Page 21

Umræður um skólamál 2007 - 2014 kennslu, einfaldlega vegna þess að það er nauðsynlegt, hvort heldur um er að ræða samkennslu árganga eða árgangabundna kennslu. Því segja menn nú að hver kennari þurfi í raun að vera eins konar "sérkennari". Tilgangurinn með mínum skrifum er fyrst og fremst að vekja athygli lesenda á því að eðli fámennra skóla er ekki hægt að nota sem rök fyrir því að byggja eigi einn skóla fyrir allt sveitarfélagið. Við það stend ég. Þeir sem endilega vilja byggja einn skóla þurfa þess vegna að finna sér önnur og sterkari rök í málinu. Þau Árni Pétur og Ásta ræða um tilfinningar foreldra gagnvart börnum sínum, ágætt og þarft innskot. Börnin, nemendur, hafa líka sínar tilfinningar. Í framtíðinni er það þeirra mat sem skiptir mestu máli þegar litið verður yfir farinn veg og verk okkar dæmd. Þess vegna ætla ég að lokum að birta hér örstuttan kafla úr ritgerð sem nemandi nokkur skrifaði eitt sinn þegar hann var að ljúka námi í 10. bekk í fámennum skóla, - fyrir lá að leggja frá ströndu og sigla til nýrra ævintýralanda. Þar segir:

Þegar við fluttum hingað vissi ég ekki við hverju væri að búast, en krakkarnir tóku okkur opnum örmum og við eignuðumst fljótt nýja og góða vini. Þannig eru krakkarnir hér. Það er enginn sem er vondur né stríðinn. Það er kostur við þennan litla sveitaskóla. Ég veit að í fjölmennum bæjum er ekki eins auðvelt að eignast vini, og vinasamböndin eru ekki jafn sterk og þau eru hér í sveitinni. Maður þarf ekki einu sinni að fara langt til þess að sjá þennan mun. ... - Hér er hægt að treysta flestum, ef ekki öllum, og maður finnur að fólki þykir vænt um mann og því er ekki sama hvernig manni líður eða hvað maður gerir. Skólinn er eins og manns annað heimili. Og síðan hvenær hefur verið auðvelt að skipta um heimili? Að svo mæltu hef ég lokið við að leika minn "Ísbjarnarblús". Hann verður ekki leikinn frekar. Hvort ísbjörninn verður að lokum skotinn getur framtíðin ein leitt í ljós. - Góðar stundir.

Ólafur Arngrímsson

21 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement