Page 47

Umræður um skólamál 2007 - 2014 bekkjum í skólunum er lítill orðinn í dag og eini möguleikinn til þess að hafa alvöru bekki er að hafa skóla sem eru í 70-80 nemendur sem yrðu í þessum nýja skóla. Þetta á við um kennslu í mörgum greinum sem og félagslíf á skólatíma og utan hans sem og íþróttakennslu þ.m.t. að skipa í heil lið í ákveðnum greinum. Þá finnst mér að það þurfi að huga vel að nærumhverfi skólans við val á námsefni og nefni landafræði Suður-Þingeyjarsýslu í því sambandi. Þá þarf að endurskoða námsmatsdaga með tilliti til þess umhverfis sem skólinn starfar í og mætti auka vettvangskennslu á vissum aldursstigum. Nemendur þurfa að vera í forgangi Sé það óhagganleg ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að stofna skóla án þess að hafa nemendur þessara sveita saman í skóla er ljóst að nemendurnir eru ekki í forgangi. Með því tel ég að verið sé að vinna mjög hikað og í ákveðinni afneitun á því hve mikið hefur fækkað í sveitunum. Því miður er það staðreynd, sem er reyndar efni í aðra grein sem ekki verður skrifuð hér. Það er hins vegar ljóst að út frá því að svona sé komið þá getur orðið að taka nýjar ákvarðanir en ég trúi því að skynsamt fólk sjái að einn skóli á skólasvæði Hafralækjar-og

Litlulaugaskóla er nauðsyn sem ekki má lengur hika við að stofna. Það er auðvitað hætta á því að deilur geti sprottið upp um það hvar skólinn eigi að vera en það þarf að ákveða út frá þeim aðstæðum sem nú eru og út frá fjármálahliðinni er víst að ekki eru til peningar til þess að fara út í að byggja ný hús. Því er það augljóst að Hafralækjarskóli hentar mjög vel sem skólahús fyrir 70-80 barna skóla en því miður yrði nokkuð þröngt í Litlulaugaskóla. Akstur úr Reykjadal er ekki mjög langur og ekki yfir fjallveg að fara, en þess má geta að í dag eru sum börn í Hafralækjarskóla um 40 mínútur að fara heim og trúa má því að börn úr Reykjadal yrðu innan við hálftíma á leiðinni og því styttra í bílnum. Fari svo að peningalegar aðstæður breytist og þéttbýli á Laugum stækki mjög mikið er sjálfsagt mál að endurskoða staðsetningu skólans, en þær aðstæður sem eru í dag finnst mér nokkuð augljósar. Með skrifum þessum vil ég skora á yfirmenn skólamála í Þingeyjarsveit að endurskoða afstöðu sína og stefna óhikað að stofnun eins skóla á einum stað á skólasvæði Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla.

Baldur Daníelsson skrifaði grein og benti á að Litlulaugaskóli kæmi einnig til greina. Ég finn hana ekki því miður.

47 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement