Page 1

Desember 2012

Eflum norðlenska jólaverslun

Ge bl ym að ið ið

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!


2 | AKUREYRI // Jól 2012

Þátturinn Gestir út um allt á Rás 2 er sendur út frá menningarhúsinu Hofi mánaðarlega:

Gleði og bros á vör er uppskrift að góðum þætti Tvö ár verða nú í janúar liðin frá því útvarpsfólkið Margrét Blöndal og Felix Bergsson, ásamt Hjörleifi Erni Jónssyni hljómsveitarstjóra hóf göngu þáttarins Gestir út um allt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Frá fyrstu útsendingu hefur þátt­ urinn notið mikilla vinsælda, ekki aðeins hjá þeim sem sitja heima við viðtækin heldur ekki síður hjá áhorf­ endum í salnum. Og er þeirra hlut­ verk ekki minnst. Þátturinn hefur verið á dagskrá síðasta sunnudag í hverjum mánuði yfir veturinn á Rás 2 og verður út þennan vetur – að minnsta kosti. Útvarpskonan og Akureyringurinn Margrét Blöndal er sæl og glöð með velgengni þáttarins sem hefur þetta skemmtilega form að vera leiksviðsþáttur í útvarpi – ef svo má segja.

Íslensk sveit í staðinn fyrir amerískt fylki „Þó þátturinn hafi ekki átt sér neina hliðstæðu þegar við fórum af stað þá mætti hugmyndin alls staðar velvilja. Ekki síst hjá Sigrúnu Stefánsdóttur, þáverandi dagskrárstjóra RÚV sem var fljót að samþykkja hana. Við höfðum mótaðar hugmyndir um þáttinn strax og höfðum að fyrir­ mynd Prairie Home Companion, þátt Garrison Keillor sem gengið hefur í áratugi í Ameríku. Það má segja að við höfum búið til okkar ís­

Felix Bergsson og Margrét Blöndal á sviðinu í Hofi síðastliðinn sunnudag. Hvert einasta sæti var skipað í salnum og áhorfendur vel með á nótunum í þessum síðasta þætti ársins.

lensku útgáfu – skipt inn íslensku sveitinni í staðinn fyrir fylkið vestra. Og útkoman hefur aldeilis verið fín og í þeim anda sem við vonuðum,“ segir Margrét og lýsir því að þegar allt komi til alls þá sé grunnhug­ myndin að þættinum ein og skýr. „Hún er sú að gleðja fólk og gera það eins vel og okkur er frekast unnt. Það er og verður uppleggið okkar,“ segir hún.

Engir tveir þættir eins Þau Margrét og Felix bera hitann og þungann af gerð þáttanna auk Hjör­ leifs sem stýrir hljómsveit hússins og útsetur alla tónlistina. Gestir

þáttarins hafa einnig gjarnan teng­ ingu í tónlist og svo bregður fyrir kórum og jafnvel heilu stórsveit­ unum. Hver þáttur er með sínu sniði. Alltaf eitthvað nýtt og spenn­ andi – rétt eins og sagði í auglýsing­ unni. „Hver þáttur mótast auðvitað mikið af gestunum sem hafa verið hver öðrum skemmtilegri síðan við byrjuðum í janúar árið 2011. En svo eru alltaf nokkrir fastir liðir í þátt­ unum eins og t.d. auglýsingarnar sem Felix semur og syngur,“ segir Margrét og upplýsir hlæjandi að eitt sé alveg skýrt: „Ég mun ekki taka lagið í þessum þáttum og auglýs­

ingum. Ég ætla að hlífa áheyrendum við því og láta Felix það alveg eftir. Enda leikur þetta enginn eftir honum, Disneyprinsinum mínum.“

Glaðir og ánægðir áhorfendur Sú hugmynd kom aldrei upp að þátturinn Gestir út um allt ætti sér annað heimili en menningarhúsið Hof á Akureyri. „Í fyrsta lagi þá er ég hér á Akureyri, Hjörleifur Örn kom líka inn í þetta strax í upphafi og svo höfum við frá fyrsta degi átt mjög gott samstarf við starfsfólk í Hofi um að láta þessa hugmynd ganga sem allra best upp. Hof var líka glænýtt þegar við byrjuðum og

allir spenntir að nýta sér þetta frá­ bæra hús. Okkur langaði bara ein­ faldlega til að senda þáttinn þaðan út og reynslan hefur sýnt að það var rétt ákvörðun,“ segir Margrét en jafnan er fullt hús gesta í salnum meðan á útsendingu stendur. „Já, áhorfendur eiga mikið í þessum þætti og hafa allan tímann verið vel með á nótunum. Þetta er skemmtun sem öllum er velkomið að mæta á endurgjaldslaust og ég sé mörg andlit í salnum þátt eftir þátt. Allir með bros á vör, bæði áhorf­ endur og við sem að þættinum vinnum. Ég held einmitt að brosið sé uppskriftin að því að búa til vel heppnaðan þátt sem þennan,“ segir Margrét en næsti þáttur verður á dagskránni í lok janúar næstkom­ andi. Tímamót verða reyndar nú um áramótin þegar annar vinsæll þáttur þeirra Felix og Margrétar, Bergsson og Blöndal, rennur sitt skeið á Rás 2. „Sá þáttur fer að minnsta kosti í frí í bili en við vitum ekkert hvað verður. Við Felix eigum klárlega eftir að starfa meira saman í framtíð­ inni,“ segir útvarpskonan þraut­ reynda, Margrét Blöndal. ruv.is menningarhus.is

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu.

Desember 2012

Textavinnsla: Atli Rúnar Halldórsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason, Sigurður Sverrisson, og Valþór Hlöðversson. Umbrot: Athygli ehf. Forsíðumynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Eflum norðlenska jólaverslun

Ljósmyndir: Rögnvaldur Már Helgason, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir og fleiri. Auglýsingar: Augljós miðlun ehf.

Ge bla ym ðið ið

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Prentun og dreifing: Prentað í Landsprenti. Dreift með Morgunblaðinu til áskrifenda um allt land. Einnig til allra heimila á Akureyri og í nágrenni, fimmtudaginn 6. desember 2012.

J ó l agjafi r . . .

Kista Menningarhúsinu Hofi

O pi ð á f i mmtudag s kvö l dum í des emb er til kl. 22 Kista · Me nning ar h úsinu H ofi · Strandgata 1 2 · 600 Ak urey ri · Sí mi 897 0555 / 85 2 45 5 5 · k i s t a . i s · k i s t a @k i s t a . i s


AKUREYRI // Jól 2012 | 3

opið til miðnættis AllA dAgA á Akureyri

Í Hagkaup á Akureyri færðu allt sem hugurinn girnist. Frábært úrval af fatnaði, snyrtivöru, skóm, búsáhöldum, leikföngum, skemmtiefni og raftækjum. Alvöru salatbar og girnilegt kjötborð.

Þú færð einfaldlega allt til jólanna í Hagkaup


4 | AKUREYRI // Jól 2012

Styttist í 10 ár á Græna hattinum hjá Hauki Tryggvasyni:

„Bara Björk og Sigur Rós eftir“

Haukur Tryggvason í salnum á Græna hattinum. Tónleikarnir verða alls um 150 á þessu ári, sem er metfjöldi.

Haukur Tryggvason veitingamaður – en kannski tónleikahaldari fyrst og fremst – fagnar því í febrúar næstkomandi að 10 ár eru liðin frá því hann hóf rekstur staðarins. Á þessum tæpu tíu árum lætur nærri að tón­ leikar á hans vegum séu um 1000 talsins þannig að það er harla fátt í íslensku tónlistar­ lífi sem Akureyringar hafa ekki fengið sent heim að dyrum, ef svo má á orði komast. „Ég held að það séu bara Björk og Sigur Rós af stóru nöfnunum sem eiga eftir að spila á Græna hattinum,“ segir þessi geðþekki tón­ leikahaldari sem hefur lifað og hrærst í tónlist í áratugi. Árið sem nú er að líða hefur verið einstak­ lega viðburðaríkt en Hauki telst til að alls muni hann hafa staðið að baki 150 tónleikum áður en nýtt ár gengur í garð. Það er enn meira en á síðasta ári en þá voru tónleikarnir 140 talsins. Þá hélt hann að um væri að ræða algjört metár. Desembermánuður verður við­ burðaríkur með 18 tónleika, þar af sjö á milli jóla og nýars. Nýstirnið Ásgeir Trausti verður þar með þrenna tónleika. Þótt desember sé líf­ legur var ágústmánuður enn viðburðaríkari en alls voru þá 22 tónleikar á vegnum Hauks, „en hafa verður í huga að 150 ára kaup­ staðarafmæli Akureyrar spilaði þarna inn í,“ segir hann. Þótt flestir tónleikar á vegum Hauks séu á Græna hattinum hefur menn­ ingarhúsið Hof komið í góðar þarfir, nú síðast er Baggalútur hélt þar þrenna tónleika fyrir fullu húsi.

Unnið sér sess En er þetta of mikið framboð fyrir ekki fjöl­ mennara bæjarfélag? „Þetta er auðvitað gríðar­ lega mikið framboð fyrir ekki stærri stað en staðreyndin er sú að mjög margir hafa sóst eftir því að koma fram á Græna hattinum. Það er orðið hending að ég taki upp símann til að bóka hljómsveit. Staðurinn hefur unnið sér sess á síðustu árum og eitthvað hlýtur maður að vera að gera rétt,“ segir Haukur sem hefur lagt mikla vinnu í að gera staðinn að þeirri tónleikaperlu sem raun ber vitni. Græni hatturinn tekur ekki nema 170 manns í sæti en hefur leyfi fyrir 240 gestum. Haukur segist þó sjaldnast hleypa meira en 200 manns inn í einu. Græni hatturinn hóf starfsemi árið 1999

en þraut örendi vonum fyrr. Þegar Haukur tók við staðnum í febrúar 2003 hafði síðast verið rekin þar húsgagnaverslun! „Ég hugsaði þetta sem millilendingu fyrst eftir að hafa rekið veitingastaðinn Við Pollinn,“ segir Haukur en fljótlega eftir að ég byrjaði með Græna hattinn opnaði Vélsmiðjan á Eyrinni aftur með svipaðan rekstur. Á Akureyri er ekki markaður fyrir tvo svona staði þannig að ég ákvað að einbeita mér að tónleikahaldi.“

Græni hatturinn.

Líf og fjör á Græna hattinum í desember

6. des. Ómar Guðjónsson – Útgáfutónleikar kl. 21:00

7. des. Dúkkulísurnar – 30 ára afmælistónleikar kl. 22:00

8. des. Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar – Tónleikar kl. 20:00 og kl. 23:00

13. des. Skúli Mennski ásamt Þungri byrði – Tónleikar kl. 21:00 14. des. Magni – Útgáfutónleikar kl. 22:00 15. des. Rokkhátíðin KICE QUA L´CHAT Metal Festival – Tónleikar kl. 21:00 20. des. Þórunn Lárusdóttir – Útgáfutónleikar kl. 21:00 21. des. Jón Jónsson – Tónleikar kl. 22:00 22. des. Hjaltalín – Útgáfutónleikar kl. 20:00 26. des. Hvanndalsbræður ásamt Rögnvaldi Gáfaða – Jólatónleikar kl. 22:00 27. des. Brother Grass – Tónleikar kl. 21:00 28. des. Moses Hightower / Ásgeir Trausti – Tónleikar kl. 20:00 og kl. 23:00 29. des. Ásgeir Trausti – Unglingatónleikar kl. 16:00 29. des. Moses Hightower ásamt Diskódúettinum Þú og Ég – Tónleikar kl. 22:00 30. des. Helgi og hljóðfæraleikararnir – Áramótauppgjör og tónleikar kl.22:00

Ef Paul hefði verið með honum ...! Þrátt fyrir sveiflur í mætingu bæjarbúa og annarra gesta á tónleika lét Haukur ekki deigan síga. „Ég er orðinn vanur því að vera spurður hvernig hafi gengið. Ef ég segi að það hafi verið fremur dræm mæting er algengt að fólk segi: „Ég mæti pottþétt næst.“ Haukur skellir upp úr þegar hann rifjar upp ummæli frá því í sumar þegar gítarleikari í sveit Paul McCartney hélt tónleika við fremur dræma aðsókn. Eftir tónleikana hitti Haukur mann sem hann er málkunnugur. Eftir klassísk orða­ skipti eins og hér að framan sagði kunning­ inn: „Ég hefði pottþétt komið ef Paul hefði verið með honum.“ Þegar leið að lokum ársins 2006 voru farnar að renna á hann tvær, ef ekki þrjár grímur. „Ég hafði fengið innan við 20 gesti á fimm tónleika í röð og ákvað að þetta væri orðið ágætt. Taldi þetta fullreynt. Var harð­ ákveðinn í að söðla um og finna mér aðra vinnu. En svo kom Lisa Ekdahl til sögunnar og bókaði húsið þann 1. mars 2007. Áður en við vissum af var orðið uppselt án nokkurra auglýsinga. Þá fékk ég trúna á þetta á ný.“ Tónlistin veitir gleði Síðan eru senn liðin sex ár og Haukur er enn fullur eldmóðs sem Beach Boys og fleiri eftir­ lætis tónlistarmenn blésu honum í brjóst fyrir margt löngu. „Tímakaupið er reyndar ekki hátt en ég væri fyrir löngu hættur þessu ef tónlistin veitti mér ekki jafn mikla gleði og raun ber vitni,“ segir hann. En kemur hann til með feta í fótspor Rolling Stones og fagna 50 ára starfsferli í tónlistargeiranum? „Það er ómögulegt að vita,“ segir hann og hlær en reiknar samt ekki með öðru en að ljúka starfs­ ferlinum um svipað leyti á ævinni og aðrir Ís­ lendingar.


AKUREYRI // Jól 2012 | 5

Upplifið allt það besta

ENNEMM / SÍA / NM54645

Verið velkomin á Icelandair hótel Akureyri árið um kring!

Icelandair hótel Akureyri er glæsilegt hótel í notalegu umhverfi í menningarbænum Akureyri. Þar liggja saman leiðir áhugasamra gesta og bæjarbúa, fjölskyldna og ferðalanga, sem skapar einstakt andrúmsloft. High Tea er framreitt að breskri fyrirmynd í setustofunni frá kl 14 - 18 alla daga. Okkar vinsæli brunch er borinn fram allar helgar kl. 11.30 - 14 í vetur. Happy Hour er alla daga frá kl. 17 - 19. Icelandair hótel Akureyri Þingvallastræti 23, sími 518 1000 REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


6 | AKUREYRI // Jól 2012

AKUREYRI

NATURALIS

Skoðaðu fjölbreytt úrval. Upplifðu og veldu gæði.

Tískuverslun Akureyri Sími 462 6200

jmj_joes_jólaopna_20121203_10x39.indd 1


AKUREYRI // Jól 2012 | 7

Komdu. Við tökum vel á móti þér. Þú kaupir fötin í JMJ og Joe’s.

Herradeild Akureyri Sími 462 3599

4. 12. 2012. 08:00:50


8 | AKUREYRI // Jól 2012

Tryggvi Gunnarsson, formaður afmælisnefndar vegna 150 ára afmælis Akureyrarbæjar:

Einna ánægjulegast hversu virkir bæjarbúar voru „Ég er fyrst og fremst afskaplega þakklátur og finn fyrir auðmýkt og stolti þegar ég hugsa til baka. Af­ mælisárið tókst í alla staði mjög vel, allt gekk upp og veðrið lék við okkur bæjarbúa og gesti og skapaði glæsilega umgjörð um allt afmælis­ haldið,“ segir Tryggvi Gunnarsson, formaður afmælisnefndar vegna 150 ára afmælis Akureyrarbæjar sem haldið var upp á með fjölda við­ burða nánast allt þetta ár. Hámarki náði afmælishaldið á sjálfan afmælisdaginn, 29. ágúst og helgina þar á eftir. „Afmælishelgin var hreint út sagt stórkostleg frá upphafi til enda. Veðrið var einstak­ lega gott og bæjarbúar tóku virkan þátt en það var einna ánægjulegast við þetta allt saman,“ segir Tryggvi. „Og allir voru í hátíðarskapi.“ Fjöldi gesta heiðraði bæinn með nærveru sinni, m.a. forseti Íslands, forsætis­ ráðherra, þingmenn kjördæmisins, fulltrúar frá vinabæjum, bæjar- og sveitarstjórar úr nágrannabyggðum auk mikils fjölda almennra gesta.

Bæjarbúar brugðust vel við „Við í afmælisnefndinni tókum þann pól í hæðina strax í upphafi að fá bæjarbúa til að vera með og þeir brugðust svo sannarlega vel við og tóku mikinn þátt í afmælishaldinu. Það má segja að við höfum kastað boltanum yfir til þeirra og þeir gripið hann á lofti. Þetta á við um alla aldursflokka, allt frá leikskóla­ börnum til eldri borgara,“ segir Tryggvi, en sem dæmi má nefna að leik- og grunnskólabörn gáfu bænum mósaíkmynd sem komið hefur verið fyrir í Sundlaug Akur­ eyrar og eldri borgarar sameinuðust um gerð bútasaumsteppis sem af­ hent var fyrr í haust og verður varð­ veitt í ráðhúsi bæjarins. Fjárhagsáætlun stóðst Afmælisnefndin hafði úr 30 millj­ ónum króna að spila og segir Tryggvi að fjárhagsáætlun standist með sóma. „Við erum innan þess ramma og það er ánægjulegt.“ Nefndin nýtti féð m.a. til að styrkja verkefni af ýmsum toga, meðal annars útgáfu á afmælislagi Bjarna Hafþórs Helgasonar, Ég sé Akureyri, útgáfu tveggja bóka og sjónvarpsþátta um Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Afmælisins var einnig minnst með margvíslegum öðrum hætti. Gefin voru út borð- og púslu­ spil, frímerki og efnt til samkeppni meðal nemenda Myndlistarskólans um afmælismerki. Þá voru ýmsir viðburðir tengdir afmælisárinu og má þar nefna Danskan dag í Inn­ bænum sem tókst vel, bæjarlista­ maðurinn Eyþór Ingi færði bænum Tónagjöf, framlag Sögu Jónsdóttur, leikverkið um Vilhelmínu Lever er í minnum haft, hestamenn stóðu fyrir sýningum á flötinni neðan Sam­ komuhúss, sögugöngur um hverfi bæjarins slógu í gegn og Norðurorka gaf bænum Söguvörður, sex sögu­ skilti með upplýsingum um bæinn.

Tryggvi Gunnarsson, formaður afmælisnefndar Akureyrarbæjar, er þakklátur fyrir hversu vel tókst til með alla þá viðburði sem í boði voru á afmælisárinu.

Allir vildu leggja sitt af mörkum m.a. við að fegra umhverfi sitt „og ég held að eftir á þyki íbúum enn vænna um fallega bæinn sinn en áður og séu stoltir af því að tilheyra þessu öfluga samfélagi,“ segir hann. Auk Tryggva sátu þær Helena Karlsdóttir og Úlfhildur Rögnvalds­ dóttir í afmælisnefndinni og starfs­ menn hennar voru þrír; Hulda Sif Hermannsdóttir á Akureyrarstofu og þau Pétur Bolli Jóhannesson og Sig­ ríður Stefánsdóttir, starfsmenn Akureyrarbæjar. „Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa haft þetta valinkunna sómafólk mér við hlið. Þau stóðu sig öll með miklum ágætum,“ segir Tryggvi.

Eldgleypir á tilkomumiklu opnunaratriði 150 ára afmælishátíðarinnar á Akureyrarvelli þann 1. september.

Glerárdalur og umhverfisátak Á hátíðarfundi sem bæjarstjórn efndi til á afmælisdeginum voru samþykktar tvær tillögur, eins konar gjöf til bæjarbúa. Annars vegar var samþykkt að gera hluta Glerárdal að fólkvangi og er það mál nú í vinnslu hjá umhverfis- og skipulagsyfirvöldum að sögn Tryggva. „Glerárdalurinn er óslípaður demantur, hann á eftir að nýtast bæjarbúum sem frábært útivistarsvæði í framtíðinni,“ segir hann. Þá var einnig samþykkt að verja 500 milljónum króna yfir 5 ára tímabil í sérstakt umhverfisátak, 100 milljónir króna á hverju ári frá árinu 2013 til 2017. Tryggvi segir að m.a. verði hugað að göngu- og hjólastígum í bænum, leikvöllum og yfirleitt hverju því sem fegra kann umhverfi bæjarins. Tekið verður við ábendingum um verkefni frá bæjarbúum og segir hann að þær séu þegar farnar að berast.

Mynd: Auðunn Níelsson.

Ótvíræður ávinningur Tryggvi segir ávinning af afmælis­ haldinu ótvíræðan. Margföldunar­ áhrif hátíðarhaldanna hafi víða haft áhrif til að mynda hjá fyrirtækjum í bænum sem urðu vör við aukin við­ skipti enda gestafjöldi mikill í allt sumar. „Við settum okkur það markmið að ekki færi framhjá neinum að Akureyri ætti afmæli í ár án þess þó að vera uppáþrengjandi. Það tókst ágætlega,“ segir Tryggvi og bendir á að margir hafi lagt hönd á plóg og gert árið svo eftirminni­ legt. Samstarf var m.a. við Akur­ eyrarstofu og fleiri aðila sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar þannig að útkoman var jafn góð og raun ber vitni. Þá segir Tryggvi það sitt mat að afmælið og viðburðir því tengdir hafi þjappað bæjarbúum saman.

Vill gjarnan faðma Akureyringa á gamlárskvöld! „Þegar litið er yfir farinn veg koma margir eftirminnilegir viðburðir upp í hugann. Það er ekki hægt að nefna einn viðburð öðrum fremur. Mér þótti þetta allt saman takast mjög vel og það er fyrst og fremst bæj­ arbúum og gestum þeirra að þakka,“ segir Tryggvi. „Ég er svo ánægður með íbúa Akureyrar að mig langar helst að standa niður á Ráðhústorgi á gamlárskvöld og faðma þá alla, hvern og einn einasta,“ segir hann og ekki annað að sjá en hann meini þau orð sín bókstaflega. Loka­ hnykkur afmælisársins verður ein­ mitt það kvöld. Árið verður kvatt með stæl, hin árlega áramótabrenna við Réttarhvamm verður veglegri en nokkru sinni og lýkur með öflugri flugeldasýningu. „Það verður vel þess virði fyrir bæjarbúa að mæta á áramótabrennuna og kveðja þetta stórkostlega ár,“ segir Tryggvi. akureyri.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 9

Meira á www.intersport.is

A L L A R I R y f ð A V h EITT n n a k k a Í jólap

ECO Skíðagleraugu. Stærðir: barnastærðir.

CEBÉ VERDICT

0 9 .6 9

0 9 4.9

4.99 0

0 8.99

Skíðagleraugu, hægt að nota yfir lessgleraugu. Stærðir: dömu- og herrastærðir.

TECNO ASPEN Vandaður skíða og brettahjálmur.

SJÓNAUKI Nettur göngusjónauki, stækkun 10x25.

NISSE

2 .9 90

3.490

4.99 0

Netfóðraðar buxur. Litur: Svartar. Herrastærðir.

ADIDAS Góð æfingataska með skóhólfi og hliðaról.

20% afsláttur af skíða- og brettapökkum Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Ef keypt eru skíði/bretti, skór og bindingar.

AKUREyRI / SíMI 460 4890 / WWW.INTERSPORT.IS

0 9 1.6

1.9

ADIDAS IIC PANT

Hlýir kuldavettlingar. Litur: Svartir, bleikir og grænir. Stærðir: 5/6-7/9-10/12 .

90

ETIREL SKI BASIC

ve

0 9 9 5.

lt

Bolur og stuttbuxur. Stærðir: XS-XL.

1.99 0

ful

LIðASETT

Flottar prjónahúfur á krakka. 8 mismunandi litir. Ein stærð.

ADIDAS CREW Sokkar, 3 pör í pakka Litir: Svartur, hvítur Stærðir: 35-38 / 39-42 / 43-46.


10 | AKUREYRI // Jól 2012

Brauðgerð Kr. Jónsson hefur átt samleið með Akureyringum í 100 ár:

Eitt elsta iðnfyrirtæki landsins í eigu sömu fjölskyldu „Jólastemningin hefur verið ríkjandi hjá okkur undanfarnar vikur,“ segir Birgir Snorrason sem ásamt bróður sínum, Kjartani á og rekur Brauð­ gerð Kr. Jónsson & Co., í daglegu tali nefnt Kristjánsbakarí. Laufa­ brauðið hefur átt hug starfsfólksins og eins hefur það verið önnum kafið við smákökubakstur en hvoru tveggja er í hugum fólks tengt jólum órjúfanlegum böndum. Viðburðar­ ríkt ár er að baki í rekstri fyrirtækis­ ins, en það fagnaði 100 ára afmæli sínu í byrjun sumars og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins sem frá upp­ hafi hefur verið í eigu sömu fjöl­ skyldu.

600 þúsund laufabrauðskökur Birgir segir að Brauðgerðin sé stærst á markaði í laufabrauðsgerð, en áætlað er að framleiddar verði um 600 þúsund laufabrauðskökur nú fyrir jólin, bæði steiktar og ósteiktar. „Við erum með þetta 350 til 400 þúsund steiktar laufabrauðskökur og hitt er svo ósteikt,“ segir hann en markaður fyrir tilbúnar kökur er stærstur á suðvesturhorni landsins þar sem hefð fyrir því að taka laufa­ brauð er ekki eins sterk og norðan heiða. „Fjölskyldur syðra sem ættir eiga að rekja norður hafa þó í auknum mæli tekið upp þennan sið,“ segir Birgir. Þeir bræður, Birgir og Kjartan hafa rekið Brauðgerð Kr. Jónssonar frá árinu 1989. Þeir tóku við rekstr­ inum af föður sínum, Snorra Krist­ jánssyni, sem rak brauðgerðina í tæpa þrjá áratugi, frá 1960 og þar til synirnir tóku tóku við. Snorri tók aftur við keflinu af föður sínum, Kristjáni Jónssyni sem stofnaði fyrir­ tækið 12. júní 1912 og stóð hann við stjórnvölinn í harnært hálfa öld. „Við eigum ennþá nokkur góð ár eftir,“ segir Birgir og kveður engan bilbug á þeim bræðrum að finna. Gott sé svo að vita að fjórða kyn­ slóðin bíði á kantinum, tilbúin að halda áfram rekstri fjölskyldufyrir­ tækisins sem sett hefur sterkan svip á bæjarbraginn á Akureyri. Fjölbreytt vöruúrval og hátt þjónustustig Starfsemi Brauðgerðarinnar var í fyrstu við Strandgötu 41 þar sem jafnframt var heimili Kristjáns, en flutti síðar í húsið númer 37 við sömu götu. Hafist var handa við ný­ byggingu Brauðgerðarinnar við Hrísalund á árinu 1977 og starf­ semin flutt þangað ári síðar. Þar eru höfuðstöðvarnar enn, en þrívegis hefur að sögn bræðranna verið byggt við. Alls starfa um 80 manns hjá fyrirtækinu og segir Kjartan að sér­ staðan felist í því að um blöndu af handverks- og iðnaðarbakaríi sé að ræða. „Við leggjum áherslu á fjöl­ breytt vöruúrval og hátt þjónustu­ stig,“ segir hann en stærsta markaðs­ svæðið er á Norður- og Austurlandi. Með auknum landflutningum hefur Brauðgerðin einnig náð ágætis markaðshlutdeild á höfuðborgar­ svæðinu. Þriðjungsstækkun á einu bretti Tímamót urðu í rekstrinum þegar Brauðgerð Kr. Jónssonar keypti

Birgir og Kjartan Snorrasynir hafa rekið Brauðgerð Kr. Jónssonar í rúm 20 ár eða frá árinu 1989 og er engan bilbug á þeim að finna. „Við eigum enn eftir nokkur góð ár,“ segja þeir.

rekstur Brauðgerðar KEA í lok árs 1998, en fyrirtækin tvö höfðu verið keppinautar á markaði nyðra um árabil og stóðu bæði á gömlum grunni. „Fyrirtækið stækkaði við þessi kaup um þriðjung á einu bretti,“ segir Birgir. Í kjölfarið náðist fram hagræðing í rekstri og fram­ leiðsla þess átti nú greiðari leið inn í matvöruverslanir KEA sem á þeim tíma voru víða um bæinn. „Dreifi­ kerfið stækkaði til muna og við styrktum okkar markaðsstöðu.“ Brauðgerðin varð í kjölfarið eitt stærsta bakarí landsins og hefur þrátt fyrir sviptingar á þeim markaði haldið þeirri stöðu sinni.

Höfuðstöðvar Brauðgerðarinnar eru við Hrísalund.

Brauðgerðin á og rekur tvær verslanir og kaffihús, í höfuðstöðvunum við Hrísalund þar sem þessi mynd er tekin og í miðbæ Akureyrar, við Hafnarstræti 108.

Halda merki forfeðranna á lofti Þeir Birgir og Kjartan nefna að Snorri faðir þeirra hafi á sínum tíma verið frumkvöðull í rekstri brauð­ gerða hér á landi meðal annars hvað varðar vélvæðingu og tækninýj­ ungar, „og við höldum því merki á lofti og gerum hvað við getum til að vera í fararbroddi þegar að nýj­ ungum og tækniframförum kemur,“ segir þeir. Eftir bankahrun sé um­ hverfið þó vitanlega ekki eins og best verður á kosið og þeir nefna að miklar hækkanir hafi orðið á öllum aðföngum. Á sama tíma og glímt sé við hækkanir, sem ekki sé gerlegt að velta öllum út í verðlagið, komi einnig til minni neysla. „Við þessum aðstæðum verðum við að bregðast og í heildina hefur það tekist og við teljum að framtíð fyrirtækisins sé björt,“ segir þeir bræður.


ENNEMM / SÍA / NM53280

AKUREYRI // Jól 2012 | 11

Skannaðu kóðann og skoðaðu vefútgáfu jólablaðs Símans eða farðu á slóðina jol.siminn.is

Hafðu það notalegt

Rafbókin Reykjavíkurnætur og Netið í símanum í 6 mánuði fylgir

Samsung Galaxy S III

Samsung Galaxy S III Mini

Fangar jólaandann í háskerpu.

Stundum eru minnstu pakkarnir stærstu pakkarnir.

6.590 kr.

4.190 kr.

á mánuði í 18 mánuði* Staðgreitt: 109.900 kr.

Innifalið: Rafbók og Netið í símanum í 6 mán. – allt að 1 GB.

á mánuði í 18 mánuði* Staðgreitt: 69.900 kr.

Nýjasta rafbók Arnalds Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, fylgir með í jólapakkann fyrir GSM viðskiptavini Símans, í samstarfi við eBækur.is.

jol.siminn.is

Innifalið: Rafbók og Netið í símanum í 6 mán. – allt að 1 GB.

*Greiðslugjald 340 kr. bætist við mán.gjald.

með rafbók um jólin


12 | AKUREYRI // Jól 2012

Lítið hús en engir smá réttir

Moorthy Muthuvel fluttist til Akureyrar árið 2004 og opnaði Indian Curry Hut árið 2007. Staðurinn er lítill en nýtur vaxandi vinsælda.

Það fer ekki mikið fyrir Indian Curry Hut í göngugötunni þrátt fyrir að húsið sé skærgult. Sumir gera sér ekki grein fyrir því að þarna inni má fá ekta indverska rétti en þeir sem hafa prófað koma aftur og aftur.

eru líka lamb og fiskur,“ segir Mo­ orthy og bætir því við að hann sé mjög hrifinn af fiskinum sem veiðist við strendur landsins.

Í göngugötunni í miðbæ Akureyrar stendur lítið hús sem vekur athygli þrátt fyrir að láta ekki mikið yfir sér. Það er gult á litinn með turni og hefur gegnt ýmiskonar hlutverk í gegnum tíðina, lengst af sem sölu­ turn. Nú berst þaðan lykt af fram­ andi kryddum í hádeginu og á kvöldin, lykt sem laðar að svanga vegfarendur og leiðir þá að Indian Curry Hut.

Kom til Akureyrar árið 2004 Sathiya Moorthy Muthuvel er eig­ andi Indian Curry Hut og hann opnaði staðinn árið 2007. „Ég kom hingað til Akureyrar árið 2004 og leið strax mjög vel. Það árið kom ég á Akureyrarvöku sem gestakokkur hjá Friðriki fimmta yfir helgina. Ég var svo á Götugrillinu, þar sem ég prófaði mig áfram með indverska rétti. Svo opnuðum við hjónin þennan stað árið 2007 og það hefur gengið mjög vel síðan þá,“ segir Mo­ orthy. „Ég lærði til kokks á Indlandi í fjögur ár,“ segir Moorthy sem er frá borginni Madras í suðurhluta Ind­ lands. „Ég fluttist svo hingað til Ís­ lands árið 1997 og vann sem kokkur í nokkur ár, áður en ég kom hingað til Akureyrar.“ Annað hvert ár fer Moorthy að heimsækja fjölskyldu sína á Indlandi og í einni slíkri ferð kom hann til baka með konu upp á arminn, Jothimani S. Moorthy. „Mér tókst að sannfæra hana um að koma hingað í kuldann og okkur hefur þótt mjög gott að vera hérna. Við stofnuðum fjölskyldu og eigum saman þrjú börn. Það hefur hins vegar ekki gengið jafnvel að fá for­ eldra mína hingað í heimsókn, þau leggja ekki í kalda veðrið,“ segir Mo­ orthy brosandi. Fólk vill rétti sem það hefur fengið á Indlandi Austurlenskur matur hefur á síðast­ liðnum árum notið aukinna vin­ sælda og Moorthy segist finna fyrir því. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma hingað og ég hef sérstaklega tekið eftir því í haust. Akureyringar tóku mér vel þegar ég kom og ætli það séu ekki bara sífellt fleiri að uppgötva staðinn. Á sumrin hefur verið mest að gera og ferðamenn­ irnir sem koma hingað inn eru bæði

Moorthy ásamt eiginkonu sinni Jothimani og dóttur, Svanhildi Sathiyamoorthy. Hjónin vinna bæði í fullu starfi á veitingastaðnum.

íslenskir og erlendir. Margir frá Reykjavík sem vilja koma hingað og prófa litla indverska staðinn, sem er í gula turninum og þeir hafa heyrt um,“ segir Moorthy og bendir blaðamanni stoltur á umsögn DV

um staðinn sem setti hann í 5. sæti á lista yfir bestu skyndibitastaði landsins. „Nýlega breytti ég matseðlinum og bætti meiru inn á hann sem bæði mér fannst vanta og öðrum. Það

Staðurinn er að mestu „take-away“ staður. Þó er hægt að setjast niður og borða en plássið er lítið.

hafa nokkrir komið til mín og beðið um ákveðna rétti sem þeir hafa prófað á ferðalagi um Indland og orðið hrifnir af. Það er mjög gaman að slíku. Kjúklingur er megin uppi­ staðan á matseðlinum en á honum

Kryddin eru mikilvæg „Akureyringar hafa tekið staðnum afar vel og þeir eru forvitnir um matargerðina. Ég hef haldið nám­ skeið um indverska matargerð sem vel hefur verið mætt á og það hefur verið mjög gaman. Það er ekki bráð­ nauðsynlegt að vera með tandoori ofn eins og við en það er vissulega betra þegar maturinn á að vera alveg eftir bókinni. Kryddin eru líka mjög mikilvæg, ég kaupi mín krydd beint frá Indlandi svo bragðið verði alveg ekta,“ segir Moorthy sem sinnir líka veisluþjónustu. „Ég hef tekið að mér veislur og það hefur alltaf heppnast mjög vel. Stærstu veislurnar sem ég tek að mér eru fyrir í kringum 100 manns,“ segir Moorthy Muthuvel, eigandi Indian Curry Hut, að lokum.

Opnunartími miðbæjarverslana Opnunartími verslana í miðbæ Akureyrar verður þannig í desember: Fimmtudagur 6. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Sunnudagur 16. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18

Föstudagur 7. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18

Mánudagur 17. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Laugardagur 8. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18

Þriðjudagur 18. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Sunnudagur 9. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13-17

Miðvikudagur 19. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Mánudagur 10. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18

Fimmtudagur 20. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Þriðjudagur 11. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18

Föstudagur 21. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Miðvikudagur 12. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18

Laugardagur 22. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Fimmtudagur 13. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18

Sunnudagur 23. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-23

Föstudagur 14. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22

Mánudagur 24. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-12

Laugardagur 15. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22


AKUREYRI // Jól 2012 | 13

KEA HANGIKJÖT

Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár. Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.


14 | AKUREYRI // Jól 2012

Sífellt fjölgar í stuðningsliði Kalda „Við höfum aukið framleiðslu JólaKalda ár frá ári en alltaf selst hann upp fyrir jól. Meira fer á markað af honum nú en nokkru sinni fyrr og við vildum reyna hvað við gætum til að mæta eftirspurninni í ár. Nú horfir hins vegar þannig að óvarlegt er að lofa því að birgðir endist til jóla,“ segir Agnes Sigurðardóttir í Bruggsmiðjunni hf. á Árskógssandi. Hún stofnaði fyrirtækið 2005 ásamt eiginmanninum, Ólafi Þresti Ólafs­ syni, og þau eru meirihlutaeigendur í félaginu. Bruggsmiðjan var fyrsta brugg­ húsið sem gerði sig verulega gildandi í samkeppni við stórveldin á bjór­ markaðinum hér. Hún dafnar vel með öflugu starfsfólki og þeim hjónum sívakandi yfir rekstrinum. Kaldi sló strax í gegn og gerir enn. Nýjasta afurðin, OktóberKaldi, vann til dæmis til gullverð­ launa á bjórhátíð á Hólum í Hjalta­ dal haustið 2012 og skoraði líka grimmt hjá neytendum. Ekki slök byrjun hjá höfundi uppskriftarinnar, Sigurði Braga, syni Agnesar og Ólafs Þrastar. Hann er að læra bruggfræði og starfar jafnframt í Bruggsmiðj­ unni. Hann er í fjarnámi í elsta bruggskóla heims í Bandaríkjunum og fer utan á árinu 2013 til að full­ numa sig. Annar bruggari úr heimabyggð er nýkominn úr námi og aftur til starfa í fyrirtækinu, Kristinn Ingi Valsson frá Hauganesi, hinum þéttbýlis­ kjarnanum á Árskógsströnd handan Þorvaldsdalsár, nú búsettur á Dal­ vík. Kristinn keppti á sínum tíma í mörgum íþróttum en einbeitti sér síðar að skíðum. Hann keppti fyrir Skíðafélag Dalvíkur og tók meðal annars þátt í heimsmeistameistara­ móti og Ólympíuleikum unglinga, heimsmeistaramóti fullorðinna í Bormio 2005 og á Ólympíuleik­ unum í Torino 2006. Hann hefur starfað í Bruggsmiðjunni frá apríl 2007 og lauk nýlega prófi í bruggun í Brewlab skólanum í Sunderland á Englandi. Skólinn er mikils metinn í sínu fagi, stofnaður 1986, sér brugg­ húsum um allan heim fyrir geri og rekur rannsóknarstofu til efnagrein­ ingar og gæðaeftirlits. Hluti af loka­ prófinu er fyrirlestur sem nemand­ inn flytur. Kristinn Ingi fjallaði um uppsetningu brugghúss og markaðs­ fræði tengda brugghúsum. Fyrir fyrirlesturinn hlaut hann hæstu ein­ kunn sem gefin hefur verið frá upp­ hafi skólans! Bruggmeistarinn frá upphafi,

Sigurður Bragi Ólafsson, höfundur Október-Kalda, spjallaði um starfsemi Bruggsmiðjunnar og framleiðslu hennar fyrr í vetur á samkomu Svarfdælinga sunnan heiða á veitingahúsinu Loka í Reykjavík. Hér spá menn spekingslega í ölið. Sigurður Bragi stendur til hægri á myndinni.

Bruggsmiðjan hefur jafnt og þétt aukið við aðstöðu sína og framleiðslugetu frá því fyrirtækið tók til starfa árið 2005.

Jóla-Kaldi nýtur mikilla vinsælda.

David Masa, studdist við tékkneskar hefðir þegar Kaldi var upphaflega skapaður. Fljótlega kom í ljós að Ís­ lendingar kunnu vel að meta þessa formúlu að öli. Framleiðslan þróað­ ist og nýjar tegundir Kalda litu dags­ ins ljós, nú síðast Október-Kaldi. Formúlan er þróuð áfram og markaðurinn segir já, takk. Það segir sína sögu að verk­ smiðjan á Ársskógssandi hefur verið stækkuð þrisvar frá því hún var reist árið 2006; fyrst 2008, svo 2010 og nú síðast á árinu 2011. Framleiðslu­ getan var upphaflega 170.000 lítrar á ári en er nú orðin um 500.000 lítrar og dugir ekki til. Starfsmenn eru tíu talsins, þar af átta í fullu starfi.

Lífið á Sandinum snýst um það nú að tappa Jóla-Kalda á flöskur og koma þeim í brettavís áleiðis til kaupenda um land allt. Kaldi á traustan hóp stuðningsmanna á markaðinum. Hjá þeim hófst að­ ventan 15. nóvember þegar JólaKaldi heilsaði af hillum vínbúðanna. bruggsmidjan.is upplifðu

á Akureyri

Jólaviðburðir í Hrísey Ýmsir viðburðir eru á aðventunni í Hrísey. Næsta laugardag, 8. desember verður helgistund og kveikt á leiðalýsingu í kirkjugarðinum kl. 18 og um kvöldið verður jólahlaðborð í Brekku. Jólabíó verður í Sæborg á sunnudaginn kl. 16 og jólamarkaður í Gallarí Perlu kl. 14-17. Laugardagnn 15. desember verður jólastund kl. 14 í húsi Hákarla Jörundar þar sem verður upplestur, söngur og huggulegheit. Jólamarkaður verður í Gallerí Perlu á sunnudag 16. des. kl. 14-17.


AKUREYRI // J贸l 2012 | 15


16 | AKUREYRI // Jól 2012

Akureyrarapótek í Kaupangi:

Opið alla hátíðisdagana „Frá því að við opnuðum fyrir röskum tveimur árum höfum við haft opið á hátíðisdögum og þannig verður það einnig nú um jólin. Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir, bæði hjá læknum og viðskipta­ vinum,“ segir Gauti Einarsson, lyfja­ fræðingur í Akureyrarapóteki í Kaupangi á Akureyri en opið verður þar í tvo tíma alla svokallaða „rauða daga“ um jólin. „Í aðdraganda jóla er alltaf mikið að gera hjá okkur og margir sem vilja vera búnir að leysa út sín reglu­ bundnu lyf fyrir jólin. En það eru alltaf einhverjir sem ekki komast til þess eða gleyma sér og þeir eru mjög þakklátir að geta bjargað sér á

þessum hátíðisopnunartíma okkar hér í Akureyrarapóteki. Þessi opnun skiptir líka höfuðmáli fyrir þá sem leita til læknavaktarinnar á þessum dögum og fá ávísað lyfjum. Þeir geta þá strax fengið þau í hendur þannig að þessi þjónusta léttir líka álagi af læknavaktinni,“ segir Gauti en Akureyrarapótek er opið milli kl. 16 og 18 þessa hátíðisdaga, þ.e. á sama tíma og læknavaktin er opin. Gauti segir reynsluna þá að stöðugur straumur viðskiptavina er allan opn­ unartímann. „Við vorum tvö í byrjun í afgreiðslu á hátíðisvökt­ unum en fljótt kom í ljós að við þurfum að fjölga á vaktinni,“ segir Gauti.

Hann segir starfsemi Apóteksins að öðru leyti hefðbundna á aðvent­ unni. „Okkar starfsemi snýst um heilbrigði fólks og hér veitum við alla lyfjatengda þjónustu sem felst í starfsemi apóteka þó sumt af okkar vörum hér í versluninni rati vissu­ lega í jólapakka, t.d. krem og slíkt. Hér í Kaupangi erum við mjög vel staðsett, erum í miðpunkti mjög fjölmenns íbúahverfis og við um­ ferðaræðar sem tengjast bæði norður fyrir Glerá og í Naustahverfi. Enda koma viðskiptavinir okkar frá öllum bæjarhlutum Akureyrar. Og þeir sem ekki eiga heimangengt geta nýtt sér heimsendingarþjónustu okkar á

Starfsfólk Akureyrarapóteks í Kaupangi.

lyfjum. Hana hafa margir notfært sér að undanförnu þegar færið í bænum hefur verið með erfiðasta móti,“ segir Gauti.

akap.is

Verslunarstjóri A4 við Dalsbraut bjartsýnn á jólaverslunina:

Jólabækurnar og fjölskylduspilin Fátt tengir fólk meira við jólahátíð­ ina en bækur og spil. Hjá verslun A4 við Dalsbraut er einmitt mikil sala í jólamánuðinum í þessum vöru­ flokkum. Verslunin býður mikið úr­ val af hvers kyns spilum árið um kring og í aðdraganda jóla selur A4 allt það helsta sem er að finna í bókaútgáfunni á Íslandi. „Þetta er þriðja árið í röð sem við setjum upp bókamarkað fyrir jólin og viðskiptavinir okkar kunna vel að

ók frá

Svavar Eyþórsson, verslunarstjóri í A4, við Dalsbraut segir bækur og spil seljast vel fyrir jólin.

Ný b

Sigga Hall

meta það. Hér höfum við rúmt og gott húsnæði fyrir jólabækurnar og hægt að gefa sér góðan tíma í að velja jólabókina,“ segir Svavar Ey­ þórsson, verslunarstjóri A4. Hann reiknar með svipuðu umfangi og áður í bóksölu fyrir jólin enda er bókaútgáfa síst minni nú en verið hefur. „Jólaverslunin má segja að hefjist hjá okkur strax í október þegar fólk fer að huga að jólaföndrinu, gjöfum og jólakortum. Föndurvörur eru snar þáttur í okkar verslun og það hefur verið stöðug aukning í alls kyns föndri hjá almenningi undan­ farin ár. Gaman að því hversu hug­ myndaríkt fólk er og ekki hvað síst fyrir jólin,“ segir hann en hannyrða­ deild A4 er einnig öflug og margir finna þar hráefni í hlýja gjöf um jólin. Garn í miklu úrvali og allt sem prjónafólkið þarnast.

Nauðsynleg bók á hvert heimili um jólin KALKúNI OG tVæR fyLLINGAR 5–6 kílóa kalkúni fyrir 10–12

64

pekanhnetur og jurtir: 2 dl pekanhnetur 2–3 sellerístilkar, skornir í bita 1/2 blaðlaukur, skorinn smátt 1/2 rauð paprika, skorin í teninga 1 rauðlaukur, skorinn smátt 1 grænt epli, skorið í teninga 1/2 fenníka, skorin smátt 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður, smátt skorinn 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 4 msk fersk estragonblöð, skorin smátt 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1 msk hlynsíróp kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Kastaníuhnetur, ávextir og beikon: 2 dl kastaníuhnetur 1/2 dl furuhnetur 4 plómur, 4 apríkósur, 2 nektarínur, flysjaðar, steinninn fjarlægður og skornar í báta 1 dl vínber, steinlaus og skorin í tvennt 1 grænt epli, skorið í teninga 2 sellerístönglar, skornir smátt 8 sneiðar beikon, fínt skorið og steikt. 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1–3 msk hlynsíróp (fer eftir súrleika ávaxtanna) kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga

Skolið fuglinn vel undir köldu vatni að innan og utan. Þerrið vel með eldhúspappír. Saltið (gjarnan með kryddjurtasalti) að innan. Að fylla kalkúna er ekki eingöngu sem meðlæti með hátíðarréttinum heldur er það líka bragð- og kryddkeimurinn sem skiptir máli. Best er að matreiða kalkúnann við lágan hita og lengi í ofni. Þumalfingursreglan er 120° og 40 mínútur á kíló. Pensla hann stöðugt með bráðnu smjöri sem hefur verið kryddað með salti og pipar. Einnig er vinsælt að væta viskustykki upp úr bræddu smjörinu og leggja ofan á. Þá smyr fuglinn sig sjálfur. Að loknum eldunartímanum er fuglinn tekinn út og ofninn hækkaður upp í 220°. Þegar það hitastig er komið smellið þá kalkúnanum í ofninn og brúnið við háa hitann í nokkrar mínútur. Athugið að fara þá ekkert frá ofninum og fylgist mjög vel með svo að kalkúninn brúnist ekki of mikið og brenni.

Pekanhnetur og jurtir. Blandið hnetunum og öllum jurtunum saman, nema rósmarín og timjangreinunum í víða skál. Hellið bræddu smjörinu yfir, kryddið og piprið rausnarlega með bæði hvítum og svörtum pipar. Látið brauðteningana út í og blandið vel saman með sleif. Rósmarín- og timjangreinarnar stingast svo heilar með fyllingunni þegar hún fer í kalkúnann og verða fjarlægðar að lokinni eldun. Kryddjurtagreinarnar gefa ilm og angan í fyllinguna. Kastaníuhnetur, ávextir og beikon. Blandið innihaldinu saman eins og lýst er hér að ofan. Rósmarín og timjangreinar einnig notaðar á sama hátt.

65

Spilin eru sígild og vinsæl „Við erum líka með mikið úrval í spilum og finnum greinilega að á mörgum heimilum er jólahátíð óhugsandi án þess að fjölskyldan spili saman. Borðspil njóta alltaf vinsælda og á undanförnum árum hafa verið gefin út mörg skemmtileg spil af þeirri gerðinni sem einmitt eru kjörin fyrir fjölskyldur að skemmta sér yfir á jólum. Sum þess­ ara spila eru klassísk og vinsæl og eftirspurn eftir ár eftir ár. Síðan erum við líka með mikið úrval af pússluspilum sem einnig eru vinsæl fjölskylduafþreying að ógleymdum hefðbundnu spilunum sem eru sölu­ vara árið um kring,“ segir Svavar og er mjög bjartsýnn á jólaverslunina miðað við fyrri ár. „Já, mér finnst

jólaverslunin hafa byrjað af krafti og er mjög bjartsýnn. Síðasta helgi var mjög góð hjá okkur og ég reikna með góðri jólaverslun í heild þegar upp verður staðið á Þorláksmessu­ kvöld,“ segir Svava. a4.is

Hvenær kaupir þú jólagjöf makans?

Guðrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri Átaks

„Ég er yfirleitt snemma á ferðinni í jólagjafainnkaupum og er búinn að kaupa flestar gjafirnar nú þegar. Jólagjöfin handa makanum tekur samt alltaf aðeins lengri tíma og ég kaupi hana yfirleitt ekki fyrr en rétt fyrir jól.“


AKUREYRI // J贸l 2012 | 17


18 ||AKUREYRI AKUREYRI////sumar Jól 2012 2012

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju:

Er ekki viðkvæm fyrir sjálfri mér „Um leið og kirkjan talar beint til fólksins er það reiðubúið að mæta og taka þátt,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju.

„Þetta hefur verið hreint út sagt yndislegur tími, jafngóður eða betri en ég bjóst við. Við­ mót bæjarbúa er einstakt, mér og fjölskyld­ unni hefur sannarlega verið tekið opnum örmum,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju. Hún hefur starfað í sókn­ inni í um það bil tvö og hálft ár, kom til starfa í júní árið 2010. Um 10 þúsund manns tilheyra sókninni og er hún með þeim stærri í landinu þannig að ljóst er að starfið er eril­ samt og í mörg horn að líta. Hildur Eir er fædd og uppalin í Laufási þar sem faðir hennar, sr. Bolli Gústavsson var sóknarprestur um árabil, en móðir hennar er Matthildur Jónsdóttir. Hildur Eir er yngst 6 barna þeirra hjóna og flutti hún með for­ eldrum sínum að Hólum í Hjaltadal þegar faðir hennar tók við stöðu vígslubiskups, en hún starfaði á unglingsárum við m.a. kirkju­ vörslu í Hóladómkirkju. Hildur Eir skipti framhaldsskólanámi sínu bróðurlega á milli framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, var fyrst tvö ár við Menntaskólann á Akureyri og hin tvö síðari í Verkmenntaskólanum á Akur­

eyri og lauk þaðan stúdentsprófi. Eftir kennslu við Brekkuskóla einn vetur hélt hún suður á bóginn og hóf nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Náminu lauk hún árið 2005 og var þá vígður prestur við Laugarneskirkju og starfaði þar uns fjölskyldan flutti búferlum til Akureyrar sumarið 2010.

Mikill fjöldi athafna í Akureyrarkirkju „Ég var ekki með neinar hugmyndir um að ég væri að fara til starfa í rólegri sókn úti á landi,“ segir Hildur Eir sem áður starfaði við Laugarneskirkju í Reykjavík. „Ég er ung og heilsuhraust svo mér er ekki vorkunn að því að vinna svolítið,“ segir hún og kveðst aldrei hafa fundið að aldur eða kynferði hafi skipt sóknarbörnin máli. „Það virðist ekki trufla neinn þó presturinn sé ung kona, enda væri það nú hálf plebbalegt á 21.öld að setja slíkt fyrir sig,“ segir hún og hlær dátt. Hildur Eir segir að athafnir í Akureyrar­ kirkju séu fjölmargar og hún sé í hópi þeirra kirkna í landinu þar sem hvað flestar athafnir fari fram á ársgrundvelli; giftingar, skírnir og

Á Rafeyri er gullna reglan, nema hvað, að réttu jarðsambandi sé náð hjá Guði. Rafvirkjar með Hjartað á réttum stað, rafmagnaðir og alltaf í stuði.

Rafeyri í stuði fyrir þig rafeyri@rafeyri.is — www.rafeyri.is

útfarir. „Hér er mikill fjöldi athafna og eðli­ lega snýst starf prestsins mikið um þær, enda mjög mikilvæg þjónusta þar sem kirkjan er samferða sóknarbörnum sínum á mikilvæg­ ustu tímamótum lífsins, bæði í gleði og sorg,“ segir hún. „Ein athöfn er ekki bara athöfnin sem slík, henni fylgir oft mikill undirbúningur og einnig eftirfylgni.“

Bæn og jóga Almennt safnaðarstarf er með miklum blóma í Akureyrarkirkju og hefur Hildur Eir bryddað upp á ýmsum nýjungum í þeim efnum, m.a. býður hún nú annan veturinn í röð í samvinnu við jógakennarann Ulrike Sei­ ler upp á bænaslökun og jóga í hádeginu á þriðjudögum og segir að sú stund mælist vel fyrir hjá þátttakendum. „Hingað mætir jafnan sterkur kjarni og á góða og slakandi stund áður en haldið er áfram að sinna verk­ efnum dagsins,“ segir hún. „Við erum með dýnur og teppi og eftir bæn og hugleiðslu ganga menn svolítið í sjálfa sig með léttum jógaæfingum. Frá því að þetta byrjaði hefur stór hópur farið hér í gegn og notið þessa mannræktarstarfs, allt frá ungum menntskæl­ ingum til heldri og eldri kvenna sem hafa skilað sínu dagsverki.“ Tíðarandinn ekki óvinur þessu heilaga Þá má nefna paramessur sem efnt er til í kirkjunni með reglulegu millibili, en þær eru vel sóttar og hafa notið vinsælda meðal bæjar­ búa. Hjón eða pör, bæði gagnkynhneigð og samkynhneigð, ung og miðaldra hafa deilt með kirkjugestum því hvernig þau rækta samband sitt og halda sjó í öldugangi lífsins. „Við sem störfum í kirkjunni þurfum að finna út hvað það er sem fólk er að hugsa, hvaða stuðning það þarfnast og hvernig er­ indi kirkjunnar getur veitt því stuðning, um­ hyggju og gleði. Ég finn ekki annað en að fólk sé tilbúið að koma í kirkjuna ef því finnst að hún tali til þeirra og snerti við til­ finningum þess. Eiginlega þarf kirkjan alltaf að vera að þarfagreina samfélagið og þekkja það. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að kirkjunnar þjónar fylgist vel með þjóð­ félagsumræðunni og líti ekki á tíðarandann sem óvin þess heilaga. Tíðarandinn er jú bara hjartsláttur samfélagsins hverju sinni með öllum sínum kostum og göllum. Og Jesús er ekki á móti tíðarandanum, hann vill bara að fólk fái að varðveita heilagleika mennsku sinnar í honum. Að fólk fái að stjórna lífi sínu og vera sjálfstætt og frjálst .“

Pistlar á léttu nótunum falla í kramið Hildur Eir hefur verið nokkuð áberandi í bæjarlífinu undanfarin misseri, pistlar hennar hafa vakið verðskuldaða athylgi og eru mikið lesnir og þá hefur hún slegið í gegn í spurn­ ingaþáttunum Útsvari. „Það gleður mig mjög hversu mikið lesnir pistlarnir eru á netinu,“ segir hún og tekur fram að hún hugsi þá að hluta til sem part af sínu starfi sem prestur. „Þarna er ég ekki að tala úr predikunarstól, þó svo að í raun megi líta á fjölmiðla sem eina tegund slíks stóls, fjölmiðlar eru hinn nýji prédikunarstóll kirkj­ unnar þó svo að sá gamli hafi enn mikilvægu hlutverki að gegna,“ segir hún. Sjálf kjósi hún að tala til fólks á léttu nótunum og segir að það hafi greinilega hitt í mark. „Sumir pistla­ höfundar fjalla um pólitíkina og gera það vel eins og t.d. Guðmundur Andri Thorsson sem ég les alltaf, hvern einasta mánudag. Ég hef valið að hafa manneskjuna í öndvegi, sálarlíf fólks og það sem er sammannlegt. Maður kemst nefnilega að því í þessu starfi sem prestur, að þó sérhver manneskja sé einstök þá erum við öll að glíma við eitthvað sem fleiri þekkja og þegar við afhjúpum það og segjum t.d; svona er ég, þunglynd, kvíðin, kaupfíkill, alkóhólisti eða hvaðeina, en lifi samt og finn lífi mínu tilgang, þá erum við að ráðast sameiginlega að vandanum. Sem aftur þýðir að við getum frekar náð tökum á honum. Skömmin er nefnilega versti óvinur batans. En svo er húmorinn líka ótrúlega beitt vopn gegn skömminni og ég er ekki við­ kvæm fyrir því að gera grín að sjálfri mér. Og það virðist falla í kramið hjá lesendum,“ segir hún. Húsmóðirin á Útsvarsheimilinu Varðandi þátttöku í Útsvari segir Hildur Eir að menn spyrji sig gjarnan hvort því fylgi ekki aukaálag, „en ég svara því til að þetta sé viss hvíld. Þetta er allt annað en það sem ég er að fást við daglega,“ segir hún. „Ég tek sjálfa mig ekki ýkja hátíðlega og hef fyrst og fremst gaman að því að reyna svolítið á sjálfa mig og sjá hvað ég veit og veit ekki en strák­ arnir sem eru með mér í liði, eru hins vegar svo klárir að ég er ekkert stressuð. Reyni samt að vanda vel til verka þegar kemur að leiknum sem er mitt hlutverk,“ segir hún. „Annars lít ég mest á mig sem húsmóður í liðinu, sérstaklega eftir að strákarnir plöntuðu mér í miðsætið.“ Og með fylgir að hún sé engin sérstök keppnismanneskja og lítt hafi örlað á keppnisskapi gegnum tíðina. „En ég finn samt að það getur blossað upp þegar ég er komin í þáttinn.“


AKUREYRI // Jól 2012 | 19

Borvél og ljós verto 18V, 2 rafhlöður og bitar

9.995 kr. BitA,- BorA, og toPPAsett 109 stk

4.995 kr. juðArAsett BlAck&Decker 40 fylgihlutir og taska verð áður 12.995 kr.

9.995 kr.

hleðsluBorvél BlAck&Decker

14,4V, 2 rafhlöður verð áður 16.995 kr.

13.495 kr. fjölnotA verkfæri 130W, 40 fylgihlutir.

3.995 kr. juðAri Power Plus

skrúfvél BlAck&Decker 3,6V Li-Ion, Led ljós, hersla 7 Nm verð áður 8.995 kr.

90-135 mm.

lyklAsett vAro

1.995 kr.

8 stk.

6.995 kr.

1.499 kr.

r A k k A P r i ð r hA miðjan Akureyri Húsas

Stærri jólatré, lægra verð Blómaval býður mikið magn af stórum og fallegum Normannsþin á frábæru verði, tryggðu þér tré í tíma. Normannsþinur, stafafura og rauðgreni. Bjóðum allar stærðir - aldrei meira úrval!

200 - 250 cm Normannsþinur

aðeins

9.990 kr

Útsölustaðir: Skútuvogur, Grafarholt, Selfoss, Akureyri, Egilsstaðir, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar og Reyðarfjörður

é

riSa

atr l ó j r Stó

Kr 0 9 9 . 9 aðeiNS

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


20 | AKUREYRI // Jól 2012

„Akureyri

hefur alltaf heillað mig“ Bjarni Jóhannsson tók nýverið við knattspyrnuliði KA. Hann hlakkar til að takast á við það verkefni að koma liðinu upp í efstu deild.

Sjarmi yfir Akureyrarvelli Bjarni segir að aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Akureyri sé góð. „Æfingaaðstaðan hér í bænum er ein sú besta sem völ er á og hér er búið að byggja af sér veður og vinda. Gervi­ grasvöllurinn sem verður tekinn í notkun á vordögum verður kærkominn viðbót og á eftir að stórbæta voraðstöðuna sem oft hefur verið erfið.“ Akureyrarvöllur hefur á undanförnum árum verið í umræðunni og sumir vilja að hann verði lagður niður svo hægt verði að byggja þar. „Sem leikmanni þá þótti mér það alltaf tilhlökkunarefni að koma á völlinn hér fyrir norðan. Það er mikill sjarmi yfir vellinum og það verður glæsilegt að sjá hann sem heima­ völl næsta sumar. Ég vil helst sjá frekari upp­ byggingu í kringum hann enda þykir mér mikil prýði að honum, þetta er glæsilegur knattspyrnuvöllur.“

„Innst inni er ég landsbyggðarmaður. Ég þekki vel til hérna og hef sterkar tengingar hingað,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Bjarni Jóhannsson. Hann tók nýverið við liði KA en áður var hann hjá Stjörnunni í Garðabæ. Þar tókst honum að koma liðinu upp úr 1. deild og festi liðið í sessi sem öflugt úrvalsdeildarlið. Bjarni hefur búið víðsvegar um landið, lengst af í Mosfellsbæ og Njarðvík en hann er fæddur í Neskaupstað.

Verður nær barnabarninu „Akureyri hefur alltaf heillað mig sem bær og mig hefur lengi langað til að prófa að búa hér. Hér á ég góða vini og kunningja, hér er gott mannlíf, góð aðstaða til útivistar og slagkraftur íþróttalífsins er mikill. Sóknarfæri Akureyrar­ bæjar á öllum sviðum eru mörg og spennandi og framtíðin því björt,“ segir Bjarni. Segja má að Háskólinn á Akureyri spili hlutverk í komu Bjarna norður, en dætur hans stunda þar báðar nám. „Hér á ég tvær dætur og eitt afabarn og það er auðvitað frábært að geta verið nær þeim. Þetta var nú samt ekki auðveld ákvörðun, því ég á strák sem fermist í vor og mæðginin ætla að vera í Njarðvík til að byrja með,“ segir Bjarni og bætir við: „Fjöl­ skyldan stundar skíði og hefur töluvert verið hér á Akureyri í þeim tilgangi. Sérstaklega eftir að dæturnar fluttu norður. Núna erum við búin að fjárfesta í árskortum í Hlíðarfjalli og ég hlakka mikið til að vera á þessu frábæra skíðasvæði.“ Átti Akureyri eftir „Ég er flakkari í eðli mínu og má segja að ég hafi átt það eftir að búa á Akureyri. Eftir að ég flutti frá æskustöðvunum í Neskaupstað lærði ég í Reykjavík og síðar í Íþróttakennaraskól­ anum á Laugarvatni. Ég spilaði með ÍBÍ fyrir vestan í efstu deild og bjó þá á Ísafirði í þrjú ár. Eftir tveggja ára framhaldsnám í Íþróttahá­ skólanum í Osló flutti ég á Sauðárkrók þar sem ég þjálfaði Tindastól í fjögur ár. Leiðin lá svo til Keflavíkur þar sem ég kenndi við Fjöl­ brautaskóla Suðurnesja og fann konuefnið þar. Mosfellsbær varð næsti viðkomustaður þar sem

Bjarni hefur búið víðsvegar um landið. Nú er hann kominn til Akureyrar en þar á hann tvær dætur og eitt afabarn, sem hann getur nú verið meira í kringum.

fjölskyldan bjó lengst af. Það má heldur ekki gleyma mínum bestu árum sem knattspyrnu­ þjálfari, þegar ég var í Vestmannaeyjum,“ segir Bjarni en þar varð hann tvívegis Íslandsmeist­ ari með ÍBV og bikarmeistari.

„Síðustu sjö ár hefur fjölskyldan búið í Njarðvík,“ segir Bjarni en hann hefur starfað sem íþróttakennari í Borgarholtsskóla í Grafar­ vogi síðastliðin sextán ár ásamt því að þjálfa lið á höfuðborgarsvæðinu.

Eftirsóknarvert að vera í KA Bjarni segist spenntur fyrir verkefninu sem framundan er með KA og telur félagið hafi alla burði til komast í hóp bestu liða á Íslandi. „KA er félag sem hefur alltaf heillað mig. Þetta er stór klúbbur með öflugt félagsstarf og KAheimilið er mjög lifandi félagsheimili,“ segir Bjarni sem hefur greinilega mjög ákveðnar hugmyndir um framtíð KA. „Í KA er mikið af efnilegum strákum og það verður spennandi að sjá hverjir geta gefið sig í verkefnið sem er framundan. Við stefnum að því að halda öllum leikmönnum og styrkja liðið hæfilega til að koma því upp um deild. Ég vil sjá bestu knattspyrnumenn KA spila fyrir KA. Til þess verður að koma liðinu í fremstu röð. KA á ekki að vera uppeldis­ klúbbur fyrir önnur félög. Félagið er stórt og á að vera á þeim stalli að leikmenn sæki hingað, ekki öfugt. Það er göfugt markmið. Það á að vera eftirsóknarvert að vera í KA.“


AKUREYRI // J贸l 2012 | 21


22 | AKUREYRI // Jól 2012

Diskurinn „Ég sé Akureyri“ gefinn út í tilefni af afmælisári bæjarins:

Kveðja Akureyringa til landsmanna allra - Gunnar Þórðarson útsetti og stjórnaði vinnslu disksins

Diskurinn „Ég sé Akureyri“ kom út í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.

„Þessi diskur hefur að geyma úrval af tónlistarperlum sem hafa skír­ skotun til Akureyrar á einhvern hátt. Akureyri státar af mörgu frábæru tónlistarfólki og mikið af tónlistar­ efni tengist bænum. Það var því úr miklu að velja og ég vona að niður­ staðan sé góð,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem vann að geisladisk­

Hvenær kaupir þú jólagjöf makans?

inum „Ég sé Akureyri“ fyrr á árinu ásamt Óskari Péturssyni og fleirum. Diskurinn kom út í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar en auk þekktrar Akureyrartónlistar hefur hann einnig að geyma ný lög sem vafalítið eiga eftir að hljóma um ókomin ár. Gunnar Þórðarson annaðist útsetningu laganna á disk­ inum og samdi auk þess tvö ný lög sem á honum eru við ljóð eftir Krist­ ján frá Djúpalæk; Mitt faðir vor og Þetta land. Einnig er titillag disks­

Gunnar Þórðarson og Bjarni Hafþór skoða eina af raddsetningum Gunnars í Hofi.

ins, Ég sé Akureyri, eftir Bjarna Haf­ þór sem og lagið Emma sem er dul­ búinn ástarsöngur um Menntaskól­ ann á Akureyri. „Það var auðvitað mikill fengur að því að fá Gunnar Þórðarson til liðs við okkur, hans handbragð leynir sér ekki á disk­ inum og þetta verður ekki betur gert. Við fengum einnig Jóhann Vil­ hjálmsson til að leiða sönginn ásamt Óskari en hann er fæddur Akureyr­ ingur og sonur Vilhjálms Vilhjálms­ sonar. Þarna er því valinn maður í

hverju rúmi og ég held að þessi diskur muni standast vel tímans tönn,“ segir Bjarni Hafþór. Meðal þeirra laga sem prýða diskinn eru Vor í Vaglaskógi, Litla sæta ljúfan, Dalakofinn og Á heim­ leið. Upptökur fóru fram í Menn­ ingarhúsinu Hofi og í Stúdíó Arpa í Reykjavík. Auk aðalsöngvaranna tveggja kom við sögu á þriðja tug hljóðfæraleikara, tæknifólks og söngvara á Akureyri. „Þetta er diskur sem segja má að sé kveðja Akur­

eyringa til allra landsmanna á af­ mælisári bæjarins. Stór hluti Íslend­ inga á góðar minningar frá Akureyri; bæði brottfluttir, fólk sem hefur verið hér í skóla og svo er Akureyri einn vinsælasti áfangastaður Íslend­ inga þegar þeir fara um landið. Þeir vilja sjá Akureyri sem oftast og geta yljað sér við Akureyrarminningar með því að hlusta á diskinn,“ segir Bjarni Hafþór.

Óskar Pétursson mætir og heilsar Gunnari Þórðarsyni með glens á vörum. Bjarni Hafþór brosir á bakvið.

Hér er Gunnar Þórðarson að yfirfara nokkra frasa með blásurum.

Raddirnar á diskinum þykja frábærar en þær eiga Margot Kiis, Kati Marjatta Saarinen og Marína Ósk Þórólfsdóttir sem hér sést ræða við Gunnar um hálfnótu til eða frá.

Gunnar Þórðarson með strengjasveit við upptöku í Hofi.

Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA

„Við hjónin höfum ekki gefið hvort öðru gjafir síðastliðin ár, í það minnsta engar svakalegar. Þess í stað höfum við viljað gera vel við okkur í mat og drykk og njóta jólanna þannig. Stundum kaupum við einhverjar litlar gjafir og þá kaupi ég þær yfirleitt ekki fyrr en eftir 20. desember.“


AKUREYRI // Jól 2012 | 23

fínt fyrir jólin

Jólatilboð til 22.12

TEKA blöndunArTæKi á

20 % AFSlæTTi

mOrA Junior Handlaugartæki Tilboð kr. 5.900,-

AlmAr Spring Sturtuhaus Tilboð kr. 7.900,-

Sturtubarki 150 cm Tilboð kr. 1.500,-

AlmAr Emotion Sturtuhaus 10 cm Tilboð kr. 3.400,-

Almar Onda Handsturtuhaus Tilboð kr. 1.990,-

mOrA verde Eldhústæki Tilboð kr. 6.900,-

AlmAr Fonte Handsturtuhaus Tilboð kr. 930,-

AlmAr Skinny Handsturtuhaus Tilboð kr. 1.650,-

TEKA Calm Sport Sturtusett Tilboð kr. 6.400,-

Gæði, þJónuSTA OG ábyrGð - þAð Er TEnGi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050

Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is


24 | AKUREYRI // Jól 2012

Jólin nálgast

Framundan er hátíð ljóssins. Það má telja undarlegt þegar haft er í huga að nú Hins vegar er ekki fyrir það að synja að myrkrið var líka gróðrarstía allskonar fer í hönd dimmasti tími ársins og allra veðra von. Skýringin er þó sú að senn fer flökkusagna um drauga og illar vættir sem lögðu sig í líma við að hrekkja mannfólkið sól að hækka á lofti og svo hitt að frelsarinn er talinn hafa fæðst í lok desember og og jafnvel að gera því mein. Af því spratt myrkfælnin sem lagðist af þunga á börn og hann boðaði eins og kunnugt er birtu og frið meðal manna. Allt er þetta til marks fullorðna svo stundum lá við sturlun. Fólk þóttist sjá ýmislegt í myrkrinu sem það um að fólk hér á norðurhjara vinni að því að lýsa upp hjá sér, bæði í skefldist óskaplega jafnvel þó alltaf væru til eðlilegar skýringar á því sálarskarkimum og í kringum sig. Við lesum frásögnina um fæðingu sem þar var á ferð. Hinir myrkfælnu höfðu samt sem áður ekki þrek „En þær kynslóðir frelsarans sem boðaði mikinn fögnuð, förum í kirkju til að hlusta á söng til að ganga úr skugga um hvað um væri að vera og bjuggu áfram við sem bjuggu við þessar og fagrar frásagnir og gerum okkur dagamun í mat og drykk. Fjölskyldur sína skelfilegu hræðslu. Þannig liðu aldir í torfkofum og hreysum aðstæður voru ekki að safnast saman og hátíðarstemning myndast á þessum dimmasta tíma um allar sveitir víðs fjarri hlýju og yl. En nú er öldin önnur. væla yfir því; þær þekktu ársins. ekki annað“ Með tilkomu hins magnaða rafmagns kom ljósið og bjartara varð Áður fyrr lét fólk sér nægja kerti eða lýsislampa til að lýsa upp í húsum í húsum og híbýlum. Við það lifnaði yfir fólki og myrkhræðslan sínum en dimman var söm við sig utan dyra. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir fólk minnkaði að sama skapi. Í góðri bók segir að Guð hafi sagt: „Verði ljós“ og það varð að vera sífellt að paufast með kerti eða lampa til að lýsa sér við hvert fótmál og eiga ljós. Ekki skal lagður dómur á það hér hvort þetta er alveg rétt en hitt er þó vitað að einlægt von á því að reka sig í eða stingast á hausinn ef eitthvað varð í veginum. En ljósið er rafsegulgeislun, sveiflur í rafsviði og segulsviði og geymir í sér orku. Hvort þær kynslóðir sem bjuggu við þessar aðstæður voru ekki að væla yfir því; þær þekktu Guð kom að þessu verki í öndverðu verður ekki fullyrt en hitt er víst að mannlífið væri ekki annað, fannst þetta allt harla gott og undu glaðar við sitt. erfiðara ef ekki nyti við rafurmagnsins. rs_jólin_nalgast_20121202_10x39.indd 1


AKUREYRI // Jól 2012 | 25

Við Akureyringar, sem munum tímanna tvenna, hugsum til þess þegar Laxárvirkjun komst í gagnið og sendi okkur rafmagn í stækkandi bæ. Við munum líka þegar norðanáhlaupin urðu til þess að krapi hlóðst upp í Laxá og kom í veg fyrir eðlilegt rennsli til virkjunarinnar. Þá varð rafmagnslaust, ljósin slokknuðu og olíufíringin fékk ekki nauðsynlega orku til að olían næði að hita upp híbýlin. Þar með bættist kuldinn við ljósleysið og gat það ástand staðið í nokkra daga. Öllu var þessu tekið með jafnaðargeði og ekki laust við talsverða gleði því ýmis ráð voru nýtt til að hita upp, til dæmis með kolum og gasi. Ljósleysið var leyst með því að kveikja á kertum, gasluktum og batterísluktum á betri bæjum.

aðrir ganga lengra og setja heilar seríur á tré, hús og enn aðrir fara yfir öll mörk og kunna sér engin læti í viðleitninni til að ganga gegn myrkrinu og lífga upp á tilveruna. Stundum hefur verið efast um að síðastnefnda fólkið sé með réttu ráði og jafnvel ástæða talin til að hafa áhyggjur af því. Sjálfur get ég vottað að það er ekkert mál að lifa með þessari gleði og þeirri fyrirhöfn sem því fylgir að koma fjölda ljósa á sína fjölmörgu staði um alla lóð – bara gaman. Ljóst er að slíkt gerist ekki nema með samstilltu átaki allra í viðkomandi fjölskyldum og það er út af fyrir sig jákvætt og uppbyggilegt, hvað sem öðru líður.

„Allt skapar þetta meiri birtu í svartasta skammdeginu og ekki annað vitað en flestir hafi af þessu nokkra ánægju“

Þá var oft kátt í kotunum – eða húsunum – á Akureyri og spilað, lesnar sögur eða farið í leiki sem fengu á sig nýja mynd þegar dimman var í hverju skoti og hægt að bregða út frá viðurkenndum leikreglum án þess að mikið bæri á! Svo var auðvitað frí í skólanum á meðan á þessu stóð og ekki kvartað mikið yfir því. Um leið og stórhríðinni slotaði þustu krakkarnir út til að stökkva af lægri húsum í skaflana sem höfðu myndast. Var það oft mikill atgangur og hin besta skemmtun. Svo kom rafmagnið aftur og allt féll í sinn vanalega farveg; hvunndagurinn í öllum sínum fjölbreytileika. Smátt og smátt urðu framfarir í rafmagnsframleiðslunni og nú er svo komið að til verulega tíðinda telst ef rafmagnið fer nokkra klukkutíma á ári.

Hin síðari ár hafa margir leikið skemmtilegan mótleik gegn skammdeginu. Sá leikur felst í því að koma upp í görðum sínum og húsum lýsandi jólaskrauti í öllum regnbogans litum. Sumir fara nett í þetta og hafa nokkrar perur hér og þar,

Aldrei of mörg viðfangsefni sem sameina fjölskyldur, ættinga og vini. Nóg eru sundrungarefnin og því sem leggur dimmu yfir umhverfi og mannlíf.

Um þessar mundir blasir jólaskrautið ekki einasta við innan dyra því þeim fer fjölgandi sem leggja talsverða vinnu í að koma ljósaseríum upp á húsum sínum, trjám og jafnvel girðingum. Allt skapar þetta meiri birtu í svartasta skammdeginu og ekki annað vitað en flestir hafi af þessu nokkra ánægju enda er sá tilgangurinn. Þannig lifum við í dag andstöðu þess að búa við myrkur í saggafullum torfkofum þar sem draugar voru í hverju horni og sættu lagi að gera fólki skráveifur. Nú hefur birtan tekið völdin og er jafnvel talað um það síðustu árin að við hafi tekið ljósmengun vegna þess arna; ekki sé hægt að sjá stjörnurnar fyrir birtu. Næsta víst er að flestir kjósa núverandi stöðu þessara mála heldur en þá veröld sem var. Við skulum því sameinast um að hefja hátíð ljóssins til enn meiri vegs og virðingar. Gleðileg jól, Ragnar Sverrisson kaupmaður Akureyri. 4. 12. 2012. 08:06:49


26 | AKUREYRI // Jól 2012

Hjarta ostaframleiðslunnar á Íslandi Ostakörfur eru vinsæl gjöf á aðvent­ unni og um jól. Hjá MS Akureyri er annríki í jólamánuðinum í afgreiðslu á jólakörfunum en byrjað er í lok nóvember að gera þær klárar. „Héðan fara allt í allt yfir 2000 körfur í jólamánuðinum og það sýnir vinsældirnar. Enda þykir fólki kærkomið að fá svona nytsama gjöf fyrir jólin, ostar og aðrar sælkera­ vörur í körfunum koma að góðum notum á heimilunum um hátíð­ arnar,“ segir Helgi Jónasson, svæð­ isölustjóri MS Akureyri. Hann segir fyrirtækið þjónusta bæði fyrirtæki og einstaklinga með jólakörfur, algengt sé að fyrirtæki kaupi þær til að gefa bæði starfsmönnum sínum og við­ skiptavinum. „Við bjóðum upp á staðlaðar stærðir í jólakörfunum en síðan getum við líka útfært þær eftir séróskum ef þær eru fyrir hendi. Þetta eru sannkallaðar hátíðarkörfur og afgreiðsla á þessum vörum hér hjá okkur setur skemmtilegan svip á starfsemina þessar vikur,“ segir Helgi. Óstöðugt veðurfar í haust hefur gert þeim hjá MS Akureyri nokkuð erfiðara fyrir að sækja mjólk til bænda og dreifa vörum. „Við sjáum

nánast alfarið sjálf um dreifingu á okkar vörum hér á Norðurlandi og austur á firði. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mög vel og við þurfum þar með ekki að treysta á aðra til að þjónusta okkar viðskiptavini sem best. En því er ekki að neita að veðurfarið í haust hefur gert okkur erfiðara fyrir. Mikil ófærð og algengt t.d. að leiðin hér austur um hafi lokast vegna Víkurskarðsins. Það hefur á þessum vikum svo sannarlega komið í ljós hversu miklu tilkoma Vaðlaheiðarganga mun breyta í samgöngum og þjónstu á þessu svæði öllu. Vonandi komast þau í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir Helgi.

Ný ostavinnslulína á næsta ári Mikið hefur verið fjárfest í búnaði og aðstöðu hjá MS á Akureyri síð­ ustu ár og ekki verður lát á næstu mánuði. Ný og fullkomin fram­ leiðslulína fyrir ostagerðina verður tekin í notkun á komandi hausti og strax eftir áramót hefst undirbún­ ingur þess. „Með nýju ostalínunni má segja að við festum okkur enn frekar í sessi sem hjarta ostaframleiðslunnar

Helgi Jónasson, svæðissölustjóri MS Akureyri. Til viðbótar við hina hefðbundnu vörudreifingu fyrirtækisins bætist á þessum árstíma afgreiðsla á ostakörfum en um 2000 slíkum er dreift frá MS Akureyri.

á Íslandi. MS býður neytendum í dag mjög mikið úrval af ostum og stöðugt koma nýjungar á markaðinn í ostalínunni. Með nýju framleiðslu­

línunni fæst enn meiri nákvæmni í ostaframleiðsluna og segja má að nýi búnaðurinn verði fyrst og fremst til eflingar í starfseminni hér innan­

Strikið opið á gamlárskvöld í fyrsta sinn Æ fleiri erlendir ferðamenn kjósa að verja áramótum á Akureyri, upplifa þessi tímamót í norðrinu í snjó, norðurljósum og þeirri sýningu sem bæjarbúar og nágrannar efna til með flugeldaskotum sínum. Bent hefur verið á að nauðsynlegt sé að bregðast við þörfum þessara gesta bæjarins og tryggja að þeir geti farið út að borða, kjósi þeir það á gamlárskvöld. Nú hefur veitingahúsið Strikið ákveðið í samstarfi við Saga Travel og Icel­ andairhótel Akureyri að hafa opið á gamlárskvöld í fyrsta sinn. En þó með nokkuð óhefðbundnu og skemmtilegu fyrirrkomulagi. „Við eigendurnir á Strikinu ákváðum að framkvæma þetta þannig að við flytjum okkar fjöl­ skylduveislur hingað á Strikið.

Höfum áramótin sem líkust því sem við erum vön heima en tökum í leiðinni á móti gestum sem vilja fara út að borða. Hér verða börnin, ömmur og afar og frjálsleg fjöl­ skyldustemning,“ segir Heba Finns­ dóttir á Strikinu. „Gestum verður ekið að áramóta­ brennu okkar Akureyringa, svo horfum við auðvitað á áramótaskaup RÚV og loks förum við hér út á svalir og fögnum áramótunum á til­ heyrandi hátt á miðnætti. Þetta verða örugglega skemmtileg áramót en það verður bara að koma í ljós hver ásóknin verður hjá ferða­ mönnum og öðrum.“

húss. Neytendur koma ekki til með að verða mikið varir við þessa breyt­ ingu. Þeir ganga áfram að sínum gæðaostum vísum frá MS,“ segir Helgi.

Verðlaun í Herning Talandi um gæði þá tók hópur frá MS nýlega þátt í skandinavísku mjólkurvörusýningunni Foodtech sem haldin var í Herning í Dan­ mörku. Í stuttu máli fengu fram­ leiðsluvörur fyrirtækisins þar mikið lof. „Það er mjög ánægjulegt hversu vel gekk í keppninni og gaman að sjá hversu frábæra fagmenn við eigum. Ennfremur unnu vörur okkar til fimm gullverðlauna, 13 silfurverðlauna og 15 bronsverð­ launa,“ segir Helgi en tvær vörur frá MS, Kókómjólk og SMS skyr, fengu sérstök heiðursverðlaun sem veitt eru vörum sem þykja skara fram úr í gæðum. Kókómjólkin vann flokkinn besta ferskvaran. ms.is

strikid.is Það verður frjálsleg fjölskyldustemning á Strikinu á gamlárskvöld.

Opnunartími á Glerártorgi Fimmtudagur 6. desember . . . . . . . . . 10:00-18:30

Sunnudagur 16. desember . . . . . . . . . . 13:00-18:00

Föstudagur 7. desember . . . . . . . . . . . . 10:00-18.30

Nettó til 22:00

Laugardagur 8. desember. . . . . . . . . . . 10:00-18:00

Mánudagur 17. desember. . . . . . . . . . . . 10:00-22:00

Sunnudagur 9. desember. . . . . . . . . . . . 13:00-18:00

Þriðjudagur 18. desember . . . . . . . . . . . 10:00-22:00

Mánudagur 10. desember . . . . . . . . . . . 10:00-18:30

Miðvikudagur 19. desember. . . . . . . . . 10:00-22:00

Þriðjudagur 11. desember. . . . . . . . . . . . 10:00-18:30

Fimmtudagur 20. desember. . . . . . . . 10:00-22:00

Miðvikudagur 12. desember. . . . . . . . . 10:00-18:30

Föstudagur 21. desember . . . . . . . . . . . 10:00-22:00

Fimmtudagur 13. desember. . . . . . . . . 10:00-22:00

Laugardagur 22. desember. . . . . . . . . 10:00-22:00

Nettó ofl. til miðnættis

Þorláksmessa 23. desember . . . . . . . 10:00-23:00

Föstudagur 14. desember . . . . . . . . . . . 10:00-22:00

Aðfangadagur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10:00-12:00

Laugardagur 15. desember. . . . . . . . . . 10:00-22:00

Nettó til 13:00


AKUREYRI // Jól 2012 | 27

Hjarta Akureyrar Hótel Kea er eina fjögurra stjörnu hótelið á Akureyri. Staðsett í hjarta miðbæjar Akureyrar, er þetta gamalgróna og virðulega hótel í örstuttu göngufæri við fjölda kaffihúsa, safna, leikhúsa, veitingastaða, tónleika- og skemmtistaða.

Njótið lífsins! Verið velkomin á Hótel Kea. Við tökum vel á móti ykkur. Gefðu upplifun. Gjafakortin sívinsælu eru góðar gjafir sem gleðja. Hjá okkur er hægt að kaupa gjafakort á Hótel Kea og Hótel Hörpu á Akureyri og Hótel Borg og Hótel Björk í Reykjavík

Kíkið á tilboðin á www.keahotel.is

Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri Sími: 460 2050 - Fax: 460 2070 keahotels@keahotels.is

www.keahotels.is


28 | AKUREYRI // Jól 2012

1398 kr.kg

98 kr. 500 ml

frá kjarnafæði: kofareykt úrbeinað hangikjöt

595 kr.pk

2198 kr. kg

þýsk frosin kalkúnabringa

1498 kr. 900 gr

1295 kr. kg

495 kr. 3 x 250 ml


AKUREYRI // Jól 2012 | 29

298 kr.

279 kr.

179 kr.

189 kr. 398 kr.

lífrænt spelt hveiti gróft & fínt 1000gr

459 kr.

lífrænt kakó 200gr Tilvalið í allan bakstur

298 kr.

498 kr.

bónUs gróft kókosmjöl 500gr

189 kr. 259 kr. Coke-kippa 6x1.5 ltr. og fjórar dósir Víking-Hátíðarblanda í kaupbæti

2998 kr.

50 stk. teljós

brunatími 4 klst.

359 kr. pk

998 kr.

459 kr.

frosin jarðarber 1.2 kg poki

1598 kr.

650 gr

nóa ko


30 | AKUREYRI // Jól 2012

Icelandair hótel Akureyri:

Skíðaferðir og norðurljósaskoðun „Þessir erlendu gestir í norðurljósa­ ferðum yfir vetrartímann eru mjög dýrmætir okkur og öðrum fyrir­ tækjum á Akureyri. Ég geri ráð fyrir að margir bæjarbúar hafi veitt þeim athygli nú í haust og verði varir við þá á næstu mánuðum. Þeir eru dæmi um árangur sem við erum sem betur fer að ná í vetrarferðamennsk­ unni á Akureyri og Norðurlandi,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri. Í samstarfi Icelandair, Icelandair­ hótelanna og Iceland Travel ferða­ skrifstofunnar voru markaðssettar norðurljósaferðir á Ameríkumarkaði fyrr á þessu ári með góðum árangri. Um er að ræða einstaklingsferðir og í pakkanum kaupir fólk flug, gist­ ingu og norðurljósaskoðun á Norðurlandi. Íslandsferðin er fjög­ urra nátta, fyrsta og síðasta gisti­ nóttin í Reykjavík en hinar tvær hjá Icelandair hótel Akureyri. Norður­ ljósaskoðunina annast síðan Saga Travel á Akureyri. „Við höfum haft gesti í þessum ferðum síðustu tvo mánuði og þær hefjast síðan aftur strax eftir áramót og verða út marsmánuð. Hér er ekki um að ræða ákveðna vikudaga og fólk hefur talsvert svigrúm til að skoða sig um hér á Akureyri, versla

Skemmtilegt útisvæði er við Icelandair hótel Akureyri þar sem njóta má veitinga.

eða fara á veitingahús. Þessar ferðir skila því mjög góðu fyrir svæðið,“ segir Sigrún Björk.

Fyrsta árið lofar góðu Síðari áfangi í byggingu Icelandair hótel Akureyri var tekinn í notkun síðastliðið sumar en nú er að ljúka fyrsta heila rekstrarári hótelsins. „Við erum því komin með 99 her­ bergi og ég er mjög ánægð með þetta upphafsár í okkar rekstri. Út­

sýnið frá hótelinu er eitt af því sem vekur athygli gestanna, hvort heldur er í austur, suður eða vestur. Hér handan götunnar er svæði Sund­ laugar Akureyrar og það þykir mörgum erlendu gestum okkar sér í lagi gaman að sjá í náttmyrkri. Að ekki sé talað um að horfa á snævi þaktar skíðabrekkur Hlíðarfjalls ofan bæjarins. Hér höfum við líka veitingastað á hótelinu sem bæði þjónustar gesti

Herbergi eru rúmgóð og í boði eru fjölskylduherbergi. Tilvalið fyrir skíðafríið á Akureyri.

Veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð.

hótelsins og hefur ekki síður laðað að bæjarbúa almennt – enda frábær staður og matseðill. Við erum á þann hátt hluti af mjög fjölbreyttri veitingahúsamenningu á Akureyri,“ segir Sigrún en auk hins stóra mark­ aðar á suðvesturhorni landsins segist hún einnig verða vör við gesti úr ná­ grannabyggðum og íbúar Austur­ lands eru einnig duglegir að sækja Akureyri heim.

lofti og skíðavertíðin nær hámarki. Innlendu gestirnir bóka alltaf með skömmum fyrirvara en við finnum greinilega fyrir áhuga fólks á að koma hingað á skíði og njóta lífsins með fjölskyldunni í skólafríunum í vetur. Og þar stöndum við einmitt vel að vígi með okkar frábæru fjöl­ skylduherbergi hér á Icelandair hótel Akureyri. Hvort sem það eru ein­ staklingar, fjölskyldur eða hópar þá höfum við gistinguna – og það á besta stað í bænum,“ segir Sigrún Björk.

Skíðaferðin er til Akureyrar „Við höfum mjög góð tilboð að bjóða okkar gestum, bæði nú fyrir jólin og þegar sól fer að hækka á

icehotels.is

Laufabrauðið góða frá Kristjáni er komið í verslanir ásamt steikingarfeitinni! Frábær steikingarfeiti frá Brauðgerð Kristjáns. 100% plöntufeiti sem freyðir ekki. Góð til steikingar á laufabrauði.

Petra Sif Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Fífu segir að fólk komi í búðina og kaupi alls kyns vörur til að setja í jólapakka.

Barnavöruverslun með þekkt merki Fyrir rúmu ári opnaði barnavöru­ verslunin Fífa útibú á Akureyri, en verslunin hefur gott orðspor í Reykjavík fyrir vandaðar vörur. Við­ brögðin hafa verið góð því viðskipta­ vinum fjölgar sífellt og búðin, sem þjónustar allt Norðurland og jafnvel víðar, stendur undir því orðspori sem nafninu fylgir. Öryggisvörur, fatnaður, bílstólar og vagnar eru meðal þess sem þar er að finna en vöruúrvalið endurspeglar búðina í Reykjavík sem stofnuð var árið 1978.

Ekta norðlenskt laufabrauð frá Brauðgerð Kristjáns - með rétta jólabragðið!

Útifatnaður vinsæll „Við erum með allskyns barnavörur og fatnað sem kemur í stærðum fyrir allt að 10 ára gömul börn. Úrvalið er gott og nú upp á síðkastið hefur mikið selst af útifatnaði, veðrið hefur sennilega sín áhrif á það,“ segir verslunarstjórinn Petra Sif Gunnars­ dóttir. „Við erum með merki eins og Ticket2heaven og Reima sem hafa verið mjög vinsæl, það eru útigallar og slíkt.“ Petra segir að fólk komi inn til að versla alls kyns gjafir og að erfitt sé að nefna einhverja eina vöru sem vinsæl er í gjafir. „Silkihúfur hafa

verið vinsælar og leikföng fyrir yngstu börnin og af þessum stærri vörum er það kannski helst TripTrap stóllinn sem er vinsæll. Þeir sem eru snemma í jólagjafakaupum hjá okkur þetta árið hafa helst verið að versla fatnað,“ segir Petra Sif.

Hægt að kaupa gjafabréf Fyrir þá sem eiga erfitt með að velja gjafir, hvort sem það er jólagjöf eða nýburagjöf er hægt að kaupa gjafa­ bréf í versluninni. Fífa selur sem fyrr segir nánast alla þá hluti sem þarf fyrir nýfædd börn og þangað til þau komast á grunnskólaaldur. Þar er að finna heimsþekkt merki á borð við Quinny, Simo, Brio, EasyWalker, Maxi Cosi, Babybjörn og Stokke en frá þeim koma hinir frægu Tripp Trapp stólar. Eins er þar að finna föt frá Ígló, Pippo, Joha og Metoo. „Hér geta allir fundið það sem þarf fyrir börn á þessum aldri og við höfum góða reynslu af þjónustu við þessi merki. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að hér fá þau gæða­ vörur sem endast vel,“ segir Petra Sif að lokum. fifa.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 31

Jólatákn ársins 1999. Handsaumað kramarhús úr dyngju Ágústínu G. Jónsdóttur á Dalvík.

Jólatákn ársins 2012 er bjalla eftir Þór Sveinsson, leirlistamann á Hvolsvelli.

Benedikt Grétarsson í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit með jólabjölluna, jólatákn þessa árs. Margir leggja leið sína í jólastemninguna í Jólagarðinum þessar síðustu vikur fyrir jól.

Tákn jólanna Fyrsta jólatákn Jólagarðsins var árið 1996, skál eftir Kolbrúnu Ólafsdóttur leirlistakonu.

Jólatákn ársins 2006. Prúðbúin íslensk kona á þjóðbúning, sitjandi við prjónaskap. Hagleikskonan Kristín K. Þorgeirsdóttir gerði þetta tákn.

„Jólatáknið varð til upp úr lítilli hug­ mynd – eins og svo margt annað. Hér á landi hafði ekki verið mikið um svona sérstaka gripi sem tengdir eru jólum og ártali og okkur þótti tilvalið að gera eitthvað úr hug­ myndinni. Jólatákn Jólagarðsins í ár er númer 17 í röðinni þannig að þetta er orðið mjög skemmtilegt safn,“ segja þau Benedikt Grétarsson

og Ragnheiður Hreiðarsdóttir í Jóla­ garðinum í Eyjafjarðarsveit. Jólatáknið hefur frá upphafi verið framleitt í 110 tölusettum eintökum og eins og gefur að skilja eru táknin fjölbreytt að formi, efni og út­ færslum – enda ólíkir listamenn. Benedikt segir að ástæðan fyrir þess­ ari tölu, 110, hafi einfaldega verið sú að fjöldinn væri viðráðanlegur fyrir

G

listamanninn og talan þótti þeim hjónum í Jólagarðinum einfaldlega skemmtilegri en 100! Flóknara var það nú ekki. „Jólagarðurinn hefur alla tíð selt mikið af íslensku handverki og flestir þeirra sem hafa gert fyrir okkur jóla­ tákn hafa verið með vörur hér. Það er samt ekki eingöngu svo því við höfum líka leitað annað, stundum hreinlega hitt af einhverri tilviljun listamenn sem hafa verið áhugsamir og haft eitthvað skemmtilegt fram að færa. Þetta hefur samt alltaf gengið þannig fyrir sig að við veljum fyrst listamann, fáum síðan tillögur og síðan framleiðir viðkomandi 110

tölusett og ártalsmerkt eintök sem við seljum hér í Jólagarðinn fyrir hver jól,“ segir Benedikt og óhætt er að segja að jólatáknin hafi verið fjöl­ breytt í gegnum tíðina; leirskál, rennd tré, bjöllur, kramarhús, engill, jólastjarna og svo mætti lengi telja. Flest eru jólatáknin þegar uppseld en Benedikt segir að nokkur hópur við­ skiptavina hafi verið í áskrift að sömu númerum árum saman. Hann segir listamönnunum engin mörk sett önnur en þau að hafa ákveðið viðmið í verði en nýjasta jólatáknið, bjalla úr smiðju Þórs Sveinssonar leirlistamanns á Hvolsvelli, kostar rúmar 4.000 krónur.

„Þegar ég lít yfir safnið allt þá er þetta mjög fjölbreytt – í sumum til­ fellum má sjá höfundareinkenni listamannanna. Sumir viðskiptavina okkar sækjast einmitt eftir slíku. Síðan má lesa út úr þessu safni skýr tákn jólanna sem birtast okkur gjarnan í mörgum myndum á þessum árstíma; t.d. tréð, bjöllur, stjörnur. En fyrst og fremst eru jóla­ táknin 17 vitnisburður um íslenskt handverk og sum þeirra eru hrein­ ustu listaverk, svo mikið hefur verið nostrað við framleiðslu þeirra. Handunnir íslenskir munir eins og þeir gerast bestir,“ segir Benedikt.

t Leikfélags r o k a ins jaf Laumaðu

leiksýningu í

jólapakkann

Gjafakort í leikhúsið er skemmtileg og óvenjuleg gjöf. Þú hefur samband við miðasöluna og kaupir gjafakort á ákveðna sýningu eða leyfir þeim sem gjöfina fær að velja sér sýningu sjálfur. Gjafakort er tilvalin gjöf fyrir alla í fjölskyldunni, vini og ættingja.

Miðasölusími 4 600 200 Netfang: midasala@leikfelag.is www.leikfelag.is

Gjafakort á almennar sýningar:

4.400 kr.

Framundan á komandi ári 25. janúar

Með fulla vasa af grjóti

Judy Garland

9. febrúar

8. febrúar

Gestasýning Þjóðleikhússins Í leikstjórn Ian McElhinney

Kaktusinn 1. mars

Leikfélag Akureyrar Leikstjóri: Ragnheiður Skúladóttir

15. mars

Lára Sveinsdóttir og djasshljómsveit Úlfs Eldjárns

Sindri silfurfiskur

Í samvinnu við Þjóðleikhúsið Eftir Áslaugu Jónsdóttur Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson

5. apríl

Skýjaborg

Eftir Tinnu Grétarsdóttur

Lög unga fólksins

Já elskan 26. apríl

Leikfélag Akureyrar og Kviss búmm bang

Eftir Steinunni Ketilsdóttur


32 | AKUREYRI // Jól 2012

Steinar Ingi Eiríksson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar:

Aldrei meira úrval af jólavarningi en nú „Við gerum ráð fyrir að jólaverslun verði snarpari en undanfarin ár, taki skemmri tíma enda setti óveður og ófærð verulegt strik í reikninginn í liðnum mánuði. Það má segja að flestar helgar í nóvember hafi nær­ sveitamenn okkar hvorki komist lönd né strönd,“ segir Steinar Ingi Eiríksson, rekstrarstjóri Húsasmiðj­ unnar við Lónsbakka. Jafnan hafa íbúar nágrannabyggðarlaga nýtt sér helgarnar í nóvember til að skjótast til höfuðstaðar Norðurlands í þeim erindagjörðum að versla fyrir jólin. Því var ekki að heilsa þetta árið af áðurnefndum orsökum. Steinar Ingi kveðst þó bjartsýnn á að jólaverslun verði síst minni nú en undanfarin ár en dreifist ekki yfir eins langan tíma og áður. „Þetta fór rólega af stað en nú er heldur betur að lifna yfir og jafnan mikil umferð fólks í verslun okkar á Lónsbakka. Fólkið steymdi hér inn um leið og veðrið fór að skána,“ segir hann og telur að mikil ös verði í jólaverslun nú í desember.

Mikið úrval af jólavörum Steinar Ingi segir að jólavörur séu í miklu úrvali hjá Húsasmiðjunni og Blómavali þetta árið. „Við höfum alltaf verið sterk þegar kemur að jólavörunum og það er engin undantekning á því nú,“ segir hann og nefnir m.a. mikið úrval af jóla­ seríum af öllum stærðum og gerðum. Nábýlið við Blómaval sem starfrækt er undir sama þaki og Húsasmiðjan kemur sér einnig vel en frá því sú verslun flutti starfsemi sína á Lónsbakka síðla árs 2006 hefur aldrei meira úrval af jólavarn­ ingi af öllu tagi verið þar á boð­ stólum. Að mestu leyti er um að ræða nýjar vörur sem greinilega falla Akureyringum og nágrönnum þeirra vel í geð. Meðal þess sem nýtur hvað mestra vinsælda fyrir þessi jóla eru berjagreinar, rauðar að lit sem prýða munu fjölmörg heimili yfir komandi hátíðar, sem og vinalegir jólakarlar, eins konar tuskusveinar. Góð staða í byggingariðnaði Steinar Ingi segir að almennt hafi

Húsasmiðjan og Blómaval við Lónsbakka.

gengið vel á árinu, jöfn og stöðug auking verið í versluninni síðastliðin ár. Greinilegt sé að byggingariðn­ aður hafi rétt úr kútnum frá hruni. „Hann hefur tekið við sér, við höfum greinilega orðið vör við það. Mér sýnist sem allir stærri verktakar á svæðinu séu með ágætis verkefna­ stöðu og það er gleðilegt. Við horfum því bjartsýn fram á veginn, hjólin eru farin að snúast á ný,“ segir hann. Steinar Ingi Eiríksson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar segir að jólaverslun hafi farið hægt af stað vegna óveðurs og ófærðar í nóvember en hafi tekið mikinn kipp um leið og veðrið skánaði. Húsasmiðjan og Blómaval bjóða óvenju mikið úrval af jólavarningi af öllu tagi fyrir þessi jól.

Klúbbarnir öflugir Húsasmiðjan starfrækir nokkra klúbba en meðlimir þeirra njóta af­ sláttarkjara þegar verslað er við fyrir­ tækið. Nefna má Fagmannaklúbb

sem í eru viðskiptavinir úr hópi fag­ manna í byggingariðnaði. Kjara­ klúbbur er ætlaður almennum við­ skiptavinum og hefur sá klúbbur vaxið umtalsvert á liðnum miss­ erum. Nýjasti klúbburinn er Bænda­ klúbbur og segir Steinar Ingi að hann fari ört vaxandi. Viðtökur í hópi bænda hafi verið góðar. „Bændur þurfa eðlilega að byggja, endurbæta og laga til á sínum býlum og geta nálgast allt efni hér hjá okkur á góðum kjörum. Það getur munað þá umtalsverðum upp­ hæðum að vera í klúbbnum,“ segir Steinar Ingi. husa.is

Gjörbreytt Vínbúð og ánægðir viðskiptavinir „Ég get ekki annað en hælt Akureyr­ ingum og öðrum viðskiptavinum okkar og þakkað þeim þolinmæðina sem þeir hafa sýnt okkur síðustu tvo mánuðina. Við þurftum tímabundið að einfalda vöruvalið í versluninni og færa vörurnar til oftar en einu sinni. En allt gekk þetta vel og við erum komin með mjög fína verslun eftir breytingar. Og viðskiptavinirnir eru hæstánægðir með útkomuna,“ segir Jóhanna Sigmarsdóttir, verslunar­ stjóri í Vínbúðinni við Hólabraut á Akureyri en miklar breytingar hafa verið gerðar á versluninni í haust. Auk þess að verslunarrými á jarðhæð var stækkað voru inngangur og út­ gangur aðskildir og með nýju af­ greiðslufyrirkomulagi vonast versl­ unarstjórinn til að afgreiðsluhraði aukist.

Fleiri fermetrar og aukið vöruúrval „Viðskiptavinir okkar finna fyrir margháttuðum breytingum í kjöl­ farið á þessu. Verslunin sjálf stækk­

Jóhanna Sigmarsdóttir, verslunarstjóri í Vínbúðinni á Akureyri. „Viðskiptavinir okkar voru mjög þolinmóðir meðan á breytingunum stóð og fagna nú með okkur gjörbreyttri verslun.“

aði nokkuð vegna tilfærslu á lager og ýmislegt fleira skilar okkur talsvert mörgum fermetrum í viðbót. Með nýjum og skemmtilegum innrétt­ ingum nýtum við rýmið betur en áður og það verða viðskiptavinir

Spennan di sögur fyrir kra kka.

Tvær nýjar komnar.

in 4. bók a. da um Kid

klauf

nið hefur valið Borgarbókasaf sælustu þýddu vin og u st be hana . di tvö síðustu ár an Ísl á barnabókina

varir við,“ segir Jóhanna og bætir við að stærsta málið sé auðvitað það að viðskiptavinum í Vínbúðinni á Akureyri muni nú bjóðast meira vöruúrval en áður. „Já, meira rými nýtum við til að auka vöruvalið. Það kemur fram á öllum sviðum; jafnt í bjór og vínum. Á þessum árstíma er bjórinn einmitt fyrirferðamikill því segja má að okkar jólavertíð hefjist um miðjan nóvember þegar jólabjórinn kemur á markað. Törnin stendur síðan hjá okkur allt fram yfir áramót,“ segir Jóhanna en allt í allt eru 15 starfs­ menn hjá Vínbúðinni á Akureyri. Hluti þeirra er lausafólk sem bætist við á álagstímum á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum.

Vínráðgjafar fyrir viðskiptavini „Sjálf er ég, og raunar stærstur hluti af okkar starfsfólki, að upplifa jóla­ törnina hér í fyrsta sinn. Við hlökkum mikið til þess að taka á

móti viðskiptavinum með nýja að­ stöðu í jólamánuðinum. Til að mynda verður hér líkt og áður hægt að hitta vínráðgjafa sem leiðbeina fólki um val á vínum með jóla­ matnum. Það er bæði fræðandi fyrir viðskiptavinina og okkur starfsfólkið líka. Þessi þjónusta hefur verið í boði í Vínbúðunum undanfarin ár og líkar vel. Svo er ýmislegt í okkar vöruframboði sem tengist þessum tíma, gjafaöskjur og fleira þannig að Vínbúðirnar færast í jólabúning eins og aðrar verslanir,“ segir Jóhanna en Vínbúðin á Akureyri er í hópi þeirra á landinu sem fær hvað flesta við­ skiptavini árlega. Jóhanna segir jóla­ mánuðinn sannarlega stóran í samanburði við aðra mánuði „en við vorum líka mjög ánægð með sum­ arið hér hjá okkur og til að mynda var júnímánuður mjög góður,“ segir Jóhanna. vinbudin.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 33

Steinsmiðja Akureyrar framleiðir og hannar minnismerki og minnisvarða:

Bæjarbúar vilja þjónustu í heimabyggð „Við höfum fengið mjög góðar við­ tökur hjá heimamönnum, þeir er þakklátir fyrir að þessi þjónusta er til staðar í bæjarfélaginu,“ segir Þórir Barðdal, eigandi og framkvæmda­ stjóri Steinsmiðju Akureyrar, en fyrirtækið hóf starfsemi við Glerárgötu 36 á Akureyri vorið 2011.

frá sér mínus jónir sem vegur upp á móti plús jónum frá rafmagnstækjum á heimilum. minnismerki.is

Bakgrunnur í listinni Þórir er enginn nýgræðingur þegar kemur að smíði legsteina, en hann rak fyrirtækið Sólsteina í Kópavogi í áratug, seldi það árið 2006 en tók upp þráðinn á ný þegar hann flutti norður. Bakgrunnur hans er í list­ inni, en hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaakademíuna í Stuttgart í Þýskalandi og starfaði um árabil við höggmyndalist í Bandaríkjunum og Portúgal. „Ég hef starfað við högg­ myndagerð og steinsmíði í um það bil aldarfjórðung,“ segir hann en starfsemi Steinsmiðju Akureyrar byggir að stórum hluta á framleiðslu, smíði og uppsetningu á legsteinum, sem og minnismerkjum, verðlauna­ gripum og minnisvörðum af öllu tagi.

Saltkristallampar vinsælir Hjá fyrirtækinu eru einnig til sölu saltkristallampar, hingað komnir frá Himalayafjöllum, sem og kertastjakar í mörgum stærðum og gerðum. Lamparnir njóta vinsælda, enda af þeim einstaklega falleg og hlý birta sem sögð er hafa jákvæð áhrif á líðan manna og heilsu. Um er að ræða handunna vöru sem gerir hvern og einn grip einstakan. Kristallinn gefur

Íslensk gjöf

fyrir sælkera Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum.

ENNEMM / SIA • NM54405

Aðstandendur gefa sér tíma „Aðstandendur látinna vilja vanda valið á legsteinum, skoða þá vel og fá að koma við þá og klappa aðeins áður en þeir velja rétta steininn,“ segir hann. Steinarnir, sem í boði eru hjá fyrirtækinu, eru m.a. stuðlaberg og granít, en slíkir steinar eru mjög harðgerðir. „Granít er endingarbesta steinefnið sem völ er á, þeir eru við­ haldsfríir og margir kjósa slíka steina,“ segir Þórir. Margs konar fylgihlutir eru einnig til sölu hjá Steinsmiðju Akureyrar; koparfuglar, lugtir og vasar og svo eru blómarammar úr steini orðnir mjög vinsælir í seinni tíð. „Smekkur fólks er misjafn og við erum meira en til í að hlusta á okkar viðskiptavini og hvaða þarfir þeir hafa í þessum efnum, sérvinnsla af ýmsu tagi má segja að sé okkar sérgrein,“ segir Þórir. Hvað varðar legsteinasmíðina segir Þórir að eðlilega sé mest að gera yfir sumartímann, en gott er að velja og panta stein að vetri en þá er hann tilbúinn til uppsetningar þegar frost fer úr jörðu. Fyrirtækið býður einnig þjónustu við að setja steinana á leiði. Markaðssvæði Steinsmiðju Akur­ eyrar er aðallega Norður- og Austur­ land og eitthvað er um að sendir hafi verið legsteinar vestur á firði. „Við einbeitum okkur að þessu heima­ svæði og erum t.d. ekki að leita eftir viðskiptum á suðvesturhorni lands­ ins, enda eru ágætir aðilar að veita þessi þjónusta þar,“ segir Þórir.

Þórir Barðdal, eigandi Steinsmiðju Akureyrar, segir að bæjarbúar kunni vel að meta þá þjónustu sem fyrirtækið bjóði upp á og finnist mikilvægt að hún sé til staðar í bænum.

Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands. Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.

www.ms.is


34 | AKUREYRI // Jól 2012

Jóhann Björn Jónasson verslunarstjóri hjá Tengi:

Fylgjumst vel með lagnageiranum og tileinkum okkur nýjungarnar Tengi hefur starfrækt verslun við Baldursnes 6 á Akureyri undanfarin ár en með opnun hennar gerbreyttist öll aðstaða fyrirtækisins á svæðinu og hefur starfsemin farið vaxandi ár frá ári. „Við höfum séð stíganda upp á við undanfarin ár og það ár sem nú er senn á enda er engin undan­ tekning. Það hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Jóhann Björn Jónasson verslunarstjóri hjá Tengi á Akureyri.

Fylgjumst vel með í lagnageiranum Tengi er fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á blöndunar- og hreinlætistækjum ásamt pípulagn­ ingaefni. Lengi vel var það þekktast fyrir fyrrnefnda vöruflokkinn, hrein­ lætistækin, en undanfarin áratug hafa lagnaefni skipað æ stærri sess í vöruúrvalinu og segir Jóhann Björn að innan þess sé leitast við að hafa sem best samstarf við hönnuði, arki­ tekta, pípulagningamenn og aðra fagmenn í byggingageiranum. Sam­ starfið hafi skilað sér. „Starfsmenn leggja mikið kapp á að fylgjast sem best með því sem er að gerast í lagnageiranum, bæði varðandi ný efni og aðferðir við lagningu þeirra. Innan fyrirtækisins er horft til framtíðar og við reynum af fremsta megni að tileinka okkur það nýjasta sem er að gerast innan okkar starfssviðs,“ segir Jóhann Björn.

Heitur pottur og allt fyrir baðherbergið.

Jóhann Björn Jónasson og Guðmundur K. Stefánsson í verslun Tengis á Akureyri, en starfsemin hefur vaxið ár frá ári.

Pípararnir hressir Hann segir fagmenn í byggingariðn­ aði, einkum og sér í lagi pípulagn­ ingamenn, í hópi stærstu viðskipta­ vina „Þeir koma hingað í stríðum straumum pípulagningamennirnir að sækja sér efni og það er oft glatt á hjalla, enda eru þeir sérlega hressir og staldra gjarnan við og þiggja kaffisopa og spjalla,“ segir hann. Meðal annars býður Tengi upp á vörur frá þýska fyrirtækinu Uponor, sem þykir fremst á sínu sviði þegar kemur að lagnaefni. „Þeir bjóða upp á mjög gott efni og að sjálfsögðu viljum við bjóða okkar viðskipta­ vinum upp á það besta sem völ er á,“ segir hann.

Vönduð og góð blöndunar- og hreinlætistæki Þá býður Tengi einnig upp á vönduð og endingargóð hreinlætis­ tæki, hvort sem er fyrir baðherbergið

eða eldhúsið, allt frá handlaugum og upp í baðker og sturtuklefa og er fjöldi þekktra vörumerkja í boði. Vörumerki sem verið hafa á mark­ aðnum í áratugi, t.d. Mora blöndunartækin og Ifö hreinlætis­ tækin „Við leggjum áherslu á að bjóða þekkta og góða vöru þegar kemur að hreinlætistækjum og það kunna viðskiptavinir okkar að meta,“ segir Jóhann Björn og nefnir að af og til efni fyrirtækið til tilboðs­ daga og það láti viðskiptavinir ekki fram hjá sér fara. Hann segir að al­ mennt sé fólk alltaf að laga til og endurnýja heima fyrir, t.d. hafi menn tekið eftir því að verslun með hreinlætistæki hafi rokið upp á þeim tíma sem landsmenn tóku sem mest út af sínum lífeyrissparnaði. „Greini­

lega hafa menn viljað fegra heimili sín og gera eitthvað fyrir sig,“ segir hann. Þá býður Tengi upp á ameríska nuddpotta, Sundance Spas, þeir eru, ríkulega búnir, stórir og tæknilega mjög þróaðir. Verslun Tengis á Akureyri er staðsett í iðnaðarhverfinu í norður­ hluta bæjarins og er aðkoma að því góð. Fyrirtækið hefur yfir að ráða 600 fermetra húsnæði og segir Jó­ hann Björn að það sér rúmgott og þægilegt, en vissulega þurfi lager þess að vera nokkuð stór í sniðum enda eru þær vörur sem í boði eru nokkuð fyrirferðamiklar. tengi.is

Nýr glæpasagnahöfundur sem skrifar á frívöktum og stíminu „Þessi saga varð til á frívöktum og á stíminu og reyndar í landlegum líka. Alltaf þegar færi gafst var fartölvan

Þrátt fyrir að Ágúst Þór sé strax kominn með nýja bók í vinnslu gerir hann engu að síður ráð fyrir að fara fljótlega að svipast um eftir plássi um borð.

kominn upp á borð og ég byrjaður að skrifa,“ segir Ágúst Þór Ámunda­ son sjómaður sem hefur sent frá sér skáldsöguna Afturgönguna sem er jafnframt hans fyrsta bók. Að­ spurður segir Ágúst Þór að aðrir í áhöfninni hafi tekið því vel þegar hann sat við skrifir. „Þeim fannst ágætt að það væri einhver um borð að fást við nýja hluti,“ segir Ágúst og bætir því við að reynslan af sjónum nýtist honum ágætlega því hluti sög­ unnar gerist um borð í netabáti. Afturgangan er glæpasaga og segir frá glímu rannsóknarlögreglu­ mannanna Jóns og Loka við flókið sakamál sem þeir fá upp í hendurnar þegar líkamsleifar manns, sem hvarf sporlaust fyrir nokkrum áratugum, finnast milli þils og veggja eyðibýlis á Suðurnesjum. Jón og Loki eru miklir reynsluboltar og hafa starfað lengi í lögreglunni en með þeim eru einnig tveir ungir rannsóknarlög­ reglumenn, karl og kona. Þó þetta sé fyrsta saga Ágústs Þórs hefur hann fengist talsvert við skriftir í gegnum árin. Hann segist vera nýrisinn úr ritstíflu sem hafi

hrjáð hann um tíma. „Heilinn neit­ aði að starfa og puttarnir að slá nokkuð inn. Það fannst enginn þungi, ekkert flæði eða hreyfing, engar sveiflur, blæbrigði eða breyt­ ingar. Ef grannt var hlustað heyrðist hvorki tónn, dynjandi né taktsláttur. Bara alls ekkert. Sem betur fer er þetta liðin tíð og ég er blessunarlega komin út úr þessu,“ segir Ágúst Þór sem er komin með nýja sögu í vinnslu undir vinnuheitinu „Þing­ eyjarsveit“ en hann er sjálfur frá Laugum í þeirri fögru sveit. Auk sjó­ mennskunnar hefur Ágúst Þór tekið þátt í ýmsum kvikmyndaverkefnum sem aukaleikari. Þannig lék hann í tónlistarmyndbandi sem frakkinn Yoann Lemoine, sem er heims­ þekktur leikstjóri tónlistarmynd­ banda leikstýrði auk nýlegs verkefnis hjá RÚV. Eftir að hafa verið í landi um skeið segir Ágúst Þór líklegt að hann muni fljótlega fara aftur að svipast um eftir plássi á sjó. Það er útgáfan Tindur á Akureyri sem gefur bókina út. tindur.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 35

Gott rekstrarumhverfi er mikilvægt fyrir Akureyri „Það er ekki sjálfgefið að alltaf sé hægt að halda uppi ásættanlegu at­ vinnustigi innan bæjarmarkanna. Til að stuðla að því er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrir­ tækjum og einyrkjum, en á sama tíma skiptir ekki síður máli að hlúa mjög vel að þeirri starfsemi sem þegar hefur fest sig í sessi og bærinn byggir afkomu sína á,“ segir Hreinn Þór Hauksson, verkefnisstjóri at­ vinnumála hjá Akureyrarbæ. Hreinn Þór, sem hóf störf hjá Akur­ eyrarstofu fyrr á þessu ári, er við­ skiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í frumkvöðla- og ný­ sköpunarfræðum frá Lundi í Sví­ þjóð. Hreinn Þór bendir á að Akureyr­ ingar hafi hag af því að fyrirtæki festi sig í sessi í bænum, skapi beina og afleidda veltu og viðhaldi þannig atvinnustigi. Þar með aukist sam­ keppnishæfni Akureyrar. „Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbyggingu fyrirtækja, verður seint ofmetið og bæjarkerfið getur stuðlað að bættu umhverfi fyrir­ tækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstökum málum. Að mínu mati þarf aðkoma bæjarins að málum sem tengjast fyrirtækjum að vera eins skýr og mögulegt er til þess að lágmarka alla óvissu.“

Samræmdar væntingar og stefna í atvinnumálum Hreinn Þór segir mikilvægt að sam­ ræma væntingar til rekstrarum­ hverfisins og það verði aðeins gert með samráði hagsmunaaðila úr at­ vinnulífi og bæjarkerfinu. Í því sam­ bandi nefnir hann að á vegum Akureyrarstofu er nú unnið að stefnumótunarverkefni þar sem markmiðið er að varpa ljósi á vænt­ ingar atvinnulífisins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. „Úr þessu verkefni verður væntanlega til áætlun sem við getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.“ Að sögn Hreins Þórs hefur verið skipuð fagstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, menntakerfi og stjórnkerfi bæjarins upplifðu

sem um þessar mundir er að yfirfara verkefnistillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. „Markmið fagstjórnarinnar og aðstandenda verkefnisins er að hámarka sam­ skipti við hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri sam­ stöðu,“ segir Hreinn Þór Hauksson. akureyri.is

Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ segir bæjarkerfið geta stuðlað að bættu atvinnuumhverfi með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstaka málum.

Fjölmenni í miðbæ Akureyrar. Ferðaþjónusta er ein þeirra atvinnugreina sem hefur sótt í sig veðrið á Akureyri á undanförnum árum.

Jólagjafir

fyrir tónlistarmenn

Fender kassagítarpakki 26.990

Rafgítarpakki 49.990 Rafbassapakki 59.990

hljómborð frá 39.990 Bassinn, gítarinn og magnarinn handa þér

Heyrnartól og hljóðnemar í úrvali

Hljóðkort með hugbúnaði frá 18.990

á Akureyri

Kassagítarar frá 18.990

Afmæliskort til bæjarins á sýningu Opnuð hefur verið sýning í anddyri Amtsbókasafnsins á Akureyri á afmæliskortum sem Akureyrarbæ hafa borist á þessu ári í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins. Sýningin er meðal þess sem markar lok afmælisársins mikla á Akureyri og er hún opin gestum á opnunartíma Amtsbókasafnsins.

Tilboðsverð á trommusettum

Píanó og flyglar frá Yamaha og Samick

Síðumúla 20 . Reykjavík . s.: 5915340 www.hljodfaerahusid.is

Rafpíanó frá 105.990

Sunnuhlíð 12 . Akureyri . s.: 4621415 www.tonabudin.is


36 | AKUREYRI // Jól 2012

Aukinn straumur erlendra ferðamanna með flugi til Akureyrar „Það er ánægjulegt að fylgjast með því að erlendir ferðamenn sækja nú í auknum mæli norður á Akureyri utan hins hefðbundna ferðamanna­ tíma. Þeir koma ekki lengur bara yfir hásumarið heldur líka á haustin og fram á veturinn sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir okkur og eins fyrir þjónustufyrirtækin á Akureyri. Menn eru nú að njóta góðs af markaðsstarfi undanfarinna missera og fjárfest­ ingum sem ráðist hefur verið í til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar,“ segir Árni Gunnarsson framkvæmda­ stjóri Flugfélags Íslands. Árni segir að ýmislegt hafi verið gert til að styrkja grunn ferðaþjón­ ustunnar og nefnir í því sambandi markaðsátakið „Ísland allt árið“ og fjárfestingu í auknu gistirými á Akureyri eins og nýleg opnun Ice­ landair hótelsins þar er gott dæmi um. „Það skiptir miklu máli að markaðssetning og styrking innviða ferðaþjónustunnar haldist í hendur.“

Flugkort og farsímavefur Árni segir að Flugfélagið sé stöðugt að auka þjónustu við mismunandi hópa farþega, meðal annars með sér­ stökum tilboðum fyrir þá sem fljúga oft innanlands. Útgáfa Flugkorta fyrir farþega í viðskiptaerindum hefur verið í boði í mörg ár en til að sinna ýmsum öðrum hópum farþega hafa tilboðspakkar verið búnir til. Flugkappar eru sniðnir að þörfum barna sem þurfa að fljúga oft á milli landshluta, ýmist ein eða í fylgd með fullorðnum. Viðbrögð við kortinu voru mjög góð og í framhaldinu var boðið upp á svipaða þjónustu fyrir

unglinga og síðast varð til Flugfrelsi fyrir fullorðna sem byggir á sömu hugmyndafræði og felur í sér að far­ þegar kaupa nokkrar ferðir í kippu og fá myndarlegan afslátt á móti. Árni segir að auk fyrrgreindra til­ boða verði áfram boðið upp á jóla­ gjafabréf sem hafi verið klassísk og vinsæl jólagjöf undanfarin ár. Af öðrum breytingum á þjónustu félagsins nefnir Árni nýjan farsíma­ vef, en nú er hægt er að bóka flug, skoða flugáætlanir og fylgjast með upplýsingum um brottfarir og fleira í gegnum farsímann með því að fara inn á vef félagsins flugfelag.is.

Óboðlegar aðstæður á Reykjavíkurflugvelli Mönnum hefur orðið tíðrætt um bágborna aðstöðu Flugfélagins á Reykjavíkurflugvelli í gömlum her­ mannabragga sem vart getur talist boðlegur sem miðstöð innanlands­ flugs í höfuðborg landsins. Árni segir lítið hafa þokast í því máli undanfarið. Þegar tilkynnt var fyrir tveimur árum að fallið hefði verið frá hugmyndum um samgöngumið­ stöð í nágrenni við Hótel Loftleiði var jafnframt tilkynnt að framtíðar flugafgreiðslusvæði yrði áfram þar sem Flugfélagið er með sína að­ stöðu. „Strax og þetta lá fyrir lögðum við fram okkar hugmyndir um að byggja upp nýja aðstöðu hér en höfum því miður fengið lítil við­ brögð við því. Málið var tekið upp einu sinni í skipulagsráði í maí 2011 en þá frestað og liggur þar ennþá óafgreitt.“ Árni segir með ólíkindum að ekki skuli enn hafa fengist leyfi til

„Við erum nú að njóta góðs af markaðsstarfi undanfarinna missera og fjárfestingum sem ráðist hefur verið í til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

að fara í nauðsynlegar endurbætur á aðstöðunni á Reykjavíkurflugvelli því hún sé ekki boðleg lengur,

hvorki fyrir farþega né starfsfólkið sem þurfi að vinna við þessar að­ stæður allan ársins hring.

flugfelag.is

Kista í menningarhúsinu Hofi:

Jólagjöfin er íslensk hönnun „Hér í versluninni leggjum við áherslu á íslenska hönnun og fram­ leiðslu. Og það er sérlega ánægjulegt að geta boðið margar vörur frá norð­ lenskum hönnuðum. Hér fyrir norðan er, líkt og víðar á landinu, skemmtileg gróska í hönnun. Norð­ lensk hönnun er tilvalin jólagjöf,“ segir Katrín Káradóttir, eigandi verslunarinnar Kistu í menningar­ húsinu Hofi. Það má segja að versl­ unin sé staðsett mitt í suðupotti menningarinnar og vöruúrvalið veitir gestum hússins innsýn í að gróskan er líka mikil á listmuna- og hönnunarsviðinu.

Hugmyndaauðgi og gjafavörur „Það er af mörgu að taka í úrvalinu.

Katrín Káradóttir í Kistu í menningarhúsinu Hofi. Verslunin er veröld full af íslenskri hönnun og sitthvað líka skemmtilegt má kaupa fyrir yngstu kynslóðina. Til dæmis þetta ævintýrahús úr endurunnum pappa sem Hjörtfríður Óðinsdóttir, 5 ára, dundar sér hér við að skreyta.

Nærandi og náttúruleg krem Silkimjúk og rakagefandi krem fyrir andlit og hendur í jólapakkann. Fæst í heilsubúðum og apótekum. www.annarosa.is

Ég er til að mynda með útskorin snjókorn, vörulínu sem heitir Jón í lit og eru plattar með mynd af Jóni Sigurðssyni, hér eru líka mjög myndrænir og fallegir púðar, ker­ amikvörur, lopapeysur og vinsælir hálsklútar frá Andreu, svo eitthvað sé nefnt. Ég er líka með nýja hönnunarlínu í mokkavörum frá Varma sem framleiddar eru hér á Akureyri og eru klassísk tísku- og gæðavara sem fylgt hefur iðnaðar­ framleiðslu á Akureyri í áratugi. Að ógleymdum jóladúkunum þar sem laufabrauðsmynstrið er í aðalhlut­ verki. Það er jóladúkurinn ár. Allt eru þetta dæmi um vörur frá nýjum sem reyndari norðlenskum lista­ mönnum og hönnuðum. En heilt yfir spannar úrval verslunarinnar vörur víða af landinu,“ segir Katrín. Semsagt fjölbreytt úrval eins og vera ber í skemmtilegum kistum!

Fjölbreytt hönnun „Við sjáum mikla fjölbreytni í hönnun á Íslandi og mikla hugsun

að baki bæði vörunum sem og líka umbúðum og framsetningu. Það er gaman að geta stutt við bakið á nýjum hönnuðum. Hér er ég með mikið úrval í gjafavöru, skartgripi unna úr ýmsum hráefnum, listmuni og ekki má gleyma börnunum því hér leynast í Kistunni mjög skemmtilegar gjafir fyrir yngstu kyn­ slóðina,“ segir Katrín og er alsæl með staðsetninguna í Hofi. „Menningarhúsið Hof er sannarlega búið að festa sig í sessi og gestir finna að hér er gott að koma. Mikið og fjölbreytt menningarstarf, gott og skemmtilegt samstarf er við aðra „íbúa“ hússins og ekki skemmir að Nordic Bistró er ákaflega góður veitingastaður. Ég mæli með jóla­ smørrebrødsplatta þar á bæ með einum köldum. Fólk ætti að drífa sig hingað á aðventunni – að ég tali nú ekki um skíða- og menningarfríin í vetur,“ segir Katrín Káradóttir í versluninni Kistu. kista.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 37

Stórhuga eigendur Striksins:

Opna nýjan veitingastað fyrir páska Eigendur veitingastaðanna Striksins og Bryggjunnar á Akureyri, þau Sig­ urður Karl Jóhannsson, Heba Finns­ dóttir og Róbert Häsler, munu opna nýjan veitingastað í svokölluðum Gránufélagshúsum við Strandgötu fyrir páska. Heba segir nýja staðinn miðaðan að fjölskyldum og ferða­ fólki.

Hröð matseld og þjónusta „Við erum ennþá að móta staðinn endanlega, sem og nafnið, en við fáum húsnæðið fljótt eftir áramótin og þá hefjumst við handa við breyt­ ingar,“ segir Heba og leggur áherslu á að engin breyting verði á rekstri né áherslum á Strikinu með tilkomu nýja staðarins. „Nýi staðurinn verður léttur, ef svo má segja. Einkennið verður hröð matreiðsla og þjónusta en við ætlum ekki að vera þarna með steikur eða þyngri matreiðslu. Húsið býður líka upp á ýmsa möguleika á kaffiveit­ ingum og er þetta hús alveg kjörið sem veitingastaður. Það er sögu­ frægt, er frábærlega staðsett, blasir við gestum úr skemmtiferðaskip­ unum og öðru ferðafólki og þannig get ég haldið áfram,“ segir Heba en eftir að Gránufélagshúsin voru gerð upp fyrir allmörgum árum var rek­ inn vinsæll skemmtistaður í hús­ unum undir nafninu Við Pollinn. Veitingastaður var einnig á eftri hæð hússins um skeið. „Ekki síst erum við með þessum nýja stað að höfða til Akureyringa sem eru okkar stærsti viðskiptavina­ hópur. Bjóða þeim upp á nýjan og skemmtilegan valmöguleika í veit­ ingaflórunni í bænum. Húsið hefur yfir sér mikinn sjarma en við munum gera á því andlitslyftingu að utan sem innan. Við erum búin að fá í lið með okkur Leif Welding sem

Hvenær kaupir þú jólagjöf makans?

Hilda Jana Gísladóttir, dagskrárstjóri á N4 „Ég er yfirleitt alla aðventuna að melta málið og ákveð mig svo á síðustu metrunum. Hann á afmæli sléttum mánuði fyrir jól, 24. nóvember, þannig að ég er yfirleitt nýbúin að finna eitthvað handa honum þegar jólin ganga í garð. Það ætti hins vegar ekki að þvælast svona mikið fyrir mér hvað ég á að gefa honum, því að hann verður ánægður með allt. Ætli ég vandi mig ekki svona mikið af því að mig langar svo til að slá í gegn hjá honum.“

er orðinn þekktur hér á landi fyrir ráðgjöf í hönnun veitingahúsa og hann mun útfæra innra útlit staðar­ ins. Við leggjum mikinn metnað í þennan stað og erum mjög spennt að sjá hann fæðast á næstu mán­ uðum,“ segir Heba.

Jólaseðill á Strikinu Nokkuð annríki er á Strikinu líkt og öðrum veitingastöðum nú síðustu vikurnar fyrir jólin. Eins og undan­ farin ár býður staðurinn upp á sér­ stakan jólaseðil. „Við mörkuðum okkur þá stefnu að vera ekki með jólahlaðborð heldur bjóða upp á sérstakan jóla­ seðil. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá okkar viðskiptavinum og

mörgum þykir einmitt gott að hafa valkost á öðru í jólamánuðinum en þessum hefðbundnu jólahlað­ borðum,“ segir Heba en mikil hefð virðist fyrir því bæði á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og einstak­ lingum að gera sér glaðan dag yfir góðum mat á aðventunni. „Já, á þessum árstíma er mikið um hópa og með því að bjóða upp á hátíðarseðil, eins og við gerum núna, getum við mætt þörfum hvers og eins í hópunum. Ef fólk vill síður fara í jólalega matinn þá er úr mörgu að velja á okkar matseðli til að njóta kvöldsins og matarins.“ strikid.is Guðrún Hanna Sigurjónsdóttir framreiðir súpu á veitingahúsinu Strikinu.


38 | AKUREYRI // Jól 2012

Tækifæri fólgin í þröngri stöðu LA - segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn leikhússtjóri Kviss, búmm, bang vinnur sýninguna Lög unga fólksins fyrir LA. Verkið verður sýnt í apríl.

„Ég hef svo sannarlega fundið fyrir því að starf Leikfélags Akureyrar á sér sterkar rætur hjá almenningi hér á Akureyri og í nágrenni. Það er ekki annað hægt en vera djúpt snortin að finna þennan stuðning og skynja hversu mikils virði félagið og starf­ semi þess er fyrir bæinn og fólkið,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráð­ inn leikhússtjóri Leikfélags Akur­ eyrar. Kunnara er en frá þurfi að segja að LA glímir nú við erfiða fjár­ hagsstöðu sem Ragnheiður segir að setji mark sitt á félagið um sinn. Engu að síður sé starfið gróskumikið og metnarfullar sýningar á sviðinu í Samkomuhúsinu í vetur.

Framsækið, alþýðlegt og gott leikhús „Aðal sýning okkar í haust hefur verið Leigumorðinginn og aðsókn að henni hefur verið ágæt. Síðan varð til skemmtileg hugmynd hér innanhúss sem þroskaðist í jólasýn­ inguna Ef ég væri jólasveinn og er fyrir börn á öllum aldri. Stærsta verkefni á síðari hluta vetrar verður síðan Kaktusinn sem frumsýndur verður þann 1. mars en æfingar á því verki hefjast strax eftir áramótin. Þegar síðan bætast við gestasýningar okkar í vetur þá má segja að flóran sé mjög fjölbreytt,“ segir Ragnheiður en einnig sýnir félagið í apríl verkið Lög unga fólksins en sýningin er unnin af Framandverkaflokknum Kviss búmm bang. Stöllurnar þrjár sem að honum standa fluttu til að mynda fyrirlestur í heita pottinum í Sundlaug Akureyrar nú í haust og verður forvitnilegt að sjá útfærslu

Kaktusinn verður frumsýndur þann 1. mars. Ragnheiður leikhússtjóri stýrir því verki. Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri LA fyrir framan Samkomuhúsið. Á næsta ári verður því fagnað að 40 ár verða þá liðin frá stofnun atvinnuleikhúss á Akureyri.

þeirra á Lögum unga fólksins þegar þar að kemur. „Okkar yfirskrift er að bjóða framsækið og alþýðlegt leikhús, við viljum vera í forystu í sviðslistunum, bjóða upp á gott leikhús og verkefni sem erindi eiga við almenning. Það má kalla þetta samtal við okkar kæru nágranna jafnt og þá sem lengra koma að til að sækja okkur heim. En vissulega þurfum við að sníða okkur

stakk eftir vexti. Það er áskorun og virkjar sköpunarkraftinn að vinna í þröngri stöðu og þess vegna segi ég hiklaust að í okkar stöðu eru líka fólgin mikil tækifæri. Ég er full bjartsýni á framtíðina,“ segir Ragn­ heiður en hún er þegar farin að huga að næsta leikári þegar fagnað verður 40 ára afmæli atvinnuleikhúss á Akureyri. „Vafalítið mun þess sjást stað í

verkefnavalinu, við lítum eitthvað um öxl yfir farinn veg hjá LA en verðum um leið trú okkar mark­ miðum fyrir félagið og áhorfendur,“ segir Ragnheiður.

Vinnustofurnar áhugaverð nýjung Auk sýninga LA og gesta starfrækir félagið öflugan leiklistarskóla fyrir ungt fólk og bryddaði jafnframt upp

á þeirri nýjung að bjóða innlendum sem erlendum sviðslistamönnum að nýta sér aðstöðu félagsins í Rýminu fyrir þeirra verkefni. Meðal þeirra sem starfa munu í vinnustofunum í vetur verða Anna Richardsdóttir, nemendur Listaháskóla Íslands, sviðslistamaðurinn Friðgeir Einars­ son, leikhópurinn Sticks&Stones og danshöfundurinn Steinunn Ketils­ dóttir. leikfelag.is

upplifðu

á Akureyri

Hvenær kaupir þú jólagjöf makans?

Hallgrímur Sigurðsson, kokkur á 1862 Nordic Bistro

„Korteri fyrir lokun á Þorláksmessu, það er þá sem ég kaupi gjöfina. Þetta er mjög annasamur tími hjá mér í vinnunni og erfitt að hlaupa frá. Aldrei þessu vant, þá er ég vel undirbúinn núna og byrjaður að vinna í málinu. Staðan er því skárri fyrir þessu jól en oft áður, eigum við ekki að segja að áratuga reynsla sé að skila sér núna!“

Sigrún Hjálmtýsdóttir gestur Ljósberatónleikanna Þann 12. desember nk. kl. 20:00 verða árlegir Ljósberatónleikar í Akureyrarkirkju en þetta er fimmta árið í röð sem þessir tónleikar eru haldnir. Tónleikarnir eru styrktar­ tónleikar fyrir Líknarsjóðinn Ljós­ berann en tilgangur sjóðsins er að veita líknar- og viðlagaastoð til Akureyringa með sérstaka áherslu á aðstoð fyrir jól. Sérstakur gestur tónleikanna í ár er Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran­ söngkona. Á tónleikunum koma einnig fram Björg Þórhallsdóttir sópran, Kór Akureyrarkirkju, Eldri barnakór Akureyrarkirkju, Stúlkna­ kór Akureyrarkirkju og Elísabet Waage hörpuleikari, strengjasveit norðlenskra tónlistarmanna undir stjórn Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur o.fl. Organistar, kór- og hljóm­ sveitarstjórar eru Eyþór Ingi Jóns­ son, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson. Á efnisskránni eru þekkt og klass­

Sigrún Hjálmtýsdóttir.

Björg Þórhallsdóttir.

ísk jólalög í bland við tónlist frá ýmsum löndum. Frumflutt verður Jólalag Ljósberans 2012, Helgast ljós, eftir Báru Grímsdóttur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, en þetta er í annað sinn sem sérstakt jólalag er samið fyrir Ljósberann. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína

og aðgangseyrir rennur óskiptur til sjóðsins. Umsjónarmaður Ljósbera­ tónleikanna er Björg Þórhallsdóttir, í samvinnu við organista og starfs­ fólk Akureyrarkirkju. Líknarsjóðurinn Ljósberinn var stofnaður árið 2008 til minningar um sr. Þórhall Höskuldsson, fyrrver­

andi sóknarprest við kirkjuna. Prestar kirkjunnar sjá um að úthluta úr sjóðnum. Tónleikarnir, ásamt fjáröflun og gjöfum tengdum þeim, hafa verið kjölfestan í fjáröflun sjóðsins, ásamt gjöfum sem honum hafa borist frá einstaklingum, félaga­ samtökum og fyrirtækjum. Ljósberinn, kertaaltari kirkjunnar var gerður fyrir minningarfé það er kirkjunni barst eftir andlát sr. Þór­ halls. Það fé, sem lagt er í sjálfan Ljósberann, um leið og kveikt er á kerti í fyrirbæn eða til minningar um látinn ástvin, rennur einnig óskipt í sjóðinn. Hægt er að gefa ábendingar eða koma á framfæri umsóknum um framlög úr sjóðnum til presta Akur­ eyrarkirkju og er farið með allar um­ sóknir og úthlutanir sem trúnaðar­ mál. Sjóðurinn er í vörslu Akur­ eyrarkirkju og hægt er að leggja fjár­ framlög inn á reikning sjóðsins 0302-13-701414, kt. 410169-6149.


AKUREYRI // Jól 2012 | 39

Sæluhús Akureyri er hagkvæm gisting sem ber nafn með rentu „Sæluhúsin hafa mælst mjög vel fyrir og fólk er í auknum mæli að átta sig á snilldinni við það að geta tekið á leigu stúdíóíbúð eða heilt hús á besta stað í bænum á verði sem oft er mun hagstæðara en hótelin bjóða. Þetta er kjörið fyrir fjölskyldur og hópa sem vilja njóta þess að vera saman við bestu aðstæður en samt út af fyrir sig. Með öðrum orðum hag­ kvæm gisting sem ber nafn með rentu,“ segir Örn Árnason Amin, rekstrarstjóri Sæluhúsa Akureyri. Sæluhús reka í dag 40 íbúðir við Sunnutröð á Akureyri, nánar tiltekið á brekkubrúninni beint fyrir ofan Brynjuísinn á Akureyri, svo miðað sé við kennileiti sem flestir lands­ menn þekkja. Að sögn Arnars bjóða Sæluhús í dag upp á 33 stúdíóíbúðir sem eru með gistingu fyrir þrjá full­ orðna eða hjón með tvö börn og sjö stór hús með gistirými fyrir sjö. Allar íbúðir eru með uppábúin rúm og allan búnað sem þarf í eldhúsi auk sjónvarps. Þá fylgir hverri íbúð heitur pottur og frí nettenging og í stóru húsunum eru jafnframt þvottavél og þurrkari. Þeir sem dvelja í stúdíóíbúðunum hafa hins vegar aðgang að þvottavél og þurrk­ urum í sameiginlegu þjónustuhúsi þar sem einnig er skíðageymsla og aðstaða til að þurrka búnað.

Hópum að fjölga Örn segir að húsin séu mjög vinsæl meðal ferðafólks sem komi norður á

veturna til að fara á skíði í Hlíðar­ fjall. „Hvað er betra eftir góðan dag í fjallinu en að slappa af úti undir berum himni í heitum potti með fjölskyldunni? Þetta hefur virkilega slegið í gegn og ég er mjög ánægður með hvað Íslendingar eru að taka vel við sér.“ Hann segir algengt að 2-3 pör taki saman eitt stórt hús yfir helgi eða lengur og njóti þess sem menningarlífið og náttúran á Norðurlandi hafi upp á að bjóða. Þannig takist mönnum að fá mjög ódýra gistingu. Sömuleiðis færist það í vöxt að fyrirtæki leigi nokkur hús fyrir fundi eða skemmtiferðir starfsfólks í höfuðstað Norðurlands. „Við erum að fá talsvert af slíkum hópum hingað og höfum tekið á móti allt upp í 60 manna hópum í gistingu hérna,“ segir Örn.

Góð aðsókn um jólin Örn segist verða var við að fólk fari ánægt frá þeim enda komi mjög margir aftur og aftur. Þannig nefnir hann að núna um jólin verði hjá þeim nokkrir Ítalir sem eru að koma til þeirra til vikudvalar í þriðja skipti á árinu. „Fólki finnst greinilega mjög gott að dvelja hérna. Þetta er verndað umhverfi þar sem fólk hefur allt til alls og er auk þess aðeins steinsnar frá miðbænum. Héðan er stutt í allar áttir og tekur til dæmis ekki nema 10 mínútur að labba niður í miðbæinn.“ Að sögn Arnar lítur ágætlega út

Örn Árnason Amin hjá Sæluhúsum á Akureyri segir færast í vöxt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum norður og leigi þá nokkur hús í einu.

með bókanir í desember. Uppselt er í stóru húsin um jól og áramót en ennþá eru nokkrar stúdíoíbúðir lausar um hátíðarnar. Á veturna eru Íslendingar um 70% gesta Sæluhúsa en um 30% útlendingar. Á sumrin breytist þetta mjög en þá eru um 80% gestanna útlendingar. saeluhus.is

Sæluhúsin á Akureyri setja skemmtilegan svip á Brekkubrúnina.

Allir fá þá eitthvað fallegt...

Akureyri TÍSKUVÖRUVERSLUN GLERÁRTORGI Opnunartími: Mán til föstud. 10-18.30, laugard. 10-18, sunnud. 12-17

Akureyri TÍSKUVÖRUVERSLUN GLERÁRTORGI Opnunartími: Mán til föstud. 10-18.30, laugard. 10-18, sunnud. 12-17


40 | AKUREYRI // Jól 2012

Óskum og Akureyringum og landsmönnum öllum gleðlegra jóla og farsældar á nýju ári

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI

Sími: 5 500 700 • Fax: 5 500 701

HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI Sími: 5 500 770 • Fax: 5 500 771 sba@sba.is • www.sba.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 41

Veturinn leggst vel í forstöðumanninn í Hlíðarfjalli „Veturinn leggst ljómandi vel í mig því það hefur sjaldan verið jafn góður snjór eins snemma í Eyjafirð­ inum. Við þurftum að vísu að bæta aðeins við snjóinn hér í Hlíðarfjalli með snjóframleiðslu til að geta opnað núna en þetta er fínt og lofar vonandi góðu um skemmtilegan skíðavetur,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíða­ svæðisins í Hlíðarfjalli sem opnaði formlega laugardaginn 24. nóvem­ ber. Þá var góður skíðasnjór kominn í allar helstu brekkur og því var skíðalyftan Fjarkinn sett í gang og Hólabraut að auki og svo var Töfra­ teppið opið fyrir yngstu kynslóðina. Opnun skíðasvæðisins er heldur fyrr á ferðinni en í fyrra en þá var svæði opnað í byrjun desember. Guðmundur segir að þrátt fyrir að góður snjór sé í öllum helstu brekkum þá sé snjómagnið í fjallinu talsvert minna en niðri í bæ og út með öllum Eyjafirði. „Síðast þegar snjóaði hvað mest voru aðstæðurnar þannig að það var hvasst og frekar þurr snjór sem náði ekki að festast hér uppi heldur fauk eiginlega framhjá okkur.“

Snjóframleiðslan breytti öllu Guðmundur segir að með tilkomu snjóframleiðslunnar árið 2006 hafi skíðatímabilið í fjallinu lengst til

Hvenær kaupir þú jólagjöf makans?

muna. „Þegar skíðalyftan var tekin í notkun árið 1967 var verið að opna svæðið á tímabilinu frá 1. október til 1. mars eftir því hvernig snjóalög voru hverju sinni. Núna erum við búin að þrengja þetta niður í tvær vikur og opnum svæðið yfirleitt á tímabilinu frá 20. nóvember til 5. desember.“ Skíðasvæðið í Hlíðar­ fjalli var opið fram til 1. maí síðast­ liðið vor og í fyrra komu 55 þúsund gestir á svæðið. Síðustu fimm árin hafa að meðaltali 75 þúsund gestir komið í Hlíðarfjall til að njóta að­ stöðunnar sem þar er boðið upp á.

50 ára skíðahótel Hornsteinar starfseminnar í Hlíðar­ fjalli eru sem fyrr skíðaskólinn og skíðabrettaleigan. Í ár verður haldið upp á 50 ára afmæli skíðahótelsins í Hlíðarfjalli sem var eitt af fyrstu fjallahótelum á Íslandi. „Þótt það hafi verið hætt að selja gistingu í skíðahótelið fyrir nokkrum árum ætlum við samt að minnast þessa tíma með einhverjum skemmtileg­ heitum í vetur,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að í skipulagi svæðis­ ins sé gert ráð fyrir nýrri gistingu og vonandi þurfi ekki að bíði lengi eftir að aftur verði hægt að bjóða upp á gistingu í Hlíðarfjalli. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.

Í SAMVINNU VIÐ

ÓKEYPIS AÐGANGUR

hlidarfjall.is

Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar

„Ég hef lengi haft dálæti á Þorláksmessunni og hef í gegnum árin notað Þorláksmessukvöld í að kaupa jólagjöf handa minni heittelskuðu. Ég hef hins vegar brennt mig á því reglulega að vöruúrval verslana hefur farið þverrandi eftir því sem nær dregur jólum og því hef ég undanfarið hugað að þessum málum um miðjan desember, þegar jólaskapið gerir vart við sig í mínum huga.“


42 | AKUREYRI // Jól 2012

Hrafnhildur E. Karlsdóttir, hótelstjóri Hótels Kea:

Erum og verðum í stöðugri framþróun „Hótel er eins og stórt heimili – það þarf stöðugt að hlúa að og endur­ bæta. Við erum með 104 mjög vel búin og nýleg herbergi og komum til með að halda áfram á þeirri braut að endurnýja og bæta aðstöðuna. Þannig fylgjum við tímanum. Hótel Kea hefur verið áberandi kennileiti í miðbæ Akureyrar í áratugi og við ætlum okkur svo sannarlega að verða áfram hjarta bæjarins og ferðaþjón­ ustunnar,“ segir Hrafnhildur E. Karlsdóttir sem tók við hótelstjórn Hótels Kea fyrr á þessu ári. Hún er að sönnu hagvön á hótelinu, starfaði þar frá árinu 1998 til 2011 en síð­ ustu fjögur árin var hún í störfum sem tengdust öllum hótelunum 5 í Keahótels keðjunni. Frá 2011 til júlí 2012 starfaði Hrafnhildur við ráð­ stefnuskipulagningu hjá Ferðaskrif­ stofu Akureyrar en var ráðin hótel­ stjóri Hótels Kea í kjölfar eigenda­ skipta.

Samstillt átak þarf í vetrarþjónustunni Erlendir ferðamenn á Akureyri yfir vetrarmánuðina voru næsta óþekkt fyrirbæri fyrir fáum árum en þeir eru algengari sjón í dag. Verkefnið segir Hrafnhildur vera að vekja enn frek­

ari athygli ferðamanna á svæðinu og tækifærunum sem þar eru yfir vetrarmánuðina. Sumarið sé þétt­ setið en þó þurfi alltaf að halda vöku sinni í markaðssetningu þess hluta ársins. „Sumarið er ekki eina undirstaða ársins líkt og áður var. En til að vetrarferðamennskan þróist þarf öll greinin að þróast; hótelin jafnt sem afþreyingin, samgöngur menning, matur og verslun. Við getum lagfært margt án mikillar fyrirhafnar, svo sem opnunartíma í þjónustu og af­ þreyingu. Hvort sem eru erlendir eða innlendir ferðamenn þá koma þeir hingað á svæðið til að njóta í víðum skilningi. Hótel eitt og sér er í flestum tilfellum ekki ástæða ferðar en vissulega mjög mikilvægur þáttur,“ segir Hrafnhildur og sem dæmi um þróun nefnir hún að nú um áramótin verður 25 manna þýskur hópur á Hótel Kea í fjóra daga og mun upplifa áramót við flugeldaskot bæjarbúa.

Marðassetning norðurljósanna að skila sér „Þróunin í norðurljósaferðunum er líka mjög ánægjuleg og mikilvægt fyrir svæðið hvaða árangur hefur

náðst í markaðssetningu þeirra er­ lendis. Ég veit að bæjarbúar hafi orðið ánægjulega varir við þessa gesti Akureyrar síðustu mánuði,“ segir Hrafnhildur en leggur áherslu á að innlendi markaðurinn verði áfram mjög mikilvæg undirstaða vetrar­ ferðaþjónustunnar. „Aðdráttaraflið er í raun fjöl­ breytnin; náttúran, þjónusta, menn­ ing, verslun, veitingastaðir, skíðin, nálægð við náttúruperlur og svo framvegis. Akureyri hefur svo margt til brunns að bera.“ keahotels.is

„Akureyri hefur svo margt til brunns að bera,“ segir Hrafnhildur Karlsdóttir, hótelstjóri Hótels Kea.

Semur nýtt jólalag á hverju ári Þeir eru líkast til ekki margir sem státa af því hér á landi að hafa samið jólalög sjö ár í röð. Það gerir þó Daníel Þorsteinsson, kórstjóri og organisti í Eyjafjarðarsveit, en jóla­ lög hans hefur Kirkjukór Lauga­ landsprestakalls frumflutt á aðventu­ kvöldi í Grundarkirkju síðustu sjö árin. Og raunar hefur Daníel gert

„Á vissan hátt má segja að það sé einlægni í þessum árstíma og þar af leiðandi í tónlist sem honum tengist,“ segir Daníel Þorsteinsson.

gott betur því hann samdi einnig lag söfnunartónleika Ljósberans í Akur­ eyrarkirkju á síðasta ári. „Þessi hugmynd varð til þegar ég fór að vinna með kórnum og fyrsta jólalagið samdi ég við ljóð eins kór­ félagans, Emelíu Baldursdóttur. Síðan varð þetta að hefð og en ég hef fundið jólaljóð til að semja við, bæði ljóð sem ekki eru til önnur lög við og líka ljóð sem áður verið samið við. Það er alltaf mikil spenna bæði hjá mér og kórnum þegar við byrjum að æfa nýtt lag og gaman að heyra þau lifna við,“ segir Daníel en sjöunda jólalagið í röðinni frum­ flytur Kirkjukór Laugalandspresta­ kalls á aðventukvöldi í Grundar­ kirkju næstkomandi sunnudags­ kvöld, 9. desember, kl. 20:30. En eru einhverjar sérstakar reglur eða hefðir sem fylgja þarf þegar sest er niður við að semja jólalag? „Á vissan hátt má segja að það sé einlægni í þessum árstíma og þar af leiðandi í tónlist sem honum teng­ ist,“ segir Daníel og bætir við að líkt og í annarri tónlistarsmíð sé mis­

munandi hve hratt lögin fæðast. „Stundum koma þau til mín nokkuð ákveðið – í öðrum tilfellum eru þau snúnari viðureignar. Og fyrir hefur komið að ég hafi hætt í miðju lagi og byrjað upp á nýtt.“ Sjöunda jólalagið í röðinni er samið við Jólavers eftir Grím Thom­ sen en aðrir höfundar ljóða eru, auk Emelíu, Sverrir Pálsson, Jón úr Vör, Þorsteinn Valdimarsson, Stefán frá Hvítadal og Benjamín Kristjánsson. Daníel segist hafa fullan hug á að gefa þessi sjö lög út í sönghefti og draumurinn sé að lögin verði gefin út á diski. „Ég ætla mér að láta að minnsta kosti staðar numið í bili. Sjö lög er ágæt tala hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt verk­ efni sem mér þykir mjög vænt um,“ segir Daníel en áðurnefnt jólalag mun Kirkjukór Laugalandspresta­ kalls einnig flytja á jólatónleikum í Laugarborg þann 13. desember en á þeim tónleikum syngja einnig Kvennakór Akureyrar og Karlakór Eyjafjarðar.


AKUREYRI // Jól 2012 | 43

Líflegt hjá Símanum „Það hefur verið líflegt hjá okkur, mikið að gera og í raun hefur gengið vel allt þetta ár enda er síminn þarf­ asti þjónn nútímans,“ segir Gestur Örn Arason, verslunarstjóri Símans á Glerártorgi. Fjölmargir viðskipta­ vinir leggja leið sína í verslunina á degi hverjum, en þar er í boði fjöl­ breytt úrval af símum; allt frá heimasímum til snjallsíma, fylgi- og aukahlutum af margvíslegu tagi, spjaldtölvur sem tengjast bæði 3G neti og Wi-Fi svo eitthvað sér nefnt. Gestur Örn segir að jólaverslun fari ágætlega af stað, einkum nú hina síðustu daga og eftir að veður fór skánandi á norðanverðu landinu hafi íbúar nágrannabyggða í æ meira mæli lagt leið sína í höfuðstað Norðurlands. „Og margir koma á Glerártorg og líta við hjá okkur,“ segir hann. Framundan er lengri af­ greiðslutími og gerir hann ráð fyrir að mikið verði um að vera á næstu vikum. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins.“

Misjafnt eftir hverju viðskiptavinir leita Mikill fjöldi farsíma er seldur hér á landi ár hvert, en talið er að farsíma­

Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi í úrvali síma og fylgihluta í versluninni.

notendur skipti um farsíma á eins og hálfs árs fresti. „Það er mjög misjafnt eftir hverju viðskiptavinir leita. Sumir vilja alltaf það allra nýjasta og eru duglegir að fylgjast með öllum tækninýjungum. Aðrir láta sér nægja einfalda og ódýra síma, sem nýtast þeim einkum

til að hringja úr og senda skilaboð. Það ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfi hér í versluninni, hvorum hópnum sem þeir tilheyra,“ segir Gestur Örn. „Við höfum það mark­ mið að uppfylla þarfir allra, hverjar sem þær eru.“

Gestur Örn Arason, verslunarstjóri Símans á Glerártorgi

Snjallsímar hafa komið sterkir inn Snjallsímarnir hafa á liðnum miss­ erum komið sterkir inn á markaðinn og segir verslunarstjórinn að þá sé hægt að fá á ýmsu verði. Þeir dýr­ ustu, iPhone 5, 64 GB, kosti yfir 200 þúsund krónur. Segja megi að

Janusbúðin á Akureyri:

Hlý föt og vinsæl í vetrarkuldanum Það má með sanni segja að veturinn sé ansi langur núna og veðrið hafi verið stormasamt undanfarna mán­ uði. Góður fatnaður er mikilvægur þegar kalt er í veðri og í Amarohús­ inu við göngugötuna á Akureyri er hægt að kaupa ullarföt frá Janus. „Viðskiptavinum hefur fjölgað mikið á síðustu mánuðum og mætti kannski segja að veðrið hafi hjálpað okkur svolítið að undanförnu,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir, starfsmaður í Janusbúðinni. Ullin í norska Ja­ nusfatnaðinum heitir merino og kemur frá Nýja-Sjálandi.

Unnur segir að enginn einn ákveðinn hópur viðskiptavina versli í búðinni. „Það er nokkuð um að ömmur og afar kaupi gjafir handa öllum barnabörnunum og eins að fólk kaupi handa systkinabörn­ unum. Annars kemur alls konar fólk hingað og oft ekki endilega til þess að versla í gjafir, heldur einfaldlega þegar því er kalt!“

Ný vörulína í mörgum fallegum litum „Við erum hér með föt fyrir alla ald­ urshópa og stærðir, allt frá fötum

fyrir nýfædd börn upp í stórar karl­ mannastærðir og allt þar á milli. Fatnaðinn er hægt að nota í hvaða aðstæðum sem er, hvort sem kalt er í veðri eða ekki. Ullin andar vel og þó maður svitni þá verður manni ekki kalt. Janus ullarpeysurnar eru notaðar sem nærföt, sem peysur einar og sér eða jafnvel sem spari­ fatnaður. Þetta eru því flíkur sem henta í allt,“ segir Unnur. Vörurnar frá Janus eru fyrir löngu orðnar þekktar og vinsælustu vörurnar eru alltaf fáanlegar, ásamt nýjum vörulínum sem koma reglu­ lega.

„Við vorum að fá nýja línu núna, sem er í mörgum fallegum litum fyrir herra og dömur. Sú lína heitir Sportswool og útlitið er nýtt, frá­ brugðið því sem við höfum verið með. Það er til dæmis nýtt í henni að minnstu stærðirnar eru fyrir ung­ linga. Svo er önnur ný og falleg lína fyrir börn sem heitir Playground og hefur mælst vel fyrir,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir, starfsmaður Janus­ búðarinnar á Akureyri.

Ég sé Akureyri Mitt faðirvor

„Mjög góð gjöf til þeirra sem eru fluttir héðan, það er eins og að senda minningar að heiman. Þetta er eitt af því besta sem gerðist á afmælisárinu.” Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel

Á heimleið Vor í Vaglaskógi Emma

„Þegar Bjarni Hafþór og Óskar Pétursson leggja saman og fá til liðs við sig alla þessa snillinga, getur ekki farið nema á einn veg: snilldarverk.“ Tryggvi Gíslason,

Dalakofinn ða Litla sæta ljúfan gó d Þetta lan

fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri

Glókollur á Akureyri

Kertakvöld í miðbænum Í kvöld kl. 19-22 standa Miðbæjarsamtökin fyrir kertakvöldi í miðbænum. „Þetta gerðum við í fyrsta sinn í fyrra og skapaðist mjög hátíðleg stemning, hér var fullur miðbær af fólki. Öll götuljós eru slökkt en kerti og kyndlar sett út til lýsingar. Síðan draga búðirnar líka úr raflýsingunni innandyra þannig að segja má að kertaljósi fái notið sín inni sem úti,“ segir Guðrún Karítas Garðarsdóttir, verslunarstjóri í Eymundsson og hún hvetur fólk til að heimsækja miðbæinn og taka börnin með.

siminn.is

Á þriðja þrið rið a tug ug tónli tónlistar tónlistarmanna tónlistarm ónli arm flytur gullfallegar útse útsetningar Gunnars Þórðarsonar á nýjum sem sungnar og gömlum mlum perlum s se Péturssyni og eru af Óskari Péturssy Jóhanni Vilhjálmssyni. Vilhjálmssyni jálmssyni. mssyni.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair Hotels á Akureyri

upplifðu

Unga fólkið ekki eitt um nýjungarnar Hann segir að fólk á öllum aldri kaupi snjallsíma, ekki bara það yngra. „Eldra fólk er ótrúlega fljótt að tileinka sér nýjungar, á þessu sviði sem öðrum. Þannig að það er ekki bara unga fólkið sem fylgist með því nýjasta á þessu sviði,“ segir Gestur Örn. „Ég vil hvetja fólk til þess að kíkja til okkar og heyra meira. Við hjá Símanum erum til þjónustu reiðubúin.“

janusbudin.is

„Samvinna Óskars, Jóhanns, Gunnars og annarra er frábær á þessum diski, það er eins og allt smelli saman. En það kemur ekki á óvart þegar Gunnar Þórðarson er annars vegar, hann er eitt stærsta nafnið í okkar tónlistarsögu.“

Unnur Þorsteinsdóttir og Eydís Jóhannesdóttir taka vel á móti viðskiptavinum í Janusbúðinni á Akureyri. Hér standa þær við nýjustu vörulínu Janus fyrir fullorðna, Sportswool.

sá viðskiptavinur sem hann kaupi sé með svo miklu meira en síma í höndunum. Hann þurfi vart annað tæki til að geti horft á sjónvarpið, lesið tölvupóst, farið um netið, tekið myndir, hlustað á tónlist, spilað tölvuleiki og auðvitað svarað í sím­ ann. Snjallsímar séu samsuða hefð­ bundins farsíma og spjaldtölvu. „Síminn þarf samt ekki að kosta 200 þúsund til að uppfylla nútíma­ þarfir símnotenda. Ódýrari snjall­ símar koma þér jafnframt á netið og sá ódýrasti er á aðeins 20 þúsund krónur,“ segir Gestur Örn.

„Handa þeim sem hafa flutt frá Akureyri er þetta auðvitað fyrsta val í jólapakkann á afmælisárinu. Lögin kveikja margar góðar minningar, það er fátt betra en hugsa heim undir góðri tónlist.“

Svefnljóð

Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands

ÉG SÉ N ÓSKAR PÉTURSSO VILHJÁLMSSON RSON - JÓHANN GUNNAR ÞÓRÐA

„Tónlistargjöfin „ Tónlistargjöfi í ár” Dreifing D reifing Kongó K gó Kon


44 | AKUREYRI // Jól 2012

Þrátt fyrir að vera lærður bakari og að hafa starfað við iðn sína í meira en áratug og haft gaman af er Jón Ævar Sveinbjörnsson, verslunar­ stjóri í Bónus við Langholt á Akur­ eyri, sannfærður um að leitun sé að eins líflegu og gefandi starfi og hann sinnir í dag. Hann hefur verið versl­ unarstjóri þar í eitt ár og var áður aðstoðarverslunarstjóri um þriggja ára skeið. „Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ sagði Jón Ævar er við gripum hann glóð­ volgan á leið heim úr vinnu einn daginn. Bónus átti erfitt uppdráttar á Akureyri í fyrstu atrennu en um aldamótin var önnur tilraun gerð og þá var allt annað hljóð í strokknum. Heimamenn tóku versluninni opnum örmum og nú eru reknar tvær Bónus-verslanir á Akureyri. „Það var slíkur erill hjá okkur orðið að nauðsynlegt var að opna aðra verslun,“ segir Jón Ævar. Hann segir um 35 manns koma að rekstri verslunarinnar með einum eða öðrum hætti en að jafnaði séu 10 manns á vakt í einu.

Mikið álag „Við leggjum alltaf höfuðáherslu á að manna afgreiðslukassana þannig að ekki myndist raðir hjá okkur og viðskiptavinir kunna að meta slíkt,“ segir hann og bætir því við að hann muni þó eftir einu tilviki þar sem mönnun kassanna stóð tæpt. „Það melduðu sig fimm veikir inn einn daginn hjá okkur og þá var mikið álag á þeim sem eftir stóðu. Við vorum á hlaupum allan daginn, ýmist í afgreiðslu eða að fylla á hillur og kælana. Fólk sýndi þessu skilning því það sá að við vorum að leggja okkur fram.“ Jólaverslunin er þegar komin í fullan gang hjá Jóni Ævari og vinnufélögum hans en mesti þung­ inn er þó eftir. En merkir hann ein­ hverjar breytingar á innkaupum á milli ára? „Við merktum talsverða breyt­ ingu fyrst eftir hrunið en síðan hefur neysla fólk smám saman verið að færast í það horf sem áður var. Jólin eru reyndar kannski ekki besti tíminn til að bera saman breytingar í innkaupum á milli ára því þetta er

Jón Ævar Sveinbjörnsson, verslunarstjóri í Bónus við Langholt.

Verslunarstjórinn í Bónus við Langholt getur ekki ímyndað sér líflegra starf:

„Hamborgarhryggurinn heldur velli“ sá tími árs þar sem fólk sparar síst við sig í mat,“ segir Jón Ævar. Hann segist ekki reikna með öðru en að hamborgarhryggurinn verði áfram vinsælasta hráefnið í jólamatinn, ekkert veiti honum alvöru sam­ keppni. „Við erum alltaf að bæta við

okkur vörum en hamborgar­ hryggurinn heldur velli.“

Gæti orðið hér lengi Þegar verslunarstjórinn ungi er spurður hvort hann geti hugsað sér að ílengjast í Bónus-búðinni er ekk­

ert hik á honum. „Ég gæti alveg hugsað mér að starfa hérna í tals­ verðan tíma í viðbót. Ég er nú al­ mennt þeirrar skoðunar að maður eigi ekki að vera lengur en tíu ár á hverjum vinnustað en þetta er svo skemmtilegt umhverfi að þau áform

gætu alveg breyst. En vinnuveitand­ inn verður eflaust að fá að hafa síð­ asta orðið með það,“ segir hann. bonus.is

Fatnaður í jólapakka hestamannsins „Jólavaran okkar er fyrst og fremst fatnaður fyrir hestamenn. Við bjóðum mjög vandaðan reiðfatnað frá Mountain Horse í Svíþjóð og getum sérpantað vörur ef óskað er eftir. Fatnaðurinn selst jafnan mikið á þessum árstíma en reiðtygin eru aftur á móti mun algengari sem fermingargjöf,“ segir Ellert Jón

Gunnsteinsson, verslunarstjóri í Líf­ landi á Lónsbakka sem segja má að sé alhliða verslun fyrir hestamann­ inn. „Það er stór hópur fólks í hesta­ mennskunni, jafnt í þéttbýlinu sem dreifbýli og mikilvægt að geta veitt þessum hópi þjónustu hér í heima­ byggð. Hestamennskan tók dýfu í

Sjálfstæð í hjarta bæjarinsAkureyrarapótek Björt og rúmgóð verslun. Gott aðgengi

Opnunartími mán - fös 9 - 18 lau 10 - 16 sun 12 - 16

Ellert Jón Gunnsteinsson í verslun Líflands á Lónsbakka þar sem úrval er af vörum fyrir hestamenn og gæludýraeigendur.

kringum hestasóttina á sínum tíma en náði sér síðan smám saman aftur á strik. Það er kannski einna helst að lítil hey geri að verkum núna að menn verði að draga eitthvað saman seglin í hrossaeigninni,“ segir Ellert en í versluninni er að finna allt frá skeifum og hóffjöðrum upp í hnakka og reiðtygi af vönduðustu gerð.

Mikil umsvif í fóðursölu Lífland er umsvifamikið í fóðursölu og þjónustu á því sviði við bændur, kjúklinga- og eggjaframleiðendur, hestamenn og aðra dýraeigendur. „Við seljum til að mynda fóður til stærsta framleiðanda landsins á kjúklingakjöti og mörg af stærri mjólkur- og sauðfjárræktarbúum landsins njóta þjónustu okkar. Hjá

okkur er líka mikil aukning í sölu á hænsnafóðri til almennings og greinilegt að það er orðið mjög al­ gengt að fólk sé með nokkrar hænur sér til að yndisauka og til að spara við sig í eggjakaupunum um leið. Þessu til viðbótar er Lífland líka með gott úrval af fóðri og öðrum vörum fyrir hunda og ketti og við seljum umtalsvert magn af fóðri á ári til til gæludýraeigenda. Það má því segja að okkar þjónusta á fóðursvið­ inu sé mjög víðfeðm, allt frá heim­ ilum upp í stórnotendur,“ segir Ell­ ert. lifland.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 45

Tónlistin tekin upp í heimilistölvunni „Vinsælasta jólagjöfin sem keypt er hjá okkur er ennþá kassagítar. Vin­ sældir hans eru stöðugar og virðast ekkert ætla að minnka,“ segir Trausti Már Ingólfsson í Tónabúðinni í Sunnuhlíð. „Við erum líklega með landsins besta úrval af kassagíturum og alltaf hægt að finna það sem hentar hverjum og einum. Einnig erum við með mikið úrval af vönd­ uðum heyrnartólum sem fást óvíða annars staðar, hljóðnema, og alls kyns auka- og fylgihluti fyrir tón­ listarmanninn. Hvort sem það er fiðluleikari, trommuleikari eða gítar­ leikari, sem dæmi.“ Trausti segir að það hafi færst í aukana að fólk komi til að kaupa tæki og tól til að nýta í upptökur. „Slíkt ratar gjarnan í jólapakkana því í dag eru venjulegar heimilistölvur nýttar til upptöku. Með því að kaupa upptökubúnað sem saman­ stendur af hljóðkorti sem tengt er við tölvuna og hugbúnaði, má fá há­ gæða upptökur. Það eina sem þarf er hugmyndaflug, hugsanlega hljóð­ nemi, gítar eða annað hljóðfæri. Fólk gerir sér sennilega ekki grein fyrir því hversu mikið af þeirri tónlist sem heyrist í útvarpi í dag er tekin upp á þennan máta,“ segir Trausti.

Lítið hljómborð eins og stórt kirkjuorgel „Hljóðfærin eru líka komin að miklu leyti inn í tölvuna. Sýndarhljóðfærin eru orðin mjög fullkomin. Eitt lítið hljómborð sem eingöngu er tengt með USB snúru við tölvuna getur hljómað eins og risastórt kirkjuorgel eða stór Yamaha flygill. Þessu er fólk líka að kynnast í spjaldtölvunum sem eru orðnar mjög vinsælar. Þessi þróun hefur samt ekki dregið úr sölu á hljóðfærum, tónlistarfólk vill ennþá spila á þau og vera með eitt­ hvað áþreifanlegt.“ Í Tónabúðinni er hægt að fá fleira en bara hljóðfæri. Þar má fá ljósa­ búnað, hljóðkerfi og allt sem góður plötusnúður þarf. „Ég geri ráð fyrir því að það hafi allir, sem búa í Eyja­ firðinum, heyrt í hljóðkerfum frá okkur án þess að gera sér grein fyrir upplifðu

á Akureyri

Glerártorg safnar pökkum Myndarlegt jólatré er í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi að vanda. Hvatt er til þess að fólk komi með jólapakka og setji undir tréð, merkta strák eða stelpu. Pökkunum verður síðan komið til Mæðrastyrksnefndar sem mun dreifa pökkunum þangað sem þröngt er í búi. Það er því auðvelt fyrir Akureyringa að gleðja og láta gott af sér leiða á þennan hátt.

því. Hljóðkerfi eru út um allt og hönnuð til þess að fólk taki kannski sem minnst eftir þeim, geri sér ekki grein fyrir því að þau séu þarna. Hljóðið á bara að heyrast og það á að vera gott. Það liggur mikil vinna á bakvið uppsetningu á slíkum kerfum og ótrúlega mikill tími sem fer í að hanna gott hljóðkerfi þannig að það fari sem minnst fyrir því og það hljómi sem best,“ segir Trausti Már. tonabudin.is

Trausti Már Ingólfsson í Tónabúðinni segir að gítarar sé vinsælasta jólagjöfin og ekkert útlit sé fyrir að það breytist á næstu árum.


46 | AKUREYRI // Jól 2012

Eva Morales rekur sérverslun með Hello Kitty í miðbæ Akureyrar:

Margir hissa á hve úrvalið er mikið Eina sérverslun landsins sem ein­ göngu selur hinar vinsælu Hello Kitty vörur er staðsett í miðbæ Akureyrar, hún er við göngugötuna í Hafnarstræti númer 106. Hvergi annars staðar hér á landi er búð sem einbeitir sér eingöngu að Hello Kitty vörum.

Eva Morales rekur Hello Kitty á Akureyri og segir hún að viðtökur hafi verið góðar, „margir eru hissa á hvað vöruúrvalið er mikið,“ segir hún en í versluninni kennir margra grasa þegar kemur að sérmerktum Hello Kitty varningi. Nefna má fatnað af ýmsu tagi; boli, peysur,

VÉLVIRKJASTARF hjá STEINULL hf. Steinull hf., sem staðsett er á Sauðárkróki, óskar eftir að ráða vélvirkja til starfa í viðhaldsdeild verksmiðjunnar. Æskilegt er að viðkomandi sé vanur ýmiskonar viðgerðar- og vélsmíðavinnu. Einnig er um bakvaktir að ræða á framleiðslutíma verksmiðjunnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Örn Guðmundsson, í síma 862 6245.

úlpur og náttföt sem dæmi, leik­ föng, límmiða, muffinskökuform og klakabox, brúður og bangsa svo fátt eitt sé upptalið úr þeim vöruflokki og þá er einnig mikið úrval af margs konar töskum af öllum stærðum og gerðum. „Skólavörurnar eru einnig alltaf vinsælar en af þeim er mikið úrval,“ segir Eva. Snyrtivörur eru einnig í fáanlegar versluninni.

Hello Kitty komin á fertugsaldurinn Hello Kitty kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976 og þrátt fyrir að vera komin vel á fertugsaldurinn virðast engin þreytumerki að sjá á þessum vinalega kettlingi sem enn nýtur mikilla vinsælda, þó einkum og sér í lagi hjá ungum stúlkum. „Hello Kitty virðist alltaf halda velli og það er ánægjulegt.“ Eva segir að þau flytji sjálf inn bróðurpartinn af þeim varningi sem til sölu er í búðinni, eða um 90%. Hún segir að vandað sé til verka þegar að fram­ leiðslu Hello Kitty vara kemur og það eigi eflaust sinn þátt í að vöru­ merkið hafi staðist tímans tönn. Eva segir að bæði heima- og nær­ sveitamenn sæki í verslunina en einnig séu erlendir ferðamenn dug­ legir að líta við og þyki bara frábært að sjá sérverslun af þessu tagi í miðbæ Akureyrar. „Við leggjum

Eva Morales rekur einu sérverslun landsins sem eingöngu selur Hello Kitty vörur, en úrvalið í versluninni er mikið, þar má finna allt frá límmiðum upp í veglegar úlpur.

áherslu á persónulega þjónustu og sanngjarnt verð,“ segir Eva, en versl­ unin hefur verið starfrækt í rúmt ár, var opnuð 18. nóvember í fyrra. Hún nefnir að verslunin sendi vörur í póstkröfu um land allt. Jólaverslun er að fara af stað með krafti og segir Eva að í hugum margra sé gönguferð um miðbæinn hluti af undirbúningi jólanna og því líti margir við í verslunni. „Okkur

sýnist þetta fara ágætlega af stað,“ segir hún og bætir við að t.d. frænkur og ömmur geri sér oft ferð í verslunina til að finna eitthvað fal­ legt til að setja í jóla- eða afmælis­ pakka handa litlu prinsessunum og falli þeim það iðulega vel í geð. „Og auðvitað verða þessar frænkur í miklu uppáhaldi fyrir vikið.“ hellokitty.is upplifðu

á Akureyri

Aðventuævintýrið í fimmta sinn

Eigum allt í jólapakkann

Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu. „Fjölbreytni í viðburðum á Akureyri í desember er sífellt að aukast.“

… og utan um hann líka

www.a4.is / sími 580 0000 / sala@a4.is

A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi

Aðventuævintýri á Akureyri er yfir­ skrift jólamánaðarins í bænum en Akureyrarstofa hefur veg og vanda að utanumhaldi verkefnisins. Hulda Sif Hermannsdóttir hjá Akureyrar­ stofu segir þetta verkefni nú keyrt fimmta árið í röð en góð samvinna er við fyrirtæki, stofnanir og félaga­ samtök í bænum, til að mynda Mið­ bæjarsamtökin, Glerártorg og fleiri. „Verkefnið snýst um samvinnu með öllum þessum aðilum um að ramma inn, ef svo má segja, þá miklu og fjölbreyttu flóru viðburða sem er í jólamánuðinum á Akureyri. Við söfnum saman upplýsingum um viðburði sem tengjast aðventunni og höldum þeim til haga á heimasíð­ unni visitakureyri.is. Síðan er okkar hlutverk að miðla eftir föngum út í samfélagið kynningu á því að vert sé að heimsækja bæinn í aðdraganda jóla, versla og njóta menningar, þjónustu og viðburða. Upplifa Að­ ventuævintýrið á Akureyri. Þetta á ekki hvað síst við um nágranna­ byggðir okkar á Norðurlandi, sem

og Austurland en það er staðreynd að gestir bæjarins í jólamánuðinum koma margir hverjir af þessum svæðum. Akureyri er verslunar-, þjónustu- og menningarbær,“ segir Hulda Sif en frá því Aðventuævin­ týrinu var fyrst hleypt af stokkunum árið 2008 hefur menningarhúsið Hof komið til sögunnar með tilheyr­ andi aukinni fjölbreytni í tónleika­ haldi. „Hvatinn að verkefninu var á sínum tíma að halda á lofti hversu mikil fjölbreytni er í viðburðum á Akureyri í desember og hún er sífellt að aukast. Það gerir jólamánuðinn enn skemmtilegri, bæði fyrir okkur bæjarbúa og okkar gesti,“ segir Hulda Sif en hægt er að fylgjast með framvindu Aðventuævintýrisins á sjónarvarpsstöðinni N4 sem hefur samstarf við Akureyrarstofu um dag­ legar kynningar allan desember­ mánuð. visitakureyri.is


AKUREYRI // Jól 2012 | 47

Frítt í bíó á evrópskum kvikmyndadögum Dagskrá Evrópskra kvikmyndadaga 7. des. kl. 18:00

The Deep Blue Sea / Hafið djúpa bláa (Bretland). Evrópskir kvikmyndadagar hefjast í Borgarbíói á morgun, föstudaginn 7. desember og standa fram til næst­ komandi þriðjudags. Sýndar verða fimm kvikmyndir, ein á hverjum degi kl. 18 og er aðgangur að mynd­ unum ókeypis í boði Evrópustofu. Kvikmyndadagarnir eru sjálfstætt framhald REFF – Evrópsku kvik­ myndahátíðarinnar í Reykjavík sem er nýlokið. Það er KvikYndi, kvikmynda­ klúbbur Akureyrar, sem stendur fyrir Evrópsku kvikmyndadögunum í samstarfi við Bíó Paradís, Evrópu­ stofu, Borgarbíó og sendinefnd ESB á Íslandi. Um er að ræða úrval vin­ sælustu myndanna sem sýndar voru á REFF. Myndirnar eru allar nýjar, frá árunum 2011 og 2012, og veita innsýn í það besta sem boðið hefur verið upp á í evrópskum bíóum síð­ ustu misserin en evrópskir kvik­ myndagerðamenn eru jafnan taldir fremstir meðal jafningja þegar kemur að frábærum og áhuga­ verðum kvikmyndum. Opnunarmynd kvikmyndadag­ anna á Akureyri er The Deep Blue

Sea og verður hún sýnd kl. 18, föstudaginn 7. desember. Myndin er bresk, eftir leikstjórann Terence Davies og hefur hlotið frábærar við­ tökur gagnrýnenda, meðal annars verið tilnefnd sem besta myndin á San Sebastián International Film Festival og London Film Festival.

Mikill kvikmyndaáhugi á Akureyri Sóley Björk Stefánsdóttir, varafor­ maður Kvikmyndaklúbbs Akureyrar segir félagið hafa gert margt til að auka fjölbreytni kvikmyndasýninga á Akureyri. Meðal annars hafi það staðið fyrir kínverskri kvikmyndahá­ tíð, grískri kvikmyndahelgi, Mann­ réttindabíói og verið aðalhvati þess að frönsk kvikmyndahátíð leggur nú leið sína til Akureyrar á hverju ári. Í fyrra stóð félagið fyrir sýningum á fjölbreyttum kvikmyndum í menn­ ingarhúsinu Hofi. „Það er mikill kvikmyndaáhugi hér á Akureyri en að margra mati hefur vantað fjölbreytilegra úrval af myndum sem veldur því að hópur fólks fer minna í bíó en það vildi

8. des. kl. 18:00

Les seigneurs / Gaurarnir (Frakkland). 9. des. kl. 18:00

Cesare deve morire / Sesar verður að deyja (Ítalía). 10. des. kl. 18:00

Une vie meilleure / Betra líf (Frakkland). Sóley Björk Stefánsdóttir, varaformaður Kvikmyndaklúbbs Akureyrar.

gjarnan. Markmið klúbbsins er að auka úrvalið af bíósýningum og byggja upp þessa fjölbreytilegu bíó­ menningu sem margir sakna. Loka­ markmiðið er að bíóin sjái sér hag í því að sýna fjölbreyttari myndir en

TIL: YKKAR FRÁ: OKKUR

- B R A K A N D I

H E I T -

til þess þarf að kynna þá víðfemu kvikmyndagerð sem er í gangi utan Hollywood,“ segir Sóley Björk. kvikyndi.is

11. des. kl. 18:00

L’enfant d’en haut / Barn að ofan (Frakkland).


48 | AKUREYRI // Jól 2012

Jólaleikurinn hjá Papco slær í gegn Íslenski pappírsframleiðandinn Papco færir framleiðsluvörur sínar í jólabúning á þessum tíma árs og eld­ húsrúllurnar og salernispappírinn eru þar í öndvegi. Starfsmenn fyrir­ tækisins hafa verið í sannkölluðu jólaskapi að undanförnu eins og neytendur hafa orðið rækilega varir við á síðustu vikum, m.a. í gegnum vinsælan jólaleik Papco í verslunum.

Landsfrægar jólaeldhúsrúllur Jólaeldhúsrúllurnar eru fyrir löngu orðnar landsfrægar með áprentuðum myndum af íslensku jólasveinunum en vörumerkið Papco hefur unnið sér sterka hefð á meðal íslenskra

neytenda. „Við erum með mjög veg­ lega vinninga í jólaleiknum okkar sem hefur verið í gangi í öllum versl­ unum. Nokkrir hafa nú þegar haft heppina með sér en það er hellingur enn eftir af vinningum í pottinum,“ segir Þórður Kárason, framkvæmda­ stjóri Papco. Hann segir að leikurinn hafi slegið í gegn. ,,Eldhús- og sal­ ernispappír er með því mikilvægasta á hvert heimili og nú á fólk auk þess möguleika á að vinna flotta vinn­ inga.“ Á meðal vinninga má nefna DC snjóbrettapakka (bretti, bindingar og skór), Freyr og Freyja Cintamani

Alls konar pakkar ❄ ❄ ❄ ❄ ❄

Mjúkir pakkar Harðir pakkar Kringlóttir pakkar Stórir pakkar Litlir pakkar

Þú færð jólwagjöfina þína í Kitty & co. Sendum í póstkröfu og erum á Facebook

Kitty & co. Hafnarstræti 106 600 Akureyri Sími 462 1636

úlpur, fullorðins, barna- og ung­ lingaskíðapakka, Underarmour nær­ föt, árskort í Bláfjöll og Hlíðarfjall á Akureyri, Hamax snjósleða, flotta útivistarbakpoka, jólahreingern­ ingarpakka sem og þoturassa og pappírspakka frá Papco. ,,Við höfum einnig látið jafnvirði einnar seldrar rúllu í hverjum pakka renna til Mæðrastyrksnefndar og Fjöl­ skylduhjálpar Íslands og þannig styrkt þá sem minna mega sín. Ég vil hvetja sem flest fyrirtæki og stofnanir að láta gott af sér leiða fyrir jólin og styrkja þá sem þurfa á stuðningi að halda,“ segir Þórður.

undir íslenskan iðnað sem er mjög jákvætt. Fyrirtækið hefur rutt sér til rúms á stórnotendamarkaði og aukið vöruvalið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna,“ segir Þórður. Samhliða jólaleiknum á neyt­ endamarkaði hefur Papco verið með skemmtilegan leik á meðal fyrirtækja sem hefur mælst vel fyrir og þátttaka verið mjög góð. Fyrirtækið hefur farið ótroðnar slóðir í markaðssetn­ ingu, m.a. á netinu og orðið vel ágengt eins og Facebook-síða þess ber vitni um. „Það eru alltaf tækifæri á markaði. Maður þarf bara að koma auga á þau,“ segir Þórður Kárason.

Með verslun og söluskrifstofu á Akureyri Papco opnaði verslun og söluskrif­ stofu í Sjafnarhúsinu á Akureyri fyrir tveimur árum. Fjórir starfs­ menn starfa hjá Papco á Akureyri en í heildina starfa nú rúmlega 30 manns hjá fyrirtækinu við fram­ leiðslu, sölu og þjónustu á hrein­ lætispappír og hreinsefnum. „Markmiðið með opnun versl­ unar og söluskrifstofu á Akureyri var að sinna betur fyrirtækjum og sveita­ félögum um allt Norðurland sem eru í viðskiptum við okkur. Við höfum með þessu aukið þjónustu­ stigið til muna og viljum vera í meiri nálægð við markaðinn og okkar við­ skiptavini. Það hefur tekist mjög vel enda eru mikil tækifæri fyrir norðan,“ segir Þórður en hann bjó á Akureyri um áratuga skeið. Hann segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á gæði og stöðuga vöruþróun til að mæta ströngustu kröfum markaðarins. „Papco ýtir

papco.is

Þórður og hans fólk í Papco er komið í jólagírinn. upplifðu

á Akureyri

NORÐURJÓL með norðlensku tónlistarfólki Norðurjól eru sér norðlenskir jólatónleikar þar sem tónlistin er höfð í fyrirrúmi. Á tónleikunum koma fram afburða tónlistarmenn af svæðinu og flytja þekktar jólaperlur. Allir eiga þeir rætur að rekja til Norðurlands, hvort sem það eru söngvarar eða hljóðfæraleikarar. Tónleikarnir verða í menningarhúsinu Hofi þann 8. desember kl. 20. Meðal þeirra sem koma fram eru Óskar Pétursson, Helena Eyjólfsdóttir, Matthías Matthíasson, Lísebet Hauksdóttir, Marína Ósk Þórólfsdóttir og Rúnar Eff. Hljómsveitarstjóri er Hallgrímur Jónas Ómarsson.

Ullarfatnaður í miklu úrvali!

Hlýjar jólagjafir á alla ölskylduna!

www.janus.no


AKUREYRI // Jól 2012 | 49

Imperial með jólafötin fyrir alla aldurshópa „Vínrautt er mjög vinsæll litur í bæði kven- og karlmannafatnaðnum nú fyrr jólin en annars er talsverð litadýrð og fjölbreytni einkennandi,“ segja þau Anna Freyja Guðmunds­ dóttir og Heiðar Þór Aðalsteinsson í tískuversluninni Imperial á Glerár­ torgi. Og það er óhætt að taka undir þau orð afgreiðslufólksins að úrvalið sé mikið í fatnaði fyrir bæði kyn. Fjölbreytileiki í bæði hönnun, efnum og litum. „Imperal er verslun fyrir alla ald­ urshópa. Viðskiptavinirnir eru allt frá ungu fólki og uppúr,“ segja þau en jólaverslunin er komin á fullan skrið. „Við fundum greinilega um liðna helgi að það voru margir í verslunarerindum á Akureyri. Fólk er mikið að skoða, margir ákveða sig og kaupa strax en aðrir bera saman og koma síðan aftur til að ljúka fata­ kaupunum. Við státum af því í Im­ perial að vera með mikið úrval af fatnaði og að sjálfsögðu gott verð. Þessir þættir eru lykilatriði, ásamt góðri þjónustu við viðskiptavinina,“ segir Anna Freyja.

„Við höfum mikla breidd í kven­ fatnaðinum og mikið litaúrval. Þessi jólin verður mikið um gyllt skraut í fatnaðinum, pallíettur og alls kyns fínerí. Líflegur fatnaður fyrir döm­ urnar,“ segir hún en þó mikið úrval sé hjá Imperial þá segja að úrvalið eigi enn eftir að aukast á aðvent­ unni. „Þetta verða að vanda erilsamar vikur fram til jóla en jafnframt mjög skemmtilegur tími.“

Anna Freyja Guðmundsdóttir og Heiðar Þór Aðalsteinsson, afgreiðslufólk í Imperial á Glerártorgi segja jólaverslunina komna á fulla ferð.

Allt í jólaklæðnaðinn Imperial jók verslunarrými sitt um­ talsvert á Glerártorgi fyrir rösku ári og við það jókst úrvalið bæði í kvenog karlmannafötunum. Heiðar Þór segir street tískuna sígilda í karla­ mannafötunum. „Já, streetklæðnaðurinn er mjög vinsæll hjá okkur og vínrauði liturinn er líka áberandi í karlmannafötunum. Við státum af miklu úrvali í hettu­ peysum sem alltaf halda vinsældum sínum í fatatískunni. Síðan erum við með mikið af vönduðum og góðum buxum, skyrtum og jökkum – allt í jólaklæðnaðinn á herrann,“ segir Heiðar Þór og undir það tekur Anna Freyja hvað konurnar varðar.

Hvenær kaupir þú jólagjöf makans?

Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV á Norðurlandi

„Ég reyni að klára kaupin tímalega, það er hinsvegar meira mál að ákveða hvað ég á að gefa henni. Það er ekki ennþá komið á hreint og ég vil helst ekki að hún biðji um eitthvað í jólagjöf. Gjafir eiga að koma á óvart og vekja óvænta ánægju. Þetta er alltaf mikill hausverkur, það er margt í boði og konan á margt. Ég reyni nú samt að vera frumlegur.“

HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI Dálæti sumra á Kofareykta hangikjötinu frá Kjarnafæði virðist engum takmörkunum háð. Það er vissulega skemmtilegt að ljúffengt hangikjötið öðlist þann virðingarsess sem hér má sjá, en auðvitað nýtur það sín betur á matarborðum landsmanna, þar sem það hefur í áranna rás glatt og satt Íslendinga og skapað sannkallaða hátíðar- og jólastemmningu, enda um sérlega bragðgott hangikjöt að ræða. Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er sérvalið fyrsta flokks lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu íslensku reykbragði, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins.


50 | AKUREYRI // Jól 2012

Krem og áburður til jólagjafa Áhugi almennings á að nýta sér lækningajurtir fer sífellt vaxandi og fólk almennt farið að gera sér betur grein fyrir mætti þeirra og virkni en áður var. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir hefur verið í fararbroddi þeirra sem framleiða og markaðssetja slíkar vörur og við spyrjum hana um það nýjasta af hennar vettvangi og hvort hún eigi ekki hugmyndir fyrir fólk í jólapakkana: „Ég er nýbúin að bæta við vöru­ línuna hjá mér en kremin frá mér hafa verið afar vinsæl og auðvitað al­ veg tilvalin í jólapakkana,“ segir Anna Rósa. „Þar má t.d. nefna 24 stunda kremið sem þykir afar raka­ gefandi og nærandi og hentar vel fyrir þurra og þroskaða húð. Handá­ burðurinn er líka tilvalinn með 24 stunda kreminu en hann er sérstak­ lega nærandi og mýkandi fyrir

Vörulínan frá Önnu grasalækni er sífellt að stækka.

þurrar hendur. Slakandi nudd- og húðolía er ný í vörulínunni hjá mér og ég yrði ekki hissa þótt hún yrði vinsæl í pakkana í ár enda hefur henni verið afskaplega vel tekið.“

Burnirótin slær í gegn Anna Rósa segir að Burnirót hafi

komið á markað í haust og eftir­ spurn verið mikil. „Ég hef satt að segja vart haft undan að framleiða hana, svo vinsæl hefur hún verið. Hún þykir mjög góð gegn álagi og stressi og margir eru að taka hana við skammdegisþunglyndi og kvíða. Hún er líka talin góð gegn orkuleysi og getuleysi og eykur einbeitingu og úthald. Mörgum vefjargigtarsjúk­ lingum finnst gott að taka burnirót en hún eykur orku og dregur úr þreytu. Vöðva- og gigtarolían er líka ný hjá mér en hún var þróuð í sam­ starfi við gigtarsjúklinga sem voru hjá mér í ráðgjöf og hefur reynst mjög vel gegn liðverkjum og vöðva­ bólgu.“ Anna Rósa nefnir líka Bólu­ hreinsinn sem var þróaður með stórum hópi unglinga s.l. fjögur ár og segist hún m.a. hafa prófað hann

Ný sending! Hlýleg birta í skammdeginu Mikið úrval - Frábært verð

Anna Rósa grasalæknir segir að krem og áburður sé alltaf vinsælt í jólapakkana.

Ljúfmeti úr lækningajurtum er nýjasta bók Önnu Rósu grasalæknis og Alberts Eiríkssonar matreiðslumanns.

á unglingnum á heimilinu og hans vinum. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð við Bóluhreinsinum frá því hann kom á markað í haust en hann er bæði borinn á bólur og sár og er mjög sótthreinsandi og bólgueyð­ andi.,“ segir Anna Rósa.

Ljúfmeti úr lækningajurtum Á dögunum kom út matreiðslu­ bókin Ljúfmeti úr lækningajurtum

eftir Önnu Rósu og Albert Eiríksson matreiðslumann og þar eru margvís­ legar uppskriftir að kjöt-, fisk- og grænmetisréttum svo og að súpum og eftirréttum. Anna Rósa gaf út einnig út bók í fyrra um íslenskar lækningajurtir sem naut mikilla vin­ sælda. „Hugmyndin með nýju bókinni er að kenna mönnum að nota betur krydd og lækningajurtir, en málið er reyndar það að öll krydd eru lækn­ ingajurtir. Svo bæti ég við í upp­ skriftirnar íslenskum lækninga­ jurtum sem hægt er að tína hér­ lendis,“ segir Anna Rósa. annarosa.is

4.500Kertastjakar frá 700Lampar frá

Steinsmiðja Norðurlands, Glerárgata 36, S: 466 2800 Opið mánud.-fimmtud. kl. 13-18, föstud. kl. 13-17

Allt fyrir börnin í Fífu

9 789935 901644

Gjafabréf eru góð lausn í jólapakkann! 20% afsláttur af öllum vörum nema Simo, Tripptrapp og gjafabréfum í verslun okkar Akureyri föstudaginn 7. desember og laugardaginn 8. desember. Minnum á nýtt kortatímabil.

Við erum með Simo, Maxi-cosi, Quinny, Carena, Stokke, Easywalker, Baby björn og fl. Einnig fatamerkin, Metoo, Pippi, Joha, Iglo, Reima, T2H, og fl.

Kaupvangsstræti 1 | Sími 462 6500 | Erum á Facebook

Jólaréttirnir hans Sigga Hall er kjörin handbók fyrir matreiðsluna um jólin.

Norðlenska hangikjötið í Jólaréttum Sigga Hall „Jú, ég nota einmitt norðlenska hangikjötið í þessari bók en það má segja að til sé þrenns konar hangi­ kjöt á Íslandi, þ.e. norðlenska hang­ kjötið sem er meira reykt og saltað en það sunnlenska og svo höfum við í þriðja lagi sauðakjötið sem margir kjósa,“ segir Siggi Hall sem var að senda frá sér nýja bók um jólaréttina á borðum landsmanna. Segja má að bókin sé í senn uppskrifta- og hand­ bók, fjallað er um dæmigerða jóla­ rétti, gefnar ráðleggingar um mat­ reiðslu á réttunum og meðlætinu og síðast en ekki síst eru þar uppskriftir að mörgu nýju og spennandi. „Ég hef orðið var við að margir eru að leita að ráðleggingum um einföldu hlutina, t.d. hvernig gera skal uppstúf, sjóða jólarauðkálið eða brúna kartöflur, svo dæmi séu tekin. Svör við því má finna í bókinni. Síðan er ég með uppskriftir að mis­ munandi fyllingum fyrir jólakalkún­

inn, mismunandi aðferðum við mat­ reiðslu á hamborgarhryggnum og margt fleira,“ segir Siggi Hall en í bókinni fjallar hann einnig um jóla­ hlaðborðin og gefur innsýn í dæmi­ gerða rétti fyrir jólhlaðborðið í heimahúsum, svo sem síldarrétti, purusteik og fleira. „Jólahlaðborðin færast stöðugt í vöxt og það er gaman fyrir fólk að spreyta sig á að gera rétti sem prýða gott jólahlað­ borð.“ Siggi Hall segir að almennt sé fólk fastheldið á siði í mat um jólin. „Jólunum fylgja hefðir en engu að síður vill fólk svolítið prófa sig áfram með nýjar matreiðsluaðferðir þó hráefnin séu þau sömu. Bókin gefur fólki einmitt hugmyndir til þess en hún nýtist líka hinum sem langar að prófa eitthvað algjörlega nýtt þessi jólin. Þarna er ýmistlegt nýtt og spennandi að finna.“


AKUREYRI // Jól 2012 | 51

Langur líftími RB rúma Fyrirtækið RB Rúm ehf. var stofnað árið 1943 og er því stutt í 70 ára af­ mælið en það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Alla tíð hefur markmiðið verið að uppfylla þarfir viðskiptavinanna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. Fyrirtækið er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrir­ tækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. Birna Ragnarsdóttir fram­ kvæmdastjóri segir að fyrirtækið smíði rúm í öllum stærðum og auk þess sé boðið upp á þá þjónustu að gera við dýnurnar þegar þær slitna. „Einnig getum við breytt stífleika dýnanna og kostar sú breyting ekk­ ert fyrstu 6 mánuðina eftir að þær eru keyptar. Okkar dýnur eru þannig að það er hægt að endurnýja þær, ólíkt flestum öðrum dýnum. Það getur verið allt að helmingi ódýrara að láta endurnýja dýnurnar en að kaupa nýjar,“ segir Birna. Birna segir að RB Rúm hafi mjög sterka markaðshlutdeild meðal hót­ ela og gistiheimila. Hún segir að hótel eitt hafi áður fyrr keypt öll sín rúm frá RB Rúmum en hafi svo á einum tímapunkti ákveðið að kaupa innflutt rúm. „Eftir tvö ár kom hótelstjórinn til mín aftur til að kaupa rúm hjá mér vegna þess að þau innfluttu voru farin að gefa sig.“ Hún segir að líftími rúmanna frá RB Rúmum sé langur miðað við mörg þeirra innfluttu rúma sem eru á boðstólum.

Höfuðstöðvar RB Rúma eru í Hafnarfirði.

upplifðu

Birna Katrín Ragnarsdóttir segir dýnurnar frá RB Rúmum fyrsta flokks, sniðnar að þörfum hvers og eins.

RB rúm hlaut fyrir tveimur árum alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og mark­ aðssetningu. „Við leggjum mikið uppúr því að þjónusta viðskiptavini og viljum að fólk fái hjá okkur bæði sterkari og endingabetri vöru en fæst annarsstaðar.“ Norðan heiða er hægt að kaupa vörur frá RB Rúmum í Vörubæ á Akureyri. rbrum.is

á Akureyri

KK og Ellen með jólatónleika í Hofi

RB Rúm fást í Vörubæ á Akureyri.

Aðventutónleikar KK og Ellenar hafa verið einn af ómissandi og föstu liðunum í aðdraganda jóla. Í mörg ár hafa þau haldið hefðina og komið saman, ýmist þau tvö eða ásamt hljómsveit sem spilað hefur með þeim. Þann 13. desember kl. 19:30 verða tónleikar þeirra í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ásamt þeim koma fram gestasöngvar og hljómsveit skipuð þeim Eyþóri Gunnarssyni á píanó og hljómborð, Valdimar Kolbeini á bassa, gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Flutt verða mörg ástsælustu jólalög þjóðárinar í bland við eigin lög listamannanna.

Allt fyrir golfarann Allt sem veiðimaðurinn þarf

útivistarfatnaður og skór

útivistarverslun Kaupvangsstræti 4 600 Akureyri Sími 461-1516 Fax 461-2627


52 | AKUREYRI // Jól 2012

Þórhallur Jónsson áhugaljósmyndari í Pedromyndum:

Ný bók um stafræna ljósmyndun og vinsæl ljómyndanámskeið Þórhallur Jónsson, áhugaljósmynd­ ari og eigandi Pedromynda á Akur­ eyri gaf nú í haust út nýja handbók fyrir áhugaljósmyndara sem ber heitið Stafræn ljósmyndun á Canon EOS Digital. Þetta er önnur útgáfa þessarar vinsælu bókar og nú er Ca­ non EOS 600D lögð til grundvallar og farið í stillingar þeirra véla og um leið nýtist bókin fyrir margar aðrar gerðir Canon EOS vélanna. Þór­ hallur segir að bókin hafi þegar selst í hunduðum eintaka á fyrstu vik­ unum en fyrri útgáfa bókarinnar seldist í þúsundum eintaka.

Grunnatriðin útskýrð á skiljanlegan hátt „Þetta er til marks um hversu al­ gengt er að fólk eigi öflugar vélar á borð við Canon EOS vélarnar og að ljósmyndun er í mikilli sókn. Þó svo að ég fjalli eingöngu um stillingar þeirra í bókinni þá nýtist hún engu að síður eigendum annarra staf­

Fyrr í haust kom út ný útgáfa bókar Þórhalls um ljósmyndun á stafrænu Canon EOS vélarnar.

Þórhallur Jónsson, áhugaljósmyndari og eigandi Pedromynda.

Áhugasamir nemendur á námskeiði hjá Þórhalli í notkun Canon EOS stafrænu vélanna.

rænna myndavéla. Tilgangur minn með bókinni er að lesendur geti á skiljanlegan hátt fræðst um þessar grunnstillingar sem þarf að hafa í huga í ljósmyndun. Það er með

myndavélarnar eins og önnur tæki að lykilatriði er að kunna á þær til að hafa sem mest og best not af þeim,“ segir Þórhallur en hann segir tvö mikilvægustu atriði við mynda­

töku að stilla ljóshitann (White ball­ ance) og ljósnæmið (ISO). „Alengast er hjá fólki að þessar stillingar séu ekki réttar og þá verður árangurinn hvergi nærri eins og góður og hann gæti verið. En síðan eru mörg önnur grunnatriði sem ég útskýri í bókinni og gef síðan not­ endum hennar innsýn í góða mynd­ uppbyggingu og margt fleira,“ segir Þórhallur en bókin er seld hjá Pedromyndum á Akureyri og Ný­ herja í Reykjavík. Bókin er 150 síður að stærð, í A-5 broti og því til­ valið er að hafa hana í ljósmynda­ töskunni þegar farið er út að mynda.

ina sem kennslugagn á ljósmynda­ námskeiðum sem hann hefur haldið undanfarin ár hjá Pedromyndum og Nýherja. Mikil aðsókn hefur verið að námskeiðunum og ekkert lát á. „Þessi námskeið eru keyrð á einum degi og þar fer ég yfir allt sem er í bókinni. Ég veit að nemendur á námskeiðunum hafa fengið mikið út úr þeim og bætt þann grunn sem byggja þarf á til að taka betri myndir. Sem er einmitt tilgangurinn því góðar myndir gleðja,“ segir Þór­ hallur en hægt er að bóka hjá Pedro­ myndum og Nýherja á næstu nám­ skeið sem haldin verða í janúar.

Fólk þyrpist á ljósmyndanámskeið Upphaflega skrifaði Þórhallur bók­

pedromyndir.is

MÁN.-FIM.

11-18 FÖS. 11-19 LAU. 11-18

upplifðu

á Akureyri

Jólasöngur í Gilinu

Breytt og bætt Vínbúð á Akureyri

Að kvöldi 21. desember er ætlunin að efna til almenns fjöldasöngs á jólalögum í Gilinu á Akureyri. „Ég er mikið jólabarn og hef lengi gengið með þessa hugmynd í maganum. Að við Akureyringar söfnumst saman fyrir jólin og syngjum jólalög,“ segir Gestur Einar Jónasson, leikari og innfæddur Akureyringur. Hann segist hafa ákveðið að láta á reyna hvort hugmyndin sé framkvæmanleg og hefur fengið góðar viðtökur við ósk um stuðning við verkefnið. „Hugmyndin er að vera með svið á hinu margfræga „kaupfélagshorni“, eins og við Akureyr-

Vínbúðinni á Akureyri var nýverið breytt til hins betra. Við erum stolt af meira vöruúrvali en tegundum okkar hefur fjölgað um þriðjung. Við bjóðum ykkur innilega velkomin í glæsilega verslun.

vinbudin.is

ingar þekkjum það, og síðan verður fólk í Gilinu og syngur. Eyþór Ingi, organisti Akureyrarkirkju, ætlar að annast undirleik og síðan fáum við forsöngvara til að leiða sönginn á sviðinu. Fyrst og fremst er þetta hugsað til að við eigum saman góða jólastund með fjölskyldunum, eitthvað sem allir geta tekið þátt í,“ segir Gestur Einar. Tímasetning er ekki endanlega ákveðin en verður auglýst er nær dregur, jafnframt því sem hægt verður að sjá hana í dagskrá aðventuævintýrisins á vefnum.

visitakueyri.is

Jólalegir strætisvagnar Tveir af strætisvögnum Akureyraringa voru klæddir sannkölluðum jólabúningi nú í upphafi aðventunnar og aka sínar hefðbundnu leiðir, skreyttir og prýddir ljósum í desember. Þessi hugmynd kviknaði í tengslum við Aðventuævintýrið á

Akureyri og bauðst Húsasmiðjan til samstarfs um skreytingar á vagnana. Þeir sem bregða sér bæjarleið með strætó á Akureyri ættu því að eiga nokkuð auðvelt með að komast í jólaskap.


AKUREYRI // Jól 2012 | 53

Nostalgían við völd í Ketilhúsinu til jóla:

Þeir voru einu sinni frægir!

Leiðir þeirra félaga Gests Einars Jónassonar, Þráins Karlssonar og Aðalsteins Bergdal liggja í verkinu sem nú er sýnt í Ketilhúsinu fyrir tilviljun saman á Kanarí­eyjum af öllum stöðum heims. Og ekki er laust við að ýmislegt kúnstugt komi við sögu þegar þeir hittast.

Hér eru þeir Þráinn og Gestur Einar við tökur á kvikmyndinni Stellu í orlofi, einu af mörgum verkefnum sem þeir hafa unnið saman í.

Þeir voru einu sinni frægir! Eða hvað? Eru þeir ekki bara ennþá býsna frægir leikararnir og félagarnir Þráinn Karlsson, Aðalsteinn Bergdal og Gestur Einar Jónasson sem enn á ný eru saman á leiksviðinu á Akur­ eyri þessar vikurnar? Titillinn verks­ ins er einmitt „Ég var einu sinni frægur“ en leiksviðið er Ketilhúsið. Leikstjóri og höfundur verksins er Jón Gunnar Þórðarson sem fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að flétta saman leikhúsverki þar sem þeir fé­ lagar leika sjálfa sig. „Nei, blessaður vertu. Ég hef ekki fyrr á ferlinum verið Þráinn Karls­ son á sviði. Það er óneitanlega svo­

lítið öðruvísi. Og skemmtilegt,“ segir Þráinn um sýninguna sem frumsýnd var þann 23. nóvember. Eins og vera ber þykir ekki ráðlegt að upplýsa of mikið um innihald verksins en Þráinn upplýsir þó að í verkinu láti höfundur leiðir þeirra þriggja liggja af tilviljun saman á Kanaríeyjum þar sem Gestur Einar er fararstjóri, Aðalsteinn Bergdal staddur þar ytra sem skemmtikraftur og Þráinn í ferð eldri borgara frá Akureyri. Hittast þá félagarnir þrír sem marga fjöruna hafa sopið á leik­ sviði á Akureyri og víðar. Og þá fara hjólin að snúast og ýmislegt kunnuglegt kemur við sögu fyrir þá sem fylgst hafa með leikferli þre­ menninganna gegnum árin. Enda hafa þeir verið saman í mörgum leiksýningum síðustu áratugi, voru allir ráðnir til Leikfélags Akureyrar þegar atvinnuleikhús var stofnað á Akureyri en höfðu allmörgum árum áður verið saman í sýningu í fyrsta sinn.

Segjum varla vingjarnlegt orð hvor um annan! „Við förum auðvitað eitthvað að kíta og rakka hvorn annan niður. Segjum varla vingjarnleg orð hvor

um annan heilu kaflana í sýning­ unni,“ segir Þráinn og hlær dátt. Og upplýsir um leið að það hafi þeir einmitt gert mikið af á undirbún­ ingstímanum. Að hlæja! „Jón Gunnar hitti okkur í byrjun og þá var eitt og annað rifjað upp. Svo vann hann grind að sýningunni, síðan handrit og svo fórum við að vinna sýninguna. En hún hefur mikið breyst frá upphaflega handrit­ inu. Það þýðir að minnsta kosti ekk­ ert fyrir mig að rétta henni Rögnu minni handritið til að hlýða mér yfir,“ segir Þráinn kíminn. Sýningin er um 75 mínútur að lengd og er t.d. hugsuð sem upptaktur fyrir þá sem eru að gera sér glaðan dag í að­ draganda jóla, eru á leið á jólahlað­ borð eða eitthvað slíkt. „Sýningin byrjar kl. 19 og við leikum þetta í gegn án þess að taka hlé,“ og svar Þráins er einfalt við þeirri spurningu hvort hláturtaugarnar verði kitlaðar þessar 75 mínútur. „Já, ég hef ekki heyrt betur á þessum fyrstu sýn­ ingum. Sýningin lengist reyndar jafnóðum út af hláturgusum,“ segir hann. Semsagt; nostalgíukast og kátína í Ketilhúsinu til jóla!

KOMDU Í HEIMSÓKN! 14.900 kr.

ZEKLER 412 D GEFÐU BÓNDANUM SKOTHLÍFAR Í JÓLAPAKKANN

COMET SKURÐAR- OG SLÍPISKÍFUR

GUIDE 762

RÚLLUVÍR, 0,8 OG 1,0 MM

HSS, COBALT OG NIÐURRENNDIR BORAR

BOLTAR, SKRÚFUR OG FESTINGAVÖRUR

Tilboðsverð: 6.700 kr.

Gott úrval

Mikið úrval

Kynningarverð: 14.900 kr.

Verð: 770 kr.

Cat. 2

EN 388 2231

Sveigjanleiki Ending

6.700 kr.

®

5.900 kr.

SKRÚFJÁRNASETT TORX MD906N1

Tilboðsverð:5.900 kr.

15.900 kr.

2.450 kr.

RENNIMÁL 150 MM WEZU

Tilboðsverð: 2.450 kr.

ÁLFHELLA 12-14, HAFNARFIRÐI s: 533 5700

SKÓR SV. STÁLTÁ GRI-SPORT

Verð: 15.900 ÁRSTÍG 6, AKUREYRI S: kr. 460 1500

FRÁBÆRT VÖRUÚRVAL - VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN!

Ferro Zink hf. l www.ferrozink.is l ferrozink@ferrozink.is Árstíg 6 l 600 Akureyri l sími 460 1500 Álfhellu 12-14 l 220 Hafnarfjörður • sími 533 5700


54 | AKUREYRI // Jól 2012

upplifðu

á Akureyri

Akureyrarkirkja.

Glerárkirkja.

FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER

Menningarhúsið Hof kl. 20. Tónleikarnir „Norðurjól“. Norðlenskir jólatónleikar þar sem tónlistin er í fyrirrúmi. Meðal þeirra sem koma fram eru: Óskar Pétursson, Helena Marín Eyjólfsdóttir, Matthías Matthíasson, Lísbet Hauksdóttir, Marína Ósk Þórólfsdóttir og Rúnar Eff. Hljómsveitarstjóri: Hallgrímur Jónas Ómarsson.

Kertakvöld í miðbænum kl. 19-22. Verslun og þjónusta í miðbænum býður upp á huggulega stemningu, ljósin slökkt og kertaljósin taka yfir í huggulegu andrúmslofti aðventunnar. Ketilhús kl. 19. Gamanleikurinn „Ég var einu sinni frægur“ sýndur í Ketilhúsinu. Stórleikararnir Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson stíga á svið undir leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar.

Menningarhúsið Hof.

FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER Menningarhúsið Hof kl. 20.30. Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens. Græni hatturinn kl. 22. Tónleikar með Jóni Jónssyni. Jólasöngur í Gilinu. Almennur jólasöngur. Tímasetning auglýst síðar. Sjá www. vistiakureyri.is

Græni hatturinn kl. 20 og 23. Tónleikar með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar.

LAUGARDAGUR 22. DESEMBER

Græni hatturinn kl. 21. Útgáfutónleikar Ómars Guðjónssonar.

SUNNUDAGUR 9. DESEMBER

Eikarbáturinn Húni II kl. 10-12. Húnakaffi.

Leikfélag Akureyrar kl. 14 og 16. Jólaleikritið „Ef ég væri jólasveinn“.

Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi kl. 14-16. Jólagjafir liðins tíma.

FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER

Aðventan í Hrísey. Jólabíósýning í Sæborg kl. 16 og jólamarkaður í Gallerí Perlu kl. 14-17.

Akureyrarkirkja kl. 21. Tónleikarnir „Jólin alls staðar“. Flytjendur eru Regína Ósk, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðný Árný og Jogvan, ásamt hljómsveit og barnakórum. Menningarhúsið Hof kl. 19. „Jólin okkar“. Heimilislegir jólatónleikar. Flytjendur færa okkur sín uppáhalds jólalög, allt klassískar perlur á íslenskum heimilum. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Flytjendur: Raggi Bjarna, Pálmi Gunnarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Barnakór Akureyrarkirkju. Ketilhús kl. 19. Gamanleikurinn „Ég var einu sinni frægur“. Borgarbíó kl. 18. Opnun Evrópskrar kvikmyndahátíðar sem er í samstarfi við Bíó Paradís og Evrópustofu. Græni hatturinn kl. 22. Tónleikar með Dúkkulísunum.

LAUGARDAGUR 8. DESEMBER Eikarbáturinn Húni II kl. 10-12. Húnakaffi. Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi kl. 14-16. Jólagjafir liðins tíma. Aðventan í Hrísey. Helgistund í Hríseyjarkirkju kl. 18:00 þar sem kveikt verður á leiðalýsingunni í kirkjugarðinum. Þá mun veitingahúsið Brekka halda glæsilegt jólahlaðborð frá kl. 20:00. Opið hús og jólamarkaður Grasrótar að Hjalt­eyrargötu 20 kl. 12-18. Penninn kl. 15. Jólasveinarnir á svölunum. Ketilhús kl. 19. Gamanleikurinn „Ég var einu sinni frægur“.

Jól í göngugötunni.

Akureyrarkirkja kl. 20. Tónleikar kammerkórsins Hymnodiu.

LAUGARDAGUR 15. DESEMBER

Græni hatturinn kl. 20. Tónleikar með Hjaltalín.

MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER

Eikarbáturinn Húni II kl. 10-12. Húnakaffi.

Akureyrarkirkja kl. 20. Styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans. Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt fleiri listamönnum.

Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi kl. 14-16. Jólagjafir liðins tíma.

****

Leikfélag Akureyrar kl. 13 og 15. „Ævintýrið um Augastein“ í samstarfi við leikhópinn Á Senunni.

Eftirfarandi sýningar eru opnar í jólamánuðinum:

FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER

Aðventan í Hrísey kl. 14. Jólastund í húsi Hákarla Jörundar en þar verður m.a. upplestur, söngur og huggulegheit.

Amtsbókasafnið. Sýning á afmæliskortum sem Akureyrarbæ bárust í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins í ár.

Bakgarðurinn Hólabraut 13. Dagur heilagrar Lúsíu í Bakgarði „tante Gréthe“. Bæjarbúum og gestum er boðið í glögg, góðgæti og hlýlega stemningu á norrænum nótum í tilefni dagsins.

Ketilhús kl. 19. Gamanleikurinn „Ég var einu sinni frægur“.

Flóra, Hafnarstræti 90. Drósir og draumar, sýning Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur á textílverkum og skarti úr hráefnum úr ýmsum áttum.

Menningarhúsið Hof kl. 19:30. Jólatónleikar KK og Ellenar. Þau munu ásamt nokkrum af landsins bestu hljóðfæraleikurum og gestasöngvurum flytja mörg okkar ástsælustu jólalög í bland við eigin lög. Gestir þeirra systkina verða Mugison, Magnús Eiríksson, Elín Ey og Pikknikk.

SUNNUDAGUR 16. DESEMBER

Ketilhús kl. 19. Gamanleikurinn „Ég var einu sinni frægur“.

Græni hatturinn kl. 21. Tónleikar með Skúla mennska og Þungri byrði.

FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER Ketilhús kl. 19. Gamanleikurinn „Ég var einu sinni frægur“. Græni hatturinn kl. 22. Tónleikar með Magna.

Menningarhúsið Hof. Þrennir tónleikar Frostrósa. Sjá www.menningarhus.is.

Akureyrarkirkja kl. 11. Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju, yngri Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Aðventan í Hrísey kl. 14-17. Jólamarkaður í Galleríi Perlu.

Mjólkurbúðin í Listagilinu. Gersemar, leirlistasýning Hafdísar Brands. Sýningunni lýkur 16. des. Listasafn Akureyrar. Grafík og Bókverk. Sjónlistamiðstöðin sýnir verk listakonunnar Rögnu Hermannsdóttur.

Akureyrarkirkja kl. 17 og 20. Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju.

Ketilhúsið. Ljósmyndasýningarnar Aðventa á fjöllum og Ferðalangar á fjöllum. Ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar og konu hans Þóru Hrannar Njálsdóttur. Sigurjón verður með leiðsögn um sýningarnar 16. desember kl 15.

FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER

Heimild og nánari upplýsingar um dagskrárliði

Glerárkirkja kl. 16 Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju.

Akureyrarkirkja kl. 20. Orgeltónleikar Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur organista. Græni hatturinn kl. 21. Tónleikar með Þórunni Lár. og félögum.

Aðventuævintýris á Akureyri: www.visitakureyri.is


AKUREYRI // J贸l 2012 | 55


JÓLAGJAFABRÉF HÓ HÓ HÓ HÉR KemuR JÓLi

bré Fullorðins

f:

r 1 7 .9 0 0 k Barnabréf

FLuGFeLAG.is

:

9 .0 0 0 k

.

r.

Jólagjöfin í ár, bókanleg á flugfelag.is

FARsímAveFuR: m.flugfelag.is FLuGFÉLAG ísLAnds mæLiR með því að faðma ætting ja og vini sem oftast — sérstaklega um hátíðarnar. Jólag jafabréfið er einmitt rétta g jöfin fyrir þá sem þú vilt sjá oftar og líka fyrir þá sem hafa gaman af því að ferðast. Gefðu þeim sem þú elskar vængi og dekraðu síðan við þá með kakói, piparkökum, mandarínum og safaríkum sögum. Bókun á jólapakka skal fara fram í síðasta lagi 28. feb. 2013. Ferðatímabil jólapakka er frá 5. jan. – 31. maí 2013 Frá 1. júní – 1. des. 2013 gildir jólapakkinn sem inneign uppí önnur farg jöld. Nánari skilmálar á www.flugfelag.is *Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. * * Verð fyrir börn 2-11 ára er 9.000 kr.

vinGumst: facebook.com/flugfelag.islands

Akureyri  

Kynningarblað um verslun, menningu og þjónustu á Akureyri - des 2012.