Page 44

Umræður um skólamál 2007 - 2014 Það voru heldur ekki allir mjög hrifnir af þessu. 25. feb 2013 birtist þessi frétt á www.641.is

Þingeyjarskóli – Núverandi ástand ekki ásættanlegt 25/02/2013

Á sameinuðum fundi foreldrafélaga beggja starfsstöðva í Þingeyjarskóla, sem fram fór þann 19. febrúar s.l., var samþykkt samhljóða ályktun sem verður send til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar og stjórnir foreldrafélaganna munu fylgja eftir.

Ályktun fundar foreldrafélaga Þingeyjarskóla. “Sameiginlegur foreldrafundur beggja starfsstöðva Þingeyjarskóla, haldinn í Hafralækjarskóla 19. febrúar 2013, ályktar að þau markmið sem lagt var upp með í samstarfi skólastöðvanna hafa ekki náðst að fullu og núverandi ástand ekki ásættanlegt. Foreldrar óska eftir að stjórnir foreldrafélaga beggja starfsstöðva fái fund með fulltrúum úr Fræðslunefnd og sveitarstjórn til þess að fara yfir niðurstöður fundarins 19. febrúar.”

Hátt í 40 foreldar mættu á fundinn og voru umræður líflegar. Samþykkt var ný skilgreining á hlutverkum stigsráða og fólk skipað í stigsráð við Litlulaugaskóla, en slíkt ráð var ekki starfandi þar. Fundargerð fundarins er í vinnslu og verður birt á heimasíðu skólans mjög fljótlega.

44 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement