Stjórnlagathing

Page 12

12

Á-B

Frambjóðendur til stjórnlagaþings

4613

5031

Ásta Leonhardsdóttir

Baldur Ágústsson

Menntun/starfsreynsla:

Menntun/starfsreynsla:

Stúdent frá MR. Viðskiptafræðingur frá HÍ. Er á síðara ári í mastersnámi í lögfræði við HR. Mastersritgerð mín fjallar um ábyrgð innri endurskoðenda á ársreikningum. VBS fjárfestingarbanki, yfirmaður uppgreiðsluviðskipta 2004-2008. HugurAx, samningar og viðskiptaumsjón 2008-2010.

Loftskeytaskóli, loftskeytamaður til sjós 1963. Flugmálastjórn 1963-1984, flugumferðarstjóri. Varðstjóri í vallar- og aðflugsstjórn í Reykjavík. Stofnaði og rak Öryggisþjónustuna Vara. Fasteignaviðskipti. Blaðaskrif og vefsíða um þjóðfélagsmál. Framboð til embættis forseta Íslands 2004.

Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Það er mér mikilvægt að þetta verkefni sé unnið af gæðum og heilindum. Ég vil taka þátt til að breytingar verði til góðs. Ég er óflokksbundin, algjörlega óháð í framboði mínu. Ég er ekki róttæk í skoðunum mínum og er fulltrúi hins venjulega borgara sem getur reitt sig á stjórnarskrána sína. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir hvern kosningabæran Íslending til að hafa áhrif á undirstöður samfélagsins. Áherslumál mín eru m.a.: Mannréttindi, jafnræði og jafnrétti. Ákvarðanataka og ábyrgð í stjórnsýslunni. Ítarlegri þrískipting ríkisvaldsins, sjálfstæði dómstóla. Auðlindirnar eru og eiga að vera okkar til að tryggja sjálfbært lífsviðurværi okkar. Ég er tilbúin í verkefni okkar allra.

Ég vil vinna að að enn betra íslensku þjóðfélagi. Stjórnarskráin er grunnur íslenskra laga og stjórnsýslu. Hún markar því stefnuna til þess þjóðfélags sem við viljum búa í – og arfleiða afkomendur okkar að. Sjálfstætt Ísland, með virku lýðræði, hefur alla möguleika til að vera eitt besta land heims til búsetu. Ísland er ríkt af mannauði, matvælum, vatni, orku og landrými . . . og „langt frá heimsins vígaslóð“. Ég hef verið launþegi og vinnuveitandi, rekið giftusamt einkafyrirtæki á eigin ábyrgð, kynnst grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og verið opinber starfsmaður í ábyrgðarmiklu starfi. Reynsla mín og óflokksbundin skrif um þjóðmál nýtist vel við að leggja grunn að enn betra Íslandi.

Fæðingarár: 1973 Sveitarfélag: 201 Kópavogi Viðskiptafræðingur astaleo@gmail.com

Fæðingarár: 1944 Sveitarfélag: 104 Reykjavík Flugumferðarstjóri Baldur@landsmenn.is

5779

5361

Ástrós Gunnlaugsdóttir

Baldur Óskarsson

Menntun/starfsreynsla:

Menntun/starfsreynsla:

Ég útskrifaðist með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 2006. Lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá HÍ með fyrstu einkunn í febrúar 2010. Stunda nú meistaranám í alþjóðasamskiptum við HÍ og hef gert síðan í janúar 2010. Hef að auki lokið leiðtogaskóla NSU sem haldinn var í Færeyjum sumarið 2005.

Samvinnuskólinn. Diploma í Swahili. Viðskiptafræði frá HÍ 1990. Kennslufræði frá KÍ 2001. Fræðslustjóri MFA 1971-1973. Þróunarstörf í Tansaníu 1974 og 1975. Framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins 19771985. Skólastjóri Genfarskólans 1987-1988. Framkvæmdastjóri SÍB 1990-1994. Kennari við Iðnskólann/Tækniskólann frá 1998.

Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Að mínu mati er mikilvægt að yngri kynslóðirnar taki virkan þátt í mótun nýrrar stjórnarskrár. Ég vonast til að koma með ferska sýn inn í umræðuna enda getur breytt stjórnarskrá haft mikil áhrif á líf minnar kynslóðar og stuðlað að betra og réttlátara samfélagi. Ég er 24 ára gömul, stjórnmálafr. frá HÍ og stunda nú meistaranám í alþjóðasamskiptum. Ég vona að þekking mín, brennandi áhugi og sjónarhorn ungrar konu nýtist í þessari vinnu. Í nýrri stjórnarskrá langar mig m.a. að sjá aukin réttindi almennings gagnvart stjórnvöldum, takmörkun á lengd þingsetu á Alþingi, skarpari þrískiptingu valdsins, þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál, þjóðareign náttúruauðlinda.

Ég er eindreginn stuðningsmaður þess að þjóðin hafi beina aðkomu að ákvarðanatöku í mikilvægum málum, t.d. nýtingu á auðlindum og valdframsali til erlendra stofnana. Meginstef stjórnarskrárinnar verði að færa valdið til þjóðarinnar. Ég tel að framtíð Íslands felist í opnu og beinu lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslu. Krafa verði gerð um að auðlindir séu í þjóðareign. Skilja þarf með skýrum hætti milli hlutverks löggjafar-, framkvæmdar-, og dómsvalds og forseta og mæla fyrir um ábyrgð hvers og eins. Ég vil efla sjálfstæði dómstóla og kveða á um aukin mannréttindi. Ég tel grundvallaratriði að orða stjórnarskrána á mannamáli og að hún endurspegli þjóðarviljann. Að þessu vil ég vinna af heilum hug.

Fæðingarár: 1986 Sveitarfélag: 210 Garðabæ Nemi, stjórnmálafræðingur astros01@hotmail.com

Fæðingarár: 1940 Sveitarfélag: 105 Reykjavík Framhaldsskólakennari bo@tskoli.is

7176

6175

Ástþór Magnússon Wium

Baldvin Örn Berndsen

Menntun/starfsreynsla:

Menntun/starfsreynsla:

Landspróf, Verzlunarskóli Íslands, Diploma frá Medway College of Art and Design í auglýsingaljósmyndun/ markaðsfræði, enskupróf frá Oxford University. Ljósmyndagerð/póstverslun á Íslandi, Færeyjum og Danmörku 1974-1983. Stofnaði Eurocard á Íslandi 1979. Ýmis starfsemi síðan, m.a. gagnvirk upplýsingakerfi.

Sjálfstætt starfandi frá 2010. Atvinnurekandi 2007-2010. Ráðgjafi hjá Tæknivali 2004-2007. Ráðgjafi hjá Nýherja 2002-2004. Endurmenntun Háskóla Íslands, nám í markaðs- og útflutningsfræði. C.W.Post NY, markaðs- og stjórnunarnám. S.U.N.Y Farmingdale New York, viðskiptafræði.

Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Stjórnlagaþing gæti skapað tækifæri til að kynna betur og vinna úr hugmyndum mínum um beint og milliliðalaust lýðræði, endurskipulagningu stjórnsýslu og forsetaembættis. Hugmyndir um beint lýðræði og nýtt hlutverk forseta Íslands kynnti ég fyrst árið 1995 m.a. í bók sem þá kom út, síðan í ritinu „Virkjum Bessastaði“ sem dreift var á öll heimili landsins í aðdraganda forsetakosninga 1996, aftur árið 2004 og svo í framboði Lýðræðishreyfingarinnar við alþingiskosningar 2009. Mér er kært að sjá að fræin sem ég hef sáð hér sl. 15 ár hafa nú vakið marga fleiri til umhugsunar um beint lýðræði. Hef margvíslegt til málanna að leggja á stjórnlagaþingi.

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings til að hafa áhrif á þá umræðu og breytingar sem ég tel nauðsynlegar að þurfi að gera á stjórnarskránni. Það þarf að sjá til þess að land og þjóð byggi á traustum og réttlátum grunni, sem sagt stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskráin á að mínu mati að vera skrifuð af fólkinu, með hagsmuni fólksins og sjálfstæði þjóðarinnar að leiðarljósi. Ég vil passa upp á að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarskránni bara breytinganna vegna. Hugsa þarf vel og vandlega um breytingar á greinum stjórnarskrárinnar og láta ekki reiði og gremju stýra því í hvaða átt breytingarnar verða.

Fæðingarár: 1953 Sveitarfélag: 109 Reykjavík Athafnamaður thor@austurvollur.is

Fæðingarár: 1962 Sjálfstætt starfandi baldvin@digital.is

Sveitarfélag: 112 Reykjavík


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.