Page 28

Umræður um skólamál 2007 - 2014

Sveitarstjórn, fundur nr. 85 Dags. 8.9.2011

FUNDARGERÐ

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 85. fundur í Kjarna fimmtudaginn 8. september 2011 kl. 13:00

8. 9. 2011 berst til sveitarstjórnar, heldur óvænt, uppsögn Baldurs Daníelssonar skólastjóra Litlulaugaskóla.

...

1.

Fundarsetning:

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að tekinn yrði á dagskrá undir 9. lið; Uppsögn skólastjóra Litlulaugaskóla. ... 9.

Uppsögn skólastjóra Litlulaugaskóla:

Lagt fram bréf, dags. 7. sept. 2011, frá Baldri Daníelssyni þar sem hann segir upp starfi sínu sem skólastjóri við Litlulaugaskóla. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ganga til samninga við Baldur um starfslok hans og eins að ganga til samninga við aðstoðarskólastjóra, Freydísi Önnu Arngrímsdóttur, um að gegna starfi skólastjóra úr skólaárið. Fyrir liggur samþykki fræðslunefndar fyrir þeirri tilhögun. Sveitarstjórn þakkar Baldri farsæl störf fyrir sveitarfélagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Þarna sköpuðust óvæntar aðstæður til breytinga og þess vegna ákveðið að auglýsa ekki eftir nýjum skólastjóra. En það er alveg með ólíkindum að stefnumótandi ákvarðanir séu teknar af því að eitthvað gerist fremur en að stjórna atburðarásinni með stefnumótandi ákvörðunum.

28 | U m r æ ð u r

Ég skil reyndar ekki um hvað þarf að semja þegar maðurinn segir sjálfur upp.

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement