Page 1

Spjaldtölvuverkefni 8. bekkjar Nesskóla á haustönn 2013 Skýrsla

8. apríl 2014 Ásta Kristjana Guðjónsdóttir


2

Efnisyfirlit Aðdragandi og skipulag verkefnis............................................................................................................ 3 Væntingar til verkefnisins........................................................................................................................ 3 Framkvæmd verkefnis og spjaldtölvuvinna............................................................................................. 4 Puppet Pals appið ................................................................................................................................ 4 Camera ................................................................................................................................................ 4 iMovie .................................................................................................................................................. 5 Popplet lite .......................................................................................................................................... 5 Könnun meðal nemenda ......................................................................................................................... 5 Niðurstaða ............................................................................................................................................... 6

2


3

Aðdragandi og skipulag verkefnis Samvinnufélag Útgerðarmanna var svo rausnalegt að gefa skólanum fjörtíu spjaldtölvur haustið 2013 og ákváðum við að prófa að láta nemendur í 8. bekk hafa þær í skólanum í völdum tímum í átta vikur, frá 10. október til 28. nóvember. Kennarar auk mín voru Sunna Björg Guðnadóttir og Helga Ósk Snædal. Ég stýrði verkefninu og var tengiliður foreldra, kennara og nemenda. Nemendur notuðu spjaldtölvurnar í íslensku, dönsku, ensku og samfélagsfræði. Námsbækur, hljóðbækur og vinnubækur voru settar í spjaldtölvurnar fyrir íslensku og dönsku. Í ensku notuðu nemendur forritið iMovie til að endursegja enska lestrarbók í stað hefðbundins „Book Report“ verkefnis og svo voru ýmis öpp spjaldtölvunnar notuð í aðra verkefnavinnu. Við ætluðum ekki að gjörbylta kennsluháttum heldur áttu nemendur að vinna áfram í náms- og vinnubókum í spjaldtölvunum eftir fyrirmælum kennara. Skólinn ætlaði að kaupa þau öpp sem nemendur áttu að nota en það reyndi ekki mikið á það þar sem apple gaf iMovie og svo notuðum við mest ókeypis útgáfur, t.d. Adobe Reader, Voice Recorder, Dropbox og Storyboards. Skólinn keypti svo PuppetPals og Story Creator.

Væntingar til verkefnisins Það sem við vonuðumst til að fá út úr verkefninu var einkum þrennt: 

Jafnari tækifæri til náms: Nemendur sem áttu erfitt með að lesa og skrifa áttu að geta nýtt sér tæknina sér í hag.

Fjölbreyttari vinnubrögð: Nemendur áttu að fá tækifæri til að skila verkefnum á mismunandi vegu.

Sparnaður: Allt efni var rafrænt og því átti ljósritunarkostnaðurinn að lækka.

Fyrirmynd okkar að verkefninu var spjaldtölvuverkefni sem Norðlingaskóli í Reykjavík vann haustönn 2012 og vor 2013 og lesa má skýrsu um það á eftirfarandi slóð: http://skrif.hi.is/rannum/files/2012/09/Afangaskyrsla_Nordlingaskoli_sept_2012_med_fylgis kjolum.pdf Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum viðamikillar könnunar sem gerð var við lok verkefnis Norðlingaskóla og kemur m.a. fram að jákvæð afstaða foreldra var eindregin (>90% tilvika) varðandi þrjá þætti: færni í upplýsingatækni (95%), hvernig barnið gat lært á eigin hraða (90%) og í þátttöku og áhuga í skóla og námi (90%)

3


4

Þá var mjög stór hluti (80-90%) sem taldi að notkun spjaldtölvana hefði jákvæð áhrif varðandi aðra þrjá þætti: Vitsmunalega færni (t.d. þrautalausnir), samvinnu nemenda og þess að barnið bætti sig á óformlegan hátt (sjá bls. 31 í skýrslu). Á blaðsíðu 37 í skýrslunni má líka lesa um niðurstöður á viðhorfum foreldra.

Framkvæmd verkefnis og spjaldtölvuvinna Nemendur fengu samning sem foreldrar og nemendur undirrituðu og komu með í skólann á samskiptadeginum 9. okt. Í kjölfarið fengu nemendur spjaldtölvu með sér heim en þeir voru geymdir í skólanum um helgar. Nemendur fengu líka læstan skáp til að geyma spjaldtölvuna í frímínútum.Nemendur unnu ýmis verkefni á tímabilinu og mun ég nefna nokkur þeirra hérna. (Ég mun nota persónufornafnið þau um nemendur, þó orðið nemendur taki persónufornafnið þeir, þar sem ég er að fjalla um stelpur og stráka).

Puppet Pals appið Nemendum voru úthlutaðir kaflar í Laxdælu sem þau áttu að endursegja með leikrænum tilþrifum í appinu Puppet-Pals. Þau voru um 15 mínútur að klára verkefnið til kynningar. Þau unnu tvö til þrjú saman. Þar sem við vorum með ókeypis útgáfu voru möguleikarnir takmarkaðir og eins krössuðu sum forrit. En maður sá alveg möguleikann í þessu að gera skemmtilega úttekt á bókinni með þessu forriti ef gefinn væri betri tími t.d. við gerð handrits og leiðandi verkefnalýsing.

Camera Við rifjuðum upp kafla 16 og 17 í Laxdælu og hlustuðum svo á kafla 18 og 19. Ég skrifaði á meðan nokkur stikkorð á glæru og svo tóku nemendur upp á Cameruna endursögn mína. Það virkaði mjög vel. Hver nemandi átti þá stutta endursögn af köflunum og glærurnar og gat hlustað/horft þegar heim varr komið. Eftir að hafa hlustað á Laxdæla sögu fengu nemendur handrit þar sem fram komu mikilvægustu atriði hennar. Þau áttu að vinna tvö til þrjú saman og velja sér form verkefnisins. Þau gátu notað eftirfarandi öpp: iMovie (stuttmynd), Keynote (glærur), Scrap-It (úrklippubók), bContext (glæru-app þar sem hægt er að lesa inná), PuppetPals (klippimynda-app – keypt), Explain Everything (glærur sem hægt er að teikna og lesa inná ), Teikniöpp, Storyboards (hægt að sækja tilbúnar myndir og búa 4


5

til flettibók) og Book Creator (bókagerð, setja inn myndir og texta). Urðu til mjög fjölbreytt og skemmtileg verkefni úr þessari vinnu.

iMovie Í þemavikunni gerðu nemendur stuttmyndir í iMovie og fannst mér merkilegast hversu fljót þau voru að ná tækninni þar sem þau voru flest öll að prófa iMovie í fyrsta sinn og hversu auðvelt það var fyrir þau að semja handrit. Ég var með þrjár spjaldtölvur og unnu þau í þriggja, fjögurra og fimm manna hópum. Öll myndböndin voru unnin á tveimur klukkustundum og sett á youtube að ósk nemenda. Í ensku unnu þau líka stuttmyndir í iMovie upp úr sögu sem þau höfðu lesið. Það mæltist mjög vel fyrir og þótti góð tilbreyting frá hefðbundnu Book Report verkefni.

Popplet lite Vinnubókin Skerpa var unnin í spjaldtölvunni í appinu Adobe Reader. Fannst nemendum misgott að vinna með það app þar sem ekki er hægt að skrifa beint á línurnar og er Foxit Reader líklega betri. Í bókinni er ritunarverkefni. Nemendur áttu að setja upp hugtakakort til að gera beinagrind að ritgerð og unnu fyrst með appið Popplet lite en það reyndist of einfalt fyrir þessa vinnu. Þau sem höfðu hlaðið niður SimpleMind+ voru mun ánægðari með það app. Tíminn gekk vel og náðu þau að gera uppkast að ritgerð sem vistuð var í Popplet appinu.

Könnun meðal nemenda Þegar verkefninu var að ljúka gerði ég óformlega könnun meðal nemenda um viðhorf þeirra til notkunar spjaldtölvu í námi. Fyrst spurði ég nemendur hvernig þeim fyndist að taka spjaldtölvuna með sér heim og þá fannst sumum það ágætt því þá lærðu þau meira á tölvuna en öðrum fannst það truflandi þar sem þau festust í tölvunni og gerðu lítið annað. Ég spurði þau líka hvað þau hefðu gert heima í spjaldtölvunum og var algengasta svarið að þau höfðu lært og leikið sér. Sum sóttu enska leiki sem þeim fannst hjálpa til við enskuna en flest voru þau í leikjum eins og Hay day, Design og Jelly Splash eða fóru á Facebook. Sum sóttu sér námsefni eða forrit fyrir námið. Þá spurði ég þau hvernig vinnubrögðin væru í kennslustund og voru flest á því að þeim fyndist þægilegt að vinna á spjaldtölvuna. Það væri t.d. hægt að stækka verkefnin, fara á netið og leita upplýsinga og það væri ekki eins áberandi þegar verið 5


6

væri að stroka út og betra að lesa og skrifa. Þó þótti sumum betra að skrifa inn í vinnubækurnar í stað þess að hafa þær í spjaldtölvunni. Einn nemandi talaði um að spjaldtölvan truflaði lærdóminn þar sem hann gat alltaf farið í leiki og fylgdist því ekki með og öðrum fannst margir „bara vera í leikjum“. Þá kom fram hjá þeim að þeim þætti gott að hafa allt á einum stað. Það væri gott að hafa tækifæri til að hlusta á tónlist og vinnubrögð væru þægilegri eða eins og einn nemandi sagði: „Ég mæli með þeim [spjaldtölvunum] því sumir skrifa ekki vel og þá hjálpar það kennurum að fara yfir próf og hægt að nota Google. “ Annar nemandi sagði: „Ég held að ég mæli með ipadnum í 8. bekk því þá er bara allt á einum stað og ég er alltaf með það sem ég þarf mest á að halda. Þetta er mjög þægilegt ;) .“ Sá þriðji nefndi pappírssparnað: „[...] Síðan er gott að minnka bókakaup því að við þurfum ekki öll þessi blöð. Bráðum verða trén bara búin.“

Niðurstaða Mér fannst þetta mjög góður tími og kennslan loks í takt við tímann. Það sem við vonuðumst til að fá út úr verkefninu var einkum þrennt: 

Jafnari tækifæri til náms: Nemendur sem áttu erfitt með að lesa og skrifa gátu nýtt nýtt sér tæknina og hlustuðu á hljóðbækur og lásu lausnir verkefna inn á spjaldtölvuna. Margir fengu sér spjaldtölvu eftir þetta tímabil og nýttu sér lyklaborðið í stað þess að skrifa á blað. Í framhaldi vinnunnar hef ég líka nýtt mér meira spjaldtölvuna til munnlegra verkefna í íslensku og dönsku.

Fjölbreyttari vinnubrögð: Nemendur fengu tækifæri til að skila verkefnum á mismunandi vegu eins og sagt er frá í þessari skýrslu. Þá hafa þau vinnubrögð haldið áfram eftir að verkefninu lauk.

Sparnaður: Það var ekki farið í það að kanna sérstaklega hvort einhver pappírssparnaður hlaust af þessu verkefni.

Ásta Kristjana Guðjónsd. íslensku- og dönskukennari í 8. bekk.

6

Spjaldtölvuverkefni 8. bekkjar Nesskóla  

Verkefni unnið á haustönn 2013. Skýrsla gerð í apríl 2014.

Advertisement