í ár og um að gera að taka því rólega,“ segir Jónína Freydís Jóhannesdóttir, lyfjafræðingur hjá Akureyrarapóteki í Kaupvangi. Olíur í jólapakkann Til að svo megi verða bendir Jónína á að nýlega hafi apótekið hafið sölu á lífrænum ilmkjarnaolíum og nuddolíum frá Plant Therapy.

Jón Þór Sigurðsson stýrir hinni nýju FabLab smiðju, sem er til húsa í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

FabLab smiðja í Eyjafirði að verða að veruleika

Nú er á lokametrunum undirbúningur að svokallaðri FabLab smiðju í Eyjafirði, sem er til húsa í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Um smiðjuna var stofnað félagið FabEy fyrir rösku ári og standa að henni Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Akureyrarbær og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Tækjabúnaður smiðjunnar er að stórum hluta kominn á sinn stað – þ.m.t. tvær laserskurðarvélar, lítill fræsari, fjórir þrívíddarprentarar og vínilskeri. Til viðbótar er von á tölvubúnaði og stórum svokölluðum CNC-fræsara. Jón Þór Sigurðsson, verkefnastjóri hinnar nýju FabLab smiðju, segir að gert sé ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang eftir áramót. Hann segir við það miðað að fyrri hluta dags verði smiðjan nýtt af nemendum grunn-, framhalds- og háskóla en seinni part dags nýti aðrir smiðjuna, t.d. hafi SÍMEY auglýst námskeið í febrúar fyrir þá sem vilja nýta sér aðstöðuna. Jón Þór er Akureyringur í húð og hár. Hann á að baki þrjú ár í margmiðlunarhönnun í Barcelona á Spáni og síðan tók hann eitt ár til meistaraprófs í stafrænum arkitektúr. FabLab stendur fyrir „Fabrication Laboratory“ og er alþjóðlegt net stafrænna smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. FabLab gefur fólki á öllum aldri tækifæri til þess að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Smiðjan er til þess fallin að auka áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Nú þegar eru FabLab smiðjur í öllum landshlutum og er reynslan af þeim mjög góð. Með hinni nýju FabLab smiðju í VMA er óhætt er að segja að gamall draumur margra á Eyjafjarðarsvæðinu sé að verða að veruleika.

„Það er tilvalið að gefa þeim sem okkur þykir vænt um olíur af því tagi. Þær veita slökun og vellíðan og eru alveg upplagðar í jólapakkann,“ segir hún. Gott úrval er af vörum af þessum toga hjá Akureyrarapóteki en þar er einnig hægt að nálgast nuddolíur frá Urtasmiðjunni, Purity Herbs og Weleda. Jónína bendir fólki á að fara varlega þegar kemur að jólamatnum og reyna að missa sig ekki í reykta kjötinu. Óhófleg sykurneysla getur einnig auðveldlega komið meltingunni í uppnám. „Ef það gerist eigum við til lausnir. Við mælum með að fólk, sem al-

mennt er viðkvæmt í maga, fái sér gerla, próbiótískar bakeríur sem hjálpa til við meltinguna. Með nútíma mataræði er talið að okkur vanti þessa gerla og við þurfum því að taka þá inn. Vilji fólk ekki taka þá í töfluformi er t.d. súrkál fullt af þeim,“ segir hún. Nauðsynlegt að taka vítamín Nú í svartasta skammdeginu ráðleggur Jónína fólki að taka inn vítamín, einkum þá D-vítamín sem marga skortir í sólarleysinu á norðurhjara veraldar. „Skortur á D-vítamíni getur valdið ýmsum óþægindum. Hörgulsjúkdómurinn

Strákarnir í Akureyrarapóteki í Kaupvangi. Frá vinstri: Aron Örn Þórleifsson, Patrik Guðmundsson lyfjasendill, Gauti Einarsson lyfsali og Baldvin Mynd: Auðunn Níelsson. Ingvason.

beinkröm var til að mynda hér áður fyrr rakinn til skorts á slíku vítamíni. Með blóðprufu er hægt að athuga hvort þetta vítamín vanti í

kroppinn og ráða þá snarlega á því bót,“ segir hún. akureyrarapotek.is


28 | AKUREYRI // jól 2016

VISTVÆN OG NÚTÍMALEG AKUREYRARBRAUT Hvernig viljum við Akureyringar sjá meginakleiðina í gegnum bæinn frá Glerá og suður að Höfnersbryggju þróast? Á hún að vera fyrir hraða umferð eða hæga? Á þar að vera breiðstræti með þjótandi og mengandi bílum sem útilokar að mestu gangandi fólk og útivist eða á hún að vera mikilvægur hlekkur til að ná því markmiði að umferð og mannlíf í miðbænum verði afslappað og umhverfisvænt? Er raunhæft að samhæfa góða akstursleið og umferð gangandi og hjólandi fólks – eða eru slíkar lausnir ekki þekktar á byggðu bóli? Þetta voru nokkrar þeirra grundvallarspurninga sem svara þurfti áður en hafist var handa um framtíðarskipan þessa mikilvæga hluta miðbæjarins og næsta nágrennis hans.

Veröld sem var Allt var þetta einfaldara og viðráðanlegra þegar menn komu í bæinn á sínum færleikum eða farartækjum sunnan frá - fram hjá húsunum í Fjörunni og inn í miðbæinn - eða norðan frá suður og niður Brekkugötu og þaðan á hið ráðhúslausa Ráðhústorg þar sem fjaran var í öndverðu á mótum Oddeyrar og Torfunefs og hét Hofsbót. Í þá daga var ekki mikið hugsað um hvernig sambúð umferðar og mannlífs gæti þrifist án þess að skaði hlytist af. Ástæðan var sú að umferðin var lítil og róleg og ekki annað en að doka við meðan hestar og menn fóru framhjá í hægðum sínum eða eftir að bílarnir komu til sögunnar og einn og einn læddist með fretum og stunum sína leið um bæinn. Ekkert fát eða hræðsla á þeim tímum við að verða undir hestum eða bílum því þegar farartæki í þá daga höfðu farið fram hjá féll allt í dúna logn og gangandi gátu farið sína leið í friði og spekt eða börnin leikið sér áfram eins og engin væri umferðin.

Miklar breytingar

af henni. Ennfremur varð Drottningarbrautin til fram á flugvöll og nú allra síðustu árin myndarleg göngu- og hjólagata meðfram henni suður að Höfnersbryggju þar sem siglingaklúbburinn Nökkvi hefur hreiðrað um sig og fer brátt að byggja upp enn glæsilegri aðstöðu eins og greint er frá með þessum línum.

Gæfuleg stefna mótuð „göturými og torg Þannig hafa kröfur og væntingar breyst með árunum og í í miðbæ Akureyrar heildarskipulagi fyrir miðbæinn, sem tók nokkur ár að móta, var eigi þátt í að skapa loks árið 2013 ákveðið í bæjarstjórn að stefna að því að tryggja enn frekar góðar samgöngur og aðgengi allra ferðamáta við og bæjarmynd sem miðbæinn. Þar var sérstaklega tekið fram að „göturými og einkennist af vönduðu, um torg í miðbæ Akureyrar eigi þátt í að skapa bæjarmynd sem hlýlegu og fallegu einkennist af vönduðu, hlýlegu og fallegu umhverfi sem veitir íbúum og gestum vellíðan og ánægju,“ eins og sagði í skipulagsumhverfi sem veitir og matslýsingu aðalskipulags miðbæjarins frá því í júlí 2013. íbúum og gestum vellíðan og ánægju,“ Áfram var unnið að útfærslu þessarar stefnu og að lokum var - úr skipulags- og matslýsingu aðalskipulags miðbæjarins frá júlí 2013

henni svo fylgt eftir með staðfestingu bæjarstjórnar (6. maí 2014) á nýju aðalskipulagi fyrir miðbæinn. Þar er gert ráð fyrir að Glerárgata frá Grænugötu verði ein akbraut til suðurs.

Tímarnir liðu og um miðja síðustu öld varð hreinlega sprengja í fjölgun bíla. Fyrst einn og einn einkabíll hjá þeim sem best máttu sín auk þess sem þrjár leigubílastöðvar voru í fullum rekstri við að koma bæjarbúum leiðar sinnar innan bæjarmarkanna. Við bættust rúturnar sem voru í áætlanaferðum suður á land og jafnvel austur á Raufarhöfn á sumrin. Svo lauk þessari þróun á þann veg að nánast hvert heimili var með einn eða jafnvel fleiri bíla fyrir sig og sína og úr varð bílakraðak eins og allir þekkja í dag.

Á þennan hátt verði því takmarki náð að umferð í gegnum miðbæinn verði hæg og tryggi að hitt markmið náist jafnframt sem er að umferð gangandi og hjólandi í miðbænum verði eðlilegur þáttur í lífi bæjarbúa og gesta þeirra en ekki að stofnbrautin í gegnum miðbæinn kljúfi hann eftir endilöngu eins og nú er farið að bera verulega mikið á.

Þessari þróun fylgdu allskonar vandamál sem voru leyst með því að malbika göturnar, skilja á milli bílaumferðar og gangandi fólks með gangstéttum og opnum svæðum hér og þar um bæinn. Auk heldur þurfti að vinna að því að þróa nýja stofnleið í gegnum bæinn með ríkisvaldinu enda slíkar brautir hluti þjóðvegakerfisins með tilheyrandi útgjöldum úr ríkissjóði. Byggð var brúin stóra yfir Glerá og Glerárgatan í framhaldi

Margir hafa lýst yfir efasemdum um að þessum tveimur markmiðum verði með góðu móti náð og þær raddir heyrst að tryggja þurfi fjögurra akgreina braut í gegnum miðbæinn svo bílar komist þar í gegn á sem allra mestum hraða og ökumenn þurfi hvorki að horfa til hægri né vinstri í óðagoti sínu. Hvað sem þessum skoðunum líður, hefur bæjarstjórnin ekki látið þær á sig fá en mótað þá stefnu sem að ofan greinir og

Verslun_ akureyrarbraut_20161128_10x39_END.indd 1


AKUREYRI // jól 2016 | 29

Þar sem Akueyrarbrautin endar við siglingaklúbbinn Nökkva er stefnt að því að byggja nýja og glæsilega aðstöðu fyrir klúbbfélaga og gesti þeirra eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þá mun nýja umferðarmiðstöðin í norðri og Nökkvahúsið í suðri afmarka upphaf og endi hinnar vistvænu samgönguæðar í gegnum miðbæinn þar sem allt verður í friði og spekt meðal gangandi, akandi og hjólandi. Svo er hægt að leggja í listasiglingu með Nökkvafólkinu út á spegilfagran Pollinn og horfa á mannlífið í landi úr fjarlægð og svo auðvitað listaverkin sem komið hefur verið upp meðfram ströndinni.

Breytingarnar í Borgartúni í Reykjavík hafa vakið verðskuldaða athygli. Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson varð til að mynda hrifinn þegar hann kom í götuna og sá hvaða áhrif þær höfðu á skipulag og mannlíf. Hann sagði í einum sinna vikulega pistla: „En þarna áðan: ég horfði á örlítið sjálfumglaða hjólreiðarmenn í núvitundarflæði sínu líða um þessa köflóttu braut sína; ég sá fólk með barnavagna og það var beinlínis að rölta. Einn og einn bíll kom með hægð eins og bílstjórinn væri að hlusta á píanókonsert eftir Mózart – og fólk gekk um milli húsa eða bara án fyrirheits, var bara að ganga, eins og gert er í borgum því þetta var borg sem ég sá þarna í götunni sem kannski heitir ennþá Borgartún, kannski Sigríðartún eða jafnvel Siggutún ...“ Þetta voru áhrifin þegar skáldið, sem dvaldi löngum á sumrin hjá afa og ömmu í Kóinu við Ráðhústorg, gekk um nýuppgert strætið. Vonandi fær hann sömu tilfinningu þegar hann heimsækir gamlar æskustöðvar á Akureyri á næstu árum.

felst í að samhæfa rólega umferð í gegnum bæinn og þarfir gangandi og hjólandi fólks svo miðbærinn verði aðlaðandi fyrir hverskonar mannlíf, viðskipti og menningu.

Framkvæmdin? Með fyrirhuguðum áformum um að setja niður hringtorg þar sem Grænagata og Glerárgata mætast er farsælt að láta hægri akreinina norðan frá Glerá enda inni á umferðarmiðstöðinni sem ákveðið er að byggja á svæðinu norðan við ráðhús bæjarins. Eftir það er gert ráð fyrir í samþykktum bæjarstjórnar að ein akbraut verði suður að Hofi og önnur norður. Sjálfur tel ég eðlilegt að þessi skipan nái á sama hátt suður að Höfnersbryggjunni gömlu. Þannig verði mynduð samræmd glæsileg heild með aðlaðandi göngu- og hjólreiðastígum ásamt hringtorgum við Gránufélagsgötu, Strandgötu, Kaupvangsstræti og loks þar sem siglingaklúbburinn Nökkvi mun hafa sína glæsilegu framtíðaraðstöðu.

að setja hana á hluta leiðarinnar og afmarka hana með miklum steypuklumpum og allskonar girðingum og vita hvernig það reynist. Þetta yrði auðvitað eitt endemis klúður og hefur ekkert að gera með þá góðu reynslu sem vænst er ef leiðin er öll frágengin með þeim stígum fyrir gangandi og hjólandi sem gert er ráð fyrir. Þess vegna yrði slík „tilraun“ í besta falli til að tefja málið um mörg ár en í versta falli til að drepa góða hugmynd og böðlast áfram við óbreytt ástand. Hver er reynslan þar sem farnar hafa verið svipaðar leiðir og stefnt er að í miðbæ Akureyrar? Gott dæmi um slíka nútímaútfærslu er Borgartún í Reykjavík sem ber mikla umferð gangandi, akandi og hjólandi. Mikil ánægja er nú með þetta fyrirkomulag á götunni og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þarna fer nú allt vel og stillilega fram án þess að bílar og menn eigi í útistöðum sín á milli.

Áfram með smjerið

Tilgangurinn með þessum línum er að brýna bæjaryfirvöld að hefjast nú þegar handa við þetta mikilvæga verkefni og láta ekki deigan síga fyrr en verkinu öllu er lokið. Verkið þolir enga bið. Einhverjir hafa hafa áhyggjur af því að slík þrenging á aðalgötunni Eðlilegt er auðvitað að byrja nyrst með því að gera hringtorgið við í gegnum bæinn muni valda umferðaröngþveiti og vandræðum. Grænugötu og leiðina þaðan inn á verðandi umferðarmiðstöð. Þær áhyggjur stóðu samt ekki í bæjarstjórn þegar ákvörðunin Ragnar Sverrisson, greinarhöfundur. Nú þegar er búið að samþykkja í bæjarstjórn fimmtán milljónir var tekin eftir vandlega umfjöllun og rannsóknir enda samþykkt króna til hönnunnar umferðarmiðstöðvarinnar og því eðlilegt að samhljóða á þeim vettvangi og einn sat hjá. fyrstu tillögur um útfærslu sjái dagsins ljós með hækkandi sól. Ekki er eftir neinu að Þá kom að því sem oft hefur staðið í okkur Akureyringum en það er að hefjast handa bíða enda hefur bæjarstj órn þegar ákveðið að tryggja góðar samgöngur og aðgengi að framkvæma það sem ákveðið hefur verið að gera. Stundum er engu líkara en allra ferðamáta við og um miðbæinn eins og áður hefur komið fram. litlu skipti að framkvæma mótaða stefnu en farsælla að halda áfram að velta fyrir sér Ragnar Sverrisson álitamálum sem tekin var afstaða til við afgreiðslu máls. Þannig hefur í þessu tilviki kaupmaður komið til tals að gera „tilraun“ með þrengingu margumræddrar aðalbrautar með því

Verkkvíði?

29.11.2016 11:33:20


30 | AKUREYRI // jól 2016

Verðlækkun vegna góðs gengis! Verslunin Valrós og heildverslunin Amaro fluttu í vor í Viðjulund 2 en voru áður til húsa í Amarohúsinu við Hafnarstræti. Kristján Skarphéðinsson, eigandi og stórkaupmaður til áratuga í Amaro, stendur vaktina að vanda nú fyrir jólin og hefur opið alla daga vikunnar, þ.e. kl. 13:30 til 18 virka daga og 13:30 til 17 laugardaga og sunnudaga.

Tinna Lóa Ómarsdóttir, svæðissölustjóri MS Akureyri, segir ostakörfurnar frá MS sívinsælar.

Gjöf sem gleður bragðlaukana

Senn líður að jólum og skemmtilegasti tími ársins að ganga í garð. „Á þessum árstíma er mikið um að vera hjá okkur í Mjólkursamsölunni, þar sem jólavöruframleiðslan er í fullum gangi ásamt ostakörfupökkun og ýmsu fleiru sem tengist jólunum,“ segir Tinna Lóa Ómarsdóttir, svæðissölustjóri MS Akureyri. Ostakörfurnar frá Mjólkursamsölunni hafa notið mikilla vinsælda fyrir jólin enda frábær jólagjöf sem gleður bragðlaukana. Hægt er að fá körfurnar í mismunandi útfærslum, allt upp í stærstu körfurnar sem eru Sælkerakarfa og Kjöt­ karfa, allt eftir því hvað viðskiptavinurinn vill. Ostarnir eru að sjálf-

sögðu aðal atriðið, enda þykir mörgum gæðaostar tilheyra jólahátíðinni. „Við bæði seljum körfur til fyrirtækja og einstaklinga og bjóðum upp á fjölbreytt úrval af tilbúnum sælkerakörfum og jólaöskjum. Einnig sníðum við körfurnar eftir óskum og þörfum hvers og eins. Viðskiptavinum er frjálst að bæta við annarri matvöru, víni eða gjafavöru og við pökkum því með, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Tinna Lóa og bætir við að ostakörfur séu í raun mjög vinsæl jólagjöf. „Við höfum oft fengið að heyra það frá viðskiptavinum okkar að þessi gjöf sé ótrúlega hentug fyrir fólk sem á allt. Og við tökum algjörlega undir það, enda er það svolítið í anda jólanna að setjast niður í góðum hópi og njóta þess að borða eitthvað gott og horfa á jólaljósin sem lýsa upp skammdegið. Við tökum vel á móti okkar viðskiptavinum, og óskum þeim öllum gleðilegra jóla,“ segir Tinna Lóa sem á von á annríki í afreiðslu á ostakörfum þessar síðustu vikur til jóla.

Byrjaði 19 ára í sölumennsku Kristján er einn af reynslumestu Akureyringum í verslun og viðskiptum en foreldrar hans stofnuðu á sínum tíma klæðagerðina Amaro og byggðu síðan upp stórverslun Amaro við Hafnarstræti. Kristján byrjaði að vinna 19 ára gamall sem sölumaður í heildverslun Amaro og heildverslunin fylgir honum enn, nú í Viðjulundi. Þar selur hann hann borðbúnað og heimilisvörur og segir mikilvægt að bjóða viðskiptavinum sem hagstæðast verð, líkt og hann hafi alltaf gert. Gott gengi skilar sér! „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að viðskiptavinirnir fái strax tilfinningu fyrir því að þeir séu að fá vörur á góðu verði,“ segir Kristján og því til staðfestingar auglýsti hann nú í haust 20% lækkun á öllum vörum verslunarinnar Valrósar. „Yfirskriftin var einföld: „Vegna

Miðbæjarverslanir verða opnar til áramóta sem hér segir: kl. 10-22

Laugardagur 3. desember 

kl. 10-18

Mánudagur 5. desember 

kl. 10-18

Þriðjudagur 6. desember 

kl. 10-18

Miðvikudagur 7. desember 

kl. 10-18

Fimmtudagur 8. desember 

kl. 10-18

Föstudagur 9. desember 

kl. 10-18

Laugardagur 10. desember – JÓLAPEYSUDAGUR 

kl. 10-18

Mánudagur 12. desember 

kl. 10-18

Þriðjudagur 13. desember 

kl. 10-18

Miðvikudagur 14. desember 

kl. 10-18

Fimmtudagur 15. desember 

kl. 10-18

Föstudagur 16. desember 

kl. 10-22

Laugardagur 17. desember 

kl. 10-22

Sunnudagur 18. desember 

kl. 13-18

Mánudagur 19. desember 

kl. 10-22

Þriðjudagur 20. desember 

kl. 10-22

Miðvikudagur 21. desember 

kl. 10-22

Fimmtudagur 22. desember 

kl. 10 22

Silki-andlitsolía, djúpnærandi serum, með blágresi, rauðsmára og vítamínríkum apríkósu og arganolíum, sem þekktar eru fyrir yngjandi áhrif á húðina.

Föstudagur 23. desember 

kl. 10-23

Laugardagur 24. desember 

kl. 10-12

Sunnudagur 25. desember

LOKAÐ

Mánudagur 26. desember

LOKAÐ

Húðnæring-augnsalvi, gefur húðinni viðbótar næringu á augnsvæðinu og þar sem hún er viðkvæmust. Inniheldur rósaog granateplaolíu, A og E vítamín.

Þriðjudagur 27. desember 

kl. 12-18

Miðvikudagur 28. desember 

kl. 10-18

Fimmtudagur 29. desember 

kl. 10-18

Föstudagur 30. desember 

kl. 10-18

Laugardagur 31. desember 

kl. 10-12

Fjallagrasakrem, létt rakagefandi andlits-krem úr mýkjandi fjallagrösum, ilmandi blóðbergi og róandi kamillu. Gefur góðan raka. Morgunfrúarkrem, 24 klst. silkikrem með granateplaolíu, sem er full af nærandi vítamínum. Morgunfrú og gulmaðra gefa húðinni frísklegan gullinn blæ.

og framleiðanda, www.urtasmidjan.is gigja@urtasmidjan.is sími 462 4769

Að vanda verður mikið um að vera í verslunum í miðbæ Akureyrar í jólamánuðinum og má segja að strax í kvöld taki jólastemningin öll völd þegar verður svokallað kertakvöld og allar verslanir opnar til kl. 22. Laugardaginn 10. desember verður síðan Jólapeysudagur í miðbænum en frá 16. desember og til jóla verður afgreiðslutíminn lengdur.

Föstudagur 2. desember – KERTAKVÖLD 

Urtasmiðjan Sóla

Fást hjá: Akureyrar Apótek, Kaupangi, Heilsuhúsið, Glerártorgi, Víkingur, Hafnarstræti

Verslun Valrósar flutti sl. vor í Viðjulund og er opið alla daga til jóla.

góðs gengis lækkar Valrós allar vörur um 20%“! Og svo geta viðskiptavinir skilið þetta eins og þeir vilja en vörurnar fá þeir sannarlega á besta verðinu. Og þeir kunna það vel að meta,“ segir hann. „Það er um að gera fyrir fólk að líta hér inn og kíkja á vöruúrvalið fyrir jólin og er opið alla daga vikunnar eins og áður segir. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og alveg eins og ég vil hafa það.“

Afgreiðslutími miðbæjarverslana

ms.is

Lífrænar snyrtivörur án allra aukaefna, sem gaman er að gefa og gott að þiggja.

Kristján Skarphéðinsson, stórkaupmaður í Valrós, við múmínálfabollana í verslun sinni.


AKUREYRI // jól 2016 | 31

Salernisbursti

Ruslafata

Sápuskammtari

Hvítur/svartur

Deluxe, rúnuð, 4,5 l

Á borð, snertifrí

3.500 kr.

Sápuskammtari Á borð

2.250 kr.

Glerskafa

2.590 kr.

3.750 kr.

Einföld og snjöll hönnun Simplehuman er gæðamerki sem sérhæfir sig í hönnun á einföldum og notendavænum fylgihlutum á baðherbergið eða í eldhúsið. Kíktu í Tengi og kynntu þér snjalla og fallega hönnun.

5.850 kr.

Sápuskammtari Einfaldur, ryðfrír

4.450 kr.

Sápuskammtari

Sápuskammtari

Þrefaldur, ryðfrír

Tvöfaldur, ryðfrír

9.990 kr.

7.500 kr.

Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is


32 | AKUREYRI // jól 2016

Stóladagar

25%

afsláttur af öllum DORMA stólum

SMÁRATORG HOLTAGARÐAR AKUREYRI ÍSAFJÖRÐUR

25% AFSLÁTTUR

WESTFIELD hægindastóll með skemli

COMFY hægindastóll með skemli

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Ljósgrátt slitsterkt áklæði.

Stillanlegur hægindastóll. Svart, dökkbrúnt, og koníaksbrúnt PVC leður.

Fullt verð: 69.900 kr.

Fullt verð: 119.900 kr.

Aðeins 52.425 kr. POLO hægindastóll

25% AFSLÁTTUR

Aðeins 89.925 kr. CLASSIC hægindastóll

25%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Svart eða brúnt PU-leður Stærð: 80x90 H: 105 cm.

Hægindastóll. Slitsterkt áklæði, margir litir.

Fullt verð: 39.900 kr.

Fullt verð: 99.900 kr.

Aðeins 29.925 kr.

25% AFSLÁTTUR

TUCSON hægindastóll

BUFFALO rafmagns­ lyftistóll Þessi hallar til baka, skemill fram og lyftir þér á fætur.

www.dorma.is

25% AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og grátt leður á slitflötum. Stærð: 85x90 H: 104 cm.

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og beigelitað leður á slitflötum. 85x90 H:106 cm.

Fullt verð: 99.900 kr.

Fullt verð: 179.900 kr.

Aðeins 74.925 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorg)

Aðeins 74.925 kr.

Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800

Aðeins 134.925 kr.

Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566

Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur.


AKUREYRI // jól 2016 | 33

Komdu og veldu þitt draumasæti – aldrei meira úrval

25%

KOLDING hægindastóll

KOLDING hægindastóll

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Rautt, ljósog dökkgrátt áklæði.

Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart, grátt og rautt leður.

Fullt verð: 109.900 kr.

Fullt verð: 139.900 kr.

Aðeins 84.425 kr.

25%

25%

SILKEBORG hægindastóll

Aðeins 104.925 kr. SILKEBORG hægindastóll

AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkgrátt slitsterkt áklæði.

Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart og dökkbrúnt leður.

Fullt verð: 69.900 kr.

Fullt verð: 99.900 kr.

Aðeins 52.425 kr.

Aðeins 74.925 kr.


34 | AKUREYRI // jól 2016

Uppsetning búnaðar í Þeistareykjavirkjun að hefjast Byggingu stöðvarhúss Þeistareykjavirkjunar lýkur að mestu nú um áramótin en á sama tíma er uppsetning búnaðar virkjunarinnar að komast í fullan gang. Þann 11. desember er áætlað að skipa upp á Húsavík fyrri af tveimur aflvélum virkjunarinnar og verður flutt á Þeistareyki en ráðgert er að fyrri vél Þeistareykjavirkjunar verði gangsett haustið 2017 og sú síðari vorið 2018. Uppsett afl í þessum tveimur vélum er 90 MW en mat á umhverfisáhrifum gerir ráð fyrir allt að 200 MW virkjun á Þeistareykjum. Stór áfangi að baki þegar byggingum lýkur „Verkinu hefur miðað mjög vel og má segja að við höfum nú komist yfir einn stærsta áfanga þess, sem er uppsteypa stöðvarhússins sjálfs. Það getur orðið mjög snjóþungt á Þeistareykjum en gott veður síðustu tvö haust hefur breytt miklu fyrir framgang verksins,“ segir Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Þeistareykjavirkjunar hjá Landsvirkjun. Aðdraganda virkjunarinnar má rekja allt aftur til ársins 1999 þegar Orkuveita Húsavíkur, Hita- og vatnsveita Akureyrar, Rafveita Akureyrar, Aðaldælahreppur og Reykdælahreppur stofnuðu Þeistareyki ehf. Þremur árum síðar var fyrsta djúpa vinnsluholan boruð á svæðinu og árið 2005 eignaðist Landsvirkjun þriðjungshlut í fyrirtækinu. Aflgeta borhola hafði náð 45 MW árið 2011 og hófst þá hönnun virkjunar en þá var einnig lokið svæðisskipulagi sem og mati á umhverfisárhrifum. Þeistareykir ehf.

Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Þeistareykjavirkjunar hjá Landsvirkjun. Hornsteinn lagður. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur í hönd Jónasar Þórs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar. Þeir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fylgjast með.

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi í fyrirhugaðri Þeistareykjavirkjun.

sameinuðust Landsvirkjun að fullu árið 2014 og hófst þá uppbygging

Komdu norður

og brunaðu inn í nýja árið!

Komdu á skíði um jólin! Opið milli jóla og nýárs – líka á jóladag!

innviða og stöðvarhússgrunns en árið 2015 var stærsta skrefið stigið þegar hafin var bygging stöðvarhúss og lagning gufuveitu. Um er að ræða fyrstu jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun byggir frá grunni en virkjunin mun sjá kísilmálmverksmiðju PPC á Bakka við Húsavík fyrir rafmagni. Byggt á íslensku hugviti og tækniþekkingu Aðalverktaki í byggingu stöðvarhúss og lagningu gufuveitu er fyrirtækið LNS Saga ehf. en Jarðboranir ehf. bora vinnsluholur. Af öðrum helstu framkvæmdaaðilum má nefna að frá japanska fyrirtækinu Fuji Electric koma gufuaflvélar og kæliturnar frá þýska fyrirtækinu Balcke-Dürr. ABB í Danmörku annast framleiðslu og uppsetningu stjórnkerfis en ítalska fyrirtækið Tamini framleiðir spenna virkjunarinnar. Rafiðnaðarfyrirtækið Rafeyri á Akureyri sér um rafbúnað og Vélsmiðjan Héðinn framleiðir skiljubúnað. Þeistareykjavirkjun verður 17. aflstöð Landsvirkjunar og segir Valur að framkvæmdin njóti bæði íslenskrar tækniþekkingar og efli um leið enn frekar innlenda tækniog verkþekkingu. „Hönnun virkjunarinnar er íslensk og hana höfðu verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís með höndum. Sömu aðilar hönnuðu Hellisheiðarvirkjun og okkur hjá Landsvirkjun þótti mikill kostur að fá að Þeistareykjavirkjun aðila með

reynslu úr stóru og hliðstæðu verkefni og að hönnunarvinnan færi fram hér á landi,“ segir Valur og bætir við að samkvæmt nýlegu mati Landsvirkjunar hafi íslenskir aðilar með höndum um 70% heildarframkvæmda við virkjunina. „Þó vissulega komi margir starfsmenn erlendis frá þá undirstrikar þetta að engu að síður er mjög hátt hlutfall vinnuafls innlent,“ segir hann en á hápunkti framkvæmdanna nú síðsumars voru á Þeistareykjum um 240 starfsmenn. Þeim fækkar um allt að helming þegar stöðvarhússbyggingu lýkur um áramótin og hlé er á útivinnu. Átta vinnsluholur fyrir hvora vél Áður en bygging stöðvarhússins hófst höfðu verið boraðar 8 vinnsluholur á Þeistareykjum sem nægja til að knýja aðra af tveimur aflvélum virkjunarinnar. „Þannig þarf að nálgast uppbyggingu gufuaflsvirkjunar, þ.e. að tryggja gufuna skref fyrir skref áður en bygging virkjunarinnar sjálfrar hefst,“ segir Valur en Jarðboranir hf. vinna nú að borun allt að 8 vinnsluhola fyrir annan áfanga hennar. Allar prófanir á svæðinu hafa undirstrikað að nægt gufuafl er fyrir hendi. Í stuttu máli er virkni virkjunarinnar þannig að úr borholunum kemur 300 til 340 gráðu heitur jarðhitavökvi, blanda af gufu (90%) og vatni. Vatnið er skilið frá gufunni og dælt á nýjan leik í jörð en gufan leidd í aflvélar virkjunarinnar. „Von Landsvirkjunar er sú að í framtíðinni verði þetta vatn nýtt með einhverjum hætti á svæðinu og í því sambandi hefur frekari orkuvinnsla úr lághita og ylrækt verið nefnd ásamt fleiru,“ segir Valur. Áhersla á umhverfismál og samvinnu við nærsamfélagið Allt frá upphafi segir Valur að Landsvirkjun hafi lagt ríka áherslu á að framkvæmdir á Þeistareykjum verði í sem víðtækastri sátt við nærsamfélag virkjunarstaðar. „Við erum mjög meðvituð um þetta viðkvæma svæði og að ganga vel um þessa auðlind þegar við

nýtum hana. Sem dæmi þá hófum við strax í upphafi framkvæmda vinnu við uppgræðslu á svæðinu, við notuðum gróðurþekju af stöðvarhússlóðinni til uppgræðslu meðfram virkjunarvegi og svona mætti áfram telja. Þannig er ásýnd á framkvæmdasvæðinu í heild eins góð og frekast er unnt,“ segir Valur en Landsvirkjun hefur haft samstarf við Landgræðsluna og sveitarfélög á svæðinu hvað varðar uppgræðslu og sáningar og í farvatninu er landgræðsla á Hólasandi sem verður liður í verkefni um kolefnisjöfnun. „Við höfum einnig haft samstarf við ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi um aðgerðir sem auðvelda starfsemi þeirra samhliða framkvæmdum, til að mynda gert aðilum í hestaferðaþjónustu kleift að fara um reiðveigi í jaðri framkvæmdasvæðisins. Þá efndum við einnig til opins húss á Þeistareykjum í sumar fyrir almenning þar sem fjöldi fólks heimsótti okkur og höfum reglulega fundi fyrir almenning og fulltrúa sveitarfélaga til að kynna framgang framkvæmdanna og kalla eftir ábendingum um einhverja þá þætti sem betur kunna að fara. Loks ber að nefna að við höfum líka átt í mjög góðu samstarfi við stéttarfélagið Framsýn og verktaka um úrlausnir á málefnum erlendra starfsmanna sem upp hafa komið og ég er því ánægður með þá samvinnu sem tekist hefur við nærsamfélagið í tengslum við þessar framkvæmdir,“ segir Valur. landsvirkjun.is

Afsökunarbeiðni Meðfylgjandi grein birtist í Sóknarfæri sem Athygli gaf út þann 11. nóvember síðastliðinn en fyrir mistök birtist ekki lokaútgáfa textans. Greinin er því endurbirt og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.


AKUREYRI // jรณl 2016 | 35


36 | AKUREYRI // jól 2016

Hilda á hátíðarnótum Þórhildur Örvarsdóttir býr og starfar á Akureyri, sem söngvari og söngkennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Engir tveir dagar eru eins, einn daginn syngur hún við kirkjulega athöfn, næsta dag stígur hún á svið, t.d. með stöllum sínum Norðlenskum konum í tónlist og þriðja daginn gerir hún eitthvað allt annað. Hún skilgreinir sig ekki sem óperu-, poppeða jazzsöngvara, fyrst og síðast sé hún söngvari sem vinni með tónlist af ýmsum toga. Auk þess að syngja ein syngur hún með Kammerkórnum Hymnodiu undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Og til viðbótar vinnur hún mikið með bróður sínum, Atla Örvarssyni, við að gera kvikmyndatónlist og hefur gert það lengi. Tónlistarmaður frá táningsaldri „Ætli megi ekki segja að ég hafi starfað sem tónlistarmaður síðan ég var þrettán eða fjórtán ára gömul,“ segir Þórhildur sem flestir þekkja sem Hildu Örvars. Hún á ekki langt að sækja tónlistargáfurnar því þær liggja í báðum ættum. Faðir hennar var Örvar Kristjánsson, landskunnur harmonikkuleikari og hún er í móðurætt af þeirri þekktu tónlistarætt, Mýrarættinni úr Bárðardal. Og nokkur af systkinum hennar hafa starfað í tónlistinni og þar eru best þekktir þeir Atli, Karl og Grétar. „Það hafa auðvitað komið ár þegar ég hef einbeitt mér

Þannig lítur platan út. Karl Örvarsson, bróðir Þórhildar, hannaði plötuumslagið.

Þórhildur Örvarsdóttir tók nýju jólaplötuna sína að stórum hluta upp í Akureyrarkirkju, sem hún segir að sér þyki sérstaklega vænt um.

að öðru en tónlistinni en hún hefur engu að síður verið hinn rauði þráður í gegnum mitt líf. Sumir segja að til þess að starfa sem tónlistarmaður þurfi maður að vera búsettur í Reykjavík en það er ekki mín reynsla. Ég hef gert nokkrar tilraunir til að búa í höfuðborginni og ekki gengið betur að lifa af tónlistinni þar en hér á Akureyri. Þetta er flóknara samspil en bara landfræðilegt. Stóra málið er að vera í standi til þess að geta skapað og í því sambandi skiptir ekki öllu

máli hvar maður er staddur í heiminum. Það hefur komið berlega í ljós í vinnu minni við kvikmyndatónlist með Atla bróður mínum. Hann bjó lengi í Bandaríkjunum en er reyndar fluttur hingað til Akureyrar með fjölskyldu sinni. Vissulega fór ég stundum út til að vinna að verkefnum með honum en oftast hef ég getað unnið að upptökum þar sem ég er stödd hverju sinni. Í það heila gæti ég trúað að ég hafi eitthvað komið við sögu í um tuttugu kvikmyndum,

bæði í myndum sem Atli samdi tónlist við og einnig í kvikmyndum sem önnur tónskáld gerðu tónlistina.“ Tónlistarlegt rótleysi angraði „Að vinna sem tónlistarmaður er oft spurning um að skapa sér sín eigin tækifæri, að fá góðar hugmyndir og framkvæma þær. Mér hefur reynst best að vera opin fyrir því að vinna með ólíku fólki að allskonar tónlist. Þegar ég var langt komin í tónlistarnámi hér heima

olli það mér miklu hugarangri að geta ekki fest mig við eina tegund tónlistar umfram aðra. Mér fannst ég vera rótlaus í tónlistinni og það angraði mig. Síðan fór ég í framhaldsnám til Danmerkur og bætti við söngþekkingu mína auk þess að mennta mig til söngkennara. Og þá var eins og púslið raðaðist saman fyrir mér. Þegar upp var staðið fann ég að það var minn styrkur að hafa tekist á við ólíka stíla og allskonar tónlist.“ Þórhildur segist kunna því vel að vinna sem tónlistarmaður á Akureyri, ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki starfi í tónlist í bænum og fjölbreytnin sé með ólíkindum. Og til þess að styðja við gróskumikið tónlistarlíf sé ómetanlegt að hafa skóla í háum gæðaflokki eins og Tónlistarskólann á Akureyri. Hins vegar sé dapurlegt til þess að

Laufabrauðið er ómissandi hluti af íslenskum jólum Laufabrauðið er komið í verslanir og Kristjáns laufabrauðið svíkur engan þetta árið frekar en fyrri daginn. Kristjánsbakarí á Akureyri var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins og á því farsæla 104 ára sögu. Laufabrauðsgerðin norðlenskur siður „Laufabrauðið er séríslenskt fyrirbæri og á uppruna sinn norðan

heiða. Sá siður að gera laufabrauð er rakinn allt aftur til 18. aldar en er núna ómissandi hluti af íslenskri jólamenningu. Okkur þykir kannski gaman að rifja það upp núna, og ekki margir sem vita, að laufabrauð á uppruna sinn að rekja til þess að skortur var á mjöli hér á landi,“ segir Davíð Þór Vilhjálmsson, framleiðslustjóri hjá Gæðabakstri, eigandi Kristjánsbakarís. Þegar gefa átti börnum brauð

Davíð Þór Vilhjálmsson framleiðslustjóri með Kristjáns laufabrauðið vinsæla.

að bíta í á jólunum var laufabrauðsdeig flatt út eins þunnt og hægt var, mynstur skorin í kökurnar og þær loks steiktar í feiti. „Þrátt fyrir að skortur á hveiti sé ekki lengur vandamál hefur sú hefð haldist að gera laufabrauð. Það er í raun órjúfanlegur hluti af jólahefðum margra Íslendinga. Enda passar það með flestum jólamat, með eða án smjörs,“ segir Davíð.

Myndir: Auðunn Níelsson.

Félagslegi þátturinn mikilvægur Hann bendir á að félagslegi þátturinn í laufabrauðsgerðinni sé afar mikilvægur. Þess eru mörg dæmi að stórfjölskyldur eða vinahópar komi saman á aðventunni til að skera út og steikja laufabrauð. „Svo eru aðrir sem vilja laufabrauðið steikt og tilbúið til neyslu og þá er auðvitað heppilegt að grípa það með sér alveg tilbúið í næstu búð. Við mætum óskum beggja hópa en

okkar viðskiptavinir geta bæði fengið steikt og ósteikt Kristjáns laufabrauð í næstu verslun,“ segir Davíð. „Okkar laufabrauð hefur ekkert breyst, við notum gömlu góðu uppskriftina og leggjum mikið upp úr gæðunum. Það líkar fólki mæta vel.“

Við Hafnarstræti er önnur tveggja verslana Kristjánsbakarís á Akureyri.


AKUREYRI // jól 2016 | 37

Í upptökunum í Akureyrarkirkju. 

vita að tónmenntakennsla í grunnskólunum hafi látið undan síga á síðustu árum og kjarabarátta tónlistarkennara borið mjög lítinn árangur. „Við viljum öll stæra okkur af okkar frábæra tónlistarfólki, ekki síst á erlendri grundu, en það er lítill skilningur á því að allt þetta hæfileikafólk þarf jarðveg til að vaxa upp úr. Þar skiptir menntunin gríðarlega miklu máli. Íslenskir tónlistarmenn eru ein öflugasta landkynningin okkar og ef eitthvað vit væri í hlutunum þá ætti að hlúa að því að hér væri nóg af tónmennta- og tónlistarkennurum, á mannsæmandi launum, til að rækta þennan garð.“ Jólaplata varð niðurstaðan Þórhildur hefur, eins og fram hefur komið, víða komið við í tónlistinni. Hún hefur komið að ótal útgáfuverkefnum en lengi hefur hún verið með í huga að gera sólóplötu á einlægum og lágstemmdum nótum. „Niðurstaðan var sú að ég ákvað að gera jólaplötu og það má kannski segja að undirbúningur að gerð hennar hafi hafist fyrir um einu ári. Þá unnum við Helga Kvam saman við tónlistarkennslu á Svalbarðseyri og hún hafði áhuga á því að við kennararnir héldum jólatónleika. Af því tilefni safnaði Helga saman nokkrum skandinavískum jólalögum, sem mörg hver eru þekkt í Noregi, Svíþjóð og Danmörku en hafa ekki mikið heyrst hér. Ég féll alveg fyrir þessum lögum og úr varð að Helga hjálpaði mér við að finna fleiri skandinavísk lög til þess að hafa á plötunni. Sum laganna voru með íslenska texta en við önnur fékk ég þrjá textahöfunda til þess að gera nýja texta, Sigurður Ingólfsson gerir þrjá texta, Kristján Hreinsson á einn texta og og Gréta Salome annan. Einnig eru á plötunni íslensk lög, t.d. Betlehemsstjarnan eftir frænda minn Áskel Jónsson, Jól eftir Daníel Þorsteinsson og tveir sálmar, Það aldin út er sprungið og Nú árið er liðið, sem mér fannst við hæfi að hafa síðasta lag plötunnar. Og einnig er á plötunni þjóðlagið Hátíð fer að höndum ein. Plötuna tók ég upp að stærstum hluta sl. sumar í Akureyrarkirkju en einnig í stúdíóinu í Hofi og Stúdíó Sýrlandi. Við fengum til liðs við okkur skoskan upptökumann sem starfar í London og heitir Stephen McLaughlin, en hann hefur starfað mikið með Atla. Steve er mjög flinkur við það að fá rými til þess að njóta sín í upptökum og það má glögglega heyra af upptökunum sem hann gerði í Akureyrarkirkju. Einnig hljóðblandaði hann plötuna. Sum lög plötunnar eru nánast tekin „live“ í kirkjunni en önnur höfum við unnið meira með. Atli stýrði upptökum og annaðist útsetningar, auk þess sem hann spilar á hljómborð og harmoniku, Eyþór Ingi spilar á harmoníum og orgel Akur-

Mynd: Daníel Starrason.

eyrarkirkju, Ásdís Arnardóttir á selló, Kristján Edelstein á gítar, Einar Valur Scheving á trommur og Gréta Salome á fiðlu. Atli og Ív-

ar Helgason radda í einu lagi, annars syng ég lögin ein,“ segir Þórhildur og bætir við: „Mig langaði að búa til plötu þar sem væri svolítið einlæg stemning. Ég viðurkenni það alveg að á köflum má á plötunni greina ákveðna nostalgíu eða skammdegi, enda er dimmt um jólin, þó svo að jólahátíðin sé og eigi að vera gleðirík. Ég var á sínum tíma í framhaldsnámi í Danmörku og kynntist því að Danirnir nýta nóvember til jólaundirbúnings en njóta síðan aðventunnar í desember. Ég hef reynt að tileinka mér þetta. Stundum hefur mér tekist það, stundum ekki.“ Útgáfutónleikar í Akureyrarkirkju Platan, sem heitir einfaldlega „Há-

tíð“, kom út um miðjan nóvember. Þórhildur gefur sjálf út plötuna en hefur fengið til liðs við sig dreifingaraðila sem dreifir plötunni í verslanir um allt land. Hún safnaði fyrir hluta útgáfukostnaðarins á Karolínu Fund fjármögnunarvefnum og það gekk ljómandi vel. Fjölmargir skráðu sig fyrir kaupum á diskinum og margir keyptu „tveir fyrir einn“ – disk og miða á útgáfutónleikana, sem annars vegar voru í Fríkirkjunni í Reykjavík í gærkvöld og seinni tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju nk. sunnudagskvöld, 4. desember, kl. 20, en þar flytur Þórhildur efni plötunnar með þeim tónlistarmönnum sem unnu með henni að gerð hennar. Miðar á tónleikana eru fáanlegir á Tix.is. Karl Örvarsson, bróðir Þórhild-

ar, hannaði umslag plötunnar. Auk þess að vera skapandi tónlistarmaður hefur hann gott vald á grafískri hönnun. Það var því engin ástæða fyrir Þórhildi að fara út fyrir fjölskylduna í leit að hönnuði. „Ég sendi Kalla nokkur lög af plötunni til þess að hann áttaði sig á stemningunni og ekki leið á löngu þar til umslagið var tilbúið og ég er virkilega ánægð með útkomuna.“ Ekki aðeins er Þórhildur jafnan kölluð Hilda – hún notar nafnið sem einskonar vörumerki. „Þegar ég hef verið að vinna í kvikmyndatónlistinni í Ameríku hef ég einfaldlega ekki getað notað mitt fulla nafn – Þórhildur Örvarsdóttir. Það er ekki beinlínis þjált nafn í henni Ameríku! Þess vegna hef ég haldið mig við Hildu-nafnið.“

Traustur kostur.

Power Max ® 1028 OXHE

sá „stærsti“

Power Max ® 726 OE sá „stærri“

Vél: 342 cc

Vél: 212 cc Toro •

Eldsneytistankur: 3,2 l

fjórgengis 7 hö •

Vinnslubreidd: 71 cm

Eldsneytistankur: 2,2 l •

Afkastageta á klst:57 tonn*

Vinnslubreidd: 66 cm •

Gírar: 6 áfram / 2 afturábak

Ljós: Já

Startari: Handtrektur/rafstart

Blásturslengd: 13,5 m* 200°

Þyngd: 121 kg

Afkastageta á klst:52 tonn* • Gírar: 6 áfram / 2 afturábak • Ljós: Nei • Startari: Handtrektur/rafstart • Blásturslengd: 12 m* 200° •

Vnr: 38828

Verð kr

389.500 m. vsk SnowMaster ® 724 ZXR CE sá „stóri“

Þyngd: 79 kg •

Vnr: 38813

Verð kr

249.500 m. vsk Power Curve® 1800 sá „rafmagnaði“

RAFMA GNS!

Vél: 212 cc Toro

Mótor: 15 amper, 230v • Eldsneytistankur: Á ekki við •

fjórgengis 7 hö •

Eldsneytistankur: 2,2 l

Vinnslubreidd: 46 cm •

Vinnslubreidd: 61 cm

Afkastageta á klst:19 tonn* •

Afkastageta á klst: 68 tonn*

Gírar: Stiglaus 0-5,6 km áfram

Ljós: Nei

Startari: Handtrektur

Blásturslengd: 12 m* 200°

Þyngd: 53 kg

Gírar: Á ekki við • Startari: Á ekki við • Ljós: Nei • Blásturslengd: 7 m.* 180° • Þyngd: 11,3 kg. • Vnr: 38710

MIKIÐ ÚRVAL

Vnr: 38302

Verð kr

189.500 m. vsk

Verð kr

59.900 m. vsk

AF VÖNDUÐUM SNJÓSKÓFLUM

Austurvegur 69 - 800 Selfoss

Lónsbakki - 601 Akureyri

Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir

Sími 480 0400

jotunn@jotunn.is

www.jotunn.is


38 | AKUREYRI // jól 2016

Purity Herbs ræktar eigin jurtir í Búlandi Purity Herbs á Akureyri er að færa út kvíarnar, starfsemi fyrirtækisins er við Freyjunes, en til stendur að nota jörðina Búland í Hörgársveit í þágu fyrirtækisins, bæði til ræktunar jurta sem og ferðaþjónustu. Eigendur þess, Ásta Sýrusdóttir og Jón Bernhard Þorsteinsson, keyptu jörðina í fyrra og hafa unnið að miklum endurbótum á íbúðarhúsi sem þar er. „The home of Purity Herbs“ Jörðin er um 100 hektarar og segir Ásta að húsið hafi verið í niðurníðslu þegar þau keyptu hana. „Nú er allt að verða tilbúið og við höfum hug á að útvíkka okkar starfsemi, gera Búland að „The home of Purity Herbs“ þar sem við getum tekið á móti dreifingaraðilum okkar. Leyfa þeim að upplifa íslenska náttúru þar sem jurtirnar vaxa í villtu umhverfi. Við tínum mikið af jurtum á Búlandsjörðinni sem nýttar eru í framleiðslu okkar og það er áhugavert að sýna okkar erlendu viðskiptavinum hvernig jurtatínslan fer fram,“ segir hún. Purity Herbs á Akureyri er fyrir löngu orðið þekkt hér á landi fyrir hreinar og kraftmiklar snyrtivörur og hefur mikil gróska verið í útflutningi undanfarin ár. Alls eru framleiddar um 44 tegundir af mismunandi snyrtivöru hjá fyrirtækinu, m.a. til að halda niðri húðvandamálum og einnig til að forðast þau. Morgunfrú hefur græðandi eiginleika Ásta segir að jörðin sé stór og henti fjölskyldunni vel en innan hennar er mikill áhugi fyrir hestamennsku. „Við höfum einnig hug á að nýta jörðina betur og ætlum að prófa okkur áfram með að rækta þar jurtir í framleiðsluna. Við byrjum á morgunfrú en afurðir hennar notum við mikið í okkar vörur. Þær hafa mjög húðbætandi og græðandi eiginleika. Ef vel gengur

Jörðin Búland í Hörgársveit. Þar rækta eigendur Purity Herbs jurtir sem notaðar eru í framleiðslu fyrirtækisins.

Starfsfólk Purity Herbs á Akureyri. Frá vinstri: Jón Þorsteinsson og Ásta Sýrusdóttir, eigendur fyrirtækisins, Eydís Elva Þórarinsdóttir, Anna Ársælsdóttir, Ruben Rues og Sæmundur Ómar Dúason.  Mynd: Auðunn Níelsson.

munum við bæta við fleiri tegundum í framtíðinni sem mun einnig koma sér vel ef við sækjum um lífræna vottun á fyrirtækinu. Það má kannski segja að við séum að róa

að hluta til á önnur mið en við höfum áður verið á,“ segir Ásta. purityherbs.is

Nú er snjómoksturinn ekkert mál!

Þrír af starfsmönnum í verslun Jötuns á Lónsbakka við úrval af snjóblásurum. Frá vinstri: Sveinbjörn Guðmundsson, Birgir Björnsson og Hörður Hólm Árnason.

Rammy snjóblásarinn er hannaður fyrir fjórhjól.

„Sala í snjóblásurum hjá okkur tók mikinn kipp þegar snjórinn heilsaði upp á okkur Norðlendinga á dögunum og blásararnir hreinlega ruku út,“ segir Birgir Björnsson, verslunarstjóri Jötuns ehf. á Lónsbakka. Fyrirtækið selur snjóblásara til smærri verka í fimm stærðum og sá stærsti er tengdur á fjórhjól.

Fyrir heimkeyrslurnar eða bílastæðið „Allir eru þessir blásarar tilvaldir til að moka bílastæði, stéttar heim að húsum og heimkeyrslur. Allt eftir

Nýtt Classic Black verð frá 22.900 til 28.700.-

DW

Daniel Wellington

því hvað hentar hverjum og einum,“ bætir Birgir við. Toro blásarana hefur Jötunn selt undanfarin ár við góðan orðstír og þess bera vitni ánægðir viðskiptavinir. Þeir eru fáanlegir í fjórum stærðum. Sá minnsti er rafmagnsknúinn og segir Birgir það koma skemmtilega á óvart hversu öflugur hann er. Hinir þrír eru bensínknúnir. Stærsti Toro-blásarinn hjá Jötni er með rösklega 300 cc mótor með hita í handföngum og vinnuljósi. Snjóblásari framan á fjórhjólið „Ef fólk þarf enn meiri afköst þá vorum við að hefja sölu á finnskum Rammy blásurum. Útfærslan á þeim er þannig að sjálfstæður 250 cc mótor knýr blásarann sjálfan en auðvelt er að tengja hann við fjórhjólið og aftengja. Vinnslubreiddin er 118 cm og einfaldur búnaður sér um að lyfta blásaranum upp. Þetta er lausn sem hentar á hvaða fjórhjól sem er þar sem blásarinn er knúinn óháð hjólinu og er tilvalinn þegar hreinsa þarf aðeins meira en bílaplanið og stéttina. Og að sjálfsögðu eigum við góð fjórhjól frá franska framleiðandaum Goes fyrir þessa lausn þannig. Settið getum við afgreitt hratt og vel, klárt í að takast á við skaflana. Það er því engin ástæða til að eyða miklum tíma í snjómokstur yfir jólin,“ segir Birgir. jotunn.is


AKUREYRI // jól 2016 | 39

Jólatilboð í Líflandi „Það eru alls konar jólatilboð í gangi núna í desember og ég hvet fólk til að líta við hjá okkur á Óseyri 1 og skoða hvað við bjóðum,“ segir Ellert Gunnsteinsson, verslunarstjóri hjá Líflandi á Akureyri. Jólaverslun hjá Líflandi fer ágætlega af stað og vex þunginn eftir því sem nær dregur jólum. Fatnaður fyrir hestamenn Ellert segir að Lífland bjóði fjölbreytt úrval af vörum fyrir hestamenn og sé verslunin vinsæll viðkomustaður þeirra. „Við höfum verið að taka upp nýjan og flottan fatnaði síðustu daga, búðin er stútfull af varningi sem hentar hestafólki,“ segir hann. Nefnir hann í því sambandi, úlpur, jakka og peysur frá Mountain Horse, Horka og Topreiter. Auk fatnaðar er úrvalið fjölbreytt þegar kemur að hestamennsku almennt, hvort heldur er eitthvað sem tengist útreiðum eða tamningum. Þá segir Ellert að tilboð séu í gangi um þessar mundir á hestaábreiðum, hönskum, peysum, hjálmum og höfuðleðrum. „Margir kaupa hjá okkur gjafabréf, bæði til jólagjafa en einnig til tækifærisgjafa af öllu tagi. Þiggjandinn getur þá sjálfur ráðið hvernig hann ver andvirðinu, keypt það sem hann langar í eða notað upp í dýrari hluti,“ segir Ellert.

Ellert Gunnsteinsson verslunarstjóri hjá Líflandi á Akureyri. „Margir kaupa hjá okkur gjafabréf, bæði til jólagjafa en einnig til tækifærisgjafa af öllu tagi.“

Gæludýrafóður er í miklu úrvali í verslun Líflands.

Slökun - Vellíðan - Upplifun - Verið velkomin í Mývatnssveit -

Rekstrarvörur fyrir bændur Vöruúrvalið í Líflandi hefur stóraukist eftir að verslunin flutti sig um set að Óseyri. „Fólk sem heldur gæludýr gleymir þeim ekki á jólunum,“ segir Ellert. Vinsælast sé að kaupa eitthvað gott nammi eða nagbein til að japla á yfir jólin „og svo eru leikföngin líka ómissandi í jólapakka gæludýranna. Gæludýravörur eru í miklu úrvali, fóður, búr, leikföng og fleira. Einnig verðum við komin með fyrir jól vörur fyrir nagdýr. Við erum alltaf að reyna að bæta í.“ Lífland býður mikið úrval af vörum tengdum landbúnaði, fóður og aðrar rekstrarvörur fyrir kúa,svína,- hænsna,- og sauðfjárrækt. „Við erum mjög umsvifamiklir á þessu sviði og bjóðum upp á nánast allt sem bændur þurfa í sinn rekstur, fóður og bætiefni af öllu tagi þannig að hér er fjölbreytt úrval af ýmsum vörum, stórum og smáum. Það gildir um landbúnaðarvörurnar eins og aðrar að við höfum aukið vöruúrvalið mikið miðað við það sem áður var,“ segir Ellert. lifland.is

www.jardbodin.is · sími 464 4411 · info@jardbodin.is


40 | AKUREYRI // jól 2016

Sportver á Glerártorgi

Heimsþekktar vörur hafa lækkað í verði „Það hefur verið mikið að gera, ekki aðeins á undanförnum vikum heldur hefur allt árið verið mjög annasamt. Aðventan er helsti sölutími ársins og við höfum undirbúið okkur gaumgæfilega, pantað nokkuð hressilega inn og þessa dagana eru stórar pantanir að detta í hús. Úrvalið hjá okkur er því mjög mikið og fjölbreytt, þannig að við erum vel undirbúin. Við sinnum nánast öllum íþróttagreinum sem landsmenn stunda, auk þess sem alls kyns útivistarfatnaður er stór þáttur í starfseminni,“ segir Sigurður Einarsson sem rekur íþróttavöruverslunina Sportver á Glerártorgi á Akureyri ásamt bróður sínum Agli. Þeir reka einnig verslunina Toppmenn og sport í miðbæ Akureyrar. „Okkar keppikefli er að veita öllum viðskiptavinum góða og persónulega þjóðnustu, óskirnar geta eðlilega verið síbreytilegar og þess vegna þarf að fylgjast náið með öllum hræringum í viðkomandi greinum. Við bræðurnir höfum rekið íþróttavöruverslun hérna á Glerártorgi frá því verslunarmiðstöðin opnaði og áður höfðum við nokkurra ára reynslu í þessari grein, svo reynslan er orðin töluverð.“ Hjólajól hjá mörgum Sportver er á tveimur hæðum á Glerártorgi og úrvalið í versluninni tekur eðlilega mið af árstíðunum. Þeir bræður Sigurður og Egill segja að síðasta sumar hafi verið verið mjög líflegt í sölu hjóla og vörum sem tengjast hjólreiðum. „Já, það er mikill hjólaáhugi, ekki aðeins hérna á Akureyri, heldur um land allt. Ég er þess vegna ekki frá því að innihald margra jólapakka tengist hjólreiðum, enda úr ýmsu að velja í þeim efnum hjá okkur. Það verða þess vegna hjólajól ansi víða,“ segir Egill. Verðlækkun „Já, verðið hefur almennt lækkað í okkar verslunum, miðað við síðasta ár. Yfirleitt er lækkunin á bilinu 15-25%, enda hefur salan aukist verulega á árinu. Við erum með flest stóru alþjóðlegu vörumerkin sem tengjast íþróttum og útiveru, svo sem Nike, Under Armour, Hummel, Helly Hansen, Craft, Speedo, Ecco, Casall og svo íslenska vörumerkið Cintamani sem nýtur mikilla vinsælda og allir landsmenn þekkja. Framleiðslan frá þessum stóru heimsþekktu fyrirtækjum á það sameiginlegt að standast óskir kröfuharðra viðskiptavina, enda vill landinn yfirleitt gæðavöru. Samstarfið við íslenska birgja hefur verið einstaklega farsælt, auk þess sem við flytjum inn hágæða útivistarfatnað frá sænska fyrirtækinu Five Seasons. Vörur frá því fyrirtæki hafa lækkað um fjórðung, miðað við sama tíma í fyrra. Það er auðvitað óskaplega gleðilegt að geta sagt frá því að gæðavörur frá heimsþekktum

framleiðsendum hafi lækkað svona mikið í verði,“ segir Sigurður. Reynslan skilar sér til viðskiptavina „Við höfum verið afskaplega heppnir með starfsfólk, flestir hafa unnið hérna árum saman. Auðvitað skiptir gríðarlega miklu máli að þekkingin sé til staðar, hvort sem um er að ræða sjálfan reksturinn eða beina þjónustu við viðskiptavinina. Við viljum meina að fólk eigi að geta treyst því að fá góða og faglega þjónustu, enda er það okkar keppikefli. Við eigum traustan og góðan hóp viðskiptavina og bjóðum með stolti vörur frá heimsþekktum framleiðendum á enn betra verði en áður,“ segja bræðurnir Egill og Sigurður Einarssynir í Sportveri á Glerártorgi. facebook.com/Sportver

Keppikefli starfsfólks Sportvers er að veita góða og faglega þjónustu. 

Flest stóru alþjóðlegu vörumerkin sem tengjast íþróttum og útiveru fást í Sportveri.

Myndir: KEP.

Sprotver er á tveimur hæðum og úrvalið í versluninni tekur mið af árstíðunum.

Veitingahúsið Kaffi Kú í Garði í Eyjafjarðarsveit nú opið alla daga

Kaffibolli á fjósloftinu og nautasteikin fyrir jólin tekin með heim „Sumarið var gott og haustmánuðirnir hafa verið líflegir. Við sjáum fram á um 20% aukningu í gestakomum hjá okkur í ár, líkt og verið hefur undanfarin ár,“ segir Einar Aðalsteinsson á veitingahúsinu Kaffi Kú í fjósinu í Garði í Eyjafjarðarsveit. Staðinn rekur hann með eiginkonu sinni Sesselju Barðdal og er fimmta starfsárinu að ljúka. Staðurinn var stækkaður umtalsvert síðastliðið vor og veitti ekki af til að mæta auknum gestafjölda en líkt og verið hefur alla tíð eru innlendir gestir í nokkrum meirihluta þeirra. Lengri opnunartími „Hér er opið alla daga frá kl. 10 á morgnana til 18 á kvöldin og verður svo í fyrsta skipti í vetur, ef frá er talinn janúarmánuður þegar við verðum ekki með opið á virkum dögum,“ segir Einar en staðurinn skipar sérstöðu meðal íslenskra veitingastaða fyrir þann hluta hans sem snýr inn í fjósið og þar getur fólk horft yfir kúahjörðina og séð hvernig daglegt líf mjólkurkúa og kálfa gengur fyrir sig. „Hér situr fólk gjarnan mjög lengi og raunar er dæmi um fjölskyldu sem var hér heilan dag að bíða eftir að kálfur kæmi í heiminn sem þau sáu og þótti mikið til koma,“ segir Einar. Kaffi Kú er kaffihús og veitingastaður og á matseðlinum má finna t.d. brauðrétti, hamborgara, gúllassúpu, fjölbreytt úrval af beygluréttum, vöfflur og kökur. Allar kökur eru bakaðar á staðnum en brauðin

Ferskt og frosið nautakjöt, heimaunnið þurrkað nautakjöt sem viðbit, sérframleiddar beyglur og hamborgarar.

Einar Aðalsteinsson, veitingamaður í Kaffi Kú. Hægt er að kaupa nautakjöt úr framleiðslu Garðsbænda á staðnum.

eru sérframleidd fyrir Kaffi Kú hjá Sauðárkróksbakaríi. Hátíðarnautasteikin bíður! Umfangsmikil nautakjötsframleiðsla er í Garði og hafa Garðsbændur byggt upp netverslunina nautakjot.is síðustu ár þar sem fólk getur keypt nautakjöt milliliða-

laust. Í boði eru nokkrar útfærslur í magni og vinnslu, öllu kjötinu er pakkað og það tilbúið í kistuna. „Hér á svæðinu keyrum við pantanir út til viðskiptavina en sendum síðan til viðskiptavina út um allt land. Hér á Kaffi Kú erum við líka alltaf með kjöt til til sölu, frosna hamborgara, hakk og fullmeyrnaða

Gaman er að virða fyrir sér daglegt líf mjólkurkúnna og kálfanna í Garðsfjósinu yfir kaffibollanum.

vöðva í loftþéttum umbúðum. Nú er tíminn til að kaupa nautavöðvana fyrir hátíðarsteikina og ég mæli með að fólk hafi hraðann á til að tryggja sér kjöt frá okkur meðan við eigum það til,“ segir Einar. kaffiku.is nautakjot.is


AKUREYRI // jól 2016 | 41

Vinsælar jólagjafir og nýjungar hjá Sveinbjörgu Hönnuðurinn Sveinbjörg Hallgrímsdóttir kemur enn á ný með nýjungar fyrir jólin og eru tinbaukar með mynstrum hennar nýkomnir í verslanir. Um þrjár týpur er að ræða og henta afar vel fyrir hvers kyns bakstur, konfekt, kaffi, pasta eða annað smálegt í eldhúsinu og víst er að mörg heimili landsins munu skarta þessum fallegu baukum með heimabökuðu góðgæti um jólin. Baukarnir tilvaldir sem nýjung í ár „Við höfum ávallt komið með einhverjar nýjungar að vori og á haustin eða fyrir jólin. Í fyrra voru það handklæðasett sem var ein vinsælasta gjafavaran hjá okkur og hafa þau verið afar vinsæl síðan. Þau fást nú í fimm mismunandi litum og þremur stærðum en við bættum við þremur litum í vor við þá sem fyrir voru. Í ár völdum við að koma með nýja jólalínu sem samanstóð af löberum, bökkum og baukum. Jólalöberarnir seldust upp á 10 dögum og var eftirspurnin mun meiri en okkur óraði fyrir, en baukarnir voru að koma í verslanir svo við sjáum til hversu lengi sá lager endist,“ segir Sveinbjörg. „Það er til að mynda tilvalið að baka í bauk og gefa í jólagjöf. Við sjáum á samfélagsmiðlunum að það er mjög vinsælt að gefa persónulegar gjafir og okkur fannst því baukar tilvaldir sem nýjung í ár.“

Hrafnabollar.

Ullarteppin eru sívinsæl.

Handklæðasett með mynstrum Sveinbjargar voru ein vinsælasta gjafa­varan í framleiðslu hennar í fyrra.

Plexikransarnir eru ávallt eftirsóttir á þessum árstíma.

Ekta norðlenska laufabrauðið frá Kristjánsbakarí kemur allri fjölskyldunni í rétta jólaskapið!

Sveinbjörg segir ullarteppin vera vinsæla jólagjöf á hverju ári ásamt bollum og löberum. „Margir eiga til að mynda fleiri en eitt teppi í stofunni og notagildi þeirra er mikið og því er þetta góð gjöf fyrir fólk á öllum aldri. Einnig vorum við að fá aftur í hús plexíkransana í tveimur stærðum, en þeir eru einmitt líka vinsælir á þessum tíma og hafa verið uppseldir hjá okkur síðan í fyrra.“

Vörur Sveinbjargar fást í öllum helstu hönnunar- og lífsstílsverslunum eða í um 30 verslunum um land allt. Á Akureyri er hægt að heimsækja verslun Sveinbjargar að Njarðarnesi 4 en einnig eru vörurnar seldar í Eymundsson, Kistu í Hofi og í Blómabúð Akureyrar. sveinbjorg.is


42 | AKUREYRI // jól 2016

Minjasafnið á Akureyri

Skreytum hús með greinum grænum Minjasafnið á Akureyri hefur opnað árlega jólasýningu safnsins og að þessu sinni er dregið fram jólaskraut úr safneigninni auk þess sem gestum gefst tækifæri til að kynnast jólaundirbúningi fyrri tíma og jólasveinunum, sem safninu telst til að séu um 89 talsins. Að frátöldu gamla jólaskrautinu er sýningin snertisýning þar sem hægt er að gægjast inn í smáveröld jólasveinanna í jólafjallinu, þefa af ýmsum mat sem tengjast jólasveinunum og prófa hluti sem tilheyra jólaundirbúningi fyrri tíma og jólasveinunum sjálfum. Listaverk eftir Ingibjörgu H. Ágústsdóttur prýða sýninguna, en hún bregður upp myndum af hinum lítt þekktari sveinum og sveinkum í útskurðarverkum sínum. Jólaskraut 20. aldarinnar Minjasafnið safnar meðal annars munum sem tengjast heimilinu og daglegu lífi fólks á Eyjafjarðarsvæðinu – og er jólahald þar engin undantekning. Jólin eru ein stærsta hátíð ársins í hugum margra þar sem gamlar hefðir og siðir fá að blómstra. Margt í jólahaldinu byggir á því sem fólk vandist í æsku og fjölskylduhefðir berast milli kynslóða um hver jól í gegnum mat, drykk og skraut – en jólaskraut er oft notað af mörgum kynslóðum. Minjasafnið á nokkuð af jólaskrauti sem safninu hefur borist að gjöf í gegnum árin og veitir það góða innsýn inn í jólaskreytingar á 20. öldinni og vonandi bætist bara meira í safnið eftir því sem tíminn líður.

Eins og annað hefur jólaskrautið þróast í gegnum árin. Það má sjá með skemmtilegum hætti í sýningarsal Minjasafnsins á Akureyri. Ljósm. Berglind Mari Valdemarsdóttir/gutto.is. 

Þetta hús hefur vafalítið glatt marga á sínum tíma.

náttúran vakni aftur til lífsins eftir veturinn. Að tendra ljós í skammdeginu er heldur ekki nýtt af nálinni, þó seríu- og ljósafjöldinn sé nú ólíkt meiri í dag en áður. Að gefa heimilismönnum kerti eða annað ljós er eitt elsta dæmi um það sem kalla má jólagjöf. Jólaskraut hefur því lengi þjónað þeim tilgangi að færa okkur liti, birtu og yl í skammdeginu.

Jólakúlur hafa þróast, eins og annað.

Kirkjur hafa jafnan verið áberandi hluti af jólaskrauti.

Jólatré eru eitt elsta skrautið sem tíðkaðist á íslenskum heimilum, en sá siður að færa inn á heim-

ilið hluta úr náttúrunni en hið sígræna greni táknar von okkar um að sólin hækki aftur á lofti og að

Áhugamál jólasveinanna Hlutir sem tengjast nöfnum og áhugamálum jólasveinanna eru fyrirferðarmiklir á sýningunni, enda sýna þeir líka hvaða störfum fólk sinnti í aðdraganda jólanna áður fyrr s.s. við matargerð og ullarvinnu. Hvernig er t.d. askurinn hans Askasleikis og strokkurinn sem Rjómasleikir og Smjörhákur stelast í. Jólasveinarnir Pottkrókur,

Flautaþyrill og Kleinusníkir eiga einnig sína hluti á sýningunni. Hægt er að spreyta sig við kamba og snældur, handfjatla tólgarkerti og hjálpað til við sokkaprjón – svo hún Flotsokka steli ekki ókláruðu sokkunum! Auk jólasýningarinnar eru yfirstandandi sýningarnar Akureyri – bærinn við Pollinn og póstkortasýningin Með kveðju. Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga kl. 13-16. Lokað verður á aðfangadag jóla, jóladag og nýársdag. minjasafnid.is

Leikfélag Akureyrar –100 ára eldfjörugur öldungur „Leikfélag Akureyrar er eldfjör­ ugur öldungur sem hefur séð tímana tvenna. Félagið á sér litríka sögu og sterkar hefðir í sjónleikjahaldi sem við munum byggja á þegar við fögnum 100 ára afmæli félagsins í apríl á næsta ári,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri. Leikfélagið, þessi bráðhressi öldungur, er í góðu samstarfi við menningarhúsið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands en saman mynda þessir þrír aðilar Menningarfélag Akureyrar og samnýta í því samstarfi húsakost, tækjabúnað og mannauð. „Það er sameiginlegt verkefni þeirra sem sýsla með almannafé að nýta sem best það sem þeir hafa úr að spila og keppikeflið er að fá sem mesta samlegð út úr þeim verkefnum sem eru í gangi hjá okkur hverju sinni.“ Jón Páll segir að þau tvö ár sem hann hefur stjórnað Leikfélaginu hafi þau með stolti sett á svið mörg ný íslensk verk. Hann segir að á síðasta leikári hafi Leikfélag Akureyrar þannig frumsýnt sex ný íslensk verk sem hljóti að teljast stórkostlegur árangur miðað við aðstæður. „Allar viðtökur, bæði gagnvart mér persónulega og því listræna starfi sem við höldum úti í leikhúsinu hafa verið mjög jákvæðar og góðar,“ segir Jón Páll en hann flutti með fjölskylduna til Akureyrar þegar hann tók við leikhússtjórastarfinu.

Ævintýrasöngleikurinn um Pílu Pínu naut gríðarlegra Myndir: Auðunn Níelsson. vinsælda í fyrra.

Jólaverkið um Stúf verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í byrjun desember.

„Allar viðtökur, bæði gagnvart mér persónulega og því listræna starfi sem við höldum úti í leikhúsinu, hafa verið mjög jákvæðar og góðar,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri.

Fjölbreytt dagskrá Jón Páll segir að dagskráin á afmælisárinu verði í senn fjölbreytt og kraftmikil, ekki bara hjá leikfélaginu heldur einnig hjá öðrum menningarstofnunum í bænum sem munu taka þátt í afmælishaldinu. „Það verða sýningar á söfnum og menningarstofnunum út um allan bæ í tengslum við afmælishaldið og við vonum að þetta muni setja dálítinn svip á bæinn.“ Aðspurður um helstu verkefni framundan segir Jón Páll að á yfirstandandi leikári hafi verið mjög þétt og fjölbreytt dagskrá bæði í Samkomuhúsinu og í Hofi. Hann segir að nú sé að ljúka sýningum á Hannesi og Smára og þá hafi nýlega verið boðið upp á ballettinn Hnotubrjótinn í Hofi sem var samstarfsverkefni Hátíðarballetts

Sankti Pétursborgar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Lítið jólaverk, Stúfur, verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í byrjun desember. Undanfarna daga hefur börnum á leikskólum á Akureyri gefist tækifæri á að fylgjast með æfingum. Eina helgi í janúar er von á gestasýningu frá Þjóðleikhúsinu á verkinu Maður sem heitir Ove og 18. febrúar verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Núnó og Júnía eftir þær Söru Marti Guðmundsdóttur og Sigrúnu Huld Skúladóttur en þær sáu um leikgerð og leikstjórn ævintýrasöngleiksins Pílu Pínu sem naut mikilla vinsælda í fyrra. Endurskoða þarf framlögin Jón Páll segir að nú þegar afmælisárið er framundan hafi hann verið að skoða aðstoð ríkis og sveitarfélagsins við starfsemi leikhússins í gegnum árin. Það blasi við að komin sé tími til að leiðrétta framlögin því þau hafi staðið í stað í langan tíma þrátt fyrir hækkanir á verðlagi. „Ef menn vilja halda áfram að stunda leiklist þannig að hægt sé að bjóða Norðlendingum, sem mennta sig í sviðslistum, tækifæri til að koma aftur heim og starfa hér, þá þarf að gera eitthvað til að laga þessa stöðu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri. mak.is


AKUREYRI // jól 2016 | 43

Heimilispakkinn Ómissandi um jólin

TVIST 10412

Í Sjónvarpi Símans Premium færðu jólamyndirnar auk 6.000 klukkustunda af frábæru sjónvarpsefni

Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Appið

Sjónvarpsþjónusta Símans

11 erlendar sjónvarpsstöðvar

13.000

kr./mán.

Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán.

Sjónvarp Símans Premium Endalaus heimasími

Netið 250 GB

Spotify Premium

Pantaðu Heimilispakkann í síma 800 7000 eða opnaðu Netspjall á siminn.is


44 | AKUREYRI // jól 2016

Lífið í Kristnesþorpi Á næstu dögum kemur út bókin Lífið í Kristnesþorpi – frá uppvexti til blómaskeiðs og tilvistarkreppu eftir Brynjar Karl Óttarsson. Bókin segir frá daglegu lífi fólks í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit frá því að berklahæli var opnað þar árið 1927 og til dagsins í dag. Bókin byggir á rituðum heimildum og viðtölum sem höfundur tók við fólk sem býr og hefur búið á Kristnesi. Einnig eru þar birt styttri minningabrot fólks um búsetu á staðnum. Bókin er sú fyrri af tveimur um Kristnes og Kristneshæli sem Brynjar Karl hefur verið að vinna að í mörg undanfarin ár. Sú seinni, sem mun fyrst og fremst beina sjónum að berklasjúklingunum á Kristneshæli, er væntanleg og horfir höfundur til þess að hún komi út sem næst 1. nóvember að ári, en þá verða 90 ár liðin frá því að Kristneshæli var vígt. Fyrstu berklasjúklingarnir komu inn á hælið í nóvember 1927. Lokaritgerðin kveikti áhugann Brynjar Karl hefur til fjölda ára unnið að því að safna heimildum um Kristnes og berklahælið þar. Á árunum 1998 til 2001 var hann í kennaranámi og skrifaði lokaritgerð sína um Kristneshæli. Ritgerðina kallaði hann Daglegt líf á Kristneshæli. „Þegar ég var kominn af stað sá ég hversu mikil saga þetta er,“ rifjar Brynjar upp. Og þá var ekki aftur snúið. Hann ákvað að hella sér í frekari heimildasöfnun og naut liðsinnis Rósbergs Halldórs, bróður síns. Þeir bræður fóru út um allt land og tóku viðtöl við fyrrum starfsmenn á Kristneshæli og sjúklinga sem þar höfðu verið og lifað af sjúkdóminn, sem var fjarri því sjálfsagt því þegar fólk fékk berkla á fyrri hluta 20. aldarinnar var það oftar en ekki talinn dauðadómur. Ákveðin kaflaskil urðu í baráttunni við berklana eftir að lyf gegn þeim fóru að koma fram á sjónarsviðið um miðja síðustu öld. Fæddist og ólst upp á Kristnesi Brynjar Karl tengist Kristnesi sterkt því þar fæddist hann og ólst upp. Foreldrar hans, Óttar Ketilsson málari og Sigrún Halldórsdóttir, fluttu í Kristnes árið 1974 og ári síðar fæddist Brynjar. Fyrr er getið Rósbergs bróður hans og einnig á hann systurina Hrafnborgu, auk tveggja hálfbræðra. Óttar, sem

Brynjar Karl Óttarsson, höfundur og útgefandi bókanna um Kristnesþorp og Kristneshæli.

Imperial á Glerártorgi

Hagstætt gengi lækkar vöruverð Velúr er að koma sterkt inn nú fyrir jólin og ekki er ólíklegt að margir vilji fylgja tískustraumum og fá sér eins og einn velúrkjól, jafnvel peysu eða bol. Nú eða sokkabuxur, leggings úr þessu mjúka og þægilega efni. Pallíettukjólar fyrir hátíðina Hjá Imperial á Glerártorgi er mikið úrval af fallegum fatnaði úr velúr og segir Sandra Dögg Arnardóttir verslunarstjóri að konurnar sýni honum mikinn áhuga. „Við erum líka núna fyrir jólin að taka upp pallíettukjóla og boli sem henta vel við hátíðleg tækifæri, eins og um jól og áramót. Þeir eru gylltir, silfraðir, svartir eða vínrauðir og einstaklega fallegir,“ segir hún. Til að auka enn á hátíðleikann segir hún loðkraga eiga vel við, en þeir eru vinsælir um þessar mund-

Sandra Dögg Arnardóttir, verslunarstjóri Imperial.

ir. Hið sama má segja um Chokerana sem til eru í alls konar litum og útfærslum. „Svo er auðvit-

a g a d a l l Opidð a kl.10-18 -

Garður í Eyjafjarðarsveit • Tel: +354 867-3826 • www.kaffiku.is

að bráðnauðsynlegt að eiga góðan trefil á þessum árstíma og eins erum við með úrval af síðum og þægilegum peysum.“ Fjölbreytt úrval af jólagjöfum Þegar kemur að herralínunni er aldeilis ekki komið að tómum kofanum í Imperial. Sandra segir hermannajakkana enn njóta vinsælda, úlpur og síðir Bomer jakka í hermannagrænum lit eru einnig í tísku. „Við erum einnig með glæsilegt úrval af skyrtum og

Myndir: Auðunn Níelsson.

fallegum Blazer jökkum, sem og einnig fínt úrval af bindum og slaufum,“ segir hún. „Við erum með fjölbreytt úrval af jólagjöfum; vettlinga, húfur, þykka og mikla trefla, skartgripi, peysur og skó svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sanda og bendir á að Imperial leggi mikið upp úr góðu vöruverði. „Okkar vörur hafa lækkað töluvert undanfarið, enda er gengið hagstætt,“ bætir hún við og sem dæmi megi nefna að gallabuxur fáist nú á 5.990 krónur.

Hvort heldur það eru jólafötin fyrir dömur eða herra þá er vandalaust að finna það rétta í verslun Imperial.


AKUREYRI // jól 2016 | 45

Fyrir tæpum þremur árum veiktist Brynjar Karl illa en er fullfrískur í dag. Hann segir að veikindin hafi ýtt á sig að klára þetta viðamikla verkefni um Kristnes. Þess vegna hafi hann ákveðið að taka sér leyfi frá kennslu til þess að geta einbeitt sér að skriftum.

Kápa bókarinnar „Lífið í Kristnesþorpi“, sem væntanleg er á næstu dögum.

vann við viðhald og ýmislegt annað á Kristnesi til fjölda ára, lést árið 2006 en Sigrún býr ennþá á Kristnestorfunni. Að loknu kennaranámi var Brynjar Karl ráðinn til kennslu í Giljaskóla á Akureyri. Hann rifjar upp að þeir bræður hafi samhliða vinnu sinni í kennslu og sölumennsku haldið áfram að safna heimildum og alltaf hafi þeir haft í huga að afraksturinn kæmi síðar fyrir almennings sjónir. Um þrjátíu viðtöl – einstakar heimildir „Við höfum tekið hátt á þriðja tug viðtala og eru flestir viðmælendanna nú látnir. Þessi viðtöl eru að mínu mati einstakar heimildir. Þá hef ég unnið mikið með bréf og dagbækur og einnig hef ég fengið afnot af frumheimildum frá Kristneshæli sem fundust í bakherbergi á Kristnesi og lágu þar undir rakaskemmdum. Úrvinnsla heimilda hefur verið gríðarleg vinna og mun viðameiri en ég bjóst við. Og slík vinna hefur tilhneigingu til þess að vinda upp á sig. Í fyrri bókinni, sem er að koma út núna, fjalla ég um Kristnesþorpið, búsetuþróun og daglegt líf íbúanna. En í seinni bókinni á næsta ári beini ég sjónum að sjúklingunum sem voru til meðferðar vegna berkla á Kristnesi. Ég gerði mér smám saman grein fyrir því að ég ætti erfitt með að koma þessu frá mér öðruvísi en að geta alfarið einbeitt mér að því að vinna úr þessu og skrifa. Það varð úr. Ég fékk leyfi frá kennslu í vetur og hef einbeitt mér að verkefninu. Mig langar að koma þessari sögu á framfæri við lesendur þannig að þeir tengi sig við viðfangsefnið eins og hægt er. Þetta er eðli málsins samkvæmt dramatísk saga og mér finnst alltaf ég þurfa að passa mig þegar ég fjalla um þetta. Eftir að hafa grúskað í þessu öll þessi ár, þá sér maður hversu hrikalegt þetta var oft. Dæmi eru um marga úr sömu fjölskyldunni sem lutu í lægra haldi fyrir þessum vágesti og gjarnan varð Kristneshæli endastöðin. Þá var nokkuð algengt að mæður og feður þyrftu að fara frá ungum börnum sínum til dvalar á Hælinu til lengri tíma. Sumir náðu bata, aðrir létust. Margir berklasjúklingar voru á Kristnesi í nokkur ár og ég veit dæmi um fólk sem var þar í fjóra áratugi. Það er erfitt fyrir ungt fólk í dag að skilja þetta eða setja sig í þessi spor, en við megum ekki gleyma því að það er ótrúlega stutt síðan þetta var. Ég skal alveg viðurkenna að í þessari vinnu hef ég stundum klökknað en mér finnst að með þessari vinnu sé ég að gera eitthvað fyrir þetta fólk, halda minningu þess á lofti.“

Verður seint arðbær bissness Bækurnar gefur hann sjálfur út eða sprotafyrirtæki hans, Grenndar­ gralið. Fyrir síðustu jól tók fyrirtækið fyrstu skrefin í bókaútgáfu þegar það sendi frá sér bók Hildar Hauksdóttur (eiginkonu Brynjars), Sagan af ömmu. „Nei, bókaskrif og útgáfa bóka verður seint arðbær bissness. En ég finn að það er mikill áhugi á þessum bókum, enda tengjast ótrúlega margir Kristnesi, og það vekur mér

Kristnes í Eyjafjarðarsveit.

bjartsýni um að bókin sem er núna að koma út seljist í það minnsta fyrir kostnaði – og vonandi eitthvað aðeins umfram það,“ segir Brynjar. Hann gefur bækurnar út á eigin kostnað, sem er auðvitað mikið fyrirtæki og hefur verið launalaus við skriftirnar. „En ég hef fengið nokkra styrki, þar á meðal frá Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna, sem mér finnst ákveðin viðurkenning á þessari vinnu og er mjög ánægður með.“ Kristnesbókin, sem brotin er um af Herdísi Björk Þórðardóttur og prentuð í Ásprenti á Akureyri, verður annars vegar fáanleg hjá Brynjari Karli, höfundi og útgefanda, og hins vegar í Eymundsson á Akureyri og í Reykjavík. Hjá útgefanda kostar hún 4.500 kr.

LEIKFÉLAG AKUREYRAR SÝNIR:

BRÁÐHRESSANDI OG HJARTASTYRKJANDI JÓLASÝNING

Menningarfélag Akureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is

Sýnt í Samkomuhúsinu

SÝNT Í SAMKOMUHÚSINU

Aðeins ein sýning arhel gi

9. des kl. 18, 10. des kl. 13, 11. des kl. 13 Tryggðu þér miða á mak.is í síma 450 1000 eða í miðasölunni í Hofi virka daga kl. 12-18.

Menningarfélag Akureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is

SÝNT Í SAMKOMUHÚSINU


46 | AKUREYRI // jól 2016

Sannkölluð aðventuhátíð í Hofi og Samkomuhúsinu „Jólastemningin bjó um sig í brjóstum okkar starfsfólks og gesta menningarhússins Hofs þegar Hnotubrjóturinn, einn vinsælasti ballett allra tíma, í uppfærslu Hátíðarballetts Sankti Pétursborgar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, var sýndur fyrir troðfullum sal af prúðbúnum og eftirvæntingarfullum áhorfendum á dögunum. Þetta var upptakturinn að því sem koma skal á aðventunni,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburða- og kynningarstjóri Menningarfélags Akureyrar um viðburði aðventunnar hjá félaginu. Norðlendingar flykkjast á jólatónleika Á morgun verða stórtónleikarnir Heima um jólin í Hofi en þar fær Friðrik Ómar þau Guðrúnu Gunnarsdóttur, Gissur Pál Gissurarson og Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur í lið með sér ásamt hljómsveit, að ógleymdum Helenu Eyjólfsdóttur og Ragnari Bjarnasyni. Líkt og fram kemur annars staðar í blaðinu verður fjölskyldujólasýningin Stúfur frumsýnd þriðju helgina í aðventu í Samkomuhúsinu og sömu helgi myndar einvalalið norðlensks tónlistarfólks ásamt góðum sunnlenskum gestum Norðurljósin, stórtónleika í Hofi þar sem jólin verða sungin inn. Það eru þau Magni Ásgeirsson, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Óskar Pétursson, Valdimar, Sigríður Thorlacius og Laddi sem stíga á stokk og láta ljós sitt skína ásamt hljómsveit og kammerkórnum Ísold. „Gaman er að segja frá því að

sókn, en þeir fá fyrstir að hlusta á tónleikana og meira að segja syngja með.

Eyþór Ingi Jónsson og Þórhildur Örvarsdóttir flytja jólatónlist á Föstudagsfreistingum, hádegistónleikum í Hofi þann 16. desember.

Norðlenskt tónlistarfólk og sunnlenskir gestir þeirra syngja jólin inn í Hofi á tónleikum Norðurljósanna, þriðju helgina í aðventu. Búið er að selja á ferna tónleika.

Menningarhúsið Hof á Akureyri.

viðtökur á þessum jólalegu viðburðum eru afar góðar en það verða þrennir tónleikar með

Heima um jólin og fernir af Norðurljósunum,“ segir Kristín Sóley en sú hefð hefur skapast á Norður-

Enn meiri tónlist og Leyningur í jólabúningi í Hofi „Föstudagsfreistingar Tónlistarfélags Akureyrar verða á sínum stað í Hofi á aðventunni, nánar tiltekið þann 16. desember. Þá munu Þórhildur Örvarsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson töfra fram ljúfar jólafreistingar í formi íslenskra jólaperlna og sálma svo eitthvað sé nefnt. Bubbi Morthens verður með Þorláksmessutónleika sína í Hofi þann 21. desember en fyrr þann dag mun húsið fyllast af skælbrosandi og ánægðum nýútskrifuðum stúdentum og iðnnemum frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og ættingjum þeirra í jólaútskrift skólans. Þá má einnig nefna að jóladanssýning Step Dancecenter verður á sviðinu í Hamraborg í Hofi sunnudaginn 11. desember,“ segir Kristín Sóley og vekur loks athygli á Leyningi í Hofi sem er nú í jólabúningi og þar má ýmislegt forvitnilegt sjá. „Þar eru jólalegar myndir frá Akureyri úr safni Minjasafnsins ásamt skreyttum jólatrjám og hnotubrjótum, en skrautið kemur frá Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit og munir úr munageymslu LA. Í þessu rými hafa fjöldamargir gestir, stórir sem smáir, staldrað við, forvitnast og tekið myndir af sér við jólatrén. Kannski þær rati á jólakort fjölskyldna þetta árið.“ mak.is

ljósatónleikum að við bjóðum nemendum í 1. bekk grunnskólanna á Akureyri að koma í heim-

Fötin eru Rauða krossinum jafn mikilvæg og flugeldarnir Landsbjörgu Verkefni sem Rauði krossinn við Eyjafjörð fæst við eru án nokkurs vafa mun fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Út um allan heim byggist starfið að stærstum hluta á sjálfboðaliðastarfi og þar er Eyjafjörður engin undantekning. Á Eyjafjarðarsvæðinu – frá Grenivík til Siglufjarðar – eru skráðir sem næst þrjú hundruð sjálboðaliðar Rauða krossins.

Rauði krossinn við Eyjafjörð Fyrir um þremur árum var starfsemi Rauðakrossdeildanna á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri sameinuð undir einn hatt og heitir nú Rauði krossinn við Eyjafjörð. Eðli málsins samkvæmt er starfsemin viðamest á Akureyri og þar hefur Hafsteinn Jakobsson, deildarstjóri Rauða krossins við Eyjafjörð, aðsetur í Lundi – á horni Skógarlundar og Þingvallastrætis. Þar sem áður voru kýr á nautgriparæktarstöðinni Lundi eru nú glæsileg, uppgerð salarkynni Rauða krossins. Þar er m.a. rúmgóður fundar- og samkomusalur, rými fyrir fataverslun og fataflokkun og starfsmannarými. Sem kunnugt er tekur Rauði krossinn við fötum frá fólki og eru þau öll nýtt á einhvern hátt,

Hafsteinn Jakobsson, deildarstjóri Rauða krossins við Eyjafjörð og Valgerður Jónsdóttir, ein fjölmargra sjálfboðaliða í fataverslun Rauða krossins við Skógarlund á Akureyri.

einu gildir hversu vel með farin þau eru. Bestu fötin eru seld í fataversluninni í Rauða kross húsinu á Akureyri gegn vægu verði og er opið þar frá 13 til 17 alla virka daga og einu sinni í mánuði er fatamarkaðsdagur þar sem meira úrval af fötum er á boðstólum. En föt fara líka erlendis þar sem þau eru öll nýtt, m.a. hefur Rauði krossinn til fjölda ára sent barnafatapakka til Hvíta-Rússlands.

„Við höfum verið að senda einn 11-12 tonna gám fullan af fötum frá okkur út fyrir landssteinana í hverjum mánuði. Í það heila sýnist mér að við séum hér að taka við um 140 tonnum af fötum á ári og þessi þáttur í okkar starfsemi fer vaxandi og er mikilvægur hluti af okkar fjáröflun. Það má segja að fyrir Rauða krossinn sé fatasöfnun og -sala jafn mikilvæg og flugeldarnir eru Landsbjörgu,“ segir Hafsteinn.

Áberandi mest kemur í fatagámana um helgar, þá fer fólk gjarnan í gegnum hirslur sínar og grisjar fataskápana. Það er því stór hópur sjálfboðaliða sem vinnur að flokkun á fötunum á mánudögum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Og þess má geta að á Dalvík er Rauði krossinn einnig með fatasöfnun og þar hefur verið starfrækt fataverslun í um ár með góðum árangri.

30-40 „heimsóknarvinir“ á Akureyri Af öðrum verkefnum Rauða krossins sem ekki fara mjög hátt má nefna svokallaða „heimsóknarvini“. Á Akureyri eru 30-40 manns sem heimsækja aldraða reglulega og leggja þeim lið á einn eða annan hátt. Einnig er 8 manna hópur heimsóknarvina á Siglufirði sem annast slíkar heimsóknir í Fjallabyggð. Og enn eitt verkefnið, sem ekki fer hátt í starfsemi Rauða krossins á landsvísu, er hjálparsíminn 1717 þar sem fólk, sem af einhverjum ástæðum á í neyð, getur hringt inn. Á Akureyri hefur Rauði krossinn fengið nemendur í sálfræði við Háskólann á Akureyri til samstarfs í því skyni að taka slíkar símavaktir á móti símavakt hjálparsímans í Reykjavík. Og ekki má gleyma þætti Rauða krossins á þessu ári, frá því 19. janúar sl., við móttöku sýrlensku flóttamannanna. Sjálfboðaliðar Rauða krossins lögðu því verkefni lið áður en flóttamennirnir komu og hafa fylgt því eftir allt þetta ár á einn eða annan hátt. raudikrossinn.is


AKUREYRI // jól 2016 | 47

KEA HANGIKJÖT

Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár. Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.


48 | AKUREYRI // jól 2016

Kröftugt ár framundan hjá Menningarfélaginu „Menningarfélag Akureyrar vill rækta og auðga samfélag sitt með framleiðslu listviðburða sem hafa sterka samfélagslega tengingu, fóstra verkefni til að efla hæfileika en einnig að taka á móti listviðburðum, samkomum, stórum og smáum. Starfi félagsins er ætlað að næra samfélagið og gera Akureyri og nærsveitir að aðlaðandi stað til að búa á og heimsækja allan ársins hring,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburða- og kynningarstjóri Menningarfélags Akureyrar. Gestasýningar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Amabadama Nýtt ár hefst af miklum krafti hjá Menningarfélagi Akureyrar en um miðjan janúar verða tvær gestasýningar í Samkomuhúsinu, þ.e. Maður sem heitir Ove í uppfærslu Þjóðleikhússins, Improv – Iceland og Könnunarleiðangur Koi. Fyrstu helgina í febrúar er svo komið að stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og reggíhljómsveitarinnar Amabadama þar sem reggi, rondó, barrokk, rokk og ról mun

Fyrstu helgina í febrúar sameina Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggíhljómsveitin Amabadama krafta sína á tónleikum í Hofi. Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburða- og kynningarstjóri Menningarfélags Akureyrar.

hljóma með þeim Sölku Sól, Gnúsa og Steinunni Jóns. „Þann 30. apríl flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kvikmyndatónlist Akureyringsins Atla Örvarssonr. Tónlist Atla er mörgum kunnug þó þeir geri sér ekki grein fyrir því að hún sé hans, en Atli á tónlist í nokkrum heims-

þekktum kvikmyndum og sjóvarpsþáttum s.s. Vantage Point, Hansel og Gretel og Chicago Fire svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín Sóley. Stórir og smáir viðburðir „Í febrúar tekur við spennandi tími hjá okkur ef horft er til leiksviðsins þar sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Hofi glænýtt íslenskt fjölskylduleikrit, Núnó og Júnía. Höf-

Pedromyndir

Framleiða jólakort fyrir fjölskyldur um allt land Framleiðsla jólakorta er komin í fullan gang hjá Pedromyndum ehf. á Akureyri en þar á bæ eru framleidd jólakort með mynd eða myndum fyrir fjölskyldur um allt land. „Fólk fer einfaldlega inn á heimasíðuna okkar, velur sína óskastærð af jólakorti, skrifar þann texta sem það vill hafa á kortinu og sendir okkur með því myndefni sem á að vera. Einfaldara getur þetta ekki orðið,“ segir Þórhallur Jónsson í Pedromyndum og bætir því við að jólakortasiðurinn sé síður en svo á undanhaldi. Persónuleg jólakort „Við bjóðum nokkrar stærðir af jólakortum en einfaldasta formið er vinsælast, þ.e. myndefni og texti áprentað á aðra hlið kortsins og síðan þarf sendandinn ekki annað en ganga frá kortinu í umslag. Myndirnar eru mjög fjölbreytilegar, sumir eru að tína til nokkrar litlar ljósmyndir úr lífi sínu á árinu, oft er einn viðburður aðalefnið, t.d. skírn, gifting eða ferming. Svo geta þetta verið fallegar sumar-

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar í apríl.

undar þess eru þær Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Skúladóttur, þær sömu og sáu um leikgerð og leikstjórn hins vinsæla ævintýrasöngleiks Pílu Pínu sem LA setti upp í fyrra. Tvær gestasýningar verða hjá Leikfélaginu í Samkomuhúsinu; Brúðuleiksýningin Tröll, sem er fyrir börn frá þriggja ára aldri, verður í febrúar en í tengslum við hana munu Menningarfélagið og Handbendi frá Hvammstanga bjóða námskeið í leikbrúðugerð fyrir börn á öllum aldri. Því má svo bæta við að í byrjun mánaðarins verður sýningin Sóley Rós ræstitæknir, sem hlotið

hefur einróma lof gagnrýnenda, sýnd í Samkomuhúsinu,“ segir Kristín Sóley en meðal annarra áhugaverðra viðburða í vetur verða m.a. tónleikar með hópnum Norðlenskum konum í tónlist og Skonrokk. „Auk þess verður fjöldi tónleika og viðburða, stórra sem smárra, í menningarhúsinu Hofi. Ekki má gleyma því að húsið er einnig vinsæll staður til fundahalda og því iðulega margt um manninn í þessu fallega húsi sem prýðir bæinn, göfgar anda og nærir sál.“ mak.is

Afgreiðslutímar á Glerártorgi í desember Frá 10. desember næstkomandi verður afgreiðslutími verslana á Glerártorgi lengdur og opið til áramóta sem hér segir: Persónuleg jólakort með ljósmyndum og jólakveðju eru sívinsæl.

myndir af fjölskyldunni og barnamyndir eru auðvitað líka mjög vinsælar. Flóran er fjölbreytt,” segir Þórhallur og svarar því játandi að í stöku tilfellum örli á einhverju gríni og gamni í vali mynda á kortin. „Það er ekki algengt en sést þó

stöku sinnum. Það geta þá t.d. verið einhverjar grettumyndir,“ svarar hann. Ljósmyndin er í sókn Framleiðsla jólakorta hófst hjá Pedromyndum snemma í nóvember og segir Þórhallur hana standa alveg fram til 20. desember. „Meðalfjöldi í pöntunum sýnist okkur vera um 50 kort en stærstu pantanir geta verið vel á annað hundrað,“ segir hann en á kortunum sjást gjarnan afar fallegar ljósmyndir, t.d. af fólki og landslagi. „Ljósmyndin er síður en svo að hverfa. Í dag taka miklu fleiri myndir en áður, enda eru flestir snjallsímar búnir góðum myndavélum og verða alltaf betri og betri. Þessi þróun hefur rutt litlu myndavélunum út af markaðnum en eftir sem áður seljum við stóru myndavélarnar með skiptanlegu linsunum. Það er og verður alltaf stór hópur sem kaupir slíkar vélar,“ segir Þórhallur. pedromyndir.is

Laugardagur 10. desember

kl. 10-22

Sunnudagur 11. desember

kl. 13-22

Mánudagur 12. desember

kl. 10-22

Þriðjudagur 13. desember

kl. 10-22

Miðvikudagur 14. desember

kl. 10-22

Fimmtudagur 15. desember

kl. 10-22

Föstudagur 16. desember

kl. 10-22

Laugardagur 17. desember

kl. 10-22

Sunnudagur 18. desember

kl. 13-22

Mánudagur 19. desember

kl. 10-22

Þriðjudagur 20. desember

kl. 10-22

Miðvikudagur 21. desember

kl. 10-22

Fimmtudagur 22. desember

kl. 10-22

Föstudagur 23. desember

kl. 10-23

Laugardagur 24. desember

kl. 10-12

Sunnudagur 25. desember

– LOKAÐ

Mánudagur 26. desember

– LOKAÐ

Þriðjudagur 27. desember

kl. 10-18:30

Miðvikudagur 28. desember

kl. 10-18:30

Fimmtudagur 29. desember

kl. 10-18:30

Föstudagur 30. desember

kl. 10-18:30

Laugardagur 31. desember

kl. 10-12


AKUREYRI // jól 2016 | 49

Höfum opnað stærri og glæsilegri verslun á Glerártorgi. Verið velkomin!

æst f n i f ö j g a l ó J ur k k o hjá

GLERÁRTORGI |

LINDESIGN.IS


50 | AKUREYRI // jól 2016

Fyrstu bjórböðin á Íslandi opnuð á Ársskógssandi í maí nk.

Að njóta lífsins í bjór, geri og humlum! Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi opnar í lok maí á næsta ári fyrstu bjórböðin á Íslandi en hugmyndina að böðunum sækja eigendur fyrirtækisins til bjórmenningarlandsins Tékklands. Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda, segir að lengi hafi verið til skoðunar að útvíkka starfsemi fyrirtækisins enn frekar í ferðaþjónustu og fyrsti áfangi á þeirri braut verði bjórböð og veitingastaður undir sama þaki. Bjórböðin eru um 250 metrum frá bruggverksmiðju Kalda. Sem fyrr verður tekið á móti hópum í skoðunarferðir í bruggverksmiðjuna, líkt og gert hefur verið í Kalda frá því byrjað var að brugga bjórinn á Árskógssandi fyrir réttum 10 árum. „Við höfum tekið á móti um 12 þúsund gestum á ári í bruggverksmiðjunni þannig að ferðaþjónusta er á vissan hátt hluti af okkar starfsemi,“ segir Agnes en Kaldi á m.a.

í samstarfi við ferðaskrifstofur sem skipuleggja heimsóknir í verksmiðjuna, auk tilfallandi hópa sem heimsækja fyrirtækið. „Við byrjuðum á móttöku hópa vegna þess hversu mikil takmörkun var á möguleikum okkar til að auglýsa okkar vöru. Fólki þykir mjög áhugavert að heyra og sjá hvernig handverksbjór eins og Kaldi verður til en fyrir okkur er líka mikils virði að fá frá fyrstu hendi viðbrögð og umsagnir, t.d. þegar við erum að koma með nýjar tegundir. Heimsóknirnar eru þannig ákveðið vöruþróunartæki fyrir okkur,“ segir Agnes. Handsmíðuð viðarker frá Þýskalandi Bjórböðin verða í um 350 fermetra húsi, þ.e. böðin í annarri álmunni en veitingaaðstaða í hinni. „Við vorum alltaf ákveðin í að setja upp veitingastað hjá okkur til að gestir

Kalda gætu fengið sér veitingar með bjórnum. Síðan komu bjórböðin og heilsulind inn í myndina og því var einboðið að útfæra þetta tvennt saman,“ segir Agnes. Bjórböðin eru þannig uppbyggð að tveggja manna böð eru í sjö herbergjum en baðkerin sjálf eru smíðuð í Þýskalandi og eru úr Kambala­ trjávið frá Gana. Gestir baða sig upp úr blöndu af bjór, vatni, geri og humlum en gerið er á þennan hátt nýtt aftur eftir bruggun á bjórnum í verksmiðjunni.

því þannig verður húðin silkimjúk. Þetta er mjög notalegt og mikil slökun eins og vera ber í svona heilsulind,“ segir Agnes en sápur fyrir bjórböðin verða sérframleiddar erlendis og að sjálfsögðu úr bjór.

Og húðin verður silkimjúk! „Gestir liggja í 25 mínútur í baðinu sem er um 38 gráðu heitt og geta á meðan smakkað á Kalda af krana sem er við hvert bað. Síðan fara gestirnir í hvíldarherbergi á efri hæð hússins og láta líða úr sér eftir baðið áður en þeir klæða sig á ný. Lykilatriðið er að skola ekki af sér í sturtu fyrr en eftir 4-6 tíma

Tvær gerðir af jólabjór frá Kalda Bruggmiðjan sendir frá sér tvær gerðir af jólabjór í ár, líkt og í fyrra. „Annars vegar erum við með okkar klassíska JólaKalda, sem er einstaklega vel heppnaður í ár, þó ég segi sjálf frá. Síðan endurtökum við leikinn með Súkkulaðiporter

sem er bjór með Síríus súkkulaði sem var mjög vinsæll í fyrra. Sala á jólabjórnum frá okkur fór í fullan gang nú um miðjan nóvember og stefnir í að hún verði mjög góð,“ segir Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda.

Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda. Úti fyrir bjórböðunum verða pottar sem í verður einnig bjórblanda. „Útsýnið úr húsunum og útipottunum er stórkostlegt hvort sem litið er til fjalls, til Hríseyjar, sem við blasir, á fjallið Kaldbak handan fjarðarins eða norður eftir Eyjafirði.

Við leggjum líka áherslu á að útilýsing verði hófleg við húsin þannig að norðurljós njóti sín sem best þegar til þeirra sést,“ segir Agnes.

Opið árið um kring Bjórböðin koma til með að verða opin alla daga, árið um kring. „Í veitingasalnum getum við tekið á móti 70-80 manns og þar munum við leggja áherslu á bæði bjórinn okkar sem og veitingar sem falla vel að bjór. Gjaldskráin verður mjög hófleg í böðin og bæði verða þau og veitingasalan opin hverjum sem er. Fólk getur því komið til okkar til að fara í bað eða bara til að setjast niður í þessu dásamlega umhverfi og njóta veitinga. Við erum sannfærð um að böðin munu verða vinsæl hjá bæði íslenskum og erlendum gestum,“ segir Agnes. bruggsmidan.is

Bjórbaðshúsið verður viðarklætt. Í annarri álmunni verða sjö böð í þar til gerðum rýmum, sem og hvíldaraðstaða og annað sem böðunum tengist. Í hinni álmunni veitingasala og 80 manna veitingasalur. Úti fyrir verða heitar bjórbaðslaugar. Mikið útsýni er úr húsinu og stórir gluggar fanga sýnina út á Eyjafjörð, yfir til Hríseyjar og á fjallið Kaldbak.

GEFÐU GJÖF SEM GLEÐUR

www.kista.is kista - í horninu á Hofi sími 897 0555


Nanna – gómsætt úr hafinu

Hallgrímur Friðrik Sigurðsson rekur nú tvo veitingastaði í Hofi og segir sjávarréttastað sérlega viðeigandi í menningarhúsinu við Pollinn.

„Hafið hefur alltaf verið mér hjartfólgið og það góðmeti sem við fáum úr þessari auðlind okkar Íslendinga er ótæmandi hráefni í skemmtilega matreiðslu og ljúffenga rétti. Og hvar á nýr sjávarréttastaður á Akureyri betur heima en einmitt í Hofi, menningarhúsinu sem reis hér úr sjó í Pollinum,“ spyr Hallgrímur Friðrik Sigurðsson veitingamaður sem opnaði nú í haust nýjan veitingastað sem ber heitið Nanna, á 2. hæð Hofs. Fyrir rekur Hallgrímur Friðrik veitingastaðinn 1862 Nordic bistro í Hofi og verður engin breyting þar á. Veitingaþjónusta er því að eflast umtalsvert í menningarhúsinu við Pollinn. Gæði og hugmyndaauðgi í matreiðslu Nafngift staðarins, Nanna, er einfaldleg sótt í goðafræðina, gyðju hafsins. „Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þetta er eini veitingastaðurinn á Akureyri í dag með dúkuðum borðum. Með því viljum við undirstrika það markmið okkar að bjóða gæði í hvívetna og leggjum upp úr hugmyndaauðgi í matreiðslu og framreiðslu rétta,“ segir Hallgrímur og auðvelt er að sannfærast um þetta markmið þegar litið er á matseðla staðarins og réttina sem eru í boði. Já, matseðla, því þeir endurnýjast á tveggja vikna fresti. „Gestir geta valið um einn rétt, þrjá eða fimm rétti. Fólk getur komið hingað aftur og aftur og alltaf fengið eitthvað nýtt og áhugavert. Sem undirstrikar þessa miklu fjölbreytni. Fólki á að þykja spennandi að heimsækja Nönnu og hvort heldur matargestir horfa út á Pollinn eða inn í Hof er bara fegurð að sjá. Við finnum það líka á þessum fyrstu vikum að hér líður gestum vel,“ segir Hallgrímur. Jólasmakk á aðventunni Veitingahúsið Nanna bregður sér lítið eitt í jólabúning á aðventunni og víkur þá aðeins frá sjávarrétta­ áherslunni. „Já, við horfum víðar í tilefni jólanna og bjóðum jólamatseðil þar sem matreiðslumenn staðarins dekra við jólaréttina með sínum hætti. Sjón og smakk er sögu ríkara,“ segir Hallgrímur. Veitingastaðurinn Nanna er opinn fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 18-22. nannarestaurant.is

AKUREYRI // jól 2016 | 51

Mikið er lagt upp úr hugmyndaauðgi hjá matreiðslumönnum Nönnu. Hér eru tvö dæmi um rétti; annars vegar reykt graálúða og hins vegar eftirréttur.

Aðventukvöld

LÍFLANDS

á Akureyri

Lífland býður til aðventukvölds fimmtudaginn 8. desember í Líflandi Akureyri. Opið verður til kl. 22:00. • 20% afsláttur af fatnaði og skóm • 15% afsláttur af járningarvörum, mélum og ábreiðum. • 15% afsláttur af gæludýravörum og ARION fóðri.

Karlakór Akureyrar syngur kl. 20:30 Tilvalið að gleðjast í góðum hópi og kíkja á hugmyndir að jólagjöfum. Léttar veitingar í boði


52 | AKUREYRI // jól 2016

Nýjungar í Hlíðarfjalli – opið á jóladag „Við gerðum ráð fyrir að opna Hlíðarfjall 1. desember en vegna suðvestanáttar og hlýinda í nokkra daga gekk það ekki eftir og opnuninni var frestað til fimmtudagsins 8. desember,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Hlíðarfjalls. Að sögn Guðmundar er forsölu á kortum í fjallið nýlokið og gekk vel og eru menn bara nokkuð brattir fyrir skíðavertíðina í vetur. Hann segir að í ár verði bryddað upp á þeirri nýjung að hafa opið á jóladag og mun það vera í fyrsta skipti sem skíðasvæði er opið á jóladag á Íslandi. Hann segir ástæðuna aukna eftirspurn eftir afþreyingu á þessum degi. „Við höfum skynjað vaxandi áhuga fyrir opnun á jóladag, sérstaklega eftir að farið var að hafa opið bæði á gamlársdag og nýársdag. Núna er aðfangadagur eini dagurinn sem enn er lokað yfir jólahátíðina. Hver veit nema við verðum farin að hafa opið til klukkan 14 á aðfangadag eftir nokkur ár en við tökum eitt skref í einu.“ Guðmundur segir vetrarfrí í skólum og nokkra staka viðburði á tímabilinu frá febrúar og fram í lok apríl setja sífellt meira mark á starfsemi skíðasvæðisins. Þegar skólarnir fara í vetrarfrí í febrúar nota fjölskyldurnar tækifærið og bregða sér á skíði og sama gildir um páskana. Síðan eru það AK Extreme snjó-

brettahátíðin og Icelandic Wintergames í apríl og Andrésar Andar leikarnir í lok apríl. Allir þessir viðburðir og rekstur skíðaskóla í fjallinu kalla á mikinn mannskap og segir Guðmundur að 70 til 75 manns séu að jafnaði á launaskrá í Hlíðarfjalli en stór hluti er í hlutastörfum. hlidarfjall.is

Vegna aukinnar eftirspurnar verður nú í fyrsta skipti opið í Hlíðarfjalli á jóladag.

Vetrarfrí í skólum setja sífellt meira mark á starfsemi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.

Tónabúðin í hálfa öld! Tónabúðin á Akureyri fagnar því í ár að hálf öld er liðin frá stofnun hennar. Verslun Tónabúðarinnar er í Glerárgötu 7, á jarðhæð hússins á horni Glerárgötu og Gránufélagsgötu, nánar til tekið í Sjallahúsinu sem margir þekkja svo. Afmælistónleikar og tilboð Í tilefni af afmælinu voru meðal annars haldnir tónleikar í Tónabúðinni á Akureyri í haust þar sem fram komu hljómsveitirnar Skálmöld, Hvanndalsbræður, Krónika, Rúnar F. og hljómsveit, Magni Ásgeirs, Lára Sóley og Hjalti og ung og upprennandi sönkona, Tinna Björg Traustadóttir, sem söng einnig fyrir gesti. „Við höfum einnig verið með afmælistilboð og verðum með ný

Trausti Ingólfsson og Pétur Hallgrímsson í Tónabúðinni á Akureyri. Á afmælisárinu er mikið úrval af hljóðfærum í versluninni og vörum sem tónlist tengjast með einum eða öðrum hætti.

JÓL 2016

JÓLAVEISLAN ER HAFIN Jólasmakk frá matreiðslumönnum Nönnu Rjúpur, rjómi, greni, anís & maltöl Grálúða, reykur, humar & appelsín

tilboð fyrir jólin á upptökutækjum, kassagítörum, trommusettum og ýmsu öðru þannig að við höldum áfram að fagna afmælinu með viðskiptavinum okkar. Búðin er full af hljóðfærum og vörum þeim tengdum, m.a. ljósabúnaði sem hefur verið að ryðja sér rúms hjá okkur,“ segir Trausti. „Við vitum náttúrulega ekki hvað verður vinsælasta varan fyrir þessi jól, en kassagítarar eru sívinsælir, ásamt ukulele hljóðfærunum. Einnig höfum við aldrei haft breiðara og betra úrval af upptökubúnaði, litlu hljóðkorti sem breytir heimilistölvunni í hljóðver.“ Styrkurinn liggur í fjölhæfninni Hálfrar aldar afmæli sérverslunar með hljóðfæri og vörur tengdar tónlist segir Trausti ekki sjálfgefið. „Sér í lagi ef við höfum í huga að markaðssvæðið er lítið. Skýringin

liggur í fjölhæfninni, við flytjum nær allar okkar vörur beint inn, sendum þær til viðskiptavina um allt land og eigum líka gott samstarf við fjölmarga endursöluaðila. Við höfum líka mikla reynslu af uppsetningu hljóðkerfa í fundarsölum, hótelum, íþróttahúsum, kirkjum og skólum svo dæmi sé tekið. Á því sviði höfum við leyst verkefni farsællega út um allt land og til okkar er mikið leitað eftir bæði ráðgjöf, búnaði og uppsetningu hans. Varahlutaþjónusta okkar er líka mjög mikilvæg fyrir þessa viðskiptavini. Við getum sagt að þeir sem koma inn í verslanir okkar sjái ekki nema hluta af því sem við í raun gerum. Orðspor Tónabúðarinnar er sterkt eftir 50 ár í rekstri og fyrir það erum við þakklát,“ segir Trausti. tonabudin.is

Gæsa confit, gæsalæri, gæsabringa & fíkja Tvenna; krónhjörtur, fylltur kalkúnn, villisveppir, sætir laukar & sæt jarðepli Birkireyktur ljótur, svarfdælskt fíflahunang & hafrakex Möndlukaka, marzipan, kirsuber & hvítt súkkulaði 70% súkkulaði, pistasíur & blóðberg Sherry, makkarónur & sultaðir ávextir Kaffi & konfekt

Me nni nga rhú s i nu H ofi · Sí m i 4 66 1 862 n an na re s t au ra nt . i s · na nna re s t au ra n t @ n a n n a re s t au ra n t . i s

Afmælistónleikar í Tónabúðinni fyrr í haust. Þar kom þungarokkssveitin Skálmöld m.a. fram.


AKUREYRI // jól 2016 | 53

Halldór Ólafsson ehf. á Glerártorgi

Opnari og bjartari verslun eftir breytingar Halldór Ólafsson ehf. hefur verið á Glerártorgi allt frá því verslunarmiðstöðin opnaði og nú í haust var lokið fjórðu stækkun og breytingum verslunarinnar á þessum árum. „Þetta er veruleg breyting á versluninni eins og gestir á Glerártorgi hafa tekið eftir, bæði stækkaði verslunarýmið, útstillingarrými fyrir vörur jókst verulega en fyrst og fremst er verslunin öll orðin opnari og bjartari en áður. Við erum ánægð með hvernig til tókst,“ segir Halldór Halldórsson, úrsmiður og eigandi fyrirtækisins. Hann segir eiganda Glerártorgs, Fasteignafélagið Eik og Þróun og ráðgjöf ehf., hafa átt frumkvæði að þessu verkefni og átt stóran þátt í hversu vel tókst til. Nýtt í finnskri hönnun „Jólaverslunin er komin í fullan gang og mikið líf í henni þessa dagana,“ segir Halldór en nú þegar orðið er rýmra í versluninni geta viðskiptavinir skoðað enn fjölbreyttara úrval af úrum, skartgripum, hönnunar- og gjafavöru sem hún selur. „Nýjasta hönnunarvaran okkar er frá Lovi, sem er finnst merki, og selur skemmtileg tré í mörgum útfærslum sem eru sannkölluð heimilisprýði. Síðan má líka nefna finnsku múmínvörurnar sem alltaf njóta vinsælda en í þeim erum við með emeleraðar múmínkönnur, sem er ný vara,“ segir Halldór. Íslensk hönnun, skart og úr fyrir jólin Íslenskir hönnuðir eru einnig fyrirferðarmiklir í bæði gjafavörum og skartgripum hjá Halldóri Ólafssyni. Þar má nefna framleiðslu undir merkjum Sif Jakobs, Uppsteyt, Studio 6, SIGN vörur frá Sigurði Inga úr Hafnarfirði og skemmtilegar gjafavörur frá Jens. „Vitanlega eru bæði gjafavörurnar og skartgripirnir mjög vinsæl vara í jólagjafainnkaupum fólks en það sama má segja um úrin. Þar erum við með mikið úrval, bæði hvað varðar verð og merki, t.d. frá þekktum merkjum á borð við Fossil, Armani, Reymond Weil, Orient, Daniel Wellington, DKNY, Michael Kors, Skagen og fleiri,“ segir Halldór.

Halldór Halldórsson úrsmiður og Sigríður Halla Sigurðardóttir afgreiðslustúlka í versluninni.

Opin og björt verslun Halldórs Ólafssonar ehf. eftir breytingarnar. Úr, skartgripir og hönnunarvörur eru val margra í jólapakkann.

Fylgdu okkur á Facebook

Er listamaður í þinni fjölskyldu

Mikið úrval af myndlistarvörum, gjafasettum og trönum.

TILVALIÐ Í NN JÓLAPAKKA

Íslenskar og erlendar hönnunarvörur. Trén eru finnsk framleiðsla en stálskálin er íslensk hönnun.

Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


54 | AKUREYRI // jól 2016

Jólaskapið allsráðandi í Pennanum Eymundsson

Úrval jólabókanna einstakt í ár „Við í Pennanum Eymundsson erum í jólaskapi og stemningin hjá okkur er ljúf og góð með ilmandi jóla- og kaffilykt í loftinu,“ segir Anna Svava Traustadóttir verslunarstjóri á Akureyri. Gestir streyma nú af vaxandi þunga að líta á bókaúrvalið sem í boði er fyrir komandi jól og kennir þar að venju margra grasa. „Nú, þegar aðventan er gengin í garð, eru allar útgáfur bóka komnar í hús og úrvalið er einstakt, jafnt fyrir unga sem aldna. Það er góð hefð hér á landi að gefa bækur í jólagjöf og fyrir þessi jól er svo sannarlega af nógu að taka. Það er áberandi mikið í boði handa þeim sem hafa áhuga á handmennt, arkitektúr, listum og sögu og eins er mjög mikið af bókum sem tengjast mat og matreiðslu á einhvern hátt. Að venju eru spennandi ævisögur og skáldsögur frá íslenskum sem og erlendum höfundum á sínum stað.“ Unnið yfir kaffibollanum Gunnar Gunnarson leggur gjarnan leið sína í Pennann Eymundsson og nýtur þess að drekka kaffi um leið og hann vinnur að verkefnum dagsins. Hann segir ljómandi fínt að sameina í eina notalega stund, góðan kaffisopa og vinnu. Hann lítur nokkuð oft við og segir erilinn hæfilegan, hann sé alls ekki að leita að friði og ró við vinnu sína, það sé gott að fylgjast með gestum koma og fara, skoða bækur og blöð og fá sér kaffisopa.

Anna Svava Traustadóttir verslunarstjóri með tvær góðar Akureyrarbækur.

eymundsson.is

Það er góð hefð hér á landi að gefa bækur í jólagjöf og nú fyrir þessi jól er svo sannarlega af nógu að taka.

Það er alltaf nóg að gera hjá Þuríði Önnu Sigurðardóttur og Evu Laufeyju Eggertsdóttur sem standa vaktina hjá Te og Kaffi í Pennanum Eymundsson.

Gunnar Gunnarsson nýtur þess að drekka morgunkaffið sitt og sinna vinnu um leið.

Motul með föt og búnað fyrir mótorsportið Í versluninni Motul við Dalsbraut á Akureyri má fá fatnað og ýmsan annan búnað fyrir vélsleða- og vélhjólamenn og annað útivistarfólk. Óhætt er að segja að allt sé orðið klárt fyrir veturinn sem minnti á sig norðan heiða fyrir skömmu. Birkir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Motul, segir góða sölu í vélsleðum, líkt og síðustu ár. Vitanlega tekur það sport kipp strax og fyrsti snjór haustsins fellur. Mikil verðlækkun komin fram „Hér erum við með mikið úrval af fatnaði, allt frá innri fötum til öflugra galla fyrir vetrarsportið,“ segir Birkir og nefnir sérstaklega kanadíska merkið FXR sem spannar allt frá nærfötum til hjálma. Og allt þar á milli. Annað gott merki í sleðafatnaði er Tobe og nefna má einnig Halvarsson vélsleða- og mótorhjólafatnað. „Verð á þessum fatnaði er í dag mjög hagstætt og við höfum gætt þess að skila þróun gengis krónunnar og tollabreytingum til viðskiptavina. Verðlækkun er misjöfn eftir vöruflokkum en er á

Vélsleða, vélhjól, fjórhjól, útivistarfatnað, olíur og margvíslegan aukabúnaða má fá í verslun Motul við Dalsbraut. Frá vinstri: Birkir Sigurðsson framkvæmdastjóri, Jón Kristinn Sigurðsson, sérfræðingur í olíum og Hrönn Sigurbjörnsdóttir verslunarstjóri.

þriðja tug þrósenta í þeim vörum sem hún er mest frá því sem var fyrir jólin í fyrra. Sem dæmi má taka vélsleðagalla af bestu gerð sem kostaði 119 þúsund í fyrra en er kominn vel niður fyrir 100 þúsund krónur í dag,“ segir Birkir.

Sleðar, hjól og aukabúnaður Motul selur vélsleða og fjórhjól frá Polaris og Arctic Cat og vélhjól og vélsleða frá Yamaha. „Síðan erum við einnig með mikið úrval af ýmsum aukabúnaði og öryggistækjum. Til dæmis snjóflóðaýlur og snjóflóðastangir, snjóflóðapoka og þess háttar.

Einnig fjölbreytt úrval af GPS tækjabúnaði frá Garmin, fyrir vélsleðaferðirnar, bílinn eða bátinn, sem og Garmin myndavélar. Og síðast en ekki síst erum við umboðsaðili fyrir franska olíuframleiðandann Motul sem framleiðir viðurkenndar og vottaðar olíur fyrir vélbúnað, allt frá sérfram-

Fjölbreytt úrval af fatnaði frá m.a. kanadíska framleiðandanum FXR.

leiddum olíum fyrir keppnismótorhjól og vélsleða upp í stærstu skipavélar. Við erum því bæði sérverslun útivistar- og mótorsportsfólks, auk þess að vera stór og ört vaxandi þjónustuaðili í olíum fyrir atvinnulífið,“ segir Birkir. motulisland.is


AKUREYRI // jรณl 2016 | 55


56 | AKUREYRI // jól 2016

Hátíðleg stemning á Aurora Restaurant

Hlaðborð á aðfangadags- og gamlárskvöld mælast vel fyrir „Við ætlum okkur að bjóða upp á góða og hátíðlega stemningu núna fyrir og um jólin þar sem við verðum með í sannkallað jólaboð með veitingum sem meistarakokkar okkar reiða fram. Á meðan hljóma ljúfir tónar undir í takt við snarkið í arineldinum,“ segir Rut Pétursdóttir, veitingamaður á Aurora Restaurant sem er á Icelandair hótelinu á Akureyri. Vinsæll sunnudagsbröns „Okkar áhersla í desember er að bjóða upp á huggulega jólastemningu og það verður nóg um að vera,“ segir Rut. Sunnudagsbrönsinn sívínsæli er á sínum stað alla sunnudag og með jólaívafi nú á aðventunni. Jólahlaðborðin hafa verið vel sótt, en þau eru líka í boði um þessa helgi og þá næstu, hið síðasta verður 10. desember. Bæjarbúar í mat um jól og áramót „Hjá okkur er opið allt árið, við höfum undanfarin ár verið með opið yfir jól og áramót og hefur það mælst vel fyrir. Veitingastaðurinn er opinn og hann sækja bæði okkar gestir og eins bæjarbúar,“ segir Rut. Bæði á aðfangadags- og gamlárskvöld verður ljúfengt hátíðarhlaðborð fyrir gesti. „Það komu fjölmargir Akureyringar í mat til okkar um jól og áramót í fyrra og líkaði vel. Það þykir mörgum ljómandi fínt að sleppa öllu umstanginu í eldhúsinu heima

Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri.

en eiga þess í stað notalega stund á góðum veitingastað. Það er tilbreyting og hún mæltist vel fyrir, matargestir höfðu það náðugt yfir góðum veitingum og slökuðu á í góðum sætum við arineldinn að máltíð lokinni,“ segir Rut. Aðra jóladaga er Aurora einnig opin frá kl. 18 til 21. Tilboð eru í gangi í hlaðborð og gistingu sem margir nýta sér. Þá er svonefnd hamingjustund, „happy hour“, í gangi alla daga frá 16 til 18 og oft glatt á hjalla. aurorarestaurant.is

Eftirréttir og kökur með kaffinu.

Sunnudagsbröns hefur notið mikilla vinsælda.

icelandairhotels.is

Slippfélagið á Gleráreyrum

Myndlistarvörur tilvalin jólagjöf Í verslun Slippfélagsins að Gleráreyrum 2 er sérstök deild helguð vörum fyrir myndlist, hvort heldur er fyrir listmálarann eða áhugamanninn. „Í viðskiptavinahópi okkar eru bæði myndlistarmenn sem sækja til okkar þær vörur sem þeir þurfa að nota í sínu starfi daglega og fólk á öllum aldri sem hefur lengi dreymt um að fá útrás fyrir listrænan áhuga sinn,“ segir Ívar Freyr Kárason, starfsmaður í myndlistardeild verslunarinnar. Gjafasett sem virkjar myndlistaráhugann Jólagjöfina fyrir myndlistaráhugamanninn er mjög einfalt að finna í versluninni, t.d. byrjendasett með fjölbreyttu úrvali af litum, penslum og trönur af ýmsum stærðum og gerðum. „Við erum með allt sem þarf í myndlistina; striga, olíuliti, vatnsliti, akrýlliti, pensla, ramma, íblöndunarefni og margt fleira. Nú fyrir jólin erum við líka með fjölbreytt gjafasett sem einmitt eru tilvalin fyrir foreldrana sem vilja virkja sköpunaráhuga ungu kynslóðarinnar,“ segir Ívar Freyr en hægt er að skoða hluta vöruúrvalsins í

Ívar Freyr Kárason segir fjölbreytt úrval af myndlistarvörum hjá Slippfélaginu og tilvalið að gefa t.d. trönur eða myndlistarsett í jólagjöf.

Myndlistardeildin í verslun Slippfélagsins á Gleráreyrum.

myndlistardeildinni í vefverslun Slippfélagsins og fá vörurnar sendar hvert á land sem er.

málningu og hefur nýja litakortið, Skreytum hús, slegið í gegn. Þar er um að ræða fallega og mjúka liti sem hannaðir voru í samstarfi við Soffíu Dögg Garðarsdóttur sem heldur úti skemmtilegu heimilisbloggi á skreytumhus.is. Í því litakorti er m.a. að finna fallega gráliti svo sem Gauragráan, Kozý grár og

Skreytum hús og litur augnabliksins Ívar Freyr segir einnig fjölbreytt úrval af Montana spreybrúsum en þar er um að ræða hágæða graffiti-málningu sem einnig

hentar vel í aðra málningarvinnu. Montanaspreyin eru hrein akrýlmálning sem hægt að nota bæði innanhúss og utan og hafa þau verið sérstaklega vinsæl þegar gera á upp gamla muni, húsgögn eða lífga upp á veggi heimilisins á nýstárlegan hátt. Slippfélagið býður fjölbreytt úrval af innanhúss- og utanhúss-

dömugráan og hinn sígilda Skreytum hús lit ásamt Gammel bleikum, svo dæmi séu tekin. Þá er litur augnaliksins hjá Slippfélaginu Drottningarblár og auðvitað er tilvalið setja heimilið í jólabúning með honum fyrir hátíðarnar. slippfelagid.is


AKUREYRI // jรณl 2016 | 57


58 | AKUREYRI // jól 2016

Óskum Akureyringum og landsmönnum öllum gleðlegra jóla og farsældar á nýju ári

I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI

YRARGÖTU • 600 AKUREYRI Sími: 5 500 700 10 • Fax: 5 500 701 00 700 • Fax: 5 500 701

HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI HRAUNI 2 ••220 Sími: 5 500 770 Fax:HAFNARFIRÐI 5 500 771 00 770 • Fax: 5 500 771 sba@sba.is • www.sba.is ba.is • www.sba.is

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni


AKUREYRI // jól 2016 | 59

Vildar- og fríðindaklúbburinn More at Lindex skilar ávinningi

Lindex hefur lækkað vöruverð tvisvar á árinu

Þær afgreiðslukonurnar í Lindex hlakka til næstu vikna, enda verslunin full af fínum vörum. Frá vinstri: Guðrún Arndís Aradóttir, Eva Þórarinsdóttir og Kara Guðný Knutsen. Myndir: Auðunn Níelsson

Verslun Lindex á Glerártorgi býður fjölbreytt úrval af fatnaði fyrir konur og börn.

Rauðir jólakjólar, köflótttar skyrtur, tíglamynstur og mjúkar jólapeysur koma flestum strax í rétta jólagírinn. Verslunin Lindex á Glerártorgi er full af fallegum jólavörum á konur og börn. Þar má líka finna frábært úrval af mjúkum náttfötum úr lífrænni bómull sem ylja á köldum vetrarkvöldum og hlýir jólasokkar eru fullkomin gjöf undir jólatréð.

lok hvers mánaðar myndast inneign á Vildarkortið, en punktastaða hvers og eins ákvarðar hversu há hún er,“ segir Lóa. Klúbbmeðlimir geta einnig sótt um sérstakt Lindex greiðslukort þeim að kostnaðarlausu þar sem þeir fá vaxtalaust lán í allt að 50 daga. Þeir viðskiptavinir sem eru meðlimir í More klúbbnum fá 20% afslátt við fyrstu kaup. Lindex lækkaði verð

Í tilefni þess að 5 ár eru liðin frá því að Lindex opnaði á Íslandi kynnti fyrirtækið nýjung fyrir viðskiptavini sína, vildar-og fríðindaklúbbinn More at Lindex. Hluti af fríðindunum sem kortið veitir er að í fyrsta sinn geta viðskiptavinir Lindex skilað notuðum Lindex fatnaði og fengið inneign í staðinn. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir rekstrarstjóri hjá Lindex segir að

verkefninu sé ætlað að hvetja til endurnýtingar og það unnið í samvinnu við Rauða kross Íslands. Þakklát fyrir frábærar viðtökur „Þeir viðskiptavinir okkar sem gerast meðlimir í klúbbnum njóta einnig fjölmargra fríðinda, en þeir safna punktum í hvert sinn sem þeir versla. Þeir fá fréttabréf, ýmis góð tilboð og boð á viðburði og í

um 22% nú nýlega og er það í annað sinn á þessu ári sem verð á vörum verslunarinnar er lækkað. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þær frábæru viðtökur sem við höfum fengið á Akureyri og hlökkum til að taka á móti Norðlendingum í jólaskapi,“ segir Lóa Dagbjört. facebook.com/lindexiceland

FALLEGAR JÓLAGJAFIR HANDA ÞEIM SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM Höfuðborgarsvæðið: Epal Skeifunni, Laugarvegi, Kringlunni og Hörpunni. Dúka Kringlunni og Smáralind. Eymundsson Laugarvegi 77, Garðheimar, Safnbúð Þjóðminjasafnsins, Sýrusson, Inspired by Iceland, Old Harbour, Árbæjarblóm, Valfoss og 18 rauðar rósir. Landsbyggðin: Verslun Sveinbjargar, Kista í Menningarhúsinu Hofi og Eymundsson á Akureyri. Eymundsson í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Bústoð í Keflavík, @Home Akranesi, Blómakot Grindavík, Blómaborg Hveragerði, Motivo Selfossi, Húsgagnaval Höfn, Nesbakki Neskaupsstað, Póley Vestmannaeyjum, Penninn Ísafirði, Blóma og gjafabúðin Sauðárkróki, Draumblá Dalvík, Salvía Húsavík, Vogafjós Mývatnssveit og Klassík Egilsstöðum. Sveinbjörg · Njarðarnesi 4 · Akureyri · www.sveinbjorg.is


60 | AKUREYRI // jól 2016

Töfrar jólanna í Húsgagnahöllinni „Jólaverslunin fór snemma af stað í haust og hefur verið góð, líkt og verslun yfirleitt að undanförnu. Viðskiptavinir eru mjög glaðir og ánægðir,“ segir Sigurður Magnússon, verslunarstjóri í Húsgagnahöllinni á Akureyri. Þar bjóðast vörur þriggja verslana undir sama þaki, þ.e. Húsgagnahallarinnar, Betra baks og Dorma, allt frá vönduðum húsgögnum og rúmum yfir í fallega gjafavöru. Og vitanlega er þessa dagana mikil sala í gjafavöru sem Sigurður segir vandalaust að finna í hillum Húsgagnahallarinnar. Vönduð gjafavara í úrvali „Við höfum verið að auka jafnt og þétt úrval okkar í gjafavörunum og tókum til að mynda nýverið við umboði fyrir dönsku Bröste vörurnar. Sú lína er mjög stór hjá okkur nú fyrir jólin og hægt að fá t.d. hnífaparasett, glös, diska, skálar, könnur, bolla, skrautmuni og margt annað. Nýjasta varan hjá okkur er hollenska merkið Riverdale í fjölbreyttri og fallegri gjafavöru og svo bjóðum við vörur frá t.d Eva Solo, Kahler, IVV, Bodum, Yankee Candle frá USA sem er með mesta úrval ilmkerta og er stærsti framleiðandi ilmkerta í heiminum, að ónefndu hinu sígilda iittala sem finna má hjá okkur í miklu úrvali. Þar eru á ferðinni vörur sem alltaf seljast vel, enda bæði vandaðar og fallegar, líkt og þær hafa alltaf verið. Svo má ekki gleyma alls kyns fallegum jólavörum þannig að hvort heldur viðskiptavinir eru að leita að einhverju til að skreyta heimilið eða í jólapakkann þá er fljótlegt að finna það sem vantar hjá okkur,“ segir Sigurður.

haldið á Akureyri fyrir hálfum mánuði og skemmst frá því að segja að þá var fullt út úr dyrum langt fram eftir föstudagskvöldi. „Þessi kvöld eru fastur liður hjá okkur og viðskiptavinir vita að þá má gera afar góð kaup og njóta góðra veitinga um leið. Húsgagnahöllin reið einnig á vaðið hér á landi fyrir nokkrum árum með „Black Friday“ síðasta föstudag í nóvember að amerískum sið og þá er líka tækifæri til að gera úrvalskaup í vörum okkar til heimilis-

Starfsfólk Húsgagnahallarinnar á Akureyri komið í jólaskap. Frá vinstri: Sigurður Magnússon, Rubina Singh, Sigurður Sveinn Jónsson, Silja Þorbjörg Valdimarsdóttir, Sólveig Bjarnar og Kristinn Helgi Ólafsson.  Mynd: Auðunn Níelsson

ins,“ segir Sigurður og telur allt benda til að jólaverslun verði nú nokkru meiri en í fyrra. „Það er í

husgagnahollin.is

Gestum Jarðbaðanna við Mývatn fjölgar um 30% „Það er vissulega rólegra hjá okkur yfir vetrarmánuðina en á sumrin en það er samt sem áður enn talsverð umferð og við sjáum að gestakomur yfir vetrarmánuðina eru að aukast,“ segir Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn. Þegar vika var eftir að nóvember hafði gestum Jarðbaðanna fjölgað um 25% miðað við sama tíma í fyrra og bjóst Guðmundur við að þessi tala yrði komin í 30% í lok nóvember. Aðspurður hvort ör vöxtur hefði valdið vandræðum sagði hann svo ekki vera. Starfsmönnum hefði verið fjölgað og yfir vetrarmánuðina væru nú 15 föst stöðugildi en síðastliðið sumar voru liðlega 30 starfsmenn og myndi þeim væntanlega fjölga enn frekar næsta sumar. „Það skiptir miklu máli fyrir íbúa við Mývatn að hægt sé að fjölga heilsársstörfum á svæðinu,

Framundan er frekari uppbygging Jarðbaðanna við Mývatn. Byggð verður rúmbetri aðstaða fyrir baðgesti auk þess sem önnur svæði eins og fyrir veitingasölu verða aukin og bætt.

þannig að þetta er mjög jákvæð þróun.“

Stútfull búð af efnum

Jólaverslunin eykst milli ára Jólakvöld Húsgagnahallarinnar var

takti við þróunina í verslun hjá okkur allt þetta ár.“

Eigum efni í jólakjólinn og áramótadressið Rúmföt Fussenegger – glæsileg gjöf

Vinsælu microfiber sængurnar og koddarnir tilvalin jólagjöf – frábært verð Handklæðapakki á tilboði 9.600.-

Ýmis tilboð í gangi í desember – Við erum í jólaskapi

Tökum vel á móti ykkur Síðumúla 30 - 108 Reykjavík I Sími 533 3500 Hofsbót 4 - 600 Akureyri I Sími 462 3504

Finndu okkur á facebook - www.facebook.com/ak.vogue

Þótt dragi nokkuð úr aðsókn í Jarðböðin yfir dimmustu vetrarmánuðina er umferðin þó enn lífleg og fer vaxandi ár frá ári.

Frekari uppbygging Framundan er frekari uppbygging aðstöðunnar við Jarðböðin. Hönnun á nýju húsnæði er hafin og verður byggð rúmbetri aðstaða fyrir baðgesti auk þess sem önnur svæði, eins og fyrir veitingasölu, verða aukin og bætt. Guðmundur segir ráðgert að hefja framkvæmdir næsta sumar og segir hann bjartsýnustu menn vilja ljúka þeim fyrir sumarið 2018 en líklegra sé að það verði undir lok árs 2018. Hann segir að lögð verði áhersla á að gestir verði fyrir sem minnstri truflun vegna framkvæmdanna og því verði núverandi aðstaða rekin áfram með óbreyttu sniði.

Hann segir erfitt að fullyrða hvaðan flestir gestir komi því ekki sé haldin sérstök skrá um það. Hins vegar sé áberandi mikið af Asíubúum um þessar mundir enda sé sumar á þeirra heimaslóðum og þeir því í sumarfríum. „Það er gaman að sjá hvernig fríin skiptast milli heimsálfa en það verðum við áþreifanlega vör við það í þessu starfi,“ segir Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn. myvatnnaturebaths.is


AKUREYRI // jól 2016 | 61

Skemmtileg hönnun og vöruúrval í Kistu Í menningarhúsinu Hofi er að finna verslunina Kistu og aðalsmerki hennar er fjölbreytt úrval af hönnunar- og gjafavörum ýmis konar. Katrín Káradóttir, eigandi Kistu segir viðskiptavini áhugasama um vandaða hönnun, smekkur fólks sé líka skemmtilega fjölbreyttur. „Allir geta fundið hjá okkur eitthvað við sitt hæfi og því er vandalítið að finna jólagjöfina hjá okkur,“ segir hún. Menningarhúsið Hof iðar af lífi árið um kring. Yfir sumartímann líta ferðamenn gjarnan inn og hafa þá viðkomu í Kistu. Á veturna er þétt dagskrá viðburða í húsinu og sér í lagi á aðventunni þegar bæði húsið og dagskráin taka á sig jólabúning. Katrín segir þennan tíma sérlega skemmtilegan en verslun hennar verður opin alla daga til jóla og tilvalið er fyrir gesti Hofs að leggja leið sína þangað um leið og viðburða eða veitinga er notið í aðdraganda jóla. Endurvinnslukjólarnir slá í gegn Í heimi hönnunar eru sífelldar nýjungar og nefnir Katrín verkefnið 2nd Chance sem dæmi. „Þetta er endurvinnsluverkefni sem hófst hér hjá okkur í Kistu. Íris Eggertsdóttir, listakona og hönnuður hefur undanfarna mánuði hannað kjóla, skokka og skyrtur úr gömlum kjólum, gardínum, gallabuxum og öðru sem fellur til. Kjólarnir eru seldir hér í Kistu og hafa algjörlega slegið í gegn. Hver flík er sannkallað listaverk og ótrúlega skemmtilegt að sjá hversu hugmyndarík listakonan Íris er. Hver vill ekki ganga í listaverki – eða öllu heldur vera gangandi listaverk,“ segir Katrín. Íslensk hönnun og gjafabréf Katrín segist finna fyrir áhuga viðskiptavina á íslensku handverki og hönnun. „Það er gaman að gefa íslenskt og því er það metnaðarmál að geta í Kistu boðið upp á framleiðslu frá mörgum íslenskum hönnuðum og listamönnum,“ segir Katrín en fleira má þá finna á þessu sviði í versluninni. „Hin heimsþekktu og geysivinsælu handsaumuðu gúmmístígvél frá Ilse Jacobsen fást núna í Kistu. Þau eru sniðin úr hreinu, náttúrulegu gúmmí og anda vel. Traustur og umhverfisvænn kostur fyrir öll veður. Og síðast en ekki síst á erum við með gjafakort hér í Hofi sem eru tilvalin jólagjöf. Þau er hægt að nýta til að kaupa vörur í Kistu, fara á tónleika eða viðburði eða njóta þeirra dýrðlegu rétta sem bjóðast á veitingastöðunum okkar hér í húsinu; 1862 Nordic bistro og sjávarréttastaðnum Nönnu. Í Hofi eru því bæði jólagjafirnar og jólastemningin,“ segir Katrín Káradóttir. kista.is

Katrín Káradóttir í versluninni Kistu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hún er hér með dæmi um vörur úr versluninni, handsaumuð stígvél og hinar vinsælu MIFUKO körfur. Þær eru afrakstur samstarfsverkefnis Finnlands og Kenya, handgerðar körfur sem nýtast á margan hátt og með hverri körfu fylgir með nafn þeirrar sem gerir körfuna. Myndir: Auðunn Níelsson.

Fjölbreytta hönnun má sjá í verslun Kistu.


62 | AKUREYRI // jól 2016

Hátíðarmaturinn hjá Fisk kompaní Fisk Kompaní á Akureyri er ein stærsta sérverslun með fisk og kjöt á landinu „Við státum okkur af ferskasta fiski norðursins og bjóðum t.d. upp á sérvalinn humar frá Vestmannaeyjum, sem er eftirsóttur nú fyrir jólin. Og að sjálfsögðu verðum við með úrval af kæstri og ilmandi skötu fyrir jólin, saltfiski, hömsum og mör fyrir Þorláksmessuveislurnar,“ segir Ólöf Salmannsdóttir, sem rekur verslunina ásamt manni sínum Ragnari Haukssyni. Sælkeraverslun í fiski og kjöti Fisk kompaní er við hlið Bónusverslunarinnar í Naustahverfi á Akureyri og er nú rösklega þriggja ára gömul. Viðtökur viðskiptavina voru strax á fyrsta degi mjög góðar og hefur vöruúrval stöðugt orðið fjölbreyttara á þessum þremur árum. Snemma á þessu ár var stigið enn eitt skrefið í aukinni fjölbreytni þegar kjötborð var opnað í versluninni í samstarfi við Norðlenska. „Hér seljum við eingöngu íslenskt kjöt úr héraði. Við leggjum áherslu á að vera sælkeraverslun og vöndum því hráefnisval í fiski, kjöti og öðru vöruvali. Og þegar í hönd fer sjálf jólahátíðin

með tilheyrandi matarveislum þá erum við vel undirbúin. Jólaundirbúningurinn fer í fullan gang hjá okkur,“ segir Ólöf. Smakk af hátíðarréttunum Segja má að verslun Fisk Kompanís færist endanlega í hátíðarbúning í dag, föstudaginn 2. desember, þegar viðskiptavinum gefst tækifæri til að bragða á mörgu af því hnossgæti sem er í borðum verslunarinnar. „Sem dæmi verðum við með smakk af rauðrófulaxi, wellington nautasteik, grafinni gæs og ýmsum öðrum dásamlegum réttum. Um að gera fyrir fólk að nýta sér tækifærið, líta inn hjá okkur og bragða á hátíðarmatnum,“ segir Ólöf. Auk þess að vera með aðalréttina í jólamatinn, hvort heldur er í kjöti eða fiski þá selur Fisk Kompaní krydd, sósur og fylgihluti frá Nicolas Vahé, Stonewall, Lakrids og Kaja organic, ásamt úrvali af vörum frá innlendum framleiðendum á borð við Silvu hráfæði, sælkera sinnep Svövu, Holtsels ís og salt frá Saltverki. facebook.com/fiskkompani

Humar er á mörgum heimilum ómissandi hluti af jólahátíðinni.

Fisk Kompaní er sælkeraverslun með fisk, kjöt og ýmislegt annað sem matreiðslu tengist.

Steikurnar tilbúnar fyrir matreiðslu.

Hreinar snyrtivörur frá Urtasmiðjunni „Sérstaða okkar í Urtasmiðjunni er sú að við þróum og framleiðum allar okkar vörur sjálf hér í fyrirtækinu en kaupum ekki tilbúna grunna. Þannig getum við sjálf ráðið hvaða hráefni vörurnar innihalda,“ segir Gígja Kj. Kvam, eigandi Urtasmiðjunnar á Svalbarðsströnd, en aldarfjórðungur er lið-

Gígja Kj. Kvam. „Sérstaða okkar í Urtasmiðjunni er sú að við þróum og framleiðum allar okkar vörur sjálf hér í fyrirtækinu en kaupum ekki tilbúna grunna.“

inn frá því hún hóf frumkvöðlastarf sitt. „Ég setti mér strax það markmið að framleiða 100% hreinar húðvörur, náttúruafurð án allra aukaefna, með okkar hreinu heilnæmu íslensku villtu jurtum sem við tínum hér á völdum svæðum. Við notum einungis hrein náttúruleg og lífræn hráefni sem innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni fyrir húðina og eru því mjög húðbætandi. Það er jú hráefnið sem ræður gæðum vörunnar.“ Um 20 vörutegundir „Við framleiðum í dag um 20 vörutegundir. Annars vegar húðverndarvörur s.s. Græðismyrsli, Fótasalva, Vöðva-gigtar nuddolíur o.fl. sem fólk í heilsugeiranum mælir með og notaðar eru á ýmsum heilsustofnunum. Hins vegar snyrtivörur, t.d. endurnærandi Villirósa-andlitskrem fyrir 40 ára og eldri, Fjallagrasakrem sem er rakagefandi dagkrem og Silki-andlitsolíu, djúpnærandi, mýkjandi og fegrandi. Þetta eru allt vinsælar og eftirsóttar vörur sem reynst hafa vel og eiga sinn fasta áskrifendahóp sem gefa þeim lofsamleg ummæli.“ Eins og norðurljósin „Hvað framtíðin ber í skauti sér

Móðir og barn nuddolía er mild, róandi og nærandi með morgunfúarog kamilluolíu.

fyrir þessa starfsemi veit enginn, en það kemur að því að einhverjir yngri verði að taka við. Þetta fyrirtæki hefur vaxið og dafnað frá byrjun, eins og jurt upp af litlu fræi sem er nú orðið föngulegt og blómstrandi tré. Í rauninni ætti framtíð Urtasmiðjunnar að vera björt, því stöðugt fjölgar þeim sem kunna að meta þessa vöru, ekki síst erlendum ferðamönnum, sem líta á hana sem eitthvað alveg sérstakt, svona eins og norðurljósin.“ urtasmidjan.is


AKUREYRI // jól 2016 | 63

Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland

Kjóll,

3.695,-


STYTTRI FERÐALÖG, LENGRI FAÐMLÖG

JÓLAGJAFABRÉF FLUGFÉLAGS ÍSLANDS Fullorðinsbréf: 19.525 kr.* Barnabréf: 10.860 kr.** Jólagjafabréfið er ferðalag í hlýjan faðm og dekur. Fullkomin gjöf fyrir ferðaglaða ættingja og vini á öllum aldri. Hvern viltu fara og finna á nýju ári og knúsa á meðan snjóa leysir, langt fram á næsta vor? Jólagjöfina í ár er einfalt að kaupa og bóka á flugfelag.is Jólag jafaflug er hægt að bóka frá 29. desember 2016 til 29. febrúar 2017 fyrir ferðatímabilið 6. janúar til 31. maí 2016. Frá 1. júní gildir Jólag jafabréfið sem inneign uppí önnur farg jöld eingöngu bókanleg á vefnum, g jafabréfið gildir í tvö ár. Nánar um skilmála á flugfelag.is

*

Flug fram og til baka og flugvallarskattar. Gildir ekki í tengiflug í gegnum Reykjavík. ** Fyrir börn á aldrinum 2–11 ára.

Akureyri Jólablað 2016  
Akureyri Jólablað 2016