Page 1

Sumar 2011

Velkomin norður Eflum norðlenska verslun

Sumar á Glerártorgi Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is | Opnunartímar: Mán.–fös. 10–18.30, lau. 10–17, sun. 13–17 | Opnunartímar Nettó: Mán.–fös. 10–19, lau. 10–18, sun. 12–18


2 | AKUREYRI

Skemmtilegt sumar fyrir norðan Ævintýri og höfuðföt!

Að vanda verður mikið um að vera í sumar á Norðurlandi, menningarviðburðir, bæjarhátíðir, íþróttamót og þannig mætti áfram telja. Listinn er ekki tæmandi en gefur vísbendingar um skemmtilegt sumar fyrir norðan. Góða skemmtun í sumar!

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður á Akureyri um Verslunarmannahelgina og stýrir Skúli Gautason henni að þessu sinni. Ævintýralegheit og höfuðföt verða meðal einkenna hátíðarinnar en í dagskrá hennar verða gamalkunnir dagskrárliðir á borð við Kirkjutröppuhlaup, Óskalög í Akureyrarkirkju, Dynheimaball og unglingadansleik í KA heimilinu. Á meðal skemmtikrafta verða Akureyrarhljómsveitirnar Hvanndalsbræður og Bravó, Hjálmar, Páll Óskar, Dikta og Helgi Björnsson með sveit sinni Síðan skein sól.

26.júní -3 júlí Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði 29. júní - 2. júlí N1 mót KA, Akureyri 1.-2. júlí

Pollamót Þórs, Akureyri,

1.-2. júlí

Blúshátíð á Ólafsfirði

6.-10. júlí

Þjóðlagahátíð á Siglufirði

9. júlí

Glerárdalshringurinn

10. júlí

Íslenski safnadagurinn

12. - 17. júlí

Kátir dagar í Langanesbyggð

16. - 19. júlí

Miðaldadagar á Gásum

16.-23. júlí

Sail Húsavík - Norræn strandmenningarhátíð

17.-23. júlí

Strandmenningarhátíð á Siglufirði

21. júlí

Mærudagar á Húsavík

22.-24. júlí

Skagafjarðarrall

28. - 31. júlí

Síldarævintýrið á Siglufirði

29. - 31. júlí

Ein með öllu - Akureyri

5.-8. ágúst

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla

6. ágúst

Fiskidagurinn mikli á Dalvík

12. ágúst

Kántrýhátíð á Skagaströnd

12. ágúst

Hólahátíð

12 ágúst

Berjadagar - tónlistarhátíð í Ólafsfirði

Hápunktur Landsmóts hestamanna um helgina Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði verður formlega sett í dag en keppni hófst á mótinu síðastliðinn sunnudag. Mótið nær hámarki með úrslitum í A-flokki næstkomandi sunnudag og um að gera fyrir hestaáhugafólk að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara.

26. - 27. ágúst Akureyrarvaka 27. sept.

Stóðréttarhátíð - Laufskálarétt

1. & 2. okt.

Sýningin MATUR-INN 2011 - Akureyri

Skoðunarferðir í Hofi Í sumar verður boðið upp á skoðunarferðir í Menningarhúsinu Hofi þar sem farið verður um króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli og búast má við óvæntum uppákomum á leiðinni. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund og fer fram á íslensku eða ensku.

Fjölbreytt dagskrá á Listasumri Listasumar 2011 var sett þann 17. júní og mun það standa þar til á Akureyrarvöku, þann 27. ágúst. Að vanda er dagskrá Listasumars fjölbreytt; listviðburðir, tónleikar, málverkasýningar og alls kyns uppákomur. Allar nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili, www.listagil.akureyri.is

Sumar 2011

Nánar má sjá um viðurði á Akureyri og Norðurlandi á vefsvæðuum www,visitakureyri.is og www. nordurland.is

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu. Textavinnsla: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm), Margrét Þóra Þórsdóttir, Atli Rúnar Halldórssson og Bryndís Nielsen. Forsíðumynd: Fallegur sumardagur í Eyrarlandsveginum á Akureyri. Ljósmynd: Þórhallur/Pedromyndir.

Velkomin norður Eflum norðlenska verslun

Sumar á Glerártorgi

Auglýsingar: Augljós miðlun ehf.

Prentun og dreifing: Prentað í Landsprenti. Dreift með Morgunblaðinu til áskrifenda um allt land. Einnig til allra heimila og fyrirtækja á Akureyri og í nágrenni, fimmtudaginn 30. júni 2011.

Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is | Opnunartímar: Mán.–fös. 10–18.30, lau. 10–17, sun. 13–17 | Opnunartímar Nettó: Mán.–fös. 10–19, lau. 10–18, sun. 12–18

Áskrift pr. kr. tölublað 1.100 og 950 kr. eð ef greitt er m i. rt ko lu ðs ei gr Póstgjald innifalið.

Verð í lausasölu 1.250 kr. 2. tbl. 8. árgangur 2011

T

í

m

a

r

i

t

u

m

ú

t

i

v

i

s

t

o

g

f

e

r

ð

a

l

ö

g

tímarit um útivist og ferðalög Ný Útivera er komin út og fæst hjá Pennanum-Eymundsson, verslunum Hagkaupa og sölustöðum N 1 um land allt

Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara inn á vefsvæðið www.utivera.is, senda beiðni á netfangið utivera@athygli.is eða hafa samband í síma 515 5200. Athygli ehf. | Suðurlandsbraut 30 | 108 Reykjavík | Sími 515 5200 | utivera@athygli.is | www.athygli.is

ISSN 16704282

Hesteyri í Jökulfjörðum // Fjörur og heiðar // Kerlin garfjöll Gaman að leika sér // Ein með Guði // Litríkur seiður Ljósbrot af Grímsvatnagos i // Hinn íslenski ferðamáti


AKUREYRI | 3

opið

AllAn sólarhringinn á Akureyri í sumar


4 | AKUREYRI

Sigríður Huld Jónsdóttir gegnir starfi skólameistara VMA næsta skólaár:

Í mörg horn að líta á stórum vinnustað „Ég hlakka til að takast á við ögrandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, en hún mun taka við stöðu Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara á næsta skólaári í fjarveru hans. Hún hefur verið aðstoðarskólameistari síðastliðin fimm ár og segir því eðlilegt nú þegar hann fer í árs námsleyfi að hún taki við hans starfi. „Starf skólameistara í stórum framhaldsskóla er alltaf krefjandi, hér eru bæði margir kennarar og nemendur og því í mörg horn að líta. Stjórnunarteymið í skólanum er hins vegar öflugt, við höfum unnið náið saman, ég, skólameistari og tveir áfangastjórar þannig að ég veit að hverju ég geng. Við þekkjumst vel, vinnum vel saman og á milli okkar ríkir traust sem er mikilvægt á svo stórum vinnustað,“ segir Sigríður, en hún verður fyrsta konan til að gegna stöðu skólameistara í framhaldsskóla á Akureyri. Sigríður Huld er hjúkrunarfræðingur að mennt, hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi og diplómu í opinberri stjórnsýslu. Hún er fædd og uppalin í Skagafirði og á Sauðárkróki, en hefur undanfarin 18 ár búið á Akureyri, þar sem hún er gift og á þrjú börn.

Skólinn væntanlega fullsetinn Umsóknir um nám við VMA næsta vetur eru fjölmargar og hefur á liðnum vikum verið unnið úr þeim. Sigríður gerir ráð fyrir að skólinn verði fullsetinn á næsta skólaári, nemendur verði um 1350 talsins. „Það hafa margir sótt um og mér sýnist allt stefna í að við náum þeim hámarksnemendafjölda sem við getum með góðu móti tekið við,“ segir hún. Mikil ásókn er í nám í málm- og véltæknigreinum um þessar mundir, en sáralítil aftur á móti í byggingargreinum. Þessi sveifla tengist ástandi á atvinnumarkaði og tækifærum þar en Sigríður segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fækkun nema í byggingariðnaði. Það muni innan fárra ára leiða til skorts á nýliðun í greininni og ef til vill á sama tíma og uppsveifla verður innan hennar á ný. Að öðru leyti segir verðandi skólameistari að allar brautir innan skólans njóti vinsælda, þó einhverjar sveiflur verði á milli ára. Jöfn og stöðug spurn er eftir námi á flestum námsbrautum, „en ég hefði þó viljað sá meiri aukningu á viðskipta- og

hagfræðibraut. Brautskráðir nemendur okkar hafa komið vel út í háskólanámi í þeim greinum og eru ánægðir með þann grunn sem þeir fá hjá okkur,“ segir hún.

Peningamálin eilífðarbarátta Á sama tíma og skólinn stækkar eru fjárveitingar skornar niður og segir Sigríður peningamálin eilífðarbaráttu, en mikil vinna og yfirlega yfir öllum möguleikum til hagræðingar í rekstri hafi skilað þeim árangri að skólinn sé rekinn á núlli. „Það er eðlilegt að skoða alla þætti í rekstri vandlega og leita leiða til að hagræða rekstrinum. Við höfum ævinlega að leiðarljósi að minni fjárveitingar bitni ekki á hagsmunum nemenda, en okkar markmið með hagræðingaraðgerðum er að þær komi ekki niður á nemendum og rýri gæði náms við skólann,“ segir Sigríður. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur nú fengið ISO-9001 gæðavottun á allt nám, það ferli hófst árið 2007 þegar nám í vélstjórn fékk gæðavottun og lauk nú í vor þegar allt nám við skólann (að undanskyldu fjarnámi) hefur fengið áðurnefnda gæðavottun. „Vottunin trygg-

Sigríður Huld Jónsdóttir tekur við starfi skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri á næsta skólaári í námsleyfi Hjalta Jóns Sveinssonar, en hún er fyrsta konan til að gegna stöðu skólameistara við framhaldsskóla á Akureyri.

ir að sú þjónusta og það nám sem nemendur fá hér í skólanum uppfyll-

ir þá staðla sem settir eru samkvæmt þessari gæðavottun,“ segir Sigríður.

www.vma.is

Grenivík:

Nýtt tjaldstæði og þjónustuhús Með nýju tjaldstæði á Greniví eykst þjónusta við tjald- og húsbílaferðalanga til muna á staðnum. Nýja tjaldstæðið verður tekið í notkun í sumar en gamla tjaldstæðið verður þó áfram notað á mestu álagstímum. Á dögunum var einnig lokið við byggingu þjónustuhúss á tjaldstæðinu en sveitarfélagið samdi við fyrirtækið Trégrip ehf. um byggingu þess. „Þetta verður mikil breyting í þjónustu við þá sem vilja sækja okkur heim. Með þjónustuhúsinu fáum við sturtur, fleiri salerni, aðgang að salerni fyrir fatlaða, auk þess að nú getum við boðið rafmagnstengingar fyrir hjólhýsa- og húsbílaeigendur og annað það sem prýðir gott tjaldstæði. Við erum því vel í stakk búin að taka á móti gestum í sumar. Hér hefur gestum á tjaldstæðinu fjölgað jafnt og þétt og því var orðið tímabært að bæta aðstöðuna,“ segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri um þessa framkvæmd.

Nýtt tjaldstæði verður tekið í notkun á Grenivík í sumar.

www.hrim.is

Íslensk hönnun & fleiri skemmtilegar vörur Kíktu við hjá okkur í sumar .... Menningarhúsinu Hofi & Kaupvangsstræti 10 600 Akureyri - tel. 897-0555


AKUREYRI | 5

Sumar á Akureyri! Einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna í sannkallaðri ævintýraferð. Nokkrar staðreyndir um ferðamannabæinn Akureyri: Menning: Fjöldi viðburða og hátíða, skemmtileg söfn og gallerí, tónleikar og óvæntar uppákomur. Afþreying: Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, heilsulindir, kvikmyndahús, skemmtistaðir, keilusalur, gönguferðir, siglingar, reiðtúrar, veiði, óvissuferðir, Grímsey, Hrísey og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Gisting: Hótel, gistiheimili, íbúðir, bústaðir, auk sveitahótela í næsta nágrenni. Matur og drykkur: Úrval kaffihúsa og veitingastaða, matur úr Eyjafirði. Verslun: Fjölbreytt og gott úrval verslana í miðbænum, á Glerártorgi og víðar. Stuttar vegalengdir, frítt í strætó og frítt í bílastæði - munið bílastæðaklukkurnar.

Verið hjartanlega velkomin! www.visitakureyri.is


6 | AKUREYRI

Húni II í víking til Færeyja Hollvinir Húna II taka á sig krók til Færeyja á leið sinni á norræna siglinga- og strandmenningarhátíð á Húsavík í júlí. Þessi glæsilegi eikarbátur liggur við Torfunefsbryggju á Akureyri, sannkölluð bæjarprýði en jafnframt hluti af ferðaþjónustu, menningarlífi og jafnvel fræðslustarfsemi í bænum. Húni siglir með ferðafólk og hópa af ýmsu tilefni, sjöttubekkingar í grunnskólum fá þar uppfræðslu um sjó og sjávarútveg og sjóstangaveiðimenn renna fyrir fisk á Eyjafirði. Húni var smíðaður á Akureyri 1962-’63 og gerður fyrst út frá Skagaströnd og síðan Hornafirði.

Strandmenningarfélag Akureyrar Iðnaðarsafnið á Akureyri eignaðist Húna 2004 og um hann voru stofnuð hollvinasamtök sem sjá um hann og annast bæði rekstur og viðhald. Þorsteinn Pétursson lögreglumaður, Steini Pje, er frumkvöðull að stofnun samtakanna og ötull drifkraftur starfseminnar. Hjörleifur Einarsson, pró-

fessor og formaður auðlindadeildar Háskólans á Akureyri, er formaður stjórnar Hollvina Húna. Hinn 14. maí 2011 var svo stofnað Strandmenningarfélag Akureyrar sem Hollvinir Húna eiga aðild að. Markmið þess er að hefja strandmenningu Akureyringa til þess vegs og virðingar sem hún á skilið með því að beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir skip og báta á Pollinum og vernda og varðveita sögu um strandmenningu. Skúli Gautason, atvinnuog menningarfulltrúi í Hörgárbyggð, er formaður samtakanna.

Húni flaggskip í gestaflotanum Víkur þá sögunni aftur til Færeyja, til Þvereyrar á Suðurey, þar sem safnast saman norrænir og þýskir bátar í sumar. Þeim verður siglt í hópi til Húsavíkur og áhafnirnar nema þar land 16. júlí, daginn sem siglinga- og strandmenningarhátíðin Sail Húsavík verður sett. „Húni II verður stærsti trébátur-

a lee is you

Hjörleifur Einarsson, formaður stjórnar Hollvina Húna og frumkvöðullinn Þorsteinn Pétursson.

inn og flaggskip í þessum flota frá Færeyjum. Við förum tímanlega út og ætlum að gera ögn meira úr ferðinni með því að koma við í Klakksvík og Þórshöfn og bjóða fólki að koma um borð og þiggja veitingar. Þannig styrkjum við tengslin við frændur okkar og vini, Færeyinga,“ segja Hjörleifur og Steini Pje. „Við bjóðum upp á skemmtisiglingu frá Húsavík til Siglufjarðar að morgni 21. júlí og til baka um kvöldið. Leiðsögumaður verður um borð til að segja frá því sem fyrir augu ber á fallegri siglingarleið. Einnig verður dagskrá um borð alla daga og bátur-

inn opinn almenningi. Þetta er framlag Húna til hátíðarinnar á Húsavík.“ Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Húna fari á vefslóðina marinetraffic. com/ais/ og slá inn Huni.II í Go to

vessel til vinstri á síðunni. Einfalt en áhrifaríkt!

www.huni.muna.is

Bjarni Jónsson í úradeildinni. Þeir sem hafa hug á að endurnýja úrið geta valið um margar gerðir.

Sumum liggur á að gifta sig! Giftingar eru alvörumál en geta líka verið hraðmál! Þá reynslu hefur Bjarni Jónsson, úrsmiður og skartgripasali í miðbæ Akureyrar, sem segir hreint ekki óalgengt að inn í verslunina komi fólk sem hafi orðið svo snortið af Akureyri og Eyjafirðinum að sú ákvörðun hafi verið tekin í skyndi að ganga í það heilaga á staðnum. Og það strax. Vísindalegar rannsóknir þarf til að finna skýringar á því hvers vegna giftingarþráin verður svona yfirþyrmandi hjá sumum gestum Akureyrar „en við bregðumst að sjálfsögðu við með hraði þegar fólk biður okkur að hafa hringana tilbúna samdægurs og gerum það,“ segir Bjarni hjá JB úr og skarti. „Sumarið er tími giftinganna og við seljum bæði gull og silfurhringa, sem og auðvitað allt annað skart til brúðargjafa,“ bætir Bjarni við en fá merki eru þess að fólk láti krepputal halda sér frá því að ganga upp að altarinu. Stór hluti þeirra skartgripa sem seldir eru í versluninni er framleiðsla Valdemars Viðarssonar gullsmiðs, en þrátt fyrir miklar verðhækkanr á gulli hafa kaupendur ekki snúið bakinu við skartgripum úr eðalmálminum, „enda er gullið sígilt og á sína föstu aðdáendur hvað sem

verðinu líður,“ segir Bjarni sem jafnframt eigin skartgripaframleiðslu er stór innflutningsaðili á vönduðum skartgripum.

Nú tíðkast að gera við úrin Sala á úrum og ekki síður úraviðgerðir eru annað aðalverkefni Bjarna og starfsmanna hans hjá JB úr og skarti. Nú tíðkast að nýta úrin vel og lengi og viðgerðir eru aftur orðinn snar þáttur í vinnu úrsmiða. „Til okkar koma úr í viðgerð af öllu landinu, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Enda er fólk í Breiðholtinu í Reykjavík litlu lengur að fá úrið sitt úr viðgerð, þótt það sendi það til okkar frekar en fara niður í miðbæ í Reykjavík. Mörgum finnst þetta jafnvel þægilegra því úrið kemur síðan til baka frá okkur í pósti. Einfalt og þægilegt,“ segir úrsmiðurinn og glögglega má sjá á vinnuborði hans að í viðgerð berast bæði nýrri gerðir og svo „gamlir kunningjar“ sem eigendurnir halda mikilli tryggð við. „Staðreyndin er sú að úrsmiðum fer fækkandi og það skýrir líka að til okkar er leitað í vaxandi mæli. Það mættu fleiri leggja þetta fag fyrir sig,“ segir Bjarni Jónsson úrsmiður.


AKUREYRI | 7

VELKOMIN Á ICELANDAIR HÓTEL AKUREYRI SUMAR, VETUR, VOR OG HAUST

Icelandair Hótel hefur opnað notalegt heilsárshótel á Akureyri með góðum veitingastað og frábærri aðstöðu fyrir ferðamenn allt árið. Sérstakt stolt staðarins er fallegur garður þar sem sumarferðalangar jafnt sem skíðafólk getur látið fara vel um sig, pantað sér hressingu og notið lífsins. Verið velkomin á Icelandair Hótel Akureyri allan ársins hring! Nánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 444 4000.

REYKJAVÍK NATURA

KEFLAVÍK

HENGILL

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


8 | AKUREYRI

NATURALIS

Skoðaðu fjölbreytt úrval. Upplifðu og veldu gæði.

Tískuverslun Akureyri Sími 462 6200

jmj_joes_opna_20110626_10x39.indd 1


AKUREYRI | 9

AKUREYRI

Komdu. Við tökum vel á móti þér. Kauptu fötin þín í JMJ og Joe’s.

Herradeild Akureyri Sími 462 3599

6/28/2011 8:32:58 AM


10 | AKUREYRI

Góðar bókanir á nýju Icelandair Hótel Akureyri í sumar:

Ekki síður áhugavert að njóta íslenskrar náttúru að vetri Icelandair Hótel Akureyri var opnað fyrir rétt þremur vikum, í húsi þar sem áður var starfsemi á vegum Háskólans á Akureyri, en gagngerar endurbætur voru gerðar á húsinu á liðnum vetri. Icelandair Hótel Akureyri mun bjóða upp á alls 101 herbergi, 63 herbergi voru tilbúin þann 10. júní 2011, og önnur 38 verða tilbúin þann 1. júní 2012. Á hótelinu er jafnframt glæsilegur veitingasalur og bar, sem og upphituð skíðageymsla með sérstökum inngangi fyrir vetrargesti. Einnig eru áform uppi um byggingu á fallegum hótelgarði í nánustu framtíð. Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri segir að öll herbergi á hótelinu séu björt og með miklu og fallegu útsýni, smekklega innréttuð og rýmið vel nýtt. Það sem gerir herbergin sérstök er að mörg þeirra eru með sturtu og salerni í aðskildum rýmum og kemur það að sögn vel út.

High Tea slær í gegn „Við bjóðum líka upp á mjög aðlaðandi setustofu í gestamóttökunni, þar eru þægilegir sófar og fallegur arinn, sem mikið hefur verið notaður í upphafi sumars, enda fremur kalsalegt út fyrstu dagana í júní,“ segir Sigrún Björk. Í setustofu er boðið upp á það sem kallað er High Tea, að hætti Breta, „en viðtökur hafa verið mjög góðar og ljóst að Akureyringar fagna þessari nýjung. Kokkarnir okkar, Hallgrímur og Níels, hafa verið duglegir undanfarið við að útbúa bakkelsi sem boðið er upp á,“ segir hún. High Tea er þannig samsett að gesturinn fær þriggja hæða kökudisk sem á eru samlokur, ávextir, smákökur og sætabrauð og með er borið fram kaffi eða te. „Ég mæli hiklaust með þessu, það er gaman að setjast niður í góðra vina hópi og njóta veitinga og félagsskapar í fallegu umhverfi,“ segir Sigrún. Hlýlegur veitingastaður með suður-evrópskum blæ Á hótelinu er hlýlegur veitingastaður sem tekur 80 manns í sæti og þaðan er hægt að ganga út á verönd sem er í hásuður og því skjólsæl fyrir norðanáttinni. Matreiðslumennirnir hafa sett saman matseðil þar sem lögð er áhersla á gott norðlenskt hráefni, „sem svo hefur fengið á sig suður-evrópskan blæ. Á honum er m.a. að

Nýtt Icelandair Hótel Akureyri var tekið í notkun nýverið. Þar verða alls 101 herbergi og voru 63 tilbúin á dögunum, en hin verða tekin í gagnið næsta vor.

Þægilegir sófar og fallegur arinn prýða setustofuna.

finna reykta tómatsúpu sem slegið hefur í gegn, en hér er einnig boðið upp á saltfisk, naut og lamb úr Eyjafirðinum, allt rétti sem gestir okkar kunna vel að meta,“ segir Sigrún Björk. Bókanir fyrir sumarið eru góðar, en hótelstjórinn segir að Norðurland og Akureyri fái ítarlega kynningu í vetrarbæklingi Icelandair og Iceland Travel, sem þegar eru komnir út, „og vonandi vekja þær ferðatillögur

Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri.

áhuga ferðamanna á því að heimsækja landið yfir vetrarmánuðina, það er ekki síður áhugavert að njóta íslenskrar náttúru að vetri. Við eigum að vera stolt af því að selja líka myrkrið og kuldann, það er vel þess virði að skoða íslenska náttúru í vetr-

arbúningi. Áhersla verður lögð á veturinn í okkar markaðssetningu, en auðvitað hefur landið upp á svo margt að bjóða allt árið um kring,“ segir Sigrún Björk. www.icelandairhotels.is

Dansandi hnúfubakar og sjóstangveiði „Það sem af er sumri höfum við séð hnúfubakana beint hér fyrir framan Hauganesið og jafnvel innar í firðinum. Við þurfum því ekki að sækja langt til að sjá hvalina. Við bjóðum bæði upp á hvalaskoðun og sjóstöng í þessum ferðum og förum héðan frá Hauganesi kl. 9:30 á hverjum morgni. Það sjást hvalir í 95% okkar ferða,“ segir Árni Halldórsson á Hauganesi sem býður siglingar á eikarbátnum Níelsi Jónssyni EA. Auk þess að bjóða upp á reglubundnar siglingar daglega er hægt að panta bátinn í sérferðir. „Við sjáum hrefnur, hnísur, höfrunga og hnúfubaka. Með árunum höfum við séð hnúfubakinn æ meira

Ekki þarf að fara langt út á Eyjafjörðinn til að heilsa upp á hvalina.

og þeir er skemmtilegur fyrir farþegana og sýna oft miklar kúnstir. Stökkva stundum upp úr sjónum, leggjast á bakið, koma alveg upp að bátnum og þetta er mjög skemmtilegt fyrir ferðamenn að sjá,“ segir Árni en fyrirtæki hans er það elsta í hvalaskoðun á Íslandi. Fyrirtækið hóf að sigla með ferðamenn í sjóstöng árið 1989 og frá árinu 1993 hefur hvalaskoðun einnig verið hluti af ferðunum. Eikarbáturinn Níels Jónsson er gamall fiskibátur sem vel hefur verið haldið við en bátar sem þessir voru algengir í fiskibátaflota Íslendinga á árum áður. Þegar siglt er frá Haugasnesi er haldið á hvalaslóð og síðan gripið í sjóstöng og rennt fyrir fisk. Ferðirnar taka 3-4 klukkustundir. Meðan á þeim stendur er leiðsögn um borð og boðið upp á kaffi, heimabakaðar kleinur og snúða. www.niels.is


AKUREYRI | 11

ALLT FYRIR FERÐALAGIÐ

Á BETRA VERÐI FÁÐU AFSLÁTT AF

40.000 VÖRUM STRAX Í DAG

KJARAKLÚBBUR HÚSASMIÐJUNNAR OG BLÓMAVALS ER NÝR AFSLÁTTARKLÚBBUR SEM VEITIR ÞÉR AFSLÁTT AF NÆR ÖLLUM VÖRUM Í HÚSASMIÐJUNNI OG BLÓMAVALI, RÍFLEGA 40.000 VÖRUR! SKRÁÐU ÞIG Á WWW.HUSA.IS EÐA Í NÆSTU VERSLUN.

www.husa.is


12 | AKUREYRI

Af moldartroðningi á hraðbraut Íbúar í fjölbýli greiða 25.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti fyrir vinnu við innanhúslögn og að tengja íbúð við ljósleiðaranetið í sameign. Átak stjórnvalda, „Allir vinna“, getur lækkað þennan kostnað verulega með því að viðkomandi fær endurgreiddan „vaskinn“ og fær þá einnig frádrátt frá tekjuskattsstofni. En þá gæs er best að grípa strax, átakið er tímabundið! Ljósleiðaratenging fyrir raðhús, parhús og einbýlishús er dýrari: 50.000 til 100.000 krónur á íbúð að meðtöldum virðisaukaskatti. Því skal til haga haldið að þennan stofnkostnað er hægt að greiða niður á þremur árum.

Ljósleiðari bætir og kætir. Margir upplifa miklu skýrari og betri mynd á sjónvarpsskjánum sínum eftir að heimilið kemst í ljósleiðarasamband, að maður nú ekki tali um tölvutenginguna. Breytingunni má líkja við að aka eftir moldartroðningi og komast skyndilega á malbikaða hraðbraut með margar akreinar í hvora átt. Ökuferðin verður allt annað líf; gagnaflutningar í tölvuheimum sömuleiðis. Gott tölvusamband er samt sjaldnast eina ástæðan fyrir því að menn vilja „sjá ljósið“, þ.e. komast í ljósleiðarasamband. Oftar er ekki kemur sjónvarpið þar við sögu líka og kannski enn frekar en tölvan. Einn stærsti kostur ljósleiðarans er nefnilega gagnvirkt sjónvarp. Notandinn getur þá leigt bíómyndir gegnum sjónvarpstækið sitt, haft mörg sjónvörp á heimili þar sem einn heimilismaður horfir á eina sjónvarpsrás og annar á einhverja allt aðra rás í öðru tæki í húsinu. Ljósleiðaratenging er einfaldlega forsenda þess að menn geti gerst áskrifendur að fjölda innlendra og erlendra sjónvarpsstöðva og -rása í háskerpu með fjölda myndlykla samtímis.

Framtíðin er ljós! Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Tengis vinna hörðum höndum að því að leggja ljósleiðarastrengi um Akureyrarbæ og tengja heimili bæjarbúa við þetta magnaða net. Einkennisorð fyrirtækisins eru táknræn: framtíðin er ljós! Raunar vita þeir best, sem nú þegar hafa tengst ljósleiðaranum, að þessi tækni er ekki bara framtíð heldur í hæsta máta nútíð. Og þeir sem á annað borð tengjast ljósleiðara halda sig við hann. Engin dæmi eru um það hjá Tengi að viðskiptavinur í ljósleiðarakerfinu hafi sagt sig frá þjónustunni og farið í „gamla farið“ aftur. Slíkt gerist bara ekki nema viðkomandi flytji úr húsnæðinu og í annað sem ekki er komið í ljósleiðarasamband.

Áhugamenn skrái sig! Aðalatriðið er að þeir, sem áhuga hafa á ljósleiðaratengingu, gefi sig strax fram við Tengi til að ráðamenn þar á bæ fái yfirsýn og geti skipulagt betur verkefnið. Það segir sig líka sjálft að því fleiri notendur ljósleiðara á Akureyri því hraðari útbreiðsla ljósleiðaranetsins í bænum. Áhugamenn um ljósleiðara á Akureyri skulu því drífa sig í að skrá sig á heimasíðu Tengis, tengir.is. Skráningin er án

Ljósleiðari grafinn í jörðu í Giljahverfi á Akureyri. Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis, heilsar upp á Ásmund Guðjónsson, verkstjóra á vettvangi og gröfustjóra.

500 heimili tengd á Akureyri Heimili á Akureyri eru alls um 7.000 talsins, þar hafa um 2000 heimili möguleika á að tengjast ljósleiðara en einungis fjórðungur þeirra hefur þegar tengst eða um 500 heimili. Tengismenn stefna að því að gera um 1.000 heimilum til viðbótar tæknilega mögulegt að tengjast ljósleiðara á Akureyri núna sumarið 2011.

Fyrirtækið leggur strengi á eigin kostnað inn í sameignir fjölbýlishúsa en í raðhús, parhús og einbýlishús er hins vegar lagt eftir pöntun og ráðist í framkvæmdir þegar nægur fjöldi hefur óskað eftir þjónustunni, svo verkefnið sé fjárhagslega viðráðanlegt viðskiptavinunum. Þjónustuna þarf að panta, hún er að vali hvers og eins og því ekki sjálfkrafa á neinn hátt.

skuldbindingar af hálfu viðkomandi þar til framkæmdir við tengingar hefjast. „Við erum að ljósleiðaravæða svo til allt þorpið á Grenivík í sumar og viljum gjarnan ýta við þeim Akureyringum sem hafa hug á að „sjá ljósið“ en koma sér ekki að því að láta frá sér heyra,“ segir Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis, fyrirtækisins sem upphaflega var stofnað af Landsvirkjun, Norðurorku, Orkuveitu Reykjavíkur og Vodafone árið 2002. Gunnar Björn og Netkerfi og tölvur eiga núna um 62% hlut í Tengi og Norðurorka á 38%. Og svo það sé á hreinu þá er Tengir einskonar heildsölufyrirtæki og heldur sig við að leggja ljósleiðaranetið og setja upp búnað, reka það og þjóna því á allan hátt. Viðskiptavinir greiða stofnkostnað og síðan fast mánaðargjald fyrir tenginguna. Síma- og fjölmiðlafyrirtækin keppa síðan um hylli þessara sömu viðskiptavina um það hvar viðkomandi kýs að kaupa aðgang að tölvuog símasambandi eða hvar keypt er áskrift að sjónvarpi. www.tengir.is

Vilko í vexti – súkkulaðidýfa, marengs og rasp – nýjungar frá Vilko á Blönduósi Nýjungarnar streyma frá Vilko á Blönduósi og tók framleiðsluflóran á sig fjölbreyttari mynd í ár. „Við frískuðum upp á útlitið á ýmsum eldri tegundum s.s. vöffluduftinu og pönnukökunum en réðumst líka í framleiðslu á nýjum vörum,“ segir Kári Kárason framkvæmdastjóri. „Nú bjóðum við tvær tegundir af marengsdufti, rasp og súkkulaðidýfu sem líklega er gómsætasta nýjungin okkar.“ Marengsduftið kemur í 420 g pökkum og dugar í tvo botna. Hægt er að velja um bæði skjannahvítan marengs og púðursykurmarengs. „Kökubaksturinn verður varla fyrirferðarminni,“ segir Kári. „Aðeins þarf að bæta við vatni, hræra og baka – eins og raunar allar kökublöndur frá Vilko. Þetta eru handhægar vörur sem henta vel og spara tíma.“ Þá var á árinu líka hafin framleiðsla á gullnu brauðraspi sem hentar vel til steikingar. Kári segir þó alferskustu nýjungina vera súkkulaðidýfu sem leit dagsins ljós fyrir skemmstu. Í 200 g álbakka er gæðasúkkulaði frá Calibaut í Belgíu sem hita má hvort sem er í ofni eða á útigrillinu og nota til að dýfa í ávöxtum, sykurpúðum – eða bara hverju sem

er. „Það er bara spurning um nota hugmyndaflugið – nánast allt smakkast betur þegar búið er að dýfa því í súkkulaði,“ segir Kári. Best er samt að hafa hitann mjög vægan svo súkkulaðið brenni ekki við. Hjá Vilko á Blönduósi er einnig framleitt krydd undir merkjum PRIMA. Þar fóru vörurnar líka í sparifötin á árinu, breytt var um útlit umbúða og bætt við úrvalið. Meðal nýrra meðlima í PRIMA-fjölskyldunni má nefna reykta papriku, chili flögur og heilar kardimmommur. Þá eru væntanleg ný steikar- og grillkrydd með hvítlauk sem ættu að koma sér vel í grilltíðinni. Vart þarf að kynna Vilko fyrir landsmönnum enda fyrirtækið búið að sjá þjóðinni fyrir matvælum og bakkelsi af ýmsu tagi í hálfan mannsaldur. Hjá fyrirtækinu vinna sex manns en það hefur verið starfrækt á Blönduósi síðan 1985. Og með auknu vöruúrvali er fyrirtækið að stækka, eða eins og Kári segir: „Þrátt fyrir aldurinn er Vilko eins og sprækur unglingur sem hefur fjörugt ímyndunarafl og er enn að vaxa!“ www.vilko.is

Súkkulaðiídýfa er meðal nýjunga frá Vilko á Blönduósi.


AKUREYRI | 13


14 | AKUREYRI

Handverkshátíðin verður í 19. sinn í ágúst:

Klóþang verður að skarti „Ég þori að fullyrða að um margt er Handverkshátíðin einstök og vandfundin sýning þar sem á sama gólfi má t.d. finna unga tískuhönnuði selja hönnun sína við hliðina á tréskurðarmeisturum sem verið hafa að í áratugi. Þetta sýnir skemmtilega breidd sem er aðalsmerki hátíðarinnar,“ segir Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Handverkshátíðarinnar sem haldin verður við Hrafnagilsskóla dagana 5.-8. ágúst. Sýningin verður nú haldin í 19. sinn. Eitt dæmi um fjölbreytnina sem sjá má á sýningunni í sumar er skart úr vestfirsku klóþangi sem Kristín Þ. Helgadóttir hefur hannað. Klóþang er að finna í fjörum landsins og talið er að það geti orðið allt að 100 ára gamalt. „Fjöldi umsókna sló öll met og hátíðin verður síst minni en verið hefur. Og ég hef enga ástæðu til annars en ætla að aðsóknin verði mikil, líkt og áður,“ segir Ester en hátíðin fékk á annan tug þúsunda heimsókna í fyrra.

Um 100 sýnendur Á hverju ári bætast nýir sýnendur í hópinn og aðrir hverfa, eins og gengur. Ester segir eftirtektarvert að í umsækjendahópi sýnenda fari karlmönnum fjölgandi. „Þetta eru rennismiðir, útskurðarmeistarar, hnífa- og skartgripasmiðir auk textílhönnuða svo eitthvað sé nefnt. En sem slík sameinar Handverkshátíðin alla strauma og stefnur, allt frá þjóðlegu handverki yfir í nútíma hönnun og efnisnotkun,“ segir Ester og minnir á að ekki aðeins verði hægt að skoða og kaupa framleiðsluvörur handverksfólks á sýningarsvæðinu heldur fylgjast einnig með verklagi handverksmanna við störf sín svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sýnendur verði um 100 á svæðinu. „Það eru félagasamtökin í Eyjafjarðarsveit sem skipta með sér verkum í undirbúningi og framkvæmd

Skart úr vestfirsku klóþangi eftir Kristínu Þ. Helgadóttur.

sýningarinnar og eru með til að skapa einstaklega skemmtilega stemningu á þessari hátíð handverksfólks og handverksunnenda,“ segir Ester. Sýningarsvæðið verður bæði í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla, í skólahúsnæðinu sjálfu og á útisvæði, auk þess sem stórt veitingatjald er á svæðinu. Sýningin verður sett kl. 11:30 föstudaginn 5. ágúst og stendur fram til mánudagsins 8. ágúst. Opið er kl. 12-19 alla fjóra sýningardagana. www.handverkshatid.is

Horft yfir sýningarsvæðið þegar Handverkshátíðin stóð sem hæst síðastliðið sumar.

Ferðafólk hvílist vel á Akureyri RB rúm hafa þjónað Íslendingum í tæpa sjö áratugi, en fyrirtækið framleiðir og selur dýnur og rúm sem henta hverjum og einum. Þjónustan er þó ekki bundin við einstaklinga,

það er að fjárfesta í gæðarúmum sem tryggja ekki bara viðskiptavinum þeirra góðan svefn heldur endast einnig lengi.” Áherslan á gæði vörunnar hefur einnig skilað sér en á liðnum vetri hlaut RB rúm alþjóðleg verðlaun fyrir vandaða framleiðslu, svokölluð International Quality Crown Awards. Þetta eru stór verðlaun en það er bara eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þessi verðlaun ár hvert.

Mikið er framleitt fyrir hótelin þessa dagana, að sögn Birnu Ragnarsdóttur hjá RB rúmum.

heldur tryggir fyrirtækið einnig góðan nætursvefn ótal ferðamanna um land allt. „Að undanförnu höfum við verið önnum kafin við framleiðslu á hundruðum rúma fyrir mörg helstu

gistiheimili og hótel hérlendis. Þar á meðal eru Hótel KEA, Sæluhús Hótel Klettur og Icelandair hótelin,“ segir Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma. „Þeir sem starfa í þessum iðnaði vita hversu mikilvægt

Góð þjónusta og gæðaframleiðsla Birna segir RB rúm leggja mikið upp úr góðri þjónustu, en vörur þeirra er hægt að fá bæði í Vörubæ á Akureyri og í verslun RB rúma í Hafnarfirði. „Við framleiðum dýnuna alfarið að óskum viðskiptavinanna, en þó eru vörur okkar ekki dýrari en erlendar vörur í svipuðum gæðaflokki. Ef fólk er svo ekki sátt við nýju dýnuna, finnst hún of hörð eða of mjúk, þá breytum við henni því að kostnaðarlausu – svo fremi sem það er gert innan 6 mánuða frá kaupum. Við leggjum mikið upp úr því að þjónusta viðskiptavininn og viljum að fólk fari héðan ánægt, með sterkari og endingarbetri vöru en fæst annars staðar. Þá viljum við benda þeim á sem eiga dýnu frá okkur, að ef hún er farin að bælast getur þú komið með hana hingað og við yfirfærum hana. Sé áklæðið til að mynda heillegt getum við uppfært dýnuna fyrir lítinn pening. Þetta munar miklu í viðhaldskostnaði á rúmum og er ódýrari og betri kostur en að fjárfesta í nýrri dýnu fyrir tugi þúsunda.“ www.rbrum.is


AKUREYRI | 15

Fríið hefst í Eymundsson! Hvort sem það eru nýjustu tímaritin til að blaða í, bækur að sökkva sér í, ferðahandbækur, spil fyrir fjölskylduna, vandaðar ferðatöskur eða afþreying fyrir börnin þá verður fríið aðeins betra með viðkomu í Eymundsson.

999

VERÐ KRÓN UR

Augnhlíf og púði. Láttu fara vel um þig í fríinu.

1.199 VERÐ KRÓN UR

Áður 1.599

FERÐ ASET T

Skemmtilegt orðaspil fyrir alla fjölskylduna, fer lítið fyrir og er tilvalið í útileguna. Bjóðum upp á mikið úrval af spilum af öllum gerðum.

12.799 VERÐ KRÓN UR

STYK KIÐ

VERÐ KRÓN UR

589

Flottir bakpokar í styttri ferðalögin.

FÖND URPA KKI

799

CRAY OLA VERÐ

HINI R EINU SÖNN U VAXL ITIR

12.999 VERÐ KRÓN UR

Ýmsar gerðir föndurpakka. Afþreying fyrir börnin er nauðsynleg í fríið!

FERÐ ATAS KA

1.585 VERÐ KRÓN UR

3.999

Tilboð gilda til 3. ágúst 2011.

VERÐ KRÓN UR

4.499 VERÐ KRÓN UR

Áður 4.999

Eymundsson.is

Áður 4.480

Ferðahandbækur í miklu úrvali. Kortabækur, gönguleiðir, gullmolar í íslenskri náttúru o.s.frv.

1.895 VERÐ KRÓN UR

1.150 VERÐ KRÓN UR

ÞRAU TABÓ K

VOGU E

Þú færð tímarit sem snúa að þínum áhugamálum í verslunum Eymundsson um land allt!

COSM OPOL ITAN


16 | AKUREYRI

Ferðamannamiðstöð tekin til starfa í gömlu Gránufélagshúsunum:

Þjónusta við erlenda ferðamenn sífellt að aukast - segir Sigurbjörg Níelsdóttir, framkvæmdastjóri FAB Travel „Sumarið leggst vel í mig og ég held að það verði ágætt þegar upp verður staðið, þó svo ferðamannastraumurinn fari hægt af stað,“ segir Sigurbjörg Níelsdóttir, framkvæmdastjóri FAB Travel. Fyrirtækið er til húsa við Strandgötu 49, þar sem Vélsmiðjan var áður en þar er nú búið að koma upp eins konar ferðamannamiðstöð. „Við erum með margvíslega starfsemi, hér er nánast allt til alls fyrir ferðamenn,“ segir Sigurbjörg. Í vesturhluta hússins hefur ITA sett upp ferðamannaverslun sem er meðal annars með íslenskar vörur og á efri hæðinni hafa fjölmargir handverksmenn úr Eyjafirði komið verkum sínum fyrir og bjóða til sölu. Skrifstofur FAB Travel eru einnig á efri hæð. Í austurhluta hússins er kaffihús sem heitir Fuglinn. Þar geta gestir látið fara vel um sig á meðan þeir njóta veitinga. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er staðsett í miðju húsinu en þar er m.a. hægt að bóka í ferðir fyrirtækisins, bílaleigubíla, gistingu, afþreyingu, mat, dekur og annað sem samstarfsaðilar FAB Travel bjóða upp á. Félagið FAB Travel var stofnað árið 2004, hét í fyrstu Sprotrútan ehf. en nafninu var breytt í byrjun síðasta árs þar sem ástæða þótti til að gera nafnið alþjóðlegra, „enda hefur þjónusta okkar við erlenda ferðamenn sífellt verið að aukast,“ segir Sigurbjörg. Nafn félagsins, FAB er stytting á slagorði þess; Free as a Bird, en aðalsmerki fyrirtækisins er sveigjanleiki. „Við erum í samstarfi við um 50 aðra aðila í ferðaþjónustu sem eru um allt Norðurland, en á liðnu hausti fórum við af stað með klasasamstarf í því augnamiði að auka ferðaþjónustu á svæðinu. Þetta eru aðilar með starfsemi á ýmsum sviðum, s.s. um gistiþjónustu, veitingar og afþreyingu af margs konar tagi. Að okkar mati þurfa ferðaþjónustuaðilar að vinna saman og geta á þann hátt eflt þessa starfsgrein. Við höfum líka mikinn áhuga á að auka vetrarferðamennsku á svæðinu og teljum að til þess séu ótal möguleikar og tækifæri,“ segir Sigurbjörg.

Persónuleg þjónusta og sveiganleiki Félagið FAB Travel er að mestu í eigu einnar fjölskyldu sem samhent

vinnur að því að efla starfsemina og auka velgengni fyrirtækisins. Sigurbjörg segir að til framtíðar litið sé stefnt að því að félagið vaxi enn frekar og dafni og verði að 5 árum liðnum að hagkvæmri rekstareiningu. „Vöxtur félagsins byggist að stærstum hluta á aukinni þjónustu við ferðamenn, starfsemin sem í fyrstu var einkum í kringum hópbílaakstur hefur færst nær því að verða að ferðaskrifstofu sem veitir persónulega þjónustu. Ráðgjöf og skipulagning

Sigurbjörg Níelsdóttir, framkvæmdastjóri FAB Travel. Eins konar ferðamannamiðstöð hefur verið komið upp í gömlu Gránufélagshúsunum við Strandgötu. Þar er ferðamannaverslun, upplýsingamiðstöð, handverkssala og skrifstofur FAB Travel auk þess sem kaffihúsið Fuglinn hefur tekið þar til starfa.

ferða fyrir stóra sem smáa hópa, sem sniðin er að þörfum hvers og eins, er nú orðinn stór hluti starfseminnar. Ekkert verkefni er of stórt né of lítið

Talið er að gestir sýningarinnar hafi verið á bilinu 12-14 þúsund þegar hún var haldin fyrir tveimur árum. Aðgangur verður ókeypis í ár, líkt og þá og margt að sjá – og smakka!

fyrir okkur, við gerum okkar besta til að sinna öllum sem til okkar leita, í því felst sveigjanleiki fyrirtækisins,“ segir Sigurbjörg.

www.fabtravel.is

MATUR-INN er vettvangur framleiðenda, smárra sem stórra, til að kynna framleiðslu sína.

Sýningin MATUR-INN 2011 í byrjun október Sýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 1. og 2. október næstkomandi. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði – Local food en síðasta sýning var haldin haustið 2009 og sóttu hana 12-14 þúsund gestir. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin að sér gesti víða að af landinu. MATUR-INN 2011 er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og endurspeglar sýningin norðlenska matarmenningu, hvort heldur er framleiðsla, veitingastarfsemi, matar-

tengd ferðaþjónusta eða verslun. Sýnendur koma víða af Norðurlandi en þrír matvælaklasar eru þar starfandi, þ.e. Matur úr Eyjafirði – Local food, Þingeyska matarbúrið og Matarkistan Skagafjörður. Sýningunni MATUR-INN 2011 er ætlað að endurspegla fjölbreytileika og grósku í þessum félögum, auk þess að vera vettvangur fyrir smáframleiðendur og aðra sem tengjast matarmenningu á einhvern hátt. Líkt og áður er lagt upp úr því að sýningin verði fjölbreytt. Í boði verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og

Verið velkomin í Grýtubakkahrepp og njótið kyrrðar og stórbrotinnar náttúru Frekari upplýsingar eru á www.grenivik.is

félagasamtök, markaðssvæði verður einnig þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna eða hvað annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig skemmtilegar keppnir eða uppákomur sem gestir geta fylgst með og fleira mætti nefna. Í senn verður því um að ræða fróðleik og skemmtun. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Upplýsingar um skráningar eru á heimasíðu Matar úr Eyjafirði – Local food. www.localfood.is


AKUREYRI | 17

Goðakjöt

gott á grillið alla daga Grillkjötið frá Goða er allt frá uppruna meðhöndlað af ástríðu og alúð. Brjóttu upp daginn og grillaðu með Goða – það gleður!

Rauðlaukssulta á grillið fyrir fjóra

PIPAR \ TBWA

SÍA

4 stórir rauðlaukar 100 g sykur 2 msk. grenadin-sýróp 2 msk. borðedik 4% 2 msk. vatn

Vatn, sykur, edik og sýróp soðið saman í potti sem hægt er að setja beint á grillið, þar til það er vel blandað. Þá er laukurinn settur út í og hann soðinn í blöndunni í 7 til 9 mín. Þá er potturinn tekinn af grillinu og látinn standa í 1/2 –1 klukkustund áður en laukurinn er hitaður aftur og borinn fram. Það má líka bera hann fram kaldan. Hentar vel með öllu ljósu kjöti t.d. grís, kálfi og kjúklingi.

Hunang er sætt og seigfljótandi og verður til við breytingar á blómasafa í býflugnabúum. Fyrir utan notkun í matargerð hefur hunang löngum verið notað til lækninga.


18 | AKUREYRI

Með tilkomu endurnýjaðs Skátagils geta Akureyringar bent með stolti á

Gilin þrjú: Búðargil þar sem gamla Akureyri er lifandi komin með sín gömlu hús og anda fortíðar. Listagil þar sem menningin blómstrar í tengslum við lifandi miðbæ. Skátagil náttúruperla í hjarta bæjarins þar sem fólk sækir ró og frið og aðstaða er til samkomuhalds við Hafnarstræti.

Hugmyndavinna og útfærsla: Ingvar Ívarsson, landslagsarkitekt FÍLA, X2 hönnun - skipulag ehf. Hrannar Atli Hauksson, teiknari og nemi í grafískri hönnun. Ingólfur Sverrisson, áhugamaður um velferð Akureyrar. Ragnar Sverrisson, kaupmaður, JMJ Akureyri. Guðmundur Oddur Magnússon – GODDUR, prófessor við Listaháskóla Íslands. Haraldur Sigurðarson, grafískur hönnuður, Naturalis ehf.

rs_skatagil_20110626_10x39.indd 1

• Neðst á myndinni má sjá aðstöðu fyrir skip og báta utan og innan gamla hafnargarðsins. Hof er kjarni þessa svæðis og grænir reitir fyrir ofan og sunnan. Vestan Glerárgötu er Eyrarsund og sunnan þess koma þriggja hæða háar byggingar með skjólgóðu umhverfi í miðju þar sem veitingarstaðir eða önnur þjónusta ætti að geta þrifist í góðu næði. Þarna eru nú bílastæði en gert er ráð fyrir að þau verði færð undir yfirborð jarðar eins og víðast er gert í miðbæjum og kostuð af lóðatekjum. Norðan Eyrarsunds hafa hóteleigendur og ýmis önnur þjónustufyrirtæki sýnt áhuga á að byggja myndarlega undir starfssemi sína en fá ekki viðbrögð við umleitunum sínum vegna þess að nýja deiliskipulagið er um þessar mundir hillufóður á bæjarskrifstofunum. Þess vegna gerist ekkert á þessu svæði og athafnamenn í byggingariðnaði sitja með hendur í skauti. Áfram er svo haldið upp fyrir Skipagötu og sem leið liggur fram hjá Akureyrarapóteki þar sem gert er ráð fyrir að gamla Brauns-húsið hafi verið fjarlægt til að opna línuna upp til Skátagilsins eins og fram kemur á öðrum myndum í grein þessari.


AKUREYRI | 19

Miðbær Akureyrar verði:

Eftir heilsdags vinnu nær 1600 Akureyringa á íbúaþingi árið 2004 voru mótuð meginmarkmið sem allt þetta ágæta fólk óskaði að tekið yrði tillit til við endurskipulagningu miðbæjarins. Þessi markmið voru:

að ræða þetta mál frekar tóku nokkrir áhugamenn sig saman um að útfæra myndrænt hvernig miðbærinn gæti litið út – allt frá Skátagili og niður að sjó – ef unnið væri eftir þeim línum sem íbúaþingið lagði til og útfærðar eru að nokkru leyti í fyrirliggjandi tillögum að nýju deiliskipulagi miðbæjarins.

• Að tryggt verði betra skjól og meiri birta með því að skipuleggja götur niður að sjó til austurs/vesturs. • Að hús sem byggð verða á svæðinu verði ekki hærri en þau sem fyrir eru – þriggja til fjögurra hæða og falli vel að eldri byggð. • Að tengja miðbæinn Pollinum þar sem miðbæjarlífið og fjölbreytt tómstundaiðja við og á sjónum mynduðu eina heild. Með þessum niðurstöðum lögðu íbúar sjálfir meginlínur um skipulag miðbæjarins sem þáverandi bæjarstjórn tók fagnandi og lýsti sig fúsa að vinna að því að útfæra í góðu samstarfi við þá sem stóðu fyrir íbúaþinginu og aðra bæjarbúa. Allir virtust vera á einu máli um að ofangreind markmið væru það sem unnið skyldi eftir og því ástæða til bjartsýni um framhaldið.

• Skátagilið blasir opið við vegfarendum. Gilið dregur fólk til sín annaðhvort í upp eftir og alla leið til sundlaugarinnar eða til að setjast að um stund í þessari gróðurvin sem er því rólegri sem ofar dregur. Svo geta menn sest niður fyrir ofan Hafnarstrætið og virt fyrir sér umferðina á göngugötunni eða sett upp svið þar sem tónlist og talað orð svifur niður til áhorfenda. Baksviðið getur ekki verið betra, Skátagilið endurnýjað og fært að kröfum tímans.

Skjól og birta í miðbænum

• Horft frá neðsta hluta Oddagötu og norðaustur. Þá er göngustístígurinn neðst í Skátagilinu farinn með sinni upphækkun og rörinu góða. Við blasir aflíðandi göngustígur ofan úr gilinu og sléttur flötur þar sem hægt er að koma fyrir garðstólum og hægindum allt norður á flötina fyrir ofan Sýslumannshúsið. Síðan tekur við halli niður á Hafnarstræti þar sem gott er að setjast niður og virða fyrir sér mannlífið á götunni eða efna til viðburða sem fólk getur notið frá göngugötunni og þar sem Brauns-verslunarhúsið stendur nú. Þar yrði gönguleið að neðri hluta miðbæjarsvæðisins.

Á mynd á þessari síðu er sett fram hugmynd um heildaryfirlit að skipulagi miðbæjarins, allt frá vestasta hluta Skátagilsins að Hafnarstræti og þaðan áfram niður að Hofi. Myndirnar sýnir vel hvernig skipulagið mun stuðla að því að móta skjól, auka birtu, gera Skátagilið að eftirsóttu útivistarsvæði og síðan tengist allt saman í eina glæsilega heild – frá Oddeyrargötu, niður gilið og út á Poll. Ennfremur getur að líta á síðunni hér á móti teikningar frá nokkrum sjónarhornum í og við Skátagilið þar sem sjá má hvernig útsýni yrði með þessu nýja skipulagi og hvernig það mun stuðla að farsælli lausn sem laða mun bjæarbúa og gesti þangað til að njóta lífsins og þeirrar þjónustu sem þar mun blómstra í hlýlegu og björtu umhverfi. Ekki er vitað til þess að margir aðrir bæir státi af þeim möguleikum sem opnast á þennan hátt með því að endurskipuleggja Skátagilið og gera að sannkallaðri útivistarperlu og hluta af miðbænum. Þetta gil er hinn ófægði demantur Akureyringa og ekki seinna vænna að fara að leysa hann úr álögum.

Alþjóðleg samkeppni og heilstætt skipulag Þessu næst var efnt til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um tillögur að nýju miðbæjarskipulagi sem byggðu á niðurstöðum íbúaþingsins. Mikill áhugi var á þessari samkeppni og komu yfir 150 tillögur víða að úr heiminum og margar mjög athyglisverðar. Sérstök dómnefnd valdi síðan eina þeirra og studdist vinnuhópur á vegum bæjarstjórnar við hana þegar mótuð var heildstæð tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæinn. Tillagan liggur enn óafgreidd hjá núverandi bæjarstjórn sem virðist forðast að taka á þessu mikilvæga málefni og fer undan í flæmingi þegar það ber á góma. Vonandi bráir þó af því góða fólki fyrr eða síðar og þráðurinn tekinn upp að nýju enda öll óvissa í skipulagsmálum stórskaðleg fyrir bæinn og þróun hans. Í þeirri vissu að nauðsynlegt sé

• Nú er búið að laga vel til í efsta hluta gilsins og þess vegna gott og gagnlegt að rölta þar um og njóta friðsældar rétt við hjarta bæjarins og setjast niður og leysa gátur lífsins eða hjala um það sem engu skiptir.

Skátagilið verður samkomustaður Fyrst þarf að ryðja í burtu haftinu sem göngubrautin neðst í gilinu myndar með sitt hrörlega rör sem á að heita handrið og er til lítils sóma þótt okkur strákunum upp úr miðri síðustu öld hafi þótt gott að stöðva okkur á því þegar við vorum að renna okkur á skíðum í gilinu. En það er önnur saga. Við að fjarlægja þessa upphækkun opnast Skátagilið og við blasir endurbættur skrúðgarður gilsins frá Hafnarstrætinu eins og meðfylgjandi myndir útskýra betur en mörg orð. Þá dregur Skátagilið fólk til sín og unnt verður að efna neðst í því til ýmiss konar samkomuhalds sem gæti teygt anga sína niður á göngugötuna og þaðan austur, norðan apóteksins, en síðan liggur leiðin niður í átt til sjávar meðfram Eyrarsundi og allt til Hofs.

• Frá Bjarmastíg sést niður Skátagilið, yfir göngugötuna og niður að Eyrarsundi sem tengir miðbæinn sjónum og Pollinum. Fjær sést Hof og aðstaða fyrir báta og skip sem sigla seglum þöndum um Pollinn og norður fjörð. Þaðan sést hvernig byggðin hefur þróast í austur/vestur stefnu eins og íbúaþingið óskaði eftir.

Vonandi verður þessi umfjöllun okkar og myndirnar sem fylgja til þess að bæjarbúar og annað áhugafólk átti sig betur á þeim miklu möguleikum sem bíða okkar Akureyringa til að þróa bæinn okkar með jákvæðu hugarfari svo hann standi stoltur undir því að vera í framtíðinni höfuðstaður og perla Norðurlands. Það er alltént vilji okkar sem unnum þá vinnu sem þið lesendur góðir lítið augum á þessari opnu blaðsins. Málefnaleg umræða er alltaf til góðs; það fundum við vel sem stóðum fyrir íbúaþinginu á því herrans ári 2004. Ragnar Sverrisson , kaupmaður 6/28/2011 8:39:02 AM


20 | AKUREYRI

Hótel Kea stækkaði um 30 herbergi á vormánuðum:

Stærsta fjögurra stjörnu hótel landsbyggðarinnar Nýverið lauk 30 herberja stækkun Hótels Kea á Akureyri og er það nú stærsta fjögurra stjörnu hótel landsbyggðarinnar. Þessi breyting varð með sameiningu Hótels Hörpu, sem

Síðutogarajaxlar hittast á ný „Ég hef engar áhyggjur af mætingunni. Hún var framar öllum vonum í fyrra og vitað um marga sem ekki komust þá en ætla ekki að láta þetta framhjá sér fara í sumar,“ segir Sæmundur Pálsson sem blés í fyrrasumar á Akureyri til samkomu fyrrum sjómanna á síðutogurunum. Mótið tókst með afbrigðum vel og er ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Ekki hafði áður verið efnt til samkomu sem þessarar fyrir þá sjómenn sem voru á gömlu síðutogurunum en niðurstaðan var sú að til mótsins mættu ríflega 200 manns, gamlir sjómenn og makar. Í ár verður mótið dagana 15. og 16. júlí. „Núna ætlum við að byrja mótið með kvöldverðarsamkomu í Sjallanum að kvöldi 15. júlí og þar mun ýmislegt verða til skemmtunar gert en Valgeir Guðjónsson, stuðmaður með meiru, mun stýra samkomunni og skemmta með gamanmálum. Með okkur verður líka togarajaxlinn Hjálmar Jónsson sóknarprestur, en hann mun síðan stýra samkomu okkar í Glerárkirkju að morgni 16. júlí en að henni lokinni verður haldið til Húsavíkur og farið sameiginlega í rútu ef næg þátttaka fæst í það. Á Húsavík verður þessa helgi haldin strandmenningahátíðin Sail Húsavík og hægt að skoða skútur og skip í tengslum við hana. Áður en við skoðum þau verður hópnum boðið til kaffisamsætis hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, sem við kunnum miklar þakkir fyrir höfðinglegt boð,“ segir Sæmundur, aðspurður um dagskrá síðutogarajaxlahátíðarinnar í sumar.

Diskur til stuðnings Húna II Hátíðinni í fyrra hafa verið gerð skil í ljósmyndum og lifandi myndum á DVD diski sem Þorgeir Baldursson, ljósmyndari, hefur haft frumkvæði að. Ágóði af sölu disksins mun renna til Hollvina eikarbátsins Húna II. Hægt verður að panta diskinn á hátíðinni í ár, sem og á netfangi Þorgeirs; thorgeirbald@simnet.is

Það verða eflaust margar sögur rifjaðar upp á hátíð síðutogarajaxlanna. Mynd: Ásgrímur Ágústsson.

„Ég er bjartsýnn á sumarið,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, hótelstjóri.

Hótel Kea í hjarta Akureyrar hefur nú yfir að ráða 104 herbergjum.

samliggjandi var Hótel Kea en hótelin tvö eru í eigu sömu aðila. Hótel Harpa var áður þriggja stjörnu hótel en öllum herberjum hótelsins var breytt til samræmis við kröfur sem gerðar eru til fjögurra stjörnu hótela, jafnframt því sem jarðhæð Hótels Hörpu var breytt í gistihæð. „Að loknum þessum breytingum erum við komin með 104 herbergi á

Hótel Kea og erum sem því nemur sterkari en áður í þjónustu við ferðamenn,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, hótelstjóri Hótels Kea. Sigurbjörn segir háönn ferðamannatímans nýhafna og er hann bjartsýnn á sumarið. Mikið hafi verið bókað fyrirfram auk þess sem reynsla undanfarinna ára sé sú að lausaumferð ferðamanna fari stöðugt vaxandi.

„Ég reikna með að sú verði áfram raunin í sumar. Með þessum breytingum sem við höfum nú gert hjá okkur erum við vel í stakk búin fyrir sumarið og hlökkum til komandi vikna,“ segir Sigurbjörn.

Tugir starfsmanna á Akureyri „Innan okkar samstæðu eru tvö hótel í Reykjavík, þ.e. Hótel Borg og Hótel

Björk, auk þess sem við rekum Hótel Gíg í Mývatnssveit og Hótel Kea og Hótel Norðurland hér á Akureyri. Samanlagt erum við með um 280 herbergi og finnum við fyrir því að viðskiptavinum þykir ávinningur í því að geta keypt af okkur gistingu á fleiri stöðum á landinu,“ segir Sigurbjörn en á Akureyri starfa um 85 manns á hótelunum tveimur á Akureyri þegar mest lætur. „Þetta er því í heild orðinn nokkuð stór vinnustaður hér í bænum,“ segir bætir hann við. www.keahotels.is

Ullarfatnaður af ýmsu tagi í boði í Janusbúðinni:

Gefum kuldabola langt nef í sumar! „Hér gengur mjög vel, sífellt fleiri leggja leið sína til okkar því orðstír okkar hefur farið víða,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir sem ásamt Eydísi Jóhannesdóttur starfar í Janusbúðinni á Akureyri. Verslunin er í rúmgóðu húsnæði á jarðhæð Amaróhússins við göngugötuna í Hafnarstræti, sumir segja að hún sé eitt best falda leyndarmálið á Akureyri. Hún hefur starfað frá því í janúar 2007, en fyrsta Janusbúðin var opnuð í Reykjavík haustið 2005. Unnur segir að fólk sýni hinum vandaða ullarfatnaði, sem seldur er í Janusbúðunum, síaukinn áhuga. „Við leggjum höfuðáherslu á ullarfatnað úr Merinoull og hann er til í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá pínulitlum ungbarnafötum frá stærð 50 upp í herrafatnað númer 58, sem er býsna stórt. Þetta eru til dæmis samfellur, kjólar og pils, nærföt, peysur, buxur og jakkar svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur verið líflegt að undanförnu því mörgum er kalt, en í Janusfötum getum við sent kuldabola langt nef og brosað út í bæði.“

Vinsælar flíkur meðal útivistarfólks Fatnaðurinn í verslunni er allur framleiddur í Noregi, í Janusfabrikken sem er í Espeland, um 20 kílómetra frá Bergen. Hún sérhæfir sig í framleiðslu á gæðaflíkum úr Merinoull en hún er mjög ólík íslensku ullinni og

Kuldatíð norðan heiða hefur haft í för með sér að margir leggja leið sína í Janusbúðina í Amarohúsinu til að kaupa hlýjan fatnað. Unnur Þorsteinsdóttir verslunarstjóri segir vörurnar hafa slegið í gegn hér á landi.

ekkert í henni sem stingur eða ertir húðina, heldur eru fötin alveg ótrúlega mjúk og fíngerð, þau valda ekki kláða og eru afar þægileg. Verksmiðjan notar ekki eiturefni við þvott eða litun á ullinni og fötin þaðan skarta stimplinum „Trygge tekstiler“ til merkis um það. Unnur segir að Janusbúðirnar hafi

nokkra sérstöðu því þær séu í hópi örfárra verslana í heiminum sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Janus, sem einnig framleiðir föt undir merkinu Iris, en þarna er um að ræða vörur, prjónaðar úr hreinni Merinoull auk blöndu af ull og silki og fleiri efna. „Þessar vörur hafa slegið í gegn hér á landi og njóta mikilla vinsælda,

það er nánast sama hvort um er að ræða iðnaðarmenn, veiðimenn, fjallgöngufólk, sjómenn, ungbörn, mótorhjólakappa, leikskólabörn, fínar dömur, vélsleðafólk eða skólakrakka, allir finna föt við sitt hæfi í Janusbúðinni. Og margir útlendingar heillast af þessum vörum og fara héðan vel birgir!“ Unnur segir að þegar saman fari gæði og gott verð sé bæði gaman og auðvelt að selja vöruna. „Við auglýsum ekki mikið en fólk fréttir af okkur og æ fleiri leggja leið sína til okkar eftir að hafa heyrt vel látið af þessum fatnaði, varan auglýsir sig best sjálf,“ segir hún. www.janusbudin.is


AKUREYRI | 21

(fullt verð 15.990)

MckinLey neVADA 3 Tjald með svefnplássi fyrir 3. Ytra tjald: 3.000 mm vatnsheldni. Gólf: 10.000 mm vatnsheldni. Þyngd: 3,9 kg. Hæð: 125 cm.

1 3 9 90

gLæsiLeg tiLboð Aðeins í intersport á Akureyri 1 2 9 90 1 1 9 90 (fullt verð 14.990)

MckinLey DALton trek 9 W

(fullt verð 13.990)

Dömusvefnpoki. Þægindamörk +9°C, jaðarmörk -9°C. Fylling: 620 g. Tec Loft Comfort. Þyngd: 1.390 g. Hámarkshæð notanda: 175 cm.

(fullt verð 9.990)

(fullt verð 3.490)

7 9 90

teVA pr. rgD.LeAtH

teVA terrA Fi 3 M”s

Sandalar. Dömustærðir.

Sandalar. Herrastærðir.

(fullt verð 1.990)

9 90

2 9 90

1 4 90

VinDsæng tVöFöLD

VinDsængurpuMpA

VinDsæng

137x190x13 cm. Aðeins í Intersport Akureyri.

Aðeins í Intersport Akureyri.

76x190x20 cm. Aðeins í Intersport Akureyri.

(fullt verð 3.690)

2 9 90

(fullt verð 6.490)

(fullt verð 4.990)

4 9 90

3 9 90

(fullt verð 1.790)

1 4 90

kæLitAskA 8 lítra. Aðeins í Intersport Akureyri.

(fullt verð 6.990)

5 4 90

MckinLey AriZonA W top

etireL keegAn W cApri

etireL HArtForD M sHirt

MckinLey M kongLo cApri

Útivistarbolur úr teygjanlegu efni. Litir: Bleikur, svartur. Dömustærðir.

Kvartbuxur með góðri öndun. Dömu- og herrastærðir.

Útivistarskyrta. Herrastærðir.

Kvartbuxur með góðri öndun. Dömu- og herrastærðir.

intersport Akureyri / www.intersport.is


22 | AKUREYRI

Hleðsla frá MS-Akureyri vinsælasti próteindrykkurinn á Íslandi:

Erum stolt af þessum ánægjulega árangri - segja Kristín Halldórsdóttir gæðastjóri og Silja Dögg Baldursdóttir svæðissölustjóri Hleðsla, sem er próteindrykkur frá MS-Akureyri er vinsælasti drykkurinn af því tagi hér á landi um þessar mundir. Það var staðfest í markaðskönnun sem fyrirtækið AC Nilsen gerði nýverið, en Hleðsla var samkvæmt könnuninni með 57% hlutdeild á markaðnum. „Við erum mjög stolt af þessum árangri, Hleðsla er til þess að gera nýr drykkur, kom á markað í febrúar í fyrra og salan hefur frá upphafi verið mjög góð,“ segir Silja Dögg Baldursdóttir, svæðissölustjóri MS-Akureyri. Hleðsla er nú fáanleg með þremur bragðtegundum í dósum, drykkurinn var fyrst boðinn með vanillu- og jarðarberjabragði, en á dögunum bættist við kókos- og súkkulaðibragð. Hann er einnig fáanlegur í fernum, er svonefnda G-vara og er þá með klofnum mjólkursykri sem hentar betur þeim sem eru með mjólkursykursóþol. Tvær bragðtegundir eru í boði í fernum, jarðaberja og karamellu. „Við er mjög ánægð með þær viðtökur sem Hleðsla hefur fengið meðal landsmanna, þær hafa farið fram út okkar björtustu vonum. Þessi árangur er sérlega ánægjulegur í ljósi þess að uppistaðan í drykknum er mysu­ prótein frá ostamysu, afurð sem áður var ekki nýtt heldur heldur ýmist skolað á haf út eða notuð í dýrafóður,“ segir Krístín Halldórsdóttir, gæðastjóri hjá MS-Akureyri.

Stefnt að útflutningi á Hleðslu til Finnlands Hleðsla er árangur af vöruþróunarstarfsemi á vegum fyrirtækisins og varð til þegar farið var að huga að því hvort unnt væri að nýta mysuna á

einhvern hátt. „Nú hefur okkur tekist að búa til verðmæta vöru sem skapar fyrirtækinu tekjur og eins er þetta líka góður áfangi hvað umhverfismálin varðar,“ segir Kristín, en töluverð mengun varð þegar fyrirtækið losaði sig við mysuna um frárennsliskerfi bæjarins. Á liðnum vetri fór prufusending af Hleðslu út til Finnlands og voru viðtökur góðar. Nú er verið að hanna og þýða texta á umbúðir og stefnt að því að hefja útflutning á vörunni þangað með haustinu. „Við gerum okkur góðar vonir um að vel takist til og að drykkurinn muni einnig njóta vinsælda í Finnlandi líkt og hér heima,“ segir Silja Dögg.

Smurostar í nýjum endurnýtanlegum umbúðum Í takti við áherslur MS í umhverfismálum er smurostum sem framleiddir eru hjá fyrirtækinu nú pakkað í

nýjar umbúðir. Áður voru umbúðir keyptar af erlendum aðila, en nú skiptir MS-Akureyri við innlent fyrirtæki. Þær Silja og Kristín segja marga kosti fylgja breytingunum, þannig sé ekki nauðsynlegt að kaupa inn mikið magn umbúða og liggja með stóran lager en helsti ávinningurinn snýr að umhverfismálum. Umbúðirnar eru endurnýtanlegar, dósin sjálf er úr plasti og yfir henni er állok. Fyrri umbúðir voru samsettar úr plasti og pappa og erfiðara fyrir neytendur að flokka þær. Akureyrarbær tók upp nýtt flokkunarkerfi við sorphirðu í lok síðasta árs og segja þær Silja og Kristín að nýju umbúðinar séu m.a. teknar í notkun í takt við það flokkurnarkerfi. Í tilefni þess að teknar voru upp nýjar umbúðir komu tveir nýir smur­ ostar á markað, Léttpaprika og Texmex. Báðir hafa mælst vel fyrir meðal landsmanna, en smurostar eru ávallt

KEA-skyrdrykkur nýtur mikillar hylli meðal landsmanna og þó svo að drykkir af ýmsu tagi hafi komið á markaðinn undanfarin misseri dvína vinsældir KEAskyrdrykkjar ekki, þvert á móti heldur hann sínu og gott betur en það. Silja Dögg Baldursdóttir svæðissölustjóri og Kristín Halldórsdóttir, gæðastjóri MSAkureyri, segja starfsmenn fyrirtækisins stolta af því að framleiða þessa góðu vöru sem Íslendingar kunni svo sannarlega að meta.

vinsælir, mikið notaðir sem álegg og eins í matargerð.

www.ms.is

Hörgdælskir bændur rísa á ný í haust Leikfélag Hörgdæla réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en á liðnum vetri sýndi félagið leikritið Með fullri reisn í félagsheimilinu Melum í Hörgárdal. Leikritið er eftir Terrence McNally en Karl Ágúst Úlfsson þýddi. Leikstjóri var Jón Gunnar Þórðarson, en hann og Karl staðfærðu verkið og fluttu vettvang þess heim í sveitina. Söguhetjurnar eru bændur og fjallað er um þær þrengingar sem þeir hafa gengið í

gegnum. Þær leiða til þess að bændurnir ákveða að grípa til sinna ráða og fá þá flugu í höfuðið að efna til konukvölds. Frá því verkið var frumsýnt í byrjun mars og þar til sýningum var hætt fyrir fullu húsi og með þó nokkurn biðlista á miðju vori voru sýningar orðnar 30 talsins og áhorfendur um 2800. „Við urðum að hætta sýningum, þó enn væri mikil eftirspurn eftir miðum, bændur sem eru í flestum

Velkomin til Hríseyjar Áætlun Sævars gildir til 31. ágúst

aðalhlutverkum höfðu í nógu að snúast í sveitinni þegar kom að sauðburði,“ segir Bernharð Arnarson, formaður Leikfélags Hörgdæla. Hann segir að þar sem leikfélagsmenn hafi enn fundið fyrir þessum mikla áhuga meðal áhorfenda hafi sú ákvörðun verið tekin að taka þráðinn upp að nýju í haust, þegar um hægist hjá bændum og búaliði. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist að nýju í október, þannig að þeir sem misstu af þessari vinsælu sýningu geta tekið gleði sína á ný og farið að hlakka til haustsins.

Nekt selur Bernharð segir þá sem að leikfélaginu standa hæstánægða með góðar viðtökur. „Það má segja að verkið hafi

slegið í gegn, áhorfendur voru fjölmargir og við heyrðum ekki annað en þeir hafi skemmt sér prýðilega á sýningunni. Það er því tilhlökkunarefni að hefja sýningar aftur,“ segir Bernharð. Stór hluti þeirra sem sótti sýninguna kom um langan veg, greinilegt var að marga fýsti að berja hina hálf- og allsberu hörgdælsku bændur augum. „Við teljum okkur hafa sannað það sem áður hefur verið sagt, að nekt selur og þá virðist vera nokkuð sama í hvaða mynd hún er. Greinilegt var miðað við viðtökur að misvel vaxnir bændur, sem fækkuðu fötum, höfðu mikið aðdráttarafl,“ segir Bernharð. www.horga.is

Frá Hrísey: 09.00*, 11.00, 13.00, 15.00, 17.00, 19.00, 21.00, 23.00 Frá Árskógssandi: 09.30, 11.30, 13.30, 15.30, 17.30, 19.30, 21.30, 23.30 * Þarf að panta á sunnudögum.

Nánari upplýsingar um áætlun má sjá á www.hrisey.net

Veitingahúsið Brekka opið alla daga frá kl. 11.30 til loka september www.brekkahrisey.is brekkahrisey@brekkahrisey.is símar 695-3737/466-1751

Aðra tíma ársins er tekið á móti pöntunum fyrir litla sem stóra hópa. Brekka tekur 60 manns í sæti og er góður staður til að setjast niður, borða og njóta.

Hús hákarla Jörundar hýsir fróðlega sýningu um hákarlaveiðar við strendur Íslands fyrr á tímum, þar má einnig sjá sögu Hríseyjar í máli og myndum. Opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst, utan þess tíma er opið eftir samkomulagi. www.hrisey.net - hrisey@hrisey.net

Ræktun Bláskeljar er sjálfbær og vistvæn ræktun Engum aukaefnum er bætt í sjóinn við ræktunina og umhverfisrask er nánast ekkert. Auk þess að vera herramanns matur þá er Bláskelin sannkallað heilsufæði og bæði fljót- og auðelduð og því má til sanns vegar færa að hún sé heilsuskyndibiti.

Misvel vaxnir naktir bændur hafa greinilega mikið aðdráttarafl, ef marka má gríðarlega aðsókn á sýningu Leikfélags Hörgdæla á verkinu Með fullri reisn.


AKUREYRI | 23

Glerártorg hefur mikið aðdráttarafl - segir Guðrún Guðmundsdóttir hjá Halldóri Ólafssyni úrsmið „Ég er búin að vinna í þessum úraog skartgripabransa frá árinu 1986. Var hjá Jóni Bjarnasyni í miðbænum allt þar til fyrir tæpum 10 árum þegar ég flutti mig hingað yfir til Halldórs Ólafssonar á Glerártorgi sem þá var nýbúinn að opna. Þessi verslun var eins og lítið blóm í fyrstu sem síðan hefur stækkað með hverju ári og er orðin stórt blóm í dag,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, ein af hinum fjölmörgu sem starfa í fyrirtækjunum á Glerártorgi. Ekki er óvarlegt að áætla að 250-300 mann starfi á Glerártorgi þegar allt er talið og þannig er verslunarmiðstöðin einn af stærri vinnustöðum á Akureyri. „Að vinna í verslunarmiðstöð er mjög ólíkt því að vera í einni verslun úti í bæ. Það er miklu meira rennsli af fólki alla daga hér og alltaf mikið að gera. Hér myndast mikil og skemmtileg stemning í kringum verslunina og svo eru líka oft skemmtilegar uppákomur hér á Glerártorgi sem setja góðan svip á húsið og það sem hér fer fram. Þetta er staður þar sem saman kemur fólk alls staðar af landinu því Glerártorg hefur mikið aðdráttarafl og hefur þróast vel. Enda má eiginlega fá allt hér sem heimilið þarfnast,“ segir Guðrún.

Guðrún Guðmundsdóttr hefur starfað á Glerártorgi frá upphafi.

Verslunarmiðstöðin Glerártorg.

100%

HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN

PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF NÚ EINNIG MEÐ KÓKOS OG SÚKKULAÐI

Elín Gísladóttir á laugarbakkanum með nýja tækið.

Í byrjun júní færði einn af fastagestum Sundlaugar Akureyrar til margra ára henni að gjöf nýtt hjartastuðtæki. Tækið er af fullkomnustu gerð og búið til að nota á neyðarstundu, hvort heldur er til að meðhöndla fullorðna eða börn. Gefendur þessarar höfðinglegu gjafar eru hjón á Akureyri sem óskuðu eftir að nöfn þeirra komi ekki fram en Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segir tækið kærkomið og auka öryggi gesta. Stuðtækið leysir af hólmi eldra og ófullkomnara tæki sem KEA færði Sundlaug Akureyrar á sínum tíma. Andvirði tækisins er um 300 þúsund krónur.

HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að HLEðSLA ER EINN VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

MJÓLKURSAMSALAN

WWW.MS.IS

ÍSLENSKA SIA.IS MSA 55269 06/11

Gáfu hjartastuðtæki


24 | AKUREYRI

coconut og choc chiP

98 kr. 150g

c r u n c hy c h oc o late

98 kr. 125g

bónus brauðsalat 198 kr.

198 kr. 700g

böKUnARKARTöLUR Í áLI u.þ.b. 700g

KALDAR GRILLSÓSUR 270ml PIPARSÓSA- HVÍTLAUKSSÓSA

Túnfisksalat- laxa og rækjusalat -hangikjötssalat 200g

góðir gosdrykkir í baukum 33 cl

69 kr. sTk

139 kr. 5 stk

bÓnUS PyLSUbRAUÐ

cokE 2 lTr.

TILbúInn á GRILLIÐ

195 kr. zero & light

298 kr. 350g

FERSKUR aMErÍskur MaÍs

SS pylSur 10 Stk. 560 grömm 579 kr. pakkinn

fjórar cokE 1.5 lTr.

659 kr. s a mta l s 6 lt r .

198 kr. 5 stk

SS danskar pylsur

sama VÖrUVerÐ Í BÓNUs

139 kr. 5 stk

HAMbORGARAbRAUÐ

Um laND allt


AKUREYRI | 25

1298 kr.kg

Íslenskt heiðalamb með villtum Íslenskum kryddjurtum i 500ml

750ml á verð

1398 kr.kg

þýSKAR grÍsalundir frosnar

1698 kr.kg

598 kr.

K.F GRILL laMbalærissnEiðar VILLIjURTA-KRyDDAÐAR

Norðanfiskur:Íslensk bleikja beinhreinsuð með roði

1598 kr.kg

norða nfisk ur frosin blEikJa bEinHrEinsuð MEð roði

998 kr.kg

ALI fEskar grÍsakótilEttur

1298 kr.kg K.S FROSIÐ laMbalæri Í snEiðuM

527 9000 1998 kr.kg KjöRFUGL FERSKAR kJÚklingabringur

1998 kr.kg nORÐA nFISK UR- froSnir laxabitar forkryddaðir beinhreinSaðir m.roði


26 | AKUREYRI

Flugfélag Íslands með tugi ferða í viku milli Akureyrar og Reykjavíkur:

Fjölgun erlendra ferðamanna greinileg „Veturinn var góður í innanlandsfluginu hjá okkur og það sem af er ári og sumri er greinilegt að erlendir ferðamenn eru fleiri hjá okkur en á síðasta ári. Þó við séum ekki að tala um stór stökk í þeim efnum þá er þetta engu að síður vel merkjanlegur munur,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Sumarmánuðir í þjónustu Flugfélags Íslands eru ekki mestu annríkismánuðir ársins. Háannatímar ársins eru á haust- og vormánuðum þegar mikið er um pakkaferðir innanlands en yfir sumarmánuðina eru erlendir farþegar eðlilega mun hærra hlutfall en á veturna. „Við getum talað um hægan uppgang í fluginu hjá okkur. Markaðurinn fór niður í kjölfar hrunsins en hefur jafnt og þétt verið að jafna sig síðasta hálft annað ár. Og ánægjulegustu merkin eru að mínu mati að sjá fjölgun erlendra ferðamanna og að þeir leggi leið sína í vaxandi mæli með fluginu út um landið,“ segir Ari en árið um kring býður Flugfélag Íslands fjölbreyttar pakkaferðir, til að mynda til Akureyrar. Ari segir félagið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu sem bjóði alls kyns ferðir og afþreyingu, hvort heldur sem er á Eyjafjarðarsvæðinu, ferðir í Mývatnssveit eða hvalaskoðun á Húsavík, svo fátt eitt sé nefnt.

Fleiri aðilar að bjóða afþreyingu „Þeim aðilum hefur fjölgað hér á svæðinu sem bjóða ferðir og afþreyingu fyrir okkar farþega. Fjölbreytnin verður þar með meiri og hún er góð fyrir alla. Við sjáum hefðbundnar skoðunarferðir, sveitaferðir, jeppaferðir og þannig mætti áframt telja. Á þessu sviði er gróska í ferðaþjónustunni hér á svæðinu og þetta er merki um vöxt hennar. Okkar þjónusta er liður í að stuðla að því og mikilvægt að eiga gott samstarf við alla þá aðila

Hátt eldsneytisverð skapar fluginu aukin tækifæri í samkeppni við einkabílinn.

sem vilja bjóða farþegum okkar þjónustu,“ segir Ari. Aðspurður um áhrif hins háa eldsneytisverðs á ferðalög fólks segir hann ekkert vafamál að flugið sé enn

hagkvæmari valkostur en áður var. „Við höfum lagt okkur fram um að halda aftur af verðhækkunum í fluginu og sjáum að margir sem áður hefðu valið bílinn til að keyra milli

Erlendir ferðamenn eru nú fleiri á Akureyri og í nágrenni en í fyrra. Hér bregða tvær konur á leik með tröllum í göngugötunni.

landshluta taka nú frekar flugið. Eldsneytishækkanirnar eru sannarlega kostnaðarauki fyrir okkur í rekstrinum en líka um leið tækifæri í samkeppni við einkabílinn þannig að

segja má að þetta vinni í báðar áttir,“ segir Ari Fossdal. www.flugfelag.is

Tónastöðin:

Meiri þjónusta við tónlistarfólk „Mér vitanlega hafði ekki verið boðið upp á viðgerðarþjónustu á hljóðfærum á Akureyri fyrr en með tilkomu Tónastöðvarinnar fyrir hálfu öðru ári. Við höfum á þessum tíma séð að mikil þörf var fyrir hana og fólk er þakklátt fyrir að geta fengið viðgerð hér heima í stað þess að senda hljóðfærin suður með tilheyrandi tíma og

Konráð W. Bartsch umvafinn gítörum og öðrum gersemum í úrvali Tónastöðvarinnar á Akureyri.

aukakostnaði. Okkar markmið var að hækka þjónustustigið hér á svæðinu á tónlistarsviðinu og það tel ég að hafi gengið eftir,“ segir Konráð W. Bartsch, verslunarstjóri í Tónastöðinni á Akureyri.

SJÓSTANGAVEIÐI & HVALASKOÐUN FRÁ HAUGANESI Kjörið fyrir smærri og stærri hópa Sími 867 0000 · niels@niels.is · www.niels.is

Þjónusta í stóru sem smáu „Auk þess að vera hefðbundin verslun sem býður mikið úrval af hljóðfærum þá leggjum við mikið upp úr þjónustunni – öllum litlu hlutunum sem hljóðfæraeigendur þurfa á að halda. Til dæmis nótur, nótnastatíf og alls kyns aukahlutir. Þessi þjónusta á við hvort sem við erum að tala um einstaklinga eða tónlistarskóla en hér á svæðinu höfum við marga stóra og öfluga skóla sem sækja mikið til okkar,“ segir Konráð. Tónastöðin boðaði á sínum tíma

að með tilkomu verslunarinnar á Akureyri yrðu viðgerðarmenn á hljóðfærum staðsettir þar reglulega. Konráð segir þetta hafa gengið vel og bæði hafa komið blásturs- og strengjahljóðfæri til minniháttar lagfæringa. „Til viðbótar við viðgerðarþjónustuna erum við reglulega með stillingarmenn á okkar vegum hér á svæðinu og þannig er auðvelt að leggja inn pöntun hér hjá okkur og við látum viðskiptavini vita með góðum fyrirvara hvenær von er á þeirri þjónustu. Píanóstillingar eru eitthvað sem mörg heimili þurfa á að halda og vert fyrir fólk að hafa í huga að píanó sem eru í lítilli notkun halda stillingunni skemur en þau sem eru mikið notuð. Svo sérkennilega sem þetta kann að hljóma,“ segir Konráð.

Upptöku- og hljóðvinnslubúnaður vinsæll Sífellt færist í vöxt að tónlistarmenn hljóðvinni sjálfir sitt efni og selur Tónastöðin fjölbreyttan upptöku- og hljóðvinnslubúnað. „Þessi búnaður er í raun mjög öflugur og eins og í öllu öðru getur fólk náð góðum tökum á því að taka upp og vinna sitt efni til útgáfu. Stúdíótímar eru dýrir og ekki vafi að margir hafa náð kostnaði við diskaútgáfu verulega niður með því að kaupa búnað frá okkur og taka sjálfir upp. Við finnum að áhugi á þessum búnaði er að aukast,“ segir Konráð. www.tonastodin.is


AKUREYRI | 27

Nýttu sumarið til framkvæmda

PIPAR\TBWA •

SÍA •

111793

Komdu og fáðu hugmyndir! Í söluskrifstofu BM Vallá við Austursíðu 2 (Sjafnarhúsinu) á Akureyri bjóðum við mikið úrval af hellum, garðeiningum, múrvörum o.fl. auk Smellinn húseininga. Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður og reynslumikið starfsfólk okkar veitir ráðgjöf við vöruval. Verið velkomin!

Hafðu samband við söludeild BM Vallá og við aðstoðum þig við útfærslu hugmynda og efnisval. BM Vallá ehf Austursíðu 2 603 Akureyri

Sími: 412 5203 sala@bmvalla.is Opið mán.–fös. kl. 8–17

bmvalla.is


28 | AKUREYRI

Birgir Örn Birgisson stýrir 2500 fermetra verslun Rúmfatalagersins á Glerártorgi:

Lítum á okkur sem verslun fyrir allt landið „Það hefur verið stöðug aukning hjá okkur frá því Rúmfatalagerinn hóf starfsemi á Akureyri en mér finnst að helsta breytingin við að fara inn á Glerártorg sé sú að fólk kemur oftar. Það er eðli verslunarmiðstöðva að fólk stoppar lengur og skoðar meira,“ segir Birgir Örn Reynisson sem stýrir einni af stærstu verslunum bæjarins, Rúmfatalagernum á Glerártorgi. Rúmfatalagerinn hóf starfsemi á Akureyri í húsnæði á Norðurtanga og varð síðan ein af burðarverslunum Glerártorgs við opnun þess fyrir tæpum ellefu árum. Aftur stækkaði verslunin við stækkun Glerártogs og nú er verslunarrýmið 2500 fermetrar. „Það má eiginlega segja að hingað inn komi allt milli himins og jarðar en okkar aðaláhersla er á heimilið og húsgögn. Vörur eru hér að jafnaði 6-7000 en á ársgrundvelli má ætla að um 10-12.000 vörunúmer fari hér í gegn. Viðskiptavinir okkar geta gengið að því vísu að hér er sama vöruúr-

Verslun Rúmfatalagersins á Glerártorgi.

breytilegu vöruúrval og fjölbreytni í vöruúrvali. Viðskiptavinirnir geta gengið að ákveðnum hlutum vísum en sömuleiðis fá þeir alltaf að sjá eitthvað nýtt. Innréttingarnar hér í versluninni eru líka þannig hannaðar að vörurnar eru mjög sýnilegar viðskiptavinunum og þannig tel ég að okkur hafi tekist að setja upp að-

Í sængurdeildinni. Birgir Örn Reynisson, verslunarstjóri Rúmfatalagerins.

val og í Rúmfatalagernum fyrir sunnan.

Sumarið verður æ sterkara í verslun „Við viljum standa fyrir breiðu og sí-

20% ttur Afslá

af öllum blek- og dufthylkjum

Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Gleráreyrum, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is

gengilega verslun,“ segir Birgir Örn. Birgir Örn segir sérstaklega áberandi um helgar hversu mikið aðdráttarafl Glerártorg hefur. „Hér hittist fólk úr byggðarlögum úti á landi og svo má heldur ekki gleyma að verslunarmiðstöðvar eins og þessi eru í senn verslunar- og afþreyingarstaðir. Sumarið er alltaf að

koma sterkar og sterkar inn og sú vertíð sem nálgast jólatörnina hvað hraðast. Glerártorg er þess vegna ekki bara verslun fyrir Akureyri heldur í raun fyrir allt landið,“ segir Birgir Örn, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum. www.rumfatalagerinn.is

Mekka mótorhjólanna Múslímar eiga þá ósk heitasta að fara í það minnsta einu sinni á ævinni til Mekka, borgar sem þeir telja heilaga í Sádí-Arabíu. Milljónir koma til Mekka árlega af þessu tilefni. Tæplega munu milljónir áhugamanna um mótorhjól flykkjast úr öllum heimshornum í pílagrímaferðir til Akureyrar að skoða nýja mótorhjólasafnið þar en vitað er að hörðustu aðdáendur slíkra ökutækja í útlöndum eru búnir að setja Íslandsferð á dagskrá til að skoða mótorhjólin á Akureyri. Og skyldi nú engan undra því það er meira að segja mikil upplifun fyrir þá, sem sneyddir eru sérlegum tilfinningatengslum við mótorhjól, að koma í þetta stórmerkilega safn, hvað þá fyrir innvígða í bransanum.

Þúsundir vinnustunda sjálfboðaliða „Við opnuðum safnið fyrir fáeinum vikum og viðbrögðin eru satt að segja lygileg á köflum. Okkur berast mótorhjól að gjöf, fólk birtist með áratugagamlar myndir af mótorhjólum og gamlir dellukarlar eru hér tímunum saman að skoða,“ segir Jóhann Freyr Jónsson, forstöðumaður Mótorhjólasafnsins, sem stofnað var í árslok 2007 í minningu Heiðars Þ. Jóhannssonar mótorhjólasafnara til margra ára. Safnið er byggt upp af áhuga og dæmalausri ástríðu fyrir verkefninu; sjálfboðavinnan er talin í þúsundum vinnustunda. Nú hefur verið varið um 80 milljónum króna í bygginguna og samt er félagið, sem stendur að framkvæmdum, alveg skuldlaust! Verkefninu er hreint ekki lokið því efri hæðin er ófrágengin og sömuleiðis eru mörg handtök eftir utan dyra. Markmiðið er að ljúka sem mestu fyrir sumarið 2012 og hinar vinnufúsu hendur sjálfboðaliðanna fá því litla hvíld næstu mánuðina. Afar fágæt hjól til sýnis „Við vitum að talsvert hefur verið fjallað um safnið erlendis og það er einkum tvennt sem sérstaka athygli vekur,“ segir Jóhann Freyr. „Annars vegar er þetta að líkindum eina byggingin í Evrópu sem er sérhönnuð (af Loga Má Einarssyni arkitekt) sem mótorhjólasafn. Hins vegar eru hér

Jóhann Freyr Jónsson, forstöðumaður Mótorhjólasafnsins, við fyrsta stóra mótorhjól lögreglunnar á Akureyri, ítalskan vélfák af gerðinni Moto Guzzi 850GT. Það var tekið í gagnið 1973 og var í notkun til 1980. Akureyrarlöggur af eldri kynslóðum rifja upp sögur af Moto Guzzi þegar þær koma í heimsókn. Til dæmis fór Bjössi Mikk þrjár veltur á hjólinu niður leikhúsbrekkuna í frægum eltingarleik við ökuníðinga. Þar fór betur en áhorfðist. Ökuníðingar sluppu en bara í bili!

nokkur hjól svo fágæt að ekki einu sinni mörgum erlendum mótorhjólasöfnum hefur tekist að eignast svo mikið sem eitt eintak sömu tegundar. Skýringin er sú að við búum á eyju og það sem hingað hefur komið fer ekki aftur úr landi! Það þykir stórmerkilegt að sérlega fágæt mótorhjól sé að finna í smábæ norðarlega á Íslandi og það nokkur

stykki. Ég er því sannfærður um að Akureyringar eiga eftir að fá fjölda innlendra og erlendra gesta sem hafa það erindi eitt að skoða mótorhjólin okkar. Mótorhjólasafnið mun eignast sinn sess í menningarsögu og ferðaþjónustu bæjarsins.“ www.motorhjolasafn.is


AKUREYRI | 29

Sundlaug Akureyrar:

Sumarið er tíminn – fyrir sundið! „Okkar aðsóknartölur sveiflast í takti við veðrið og þess vegna höfum við fundið fyrir því núna síðustu vikur að þrátt fyrir stórar hefðbundnar ferðahelgar hefur aðsóknin ekki aukist í sama takti og venjulega. Þar leikur veðrið stórt hlutverk en að sama skapi rætist mjög hratt úr aðsókninni á sumrin þegar sólin brýst fram,“ seg-

ir Elín Gíslasdóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Mjög stór hluti þeirra 3-400.000 heimsókna gesta sem Sundlaug Akureyrar fær árlega er yfir sumarmánuðina. Sundlaugin er í þeim skilningi einn af fjölfarnari ferðamannastöðum Akureyrar. „Þrátt fyrir að hér hafi verið risjótt tíðarfar frá áramótum og

skíðavertíðin ekki verið eins góð og stundum áður þá var aðsókn að sundlauginni með svipuðum hætti og áður. Venjan hefur hins vegar verið sú að frá miðjum maí höfum við séð jafna og þétta aukningu í aðsókn sem ekki varð núna. Enda vantaði alveg hjá okkur góðviðrisdagana á þessum tíma. En ég er engu að síður bjartsýn

á sumarið. Eigum við ekki bara að trúa því að veðrið verði betra þegar líður á sumarið en nokkru sinni fyrr,“ segir Elín. Nokkrar viðhaldsframkvæmdir hafa verið í vor hjá Sundlaug Akureyrar, fyrst og fremst í lagfæringum á búningsklefum. Nýlokið er stóru aldursflokkamóti í sundi, einu því

stærsta sem haldið hefur verið á Akureyr og nú er tekin við á háönn ársins og stendur fram í ágúst. „Stórir sumarmánuðir hjá okkur geta verið þrefaldir á við vetrarmánuðina þannig að sumarið er sannarlega okkar tími,“ segir Elín. www.akureyri.is

Gistiheimilið Básar Grímsey við heimskautsbauginn Opið allt árið, býður upp á morgunverð sem og fullt fæði ef óskað er. Tilvalið fyrir unnendur fugla og náttúrulífs og þeirrra sem vilja njóta kyrrðar.

Sjóstöng, hvalaskoðun, sigling kringum eyjuna. Aldursflokkamót í sundi var haldið í Sundlaug Akureyrar um liðna helgi og var margt um manninn á sundlaugarbakkanum að fylgjast með.

Sími 467 3103 - gagga@simnet.is


30 | AKUREYRI

Pallatíð í Húsasmiðjunni „Tíðarfarið hefur áhrif á bissnessinn, engin spurning. Við fengum fínt veður í apríl og viðskiptin voru í samræmi við það. Svo byrjaði kuldakastið. Við sjáum áhrif þess einkum birtast í dræmari blómasölu og spurn eftir smíðaefni í palla er líka merkjanlega minni en eðlilegt er,“ segir Guðmundur Kristjánsson, rekstrarstjóri Húsamiðjunnar og Blómavals á Akureyri. Hann hvetur áhugamenn um pallasmíði til að halda sitt strik og láta hvergi deigan síga. „Við erum með tilboð á pallaefni þessa dagana og í þeim efnum er auðvelt að gera góð kaup. Einmitt núna er rétti tíminn til að stökkva af stað í framkvæmdir og eiga fínan, nýjan pall við húsið þegar hið eiginlega sumar kemur. Sölumennirnir eru

Sorphaugarnir álitleg orkulind Niðurstöður mælinga á gasmagni og samsetningu gass á sorphaugum á Glerárdal benda til að metanmyndun nemi nú allt að 3,5 milljónum Nm3 á ári sem er í góðu samræmi við þær væntingar sem menn gerðu sér fyrir nokkrum misserum. Rannsóknarboranir á haugunum fóru fram á vegum Norðurorku hf. fyrr á árinu og í kjölfarið voru gerðar mælingar á gasmagni og samsetningu gassins, en skýrsla sem verkfræðistofan Mannvit vann um málið liggur nú fyrir. Franz Árnason, framkvæmdastjóri Norðurorku segir að magn metans í hauggasinu sé viðunandi og efnainnihald þess er þannig að ekki séu vandkæði við hreinsun þess. „Það virðast því ekki eiga að vera nein vandamál við framleiðslu metangass,“ segir hann og bætir við að góðar líkur séu á að vinna megi um 2 milljónir Nm3 til ársins 2029 og 1,5 milljón Nm3 til ársins 2037. Franz segir að rísi koltrefjaverksmiðja í nágrenni hauganna í Glerárdal þurfi hún 1,5 milljón Nm3 af metangasi á ári en um 100 „venjulegir“ fólksbílar rúma um 100 þúsund Nm3.

góðir ráðgjafar við timburkaup og undirbúning og ég bendi líka á bókina okkar, Sælureitinn, þar sem eru aðgengilega upplýsingar um pallagerð. Blómavalsmegin er sömuleiðis hægt að ganga að álitlegum tilboðum. Oft sjáum við reyndar hjón eða pör koma í heimsókn og skipta liði. Hún fer í Blómaval, hann í Húsasmiðjuna og þau mæla sér síðan mót við einhvern afgreiðslukassann með aðföng til heimilisins. Hvers vegna ekki að gera sér slíka ferð nú til að ná í pallaefni og blóm?“

Lýðfræðileg grillspurning Veðurfar skýrir ekki allt í viðskiptum. Þannig er lífleg sala í útigrillum og vörum til grillunar í Húsasmiðjunni. Hver er skýringin? Kannski vilja Akureyringar og aðrir Norðlendingar sækja sér upplyftingu og yl við grillið í kalsanum. Þetta er viðskiptaspurning sem skortir öruggt svar við en kannski snýst rannsókn málsins frekar um lýðfræði en biss-

nes. Skýringin kann hins vegar að vera nærtækari en margur hyggur, einfaldlega sú að Húsasmiðjan selur frábær grill, til dæmis hágæðagrillin frá Weber. „Aðalatriðið fyrir okkur er auðvit­ að það að hér á svæðinu er talsvert um að vera, atvinnuástand þokkalegt og nokkuð um framkvæmdir hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum,“ segir rekstrarstjórinn og bætir við: „Átakið „Allir vinna“ hafði greinileg áhrif fyrst í stað og var hvati að því að einstaklingar réðust í framkvæmdir sem þeir hefðu ella beðið með. Mér sýnist þetta átak hafa fjarað út að einhverju leyti. Ástæða væri til að rifja það upp og minna fólk á þann möguleika að ráða iðnaðarmenn til að gera eitt og annað gegn því að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan og frádrátt frá tekjuskattsstofni. Þegar öllu er á botninn hvolft höfum við hreint enga ástæðu til að kvarta, enda gerum við það ekki!“ www.husasmidjan.is

Í blómahafi. Lilja Ákadóttir, starfsmaður Blómavals og Guðmundur Kristjánsson, rekstarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals.

Föndrað í sumar, skólaskriða í ágúst Mikið hefur verið að gera framan af sumri í föndur- og hannyrðahorninu í verslun A4 skrifstofu og skóla ehf. við Dalsbraut á Akureyri og hvarflar að starfsmönnum að bæjarbúar og nærsveitamenn noti kuldatíðina til hannyrða og listrænnar sköpunar af ýmsu tagi. Víst er að tímanum er vel varið þannig og jafnvíst er að nóg er úrvalið af því sem til þarf, til dæmis prjónagarni, litum og öðru til að teikna og mála, og af „hráefni“ í skartgripi. Hönnun og framleiðsla skartgripa er orðið býsna vinsælt og útbreitt föndur í heimahúsum og mörg dæmi eru um frumlega og haglega gerða gripi sem framleiðandinn skreytir sig með sjálfur eða gaukar að vinum og vandamönnum. „Föndur og hannyrðir sækja í sig veðrið og við tökum sérstaklega eftir eftirspurninni núna framan af sumri. Vertíðin í þessum viðskiptum er hins vegar í september og október þegar fólk byrjar að undirbúa jólin og jólagjafirnar,“ segir Svavar Eyþórsson verslunarstjóri. Verslun A4 var fyrst opnuð við Glerárgötu á Akureyri fyrir um 5 árum og fyrir hálfu öðru ári var hún færð í um 400 fermetra húsnæði við Dalsbraut. Þá var jafnframt unnt að færa út kvíar í þjónustunni. Við-

Verslun og viðskipti í A4 á Akureyri. Viðskiptavinurinn er Jóna Björk Viðarsdóttir, Patrik Freyr Guðmundsson afgreiðir og á milli þeirra stendur verslunarstjórinn, Svavar Eyþórsson.

skiptavinahópurinn er stór og fjölbreyttur en fyrirtækið sérhæfir sig í að sjá fyrirtækjum fyrir rekstrarvörum af ýmsu tagi og skólum og skólanemum fyrir kennslugögnum og tilheyrandi. Margt fleira er að sjá í hillum verslunarinnar, til dæmis tölvur og tengdar vörur. Vanti menn töskur utan um fartölvu eða farangur í ferðalagið er gott að hafa í huga að í

A4 fást töskurnar rómuðu frá Sansonite. „Við erum vel í sveit sett á nýja staðnum, í grennd við verslunarmiðstöðina Glerártorg og næsta nágranni við hið þjóðþekkta Bakarí við brúna,“ segir verslunarstjórinn. „Það hefur verið mikið að gera hér eftir að skólunum lauk í vor en venjan er sú að síðari hluti júní og júlí er rólegasti

tími ársins. Þá notum við tækifærið til að búa okkur undir umsvifamesta mánuð ársins, ágúst, þegar skólaskriðan fer af stað. Alltaf er gaman að hitta fyrir nemendur í upphafi skólaárs. Allir mánuðir ársins eru skemmtilegir í A4 en ágúst er stærsti mánuðurinn.“ www.a4.is


AKUREYRI | 31

Purity Herbs sér ný tækifæri í nýju húsnæði:

Sala hafin á framleiðsluvörunum í Kína Purity Herbs flutti starfsemi sína nýverið í húsnæði sem fyrirtækið festi kaup á við Freyjunes 4 á Akureyri. Fyrirtækið hefur s.l. 17 ár verið starfrækt við Furuvelli í 170 fermetrum og var það húsnæði orðið allt of lítið enda hefur starfsemin vaxið og dafnað í áranna rás. Umskiptin eru gríðarleg en í Freyjunesi fer starfsemin fram í björtu og rúmgóðu 430 fermetra stóru húsnæði. Húsnæðið hentar starfseminni vel og uppfyllir allar þarfir fyrirtækisins til nánustu framtíðar litið. Nýju húsnæði fylgja ný tækifæri að sögn Ástu Sýrusdóttur eiganda Purity Herbs, en nú fyrir skömmu fór fyrsta sending á vörum fyrirtækisins út til Kína og verið er að ganga frá annarri sendingu. Ásta segir að fram til þessa hafi hún verið á bremsunni eins og hún nefnir það, passað upp á að fyrirtækið yxi ekki of hratt og forðaðist skipulagt markaðsstarf í útlöndum. „Við höfum alla tíð selt umtalsvert af okkar vörum til útlanda, m.a. Norðurlandanna, Belgíu, Frakklands og fleiri landa, en það má segja að þar hafi tilviljanir ráðið mestu, fólk hefur komist í snertingu við vörurnar og fundið út að þarna er um einstakar snyrtivörur að ræða og í framhaldinu langað til að koma þeim í sölu í sínu heimalandi,“ segir Ásta. Um 70% af vörum Purity Herbs eru seldar á heimamarkaði en sala erlendis á liðnum árum segir hún að hafi

kunnugt er bara eiga eitt barn og þeir eru tilbúnir að kosta miklu til, vilja aðeins það besta fyrir barnið sitt,“ segir Ásta.

Barnalínunni vel tekið í Kína Vörurnar eru seldar undir heitinu Pure Iceland. „Við erum vongóð um að þetta gangi vel, en munum í upphafi einbeita okkur að barnalínunni. Síðar höfum við svo uppi áform um að hefja sölu á þeim vörum okkar sem henta mæðrum og meðgöngutímanum,“ segir Ásta. Áætlanir fyrirtækisins ganga út á að sala á vörunum í Kína muni aukast um 80% á milli áranna 2011 og 2012 og þegar til lengri tíma er litið, til loka ársins 2013, muni aukningin nema 125% að magni til. „Þetta er gríðarlega stór markaður og á þessari stundu vitum við ekki hvernig okkur reiðir af þar, en erum þess þó fullviss að það er pláss fyrir okkar vörur þar,“ segir Ásta. Ásta Sýrusdóttir fjármálastjóri og Jón Þorsteinsson framkvæmdastjóri í nýjum húsakynnum Purity Herbs við Freyjunes. Nýju og stærra húsnæði fylgja ný tækifæri, en nýlega hóf fyrirtækið að flytja út vörur úr barnalínu sinni til Kína og gera áætlanir ráð fyrir að útflutningur þangað aukist.

gert að verkum að fyrirtækið hafi fengið ákveðinn hluta af tekjum sínum í evrum og þannig hafi því tekist að sigla farsællega í gegnum efnahagshrunið. „Við sjáum nú ný tækifæri og erum þess fullviss að markaðurinn, sem

er að opnast fyrir okkar vörur í Kína, muni hafa góð áhrif á rekstur fyrirtækisins,“ segir Ásta. Venjan er sú að hennar sögn, að ódýrar kínverskar vörur streymi til Evrópu oft í lágum gæðum „en við hjá Purity Herbs snúum þessu við og seljum hágæða,

www.purityherbs.is

handunnar, 100% hreinar snyrtivörur til Kína.“ Fyrst í stað eru það vörur úr barnalínu Purity Herbs sem seldar eru í Kína, um er að ræða þrjár tegundir, barnaolíu, barnakrem og barnasápu. „Kínverjar mega sem

GERÐU ÞÉR DAGAMUN

Í MÝVATNSSVEIT

Á Hótel Gíg í Mývatnssveit er fallegur veitingastaður með heillandi útsýni yfir Mývatn. Þar er metnaður í matreiðslu og þjónustu. Gerðu þér dagamun, heimsæktu Mývatnssveit, skoðaðu einstaka náttúruna, skelltu þér í Jarðböðin og endaðu svo í ljúffengum kvöldverði á Hótel Gíg. Leitið upplýsinga í síma 464 4455

Hótel Gígur // Skútustaðir, 660 Mývatn Sími 464 4455 // Fax 464 4279 gigur@keahotels.is // www.keahotels.is


32 | AKUREYRI

Vaðlaheiðargöng að komast á framkvæmdastig „Því er ekki að neita að margir bíða óþreygjufullir eftir að framkvæmdir fari í gang,“ segir Pétur Þór Jónasson stjórnarmaður í félaginu Vaðlaheiðagöngum hf. Hann segir málið í ákveðnum farvegi, verið sé að fara yfir gögn sem bárust í forvali vegna gangnagerðarinnar og þess að vænta að henni ljúki fljótlega. Að því loknu verði hægt að bjóða verkið út. Alls hafa sex verktakar eða sameignarfélög verktaka lýst áhuga á að bjóða í framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng, þar af koma íslensk fyrirtæki við sögu í fjórum væntanlegum tilboðum af sex (ÍAV, Ístak, Suðurverk og Norðurverk - sem að standa sex fyrirtæki í Eyjafirði). Ístak stendur

eitt að tilboði sínu og Norðurverk sömuleiðis. ÍAV og Suðurverk eru í samstarfi við verktakafyrirtæki í Sviss og Tékklandi. Að fimmta tilboðinu standa verktakar í Danmörku og Færeyjum og að því sjötta standa norskir verktakar.

Tekur allt sinn tíma Forvali lauk í byrjun maí en Pétur Þór segir að farið hafi verið yfir gögn sem bárust og muni þeirri vinnu ljúka innan skamms, en örlitlar tafir hafi orðið á þeirri vinnu af ýmsum ástæðum. „Þetta tekur allt sinn tíma og eitt og annað sem tafið hefur yfirferð, m.a. eignarnámsmál og fleira,“ segir hann. Á vegum fjármálaráðu-

Fasteignamarkaðurinn nær andanum Fasteignamarkaðurinn hefur nokkuð náð sér á strik undanfarna mánuði eftir erfið misseri þar á undan. Björn Guðmundsson hjá Fasteignasölunni Byggð segir að að allt árið 2010 hafi eftirspurn styrkst og sú þróun hafi haldið áfram nú á árinu 2011. „Það er mikil spurn eftir skuldsettum ódýrari eignum, þar er yngra fólkið að festa sér íbúðir enda er lítið framboð af leiguhúsnæði,“ segir Björn.

Tilkoma Vaðlaheiðarganga verður mikil samgöngubót á Norðurlandi.

neytisins er nú einnig unnið af krafti við samningagerð vegna fjármögnunar. „Við vonum að þessu ljúki fljótlega og þá verður hægt að bjóða verkefnið út. Ég á von á því að síðari hluta árs verði komin niðurstaða í málið og verktakar hefjist þá handa í kjölfarið. Vegfarendur munu svo sannarlega verða varir við það þegar þeir koma sér fyrir við væntanlega gangnamunna Eyjafjarðarmegin. Þar er lítið athafnasvæði og við gerum ráð fyrir að töluvert rask fylgi þessum

framkvæmdum í upphafi,“ segir Pétur Þór.

Margir bíða spenntir Hann segir að fjölmargir hafi lýst ánægju með að verkefni sé um það bil að fara af stað. „Það hlakka greinilega margir til, maður heyrir af því að menn eru spenntir fyrir þessum framkvæmdum og bíða fullir eftirvæntingar eftir að framkvæmdir hefjist,“ segir Pétur Þór. Hlutafélagið Vaðlaheiðagöng hf. var stofnað í mars og eru hluthafar

tveir, Vegagerðin með 51% hlut og Greið leið með 49% hlut. Vaðalheiðagöng verða 7,5 kílómetrar að lengd með vegskálum beggja vegna, en hvor þeirra um sig verður 280 metrar að lengd. Vegtengingar að göngunum verða um 4 kílómetrar. Göngin munu stytta Hringveginn um 16 kílómetra og er áætlað að umferð um þau verði um 1400 bílar á sólarhring. Gert er ráð fyrir að göngin verði tekin í noktun í lok árs 2014 og heildarkostnaður er áætlaður um 10,4 milljarðar króna á verðlagi þessa árs.

Annars segir hann að ágæt hreyfing sé í öllum eignaflokkum þ.e.a.s. að dýrari eignir seljast í sama hlutfalli og þær gerðu á árunum 2004 til 2006. „Að mínu mati er markaðurinn enn vaxandi og sérstaklega spennandi þar sem fáir aðrir traustir fjárfestingarkostir eru á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Björn.

Keiluíþróttin er nú orðin hluti af Íþróttafélaginu Þór.

Keilan orðin ein af bæjaríþróttunum Með tilkomu Keilunnar á Akureyri fyrir rúmum þremur árum varð til ný afþreying á Akureyri sem nú hefur þróast út í að verða ein af íþróttagreinum bæjarins. Í vetur voru reglubundnar æfingar á vegum Keilufélags Akureyrar í samstarfi við Keiluna og um þessar mundir er keilan að eignast sinn sess í íþróttalífinu sem deild í Íþróttafélaginu Þór. Þorgeir Jónsson, eigandi Keilunnar og Kaffi Jónsson við Hafnarstræti,

segir fastan kjarna fólks æfa keilu reglubundið yfir vetrartímann. Keiluspilarar frá Akureyri hafa einnig tekið þátt í keppnum syðra, auk þess sem reyndir þjálfarar hafa komið norður og leiðbeint. „Með því að keilan verður deild í Íþróttafélaginu Þór skapast forsendur til að þróa þessa íþróttagrein enn frekar og meðal annars eru áætlanir um að bjóða upp á leiðbeiningar fyrir nýliða, hlúa að barna- og unglinga-

starfi í framtíðinni og þannig má áfram telja. Keila er mjög skemmtileg afþreying en ekki síður sem heilsusamlegt og skemmtilegt sport til að stunda. Ég bind því miklar vonir við eflingu hennar með samstarfinu við Þór,“ segir Þorgeir. Átta brautir eru í Keilunni á Akureyri og undir sama þaki er rekinn veitingastaðurinn Kaffi Jónsson. Opið er alla daga í Keilunni til kl. 23:30.


AKUREYRI | 33

Gróska í galleríum á Grenivík „Við opnuðum galleríið þann 18. júní og verðum með opið alla daga í sumar,“ segir Birna Friðriksdóttir í Hléskógum í Höfðahverfi, ein þeirra sem standa að Gallerí Miðgörðum sem starfrækt verður í fyrsta sinn á Grenivík í sumar. Nafnið er dregið af húsinu sem galleríið er starfrækt í en Miðgarðar eru eitt elsta hús staðarins. Forsaga stofnunar þessa nýja gallerís er að sveitarstjóri Grýtubakkahrepps sendi út dreifibréf og boðaði til fundar þeirra sem hug hefðu á að leggja saman krafta sína í stofnun handverkshúss. Á þann fund mættu 9 konur með mismunandi bakgrunn í handverki eða myndlist og tóku þær höndum saman um að setja gallerí á stofn. „Þarna erum við með ýmiss konar handverk, allt frá myndlist yfir í prjónavörur, húfur og ýmislegt fleira. Framleiðendur eru hér í sveitarfélaginu eða ættaðar héðan, þannig að segja má að þetta endurspegli handverk úr Grýtubakkahreppi,“ segir Birna sem sjálf framleiðir húfur undir því skemmtilega nafni Volcap og er þar vísað í íslensku eldfjöllin. Sem fyrr segir var opnað í Gallerí Miðgörðum 18. júní og verður opið alla daga kl. 13-17.

Karlar, kerlingar og ámálaðir strákústar! En þó Grenivík sé ekki stór staður eru galleríin engu að síður tvö á staðnum því fyrir er Gallery Glóu en það hefur Eygló Kristjánsdóttir rekið um fimm ára skeið við Hafnargötu 1. Þar selur hún fyrst og fremst eigin framleiðslu. „Hér hef ég til sölu skart, kort, gifs, gler, keramik, tröll og ýmislegt fleira. Svo er einnig hægt að panta hjá mér litla og stóra málaða kústa og einnig hef ég verið að mála karla, kerlingar, uglur og fleira á steina,“ segir listakonan Eygló.

Tvær af aðstandendum Gallerís Miðgarða, Birna Kristín Friðriksdóttir og Sigríður Haraldsdóttir, við húsið sem nú fær hlutverk gallerís.

Strákústur sem sannarlega hefur fengið nýjan stíl hjá listakonunni Eygló.

Papco

á Akureyri

Pappír og hreinlætisvörur í miklu úrvali Papco er fyrsta íslenska framleiðslufyrirtækið sem fær umhverfismerkið

á framleiðsluvörur.

Hafið samband við sölumenn okkar á Akureyri í síma 462 6706 eða í Reykjavík í síma 587 7788

www.grenivik.is

Akureyri er heitasti staðurinn! Könnun sem fyrirtækið Miðlun ehf. gerði nú í byrjun sumars staðfestir það sem margir halda fram - Akureyri er heitasti staðurinn í sumar! Hér er að vísu ekki talað um hitasúlurnar heldur hvert hugur landsmanna leitar þegar spurt er um áfangastaði í sumarferðunum. Tæp 40% svarenda töldu áhugavert að heimsækja Akureyri og tæp 18% nefndu Siglufjörð, sem telst vera meðal hástökkvara ársins miðað við sömu könnun í fyrra. Þessu til viðbótar mælist Fiskidagurinn á Dalvík sú bæjarhátíð sem flestir telja áhugaverðasta. Vermir þar með sama sæti og í fyrra. Könnunin var gerð dagana 27. maí til 5. júní og voru 800 manns í úrtakinu.

Papco Austursíðu 2, 603 Akureyri, sími 462 6706 Verslun opin frá 10-14 Stórhöfði 42, 110 Reykjavík, sími 587 7788 Verslun opin frá 9-17

www.papco.is www.papco.is


34 | AKUREYRI

Tapas af list í Listagili ZIR- kr .

ZIR- Kr .

ZIR- Kr .

ZIR- Kr .

ZIR-P Kr .

ZIR- .

ZIR- Kr .

Veitingahúsaflóran á Akureyri fékk spánska vídd í byrjun apríl þegar opnaður var tapasbarinn Goya í Kaupvangsstræti eða öllu heldur í sjálfu Listagilinu. Sigfús Jónsson, yfirkokkur og einn af eigendum staðarins, flutti þar með á heimaslóðirnar með stæl. Hann hafði áður starfað á veitingahúsum og í mötuneytum í Reykjavík í 18 ár en þegar álitlegt húsnæði til veitingarekstrar bauðst í miðbæ Akureyrar varð strax ljóst að leiðin lá norður.

Galopið eldhús Goya tapasbar er sérstakur að því leyti að eldhúsið er galopið. Gestir í sal fylgjast með kokkunum elda og kokkarnir taka þátt í fjörinu á staðnum á góðum stundum og fá viðbrögð gestanna beint í æð! Sömuleiðis er vert að halda því til haga að Goya er sá veitingastaður á Akureyri sem lengst er opinn um helgar eða til 00:30 og lengur ef aðsókn kallar á slíkt. Yfirkokkurinn segist reyndar ætla að kenna Akureyringum, sveitungum sínum, að fá sér smárétti og njóta matar síns seinna á kvöldin en þeir eru vanir á veitingahúsum bæjarins. „Það var ósköp gott að koma aftur hingað heim, enda er Akureyri frið-

sæll og rólegur bær. Stressið varð eftir fyrir sunnan. Ég naut þess mest að vinna við spánska og ítalska matargerð á veitingahúsum syðra. Ekki kom því annað til greina en að setja upp tapasbar og nýta þetta fína íslenska hráefni, fisk og kjöt, í bragðmikla rétti á spánska vísu. Við spilum gjarnan tónlist frá Spáni í salnum til að auka á stemninguna. Markmiðið er að fá fólk til að líta inn seinna um kvöld en það er vant að borða, til dæmis eftir leiksýningar eða bara eftir gönguferð í bæinn, fá sér einn eða tvo rétti og vínglas fyrir heimferðina. Aðrir koma að sjálfsögðu fyrr, fá fleiri rétti og sitja lengur. Markmiðið er að lengja kvöldið hjá fólki og undirstrika jafnframt að það á ekki að kosta einhver ósköp að borða úti. Til dæmis fullyrði ég að verð á víni á Goya er með því lægsta sem þekkist á veitingahúsum á Akureyri og þá er ég að tala um góð vín.“

Lamb í lakkrís, naut í karamellu Á matseðlinum á Goya kennir ýmissa grasa en óhjákvæmilegt er að nefna til sögu saltfisk frá Akranesi og eyfirska hráskinku með spánskum osti og döðlum. Lambainnlæri í lakkríssósu er líka afar áhugaverður réttur

Sigfús Jónsson yfirkokkur og Tryggvi Gunnarsson, aðstoðarmaður í eldhúsi, undirbúa komu gesta á Goya tapasbar.

og síðast en ekki síst skal nefna nautalundir í karamellusósu með chili og hvítlauk, rétt sem er frumsaminn af Sigfúsi yfirkokki og verður skrifara þessara lína hugstæður býsna lengi. Eiginlega eru karamellulund-

irnar einar og sér næg ástæða til að heimsækja Goyja og láta reyna á eldamennskuna þar á bæ! www.goya.is

Garðinum gjörbreytt með hellum og hleðslum Listilega útfærður garður, hellulagðar stéttar, plön og pallar geta farið langt með að hressa upp á sálartetrið þegar veðurguðunum virðist fyrirmunað að átta sig á því að samkvæmt almanakinu ætti að vera komið sjóðheitt sumar og það fyrir nokkru síðan! BM Vallá gerir sitt til að auðvelda Norðlendingum að fegra garðinn og bílaplönin því nú í sumarbyrjun opnaði fyrirtækið nýja söludeild og afgreiðslu að Austursíðu 2 á Akureyri. Þar er hægt að fá allt sem nöfnum tjáir að nefna í framleiðslu BM Vallár og er það hreint ekki lítið. Og svo miklu meira en bara hellur þó að hellurnar séu eitt af því sem BM Vallá er hvað þekktast fyrir. „Hér seljum við allt frá forsteyptum húseiningum niður í handverkfæri fyrir múrverk,“ segir Ívar Ragnarsson, sölustjóri BM Vallár á Akureyri.

Garðurinn endurhannaður ókeypis! Fjölbreytt framleiðsla á hellum BM Vallár eykur möguleika húseigenda til að finna þann stíl sem fellur best að húsum þeirra, görðum og umhverfi. Formin og stærðirnar eru fjöldamargar, úr nokkrum litum að velja og hægt að fá margar steingerðirnar í kerfum þar sem auðvelt er að fella saman hellulögn, hleðsluveggi og fleira í fallega heild. Og þeir sem fá valkvíða frammi fyrir fjölbreytninni geta fengið ráðgjöf landslagsarkitekta BM Vallár og annarra þrautreyndra starfsmanna fyrirtækisins. „Við fáum landslagsarkitektana

Ívar Ragnarsson í sýningarsalnum í Austursíðu þar sem sjá má nokkur dæmi um hellulagnir og hleðslur með framleiðsluvörum BM Vallár.

reglulega hingað til okkar og nú þegar hafa tugir nýtt sér þá þjónustu hér á Akureyri í vor og í mörgum tilfellum eru húseigendur byrjaðir að framkvæma með bros á vör,“ segir Ívar en allar gerðir af hellum í framleiðslu BM Vallár eru til á lager í Austursíðunni og raunar flestar aðrar framleiðsluvörur einnig. Hvað hús-

eigendur áhrærir nefnir Ívar ýmar gerðir af steyptum blómakerum sem geta gert mikið fyrir garðinn eða veröndina, hvort heldur eigendur vilja halda þeim ómáluðum eða lita í stíl við húsin. „Ég hvet fólk eindregið til að líta til okkar, sjá hellurnar í sýningarsalnum og kynna sér hvaða lausnir við höfum að bjóða. Það má

segja að hér veitum við alla þjónustu sem BM Vallá býður upp á aðra en að afgreiða blautsteypu,“ segir Ívar en þar má nefna húseiningar, svalir og garðveggi, múrvörur, glugga, gólfeiningar og loftaplötur. www.bmvalla.is


AKUREYRI | 35

Hönnun í brennidepli hjá Hrím Hugvit og hönnun er í miklum uppgangi á Íslandi um þessar mundir – og ekki síst á Akureyri. Akureyrarblaðið ræddi við Tinnu Brá Baldvinsdóttur, sem á og rekur hönnunarverslanir Hrím ásamt Hrafnhildi A. Jónsdóttur. Verslanir Hrím eru bæði í Listagili og í Menningarhúsinu Hofi, en báðar voru þær stofnaðar fyrir um ári síðan: „Við héldum upp á ársafmæli verslunar okkar í Listagili í byrjun júní með alls kyns tilboðum og veitingum, en í ágúst höldum við upp á ársafmæli verslunarinnar í Hofi,“ segir Tinna Brá og ljóst er að þær stöllur hafa verið önnum kafnar við bæði framleiðslu og rekstur undanfarið ár. „Við erum með vinnustofu í Listagili og því var það kannski ekki svo stórt skref að opna verslun þar samhliða,“ bætir Tinna Brá við. Þær Hrafnhildur hanna og framleiða einnig eigin vörulínu, en margir kannast við Birki skartgripatré og Hrím hönnunarlínuna sem einkennist af fallegum álkrönsum í ýmsum litum. Tinna Brá segir mikla grósku vera í hönnun á Norðurlandi: „Okkur fannst svo mikið vera í gangi hérna en að það vantaði sárlega verslun þar sem allt hið besta í hönnun væri samankomið á einum stað. Við vildum líka koma norðlensku fólki á framfæri sem væri að stíga sín fyrstu skref með nýjar vörur. Margir hafa leitað til okkar með fallegar vörur og við höfum aðstoðað þá við til dæmis merkingar, en það er skilyrði hjá okkur að varan sé fullbúin og vel merkt í umbúðum. Þá höfum við einnig hannað vörumerki og auglýsingar fyrir ýmsa.“ „Við hvetjum fólk sem á leið um bæinn, bæði Íslendinga og útlendinga, að kíkja inn hér í Hofi og sjá íslenska og norðlenska hönnun. Við höfum heyrt að það sé margt öðruvísi hjá okkur heldur en í Reykjavík,“ segir Tinna Brá. „Það er náttúrulega ótrúlega gaman að koma hingað í þetta nýja og fallega hús, en auk okkar er hér mjög góður veitingastaður, upplýsingar fyrir ferðafólk og skemmtilegar sýningar á göngunum.“

Tinna Brá og Hrafnhildur hanna og framleiða eigin vörulínu. Hér má sjá skartgripatré eftir þær stöllur. www.hrim.is

Tinna Brá Baldvinsdóttir og Hrafnhildur A. Jónsdóttir reka Hrím í Hofi og Listagili.


36 | AKUREYRI

Áð á Þríklökkum í morgunsárið.

Glerárdalshnjúkur og Stóristallur.

24 tinda ganga umhverfis Glerárdalinn sjöunda árið í röð:

Morgunstund á Kerlingu er ólýsanleg „Að standa á toppi Kerlingar árla morguns, horfa á fjöllin, fjörðinn og Akureyri í morgunsólinni er sjón sem er engu öðru lík. Þarna er í orðsins fyllstu merkingu hápunkti Glerárdalsgöngunnar náð og þetta eru þær stundir sem gefa manni mest í fjallgöngum,“ segja þeir Viðar Sigmarsson og Ragnar Sverrisson sem hafa verið í hópi þeirra sem staðið hafa fyrir sólarhringsgöngu á 24 tinda umhverfis Glerárdal síðustu sex árin. Nú er komið að sjöundu göngunni en hringurinn verður genginn laugardaginn 9. júlí. „Það má segja með sanni að Glerárdalshringurinn sé einn af þeim viðburðum sem markaði upphafið á þeirri sprengingu sem við höfum séð hér á landi í fjallgöngum og útivist síðustu árin. Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á að þessi ganga er líkamleg áskorun og þátttakendur þurfa að hafa búið sig vel undir gönguna. Og að sama skapi undirstrikum við sem fyrr að þetta er ekki keppni í að komast á sem skemmstum tíma þennan hring en vissulega fara göngumenn misjafnlega hratt yfir. Og einmitt þess vegna skiptum við þátttakendum í hópa eftir getu og hraða til að tryggja að allir fari á þeim hraða sem þeim hentar best og að þeir fái sem mesta ánægju út úr göngunni. Og við vitum af reynslunni að hún er ómæld,“ segja þeir félagar sem hafa mörg fjöllin gengið á undanförnum árum.

Eins og að fara tvisvar á Hvannadalshnjúk Samfelld ganga á 24 tinda umhverfis Glerárdal var skipulögð í framhaldi af því að Þorvaldur Þórsson, landsþekktur göngugarpur, fór þessa leið fyrir átta árum. Fyrsta Glerárdalsgangan var síðan árið 2005. Frá upphafi hefur verið gengin sama leið en

Súluhryggur, séð frá Kerlingu.

Hin tignarlega Kerling.

allt utanumhald og skipulag þróast í samræmi við síaukinn fjölda þátttakenda. Gengið er frá Skíðahótelinu kl. 8 á laugardagsmorgni og rangsælis hringinn um Glerárdal þannig að síðustu tindar göngunnar eru Súlur. Göngulengd er í heild um 45 kílómetrar og hækkun samanlagt um 4500 metrar. Til samanburðar er það eins og að ganga tvisvar á Hvannadalshnjúk í röð. Tímalengd göngunnar er um 2028 klukkustundir, allt eftir því hversu hratt hóparnir fara yfir. Leiðsögumenn eru í öllum hópum og mjög náið samstarf við bæði björgunarsveitir og lögreglu ef eitthvað bregður út af. Það er til marks um undirbún-


AKUREYRI | 37

Fögnuður í gönguhópi á Kistu.

ing þátttakenda og árangur af skipulaginu að þrátt fyrir að farið sé yfir erfitt fjallasvæði þá hafa ekki orðið óhöpp í göngunni þannig að þurft hafi að kalla út sveitir til aðstoðar. Vissulega hefur fólk fengið smávægilegar skrámur og annað sem fylgir fjallaferðum sem þessum en engin meiðsl hlotist.

Endurspeglar fjölbreytileika Tröllaskagans „Það mikilvægasta er að fólk meti

Kambsfjall, séð frá Hrossahnjúk.

sína getu rétt og að það finni sér réttan hraða í upphafi göngunnar. Þetta er langt úthald en okkur kemur sjálfum alltaf jafn mikið á óvart hvað þessi tími líður hratt og einhvern veginn áttar maður sig ekki á því meðan á stendur að þetta sé um og yfir heill sólarhringur samfellt á göngu,“ segja Viðar og Ragnar en í ár reikna þeir með upp undir 100 þátttakendum. Mestur hefur þátttakendafjöldinn verið um 140 manns en eins og við var að búast hefur dregið

úr honum eftir því sem fleiri gönguviðburðir út um allt land hafa litið dagsins ljós. „Tröllaskaginn er eitt allra fjölbreyttasta og skemmtilegasta göngusvæði landsins og hefur göngufólk um allt land verið að uppgötva svæðið æ meira. Glerárdalshringurinn er spegilmynd af því sem Tröllaskaginn býður upp á; fjölbreyttir tindar, hæð, stórkostlegt útsýni og þannig mætti áfram telja. Og margir segja að þeir hafi aldrei séð annað eins af grjóti á

ævi sinni eins og í Glerárdalshringnum! Þrátt fyrir að við förum alltaf sömu leið þá er gangan aldrei eins tvö ár í röð því snjóalögin geta verið mjög misjöfn – fyrir utan veðrið að sjálfsögðu. Í ár má búast við því að við göngum meira á snjó en oft áður en það getur líka verið léttara fyrir marga. Þó svo að þetta sé mikil áskorun í fjallgöngum þá er Glerárdalshringurinn fyrst og fremst upplifun og ánægja fjallgöngumanna og sá sæluhrollur nær hámarki þegar í kjöt-

súpuna er komið við lok hringsins,“ segja fjallgöngumennirnir tveir að lokum með bros á vör. Eins og fram kemur á heimasíðu Glerárdalshringsins, www.24x24, eru þrjár útfærslur er í boði, þ.e. heill hringur, 13 tindar eða 7 tindar. Skráning er til 3. júlí en allar upplýsingar um undirbúning og skipulag er einnig að finna á síðunni. www.24x24.is

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ FÁ LJÓSLEIÐARA INN Á ÞITT HEIMILI? Skráðu þig þá á www.tengir.is eða hafðu samband í síma 4 600 460 Ekki bara hugsa um það, engin skráning – enginn ljósleiðari! Hann gæti verið nær en þig grunar.

Tengir hf. er í eigu heimamanna og Norðurorku hf. og rekur grunnfjarskiptanet á Eyjafjarðarsvæðinu.


38 | AKUREYRI

Í sóknarhug með Motul og Halvarssons Birkir Sigurðsson og Finnur Aðalbjörnsson eru eigendur að nýju fyrirtæki á Akureyri sem nefnist Motul á

Friðland fuglanna á Húsabakka Sýningin Friðland fuglanna verður opnuð í Náttúrusetrinu á Húsabakka í Svarfaðardal á morgun, föstudaginn 1. júlí. Sýningin er nokkurs konar forstofa að Friðlandi Svarfdæla og fjallar um fugla og votlendi en með nokkuð óhefðbundum hætti þó. Þetta er sýning um lifnaðarhætti fugla, mörgu skondnu og skemmtilegu bregður fyrir sem tengist fuglalífi, uppstoppaðir fuglar skipa veigamikinn sess og jafnvel er hægt að sjá á skjám hvernig tilhugalíf fugla gengur fyrir sig. Sýningin verður opin alla daga í sumar kl. 12-18.

Íslandi. Fyrirtækið tók á dögunum við sölu og þjónustu á frönsku Motul mótorolíunum og telur Birkir, sem er framkvæmdastjóri Motul á Íslandi, að það séu mörg tækifæri á íslenskum markaði fyrir Motul olíur. Motul er afar sérhæft olíuframleiðslufyrirtæki og er einna fremst í framleiðslu á hi-tec olíum. Motul var t.d. fyrst í heiminum til að framleiða 100% syntetíska olíu á bílvélar. Birkir sér talsverð sóknarfæri framundan enda hefur Motul verið selt á Íslandi til margra með góðum árangri „Ég stefni á mikla sókn á markaðnum og nú þegar höfum við náð miklum árangri tengdum mótorsporti. Þetta er vara fyrir bíla, vinnuvélar, landbúnaðartæki, skip og báta. Með öðrum orðum alla þá staði þar sem olíur koma við sögu, hvort heldur er á aflvélar, gírskiptingar eða vökvakerfi. Reynsla og rannsóknir að baki Motul sýna mætavel hversu góð þessi vara er og ég er sannfærður um að hún mun sækja verulega á hér á markaðnum,“ segir Birkir sem mun beina kastljósi sínu að smurstöðvum, verktakafyrirtækjum, útgerðum, bændum og að sjálfsögðu smásölumarkaði. Olían er fáanleg í stórum

Birkir Sigurðsson með farm af Motul-olíum sem eru á leið til viðskiptavina.

og hagstæðum einingum fyrir stærri notendur og smásölubrúsum fyrir almennan markað. Motul á Íslandi verður áfram að í Draupnisgötu 6 þar sem er smásöluverslun á Motulvörum en auk þess Halvarssons fatnaði og ýmsu öðru sem tengist mótorsporti.

Halvarsson fatnaður, hjól og sleðar „Samhliða Motul-olíunum mun ég

einnig leggja mikla áherslu á Halvarssons fatnaðinn en sú lína inniheldur allt sem mótorhjóla- og vélsleðamenn þurfa á að halda. Þetta er, líkt og Motul, þrautreynt og þekkt merki sem fyrir löngu hefur sannað sig og fólk í íslensku mótorsporti þekkir af góðu einu,“ segir Birkir sem auk þessa selur og þjónustar öll helstu merki í torfærumótorhjólum og vélsleðum. Þar má nefna Arctic Cat, Yamaha, Can Am, Ski-doo og Lynx.

Hið unga Motul á Íslandi er því strax komið á fulla inngjöf - ef svo má segja! Hægt er finna nánaari upplýsingar um fyrirtækið á heimasíðu þess. www.motulisland.is

Gæða ullarföt á góðu verði! Frábært úrval á alla fjölskylduna. Ómissandi í útivistina!

www.janus.no

Laugavegi 25 Hafnarstræti 99-101 Reykjavík Akureyri s. 552-7499

s. 461-3006


AKUREYRI | 39

Saltfisk og sófasett, takk Örkin hans Nóa við Hafnarstræti á Akureyri á sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað eða hvar annars staðar geta menn keypt húsgögn og snætt dýrindis sjávarrétti á einum og sama staðnum? Maturinn er kapítuli út af fyrir sig en það verður líka að nefna staðinn sjálfan og umhverfið. Upplifunin magnast við að geta horft út yfir Pollinn úr notalegum veitingasalnum í innbæ Akureyrar. Umfram allt þarf að gefa sér tíma til að njóta stundarinnar og skoða auðvitað í leiðinni það sem í boði er af listmunum og húsgögnum – ef erindið var þá ekki upphaflega það að kíkja á listgripi, sófasett, borð eða stóla!

Akureyringar og bæjargestir þekkja Örkina hans Nóa sem húsgagnaverslun og rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Eftir efnahagshrunið dofnaði yfir húsgagnasölu á Íslandi og áhöfnin á Örkinni, Helga Jóhannsdóttir og Kristján E. Jóhannesson, veltu fyrir sér hvernig við mætti bregðast. Niðurstaðan varð sú að opna kaffihús og listagallerí í versluninni haustið 2010 og stíga skrefi lengra núna vorið 2011 með því að að opna veitingahús með sjávarréttum og öðru hollustufæði í öndvegi. Kvöldmatseðillinn ræðst af því sem tiltækt er af fersku sjávarfangi hverju sinni en í hádeginu er boðið upp á súpu, plokkfisk og rúgbrauð fyrir 1.400 krónur.

Gestir í björtum og rúmgóðum veitingasalnum.

Óhætt er að segja að nýi veitingastaðurinn hafi fengið hlýjar og góðar viðtökur, eins og reyndar umsagnir gesta á Fésbók sýna best og sanna: „Ég kom með 6 magnaðar konur frá jafn mörgum löndum í mat í Örkina um daginn og þær áttu ekki til orð til að lýsa gleði sinni og undrun yfir gæðum lostætisins.“ Annar skrifar: „Áttum frábæra kvöldstund þar sem

Lambi töfraði fram gellur og sandkola af hreinni snilld. Fer klárlega fljótlega aftur.“ Lambi er altsvo yfirkokkurinn á Örkinni hans Nóa! Veitingareksturinn bætist við þá starfsemi sem fyrir er í Örkinni hans Nóa. Húsgögn verða með öðrum orðum seld þar áfram en á þann hátt að til staðar verða sýnishorn af vönduðum, hagkvæmum og góðum hús-

gögnum frá dönsku fyrirtæki sem síðan verða pöntuð að utan. Þau berast kaupendum á Akureyri viku til tíu dögum síðar með Norrænu til Seyðisfjarðar og þaðan áfram á áfangastað. Margt gleður augað í Örkinni hans Nóa og nú er líka hægt að gæla þar við bragðlaukana svo um munar.

Örkin hans Nóa. Margt gleður augað utan dyra og innan og ferska sjávarfangið úr eldhúsinu svíkur ekki!

Allt sem veiðimaðurinn þarf

R a m

Allt fyrir golfarann útivistarfatnaður og skór

útivistarverslun Kaupvangsstræti 4 600 Akureyri Sími 461-1516 Fax 461-2627


40 | AKUREYRI

FÓTBOLTAFJÖR 500 strákar á N1-móti KA N1-mót KA er haldið núna í vikunni í 25. skipti. Lengst af nefndist mótið ESSO-mót KA, en eftir að nafn Olíufélagsins breyttist í N1 heitir mótið N1mót KA. Knattspyrnudeild KA annast framkvæmd mótsins, sem er eitt hið allra stærsta á landinu á hverju ári. Í mótið eru skráð 168 lið og þar með er mótið fullt. Það er jafn umfangsmikið og í fyrra, en þá var metþátttaka. Þessi 168 lið koma frá hvorki fleiri né færri en 37 félögum um allt land. Spilað er í sex deildum og eru 28 lið í hverri deild, sem er skipt í fjóra riðla og eru sjö lið í hverjum riðli. Riðlakeppni lýkur föstudaginn 1. júlí og þá tekur við krossspil og síðan er spilað um sæti á síðasta keppnisdegi – laugardaginn 2. júlí. N1-mótið er fyrir stráka í 5. aldursflokki og lætur nærri að þátttakendur séu um 1500 talsins. Að viðbættum liðsstjórum og þjálfurum eru þátttakendur væntanlega um 1800. Að ógleymdum gríðarlegum fjölda foreldra, systkina og annarra áhangenda. Óhætt er því að segja að mörg þúsund manns leggi leið sína til Akureyrar bara til þess að taka þátt í N1-mótinu. Fyrsta árið sem KA hélt ESSO-mótið árið 1987 voru þátttakendur 160 í sextán liðum og þótti nokkuð gott. Næstu árin hélt keppnisliðunum á ESSOmótinu áfram að fjölga og árið 2000 voru þau orðin 107 talsins og það ár hafði mótið aldrei verið stærra eða með 400 keppendum. Enn fjölgaði næstu árin og kreppan hafði klárlega þau áhrif að enn fleiri lögðu leið sína á N1-mótið og raunar önnur knattspyrnumót sem haldin eru hér á landi. Í fyrra varð, sem fyrr segir, metþátttaka og mótið í ár er jafn stórt. Til þess að þetta gangi allt upp leggur mikill fjöldi sjálfboðaliða hönd á plóg við að afgreiða mat, sjá um gistingu í skólum bæjarins, dómgæslu á völlunum og svona mætti áfram telja. Skjóta má á að sjálfboðaliðarnir séu um þrjú hundruð talsins í það heila. Myndir: Þórhallur / Pedromyndir


AKUREYRI | 41

Á AKUREYRI Pollar og skvísur í fótbolta! Pollamót Þórs og Icelandair verður haldið í 23. sinn dagana 1.-2. júlí. Í upphafi gerðu menn vísindalega veðurrannsókn/ úttekt á því hvaða tími sumars henti best til slíks mótahalds. Niðurstaðan var sú að besta veðrið á Akureyri í gegnum árin er í kringum fyrstu helgina í júlí. Þá ku eiga vera hlýjast, mestar líkur á sól og afar ólíklegt að það rigni. Þar með var ákveðið að mótið skyldi haldið þessa helga ár hvert. Allar götur síðan man enginn til þess að veður hafi verið með öðrum hætti en menn hugðu í upphafi; ,,gott veður!“ Keppendur á Pollamótum Þórs eiga það flestir sameiginlegt að vera komnir af léttasta skeiði og mega muna fífil sinn fegurri innan vallar. Hugurinn ber þá oftar en ekki hraðar yfir en svo að útlimir nái að fylgja með. Allir þeir sem taka þátt í Pollamóti eiga það sameiginlegt að vera mættir til leiks með því markmiði að hafa gaman af, skemmti sér og öðrum. Undanfarin ár hefur verið keppt í þremur flokkum karla þ.e. Polladeild +30 ára, Lávarðadeild +40 og Öðlingar +45. Hjá konunum eru tveir flokkar þ.e. Skvísudeild +20 og Ljónynjur +30. Mótið hefst föstudaginn 1. júlí og má reikna með að fyrstu leikir dagsins verði flautaðir á við fyrsta hanagal eða u.þ.b. kl. 08:00 um morguninn. Reiknað er með því að riðlakeppni ljúki um hádegisbilið á laugardeginum og þá hefjist úrslitafjörið. Mótinu verður svo slitið á laugardagskvöldinu með lokahófi þar sem kempur helgarinnar eru verðlaunaðar fyrir árangurinn. Talsvert er lagt upp úr því á Pollamótum Þórs að hafa eitthvað fyrir alla fjölskylduna þ.e. leiktæki og skemmtanir. Mótsstjóri Pollamóts er hinn gamalreyndi knattspyrnumaður Hlynur Birgisson. Við látum meðfylgjandi myndir tala en þær tók Páll Jóhannesson á Pollamóti.


42 | AKUREYRI

Sókn er besta vörnin! Papco á Akureyri er ljósasta dæmið um hin gamalkunnu fræði að sókn er albesta vörnin. Papco hefur til fjölda ára verið eitt af þekktari iðnfyrirtækjum hér á landi fyrir framleiðslu sína á hreinlætispappír hvers konar. Í kjölfar margumræddra efnahagshamfara hér á landi ákváðu eigendur fyrirtækisins að treysta grunn þess með því að sækja inn á markað með ýmsar hreinlætistengdar vörur. Þetta var gert samhliða áframhaldandi sókn á pappírsmarkaðinum. Og árangurinn er í stuttu máli mikill og góður. Í kjölfar þessarar breytingar hafa bæst sjö nýir starfsmenn í hóp Papco-fólks og margir þeirra hafa langa reynslu af sölu og þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga hvað varðar hreinlætistengdar vörur. Viðskiptavinum hefur í sumum tilvikum fjölgað um nokkra tugi og fyr-

irtækið hefur þannig vaxið og breyst á undraskömmum tíma. „Þetta hefur verið gríðarlega skemmtilegur vaxtartími,“ segir Alexander Kárason, sölustjóri Papco og einn af eigendum fyrirtækisins sem segja má að séu Akureyraringar í útrás. Þeir bræður í Papco; Alexander sölustjóri, Þórður framkvæmdastjóri og Ólafur framleiðslustjóri, voru á sínum tíma í fjölskyldufyrirtækinu Ásprenti á Akureyri en hafa nú sannarlega látið að sér kveða með uppvexti Papco.

Verslun á Akureyri og stóraukin þjónusta „Við erum ekki hvað síst ánægðir með hraðan vöxt á Akureyri en þar opnuðum við síðastliðið haust og hefur starfsstöðin tvöfaldast að umfangi á þeim tíma. Með henni erum

n i m o k l e v ð i r e V

Í FAB TRAVEL TOURIST CENTER

FAB Travel Tourist Center er ný þjónustu­ miðstöð fyrir ferðamenn að Strandgötu 49, Akureyri. Verið velkomin! · Upplýsingamiðstöð · Bókanir í afþreyingu, bílaleigubíla, gistingu og fleira · Verslun með fatnað og minjagripi · Kaffihúsið Fuglinn · Verslun lista­ og handverksfólks á 2. hæðinni FAB TRAVEL TOURIST CENTER // Strandgötu 49 // 600 Akureyri Sími: 571 2282 // GSM: 820 0984 / 820 0980 fabtravel.is // fabtravel@fabtravel.is

Alexander Kárason sölustjóri og Fannar Geir Ásgeirsson, svæðisstjóri á Norður- og Austurlandi, í verslun Papco að Austursíðu 2. Þar er mikið úrval af nauðsynjum, hvort heldur er fyrir stórfyrirtæki eða heimili.

við að stórauka þjónustu okkar á Norður- og Austurlandi. Við keyrum þaðan út vörur til viðskiptavina á svæðinu vikulega og með því að bjóða breiðari línu af hreinlætistengdum vörum getum við veitt fyrirtækjum, stofnunum og smásöluaðilum viðtækari þjónustu,“ segir Alexander en sjón er sögu ríkari í verslun Papco að Austursíðu 2. Þar hefur vöruúrvalið aukist jafnt og þétt og

heimili sem fyrirtæki geta gert góð kaup í þessum nauðsynjavörum. „Samhliða þessu öllu höfum við þróað pappírsframleiðslu okkar enn frekar og aukið fjölbreytni í vöruúrvalinu. Á þessu ári náðum við líka þeim merka áfanga að fá umhverfisvottun Evrópusambandsins, Evrópublómið, á hluta okkar framleiðslu. Sú viðurkenning undirstrikar áherslu okkar á umhverfismál-

in,“ segir Alexander og hvetur Akureyringa og nærsveitamenn til að líta inn í verslun Papco á Akureyri. „Hér höfum við góða aðstöðu og sem stendur er þetta stærsta verslun okkar á landinu,“ segir hann brosandi. www.papco.is

Blómlegt og litríkt sumar hjá Rexín Þegar hitnar í veðri eru Íslendingar fljótir að smella sér í sumarfötin. Akureyrarblaðið hafði samband við Hönnu Hlíf Bjarnadóttur, sem rekur kvenfataverslunina Rexín ásamt tengdamóður sinni, Ingunni Sigurgeirsdóttur, og spurði út í sumartískuna í ár. „Þrátt fyrir að sumarið hafi farið hægt af stað í ár er ekki hægt að segja slíkt hið sama um sumartískuna sem í ár er bæði létt og skemmtileg. Það er að koma mikið af blómamunstri til okkar og mikið af fallegum pastel litum. Stuttbuxur hafa einnig verið

Hanna Hlíf Bjarnadóttir í Rexín. „Sumartískan er létt og skemmtileg.“

Kynntu þér matseðilinn á www.tapasbar.is Borðapantanir í síma 519 7650

Goya Tapasbar Kaupvangsstræti 23

að ryðja sér mikið til rúms að undanförnu og flott að vera í leggings innanundir þeim,“ segir Hanna Hlíf og bætir við að tískan sé afar skemmtilega í ár og fötin þægilegri en oft áður. „Samfestingarnir eru að koma sterkir inn, en þeir eru að koma í þannig stíl að þeir fara mörgum, eru víðir og með austrænum áhrifum, sem er þetta síða klof sem hefur verið ráðandi að undanförnu, bæði í gallabuxum og þunnum buxum. Þetta er allt saman mjög þægilegur fatnaður sem lítur vel út á flestum konum ... og svo er sumt af þessari víðu tísku mjög heppilegt fyrir óléttar konur sem geta þá keypt sér venjuleg föt á meðgöngunni!“

Einstakar vörur sem klæða vel Rexín býður upp á vörur frá ýmsum Evrópulöndum, en Hanna Hlíf segir

dönsku vörurnar hafa verið hvað vinsælastar og að danskar stærðir henti íslenskum konum afar vel. „Flíkurnar eru kannski aðeins dýrari en við kaupum minna inn af hverri týpu svo konur þurfa ekki að vera að rekast á margar aðrar konur í sama klæðnaði. Viðskiptavinir okkar kunna að meta það,“ segir Hanna Hlíf. Auk fatnaðar hefur Rexín einnig vakið athygli fyrir skótau: „Það má eiginlega segja að við séum orðnar töluvert þekktar fyrir skóna okkar, en konur koma langar leiðir til að kaupa þá. Það má segja að þeir gangi eiginlega sjálfir út hjá okkur, eru alveg ótrúlega léttir og þægilegir. Konur sem hafa aldrei getað gengið í háum hælum geta til dæmis auðveldlega gengið í þessum skóm,“ segir Hanna Hlíf að lokum. www.facebook.com/rexinkvk


AKUREYRI | 43

Verslun Eymundsson í hjarta miðbæjar Akureyrar:

Hugurinn nærður frá morgni til kvölds

Ferðamenn kaupa Laxness! Ferðamenn á Akureyri eru fastir gestir árið um kring í verslunum Eymundsson og Pennans og til þeirra er

starfi okkar við Te&Kaffi og lengingu opnunartímans þá breyttum við hinni klassísku bókabúð í hugum fólks í afþreyingarstað. Við fáum reglulega að heyra jákvæðar raddir viðskiptavina okkar og það er besta

auglýsingin. Hér viljum við þjóna öllum sem best.“ Opið er í verslun Eymundsson til kl. 22 öll kvöld. www.eymundsson.is

Gómsætur hreindýraborgari

Guðrún Karítas Garðarsdóttir í verslun Eymundsson þar sem er iðandi mannlíf og stemning frá morgni til kvölds.

höfðað með ýmis minjagripum, íslenskri hönnun, ullarvöru og að sjálfsögðu bókum á erlendum tungumálum. Margir sækjast beinlínis eftir bókum eftir íslenska rithöfunda og dæmi um það eru bækur Halldórs Laxness í kiljuútgáfu. „Við sjáum líka að fólk hefur áhuga á barnabókum eftir íslenska höfunda og svo að sjálfsögðu eru ljósmynda- og ferðabækur um Ísland sívinsælar. Við reynum líka að fylgja árstíðunum eftir í framsetningu í versluninni og leggjum þannig áherslu á bækur sem tengjast

ferðamennsku yfir sumartímann. Höfum til dæmis verið með bækur að undanförnu sem tengjast gönguferðum hér á Norðurlandi og síðan eru kortin alltaf mikið keypt yfir sumartímann, bæði af erlendum sem innlendum ferðamönnum,“ segir Guðrún Karítas og á ekki von á öðru en mikið verði að gera í sumar. Miðbær Akureyrar laði til sín ferðafólk og verslun Eymundsson sé einn af þeim stöðum sem gestir Akureyrar heimsæki. „Ég er ekki í vafa um að með sam-

Tónastöðin Strandgötu 25

Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnahefta og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Kr. 1.490

www.blekhonnun.is

Óhætt er að segja að verslanir Eymundsson og Pennans við göngugötuna á Akureyri séu í senn afþreyingarstaður og næring fyrir hugann. Ekki einasta er þetta stærsta bóka- og ritfangaverslun Akureyrar heldur einnig verslun með tölvurekstrarvörur, húsgögn, íslenskt handverk og hönnun, ullarvörur, minjagripi, leikföng og loks má ekki gleyma einni öflugustu DVD og tónlistardiskadeild landsins, sem er á annarri hæð hússins. Margrómaðar kaffiveitingar frá Te&Kaffi fá viðskiptavini til að dvelja löngum stundum – enda þarf ekki að óttast að þeir verði uppiskroppa með lesefni yfir kaffibollanum! „Hér hefur tekist að skapa þetta þægilega andrúmsloft sem fólk fær á tilfinninguna þegar það kemur hér inn fyrir dyr. Margir verða mjög hissa sem eru að koma hingað í fyrsta sinn og kannski ekki að undra því bæði er verslunin stór, hún er hér á besta stað Akureyrar, iðandi mannlífi inni sem utan dyra og svona gæti ég talið áfram. Margir hafa á orði að það að sitja hér með kaffibolla og horfa í kringum sig sé eins og að vera kominn í erlenda borg,“ segir Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem tók við stöðu verslunarstjóra Eymundsson nú í vor.

Grillaður hreindýraborgari með osti, káli, lauk og piparsósu. Borinn fram með fersku salati, frönskum kartöflum og sósu.

Kaffihús / Grill – Glerártorgi

Take Away – Sími 462 2200

HEITUR PASTARÉTTUR DAGSINS - FISKRÉTTUR DAGSINS - KJÖTRÉTTUR DAGSINS BORGARAR - BÁTAR - PIZZUR - KJÚKLINGABITAR – PANINI - CRÉPES - SMURBRAUÐ KÖKUR & KAFFIDRYKKIR Skoðaðu rétti dagsins á Facebook

kíktu

í heimsókn Mikið úrval frábærra hljóðfæra á góðu verði.

Tónastöðin • Strandgötu 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is


44 | AKUREYRI

Hrísey - perlan á Eyjafirðinum.

Hús Hákarla-Jörundar gyemir sögu hákarlaveiða hér við land.

Hrísey – staður til að njóta og upplifa Sextíu þúsund manns fara árlega með ferjunni Sævari milli lands og Hríseyjar. Það segir talsvert um hversu vinsæl eyjan er sem áfangastaður ferðamanna. Enda hafa Hríseyingar sjálfir verið duglegir að efla ferðaþjónustuna á eigin forsendum. Ef miðað er við þá margfrægu höfðatölu þá mættu margir á stærri stöðum landsins líta nánar í eigin barm. Gönguleiðir, söguskilti, jarðsögufróðleikur, handverkshús, hákarlaveiði-

safn, byggðasafn, sundlaug, rómaður veitingastaður, skeljahátíð, dráttarvélaferðir, bláskeljarækt! Allt þetta er að finna í Hrísey – og svo miklu meira til. Það er ekki hægt annað en fara til lands á nýjan leik, saddur á sál og líkama.

Bláskeljahátíð og hin rómaða Brekka Bláskel er orðin eitt af einkennum Hríseyjar en nýtt fyrirtæki hefur nú

Gönguferðir og náttúruskoðun er meðal þess fjölmarga sem ferðamenn sækjast eftir í heimsókn til Grímseyjar.

Gott er að láta líða úr sér í nýlegri sundlaug Hríseyinga.

REXÍN

Hafnarstræti 102 - 600 Akureyri - Sími 461 4158

Tískufatnaður í miklu úrvali. Gæðamerki og gott verð. Ath: Flott merki í gallabuxum Mikið úrval af skóm og töskum

Sendum um allt land Verið velkomin í REXÍN

hafið göngu sína, Skelfélagið ehf. sem byggir á þeim grunni sem Norðurskel lagði áður. Skeljahátíð verður haldin dagana 15.-17. júlí en hún hefur verið fastur liður frá árinu 1997. Í ár verður m.a. brekkusöngur með Árna Johnsen, fjöllistamaðurinn The Mighty Gareth sýnir listir sínar, Íslandsmeistaramót í skeljakappáti og söngvakeppni barna. Og bláskelin auðvitað í aðalhlutverki. En það er fleira matur en gott sjávarfang. Eitt af þjóðþekktum veitingahúsum landsins er Brekka í Hrísey sem varð þekktast fyrir sínar Gallo­way-steikur á sínum tíma. Matseðill staðarins er fjölbreyttur í dag og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Brekku er opið alla daga frá kl. 11:30. Yfir vetrartímann er staðurinn opinn fyrir litla sem stóra hópa en veitingastaðurinn tekur 60 manns í sæti. Í Brekku er einnig hægt að fá gistingu í tveggja manna herbergjum en upplýsingar má finna á heimasíðu staðarins, www.brekkahrisey.is.

Handverk og hákarlasaga Strax og komið er til Hríseyjar blasir við handverkshúsið Perla við höfnina. Þar er hægt að skoða fallegt handverk og listmuni. Tilvalið að snarast þar á eftir um borð í dráttarvélavagn og fá útsýnis- og fræðsluferð um eyjuna. Þar á eftir mætti líta inn í hús Hákarla-Jörundar, þar sem er fróðleg sýning um hákarlaveiðar við Íslandsstrendur á fyrri tíð. Byggðasafnið í Holti, húsi Öldu Halldórsdóttur, geymir einnig söguna en það er opið eftir samkomulagi. Og loks má benda á fyrirtækið Hrísiðn sem vert er að heimsækja en það framleiðir hrífur, auk þess að þurrka hvönn sem vex í eynni. Úr henni eru framleidd náttúrulyf. 40 varpfuglategundir „Síðan höfum við skemmtilegar gönguleiðir um alla eyjuna, merktar leiðir með upplýsingaskiltum á íslensku og ensku. Á þeim er hægt að fræðast um flóru og fánu, jarðfræði og sögu Hríseyjar. Einnig er búið að koma upp fuglaskoðunarhúsi við svokallaða Lambhagatjörn og fyrir ferðamenn er tilvalið að fara í það og sjá það sem fyrir augu ber. Í Hrísey verpa yfir 40 tegundir fugla þannig að sá hluti náttúrunnar er eitt af mörgu áhugaverðu hjá okkur,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir hjá Ferðamálafélagi Hríseyjar. Og bendir síðan göngulúnum gestum á að Hríseyingar búa svo vel að eiga mjög nýlega og glæsilega sundlaug þar sem tilvalið er að láta líða úr sér í heitum potti. www.hrisey.net


AKUREYRI | 45

Erlendir ferðamenn duglegir að versla Sú var tíðin að Íslendingar héldu til erlendra stórborga til að troðfylla ferðatöskur af fatnaði og alls kyns öðrum varningi, sem þótti hræódýr. Það var þá! Nú hefur þetta algjörlega snúist við, þ.e. að erlendir gestir okkar hrista margir hverjir höfuðið yfir vöruverðinu hér á landi og versla hraustlega. Sveinn Guðmundsson í útivistarversluninni Horninu í miðbæ Akureyrar segir erlenda ferðamenn standa að baki æ hærra hlutfalli ársveltunnar. „Hjá okkur fer ekkert á milli mála þegar skemmtiferðaskip hafa viðkomu á Akureyri. Þá fyllist búðin og sumir versla duglega, ekki síst áhafnarmeðlimir skemmtiferðaskipanna. Það er stór og góður viðskiptavinahópur,“ segir Sveinn en í Horninu er að finna mörg þekkt og þrautreynd merki í útivistarfatnaði, s.s. Regatta, Dare2b og Craghoppers. Við þá flóru bætist nú á næstu dögum hið heimsþekkta norska merki Bergans en í þeirri vörulínu hjá Horninu verður bæði fatnaður og ýmis konar aukabúnaður fyrir útvistina.

búnaður til stangveiða áberandi yfir sumartímann. Enda er hún ein sú stærsta á því sviði á Akureyri. Því til viðbótar er að finna í Horninu allt fyrir golfarann, bakpoka, fjallgönguskó, stafi, haka og annað sem fjallaklifrarar hafa þörf fyrir. Allt eru þessar vörur í þekktum og reyndum útivistarmerkjum á borð við Scarpa, Marmot, Vango og Black Diamond. „Í fatamerkjunum erum við síðan með sígildar vörur sem nýtast árið um kring. Létt hlífðarföt jafnt sem hlý ullarnærföt, jakka í litum og flottum sniðum fyrir konurnar, notadrjúgar flíkur fyrir karlana og allt þarna á milli. Og eins og viðskiptavinir okkar þekkja er alltaf að finna vörur á útsöluslánni þannig að ferðamenn sem eiga leið um Akureyri gætu gert óvænt og góð kaup ef þeir líta við hjá okkur í sumar,“ segir Sveinn.

Litadýrð í Regatta fötunum í Horninu. Gunnar Þórir Björnsson afgreiðslumaður raðar í rekkana.

Útivistarfjörkippurinn mun koma - fyrr en síðar! Sveinn segir tíðarfarið greinilega hafa sett strik í reikninginn hjá mörgum útivistarmanninum framan af sumri, „en það er að lifna yfir þessu. Nú fer að hlýna og þá tekur þetta fjörkipp, hvort heldur er í veiðinni, fjallgöngum, golfi eða annarri útivist. Ég trúi ekki öðru en nú komi sá snúingur í tíðarfarið sem við höfum beðið eftir í vor,“ segir Sveinn en í Horninu er

Innbæjarstemning Húsum og sögustöðum í Mið- og Innbæ Akureyrar eru gerð skil í nýjum bæklingi.

Fróðleikur um Mið- og Innbæ Fyrr á þessu ári kom út sögubæklingur um Mið- og Innbæinn á Akureyri. Að gerð bæklingsins stóðu Akureyrarstofa og Minjasafnið á Akureyri með stuðningi Menningarráðs Eyþings en Jón Hjaltason sagnfræðingur samdi texta. Gönguleiðinni úr Miðbæ í Innbæinn er lýst og fjallað um sögufræg hús og staði á þessari leið, bæði í máli, skýringarkorti og ljósmyndum. Bæklingurinn er tilvalinn fyrir þá sem vilja takast á hendur fróðlega sögugöngu í Akureyrarheimsókninni. Gönguleiðin er um 2 km og tekur um eða innan við hálftíma að fara hana. Bæklingurinn er ókeypis og hann má nálgast í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í menningarhúsinu Hofi.

N  ýr sjávarréttastaður, rótgróin húsgagnaverslun, kaffihús og gallerí – allt undir sama þaki! E  ldum það sem ferskast fæst á hverjum degi. H  ádegisverður kostar aðeins 1.400 krónur. B  jartur og notalegur veitingasalur með útsýni yfir Pollinn.

Opið frá kl. 11:30 nema á sunnudögum (18:00).


46 | AKUREYRI

Áætlunarflug innanbæjar! Ferðamannastraumurinn til Grímseyjar hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum, bæði heimsóknir innlendra sem erlendra ferðamanna. Hægt er að fara til eyjarinnar með tvennum hætti, annað hvort með ferjunni Sæfara frá Dalvík eða með flugi Flugfélags Íslands frá Akureyri. Margir ferðamenn velja þann kost að hafa sólarhringsviðdvöl í eynni og fara þannig aðra leiðina með ferjunni og hina með flugi. Í ljósi þess að Grímsey er jú hluti af sveitarfélaginu Akureyri þá er er þetta eini bærinn á Íslandi sem státar af því að bjóða áætlunarflug innanbæjar! Fyrir utan þá upplifun sem er að fara til Grímseyjar, geta státað af því að hafa komið á heimskautsbaug og skoða alla þá skemmtilegu náttúru sem er að sjá í eynni þá er talsverð þjónusta við ferðafólk í Grímsey. Til að mynda veitingastaðurinn Krían, gistiheimilin Gullsól og Básar, minjagripasalan Gallerí Sól sem selur handunnar vörur eftir Grímseyjarkonur og loks er að geta matvöruverslunar og hinnar fínu innisundlaugar Grímseyinga.

Vert er einnig að skoða Grímseyjarkirkju sem byggð var árið 1867 en hún var stækkuð og endurbætt árið 1932. Altaristafla kirkjunnar er gerð af Arngrími Gíslasyni á Völlum í Svarfaðardal árið 1878 og er hún eftirmynd af verki eftir Leonardo da Vinci. www.grimsey.is

Vegir liggja til allra ára í Grímsey.

Grímseyjarkirkja var byggð árið 1867.

Líflegra yfir byggingaiðnaði í sumar en undanfarin misseri „Við erum ágætlega settir og verkefnastaðan er góð, það er mikið að gera,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis. Skrifað var undir samninga milli SS Byggis og Fasteigna Akureyrarbæjar á dögunum um byggingu hjúkrunarheimilis við Vestursíðu, þar sem verða 45

hjúkrunarrými. Áætlað er að ljúka verkinu 1. september 2012. Þá var einnig á dögunum undirritaður samningur milli fyrirtækisins og Akureyrarbæjar vegna uppsteypu annars áfanga Naustaskóla. Meginþungi útivinnu á vegum fyrirtækisins er nú við byggingu fjölbýlisshúss við Undir-

Siglið um Eyjafjörð Húni II - farþegabátur staðsettur á Akureyri Fastar ferðir yfir sumarmánuðina. Söguskoðunarferðir, Akureyri frá sjó skemmtileg og fróðleg ferð með leiðsögn.

• Báturinn er einnig leigður í lengri og skemmri ferðir með hópa. • Mjög góð aðstaða um borð fyrir allt að 70 manns. • Sæti inni fyrir alla og fallegur veitingasalur í lest.

Alltaf gott veður á Eyjafirði og sjóveiki nánast óþekkt!

www.huni.muna.is

Eitt af stærri verkefnum í byggingarframkvæmdum á Akureyri nú um stundir er fjölbýlishús SS Byggis við Undirhlíð.

hlíð, en fyrstu íbúðirnar í húsinu verða afhentar síðar í sumar. „Við vinnum nú af fullum krafti við að ljúka fyrsta áfanga við Undirhlíð, en erum jafnframt að koma okkur fyrir, bæði við Naustaskóla og Vestursíðu. Þar hefjast svo eiginlegar framkvæmdir að loknum sumarleyfum og ég geri ráð fyrir að við munum bæta við okkur starfsfólki þegar öll þess verkefni verða komin í gang,“ segir Sigurður.

Orlofsbyggð við Hlíðarenda Þá nefnir hann að fyrirhugað sé síðar í sumar að hefjast handa á svæði við rætur Hlíðarfjalls, við Hlíðarenda, þar sem félagið hefur fengið úthlutað landi og áformar að reisa þar orlofshúsabyggð. „Við byrjum á einhverjum húsum í sumar og stefnum á að gera þau fokheld fyrir veturinn. Við verðum tilbúin með fyrstu húsin á svæðinu áður en næsta skíðatíð hefst,“ segir Sigurður.

Verkefnastaða fyrirtækisins er því góð um þessar mundir og hið sama má segja um verkstæðið, Tak innréttingar, þar sem næstu mánuðir eru uppbókaðir og markaðshlutdeild þess heldur áfram að aukast. Heimir Kristinsson hjá Fagfélaginu, áður Félagi byggingamanna í Eyjafirði segir að staða flestra fyrirtækja í byggingaiðnaði sé ágæt um þessar mundir og að smiðir hafi verið að týnast út af atvinnuleysisskrá einn af öðrum eftir því sem leið á árið. Þeim fækki nú þegar komið er fram á sumar dag frá degi. Nú eru að hans sögn innan við 20 smiðir á atvinnuleysisskrá, en þeir voru um 70 talsins þegar mest var nokkru eftir hrun. Heimir telur að botninum hafi verið náð á liðnum vetri og nú fari hlutirnir hægt og sígandi upp á við.

Verið velkomin á Norðurland

www.ssbyggir.is


AKUREYRI | 47

Sport að spara í Intersport! Neytendur taka því alltaf fegins hendi, ekki síst þegar hart er í ári eins og nú, þegar verslunum tekst að halda aftur af verðhækkunum. Alla jafna hafa neytendur vakandi auga með þróun verðlags, og sér í lagi núna. Versluninni Intersport hefur, með hagstæðari samningum og aukinni samvinnu við birgja, tekist að lækka verð til viðskiptavina. Þetta á bæði við um innlenda sem erlenda birgja Intersport. Þetta þýðir á mannamáli bara eitt; verðlækkun! Já, sannarlega orð sem fer harla lítið fyrir nú um stundir. Þetta verðlækkunarátak er nú komið í gang hjá Intersport og þar er verslun Intersports í Óðinsnesi á Akureyri að sjálfsögðu engin undantekning. „Það er sport að spara“ segja forsvarsmenn Intersport í kynningum sínum á átakinu og segja að á næstu mánuðum megi viðskiptavinir norðan sem sunnan heiða eiga von á reglulegum auglýsingum þar sem verðlækkanir verða kynntar ásamt ýmsum óvæntum uppákomum. Þannig sé Intersport að bregðast við ástandinu í þjóðfélaginu og fara á

Óðinsnes. Þetta samspil hefur skilað mjög góðum árangri fyrir báða aðila, enda taka viðskiptavinir því alltaf fegins hendi þegar hægt er að slá margar flugur í sömu verslunarferðinni. Verslun Intersport í Óðinsnesi var endurinnréttuð síðastliðinn vetur og býður mjög breytt úrval af íþróttaog útivistarfatnaði, skóm, göngubúnaði og þannig mætti lengi telja. Fyrir utan alla hefðbundna byggingarvöru er í verslun Byko úrval af búsáhöldum og heimilisvöru hvers konar. Og að sjálfsögðu öllum þeim varningi á þessum tíma ársins sem snýr að útivist og ferðalögum. Með öðrum orðum; vöruúrval og hagstætt verð fyrir viðskiptavininn í verslunarhúsinu í Óðinsnesi. Sem er jú það sem öllu máli skiptir í dag. www.intersport.is

Í verslun Intersport á Akureyri má fá allt fyrir útivistina og íþróttirnar.

undan öðrum verslunum með góðu fordæmi í þágu viðskiptavina.

Gott samspil með Byko Verslunin Intersport kom til Akureyrar á vormánuðum 2009 og er hluti af verslunarhúsnæði Byko við

Litla ísgerðin opnar í dag Í dag opnar ný ísbúð á Akureyri, Litla ísgerðin. Hún er í eigu hjónanna Hreiðars Hreiðarssonar og Þórdísar Bjarnadóttur sem til áratuga hafa rekið Blómaskálann Vín í Eyjafjarðarsveit. Litla ísgerðin er til húsa í Gránufélagsgötu 4 (JMJ húsinu) í

miðbæ Akureyrar og eins og sjá má er mikil og skemmtileg litadýrð innandyra. Á myndinni eru, frá vinstri: afgreiðslustúlkurnar Guðrún Ósk Karlsdóttir og Ivalu Birna Falck Petersen, Sunna Björk og Dýri Bjarnar

Hreiðarsbörn en þau eiga heiðurinn af þessari skemmtilega útfærðu ísbúð. Sunna annaðist hönnun innréttinga og málun á vegglistaverki og Dýri Bjarnar hafði umsjón með innréttingsmíðinni.

Þegar maður fer ótroðnar slóðir er gott að vera í öruggum höndum. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands

Fyrirtækjalausnir Valitor

sími 525 2080

www.valitor.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 11 – 0 0 8 9

Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við greiðslulausn sem hentar þínum rekstri.

fyrirt@valitor.is

Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein. Þjónusta

Veitingahús

Verslun

Heildsölur

Ferðaþjónusta

Íþrótta- og félagasamtök

Ríki- og sveitarfélög


flugfelag.is

Alltaf ódýrast á netinu skemmtum okkur innanlands GRÍMSEY

ÞÓRSHÖFN

ÍSAFJÖRÐUR

VOPNAFJÖRÐUR AKUREYRI EGILSSTAÐIR

Taktu flugið á skemmtilega viðburði um allt land í júlí. Hér eru örfá dæmi um það sem er að gerast í mánuðinum:

REYKJAVÍK

Akureyri

30. júlí – 1. ágúst

Ein með öllu

Ísafjörður

8. – 9. júlí 15. – 17. júlí 30. júlí – 1. ágúst

Púkamótið Vesturgatan, hlaupahátíð Mýrarbolti

Neskaupstaður

7. – 9. júlí

Eistnaflug

Borgarfjörður eystri

14. – 17. júlí

Bræðslan

Fáskrúðsfjörður

22. – 24. júlí 30. júlí – 1. ágúst

Franskir dagar Neistaflug

Egilsstaðir

30. júlí – 1. ágúst

Unglingamót UMFÍ

Hrísey

16. – 18. júlí

Fjölskyldu- og skeljahátíð

bókaðu flugið tímanlega á flugfelag.is

Akureyri  
Akureyri  

kynningarblad Akureyri 2011