Page 1

Desember 2011

Eflum norðlenska jólaverslun

ið ym ið Ge lað b

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!


2 | AKUREYRI

Afmælisárið mikla á Akureyri merki 150 ára kaupstaðarafmælis Akureyrar valið – fjölbreyttir viðburðir allt árið – hátindur hátíðarinnar í lok ágúst Framundan er sögulegt ár á Akureyri, 2012. Hæst ber að sjálfsögðu 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar sem fagnað verður á fjölþættan hátt allt árið. Þess utan eru fleiri afmælisbörn í bænum, ef svo má segja, því Háskólinn á Akureyri fagnar á næsta ári 25 ára afmæli, Dvalarheimilið Hlíð og Minjasafnið á Akureyri fagna 50 ára afmæli og Lystigarður Akureyrar fagnar aldarafmæli. Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisárs bæjarins, segir mikið lagt upp úr samstarfi við íbúa Akureyrar hvað varðar afmælisdagskrána. Þannig leggi margir til ýmiss konar viðburði í tilefni af þessum tímamótum. Hátindi hátíðarhaldanna verði náð á afmælisdaginn sjálfan, miðvikudaginn 29. ágúst, og næstu daga og helgi þar á eftir. Merki afmælisársins hefur verið gert opinbert og strax í upphafi ársins verður frekari kynning á afmælisdagskrá ársins. Hápunkturinn í lok ágúst „Það er alveg ljóst að við munum minnast þessara tímamóta á fjölbreyttan hátt allt árið 2012. Aðalhátíðin verður helgina eftir afmælisdaginn, þ.e. 31. ágúst til 2. september. Þá verða Akureyri og bæjarbúar í sínu fínasta afmælispússi. Við vonum að sem flestir landsmenn leggi leið sína til okkar að fagna tímamótunum, alveg sér í lagi burtfluttir Akureyringar og þeir sem hafa tengsl við bæinn okkar,“ segir Sigríður. Sérstök afmælinefnd hefur unnið að undirbúningi undanfarin misseri og er Tryggvi Gunnarsson bæjarfulltrúi formaður hennar. Auk hans eiga sæti í nefndinni tveir fyrrum bæjarfulltrúar, Helena Þ. Karlsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Sigríður segir mikla áherslu hafa verið lagða á það strax í upphafi að virkja íbúana til þátttöku í afmælisdagskránni, koma fram með hugmyndir, standa að viðburðum og svo framvegis. Ýmis skrautblóm í dagskránni muni því fæðast jafnóðum eftir því sem á árið líður.

Desember 2011

Virk áhrif bæjarbúa á afmælishaldið „Við höfum kynnt undirbúning afmælisársins mjög víða og nú þegar hafa margir haft samband við okkur vegna viðburða sem þeir ætla að standa að. Þetta undirstrikar á mjög skemmtilegan hátt að afmælið er allra Akureyringa. Svo dæmi séu nefnd eru leik- og grunnskólar bæjarins komnir á fulla ferð í undirbúningi, sömuleiðis íþróttafélögin, margir einstaklingar hafa tilkynnt um alls kyns viðburði á borð við

150 ára kaupstaðarafmæli Akureyrar verður minnst með margvíslegum hætti allt árið 2012.

tónleika, sýningar, bókaútgáfu og svo framvegis. Hið glæsilega menningarhús okkar, Hof, mun leika talsvert hlutverk, bæði á hátíðinni í sumar og í raun allt árið. Sama á við um aðrar menningarstofnanir bæjarins. Afmælishaldið mun á þennan hátt dreifast um bæinn allan,“ segir Sigríður. Tónlistinni er ætlað sérstakt rými síðla næsta hausts með áherslu á kórsöng. Vetraríþróttirnar og snjórinn fá sitt hátíðarkastljós í febrúar, hugmyndin er að maí verði mánuður barna og ungs fólks á Akureyri og svo framvegis. „Fyrsta verkefni ársins verður að kynna fyrir bæjarbúum hvernig árið verður hugsað, stærstu viðburðirnir og megindrættirnir. Mikilvægast er að undirstrika þessi virku áhrif sem bæjarbúar hafa á dagskrá ársins með því sem þeir vilja leggja til hennar. Afmælisnefndin leggur ekki línur um með hvaða hætti slíkir viðburðir eigi að vera en við vonum að þegar allt verður lagt saman endurspegli dagskrá ársins fyrir hvað Akureyri stendur í dag, hvað hefur gerst í sögu bæjarins og þróun og ekki síst; hvernig við sjáum framtíðina.“

Sigrún Björg hönnuður afmælismerkis Afmælisnefndin ákvað að efna til samstarfs við Myndlistarskólann á Akureyri um merki afmælisársins. Í samkeppni um hönnun þess tóku þátt 22 nemendur við listhönnunardeild skólans, á fyrsta, öðru og þriðja ári. Fyrir valinu varð merki Sigrúnar Bjargar Aradóttur, nemanda á þriðja ári. Um merkið segir Sigrún Björg að í því byggi hún á merki Akureyrarkaupstaðar með tilvísun í örninn. Og lesa má auðveldlega í merkinu töluna 150. Sigríður segir að merkið verði notað á margvíslegan hátt á afmælisárinu, bæði í tengslum við dagskrárliði ársins en einnig verði öllum þeim sem vilja boðið að nota merkið til að minna á afmælisárið. Það geti átt við um auglýsingar á viðburðum, framleiðsluvörur frá Akureyri og margt fleira. Hægt er að koma hugmyndum í afmælisdagskrána á framfæri við Sigríði eða á netfang hennar sigridur@ akureyri.is Nýtt merki afmælisársins var gert opinbert nú í vikunni. Það er hannað af Sigrúnu Björgu Aradóttur, þriðja árs nema í hönnunardeild Myndlistarskólans á Akureyri.

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu. Textavinnsla: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm), Margrét Þóra Þórsdóttir, Atli Rúnar Halldórsson Forsíðumynd: Akureyri í vetrarbúningi. Ljósmynd: Þórhallur/Pedromyndir

Eflum norðlenska jólaverslun

Ljósmyndir: Rögnvaldur Már Helgason, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir og fleiri. Auglýsingar: Augljós miðlun ehf.

ið ym ið Ge lað b

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Prentun og dreifing: Prentað í Landsprenti. Dreift með Morgunblaðinu til áskrifenda um allt land. Einnig til allra heimila og fyrirtækja á Akureyri og í nágrenni, fimmtudaginn 8. desember 2011.

akureyri.is


AKUREYRI | 3

verslaðu úr blaðinu á www.hagkaup.is


4 | AKUREYRI

Amsterdam – Berlín – Akureyri „Það er mjög gott að búa á Akureyri, hér er allt til alls,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. „Ég vildi samt gjarnan að bærinn væri svolítið stærri. Það mættu bætast við svona 50 þúsund manns, ég held að bærinn bæri það vel! Jákvæð hlið smæðarinnar er hins vegar að nánast öll þjónusta er í um 5 mínútna fjarlægð og nálægðin við náttúruna meiri en á stærri stöðum. Það eru ekki margir staðir í heiminum sem bjóða upp á þá fjölbreytni sem Akureyri skartar, þar sem maður getur hafið daginn í skíðabrekku og endað undir berum himni í heitum potti, í leikhúsi eða á tónleikum í glæsilegum tónleikasal.“ Frá Berlín og beint í bankahrunið Hjörleifur ólst upp í Mosfellsbæ, hann er menntaður slagverksleikari og lærði m.a. í Amsterdam þar sem hann bjó í þrjú ár. Þar á eftir lauk hann mastersgráðu og starfaði í Berlín. Hann kom til Akureyrar beint frá Berlín árið 2008 og tók við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans þá um haustið. „Hér virtist vera óvenjugott ástand, gull og grænir skógar,“ segir Hjörleifur, en skömmu eftir að hann kom til landsins skall bankahrunið á með kreppu og niðurskurði í opinberum rekstri og var tónlistarskólinn að sjálfsögðu ekki undanþeginn. Í Berlín starfaði Hjörleifur sem tónlistarmaður og var skólastjóri í eigin tónlistarskóla sem hann rak ásamt tveimur félögum sínum.

Bergsson stjórna. Þátturinn er á dagskrá á Rás 2 fyrsta sunnudag í hverjum mánuði, sendur út beint úr Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. „Þátturinn hefur fengið gríðargóðar viðtökur, salurinn er ævinlega fullur af fólki sem skemmtir sér konunglega og þá er hlustun afar góð. Haft er eftir Sigrúnu Stefánsdóttur, dagskrárstjóra RÚV, að Gestir út um allt sé vinsælasti útvarpsþáttur landsins í dag.“

„Það eru ekki margir staðir í heiminum sem bjóða upp á þá fjölbreytni sem Akureyri skartar,“ segir tónlistarskólastjórinn og slagverksleikarinn Hjörleifur Örn Jónsson.

Hann hafði nóg að gera, bæði sem tónlistarmaður og stjórnandi, en skólinn sem hann stýrði er nokkuð stór, með um 250 nemendur. „Mér gekk vel og hafði alltaf nóg að gera þó að í borginni hafi ríkt langvarandi 25% atvinnuleysi frá falli múrsins.“ Ísland togaði Ástæðu þess að Hjörleifur flutti heim má m.a. rekja til skilnaðar „en

eftir þannig lífsreynslu fer maður að endurmeta líf sitt og skoða það upp á nýtt. Ísland togaði í mig, enda hafði ég búið lengi úti. Mér varð hugsað til fjölskyldu og vina hér heima, þeirrar sérstöku menningar sem ríkir á Íslandi og fann að ég var tilbúinn að taka skrefið og koma aftur heim,“ segir hann. „Það skipti mig engu máli hvort ég settist að á Akureyri eða í Reykjavík en þegar maður kemur úr stóru samfélagi þá

er ekki allur munur þar á. Mig langaði að reyna að búa á smærri stað til þess að fá skýrari sýn á mín eigin viðmið.“ Starf skólastjóra Tónlistarskólans er erilsamt, skólinn er stór, en nemendur eru á bilinu 450 til 500 talsins og starfsmennirnir um 45 og koma frá 7 þjóðlöndum. „Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf, hér er margbrotin og öflug starfsemi þannig að starfinu fylgir töluvert álag“, segir Hjörleifur. Hann er ánægður með að skólinn skuli vera í Menningarhúsinu Hofi og segir aðbúnað eins og best verði á kosið. „Þetta er frábært hús og þegar svo vel er búið að skólanum verðum við að sýna mikinn metnað. Sveitarfélagið gerir miklar kröfur til okkar og við erum staðráðin í því að standa undir þeim,“ segir Hjörleifur.

Verður að vera tími fyrir fjölskylduna Þó að í mörg horn sé að líta hjá tónlistarmanninum og skólastjóranum segir hann að stund megi finna milli stríða og ver hann þeim stundum með fjölskyldunni. Fimm manns tilheyra henni, m.a. sonur, fæddur fyrr á þessu ári. „Verkefnin eru næg. Það er sífellt verið að bjóða þátttöku í alls kyns tónleikum og uppákomum en til þess að eiga tíma fyrir mikilvægasta fólkið dreg ég mig í hlé og gef verkefni frá mér sem ekki tengjast skólanum, þættinum og sinfóníunni. Það verður að vera tími til að sinna fjölskyldunni,“ segir Hjörleifur.

raymond-weil.com

| jasmine collection

Gestir út um allt Hjörleifur situr ekki auðum höndum þegar hann stimplar sig út úr vinnunni. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og stjórnar húshljómsveitinni í hinum vinsæla útvarpsþætti Gestir út um allt, sem Margrét Blöndal og Felix

Leggur sálina í verkefnið Hjörleifur segir að tilurð þáttarins megi rekja til þess að hann og Margrét hafi verið að ræða ýmsar hugmyndir og þá einkum og sér í lagi eitthvað sem til hagsbóta væri fyrir samfélagið á Akureyri. „Hugmyndin á bak við þáttinn var að gera eitthvað skemmtilegt fyrir samfélagið, nýta þetta frábæra hús, Hof, og draga fram það jákvæða sem er að gerast hér og víðar,“ segir hann. Oft er áhersla lögð á akureyrska eða norðlenska tónlist. „Viðtökur hafa verið mjög góðar. Það hvetur okkur áfram, enda er ánægjan af þessu verkefni mun meiri en launin!“ Hjörleifur áætlar að undirbúningur hvers þáttar taki hann 35-40 vinnustundir. Hann skrifar út nótur fyrir hvert einasta lag sem flutt er í þættinum, yfirleitt 16-18 talsins. „Ég hef þörf fyrir að gera þetta vel og leggja sál mína í verkefnið. Þó svo að vinnustundirnar séu margar, og launin dekki þær ekki, vegur ánægjan, sem fylgir vel unnu verki, launin upp.“

Hjörleifur við víbrafóninn í útvarpsþættinum Gestir út um allt á Rás 2 en hann stýrir tónlistarflutningi í þættinum vinsæla.


AKUREYRI | 5

ENNEMM / SÍA / NM48679

Velkomin í vetrarparadís

Icelandair hótel Akureyri býður vetrarferðalöngum upp á frábæra aðstöðu í hjarta bæjarins. Við tökum vel á móti fjölskyldum í vetrarfríi og bjóðum skíðafólki upphitaða skíðaskápa til afnota og heita drykki við útield eftir góðan dag í brekkunni. Upplifið vetrardýrðina í notalegheitum á Icelandair hótel Akureyri. Verið velkomin! Icelandair Hótel Akureyri, Þingvallastræti 23, sími 518 1000 REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


6 | AKUREYRI


AKUREYRI | 7


Fólk streymir á viðburði í Hofi „Aðsóknin það sem af er öðru starfsári hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og í Hofi eru fyrirsjáanlegir viðburðir um nánast hverja helgi fram á vor. Við höfum á köflum í haust spurt okkur hvaðan allt þetta fólk kemur sem sækir viðburðina því dæmi eru um að þrennir tónleikar sömu helgina hafi selst upp. Fyrsti veturinn gaf mjög skýrt til kynna hversu fagnandi fólk tekur Menningarhúsinu Hofi en það er ekki síður undirstrikað með aðsókninni í vetur. Við getum því ekki annað en verið alsæl,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarhússins Hofs á Akureyri. Tilkoma Hofs hefur haft mikil áhrif á landslagið í menningar- og mannlífi á Akureyri. Um það vitnar aðsóknin. Sömu sögu segja verslunareigendur og veitingamenn. Þess verður áþreifanlega vart að fólk kemur víða að til að sækja viðburði í Hofi og það segir Ingibjörg mjög ánægjulega þróun. Auk heldur hafi húsið nú fengið aukna athygli hjá listafólki og það ljúki lofsorði á tónlistarsalina og alla aðstöðu í húsinu. Sem dæmi um eftirsóttar samkomur í haust má nefna að uppselt var á þrenna tónleika Friðriks Ómars, tvennir tónleikar til minningar um Ingimar Eydal seldust upp á augabragði og sömuleiðis tvennir jólatónleikar Baggalúts. Kakan hefur stækkað „Í flestum tilfellum er það þannig að

Menningarhúsið Hof.

Lúðrasveitin Svanur og Hundur í óskilum leiða saman hesta sína á tónleikum í janúar.

listamenn hafa sjálfir frumkvæði að því að koma og efna til viðburða í húsinu og það er til marks um já-

kvætt viðhorf gagnvart Hofi og þessum markaði hér. Ánægjulegt er líka að svo virðist sem kakan hafi

Nú er lag að eignast góða bók AKUREYRI Anna Fjóla Gísladóttir

AKUREYRI

I

8 | AKUREYRI

og nágrenni í Eyjafirði

Gísli B. Björnsson

and Surroundings in Eyjafjörður

Akureyrarsveitin 200.000 Naglbítar flytur gamalt efni og nýtt á tónleikum í Hofi í febrúar.

Jólatónleikar Baggalúts seldust upp á augabragði.

einfaldlega stækkað hér á Akureyri því aðrir tónleikahaldarar í bænum hafa líka fengið mjög góða aðsókn í haust. Það segir okkur að Akureyri er að laða til sín gesti víða að til að njóta tónleika, annarrar menningarstarfemi, verslunar og þjónustu og þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Hingað koma margir af höfuðborgarsvæðinu en við verðum líka áþreifanlega vör við að Austfirðingar eru mjög duglegir að sækja okkur heim og þeir eru svo sannarlega velkomnir.“

vetur, tónleika Akureyrarættuðu sveitarinnar 200.000 Naglbíta þann 4. febrúar, píanótónleika Víkings Heiðars 5. febrúar, uppistand Ara Eldjárns 23. febrúar og tónleikana Fjölskylduferð á Skódanum sem endurteknir verða frá í haust. Þar er um að ræða minningartónleika, tileinkaða Ingimari Eydal og verða þeir á dagskránni á föstudaginn langa. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflytur þann 12. febrúar píanókonsert eftir Jón Ásgeirsson með einleikaranum Peter Máté en Jón samdi konsertinn sérstaklega fyrir hann. Á efnisskrá verða einnig sinfónía nr. 7 eftir Beethoven og forleikurinn Fingalshellir eftir Mendelssohn. Á skírdag verða síðan stórtónleikar hljómsveitarinnar og ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt einleikaranum Sæunni Þorsteinsdóttur. „Og svo er ekki hægt annað en nefna sérstaklega útvarpsþáttinn Gestir út um allt sem sendur er út á Rás 2 fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Sú hugmynd hefur algjörlega slegið í gegn og hér er alltaf fullur salur, enda ekki á hverjum degi sem fólki býðst tónlistarveisla og skemmtidagskrá ókeypis. Þátturinn er gott dæmi um viðburð sem varð til vegna þess að hér var komið þetta góða hús sem Hof er,“ segir Ingibjörg.

En því má ekki gleyma að Hof er mun meira en tónleikahús. Það hefur upp á að bjóða góða fundaaðstöðu sem markvisst er unnið að markaðssetningu á. Þegar hafa verið haldnar nokkrar stórar ráðstefnur, auk fjölmargra minni funda. Síðast en ekki síst eru í húsinu Tónlistarskólinn á Akureyri, Akureyrarstofa, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, verslunin Hrím og veitingastaðurinn 1862. „Hér er því líflegt alla daga og stöðugur straumur fólks í ýmsum erindagjörðum,“ segir Ingibjörg. Menningarveisla til vors Veislan heldur áfram í Hofi til vors. Af fjöldamörgum áhugaverðum viðburðum, á komandi mánuðum, má nefna tónleika Lúðrasveitarinnar Svans og hljómsveitarinnar Hunds í óskilum 14. janúar, afmælissýningu listmálarans Jónasar Viðars síðar í

menningarhus.is

og nágrenni í Eyjafirði

Afgreiðslutími miðbæjarverslana á Akureyri

and Surroundings in Eyjafjörður

Föstudagur 9. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 18 Laugardagur 10. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 18 Sunnudagur 11. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 13 - 17 Mánudagur 12. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 18 Þriðjudagur 13. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 18

Litróf

Miðvikudagur 14. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 18 Ljósmyndabók, höfundar: Anna Fjóla Gísladóttir og Gísli B. Björnsson. Allar ljósmyndirnar eru teknar á síðustu árum af sjó, á landi og úr lofti frá öllum árs­ tíðum. Yfir 500 ljósmyndir, á 240 síðum, þar sem Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið allt er skoðað með linsum ljósmyndavélanna. Höfundar leitast við að skila heild­ stæðri mynd af svæðinu og sérkennum þess en missa ekki sjónar af listrænum viðhorfum. Bókin á að höfða til allra Akureyringa og Eyfirðinga og vera um leið vegleg gjöf til gesta og vina. Ítarlegir textar á íslensku og ensku. Sögulegan texta skrifar Pétur Halldórsson. Opnun skrifar Hjalti Jón Sveinsson.

ð: ré TT v er

T il b

7.350.-

: o ðs v e r ð

4.799

Fimmtudagur 15. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 18 Föstudagur 16. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 22 Laugardagur 17. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 22 Sunnudagur 18. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 13 - 18 Mánudagur 19. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 22 Þriðjudagur 20. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 22 Miðvikudagur 21. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 22 Fimmtudagur 22. des. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 22

Hafnarstræti 91-93 · Akureyri · Sími: 540-2180 · Fax: 461-5051 · akureyri@eymundsson.is

Föstudagur 23. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 23 Laugardagur 24. des.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10 - 12


AKUREYRI | 9

! O K Y Jól í B

! O K Y B í n a k k a p a rð a h r ri fy t All fvél ú r k s ðu Rafhlö

0 9 9 . 4

kr. Vnr. 74092405

SKIL rafhlöðuskrúfvél, 3,6V.

Sléttujárn

8.995

kr.

Keilujárn

5.995

kr.

Vnr. S9500

Vnr. CI95

Sléttujárn

Keilujárn

Perluhúðað sléttujárn með skjá sem sýnir 130-235°C. Perluhúðunin er 8x mýkri og endist 5x lengur en hefðbundin húðun.

Perluhúðað keilujárn með skjá sem sýnir 130-210°C og hitnar á 30 sek. læsing á stillingum og sjálfvirkur 60 mín. útsláttur.

OPNUNARTÍMAR

Til jólA Í BYKO AKUReYRi:

Virkir dagar

8-18

laugard. 10. des.

10-18

vél Herrarak

9.995

kr.

Vnr. R5130

Sunnud. 11. des.

12-16

Vnr. 74090555

Herrarakvél

Höggborvél

Titanium húðaðir hnífar, 3 hausa, hleðslurakvél, 1,5 klst. hleðsla endist í 30 mín notkun. Innbyggður bartskeri.

laugard. 17. des.

10-18

Sunnud. 18. des.

12-16

SKIL höggborvél, 500W

4.990 kr. Fimmtud. 22. des.

8-22

Þorláksmessa 23. des.

8-22

Aðfangadagur 24. des

10-12

Gamlársdagur 31. des

10-12

flott í jólapakkann

fyrir alla sem elska snjóinn!

ða DöMuSkí

20%

pa k k I

6 3 9 80

HERR aD ö M u - okGí ð a pa k k I S

6 3 9 80

(fullt verð 79.980)

(fullt verð 79.980)

tECHnopRo SafInE pRIStYnE Skíði og bindingar. Fullt verð: 44.990 SaloMon DIVInE Skíðaskór. Fullt verð: 34.990

tECHnopRo flYtE Gt Skíði og bindingar. Fullt verð: 44.990 SaloMon MISSIon lx Skíðaskór. Fullt verð: 34.990

afSláttuR af bREtta- oG SkíðapökkuM!

www.intersport.is

akuREYRI / SíMI 460 4890 / opIð: Mán. - föS. 10 - 18. lau. 10 - 16. Sun. 12 - 16. / GIlDIStíMI: 8. – 24. DESEMbER Öll verð er u bir t með f yrir vara um prent villu og/eða myndabrengl.


10 | AKUREYRI

Frægasta sjóræningjasaga allra tíma lifnar á sviði LA Uppsetning Gulleyjunnar, í nýrri leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar og Sigurðar Sigurjónssonar, verður hápunktur starfsársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Frumsýnt verður 27. janúar 2012. Sigurður leikstýrir verkinu og skartar sýningin mörgum þjóðkunnum leikurum. Gamla góða Samkomuhúsinu á Akureyri verður að sönnu breytt í ævintýraveröld sjóræningja en sýningin er gamanog söngleikur sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. „Við erum mjög spennt að sjá þetta verk fæðast hjá okkur næstu vikurnar því sviðinu verður breytt í sjóræningjaskip með öllu tilheyrandi,“ segir Helga Mjöll Oddsdóttir, verkefnastjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Uppfærsla Gulleyjunnar er samstarfsverkefni með Borgarleikhúsinu en Helga Mjöll á von á að sýningin njóti mikilla vinsælda og verði burðarásinn í starfsemi LA fram undir vorið. „Já, svo sannarlega. Ekki einasta standa miklir fagmenn að leikgerðinni og leikstjórninni heldur eru leikararnir vel þekktir. Þeir eru Björn Jörundur Friðbjörnsson, Þórunn Erna Clausen, Guðmundur Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, Einar Aðalsteinsson, Ívar Helgason, Örn Haraldsson og Þóra Karítas Árnadóttir. Tónlistin skipar stórt hlutverk í sýningunni og þar er einnig valinn maður í hverju rúmi undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þor-

Samkomuhúsið á Akureyri.

sýning Afinn þar sem gamanleikarinn Sigurður Sigurjónsson fer á kostum í afahlutverkinu. Í mars verður einnig sýningin Súldarsker en hún fékk tvær tilnefningar til Grímuverðlauna ársins 2011. Leikarar eru þær Aðalbjörg Árnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Rúsínan í pylsuendanum í vetur verður svo ævintýrið Eldfærin eftir H.C. Andersen með þeim Guðjóni Davíð Karlssyni og Þresti Leó Gunnarssyni.

Sjóræningjaævintýrið Gulleyjan verður skrautfjöðrin í verkefnaskrá Leikfélags Akureyrar síðari hluta vetrar, frumsýnt 27. janúar 2012.

Íbúðagisting Akureyri www.ibudagisting.is Við erum ekki hótel en uppábúin rúm, handklæði, frítt þráðlaust net og lokaþrif eru hluti af okkar staðalbúnaði. Við bjóðum 3 bjartar, rúmgóðar og vel útbúnar orlofsíbúðir með fallegu útsýni yfir golfvöll Golfklúbbs Akureyrar og upp í Hlíðarfjall. Íbúðirnar hafa sérinngang og gistirými fyrir 7 fullorðna. Matvöruverslun og leikvellir í næsta nágrenni. Akureyri og nágrenni hefur upp á fjölmargt að bjóða í afþreyingu og útivist, sumar jafnt sem vetur. Góður kostur fyrir frí með fjölskyldu eða vinum þar sem þú getur sameinað afslöppun og ævintýri. Íbúðirnar eru reyklausar og gæludýr eru ekki leyfð.

Sigurður Sigurjónsson er væntanlegur með Afann í Samkomuhúsið á Akureyri í mars.

valdssonar. Gulleyjan er frægasta sjóræningjasaga allra tíma og þetta verður mikil ævintýrasýning fyrir áhorfendur.“ Röð áhugaverðra sýninga næstu mánuði Margar aðrar áhugaverðar sýningar verða hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur en félagið hefur gott samstarf við Borgarleikhúsið í ár. Í byrjun janúar verður gaman- og dramaverkið Gyllti drekinn sýnt en leikendur í því eru Jörundur Ragnarsson, Dóra Jóhannsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Halldór Gylfason og Sigurður Skúlason. Í mars kemur svo á sviðið í LA hin feykivinsæla

Saga þjóðar og Ævintýramorgunn um helgina „Norðlendingar og gestir Akureyrar geta látið eftir sér að hlakka til að koma í leikhúsið á komandi mánuðum, enda margt í boði. Núna um helgina erum við með síðustu sýningar á mjög vinsælli tónleikasýningu hljómsveitarinnar Hunds í óskilum þar sem þeir þræða sögu þjóðarinnar. Þeir sem ekki hafa séð þessa sýningu ættu endilega að grípa tækifærið. Og þá má svo geta þess að á laugardagsmorguninn kl. 11 verður Ævintýramorgunn í leikhúsinu þar sem við tökum á móti smáfólkinu, segjum sögur, lesum jólasögu og eigum skemmtilega stund með börnunum á meðan foreldrarnir fá kaffi og notalegheit í betri stofunni hjá okkur. Ég hvet barnafjölskyldur til að koma og eiga þessa stund með okkur,“ segir Helga Mjöll. leikfelag.is

Afgreiðslutími á Glerártorgi Föstudagur 9. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-18:30 Laugardagur 10. desember. . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-20:00 Sunnudagur 11. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 13:00-18:00 Mánudagur 12. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-18:30  Þriðjudagur 13. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-18:30 Miðvikudagur 14. desember. . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-18:30  Fimmtudagur 15. desember  . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-18:30 Föstudagur 16. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-22:00  Laugardagur 17. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-22:00  Sunnudagur 18. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 13:00-22:00  Mánudagur 19. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-22:00  Þriðjudagur 20. desember. . . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-22:00 

www.ibudagisting.is • info@ibudagisting.is • s. +354 892-6515

Miðvikudagur 21. desember. . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-22:00 Fimmtudagur 22. desember. . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-22:00  Þorláksmessa 23. desember . . . . . . . . . . . . . . . kl. 10:00-23:00


ENNEMM / SÍA / NM49181

AKUREYRI | 11

Netið í símanum

í 6 mán. fylgir. Allt að 1 GB á mán.

Hljóðbók og tónlist fylgja með í jólapakkann fyrir GSM viðskiptavini Símans Þegar þú kaupir Samsung Galaxy Y hjá Símanum færðu Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur á hljóðbók og mánaðaráskrift að Tónlist.is*

SAMSUNG GALAXY Y Nettur snjallsími á frábæru verði.

2.190 kr. á mánuði í 12 mánuði*

Staðgreitt: 22.900 kr.

*Greiðslugjald 325 kr. bætist við mán. gjald

Netið í símanum í 6 mán. Allt að 1 GB. Hljóðbók Yrsu Mánaðaráskrift að Tónlist.is

siminn.is/vefverslun

Hafðu Yrsu hjá þér um jólin


12 | AKUREYRI

Gréta og Stella á Bláu könnunni alsælar með að hafa skipt um starfsvettvang og tekist á við rekstur á kaffihúsi:

Akureyrska kaffihúsið að sjálfsögðu með akureyrskt kaffi! „Þó að við séum báðar miklar kaffikonur þá var nýtt fyrir okkur að fara að reka kaffihús og læra að gera mismunandi kaffidrykki. En við fórum einfaldlega á námskeið í því og lærðum inn á þennan heim. Báðar komum við úr öðrum störfum og það hefur verið mjög skemmtilegt að skipta með þessum hætti um starfsvettvang. Hér hittum við margt fólk á hverjum degi og það er eitt af því skemmtilega við starfið, bæði gesti bæjarins, erlenda sem innlenda, og ekki síður fjölmarga yndislega fastakúnna okkar sem hafa fyrir reglu að koma á Bláu könnuna,“ segja þær Gréta Björnsdóttir og Stella Gestsdóttir á Bláu könnunni. Þær skiptu árið 2007 um starfsvettvang, Stella hafði unnið í banka í 18 ár og Gréta var grunnskólakennari en hún hafði raunar áður unnið sem þjónn á veitingastað. Með stuttum fyrirvara atvikaðist það svo að Gréta og eiginmaður hennar, Ingólfur Gíslason, og Stella og Eyþór Jósepsson, eiginmaður hennar, ákváðu að grípa tækifærið sem gafst að kaupa rekstur þessa best þekkta kaffihúss Akureyrar. Bláa kannan við göngugötuna hafði þá skapað sér orð og óhætt er að segja að þær Gréta og Stella hafi haldið við vinsældum staðarins. Kaffið úr héraði! „Við getum ekki neitað því að um okkur fór svolítill hrollur þegar bankahrunið kom rétt í kjölfar þess að við fórum út í þennan rekstur. Fljótlega sáum við þó að sá kvíði var ástæðulaus, enda hefur ferðamannastraumur til Akureyrar verið mikill þessi ár. Bæði straumur yfir sumartímann og líka yfir veturinn í tengslum við skíðin og aðra vetrarferðamennsku, menningarstarfsemi í bænum og svo framvegis.“ Margir eru hvað íhaldssamastir varðandi kaffi og kaffitegundir, kaupa gjarnan sömu kaffidrykkina þegar þeir fara á kaffihús og er ekkert um það gefið að skipt sé um tegundir. Þetta staðfesta þær Gréta og Stella en einu má alveg treysta á akureyrska kaffihúsinu Bláu könnunni: Kaffið er að sjálfsögðu frá Akureyri – hvað annað? „Já við höldum okkur auðvitað við að bjóða viðskiptavinum okkar Rúbín kaffi frá Nýju Kaffibrennslunni hér á Akureyri. Við höfum frá

deginu alla virka daga boðið upp á súpu, salat og rétt dagsins og um helgar er súpa og salat. „Hér er því eitthvað við allra hæfi frá morgni til kvölds,“ bætir Stella við en opið er öll kvöld til kl. 23:30. Og annað atriði nefna þær sem sé einkennandi fyrir Bláu könnuna. „Við erum ekki netkaffihús og það er meðvituð ákvörðun. Okkur finnst mikils virði að halda í þessa klassísku kaffihúsamenningu þar sem fólk situr og spjallar en er ekki bara í tölvunni og á Netinu. Enda sjáum við að hér er mjög algengt að vinahópar hittist en Bláa kannan er vinsæll fundarstaður fyrir litla hópa. Og algengt að við sjáum fólk sitja hér lengi og það bendir til að staðurinn sé notalegur fyrir viðskiptavini.“ Og þar með er haldið úr ylnum á Bláu könnunni í norðlensku hríðina. Einmitt í veðri sem þessu er hvað notalegast að setjast þar inni og njóta bolla af heitu, norðlensku Rúbín kaffi eða ekta súkkulaði með rjóma! Gréta Björnsdóttir og Stella Gestsdóttir við kaffivélina, sem vitanlega er hjartað í öllum kaffihúsum.

og auknum viðskiptum fyrir alla þegar upp er staðið. „Ferðamönnum þykir tilhlýðilegt að líta í miðbæinn þegar þeir heimsækja Akureyri, sömuleiðis finnum við alltaf fyrir aukinni aðsókn þegar einhverjir viðburðir eru hér í miðbænum líkt og núna í jólamánuðinum. Þetta er mjög skemmtilegur tími á árinu og algengt að hingað komi heilu fjölskyldurnar til að njóta þess að slaka á í jólaundirbúningnum og eiga stund saman. Kaffihús eins og Bláa kannan er einmitt staður til að láta sér líða vel og slappa af í amstri dagsins.“ Á Bláu könnunni er allt brauð og allar kökur bakaðar á staðnum. Og kaffið er úr héraði!

upphafi verið með Rúbín kaffið og þegar líður að jólum skiptum við yfir í jólablönduna frá Kaffibrennslunni. Það er mjög gaman að geta státað af því að vera með kaffi sem er framleitt hér á staðnum og viðskiptavinir okkar kunna vel að meta þá áherslu.“

Hluti af miðbæjarlífinu Ekki er löng hefð fyrir kaffihúsamenningu á Íslandi en hún sækir greinilega í sig veðrið. Það á við um Akureyri – líkt og aðra stærri staði. Veitingakonurnar á Bláu könnunni segja þessa þróun af hinu góða. Fleiri kaffihús í miðbænum virðast fyrst og fremst hafa skilað meira lífi

Allt bakað á staðnum Hvað einkennir Bláu könnuna umfram önnur kaffihús? Gréta og Stella eru skjótar til svars. „Hér er bakari í fullu starfi og rúmlega það. Með öðrum orðum eru bökuð ný brauð, kökur og tertur á hverjum degi og allt er því eigin framleiðsla staðarins. Það kemur vel út fyrir okkur og er líka skemmtilegra að geta skapað okkar eigin stíl í brauði og kökum en einnig bjóðum við upp á ekta súkkulaði með ekta rjóma“ segir Gréta en auk þess að bjóða smurt brauð og kökur með kaffinu er í há-

HÚSIN Á AKUREYRI

París (Hafnarstræti 96) og Hamborg (Hafnarstræti 94) Draumurinn sem rættist. Þeir voru bræður sem fluttust með einstæðri móður sinni til Akureyrar fyrir aldamótin 1900 og komust í álnir – byggðu verslanirnar París og Hamborg en í fyllingu tímans yfirfærðust nöfnin á húsin. Í Hamborg bjó Jonni sem hélt fyrstu djasstónleikana á Íslandi. Heimild: Bæklingur Akureyrarstofu: Frá torgi til fjöru. – www.visitakureyri.is Texti: Jón Hjaltason sagnfræðingur. Teikningar: Þórhallur Kristjánsson – Effekt auglýsingastofa.


AKUREYRI | 13


14 | AKUREYRI

Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótelinu á Akureyri:

Norðurland á mörg tækifæri í vetrarferðamennsku „Við erum með nokkuð góða traffík frá Bretlandi í vetur í Norðurljósaferðir, sem Icelandair býður upp á. Í þeim dvelja gestir tvær nætur hjá okkur á Akureyri og tvær í Reykjavík. Sala á þessum ferðum er betri en við þorðum að láta okkur dreyma um og mér finnst allt benda til að hún eigi bara eftir að aukast, enda hefur hvert tímaritið á fætur öðru útnefnt Ísland sem mest spennandi áfangastaðinn á næsta ári. Nú er lag að koma landinu á framfæri og því sem það hefur upp á að bjóða allan ársins hring,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótelinu á Akureyri. Hótelið var opnað í byrjun júní í sumar, fyrsti áfangi þess er með 63 herbergjum en seinni áfanginn verður tekinn í notkun í byrjun júní á næsta ári. Bætast þá við 37 herbergi, m.a. svíta, lúxusherbergi og fjölskylduherbergi. Þá eru einnig í boði á hótelinu alls 12 herbergi með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Viðtökur hafa verið góðar en sumarið var í heildina ágætt. Á haustmánuðum breyttist gestasamsetningin; Íslendingar lögðu leið sína í meira mæli norður og segir Sigrún að miklu skipti að eitthvað sé um að vera í bænum, viðburðir í menningarlífi, fundir, ráðstefnur og annað slíkt. Aðstaða til fundarhalda sé góð í bænum og tilkoma menningarhússins Hofs valdi straumhvörfum hvað varðar möguleika bæjarins sem áfangastaðar ferðamanna. Vona að tengiflugið verði að beinu flugi Átak er nú í gangi til að kynna Ísland allt árið, einkum vetrarmánuðina, og segir Sigrún að þar eigi Norðurland mörg tækifæri. Hún nefnir að Lappland hafi náð góðum árangri á þessum árstíma og Ísland bjóði sambærilega vöru; myrkur, kulda, snjó og norðurljós, að ógleymdum jólasveinunum í Mývatnssveit. „Við erum um 35% ódýrari en Lappland, þetta er háönn hjá þeim en ekki hjá okkur þannig að verðið er eftir því.“ Hótelstjórinn fagnar því að Icelandair muni bjóða upp á tengiflug til Akureyrar næsta sumar og segir það renna styrkari stoðum undir ferðaþjónustuna „og ég vona að þró-

Icelandair hótelið á Akureyri í vetrarbúningi. Hótelið leggur mikið upp úr þjónustu við skíðaunnendur.

unin verði sú að tengiflugið verði að beinu flugi héðan og til Evrópu. Við höfum allt að vinna til að koma því á koppinn,“ segir Sigrún. Nú eftir áramót hefst skíðatíðin fyrir alvöru og segir Sigrún að hótelið bjóði skíðafólki upp á mjög góða aðstöðu, m.a. upphitaða skápa fyrir klossa og sérgeymslu fyrir skíði. „Þá er garðurinn sérlega aðlaðandi

og við munum í vetur bjóða upp á „aprés ski“ stemningu þar með heitum drykkjum af ýmsu tagi, við kveikjum upp í útiarninum og þarna verður mjög notalegt að sitja í skíðagallanum að lokinni fjallaferð,“ segir hún. Veitingastaðurinn vinsæll Á Icelandair hótelinu er vinsæll veit-

„Sala á Norðurljósaferðum í Bretlandi gengur betur en menn þorðu að vona,“ segir Sigrún Börk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótelinu á Akureyri. Fjöldi Breta gistir í vetur á hótelinu í tengslum við slíkar ferðir.

ingastaður sem fengið hefur fínar viðtökur gesta og heimamanna, síðdegisseðill í Stofu 13, „high tea“ veitingar að breskum hætti sem nýtur mikilla vinsælda og gjarnan glatt á hjalla hjá litlum hópum sem koma þar saman. Síðustu vikur hefur líka mikið verið um að vera í kringum jólahlaðborð sem verið hafa vel bókuð allar helgar og eins

sækja margir í dagverð um helgar. „Bæjarbúar eru duglegir að heimsækja okkur, enda leggja kokkarnir, Hallgrímur og Níels, áherslu á mat úr héraði. Þeir leggja hjartað í eldamennskuna og ég vona að sú ástríða skili sér alla leið til gesta,“ segir Sigrún. icelandairhotels.is

Aftur brestur á með Éljagangi í febrúar! Dagana 9.-12. febrúar næstkomandi verður vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur á Akureyri. Hátíð þessi var í fyrsta skipti í febrúar síðastliðnum og tókst með þeim ágætum að ákveðið var að endurtaka leikinn og gera hana að árlegum viðburði. Markmiðið er að kynna fjölbreytni í vetrarútivist fyrir fólk á öllum aldri. Meðal viðburða á Éljagangi 2012 verða snjósleðaspyrna og ískrosskeppni á Leirutjörn á vegum KKA (Akstursíþróttafélag torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri), vasaljósaganga og skíðagöngunámskeið á vegum Skíðafélags Akureyrar og TVG Zimsen í Hlíðarfjalli, uppákoma á vegum Skautafélags Akureyrar og fleira. Einnig munu ferða-

Skíðatæknin þróuð í brekkunum í Hlíðarfjalli.

þjónustuaðilar og ferðafélög á svæðinu verða með ýmsar ferðir sem gestir hátíðarinnar geta valið úr, s.s.

troðaraferðir á Kaldbak, fjallatrukkaferðir, vélsleðaferðir frá Kálfsskinni, Norðurljósaferðir og fleira.

Vetrarsportsýning og stórstjörnur brettaheimsins Einn stærsti viðburður hátíðarinnar verður árleg vetrarsportsýning EYLÍV (Félags vélsleðamanna í Eyjafirði) í íþróttahúsinu Boganum en þar kynna helstu söluaðilar í vetrarsporti á Íslandi nýjasta búnað sinn. Ýmsir vetrarmenningartengdir viðburðir verða skipulagðir í tengslum við Éljagang, s.s. risasnjókarl á Ráðhústorgi. Meðal nýjunga á Éljagangi 2012 er áhersla á snjóbrettaiðkun í samstarfi við þá bræður Halldór og Eirík Helgasyni sem eru meðal stærstu stjarna í snjóbrettaheiminum í dag. Nýverið var stofnuð snjóbrettadeild innan Skíðafélags Akureyrar og hafa undirtektirnar verið með eindæmum góðar. Að Éljagangi standa Skíðafélag Akureyrar, Hlíðarfjall, Vetraríþróttamiðstöð Íslands, KKA EYLÍV og Akureyrarstofa. Hægt er að fylgjast með dagskránni á www.eljagangur.is


AKUREYRI | 15

Tilboรฐ

kr. 4.499 kr. 5.999

Tilboรฐ

kr. 7.299 kr. 8.499

Tilboรฐ

kr. 2.249 kr. 2.999

Tilboรฐ

Tilboรฐ

kr. 2.299

kr. 2.999

kr. 2.799

kr. 3.999

Verรฐ

kr. 5.999

Tilboรฐ

kr. 2.999

Tilboรฐ gilda til og meรฐ 18.12.11

kr. 3.999

Alltaf plรกss fyrir gรณรฐa gjรถf รšrval af fรถndurvรถrum, spilum, tรณnlist og bรณkum

Eymundsson.is


16 | AKUREYRI

Brauðfætur eða burðarás atvinnulífs Fyrir rösklega tíu árum reyndi sá, sem þessar línur ritar, að fá uppbyggilegar umræður innan samtaka kaupmanna hvort tímabært væri að taka upp annan gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar. Málið snertir okkur öll í þessari stétt í daglegum störfum og þess vegna mikilvægt að vega þessa spurningu og meta. Í upphafi þessarar tilraunar minnar var hún talin svo fráleit að ekki var einu sinni nokkur leið að fá hana tekna upp á fundum kaupmanna og því borið við að málið væri svo viðkvæmt að ekki væri vogandi að ræða það hvað þá meir. Var mér þá innanbrjósts eins og manninum sem reyndi að vekja athygli á vestrænum trúarbrögðum í tilteknu múslímalandi: Hann var vinsamlega beðinn að hafa hljótt um sig því umræða af þessu tagi væri ekki leyfð í þessu landi og gæti leitt yfir hann mikla ógæfu.

rs_evran_20111129_10x39.indd 1

Ríkjandi trúarbrögð

„ekki vildi ég koma á

Þessi viðbrögð þeirra múslimsku ollu mikilli hneykslun hér ófriði við vini mína í á landi og þau voru talin til marks um þá miklu gæfu sem kaupmannastétt sem Íslendingar byggju við að geta rætt hvað eina okkar á milli vildu heldur stinga – vegið og metið kosti og galla þessa eða hins og komist að höfðinu í sandinn“ skynsamlegri niðurstöðu. Þannig fannst mér ég vera staddur í landi hinna rétttrúuðu. Því kaus ég þögnina um sinn því ekki vildi ég koma á ófriði við vini mína í kaupmannastétt, sem vildu heldur stinga höfðinu í sandinn og láta allar spurningar um íslensku krónuna, sem kölluðu á svör í þessu sambandi, lönd og leið, enda ekki við hæfi að við, sem stunduðum viðskipti værum að skipta okkur af því sem okkur kæmi ekki við. Það væri aðeins á færi þeirra sem öfluðu gjaldeyris, stjórnvalda og bankamanna sem véluðu um þessi mál af meintri þekkingu og ábyrgð. Við hinir ættum ekkert með að fjalla um þessi mál og alls ekki að hafa skoðun á þeim. Samt sem áður glímum við kaupmenn við margvísleg vandamál sem krónan okkar skellti sífellt yfir okkur af fullkomnu


AKUREYRI | 17

Bjargvættur? Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni og skipti engum togum að sá féll í sjóinn með miklum skell. Hann var ósyndur og gat enga björg sér veitt, hrópaði í örvæntingu sinni allt hvað af tók eftir hjálp og barðist um á hæl og hnakka við bryggjuna. Var það allt mjög átakanlegt enda manninum bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þá þegar. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð, þrátt fyrir allt var hann ekki alveg samviskulaus. Náði hann í björgunarhring þar í nánd, kastaði honum til félaga sins, sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn þarna í sjónum og skipaði hinum drukknandi manni að grípa þetta síðasta tækifæri

til að lifa af. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og lofaði björgunarmanninn hástöfum fyrir afrek hans og fórnarlund. Slíkir menn verðskulduðu sannarlega lof og prís og var hann næstu daga hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundu? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að impra á því við sína nánustu að sá sem bjargaði honum hefði sjálfur hrint sér fram af bryggjunni og beðið þess að hann drukknaði fyrir framan nefið á honum. Þegar þar var komið sögu var hann viss um að hann væri að mæta örlögum sínum og framundan ótímabær himnaferð. Um það leyti sem hann var að búa sig undir dauða sinn þarna í ísköldum sjónum sveif björgunarhringurinn niður til hans og sá sem áður hafði viljað hann feigan kominn í stöðu

miskunnarleysi. Við yrðum bara að halda áfram að súpa seyðið af því óhagræði og sveiflum sem blessuð krónan okkar skapaði í rekstrinum. Okkur bæri að láta eins og ekkert væri og brosa blíðlega til beggja átta vegna þess að við værum stödd í miðju samfélagi sem þyldi ekki umræðu sem stríddi gegn ríkjandi trúarbrögðum. Allt slíkt gæti boðað válynd tíðindi fyrir frjálsa verslun á Íslandi. Þess vegna hefði kaupmannastéttin til langs tíma forðast eins og heitan eldinn að fjalla um þetta málefni sem skipti hana þó sannarlega miklu máli.

Landið að rísa? Sem betur fer hefur orðið nokkur breyting á þessari afstöðu kaupmanna síðustu misserin og þeir jafnvel margir jákvæðir fyrir því að skoða aðra mynt en íslensku krónuna. Þó má ennþá heyra raddir úr okkar sveit sem ekki vilja skoða neitt í þessum efnum og hafa jafnvel lagst gegn því innan Samtaka atvinnulífsins að ljúka samningum um hugsanlega aðild að ESB sem er forsenda upptöku evru. Þetta viðhorf virðist byggjast á því að þjóðinni sé ekki treystandi til að vega og meta valkosti sem fram kæmu í slíkum samningi. Farsælast sé að halda sig áfram við þögnina og vona að allt fari vel, að hætti Bjarts í Sumarhúsum.

Vandræðagangur Til þess að útskýra í nokkrum orðum þau óþægindi sem hin sveiflukennda króna okkar skapar í verslun og viðskiptum vil ég benda á einfaldar staðreyndir: • Við fatakaupmenn förum á sýningar í útlöndum til að velja og panta varning. Þar eru gefin upp verð í alþjóðlegum gjaldmiðli og við sjáum hvað hann kostar miðað við skráð gengi krónunnar þann daginn. Það verð ætti að falla viðskiptavinum okkar í geð. Varan er pöntuð og haldið áfram. • Þegar varan kemur svo eftir nokkrar vikur til okkar í búðina þarf aftur að skoða hvaða gengi er þá skráð og verðleggja hana í samræmi við það. Þá er eins víst að íslenska krónan hafi sigið talsvert eða jafnvel fallið þegar verst lætur og jafnvel komið eitthvað allt annað verð á vöruna en upphaflega var gert ráð fyrir og var forsenda þess að hún var pöntuð. • Svo kemur næsta stig en það er þegar gert er upp við hina erlendu seljendur en þeir gefa yfirleitt gjaldfrest í 60 daga. Hvað þá er upp á teningnum varðandi skráningu krónunnar og hvað þarf að greiða raunverulega fyrir vöruna þegar kemur að uppgjöri getur verið eitthvað allt annað verð en gengið var út frá í upphafi. Þetta heitir að búa við óstöðugt starfsumhverfi og mun verra en gerist hjá keppinautum okkar og starfsbræðrum í löndum þar sem gjaldmiðillinn er sterkur og hægt að treysta á að hann sveiflist ekki eins og við eigum að venjast. Við þetta bætast svo vextir hér á landi, sem eiga sinn enga líka og gerir alla fjármögnun reksturins þyngri en annars væri.

björgunarmanns. Síðan missti okkar maður meðvitund en þegar hann hafði jafnað sig á volkinu og endurtók í sífellu hvað raunverulega hafði gerst þá báðu ættingarnir hann þess lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og yrði væntanlega færður til æðstu metorða í þjóðfélagi sem þyrfti svo sannarlega á öllum sínum bestu sonum að halda til góðra verka. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryddi trúin staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri jafn vonlaust að fá nokkurn til að trúa þessari frásögn eins og að reyna að sannfæra rétttrúaða um að íslenska krónan hefði verið ein helsta orsök hrunsins, enda væri þessi sama króna nú að bjarga okkur í kreppunni vondu – væri sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf, eins og björgunarmaðurinn á bryggjunni. I.Sv.

Hærra vöruverð Afleiðingin verður hærra vöruverð fyrir íslenska neytendur og lakari lífskjör en efni standa til. Þannig stuðlar þessi örmynt okkar að verri lífskjörum – fyrir utan það að hún hefur löngum verið nýtt af stjórnvöldum til þess að lækka kaupmátt launa, en það er önnur hlið á þessari vandmeðförnu krónu okkar. Þá gleymist oft að það aðhald sem alvöru gjaldmiðill veitir í hagstjórninni, er ekki til staðar og allt er látið vaða á súðum í rekstri þjóðarbúsins. Svo er talað um það lán sem krónan okkar skapar til að bregðast við þeirri óráðsíu allri. Í því sambandi er rétt að vísa á dæmisöguna um bjargvættinn hér að ofan.

Víðast brugðist við Í umræðum um nauðsyn þess að losna við íslensku krónuna fyrr eða síðar hefur verið bent á að hún er minnsti „eða festa eigin gjaldgjaldmiðill í veröldinni og miklum vandkvæðum bundið að miðil við traustari mynt byggja á henni til framtíðar. Með aðildinni að EES, þar með einhverjum hætti sem fjórfrelsið tryggir frjálsa för fjármagns milli landa, eins og til dæmis Danir verður þessi örsmái gjaldmiðill okkar eins og lítil julla á og Svíar hafa gert.“ rótlausum haffleti alþjóðasamfélagsins, allir um borð með sífellda sjóveiki og líður illa. Lang flest lönd hafa líka gert ráðstafanir til að bæta úr þessari vanlíðan og hafa ýmist tekið upp stærri gjaldmiðil, eins og evruna, eða fest eigin gjaldmiðil við traustari mynt með einhverjum hætti eins og til dæmis Danir og Svíar hafa gert. Allt er þetta liður í alþjóðlegri þróun og við, sem viljum vera þátttakendur í henni hljótum að íhuga stöðu okkar í þessum efnum vandlega. Allt annað er ábyrgðarleysi og hefur ekkert með þjóðarstollt að gera eins og margir virðast telja.

Er allt betra en evran? Í fróðlegu erindi Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra SA á dögunum, sagði hann að krónan hafi verið slappur gjaldmiðill undanfarið og muni ávallt þýða höft, verðbólgu og hærri vexti. Ekki beinlínis uppörvandi framtíðarsýn frá slíkum lykilmanni í íslensku atvinnulífi. Hann sá ekki aðra leið vænlegri en taka upp evruna enda væri hún, þrátt fyrir allt, ein af sterkustu gjaldmiðlum í heiminum. Fullyrðingar um annað stæðist enga skoðun og væri einungis til marks um óraunhæfa nálgun þessa alvarlega málefnis. Fleiri hafa tekið undir þetta sjónarmið en á tímabili hófst undarlegt kapphlaup um að stinga upp á hinum og þessum gjaldmiðlum sem við gætum tekið upp hér á landi. Þó er áberandi að sumir nefna aldrei evruna, rétt eins og hún sé ein af óhreinu börnum Evu og allt annað væri betra en traustasti gjaldmiðill í veröldinni eins og Vilhjálmur fullyrti að evran væri. Þetta verður stundum, að mínum dómi, allt að því brosleg umræða en hún er þó til vitnis um það að flestir, sem hafa leitt hugann að framtíð íslensku krónunnar af einhverri alvöru, hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún muni ekki gagnast „Hann sá ekki aðra leið okkur þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti bendir vænlegri en taka upp margt til þess að hún verði hemill á eðlilegar framfarir í evruna enda væri hún, landi sem vill bjóða þegnum sínum sambærileg kjör og þrátt fyrir allt, ein af tíðkast í nágrannalöndum okkar. Allar götur frá því við sterkustu gjaldmiðlum í gengum í NATO, EFTA og nú síðast með samningnum heiminum“ um Evrópska efnahagssvæðið, höfum við þróast með ESB ríkjum. Þegar þess er gætt að lang stærsti hluti viðskipta okkar er við lönd innan ESB er auðvitað ekkert vit í öðru en laga sig að því og taka upp evru. Þannig hefur samvinna við vestrænar bræðraþjóðir ávallt skilað okkur fram á veginn.

Hömlur settar á stjórnmálamenn

Greinarhöfundur - Ragnar Sverrisson formaður Kaupmannafélags Akureyrar

Eitt vinsælasta viðkvæðið gegn því að taka upp evruna er sú fullyrðing að fylgjendur hennar haldi því fram að hún sé allra meina bót og allt muni lagast á svipstundu með því taka hana upp. Síðan er útmálað hvaða endemis vitleysa þetta evru-tal allt sé, þegar gengið er út frá því að hún sé eins konar töfrasproti sem allt lækni. Það er þó raunar einn galli á þessum fullyrðingum. Enginn af þeim sem aðhyllast að stefna að því að taka upp evruna í stað krónunnar, hefur haldið þeirri vitleysu fram að með evrunni leysist allur vandi og ekkert þurfi að hugsa eftir það. Aðeins hefur verið bent á að ýmislegt yrði auðveldara í hagstjórninni og rekstri fyrirtækja og heimila eins og reynsla annarra þjóða ber vott um. Þetta útheimtir að vísu meiri aga í þjóðfélaginu en menn hljóta að vera sammála um að Íslendingum veiti ekki af því. Á meðan stjórnmálamenn eiga allt sitt undir því að ausa sameiginlegum fjármunum landsmanna til að koma til móts við kjósendur sína – eflaust til nýtra verkefna – og ekkert aðhald er af alvöru gjaldmiðli þá halda þeir áfram að eyða um efni fram. Þannig er það, hefur verið og mun verða að óbreyttu. Að öðrum kosti missa stjórnmálamenn vinnu sína og róa því lífróður við að eyða sem mestu. Afleiðingin er og verður miklar sveiflur í hagstjórninni, gengisfellingar, lán fyrirtækja og einstaklinga hækka um tugi prósenta á einum degi og kaupmáttur lækkar, öllum til tjóns. Við viljum ekki slíka framtíð, byggða á sömu brauðfótunum, við viljum sterkan burðarás atvinnu- og lífsgæða. Ragnar Sverrisson

6.12.2011 05:24:36


18 | AKUREYRI

Að finna hljóðfæri við hæfi

Tónastöðin er þjónustufyrirtæki fyrir tónlistarfólk, jafnt atvinnumenn sem byrjendur.

„Við sýnum fólki hvaða eiginleika góð hljóðfæri hafa og hvað skiptir máli við val á hljóðfæri,“ segir Konráð W. Bartch, verslunarstjóri í Tónastöðinni á Akureyri.

„Tónastöðin er þjónustufyrirtæki fyrir tónlistarfólk, jafnt atvinnumenn sem byrjendur. Ég held að margir geri sér ekki alveg grein fyrir hve víðtæk þjónusta okkar er,“ segir Konráð W. Bartch verslunarstjóri. „Hingað koma börn og kaupa blokkflautur og hristur, söngvarar kaupa nótur af óperum eða Elvislögum, fiðlunemendur vantar æfingakonsert eða myrru á fiðlubogann, dauðarokkarinn vill fá gaddaól á gítarinn sinn, trommarinn velur úr 50 mismunandi tegundum trommukjuða, foreldrar trompetleikarans vilja dempara á trompetinn, einhver kaupir gítarstreng til að setja í ostaskerann og svo mætti lengi telja. Allir geta átt erindi í Tónastöðina.“ Þjónusta „Við leggjum mikla áherslu á þjónustu,“ segir Konni. „Hér bjóðum við minniháttar viðgerðir á gíturum og öðrum hljóðfærum og leiðbeinum

fólki um hvert á að leita með þau vandamál sem við ekki getum leyst á staðnum. Við aðstoðum við að velja hljóðfæri við hæfi. Við sýnum fólki hvaða eiginleika góð hljóðfæri hafa og hvað skiptir máli við val á hljóðfæri. Gítar er ekki bara gítar, ekki frekar en bíll er bara bíll. Það er slæmt ef fólk gefst upp á að iðka tónlist vegna þess að hljóðfærið virkar ekki rétt. Þess vegna höldum við uppi okkar eigin gæðastaðli í hljóðfærum og reynum að tryggja að kúnnarnir okkar fái mikið fyrir peninginn. Af nýjum vörumerkjum sem Tónastöðin býður upp á má nefna Dream symbala sem hafa „slegið í gegn“ hjá trommurum, þeir eru ódýrir en hljóma rándýrir! Jafnframt Dream erum við einnig með gæðasymbalana frá Meinl. Einnig seljum við gítara frá Gibson og Epiphone en bæði þessi merki eru heimsþekkt og eftirsótt. Að kaupa vandað hljóð-

færi hefur marga kosti. Þó þau séu dýr í upphafi halda þau verðgildi sínu (eru verðtryggð!) og veita notandanum margfalda ánægju.“

stjórum, poppurum, kvikmyndatökumönnum, útvarpsmönnum, leiðsögumönnum, lögreglunni og auðvitað almenningi. Í desember verða ýmsar uppákomur í búðinni og von er á tónlistarmönnum í heimsóknir til okkar. Við erum að komast í jólaskap og hvetjum alla til að fylgjast með, t.d. á Facebook síðunni okkar,“ segir Konni að lokum. tonastodin.is

Salernispappírinn líka í jólabúning! „Jú, vissulega er það svo að í framleiðslu eins og okkar eru jólavörur. Það á við um eldhúspappírinn og raunar salernispappír líka. Og vert er að geta þess að hluti af andvirði þessara vöruflokka rennur til líknarfélaga og hjálparsamtaka nú fyrir jólin, bæði á Akureyri og syðra. Auk þess gefum við einnig pappír til hjálparsamtaka og hann er alltaf vel þeginn,“ segir Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco en fyrirtækið hefur nú rekið söludeild, verslun og vöruþjónustu á Akureyri í rösklega eitt ár. Í upphafi var einn

20% afsláttur af öllum fatnaði til jóla! Allt fyrir börnin Reykjavík: Bíldshöfða 20 - S: 562 6500 Akureyri: Kaupvangsstræti 1 - S: 462 6500

Upptökubúnaður Upptöku- og hljóðvinnslubúnaður hefur tekið stórstígum framförum síðustu ár og alltaf færist í vöxt að menn taki upp tónlist í heimahúsum. „Við bjóðum upptökugræjur frá Zoom, bæði hljóð og mynd. Þessi tæki verða stöðugt vinsælli og eru á afar hagstæðu verði. Tækin eru notuð jafnt af áhugamönnum sem atvinnumönnum. Þau eru lítil, handhæg og skila ótrúlegum gæðum. Þau eru notuð af kór-

www.fifa.is

Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco, segir viðtökurnar á Norðurlandi hafa verið góðar. Enda stefnir í að starfsmenn Papco á Akureyri verði fjórir innan tíðar.

starfsmaður á Akureyri en nú stefnir í að þeir verði fjórir og má af því ráða að markaðurinn hafi tekið komu Papco norður yfir heiðar fagnandi. Framleiðslan efld með nýjum tækjum Papco hefur á fáum árum tekið miklum breytingum en Þórður og fjölskylda hans keyptu fyrirtækið eftir að hafa rekið prentsmiðjuna Ásprent á Akureyri í langan tíma. Papco framleiðir eldhús- og salernispappír fyrir neytendamarkað en hefur á síðustu árum lagt vaxandi áherslu á sölu á ýmsum stoðvörum, s.s. sápum og hreinsivörum, áhöldum, plastpokum og ýmsum öðrum vöruflokkum. Óhætt er að segja að sjón sé sögu ríkari í verslun Papco við Austursíðu á Akureyri. Með vexti Papco í framleiðslu á pappír má segja að störf séu flutt erlendis frá og til Íslands og segir Þórður að nú þegar eilítið rofar til í kjölfar bankahrunsins sé komið að fjárfestingu í tækjabúnaði og aukinni framleiðslu í kjölfarið. „Við höfum endurskipulagt fyrirtækið, bæði innan frá og fjárhagslega, og

erum nú tilbúin í næstu skref í uppbyggingunni.“ Norður- og Austurland undir „Með aukinni sölu og þjónustu með stoðvörur stórjukum við þjónustu við fyrirtæki og stofnanir, sem sjá mikinn hag af því að geta skipt við einn aðila í þessum vörum í stað margra áður. Við erum mjög ánægð með viðstökurnar á Akureyri og gaman að geta veitt fólki á þessu svæði þjónustu á nýjan leik. Í byrjun lögðum við áherslu á að ná til fyrirtækja, stofnana og stærri kaupenda en síðan höfum við eflt sölustarfsemina enn frekar og færum þjónustuna þannig á enn hærra stig. Svæðið sem við horfum til frá Akureyri spannar allt Norður- og Austurland og að sjálfsögðu vonum við að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika því þau styrkja þessi svæði sem eina heild. Samhliða þessu öllu erum við síðan með allar okkar vörur í versluninni við Austursíðu og þjónum minni fyrirtækjum og neytendum þar með beinum hætti.“ papco.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 11 – 2 3 9 0

AKUREYRI | 19

Það þarf ekki mikið til að vekja góðar minningar um jólin. Einhver smáhlutur, mynd frá síðasta sumri, sokkapar eða falleg bók. Það er hugurinn sem skiptir máli. Sendu hug þinn með Póstinum – heim að dyrum.

www.postur.is


20 | AKUREYRI

Fjölbreytt vöruval og verð við allra hæfi „Það hefur komið okkur á óvart hversu góð salan hefur verið á árinu í alls konar stærri heimilstækjum, til dæmis frystikistum, þvottavélum og sjónvörpum,“ segir Haukur Már Hergeirsson, verslunarstjóri Byko á Akureyri. Úrvalið í versluninni er afar fjölbreytt. Auk þess sem fyrirtækið er leiðandi í sölu byggingavara hefur áhersla verið lögð á að styrkja reksturinn með auknu samstarfi við Elko. Þá er verslunin Intersport einnig til húsa í suðurhluta verslunarhúsnæðis Byko á Akureyri. Sterk ljósa- og raftækjadeild Haukur Már segir að um þessar mundir sé jólaverslun í fullum gangi. Byko státi af sterkri ljósadeild og það sama megi segja um raftækjadeildina, en mikið er selt af vörum af því tagi fyrir jól. „Við erum með afar fjölbreytt úrval af jólavörum núna og erum ákaflega stolt af því að bjóða bæjarbúum og nágrönnum okkur upp á hana, við höfum lagt mikið upp úr jólavörunni og gerum henni hátt undir höfði með flottum uppstillingum. Við höfum fengið fyrir það hrós og erum ánægð með það,“ segir Haukur Már. Hann segir að mikið hafi verið að gera undanfarnar vikur og menn séu bjartsýnir á góða jólaverslun, sem og almennt á komandi ár. Byggingabransinn sé að rétta úr kútnum og ýmislegt um að vera á þeim vettvangi, bæði á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum. „Það er töluvert um að vera á byggingasviðinu og við kvíðum því ekki komandi ári,“ segir Haukur Már. Jólaverslun hófst venju fremur

Haukur Már Hergeirsson, verslunarstjóri í Byko, segir það hafa komið á óvart hversu góð sala hefur verið á árinu í stærri heimilistækjum eins og frystikistum, þvottavélum og sjónvörpum. Jólaverslun fór snemma í gang í ár og lofar góðu.

byko.is

snemma í ár að sögn verslunarstjórnans. Akureyringar hafa margir hverjir þann háttinn á að skreyta hí-

Sími: 580-0060

ferðinni með skreytingar, enda nauðsynlegt að lýsa upp dimmasta skammdegið með fallegum ljósum.“

intersport.is

Norðlenskir Óðalsostar í nýjan búning Íslenskar mjólkurvörur eru alltaf stór hluti af hátíðarhaldinu á heimilum landsmanna og ekki hvað síst á það við um jólin. Og alveg sérstak-

Bækur á bónusverði

akureyri@a4.is + www.a4.is

býli sín að utan með fyrra fallinu og á því var engin undantekning nú. „Mér sýnist menn vera snemma á

„Ertu nógu þroskaður fyrir bragðið?“ spyrja þau hjá MS Akureyri:

Þú færð skemmtilegar jólagjafir hjá okkur í A4

Dalsbraut 1, Akureyri

Bjóðum verð við allra hæfi Haukur Már segir að vissulega sé samkeppnin hörð en hjá Byko leggi menn áherslu á að bjóða fjölbreytt úrval í öllum vöruflokkum, verð við allra hæfi og þá kunni viðskiptavinir að meta að vörur eru alla jafna til á lager í versluninni. „Hér á fólk að geta fundið nánast allt milli himins og jarðar, ef svo má segja. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi, við höfum aukið mjög framboð á vörum, t.d. afþreyingarvöru ýmis konar eins og tölvuleikjum, geisladiskum og almennum tölvuvörum. Vörur af því tagi eru sívinsælar jólagjafir. Þá erum við með verð við allra hæfi, hér getur fólk valið úr mismunandi verð- og gæðaflokkum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Haukur Már. Og bætir við að til að auka enn á úrvalið sé verslun Intersports til húsa í Byko, en þar er í boði merkjavara, vandaður útivistar- og íþróttafatnaður, bæði fyrir börn og fullorðna.

Ostar eru hluti af jólunum. Silja Dögg Baldursdóttir, svæðissölustjori MS Akureyri, með nýju Óðalsostalínuna, Óðals Chilisultu og gjafakörfu MS en þær eru sérlega vinsælar til gjafa fyrir jólin.

lega um áramótin þegar ostar eru í stóru hlutverki. Framleiðsla á ostum hefur einmitt verið sérgrein starfsmanna MS Akureyri í mörg ár og þessa dagana eru neytendur að sjá Óðalsostana birtast í nýjum búningi í verslunum. Hér eru á ferðinni sannkallaðir sælkeraostar, lína af bragðgóðum ostum sem margir hverjir eiga sér langa sögu á markaðnum og hafa samheitið Óðalsostar. Stóra spurningin sem þau hjá MS leggja fyrir neytendur í kynningu á þessum ostum er einfaldlega: Ertu nógu þroskaður fyrir bragðið? „Það má segja að til viðbótar því að setja alla Óðalsostana í nýjar umbúðir þá leggjum við meira í þá og gerum þá að ennþá meiri sælkeravöru. Ostarnir fá lengri lageringu en áður og það framkallar meira bragð. Þarna eru þekktir ostar frá okkur á borð við Havarti, Óðalsost, Búra, Ísbúa eða Gouda sterka. Það er gaman að vekja athygli á því að sex af þessum átta óðalsostum, sem við erum að færa í nýjan búning, koma héðan frá MS Akureyri og eiga sér langa norðlenska framleiðslusögu,“ segir Silja Dögg Baldursdóttir, svæðissölustjóri hjá MS Akureyri.

Ostalína sælkeranna „Allt eru þetta svokallaðir fastir ostar og í þeim skilningi brauðostar. Hins vegar erum við með þessum breytingum að leggja áherslu á Óðalsostana sem viðbit, á ostabakkana eða annað þar sem við leyfum ostunum að vera í aðalhlutverki. Viljum við með þessu festa Óðalsostalínuna í heild sem bragðmikla sælkeraosta í hugum neytenda. Við mælum hiklaust með þessum ostum á borðið þegar við fögnum nýju ári eða þegar við viljum skipta yfir úr sætindunum yfir jóladagana. Þá er fátt betra en ostur og ferskir ávextir,“ segir Silja en nýja Óðalsostalínan hefur nú verið í verslunum um tíma og verið tekið vel. „Við samræmum einnig stærðina í línunni og eru allir ostarnir 330 grömm. Það eru hentugar einingar fyrir heimilin,“ bætir Silja Dögg við. ms.is

HÚSIN Á AKUREYRI

Sigurhæðir, Eyrarlandsvegur 3 Hér byggði og bjó sjálft þjóðskáldið Matthías Jochumsson, er „var svo bölvans gáfaður“ – svo notað sé orðtak hans sjálfs – að andi hans verður seint fangaður, helst að það gerist í sögunum er af honum fóru. „Skiptu oft um skoðun og þú heldur þér ungum“, sagði Matthías. Heimild: Bæklingur Akureyrarstofu: Frá torgi til fjöru. – www.visitakureyri.is Texti: Jón Hjaltason sagnfræðingur. Teikningar: Þórhallur Kristjánsson – Effekt auglýsingastofa.


AKUREYRI | 21


22 | AKUREYRI

Sportversbræðurnir opna Cintamani verslun á Glerártorgi:

Alltaf mikið um að vera í Sportveri Það er alltaf mikið um að vera í kringum bræðurna Egil og Sigurð sem reka verslunina Sportver á Glerártorgi. Þeir hafa rekið verslunina frá árinu 1995 og er hún gegnheilt norðlenskt fyrirtæki! „Við höfum verið afar heppnir með starfsfólk sem flest hefur starfað lengi hjá okkur og býr yfir mikilli vöruþekkingu,“ segir Egill. Gaman að gera þessari vöru hátt undir höfði Um liðna helgi var opnuð í Sportveri ný Cintamani verslun, eins konar „búð í búð“. Iðnaðarmenn hafa verið að störfum við að innrétta nýju verslunina undanfarnar vikur en hún var svo opnuð með pompi og pragt síðastliðinn laugardag og var ekki annað að sjá en viðtökur væru einkar góðar. Egill segir ánægjulegt að færa Cintamani fatnað í sérverslun á Akureyri, en upphaflega voru þessi vinsælu útivistarföt framleidd í Foldu, frá árinu 1997 en Glerártorg stendur einmitt á þeirri lóð núna. Sportver var með fyrstu söluaðilum á Cintamani vörum á Íslandi. Þá stóð verslunin við austurenda Glerártorgs og tók þá bræður ekki langan tíma að ganga yfir í Foldu að ná í nýjar vörur. „Það er virkilega gaman að gera þessari vöru hátt undir höfði og ég er sannfærður um að Akureyringar og nærsveitarmenn taka þessari viðbót í verslunarrekstri á Glerártorgi fagnandi. Cintamani er vandaður og hlýr fatnaður sem gott er að klæðast allt árið um kring,“ segir Egill. ÍGLÓ, íslenskt barnafatamerki Nýlega hóf Sportver að selja barnafatnað frá Ígló, en þar er um að ræða íslenska hönnun sem nýtur mikilla vinsælda meðal ungu foreldranna. Fötin eru fyrir börn á ýmsum aldri, allt frá nýfæddum og upp í um 10 ára aldur eða stærð 140. „Þetta er vinsælt merki og fötin eru falleg og vönduð, en við höfum einmitt lagt áherslu á að selja vandaða og góða vöru í okkar verslun.“

Egill og Sigurður Einarssynir, eigendur Sportvers á Glerártorgi, opnuðu um síðastliðna helgi nýja verslun með Cintamanivörur, nokkurs konar „búð í búð“ því innangengt er úr Sportveri í Cintamaniverslunina. Margt var um manninn við opnunina og viðtökur góðar.

Öflug brettadeild og samstarf við Eika og Halldór Á liðnu hausti hóf Sportver samstarf við bræðurna Eika og Halldór

Helgasyni, sem gert hafa garðinn frægan í brettaheiminum. Halldór er á samningi hjá Nike og er að kynna vörumerkið Nike 6.0 – fatnað, skó

og fleira sem tengist brettaíþróttinni og brettatískunni, enda einn besti snjóbrettakappi í heimi. „Fáir Íslendingar hafa náð eins langt í sinni

íþrótt og Eiki og Halldór og í raun ótrúlegt hve lítið hefur verið fjallað um afrek þeirra bræðra í íslenskum fjölmiðlum,“ segir Egill Eiki og Halldór ásamt fleirum eru að hanna og selja LOBSTER snjóbrettaplötur og fatnað, 7.9.13. belti, ásamt HOPPIPOLLA húfum. Allar þessar vörur hafa fengið mikla athygli og seljast vel. „Það er eiginlega sama hvað þeir bræður taka sér fyrir hendur, allt sem þeir koma nálægt vekur athygli og það er frábært að geta boðið upp á þessar vörur hjá okkur.“ Sportver býður svo auðvitað gott úrval af fatnaði og skóm frá Nike, Adidas, Hummel, Asics, Puma, Reebok, Helly Hansen, Smartwool, Craft og Casall, einnig skíða/brettafatnað frá Billabong, Element, Zoon, Surfanic, Helly Hansen og sundfatnað frá Speedo og Seafolly ásamt fleiri góðum vörumerkjum. „Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur og gaman að gera eitthvað nýtt og spennandi. Og svo má ekki gleyma því að við pössum vel upp á verðið sé í lagi,“ segir Egill.

Jólapakkinn með flugi og heim að dyrum! „Eftir miðjan mánuðinn fer þunginn að aukast verulega í fraktflutningum hjá okkur og alveg sérstaklega síðustu 2-3 sólarhringana fyrir hátíðina. Og við sjáum að á þessum tíma stóraukast sendingar einstaklinga með fluginu frá því sem er alla jafna árið um kring. Jólapakkarnir eru því talsvert hlutfall af fraktinni fyrir jólin – og við leggjum mikla áherslu á að allt komist á leiðarenda og til viðtakenda áður en við hættum störfum upp úr hádegi á aðfangadag,“ segir Kristján Theódórsson í fraktafgreiðslu Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli.

Allt að þrettán ferðir eru milli Akureyrar og Reykjavíkur hjá Flugfélagi Íslands þegar annríkið nær hápunkti fyrir jólin.

Sjálfstæð í hjarta bæjarinsAkureyrarapótek Björt og rúmgóð verslun. Gott aðgengi

Opnunartími mán - fös 9 - 18 lau 10 - 16 sun 12 - 16

Fraktin kemur og fer. Kristján Theódórsson með sendingar í fraktafgreiðslunni á Akureyrarflugvelli.

Jólatilboð á fraktfluginu Og það er sannarlega hagstætt að senda pakkann með flugi. Dagana 10.-20. desember verður tilboð hjá Flugfélagi Íslands á sendingum allt að 10 kílóum að þyngd og kostar þá 1.100 kr. fyrir sendinguna. „Það borgar sig því að vera svolítið tímanlega og nýta þetta tilboð,“ segir Kristján en auk einstaklingsþjónustunnar er flugið einnig mikilvægur hlekkur í fraktþjónustu fyrir verslanirnar í jólamánuðinum ef þarf að fá vörur með hraði. „Við bjóðum einnig upp á þá þjónustu að keyra vörur heim til fólks gegn gjaldi, ýmist að beiðni sendanda eða ef fólk á þess ekki kost að sækja vörurnar hingað til okkar. Við sjáum til þess að vörur fari áfram frá Reykjavík til annarra áfangastaða okkar, ef á þarf að halda. Við eigum einnig gott samstarf við áætlunarbíla og Norlandair hér fyrir norðan með sendingar, sem fara hér í gegn og áfram til viðtakenda á Norðurlandi.“ Þessu til viðbótar býður Flugfélag Íslands upp á

skandínavíska þjónustu á sendingum erlendis, svokallað Jet pak. Svo dæmi sé tekið getur viðskiptavinur, sem kemur með sendingu á Akureyri, fengið nákvæma bókun á ferli hennar allt þar til að hún kemur í hendur viðtakanda erlendis. Sendingin er þannig bókuð á flugnúmer innanlands, einnig í millilandaflugið og jafnvel líka í innanlandsflug í viðkomandi landi, ef á þarf að halda. Allt að þrettán ferðum á dag „Þegar nær dregur jólum lengjum við afgreiðslutímann hjá okkur og fjölgum ferðum. Mestu annríkisdagarnir eru alla jafna föstudagar og sunnudagar en dagarnir verða jafnari síðustu vikuna fyrir jól. Ferðir eru aldrei færri en sex á dag og allt upp í 13 þannig að þetta er mikil þjónusta og stendur sannarlega undir því slagorði að vera ódýrari en margan grunar,“ segir Kristján. flugfelag.is


AKUREYRI | 23

HJARTA AKUREYRAR Hótel Kea er fjögurra stjörnu hótel í hjarta Akureyrar.

Þetta gamalgróna og virðulega hótel er í örstuttu göngufæri við fjölda kaffihúsa, safna, leikhúsa, veitingastaða, tónleika- og skemmtistaða.

LEIKHÚSIÐ 400M,

SIGURHÆÐIR 100M, AKUREYRARKIRKJA 88M, GOYA TAPAS BAR 100M, SUNDLAUG AKUREYRAR 380M, LEIKFÉLAG AKUREYRAR RÝMIÐ 200M, INDÍA KARRY HUT 120M, JÓNAS VIÐAR GALLERY 100M, LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI 100M, RUB 23 RESTAURANT 50M, TIKK TAKK 260M, BORGARBÍÓ 380M, KRISTJÁNS CAFÈ 190M, GRÆNI HATTURINN 80M, KUNG FU SUSHI 200M, KAFFI AKUREYRI 310M, ÁTAK HEILSURÆKT OG AQUA SPA 400M, DEIGLAN 60M, MEXICO RESTAURANT 310M, CAFÈ AMOR 240M, DJ GRILL 340M, TE OG KAFFI 35M, SJALLINN 430M, KEILAN 760M, SUBWAY 60M, SAMBÍÓIN 250M, KRUA SIAM 350M, BAUTINN 25M, LAXDALSHÚS 980M, PÓSTHÚSBARINN 150M, GÖTUBARINN 60M, KETILHÚSIÐ 80M, BLÁA KANNAN 70M, STRIKIÐ 115M, POPULUS TREMULA 100M, HOF MENNINGARHÚS 320M, BRYNJA 980M,

1862 NORDIC BISTRO 320M, BÖGGLAGEYMSLAN 40M, LA VITA É BELLA 50M

Gefðu upplifun.

Gjafakortin okkar eru góðar gjafir sem gleðja.

Kíkið á tilboðin á www.keahotels.is

Verið velkomin á Hótel Kea, við tökum vel á móti ykkur. Hótel Kea - Hafnarstræti 87-89 - 600 Akureyri - Símar 460 2000 og 460 2029 - Fax 460 2060 - www.keahotels.is


24 | AKUREYRI

Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis, með girnilegt hangikjötslæri sem eflaust á eftir að verða hápunktur jólahaldsins á einhverju íslensku heimili í ár.

Svínakjötið skorið og snyrt.

Kjarnafæði stækkar framleiðsluaðstöðu sína á Svalbarðseyri:

Horft til tækifæra utan landsteinanna Kjötframleiðslufyrirtækið Kjarnafæði hefur nýlokið viðbyggingu við húsnæði sitt á Svalbarðseyri. Gunnlaugur Eiðsson, aðstoðarframkvæmdstjóri Kjarnafæðis, segir þessar breytingar lið í að uppfylla auknar kröfur sem lagðar séu á herðar matvælaframleiðendum með innleiðingu nýrrar matvælalöggjafar. Og hann segir tækifæri felast í þessum breytingum fyrir Kjarnafæði. Útflutningsleyfi breytir miklu „Með auknum kröfum göngum við í gegnum endurskipulagningu á öllum okkar ferlum og það felur í sér ákveðna hagræðingu og nýja hugsun í starfseminni. Stóra atriðið er hins vegar að nú fær Kjarnafæði útflutningsleyfi á sinni framleiðslu og við sjáum fyrir okkur að nýta það tækifæri. Enn sem komið er höfum við ekki kafað djúpt ofan í möguleikana en þó getum við sagt að erlendis sé hægt að finna smáa sérmarkaði sem við gætum annað, þrátt fyrir að vera ekki stærra fyrirtæki en við erum. Þá yrði um að ræða framleiðslu sem kæmi til viðbótar þeim vöruflokkum sem við erum með fyrir íslenskan markað.“ Gunnlaugur segir ekki sjálfgefið að álitlegustu kaupendurnir séu í nágrannalöndunum. „Við sjáum ekki síður fyrir okkur að horfa til fjarlægari markaða á borð við Kína og ætlum okkur að kanna þá möguleika nánar á næstunni.“

Jólahald og hangikjöt samofið Háönn kjötsölunnar fyrir jólin er hafin og segist Gunnlaugur reikna með harðri samkeppni á markaðnum, svo sem verið hefur. Hangikjötssalan er klassísk fyrir jólin og hvað sem allri matvælaumræðu líður er hangikjöt ómissandi þáttur í jólahaldinu. „Það á við um bæði eldra

fólk en ekki síður yngri kynslóðina,“ segir Gunnlaugur en annar fastur liður í sölu jólamánaðarins er hamborgarhryggurinn sívinsæli. Annars er fólk fastheldið á sínar hefðir og aðalaatriðið er að fólki líði vel. Það er nú það sem skiptir öllu máli. „Jólamánuðurinn er mikilvægur í sölu hjá okkur og neytendur gera vel

við sig í mat þegar tilefni er til, líkt og jólahátíðin er. Vegna samkeppni á markaðnum þá njóta viðskiptavinir góðs af því.“ Gunnlaugur segir jólatörnina hjá starfsmönnum Kjarnafæðis standa allt frá lokum sláturtíðar og til jóla. Þá taki strax við undirbúningur fyrir þorrann enda kemur þorramaturinn

frá Kjarnafæði fyrir augu neytenda í verslunum strax eftir áramót. Með öðrum orðum – samfelld matarveisla næstu vikur og mánuði! kjarnafaedi.is

AÐVENTUÆVINTÝRI Á AKUREYRI Styrktar­tónleikar Kvenna­kórs Akureyrar í kvöld

Guðrún Gunnars- Ívar Helgason. dóttir.

Í kvöld kl. 20:00 heldur Kvennakór Akureyrar sína árlegu tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi. Kórinn hefur mörg undanfarin ár haldið tónleika á aðventunni þar sem allur ágóði rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. Allir sem fram koma á tónleikunum gefa vinnu sína. Með kórnum á þessum tónleikum koma fram ein-

Kvennakór Akureyrar.

söngvararnir Guðrún Gunnarsdóttir og Ívar Helgason. Efnisskrá tónleikanna er blönduð og þar er að finna þjóðþekkt og klassísk jólalög í bland við annað

efni. Meðal annars 10 ára afmælislag kórsins sem frumflutt var á afmælistónleikum hans nú í nóvember. Höfundur lagsins er Daníel Þorsteinsson, stjórnandi kórsins.

Hljómsveit á tónleikunum í kvöld skipa þeir þeir Aladár Rácz á píanó, Pétur Ingólfsson á kontrabassa og Emil Þorri Emilsson á slagverk.


AKUREYRI | 25

rð frá: Inniseríur ve

299 rð frá: Útiseríur ve

1.199 LÆG S LÁGA TA VER Ð HÚS ASM IÐJU NNA R

N A J Ð I M S A HÚS L A V A M Ó L B OG I R Y E R U K A Allt í Aðventukransinn

í Blómavali um land allt

699 Jólahringur

Fersk grenibúnt

100 ljósa, listra

Nobilis, Normans, Silkifura og Cypress

5899250

10232505/10232504

Jólapíramídi fjórar stærðir 30 cm

1.490

40 cm

1.990

60 cm

2.990

2713355 2702150 2702151

90 cm

22354435

Gluggaljós

Jólaljós

þrjár stærðir, þrjár gerðir

10233002

5.990

*LÆGSTA LÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR Tilboð gilda ekki af vörum merktum " Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar". enda er það lægsta verð sem við bjóðum á hverjum tíma.

4.490

verð frá

799

1.590 LÆG S LÁGA TA VER Ð HÚSA SM IÐJU NNAR

2702029/061/069


26 | AKUREYRI

100 starfsmenn hjá Íslandspósti í jólamánuðinum „Þetta er aðaltíminn okkar hjá póstþjónustunni, hápunktur ársins. Við fjölgum starfsfólki í desember; bréfberum, fólki í póstflokkun, bílstjórum og svo framvegis. Þannig mætum við auknu álagi og tryggjum að allar sendingar berist í tæka tíð,“ segir Skúli Rúnar Árnason, svæðisstjóri Íslandspósts á Norðurlandi. Jólin eru ekki bara í desember hjá starfsfólki Íslandspósts. Snemma á haustin fer álagið að aukast þegar verslanir og önnur þjónustufyrirtæki þurfa á þjónustu Íslandspósts að halda í undirbúningi sínum fyrir „vertíðina“. Síðan taka við sendingar milli landa, frestur til að skila bréfum í póst sem þurfa að ná áfangastöðum erlendis, síðan frestur vegna pakkaþjónustu innanlands og lokaáfanginn í jólatörninni er síðustu dagana fyrir jól þegar jólakortin taka að streyma fram og aftur um landið. „Alltaf er þetta tímabil jafn skemmtilegt fyrir okkur sem störfum við póstþjónustuna en þetta hefur tekið talsverðum breytingum frá því áður fyrr þegar vinnudagurinn náði fram á nóttina í mesta álaginu. Nú er bætt við fólki til að mæta auknu álagi og fólk er farið að læra á þessa fresti sem við höfum á sendingum. Þó flutningarnir séu miklir þá gengur þetta allt mjög vel fyrir sig,“ segir Skúli og segir einn af lykilþáttunum í þjónustunni vera þann að samgöngur gangi greiðlega.

Svala Sigurðardóttir bréfberi gerir klárt í töskuna fyrir dreifingu dagsins.

Skúli Rúnar Árnason, svæðisstjóri Íslandspósts á Norðurlandi.

„Á nóttunni er pósturinn fluttur milli landshluta og því má segja að við séum fyrirtæki sem aldrei sefur. Að sama skapi eigum við mikið undir því að veður og færð spillist

ekki en þá grípum við í plan B ef svo má segja.“ Pósthús opnað á Glerártorgi Íslandspóstur er með afgreiðslu í

miðbænum á Akureyri og flokkunarstöð og afgreiðslu á Óseyri en í jólamánuðinum hefur einnig verið komið upp póstafgreiðslu í verslunarmiðstöðinni á Glerártorgi. Þetta segir Skúli að hafi mælst vel fyrir og á morgun verður afgreiðsla opnuð í því rými á Glerártorgi þar sem áður var verslunin Tiger.

„Þangað getur fólk komið með allan póst til okkar, hvort heldur eru bréf eða pakkar og er í raun fullkomið pósthús, ef frá er talið að við afhendum ekki sendingar þarna. Það er mjög gott að geta með þessum hætti farið með þjónustu okkar nær fólkinu og liðkað þannig fyrir að allt gangi sem greiðast fyrir sig,“ segir Skúli og spáir þeirri hefð langlífi að fólk sendi jólakort. Tölvutæknin muni ekki ryðja þeim sið úr vegi. „Nei, ég hef ekki trú á því. Jólakortið er svo ríkur þáttur í íslensku jólahaldi en við sjáum líka að þessi siður hefur þróast. Jólakortin eru orðin fjölbreyttari en áður, margir búa til sín kort og við sjáum engin merki þess að þessi góði siður sé á undanhaldi.“ islandspostur.is

Bókin verður jólagjöfin í ár! „Hvað sem öllum spádómum líður um að spjaldtölvur verði jólagjöfin í ár þá held ég að bókin haldi sínu og að henni verði ekki velt svo auðveldlega úr því sæti. Fólk byrjaði strax að streyma til okkar þegar nýju bækurnar tóku að berast og áhuginn er

Jólin koma

greinilegur, enda margt áhugavert í boði í bókaflórunni,“ segir Guðrún Karitas Garðarsdóttir verslunarstjóri í Eymundsson og Pennanum við göngugötuna á Akureyri.

Hrím línan fæst í Epal, Minju, Mýrinni og á vinnustofu Hrím, Hvassaleiti 46.

Vinsælt í jólapakkann

Öðruvísi gjafavara og fjölbreytt íslensk hönnun

Gott úrval á vefverslun ásamt Hönnun, hugmyndum og ráðgjöf

www.hrim.is

Hönnunarhús

Menningarhúsinu Hofi - 600 Akureyri - S: 897-0555

Jólatré úr bókum í Eymundsson! Guðrún Karitas verslunarstjóri með fantasíubókina Meistari hinna blindu eftir Akureyringinn Elí Freysson. Ein af áhugaverðum bókum í bókaflóðinu fyrir þessi jólin.

Glæpirnir eru spennandi Glæpasögur hafa orðið æ fyrirferðarmeiri á jólabókamarkaðnum undanfarin ár, enda margir góðir íslenskir rithöfundar búnir að skapa sér nafn bæði hér og erlendis fyrir snilld sína í söguþráðum glæpanna. „Síðan eru mjög margar áhugaverðar skáldsögur í ár, sem og barna- og unglingabækur. Ævisögur hafa líka sinn fasta sess í jólabókaflóðinu – sögur um slysfarir og óhöpp, matreiðslubækur, ferðabækur og svona má telja. Og alltaf má finna eitthvað sem tengist Akureyri og Norðurlandi, þar á meðal Elí Freysson, kornungan rithöfund frá Akureyri með sína fyrstu skáldsögu. Sú bók hefur þegar vakið athygli og þykir um margt í anda Harry Potter. Einnig mætti nefna bók Bjarna Guðleifssonar um Svarfaðardalsfjöll.“ Jólastemning og íslensk hönnun Í hljómdeild Pennans er að finna allt það nýjasta í tónlistarútgáfunni hér á landi og erlendis en Guðrún Karitas segir að fyrir jólin komi tónlistarfólk til með að líta in reglulega og taka

lagið. „Við reynum þannig að hafa sem líflegast hér innan veggja til jóla en hér skapast líka góð stemning þegar fólk situr á kaffihúsinu okkar, Te&kaffi, og nýtur jólaandans í ró og næði. Síðan má ekki gleyma að við leggjum mikið upp úr sölu á íslenskri hönnun og erum með vörur héðan af svæðinu. Til að mynda flottar vörur úr framleiðslu ullarvörufyrirtækisins Glófa hér á Akureyri og skemmtilega tösku fyrir spjaldtölvur sem framleidd er hér austur í Þingeyjarsýslu. Aðeins fátt er þá talið,“ segir Guðrún og hvetur Akureyringa og gesti í bænum til að leggja leið sína í miðbæinn fyrir jólin. „Við sem stöndum að Miðbæjarsamtökunum höfum sett saman skemmtilega dagskrá allt til jóla og einn af hápunktum hennar verður jólaballið á Ráðhústorgi næstkomandi laugardag kl. 14. Ég hvet alla til að taka þátt í því með okkur og gera góðan miðbæ Akureyrar ennþá skemmtilegri – og jólalegri,“ segir Guðrún Karitas Garðarsdóttir. eymundsson.is


AKUREYRI | 27

KEA HANGIKJÖT

Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár. Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.


28 | AKUREYRI

398 kr. stk

95

stórt útikerti

kr. 1/2 ltr.

víking malt 1/2 ltr.

398 kr. stk

gille 425 grömm

piparkökur

1295 kr. kg

ferskt lambalæri einiberjAkryddAð

8998 kr. stk.

philips 600 wAtts

blandari / mixer

398 kr. 350 g

kb brúnn biti

998 kr. 9 ltr.coke

coke-tilboð 6 fl. x 1.5 ltr

kaupauki: 4 dósir af hátiðarblöndu

1395 kr. kg

kofareykt hangilæri m.beini

sex 1.5 ltr. coke flöskur = 9 ltr. Auk þess: 4 dósir hátíðarblanda (malt+appelsín) = 2 ltr. allt þetta fyrir Aðeins 998 kr.

159 kr 2 lt

bónus appelsín

akureYrarTILBOÐ akureYrarTILBOÐ akureYra


AKUREYRI | 29

698 kr. 2 ltr.

698 kr. 250 ml

bílasápa 2 ltr.

bílabón 250ml

sonax

sonax

459 kr. 5 ltr.

5 lítrar

698 kr. 1 ltr.

298 kr. stk

örtrefja

1 lítri

stór bónklútur

rúðuvökvi -9 gráður tjöruhreinsir

198 kr. 770 g

1498 kr. kg

frosinn lambahryggur

kb saMloku

heimilisbrauð 770 grömm HAUst 2011

2995 kr. 2 kg.

998 kr. parið

nestlé

machintosh 2 kg.

sanpellegrino sokkabuxur 70 den

9 ltr.

2 ltr. flaska

298 kr. bakkinn

störnu ungaegg 12 stk.

arTILBOÐ akureYrarTILBOÐ akureYrarTILBOÐ


30 | AKUREYRI

Kokkarnir Einar og Kristján á RUB23 eru stórhuga:

Stefna að opnun veitingastaðar í Ameríku á næstu árum „Við höfum verið ótrúlega heppnir. Lánið leikur við okkur og fyrir það erum við þakklátir,“ segja kokkarnir Einar Geirsson og Kristján Þórir Kristjánsson, sem reka veitingastaðinn RUB23 í rúmgóðu húsnæði í Listagilinu, við Kaupvangsstræti 6 á Akureyri. Að reka farsælan veitingastað er stöðug vinna. Ávallt þarf að vera á vaktinni, vaka yfir starfseminni og auðvitað er nauðsynlegt líka að hafa með sér gott starfsfólk. RUB 23 var opnaður í júní árið 2008, þá ofar í Gilinu, þar sem Kaffi Karólína var áður og segja þeir félagar að staðurinn hafi fljótt orðið of lítill og þeir farið að skima eftir stærra og hentugra húsnæði. „Þetta kom eiginlega upp í hendurnar á okkur. Við gripum tækifærið og erum alsælir hér.“ Hollustan í fyrirrúmi Viðtökur hafa verið einkar góðar en Rub23 er fyrst og fremst sjávarréttaveitingastaður með fjölbreytt úrval fisktegunda, úrval sushi rétta í bland við kjötrétti. Eitt er það öðru fremur sem skapar sérstöðu veitingastaðarins, bæði á íslenskum sem alþjóðlegum markaði, og það er fjölbreytt samsetning matseðils með tilbúnum kryddblöndum sem viðskiptavinir geta valið úr. RUB er þekkt heiti yfir kryddblöndur sem settar eru á eða nuddað í hráefnið. „Við bjóðum mikið úrval hollra og góðra rétta. Heilsuréttir eru í öndvegi og gestir geta treyst því að hollustan er í fyrirrúmi í okkar matargerð, við notum til að mynda alla jafna hvorki rjóma né smjör. Það kunna gestir okkar vel að meta.“ Höfum trú á því sem við erum að gera Þeir félagar stefna að því að opna veitingastað í Boston eða þar í kring á næstu árum. „Þar höfum við góðan aðgang að íslensku hráefni, ferskum

fiski sem er uppistaðan í réttunum á okkar matseðli og við höfum alla tíð lagt aðaláherslu á,“ segja þeir Einar og Kristján og hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni á framandi slóðum. „Við höfum trú á því sem við erum að gera, það er fyrir öllu og eins skiptir líka máli sá mikli áhugi okkar að kynna heilsusamlega og góða rétti úr ferskum íslenskum fiski. Þess vegna erum við að leggja þetta á okkur. Auðvitað er stórt verkefni að opna veitingastað í Ameríku. Við gerum okkur grein fyrir því.“ Áður en ævintýrið í Boston hefst hyggja þeir Einar og Kristján á Japansför en fljótlega á næsta ári munu þeir halda utan í því skyni að kynna sér helstu strauma og stefnur í japanskri matargerð. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á sushi og á því sviði eru Japanir bestir. Þeir hafa líka lagt áherslu á heilsusamlega rétti í sinni matargerð, líkt og við gerum. Það verður mjög spennandi að fara þarna út og fá japanska matarmenningu beint í æð.“ rub23.is

„Lánið hefur leikið við okkur,“ segir kokkarnir Einar Geirsson og Kristján Þórir Kristjánsson sem reka veitingastaðinn RUB23 í hjarta Akureyrarbæjar sem ætla að opna veitingahús í Boston á næstu árum þar sem áhersla verður lögð á rétti úr ferskum íslenskum fiski.

Hrím Hönnunarhús gengur vel í Menningarhúsinu Hofi:

Áhersla lögð á íslenska hönnun „Þetta er ekki bara verslun, við sjáum líka um allskyns hönnun og ráðgjöf. Verkefnin á því sviði eru margvísleg, allt frá því að búa til lógó og upp í að aðstoða fólk og fyrirtæki með hönnun á vistarverum þess,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi

Saltfiskur er

mikilvægur hluti

af matarmenningu íslensku þjóðarinnar Tímarnir breytast en saltfiskurinn frá Ekta ski, þessi gamli góði með íslenskum kartöum og smjöri, stendur alltaf fyrir sínu. Sérútvatnaði saltfiskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saltfiskrétti. Fæst um allt land. Hafðu samband!

466 1016 www.ektafiskur.is frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu 

Ekta saltfiskur tilbúinn til útvötnunar. Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim!

Hrím Hönnunarhúss. Fyrirtækið var stofnað í fyrra, með aðsetur í Reykjavík og á Akureyri. Á síðarnefnda staðnum hefur Hrím Hönnunarhús komið sér vel fyrir í Menningarhúsinu Hofi. Tinna Brá er með BA-próf í arkitektúr og sinnir ýmsum verkefnum á því sviði um land allt. Sem dæmi um nýleg verkefni nefnir hún hönnun á útliti og lógói fyrir nýjan vef, leitir.is. „Svo hef ég innréttað verslunarhús og veiti ráðgjöf varðandi skipulag húsnæðis og híbýla. Það er alltaf mjög skemmtilegt að líta inn hjá fólki og sýna því að oft er hægt að gera fína hluti fyrir lítinn pening,“ segir hún. Nánari upplýsingar um hönnun og ráðgjöf er á hrim.is, heimasíðu Hrím. Akureyringar hrifnir af Hrím krönsum og trjám Hrím Hönnunarhús leggur megin áherslu á íslenska hönnun og segir Tinna Brá að sérlega gaman sé að koma ungum hönnuðum á framfæri í gegnum verslunina. „Við erum einnig að framleiða eigin vörur og þær eru seldar í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu.“ Inni á milli leynast svo einnig erlendar vörur. „Akureyringar eru mjög duglegir að kaupa íslenska hönnun, þeir virðast til dæmis afar hrifnir af Hrím krönsum og Hrím trjám, en þessar vörur eru einmitt framleiddar á Akureyri og ég finn að bæjarbúar eru ánægðir með það. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur hér í bænum og þykir virkilega gaman að gera verið með fyrirtæki hér,“ segir Tinna Brá sem sjálf er frá Stykkishólmi og býr í Reykjavík. „Ég bjó hér í bænum um tíma og líkaði mjög vel, það að gott að koma hingað reglulega.“ Gott að vera í Hofi Tinna Brá og Einar Örn maður hennar hönnuðu og smíðuðu innréttingar í verslunina í Hofi. „Við

Hrím Hönnunarhús leggur megin áherslu á íslenska hönnun og segir Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi þess að sérlega gaman sé að koma ungum íslenskum hönnuðum á framfæri.

fengum gefins efni og fundum mikið úti í náttúrunni. Það er hægt að gera fallegt í kringum sig án þess að kosta miklu til ef hugmyndaflugið er gott og viljinn fyrir hendi.“ Hún bætir við að gott sé að starfrækja verslunina í Hofi, húsið sé farið að festast í sessi hjá bæjarbúum og nærsveitungum, spennandi viðburðir af ýmsu tagi nánast alltaf í gangi og ekki skemmi

fyrir að einn besti veitingastaður landsins sé þar einnig innandyra. „Við njótum líka góðs af nábýlinu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna sem er í sama rými og við fáum til okkar fjölmarga ferðamenn. Þetta er frábær staður og gott að vera hér,“ segir Tinna Brá. hrim.is


AKUREYRI | 31

HÖFUM ÞAÐ HUGGULEGT SAMAN UM JÓLIN OG NJÓTUM ÞESS AÐ LEIKA OKKUR ÚTI Í SNJÓNUM.

Krakkaúlpa með léttri dúnfyllingu. Sterk og með flísklæðningu innan á hettu, kraga og vösum.

Verð: 29.990 kr.

ERPUR

Dúnúlpa með hettu og ekta loðkraga. Fyllingin er 90% dúnn og 10% fiður sem gerir úlpuna létta og hlýja.

Verð: 45.990 kr.

ÓLA

Primaloft-úlpa á stráka og stelpur. Flott og létt úlpa, hlý og góð og hentar vel í alla útivist og íþróttir.

Verð: 21.990 kr.

ELVAR

Síð karl-dúnúlpa með léttri dúnfyllingu, 90% gæsadún og 10% fiðri. Sterkt skeljaefni og ekta loðskinn í kraga.

Verð: 59.990 kr.

GLERÁRTORGI

ELLEN

Síð kven-dúnúlpa með léttri dúnfyllingu, 90% gæsadún og 10% fiðri. Sterkt skeljaefni og ekta loðskinn í kraga.

Verð: 54.990 kr.

JÓNÍNA

Vinsælasta peysan okkar er heilrennd með hettu. Efnið er Tecnostretch® sem gerir hana bæði þægilega og hlýja.

Verð: 19.990 kr.

CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS

ÍSLENSKA SIA.IS CIN 57460 11 .2011

DODDI


32 | AKUREYRI

Sigurbjörn Sveinsson hótelstjóri á Hótel Kea:

Kostur að geta tekið á móti stórum hópum „Það hefur verið ágætt að gera hjá okkur í haust,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Kea. Hann segir að fyrir rekstur stórs hótels skipti miklu að í boði sé góð dagskrá í bænum, menningarviðburðir af ýmsu tagi, sýningar hjá Leikfélagi Akureryrar, tónleikar og fleira af því tagi. „Við fáumt til okkar margt fólk í helgar- og menningarferðum. Það kemur víða að af landinu, mest að að sunnan og austan en eins líka í einhverjum mæli úr Skagafirði og Húnavatnssýslum, allt vestur á Blönduós.“ Austfirðingar eru sérdeilis duglegir að sækja Akureyri heim að sögn Sigurbjörns og er markaðurinn eystra hótelinu afar mikilvægur. „Við fáum til okkar margt fólk af Austurlandi, fólk í hópferðum sem gistir hér og borðar, verslar í bænum og sækir menningarviðburði.“

reka hótel af þessari stærð og kostur að geta tekið á móti stórum hópum. Undanfarin ár hefur fólk í auknum mæli komið norður í stórum hópum, m.a. starfsmannafélög með árshátíðir og annað slíkt. Það dró verulega út utanferðum landans eftir hrun og við nutum góðs af því. Mörgum þykir það svolítið eins og að fara til útlanda að heimsækja Akureyri,“ segir Sigurbjörn.

Akureyri svolítið eins og útlönd Hótel Kea er fjögurra stjörnu hótel, hið eina í bænum, og þar eru alls 104 herbergi. Það er í hjarta bæjarins, á mótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis, neðst í svonefndu Listagili. Sigurbjörn segir að alltaf tilboð af einhverju tagi, hvort sem fólk ætli að skella sér norður á skíði, eða njóta þess að gera vel við sig og fjölskylduna, rölta um bæinn, líta í búðir eða á kaffihús. „Það gengur ágætlega að

Stappfull búð af dóti!

HÚSIN Á AKUREYRI

Náströnd Húsaröðin framundan, frá Hallgrími Einarssyni ljósmyndara (Hafnarstræti 41) inn undir Hafnarstræti 25, stóð á Náströnd. Stundum gekk sjór yfir götuna sem varð þá erfið og jafnvel lífshættuleg yfirferðar – sem útskýrir nafnið. Heimild: Bæklingur Akureyrarstofu: Frá torgi til fjöru. – www.visitakureyri.is Texti: Jón Hjaltason sagnfræðingur. Teikningar: Þórhallur Kristjánsson – Effekt auglýsingastofa.

Margrómað jólahlaðborð Hið margrómaða jólahlaðborð á Hótel Kea hófst upp úr miðjum nóvember og eru nú tvær helgar eftir. „Það má segja að jólahlaðborðin okkar séu víðfræg, enda mjög vegleg og vel úti látin, Mörgum einstaklingum og hópum þykir ómissandi að kíkja á jólahlaðborð á Hótel Kea í aðdraganda jóla. Sumir hópar eru svo að segja í áskrift og líkar vel.

Við erum afskaplega ánægð með það og stolt,“ segir Sigurbjörn. Þá býður hótelið á veitingastað sínum fjölbreytt úrval veitinga og hefur í sínum röðum fjölda starfsmanna með mikla reynslu og kunnáttu í matseld og framreiðslu. Margvíslegir möguleikar bjóðast á hótelinu til ráðstefnu- og fundarhalda og það nýta sér margir. „Við höfum lagt okkar metnað í að fylgjast vel með helstu tækninýjungum í samskiptatækni og tækjabúnaði, okkar starfsfólk hefur víðtæka þekkingu, reynslu og metnað sem nýtist okkar viðskiptavinum til að halda vel heppnaðan fund. Við erum líka á heimavelli þegar kemur að veitingum í tengslum við fundi og aðra mannfagnaði.“ keahotels.is

Sigurbjörn Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Kea, segir að miklu skipti fyrir reksturinn að menningarviðburðir, sýningar og tónleikar séu í boði í bænum.

Stappfull búð af dóti! Þannig er best hægt að lýsa því sem fyrir augu ber í hinni gamalgrónu Tónabúð í Sunnuhlíðinni á Akureyri. Flestir Akureyringar á besta aldri muna ekki eftir öðru en þessari sérverslun með hljóðfæri og öllu sem við kemur tónlistinni. Alltaf það nýjasta og besta. Og þetta er sú hugsun sem læðist að þegar horft er í kringum sig í Tónabúðinni í dag. Píanó og rafmagnstrommur. Harmonikur, bassar, gítarar í löngum röðum, magnarar, trommusett, ukulele, tónlistarforrit hvers konar, mikrofónar, snúrur. Og allt þarna á milli. 30 gerðir af kassagítörum „Já, það er alveg hægt að orða það svo að hér sé stappfull búð af alls kyns vörum fyrir tónlistarmanninn. Og bara sem dæmi þá eru hér á veggjunum hjá okkur yfir 30 gerðir af kassagíturum, sem er þó bara aðeins brot af hljóðfæraúrvalinu,“ segir Trausti Már Ingólfsson, verslunarstjóri í Tónabúðinni. „Við höfum í áratug verið umboðsaðilar fyrir sum okkar vörumerkja, t.d. Shure hljóðnema, Korg hljómborð og Pearl trommusett. Nú er Tónabúðin orðin hluti af Hljóðfærahúsinu og sú tenging styrkti úrval okkar enn frekar því þar með fengum við inn meðal annars vörur frá Fender og Yamaha, sem eru tveir stærstu framleiðendur hljóðfæra í heiminum. Ég segi því hiklaust að hér höfum við af miklu að státa í vönduðum vörum

Trausti Már Ingólfsson í sannkölluðum heimi hljóðfæranna í Tónabúðinni í Sunnuhlíð.

fyrir tónlistarfólk,“ segir Trausti og lýkur lofsorði á starf tónlistarskólanna á Akureyri og í nágrannabyggðum. Í dag bjóðist ungum sem eldri að læra grunnatriði í tónfræði og hljóðfæraleik og allt hjálpi þetta til við að efla tónlistaráhugann almennt. „Og við náttúrulega styðjum þetta góða starf sem allt þetta frábæra fagfólk er að vinna með því að bjóða sem best úrval af hljóðfærum, tónlistarforritum og öðrum tengdum vörum. Upptökuforritin eru einmitt eitt af því vinsælasta hjá okkur í dag enda bjóðum við mjög góða forritapakka með vönduðu hljóðkorti fyrir heimilistölvur fyrir

innan við 19 þúsund krónur, sem eru frábær kaup. Þessi forritapakki er dæmi um tilvalda jólagjöf fyrir tónlistarmanninn.“ Viðgerðarþjónusta og hljóðkerfauppsetningar Því til viðbótar að flytja inn og selja hljóðfæri veitir Tónabúðin margháttaða aðra þjónustu. „Gítarviðgerðir hefur Tónabúðin boðið upp á áratugum saman og við aðstoðum fólk einnig með viðgerðarþjónustu á öðrum hljóðfærum. Í rafmagnsbúnaðinum eigum við til dæmis mjög gott samstarf við fagmenn hjá Ljósgjafanum hér á Akureyri. Annar

veigamikill þáttur er ráðgjöf, sala og uppsetning á hljóðkerfum en á því sviði höfum við bæði víðtæka reynslu og þekkingu. Við höfum sett upp hljóðkerfi í allt frá kirkjum yfir í reiðhallir og í öllum tilfellum er höfuðatriðið að valinn sé réttur búnaður miðað við húsið og þá notkun sem búnaðurinn á að taka til. Engin tvö kerfi eru nákvæmlega eins og það skiptir einmitt máli að svo sé til að bestur árangur náist á hverjum stað,“ segir Trausti Már. tonabudin.is


AKUREYRI | 33

- veldu kofareykt hangikjöt frá Kjarnafæði! Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er sérvalið fyrsta flokks lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu íslensku reykbragði, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins. Það njóta allir jólanna með hangikjöt frá Kjarnafæði á borðum - því hvað er betra!


34 | AKUREYRI

Eigendur Striksins, Bryggjunnar og Pósthúsbarsins segja vetrarmánuðina mun líflegri í veitingaþjónustunni en áður:

Tónleikar og listviðburðnir skila sér í meiri viðskiptum „Tónleikahald og listviðburðir skila sér í viðskiptum hjá okkur. Við fundum mikil áhrif með tilkomu menningarhússins Hofs í fyrravetur og ekki hvað síst þegar sýningin Rocy Horror var í gangi. Við getum vottað að hún skilaði sínu út í samfélagið hvað sem áhrifum hennar á fjárhag LA varðar. Sömuleiðis finnum við alltaf þegar tónleikar eru á Græna hattinum hér við hliðina á okkur við Skipagötuna. Það mættu bara vera tónleikar fleiri daga vikunnar,“ segir Sigurður Jóhannesson

Veisluréttir töfraðir fram í eldhúsi Striksins.

Eldsteiking með tilfþrifum.

á veitingastaðnum Strikinu. Ásamt honum eru Heba Finnsdóttir og Róbert Häsler eigendur staðarins en einnig reka þau veitingastaðinn Bryggjuna og Pósthúsbarinn við Skipagötuna. Pósthúsbarinn dregur nafn sitt af því að þar var afgreiðsla Póstsins um áratuga skeið. Stór vinnustaður Þau Sigurður og Heba segja að nú fyrir jólin sé jólamatseðill í boði á Strikinu og á Pósthúsbarnum jólahlaðborð fyrir stærri hópa. Það nýta

mörg fyrirtæki sér og jólahlaðborðin eru hjá mörgum ómissandi atriði í aðdraganda jóla. „Saman vinna þessir þrír staðir mjög vel hjá okkur og við getum í senn tekið á móti stórum hópum í mat á Pósthúsbarnum og keyrt okkar persónulegu og rómuðu þjónustu með fjölbreyttum matseðli á Strikinu,“ segja Heba og Sigurður en hjá fyrirtæki þeirra vinna um 4050 manns yfir vetrartímann og hátt í 70 á háannatímanum yfir sumarið. „Þetta er því orðinn mjög umfangsmikill rekstur hjá okkur og gengur vel. Það er líka mjög áhugavert hvernig veitingaþjónustan hefur breyst á síðustu árum. Með tilkomu

skólafríanna í febrúar og á haustin, líkt og nú er orðið, hefur veturinn mun meira vægi en áður og má segja að varla sé rólegur mánuður. Fjallið og menningarstarfsemin í bænum hafa mesta aðdráttaraflið á fólk til bæjarins yfir vetrarmánuðina, ásamt með verslunarstarfsemi og alls kyns afþreyingu. Flóra veitingastaða og fjölbreytni er líka orðin mjög mikil hér í bænum og það er bara jákvætt. En háönn ársins eru auðvitað sumarmánuðirnir og þjónusta við bæði erlenda sem innlenda gesti okkar Akureyringa.“ strikid.is

Jólauppskrift Róberts á Strikinu Róbert Häsler, matreiðslumeistari á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, tók því ljúflega að opna leyndardóminn í uppskriftabók sinni og gefa lesendum girnilega jólauppskrift. Fyrir valinu varð hreindýrafillé, enda margir sem kjósa það úrvalskjöt á jólaborðið. Njótið vel og gleðileg jól! Heilsteikt hreindýrafillé með sveppa- og kartöfluköku, sykurbrúnuðu grænmeti og rauðvíns-hreindýrasósu fyrir 5 manns.

DS ACTION Automatic DIVER’S WATCH 200 m ISO 6425 Sapphire crystal Stainless steel Swiss Made WWW.CERTINA.COM

Útsölustaðir: JB úr&skart Kaupvangsstræti 4 Akureyri GÞ Skartgripir og úr Bankastræti Reykjavík Georg V Hannah úrsmiður Keflavík Gullúrið Mjódd

Hráefni 1 kg hreindýrafillé 20 g ferskt rósmarín 20 g ferskt garðablóðberg 200 g portobellosveppir 400 g íslenskir kjörsveppir 6 stk. bökunarkartöflur 100 g rifinn parmesanostur 1 haus brokkolí (spergilkál) ½ haus blómkál 250 g gulrætur 200 g ferskur aspas 500 g smjör Sykur Salt Kjötið er brúnað í smjöri (einungis íslensku gæðasmjöri!) ásamt fersku garðablóðbergi og rósmaríni. Einungis kryddað með salti og pipar. Kjötið er sett inn í ofn á 180°C í ca. 20 mínútur. Einnig er gott að nota kjarnhitamæli og þá er steikin tekin úr ofninum við 50°C kjarnhita og látin standa á eldhúsbekknum með viskustykki yfir þangað til kjarnhiti nær 58°C (rautt). „Hvíldin“ tekur 10-15 mínútur. Portobellosveppir og kjörsveppir eru skornir mjög þunnt og steiktir á pönnu upp úr smjöri og kryddaðir með salt og pipar (sveppir rýrna mikið í steikingu).

Kartöflurnar eru skornar þunnt eins og lasagna plötur. Þessu er síðan raðað í eldfast mót og byrjað á kartöflum og síðan sveppum og rifinn parmesanostur alltaf settur ofan á sveppina. Þetta er síðan endurtekið: kartöflur, sveppir, parmesam, kartöflur, sveppir, parmesan o.s.frv. þangað til formið er orðið fullt. Kartöflur eiga að vera efsta lagið á kökunni. Síðan bakað við 160°C í 50 mínútur. Brokkolí, gulrætur, blómkál og aspas er skorið í litla bita og steikt upp úr smjöri og kryddað með salti og pipar. Búin er til brúning sem í er sykur og vatn. Sykurinn er bræddur í karamellu (passa að brenna ekki) og sett er vatn til að þynna hana. Þetta er síðan sigtað og smá karamella er sett út á grænmetið. Klettasalat er skolað og dressað með ólífuolíu og balsamediki (balsamico). Hlutföll eru um það bil 90% olía og 10% balsamico. Gerð er góð rauðvínssósa og út í hana bætt smá villikrafti, smá portvíni, 50 gr. suðusúkkulaði og 100 gr. bláberjum (má vera bláberjasulta).


AKUREYRI | 35

Hef enga trú á öðru en að bókin muni lifa - segir Helgi Jónsson hjá Tindi sem gefur út 13 titla fyrir jólin „Komandi bókajól leggjast ágætlega í mig, þó aldrei sé hægt að vera öruggur. Engin starfsemi á landinu er jafn áhættusöm og bókaútgáfa,“ segir Helgi Jónsson hjá bókaútgáfunni Tindi á Akureyri. Tindur gefur út 13 titla fyrir þessi jól og kennir þar margra grasa að venju. Barnabækur skipa sinn sess í útgáfunni en einnig er þar að finna bækur um ungbarnanudd, laxveiði, knattspyrnu, ævintýri og gamanmálin eru ekki langt undan. Helgi segir að af þeim fimm barnabókum sem Tindur gefi út að þessu sinni sé ein þýdd, Dagbók Kidda klaufa. Þetta er þriðja bókin í þeim flokki en bækurnar um Kidda klaufa hafa notið mikilla vinsælda. Bók ársins í fyrra fékk til að mynda verðlaun Borgarbókasafnsins sem best þýdda barna- og unglingabókin. Svo mikil spurn er eftir bókunum um klaufann Kidda að þær eru uppseldar og hafa verið endurprentaðar. Þá má nefna bókina Hafmeyjuna eftir hina 17 ára gömlu Húsavíkurmær, Sigurveigu Gunnarsdóttur. Útgefandinn sjálfur skrifar svo að venju Gæsahúðarbækurnar sívinsælu. Þá nefndir Helgi að nýlega hafi komið út bókin Ungbarnanudd. Þar leggja saman krafta sína tvær konur á Akureyri, Dilla og Heiða. Matmenn er bók sem byggð er á námskeiðum sem Fríða Sophía hefur haldið í Kvöldskóla Kópavogs um 15 ára skeið og eru fyrir karla á öllum aldri. „Þetta er svona námskeið til að koma körlunum af stað í eldhúsinu,“ segir Helgi.

Bókin á sterk ítök Helgi segir að bækur hafi átt nokkuð undir högg að sækja, færri landsmenn lesi bækur en æ fleiri hangi í tölvunni og eigi það einkum og sér í lagi við um yngri kynslóðina. Tindur gefur fyrir þessi jól út sína fyrstu bók á rafrænu formi, eina af

tindur.is

Sautján ára Húsavíkurmær, Sigurveig Gunnarsdóttir, sendir frá sér Hafmeyjuna.

Ég drepst þar sem mér sýnist – er titill bókar Gísla Rúnars Jónssonar.

OSTAR ÚR FÓRUM MEISTARANS

ALDAGÖMUL HEFÐ ÞROSKUÐ Í ÍSLENSKU UMHVERFI

Stórlaxar, fótboltamenn, fantasíur og fyndni Stórlaxar er heiti á viðtalsbók sem Þór Jónsson og Gunnar Bender skrá. Rætt er þar við þekkt fólk sem á það sameiginlegt að þrá að setja í lax. Þá gefur Tindur út tvær kiljur, Litháann eftir Þorlák Má Árnasson, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari á liðnu sumri og Fimm þjófa eftir Jón Pál Björnsson. Þar er á ferðinni fantasíusaga í anda Hringadróttinssögu og er nýjung í íslenskum skáldskap. „Og að sjálfsögðu gefum við að venju út Íslenska knattspyrnu eftir Víði Sigurðsson, ómissandi bók fyrir alla sem fylgjast með fótbolta,“ segir Helgi. „Stærst og viðamest í ár er líklega bók Gísla Rúnars Jónssonar sem ber titilinn Ég drepst þar sem mér sýnist. Það er virkilega skemmtileg bók og ein sú fyndnasta sem ég hef lesið um ævina,“ segir hann.

Íslenskir mjólkurbændur kynna með stolti hina íslensku Óðalsosta. Átta ostar byggðir á alþjóðlegri hefð og fullkomnaðir með besta hráefni sem völ er á — íslenskri mjólk. ERTU NÓGU ÞROSKAÐUR FYRIR BRAGÐIÐ?

ÍSLENSKA / SIA.IS / MSA 57426 11/11

Helgi Jónsson hjá Tindi hefur enga trú á öðru en að bókin muni lifa þó svo hún hafi átt nokkuð undir högg að sækja undanfarin ár. Tindur gefur út 13 titla fyrir þessi jól og kennir þar margra grasa.

bókunum í Gæsahúðarflokknum. Helgi segir að bókin eigi sterkt ítök í landsmönnum og hann hafi ekki nokkra trú á öðru en að hún muni lifa.


36 | AKUREYRI

Róttæk breyting á skólastarfi í MA:

Íslandsáföngum ætlað að örva frumkvæði og skapandi hugsun nemenda Róttæk breyting hefur orðið á skólastarfi í Menntaskólanum á Akureyri. Skólaárið 2010-2011 hófst kennsla tveggja áfanga sem bera heitið Ísland. Nær helmingur alls náms fyrsta árs nema er helgaður Íslandi og segir Anna Sigríður Davíðsdóttir, brautarstjóri og verkefnisstjóri Íslands, að þessum áföngum sé ætlað að skerpa sýn og auka skilning nemenda á landi sínu, þjóð og tungu. Íslandsáfangarnir eru tvískiptir; fléttað er saman námi í íslensku, félagsfræði og sögu annars vegar og hins vegar íslensku, líffræði, jarðfræði og landafræði. Árganginum er skipt upp í tvo hluta, nokkrir bekkir taka samfélagsfræðihlutann á fyrri önn og náttúrufræðihlutann á þeirri seinni og öfugt. „Markmið okkar með Íslandsáföngunum er að nemendur geti tekist á við ný verkefni og hafi að þeim loknum tileiknað sér viðhorf og vinnubrögð sem símenntun framtíðarinnar mun krefjast,“ segir Anna Sigríður. Leggjum áherslu á að virkja nemendur Anna Sigríður segir að í náminu sé leitast við að vekja áhuga nemenda á sínu nánasta umhverfi og fá þá til að meta stöðu sína, hvort heldur er í náttúrulegu umhverfi eða í samfélaginu. „Við leggjum áherslu á að virkja nemendur sem allra mest, fá fram hugkvæmni þeirra sjálfra með því meðal annars að gefa þeim kost á að ráða nokkru um lausn verkefna, velja ítarefni og hvernig, þ.e. á hvaða

formi hverju og einu verkefni fyrir sig er skilað.“ Sjálfræði nemenda gerir miklar kröfur til þeirra um gagnrýna hugsun og raunhæft mat á eigin getu og hæfileikum. „Frá upphafi er rík áhersla lög á meðferð móðurmálsins, bæði í ræðu og riti en nemendur fá markvissa þjálfun í að setja upp texta og vinna með heimildir. Jafnframt fá þeir fleiri tækifæri en áður tíðkaðist til að kynna verkefni sín munnlega við margvíslegar aðstæður.“ Tilraun til að takast á við nýjan veruleika Ýmis nýmæli eru tekin upp varðandi kennsluhætti. Verkefnavinna er meiri en áður, sífellt nám og starf undir eftirliti kennara hvetur nem-

endur til að slá verkefnum sínum ekki á frest. Anna Sigríður segir að framhaldsskólar hafi í gegnum tíðina tiltölulega litlu breytt í framsetningu náms en með Íslandsáföngum sé gerð tilraun til að takast á við nýjan veruleika. Skólinn axli að auki aukna ábyrgð á því uppeldis- og menntunarhlutverki sem framhaldsskólinn hefur öðlast. „Með þessum áföngum, Ísland samfélag og Ísland náttúra, er ætlun okkar að örva nemendur til sjálfstæðra vinnubragða, hvetja þá til frumkvæðis og skapandi vinnu,“ segir Anna Sigríður. ma.is

Nemendur í Íslandi á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Á myndinni er Sverrir Páll Erlendsson, kennari í MA að fræða nemendur um sitthvað sem tengist síldarárunum. Nemendur fara í vettvangsferðir í áfanganum, í Mývatnssveit í náttúrufræðihlutanum og til Siglufjarðar í samfélagsfræðihlutanum. Nemendur fara auk þess í styttri vettvangsferðir og þess má geta að í síðustu viku skoðuðu þeir skutttogarann Kristínu EA 410, stærsta skip íslenska flotans, sem liggur nú við bryggju á Akureyri.

Úr eru sígild en samt mikil tískuvara - segir Halldór Halldórsson, úrsmiður hjá Halldóri Ólafssyni - úrum og skartgripum „Úr er tískuvara og þar er alltaf mikill fjölbreytileiki í gangi. Margir kjósa að hafa þann háttinn á að eiga nokkur úr og nota við mismunandi tækifæri, eftir tilefni hverju sinni, eiga kannski hversdagsúr og spariúr,“ segir Halldór Halldórsson, úrsmiður og eigandi verslunarinnar Halldór Ólafsson ehf. - úr og skartgripir á Glerártorgi. Fyrirtækið hvílir á traustum grunni. Halldór hefur rekið það í 22

ár, þar af helming tímans í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri. Þar á undan var það til húsa í Hafnarstræti og þá var aðaláherslan lögð á úr og viðgerðir. Fljótlega eftir að fyrirtækið flutti sig um set, og kom sér fyrir á góðum stað í verslunarmiðstöðinni, bættust skartgripirnir við. Gullsmiðir hafa verið að störfum hjá fyrirtækinu um árabil og nú starfar þar Júlía Þrastardóttir gullsmiður.

„Úrin munu alltaf halda velli,“ segir Halldór Halldórsson, úrsmiður hjá Halldóri Ólafssyni - úrum og skartgripum á Glerártorgi. Hann er hér ásamt Margréti Kjartansdóttur, starfsmanni í versluninni.

Úr er nauðsynlegur fylgihlutur „Úrin munu alltaf halda velli,“ segir Halldór, þó vissulega sé hægt að fylgjast með tímanum á annan hátt en að líta á klukku á hönd sinni. „Það er samt þægilegra en að taka upp símann eða eitthvað slíkt,“ bætir hann við. Að margra mati er úr á hendi nauðsynlegur fylgihlutur. „Flestum þykir gaman að eiga gott og fallegt úr sem fer vel á hendi og þá má segja að úr sé nokkurs konar skartgripur á hendi karlmanna, þeir eru ekki vanir að bera mikið skart líkt og konur og hafa því gaman af að bera fallegt úr.“ Halldór segir að aðalsölutíminn í verslun, sem sérhæfir sig í sölu á úrum og skartgripum, sé í kringum jól. „Það er ævinlega mikið að gera hjá okkur í aðdraganda jólanna, bæði úr og skartgripir eru mjög vinsæl í jólapakkann, þannig hefur það alltaf verið og verður vonandi áfram,“ segir hann. Úr og skartgripir séu vörur af því tagi sem þiggjandinn beri á sér hvert sem hann fer. „Þetta er líka persónuleg gjöf, sem minnir á gefandann, ekki eitthvað

sem kannski endar ónotað uppi í skáp,“ segir Halldór. Áhersla á íslenska hönnun Úrval er mikið af úrum og skartgripum og áhersla lögð á að bjóða íslenska hönnun skartgripa. Vörur frá Uppsteit, Sign, Sif Jakobsdóttur, Ásu og auðvitað Júlíu, gullsmið á staðnum, eru í boði í versluninni. Úrin eru í mismunandi verðflokkum, allt eftir óskum viðskiptavina hverju sinni. „Við erum með alls konar úr til sölu, þekkt merki og dýr úr og líka úr sem ekki eru eins þekkt og kosta minna. Þetta fer bara eftir því hvað menn vilja,“ segir Halldór. Armani, DK, Diesel og Fossel eru dæmi um þekkt merki, „svo erum við líka með sígildu svissnesku úrin sem margir kjósa og þá nýtur skandinavíska línan í úrum alltaf vinsælda. Þau úr eru svolítið öðruvísi; þynnri, einföld og stílhrein og þannig vilja margir hafa sín úr,“ segir Halldór. „Það eru alltaf tískusveiflur í úrunum. Fjölbreytileikinn gildir almennt í þessum bransa eins og öðrum og það er af hinu góða.“


AKUREYRI | 37

Kjaraklúbbur Húsasmiðjunnar slær í gegn „Við getum ekki annað en verið jákvæð. Jólaverslunin fór vel af stað í haust og í heild stefnir í að árið verði mjög gott. Það er til merkis um meiri umsvif í samfélaginu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Lónsbakka. Svið í miðri búð! Húsasmiðjumenn taka jólin jafnan snemma og fyrstu merki um þau í vöruvalinu koma strax í byrjun nóvember. Enda byrja margir að hugsa til jólagjafakaupa með góðum fyrirvara – að ekki sé talað um skreytingar og jólaljósin. Og í verslunarhúsinu á Lónsbakkanum gera menn sitt til að létta fólki lífið í verslunartúrnum því sett hefur verið upp svið á miðju gólfi þar sem ýmsir skemmtikraftar troða upp í aðdraganda jólanna. Viðskiptavinirnir þurfa ekki að láta sér bregða þó Guðmundur og aðrir starfsmenn stígi líka á stokk og taki jólalagið. Þeim er jú margt til lista lagt, Húsasmiðjumönnum! Kjaraklúbbnum tekið fagnandi Í sumar hleypti Húsasmiðjan af stokkunum Kjaraklúbbi fyrir viðskiptavini og hann hefur slegið í gegn. Félagar í klúbbnum geta allir orðið og fá alltaf 5% afslátt af viðskiptum en því til viðbótar er blásið til sérstakra Kjaraklúbbskvölda með reglulegu millibili þar sem afsláttur nemur á þriðja tug prósenta í einstökum vöruflokkum. „Hér var troðfullt hús á Kjaraklúbbskvöldum í haust, enda ekki skrýtið þegar fólk er að gera sannkölluð kjarakaup. Munar um minna þegar keypt er til heimilisins að geta fengið svo ríflegan afslátt. Síðan höfum við líka efnt reglu-

Jóla- og gjafavörurnar eru fyrirferðarmiklar í Húsasmiðjunni þessa dagana.

Jólastjörnur og fleira fallegt í Blómavali.

lega til kvöldopnana með veglegri dagskrá fyrir konur og þau hafa líka verið feykivinsæl og fjölsótt,“ segir Guðmundur. Góð tíð í haust hefur skilað merkjanlega meiri umferð til Akureyrar úr nágrannabyggðum og þess gætir í verslunum á borð við Húsasmiðjuna. Guðmundur segir jafnt og þétt bætast í verslunina fram að jólum. Og allra síðustu dagana lengist afgreiðslutíminn. „Búnaður til heimisins er alltaf klassísk jólagjöf og þar höfum við mikið úrval. Sömuleiðis í vörum Blómavals. Síðan er fólk að framkvæma heima hjá sér og undirbúa jólin með ýmsum hætti. Þetta er skemmtilegur tími í versluninni og bros á vörum viðskiptavina og starfsmanna.“ Tónleikar í Húsasmiðjunni. Hannes Blandon fer fyrir sveitinni Matta Sjokk og Messuguttunum við kynningu nýútkominnar plötu.

husa.is

HÚSIN Á AKUREYRI

Aðalstræti 14, Gudmanns Minde Dönsku kaupmennirnir gátu verið höfðinglegir. Í þessu húsi var fyrsti spítali Akureyringa, gjöf frá Friðriki Gudmann. Gamli spítali var vígður 1874. Heimild: Bæklingur Akureyrarstofu: Frá torgi til fjöru. – www.visitakureyri.is Texti: Jón Hjaltason sagnfræðingur. Teikningar: Þórhallur Kristjánsson – Effekt auglýsingastofa.

Akureyri • Kaupvangsstræti 6 • Phone: 462 2223

www.rub23.is • rub23@rub23.is


38 | AKUREYRI

Kann að meta lífið og heilsuna betur en áður. Kristján heima í stofu hjá foreldrum sínum í Skógarhólunum á Dalvík og hundurinn Ringó tók að sér að hjálpa honum í fyrirsætuhlutverkinu.

Ákvað í sjúkrabílnum á leið til Akureyrar að berjast fyrir lífinu „Ég hugsaði í sjúkrabílnum á leiðinni til Akureyrar að nú væri tvennt í stöðunni: að deyja eða lifa áfram. Innvortis blæðingar voru greinilegar; ég fann blóðið flæða innan í mér og sagði við sjálfan mig að nú yrði ég bara að berjast, enginn gerði það fyrir mig. Í raun og veru var ég í tvennu lagi, hékk bara saman á skinninu og fann mikið til þrátt fyrir að hafa verið deyfður með morfíni. Þegar komið var á sjúkrahúsið var ég svæfður. Að sofna þá var besta tilfinning sem ég fundið fyrir á ævinni en ég var ákveðinn í því að vakna aftur!“

með geta lamað hann. Annar lærleggurinn brotnaði, liðbönd í ökkla slitnuðu og þarmar sködduðust, sem reyndar uppgötvaðist ekki fyrr en löngu síðar. Þarmarnir minntu mjög á sig með ólýsanlegum og óskýranlegum magakvölum en lengi vel sást ekkert á röntgenmyndum sem skýrt gæti ástandið. Tveimur mánuðum eftir slysið var ástæða magaverkjanna greind og þá voru þarmarnir styttir um 14 sentimentra. Kristján segir að eftir þá aðgerð hafi lífið verið allt annað og betra. Þrautagöngunni lauk samt ekki þar með og er langt í frá lokið enn.

Fjórfalt mjaðmagrindarbrot Tilveran fór á hvolf hjá 21 árs Dalvíkingi, Kristjáni Guðmundssyni, að morgni 18. maí 2011. Hann vann þá við að landa fiski úr togara í Dalvíkurhöfn. Fimm fiskikör voru hífð upp í einu, alls tvö tonn. Ein klukkustund var liðin af vinnudeginum, sem hafði verið ósköp venjulegur. Þá brotnuðu bæði hornin af neðsta karinu í hífingunni, stæðan snaraðist og allt húrraði niður á svipstundu. Kristján var á sama augnabliki að ganga lengra til hliðar í lestinni. Hann reyndi að forða sér og tókst það að hálfu leyti, í orðsins fyllstu merkingu. Efsta karið lenti á neðri hluta líkamans og fjórbraut mjaðmagrindina. Eitt brotið var millimetrum frá mænu og hefði þar

Meðvitund allan tímann Kristján finnur stöðugt fyrir verkjum í mjöðm, baki og í vinstri fæti og oftar en ekki hellast þeir yfir í illbærilegum köstum. Læknar búa hann undir að finna mikið til næstu árin, ef til vill til æviloka. Verkir í hné eru áberandi og skýring hefur ekki fundist á því, nú síðast í röngtmyndatöku í nóvember. Víkur þá sögu aftur á slysstaðinn í togaranum á Dalvík forðum. „Ég missti aldrei meðvitund og man vel eftir öllu sem gerðist. Það var reyndar svo skrítið að fyrst var ég ekki alveg klár á því hvort ég væri dáinn eða á lífi. Svo fór ég að finna til og var bara feginn. Sársaukinn staðfesti í það minnsta að ég var lifandi!“

Á gjörgæsludeilinni fyrst eftir slysið.


AKUREYRI | 39

í Ungó á Dalvík 27. desember. Það heitir Rokkpoppuð jól og fjallar í tali og tónum um krakka og samskipti þeirra. Rómantík er auðvitað hluti af drifkrafti verksins og þarna eru bæði frumsamin lög og gamlir jólasmellir í bland. Telma Ýr Óskarsdóttir leikstýrir.

Stund sem Kristján segist vart geta lýst. Eftir margra vikna legu, aðgerðir og verkjaköst var komið að því að standa í fæturna á ný. Þetta var í júlímánuði á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

því sem þrek og heilsa leyfir. Hann spilar á trommur en þarf að safna talsvert meira þreki til að geta lamið húðirnar eins og viljinn stendur til. „Ég hef prófað að tromma en endist ekki í meira en tvö lög!“ Kristján hefur hins vegar þrek til að þjóna leiklistargyðjunni og það svo um munar. Nýlega var hann kjörinn formaður Leikfélags Dalvíkur og hefur nú samið jólasöngleik, ásamt félaga sínum og sveitunga, Aroni Birki Óskarssyni. Verkið verður sýnt

Kristján nýtur aðstoðar föður síns, Guðmundar Kristjánssonar, á sjúkrahúsinu.

Í bráðri lífshættu í eina viku Við fyrstu skoðun á Akureyri kom í ljós að Kristján var svo illa farinn að ákveðið var á stundinni að senda hann flugleiðis á Landspítalann í Reykjavík. Hann hafði misst mikið blóð og af honum var dregið. Hann var svæfður fyrir flutninginn og haldið síðan sofandi í eina viku á gjörgæsludeild syðra. Þar háði Kristján baráttu upp á líf og dauða en vaknaði á ný til lífsins, eins og hann hafði lofað sjálfum sér. Gatan framundan var samt grýtt. Hann dvaldi í mánuð á Landspítalum, síðan í tvo mánuði á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þaðan lá leiðin í endurhæfingu í Kristnesi í nær tvo mánuði. Núna er Kristján heima á Dalvík og gengur við hækjur. Hann fer aftur í Kristnes til endurhæfingar í janúar og hugsanlega þarf hann að leggjast enn einu sinni á skurðarborðið, í það skiptið vegna aðgerðar á hné. Það yrði þá fimmta aðgerðin frá því slysið átti sér stað! Kristján tekur því sem að höndum ber af undraverðu æðruleysi. Lífið er áfram brekka en upp hana skal hann með góðum stuðningi. Þar ber fyrst að nefna foreldrana, Guðmund J. Kristjánsson, rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar á Akureyri, og Hólmfríði Guðlaugu Jónsdóttir, starfsmann í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Þau voru

saman eða til skiptis við sjúkrabeð sonarins mánuðum saman, að nóttu sem degi, og deildu með honum þjáningum. Stuðningurinn skiptir öllu máli „Það er ekki hægt að lýsa því hve miklu máli nærvera mömmu og pabba skipti og stuðningur fjölskyldunnar og allra annarra yfirleitt,“ segir Kristján og víkur meðal annars orðum að styrktartónleikum í íþróttahúsinu í Fiskidagsvikunni í byrjun ágúst, fjölmennustu samkomu innanhúss á Dalvík fyrr og síðar. „Ég gleymi aldrei þegar mér var rúllað inn á gólfið í hjólastólnum og Júlli Fiskidagskóngur sagði í hátalarakerfið að þar inni væru um 800 manns. Þetta var svo óraunverulegt að ég trúi því tæpast enn að fjöldi fólks, sem ég þekki lítið eða ekki neitt, hafi mætt á samkomuna. Ég er þakklátur fyrir peningana sem söfnuðust en mikilvægast var samt að skynja mikla hlýju og hvatningu sem birtist á samkomunni og í mörg hundruð tölvupóstum og skeytasendingum í farsíma. Fólk getur ekki ímyndað sér hve mikið allt þetta hjálpaði mér að berjast áfram.“ Nýbakað leikskáld! Kristján var á kafi í tónlist og leiklist á Dalvík fyrir slysið og hann hefur tekið þráðinn upp á nýjan leik, eftir

Kann að meta líf og heilsu betur en áður Lífið heldur áfram og er meiri áskorun fyrir Kristján Guðmundsson en flesta aðra. „Ég lærði auðvitað heilan helling á stuttum tíma og kynntist ýmsu sem aldrei hafði hvarflað að mér að ég þyrfti að ganga í gegnum. Lífið snýst við á nokkrum sekúndum. Ég fór glaður í vinnuna þennan dag í maí og hlakkaði til þess að fá peninga í hendur fyrir löndunina. Nokkrum klukkustundum síðar var ég í bráðri lífshættu á leið í sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Því miður getur hent alla að slasast og sjálfsagt hugsaði ég eins og flestir aðrir: það lenda aðrir í þessu en ég! Svo gerðist þetta og nú hef ég lært að meta heilsuna og lífið miklu betur en áður.“

I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI • Fax: 5 500 701 HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI Sími: 5 500 770 • Fax: 5 500 771 sba@sba.is • www.sba.is

Sími: 5 500 700


40 | AKUREYRI

A4 á Gleráreyri:

Kappsmál að bjóða gott verð á jólabókunum Föndurhrina í haust „Þjónusta okkar spannar mjög vítt svið. Þar má nefna ritföng, föndurog hannyrðavörur, skólavörur, rekstrarvörur fyrir fyrirtæki, spil hvers konar og margt fleira. Okkar stærsti mánuður á árinu er ágúst þegar skólaganga barnanna er í undirbúningi á heimilinum. Þegar líður á haustið tekur síðan föndurtíminn við og við sáum sérstaklega nú í haust, að fólk var að gera mikið sjálft nú fyrir jólin, jólagjafir og jólakort. Sumir komu meira segja við hjá okkur til að sýna okkur afraksturinn,“ segir Svavar og nefnir einnig að meðal vinsælla jólavara í úrvalinu hjá A4 séu spil. „Af þeim

„Við tókum bækur í sölu fyrir jólin í fyrsta skipti í fyrra með góðum árgangri og endurtökum það í ár. Nú gerum þessari þjónustu enn hærra undir höfði. Verðum með allt það helsta í útgáfunni í ár. Viðskiptavinir geta því fundið jólabókina hjá okkur – það er öruggt,“ segir Svavar Eyþórsson, verslunarstjóri í A4 við Gleráreyri 2. „Það er mikil samkeppni í sölu bóka og við leggjum mikinn metnað í að bjóða viðskiptavinum bækur á sem bestu verði. Fólk ber saman verð á bókum, sem eðlilegt er, enda að kaupa jafnvel fjölda bóka til jólagjafa. Þá skilar sér beint í vasann hjá neytandanum að hafa valið þá verslun sem býður lægsta verðið,“ segir Svavar og reiknar með góðri hrinu í versluninni nú á síðasta hálfa mánuðinum fyrir jólin. „Já, ekki hvað síst í bókunum. Fólk virðist gjarnan kaupa þær frekar seint í ferlinu, enda getur það yfirleitt treyst því að alltaf er til nóg af titlum til jóla. Það er mjög sjaldgæft að einhverjir titlar verði alveg uppseldir.

Svavar Eyþórsson, verslunarstjóri í A4.

Garndeildin er stöðugt í sókn.

höfum við gott úrval og ekki hvað síst er áhugavert að skoða íslensku spilin. Þau eru alltaf mjög vinsæl. Og mörgum þykir einmitt algjörlega

tilheyra um jólin að setjast niður með fjölskyldunni og spila. Það er góð hefð.“

a4.is

Dekkjaverkstæði og bílaþvottastöð Hölds við Glerártorg:

Kapp lagt á vönduð vinnubrögð og úrvals þjónustu „Það er jafnan mikill atgangur hér hjá okkur þegar fyrsti snjórinn fellur á haustin, þá er mikil törn og unnið langt fram á kvöld,“ segir Sveinn Bjarman, verkstjóri á fullkomnu og nýlegu dekkjaverkstæði og bílaþvottastöð sem fyrirtækið Höldur rekur við Glerártorg. „Við leggjum allt kapp vönduð vinnubrögð og að veita úrvals þjónustu.“ Sveinn segir að staðsetningin sé einkar góð, handan Glerártorgs og viðskiptavinir skilji bifreiðar sínar iðulega eftir, ýmist til að láta skipta um hjólbarða, vegna viðgerða eða þá á meðan bíllinn er þveginn. „Fólk röltir svo bara yfir í verslunarmiðstöðina á meðan við sinnum bílnum,“ segir Sveinn.

Allt fyrir prjónaskapinn A4 hefur á nokkrum árum fest sig í sessi á Akureyri og sér í lagi með flutningi úr húsnæði við Glerárgötu í um 400 fermetra húsnæði við Gleráreyri. Með því skapaðist tækifæri til aukinnar fjölbreytni í vörum og þjónustu, til að mynda sölu á bókum fyrir jólin í fyrra. A4 er einnig orðin öflug í þjónustu við hannyrðafólk og er með mikið úrval af garni og ýmsu sem prjónaskapnum fylgir. Það segir Svavar vera vöru sem seljist árið um kring og raunar hafi best sést á sölunni í sumar að landinn leggur ekki prjónana á hilluna þó sól hækki á lofti. Garn og prjónar eru sem sé fylgihlutir í sumarfríinu.

að vetrarlagi á nagladekkjum líkt og tíðkast hefur um langt árabil, en þó hafi hann á umliðinum árum merkt að æ fleiri velji fremur harðskeljadekk eða loftbóludekk undir bifreiðar sínar. „Slík dekk hafa sótt verulega á undanfarin ár, þeir sem prófa dekk af því tagi velja þau áfram, enda henta þau ágætlega við aðstæður hér norðan heiða að vetri til,“ segir Sveinn. Hreingerning er hluti af eðlilegu viðhaldi Á þvottastöðinni er fullkomin og ný bílaþvottavél og hafa bæjarbúar nýtt sér að fá þar skínandi góðan þvott á bifreiðar sínar. „Það hefur orðið töluverð aukning hjá okkur í þrifunum. Það er partur af eðlilegu viðhaldi bílsins að þrífa hann almennilega og við bjóðum upp á alhreinsun, djúphreinsun á sætum og lakkhreinsun svo eitthvað sé nefnt. Flestir eiga bílana lengur en áður og vilja hafa þá þokkalega útlits og nýta sér þá þessa þjónustu,“ segir Sveinn. „Við erum yfirleitt með tilboð á bílaþvotti fyrir jólin og viðskiptavinir okkar kunna vel að meta það,“ segir Sveinn.

Alltaf nóg að gera á dekkjaverkstæðinu Hann segir að ævinlega sé nóg að

AKUREYRI 8 KEILUBRAUTIR - 3 POOL BORÐ

holdur.is

Boltinn í beinni! KALDUR Á KRANA - BOLTATILBOÐ KR. 650,- ÖLL HÁDEGISTILBOÐ GILDA

Sveinn Bjarman, verkstjóri á dekkjaverkstæði og bílaþvottastöð Hölds við Glerártorg.

HÚSIN Á AKUREYRI

TILBOÐ TIL FRAMHALDSSKÓLA

Minnum á að allir framhaldsskólanemar eru með 20% afslátt í keilu gegn skólaskírteini.

gera á dekkjaverkstæðinu, þó svo að árstíðarbundnar sveiflur setji mark sitt á starfsemina, á vorin þegar menn skipta yfir á sumardekk og svo aftur á haustin þegar vetrardekkin eru sett undir. „Hamagangurinn byrjar um leið og fer að snjóa og törnin stendur yfir í einn og hálfan mánuð að jafnaði. Þetta hefur verið óvenjulöng törn núna, margir komu í kringum mánaðamótin septemberoktóber en svo datt þetta svolítið niður í hlýindakaflanum sem stóð yfir í nóvember,“ segir Sveinn. Skömmu fyrir síðustu mánaðamót var heldur betur handagangur í öskjunni á dekkjaverkstæðinu þegar fór að snjóa fyrir alvöru.

TILBOÐ AF KRANA TIL HÁSKÓLANEMA! Gildir alla daga.

GOTT TILBOÐ Í HÁDEGINU ALLA VIRKA DAGA 1. 160 g nautaborgari með spældu eggi, barbequesósu og gosglasi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

990,-

2. 80 g nautaborgari með fersku salati, osti, sósu

790,990,4. Pizza með tveimur áleggstegundum og gosglas . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.290,Kreppuborgari með gosi allan daginn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 600,og gosglasi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

3. 1/2 Crèpes að eigin vali og gosglas . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Dúndrandi diskókeila

öll laugardagskvöld frá kl. 21.00 Opið alla daga frá kl. 11.00-23.30

AKUREYRI Hafnastræti 26 - Sími 461 1126

„Æ fleiri sjá kostina við að vera komnir á vetrardekkin áður en veturinn skellur á, þeir vilja vera tilbúnir þegar það gerist. En vissulega er það enn svo að flestir taka við sér þegar allt verður hvítt.“

Vetrardekk af öllu tagi Á dekkjaverkstæði Höldurs á Akureyri fást vetrardekk af öllu tagi og í mismunandi verðflokkum. Sveinn segir að fjölmargir kjósi að aka um

Aðalstræti 46, Friðbjarnarhús Hér var Góðtemplarareglan stofnuð, kannski ekki óviðeigandi hafandi í huga að áfengisvarnarmenn höfðu lengi barist fyrir því að Elínu í næsta húsi væri bannað að „selja brennivín í staupum til nautnar á staðnum“. Heimild: Bæklingur Akureyrarstofu: Frá torgi til fjöru. – www.visitakureyri.is Texti: Jón Hjaltason sagnfræðingur. Teikningar: Þórhallur Kristjánsson – Effekt auglýsingastofa.


AKUREYRI | 41

N4 Sjónvarp:

Viðtökur landsmanna hreint út sagt ótrúlegar „Vegferð N4 Sjónvarps undanfarin tvö ár hefur verið ævintýri líkast og viðtökur landsmanna hreint út sagt ótrúlegar,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, fréttamaður á N4 Sjónvarpi. Norðurland hefur alltaf verið í brennidepli á stöðinni en nú hefur sjóndeildarhringurinn víkkað svo um munar. Áhugasamir Sunnlendingar höfðu samband á liðnu vori og vildu gjarnan vekja athygli á sínu svæði sem „akurlendi“ fyrir dagskrárgerð N4. Ekki stóð á starfsmönnum N4 og til er orðinn þátturinn Áttavitinn – Suðurland, sýndur kl. 18:30 á miðvikudögum. Kristján Kristjánsson er stjórnar þættinum og geysist ásamt tökumanni um svæðið, allt frá Hveragerði að Höfn, og finnur áhugaverð umfjöllunarefni. „Mér er óhætt að fullyrða að viðtökur við þættinum hafa verið framar vonum og er sérstaklega skemmtilegt að taka eftir því hversu ánægðir Norðlendingar eru með þetta framtak. Við vonum að við getum í framtíðinni haldið áfram með sambærilegum hætti á fleiri stöðum á landinu,“ segir Hilda Jana.

annað en að búa til efni fyrir sjónvarp: „Við höfum í auknum mæli framleitt auglýsingar, gert kynningarmyndbönd fyrir fyrirtæki, haldið námskeið, séð um upptökur, beinar útsendingar og fært efni frá VHS yfir á DVD, svo eitthvað sé nefnt.“ n4.is

Frétta- og dagskrárgerðarfólkið á N4, Hilda Jana Gísladóttir og Kristján Kristjánsson, heilsa upp á jólaköttinn á Ráðhústorgi á Akureyri. 35% landsmanna, 25 ára og eldri, horfa á N4 samkvæmt skoðanakönnun Gallup frá í haust.

Grín beint frá býli Fleiri nýjungar hafa verið teknar upp. Samstarf var þannig tekið upp við bændur í Eyjafirði um nokkurs konar grín, beint frá býli! Bændurnir höfðu samband við N4, sendu sýnishorn af því sem þeir voru að hugsa og úr varð þátturinn Skilvindan. Gerðir hafa verið alls 6 þættir sem sýndir verða fram að jólum, á fimmtudögum kl.18:30. „Við erum líka ægilega roggin með hve mikið áhorf á stöðina mælist,“ segir Hilda Jana. Gallupkönnun í október 2011 sýnir að 35% landsmanna, 25 ára og eldri, horfa á N4 einu sinni í viku eða oftar. Mest er áhorfið á Akureyri eða 71%. Utanbæjarmenn segja heimamönnum fréttir „Áhorfendur hafa oft samband við okkur og ræða ýmislegt tengt stöðinni. Þeir segja flestir að ástæða þess að þeir horfi á N4 sé sú að það sé ekki mikill æsingur, að við ræðum við venjulegt fólk um venjulega hluti og séum einlæg. Ég vona að það sé rétt,“ segir Hilda Jana. Hún bætir við að starfsfólk á N4 heyri líka æ oftar frá fólki á höfuðborgarsvæðinu sem segist vita meira um hvað sé að gerast fyrir norðan en í sínu eigin hverfi og þakkar það áhorfi á stöðina. „Skemmtilegast er þegar utanbæjarmenn eru farnir að segja heimamönnum hvað sé að gerast fyrir norðan!“ Hilda Jana segir að starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar geri ýmislegt

Aðventuævintýri á Akureyri 8. desember 9. desember 9. desember 10. desember 10. desember 10. desember 11. desember 14. desember 16. desember 17. desember 17. desember 21. desember 26. desember 28. desember

Kvennakór Akureyrar með árlega tónleika í Hofi til styrktar Mæðrastyrksnefnd Sigurður Guðmundsson og Memfismafían í Hofi Birgitta Haukdal á Græna hattinum Útijólaball á Ráðhústorgi á vegum Miðbæjarsamtakanna Jólatónleikar Baggalúts í Hofi GRM. Gylfi, Rúnar Þór og Megas á Græna hattinum Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju Styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans í Akureyrarkirkju, Björg Þórhallsdóttir, Egill Ólafsson, Óskar Pétursson og Eyrún Unnarsdóttir. Mugison á Græna hattinum Frostrósir, tónleikar í Íþróttahöllinni Pollapönk kl.15:00 á Græna hattinum Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens í Hofi Hvanndalsbræður á Græna hattinum Retro Stefson á Græna hattinum

Allar upplýsingar um aðra viðburði og opnunartíma verslana er að finna á www.visitakureyri.is


42 | AKUREYRI

Yfir 70 ára saga að baki JB úr&skart við Kaupvangsstræti:

Úr eru líka skart „Úr er ekki bara úr. Hreint ekki. Auðvitað er harla gott að vita hvað tímanum líður og það er jú aðal tilgangurinn með úrinu. En úr eru svo miklu fleira. Hönnun, tíska á hverjum tíma, úrið er einn af þáttum í útliti fólks – jafnvel einkennandi fyrir karakter eigandans. Úr eru skart og þau standa fyrir allt þetta og miklu fleira, sem er það skemmtilega við að selja þau. En svona hefur þetta alltaf verið frá því byrjað var að framleiða úr. Hönnun þeirra hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur. Þau fylgja tískustraumum,“ segir Bjarni Jónsson, úrsmiður hjá JB úr&skart við Kaupvangsstræti. Í verslun hans er bæði sala og viðgerðarþjónusta á úrum jafnframt sölu á gull- og silfurskartgripum. Og óhætt er að segja að þetta fyrirtæki sé eitt af þeim rótgrónari á Akureyri því það rekur sögu sína aftur til þess er Bjarni Jónsson, afi þess sem sem nú starfar í fyrirtækinu, hóf sinn rekstur. Við keflinu af honum tók svo sonur hans Jón Bjarnason, sem enn er að störfum. Ættliðirnir í beinan karllegg í úrsmíði eru því orðnir þrír. Tissot í fararbroddi Bjarni leggur áherslu á Tissot merkið svissneska í úrunum og býður breiða línu í þeirri gerð, allt frá þeim ódýrustu og upp úr – ef svo má að orði komast. „Tissot er eitt þekktasta merkið í svissneskum úrum í heiminum í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að í því merki fer saman mikið úrval, gæði og hagstætt verð. Svisslendingar hafa alla tíð verið í sérflokki í framleiðslu á úrum og enginn komist með tærnar þar sem þeir hafa hælana.“ Bjarni segir mörg atriði ráða þegar hann velur úr til að bjóða viðskiptavinum sínum. „Fyrir utan þá þætti sem ég nefndi áðan eru það atriði eins og efnið og gangverkið. Mekanísku úrin eru alls staðar í sókn í heiminum í dag og salan á uppleið í úrum eftir samdrátt síðustu ár. Þegar tölvuúrin komu fram á sínum tíma töldu margir að mekanísku úrunum yrði rutt úr vegi. Það hefur hreint ekki gengið eftir, þvert á móti sækja þau í sig veðrið á nýjan leik. En tölvuúrin eru og verða alltaf kostur fyrir ákveðinn hóp.“ Meðal annarra merkja sem JB

Tissot-merkið svissneska er í fararbroddi í úrvalinu hjá JB úr&skart.

Bjarni Jónsson, úrsmiður. „Úr hafa alla tíð fylgt tískustraumum í hönnun.“

úr&skart selur má nefna Mido, Edox og Certina – allt heimsþekkt merki. „Síðan bjóðum við margar ódýrari tegundir, til að mynda Rodania, allt eftir því hvað viðskiptavinurinn kýs. Úr eru algeng jólagjöf og mikið um að fólk nýti sér þá þjónustu okkar að grafa skilaboð aftan á þau., sem er falleg og persónuleg jólagjöf.“

Hver skartgripur er einstakur Auk úrvals af innfluttum skartgripum selur JB úr&skart fjölbreytta línu skartgripa frá Valdemar Viðarssyni gullsmið. Hann hefur setið við undanfarna mánuði og afraksturinn má sjá í versluninni þessa dagana. „Fyrir utan það að vera íslenskir skartgripir, bæði hönnun og smíði, er alltaf skemmtilegt að eignast

skartgrip sem er einstakur. Ekkert annað eintak nákvæmlega eins er hægt að finna í veröldinni,“ segir Bjarni. Valdemar smíðar bæði úr silfri og gulli. Silfrið hefur verið meira áberandi síðustu ár enda talsverður verðmunur samanborið við gullið. Líkt og með úrin segir Bjarni skartgripina klassíska jólagjöf sem

ávallt standi fyrir sínu. „Dögunum sem í hönd fara fylgir alltaf skemmtileg stemning og hátíðleiki,“ segir hann. jb.is

Léttara og notalegra yfirbragð á Kaffi Torgi eftir breytingar Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Kaffi Torgi á Glerártorgi en þar er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Gunnar Sveinarsson framkvæmdastjóri segir að gestir kunni vel að meta hversu úrvalið er mikið en Kaffi Torg er í raun bæði matsölustaður og kaffihús. Þar er boðið upp á heimilismat á hagstæðu verði alla daga, holla rétti, boost og salat fyrir þá sem það kjósa og eins er þar að finna hefðbundna grillrétti, hamborgara, samlokur og pizzur svo eitthvað sé nefnt. Á kaffihúsinu geta gestir valið um girnilegar heimabakaðar kökur, smurt brauð, hinar sígildu crepes pönnukökur, heitar bökur, beyglur og það nýjasta á seðlinum, sem nefnist

glóðir, en það eru grillaðar beyglur með rjómaosti, áleggi og ostagljáð. Viðskiptavinir hrifnir af heimilismat Gunnar segir að nýverið hafi staðurinn fengið léttara og notalegra yfirbragð eftir endurbætur. „Við ákváðum að nú væri kominn tími á breytingar og að skapa heimilislegra andrúmsloft hjá okkur með því að skipta um liti og ásjónu myndefnis á veggjum. Við heyrum ekki annað en að viðskiptavinir séu ánægðir,“ segir hann, en Kaffi Torg hefur verið starfandi á Glerártorgi frá opnun verslunarmiðstöðvarinnar fyrir 11 árum. Auk þess að breyta ásýnd staðar-

Kaffi Torg á Glerártorgi hefur fengið léttara og notalegra yfirbragð eftir breytingar.

ins var gerð heimasíða fyrir Kaffi Torg en þar er hægt að sjá matseðil staðarins í heild auk þess sem daglega eru birtir réttir dagsins. Að sögn Gunnars snæðir fjöldi fastakúnna reglulega á staðnum og líkar sérlega vel við hinn almenna heimilismat sem þar er iðulega í boði í bland við annað. „Við bjóðum upp á allt frá plokkfiski, kjötbollum og öðru slíku yfir í grísalundir, hangikjöt og annan fínni mat. Þá er einnig vert að minnast á að alla laugardaga bjóðum við upp á lambalæri með öllu tilheyrandi meðlæti auk þess sem staðurinn hefur oft fengið mikið lof fyrir ekta bernaissósuna okkar sem gerð er hér frá grunni daglega,“ segir Gunnar. Heimsending á heitum mat og veisluþjónusta Starfsemi veitingastaðarins einskorðast ekki við reksturinn á Glerártorgi sjálfu. Kvíar þjónustunnar hafa verið færðar út og til dæmis er ekið með mat til starfsmanna fyrirtækja vítt um bæinn í hádeginu og á kvöldin.

Þá býður fyrirtækið einnig upp á veislu- og fyrirtækjaþjónustu og segir Gunnar að þar ráði óskir viðskiptavina hverju sinni og að hver veisla, partý eða fundur sé sérsniðinn að þörfum hvers og eins. Í sumum tilvikum sjái þeir um allar veitingar sem í boði eru en aðrir þurfa bara hluta þeirra. „Við hlustum á óskir viðskiptavina okkar og gerum okkar besta til að uppfylla þær. Sumir vilja að við sjáum um allan pakkann en aðra vantar kannski bara pönnukökur og kleinur og þá gerum við tilboð í það,“ segir Gunnar. Jafnan er mikill erill á Gerártorgi á þessum árstíma og mörgum þykir ómissandi partur af góðri verslunarferð að setjast niður og njóta veitinga af einhverju tagi. Það er því tilvalið að líta við á Kaffi Torgi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi af fjölbreyttu úrvali sem þar er í hlýlegu umhverfi. kaffitorg.is


AKUREYRI | 43

Fatnaður frá Janus er vinsæll í jólapakkann:

Ömmurnar vilja að barnabörnunum sé hlýtt „Þessi fatnaður hefur alltaf verið vinsæll til jólagjafa. Ömmum er mjög umhugað um að barnabörnunum sé hlýtt og þær velja gjarnan fatnað frá Janus í jólapakkann til barnabarnanna,“ segir Margreta Björke. Hún og eiginmaður hennar, Heiðar V. Viggósson, eiga og reka Janusbúðirnar. Ein þeirra er í rúmgóðu húsnæði í Amaróhúsinu við göngugötuna í Hafnarstræti og hefur verið frá því hún var opnuð í janúar árið 2007. Fyrsta Janusbúðin var opnuð í Reykjavík haustið 2005 og nú nýverið hófst sala á fatnaði frá Janus í verslun Íslensku alpanna á Egilsstöðum. Þar fást allar helstu vörur frá fyrirtækinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Fatnaðurinn er framleiddur í Noregi, í Janusfabrikken sem er í bænum Espeland, um 20 kílómetrum frá Björgvin. Hún sérhæfir sig í framleiðslu á gæða ullarnærfötum úr Merino ull. „Þessar vörur hafa á skömmum tíma náð fótfestu hér á landi og njóta sívaxandi vinsælda hjá ólíkum hópum, en þar má nefna útivistarfólk, iðnaðarmenn og leikskólabörn. Fatnaðurinn hefur slegið í gegn hjá þeim sem starfa eða eru mikið að leik úti við,“ segir Margreta. Hún segir að saman fari mikil gæði og lágt verð og það kunni viðskiptavinir verslunarinnar vel að meta.

notaður sem náttföt í útilegum yfir sumarið, „þetta eru svo mjúk og þægileg föt að mörgum þykir gott að sofa í þeim,“ segir hún. Tískufatnaður hjá unglingum Margreta segir að mikið úrval sé í boði fyrir alla aldurshópa, allt frá ungbörnum og upp úr. Þannig sé til að mynda unglingalína sem slegið hafi í gegn, en um sé að ræða ullarsilkiblöndu, þar sem ullin er 85% og silkið 15%, fatnaðurinn hefur mjög skemmtilega áferð og er litríkur. „Þetta er orðin tískuvara hjá unglingum og það er mjög ánægjulegt,“ segir hún. Þá er einnig vinsæll fatnaður í boði fyrir konur, ullarfatnaður með blúndum og segir Margreta að ekki sé óalgengt að vinkonur fái sér slíkan fatnað áður en þær fara saman í sumarbústað eða í skíðaferð. janusbudin.is

Unnur Þorsteinsdóttir og Eydís Jóhannesdóttir starfa í Janusbúðinni í Amarohúsinu á Akureyri.

Norðlendingar dyggir viðskiptavinir Rekstur verslunarinnar á Akureyri hefur alla tíð gengið vel. Norðlendingar eru að sögn Margretu í hópi dyggra viðskiptavina, enda blæs stundum köldu á norðanverðu landinu og eins gott að klæðast skjól-

góðum fötum. „Fatnaðurinn hefur að mestu auglýst sig sjálfur, þeir sem hafa eignast svona fatnað og prófað vilja helst ekkert annað. Fötin eru mjög hlý og notaleg, það er þægilegt að vera í þeim og þau valda ekki kláða, sem öllum þykir auðvitað mikill kostur,“ segir Margreta. „Við

TIL: YKKAR FRÁ: OKKUR

- B R A K A N D I

H E I T -

erum ánægð með hversu vel þekkt okkar merki er, það er mjög jákvætt og örvandi fyrir okkur.“ Hún segir að þó svo að um sé að ræða fatnað sem gott er að klæðast á köldum vetrardögum, noti fólk Janus fatnaðinn árið um kring. Það sé til að mynda algengt að hann sér


44 | AKUREYRI

Jónína Freydís Jóhannesdóttir og Gauti Einarsson reka Akureyrarapótek:

Fylgjum okkar hugsjónum um hvernig gott apótek á að vera „Apótekið er sjálfstætt og að því koma ekki neinir fjárfestar. Þannig gátum við byggt upp apótek sem ekki eingöngu er drifið áfram af gróðahugsun, heldur apótek sem við erum sátt við,“ segir Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfjafræðingur sem ásamt Gauta Einarssyni rekur Akureyrarapótek í Kaupangi við Mýrarveg. Akureyrarapótek er rétt ársgamalt, var opnað í nóvember árið 2010 og hefur reksturinn gengið vel. Þau Jónína og Gauti eiga það sameiginlegt að vera Akureyringar í húð og hár. Bæði hafa þau einnig að baki langan starfsferil sem lyfsalar, en Gauti var áður í Lyf og heilsu á Glerártorgi og Jónína í Apótekararnum, sem þar áður var Stjörnuapótek, „þannig að við höfðum góða reynslu af rekstri apóteka áður en við fórum út í þetta,“ segir Jónína. Lyfsala hafði safnast í fáar hendur Hún segir að vissulega kosti það fjármuni að hefja rekstur á apóteki, hún hafi verið búin að viðra hugmyndina við Gauta um nokkurt skeið og reyna að fá hann í lið með sér. „Hann ákvað svo loks að slá til eftir miklar vangaveltur,“ segir Jónína. Hún bætir við að mikil keðjumyndun í rekstri apóteka hér á landi hafi einnig haft áhrif. Þeim þótti óeðlilegt hve lyfsala í landinu hafði safnast á fáar hendur. „Að okkar mati var þetta orðið of mikið og hefur bitnað á samkeppni og verði til sjúklinga,“ segir Jónína. Eins segir hún að hrunið hafi haft þau áhrif á þau sjálf, „að við fórum að endurskilgreina okkar gildi og horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Við vildum einfaldlega standa fyrir önnur gildi en við gerðum áður.“ Apótekið er sjálfstætt og Jónína og Gauti standa ein að því, það er ekki drifið áfram af gróðavon, „þetta er okkar lífsviðurværi en í leiðinni

Engar snyrtivörur eru til sölu í Akureyrarapóteki, en þess í stað er lögð áhersla á náttúrulyf og aðrar leiðir að betri heilsu.

Jónína Freydís Jóhannesdóttir og Gauti Einarsson, lyfsalar í Akureyrarapóteki. Viðtökur bæjarbúa hafa verið góðar, enda kappkosta þau að veita góða þjónustu og bjóða lyf á góðu verði.

nýtum við apótekið til að fylgja okkar hugsjónum og hugmyndum um hvernig gott apótek á að vera. Það gerum við m.a. með því að upplýsa fólk og bjóða því mismunandi kosti.“

mjög góðar, mun betri en vonir stóðu til,“ segir Jónína og þar helst allt í hendur; margir vilji skipta við við heimafólk, öðrum hugnist ekki stórar keðjur „og svo hefur fólk einfaldlega áttað sig á því að við bjóðum mjög gott verð á lyfjum.“

Áhersla á náttúrulyf Engar snyrtivörur eru til sölu í Akureyrarapóteki en þess í stað er lögð áhersla á náttúrulyf og aðrar

leiðir að betri heilsu. Meðal þess sem í boði er má nefna vörur frá Jurtaapótekinu sem Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir stendur fyrir en einnig eru þar á boðstólum smáskammtalækningar, remedíur og önnur náttúrulyf og fæðubótarefni. Þá er þar fjölbreytt úrval af kremum og sápum sem ekki innihalda paraben rotvarnarefni. „Viðtökur bæjarbúa hafa verið

Erum til staðar fyrir okkar viðskiptavini Jónína segir að Akureyrarapótek

muni áfram kappkosta að bjóða bæjarbúum eins lágt verð og unnt er á hverjum tíma. „Við munum líka halda áfram að kynna okkur það sem best er fyrir heilsu fólks, sýna framúrskarandi þjónustu og velvild til okkar viðskiptavina. Við viljum vera sjáanleg í okkar apóteki og vera til staðar fyrir fólk þegar á þarf að halda,“ segir Jónína.

Fífa komin til Akureyrar Viðskiptavinir fara yfirleitt í verslanir en segja má að í tilfelli barnavöruverslunarinnar Fífu hafi hún komið til viðskiptavinanna með opnun á Akureyri fyrir skömmu. „Við höfum í mörg ár orðið þess áskynja að barnafólk á Akureyri og Norðurlandi hefur komið suður til þess að versla við okkur og farið með fullan bíl heim af vörum. Margir hafa hreinlega óskað eftir því við okkur að koma með verslun norður og nú þótti okkur rétti tíminn kominn á það skref. Og þar erum við nú Fífa býður mörg heimsþekkt merki í barnavörum.

Verslun Fífu er á jarðhæð Kaupvangsstrætis 1.

orðin vel sýnileg í Kaupvangsstræti 1, í hjarta miðbæjar Akureyrar,“ segir Tinna Jóhannsdóttir hjá barnavöruversluninni Fífu, nýjustu viðbótinni í verslanaflóru Akureyrar.

Sagan um Edgar, 14 ára mállausan dreng, foreldra hans og hunda í sveitinni - og föðurmorðingjann. Mögnuð saga. Mögnuð þýðing.

Allt fyrir 0-5 ára „Verslunin á Akureyri endurspeglar algjörlega vöruúrvalið sem er í Fífu í Reykjavík. Hugsunin að baki Fífu er að bjóða í einni verslun allar þær vörur sem fólk þarfnast fyrir börnin fyrstu æviárin. Það á við um fatnað, barnavagna, barnastóla, bílstóla, baðvörur, öryggisvörur og margt annað. Allt fyrir hina nýbökuðu foreldra, ef svo má segja,“ segir Tinna. Barnavöruverslunin Fífa er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1978 og stendur því á traustum grunni. „Framan af vorum við á Klapparstíg í Reykjavík en fluttum árið 2003 í Húsgagnahöllina, þar sem við erum með verslun á yfir 430 fermetrum. Og þar sem við, sem að versluninni stöndum, eigum ættir að rekja norður þá þykir okkur sérlega vænt um að tengjast viðskiptavinum

okkar á böndum.“

því

svæði

traustari

Heimsþekkt merki í barnavörum Barnavöruverslunin Fífa er umboðsaðili fyrir mörg af þekktustu merkjunum í barnavörum, t.d. Brio, Simo, Maxi-Cosi, Quinny, EasyWalker, Baby Björn, Stokke, Dr. Browns og fleiri heimsþekkt gæðamerki. Einnig má nefna Trip-Trap stólana og fleira. „Við höfum mikla reynslu í þjónustu við þessi vörumerki og vitum að þeim getur barnafólk treyst,“ segir Tinna en verslunin flytur inn vörur frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Hún segist bjartsýn á viðtökur Norðlendinga við Fífu og segir að í uppsetningu verslunarinnar á Akureyri hafi verið lagt upp úr hlýlegu viðmóti og persónulegri þjónustu. „Fyrir það höfum við hjá Fífu alltaf verið þekkt.“ fifa.is

HÚSIN Á AKUREYRI

Hafnarstræti 11, Laxdalshús Við minntumst fyrr á Eggert Laxdal en við hann er þetta elsta hús kaupstaðarins kennt. Ekki vegna þess að hann byggði það eða ætti heldur vegna hins að hann vann þarna sem verslunarstjóri í 28 ár samfleytt. Á undan honum stýrði Steincke versluninni og kenndi ungum Akureyringum leiklist, að dansa og að spila á gítar. Heimild: Bæklingur Akureyrarstofu: Frá torgi til fjöru. – www.visitakureyri.is Texti: Jón Hjaltason sagnfræðingur. Teikningar: Þórhallur Kristjánsson – Effekt auglýsingastofa.


AKUREYRI | 45

Fjölskyldan í keilu „Keila er sport fyrir fjölskylduna og smám saman fjölgar þeim sem spila hér reglulega og æfa keilu,“ segir Þorgeir Jónsson, eigandi Keilunnar og Kaffi Jónsson við Hafnarstræti á Akureyri. Keilan er eini staður sinnar tegundar á Akureyri og raunar norðan Akraness en hægt er að spila keilu á átta brautum. Höfðað til fjölskyldunnar á sunnudögum Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp að bjóða sérstakt fjölskyldutilboð í keilu á sunnudögum. Gjald fyrir börn er 450 kr. og 750 kr. fyrir fullorðna og er tilboðið í gildi frá opnun til kl. 18 alla sunnudaga. Á sama tíma fylgir gómsætur glaðningur öllum réttum af barnamatseðli hjá Kaffi Jónsson. „Börnunum þykir keilan mjög skemmtileg og þetta er ein af fáum íþróttum þar sem allir geta spilað saman, þeir allra yngstu að keppa við mömmu og pabba, jafnvel ömmu og afa,“ segir Þorgeir. Veitingar og boltinn í beinni Á veitingastaðnum Kaffi Jónsson eru í boði tilboðsréttir í hádeginu alla daga, sérréttamatseðill og sértilboð. Ekki hvað síst þegar áhugaverðir knattspyrnuleikir eru sýndir en staðurinn státar af breiðtjaldi og tveimur sölum þar sem hægt er að horfa. Oftar en ekki eru því tveir leikir sýndir á sama tíma. „Við sýnum bæði ensku deildarleikina og bikarleiki, auk meistaradeildarleikjanna þannig að það er alltaf hægt að ganga að því vísu að hér eru áhugaverðir leikir á skjánum þegar boltinn rúllar í Bretlandi eða á meginlandi Evrópu,“ segir Þorgeir. Keppnisíþrótt og afþreying ferðamanna Á þeim tíma sem Keilan hefur verið

AÐVENTUÆVINTÝRI Á AKUREYRI

Akureyringar og Norðlendingar fá nú að njóta Þorláksmessutóna Bubba.

Þorláksmessutónleikar Bubba í Hofi Í yfir 20 ár hafa Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verið einn af ómissandi viðburðum í aðdraganda jólanna. Lengstum voru tónleikarnir haldnir á Hótel Borg að kvöldi Þorláksmessudags, síðar voru þeir fluttir á NASA við Austurvöll og síðan í Háskólabíó. Þar verða þeir einnig í ár en í fyrsta skipti bregður Bubbi sér norður til Akureyrar með þessa tónleika. Bubbi blæs til fyrsta í Þorláksmessu, ef svo má segja, miðvikudaginn 21. desember og hefjast tónleikarnir í Menningarhúsinu Hofi kl. 20:30. Takist vel til er ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði fyrir norðan og ekki er að sjá annað en aðventuheimsókn Bubba sé vel tekið því nú í byrjun desember var sala á tónleikana langt komin.

starfrækt á Akureyri hefur orðið til kjarni áhugasamra keiluspilara. Nú er svo komið að Keilufélag Akureyrar er orðið deild í Íþróttafélaginu Þór og keppir fjögurra manna sveit félagsins nú í Íslandsmótinu í keilu í fyrsta sinn. Leikur þar í 2. deild og hefur staðið sig mjög vel. Leikið er heima og heiman þannig að hægt verður að fylgjast með heimaleikjunum í vetur. „Keilufélagið er með reglulegar æfingar hér og rétt er að benda áhugasömum á að þeir sem eru félagsmenn geta spilað endurgjaldslaust hér milli kl. 11 og 13 á sunnudögum. Félagsmenn spila líka alla

daga vikunnar fyrir 1000 kr. hálftímann svo að það borgar sig að vera í félaginu,“ segir Þorgeir en framundan eru þeir mánuðir sem aðsókn hefur verið mest. „Ég finn mjög greinilega fyrir því að keilan er góður kostur fyrir ferðamenn sem koma til Akureyrar og leita eftir afþreyingu, einkum að vetrarlagi. Það er mikið að gera hjá okkur þegar skólafríin eru fyrir sunnan og heimafólk kemur einnig í auknum mæli í skólafríum. Smám saman er þessi afþreying og íþrótt að ná fótfestu. „ keilan.is

Þorgeir Jónsson, eigandi Keilunnar og Kaffi Jónsson.


46 | AKUREYRI

Íbúðagisting á Akureyri býður upp á þrjár velbúnar íbúðir við Hamratún:

Markmiðið að bjóða góðar íbúðir á hagstæðu verði - segir Guðrún D. Harðardóttir framkvæmdastjóri „Okkar markmið er að bjóða góða íbúðagistingu á hagstæðu verði,“ segir Guðrún D. Harðardóttir, framkvæmdastjóri Íbúðagistingar á Akureyri en félagið leigir út þrjár íbúðir við Hamratún. Í hverri þeirra er gistirými fyrir 7 manns þannig að alls rúma íbúðirnar þrjár 21 fullorðinn gest.

Hamratún er í næsta nágrenni við golfvöllinn að Jaðri og við blasir Hlíðarfjall. Þangað er örstutt að fara á skíðin.

HÚSIN Á AKUREYRI

Aðalstræti 58, Minjasafnið „Fyrirlitlegt hneyksli“, var másað á götuhornum, þegar fréttist að selja ætti fyrstu trjáræktarstöðina á Íslandi dönskum kaupmanni, Balduin Ryel, sem í ofanálag hugðist byggja þar hús – nei stórhýsi. Byggingin reis og fékk nafnið Kirkjuhvoll en bæjarbúar þögnuðu ekki og gerðu mikið úr eðlislægu – og fyrirlitlegu – gróðageni Danans. „Nei, nei“, skrifaði Ryel, þegar kvitturinn barst honum til eyrna. „Ég ætla ekki að selja Kirkjuhvol og ég hefi ekki selt langömmu mína.“ Heimild: Bæklingur Akureyrarstofu: Frá torgi til fjöru. – www.visitakureyri.is Texti: Jón Hjaltason sagnfræðingur. Teikningar: Þórhallur Kristjánsson – Effekt auglýsingastofa.

Guðrún D. Harðardóttir, framkvæmdastjóri Íbúðagistingar á Akureyri.

Íbúðirnar eru fullbúnar húsgögnum og leigðar út með uppbúnum rúmum.

Reksturinn hófst að sögn Guðrúnar vorið 2010. Þá var allt klárt og hægt að hefjast handa við útleigu en undirbúningur hafði staðið yfir um nokkurt skeið eða frá því veturinn 2009. „Þá fórum við af stað og leituðum að hentugum íbúðum fyrir reksturinn og teljum okkur einstaklega heppin. Staðsetning íbúðanna er mjög góð, í námunda við golfvöllinn og með útsýni upp í Hlíðarfjall.“

rún. Fólk á skíðaferðalagi er áberandi yfir veturinn, en margt annað dregur fólk norður til Akureyrar,“ segir hún og nefnir í því sambandi menningarviðburði af ýmsu tagi; leikhús, tónleika og ráðstefnur. Þá hefur nálægðin við golfvöllinn sitt aðdráttarafl en íbúðirnar eru í göngufæri við Jaðarsvöll.

Margt sem dregur fólk norður Guðrún segir að vissulega taki tíma að kynna nýja gistimöguleika en það

hefur „gengið vel hjá okkur og raunar kom það skemmtilega á óvart að allt var fullbókað hjá okkur strax fyrsta sumarið“ Félagið ætlar að einbeita sér að þeim íbúðum sem fyrir hendi eru til að byrja með „en við útilokum ekki að fjölga íbúðum þegar fram líða stundir.“ Gestir eru bæði Íslendingar og útlendingar, landinn er í meira mæli á ferðinni yfir vetrarmánuðina en útlendingar yfir sumarið. „Það er líka töluvert um að Íslendingar, búsettir erlendis, sem eru heima í fríi, taki íbúðirnar á leigu,“ segir Guð-

Þykir vænt um góð viðbrögð „Við finnum vel að okkar gestir eru almennt mjög ánægðir, margir hafa komið oftar en einu sinni eða eru búnir að bóka aðra dvöl,“ segir Guð-

rún og nefnir að fólk gefi sér gjarnan tíma til að senda línu til baka og þakka fyrir dvölina og góðan aðbúnað. „Okkur þykir auðvitað mjög vænt um þessi góðu viðbrögð,“ segir hún en félagið leggur ríka áherslu á að bjóða velbúnar íbúðir, mikið er af leirtaui, þvottaaðstaða er í öllum íbúðum sem gestir kunna vel að meta og kemur sér einkar vel fyrir barnafólk og þá sem dvelja um lengri tíma. „Við lögðum líka upp með að fólk kæmi alltaf að uppábúnum rúmum, fólk kemur oft seint og er þreytt og þá er gott að þurfa ekki að búa um rúm fyrir alla fjölskylduna. Það sparar líka farangur að þurfa ekki að taka með sængurver og handklæði en þau eru líka hluti af okkar staðalbúnaði. Við sjáum líka um þrif að lokinni dvöl, bæði til að tryggja að allir komi í hreint hús og eins líka til að fólk þurfi ekki að eyða síðustu klukkutímunum í frínu í þrif,“ segir Guðrún. ibudagisting.is

Páskaævintýri á sínum stað Páskaævintýri verður á sínum stað á Akureyri dagana 30. mars til 9. apríl. Að vanda verður dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt með skíðum og

annarri útivist, afþreyingu af ýmsum toga, menningarviðburðum, tónleikum, myndlistarsýningum og fleiru. Meðal hápunkta á menn-

ingarsviðinu verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á skírdag og Fjölskylduferð á Skódanum á föstudaginn langa. Þar eru á ferðinni tónleikar í minningu Ingimars Eydal sem hefði orðið 75 ára í október síðastliðnum. Haldnir voru tvennir tónleikar undir þessu heiti nú í nóvember og var ákveðið að endurtaka leikinn um páskana í ljósi mikillar aðsóknar. Fjölskylduferðin og tónleikar Sinfóníuhljómsveitar

Norðurlands verða að sjálfsögðu í menningarhúsinu Hofi og eru aðeins brot af því sem páskaævintýri fyrir norðan býður upp á. Vart þarf heldur að nefna að samið hefur verið við veðurguðina um að skíðasvæðin fyrir norðan verði pökkuð af snjó um páskana! visitakureyri.is

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er jafnan fjölsótt um páskana.


AKUREYRI | 47

Tengir kemur með ljósið Hver íbúðin af annarri á Akureyri tengist ljósleiðaraneti fyrirtækisins Tengis. Markmiðið er að til verði í bænum upplýsingaveita sem byggist á gagnvirku kerfi á hreinu ljósleiðaraneti og að við það tengist öll heimili, fyrirtæki og stofnanir bæjarins. Þetta eru að sönnu metnaðarfull markmið til framtíðar en starfsmenn Tengis eru nú þegar komnir vel af stað í verkefninu. Ljósleiðari er lagður í allar nýjar götur jafnhliða framkvæmdum við þær en Tengir hefur einnig lagt ljósleiðaraþráð í eldri hverfum svo tugum kílómetra skiptir. Nánast öll fyrirtæki geta tengst svo og rúmlega 2500 heimili. Um 700 heimili eru þegar notendur á kerfinu – á hraða ljóssins, ef svo má segja. Og þar er um að ræða gríðarlegt stökk fram á við, bæði hvað varðar flutningsgetu og afköst í að sækja og senda efni. Einnig aukast gæði og möguleikar í sjónvarpsmóttöku, sem og möguleikar í gagnvirku sjónvarpi og öðru því sem tæknivæðingin í sjónvarpsnotkun framtíðarinnar mun bjóða uppá. Allt annað sjónvarps- og netlíf! Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis, segir áhersluna beinast fyrsta kastið að tengingu allra fjölbýlishúsa á Akureyri við kerfið. „Veður í haust hefur gert að verkum að við höfum getað unnið meira í jarðvinnu og heimtaugum en við áætluðum. Yfir vetrarmánuðina er svo fyrst og fremst unnið við tengingar innan húss. Afköstin í línunum eru margföld á við það sem

Lýsandi mynd fyrir þann hraðamun sem er á gagnaflutningum á ljósleiðarasambandi í samanburði við hefðbundið samband. Moldarvegur og hraðbraut!

fólk þekkti áður allt að 50 föld miðað við t.d. ADSL samböndin. Hvað sjónvarpsnotkunina varðar gerir ljósleiðarasambandið að verkum að hægt er að vera með fleiri myndlykla en áður og horfa þannig á margar rásir í einu á sama heimili. Þetta geta notendur kynnt sér hjá fjarskiptafyrirtækjunum en bæði Síminn og Vodafone bjóða þegar sína þjónustu yfir ljósleiðaranetið og er líklegt að fleiri þjónustuveitur fylgi í kjölfarið,“ segir Gunnar og hvetur íbúðareigendur, sem eiga möguleika á tengingu, að nýta sér hana fyrir áramót. Þá lýkur átakinu Allir vinna en meðan það varir fá íbúar virðisaukaskatt af innanhússvinnu við verkið endurgreiddan. Hægt að sjá á heimasíðu fyrirtækisins hvort íbúð á möguleika á að taka í notkun þjónustu um ljósleiðara.

Ljóshraðinn kominn til Siglufjarðar Tengir hefur einnig lagt ljósleiðara á Grenivík og nýlega var tekinn í notkun strengur frá Akureyri til Ólafsfjarðar. Í desember verður einnig komin tenging til Siglufjarðar. „Íbúar og fyrirtæki á þessum stöðum ættu því fljótlega að verða vör við aukið þjónustuframboð og meiri hraða á sínu netsambandi en áður. Okkar strengur liggur inn í símstöðvarnar á þessum stöðum til að byrja með og þeir þjónustuaðilar sem nýta okkar þjónustu geta boðið sínum viðskiptavinum á stöðunum betra samband. Það er svo síðari tíma mál að ganga alla leið og setja ljósleiðaralagnir um bæina og inn á hvert heimili, líkt og er á Akureyri. En þetta er hins vegar framtíðin. Hún er ljós,“ segir Gunnar.

Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis, segir áherslu lagða á að tengja sem flest fjölbýlishús á Akureyri við ljósleiðarakerfi fyrirtækisins.

tengir.is

Gæða ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður.

Hlýjar jólagjafir á alla ölskylduna! Tilvalinn í útivistina!

www.janus.no


48 | AKUREYRI

AÐVENTUÆVINTÝRI Á AKUREYRI Kórar, einsöngvarar og tónlistarfólk í Akureyrarkirkju 14. desember:

Hátíðartónleikar til stuðnings Ljósberanum - Egill Ólafsson sérstakur gestur í ár og nýtt jólalag Ljósberans frumflutt Miðvikudaginn 14. desember kl. 20:30 verða árlegir Ljósberatónleikar í Akureyrarkirkju í fjórða sinn. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er frumkvöðull tónleikanna en þeir fyrstu voru árið 2008 þegar Líknarsjóðurinn Ljósberinn var stofnaður, en hann er minningarsjóður föður hennar, sr. Þórhalls Höskuldssonar, fyrrum sóknarprests við kirkjuna. Allur ágóði tónleikanna hefur runnið í Ljósberann. Sjóðurinn er í vörslu Akureyrarkirkju og hafa prestar kirkjunnar úthlutað fjármunum úr honum. Allir fúsir að leggja lið „Mér hefur alltaf verið vel tekið af tónlistarfólki sem þykir vænt um að fá að leggja fram sína vinnu við tónleikana í þágu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu og þurfa á aðstoð að halda,“ segir Björg um tilurð Ljósberatónleikanna og samnefndan sjóð sem hún, systkini hennar og móðir voru stofnendur að. Tónleikarnir eru haldnir í náinni samvinnu við Akureyrarkirkju og skipulagðir

með organistum hennar en kórar kirkjunnar hafa einnig verið stór burðarliður á tónleikunum. Björg segir verðugt að rétta fólki hjálparhönd í samfélaginu, ekki síst nú í aðdraganda jóla. „Í mörgum tilfellum er um að ræða aðstæður hjá fólki þar sem hefðbundin stuðningsúrræði duga ekki til, einhverjar óvæntar aðstæður hafa skapast hjá fólki, sjúkdómar barið að dyrum eða eitthvað slíkt. Ljósberinn er því hugsaður sem líknar- og viðlagasjóður. Umfang þessa sjóðs hefur stöðugt verið að aukast, þökk sé frábærum viðtökum fólks á tónleikum okkar síðustu þrjú ár og framlögum í sjóðinn þess utan. Ljósberatónleikarnir eru því komnir til að vera og verða sem fyrr aðal tekjuöflun sjóðsins. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að fólk mun áfram bregðast vel við okkar kalli um að rétta fólki hjálparhönd. Á því þurfa margir að halda í dag. Þetta starf er mjög í þeim anda sem faðir minn lagði áherslu á í sínu preststarfi. Hann hafði mikinn áhuga fyrir líknar- og

velferðarmálum og var frumkvöðull í því að fá fyrirtæki á Akureyri til að aðstoða fólk fyrir jólin. Þegar við fjölskyldan ákváðum á sínum tíma að hrinda sjóðnum úr vör var okkar hugsun að hann starfaði í anda hugsjóna föður okkar. Og við erum afar þakklát fyrir þær viðtökur sem sjóðurinn hefur fengið,“ segir Björg. Fjöldi tónlistarmanna Ljósberatónleikarnar næstkomandi miðvikudag, 14. desember, verða sannarlega hátíðarstund tónlistarunnenda. Gestur þeirra verður Egill Ólafsson, sem hefur yljað landsmönnum með margri perlu jólatónlistarinnar undanfarin ár. Ásamt honum koma fram þau Björg Þórhallsdóttir, Óskar Pétursson tenór og Eyrún Unnarsdóttir mezzósópran. Elísabet Waage hörpuleikari spilar ásamt strengjasveit norðlenskra lista-

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona.

Egill Ólafsson verður sérstakur gestur Ljósberatónleikanna 2011.

manna en sveitinni stýrir Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari. Eldri barnakór Akureyrarkirkju, Stúlknakór Akureyrarkirkju og Kór Akureyrarkirkju koma allir fram á tónleikunum en stjórnendur og organistar verða Eyþór Ingi Jónsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson. Kynnir á tónleikunum verður Höskuldur Þórhallsson alþingismaður og bróðir Bjargar. Sú nýbreytni verður í ár og héðan í frá að sérstakt jólalag Ljósberans verður frumflutt á tónleikunum.

Höfundur lagsins í ár er Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, organisti og kórstjóri í Eyjafjarðarsveit. Eins og áður segir gefa allir þeir sem að tónleikunum koma vinnu sína og aðgangseyrir rennur óskiptur til Líknarsjóðsins Ljósberans. Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið er bent á reikning sjóðsins 0302-13-701414, kt. 410169-6149. Hægt er að sækja um stuðning sjóðsins til presta Akureyrarkirkju og koma sömuleiðis á framfæri ábendingum um verðug stuðningsverkefni.

Margt á döfinni hjá Björgu Það er í mörg horn að líta hjá söngkonunni Björgu Þórhallsdóttur þessa dagana. Auk þess að undirbúa Ljósberatónleikana á Akureyri stóð hún á dögunum fyrir styrktartónleikum fyrir nýstofnuð Hollvinasamtök líknardeilda Landspítalans. Þar kom fram fjöldi landsþekktra listamanna og kóra, en Björg starfar sem hjúkrunarfræðingur á líknardeild aldraðra á Landakoti, í hálfu starfi ásamt söngnum. Söngferð um Noreg og Frostrósir ,,Ég er nýkomin úr vel heppnuðu söngferðalagi um Noreg þar sem ég söng aðventutónleika í Ósló, Bergen, Stavanger og Drammen með Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Hilmari Erni Agnarssyni orgelleikara og Ískórnum í Ósló. Það var frábært að syngja fyrir Íslendinga í Noregi og Norðmenn eru höfðingjar heim að sækja. Gaman að kynnast norskum jólasiðum og hefðum frænda vorra.“ Og dagskráin er þétt í desember. Framundan eru, ásamt Ljósberatónleikunum, aðventutónleikar í Háteigskirkju þann 11. desember með nýstofnuðum og spennandi kór, Söngfjelaginu, undir stjórn Hilmars Arnar og þessu til viðbótar svo syngur Björg með Frostrósum á Akureyri 17. desember, svo eitthvað sé nefnt. Allt klárt fyrir skíða- og snjóbrettavertíðina hjá Sveini Guðmundssyni í Horninu.

Verslunin Hornið við Kaupvangsstræti með nýjar áherslur:

Allt fyrir skíða- og brettafólkið „Það má segja að eftirspurnin hafi ýtt undir okkur að taka þessar vörur inn. Fastakúnnar okkar og gestir í bænum hafa oft spurt um þær undanfarna vetur,“ segir Sveinn Guðmundsson, verslunarstjóri og eigandi útivistar- og veiðiverslunarinnar Hornsins í miðbæ Akureyrar. Verslunin býður nú í fyrsta skipti skíða- og brettavörur og má því segja að hún sé að fullu komin í vetrarbúning, enda snjórinn kominn, frostið bítur og skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli og nálægum skíðasvæðum klárar fyrir gesti.

unum, þ.e. Atomic og Elan en hér er hægt að fá allt frá barnaskíðum og upp í skíði fyrir keppnisfólkið. Elan maðurinn Björgvin Björgvinsson frá Dalvík verður reglulega hér í versluninni hjá okkur í vetur og veitir bæði keppnisfólki og öðrum ráð um val á búnaði. Það er mjög dýrmætt fyrir kaupendur að fá ráðleggingar frá svo þrautreyndum skíðakappa sem Björgvin er,“ segir Sveinn en verslunin Hornið hefur um árabil selt fjölmörg vönduð merki í fatnaði og tengdum útivistarbúnaði.

Toppmerki í skíðunum „Ég ætla að bjóða upp á tvö mjög góð og þekkt gæðamerki í skíð-

Meiri þjónusta í miðbænum „Í fötunum höfum við t.d. úrval fyrir skíðafólkið frá Dare2b en það

fyrirtæki leggur áherslu á hönnun fyrir skíðasportið. Við erum líka með bretti og ýmsar brettavörur og það má segja að með þeirri breytingu, sem við erum að gera núna í áherslum, undirstrikum við árstíðirnar í versluninni hjá okkur enn frekar. Nú leggjum við aukna áherslu á skíða- og brettavörurnar og vandaðan vetrarfatnað en golf- og veiðivörur eru að sjálfsögðu á sínum stað. En ég held að það sé fagnaðarefni að fá skíðaverslun í miðbæinn og í næsta nágrenni við alla helstu gististaði bæjarins því hingað er stutt fyrir fólk að koma og sækja það sem það vanhagar um í skíðaferðinni til Akureyrar,“ segir Sveinn.


AKUREYRI | 49

Sæluhús Akureyri og gisting án hliðstæðu „Ég fullyrði að Sæluhús Akureyri bjóða gistingu sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi og þó víðar væri leitað. Í fyrsta lagi fjölbreytni, þ.e. frá stærri húsum fyrir allt að sjö manns til ríflega þrjátíu fermetra stúdíóíbúða þar sem 3-4 geta búið. Í öðru lagi eru íbúðirnar fullbúnar og mjög vandaðar hvað varðar húsbúnað, innréttingar og allan frágang. Í þriðja lagi er einstakt að geta gist í rólegu umhverfi en samt í næsta nágrenni við miðbæ Akureyrar, horft á snævi þaktar brekkurnar í Hlíðarfjalli eða út á spegilsléttan Pollinn. Það er engin tilviljun að ört stækkandi hópur viðskiptavina okkar er fólk sem kemur aftur og aftur,“ segir Jón Þór Hannesson, markaðsstjóri fyrirtækisins Sæluhúsa Akureyri. Árið 2007 hóf fyrirtækið uppbyggingu gistihúsa við Sunnutröð á

suðurbrekkunni á Akureyri, byggði í fyrstu 5 rúmgóð orlofshús og í kjölfarið fylgdu síðan tvö hús til viðbótar og 33 stúdíóíbúðir í nokkurs konar raðhúsum. Eins og áður segir rúma stóru húsin sjö manns í gistingu í þremur svefnherbergjum og við þau öll er stór verönd, heitur pottur, gasgrill og annað sem prýðir fyrirmyndargistingu á borð við þessa. Stúdíóíbúðirnar eru með forstofu, baðherbergi, herbergi með eldhúskrók og við þær er verönd. Við sumar þeirra eru heitir pottar. Í öllum íbúðum eru uppbúin rúm, allt til alls í eldhúsi til eldamennsku og veisluhalda, flatskjár og þannig mætti áfram telja. Einstök aðstaða fyrir skíðafólkið „Við hönnun húsanna var sérstaklega haft í huga að þjónusta skíða-

Allar innréttngar og innanstokksmunir eru af vönduðustu gerð.

eftir hausti. Síðustu tveir mánuðir ársins eru alltaf rólegastir en síðan sjáum við fram á mjög gott tímabil þegar kemur fram í janúar og fram undir vor. Sumar vikurnar eru þegar orðnar uppbókaðar og um að gera fyrir fólk að huga að gistingunni í vetrarfríinu tímanlega,“ segir Jón Þór.

Sæluhús Akureyri bjóða bæði gistingu í orlofshúsum og stúdíóíbúðum.

fólk og því erum við með sérútbúna þurrkaðstöðu fyrir skíðabúnað.

Skíðafólk er stór hópur okkar viðskiptavina yfir vetrartímann og miðað við bókanir hjá okkur í vetur ætla margir að leggja leið sína til Akureyrar í skíða- og skólafríum. Við eigum í nánu og góðu samstarfi við Hlíðarfjall og hjá okkur er bæði hægt að kaupa dag- og helgarpassa í skíðabrekkurnar þannig að okkar gestir geta bara rennt sér beint í lyfturnar þegar þeir fara á skíðasvæðið. En vitanlega laðar þessi gistiaðstaða marga að sér jafnt á vetri sem sumri vegna þess hversu vel húsin eru búin og hversu rólegur og fallegur staður þetta er. Sannkölluð sæluhús,“ segir Jón Þór og bætir við að nú til áramóta sé sérstakt tilboð á gistingu hjá Sæluhúsunum. „Sumarið var gott og raunar fram

Fagna áramótunum á Akureyri Erlendir ferðamenn eru þegar orðinn talverður hópur gesta Sæluhúsanna og til að mynda munu bæði erlendir og innlendir gestir fagna áramótunum í gistihúsum fyrirtækisins. „Enda hreint ekki síðra fyrir erlenda gesti að upplifa áramótin á Akureyri en í Reykjavík. Þeir fá í raun allt það á Akureyri sem þeir sækjast eftir í Reykjavík og jafnvel meira til,“ segir Jón Þór. saeluhus.is

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ FÁ LJÓSLEIÐARA INN Á ÞITT HEIMILI? Skráðu þig þá á www.tengir.is eða hafðu samband í síma 4 600 460 Ekki bara hugsa um það, engin skráning – enginn ljósleiðari! Hann gæti verið nær en þig grunar.

Tengir hf. er í eigu heimamanna og Norðurorku hf. og rekur grunnfjarskiptanet á Eyjafjarðarsvæðinu.


50 | AKUREYRI

Pedromyndir hafa framleitt jólakort í áratugi:

Börnin eru algengasta myndefnið „Margir af okkar föstu viðskiptavinum hafa keypt jólakort hjá okkur í marga áratugi, enda hefur þessi þjónusta fylgt Pedromyndum frá upphafi. Jólakort með mynd og kveðju þykir mörgum alveg ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna,“ segir Þórhallur Jónsson hjá Pedromyndum á Akureyri. Á heimasíðu fyrirtækisins geta viðskiptavinir valið sér jólakort til útprentunar úr mörgum tugum útgáfa, samið texta og sent inn mynd eða myndir. Umbeðinn fjöldi jólakorta er síðan tilbúinn hjá Pedromyndum á skömmum tíma. Persónuleg jólakort „Jólakortaframleiðslan hefst hjá okkur í nóvember og er í hápunkti framan af desembermánuði en að sjálfsögðu framleiðum við alveg fram til jóla eins og viðskiptavinir þurfa á að halda. Það má segja sem svo að við framleiðum kortin eftir óskum viðskiptavinarins því með stafrænu tækninni er hægt að gera mun fjölbreyttari hluti en áður.

AÐVENTUÆVINTÝRI Á AKUREYRI

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju nk. sunnudag Kór Akureyrarkirkju verður með árlega jólasöngva sína nk. sunnudag, 11. desember, kl. 17 og 20 í Akureyrarkirkju. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Á efnisskránni eru hátíðleg jólalög og flutt verður ný útsetning Eyþórs Inga Jónssonar á þjóðvísunni Hátíð fer að höndum ein. Einsöngvarar eru Halla Jóhannesdóttir og Haraldur Hauksson. Sérstakur gestur á tónleikunum verður söngkonan unga, Sólrún Svava Kjartansdóttir. Stjórnendur og orgelleikarar: Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs og einsöngs verður almennur safnaðarsöngur. Jólasöngvarnir hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og eru kirkjugestir hvattir til að mæta tímanlega.

Þannig getur textinn verið mismunandi, ein mynd eða fleiri og þannig mætti áfram telja. Við gefum góða hugmynd á heimasíðunni um úrvalið, bæði í stærð og útliti, og klæðskerasaumum svo kortin nákvæmlega eins og viðskiptavinurinn óskar. Lágmarksfjöldi er 10 kort og síðan lækkar verð á kortunum hlutfallslega eftir því sem þau eru fleiri,“ segir Þórhallur. Viðskiptavinir fá einnig umslög með kortunum. „Þessi jólakort eru mjög persónuleg og falleg kveðja til vina og ættingja. Algengastar eru myndir af börnum eða fjölskyldum en landslagsmyndir eru líka vinsælar, myndir af húsum og margt annað. Hver hefur sinn stíl, form og myndefni og það gerir þessi kort svo skemmtileg.“

Starfsfólk Pedromynda leggur metnað í að vinna myndir viðskiptavina á jólakortin sem best, stilla af lýsingu, liti og annað sem hægt er að bæta með tölvutækninni. Strigamyndir í jólapakkann „Á þessum árstíma er einnig mikið að gera hjá okkur í framleiðslu á dagatölum og ekki síður svokölluðum strigamyndum en þær njóta vaxandi vinsælda. Á heimasíðu okkar er hægt að velja stærðir í útprentun á strigamyndum, senda okkur ljósmyndina til prentunar og við göngum svo frá henni útprentaðri á blindramma. Tilvalið í jólapakkann enda er ljósmynd algeng jólagjöf.“ pedromyndir.is

Þórhallur Jónsson í Pedromyndum með nokkur sýnishorn af jólakortum viðskiptavina.

Verslun Motul á Íslandi ehf. við Draupnisgötu:

Halvarssons í jólapakkann „Hér erum við með jólagjöf útivistarmannsins, hvort heldur er Halvarssons fatnaður, vettlingar, húfur, nærföt, vélsleðaskór eða mótorhjólastígvél. Halvarssons fatnaðurinn hefur sannað sig á Íslandi mörg undanfarin ár, mikil gæðavara sem hentar okkar aðstæðum,“ segir Birkir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Motul á Íslandi ehf. Fyrirtækið rekur verslun við Draupnisgötu á Akureyri þar sem mikið úrval er af vörum fyrir útivistarfólk. „Hreint engar ýkjur eru að gæðin í Halvarssons línunni eru mikil, hlý föt og vönduð. Fyrirtækið framleiðir allt frá nærfatnaði til útigalla af vöndustu gerð. Sérstök áhersla er á fatnaðinn fyrir vélhjóla- og vélsleðafólk en þetta er sannarlega líka frábær fatnaður fyrir göngu- og skíðafólk. Síðan erum við með Halvarssons vettlinga, húfur, buff og fleiri smærri vörur – alveg kjörnar í jólapakkann og á fínu verði!“ segir Birkir. Olíurnar frá Motul í sigurför Í verslun sinni selur Birkir einnig frönsku Motul olíurnar en sú vara er, eins og nafnið bendir til, önnur

endum. Motul hefur verið í fararbroddi í þróun á smurolíum um árabil og komið fram með margar nýjungar á því sviði. Við vitum því fyrir víst að við erum að bjóða vandaða vöru og auk þess á afskaplega samkeppnisfæru verði,“ segir Birkir en olían er bæði seld í smásölupakkningum fyrir minni notendur og tunnum fyrir stærri notendur.

Full búð af fatnaði, olíum og öðru skemmtilegu. Birkir Sigurðsson og Finnur Aðalbjörnsson, meðeigandi Motul á Íslandi við Arctic Cat sleða sem er klár í brekkurnar.

aðaláhersla í starfsemi fyrirtæksins. Motul er heimsþekkt og vandað merki sem Birkir segir standast allar kröfur, „hvort heldur við erum að tala um garðsláttuvélina eða stærstu jarðýtur. Við höfum unnið ötullega

að því að undanförnu að auka kynningu á Motul á Íslandi og viðskiptavinahópurinn er ört stækkandi. Hann tekur til bæði smurstöðva, verktaka, bænda, útgerðarfyrirtækja – að ógleymdum almennum bíleig-

Nýtt og notað í sleðum og hjólum Á dögunum bættist nýr þáttur við starfsemi Motul á Íslandi ehf. sem er sala á notuðum tækjum, þ.e. vélsleðum og vélhjólum. Starfsemin er undir merki Icehobby og er að finna á heimasíðu Motul á Íslandi. Birkir segir greinilega þörf á að halda slíkri þjónustu úti. Jafnframt þessu selur Motul á Íslandi einnig nýja vélsleða frá Arctic Cat og Yamaha „og einnig bjóðum við víðtæka þjónustu í varahlutum fyrir sleða og hjól,“ segir Birkir. motulisland.is

Akureyrarbók á sértilboði AKUREYRI „Við ákváðum í góðu samstarfi við bókverslun Eymundsson að bjóða Akureyrarbókina okkar með rausnarlegum afslætti nú fyrir jólin. Þetta er bók sem endurspeglar Akureyri, bæinn, húsin, arkitektúrinn sem einkennir mörg hús bæjarins og raunar nágrannasveitarfélögin líka því í henni er fjöldi mynda úr næstu sveitum,“ segir Konráð Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Litrófs sem fyrir síðustu jól gaf út veglega ljósmyndabók um Akureyri. Bókina prýða um 500 ljósmyndir sem Gísli B. Björnsson og Anna Fjóla, dóttir hans, tóku á nokkurra ára tímabili á Akureyri og í nágrenni. Bókin er 240 blaðsíður að stærð og eru textar bæði á íslensku og ensku. Sérútgáfa af bókinni var gerð í minna broti og markaðssett fyrir erlenda ferðamenn. „Báðar þessar bækur hafa selst ágætlega, enda eru þær sígild heimild um Akureyri og nágrenni. Myndirnar draga fram einkennin á bæjarbrag Akureyrar og gefa þá til-

Anna Fjóla Gísladóttir

og nágrenni í Eyjafirði

finningu sem margir fá um hvernig bær Akureyri er. Þetta er því í senn fallegt rit og fróðlegt. Okkur fannst því kjörið að gefa sem flestum kost á

Gísli B. Björnsson

and Surroundings in Eyjafjörður

því núna að eignast þessa bók og sértilboð til jóla verður því tæpar 4.800 krónur hjá Eymundsson.“


AKUREYRI | 51

Náttúruvörur frá Urtasmiðjunni Um þessar mundir eru um 21 ár síðan frumkvöðlafyrirtækið Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd var stofnað. Eigandi þess og stofnandi er Gígja Kjartansdóttir. Markmið fyrirtækisins var frá upphafi að framleiða náttúrulegar húðvörur/ snyrtivörur og nýta til þess íslenskar heilsujurtir og einungis hráefni, unnið úr náttúrunni í stað kemískra efna. Á þessum árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur vörunum verið tekið fagnandi, fólk er farið að hugsa meira en áður um gæði innihaldsefna og muninn á lífrænni framleiðslu og vörum sem innihalda kemísk hráefni. Fjölgar óðum þeim sem velja lífrænt vottaðar vörur, sem eu lausar við öll aukaefni sem geta verið varasöm fyrir heilsuna. „Til þess að vera trú okkar markmiði, og vera viss um að vörurnar okkar innihaldi engin óæskileg efni, framleiðum við sjálf allar okkar vörur frá grunni í stað aðkeyptra og tilbúinna kremgrunna sem algengt er hjá öðrum snyrtivöruframleiðendurm hér. Við veljum sjálf allt hráefni og getum því útilokað öll efni sem talin eru varasöm fyrir húðina, s.s. gervi litar- og ilmefni, rotvarnarefnið paraben og fleiri óæskileg efni sem eru því miður enn í dag algeng í snyrtivörum. Jurtirnar handtínum við hér á norðausturhorninu en auk þeirra notum við lífræn grunnefni með uppruna sinn úr jurtum, ávöxtum og grænmeti t.d. lífrænt rotvarnarefni, þráavarnarefni, jurtaolíur, ýmiskonar jurtasmjör og vax. Við leggjum áherslu á að allt hráefni sé viðurkennt af vottunaraðilum og með fylgi lífræn vottorð og að engin efni séu erfðabreytt,“ segir Gígja. Olía úr ösku Eyjafjallajökuls Gígja segir að Urtasmiðjan sé enn sem komið er eini snyrtivöruframleiðandinn hér á landi sem notar íslenska jurtaolíu fyrir grunnefni í snyrtivörur. Hún er pressuð úr fræjum repjujurtar sem vex í öskunni úr Eyjafjallajökli og þykir það mjög sérstakt og athyglisvert, bæði hér heima og erlendis. Olían er kaldpressuð og inniheldur öll sín upprunalegu efni. s.s. omegaolíur og vítamín. Mikilvægt er að allt efni til framleiðslunnar sé í hæsta gæðaflokki og innihaldi náttúruleg og húðbætandi vítamín og næringarefni, því hráefnið ræður gæðum vörunnar en okkar kraftmiklu íslensku jurtir ráða virkni hennar. Gígja segir að vörurnar frá Urtasmiðjunni séu ekki lyf heldur hrein náttúruvara sem geti hjálpað við ýmiskonar húðvandamálum. „Þær eru græðandi, styrkjandi og uppbyggjandi fyrir húðina og geta bætt líðan okkar og þar af leiðandi gefið okkur betra og heilbrigðara útlit. Urtasmiðjan framleiðir í dag um 25 vörutegundir og heitir framleiðslulínan SÓLA. Framleiðslan í heild hefur fengið lofsamleg meðmæli, skorað hátt í gæðakönnunum erlendis og fengið fullt hús í stjörnugjöfum sem lífræn framleiðsla í hágæðaflokki; „hrein upplifun fyrir notendur.“ Vörurnar okkar eru vel þekktar fyrir góðan árangur og virkni og notaðar á snyrtistofum, nuddstofum, fótaaðgerðarstofum, sjúkraheimilum og heilbrigðisstofnunum vítt og breitt um landið. Helst má þar nefna: Græðismyrslið á sár, ör, bruna, legusár og annað sem þarf að græða, jurtaolíu við sveppasýkingu, bólum og flökkuvörtum, mýkjandi og róandi Fótasalva-hælakrem og

vöðva-gigtarolíu á vöðva- og liðabólgur, verki og sinadrátt. Að ógleymdri Móður og barn línunni sem er nuddolía fyrir ungbarnanuddið, verndandi og græðandi, Barnasalvi fyrir litla bossa og Mömmusalvi fyrir mæður með börn á brjósti. Er þessi lína einnig orðin vinsæl erlendis og hefur fengið frábær meðmæli hjá læknum og ljósmæðrum,“ segir Gígja. Hér á landi fást vörur Urtasmiðjunnar m.a. í verslunum með lífrænar náttúruvörur, í heilsuhúsum og hjá framleiðanda. urtasmidjan.is Gígja Kjartansdóttir, eigandi og stofnandi Urtasmiðjunnar.


52 | AKUREYRI

Heimsbikarárangurinn var toppurinn „Það er að minnsta kosti mikil breyting fyrir mig að vera ekki kalt á tánum flesta daga! En ég skal alveg viðurkenna að mér finnst mjög sérkennileg tilfinning núna í haust að vera ekki á fullu í skíðabrekkunum í æfingum og keppni. Þetta hefur verið mitt líf síðustu 16 árin og mikil viðbrigði að hætta snögglega, sérstaklega vegna þess hversu óvænt þetta bar að,“ segir Björgvin Björgvinsson, skíðamaður á Dalvík, sem verið hefur fremstur íslenskra skíðamanna mörg undanfarin ár. Hann náði á ferli sínum glæsilegum árangri og segist sjálfur hafa verið staðráðinn í að keppa í 2-3 ár til viðbótar áður en keppnisskíðin yrðu sett upp á hillu. Í sumar tók hann hins vegar þá stóru ákvörðun að hætta keppni þegar ljóst var hversu mikið bil þyrfti að brúa milli þess fjárstuðnings sem Skíðasamband Ísland bauð honum og útgjaldana sem keppnismaður í fremstu röð stendur frammi fyrir. „Ég er auðvitað ekki sáttur við þessa stöðu. Skrokkurinn er í mjög góðu lagi, kollurinn líka og keppnisgleðin til staðar. Þess vegna tel ég mig hafa verið kominn á þann stað að geta brotið ísinn og náð enn lengra en áður. Ferillinn hefur verið upp á við síðustu ár, sem til að mynda sést á því að ég náði tveimur bestu svigkeppnum mínum á ferlinum tvo síðustu vetur. Annars vegar 25. sæti 2009 og síðan 24. sæti 2010 í heimsbikarmótum í Sagreb í Króatíu,“ segir Björgvin en hér er um að ræða annan besta árangur íslensks skíðamanns frá upphafi. Björgvin segir að þegar skíðamaður er kominn inn á topp 30 listann þurfi enn meira utanumhald á öllum þáttum, æfingum, þjálfurum

og öðru slíku - ætli viðkomandi sér að ná lengra. Það hafi verið markmið hans. „Ekki síst er þetta erfitt í ljósi þess að foreldrar mínir og fjölskylda hafa staðið þétt við bakið á mér á ferlinum og slíkt skiptir mjög miklu til að ná árangri. Faðir minn hefur lagt mikið á sig fjárhagslega til að hjálpa mér og honum á ég mikið að þakka,“ segir Björgvin. Heimsbikarárangurinn framar heimsmeistaratitli Eitt af skýrum markmiðum Björgvins var að vera með á næstu vetrarólymíuleikum, árið 2014 í Rússlandi. „Skíðaíþróttin er mjög harður húsbóndi og örfáir millimetrar skilja á milli hvort þú fellur út eða nærð toppárangri. Ég man vel að þegar ég krækti á leikunum í Vancouver í fyrra þá öskraði ég á sjálfan mig; „Nei, ekki fjögur ár í viðbót!“ Draumurinn er að toppa árangurinn á Ólympíuleikum og á það markmið einblíndi ég,“ segir Björgvin. Hann státar af mörgu glæsilegu á ferlinum og varð til að mynda heimsmeistari unglinga í stórsvigi árið 1998 í Chamonix í Frakklandi, aðeins 18 ára gamall. Þrisvar varð hann Eyjaálfumeistari. Hann hefur tekið þátt í tugum heimsbikarmóta um allan heim og heimsmeistaramótum, að ekki sé minnst á Íslandsmeistaratitla í tugatali. Björgvin segir sjálfur að heimsmeistaratitilinn standi ekki upp úr í sínum huga. „Nei, reyndar ekki. Það að ná framarlega á heimsbikarmótum, komast á topp-30 listann, er meiri árangur. Þar ertu að keppa við mun fleiri keppendur frá bestu þjóðunum en á heims- eða ólympíumótum og árangur í heimsbikar vitnar

Steikur Pizzur

Beyglur Glóðir Kaffidrykkir Frappó Skyr Boost

og fleir a og fleir a ...

Kaffihús / Grill – Glerártorgi, Akureyri www.kaffitorg.is

Take Away – Sími 462 2200

Skoðaðu rétti dagsins á Facebook

11313

– eitthvað fyrir alla !

Torg-Bátar Kjúklingasalat Kjúklingabitar Crépes Bökur

Sér efni í Jakobi Björvin segist hafa fengið mörg tilboð um að keppa erlendis og ekkert sé útilokað í þeim efnum en ekkert er samt ákveðið í þar að lútandi. Hann ætlar ekki að taka að sér þjálfun að svo stöddu, að öðru leyti en því að vinna með þjálfurum Jakobs Bjarnasonar, Dalvíkingsins unga, sem nú er kominn á fullt erlendis í æfingar og keppni. „Minn draumur var alltaf sá að upp kæmi ungur og öflugur skíðamaður hér heima sem bæri sigurorð af mér einn daginn. Alveg eins og ég gerði á sínum tíma í keppni við Kristinn Björnsson. Jakob er sá íslenskra skíðamanna sem ég sé í dag hafa alla burði, hæfileika og að-

Skíðamaðurinn Björgvin flytur inn og selur Elan-skíði. Á því merki náði hann sínum besta árangri á ferlinum.

stæður til að ná langt í skíðaíþróttinni og jafnvel lengra en ég náði.“ Flytur inn og selur Elan Í stað þess að keppa á skíðum sneri Björgvin sér að innflutningi og sölu á Elan skíðum og tilheyrandi skíðabúnaði. Hann stofnaði fyrirtækið Skíðasport.is og selur nú Elan-vörurnar til verslana, í skíðaleigur og til einstaklinga. „Ég byrjaði að keppa á Elan, fór

síðan til Rossignol, þá á Fisher og loks á Elan aftur. Á Elan-skíðum náði ég mínum besta árangri. Eftir að hafa kynnst því af eigin raun, sem keppnismaður, hvaða eiginleikum góð skíði þurfa að vera búin sá ég að Elan væri merki sem full ástæða væri til að koma betur á framfæri á Íslandi. Elan hentar keppnismönnum og öllum almenningi, frá börnum og upp úr.“

RB rúm sérhæfir sig í framleiðslu springdýna:

Verðlaun fyrir gæði og góða framleiðslu RB rúm hlaut nýverið alþjóðleg verðlaun fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. „Stefna fyrirtækisins er að fylgjast vel með þróun og framförum á framleiðslu á springdýnum og frá upphafi hefur það haft að leiðarljósi að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna og mun gera það um ókomin ár.“ Þetta segir Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma.

Fjölbreyttur og spennandi matseðill

Réttir dagsins Súpa & Salat Hamborgarar

þannig betur um hversu góður þú raunverulega ert. Þessu má líkja saman við að ná inn á þrjátíu manna listann yfir þá bestu í golfi í heiminum. Ég er því stoltastur af heimsbikarárangrinum af því sem ég hef gert á ferlinum,“ segir Björgvin og svarar þeirri spurningu að bragði neitandi hvort hann ætli sér að keppa á mótum hér á landi í vetur. „Nei, ég tók strax ákvörðun um að gera það ekki. Held að mig vanti ekki fleiri Íslandsmeistaratitla,“ segir hann og brosir.

Vönduð framleiðsla Fyrirtækið RB rúm var stofnað fyrir 68 árum af Ragnari Björnssyni og hafa þar verið framleidd rúm fyrir þúsundir heimila, hótela og gististaða í gegnum tíðina. RB rúm framleiða nokkrar gerðir af springdýnum: RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe og Grand-deluxe. Dýnurnar eru framleiddar í fjórum stífleikum; mjúkar, medíum, stífar og extrastífar. Hægt er að breyta stífleika dýnanna ef fólk óskar eftir slíku. Boðið er upp á ókeypis breytingu á dýnum ef komið er með þær innan sex mánaða frá því þær voru keyptar. Ýmis önnur þjónusta er í boði, svo sem að endurnýja margra ára gamlar dýnur en samhliða versluninni er rekið bólsturverkstæði og saumastofa. Ýmsir fylgihlutir RB rúm selur einnig ýmsa fylgihluti eins og náttborð, dýnuhlífar og lök. Þess má geta að viðskiptavinir geta

Birna Ragnarsdóttir í RB rúmum. Tískustraumar hafa sín áhrif á framleiðslu á rúmum og öðrum fylgihlutum og segir Birna að hvítt og svart sé ennþá vinsælt en að jarðlitir séu að koma inn aftur svo sem gráir, brúnir og drappaðir.

komið með eigin hugmyndir hvað varðar höfðagafla og eru þeir þá hannaðar í samræmi við það. Þeir eru allir bólstraðir og möguleikar á áklæðum eru fjölmargir, bæði tegundir og litir. Lengi hefur verið vinsælt að hafa rúmbotninn og höfðagaflinn í stíl og einnig náttborð og rúmfatakistla. Tískustraumar hafa sín áhrif á framleiðslu á rúmum og

öðrum fylgihlutum og segir Birna að hvítt og svart sé ennþá vinsælt en að jarðlitir séu að koma inn aftur svo sem gráir, brúnir og drappaðir. RB rúm eru í heimssamtökunum ISPA, gæðasamtökum fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. rbrum.is


AKUREYRI | 53

Allt frá stáli yfir í reiðtygi „Mörgum kemur á óvart hversu fjölbreytt okkar starfsemi er og hve mikil umsvif okkar eru á landsvísu,“ segir Eiður Pálmason, sölustjóri Ferro Zink á Akureyri. Fyrirtækið á að baki sér áratuga sögu í bænum þó flestir kannist betur við það undir nafninu Sandblástur og málmhúðun hf. sem hóf rekstur árið 1960. Það fyrirtæki stofnaði dótturfélagið Ferro Zink í Hafnarfirði árið 1991 og einbeitti sér að innflutningi og sölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2008 voru félögin sameinuð undir nafninu Ferro Zink með starfsemi á báðum stöðum en hún bæði fjölbreyttari og umfangsmeiri á Akureyri. Stærstir í stálinu „Fyrst og fremst erum við þekktir á landsvísu fyrir að vera hvað stærstir í innflutningi á stáli og þjónustu við stáliðnaðinn. Á því sviði eigum við í nánu samstarfi við járnsmíðafyrirtæki landsins, skipasmíðaiðnaðinn og aðra þá sem þurfa á stáli að halda. Sjávarútvegurinn og áliðnaðurinn er meðal okkar stærstu viðskiptavina,“ segir Eiður en fullyrða má að á stállager Ferro Zink á Akureyri sé að finna flest það sem hugurinn girnist, hvort heldur er fyrir fagmanninn eða bílskúrssmiðinn. „Í hugum margra erum við þekkt fyrir sandblástur og zinkhúðun stálhluta – enda gamla nafnið, Sandblástur og málmhúðun dregið af þessum kjarna í starfseminni. Enn þann dag í dag er þetta snar þáttur í

Akureyri þar sem framleiddar eru fjölbreyttar vörur. Flestir ljósastaurar landsins eiga t.d. ættir að rekja til þessa fyrirtækis. einnig þvottasnúrur, hliðgrindur, rimlahlið, girðingar, fánastangir, hjólagrindur, vegrið, hestagerði og þannig mætti telja áfram. „Allar okkar vörur eru húðaðar og þar af leiðandi endingargóðar og að auki flytjum við mikið af stálframleiðslu á höfuðborgarvæðinu hingað norður til húðunar og síðan aftur suður.“

Eiður Pálmson í verslun Ferro Zink á Akureyri. Verslun fagmannsins, jafnt sem áhugamannsins og hluti hennar er einnig verslunin Fákasport þar sem allar vörur fást fyrir hestamennskuna.

okkar starfsemi. Bæði húðum við allar okkar framleiðsluvörur úr stáli og tökum að okkur að húða fyrir aðra viðskiptavini nýja hluti og notaða.“ Zinkhúðun er ein allra besta ryðvörn sem völ er á. Eldri hlutir, sem hafa fengið snert af ryðsjúkdómnum, eru bæði sandblásnir og sýrubaðaðir fyrir zinkhúðun en að henni fenginni má fullyrða að járnhluturinn standist tímans tönn.

Stálbiti zinkhúðaður í 460 gráðu heitu baði.

Jólagjafir iðnaðar- og hestamannsins Einn þáttur enn í starfseminni á Akureyri er rekstur verslunar þar sem seldar eru vörur og verkfæri sem tengjast járnsmíði og iðnaði almennt. Hluti verslunarinnar er einnig helgaður hestamennsku undir merki verslunarinnar Fákasports. „Sem dæmi um fjölbreytina þá er hjá okkur aði finna stærsta lager landsins í festingavörum, boltum, róm, snittteinum og múrboltum, svo dæmi sé tekið. Og í versluninni höfum við mikið úrval af verkfærum, öryggisvörum, fatnaði og fleiru. Þetta er því verslun þar sem fólk getur örugglega fundið jólagjöf iðnaðar- eða hestamannsins,“ segir Eiður. ferrozink.is

Ljósastaurar og þvottasnúrur Eiður nefnir eigin framleiðslu Ferro Zink en fyrirtækið rekur smiðju á

Allt fyrir tónlistarmanninn á einum stað

Tónastöðin • Strandgötu 25 • Akureyri • sími: 456 1185 og Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is


54 | AKUREYRI

Aðventuævintýri á Akureyri Fimmtudagur 8. desember » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jol.forever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Kvennakór Akureyrar heldur árlega tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Menningarhúsið Hofi klukkan 20:00. » Hjálmar. Tónleikar á Græna hattinum kl. 21:00.

Föstudagur 9. desember » Jólamarkaður í Bónushúsinu Kjarnagötu kl. 16:0019:30. » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Sigurður Guðmundsson og Memfismafían með jólatónleika í Menningarhúsinu Hofi klukkan 20:00 – menningarhus.is » Græni hatturinn – Birgitta Haukdal heldur tónleika kl. 21:00.

Laugardagur 10. desember » Komdu í skóginn! Skógræktarfélag Eyfirðinga býður gestum í skóginn við Þelamörk. Hægt er að velja jólatré og höggva og dreypa á ekta skógarkaffi. Kl. 11:00-15:00. » Útijólaball á Ráðhústorgi á vegum Miðbæjarsamtakanna kl. 14:00. » Aðventuandi í Hrísey. – visitakureyri.is » Opið hús alla laugardaga til jóla í Ferðaþjónustunni í Skjaldarvík. Einstakt handverk og gott í gogginn. Opið 13:00-17:00. – skjaldarvik.is » Opið hús alla laugardaga og sunnudaga til jóla í Laufabrauðssetrinu. Opið 14:00-18:00. – merkilegt. is » Jólamarkaður í Huldubúð í Litla-Dunhaga Hörgárdal kl. 12:00-18:00. Lögð er áhersla á vörur beint frá býli sem tengjast jólunum, m.a. reykt nautgripa-og lambakjöt, fetaost og reyktan ost, laufabrauð, jólasveina og smákökur. » Jólamarkaður við Dyngjuna-listhús, Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Opið 13:00-16:00. » Jólamarkaður í Bónushúsinu Kjarnagötu kl. 12:0018:00. » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jol.forever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventuni í Kaupvangsstræti 10 í listagilinu, opið 14:00-17:00. » Leikfélag Akureyrar og Hundur í óskilum sýna Saga þjóðar kl. 20:00. » Jólatónleikar Baggalúts í Menningarhúsinu Hofi klukkan 20:00 og 23:00. – menningarhus.is » GRM, Gylfi, Rúnar Þór og Megas á Græna hattinum klukkan 22:00. »

Sunnudagur 11. desember

» Opið hús alla laugardaga og sunnudaga til jóla í Laufabrauðssetrinu. Opið 14:00-18:00. – merkilegt. is » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jol.forever.is » Jólamarkaður við Dyngjuna-listhús, Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit kl. 13:00-16:00. » Velkomin í skóginn. Skógræktarfélag Eyfirðinga tekur á móti gestum í skóginum við Þelamörk kl. 11:00-15:00. » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventuni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00 » Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 17:00-20:00.

Mánudagur 12. desember » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00.

Þriðjudagur 13. desember » Norrænn hátíðisdagur. Við klæðumst hvítu á degi heilagrar Lúsíu. Bakgarðurinn Hólabraut 13. Glögg, góðgæti og hlýleg stemning á norrænum nótum fram eftir degi. » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00.

Miðvikudagur 14. desember » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans í Akureyrarkirkju kl. 20:30.

Fimmtudagur 15. desember » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jolforever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00.

Föstudagur 16. desember » Jólamarkaður í Bónushúsinu Kjarnagötu 16:0019:30. » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jolforever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Mugison á Græna hattinum klukkan 20:00 og 23:00.

Laugardagur 17. desember » Jólasöngur í miðbænum, kórar verða á ferðinni og syngja jólasöngva. » Komdu í skóginn! Skógræktarfélag Eyfirðingar býður gestum í skóginn við Þelamörk. Hægt er að velja jólatré og höggva og dreypa á ekta skógarkaffi. Klukkan 11:00-15:00. » Jólasöngur og súkkulaði. Sannkölluð jólastemning. Snorri Guðvarðarson og Hilda Torfadóttir bjóða upp á Jólasöng og súkkulaði í stofunni á Galtalæk kl. 13:00. Syngjum og gleðjumst, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. » Opið hús alla laugardaga til jóla í Ferðaþjónustunni í Skjaldarvík. Einstakt handverk og gott í gogginn. Opið 13:00-17:00. – skjaldarvik.is » Opið hús alla laugardaga og sunnudaga til jóla í Laufabrauðssetrinu. Opið 14:00-18:00. – merkilegt. is » Frostrósatónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 21:00. – frostrosir.is » Jólamarkaður í Bónushúsinu Kjarnagötu kl. 12:0018:00. » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jolforever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Pollapönk á Græna hattinum kl. 15:00. » Our Lives. Útgáfutónleikar á Græna hattinum kl. 22:00.

Sunnudagur 18. desember » Opið hús alla laugardaga og sunnudaga til jóla í Laufabrauðssetrinu. Opið 14:00-18:00. – merkilegt. is » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jolforever.is » Jólamarkaður í Bónushúsinu Kjarnagötu kl. 12:0018:00. » Velkomin í skóginn! Skógræktarfélag Eyfirðinga tekur á móti gestum í skóginum við Þelamörk kl. 11:00-15:00. » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju kl. 16:00. Stjórnandi er Valmar Väljaots. Auk kórsins kemur fram Kór eldri borgara. Aðgangur er ókeypis.

Mánudagur 19. desember » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00.

Þriðjudagur 20. desember » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00.

Miðvikudagur 21. desember » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jolforever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens í Hofi klukkan 20:30. – menningarhus.is

Fimmtudagur 22. desember » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jolforever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. » Tónleikar Kammerkórsins Hymnodiu og Kammerkórsins Ísoldar í Akureyrarkirkju kl. 20:30.

Föstudagurinn 23. desember » Jólamarkaður í Gránuhúsinu. – jolforever.is » Vinnustofan Tían opnar vinnustofur á aðventunni í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu, opið 14:00-17:00. Heimild: www.visitakureyri.is


AKUREYRI | 55

Jólastemning á Akureyri Vetrarveðrið í upphafi aðventu á Akureyri hefur sannarlega ekki verið til að spilla jólastemningunni og með hverjum deginum verður bærinn jólalegri og skreyttari jólaljósum. Snjór og froststillur dag eftir dag, fólk á þönum og ös í búðum. Börnin farin að hlakka til – og þeir fullorðnu líka.

Rögnvaldur Már fangaði stemninguna, kíkti í verslunarmiðstöðina Glerártorg og í miðbæinn þar sem jólasveinar skemmtu. Kakó og piparkökur létu miðbæjargestir ekki framhjá sér fara. Hvað er betra á aðventunni? Jólakveðjur að norðan!

Draupnisgata 6 - 603 Akureyri - Sími 462 4600 - w w w.motulisland.is

Jólagjafirnar fást hjá okkur

100% vatnsheldni

Halvarssons Knit húfa kr. 1.990

Halvarssons hálskragi kr. 5.490

Halvarssons ullarnærfatnaður.

Halvarssons sokkar kr. 2.490

Halvarssons ullarflísjakki. kr. 19.990

Halvarssons- STR neoprene hanskar kr. 4.990

Halvarssons Maxi hjálmhetta kr. 2.990

Tónlistar- og brettahátíðin AKX í apríl Dagana 12.-15. apríl 2012 verður snjóbretta- og tónlistarhátíðin AKX í fimmta sinn á Akureyri og í Hlíðarfjalli. Markmið AKX er mjög einfalt en það er að fylla Akureyri og Hlíðarfjall af lífi og gleði með því að bjóða upp á fjölbreytta tónlistar- og snjóbrettaviðburði sem höfða til allra aldurshópa. Hápunktur hátíðarinnar er hið

margrómaða gámastökk Eimskips sem haldið er í Gilinu fyrir neðan Sundlaug Akureyrar að kvöldi laugardags. Þar fléttast saman heimsklassa snjóbretta- og skíða„áhættuatriði“, flugeldar, eldsprengjur og lifandi tónlist. Snjóbrettum og tónlist er fléttað saman á AKX-hátíðinni.

Halvarssons vélsleðaog útivistarbuxur kr. 29.900 Halvarssons buff kr. 1.990


flugfelag.is

J lagjafabréf Gefðu góða ferð í jólagjöf á hátíðarverði 16.900 kr.*

Jón Jónsson

Gjafabréf nr .

Bókun á jólap ak katilboðinu skal fara fra 29. febrúar m í síðas ta 2012. lagi Eingöngu bó kanlegt báða r lei ðir. Gjafabréfið gildir til 1. de sember 2012 Endurgreið . slur og nafna breytingar eru Óheimilt er ek ki heimila að breyta um ðar. áfangas tað verið gerð. eftir að bóku n hefur Takmarkað sætaframbo ð. Engir Vildarpu nk tar eru ve ittir af jólap Bókanlegt í ak katilboði. síma 570 30 30 og á ww Ek kert bóku w.flugfelag nargjald. .is

Þú færð jólagjöfina á flugfelag.is Kauptu jólagjafabréf fyrir sem gildir á alla áfangastaði innanlands. Verð fyrir börn 2 - 11 ára er 8.500 kr.* *Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar.

ÍSLENSKA SIA.IS FLU 56675 11.2011

Skilmálar:

Jólapak katilb oð gildir til allra áfangas Íslands innan taða Flugfé lands. lags Ferðatímab il er frá 5. jan úar til og me Ef jólapak kin ð 31. maí 20 12. n er ek ki no taður fyrir þa gerð bókun, nn tíma, þ.e þá gildir jól . ek ki apak kinn se sem greiðslu m inneign og upp í önnur má nota fargjöld. Eftir bókun eru breyting ar ley fðar inn fargjaldsins an gildis tím gegn 1500 kr. a breytingarg fargjald til. jaldi sé sama Annars þarf að greiða far auk breyting gjaldamism agjaldsins. un Framvísa þa rf gjafabréf i við brottför.

AKUREYRI  
AKUREYRI  

kynningarblad um Akureyri, jolaverslun og thjonustu