Page 19

Umræður um skólamál 2007 - 2014 öflugu og vakandi starfi og með því að tileinka sér kennsluaðferðir sem henta eðli viðkomandi nemendahópa. Það eru vissulega engar rannsóknir sem sýna að fjölmennir skólar séu betri. Á sama hátt eru engar rannsóknir sem segja að fámennir skólar séu betri. Sú niðurstaða mun alltaf velta á skoðunum og tilfinningum viðkomandi. Ólafur bendir á marga kosti fámennra skóla og vísar á síður og rannsóknir máli sínu til stuðnings. Er það vel. En það eru líka til rannsóknir sem benda á ókosti fámennra skóla: Hayes (1993) tekur saman þá erfiðleika sem Miller og Schiefelbein telja sérstaklega tengjast fámennum skólum. Það eru eftirtalin atriði: samkennsla árganga, kennarar þurfa að undirbúa kennslu í mörgum fögum dag hvern, kennarar þurfa að kenna fög sem þeir hafa ekki sérþekkingu á, tæki og gögn eru takmörkuð eða gömul, bókasöfn og upplýsingasöfn fyrir nemendur eru fátækleg, Kennarar hafa ýmsar aðrar skyldur en kennslu, s.s. félagsmál nemenda og stjórnun. Framhaldsskólar eru fjarri. Kennarar eru einangraðir frá endurmenntun. Stuðningur við starfið er takmarkaður eða enginn. Einkalíf er lítið. Framtíðarlistinn hefur engar efasemdir um hæfni skólastjórnenda, kennara né faglegt starf skólanna. Við höfum engu að síður áhyggjur af samkennslunni skv. tilvitnun að ofan og einnig vegna þessa: Skólinn notar aðallega námsefni frá Námsgagnastofnun og Skólavefnum auk þess sem kennarar útbúa efni eftir þörfum. Það námsefni sem er í boði er misjafnt að gæðum. Ánægja er með námsefni í kristinfræði þar sem samfella er upp öll aldursstig. Nokkuð gott námsefni er fáanlegt í landafræði fyrir miðstig og unglingastig. Skortur er á hentugu námsefni í sögu og skrift á yngra stigi og miðstigi. Erfitt er að finna hentugt námsefni fyrir náttúrufræði og samfélagsfræði fyrir yngsta stig. Í megindráttum er hægt að segja að framboð námsefnis henti illa samkennsluskólum og stærðfræðinámsefni fyrir yngri deildir og miðstig alls ekki. Sjálfsmat Grunnskólans í Breiðdalshreppi.

Og einnig: Samkvæmt Kristínu Aðalsteinsdóttur er smæð samfélags hins fámenna skóla og náin félagsleg tengsl oft byrði á kennurum og getur valdið erfiðleikum við formleg samskipti innan skóla og við samfélagið. Niðurstaða hennar er sú að kennarar í fámennum skólum noti fábreyttar kennsluaðferðir og eigi ekki árangursríkt samstarf við samstarfsmenn og foreldra. Auk þess að þeir hafi sjálfir ekki tiltrú á kostum fámennis og séu oft faglega einangaraðir. Samkvæmt Margréti Harðardóttur og Sigþóri Magnússyni (1990) reynist samkennsla kennurum erfið þar sem skipulag kennslu tekur of sterkt mið af því kennslufyrirkomulagi og skipulagi sem tíðkast í fjölmennum skólum (Kristín Aðalsteinsdóttir, 2000; Margrét Harðardóttir og Sigþór Magnússon, 1990). Skólamál í Öxarfirði RHA Febrúar 2009 Framtíðarlistanum er það fullkomlega ljóst að sveitarfélagið er rekið með halla og skera þarf niður. Hins vegar er stærsti útgjaldaliðurinn skólarnir þrír. Skatttekjur á árinu 2009 voru 541.376.000 og kostnaður vegna fræðslumála var 374.823.000. Það eru 69.2%. Við erum með 6 skólastjórnendur yfir 135 börnum. Í skólunum þremur eru 53 starfsmenn í 43,4 stöðugildum, kennarar, skólaliðar og starfsfólk í eldhúsi. Það eru 2,5 börn á hvern starfsmann. (Skólaskýrslan.) Við myndum spara 50-100 milljónir á ári við að fækka kennurum um 10 og skólastjórum um 4. 50 milljóna króna sparnaður á ári í 20 ár gerir 1000 milljónir. Bygging nýs skólahúsnæðis verður kostnaðarsöm til skamms tíma. Aðgerðaleysið er kostnaðarsamt til langs tíma. Að taka ekki á þessum vanda er svipað og að leyfa ísbirni að ráfa um óáreittum af því hann er svo krúttlegur bangsi. Með vinsemd og virðingu, Árni Pétur Hilmarsson skipar 1. sæti Framtíðarlistans Ásta Svavarsdóttir Framtíðarlistans

skipar 2. sæti

19 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement