Page 12

Umræður um skólamál 2007 - 2014 Stórutjarnaskóli meira miðsvæðis en Hafralækjarskóli.

staðar. Þetta er kannski kaldranalegt en lögin eru skýr.

Nýting húsnæðis.

Það verður að setja niður einhverja reglu á því hvernig að uppsögnum verður staðið. Á að fara eftir starfsaldri? Á að fara eftir stöðuhlutfalli? Menntun? Á að halda ,,besta" starfsfólkinu? Hver ætlar að setjast í það dómarasæti? Það liggur alla vega ljóst fyrir að einhver regla verður að vera á þessu svo fólk viti að hverju það gangi.

Þegar skólarnir hafa verið sameinaðir standa eftir tvö auð hús. Sú hugmynd hefur komið upp að stofna Listasmiðju þar sem fólk getur komið og haft aðstöðu til ýmiss handverks og aðgang að verkfærum. Hægt væri að tengja þetta starfsemi eldra fólks þótt allir hefðu aðgang. Svona staður gæti þjónað sem samkomustaður sveitunga en einnig verið þar minjasala og veitingastaður að sumarlagi. Þá hefur einnig komið fram sú hugmynd að húsnæðið að Stórutjarnaskóla gæti vel verið heils árs hótel. Hægt væri að hafa þar e.k. heilsuhótel. Hægt væri að auglýsa reksturinn og fá framtakssamt fólk til starfans. Ef þetta yrði gert verður skólinn auðvitað að vera í húsnæði Hafralækjarskóla. Eflaust hafa fleiri hugmyndir um nýtingu húsnæðisins.

Öll verðum við samt að hugsa okkar gang og líta í kringum okkur. Ef möguleiki er á öðru starfi, grípa það. Þetta eru bara hugleiðingar og áskil ég mér fullan rétt til að skipta um skoðun við nánari umhugsun eða betri upplýsingar. Hins vegar tel ég nauðsynlegt að þessi umræða fari af stað á opinberum vettvangi. Allt starfsfólk skólanna býr nú við óvissu sem er afar óþægileg. Ásta Svavarsdóttir

Hvernig á svo að standa að málum? Það er ljóst, því miður, að einhverjir munu missa vinnuna. Skólarnir eru langstærstu vinnustaðir sveitarfélagsins og margir sem byggja lífsviðurværi sitt á starfsemi þeirra. Hér verður að stíga varlega til jarðar en það verður líka að vera hægt að ræða þetta tæpitungulaust. Það liggur ljóst fyrir að einhverjir skólastjórnendur verða að fara. Með fullri virðingu fyrir núverandi skólastjórnendum og án þess að varpa nokkurri rýrð á þeirra störf þá væri kannski best að algjörlega nýir skólastjórnendur væru ráðnir. Það væri ekki hægt að saka þá um að vera vilhallir ,,sínum" skóla. Nýir vendir sópa best. Jafnvel gæti fyrsta skrefið verið ráðning nýs skólastjóra sem myndi þá hafa yfirumsjón með sameiningunni. Á móti kemur að starfandi skólastjórar þekkja til og kunna á hlutina. Hvernig er aldurskiptingin í hópnum? Er kannski hægt að nota sólsetursaðferðina? Nýtt fólk ekki ráðið í staðinn fyrir það sem fer á eftirlaun. Leiðbeinendur, ef einhverjir eru, fara sjálfkrafa. Það er nóg að réttindakennurum til

Ég er að miklu leyti sömu skoðunar í dag. Það er að vísu eitt...

12 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Skólamálaumræða 2007 2014  

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Advertisement