Page 32

Umræður um skólamál 2007 - 2014

Á sveitarstjórnarfundi þann 29. des. 2011 var lagt fram eftirfarandi erindisbréf sem hópurinn eða hluti hópsins hafði sett sér sjálfur:

Erindisbréf starfshóps um sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla Erindisbréf fyrir starfshóp sem sveitarstjórn skipaði 3. nóvember 2011, til að leggja til leiðir við sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í nýja stofnun með tveimur starfsstöðvum frá 1. ágúst 2012. Markmið sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar með sameiningu skólanna í nýja stofnun með tveimur starfsstöðvum er að halda starfsemi á báðum stöðum en þróa jafnframt aukið samstarf starfsfólks, nemenda og foreldra. Sú þróun og það samstarf verði leitt af skólastjórnendum, starfsfólki, nemendum og foreldrum í samráði við fræðsluyfirvöld sveitarfélagsins. Gengið verði út frá því að óbreyttu að allar deildir skólanna verði reknar áfram þar sem þær eru í dag og hvor grunnskóladeild bjóði upp á kennslu 1. – 10. bekkjar á báðum starfsstöðvunum. Starfshópurinn leggi til leiðir til að sameina þessar stofnanir og leggi til stjórnskipulag nýrrar stofnunar. Hópurinn skili tillögum til sveitarstjórnar. -

Gætt verði að hagsmunum nemenda og starfsfólks.

Starfshópurinn getur leitað eftir utanaðkomandi sérfræðiaðstoð m.a. lögfræðiálita. -

Starfshópurinn leggi til nafn á nýja stofnun.

- Starfshópurinn haldi fundargerðir sem lagðar eru fyrir sveitarstjórn og birtar á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsinga fyrir íbúa. 29. desember 2011

32 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement