Page 48

Umræður um skólamál 2007 - 2014 Sérkennileg sameining 12/01/2014

Nú er að hefjast fjórða önnin frá því að Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli urðu að einni stofnun sem heitir Þingeyjarskóli. Því miður hefur sameining þessi valdið vonbrigðum og breytingarnar hafa ekki staðið undir væntingum. Sífelldur akstur með börn á milli skóla er ekki til þess fallinn að auka gæði skólastarfsins og tvo daga í viku er börnunum ekið í einn skóla og seinna sama dag ekið aftur í annan skóla. Þetta hefur aukið mjög veru barna í skólabílum og lengt aksturstíma á heimleiðum. Því má trúa að sumt af þessu hafi ýtt undir skólaleiða hjá nokkrum nemendum, en engin ástæða er til þess að alhæfa neitt um það. Hins vegar líður ekki öllum börnum vel með þetta sífellda rót og allir sem vinna að uppeldismálum, vita það vel, að það besta fyrir börnin er festa í skólastarfinu og það er festan sem gerir þau ánægð á sínum vinnustað sem skólinn er. Einn skóli á einum stað “Það eru allir leiðir á þessu,” sagði einn ungur Aðaldælingur nýlega um skipulag skólamála og þetta fjalla ekki bara um börnin heldur líka um allt það starfsfólk sem vinnur við skólana. Hafi það verið ætlunin að sameina þessa skóla á einum stað hefði verið best að gera það strax eða allavega eftir fyrstu önnina. Allir vita að það kostar sársaukatímabil að leggja niður annan skólann, en með því fyrirkomulagi sem er í dag er verið að lengja óvissuna um það hvort á að sameina á einum stað eða ekki. Sé það ekki ætlunin að stofna einn skóla í sama skólahúsnæðinu er miklu betra að láta ferlið ganga til baka frekar en að standa í sífelldum keyrslum með börnin á milli skóla. Þá er líka ljóst að núverandi fyrirkomulag hefur ekki sparað peninga á neinn hátt. Það er enginn skóli í Þingey “Þingeyjarskóli” er nokkuð athyglisverð nafngift, en hefð er því í Suður-Þingeyjarsýslu að skólar heiti eftir þeim stað þar sem þeir eru staðsettir sbr.Borgarhólsskóli við Borgarhól,

Hafralækjarskóli í landi Hafralækjar, Litlulaugaskóli í landi Litlulauga, Reykjahlíðarskóli í Reykjahlíð og Stórutjarnaskóli við Stórutjarnir. Þingey er eyja í Skjálfandafljóti þar sem engin byggð er og er auk þess vestan Fljótsheiðar og því hvorki í Aðaldal né heldur landfræðilega í Reykjadal. Sé horft á nafnið beint þá er eins og skólinn sé í Þingey sem hann er að sjálfsögðu ekki. Eðlilegra hefði verið að breyta ekki nafni skólanna tveggja fyrr en vitað væri hvert stefndi og nota nafn þess staðar þar sem einn skóli yrði stofnaður hafi það verið ætlunin. Sé það nauðsynlegt að nota sameiginlegt nafn þá liggur ljóst fyrir að nafn eins og “Grunnskóli Þingeyjarsveitar” kemur vel til greina. Í Eyjafjarðarsveit voru grunnskólarnir sameinaðir í einn og eðlilegt var talið að nota nafn þess staðar þar sem skólinn er til húsa þ.e. í Hrafnagilsskóla. Upprót hefur neikvæð áhrif á nemendur Segja má að þessi sameining hafi veikt báða skólana sem voru báðir sterkar stofnanir í smæð sinni. Það felst í því að alltaf þarf að vera að hugsa um hvað er að gerast í hinum skólanum og helst þarf allt að vera eins. Báðir skólarnir höfðu sín sérkenni og sínar hefðir, en það getur verið erfitt að rugla reitum og getur það stundum haft neikvæð áhrif á skólastarfið. Nýjasta dæmið í því var að færa haustannarpróf eða svokallaða námsmatsdaga í Hafralækjarskóla aftur fyrir jólin, en venja hefur verið undanfarin ár að taka þessi próf fyrir jól og ljúka haustönninni áður en fríið byrjar. Þessi breyting nú var gerð með þeim rökstuðningi að þetta væri svona á Litlulaugum og samkeyra þyrfti úrvinnslu gagna. Með þetta voru nemendur unglingastigs Hafralækjarskóla óánægðir sem vildu gjarnan ljúka þessum prófum fyrir jól m.a. til þess að eiga þetta ekki allt eftir í skólabyrjun í janúar. Með þessu sleit Hafralækjarskóli í sundur þá námstörn sem oftast hefur verið tekin eftir árshátíð skólans sem var að venju seinni hluta nóvember. Þá vekur furðu að tími skyldi vera til að keyra börnin tæpa viku í danskennslu í desember suður í Litlulauga og róta upp stundaskránni enn og aftur, en danskennsla er 48 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement