Issuu on Google+

Nýr Kia


Nýr Kia Sportage Kemur stöðugt á óvart Sitt hvoru megin við hágljáandi grillið eru stór framljós með LED dagljósabúnaði

Afturljósin eru fáanleg með nýrri, áberandi LED tækni (aukabúnaður)

Nú eftirsóknarverðari en nokkru sinni fyrr. Til viðbótar við djarfa hönnunina bætast nú við útlitsatriði sem búa yfir mikilli fágun.

„Ég vildi hanna bíl sem fyrst og fremst vekti upp þrár” Peter Schreyer Yfirmaður alþjóðlegrar hönnunar Kia


Dagljósabúnaður með LED tækni

18" álfelgur (aukabúnaður)

LED afturljós (aukab.)

3


Upplýsingaskjár: Nýi LCD mælaklasinn dregur fram mikilvægar upplýsingar á skýran hátt á einum stað.


Stjórnklefi og skemmtigarður AÐBÚNAÐUR ÖKUMANNS

Velkomin i stjórnrými Sportage: Þarna er allt að finna sem lýtur að þægindum, afþreyingu og stjórn bílsins - allt frá hárri sætastöðunni, hita í ökumannssæti og stýri, til þægilegrar uppröðunar stjórnrofa og miklu úrvali af nýstárlegri tækni. Dæmi um þetta er nýr ökumælaklasi með 4,2“ TFT LCD skjá þar sem birtast nauðsynlegar upplýsingar um ferðina og í hvaða Flex Steer stillingu bíllinn er (þyngd stýris).

Nýr mælaklasi með 4.2" TFT LCD skjá: Mælaklasi með nýju útliti hefur verið endurhannaður til að veita sem gleggstar upplýsingar. Hann er nú með nýjum upplýsingaskjá þar sem birtast allar nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við aksturinn.

Hraðastillirinn veitir góðan stuðning á lengri leiðum eftir þjóðvegunum.

FLEX stýrisstilling

5


Kallar á athygli, hvað eftir annað ... ÞÆGINDI OG GÆÐI Í INNANRÝMI Panorama þak (2 sóllúgur) Stóra sóllúgan er öll úr gleri. Henni er hægt að tylla og renna til baka þannig að himininn blasir við (aukabúnaður)

Innanrými Sportage kemur stöðugt á óvart. Farþegarýmið býr yfir frísklegri og stílhreinni hönnun sem einkennist af hágæða frágangi og greinilegt er að alúð er lögð við hvert smáatriði. Það sem ekki síst dregur fram hágæðayfirbragðið í innanrýminu er mælaborð með nýrri hönnun, nýstárlegri áferð úr nanómálningu og mjúkum klæðningum á armhvílum í hurðum. Innanrýmið gefur hvarvetna einstaka tilfinningu fyrir miklu rými. Þótt Sportage sé í heildina tekið ekki stór bíll býr hann yfir góðri hæð í farþegarýminu og einnig drjúgu fótarými sem rekja má til þess hve hjólhafið er mikið. Sætaupphitun fyrir köldu vetrarmorgnana er fáanleg í öll sæti og staðalbúnaður er sjálfvirkt loftfrískunarkerfi. Sportage býr yfir farþegarými sem fær tímann til að fljúga í sannkölluðum skemmtiakstri. Loftfrískunarkerfi: Handstýrt loftfrískunarkerfi er staðalbúnaður. Með tveggja svæða, sjálfvirka loftfrískunarkerfinu er hægt að stilla hitann sérstaklega að þörfum ökumanns og farþega í framsæti.

6


Kia gæði: Allt snýst þetta um smáatriðin

7


7 ára uppfærslur á leiðsögukorti: Felur í sér reglulegar uppfærslur á kortum fyrir ný ökutæki frá Kia með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju.

AUX, USB og Bluetooth tengingar: Raufar til að tengja iPhone eða aðra tónspilara. Bluetooth opnar fyrir handfrjálsa notkun á síma.


Fjarstýring með hljómtæki: Einfalt er að stilla hljómstyrkinn með rofunum á stýrishjólinu

Ávallt í sambandi og upplýst SAMSKIPTI

Sportage er ríkulega búinn tæknibúnaði til að spila uppáhalds tónlistina þína, vísa þér veginn hvert sem leiðin liggur og til að hafa samskipti um síma án þess að taka hendur af stýri. Og nú er hann jafnvel með enn meiri tæknibúnaði svo þú sért ávallt í sem bestu sambandi.

Leiðsögukerfi með 7" snertiskjá (aukabúnaður): Leiðsögukerfið kemur með 7“ TFT snertiskjá sem þægilegt er að stilla með fingurgómunum, raddstýringu, texta-til-tals aðgerð og reglulegum uppfærslum á kortum. Leiðsögukerfið kemur einnig með Infinity hljómkerfi, uggaloftneti og bakkmyndavél.

Hljómkerfi með 4.3" TFT litaskjá (aukabúnaður): Til viðbótar við grunn hljómkerfið er Sportage fáanlegur með stórum 4,3“ TFT snertiskjá. Búnaðinum fylgir Infinity hljómkerfi með utanáliggjandi magnara og bassahátalara, uggaloftneti og bakkmyndavél sem auðveldar ökumanni að leggja bílnum.

Hljómkerfi: Hljómkerfið kemur með útvarpi og geislaspilara og er með AUX og USB tengingar fyrir tónlist sem þú geymir á MP3.

9


Sparneytni: Mikið afl er ekki alltaf á kostnað sparneytninnar, eins og þessar tölur bera með sér: Eyðsla í blönduðum akstri: 5,5– 8,5 lítrar. Eyðsla innanbæjar: 6,5–11,4 lítrar. Eyðsla utanbæjar: 5,2–6,8 lítrar.

Snerpa: Hæsta snúningsvægið er í 2,0 lítra dísilvélinni sem nær að hámarki 320 Nm togi við 1.800 til 2.500 sn./mín.

10


Viðbragðsþýðar og sparneytnar vélar VÉLARTÆKNI

Enn komum við á óvart því við réttar aðstæður hefur Sportage aksturseiginleika sem eru líkari fólksbíl en jeppa. Í stuttu máli sagt þá er hann skemmtilegur í akstri og þar fyrir utan einkar sparneytinn. 2.0 lítra dísilvélin er með viðbótar snúningsvægi sem gerir allan framúrakstur áreynslulausan. Ef leitast er eftir meiri jeppagetu þá eru fjórhjóladrifsgerðir í boði. Gírskiptingar: 2.0 lítra vélin er með 6 gíra beinskiptingu eða 6 þrepa sjálfskiptingu.


Sportage - sportlegur eins og nafnið ber með sér AKSTURSUPPLIFUN

Aldrif: Þegar ekið er um slóðir þar sem veggrip er takmarkað, eins og í snjó eða sandi, nægir að þrýsta á einn rofa sem virkjar driflæsingu sem deilir átakinu í réttum hlutföllum, 50:50, milli fram- og afturhjóla.

Það er ekki einungis sportlegt útlit bílsins sem gefur fyrirheit um snerpu í akstri Frábærir aksturseiginleikarnir eru sönnun þess að hér er á ferð borgarjeppi með krafta í kögglum. Bæði stýrisviðbragð og svörun eru snör og jafnvel á vegleysum er Sportage mun getumeiri en margur myndi ætla. MacPherson gormafjöðrun að framan og fjölliðafjöðrun að aftan tryggja bílnum síðan aksturseiginleika sem einkennast af mýkt. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum stuðlar ekki síður að fyrirtaks aksturseiginleikum.

Þegar ekið er í hæðóttu landslagi kemur snjallbúnaður eins og brekkuviðnám (Hill Start Assistance) og brekkuhemlastýring (Downhill Brake Control) að góðum notum og aðstoða ökumann að takast á við krefjandi aðstæður.

Veggrip: Rafeindastýrð stöðugleikastýring (ESC) og skriðvörn (VSM) halda bílnum stöðugum við erfið akstursskilyrði. 12


HAC: Brekkuviðnám kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað upp brattan halla. DBC: Brekkuhemlastýring aðstoðar ökumann að halda jöfnum 3ja km hraða á klst. niður brattan halla.

Flex Steer: Þessi búnaður gerir ökumanni kleift að velja mismikið hjálparátak í stýri; sportstillingu með meiri svörun í akstri á þjóðvegum, normalstillingu fyrir venjulegar akstursaðstæður eða þægindastillingu með meira hjálparátaki við akstur í borginni.

Dráttargeta: Sportage getur dregið allt að 750 kg aftanívagn án hemla og allt að 2.000 kg aftanívagn með hemlum, háð gerð bíls.

13


6 loftpúðar: Í nýjum Kia Sportage eru 6 loftpúðar.

14


Í öruggum höndum, hvert sem leiðin liggur ÖRYGGISTÆKNI

Sterkbyggðum Kia Sportage fylgir öryggisbúnaður sem þú getur reitt þig á. Kia Sportage hlaut fullt hús stiga, 5 stjörnur, í Euro NCAP árekstrarprófuninni. Honum var sérstaklega hælt fyrir góðar varnir í hliðum. Staðalbúnaður er sex öryggispúðar, þar af tveir öryggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, hliðaröryggispúðar að framan og loftpúðagardína í fullri lengd eftir báðum hliðum og með veltiskynjara.

Bílastæðavarar: Bílastæðavari er staðalbúnaður í EX gerðum. Búnaðurinn gefur frá sér hljóðviðvörun þegar bíllinn nálgast um of fyrirstöður sem skynjarar í afturhluta bílsins nema. Kerfið er fáanlegt með skynjurum að aftan.

Framsætin eru með virkum hnakkapúðum sem draga úr líkum á meiðslum vegna hálshnykkja og á höfði þegar ekið er aftan á bílinn. Rafeindastýrð stöðugleikastýring, (ESC), heldur hjólunum í traustu sambandi við veginn og hemlunarvarinn, (BAS), aðstoðar ökumann við hemlun við erfiðar aðstæður. Bakkmyndavél: Um leið og valinn er bakkgír varpar myndavélin upp mynd á 4,3“ TFT litaskjáinn eða 7“ skjáinn sem fylgir leiðsögukerfinu. Þetta auðveldar ökumanni að leggja mat á fjarlægð að fyrirstöðum fyrir aftan bílinn (aukabúnaður).

Virkir hnakkapúðar: Þegar ekið er aftan á bílinn færast hnakkapúðarnir fram á við og upp á við og koma þannig í veg fyrir meiðsli af völdum hálshnykkja.

15


Nóg pláss fyrir þig og þína og ímyndunaraflið

Farangursnetið heldur smærri hlutum í skorðum

Fjölhæfni

Kia Sportage er einkar fjölhæfur förunautur og býr yfir rými sem lagar sig að þínum þörfum. Aftursætin falla niður í hlutföllunum 60:40 og farangursrýmið er 1.353 lítrar þegar þau eru niðurfelld. Stærðin á farangursrýminu þegar öll sæti eru í notkun er 800 x 1.178 x 785 mm (lengd x breidd x hæð) og hleðslugetan er heilir 564 lítrar. Í farangursrýminu er einnig fjöldi festilykkja, farangursnet og farangurshlíf sem ver eigur þínar.

Farangurshlífin sér til þess að eigur þínar eru ekki fyrir allra augum

16

Pláss fyrir þrjá farþega og heilmikið geymslurými

Einfalt er að fella niður sætin með þessari ól.


Breyting á flutningsrými: Aðskilið og niðurfellt: Fjöldi leiða til að laga innanrýmið að þínum þörfum.


Þinn Sportage, þitt val BÚNAÐARÚTFÆRSLUR

Breitt úrval búnaðar fylgir Sportage. 1. Stjórnrofar í hurð ökumanns: Rafstýringar fyrir glugga og hliðarspegla.

10. Sætaupphitun: Upphitun er fáanleg jafnt fyrir framsæti og aftursæti.

2. Hanskahólf: Hanskahólf með kælingu heldur drykkjunum köldum.

11. Lýsing í miðjustokki: Skapar þægilega stemningu og bætir útsýnið.

3. Hólf fyrir sólgleraugu: Innan seilingar ofan við framrúðu.

12. Vindskeið að aftan með hástæðum hemlaljósum: Gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð.

4. Drykkjarhaldari í miðjuarmhvílu í aftursætum: 13. Öryggisbúnaður fyrir rafTekur tvær flöskur. stýrðar rúður: Með klemmuvörn sem kemur í veg fyrir að hendur eða hlutir klemmist 5. Geymsluhólf í hurðahliðum: Nægilegt rými fyrir eina flösku. þegar rúðu er lokað. 6. Aftursæti: Mikil þægindi fyrir 3 farþega í aftursæti. 7. Handfrjáls sími: Með Bluetooth tækni og stjórnrofum á stýrishjóli. 8. Stjórnrofar fyrir veggrip: 4WD, HAC, ESC innan seilingar. 9. Fjarstýring fyrir hljómtæki: Hækkað eða lækkað í tækinu með þessum aðgengilegu stjórnrofum í stýrishjólinu.

1

5

14. Uggaloftnet: Staðalbúnaður ef bíllinn er tekinn með 4.3" TFT LCD skjá eða 7" skjá með leiðsögukerfi. 15. Þakbogar: Fallegt útlit og auðveldar flutning á íþrótta- og útivistarbúnaði (valbúnaður).

9

16. Hliðarspeglar: Aðfellanlegir speglar.

13

18


2

3

4

6

7

8

10

11

12

14

15

16

19


TÆKNIUPPLÝSINGAR 1.7 DÍSIL FRAMDRIF (2WD)

TÆKNIUPPLÝSINGAR VÉLAR

6 gíra beinsk.

Mengunarflokkur

2.0 DÍSIL ALDRIF (AWD) 6 gíra beinsk.

6 gíra sjálfsk.

Euro V

Slagrými (sm3) Borvídd x slaglengd (mm) Þjapphlutfall

Euro V

1,685

1,995

77.2 x 90.0

84 X 90

17.0:1

16.5 : 1

Hámarks afköst (hö. @ sn.mín.)

115 @ 4,000

136 @ 4,000

Hámarks snúningsvægi (Nm @ sn.mín.)

255 @ 2,000

Hámarkshraði km./klst.

320 @ 1,800 - 2,500

173

181

181

FJÖÐRUN, STÝRISBÚNAÐUR, HEMLUNARBÚNAÐUR Fjöðrun að framan

Sjálfstæð MacPherson fjöðrun með gormfjöðrun og gasfylltum dempurum

Fjöðrun að aftan

Fjölliða fjöðrun með gasfylltum dempurum

Stýrisbúnaður

Véldrifið hjálparátak, tannstangarstýri

Snúningur á stýrishjóli (frá borði til borðs)

2.96

Lágmarks þvermál beygjuhrings (m)

5.29

Bremsur að framan

Loftkældir diskar (406 mm)

Bremsur að aftan

Heilir diskar (355mm 2WD (framdrif) / 381mm AWD (aldrif)

HELSTU MÁL (mm) 4,440, 1,855, 1,645 (1,635)

Lengd, breidd, hæð (án þakboga) Hjólahaf

2,640

Lágmarks vegfríhæð

172

Hámarks aðkomuhorn / frákeyrsluhorn (°)

22.7 / 28.2

Höfuðrými 1. / 2. röð

992 / 977

Fótarými 1. / 2. röð

1,051 / 963

ÞYNGD OG RÝMI Farangursrými í lítrum (sætisbök upprétt)

1,353

Lágm. eigin þyngd (kg)

1,490

1,600

1,676

Hám. eigin þyngd (kg)

1,612

1,754

1,787

Heildarþyngd (kg)

1,940

2,140

2,140

Hám. leyfil. þyngd aftanívagns (kg) m. hemlun

1,200

2,000

1,600

750

750

Án hemlunar Þyngd dráttarkróks (kg)

50

Hámarks þakhleðsla (kg)

100

Rými eldsneytisgeymis (lítrar) ELDSNEYTISNOTKUN (l/100km) OG MAGN CO2 Í ÚTBLÆSTRI

750 80

58 1.7 DÍSIL FRAMDRIF (2WD) 6 gíra beinsk.

6 gíra beinsk.

2.0 DÍSIL ALDRIF (AWD) 6 gíra sjálfsk.

Innanbæjar

6.3

7.0

8.9

Utanbæjar

4.8

5.4

5.9

Blandaður akstur

5.3

6.0

7.0

139

156

183

Magn CO2 í útblæstri g/km

20

564

Farangursrými í lítrum (sætisbök niðurfelld)


Casa White (WD)

Pegasos Silver (Mรกlmlitur A2S)

Machine Silver (Mรกlmlitur 9S)

Sand Track (Mรกlmlitur D5U)

Planet Blue (Mรกlmlitur D7U)

Techno Orange (Mรกlmlitur D2A)

 "_Q\PZWWNZIKS

18" รกlfelgur

 "_Q\PZWWNZIKS  "_Q\PZWWNZIKS

17" รกlfelgur

  

!!

!

  

  

Black Pearl (perlulakk 1K)

1,635 (1,645 : with roof rack)

Dark Gun Metal (Mรกlmlitur E5B)

1,635 (1,645 : with roof rack) 1,635 (1,645 : with roof rack) 1,855 1,855 1,855

! ! !

  

Sirius Silver (Mรกlmlitur AA3)

1,597 1,597 1,597

  

890 890890

2,640 2,640 2,640

910 910910

1,598 1,598 1,598

4,440 4,440 4,440

21


EX staðalútfærsla SVART TAUÁKLÆÐI Útfærslunni fylgir: - Innanrými í svörtum lit - Samlitt mælaborð og miðjustokkur - Áklæði úr svörtum, skáofnum vefnaði

INNRÉTTINGAR

EX staðalútfærsla ALPINE GRÁTT TAUÁKLÆÐI Útfærslunni fylgir - Innanrými í Alpinegráum lit - Mælaborð í Alpnegráum litatón - Sætaáklæði úr skáofnum vefnaði í gráum lit

EX valútfærsla SVART LEÐUR Útfærslunni fylgir: - Innanrými í svörtum lit - Samlitt mælaborð og miðjustokkur - Svart leðuráklæði á sætum


Hjá Kia er yfir svo mörgu að gleðjast HUGARRÓ

7 ára ábyrgð: Kia Sportage hefur staðist strangar prófanir á sviði áreiðanleika og endingar. Í ljósi þessa erum við stolt að bjóða hann, eins og allar aðrar gerðir Kia, með 7 ára ábyrgð, sem er einstakt á meðal bílaframleiðenda. Allir okkar bílar eru með 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmarkaður akstur upp að 3 árum; upp að 150.000 km frá 4. ári).

Hafðu samband: Fáðu nánari upplýsingar um Kia og spennandi úrval af nýjum bílum á kia.com. Vertu upplýst(ur) um árangur okkar á sviði hreinnar orku, eins og notkun jarðgass, tvinn- og efnarafalatækni. Þú getur einnig kynnt þér hvað er helst á döfinni í rannsóknarmiðstöð okkar á sviði umhverfismála.

Ábyrgðin nær til alls ökutækisins. Hún er ókeypis og millifæranleg yfir á næstu eigendur bílsins að því gefnu að honum hafi verið viðhaldið í samræmi við viðhalds- og þjónustuáætlun.

Við tengjumst einnig stórviðburðum á íþróttasviðinu. Kia er opinber samstarfsaðili bæði UEFA og FIFA. Við erum bakhjarlar Opna ástralska tennismótsins og tennisstjörnunnar Rafael Nadal.

5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gegn gegnumtæringu: Hágæðalakk verndar yfirborðsfletina á Kia Sportage til lengri tíma og gefur honum glæsilegan gljáa. Kia kemur einnig með yfirburða ryðvörn og 12 ára ábyrgð gegn gegnumtæringu.

7 ára ábyrgð Kia: 7 ára /150.000 km ábyrgð á nýjum Kia. Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

23


7 ára /150.000 km ábyrgð á nýjum Kia. Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

Bílaumboðið Askja Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590-2100 www.kia.com

24

Allar upplýsingar, myndskýringar og búnaður byggjast á gögnum sem lágu fyrir á útgáfutíma og geta breyst án fyrirvara. Gerðir og búnaður sem sýndur er í bæklingnum getur verið breytilegur eftir markaðssvæðum.

www.kia.com


Kia Sportage bæklingur