Page 56

Umræður um skólamál 2007 - 2014 40. fundur Fræðslunefndar. Dags. 6.5.2013 Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar kom saman til fundar þann 06.05. 2013 kl: 15:00 í Litlulaugaskóla. Mættir til fundarins voru allir aðalfulltrúar: Margrét Bjarnadóttir formaður, Erlingur Teitsson, Hlynur Snæbjörnsson, Böðvar Baldursson og Hulda Elín Skarphéðinsdóttir sem einnig ritaði fundargerð. Aðrir fundarmenn: Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir skólastjóri Þingeyjarskóla. Aðalsteinn Már Þorsteinsson fulltrúi kennara Þingeyjarskóla við starfsstöð Litlulaugaskóla. Þorbjörg Jóhannsdóttir fulltrúi kennara Þingeyjarskóla við starfsstöð Hafralækjarskóla. Friðrika Björk Illugadóttir fulltrúi foreldra starfsstöðva Litlulaugaskóla . Elín Sigurborg Harðardóttir fulltrúi foreldra við starfsstöð Hafralækjarskóla. Huld Aðalbjarnardóttir fulltrúi Norðurþings mætti ekki. Margrét setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Málefni grunnskóla m.a. starfið undanfarið, starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar, kennsluskylda skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Harpa fór yfir tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014. Samkvæmt því er skólasetning 23. ágúst og skólaslit 2. júní. Gert er ráð fyrir 4 tvöföldum dögum og alls 180 skóladögum nemenda. Fræðslunefnd samþykkir skóladagtalið eins og það var lagt fyrir með fyrirvara um samþykki kennarafunda.

Áætlaður nemendafjöldi við starfsstöð Litlulaugaskóla er 30 nemendur og við starfsstöð Hafralækjarskóla er gert ráð fyrir 39 nemendum. Áætlaður kennslustundafjöldi við starfsstöð Litlulaugaskóla eru 174 og 202 kennslustundir við Hafralækjarskóla. Í þessum kennslustundum eru taldir tímar sem fara í annað en beina bekkjarkennslu s.s. sérkennsla og stuðningur, bókasafn o.fl. Auk þess 54 tímar vegna samstarfs. Fyrir fundinum liggur því áætlun upp á 430 tíma, fræðslunefnd getur ekki staðfest þann tímafjölda Inni í tímum vegna samstarfs er m.a. gert ráð fyrir kennsluafslætti fyrir kennara. Harpa leggur til 1 tíma í afslátt fyrir hvern kennara u.þ.b. 20 tíma í heildina vegna sameiningar skólanna. Fræðslunefnd leggur til að það verði samþykkt einnig mælir fræðslunefnd með að skólastjóri og aðstoðarskólastjórar fái hver um sig 4 tíma í kennsluafslátt næsta skólaár. Þetta hvoru tveggja verði endurskoðað að ári. Fundi slitið. 18:15

Það eru 69 nemendur í skólanum, ca. 18 kennarar og 3 skólastjórnendur og það þarf kennsluafslátt. Í alvöru?

56 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement