Page 18

Umræður um skólamál 2007 - 2014

Svar Framtíðarlistans við grein Ólafs Arngrímssonar. - Bjartsýni þvingar okkur til aðgerða, svartsýni er þægileg afsökun fyrir að gera ekki neitt Ernest Dichter Við hjá Framtíðarlistanum viljum þakka Ólafi Arngrímssyni fyrir grein hans birtri á 641 Fréttasíðu Þingeyjarsveitar þann 19. síðastliðinn og uppibyggilega gagnrýni í okkar garð. Við fögnum opinberri umræðu og teljum reyndar miður að hún hafi hvorki hafist fyrr né verið meiri en raun ber vitni. Best hefði verið ef þetta mál hefði verið rætt í rólegheitum á undanförnum tveimur árum eftir sameininguna en ekki bara nú undir formerkjum kosningaslagsins. En úr því sem komið er er ekkert við því að gera. Í grein sinni finnur Ólafur helst að því að við rökstyðjum ekki með vísunum í heimildir tillögur okkar í skólamálum. Er okkur bæði ljúft og skylt að bregðast við þeim óskum. Viljum við þó með allri vinsemd benda á að við vísuðum í okkar Skólastefnu til tveggja skólaskýrslna sem unnar hafa verið um málið og eru þar raktar ýmsar rannsóknir um kosti og galla fámennra skóla. Hafi þær farið fram hjá einhverjum er hægt að finna þær hér: http://www.rha.is/static/files/Rannsoknir/2007/ Skolamal_S-Thing-juli-2007_loka.pdf http://123.is/641/page/26815/ Ólafur segir í grein sinni að Framtíðarlistinn láti: [..] nægja að byggja faglegu rökin á eigin skoðunum og tilfinningum en ekki vísindalegum niðurstöðum og hagræða jafnvel staðreyndum til að styðja við skoðanir sínar og langanir. Þetta er ekki alls kostar rétt. Í lokaorðum seinni skólaskýrslunnar segir: Eins og áður segir eru ýmsar fjárhagslegar forsendur óvissar. Það gegnir bæði um rekstrargrundvöll skólana en einnig það umhverfi sem þeim er búið, t.a.m. í formi

framlags Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga. Þrátt fyrir það má telja ljóst að það er fjárhagslega hagkvæmast til langs tíma litið að byggja upp einn grunnskóla í sveitarfélaginu. Sameinaður skóli ætti að vera hagkvæmari rekstrareining en þeir þrír skólar sem nú eru í rekstri. Það hefur einnig ýmsa félagslega kosti í för með sér. Þar má nefna stærri bekkjardeildir sem skapa grundvöll fyrir sterkara faglegu starfi, minni hættu á félagslegri einangrun vegna fámennis og uppbyggingu samkenndar og sjálfsmyndar sveitarfélagsins. Rökréttasta staðsetning slíks skóla væri að Laugum og myndi hann styrkja framhaldsskólann þar og skjóta sterkari stoðum undir þéttbýliskjarna sveitarfélagsins sem gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir íbúa þess. Ennfremur má ætla að slíkur skóli gæti tekið við börnum frá Mývatnssveit ef þessi sveitarfélög sameinast í náinni framtíð eins og líklegt verður að teljast. Við byggjum einnig á því sem við teljum vera meirihlutavilja foreldra í sveitarfélaginu. Í skýrslu RHA sem unnin var um skólamál í Suður-Þingeyjarsýslu 2007 segir: Á hverju skólasvæði fyrir sig höfðu foreldrar áhyggjur af þeirri íbúafækkun sem orðið hefur og fyrirsjáanleg er á næstu árum. Ein af afleiðingum þess er að fámennir árgangar barna koma niður á félagslegum samskiptum barnanna. Ekki er auðvelt að eignast vini við þessar aðstæður. Það er því vissulega rétt að við byggjum á skoðunum, tilfinningum og umhyggju foreldra gagnvart börnum sínum. Og vissulega eru svoleiðis hlutir ekki hátt skrifaðir í hinu vísindalega samfélagi. Við leyfum okkur samt að álíta að þetta skipti þó einhverju máli í hinu mannlega samfélagi og treystum því jafnvel að foreldrar viti hvernig börnum sínum líði. Við getum svo sannarlega tekið undir með Ólafi er hann segir: Í örstuttu máli má segja að fræðimönnum beri saman um að ógerningur sé að fullyrða hvort fámennir skólar séu í eðli sínu betra skólaform en fjölmennir skólar, eða öfugt. Báðar skólagerðirnar hafa sína kosti og galla. Hvorug skólagerðin hefur hins vegar þess háttar galla sem ekki er hægt að sjá við með 18 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement