Page 24

Umræður um skólamál 2007 - 2014

Skólastefna Samstöðu.

Skólamál Umfangsmesta starfsemi sveitarfélagsins er rekstur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Samstaða leggur til að engar grundvallabreytingar verði gerðar á skólastarfi í sveitarfélaginu að minnsta kosti næstu tvö ár. Standa verður vörð um hið góða starf sem unnið er í skólum sveitarfélagsins, þó áfram verði gætt aðhalds í rekstri þeirra. Unnin verði skólastefna fyrir sveitarfélagið á kjörtímabilinu. Settur verði á fót starfshópur heimamanna, sem vinni með skólasamfélaginu að því að móta framtíðarsýn í skólamálum sveitarfélagsins. Starfshópurinn skili áliti til sveitarstjórnar ekki síðar en á miðju kjörtímabili. Þó svo að Framhaldsskólinn á Laugum sé ekki á forræði sveitarfélagsins er Samstöðu ljós þýðing hans fyrir samfélagið. Góð tenging og samskipti Framhaldsskólans við grunnskóla sveitarfélagsins styrkir starfsemi skólanna allra.

Þótt það hafi komið ítrekað fram að fólk vill breytingar.

Þetta er blekkingarleikur. Skólastefna er ágætt fyrirbæri en hún hefur ekkert með skólamál sveitarfélagsins að gera eins og fólk er væntanlega búið að átta sig á.

Á þessum tímapunkti var „bara“ búið að skrifa tvær skólaskýrslur. Axla pólitíska ábyrgð og taka ákvörðun, kannski?

24 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement