Page 16

Umræður um skólamál 2007 - 2014

starfsaldur hefur unnið að viðgangi umræddrar skólagerðar, farið fyrir Samtökum fámennra skóla og haft forgöngu um það í landinu að mögulegt sé að samreka leik- grunn- og tónlistarskóla. Sennilega sú nýleg lagabreyting í skólamálum sem nýtist dreifbýlinu hvað best. Annað hvort er skólastefna Framtíðarlistans sett fram gegn betri vitund frambjóðenda, eða þá að hún byggist á mikilli vanþekkingu á fámennum skólum og almennri kennslufræði. Raunar virðist sem öll umræða síðustu ára um ágæti aldursblöndunar og einstaklingsmiðaðrar kennslu hafi algerlega farið fram hjá höfundum stefnunnar. Ógerlegt er í stuttri grein að bæta úr því, en hafi einhverjir áhuga á að auka við þekkingu sína, t.d. áður en þeir semja næstu skólastefnu, má benda þeim á að fara inn á þessa slóð: http://skolar.skagafjordur.is/sfs/ Hér er að finna ítarlega umfjöllun um eðli fámennra skóla, kennsluhætti, námsmat o.fl., auk þess sem þarna er að finna góðan leslista um efnið, bæði á íslensku og erlendum málum. Eftirfarandi má t.d. lesa á forsíðu: Með samkennslu árganga er átt við kennslu í námshópum þar sem árgangar eru tveir eða fleiri og byggt er á kennsluskipulagi sem miðar að því að kenna árgöngunum saman, sem samstæðum hópi nemenda með mismunandi námsþarfir, án varanlegrar aðgreiningar eftir aldri eða námsgetu. Í samkennslu er leitast við að skapa börnum á mismunandi aldri aðstæður til náms á eigin forsendum, en ekki samkvæmt aldurstengdum markmiðum námskrár eða aldurstengdu námsefni.

Um meinta félagslega skaðsemi fámennra skóla (ótrúlega lífseigur misskilningur), má svo t.d. lesa í Vegpresti, handbók fyrir skóla, sem Samtök fámennra skóla gáfu út 1995. Sérstaklega má benda á þessa grein: Kennslufræðileg umfjöllun um samkennslu: Aldursblöndun. Þar segir m.a.: Samvera barna á ólíkum aldri er forsenda þess að þekking færist frá þeim eldri til hinna yngri. Yngri börn fá hjálp frá hinum eldri. Þau sem eldri eru líta á sig sem mikilvæga leiðbeinendur hinna yngri. Í aldursblönduðum barnahópum eru eldri börnin oft verndarar hinna yngri. Í stórum skólum hefur sums staðar verið gerð tilraun með að láta eldri börn taka að sér hin yngri og vernda þau til þess m.a. að koma í veg fyrir stríðni og einelti. Þetta hefur þótt gefast vel. Í stórum skólum eru stórir bekkir oft vandamál. Ekki bara vegna þess náms sem þar á að fara fram heldur getur verið erfitt að mynda samkennd og samheldni meðal nemenda. Nemendur geta einnig átt erfitt með að læra að vera í skóla, þ.e.a.s. hvernig maður á að haga sér í skólanum. Aldursblöndun er ákveðin lausn á þessu því að eldri nemendur eru þeim yngri fyrirmynd. Þarna standa fámennir skólar vel að vígi. (Byggt á 6. kafla bókarinnar Udelt og Fådelt skole - ei innföring, eftir Nils Eckhoff. Lauslega þýtt og staðfært af Hafsteini Karlssyni). Í örstuttu máli má segja að fræðimönnum beri saman um að ógerningur sé að fullyrða hvort fámennir skólar séu í eðli sínu betra skólaform en fjölmennir skólar, eða öfugt. Báðar skólagerðirnar hafa sína kosti og galla. Hvorug skólagerðin hefur hins vegar þess háttar galla sem ekki er hægt að sjá við með öflugu og vakandi 16 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement