Page 20

Umræður um skólamál 2007 - 2014 Meira af ísbjörnum Frambjóðendur Framtíðarlistans þau Árni Pétur Hilmarsson og Ásta Svavarsdóttir hafa brugðist við grein minni sem ég skrifaði í framhaldi af lestri á skólastefnu Framtíðarlistans. Ég þakka þeim skrifin og get jafnframt lýst því yfir að ólíkt líkar mér grein þeirra betur en framsetning Framtíðarlistans á skólastefnu sinni. Þar tel ég að fólk hefði átt að vanda sig betur og gefa sér meiri tíma áður en stefnan var send út. Þegar rædd eru jafn mikilvæg mál samfélagsins og skólamál, er mikilvægt að halda umræðunni sem allra mest án sleggjudóma og upphrópana. Þau Árni Pétur og Ásta gera heiðarlega tilraun til þess með skrifum sínum. Þau vanda sig. Það ber að þakka og veit vonandi á gott. - Rétt er þó að benda á mikilvægi þess þegar fólk byggir skoðanir sínar á niðurstöðum rannsókna, að þær rannsóknir séu gerðar við aðstæður sem eru sambærilegar okkar íslensku. Sumt af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fámennum skólum hafa til að mynda verið gerðar á stöðum í heiminum þar sem annað menningarstig er ríkjandi, fjárhagur íbúa ekki samanburðarhæfur við Ísland og samgöngumál einnig með öðrum hætti. Sumar okkar íslensku rannsókna eru líka það gamlar að þær eru tæplega nothæfar í dag vegna samfélagslegra breytinga, m.a. hvað varðar samgöngur, uppbyggingu kennaranáms og meiri fjölda fagmenntaðra kennara. Það hefur t.d. margt breyst síðan þau Sigþór og Margrét gerðu sína rannsókn. Þess vegna skiptir líka máli að velja ,,réttar" rannsóknir til að byggja á. Varðandi tilvitnanir Framtíðarlistans í hinar svo kölluðu skólaskýrslur skal ég fúslega játa að ég þorði ekki með nokkru móti að vitna í þær, af þeirri einföldu ástæðu að mér hefur skilist að skýrslurnar séu svo vondar. ,,Ekki skeinipappírs virði" er haft eftir sveitarstjórnarmanni í fréttamiðli sveitarinnar. - Svo er eins og fólk lesi bara þær setningar sem falla best í geð en sleppi hinum. Mér sýnist t. d. að Framtíðarlistanum hafi sést yfir eina lykilsetningu í síðusti skólaskýrslu frá apríl 2010. Þar segir nefnilega á bls 37 um hugmyndina að byggja einn skóla á Laugum: "Í ljósi efnahagsaðstæðna er þetta tæplega raunhæfur möguleiki. - En nóg um það, svona togi er auðvitað hægt að halda endalaust áfram í tómu tilgangsleysi. Ég nenni

Fullt af góðum punktum hér líka. Skil ekki af hverju Samstaða hefur ekki tekið Ólaf upp á arma sína. Hann er kannski vitlausu megin heiðar?

því ekki. Mest er um vert að við höldum umræðunni sem mest án sleggjudóma og upphrópana. Þar hafa þau Ásta og Árni Pétur nú lagt sitt af mörkum. Allir skólar í Þingeyjarsveit flokkast sem fámennir skólar. Líka Framhaldsskólinn á Laugum. Það er einnig afar sennilegt að eitthvað verði um samkennslu árganga í sameinuðum skóla, jafnvel þó nemendafjöldi nái 130 - 140. Það stafar af misjöfnum fjölda í árgöngum. Framhaldsskólinn á Laugum hefur á undanförnum misserum tekið upp breytt skipulag og kennsluhætti, sem um margt eru af svipuðum toga og samkennsla árganga. Þar er á ferðinni einstaklingsmiðað nám sem að hluta til er sett upp með líkum hætti og víða hefur verið gert í fámennum og fjölmennum grunnskólum. Eins konar opin svæði eða smiðjur, þar sem nemendur vinna að ólíkum verkefnum á sama tíma undir leiðsögn kennara, sem ekki eru endilega "sérfræðingar" í viðkomandi efni. Ekki veit ég betur en þetta hafi gefist vel og hafi fengið góða dóma. Það verður ævinlega undir hverjum og einum kennara komið hvernig honum tekst til við kennslu. Við því er svo sem ekkert að segja. Ég fullyrði hins vegar að jákvæður, duglegur og hugmyndaríkur kennari getur leyst samkennsluna jafn vel af hendi og árgangabundna kennslu í fjölmennum skóla. Á það hefur nefnilega verið bent að í hverjum árgangi er þroska- og getumunur nemenda oft svo mikill að vel má jafna við samkennslu árganga. Hér er því í grunninn um sama fyrirbærið að ræða, fyrst og fremst eðli og eiginleika hvers einstaklings sem koma þarf til móts við. Hvort það er gert í 20 nemenda skóla eða 200 nemenda skóla skiptir í raun engu máli. Af þessum sökum hefur umfjöllun um fámenna skóla og samkennslu árganga breyst í kennaranámi upp á síðkastið, snýst núna fyrst og fremst um einstaklingsmiðað nám og 20 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement