Page 15

Umræður um skólamál 2007 - 2014

Ólafi Arngrímssyni skólastjóra Stórutjarnaskóla leist ekki nema rétt mátulega á þessar hugmyndir.

Þegar ég var ungur drengur í barnaskóla í Reykjadal bar svo við eitt sinn að fréttir bárust af því í útvarpi að ísbjörn hefði gengið á land í Grímsey. Björninn hafði raunar verið lagstur í híði og hugðist hafa vetursetu í eynni, en rumskaði af einhverjum ástæðum og börn urðu hans vör. Eyjarskeggjar brugðu skjótt við og skutu björninn, enda slík dýr stórhættuleg mönnum, eins og við höfum oftsinnis heyrt nú á síðustu árum, þegar bangsa hefur orðið vart hér á norðurströnd landsins. En þarna í barnaskólanum í Reykjadal í denn tíð, urðu nokkrar umræður um viðbrögð við landgöngu ísbjarna. Bragi Melax, sem þá var skólastjóri þar, spurði okkur krakkana hvernig við teldum skynsamlegast að bregðast við, gengjum við fram á ísbjörn á leið okkar heim úr skólanum. Flest urðum við nokkuð hugsi og höfðum svo sem ekki svör á reiðum höndum við svo ógnvænlegri uppákomu. Einn fermingarbróðir minn var þó ekki í nokkrum vafa og svaraði kokhraustur: ,,Ég myndi bara skjóta hann".

Stutt og laggott, - einföld og pottþétt lausn við vandanum: Bara skjóta hann. - Raunar gengum við Reykdælingar alls ekki um vopnaðir á þessum árum þannig að það var ekki gott að átta sig á hvernig umrædd lausn yrði framkvæmd í snatri, en það skipti fermingarbróður minn svo sem engu. Hann ætlaði bara skjóta bölvaðan bangsann. Þegar ég las heimsenda skólastefnu Framtíðarlistans hér um daginn, gat ég ekki varist því að hugsa til míns gamla vinar, - hinnar vopnlausu skyttu. Framtíðarlistann skortir nefnilega ekki hugmyndaflugið en hann skortir hins vegar vopnin. Það er ekki flókið að setja fram útópíska stefnu (hið fullkomna samfélag sem hvergi er til nema í draumsýn) ef menn þurfa hvorki að finna henni faglega né fjárhagslega undirstöðu. Láta nægja að byggja faglegu rökin á eigin skoðunum og tilfinningum en ekki vísindalegum niðurstöðum og hagræða jafnvel staðreyndum til að styðja við skoðanir sínar og langanir. Og þegar kemur að því að finna stefnunni fjárhagslegan grundvöll segja menn bara: ,,Við getum þetta fjárhagslega". Það þarf auðvitað enga sérfræðinga til að sjá í gegnum slíkan málflutning. Ég ætla ekki að fjalla hér um ýmsar vafasamar fullyrðingar Framtíðarlistamannanna varðandi vegalengdir í skólaakstri barna í Þingeyjarsveit, hugsanlegan sparnað af uppsögnum skólastjóra, kennara og annarra starfsmanna, samfélagsleg áhrif af byggingu eins skóla fyrir sveitarfélagið o.s.frv. Í skólastefnu Framtíðarlistans eru hins vegar taldir til ýmsir gallar á fámennum skólum og samkennslu árganga og virðist slíkt fyrirkomulag jafnvel talið skaðlegt nemendum. Undir því er erfitt að sitja, ekki síst fyrir mann sem allan sinn 15 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement