Skólamálaumræða 2007 2014

Page 23

Umræður um skólamál 2007 - 2014 og eitt og eiga skýlausan rétt á að fá að takast á við lífið og námið á sínum forsendum og með sínum þroska en ekki að það sé sífellt verið að "hjálpa" þeim við eitthvað eða yfir á eitthvert annað stig. Rök gegn löngum skólaakstri ber þó að taka alvarlega en sú umræða fer alltaf í gang þar sem verið er að taka upp eða breyta skólaakstri. Skiptir þá oftast ekki máli hvort verið er að keyra börn lengra eða skemmra. En hver hefur ákveðið að það séu alltaf börnin sem eru sífellt á ferðinni, getur skólinn ekki líka ferðast? Einhverjir muna þá tíma að FARskóli var í öllum hreppum í Íslandi. Hvernig væri skóli á hjólum? Hugsum út fyrir rammann.

Vorið 2009 fóru tveir leikskólar og tvær leikskóladeildir í Suður Þingeyjarsýslu með elsta árganginn í skólunum í útskriftarferð eins og mörg undanfarin ár. Þetta voru alls 10 krakkar úr öllum fjórum skólunum. Í ferðinni voru þau sundur og saman eftir skólum eins og gengur en blönduðust samt vel á ekki lengri tíma en ferðin tók. Einhvern tíman áður en ferðinni lauk spurði ég krakkana eitthvað á þá leið, hvort þeim myndi finnast gaman að fara öll saman í grunnskóla næsta vetur. Það heyrðist margraddað juhúúú og gleðin skein úr hverju andliti. Hvar hafa sjónarmið barnanna sjálfra komið inn í umræðuna um framtíðarskólamál í Þingeyjarsveit? Bergljót Hallgrímsdóttir

23 | U m r æ ð u r


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.